Lagasafn. Íslensk lög 12. apríl 2024. Útgáfa 154b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um yfirskattanefnd
1992 nr. 30 27. maí
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. október 1992. Breytt með: L. 111/1992 (tóku gildi 1. jan. 1993). L. 37/1993 (tóku gildi 1. jan. 1994). L. 31/1995 (tóku gildi 1. jan. 1996). L. 37/1995 (tóku gildi 9. mars 1995). L. 96/1998 (tóku gildi 24. júní 1998). L. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 136/2009 (tóku gildi 1. jan. 2010). L. 165/2010 (tóku gildi og komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 69. gr.). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 123/2014 (tóku gildi 1. jan. 2015). L. 125/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016 nema 2., 4.–5., 8., 24., 31., 37., 45., 48.–52., 54.–55. og 57.–58. gr. sem tóku gildi 31. des. 2015 og a–d-liður 1. gr., 6.–7., 13. og 15. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 59. gr.). L. 71/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019). L. 79/2019 (tóku gildi 6. júlí 2019; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í brbákv.). L. 141/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020). L. 29/2021 (tóku gildi 1. maí 2021; um lagaskil sjá 42. gr. og brbákv.). L. 69/2021 (tóku gildi 26. júní 2021; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 19. gr.).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við fjármála- og efnahagsráðherra eða fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
Upphafsákvæði.
1. gr.
Ágreiningsmál um ákvörðun skatta, gjalda og skattstofna, þar með talin rekstrartöp, skulu úrskurðuð af sérstakri óháðri nefnd, yfirskattanefnd.
Gildissvið.
2. gr.
[[Yfirskattanefnd úrskurðar í kærumálum vegna skatta, gjalda og sekta sem lagðar eru á eða ákvarðaðar af ríkisskattstjóra eða skattrannsóknarstjóra í umboði hans.] 1) Yfirskattanefnd skal úrskurða í kærumálum vegna þeirra ákvarðana [tollyfirvalda] 2) sem greinir í 118. gr. tollalaga. Jafnframt tekur úrskurðarvald yfirskattanefndar til annarra ákvarðana ríkisskattstjóra og [tollyfirvalda] 2) eftir því sem mælt er fyrir um í lögum.
Yfirskattanefnd skal úrskurða í kærumálum vegna ákvörðunar skatta og gjalda sem lögð eru á eða ákvörðuð af öðrum stjórnvöldum en greinir í 1. mgr. eftir því sem ákveðið er í lögum.
Yfirskattanefnd skal úrskurða um sektir vegna brota á skattalögum, lögum um bókhald og lögum um ársreikninga, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum.] 3)
1)L. 29/2021, 23. gr. 2)L. 141/2019, 85. gr. 3)L. 123/2014, 1. gr.
Aðild.
3. gr.
[Aðila máls er heimilt að skjóta ákvörðun ríkisskattstjóra, [tollyfirvalda] 1) eða annars stjórnvalds, sbr. 1. og 2. mgr. 2. gr., til yfirskattanefndar. Með hugtakinu stjórnvald er í lögum þessum átt við það stjórnvald sem tekið hefur ákvörðun sem kæranleg er til yfirskattanefndar.] 2)
[Viðkomandi sveitarfélagi er eftir atvikum heimilt að kæra [ákvarðanir] 3) ríkisskattstjóra til nefndarinnar með sama hætti og [málsaðilar] 2) og að uppfylltum sömu skilyrðum.] 4)
[Við ákvörðun sekta skv. 3. mgr. 2. gr. kemur skattrannsóknarstjóri … 5) fram sem kröfuaðili nema annað sé tekið fram í lögum.] 2)
1)L. 141/2019, 85. gr. 2)L. 123/2014, 2. gr. 3)L. 125/2015, 41. gr. 4)L. 136/2009, 67. gr. 5)L. 29/2021, 24. gr.
Lögsaga.
4. gr.
Yfirskattanefnd hefur lögsögu á öllu landinu og hefur aðsetur í Reykjavík. Nefndinni er þó heimilt að ákveða málflutning og úrskurða um einstök ágreiningsmál annars staðar á landinu ef hún telur þörf á.
Kærufrestur.
5. gr.
[Kærufrestur til yfirskattanefndar skal vera þrír mánuðir frá [dagsetningu ákvörðunar] 1) … 2) [stjórnvalds]. 3)
Kæra skal vera skrifleg. Kærunni skal fylgja frumrit eða endurrit [ákvörðunar] 1) … 2) [stjórnvalds] 3) sem kæran tekur til. Í kærunni skal koma fram hvaða atriði í [ákvörðuninni] 1) sæta kæru og rökstuðningur fyrir kröfum. Gögn, sem ætluð eru til stuðnings kærunni, skulu fylgja í frumriti eða endurriti.
Ef kæra fullnægir ekki skilyrðum 2. mgr. skal yfirskattanefnd beina því til kæranda að bæta úr annmörkum innan hæfilegs frests. Verði kærandi ekki við því skal yfirskattanefnd vísa kærunni frá.] 4)
[Kæra til yfirskattanefndar frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar.] 5)
1)L. 125/2015, 42. gr. 2)L. 136/2009, 68. gr. 3)L. 123/2014, 3. gr. 4)L. 96/1998, 1. gr. 5)L. 37/1993, 36. gr.
Gagnaöflun.
6. gr.
Yfirskattanefnd skal tafarlaust senda [stjórnvaldi] 1) kæru [málsaðila] 2) ásamt endurriti af þeim gögnum er kunna að fylgja kæru hans. [Hafi sveitarfélag kært [ákvörðun] 3) [stjórnvalds], 1)] 4) sbr. 5. gr., skal yfirskattanefnd tafarlaust senda [málsaðila] 2) endurrit kæru ásamt gögnum er henni fylgdu og gefa [málsaðila] 2) kost á, innan hæfilegs frests, að koma með andsvör sín og gögn. … 4)
[Stjórnvald] 1) skal í tilefni af málsmeðferð fyrir yfirskattanefnd afla frumgagna … 4) varðandi hina kærðu ákvörðun … 4)
[Innan 45 daga frá því að stjórnvaldi barst kæra skal stjórnvald hafa lagt fyrir yfirskattanefnd umsögn um kæruna, eftir því sem það telur tilefni til, og þau gögn sem um ræðir í 2. mgr. Jafnframt skal stjórnvald senda viðbótarupplýsingar ef málavextir þykja vera þess eðlis að ástæða sé til þess að afla frekari gagna.] 1)
[Yfirskattanefnd er jafnan heimilt að beina því til [málsaðila] 2) eða [stjórnvalds] 1) að leggja fram frekari gögn eða upplýsingar máli til skýringar ef hún telur málið ekki nægilega upplýst og setja þeim ákveðinn frest í því skyni.] 5)
[Þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar er yfirskattanefnd heimilt að taka mál til uppkvaðningar úrskurðar án þess að leita umsagnar stjórnvalds sé málið talið einfalt úrlausnar og ekki þörf á öflun gagna frá stjórnvaldi.] 1)
1)L. 123/2014, 4. gr. 2)L. 123/2014, 2. gr. 3)L. 125/2015, 43. gr. 3)L. 136/2009, 69. gr. 4)L. 96/1998, 2. gr.
Málflutningur.
7. gr.
[Málsaðila] 1) er heimilt að óska þess að hann eða umboðsmaður hans geti flutt mál munnlega fyrir yfirskattanefnd. Sömu óskir getur [stjórnvald] 2) sett fram. Ósk [málsaðila] 1) eða [stjórnvalds] 2) um munnlegan málflutning skal koma fram í rökstuðningi hans í kæru. Formaður yfirskattanefndar ákveður hvort munnlegur málflutningur fari fram og skal tilkynna [málsaðila] 1) og [stjórnvaldi] 2) um þá ákvörðun sína.
Ef mál er flókið, hefur að geyma vandasöm úrlausnarefni, er sérlega þýðingarmikið eða varðar ágreining um grundvallaratriði í skattarétti eða reikningsskilum er yfirskattanefnd heimilt að ákveða sérstakan málflutning. Skal yfirskattanefnd þá afgreiða mál skv. 4. mgr. 9. gr. og eftir atvikum 10. gr.
[Sé eigi þörf á sérstökum málflutningi að mati nefndarinnar skal taka mál til uppkvaðningar úrskurðar að fengnum gögnum sem um ræðir í 6. gr. og andmælum kæranda eftir því sem ástæða er til.
Séu gögn skv. 3. mgr. 6. gr. ekki lögð fyrir yfirskattanefnd innan frests sem þar greinir er yfirskattanefnd heimilt að kveða upp úrskurð á grundvelli fyrirliggjandi gagna, enda telji hún málið nægilega upplýst.] 3)
1)L. 123/2014, 2. gr. 2)L. 123/2014, 5. gr. 3)L. 96/1998, 3. gr.
Lok málsmeðferðar.
8. gr.
[Yfirskattanefnd skal úrskurða kærur eins fljótt og auðið er og eigi síðar en sex mánuðum eftir að henni hafa borist gögn sem um ræðir í 3. mgr. 6. gr. Ef gögn þessi berast ekki fyrir lok frests sem þar greinir skal sex mánaða fresturinn reiknast frá lokum þess frests.
Nú fellur úrskurður yfirskattanefndar [málsaðila] 1) í hag, að hluta eða öllu leyti, og getur yfirskattanefnd þá úrskurðað greiðslu málskostnaðar úr ríkissjóði, að hluta eða öllu leyti, enda hafi hann haft uppi slíka kröfu við meðferð málsins, um sé að ræða kostnað sem eðlilegt var að hann stofnaði til vegna meðferðar málsins og ósanngjarnt væri að hann bæri þann kostnað sjálfur. [Málsaðili skal láta gögn um útlagðan kostnað sinn fylgja kröfugerð. Séu ekki lögð fram fullnægjandi gögn að mati yfirskattanefndar, þrátt fyrir áskorun þess efnis, skal hún hafna kröfu um greiðslu málskostnaðar. Yfirskattanefnd er heimilt að endurskoða þá ákvörðun ef afsakanlegt verður talið að málsaðili hafi ekki bætt úr annmörkum áður en úrskurður var kveðinn upp.] 2)] 3)
1)L. 123/2014, 2. gr. 2)L. 69/2021, 6. gr. 3)L. 96/1998, 4. gr.
Nefndarmenn.
9. gr.
Í yfirskattanefnd skulu sitja [fimm eða sex menn] 1) sem skipaðir skulu til sex ára í senn og skulu fjórir nefndarmannanna hafa starfið að aðalstarfi. Skulu nefndarmenn fullnægja skilyrðum sem sett eru í [ 85. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt], 2) um embættisgengi [ríkisskattstjóra]. 3) [Ráðherra] 4) skipar formann og varaformann úr hópi þeirra nefndarmanna sem hafa starfið að aðalstarfi. Báðir skulu uppfylla skilyrði sem sett eru um embættisgengi héraðsdómara. Ætíð skal annaðhvort formaður eða varaformaður taka þátt í úrlausn hvers máls.
Formaður yfirskattanefndar hefur yfirstjórn hennar með höndum og ber á henni ábyrgð. Hann fer með fyrirsvar nefndarinnar út á við. Formaður úthlutar nefndarmönnum málum til meðferðar og skipar þeim í deildir ef yfirskattanefnd starfar deildaskipt. Varaformaður er staðgengill formanns og gegnir störfum hans þegar formaður er forfallaður eða fjarstaddur. Hann skipar forsæti þegar formaður situr eigi í nefnd.
Í hverju máli skulu þrír nefndarmenn úrskurða eftir nánari ákvörðun formanns yfirskattanefndar.
Hafi yfirskattanefnd ákveðið sérstakan málflutning, sbr. 2. mgr. 7. gr., skulu fimm nefndarmenn taka þátt í úrlausn máls.
[Um laun og önnur starfskjör þeirra nefndarmanna sem hafa starfið að aðalstarfi fer skv. 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.] 5)
1)L. 69/2021, 7. gr. 2)L. 129/2004, 94. gr. 3)L. 136/2009, 70. gr. 4)L. 126/2011, 163. gr. 5)L. 79/2019, 17. gr.
Sérfróðir aðilar.
10. gr.
Yfirskattanefnd er heimilt að kalla sér til ráðgjafar og aðstoðar sérfróða aðila ef hún telur þörf á. Skulu þeir aðilar starfa með yfirskattanefnd eftir nánari ákvörðun formanns eða varaformanns sem ákveður þeim þóknun fyrir starfann.
Sératkvæði.
11. gr.
Formaður eða varaformaður stýrir störfum nefndarinnar. Þegar nefndarmenn eru eigi sammála um niðurstöðu ræður meiri hluti niðurstöðu máls. Ef nefndin þríklofnar í afstöðu sinni eða niðurstaða getur eigi ráðist af atkvæðamagni ræður atkvæði formanns eða varaformanns ef formaður situr ekki í nefndinni.
Skattframtal sem kæra.
12. gr.
Berist yfirskattanefnd kæra sem rökstudd er með skattframtali sem ekki hefur sætt efnisúrlausn hjá [ríkisskattstjóra] 1) skal nefndin senda kæruna til [ríkisskattstjóra] 1) til [meðferðar að nýju]. 2) [Nefndin skal tilkynna [málsaðila] 3) og umboðsmanni hans um þá ákvörðun.] 1)
Með slíkt mál skal [ríkisskattstjóri] 1) fara skv. 99. gr. [ laga nr. 90/2003, um tekjuskatt], 4) og ljúka [meðferð málsins] 2) innan tveggja mánaða frá því að honum barst málið til meðferðar frá yfirskattanefnd.
1)L. 136/2009, 71. gr. 2)L. 125/2015, 44. gr. 3)L. 123/2014, 2. gr. 4)L. 129/2004, 95. gr.
[Endurákvörðun vegna kæru.]1)
1)L. 96/1998, 5. gr.
13. gr.
[[Komi fram í kæru til yfirskattanefndar sem stjórnvald hefur til umsagnar skv. 6. gr. upplýsingar eða gögn sem ekki lágu fyrir við hina kærðu ákvörðun en stjórnvald telur að eigi að leiða til verulega breyttrar niðurstöðu í málinu er stjórnvaldi heimilt að gefa málsaðila kost á því að mál hans verði tekið til meðferðar að nýju með þeim áhrifum að kæran til yfirskattanefndar teljist afturkölluð.] 1) Í tilkynningu um þetta til [málsaðila] 2) skal tilgreina þær breytingar sem af endurákvörðun mundi leiða. Veita skal [málsaðila] 2) 15 daga frest til að fara fram á endurákvörðun á þessum grundvelli og er hún ekki heimil án samþykkis hans. Fari [málsaðili] 2) fram á endurákvörðun skal [stjórnvald] 1) tilkynna það yfirskattanefnd þegar í stað. … 3)] 4)
1)L. 69/2021, 8. gr. 2)L. 123/2014, 2. gr. 3)L. 136/2009, 72. gr. 4)L. 96/1998, 5. gr.
[Birting úrskurða.]1)
1)L. 136/2009, 73. gr.
14. gr.
Yfirskattanefnd skal [birta á vefsíðu sinni] 1) helstu úrskurði nefndarinnar árlega. Heimilt er að stytta úrskurði í þeirri útgáfu en tryggja ber að úrskurðir, sem fordæmisgildi hafa, birtist þar.
1)L. 136/2009, 73. gr.
Málskot til dómstóla.
15. gr.
[Úrskurður yfirskattanefndar er fullnaðarúrskurður á stjórnsýslustigi.] 1)
[Frestur [ráðherra] 2) til málshöfðunar í tilefni af úrskurði yfirskattanefndar er sex mánuðir.
Nú telur [stjórnvald] 1) ástæðu til að mæla með því við [ráðherra] 2) að höfðað verði mál í því skyni að fá úrskurði yfirskattanefndar hnekkt og getur [stjórnvaldið] 1) þá jafnframt farið þess á leit við yfirskattanefnd að úrskurðurinn verði ekki látinn hafa fordæmisgildi að svo stöddu. Yfirskattanefnd er heimilt að fallast á slíkt erindi ef sýnt þykir að skattframkvæmd gæti raskast bagalega ef niðurstöðu úrskurðar yrði breytt með dómi. Frestun réttaráhrifa úrskurðar fellur úr gildi ef mál er ekki höfðað innan frests skv. 2. mgr. eða ef dómari fellst ekki á flýtimeðferð málsins eftir ákvæðum laga um meðferð einkamála.
Sé mál höfðað vegna úrskurðar yfirskattanefndar er nefndinni heimilt að fresta afgreiðslu annarra sambærilegra mála sem til meðferðar eru fyrir henni.] 3)
1)L. 123/2014, 7. gr. 2)L. 126/2011, 163. gr. 3)L. 96/1998, 6. gr.
Vanhæfi nefndarmanns.
16. gr.
Skylt er nefndarmanni að víkja sæti úr nefndinni í máli ef honum hefði borið að víkja sæti sem héraðsdómari í málinu.
Þá er nefndarmanni óheimilt að sitja í nefndinni til úrskurðar um kærumál [málsaðila] 1) sem hann hefur haft afskipti af í fyrri störfum sínum og varðar skattákvörðun viðkomandi.
1)L. 123/2014, 2. gr.
Starfsmenn yfirskattanefndar.
17. gr.
Yfirskattanefnd er heimilt að ráða sér starfsmenn til undirbúnings úrlausna mála auk almennra skrifstofustarfa eftir nánari ákvörðun Alþingis á fjárlögum hverju sinni.
Gjaldabreytingar.
18. gr.
[Þegar yfirskattanefnd hefur lokið úrskurði máls skal hún senda málsaðila, umboðsmanni hans og stjórnvaldi eintak úrskurðar. Stjórnvald skal framkvæma gjaldabreytingar sem stafa af úrskurði yfirskattanefndar að jafnaði innan tíu virkra daga frá því að úrskurður barst. Ráðherra er þó heimilt að ákveða með reglugerð 1) að yfirskattanefnd framkvæmi gjaldabreytingar er varða ákveðna skatta og/eða gjöld. Málsaðilum skal tilkynnt um niðurstöðu máls og breytingu gjalda í ábyrgðarbréfi, í almennri póstsendingu eða rafrænt.] 2)
1)Rg. 1146/2014. 2)L. 123/2014, 8. gr.
Þagnarskylda.
19. gr.
[Á starfsmönnum yfirskattanefndar hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi að skýra frá því sem þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag málsaðila.] 1) Hafi óviðkomandi aðili lagaheimild til að krefja yfirskattanefnd ofangreindra upplýsinga skal sama þagnarskylda hvíla á þeim sem fær slíkar upplýsingar nema ríkari þagnarskylda hvíli á honum að lögum.
1)L. 71/2019, 5. gr.
Reglugerð.
20. gr.
[Ráðherra] 1) er heimilt að kveða nánar á um starfshætti og störf yfirskattanefndar með reglugerð, 2) þar með talið um réttarfarsreglur sem nefndin skal starfa eftir.
1)L. 126/2011, 163. gr. 2)Rg. 1146/2014.
Eftirlit.
21. gr.
[Ráðherra] 1) hefur eftirlit með störfum yfirskattanefndar og fylgist með að hún ræki skyldur sínar. Árlega skal yfirskattanefnd senda [ráðherra] 1) skýrslu um störf sín.
1)L. 126/2011, 163. gr.
Sektarmeðferð.
22. gr.
Yfirskattanefnd úrskurðar um sektir fyrir brot á lögum þeim sem talin eru í 2. gr. laga þessara nema máli sé vísað til [rannsóknar lögreglu] 1) og dómsmeðferðar [eða því hafi lokið með sektarákvörðun skattrannsóknarstjóra]. 2) Við meðferð máls skal gæta ákvæða laga um meðferð [sakamála] 1) að því er varðar rétt sökunautar og varnir hans. [Skattrannsóknarstjóri … 2)] 3) kemur fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni við ákvörðun sekta [og þegar ákvörðun sekta hefur verið kærð] 2) og annast kröfugerð í sektarmálum. Úrskurðir nefndarinnar um sektarfjárhæð eru fullnaðarúrskurðir. Sektir skulu renna í ríkissjóð, nema vegna brota á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, en þá skal sektarfjárhæð renna í viðkomandi sveitarsjóð.
Um innheimtu sekta gilda sömu reglur og um innheimtu vanskilafjár og álags samkvæmt lögum sem talin eru upp í 2. gr. laga þessara.
1)L. 88/2008, 234. gr. 2)L. 29/2021, 25. gr. 3)L. 111/1992, 27. gr.
Gildistaka.
23. gr.
Yfirskattanefnd skal hefja störf 1. júlí 1992. …
Ákvæði til bráðabirgða.
I.–IV. …