Fundargerð 149. þingi, 127. fundi, boðaður 2019-06-20 23:59, stóð 01:33:42 til 01:44:57 gert 20 9:26
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

127. FUNDUR

fimmtudaginn 20. júní,

að loknum 126. fundi.

Dagskrá:


Kosning tveggja manna og jafnmargra varamanna í fjármálaráð, til þriggja ára, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 13. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál.

Við kosninguna kom fram einn listi með samtals jafn mörgum nöfnum og menn skyldi kjósa. Þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Þórhildur Hansdóttir Jetzek,

Ásgeir Brynjar Torfason.

Varamenn:

Arna Varðardóttir,

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir.


Afbrigði um dagskrármál.

[01:34]

Horfa


Menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 3. umr.

Stjfrv., 801. mál. --- Þskj. 1262 (með áorðn. breyt. á þskj. 1910, 1911).

Enginn tók til máls.

[01:35]

Horfa

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1942).


Mat á umhverfisáhrifum, 3. umr.

Stjfrv., 775. mál (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.). --- Þskj. 1235 (með áorðn. breyt. á þskj. 1907).

Enginn tók til máls.

[01:38]

Horfa

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1943).


Póstþjónusta, 3. umr.

Stjfrv., 270. mál. --- Þskj. 293 (með áorðn. breyt. á þskj. 1917).

Enginn tók til máls.

[01:39]

Horfa

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1944).


Úttekt á fjárhagslegum áhrifum þess fyrir ríkissjóð að afnema skerðingar ellilífeyris almannatrygginga vegna tekna af atvinnu, síðari umr.

Þáltill. velferðarnefndar, 993. mál. --- Þskj. 1882.

Enginn tók til máls.

[01:41]

Horfa

Till. afgr. sem ályktun Alþingis (þskj. 1945).

Fundi slitið kl. 01:44.

---------------