Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa.

(Frumkvæðismál)

 • 21. fundur stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar á 151. þingi, þann 09.12.2020
  Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa.:
  Nefndin ræddi málið.

 • 17. fundur stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar á 151. þingi, þann 30.11.2020
  Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa.:
  Nefndin ræddi málið.

  Formaður lagði til að framsögumaður og nefndarritari myndu gera tilteknar orðalagsbreytingar á tillögum að fyrirspurnum til Skattsins, Seðlabanka Íslands og Samtaka fjármálafyrirtækja sem yrðu sendar nefndinni til yfirferðar og ef engar athugasemdir bærust yrðu fyrirspurnirnar sendar framangreindum aðilum. Enginn hreyfði andmælum og var tillagan samþykkt.

 • 16. fundur stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar á 151. þingi, þann 25.11.2020
  Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa.:
  Nefndin fjallaði um málið.

 • 14. fundur stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar á 151. þingi, þann 23.11.2020
  Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa.:
  Á fund nefndarinnar mættu Ragna Bjarnadóttir skrifstofustjóri og Teitur Már Sveinsson frá dómsmálaráðuneytinu. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

 • 8. fundur stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar á 151. þingi, þann 09.11.2020
  Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa.:
  Nefndin ræddi málsmeðferð. Ákveðið að óska eftir upplýsingum um stöðu málsins frá dómsmálaráðuneytinu.

  Tillaga um að Andrés Ingi Jónsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

 • 1. fundur stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar á 151. þingi, þann 05.10.2020
  Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa.:
  Nefndin ræddi málsmeðferð.

 • 44. fundur stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar á 150. þingi, þann 04.03.2020
  Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa.:
  Á fund nefndarinnar komu Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri frá dómsmálaráðuneyti, Björn Þorvaldsson, Guðrún Árnadóttir og Teitur Már Sveinsson frá stýrihópi um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

 • 34. fundur stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar á 150. þingi, þann 20.01.2020
  Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa.:
  Nefndin ræddi málsmeðferð og frekari gestakomur í málinu.

 • 32. fundur stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar á 150. þingi, þann 15.01.2020
  Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa.:
  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður nefndarinnar bauð sig fram sem framsögumann málsins sem var samþykkt.

 • 22. fundur stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar á 150. þingi, þann 02.12.2019
  Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa.:
  09:32 Á fund nefndarinnar komu Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri og Ragna Bjarnadóttir skrifstofustjóri frá dómsmálaráðuneyti og Guðrún Þorleifsdóttir skrifstofustjóri og Erna Hjaltested frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir kynntu efni skýrslu dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland hafnaði á „gráa lista“ FATF og svöruðu spurningum nefndarmanna.

  10:38 Nefndin ræddi málið.

 • 20. fundur stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar á 150. þingi, þann 25.11.2019
  Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.:
  Nefndin fjallaði um málið.

 • 12. fundur stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar á 150. þingi, þann 01.11.2019
  Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa.:
  Á fund nefndarinnar komu Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri og Teitur Már Sveinsson frá dómsmálaráðuneytinu. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

 • 10. fundur stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar á 150. þingi, þann 23.10.2019
  Tillaga um að nefndin fjalli um verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa.:
  Nefndin ræddi málið. Tillaga um að hefja könnun á ákvörðunum og verklagi ráðherra í tengslum við ábendingar og tilmæli fjármálaaðgerðahópsins var borin upp. Tillagan var borin undir atkvæði.

  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Guðmundur Andir Thorsson, Óli Björn Kárason, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Hjálmar Bogi Hafliðason greiddu atkvæði með tillögunni. Tillagan var samþykkt.

  Þorsteinn Sæmundsson sat hjá.

  Að því loknu lagði Þorsteinn Sæmundsson fram eftirfarandi bókun:
  „Ekki er ljóst hvert nefndin fer með þessa rannsókn. Hefði viljað sjá nefndina taka sér rýmri tíma í undirbúning. Að auki kann ég ekki við að starf nefndarinnar sé unnið í fjölmiðlum.“.

 • 9. fundur stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar á 150. þingi, þann 21.10.2019
  Tillaga um að nefndin fjalli um verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FAFT vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa.:
  Jón Steindór Valdimarsson kynnti tillögu um að nefndin kannaði ákvarðanir ráðherra og verklag í tengslum við ábendingar og timæli fjármálaaðgerðahópsins (e. Financial Action Task Force, FATF). Nefndin ræddi málið og skipst var á skoðunum. Ákveðið að bíða með ákvörðun til næsta fundar og nánari afmörkunar markmiðs og verklags sem Jón Steindór myndi senda nefndinni.