Lagasafn. Íslensk lög 1. október 2013. Útgáfa 142. Prenta í tveimur dálkum.
Raforkulög
2003 nr. 65 27. mars
Ferill málsins á Alþingi.
Frumvarp til laga.
Tóku gildi 7. apríl 2003 en komu til framkvæmda 1. júlí sama ár, sjá þó breytingar með l. 89/2004. EES-samningurinn: IV. viðauki tilskipun 96/92/EB. Breytt með l. 89/2004 (tóku gildi 2. júlí 2004), l. 149/2004 (tóku gildi 30. des. 2004), l. 30/2008 (tóku gildi 19. apríl 2008; EES-samningurinn: IV. viðauki tilskipun 2001/77/EB), l. 58/2008 (tóku gildi 11. júní 2008; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 12. gr.), l. 67/2008 (tóku gildi 12. júní 2008), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008), l. 30/2009 (tóku gildi 4. apríl 2009), l. 142/2009 (tóku gildi 31. des. 2009), l. 148/2010 (tóku gildi 29. des. 2010), l. 19/2011 (tóku gildi 11. mars 2011), l. 36/2011 (tóku gildi 19. apríl 2011; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2000/60/EB, 2006/118/EB, 2008/105/EB, 2009/90/EB), l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011), l. 131/2011 (tóku gildi 1. jan. 2012), l. 175/2011 (tóku gildi 30. des. 2011) og l. 176/2011 (tóku gildi 30. des. 2011).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við
iðnaðar- og viðskiptaráðherra eða
atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna
hér.
I. kafli.
Markmið og gildissvið.
1. gr.
Markmið.

Markmið laga þessara er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu. Í því skyni skal:
1. Skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku, með þeim takmörkunum sem nauðsynlegar reynast vegna öryggis raforkuafhendingar og annarra almannahagsmuna.
2. Stuðla að skilvirkni og hagkvæmni í flutningi og dreifingu raforku.
3. Tryggja öryggi raforkukerfisins og hagsmuni neytenda.
4. Stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og taka tillit til umhverfissjónarmiða að öðru leyti.
2. gr.
Gildissvið.

Lög þessi taka til vinnslu, flutnings, dreifingar og viðskipta með raforku á íslensku forráðasvæði án tillits til orkugjafa.
3. gr.
Skilgreiningar.
1.
Dreifikerfi: Raflínur sem ekki teljast til flutningskerfisins ásamt mannvirkjum og búnaði þeim tengdum til og með heimtaug. Enn fremur mælar og mælabúnaður hjá notendum.
2.
Dreifiveita: Fyrirtæki sem hefur leyfi til dreifingar raforku á afmörkuðu svæði.
3.
Dreifiveitusvæði: Landsvæði þar sem dreifiveita hefur einkarétt og skyldu til dreifingar raforku.
4.
Endurnýjanlegar orkulindir: Orkulindir sem geta endurnýjað sig í sífellu, svo sem fallvötn, jarðhiti, vindorka, sjávarföll og sólarorka.
5.
Flutningsfyrirtæki: Fyrirtæki sem stýrir rekstri flutningskerfisins og annast kerfisstjórnun.
6. [
Flutningskerfi: Raflínur og mannvirki þeim tengd sem eru nauðsynleg til að flytja raforku frá virkjunum til stórnotenda og til dreifiveitna. Skil milli virkjunar og flutningsfyrirtækis eru við innkomandi rofareit í tengivirki flutningsfyrirtækisins. Vinnslufyrirtæki á því vélaspenni, eldingavara og tengingu við tengivirki. Með sama hætti eru skil milli flutningsfyrirtækis annars vegar og dreifiveitna/stórnotenda hins vegar við útgangandi rofareit í tengivirki flutningsfyrirtækisins.]
1)
7.
Flutningsvirki: Raflína og búnaður henni tengdur til flutnings raforku.
[8.
Neyðarsamstarf raforkukerfisins: Samvinnuvettvangur vinnslufyrirtækja, flutningsfyrirtækis, dreifiveitna, stórnotenda og opinberra aðila á Íslandi vegna vár sem steðjar að vinnslu, flutningi eða dreifingu raforku og/eða stórnotendum. Nánar er kveðið á um starfsemina í samstarfsgrunni neyðarsamstarfs raforkukerfisins.
9.
Neyðarstjórnun: Skipulag sem lýsir stjórnun í vá.]
2)
[10. ]
2)
Notandi: Sá sem kaupir raforku til eigin nota.
[11. ]
2)
Orkulind: Náttúruleg uppspretta orku í ákveðnu formi, svo sem vatnsfall, jarðhitageymir, sjávarföll, vindur og sólarljós, en einnig olíu- og gaslindir og kolanámur.
[12. ]
2)
Raflína: Samsafn af leiðurum, einangrandi efni og tengdum búnaði til að flytja raforku milli tveggja staða innan raforkukerfis.
[13. ]
2)
Raforkukerfi: Allur sá búnaður sem notaður er við vinnslu, flutning og dreifingu raforku og myndar starfræna heild.
[14. ]
2)
Raforkumarkaður: Skipulegur markaður með raforku.
[15. ]
2)
Raforkuver/virkjun: Mannvirki sem notað er til vinnslu raforku. Tvær eða fleiri einingar sem mynda eðlilega heild og tengjast flutningskerfinu eða dreifikerfi gegnum sameiginleg tengivirki teljast ein virkjun.
[16. ]
2)
Raforkuviðskipti/viðskipti: Kaup og sala raforku.
[[17. ]
2) [
Stórnotandi: Notandi sem notar innan þriggja ára á einum stað a.m.k. 80 GWst á ári.]
1)]
3)
[18. ]
2)
Sölufyrirtæki: Fyrirtæki sem selur raforku eða annast raforkuviðskipti, hvort sem er í heildsölu eða smásölu.
[[19. ]
2) [
Tekjumörk: Hámark leyfilegra árlegra tekna flutningsfyrirtækis og dreifiveitna til að mæta kostnaði. Þau skulu sett til fimm ára en uppfærð árlega eftir á miðað við breytingar á viðmiðum tekjumarka eins og þau eru tilgreind í 12. og 17. gr.]
1)]
3)
[20.
Vá: Atburður sem ógnar almannahag, öryggi fólks, mannvirkja og starfsemi, og kallar á að neyðarstjórnun verði gerð virk. Atburðurinn getur valdið stórfelldum truflunum á raforkuflutningi, framleiðslu eða dreifingu raforku á tilteknu svæði.
21.
Viðbragðsáætlun: Áætlun sem gerir grein fyrir aðgerðum og tengiliðum viðkomandi aðila í vá. Nánar er kveðið á um efni hennar í reglugerð.]
2)
[22. ]
2)
Vinnsla/raforkuvinnsla: Umbreyting orku, svo sem vatnsorku, jarðvarma eða efnaorku, í raforku.
[23. ]
2)
Vinnslufyrirtæki: Fyrirtæki sem stundar vinnslu á raforku eða hefur fengið virkjunarleyfi.
[24. ]
2)
Virkjunarleyfi: Leyfi sem veitt er samkvæmt lögum þessum til að reisa og reka raforkuver.
1)L. 19/2011, 1. gr. 2)L. 67/2008, 1. gr. 3)L. 89/2004, 1. gr.
II. kafli.
Raforkuvinnsla.
4. gr.
Veiting virkjunarleyfis.

Leyfi [Orkustofnunar]
1) þarf til að reisa og reka raforkuver. [Þó þarf ekki slíkt leyfi vegna raforkuvera með uppsettu afli sem er undir 1 MW nema orka frá raforkuveri sé afhent inn á dreifikerfi dreifiveitna eða flutningskerfið. Eigendur virkjana með uppsett afl 30–1.000 kW skulu skila Orkustofnun tæknilegum upplýsingum um virkjun. Einnig er skylt að tilkynna Orkustofnun árlega um heildarraforkuvinnslu raforkuvera með uppsettu afli yfir 100 kW.]
2)

Virkjunarleyfi fellur úr gildi 10 árum eftir veitingu þess ef leyfishafi hefur þá ekki hafið framkvæmdir og 15 árum eftir veitingu þess ef virkjun er þá ekki komin í rekstur. Áður en að þessum tímamörkum kemur getur leyfishafi sótt um endurnýjun leyfis …
1)

Áður en leyfishafi hefur framkvæmdir á eignarlandi á grundvelli leyfis þarf að hafa náðst samkomulag við landeigendur og eigendur orkulinda um endurgjald eða ákvörðun um eignarnám skv. 23. gr. að liggja fyrir. Hafi hvorki náðst samkomulag um endurgjaldið né eignarnáms verið óskað innan 90 daga frá útgáfu leyfis fellur það niður. Ákvæði þetta gildir einnig um nýtingu auðlinda í þjóðlendum eftir því sem við á.
1)L. 131/2011, 5. gr. 2)L. 89/2004, 2. gr.
5. gr.
Skilyrði fyrir veitingu virkjunarleyfis.

Virkjunarleyfi verður aðeins veitt sjálfstæðum lög- og skattaðila.

[Orkustofnun]
1) getur sett skilyrði fyrir útgáfu virkjunarleyfis er lúta að því að tryggja nægilegt framboð raforku, öryggi, áreiðanleika og skilvirkni raforkukerfisins og nýtingu endurnýjanlegra orkulinda. Enn fremur má setja skilyrði er lúta að umhverfisvernd, landnýtingu og tæknilegri og fjárhagslegri getu virkjunarleyfishafa. Öll skilyrði skulu tilgreind í reglugerð.
2)

[Tengja skal leyfisskylda virkjun flutningskerfinu, sbr. þó 2. mgr. 11. gr. Virkjanir sem eru [10 MW]
3) eða stærri skulu tengjast flutningskerfinu beint en minni virkjunum er heimilt að tengjast því um dreifiveitu. Samningur við flutningsfyrirtækið eða dreifiveitu á því dreifiveitusvæði sem virkjunin er á skal liggja fyrir þegar sótt er um virkjunarleyfi.]
4)

Leyfi fyrir vatnsaflsvirkjun getur verið bundið því skilyrði að samningar takist um samrekstur annarra vatnsaflsvirkjana og vatnsmiðlana á viðkomandi vatnasviði. Ef ekki nást samningar sker [Orkustofnun]
1) úr ágreiningi og er úrskurður [hennar]
1) endanlegur á stjórnsýslustigi. Virkjunarleyfi fyrir jarðgufuvirkjun getur á sama hátt verið bundið því skilyrði að samningar takist um samrekstur með öðrum þeim sem nýta sama jarðhitasvæði. Þá er [Orkustofnun]
1) heimilt í virkjunarleyfi að gera fyrirvara um það að öðrum aðila kunni að verða veitt leyfi til virkjunar sem nýtir sama vatnasvið eða jarðhitasvæði. [Orkustofnun]
1) er heimilt að endurskoða ákvæði virkjunarleyfis með tilliti til þessa og bæta í það ákvæðum sem [hún]
1) telur nauðsynleg til að tryggja heildarhagkvæmni í orkunýtingu vatnasviðsins eða jarðhitasvæðisins.
1)L. 131/2011, 5. gr. 2)Rg. 1040/2005, sbr. 1132/2011 og 757/2012. Rg. 757/2012. 3)L. 19/2011, 2. gr. 4)L. 89/2004, 3. gr.
6. gr.
Efni virkjunarleyfis.

Í virkjunarleyfi skal m.a. tilgreina:
1. Stærð virkjunar og afmörkun virkjunarsvæðis.
2. Hvenær framkvæmdir skuli hefjast í síðasta lagi og hvenær þeim skuli lokið.
3. Upplýsinga- og tilkynningarskyldu leyfishafa til Orkustofnunar og flutningsfyrirtækis sem nauðsynleg er til að viðkomandi aðilar geti rækt hlutverk sitt.
4. Öryggis- og umhverfisverndarráðstafanir.
5. Skilyrði um tæknilega og fjárhagslega getu leyfishafa.
6. Ráðstöfun mannvirkja og tækja þegar notkun þeirra er hætt.
7. Önnur atriði er lúta að skilyrðum leyfis og skyldum leyfishafa samkvæmt lögum þessum.

Heimilt er að kveða á um að virkjunarleyfi skuli endurskoðað að tilteknum tíma liðnum, enda hafi forsendur fyrir skilyrðum leyfisins breyst verulega.

[Ef sýnt er fram á með gögnum að umhverfismarkmið, sett á grundvelli laga um stjórn vatnamála, náist ekki er í sérstökum tilvikum heimilt að endurskoða leyfi eða setja ný skilyrði vegna umhverfismarkmiða. Við ákvörðunina skal líta til þess hvaða áhrif breytingin hefur á hagsmuni leyfishafa og til ávinnings og óhagræðis sem hún ylli að öðru leyti.]
1)
1)L. 36/2011, 32. gr.
7. gr.
Starfsemi og skyldur vinnslufyrirtækis.

Heimilt er vinnslufyrirtæki að stunda sérleyfisstarfsemi en óheimilt er því að niðurgreiða vinnsluna með sérleyfisstarfseminni eða starfsemi sem hefur sambærilega stöðu. Vinnslufyrirtæki skulu í bókhaldi sínu halda reikningum fyrir vinnslustarfsemi aðskildum frá annarri starfsemi. [Starfræki vinnslufyrirtæki jarðvarmaorkuver sem bæði vinnur raforku og aðra orku, svo sem heitt vatn eða gufu, skal fyrirtækið í bókhaldi sínu halda reikningum vegna vinnslu raforku aðskildum frá reikningum vegna annarrar vinnslu. Sé hitaveita sem hefur einkaleyfi til starfsemi sinnar háð orkuöflun frá slíku jarðvarmaorkuveri ber því skylda til að afhenda hitaveitu varmaorku í samræmi við þarfir hennar til að sinna skyldum sínum og afkastagetu jarðvarmaorkuversins. Um bókhaldslegan aðskilnað og verðlagningu fyrir afhendingu á slíkri varmaorku fer skv. 41. gr. Rísi ágreiningur um verðlagninguna sker Orkustofnun úr.]
1)

Skylt er vinnslufyrirtæki að hlíta ákvörðunum flutningsfyrirtækis um umfang framleiðslu svo að það geti uppfyllt skyldur sínar vegna kerfisstjórnunar skv. 9. gr. og skal koma fyrir það greiðsla samkvæmt samkomulagi við vinnslufyrirtæki.

[Vinnslufyrirtæki skulu hafa tiltækar viðbragðsáætlanir við vá.]
2)
1)L. 58/2008, 2. gr. 2)L. 67/2008, 2. gr.
III. kafli.
Flutningur.
8. gr.
Rekstur flutningskerfisins og kerfisstjórnun.

[Eitt fyrirtæki skal annast flutning raforku og kerfisstjórnun samkvæmt ákvæðum þessa kafla. Fyrirtækið skal vera hlutafélag. Ráðherra veitir flutningsfyrirtækinu rekstrarleyfi þar sem kveðið skal á um réttindi og skyldur þess. Heimilt er að kveða á um að leyfið skuli endurskoðað að tilteknum tíma liðnum, enda hafi forsendur fyrir skilyrðum þess breyst verulega.]
1) [Flutningsfyrirtækið skal vera í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga og/eða fyrirtækja sem alfarið eru í eigu þessara aðila.]
2)

[Viðskiptavinir flutningsfyrirtækisins skulu vera dreifiveitur, stórnotendur, virkjanir og þeir aðilar sem hafa leyfi samkvæmt lögum þessum til að stunda viðskipti með raforku.]
3)

…
3)

…
3)

[Flutningsfyrirtækið má ekki stunda aðra starfsemi en þá sem því er nauðsynleg til að geta rækt skyldur sínar samkvæmt lögum þessum eða samkvæmt öðrum lögum. Því er þó heimilt að:
a. reka raforkumarkað,
b. eiga og reka fjarskiptakerfi sem því er nauðsynlegt vegna rekstursins og bjóða út umframflutningsgetu ef það hefur yfir slíkri flutningsgetu að ráða, svo fremi samkeppni sé ekki raskað,
c. selja út sérfræðiþekkingu fyrirtækisins ef eftir því er leitað, svo fremi samkeppni sé ekki raskað,
d. að fengnu leyfi Samkeppniseftirlitsins, skv.
15. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, að eiga hlut í, ásamt öðrum, fjarskiptafélagi sem hefur það hlutverk að reka öryggisfjarskiptakerfi raforkukerfisins. Félaginu skal vera heimilt að bjóða út umframflutningsgetu, ef það hefur yfir slíkri flutningsgetu að ráða, svo fremi sem samkeppni sé ekki raskað.
Fyrirtækinu ber að halda reikningum vegna þeirrar starfsemi sem getið er í a–c-lið aðskildum frá reikningum vegna annarrar starfsemi í bókhaldi. Um bókhaldslegan aðskilnað fer að öðru leyti skv. 41. gr. Stjórn flutningsfyrirtækisins skal vera sjálfstæð gagnvart öðrum fyrirtækjum sem stunda vinnslu, dreifingu eða sölu raforku.]
3)

[Stjórnarmenn og fastráðnir starfsmenn flutningsfyrirtækis þess sem ráðherra veitir rekstrarleyfi skv. 1. mgr. skulu hafa réttindi og skyldur opinberra sýslunarmanna.]
4)

Fari flutningsfyrirtækið ekki að skilyrðum laga þessara, reglugerðum settum samkvæmt þeim, skilyrðum samnings [um stofnun flutningsfyrirtækisins]
3) eða annarra samninga sem tengjast honum skal ráðherra veita flutningsfyrirtækinu skriflega aðvörun og hæfilegan frest til úrbóta. Ef flutningsfyrirtækið sinnir ekki aðvörun ráðherra innan tilgreindra tímamarka getur ráðherra endurskoðað samninginn eða rift honum.
1)L. 89/2004, 4. gr. 2)L. 175/2011, 5. gr. 3)L. 19/2011, 3. gr. Ákvæði lokamálsliðar 1. mgr. kemur til framkvæmda 1. jan. 2015 skv. 18. gr. s.l. 4)L. 149/2004, 1. gr.
9. gr.
Skyldur flutningsfyrirtækisins.

Flutningsfyrirtækið skal byggja flutningskerfið upp á hagkvæman hátt að teknu tilliti til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar og gæða raforku. Fyrirtækið hefur eitt heimild til að reisa ný flutningsvirki.

Leyfi [Orkustofnunar]
1) þarf [fyrir nýjum raflínum]
2) sem flytja raforku á 66 kV spennu eða hærri. [Orkustofnun]
1) getur bundið leyfið skilyrðum er lúta að þeim atriðum sem greinir í 1. mgr. auk skilyrða er lúta að umhverfisvernd og landnýtingu.

Í rekstri flutningskerfisins felst m.a. að:
1. Tengja alla þá sem eftir því sækjast við flutningskerfið, enda uppfylli þeir tæknileg skilyrði fyrir því og greiði tengigjald samkvæmt ákvæðum í gjaldskrá, sbr. [12. gr. a].
2) Þó er heimilt að synja nýjum aðilum um aðgang að flutningskerfinu á grundvelli sjónarmiða um flutningsgetu, öryggi og gæði kerfisins. Synjun skal vera skrifleg og rökstudd.
2. Útvega rafmagn í stað þess sem tapast í kerfinu.
3. Útvega launafl fyrir kerfið til að nýta flutningsgetu og tryggja spennugæði.
4. Tryggja áreiðanleika í rekstri kerfisins.
5. Sjá til þess að fyrir liggi spá um raforkuþörf og áætlun um uppbyggingu flutningskerfisins.
[6. Greiða þeim dreifiveitum bætur sem verða fyrir langvarandi skerðingu á raforkuafhendingu. Kveðið skal á um fjárhæð bóta og bótaskyld tilvik í reglugerð.]
2)

Flutningsfyrirtækið ber ábyrgð á öruggri stýringu raforkukerfisins og skal tryggja öryggi og gæði við raforkuafhendingu. Í slíkri kerfisstjórnun felst m.a. að:
1. Stilla saman raforkuvinnslu og raforkuþörf svo að hægt sé að mæta frávikum milli umsaminna kaupa og raforkunotkunar, sem og að gera samninga við vinnslufyrirtæki í þessu sambandi.
2. Tryggja nægjanlegt framboð reiðuafls við rekstur kerfisins.
3. [Samræma]
3) notkunarferla þar sem aflmæling fer ekki fram.
4. Mæla það rafmagn sem afhent er inn á og út af flutningskerfinu í samræmi við reglugerð þar að lútandi, halda utan um mælingar og skila gögnum til viðkomandi aðila svo að unnt sé að gera upp viðskipti með raforku.
5. [Hafa tiltækar viðbragðsáætlanir og annast samræmingu neyðaraðgerða í flutningskerfinu, bregðast við í vá og ef einhver aðili að neyðarsamstarfi raforkukerfisins óskar þess og tryggja tengsl við yfirstjórn almannavarna.]
4)

[Flutningsfyrirtækinu er skylt að veita stjórnvöldum, viðskiptavinum og almenningi upplýsingar sem nauðsynlegar eru við mat á því hvort fyrirtækið fullnægi skyldum sínum við rekstur og kerfisstjórnun flutningskerfisins og tryggi jafnræði við flutning raforku. Rísi ágreiningur um hvort fyrirtækinu sé skylt að veita umbeðnar upplýsingar sker Orkustofnun úr. Úrskurður Orkustofnunar í þessu efni sætir kæru til úrskurðarnefndar raforkumála.]
3)

Flutningsfyrirtækið skal í samráði við raforkufyrirtæki setja reglur um kerfisstjórnunina sem ráðherra staðfestir. Í reglunum skal m.a. kveðið nánar á um þau atriði sem tilgreind eru í [1.–4. tölul.]
3) 4. mgr.

Flutningsfyrirtækið skal hafa aðgang að öllum upplýsingum hjá vinnslufyrirtækjum, dreifiveitum og raforkusölum sem nauðsynlegar eru til að það geti rækt hlutverk sitt.

Flutningsfyrirtækið skal gæta jafnræðis við starfrækslu sína og trúnaðar um upplýsingar er varða viðskiptahagsmuni og aðrar þær upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari.

Ef ófyrirséð og óviðráðanleg atvik valda því að framboð raforku fullnægir ekki eftirspurn ber flutningsfyrirtækinu að grípa til skömmtunar raforku til dreifiveitna og notenda. Við skömmtun skal gæta jafnræðis og byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem nánar skulu útfærð í reglugerð.

[Ráðherra skal í reglugerð
5) setja nánari ákvæði um hlutverk og starfsemi flutningsfyrirtækisins, kerfisstjórnun, notkunarferla og tengingu virkjana við flutningskerfið.]
3)
1)L. 131/2011, 5. gr. 2)L. 19/2011, 4. gr. 3)L. 89/2004, 5. gr. 4)L. 67/2008, 3. gr. 5)Rg. 513/2003. Rg. 1040/2005, sbr. 161/2006.
10. gr.
Eigendur flutningsvirkja.

[Eigendum flutningsvirkja sem falla undir 6. tölul. 3. gr. er skylt að selja eða leigja þau flutningsfyrirtækinu eða leggja þau fram sem hlutafé í flutningsfyrirtækinu.

Eigendur flutningsvirkja sem leigð eru flutningsfyrirtækinu geta ávallt óskað eftir því að flutningsfyrirtækið kaupi flutningsvirki sem falla undir 6. tölul. 3. gr. eða að þau verði lögð fram sem hlutafé í flutningsfyrirtækinu.]
1)

[Eigendum flutningsvirkja sem leigð eru flutningsfyrirtækinu ber að viðhalda virkjum sínum til að tryggja öryggi og áreiðanleika flutninga um þau.]
1) Telji flutningsfyrirtækið að eigandi flutningsvirkis sinni ekki nauðsynlegu viðhaldi getur það látið gera slíkar framkvæmdir á kostnað eiganda.

Ráðherra getur í reglugerð
2) kveðið nánar á um samskipti eigenda flutningsvirkja og flutningsfyrirtækis, afnot flutningsfyrirtækis af flutningsvirkjum og endurgjald fyrir þau.
1)L. 89/2004, 6. gr. 2)Rg. 1040/2005.
11. gr.
Flutningsvirki utan flutningskerfis.

…
1)

[Í sérstökum tilvikum má sækja um leyfi [Orkustofnunar]
2) til að reisa sjálfstætt flutningsvirki og flytja raforku beint frá virkjun til notanda, enda tengist hvorki virkjun né notandi flutningskerfinu beint eða um dreifiveitu. Leita skal umsagnar flutningsfyrirtækis og eftir atvikum viðkomandi dreifiveitu varðandi slíkar tengingar áður en leyfi er veitt.]
3)

[Orkustofnun]
2) getur bundið leyfi skv. [2. mgr.]
1) sömu skilyrðum og greinir í 2. mgr. 9. gr. eigi viðkomandi línur að flytja raforku á 66 kV spennu eða hærri.
1)L. 89/2004, 7. gr. 2)L. 131/2011, 5. gr. 3)L. 19/2011, 5. gr.
12. gr.
[Tekjumörk flutningsfyrirtækisins.

Markmið með setningu tekjumarka er að hvetja til hagræðingar í rekstri flutningsfyrirtækisins og tryggja að tekjur þess séu í samræmi við kostnað við þá þjónustu sem því er falið að veita, að teknu tilliti til arðsemi. Til að ná fram hagræðingu og skilvirkni í rekstri flutningsfyrirtækisins eru tekjumörk afmörkuð í tímabil, tekjumarkatímabil.

Orkustofnun setur flutningsfyrirtækinu tekjumörk vegna kostnaðar við flutning á raforku. Tekjumörk skulu vera tvískipt, þ.e. vegna flutnings á raforku til dreifiveitna annars vegar og vegna flutnings til stórnotenda hins vegar. Tekjumörk skulu ákveðin fyrir fram til fimm ára í senn og uppfærð árlega miðað við breytingar á viðmiðum sem tilgreind eru í 3. mgr. Við setningu tekjumarka skal taka tillit til kostnaðar vegna reksturs og fjárfestinga vegna flutnings til dreifiveitna annars vegar og til stórnotenda hins vegar. Starfsemi flutningsfyrirtækisins skv. 5. mgr. 8. gr., sem ekki er nauðsynleg vegna rekstursins, er undanskilin við ákvörðun tekjumarka. Sama gildir um orkukaup vegna tapa í flutningskerfinu og aðföng vegna kerfisþjónustu.

Tekjumörkin skulu ákveðin út frá eftirfarandi viðmiðum:
1. Rekstrarkostnaði sem tengist flutningsstarfsemi fyrirtækisins, þ.m.t. kostnaði vegna viðhalds, leigukostnaði vegna flutningsvirkja, almennum rekstrarkostnaði og kostnaði við kerfisstjórnun. Við ákvörðun rekstrarkostnaðar við setningu tekjumarka skal taka tillit til meðalrekstrarkostnaðar síðustu fimm ára með eins árs töf að teknu tilliti til verðlagsbreytinga og áhrifa nýrra stórra fjárfestinga á rekstrarkostnað flutningsfyrirtækisins. Þegar stórar fjárfestingar bætast við fastafjármuni flutningsfyrirtækisins skal skipting rekstrarkostnaðar milli tekjumarka annars vegar fyrir stórnotendur og hins vegar fyrir dreifiveitur uppfærð. Við setningu nýrra tekjumarka skal liggja fyrir endurskoðuð skipting rekstrarkostnaðar á milli stórnotenda og dreifiveitna.
2. Arðsemi flutningsfyrirtækisins af flutningsstarfsemi skal vera sem næst vegnum fjármagnskostnaði, að teknu tilliti til skatta og að frátöldum verðlagsbreytingum. Arðsemi til grundvallar tekjumörkum skal vera jöfn hlutfalli milli annars vegar hagnaðar fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld en að frádregnum sköttum (EBIT að frádregnum sköttum) og hins vegar bókfærðs virðis fastafjármuna sem nauðsynlegir eru til reksturs flutningskerfisins auk 20% af tekjumörkum síðasta árs til að mæta kostnaði af veltufjármunum. Við mat á vegnum fjármagnskostnaði skal m.a. taka tillit til rekstraráhættu flutningsfyrirtækisins. Kveða skal nánar á um mat á vegnum fjármagnskostnaði í reglugerð.
1) Fastafjármunir þessir skulu vera þeir sem nýttir voru 31. desember 2004 og miðast við bókfært virði þann dag, ásamt nauðsynlegum nýjum fastafjármunum sem hafa komið til eftir þann tíma eða síðar kunna að koma til, afskriftum þeirra og endurmati eins og það er á hverjum tíma. Stærri fjárfestingar skulu teljast til fastafjármuna frá þeim tíma sem þær fara í notkun en minni fjárfestingar skulu taldar til fastafjármuna frá þeim tíma sem fjárfestingin á sér stað. Eignastofn vegna tekjumarka fyrir stóriðju skal vera í bandaríkjadölum. Eignir sem voru í eignagrunni 31. júlí 2007 skulu metnar miðað við virði og gengi þann dag. Þegar eignastofn vegna tekjumarka fyrir stóriðju er færður í krónur við uppgjör tekjumarka skal miðað við meðalgengi bandaríkjadals fyrir uppgjörsárið. Skipting eignastofns á milli tekjumarka annars vegar fyrir stórnotendur og hins vegar fyrir dreifiveitur skal endurskoðuð eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Á grundvelli þessa töluliðar skal arðsemi ákvörðuð að fengnu mati sérfróðra aðila. Við mat hinna sérfróðu aðila ber þeim að hafa samráð við framleiðendur raforku, neytendur, stórnotendur, dreifiveitur og Landsnet.
3. Afskriftum af fastafjármunum, sbr. 2. tölul.
4. Sköttum.

Náist ekki markmið þessara laga um skilvirkni í rekstri flutningsfyrirtækisins með afmörkun tekjumarkatímabila er Orkustofnun heimilt að setja flutningsfyrirtækinu hagræðingarkröfu fyrir nýtt tekjumarkatímabil, að fengnu mati sérfróðra aðila, eftir að flutningsfyrirtækinu hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um slíkar fyrirætlanir. Slík hagræðingarkrafa skal byggjast á sjónarmiðum sem byggt er á í sambærilegum rekstri um hvað telst skilvirkni í rekstri, studd af undangengnu hagrænu mati. Orkustofnun skal tilkynna flutningsfyrirtækinu með tveggja mánaða fyrirvara ef framkvæma á slíkt mat og skal því lokið eigi síðar en fjórum mánuðum fyrir upphaf viðkomandi tekjumarkatímabils.

Eigi síðar en 15. september árið áður en ný tekjumörk taka gildi skal Orkustofnun setja tekjumörk fyrir flutningsfyrirtækið fyrir næsta tekjumarkatímabil.

Eigi síðar en 1. maí ár hvert skal flutningsfyrirtækið skila Orkustofnun rekstrarupplýsingum vegna fyrra árs. Eigi síðar en 1. ágúst ár hvert skal Orkustofnun skila uppfærðum tekjumörkum og uppgjöri vegna fyrra árs til flutningsfyrirtækisins sem og viðeigandi rökstuðningi fyrir breytingum ef einhverjar eru. Í uppgjöri tekjumarka við lok hvers árs skulu bornar saman rauntekjur og uppfærð tekjumörk ársins.

Heimilt er að færa of- eða vanteknar tekjur samkvæmt tekjumörkum milli ára við árlegt uppgjör tekjumarka en uppsafnaðar of- eða vanteknar tekjur skulu aldrei nema meira en 10% af uppfærðum tekjumörkum hvers uppgjörsárs. Komi í ljós við uppgjör tekjumarka að uppsafnaðar ofteknar tekjur eru umfram þessi mörk skal ná hlutfallinu niður fyrir tilskilin mörk eigi síðar en fyrir lok næsta árs á eftir. Óheimilt er að flytja vanteknar tekjur umfram framangreind viðmið milli ára.

Í reglugerð skal setja nánari ákvæði um tekjumörkin, m.a. um setningu þeirra og uppgjör, afskriftareglur, arðsemismarkmið, útreikning vegins fjármagnskostnaðar, mat fastafjármuna, skiptingu eignagrunns og rekstrarkostnaðar, kröfur um hagræðingu og um mat sérfróðra aðila skv. 2. tölul. 3. mgr. og 4. mgr. Jafnframt skal í reglugerð kveða á um með hvaða hætti tekið er tillit til almennra verðbreytinga og gengis gjaldmiðla, auk annarra atriða sem ákvæði þetta kveður á um.]
2)
1)Rg. 550/2012. 2)L. 19/2011, 6. gr.
[12. gr. a.
Gjaldskrá flutningsfyrirtækisins.

Flutningsfyrirtækið skal setja gjaldskrá vegna þjónustu sinnar í samræmi við tekjumörk skv. 12. gr. Gjaldskráin skal gilda annars vegar fyrir úttekt dreifiveitna frá flutningskerfi og hins vegar fyrir úttekt stórnotenda sem skal ákvörðuð í bandaríkjadölum.

Byggt skal á því að verðlagning flutningsfyrirtækisins vegna flutnings til dreifiveitna sé í samræmi við meðalkostnað að teknu tilliti til sjónarmiða um arðsemi. Gjaldskrá fyrir úttekt dreifiveitna frá flutningskerfi á afhendingarstöðum, sbr. 6. tölul. 3. gr., skal miðast við að raforka sé afhent á 66 kV spennu. Ef orka frá flutningskerfi er afhent til dreifiveitna á hærri spennu ber að lækka gjaldtöku með tilliti til þess. Með sama hætti skal taka tillit til afhendingaröryggis við gjaldtöku fyrir úttekt á einstökum afhendingarstöðum. Gjaldskrá fyrir úttekt dreifiveitna frá flutningskerfi skal miðast við heildarmagn raforku sem flutt er til dreifiveitusvæðisins auk þess sem móttekið er beint frá virkjun innan dreifiveitusvæðisins, sbr. þó 3. mgr. Ekki skal greitt af notkun í einangruðum kerfum innan dreifiveitusvæða sem ekki njóta tengingar við flutningskerfið.

Greiða skal úttektargjald til flutningsfyrirtækisins vegna framleiðslu virkjana sem tengjast flutningskerfinu um dreifiveitu sem hér segir:
1. Vegna þeirrar orku sem framleidd er í virkjun sem er undir 1,42 MW skal ekki greiða úttektargjald til flutningsfyrirtækisins.
2. Vegna orku sem framleidd er í virkjunum á stærðarbilinu 1,42–3,1 MW skal ekki greiða úttektargjald við neðri stærðarmörkin en síðan skal gjaldið fara hlutfallslega hækkandi þar til það nemur 60% fulls úttektargjalds við efri mörkin.
3. Vegna orku frá virkjun sem er 3,1–10 MW skal greiða 60% fulls úttektargjalds.

Varaaflsstöðvar sem eru nýttar þegar truflanir koma upp í raforkukerfinu skulu undanþegnar greiðslum til flutningskerfisins.

Sé orka afhent beint til stórnotenda, frá virkjun sem nýtur tengingar við flutningskerfið, án þess að orkan fari um flutningskerfið og án þess að flutningskerfið taki þátt í kostnaði við tengingu notandans skal greiðsla úttektargjalds til flutningskerfis nema 60% af úttektargjaldi til stórnotenda. Heimilt er að veita frekari afslátt af úttektargjaldi ef úttekt stórnotandans er alfarið háð því að orkan komi frá virkjuninni. Í öllum tilvikum skal greiða fyrir kerfisþjónustu samkvæmt gildandi gjaldskrá flutningsfyrirtækisins.

Notandi sem í framleiðslu sinni er algjörlega háður því að fá aðrar afurðir jarðhitavirkjunar en aðeins raforku getur óskað heimildar til beinnar tengingar við virkjunina skv. 5. gr. enda þótt hann nái ekki stórnotendaviðmiðinu. Gjald fyrir úttekt þessa fer skv. 5. mgr.

Flutningsfyrirtækinu er heimilt að afhenda raforku til stórnotenda á 66 kV eða lægri spennu enda standi sérstök gjaldtaka undir viðbótarkostnaði.

Flutningsfyrirtækið skal einnig setja gjaldskrá fyrir kerfisþjónustu og töp í flutningskerfinu sem tekur mið af kostnaði ásamt hæfilegri þóknun.

Eigi síðar en sex vikum fyrir fyrirhugaða gildistöku skal gjaldskrá flutningsfyrirtækisins send Orkustofnun. Telji stofnunin framlagða gjaldskrá brjóta í bága við ákvæði laga þessara eða reglugerða skal hún koma athugasemdum á framfæri við flutningsfyrirtækið innan þriggja vikna frá móttöku. Gjaldskráin tekur ekki gildi fyrr en bætt hefur verið úr að mati Orkustofnunar. Flutningsfyrirtækið skal birta gjaldskrána opinberlega.

Krefjast skal greiðslu ef tenging nýrra virkjana eða stórnotenda við flutningskerfi veldur auknum tilkostnaði annarra notenda kerfisins. Með sama hætti skal taka tillit til þess ef tenging leiðir til hagkvæmari uppbyggingar eða nýtingar flutningskerfisins.

Í reglugerð skal setja nánari ákvæði um gjaldskrá auk þeirra atriða sem ákvæði þetta kveður á um.]
1)
1)L. 19/2011, 7. gr.
IV. kafli.
Dreifing.
13. gr.
Sérleyfi til dreifingar.

Leyfi [Orkustofnunar]
1) þarf til að reisa og reka dreifikerfi á tilteknu dreifiveitusvæði og til að hætta slíkum rekstri. Í leyfinu felst einkaréttur og skylda til dreifingar á viðkomandi svæði. [Þó er flutningsfyrirtæki heimilt að flytja/dreifa rafmagni á sérleyfissvæði dreifiveitu til stórnotenda sem fá raforku afhenta á lægri spennu en 132 kV.]
2)
1)L. 131/2011, 5. gr. 2)L. 19/2011, 8. gr.
14. gr.
Skilyrði sérleyfis.

Dreifiveita skal vera sjálfstæður skatt- og lögaðili. [Dreifiveitu, þar sem fjöldi íbúa á dreifiveitusvæðum veitunnar er 10.000 eða fleiri, er óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem henni er nauðsynleg til að geta rækt skyldur sínar samkvæmt sérleyfum og lögum þar að lútandi. Dreifiveitu er þó heimilt að stunda aðra starfsemi sem hefur sambærilega stöðu. Stjórn dreifiveitu skal vera sjálfstæð gagnvart öðrum fyrirtækjum sem stunda vinnslu, flutning eða sölu raforku eftir því sem nánar er ákveðið í samþykktum hennar.]
1)

[Dreifiveita skal ávallt vera í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga og/eða fyrirtækja sem eru alfarið í eigu þessara aðila.]
1)

[Orkustofnun]
2) er heimilt að binda leyfi skv. 13. gr. skilyrðum er lúta að tæknilegri og fjárhagslegri getu til að byggja upp og reka dreifikerfið og öðrum skilyrðum sem eiga að tryggja öryggi, skilvirkni og hagkvæmni kerfisins og umhverfisvernd. Dreifikerfi skal tengjast flutningskerfinu. [Orkustofnun]
2) er heimilt að veita undanþágu frá þessu skilyrði við sérstakar aðstæður, svo sem ef um lítið einangrað svæði er að ræða. Sé um nýtt dreifikerfi að ræða skal umsækjandi leggja fram lýsingu á kerfinu og áætlun um framkvæmdir og sýna fram á að unnt sé að tengja dreifikerfið flutningskerfinu með viðunandi hætti, sbr. þó 3. málsl.
1)L. 58/2008, 4. gr., sjá einnig brbákv. XVI. 2)L. 131/2011, 5. gr.
15. gr.
Efni sérleyfis.

Í sérleyfi skal m.a. tilgreina eftirfarandi:
1. Afmörkun svæðis sem sérleyfi til dreifingar nær til.
2. Upplýsinga- og tilkynningarskyldu leyfishafa til Orkustofnunar og flutningsfyrirtækis sem nauðsynleg er til að viðkomandi aðilar geti rækt hlutverk sitt samkvæmt lögunum.
3. Öryggis- og umhverfisráðstafanir á framkvæmda- og rekstrartíma.
4. Skilyrði um tæknilega og fjárhagslega getu leyfishafa.
5. Hvernig skuli ráðstafa mannvirkjum og búnaði þegar notkun þeirra er hætt.
6. Önnur atriði er tengjast skilyrðum leyfis og skyldum dreifiveitna samkvæmt lögum þessum.

Heimilt er að kveða á um að leyfi skuli endurskoðað að tilteknum tíma liðnum, enda hafi forsendur fyrir skilyrðum leyfisins breyst verulega.
16. gr.
Starfsemi og skyldur dreifiveitu.

Dreifiveita annast dreifingu raforku og kerfisstjórnun á dreifiveitusvæði sínu. Hún skal viðhalda, endurbæta og byggja dreifikerfið upp á hagkvæman hátt að teknu tilliti til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar og gæða raforku.

Stundi dreifiveita aðra starfsemi en raforkudreifingu skal fyrirtækið í bókhaldi sínu halda reikningum vegna dreifingar aðskildum frá reikningum vegna annarrar starfsemi. Reki sama dreifiveita dreifikerfi á fleiri en einu gjaldskrársvæði skal fyrirtækið halda aðskilda reikninga í bókhaldi sínu fyrir hvert svæði. Eigi dreifiveita flutningsvirki skal fyrirtækið í bókhaldi sínu aðskilja reikninga vegna þeirra frá bókhaldi vegna annarrar starfsemi. Um bókhaldslegan aðskilnað fer að öðru leyti skv. 41. gr. Óheimilt er dreifiveitu að niðurgreiða samkeppnisrekstur sem hún stundar af starfsemi vegna dreifingar eða annarri sérleyfisstarfsemi eða starfsemi sem hefur sambærilega stöðu.

Dreifiveitu er m.a. skylt að:
1. Tengja alla sem eftir því sækjast við dreifikerfið, enda uppfylli þeir tæknileg skilyrði fyrir því og greiði tengigjald sem skal tilgreint í gjaldskrá. Þó er heimilt að synja nýjum aðilum um aðgang að kerfinu á grundvelli sjónarmiða um flutningsgetu, öryggi og gæði kerfisins. Synjun skal vera skrifleg og rökstudd.
2. Tryggja áreiðanleika í rekstri kerfisins.
3. Útvega rafmagn í stað þess sem tapast í kerfinu.
4. Útvega launafl fyrir kerfið til að nýta flutningsgetu og tryggja spennugæði.
5. Mæla eða láta mæla með nákvæmum hætti þá raforku sem hún afhendir eða tekur við í samræmi við reglur þar að lútandi.
6. Veita stjórnvöldum, viðskiptavinum og almenningi upplýsingar sem nauðsynlegar eru við mat á því hvort hún fullnægi skyldum sínum. [Rísi ágreiningur um hvort fyrirtækinu sé skylt að veita umbeðnar upplýsingar sker Orkustofnun úr. Úrskurður Orkustofnunar í þessu efni sætir kæru til úrskurðarnefndar raforkumála.]
1)
7. Gæta jafnræðis við starfrækslu sína og trúnaðar um upplýsingar er varða viðskiptahagsmuni notenda og aðrar þær upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari.
[8. Greiða þeim notendum bætur sem verða fyrir langvarandi skerðingu á raforkuafhendingu. Kveðið skal á um fjárhæð bóta og bótaskyld tilvik í reglugerð.]
2)

Dreifiveita getur krafist þess að notkun einstakra notenda sé mæld með samfelldri aflmælingu á kostnað notanda ef notkun samræmist ekki notkunarferlum eða umfang notkunar er mikið. Notendur og sölufyrirtæki geta farið fram á samfellda aflmælingu, enda greiði þeir kostnað af henni.

[Dreifiveitur skulu hafa tiltækar viðbragðsáætlanir við vá og taka þátt í neyðarsamstarfi raforkukerfisins þegar við á.]
3)

Ef ófyrirséð og óviðráðanleg atvik valda því að framboð raforku fullnægir ekki eftirspurn á dreifiveitusvæði ber viðkomandi dreifiveitu að grípa til skömmtunar raforku til notenda. Við slíka skömmtun skal gæta jafnræðis og byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem nánar skulu útfærð í reglugerð.

Ráðherra skal í reglugerð
4) setja nánari ákvæði um hlutverk og starfsemi dreifiveitna, kerfisstjórnun og tengingu virkjana við dreifikerfið.
1)L. 89/2004, 9. gr. 2)L. 19/2011, 9. gr. 3)L. 67/2008, 5. gr. 4)Rg. 1040/2005, sbr. 322/2006.
17. gr.
[Tekjumörk dreifiveitna.

Markmið með setningu tekjumarka er að hvetja til hagræðingar í rekstri dreifiveitna og tryggja að tekjur þeirra séu í samræmi við kostnað við þá þjónustu sem þeim er falið að veita, að teknu tilliti til arðsemi. Til að ná fram hagræðingu og skilvirkni í rekstri dreifiveitu eru tekjumörk afmörkuð í tímabil, tekjumarkatímabil.

Orkustofnun skal setja dreifiveitum tekjumörk vegna kostnaðar við dreifingu raforku. Ef heimilað er að hafa í gildi sérstaka gjaldskrá á dreifbýlissvæði, sbr. 2. mgr. 17. gr. a, skulu sérstök tekjumörk sett vegna dreifingar raforku í þéttbýli annars vegar og í dreifbýli hins vegar. Tekjumörk skulu ákveðin fyrir fram til fimm ára í senn og uppfærð árlega miðað við breytingar á grunnforsendum. Við setningu tekjumarka skal taka tillit til kostnaðar vegna reksturs og fjárfestinga.

Tekjumörkin skulu ákveðin út frá eftirfarandi viðmiðum:
1. Rekstrarkostnaði sem tengist dreifingu fyrirtækisins á rafmagni, þ.m.t. kostnaði vegna viðhalds, kostnaði vegna flutnings um flutningskerfið, kostnaði við orkutap, almennum rekstrarkostnaði og kostnaði við kerfisstjórnun í dreifikerfinu. Við ákvörðun rekstrarkostnaðar við setningu tekjumarka skal taka tillit til rekstrarkostnaðar síðustu fimm ára með eins árs töf, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga og áhrifa nýrra stórra fjárfestinga á rekstrarkostnað dreififyrirtækisins.
2. Arðsemi dreifiveitu af dreifingu raforku skal vera sem næst vegnum fjármagnskostnaði, að teknu tilliti til skatta og að frátöldum verðlagsbreytingum. Arðsemi til grundvallar tekjumörkum skal vera jöfn hlutfalli milli annars vegar hagnaðar fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld en að frádregnum sköttum (EBIT að frádregnum sköttum) og hins vegar bókfærðs virðis fastafjármuna sem nauðsynlegir eru til reksturs dreifiveitunnar auk 20% af tekjumörkum síðasta árs til að mæta kostnaði af veltufjármunum. Fastafjármunir þessir skulu vera þeir sem nýttir voru 31. desember 2004 og miðast við bókfært virði þann dag, ásamt nauðsynlegum nýjum fastafjármunum sem hafa komið til eftir þann tíma eða síðar kunna að koma til, afskriftum þeirra og endurmati eins og það er á hverjum tíma. Fjárfestingar skulu teljast til fastafjármuna frá þeim tíma sem fjárfestingin á sér stað. Á grundvelli þessa töluliðar skal arðsemi ákvörðuð að fengnu mati sérfróðra aðila.
3. Afskriftum af fastafjármunum, sbr. 2. tölul.
4. Sköttum.

Náist ekki markmið þessara laga um skilvirkni í rekstri dreifiveitu með afmörkun tekjumarkatímabila er Orkustofnun heimilt að setja viðkomandi dreifiveitu hagræðingarkröfu fyrir nýtt tekjumarkatímabil, að fengnu mati sérfróðra aðila, eftir að dreifiveitunni hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um slíkar fyrirætlanir. Slík hagræðingarkrafa skal byggjast á sjónarmiðum sem byggt er á í sambærilegum rekstri um hvað telst skilvirkni, studd af undangengnu hagrænu mati. Orkustofnun skal tilkynna dreifiveitunni með tveggja mánaða fyrirvara ef framkvæma á slíkt mat og skal því lokið eigi síðar en fjórum mánuðum fyrir upphaf viðkomandi tekjumarkatímabils.

Eigi síðar en 15. september árið áður en ný tekjumörk taka gildi skal Orkustofnun setja tekjumörk fyrir dreifiveitur fyrir næsta tekjumarkatímabil.

Eigi síðar en 1. maí ár hvert skal hver dreifiveita skila Orkustofnun rekstrarupplýsingum vegna fyrra árs. Eigi síðar en 1. september ár hvert skal Orkustofnun skila uppfærðum tekjumörkum og uppgjöri vegna fyrra árs til viðkomandi dreifiveitu sem og viðeigandi rökstuðningi fyrir breytingum ef einhverjar eru. Í uppgjöri tekjumarka við lok hvers árs skulu bornar saman rauntekjur og uppfærð tekjumörk ársins.

Heimilt er að færa of- eða vanteknar tekjur samkvæmt tekjumörkum milli ára við árlegt uppgjör tekjumarka en uppsafnaðar of- eða vanteknar tekjur skulu aldrei nema meira en 10% af uppfærðum tekjumörkum hvers uppgjörsárs. Komi í ljós við uppgjör tekjumarka að uppsafnaðar ofteknar tekjur eru umfram þessi mörk skal ná hlutfallinu niður fyrir tilskilin mörk eigi síðar en fyrir lok næsta árs á eftir. Óheimilt er að flytja vanteknar tekjur umfram framangreind viðmið milli ára.

Í reglugerð skal setja nánari ákvæði um tekjumörkin, m.a. um setningu þeirra og uppgjör, afskriftareglur, arðsemismarkmið, útreikning vegins fjármagnskostnaðar, mat fastafjármuna, skiptingu eignagrunns og rekstrarkostnaðar, kröfur um hagræðingu, gæði dreifiveitu og um mat sérfróðra aðila skv. 2. tölul. 3. mgr. og 4. mgr. Jafnframt skal í reglugerð kveða á um með hvaða hætti tekið er tillit til almennra verðbreytinga og gengis gjaldmiðla, auk annarra atriða sem ákvæði þetta kveður á um.]
1)
1)L. 19/2011, 10. gr.
[17. gr. a.
Gjaldskrá dreifiveitna.

Hver dreifiveita skal setja gjaldskrá vegna þjónustu sinnar í samræmi við tekjumörk skv. 17. gr. Sama gjaldskrá skal gilda á veitusvæði hverrar dreifiveitu fyrir úttekt á lágspennu, þ.e. 230–400 V spennu. Ef orka frá dreifiveitu er afhent á annarri spennu er heimilt að taka tillit til þess í gjaldskrá. Með sama hætti er við gjaldtöku heimilt að taka tillit til annars mismunar á þjónustu.

Dreifiveitum er heimilt að sækja um leyfi til Orkustofnunar til að hafa sérstaka gjaldskrá á dreifbýlissvæðum þar sem kostnaður vegna dreifingar er sannanlega hærri en í þéttbýli. Það er skilyrði fyrir heimild til sérstakrar dreifbýlisgjaldskrár að notkun á viðkomandi dreifbýlissvæði sé a.m.k. 5% af heildarnotkun dreifiveitusvæðisins. Með umsókn um skiptingu gjaldskrár skulu fylgja upplýsingar um landfræðilega afmörkun svæða, landnotkun og fjölda íbúa á viðkomandi svæði, auk gagna sem sýna fram á að kostnaður við dreifingu til notenda á svæðinu sé hærri en til annarra.

Eigi síðar en fjórum vikum fyrir fyrirhugaða gildistöku skal gjaldskrá dreifiveitu send Orkustofnun. Telji stofnunin framlagða gjaldskrá brjóta í bága við ákvæði laga þessara eða reglugerða skal hún koma athugasemdum á framfæri við dreifiveitu innan tveggja vikna frá móttöku. Gjaldskrá tekur ekki gildi fyrr en bætt hefur verið úr að mati Orkustofnunar. Dreifiveita skal birta gjaldskrána opinberlega.

Dreifiveitu er skylt að greiða virkjun sem tengist henni og er undir 3,1 MW þann ávinning, að hluta eða að fullu, sem felst í því að þurfa ekki að greiða úttektargjald að fullu til flutningskerfisins, sbr. ákvæði 3. mgr. 12. gr. a, með eftirfarandi hætti:
1. Greiða skal virkjun undir 0,3 MW að fullu hreinan ávinning veitunnar af niðurfellingu úttektargjaldsins.
2. Fyrir virkjun sem er 0,3–3,1 MW skal minnka greiðsluna hlutfallslega þar til ekkert er greitt sé virkjunin 3,1 MW eða stærri.

Í reglugerð
1) skal setja nánari ákvæði um gjaldskrá auk þeirra atriða sem ákvæði þetta kveður á um.]
2)
1)Rg. 1040/2005, sbr. 259/2012. 2)L. 19/2011, 11. gr.
V. kafli.
Raforkuviðskipti.
18. gr.
Leyfi til að stunda raforkuviðskipti.

Leyfi [Orkustofnunar]
1) þarf til þess að stunda raforkuviðskipti. Slíkt leyfi felur hvorki í sér sérleyfi né önnur sérréttindi til handa leyfishafa. Leyfi verður aðeins veitt sjálfstæðum lög- og skattaðila. Umsækjandi skal sýna fram á fjárhagslegan styrkleika til að efna skuldbindingar vegna starfseminnar.

[Ráðuneytið]
2) skal halda skrá yfir þá sem leyfi hafa til raforkuviðskipta.
1)L. 131/2011, 5. gr. 2)L. 126/2011, 368. gr.
[18. gr. a.
Leyfi til að reka raforkumarkað.

Leyfi ráðherra þarf til þess að reka raforkumarkað. Slíkt leyfi felur hvorki í sér sérleyfi né önnur sérréttindi til handa leyfishafa. Leyfi verður aðeins veitt sjálfstæðum lög- og skattaðila. Umsækjandi skal sýna fram á fjárhagslegan styrkleika og þekkingu á raforkumarkaði til að efna skuldbindingar vegna starfseminnar. Nánar skal kveðið á um skilyrði leyfisveitingar og starfsemi raforkumarkaðar í reglugerð.]
1)
1)L. 19/2011, 12. gr.
19. gr.
Skyldur sölufyrirtækja.

Sölufyrirtæki er m.a. skylt að:
1. Útvega þá raforku sem er nauðsynleg til að unnt sé að standa við orkusölusamninga.
2. Veita Orkustofnun upplýsingar um starfsemina sem nauðsynlegar eru við mat á því hvort það fullnægi skyldum sínum.
3. Greiða flutningsfyrirtækinu kostnað sem hlýst af frávikum, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 9. gr., auk hæfilegrar umsýsluþóknunar.
4. Tilkynna Orkustofnun og flutningsfyrirtæki um öll viðskipti með raforku.
5. Tilkynna dreifiveitu um upphaf og lok viðskipta við einstaka notendur.

[Sölufyrirtæki sem heimilt er að stunda sérleyfisstarfsemi er óheimilt að niðurgreiða söluna með sérleyfisstarfseminni eða starfsemi sem hefur sambærilega stöðu. Fyrirtæki skulu í bókhaldi sínu halda reikningum vegna sölustarfsemi aðskildum frá annarri starfsemi. Um bókhaldslegan aðskilnað fer að öðru leyti skv. 41. gr.]
1)
1)L. 58/2008, 5. gr.
20. gr.
Orkuviðskipti.

Standi orkukaupandi ekki skil á greiðslum til sölufyrirtækis eða dreifiveitu er heimilt að loka fyrir afhendingu á raforku til hans, enda hafi notanda verið tilkynnt skriflega um lokunina með hæfilegum fyrirvara. Telji notandi að sölufyrirtæki standi ekki við skyldur sínar samkvæmt lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim getur hann kvartað til Orkustofnunar.

Orkukaupandi skal geta sagt upp orkusölusamningi með þriggja mánaða eða skemmri fyrirvara. Heimilt er að semja um lengri uppsagnarfrest við notendur sem árlega nota meira en 1 GWst af raforku.

Nánari reglur um viðskipti með raforku skulu settar í reglugerð.
1) Í reglugerð skal m.a. mæla fyrir um hvernig mælingum og uppgjöri milli vinnslu-, flutnings-, dreifi- og sölufyrirtækja skuli háttað, hvernig staðið skuli að uppgjöri þegar skipt er um raforkusala, hvernig staðið skuli að lokunum fyrir orkuafhendingu, upplýsingar sem birta skal með reikningum og önnur samskipti dreifiveitna, sölufyrirtækja og notenda.
1)Rg. 1050/2004, sbr. 1033/2005 og 321/2006. Rg. 1040/2005.
VI. kafli.
Skyldur landeigenda. Eignarnáms- og bótaákvæði.
21. gr.
Umferðarréttur.

Landeiganda og umráðamanni lands er skylt að veita vinnslufyrirtæki, flutningsfyrirtæki og dreifiveitum óhindraðan aðgang að eignarlandi því sem í hlut á ef nauðsyn krefur vegna undirbúnings að starfsemi samkvæmt lögum þessum. Ekki má hefja virkjunarframkvæmdir, leggja raflínur eða reisa önnur mannvirki á grundvelli leyfa samkvæmt lögum þessum fyrr en náðst hefur samkomulag um endurgjald fyrir landnot eða nýtingu auðlindar eða eignarnám hefur farið fram og umráðataka samkvæmt því.

Við afnot og nýtingu lands samkvæmt lögum þessum ber að gæta þess að framkvæmdir stofni hvorki mönnum, munum né búpeningi í hættu eða valdi þeim skaða. Jafnframt skal þess gætt að ekki sé valdið óþarfa mengun og spjöllum á lífríki. Sama gildir um frágang svæðis ef nýting leggst af.
22. gr.
Skaðabætur.

Nú hefur aðili rétt samkvæmt lögum þessum til umferðar eða framkvæmda á eignarlandi og getur landeigandi þá krafist bóta vegna tjóns sem hann verður sannanlega fyrir af þeim sökum vegna röskunar eða skemmda á landi, mannvirkjum og öðrum eignum. Náist ekki samkomulag um bætur skal ákveða þær með eignarnámsmati.
23. gr.
Eignarnám.

Nú nær fyrirtæki ekki samkomulagi við landeiganda eða eiganda orkulinda vegna framkvæmda á grundvelli laga þessara, þar með talið um endurgjald fyrir landnot, vatnsréttindi, jarðhitaréttindi eða aðrar orkulindir, og getur ráðherra þá tekið eignarnámi nauðsynlegt land, landgæði, mannvirki, aðstöðu og önnur réttindi landeiganda að því leyti sem nauðsyn ber til. Ráðherra afhendir viðkomandi fyrirtæki þau verðmæti sem tekin eru eignarnámi. Ráðherra getur heimilað fyrirtækinu að framkvæma eignarnámið og ber það allan kostnað af eignarnáminu.

Ráðherra er heimilt að ákveða að ríkið taki eignarnámi orkulindir sem fylgja eignarlandi, ásamt nauðsynlegu landi og mannvirkjum ef þess reynist þörf til að koma við nýtingu, sbr. 1. mgr., eða til að koma í veg fyrir að nýting þeirra spilli fyrir hagnýtingu sömu orkulindar utan landareignarinnar.

Ef eignarnám skv. 1. og 2. mgr. á hluta af eignarlandi hefur í för með sér verulega rýrnun þess að öðru leyti á landeigandi rétt á að eignarnámið verði látið ná til þess í heild sinni.

Nú fellur leyfi til dreifingar úr gildi og samkomulag næst ekki um afnot nýs leyfishafa af dreifikerfinu og er ráðherra þá heimilt að ákveða að taka dreifikerfið eignarnámi og afhenda það nýjum leyfishafa. Ráðherra getur heimilað leyfishafa að framkvæma eignarnámið. Leyfishafi ber allan kostnað af eignarnáminu. Sama gildir um flutningskerfið eftir því sem við á.

Framkvæmd eignarnáms á grundvelli laga þessara fer eftir almennum reglum. Við ákvörðun eignarnámsbóta vegna orkulindar skal taka sérstakt tillit til óvissu um orkulindina og kostnaðar af leit og vinnslu.
VII. kafli.
Eftirlit og úrræði.
24. gr.
Eftirlit Orkustofnunar.

Orkustofnun skal hafa eftirlit með því að fyrirtæki sem starfa samkvæmt lögum þessum fullnægi þeim skilyrðum sem um starfsemina gilda samkvæmt lögum þessum, reglugerðum settum samkvæmt þeim, samningi skv. 8. gr. og öðrum heimildum. Orkustofnun skal hafa samráð við [Samkeppniseftirlitið]
1) um eftirlit með starfsemi og gjaldskrá flutningsfyrirtækisins og dreifiveitna eftir því sem við á.

Orkustofnun skal hafa samráð við eftirlitsskylda aðila um framkvæmd og þróun eftirlitsins. Í því skyni skal starfa sérstök samráðsnefnd sem skipuð er fulltrúum eftirlitsskyldra aðila. Orkustofnun skal eiga reglulega fundi með samráðsnefndinni. Samráðsnefndin hefur ekki ákvörðunarvald í málefnum Orkustofnunar. Nánar skal kveðið á um samráðsnefndina í reglugerð,
2) m.a. um skipan hennar.

Orkustofnun getur falið faggiltri skoðunarstofu, sbr. lög um vog, mál og faggildingu, að framkvæma eftirlit skv. 1. mgr. fyrir sína hönd. Í reglugerð skal kveða nánar á um eftirlit faggiltra skoðunarstofa.
1)L. 19/2011, 13. gr. 2)Rg. 466/2003.
25. gr.
Heimildir Orkustofnunar.

Orkustofnun getur krafið eftirlitsskylda aðila um allar upplýsingar og gögn sem nauðsynleg eru við framkvæmd eftirlitsins. Skulu gögn og upplýsingar berast innan hæfilegs frests sem Orkustofnun setur. Orkustofnun getur einnig skyldað þessa aðila til að upplýsa stofnunina reglulega um atriði sem máli skipta við eftirlitið. Þá getur Orkustofnun krafist þess að eftirlitsskyldur aðili komi á innra eftirliti í samræmi við kröfur sem stofnunin setur.

Orkustofnun getur í eftirlitsstörfum sínum krafist upplýsinga og gagna frá öðrum stjórnvöldum óháð þagnarskyldu þeirra.

Orkustofnun getur við rannsókn mála gert nauðsynlegar athuganir á starfsstöð eftirlitsskylds aðila og lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn ákvæðum laga þessara, reglugerðum settum samkvæmt þeim, skilyrðum leyfis, ákvæðum samnings skv. 8. gr. eða öðrum heimildum. Við framkvæmd slíkra aðgerða skal fylgja ákvæðum laga um meðferð [sakamála]
1) um leit og hald á munum.
1)L. 88/2008, 234. gr.
26. gr.
Úrræði Orkustofnunar.

Telji Orkustofnun að eftirlitsskyld starfsemi samræmist ekki skilyrðum laga þessara, reglugerðum settum samkvæmt þeim, ákvæðum samnings skv. 8. gr., skilyrðum leyfis eða öðrum heimildum getur hún krafist þess að úr verði bætt að viðlögðum dagsektum. Dagsektir geta numið 10–500 þús. kr. á dag. Við ákvörðun dagsekta er heimilt að taka tillit til eðlis vanrækslu eða brots. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynnt bréflega á sannanlegan hátt þeim sem hún beinist að. Ákvarðanir um að leggja á dagsektir eru aðfararhæfar, svo og sakarkostnaður. Innheimtar dagsektir renna til ríkissjóðs að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Fari leyfishafi ekki að tilmælum Orkustofnunar skal hún veita ráðherra upplýsingar um málið.

Telji Orkustofnun að gjaldskrá sem tilkynnt hefur verið uppfylli ekki kröfur laga þessara eða reglugerða settra samkvæmt þeim tekur gjaldskráin ekki gildi fyrr en úr hefur verið bætt að mati stofnunarinnar. Þá getur Orkustofnun gert flutningsfyrirtækinu og dreifiveitum að breyta gjaldskrá sinni að viðlögðum dagsektum.
27. gr.
Eftirlit [Samkeppniseftirlitsins].1)

Samkeppnislög gilda um atvinnustarfsemi sem lög þessi ná til.

Ef fyrirtæki stundar vinnslu eða sölu á raforku er því óheimilt að niðurgreiða þá starfsemi með sérleyfisstarfsemi sem fyrirtækið hefur með höndum eða starfsemi sem hefur sambærilega stöðu. Í þeim tilgangi að koma í veg fyrir slíka niðurgreiðslu er samkeppnisráði heimilt að mæla fyrir um fjárhagslegan aðskilnað, þ.m.t. fyrirtækjaaðskilnað milli samkeppnisstarfsemi og starfsemi er nýtur sérleyfis eða hefur sambærilega stöðu.
1)L. 19/2011, 14. gr.
28. gr.
Eftirlit með gæðum raforku og afhendingaröryggi.

Vinnslufyrirtæki, flutningsfyrirtækið og dreifiveitur skulu koma á innra eftirliti með gæðum raforku og afhendingaröryggi. [Orkustofnun skal hafa umsjón með framkvæmd þessa ákvæðis, sbr. einnig 24. gr.]
1)

Í reglugerð
2) skal kveða á um þær kröfur sem innra eftirlit skv. 1. mgr. skal uppfylla og hvernig því skuli háttað, þar á meðal um eftirlit faggiltra skoðunarstofa.
1)L. 89/2004, 11. gr. 2)Rg. 1048/2004, sbr. 731/2006.
29. gr.
Þagnarskylda.

Starfsmenn stofnana sem annast eftirlit á grundvelli laga þessara eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi skýra óviðkomandi frá því sem þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um viðskipti og rekstur aðila sem þeir hafa eftirlit með. Sama gildir um sérfræðinga sem starfa á vegum stofnananna eða aðra þá sem sinna eftirliti fyrir þær, svo sem starfsmenn faggiltra skoðunarstofa.
30. gr.
Úrskurðarnefnd raforkumála.

Stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru af Orkustofnun á grundvelli laga þessara og varða gjaldskrá eða starfsemi flutningsfyrirtækisins eða dreifiveitna sæta kæru til úrskurðarnefndar raforkumála.

Í nefndinni sitja þrír menn sem skipaðir eru af [ráðherra]
1) og jafnmargir til vara. Formaður og varamaður hans skulu fullnægja hæfisskilyrðum hæstaréttardómara. Skipunartími nefndarinnar er fjögur ár.

Kæra til nefndarinnar skal vera skrifleg og skal hún borin fram innan 30 daga frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun.

Sú stofnun er tók hina kærðu ákvörðun skal láta nefndinni í té öll gögn máls, svo og þær upplýsingar og skýringar er nefndin telur þörf á að afla frá henni.

Nefndinni er heimilt að kveðja sér til ráðgjafar og aðstoðar sérfróða menn ef hún telur þörf á. Skulu þeir starfa með nefndinni við undirbúning og meðferð máls eftir ákvörðun formanns.

Nefndin skal kveða upp úrskurð svo fljótt sem unnt er og að jafnaði eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að henni barst kæra.

Formaður stýrir störfum nefndarinnar. Þegar nefndarmenn eru ekki sammála ræður meiri hluti niðurstöðu máls.

Nefndarmenn og ráðgjafar þeirra eru bundnir þagnarskyldu skv. 29. gr.

Að því leyti sem ekki er kveðið á um annað í lögum þessum fer um meðferð máls samkvæmt stjórnsýslulögum. Ráðherra getur sett nánari ákvæði í reglugerð um málsmeðferð og starfshætti nefndarinnar.

Nefndin er sjálfstæð í störfum sínum og verður úrskurðum hennar ekki skotið til annarra stjórnvalda.

Vilji aðili bera úrskurð nefndarinnar undir dómstóla skal hann höfða mál innan sex mánaða frá því að honum var birtur úrskurður nefndarinnar. Málshöfðun frestar ekki réttaráhrifum úrskurðar.

Ákvarðanir sem aðeins verða kærðar til úrskurðarnefndar verða ekki bornar undir dómstóla fyrr en niðurstaða hennar liggur fyrir. Þetta gildir þó ekki frá þeim tíma þegar sex mánuðir eru liðnir frá því að kæra barst nefndinni án þess að hún hafi lagt úrskurð á málið.
1)L. 126/2011, 368. gr.
31. gr.
Gjaldtaka.

Til að standa undir kostnaði vegna eftirlits samkvæmt lögum þessum skal greiða gjöld sem hér segir:
1. Flutningsfyrirtækið skal greiða gjald af raforku sem er mötuð inn á flutningskerfið sem nemur [0,4 aurum]
1) á hverja kWst.
2. Dreifiveitur skulu greiða gjald af raforku sem er móttekin frá flutningskerfi eða beint frá virkjunum sem nemur [1 eyri]
1) á hverja kWst.

Fyrir 15. september ár hvert skal orkumálastjóri gefa [ráðherra]
2) skýrslu um áætlaðan rekstrarkostnað næsta árs vegna eftirlits á grundvelli laga þessara. Í skýrslunni skal jafnframt lagt mat á þróun eftirlitsins undangengin þrjú ár. Skýrslunni skal fylgja umsögn samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila, sbr. 24. gr., um áætlað rekstrarumfang næsta árs ásamt áliti orkumálastjóra á umsögninni. Til að samráðsnefndin geti gefið umsögn skal Orkustofnun eigi síðar en 15. ágúst ár hvert senda henni upplýsingar um áætlað rekstrarumfang ásamt skýringum á helstu rekstrarliðum. Ef niðurstaða skýrslunnar gefur tilefni til að breyta gjaldtöku skv. 1. mgr. skal [ráðherra]
2) leggja fram frumvarp þar að lútandi fyrir Alþingi.

[Orkustofnun skal annast innheimtu gjalda þessara fyrir ríkissjóð. Gjalddagi skal vera 1. mars ár hvert vegna þess almanaksárs og byggjast á rauntölum vegna liðins árs. Aðför má gera til fullnustu kröfum um gjaldið án undangengins dóms, úrskurðar eða sáttar.]
3)

Eftirlitsskyldir aðilar skulu greiða kostnað vegna eftirlits faggiltra skoðunarstofa, enda sé ekki um úrtakseftirlit að ræða.
1)L. 176/2011, 1. gr. 2)L. 126/2011, 368. gr. 3)L. 67/2008, 6. gr.
VIII. kafli.
Almenn ákvæði um leyfisveitingar.
32. gr. …
1)
1)L. 131/2011, 6. gr.
33. gr.
Gjaldtaka vegna útgáfu leyfa.

Til að standa undir kostnaði af undirbúningi og útgáfu leyfa samkvæmt lögum þessum skal greiða gjöld til leyfisveitanda:
1. Fyrir virkjunarleyfi, sbr. 4. gr., skal greiða gjald. Gjaldið skal vera sett saman úr fastagjaldi sem nemur 100.000 kr. og gjaldþætti sem er í hlutfalli við stærð virkjunar og nemur 10.000 kr. fyrir hvert MW.
2. Fyrir leyfi til að reisa og reka dreifikerfi, sbr. 13. gr., skal greiða gjald. Gjaldið skal vera sett saman úr fastagjaldi sem nemur 50.000 kr. og gjaldþætti sem er í hlutfalli við íbúafjölda á dreifiveitusvæðinu og nemur 10 kr. fyrir hvern íbúa.
3. Fyrir leyfi til að stunda raforkuviðskipti, sbr. 18. gr., skal greiða 50.000 kr.
34. gr.
Málsmeðferð.

Leyfi samkvæmt lögum þessum skal veitt á grundvelli umsóknar sem skal metin á hlutlægan og gagnsæjan hátt.

[Áður en sérleyfi til dreifingar raforku er veitt skal Orkustofnun leita umsagnar viðkomandi sveitarfélaga.]
1) Umsagnir skulu berast innan tveggja mánaða frá því að beiðni þar að lútandi var send.

[Orkustofnun skal kynna umsókn um leyfi samkvæmt lögum þessum með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu.]
1) Þar skal gefa þeim aðilum er málið varðar færi á að kynna sér umsóknina og koma á framfæri sjónarmiðum sínum innan fjögurra vikna frá birtingu auglýsingar. Umsækjandi skal kosta birtingu slíkrar auglýsingar.

Synjun um leyfi samkvæmt lögum þessum skal rökstudd.
1)L. 131/2011, 7. gr.
35. gr.
Framsal leyfa.

Leyfi samkvæmt lögum þessum má hvorki framselja né setja til tryggingar fjárskuldbindingum nema með [samþykki leyfisveitanda].
1)
1)L. 131/2011, 5. gr.
36. gr.
Afturköllun leyfis.

Ef leyfishafi fer ekki að skilyrðum laga þessara, reglugerða settra samkvæmt þeim, skilyrðum leyfisins, samningum sem tengjast leyfinu eða öðrum heimildum skal [leyfisveitandi]
1) veita honum skriflega aðvörun og hæfilegan frest til úrbóta. Ef leyfishafi sinnir ekki [aðvöruninni]
1) innan tilgreindra tímamarka getur [leyfisveitandi]
1) afturkallað leyfið eða breytt því. Ef um alvarleg brot eða vanrækslu er að ræða eða ljóst er að leyfishafi getur ekki staðið við skyldur sínar samkvæmt leyfinu getur [leyfisveitandi]
1) þó afturkallað það án aðvörunar.
1)L. 131/2011, 5. gr.
IX. kafli.
Ýmis ákvæði.
37. gr.
Yfirstjórn.

[Ráðherra]
1) fer með yfirstjórn mála samkvæmt lögum þessum.

[Ákvarðanir Orkustofnunar er lúta að veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfa sem fjallað er um í 1. mgr. 4. gr., 2. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 11. gr. sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefndina.

Stjórnvaldsákvarðanir Orkustofnunar sem ekki má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála eða úrskurðarnefndar raforkumála sæta kæru til ráðherra. Kæra til ráðherra skal vera skrifleg. Hún skal borin fram innan 30 daga frá því aðila máls var tilkynnt um ákvörðun. Um meðferð kæru til ráðherra fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.]
2)
1)L. 126/2011, 368. gr. 2)L. 131/2011, 8. gr.
38. gr.
Framkvæmdir á landsvæðum í ríkiseign.

Ráðherra hefur heimild til að semja við flutningsfyrirtækið og þá aðila, sem fá leyfi samkvæmt lögum þessum til framkvæmda á eignarlöndum ríkisins, um endurgjald fyrir land og landgæði þau er um ræðir hverju sinni. Haft skal samráð við þann aðila sem fer með forræði eignarinnar.

Um framkvæmdir á þjóðlendum fer samkvæmt ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.
39. gr.
Raforkuskýrsla.

Ráðherra leggur fyrir Alþingi [á tveggja ára fresti]
1) skýrslu um raforkumálefni. Í skýrslunni skal m.a. fjalla um:
1. Yfirlit um sölu og notkun raforku síðastliðin fjögur ár.
2. Raforkuþörf og yfirlit um líklega þróun til lengri tíma á grundvelli raforkuspár og áætlana um orkufrekan iðnað og aðra starfsemi sem raforkuspá tekur ekki til.
3. Rannsóknir orkulinda og undirbúning þeirra til raforkuvinnslu.
4. Raforkuvinnslu með hliðsjón af raforkuþörf og öryggi raforkukerfisins.
5. Styrkingu flutningskerfisins í samræmi við aukna raforkuþörf.
6. Gæði raforku, m.a. með hliðsjón af öryggi afhendingar.
7. Þjóðhagslega þýðingu áætlaðra framkvæmda á sviði raforkumála og áhrif þeirra á atvinnulíf og byggð í landinu.
1)L. 89/2004, 12. gr.
40. gr.
Veiting rannsóknarleyfa.

Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu gilda um leyfi til þess að kanna og rannsaka orkulindir til undirbúnings raforkuvinnslu. Auk þeirra skilyrða sem þar eru talin skal umsækjandi um rannsóknarleyfi leggja fram mat á því hvernig tengja megi fyrirhugaða virkjun raforkukerfi landsins.
41. gr.
Ársreikningar.

Um ársreikninga fyrirtækja sem falla undir ákvæði laga þessara fer samkvæmt lögum um ársreikninga.

Ef fyrirtæki á samkvæmt lögum þessum að halda reikningum vegna mismunandi starfsemi sinnar aðskildum í bókhaldi skal gera sérstaka grein fyrir hverri starfsemi í ársreikningi. Gera skal Orkustofnun grein fyrir sundurliðuninni í því formi sem stofnunin ákveður.

Sameiginlegum rekstrartekjum og rekstrarkostnaði sem ekki er unnt að heimfæra beint á einstaka starfsemi skal skipt í samræmi við viðtekna reikningsskilavenju, enda hafi skiptireglurnar hlotið samþykki Orkustofnunar. Hliðstæðar reglur gilda um skiptingu sameiginlegra afskrifta og fastafjármuna.

Fallist Orkustofnun ekki á skiptireglur fyrirtækis skv. 3. mgr. skal hún taka rökstudda ákvörðun þar um innan sex vikna frá því að óskað var eftir samþykki hennar á skiptireglum og skal Orkustofnun þá ákvarða skiptireglur á grundvelli eftirfarandi meginviðmiða:
1. Fastafjármunum sem ekki er unnt að heimfæra beint á einstaka starfsemi skal skipt á hverja starfsemi í þeim hlutföllum sem eru á milli bókfærðs verðs þeirra fastafjármuna sem heimfæranlegir eru.
2. Skipta skal afskriftum af þeim eignum sem ekki er unnt að skipta í sömu hlutföllum og þeim sem skiptanlegar eru.
3. Rekstrartekjum og rekstrarkostnaði sem ekki er unnt að heimfæra beint á einstaka starfsemi skal skipt í þeim hlutföllum sem eru milli tekna og kostnaðar sem heimfæranlegur er.

Starfræki vinnslufyrirtæki jarðvarmaorkuver sem vinnur raforku og afhendir aðra orku, svo sem heitt vatn eða gufu, sbr. 1. mgr. 7. gr., skal fyrirtækið gera grein fyrir afkomu einstakra rekstrarþátta í ársreikningi. Skila skal Orkustofnun skýrslu um afkomuna í því formi sem stofnunin ákveður. Útreikningur á afkomu einstakra rekstrarþátta og skiptingu á sameiginlegum kostnaði skal vera í samræmi við viðtekna reikningsskilavenju, enda hafi skiptireglurnar hlotið samþykki Orkustofnunar. Hliðstæðar reglur gilda um skiptingu sameiginlegra afskrifta og fastafjármuna.

Fallist Orkustofnun ekki á skiptireglur fyrirtækisins skv. 5. mgr. skal hún taka rökstudda ákvörðun þar um innan sex vikna frá því að óskað var eftir samþykki hennar á skiptireglum og skal Orkustofnun þá ákvarða skiptireglur á grundvelli eftirfarandi meginviðmiða:
1. Þeim sameiginlegu þáttum í rekstrar- og efnahagsreikningi sem getið er um í 3. mgr. skal skipt í hlutfalli við verðmæti þeirrar orku sem afhent er.
2. Verðmæti raforku, sbr. 1. tölul., skal miðast við meðalverð raforku við stöðvarvegg í viðskiptum til almennra nota hérlendis, en að teknu tilliti til samninga við notendur sem nota meira en 100 GWst á ári.
3. Til þess að ákvarða verðmæti annarrar orku, sbr. 1. tölul., svo sem heits vatns og gufu, skal Orkustofnun skilgreina eðlilegt einingarverð á þeirri orku við afhendingu frá orkuverinu. Í því skyni skal stofnunin hafa hliðsjón af verði orkunnar þegar hún kemur til kaupenda en að frádregnum kostnaði við flutning, dreifingu og sölu hennar. Jafnframt skal höfð hliðsjón af því við ákvörðun þessa verðs að hlutfall arðs af fastafjármunum sem eru bundnir í jarðvarmaorkuverinu sé svipað hvort sem um er að ræða raforkuvinnslu eða aðra orkuvinnslu.

Ráðherra getur í reglugerð sett nánari fyrirmæli um bókhaldslegan aðskilnað, þ.m.t. þær upplýsingar sem skulu koma fram í ársreikningi fyrirtækja sem falla undir ákvæði þessarar greinar, og um skiptigrundvöll milli mismunandi starfsemi.
42. gr.
Tryggingar.

Ráðherra getur krafist þess að þeir sem starfa á grundvelli laga þessara taki ábyrgðartryggingu hjá viðurkenndu vátryggingafélagi, afli sér bankatryggingar eða leggi fram aðrar tryggingar sem ráðherra metur jafngildar og bæta tjón er þeir kunna að valda með störfum sínum. Kveðið skal nánar á um ábyrgðartrygginguna, m.a. um lágmarksfjárhæð og vátryggingarskilmála, í reglugerð.
[43. gr.
Aðfararheimild o.fl.

Gjöld fyrir raforku, flutning og dreifingu, sem innheimt eru …
1) samkvæmt lögum þessum, eru aðfararhæf án dóms eða sáttar skv. 10. tölul. 1. mgr.
1. gr. aðfararlaga, nr. 90/1989. Heimilt er að stöðva afhendingu raforku ef ekki er staðið í skilum með greiðslu þessara gjalda.]
2)
1)L. 149/2004, 4. gr. 2)L. 89/2004, 13. gr.
[44. gr.]1)
Viðurlög.

Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Nú er brot framið í starfsemi lögaðila og má þá gera lögaðilanum fésekt skv. II. kafla A almennra hegningarlaga.
1)L. 89/2004, 13. gr.
[45. gr.]1)
Reglugerðarheimild.

Ráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara í reglugerð.
2)
1)L. 89/2004, 13. gr. 2)Rg. 513/2003. Rg. 1040/2005, sbr. 364/2008, 1132/2011, 259/2012 og 757/2012. Rg. 297/2006. Rg. 274/2010. Rg. 435/2011. Rg. 757/2012.
[46. gr.]1)
Gildistaka.

Lög þessi öðlast þegar gildi en koma til framkvæmda 1. júlí 2003.
1)L. 89/2004, 13. gr.
Ákvæði til bráðabirgða.
I. …
1)
1)L. 19/2011, 16. gr.
II. Þeir sem við gildistöku laga þessara hafa rétt til að reisa eða reka raforkuver halda þeim rétti sínum, enda uppfylli þeir skilyrði laga þessara.
III.–XI. …
1)
1)L. 19/2011, 16. gr.
[XII. Takmörkun á heimild til framsals hlutafjár í flutningsfyrirtækinu. Eigendum hlutafjár í flutningsfyrirtækinu er einungis heimilt að framselja hlutafé sitt til annarra hlutafjáreigenda í fyrirtækinu en ekki til aðila utan þess.]
1)
1)L. 89/2004, 17. gr.
[XIII. Endurskoðun. Ráðherra skal skipa nefnd fulltrúa hagsmunaaðila og þingflokka sem falin skal endurskoðun laga þessara. Endurskoðuninni skal lokið fyrir 31. desember 2010.]
1)
1)L. 89/2004, 17. gr.
[XIV.–XV. …
1)]
2)
1)L. 19/2011, 16. gr. 2)L. 149/2004, 7. gr.
[XVI. [Ákvæði 2.–4. málsl. 1. mgr. 14. gr. koma til framkvæmda 1. janúar 2014.]
1)]
2)
1)L. 175/2011, 6. gr. 2)L. 30/2009, 1. gr.
[Viðauki. …1)]2)
1)L. 19/2011, 17. gr. 2)L. 89/2004, 18. gr.