Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar

2002 nr. 78 8. maí


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 17. maí 2002. Breytt með: L. 58/2004 (tóku gildi 15. júní 2004). L. 86/2006 (tóku gildi 30. júní 2006). L. 83/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema 22. gr. sem tók gildi 20. júní 2008). L. 41/2009 (tóku gildi 8. apríl 2009). L. 77/2010 (tóku gildi 1. júlí 2010). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 82/2012 (tóku gildi 5. júlí 2012). L. 36/2013 (tóku gildi 9. apríl 2013). L. 66/2015 (tóku gildi 18. júlí 2015; komu til framkvæmda 1. jan. 2016). L. 41/2016 (tóku gildi 2. júní 2016). L. 36/2022 (tóku gildi 1. júlí 2022). L. 69/2022 (tóku gildi 13. júlí 2022; um lagaskil sjá nánar brbákv. í s.l.).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eða umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Gildissvið.
[Lög þessi mæla fyrir um niðurgreiðslur kostnaðar, styrkveitingar og úthlutun fjár sem ákveðið er í fjárlögum til]: 1)
    1. Niðurgreiðslu kostnaðar við hitun íbúðarhúsnæðis hjá þeim sem ekki eiga kost á fullri hitun með jarðvarma.
    2. Greiðslu styrkja vegna stofnunar nýrra hitaveitna [og yfirtöku starfandi einkaleyfisveitna á einkahitaveitum]. 2)
    [3. Greiðslu styrkja vegna umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða aðgerða sem leiða til bættrar orkunýtingar við húshitun.] 2)
    1)L. 66/2015, 1. gr. 2)L. 41/2009, 1. gr.
2. gr. Stjórnsýsla.
[Ráðherra] 1) fer með yfirstjórn mála samkvæmt lögum þessum.
    1)L. 126/2011, 345. gr.
3. gr. Skilgreiningar.
Íbúð samkvæmt lögum þessum er húsnæði þar sem einhver hefur fasta búsetu og hefur sjálfstætt skráningarauðkenni í [fasteignaskrá]. 1) Dvalarheimili aldraðra telst íbúðarhúsnæði samkvæmt lögum þessum. [Þurfi umsækjandi að halda fleiri en eitt heimili vegna starfa, eigin náms eða náms fjölskyldu er heimilt að greiða niður húshitunarkostnað óháð því hvar lögheimili er skráð. Umsækjandi þarf að staðfesta þörf sína til þess að halda fleiri en eitt heimili með opinberu vottorði eða öðrum gögnum sem Orkustofnun metur nægileg.] 2)
Veitusvæði hitaveitu er það svæði þar sem hitaveita hefur einkaleyfi til dreifingar á heitu vatni.
Kynt hitaveita er samkvæmt lögum þessum veita sem notar rafmagn eða eldsneyti til að hita vatn til sölu um dreifikerfi veitunnar.
Rafhitun telst bein hitun með raforku hvort sem um er að ræða þilofna, hitastrengi eða vatnshitakerfi þar sem rafmagn er notað til að hita vatnið. Raforkunotkun varmadælu er í þessum lögum flokkuð með rafhitun.
[Með [umhverfisvænni] 3) orkuöflun er í lögum þessum átt við hagkvæma nýtingu endurnýjanlegra orkulinda til húshitunar.] 4)
[Með búnaði til umhverfisvænnar orkuöflunar er í lögum þessum átt við allan þann tækjabúnað sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun, þ.m.t. nauðsynlegan fylgibúnað fyrir virkni hans, að undanskildum breytingum á hitakerfum húsnæðis innan dyra.] 3)
    1)L. 83/2008, 24. gr. 2)L. 58/2004, 1. gr. 3)L. 69/2022, 1. gr. 4)L. 41/2009, 2. gr.

II. kafli. Niðurgreiðsla á orku til hitunar.
4. gr. Skilyrði niðurgreiðslna.
[Niðurgreiða skal orku til hitunar íbúðarhúsnæðis í eftirfarandi tilvikum]: 1)
    1. Þegar íbúð sem ekki er á veitusvæði hitaveitu er hituð með raforku.
    2. Þegar íbúð á veitusvæði hitaveitu er hituð með raforku enda sé kostnaður við tengingu við hitaveituna og áætluð orkukaup meiri en við niðurgreidda rafhitun samanlagt fyrstu tíu árin eftir tengingu.
    3. Þegar íbúð sem hvorki er á veitusvæði hitaveitu né tengist raforkukerfi er hituð með [eldsneyti]. 2) Einnig íbúðir hitaðar með [eldsneyti] 2) sem tengjast einangruðu raforkukerfi þar sem meiri hluti raforkuvinnslunnar er með eldsneyti.
    4. Þegar íbúð er hituð með vatni frá kyntri hitaveitu og raforkunotkun veitunnar til hitunar vatns er meira en 10% af heildarorkuöflun veitunnar.
    [5. Þegar íbúð er hituð með vatni frá kyntri hitaveitu sem notar grisjunarvið eða annað umhverfisvænt eldsneyti.] 2)
3)
Kostnaður við hitun kirkna, bænahúsa trúfélaga, safna, félagsheimila og húsnæðis björgunarsveita skal greiddur niður á sama hátt og hitun íbúða.] 4)
Ekki skal greiða niður raforkukostnað vegna dælingar á heitu vatni.
    1)L. 66/2015, 2. gr. 2)L. 36/2013, 1. gr. 3)L. 69/2022, 2. gr. 4)L. 58/2004, 2. gr.
5. gr. Umsókn um niðurgreiðslur.
[Eigandi eða umráðamaður íbúðar] 1) getur sótt um niðurgreiðslu til Orkustofnunar sem ákveður á hvaða formi umsóknir skulu sendar og hvaða upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna framkvæmdar laga þessara eiga að koma þar fram. Stjórn húsfélags getur sótt um niðurgreiðslur fyrir hönd allra íbúðareigenda í fjöleignarhúsi ef hitanotkun hverrar íbúðar er ekki sérmæld. Orkustofnun metur á grundvelli umsóknar hvort skilyrði laga þessara fyrir niðurgreiðslum séu uppfyllt. Ekki þarf að sækja á ný um niðurgreiðslu meðan íbúð er notuð til fastrar búsetu. Breytist aðstæður að þessu leyti ber [eiganda eða umráðamanni] 1) að tilkynna Orkustofnun það.
2)
    1)L. 58/2004, 3. gr. 2)L. 69/2022, 3. gr.
6. gr. Upphæð niðurgreiðslna.
[Upphæð niðurgreiðslna á raforku til húshitunar skal nema jafngildi kostnaðar við flutning og dreifingu raforkunnar frá virkjun til notanda.
Upphæð niðurgreiðslna á vatni frá kyntum hitaveitum skal ákveðin í samræmi við breytingar á niðurgreiðslum til beinnar rafhitunar og þeirri fjárhæð sem samþykkt er í fjárlögum viðkomandi árs.
Upphæð niðurgreiðslna á eldsneyti skal miða við að kostnaður notenda verði svipaður og þar sem hann er hæstur með rafhitun.] 1)
Ráðherra skal að fengnum tillögum Orkustofnunar ákvarða á ári hverju hámarksfjölda kWst og út frá því hámarksfjölda lítra af olíu [og hámarksfjölda kílóa eða rúmmetra af tilteknum tegundum eldsneytis] 1) sem niðurgreiða skal fyrir hverja íbúð. Ef kynt hitaveita nýtir að hluta jarðvarma skal niðurgreiðslan ákvörðuð út frá því hve stór hluti orkuöflunarinnar er með raforku og eldsneyti. … 2)
3)
    1)L. 66/2015, 3. gr. 2)L. 41/2009, 3. gr. 3)L. 69/2022, 4. gr.
7. gr. Ákvörðun notkunar við rafhitun.
Orkunotkun við rafhitun íbúðarhúsnæðis skal ákvörðuð á eftirfarandi hátt:
    1. Ef rafhitun íbúðar er sérmæld skal sú mæling gilda við ákvörðun niðurgreiðslu.
    2. Ef rafhitun er ekki sérmæld skal orkumagn sem greitt er niður ákveðið sem hlutfall af heildarnotkun. Orkustofnun skal skilgreina íbúðarflokka út frá því til hvers raforka er notuð og hlutfall húshitunar af heildarraforkunotkun heimilis fyrir hvern flokk fyrir sig. Stofnunin ákveður hvaða flokki hver íbúð tilheyrir. Ef ástæða er til að ætla að lægra eða hærra hlutfall fari til húshitunar hjá einstökum notanda en skilgreining á viðkomandi flokki segir til um getur Orkustofnun áætlað sérstakt hlutfall fyrir þann notanda og skal miðað við þá áætlun við útreikning á niðurgreiðslu. Ef notandi sættir sig ekki við þessa áætlun getur hann farið fram á að notkunin sé sérmæld og skal miða við þá mælingu við ákvörðun niðurgreiðslu. Notandinn greiðir allan kostnað við sérmælinguna.
8. gr. [Ákvörðun notkunar við eldsneytishitun.]1)
Ársnotkun íbúðar á [eldsneyti] 1) til hitunar skal áætluð af Orkustofnun út frá notkun húsnæðisins og skráðri stærð þess í [fasteignaskrá]. 2) Orkustofnun getur farið fram á að fá upplýsingar frá íbúðareiganda um [eldsneytiskaup] 1) til húshitunar og annað sem snýr að notkun húsnæðisins og nauðsynlegt er vegna framkvæmdar laga þessara.
    1)L. 66/2015, 4. gr. 2)L. 83/2008, 24. gr.
9. gr. Framkvæmd niðurgreiðslna á raforku og heitu vatni frá kyntum hitaveitum.
Dreifiveitur raforku og kyntar hitaveitur skulu draga upphæð niðurgreiðslu frá gjaldi notanda fyrir þjónustu veitunnar og skal notandinn fá upplýsingar um upphæð niðurgreiðslu. Ef niðurgreiðslan er hærri en nemur fjárhæð reiknings skal veitan greiða notandanum mismuninn. Ef orka frá virkjun fer ekki um kerfi dreifiveitu heldur beint til notanda skal sú notkun vera mæld með löggildum mæli og vinnsluaðili sjá um uppgjör niðurgreiðslu á sama hátt og dreifiveitur gera þegar orkan fer um kerfi þeirra.
10. gr. [Framkvæmd niðurgreiðslu á eldsneyti.]1)
Orkustofnun ákveður niðurgreiðslur á [eldsneyti] 1) til einstakra notenda á grundvelli viðmiða, sbr. 8. gr., og sér til þess að greiðsla fari fram ársfjórðungslega.
    1)L. 66/2015, 5. gr.

III. kafli. [Stofnun nýrra hitaveitna, umhverfisvæn orkuöflun og bætt orkunýting.]1)
    1)L. 41/2009, 8. gr.
11. gr. [Skilyrði styrkja vegna stofnunar nýrra hitaveitna, umhverfisvænnar orkuöflunar og bættrar orkunýtingar.]1)
[Veita skal styrki til stofnunar nýrra hitaveitna eða til stækkunar eldri veitna, [sem og til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun]. 2) Styrkjunum skal varið til eftirfarandi þátta]: 3)
    1. Til nýrra hitaveitna sem hófu rekstur árið 1998 eða síðar.
    2. Til hitaveitna sem hafa aukið við dreifikerfi sitt á árinu 1998 eða síðar til að geta tengt íbúðarhúsnæði sem notið hefur niðurgreiðslna á rafhitun.
    [3. Til starfandi hitaveitna sem hafa einkaleyfi til dreifingar á heitu vatni og stækka veitusvæði sitt með yfirtöku á hitaveitum sem ekki hafa slíkt einkaleyfi, dreifa heitu vatni um dreifikerfi sitt til a.m.k. 5 aðgreindra húsveitna og standa frammi fyrir kostnaðarsömum aðgerðum vegna endurnýjunar dreifikerfis. Ráðherra er heimilt að setja nánari skilyrði í reglugerð.] 4)
    [4. Til kyntra hitaveitna sem tengjast íbúðarhúsnæði sem notið hefur niðurgreiðslna á rafhitun eða [eldsneyti]. 3)] 5)
    [[5.] 5) [Til íbúðareigenda sem fjárfesta í og tengja tækjabúnað sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun.] 2)] 1)
    1)L. 41/2009, 4. gr. 2)L. 69/2022, 5. gr. 3)L. 66/2015, 6. gr. 4)L. 86/2006, 1. gr. 5)L. 36/2013, 2. gr.
12. gr. Fjárhæð styrkja.
[Styrkur til hverrar hitaveitu getur numið allt að [tólf ára] 1) áætluðum niðurgreiðslum á rafmagni eða [eldsneyti] 2) til húshitunar á orkuveitusvæði viðkomandi hitaveitu miðað við meðalnotkun til húshitunar næstu fimm ár á undan. [Þegar um er að ræða styrki á grundvelli 3. tölul. 11. gr. skal miðað við 20.000 kWst ársnotkun á hverja íbúð sem tengd er veitunni. Við ákvörðun styrkfjárhæðar skal miðað við fjárhæð niðurgreiðslu í dreifbýli á veitusvæði Rafmagnsveitna ríkisins.] 3) [Styrkir á grundvelli 5. tölul. 11. gr. skulu jafngilda helmingi kostnaðar við kaup á tækjabúnaði, sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun, að hámarki 1,3 millj. kr. án virðisaukaskatts. Þessi fjárhæð uppfærist 1. janúar ár hvert í hlutfalli við vísitölu neysluverðs, miðað við grunnvísitöluna 1. júlí 2022. Styrkirnir skulu vera samningsbundnir til 15 ára á viðkomandi húseign.] 4) [Styrkur á grundvelli 4. tölul. 11. gr. getur numið allt að tólf ára áætluðum mismun á niðurgreiðslum á beinni rafhitun eða [eldsneyti] 2) og niðurgreiðslum kyntrar hitaveitu.] 5) Greiðsla stofnstyrks til nýrrar hitaveitu eða vegna stækkunar hitaveitu skal miðuð við tímamarkið þegar hitaveitan tekur til starfa eða stækkun er tekin í notkun. Af fjárveitingu hvers árs til niðurgreiðslu á orku til húshitunar og stofnstyrkja hitaveitna skal styrkveiting til nýrra hitaveitna þó aldrei vera meiri en 20% heildarfjárveitingar. Árlega getur hver einstök hitaveita að hámarki fengið styrk er nemur 15% árlegrar heildarfjárveitingar til niðurgreiðslu á húshitunarkostnaði og nýrra hitaveitna.] 6)1)
[Þrátt fyrir 1. mgr. getur styrkur til hitaveitu numið allt að 16 ára áætluðum niðurgreiðslum skv. 1. mgr. ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
    1. Viðkomandi hitaveita er í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga og/eða fyrirtækja sem eru alfarið í eigu þessara aðila.
    2. Viðkomandi hitaveita hefur ábyrgð hlutaðeigandi sveitarfélags og skal sýna fram á getu til að standa undir skuldbindingum sínum með rekstraráætlun til 16 ára.
    3. Viðkomandi hitaveita hefur fengið einkaleyfi til þess að starfrækja hitaveitu samkvæmt orkulögum, nr. 58/1967, og uppfyllir því skilyrði 2. mgr. 32. gr. þeirra laga um að uppdrættir og áætlanir séu tæknilega réttar, hitaveitan verði þjóðhagslega hagkvæmt fyrirtæki, fullnægi hitaþörf svæðisins og að tryggður sé eðlilegur og truflanalaus rekstur, eftir því sem aðstæður leyfa.
    4. Tryggt er að styrkurinn sé einungis til þess fallinn að eigandi (eigendur) hitaveitunnar fái lágmarksarð af fjárfestingunni.] 7)
[Fyrir 1. október ár hvert skal leggja fram skýrslu um ráðstöfun fjár samkvæmt lögum þessum á næstliðnu ári. Einnig skal leggja fram endurskoðaða áætlun greiðslna yfirstandandi árs og áætlun fyrir næstkomandi ár. Greina skal sundurliðað hve miklu fjármagni er varið til niðurgreiðslu húshitunar, stofnstyrkja hitaveitna og orkusparnaðaraðgerða.] 6)
    1)L. 82/2012, 1. gr. 2)L. 66/2015, 7. gr. 3)L. 86/2006, 2. gr. 4)L. 69/2022, 6. gr. 5)L. 36/2013, 3. gr. 6)L. 58/2004, 4. gr. 7)L. 41/2016, 1. gr.
13. gr. Umsóknir.
[Umsóknir um styrki skulu sendar Orkustofnun. Umsóknum skulu eftir atvikum fylgja upplýsingar um umsækjanda, fyrirhugaðar framkvæmdir, ráðstöfun styrks og önnur atriði sem máli skipta varðandi afgreiðslu styrkumsóknar. Ráðherra skal í reglugerð kveða nánar á um styrkumsóknir.] 1)
    1)L. 41/2009, 6. gr.
14. gr. Úthlutun og ráðstöfun styrkja.
Styrkur greiðist til hitaveitu þegar hún hefur rekstur með dreifingu á heitu vatni til húshitunar á orkuveitusvæðinu. Styrkurinn er eingreiðsla. Ef tengingum íbúðarhúsa er skipt í áfanga eða hluti íbúðarhúsa á orkuveitusvæði er ekki tengdur þegar hitaveita tekur til starfa er heimilt að ákveða að hluti styrksins skuli greiddur út og niðurgreiðslum vegna rafhitunar tiltekinna íbúðarhúsa haldið áfram þrátt fyrir 15. gr. Endanlegt uppgjör á fjárhæð styrksins fer í þeim tilvikum fram þegar stjórn viðkomandi hitaveitu óskar, þó eigi síðar en níu mánuðum eftir að fyrsti hluti styrksins er greiddur út. Við greiðslu á þeirri fjárhæð sem haldið var eftir skal draga frá heildarfjárhæð niðurgreiðslna á raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis á viðkomandi orkuveitusvæði á aðlögunartímanum.
Hitaveitan skal nýta styrkinn að hluta til að greiða niður stofnkostnað hitaveitunnar og að hluta til að styrkja eigendur íbúðarhúsa þar sem kostnaður við tengingu við starfandi eða nýjar veitur er umtalsverður, svo sem vegna kostnaðarsamra breytinga á hitakerfi. Stjórn hitaveitunnar skal ákvarða hlutföllin en hvor hluti styrksins má nema allt að 65% af heildarfjárhæðinni.
[Styrkir til hitaveitu á grundvelli 3. tölul. 11. gr. skulu renna óskertir til hitaveitunnar.] 1)
[Styrkir á grundvelli [5. tölul.] 2) 11. gr. greiðast íbúðareiganda samkvæmt nánara samkomulagi milli Orkustofnunar og íbúðareiganda.] 3)
    1)L. 86/2006, 3. gr. 2)L. 36/2013, 4. gr. 3)L. 41/2009, 7. gr.
15. gr. Niðurfelling niðurgreiðslna.
Ef stofnuð er ný hitaveita eða eldri veita stækkuð skal fella niður niðurgreiðslu á kostnaði til hitunar íbúðarhúsnæðis á starfssvæði hitaveitunnar, sbr. þó 2. tölul. 4. gr. Orkustofnun skal tilkynna íbúðareiganda um niðurfellinguna og hefur hann 30 daga frá dagsetningu tilkynningar til að koma á framfæri andmælum áður en ákvörðun um brottfall niðurgreiðslna kemur til framkvæmda.
[16. gr. Fjárveiting til jarðhitaleitar.
Ráðherra er heimilt að ákveða að sérstakt jarðhitaleitarátak á köldum svæðum fái allt að 5% af árlegri fjárveitingu til niðurgreiðslu á húshitunarkostnaði og nýrra hitaveitna. Beiðnir um styrki skulu sendar [ráðuneytinu] 1) ásamt greinargerð um fyrirhugaða jarðhitaleit.] 2)
    1)L. 126/2011, 345. gr. 2)L. 58/2004, 5. gr.

IV. kafli. Eftirlit.
[17. gr.]1) Eftirlit Orkustofnunar.
Orkustofnun hefur eftirlit með framkvæmd laga þessara. Upplýsingar og gögn sem nauðsynleg eru vegna framkvæmdar þeirra skulu liggja fyrir hjá Orkustofnun.
Ef breytingar verða á aðstæðum og íbúðareigandi hefur ekki lengur rétt til niðurgreiðslu samkvæmt lögum þessum ber íbúðareiganda að tilkynna slíkt til Orkustofnunar.
Orkustofnun skal ár hvert áætla kostnað stofnunarinnar við þetta eftirlit og leggja fyrir [ráðherra] 2) til staðfestingar. Kostnaður vegna eftirlits Orkustofnunar samkvæmt staðfestri áætlun greiðist af því fé sem ákveðið er í fjárlögum til niðurgreiðslna á kostnaði við húshitun og til að styrkja nýjar hitaveitur.
    1)L. 58/2004, 5. gr. 2)L. 126/2011, 345. gr.
[18. gr.]1) Heimildir Orkustofnunar.
Dreifiveitum og kyntum hitaveitum ber að afhenda Orkustofnun upplýsingar um orkukaupendur sem fá niðurgreiðslur og um notkun þeirra þegar stofnunin fer fram á slíkt.
    1)L. 58/2004, 5. gr.
[19. gr.]1) Úrræði Orkustofnunar.
Ef Orkustofnun verður þess áskynja að orkukaupandi tilkynnir ekki um breyttar aðstæður, sem hefðu átt að leiða til brottfalls niðurgreiðslu, skal stofnunin fella niðurgreiðslurnar niður og hefur orkukaupandi 30 daga frá dagsetningu tilkynningar til að koma á framfæri andmælum áður en ákvörðun um brottfall niðurgreiðslna kemur til framkvæmda.
    1)L. 58/2004, 5. gr.

V. kafli. Orkusparnaður.
[20. gr.]1) Orkusparnaðaraðgerðir.
Verja skal til orkusparnaðaraðgerða allt að [3%] 2) af því fé sem ákveðið er í fjárlögum til niðurgreiðslna á kostnaði við húshitun og til að styrkja nýjar hitaveitur.
Orkusparnaðaraðgerðir skulu stuðla að því að draga úr kostnaði við niðurgreiðslur á húshitunarkostnaði. Orkustofnun skal gera áætlun um hvernig fénu skuli varið og leggja hana fyrir [ráðherra] 3) til staðfestingar.
    1)L. 58/2004, 5. gr. 2)L. 41/2009, 9. gr. 3)L. 126/2011, 345. gr.

VI. kafli. Ýmis ákvæði.
[21. gr.]1) Reglugerð.
[[Ráðherra] 2) skal setja reglugerð 3) um framkvæmd laga þessara, m.a. um útreikning niðurgreiðslna, íbúðarflokka, úthlutun styrkja til nýrra hitaveitna vegna yfirtöku starfandi einkaleyfisveitna á einkahitaveitum, úthlutun styrkja vegna umhverfisvænnar orkuöflunar til húshitunar sem leiðir til lækkunar á orkuþörf til hitunar og eftirlit. Þá skal ráðherra í reglugerð kveða nánar á um fyrirkomulag styrkja vegna endurbóta á húsnæði.] 4)
    1)L. 58/2004, 5. gr. 2)L. 126/2011, 345. gr. 3)Rg. 698/2013, sbr. 829/2013, 926/2017 og 1010/2019. 4)L. 41/2009, 10. gr.
[22. gr.]1)
Lög þessi öðlast þegar gildi.
    1)L. 58/2004, 5. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Allir þeir aðilar sem við gildistöku laga þessara njóta niðurgreiðslna á orku til húshitunar og uppfylla skilyrði 4. gr. geta sótt um niðurgreiðslur, svo og aðrir er telja sig eiga rétt á þeim. Slíkar umsóknir skulu berast innan þriggja mánaða frá gildistöku laganna. Ef umsókn berst ekki falla niðurgreiðslur niður sex mánuðum frá gildistöku laganna.
II.
Niðurgreiðslur á olíu til hitunar íbúðarhúsa sem ekki eiga kost á hitun með hitaveitu eða raforku, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 4. gr., skulu greiðast fyrst vegna ársins 2002.
III.
Orkustofnun skal á næstu fimm árum vinna að hagkvæmnisúttekt á nýtingu varmadælu til húshitunar á þeim lághitasvæðum landsins þar sem möguleikar eru á frekari nýtingu jarðhitans. Enn fremur skal stofnunin í samvinnu við iðnaðarráðuneytið gera úttekt á möguleikum á nýtingu smávirkjana á landsbyggðinni. Í þessu skyni skal heimilt á þessu tímabili að verja allt að 10 millj. kr. árlega af þeirri fjárveitingu sem ákveðin er til niðurgreiðslu rafhitunar.