Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög 14. janúar 2013. Útgáfa 141a. Prenta í tveimur dálkum.
[Lög um framkvæmdarvald ríkisins í héraði]1)
1989 nr. 92 1. júní
1)L. 15/1998, 36. gr.
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. júlí 1992. Breytt með l. 91/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992), l. 92/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 103. gr. sem tók gildi 9. jan. 1992), l. 133/1993 (tóku gildi 1. jan. 1994; EES-samningurinn: V. viðauki tilskipun 64/221/EBE, VII. viðauki tilskipun 67/43/EBE, V. viðauki tilskipun 68/360/EBE og 72/194/EBE, VIII. viðauki tilskipun 73/148/EBE, 75/34/EBE og 75/35/EBE, VII. viðauki tilskipun 77/249/EBE og 89/48/EBE, VIII. viðauki tilskipun 90/364/EBE, 90/365/EBE og 90/366/EBE), l. 80/1995 (tóku gildi 1. júní 1995), l. 83/1997 (tóku gildi 6. júní 1997), l. 15/1998 (tóku gildi 1. júlí 1998 nema 38. gr. sem tók gildi 3. apríl 1998), l. 95/1999 (tóku gildi 1. jan. 2000), l. 46/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007 nema 6. gr. og ákvæði til bráðabirgða sem tóku gildi 16. júní 2006), l. 24/2007 (tóku gildi 29. mars 2007), l. 34/2008 (tóku gildi 31. maí 2008 nema ákvæði til bráðabirgða sem tók gildi 8. maí 2008), l. 147/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009), l. 51/2010 (tóku gildi 12. júní 2010), l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við innanríkisráðherra eða innanríkisráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
[1. gr.]1) Sýslumenn fara, hver í sínu umdæmi, með stjórnsýslu ríkisins eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. Þar á meðal fara þeir með lögreglustjórn … 2) og innheimtu opinberra gjalda, að því leyti sem hún er ekki falin öðrum, sbr. þó [3. gr.] 1)
1)L. 15/1998, 36. gr. 2)L. 147/2008, 34. gr.
[2. gr.]1) [Landið skiptist í [23] 2) stjórnsýsluumdæmi auk Reykjavíkurumdæmis, sem nær yfir Reykjavíkurborg, Seltjarnarneskaupstað, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp. Aðsetur sýslumanna eru sem hér segir: 1. Reykjavík, 2. Akranes, 3. Borgarnes, 4. Stykkishólmur, 5. Búðardalur, 6. Patreksfjörður, 7. Bolungarvík, 8. Ísafjörður, 9. Hólmavík, 10. Blönduós, 11. Sauðárkrókur, 12. Siglufjörður, 13. Akureyri, 14. Húsavík, 15. Seyðisfjörður, 16. Eskifjörður, 17. Höfn, 18. Vík, 19. Hvolsvöllur, 20. Vestmannaeyjar, 21. Selfoss, 22. Reykjanesbær, … 2) [23.] 2) Hafnarfjörður, [24.] 2) Kópavogur. Umdæmi sýslumanna skv. 2.–[24.] 2) tölul. skulu ákveðin með reglugerð 3) að fenginni umsögn viðkomandi sýslumanna og sveitarstjórna.
Eigi má fækka stjórnsýsluumdæmum eða taka upp ný nema með lögum.] 4)
1)L. 15/1998, 36. gr. 2)L. 34/2008, 30. gr. 3)Rg. 66/2007, sbr. 309/2007, 763/2007, 506/2008, 733/2010 og 840/2012. 4)L. 46/2006, 7. gr.
[3. gr.]1) [Með þau verkefni sem sýslumönnum eru falin í öðrum umdæmum fara lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, [tollstjóri] 2) og sýslumennirnir í Hafnarfirði, … 3) í Kópavogi, í Reykjanesbæ og í Reykjavík sem hér segir:
1. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórinn á Suðurnesjum fara með lögreglustjórn, þar á meðal útlendingaeftirlit, ásamt störfum sem þeim eða lögreglustjórum eru almennt falin með fyrirmælum einstakra laga, hvor í sínu umdæmi.
2. [Tollstjóri] 2) fer með tollstjórn, innheimtu tekna ríkissjóðs, að því leyti sem hún er ekki sérstaklega falin öðrum, og lögskráningu skipshafna, auk starfa samkvæmt fyrirmælum einstakra laga.
3. Með önnur störf en þau sem falla innan marka 1. og 2. tölul. fer sýslumaðurinn í Reykjavík í sínu umdæmi. Með önnur störf en þau sem falla innan marka 1. tölul. fara sýslumennirnir í Hafnarfirði, … 3) í Kópavogi og í Reykjanesbæ, hver í sínu umdæmi.
Um lögreglustjórn í umdæmum sýslumannanna í Búðardal, á Patreksfirði, í Bolungarvík, á Hólmavík, Siglufirði, Höfn og í Vík fer samkvæmt lögreglulögum.
… 3)
[Ráðherra] 4) sker að öðru leyti úr um hvaða verkefni heyri undir einstök embætti skv. 1. mgr.] 5)
[Sýslumenn í hverju umdæmi skulu veita leyfisumsóknum viðtöku fyrir hönd lögreglustjóra umdæmisins.] 6)
1)L. 15/1998, 36. gr. 2)L. 147/2008, 35. gr. 3)L. 34/2008, 30. gr. 4)L. 162/2010, 119. gr. 5)L. 46/2006, 8. gr. 6)L. 24/2007, 7. gr.
[4. gr.]1) Sýslumaður skal hafa skrifstofur í umdæmi sínu eftir því sem [ráðherra] 2) kveður á um hverju sinni og fé er veitt til á fjárlögum.
1)L. 15/1998, 36. gr. 2)L. 162/2010, 119. gr.
[5. gr.]1) [Ráðherra skipar sýslumenn til fimm ára í senn.] 2) Málefni sýslumanna eiga undir [ráðherra]. 3)
Engan má skipa sýslumann, nema hann fullnægi [almennum skilyrðum til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara, öðrum en um lágmarksaldur]. 1)
1)L. 15/1998, 36. gr. 2)L. 83/1997, 27. gr. 3)L. 126/2011, 135. gr.
[6. gr.]1) Sýslumenn hafa yfirumsjón og ábyrgð á rekstri embætta sinna.
[Ráðherra] 2) getur að tillögu sýslumanns kveðið á um skiptingu sýslumannsembættis í starfsdeildir eftir verkefnum. Heimilt er að [ráða] 3) sérstaka deildarstjóra sem veita viðkomandi starfsdeildum forstöðu á ábyrgð sýslumanns. Ef starfsdeildir við sýslumannsembætti eru fleiri en ein skal einn deildarstjóra teljast staðgengill sýslumanns, enda fullnægi hann hæfisskilyrðum til skipunar í sýslumannsembætti.
Við sýslumannsembætti skal auk sýslumanns vera það starfslið sem [sýslumaður] 3) telur þörf á. Um hæfisskilyrði löglærðra fulltrúa sýslumanns gilda [sömu reglur og um sýslumenn að öðru leyti en um starfsreynslu]. 1)
[Sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra skulu bera einkennisfatnað eftir því sem ráðherra ákveður í reglugerð. 4)] 5)
1)L. 15/1998, 36. gr. 2)L. 162/2010, 119. gr. 3)L. 83/1997, 28. gr. 4)Rg. 480/2008. 5)L. 24/2007, 8. gr.
… 1)
1)L. 15/1998, 36. gr.
[7. gr.]1) Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1992.
… 2)
1)L. 15/1998, 36. gr. 2)L. 92/1991, 103. gr.
… 1)
1)L. 91/1991, 161. gr. og l. 15/1998, 36. gr.
[Ákvæði til bráðabirgða. Ef sýslumanni er veitt lausn frá embætti, leyfi frá störfum eða hann forfallast af öðrum ástæðum getur ráðherra falið öðrum sýslumanni að gegna embættinu til allt að eins árs í senn.
Ákvæði þetta fellur úr gildi 1. janúar 2015.] 1)
1)L. 51/2010, 1. gr.