Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög 1. janúar 2018. Útgáfa 148a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim
1993 nr. 25 7. apríl
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 7. apríl 1993. Breytt með l. 87/1995 (tóku gildi 1. júlí 1995), l. 73/1996 (tóku gildi 19. júní 1996), l. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998), l. 31/2001 (tóku gildi 16. maí 2001), l. 63/2003 (tóku gildi 7. apríl 2003), bbl. 103/2003 (tóku gildi 1. júlí 2003), l. 116/2003 (tóku gildi 12. nóv. 2003), l. 76/2005 (tóku gildi 1. jan. 2006), l. 167/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008), l. 143/2009 (tóku gildi 1. mars 2010 nema II.–IV. kafli sem tóku gildi 1. nóv. 2011 (utan 43. gr. í IV. kafla sem tók gildi 1. mars 2010) og 54. og 55. gr. og 9. efnismgr. 63. gr. sem tóku gildi 1. mars 2011; EES-samningurinn: I. og II. viðauki reglugerð 178/2002), l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011), l. 4/2014 (tóku gildi 25. jan. 2014) og l. 71/2015 (tóku gildi 21. júlí 2015).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
I. kafli. Tilgangur, gildissvið og yfirstjórn.
1. gr.
Tilgangur laganna er:
a. að stuðla að góðu heilsufari dýra í landinu og koma í veg fyrir að nýir smitsjúkdómar berist til landsins,
b. að fylgjast með og hindra útbreiðslu dýrasjúkdóma og vinna að útrýmingu þeirra,
c. að tryggja að búfjárafurðir, framleiddar í landinu, verði sem heilnæmastar.
2. gr.
Lög þessi taka til allra sjúkdóma í dýrum, jafnt húsdýrum, gæludýrum og villtum dýrum.
3. gr.
[Ráðherra] 1) hefur yfirstjórn þeirra mála sem lög þessi taka til.
[Matvælastofnun] 2) skal vera ráðherra til aðstoðar og ráðuneytis um allt er lýtur að dýrasjúkdómum og framkvæmd laganna.
Héraðsdýralæknar skulu hver í sínu umdæmi hafa eftirlit með og vinna að bættu heilsufari dýra og fylgjast með heilbrigðisástandi þeirra og vera á verði gegn nýjum dýrasjúkdómum er kunna að berast til landsins eða milli sóttvarnarsvæða.
1)L. 126/2011, 172. gr. 2)L. 167/2007, 64. gr.
II. kafli. Orðskýringar.
4. gr.
[ Aukaafurðir úr dýrum: Heil hræ, skrokkar, skrokkhlutar, líffæri eða aðrar afurðir af dýrum sem ekki eru hæfar eða ætlaðar til manneldis.] 1)
Búfé: Hross, nautgripir, sauðfé, geitur, svín, loðdýr, kanínur og alifuglar, auk þess eldisfiskar og önnur dýr sem haldin eru til nytja. Rísi ágreiningur um hvað falla skuli undir hugtakið búfé sker [ráðherra] 2) úr þeim ágreiningi.
Dýr: Öll dýr, bæði hryggdýr og hryggleysingjar.
Dýrasjúkdómur: Smitsjúkdómur sem orsakast af völdum örvera eða sníkjudýra, efnaskiptasjúkdómur, erfðasjúkdómur, eitranir og aðrir sjúkdómar sem lög þessi ná til.
Gæludýr: Öll dýr sem haldin eru til afþreyingar.
Smitsjúkdómur: Sjúkdómur eða smit sem beint eða óbeint getur borist frá einu dýri til annars eða milli manna og dýra.
Sóttvarnarsvæði: Landsvæði sem afmarkast af varnarlínum, ám, vötnum, sjó eða öræfum sem ásamt fyrirskipaðri vörslu og öðrum varúðarráðstöfunum mynda farartálma eða fullkomna hindrun á samgangi dýra.
Varnarlínur: Mörk sóttvarnarsvæða, þar með taldar girðingarlínur sem skiptast í aðalvarnarlínur og aukavarnarlínur.
1)L. 143/2009, 31. gr. 2)L. 126/2011, 172. gr.
III. kafli. Tilkynningarskylda og sjúkdómsgreining.
5. gr.
Hverjum þeim, sem hefur ástæðu til að ætla að dýr sé haldið smitsjúkdómi sem lög þessi ná yfir, ber án tafar að tilkynna það hverjum þeim dýralækni sem til næst eða lögreglu. Skylt er lögreglu að hafa strax samband við dýralækni. Telji dýralæknir ástæðu til skal hann tafarlaust gera ráðstafanir til að fá sjúkdómsgreiningu sína staðfesta og hindra útbreiðslu sjúkdómsins.
Leiði rannsókn í ljós eða dýralæknir fær grun um að um sé að ræða [tilkynningarskyldan sjúkdóm, sbr. reglugerð skv. 2. mgr. 7. gr.], 1) eða smitsjúkdóm áður óþekktan hér á landi, skal dýralæknir án tafar tilkynna það [Matvælastofnun]. 2) Jafnframt ber honum að grípa til varúðarráðstafana gegn útbreiðslu eða til útrýmingar sjúkdóminum, einnig að banna afhendingu dýrsins eða afurða þess og sjá um að einangra dýrið og önnur dýr sem kunna að bera smit, svo og nánasta umhverfi þeirra. Enn fremur skal hann sjá um að hlutir og vörur, sem komist hafa í snertingu við dýrið, verði sótthreinsuð eða þeim eytt og að aflífa dýrið eða gera aðrar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar teljast. Eigendum dýra er skylt að veita alla nauðsynlega aðstoð vegna varúðarráðstafana sem framkvæmdar eru á grundvelli þessarar málsgreinar.
Sé hins vegar um að ræða sjúkdóm [sem er skráningarskyldur sjúkdómur, sbr. reglugerð skv. 2. mgr. 7. gr.], 1) skal dýralæknir hlutast til um að framkvæmdar séu frekari rannsóknir og málið tilkynnt að því marki sem nauðsynlegt er.
1)L. 4/2014, 1. gr. 2)L. 167/2007, 64. gr.
6. gr.
Öllum þeim, sem starfa að dýralækningum, er skylt að fylgja fyrirmælum [Matvælastofnunar] 1) um skráningu dýrasjúkdóma og gera þær ráðstafanir til varnar og upprætingar sjúkdómum sem [stofnunin] 2) mælir fyrir um eða tilgreindir eru í reglugerðum og auglýsingum þar um.
1)L. 167/2007, 64. gr. 2)L. 76/2005, 9. gr.
7. gr.
[Ráðherra] 1) setur með reglugerð 2) nánari ákvæði um varúðarráðstafanir sem nauðsynlegar eru ef upp kemur grunur um smitsjúkdóma [sem eru tilkynningarskyldir, sbr. reglugerð skv. 2. mgr.], 3) eða ef þeirra verður vart og nýja, áður óþekkta sjúkdóma hér á landi, þar með talin ákvæði um sóttvörn og samgang við svæði þar sem sjúkdómur hefur komið upp, einangrun dýra, rannsóknir, aflífun í rannsóknarskyni, sýnatöku og skýrslugerð og eyðingu dýrahræja.
[Ráðherra skal setja reglugerð 4) um flokkun smitsjúkdóma. Þar skal tilgreina hvaða sjúkdómar eru tilkynningarskyldir og hvaða sjúkdómar eru skráningarskyldir. Þá skal flokka tilkynningarskylda sjúkdóma í alvarlega sjúkdóma eða aðra sjúkdóma, eftir því sem við á.] 3)
1)L. 126/2011, 172. gr. 2)Rg. 447/2005, sbr. 710/2006. 3)L. 4/2014, 2. gr. 4)Rg. 52/2014.
IV. kafli. Varnaraðgerðir.
8. gr.
[Ráðherra] 1) getur samkvæmt lögum þessum og að fengnum tillögum [Matvælastofnunar] 2) fyrirskipað 3) hverjar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að útrýma eða hindra útbreiðslu [tilkynningarskyldra og skráningarskyldra sjúkdóma, sbr. reglugerð skv. 2. mgr. 7. gr.], 4) og til að afstýra hættu og tjóni af völdum útbreiðslu þessara sjúkdóma. Ráðstafanir þessar ná yfir:
1. Dýr:
a. rannsóknir, þar með talda sýnatöku til sjúkdómsgreiningar,
b. sjúkdómsmeðferð,
c. ónæmisaðgerðir,
d. merkingar og einangrun,
e. eftirlit,
f. förgun og eyðingu,
[g. bann við innflutningi eða útflutningi]. 5)
2. Dýraafurðir, fóður, húsdýraáburð og annað sem mengað er og kann að bera smit:
a. rannsóknir á mögulegu smitefni,
b. gerilsneyðingu, sótthreinsun og dauðhreinsun,
c. eyðingu,
[d. bann við innflutningi eða útflutningi]. 5)
3. Byggingar, starfssvæði, vélar, verkfæri og farartæki:
a. hreinsun og sótthreinsun,
b. eftirlit og einangrun.
4. Eigendur og umráðaaðila dýra, starfsfólk þeirra, fatnað og tæki sem kunna að bera smitefni:
a. rannsóknir, þar með talda sýnatöku til sjúkdómsgreiningar,
b. hreinsun, sótthreinsun og eyðingu fatnaðar.
1)L. 126/2011, 172. gr. 2)L. 167/2007, 64. gr. 3) Augl. 241/2017. 4)L. 4/2014, 3. gr. 5)L. 116/2003, 9. gr.
V. kafli. Fyrirbyggjandi aðgerðir.
9. gr.
Heimilt er [ráðherra] 1) að takmarka eða banna dýrahald á afmörkuðum svæðum þar sem ætla má að heilbrigði dýra sé sérstök hætta búin að mati [Matvælastofnunar]. 2)
1)L. 126/2011, 172. gr. 2)L. 167/2007, 64. gr.
10. gr.
[Til að hindra að dýrasjúkdómar berist til landsins er óheimilt að flytja til landsins eftirtaldar vörutegundir:
a. hráar og lítt saltaðar sláturafurðir, bæði unnar og óunnar, hrá egg, ósótthreinsuð hrá skinn og húðir, alidýraáburð og rotmassa blandaðan alidýraáburði,
b. kjötmjöl, beinamjöl, blóðmjöl og fitu sem fellur til við vinnslu þessara efna,
c. hey og hálm,
d. hvers konar notaðar umbúðir, reiðtygi, vélar, tæki, áhöld og annað sem hefur verið í snertingu við dýr, dýraafurðir og dýraúrgang,
e. hvers konar notaðan búnað til stangveiða.
[Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er Matvælastofnun heimilt að leyfa innflutning á vörum þeim sem eru taldar upp í a–e-lið enda þyki sannað að ekki berist smitefni með þeim er valda dýrasjúkdómum. Ráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð að ákvæði 1. mgr. skuli ekki gilda fyrir einstakar vörutegundir sem þar eru taldar upp ef varan sótthreinsast við tilbúning eða sérstök sótthreinsun er framkvæmd fyrir innflutning og vörunni fylgir fullnægjandi vottorð um uppruna, vinnslu og sótthreinsun sé varan frá framleiðanda utan Evrópska efnahagssvæðisins. Ráðherra er heimilt að banna með reglugerð innflutning á vörum, óháð uppruna, sem hætta telst á að smitefni geti borist með og hætta telst geta stafað af varðandi heilbrigði dýra.] 1)
Um framkvæmd þessarar greinar fer einnig eftir ákvæðum samningsins um beitingu ráðstafana um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.] 2)
1)L. 71/2015, 1. gr. 2)L. 143/2009, 32. gr.
11. gr.
[Matvælastofnun] 1) er heimilt að takmarka eða banna flutning dýra, vöru eða tækja milli eða innan sóttvarnarsvæða telji [stofnunin] 2) að það valdi eða sé líklegt til að valda útbreiðslu sjúkdóma meðal dýra.
[[Ráðherra] 3) er í samráði við [Matvælastofnun] 1) jafnframt heimilt að takmarka eða banna inn- og útflutning tiltekinna dýra og afurða þeirra, til lengri eða skemmri tíma, til tiltekins lands eða landsvæðis telji hann að slíkur flutningur valdi eða sé líklegur til að valda útbreiðslu sjúkdóma.] 4)
1)L. 167/2007, 64. gr. 2)L. 76/2005, 9. gr. 3)L. 126/2011, 172. gr. 4)L. 116/2003, 10. gr.
12. gr.
[Ráðherra] 1) ákveður, að fengnum tillögum [Matvælastofnunar], 2) hvaða varnarlínum skuli haldið við. Á sama hátt getur ráðherra ákveðið að setja upp nýjar varnarlínur þar sem nauðsyn krefur. Girðingarstæði skulu valin þar sem best skilyrði eru frá náttúrunnar hendi og valdi sem minnstum spjöllum og jarðraski. Upprekstrarfélög og einstakar jarðir má svipta aðgangi að landi sínu sé slíkt nauðsynlegt, enda skal þá leitast við að bæta það með tilsvarandi landi í skiptum ef unnt er. Verði ekki samkomulag um landaskipti eða bætur fyrir missi landsnytja skulu bætur metnar af dómkvöddum matsmönnum. Bætur þær, sem ákveðnar eru, greiðast af ríkissjóði og miðast við notagildi landsins.
[Ráðherra] 1) ákveður með auglýsingu skiptingu varnarlína í aðalvarnarlínur og aukavarnarlínur að fengnum tillögum [Matvælastofnunar]. 2)
1)L. 126/2011, 172. gr. 2)L. 167/2007, 64. gr.
13. gr.
[Aukaafurðir dýra, sem ekki eru ætlaðar til manneldis, skal meðhöndla, geyma, flytja, vinna eða eyða á þann hátt að ekki valdi hættu á útbreiðslu smitefna eða annarra skaðlegra efna. Þeir sem meðhöndla, geyma, flytja eða vinna aukaafurðir dýra sem ekki teljast til úrgangs skulu sækja um leyfi Matvælastofnunar áður en starfsemin hefst. Ef aukaafurðir dýra teljast til úrgangs gilda um starfsemina ákvæði laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs.
Vinnslu-, geymslu-, lífgas- og myltingarstöðvar, svo og stöðvar fyrir milliefni og líffituefni, sem ætlað er að vinna aukaafurðir úr dýrum sem ekki teljast til úrgangs, þ.m.t. stöðvar sem annast vinnslu úr sjávar- og eldisafurðum, skulu hafa starfsleyfi frá Matvælastofnun áður en rekstur hefst.
Ráðherra setur með reglugerð 1) nánari ákvæði um aukaafurðir dýra sem ekki eru ætlaðar til manneldis, svo sem meðferð slíkra aukaafurða, flokkun og starfsleyfi vegna þeirra, sbr. 29. gr. a.] 2)
1)Rg. 120/2010. Rg. 121/2010. Rg. 122/2010. Rg. 123/2010. Rg. 124/2010. Rg. 125/2010. Rg. 126/2010. Rg. 169/2011. Rg. 261/2011. Rg. 674/2017, sbr. 1046/2017. 2)L. 143/2009, 33. gr.
14. gr.
[Ráðherra] 1) setur með reglugerð nánari ákvæði um meðferð, geymslu og notkun matarleifa og dýraafurða sem ætlaðar eru til fóðurs eða fóðurgerðar. Þar skal kveðið á um leyfi til fóðurgerðar, sbr. 13. gr., starfrækslu fóðurstöðva og hvaða skilyrðum þær þurfa að fullnægja, sýnatöku og eftirlit með slíkri starfsemi til að koma í veg fyrir smithættu.
1)L. 126/2011, 172. gr.
15. gr.
[Ráðherra] 1) setur reglur 2) um sæðistöku og sæðingar, töku eggja og fósturvísa, meðferð þeirra og innlögn í dýr. Einnig um búnað, tilhögun og rekstur sæðingastöðvar og heilbrigðiskröfur varðandi dýr sem tekið er úr sæði, egg eða fósturvísar til flutnings, svo og heilbrigðiskröfur um sæði, egg og fósturvísa sem ætlaðir eru til sæðinga eða eggjaflutninga. Þá setur [ráðherra] 1) reglur um heilbrigðiskröfur sem gerðar eru varðandi þau dýr sem notuð eru sem fósturmæður.
1)L. 126/2011, 172. gr. 2)Rg. 540/2016.
VI. kafli. Kostnaður og bætur.
16. gr.
Þóknun og ferðakostnaður vegna starfa dýralæknis eða annarra sem takast á hendur verkefni sem leiðir af framkvæmd þessara laga samkvæmt fyrirmælum [Matvælastofnunar] 1) skal greiddur úr ríkissjóði.
1)L. 167/2007, 64. gr.
17. gr.
Ríkissjóður greiðir kostnað vegna einangrunar búfjár sem ákveðin er til varnar [alvarlegum tilkynningarskyldum sjúkdómum sem taldir eru upp í reglugerð ráðherra skv. 2. mgr. 7. gr.], 1) svo og efniskostnað vegna nauðsynlegrar hreinsunar og sótthreinsunar, einnig kostnað vegna aflífunar, eyðingar hræja og notkunar tækja sem þarf til fyrrgreindra verka. Ríkissjóður greiðir kostnað vegna einangrunar og gæslu svæða, enda sé einangrunin fyrirskipuð af [ráðherra]. 2) Eigendum búfjár er skylt að leggja fram endurgjaldslaust alla ófaglega vinnu og aðstoð við hreinsun, sótthreinsun og aflífun dýra.
1)L. 4/2014, 4. gr. 2)L. 126/2011, 172. gr.
18. gr.
Kostnaður vegna einangrunar og rannsókna á öðrum sjúkdómum en [alvarlegum tilkynningarskyldum sjúkdómum sem taldir eru upp í reglugerð ráðherra skv. 2. mgr. 7. gr.] 1) greiðist af eigendum dýranna að hluta eða öllu leyti samkvæmt ákvörðun [ráðherra]. 2)
1)L. 4/2014, 5. gr. 2)L. 126/2011, 172. gr.
19. gr.
Stofnkostnaður og viðhald aðalvarnarlína greiðist úr ríkissjóði. Ríkissjóður leggur til efni í aukavarnarlínur, en uppsetning, rekstur og viðhald þeirra greiðist af viðkomandi sveitarsjóðum. Rísi ágreiningur um skiptingu kostnaðar við aukavarnarlínur sker [ráðherra] 1) úr þeim ágreiningi að fenginni umsögn [Matvælastofnunar]. 2)
1)L. 126/2011, 172. gr. 2)L. 167/2007, 64. gr.
20. gr.
Eigendur búfjár, sem fargað er samkvæmt fyrirmælum [ráðherra] 1) að tillögum [Matvælastofnunar], 2) eiga rétt á bótum úr ríkissjóði.
Bætur ríkissjóðs svara til verðgildis afurða og rekstrartaps sem sannanlega leiðir af eyðingu dýranna. Heimilt er að víkja frá ákvæðum þessarar málsgreinar um bætur þegar fyrirskipaður er niðurskurður á kynbótagripum.
Sé unnt að nýta afurðir dýra að hluta eða í heild skal verðmæti þeirra afurða koma til frádráttar heildarbótagreiðslum. Ekki koma bætur fyrir dýr sem eru óveruleg að verðmæti, nema því aðeins að til þess liggi gildar ástæður.
Bótaskylda ríkissjóðs samkvæmt lögum þessum nær eingöngu til búfjár.
1)L. 126/2011, 172. gr. 2)L. 167/2007, 64. gr.
21. gr.
Réttur til bóta samkvæmt lögum þessum glatast að öllu leyti eða að hluta ef eigandi dýra hefur ekki farið eftir ákvæðum þessara laga eða reglugerðum og öðrum fyrirmælum settum samkvæmt þeim. Sama gildir ef eigandi hefur orðið sér úti um dýr sem hann vissi eða mátti vita með tilliti til aðstæðna að haldið var sjúkdómi sem lög þessi taka til eða valdið því með ásetningi eða vanrækslu að dýr hans smitaðist.
Bætur greiðast ekki ef dýr, sem flutt hafa verið til landsins, hafa sýkst af sjúkdómi áður en sex mánuðir eru liðnir frá innflutningi þeirra.
VII. kafli. Ýmis ákvæði.
22. gr.
[Matvælastofnun], 1) héraðsdýralæknum og fulltrúum þeirra skal hvenær sem er vera heimill aðgangur að húsnæði, búum og fyrirtækjum þar sem dýr, eða afurðir þeirra, eru geymd og skulu þeim veittar allar nauðsynlegar upplýsingar vegna eftirlits og rannsókna sem óskað er eftir á grundvelli laga þessara.
1)L. 167/2007, 64. gr.
23. gr.
Skylt er að viðhalda varnarlínum svo lengi að fullvíst þyki að búfjársjúkdómar, sem valda stórfelldu tjóni, geti ekki leynst í búfé öðrum megin línunnar þannig að samgangur milli svæðanna auki á sýkingarhættu fyrir búfé að mati [Matvælastofnunar]. 1)
Því aðeins er [ráðherra] 2) heimilt að leggja niður varnarlínur að fram hafi farið ítarlegt heilbrigðiseftirlit á búfé á þeim varnarsvæðum sem að línunni liggja og að fengnum meðmælum [Matvælastofnunar]. 1) Gefa skal aðliggjandi sveitarfélögum kost á að eignast girðingarnar endurgjaldslaust, enda taki þau ábyrgð á að girðing valdi ekki slysum eða tjóni.
1)L. 167/2007, 64. gr. 2)L. 126/2011, 172. gr.
24. gr.
[Matvælastofnun] 1) er heimilt að fyrirskipa á kostnað eigenda sérstakar merkingar á búfé þar sem slíkt er nauðsynlegt. [Þá getur [Matvælastofnun] 1) bannað hvers konar litamerkingar á búfé á ákveðnum svæðum.] 2)
1)L. 167/2007, 64. gr. 2)L. 76/2005, 10. gr.
25. gr.
Óheimilt er að flytja sauðfé til lífs yfir varnarlínur [nema þegar um er að ræða endurnýjun bústofns vegna niðurskurðar af völdum sjúkdóma og/eða vegna búháttabreytinga]. 1) Sleppi sauðfé yfir varnarlínur skal því slátrað. Merkja skal líffæri úr fénu og senda án tafar til rannsóknar. Eigandi skal fá bætur samkvæmt ákvörðun [Matvælastofnunar] 2) fyrir sauðfé sem slátrað er enda hafi líffæri verið send til rannsóknar. Nautgripi og geitur má því aðeins flytja yfir varnarlínur til lífs að fram fari sérstök rannsókn á heilbrigði þeirra. [Matvælastofnun] 2) getur leyft flutning á tilrauna- og kynbótagripum yfir varnarlínur.
[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er heimilt með reglugerð að skilgreina arfgerðir þeirra líflamba sem má ekki flytja yfir varnarlínur, þegar um er að ræða endurnýjun bústofns eftir niðurskurð vegna riðuveiki.] 3)
1)L. 76/2005, 11. gr. 2)L. 167/2007, 64. gr. 3)L. 143/2009, 34. gr.
26. gr.
Hlíti eigandi eða umráðaaðili dýra ekki ákvörðun [ráðherra] 1) samkvæmt lögum þessum er viðkomandi lögreglustjóra skylt að hlutast til um framkvæmd á fyrirmælum ráðherra. Óheimilt er að farga dýrum eða taka þau frá aðila eða neyta annarra þeirra úrræða sem lög þessi kveða á um og valdið geta eiganda þeirra umtalsverðum kostnaði nema [Matvælastofnun] 2) hafi samþykkt slíkar aðgerðir. Gefa skal eiganda og umráðaaðila kost á að tjá sig um slíkar aðgerðir áður en til þeirra er gripið.
1)L. 126/2011, 172. gr. 2)L. 167/2007, 64. gr.
27. gr. … 1)
1)L. 31/2001, 9. gr.
28. gr.
Komi upp alvarlegur smitsjúkdómur í dýrum á afmörkuðum svæðum er [ráðherra] 1) heimilt, að fenginni tillögu [Matvælastofnunar], 2) að skipa þriggja manna [smitsjúkdómanefnd] 3) er verði [Matvælastofnun] 2) til aðstoðar við framkvæmd hvers konar varnaraðgerða og við útrýmingu sjúkdómsins. [Smitsjúkdómanefnd] 3) hefur ásamt [Matvælastofnun] 2) forgöngu um framkvæmd niðurskurðar, endurnýjun bústofns, hreinsun búfjár af svæðinu og nauðsynlega sótthreinsun.
… 3)
1)L. 126/2011, 172. gr. 2)L. 167/2007, 64. gr. 3)L. 31/2001, 10. gr.
29. gr.
[Ráðherra] 1) setur með reglugerð 2) nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.
[Ráðherra skal setja sérstaka reglugerð um innflutning og útflutning sjávardýra.] 1)
[[Ráðherra] 1) skal setja sérstaka reglugerð 3) um innflutning og útflutning eldisdýra og afurða þeirra til að hindra útbreiðslu smitsjúkdóma.] 4)
1)L. 126/2011, 172. gr. 2)Rg. 260/1980 (um útbúnað alifuglasláturhúsa, slátrun alifugla, verkun þeirra og heilbrigðisskoðun), sbr. 417/2002, 688/2002, 783/2011 og 562/2012. Rg. 200/1998 (um búfjármörk o.fl.), sbr. 30/2000, 221/2002, 1105/2005, 324/2009 og 866/2010. Rg. 557/1998 (um kanínurækt). Augl. 635/2001 (um bann við flutningi sláturfjár yfir sauðfjárveikivarnarlínur). Rg. 651/2001 (um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar), sbr. 726/2004, 807/2006 og 938/2014. Rg. 665/2001 (um viðbrögð við smitsjúkdómum), sbr. 831/2012. Rg. 527/2003 (um sýnatökuáætlanir og greiningaraðferðir við greiningu og staðfestingu á fisksjúkdómunum brisdrepi, iðradrepi og veirublæði). Rg. 449/2005 (um eftirlit með heilbrigði eldisdýra sem flutt eru til EES-svæðisins frá þriðju ríkjum), sbr. 712/2006. Rg. 739/2006 (um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 282/2004 um að taka upp vottorð til að tilkynna um komu dýra til Bandalagsins frá þriðju löndum og um heilbrigðiseftirlit með þeim og reglugerðar Evrópusambandsins nr. 585/2004 um breytingu á reglugerð Evrópusambandsins nr. 282/2004). Rg. 740/2006 (um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 136/2004 um reglur um heilbrigðiseftirlit á skoðunarstöðvum Bandalagsins á landamærum með afurðum sem eru fluttar inn frá þriðju löndum). Rg. 550/2008 (um flutning líflamba milli landsvæða), sbr. 602/2010 og 669/2012. Rg. 1254/2008 (um heilbrigðiskröfur vegna lagareldisdýra og afurða þeirra og um forvarnir og varnir gegn tilteknum sjúkdómum í lagardýrum), sbr. 936/2014. Rg. 560/2010 (um innflutning á djúpfrystu svínasæði), sbr. 657/2010. Rg. 168/2011 (um skilyrði og kröfur vegna útgáfu heilbrigðisvottorða við markaðssetningu lagareldisdýra, afurða þeirra og innflutning þeirra inn á EES-svæðið og um skrá yfir tegundir smitferja), sbr. 1010/2011, 661/2012, 142/2013, 389/2014, 169/2015 og 317/2017. Rg. 911/2011 (um garnaveiki og varnir gegn henni), sbr. 962/2012, 996/2013 og 186/2015. Rg. 972/2011 (um framkvæmd viðurlaga í tengslum við kerfi um auðkenningu og skráningu nautgripa samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1760/2000), sbr. 89/2012 og 183/2012. Rg. 1011/2011 (um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2160/2003 um varnir gegn salmonellu og öðrum tilteknum smitvöldum mannsmitanlegra dýrasjúkdóma sem berast með matvælum), sbr. 371/2012. Rg. 1012/2011 (um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 1168/2006 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2160/2003 að því er varðar markmið Bandalagsins sem sett eru til að draga úr algengi tiltekinna sermigerða salmonellu í varphænum af tegundinni Gallus gallus og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1003/2005). Rg. 1013/2011 (um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1177/2006 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003 að því er varðar kröfur varðandi beitingu sértækra varnarráðstafana á grundvelli innlendra áætlana um varnir gegn salmonellu í alifuglum). Rg. 1014/2011 (um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 646/2007 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003 að því er varðar markmið Bandalagsins sem sett eru til að draga úr algengi Salmonella enteritidis og Salmonella typhimurium í holdakjúklingum og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 1091/2005), sbr. 214/2012. Rg. 1043/2011 (um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og dýraafurðum í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins). Rg. 1044/2011 (um eftirlit með innflutningi á dýraafurðum frá ríkjum utan EES). Rg. 1077/2011 (um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 599/2004 um að samþykkja samræmda fyrirmynd að vottorði og skoðunarskýrslu í tengslum við viðskipti innan Bandalagsins með dýr og afurðir úr dýraríkinu). Rg. 41/2012 (um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar), sbr. 356/2012, 1124/2013, 161/2014, 963/2014, 987/2015, 32/2016, 316/2017 og 467/2017. Rg. 211/2012 (um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 199/2009 um bráðabirgðaráðstafanir, sem víkja frá reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003, að því er varðar beina afhendingu á litlu magni af nýju kjöti af hópum holdakjúklinga og kalkúna). Rg. 212/2012 (um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 200/2010 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2160/2003 að því er varðar markmið Sambandsins að draga úr algengi sermigerða salmonella í hópum fullorðinna undaneldisfugla af gerðinni Gallus gallus), sbr. 370/2012. Rg. 217/2012 (um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 546/2006 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar innanlandsáætlanir um varnir gegn riðuveiki og viðbótarábyrgðir og undanþágu frá tilteknum kröfum í ákvörðun 2003/100/EB og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 1874/2003). Rg. 254/2012 (um tilkynningu dýrasjúkdóma innan Evrópska efnahagssvæðisins). Rg. 303/2012 (um rafræna skráningu dýralækna á dýrasjúkdómum og lyfjameðhöndlun). Rg. 346/2012 (um framkvæmd tilskipunar ráðsins 2006/88/EB að því er varðar ráðstafanir til að hamla gegn aukinni dánartíðni hjá ostrum af tegundinni Crassostrea gigas). Rg. 369/2012 (um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 517/2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003 að því er varðar það markmið Sambandsins að draga úr algengi tiltekinna sermigerða salmonellu í varphænum af tegundinni Gallus gallus og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2160/2003 og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 200/2010). Rg. 448/2012 (um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins), sbr. 462/2012, 549/2012 og 866/2014. Rg. 522/2012 (um heilbrigðisreglur um framleiðslu, vinnslu, dreifingu og innflutning á afurðum úr dýraríkinu til manneldis). Rg. 570/2012 (um kröfur um heilbrigði dýra og manna vegna viðskipta með afurðir innan Evrópska efnahagssvæðisins og innflutning afurða frá ríkjum utan svæðisins), sbr. 760/2012. Rg. 763/2012 (um breytingar á skrám yfir sóttvarnarstöðvar vegna fiskeldisdýra). Rg. 848/2012 (um innflutning dýraafurða til einkaneyslu), sbr. 1054/2012. Rg. 916/2012 (um merkingar búfjár), sbr. 748/2016. Rg. 119/2013 (um sýnatöku- og greiningaraðferðir við greiningu og staðfestingu á tilvist lindýrasjúkdómanna bónamíósis (Bonamia ostreae) og marteilíósis (Marteilia refringens)). Rg. 220/2013 (um ráðstafanir til að takmarka áhrif tiltekinna sjúkdóma í lagareldisdýrum og villtum lagardýrum). Rg. 221/2013 (um framkvæmd tilskipunar ráðsins 2006/88/EB að því er varðar eftirlits- og útrýmingaráætlanir og sjúkdómalausa stöðu ríkja, svæða og hólfa). Rg. 271/2013 (um rafrænt aðgengi að upplýsingum um lagareldisfyrirtæki og viðurkenndar vinnslustöðvar). Rg. 272/2013 (um viðmiðunarreglur fyrir áhættumiðað dýraheilbrigðiseftirlit sem kveðið er á um í tilskipun ráðsins 2006/88/EB). Rg. 273/2013 (um kröfur varðandi sóttkví fyrir lagareldisdýr). Rg. 371/2013 (um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 233/2012 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar samþykkt breyttrar landsáætlunar um varnir gegn riðuveiki). Rg. 372/2013 (um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 200/2012 varðandi það markmið Sambandsins að draga úr Salmonella enteritidis og Salmonella typhimurium í hópum holdakjúklinga, eins og kveðið er á um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003). Rg. 390/2014 (um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 119/2009 um skrár yfir þriðju lönd eða hluta þeirra fyrir innflutning til Bandalagsins eða umflutning um Bandalagið á kjöti eða villtum dýrum af héraætt, tilteknum villtum landspendýrum og alikanínum og um kröfur vegna heilbrigðisvottorða fyrir dýr og dýraafurðir). Rg. 560/2014 (um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir), sbr. 840/2014, 480/2015, 707/2015, 811/2015, 1031/2015, 188/2016, 259/2016, 915/2016 og 906/2017. Rg. 661/2014 (um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1190/2012 varðandi það markmið Sambandsins að draga úr Salmonella enteritidis og Salmonella typhimurium í hópum kalkúna eins og kveðið er á um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2160/2003). Rg. 808/2014 (um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum frá tilteknum þriðju löndum vegna mengunaráhættu af völdum aflatoxína), sbr. 483/2017. Rg. 886/2014 (um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 28/2012 um kröfur vegna útgáfu vottorða vegna innflutnings á tilteknum samsettum afurðum til Sambandsins og umflutnings þeirra gegnum það). Rg. 907/2014 (um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 206/2010 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra, þaðan sem leyfður er aðflutningur á tilteknum dýrum og nýju kjöti til Evrópusambandsins, og um kröfur varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir), sbr. 958/2014, 569/2015, 186/2016 og 231/2017. Rg. 910/2014 (um velferð hrossa). Rg. 1065/2014 (um velferð nautgripa). Rg. 1066/2014 (um velferð sauðfjár og geitfjár). Rg. 1276/2014 (um velferð svína), sbr. 529/2015. Rg. 1277/2014 (um velferð minka). Rg. 135/2015 (um velferð alifugla). Rg. 136/2015 (um sóttvarnastöðvar fyrir alifugla), sbr. 291/2017. Rg. 167/2015 (um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu), sbr. 354/2015, 421/2015, 956/2015, 12/2016, 412/2016, 480/2016, 1047/2016, 330/2017, 464/2017, 470/2017 og 743/2017. Rg. 170/2015 (um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 470/2009 um málsmeðferð Bandalagsins við ákvörðun viðmiðunargilda fyrir leifar lyfjafræðilega virkra efna í matvælum úr dýraríkinu). Rg. 850/2015 (um innflutning erfðaefnis holdanauta og kröfur um útbúnað einangrunarstöðva), sbr. 933/2016. Rg. 187/2016 (um gildistöku framkvæmdarreglugerða framkvæmdastjórnarinnar vegna aðflutnings matvæla til Evrópusambandsins sem eru ætluð á EXPO Milano 2015). Rg. 540/2016 (um búfjársæðingar og flutning fósturvísa). Rg. 856/2016 (um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli). Rg. 315/2017 (um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 636/2014 um fyrirmynd að vottorði fyrir viðskipti með óflegin stór villt veiðidýr). Rg. 527/2017 (um velferð dýra í flutningi). Rg. 977/2017 (um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/880 um að setja reglur um notkun hámarksgildis leifa, sem ákvarðað hefur verið fyrir lyfjafræðilega virkt efni í tilteknum matvælum, fyrir önnur matvæli sem unnin eru úr sömu dýrategund og hámarksgildi leifa, sem ákvarðað hefur verið fyrir lyfjafræðilega virkt efni í einni eða fleiri dýrategundum, fyrir aðrar tegundir dýra í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 470/2009). Rg. 1166/2017 (um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu). 3)Rg. 985/2005 (um fiskeldisstöðvar). 4)L. 116/2003, 11. gr.
[29. gr. a.
[Heimilt er ráðherra að innleiða með reglugerð 1) reglugerðir Evrópusambandsins um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis.] 2)] 3)
1)Rg. 120/2010. Rg. 121/2010. Rg. 122/2010. Rg. 123/2010. Rg. 124/2010. Rg. 125/2010. Rg. 126/2010. Rg. 127/2010. Rg. 489/2010, sbr. 478/2017. Rg. 564/2010. Rg. 565/2010. Rg. 606/2010. Rg. 169/2011. Rg. 261/2011. Rg. 820/2010. Rg. 674/2017, sbr. 1046/2017. 2)L. 71/2015, 2. gr. 3)L. 143/2009, 35. gr.
VIII. kafli. Refsiákvæði og gildistaka.
30. gr.
Brot gegn lögum þessum, reglugerðum og fyrirmælum gefnum samkvæmt þeim varða sektum [eða fangelsi allt að 2 árum]. 1)
… 2)
1)L. 82/1998, 206. gr. 2)L. 88/2008, 233. gr.
31. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi. …
Ákvæði til bráðabirgða.
Reglugerðir, auglýsingar og önnur fyrirmæli sett samkvæmt lögum nr. 11/1928, með síðari breytingum, lögum nr. 23/1956, með síðari breytingum, og lögum nr. 22/1977, um sauðfjárbaðanir, skulu halda gildi sínu að svo miklu leyti sem þau stangast ekki á við lög þessi þar til nýjar reglugerðir, auglýsingar eða önnur fyrirmæli hafa öðlast gildi. 1)
1)Eldri stjórnvaldsfyrirmæli sem hér er vísað til munu vera rg. 76/1952, rg. 135/1952, augl. A 97/1955, rg. 14/1957, augl. 10/1964, rg. 27/1970, rg. 290/1980, rg. 444/1982, sbr. 340/1986, rg. 96/1987, augl. 155/1987.
[Viðaukar 1A, 1B og 2. …1)]2)
1)L. 4/2014, 6. gr. 2)L. 31/2001, 11. gr.