Lagasafn.  Íslensk lög 12. apríl 2024.  Útgáfa 154b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um meðhöndlun úrgangs

2003 nr. 55 20. mars


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 7. apríl 2003. EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 75/442/EBE, 1999/31/EB, 2000/53/EB og 2000/76/EB. Breytt með: L. 150/2004 (tóku gildi 30. des. 2004). L. 73/2008 (tóku gildi 14. júní 2008; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2002/96/EB, tilskipun 2003/108/EB). L. 93/2009 (tóku gildi 26. ágúst 2009; EES-samningurinn: XX. viðauki reglugerð 1013/2006). L. 58/2011 (tóku gildi 7. júní 2011 nema 2. mgr. d-liðar 10. gr. sem tók gildi 1. jan. 2012; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2006/21/EB, II. viðauki tilskipun 2006/66/EB). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 131/2011 (tóku gildi 1. jan. 2012). L. 63/2014 (tóku gildi 6. júní 2014 nema 3. mgr. f-liðar 5. gr., 21.–29. gr. og 38. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2015; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2008/98/EB). L. 125/2014 (tóku gildi 31. des. 2014 nema 6., 8., 13.–18., 21.–25. og 29. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2015; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 30. gr.). L. 65/2017 (tóku gildi 24. júní 2017 nema a-liður 4. gr. og b-liður 7. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2018; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2012/19/ESB, reglugerð 1257/2013). L. 66/2017 (tóku gildi 1. júlí 2017 nema k-liður 7. gr. sem tók gildi 1. júlí 2018; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2010/75/ESB). L. 58/2019 (tóku gildi 1. júlí 2019). L. 71/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019). L. 72/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019 nema 9. gr. sem tók gildi 1. jan. 2021; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2003/4/EB). L. 90/2020 (tóku gildi 3. júlí 2021). L. 103/2021 (tóku gildi 1. jan. 2023 nema 28. gr. og b-, c- og d-liður 38. gr. sem tóku gildi 13. júlí 2021).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eða umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Markmið, gildissvið og skilgreiningar.
1. gr. Markmið.
[Markmið laga þessara er að [skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis og] 1) tryggja að úrgangsstjórnun og meðhöndlun úrgangs fari þannig fram að:
    a. ekki skapist hætta fyrir heilbrigði manna og dýra og umhverfið verði ekki fyrir skaða,
    b. ekki skapist óþægindi vegna hávaða eða ólyktar,
    c. ekki komi fram skaðleg áhrif á landslag eða staði sem hafa sérstakt gildi,
    d. úrgangsstjórnun sé markviss og hagkvæm og úrgangur sem til fellur fái viðeigandi meðhöndlun,
    e. stuðlað sé að sjálfbærri auðlindanotkun með aðgerðum og fræðslu til að draga úr myndun úrgangs,
    f. nýting hráefna úr úrgangi sem fellur til sé aukin, og
    g. handhafar úrgangs greiði kostnað við meðhöndlun úrgangs.] 2)
    1)L. 103/2021, 4. gr. 2)L. 63/2014, 1. gr.
2. gr. Gildissvið.
Lög þessi gilda um meðhöndlun úrgangs. Um meðhöndlun úrgangs á sjó gilda lög um varnir gegn mengun sjávar. Ákvæði laga þessara um starfsleyfi taka til móttökustöðva fyrir úrgang. Um starfsleyfi fyrir aðra starfsemi þar sem úrgangur er meðhöndlaður og eftirlit með þeim gilda lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. þó [3. mgr. 14. gr.] 1)
[Lög þessi taka ekki til:
    a. loftkenndra efna sem losuð eru út í andrúmsloftið,
    b. lands (óhreyfðs), þ.m.t. mengaðs jarðvegs sem er óuppgrafinn og bygginga sem eru varanlegar á landinu,
    c. ómengaðs jarðvegs og annars efniviðar úr náttúrulegu umhverfi, sem grafinn er upp við byggingarstarfsemi, sé öruggt að efniviðurinn verði notaður í byggingarstarfsemi eins og hann kemur fyrir og á staðnum þar sem hann var grafinn upp,
    d. geislavirks úrgangs,
    e. sprengiefnis sem tekið hefur verið úr notkun,
    f. saurefnis, sem ekki fellur undir b-lið 3. mgr., hálms og annars náttúrulegs, hættulauss efniviðar, sem tengist landbúnaði eða skógrækt og notaður er í búskap, við skógrækt eða slíks lífmassa sem er notaður til orkuframleiðslu með vinnslu eða aðferðum sem skaða ekki umhverfið eða stofna heilbrigði manna í hættu.
Lögin taka enn fremur ekki til eftirfarandi atriða að því marki sem þau falla undir aðra löggjöf hér á landi:
    a. skólps,
    b. aukaafurða úr dýrum að undanteknum þeim sem eiga að fara í brennslu, til urðunar eða til notkunar í lífgas- eða myltingarstöð,
    c. hræja af dýrum sem hafa drepist á annan hátt en við slátrun, þ.m.t. dýr sem hafa verið drepin til að útrýma dýrafarsóttum, og sem er fargað í samræmi við lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim,
    [d. fóðurefnis, eins og það er skilgreint í reglugerð um notkun og markaðssetningu fóðurs, sem inniheldur ekki aukaafurðir úr dýrum]. 2)] 1)
    1)L. 63/2014, 2. gr. 2)L. 103/2021, 5. gr.
3. gr. Skilgreiningar.
Í lögum þessum er merking eftirtalinna orða og orðasambanda sem hér greinir:
    Afskekkt byggð: landsvæði þar sem íbúar í hverju sveitarfélagi eða byggð eru ekki fleiri en 500 og íbúar á ferkílómetra ekki fleiri en fimm og fjarlægð til næsta þéttbýlisstaðar, þar sem íbúar eru minnst 250 á ferkílómetra, er ekki undir 50 kílómetrum eða þar sem vegasamgöngur til næsta þéttbýlisstaðar eru torveldar hluta ársins sakir erfiðra veðurskilyrða.
   [ Almennur úrgangur: úrgangur annar en spilliefni.] 1)
    Besta [aðgengilega]1) tækni: framleiðsluaðferð og tækjakostur sem beitt er til að lágmarka mengun og myndun úrgangs. Tækni nær til framleiðsluaðferðar, tækjakosts, hönnunar mannvirkja, eftirlits og viðhalds búnaðarins og starfrækslu hans. Með [aðgengilegri] 1) tækni er átt við aðgengilega framleiðsluaðferð og tækjakost (tækni) sem þróaður hefur verið til að beita í viðkomandi atvinnurekstri og skal tekið mið af tæknilegum og efnahagslegum forsendum. Með bestu er átt við virkustu aðferðina til að vernda alla þætti umhverfisins gegn mengun.
    Brennslustöð: hvers kyns tæknibúnaður sem notaður er til að brenna úrgang, hvort sem [varminn] 2) sem myndast við brennsluna er nýttur eða ekki.
   [ Byggingar- og niðurrifsúrgangur: allur sá úrgangur sem til kemur vegna byggingar- og niðurrifsstarfsemi, þar á meðal vegna viðhalds og breytinga á líftíma mannvirkja, og niðurrifs þeirra. Skilgreining þessi tekur jafnframt til úrgangs sem stafar frá minni háttar byggingar- og niðurrifsstarfsemi almennings á einkaheimilum.] 1)
   [ Dreifingaraðili: einstaklingur eða lögaðili sem býður raf- og rafeindatæki fram á markaði. Jafnframt getur dreifingaraðili talist vera framleiðandi samkvæmt skilgreiningu á framleiðanda og innflytjanda raf- og rafeindatækja.] 3)
   [ Endurnotkun: hvers kyns aðgerð þar sem vörur eða íhlutir, sem ekki eru úrgangur, eru notuð í sama tilgangi og þau voru ætluð til í upphafi.] 2)
   [ Endurnýting: aðgerð þar sem aðalútkoman er sú að úrgangur verður til gagns þar eð hann kemur í stað annars efniviðar sem hefði annars verið notaður í tilteknum tilgangi, eða hann er útbúinn til þeirrar notkunar, í stöðinni eða úti í hagkerfinu. [Endurnýting skiptist annars vegar í efnisendurnýtingu, þar á meðal undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu og fyllingu, og hins vegar í orkuendurnýtingu, þar á meðal uppvinnslu sem skilar efni sem á að nota sem eldsneyti.] 1)] 2)
   [ Endurvinnsla: hvers kyns endurnýtingaraðgerð sem felst í því að endurvinna úrgangsefni í vörur, efnivið eða efni, hvort sem er til notkunar í upphaflegum tilgangi eða í öðrum tilgangi. Undir þetta fellur uppvinnsla á lífrænum efniviði, en ekki orkuvinnsla og uppvinnsla sem skilar efni sem á að nota sem eldsneyti eða til fyllingar.] 2)
   [ Endurvinnsla skipa: starfsemi í skipaendurvinnslustöð sem miðar að sundurhlutun skipa, algerri eða að hluta til, til að endurheimta efnisþætti og efni til uppvinnslu, til undirbúnings fyrir endurnotkun eða til endurnotkunar, um leið og séð er til þess að haldið sé utan um efni, bæði hættuleg og önnur, og felur jafnframt í sér ýmsa tengda starfsemi, svo sem geymslu og meðhöndlun efnisþátta og efna á staðnum, en ekki frekari vinnslu þeirra eða förgun í aðskilinni aðstöðu.] 3)
    Flokkun: aðgreining úrgangstegunda til þess að hægt sé að endurnýta úrgangsefni og koma þeim úrgangi sem ekki nýtist til viðeigandi förgunar.
   … 2)
    Flutningur: ferli þegar úrgangur er fluttur í atvinnuskyni til … 2) endurnýtingar eða förgunar.
   [ Framleiðandi og innflytjandi raf- og rafeindatækja: [aðili sem, óháð þeirri sölutækni sem er notuð,
    i. framleiðir raf- og rafeindatæki undir eigin heiti eða vörumerki eða lætur hanna eða framleiða raf- og rafeindatæki og markaðssetur undir eigin heiti eða vörumerki, í því ríki þar sem hann hefur starfsstöð,
    ii. endurselur raf- og rafeindatæki undir eigin heiti eða vörumerki, sem aðrir birgjar framleiða í því ríki þar sem hann hefur starfsstöð; endursöluaðili telst þó ekki vera framleiðandi ef vörumerki framleiðandans er á tækjabúnaðinum eins og kveðið er á um í i. lið,
    iii. setur raf- og rafeindatæki frá öðru ríki á markað í atvinnuskyni í því ríki þar sem hann hefur starfsstöð,
    iv. selur raf- og rafeindatæki með fjarsamskiptamiðlum beint til notenda yfir landamæri, eða
    v. flytur raf- og rafeindatæki inn eða út úr landinu í atvinnuskyni]. 3)] 2)
   [ Framleiðandi og innflytjandi rafhlaðna og rafgeyma: aðili sem, óháð þeirri sölutækni sem er notuð,
    i. framleiðir og selur rafhlöður eða rafgeyma, eða
    ii. flytur rafhlöður eða rafgeyma inn eða út úr landinu í atvinnuskyni.] 4)
   [ Framleiðandi úrgangs: hver sá er stundar starfsemi þar sem úrgangur fellur til, þ.e. upphaflegur framleiðandi úrgangs, eða hver sá sem stundar forvinnslu, blöndun eða aðra starfsemi sem veldur breytingum á eðli eða samsetningu þessa úrgangs.] 2)
   [ Fylling: sérhver endurnýtingaraðgerð þar sem hentugur úrgangur, sem ekki er spilliefni, er notaður til endurheimtar á graftarsvæðum eða á tæknilegan hátt við landmótun. Úrgangur sem er notaður í fyllingar verður að koma í staðinn fyrir efni sem er ekki úrgangsefni, henta í áðurnefndum tilgangi og takmarkast við það magn sem er nauðsynlegt til að ná þessum tilgangi.] 1)
   [ Förgun: hvers kyns aðgerð sem er ekki endurnýting, jafnvel þótt aðgerðin hafi að auki í för með sér endurheimt efna eða orku.] 2)
    Förgunarstaður: staður þar sem förgun úrgangs fer fram, m.a. urðunarstaðir og brennslustöðvar.
   [ Grunnvatn: vatn, kalt eða heitt, sem er neðan jarðar í samfelldu lagi, kyrrstætt eða rennandi, og fyllir að jafnaði allt samtengt holrúm í viðkomandi jarðlagi.] 2)
   [ Handhafi úrgangs: framleiðandi úrgangs eða einstaklingurinn eða lögaðilinn sem hefur hann í vörslu sinni.] 2)
   [ Heimilisúrgangur: úrgangur sem flokkast sem:
    i. blandaður úrgangur frá heimilum og úrgangur frá heimilum sem er sérstaklega safnað, þ.m.t. pappír og pappi, gler, málmar, plast, lífúrgangur, timbur, textíll, umbúðir, raf- og rafeindatækjaúrgangur, notaðar rafhlöður og rafgeymar og rúmfrekur úrgangur, þ.m.t. dýnur og húsgögn,
    ii. blandaður úrgangur af öðrum uppruna og úrgangur af öðrum uppruna sem er sérstaklega safnað og er svipaður að eðli og samsetningu úrgangi frá heimilum,
    iii. en þó ekki úrgangur frá framleiðslu, landbúnaði, skógrækt, fiskveiðum, rotþróm, fráveitukerfum, þ.m.t. seyra, úr sér gengin ökutæki eða byggingar- og niðurrifsúrgangur.] 1)
   [ Lífrænn úrgangur: úrgangur sem er niðurbrjótanlegur af örverum með eða án tilkomu súrefnis, t.d. lífúrgangur, sláturúrgangur, fiskúrgangur, ölgerðarhrat, húsdýraúrgangur, timbur, lýsi, garðyrkjuúrgangur, pappír og pappi, og seyra.] 1)
   [ Lífúrgangur: lífbrjótanlegur garðaúrgangur, matar- og eldhúsúrgangur frá heimilum, skrifstofum, heildsölum, smásölum, veitingastöðum, mötuneytum og veisluþjónustufyrirtækjum, og sambærilegur úrgangur frá vinnslustöðvum matvæla.] 1)
    Losunarmörk: mörk fyrir leyfilega losun sem óheimilt er að fara yfir á einu eða fleiri tímabilum. Mörkin geta verið tilgreind sem massi, rúmmál, styrkur eða aðrar breytur.
   [ Matarúrgangur: matvæli sem orðin eru að úrgangi.] 1)
   [ Matvæli: hvers konar efni eða vörur, hvort sem þau eru fullunnin, unnin að hluta eða óunnin, sem fólki er ætlað að neyta eða sem eðlilegt er að vænta að fólk neyti. Hugtakið tekur einnig til drykkja, tyggigúmmís og hvers kyns efna, þ.m.t. neysluvatns, sem bætt er af ásettu ráði í matvæli við framleiðslu þeirra, vinnslu eða meðferð, svo og fæðubótarefna.] 1)
   … 1)
    Meðhöndlun úrgangs: söfnun, geymsla, böggun, flokkun, flutningur, … 1) endurnýting, pökkun og förgun úrgangs, þ.m.t. eftirlit með slíkri starfsemi og umsjón með förgunarstöðum eftir að þeim hefur verið lokað.
    Mengun: þegar örverur, efni og efnasambönd og eðlisfræðilegir þættir valda óæskilegum og skaðlegum áhrifum á heilsufar almennings, röskun lífríkis eða óhreinkun lofts, láðs eða lagar. Mengun tekur einnig til ólyktar, hávaða, titrings, geislunar og varmaflæðis og ýmissa óæskilegra eðlisfræðilegra þátta.
   [ Miðlari úrgangs: hvert það fyrirtæki sem sér um endurnýtingu eða förgun úrgangs fyrir hönd annarra, þ.m.t. miðlarar sem taka ekki slíkan úrgang í vörslu sína.] 3)
    Móttökustöð: staður og aðstaða þar sem tekið er við úrgangi til geymslu til lengri eða skemmri tíma, til umhleðslu, flokkunar eða annarrar meðhöndlunar. Þaðan fer úrgangurinn til förgunar eða nýtingar, eða honum er fargað á staðnum. Undir móttökustöð falla … 2) förgunarstaðir.
   [ Námuúrgangsstaður: staður í námu þar sem spilliefni sem notuð eru eða til falla við námuvinnsluna eru meðhöndluð sem úrgangur.] 4)
    Óvirkur úrgangur: úrgangur sem breytist ekki verulega líf-, efna- eða eðlisfræðilega.
   [[ Raf- og rafeindatæki: búnaður sem þarf rafstraum eða rafsegulsvið til að geta starfað á réttan hátt og búnaður til að framleiða, flytja og mæla slíkan rafstraum og rafsegulsvið og er hannaður til notkunar við rafspennu sem fer ekki yfir 1000 volt þegar um er að ræða riðstraum og ekki yfir 1500 volt þegar um er að ræða jafnstraum, þ.m.t. allir íhlutir, undireiningar og aukahlutir sem eru hluti af búnaðinum.] 4)
   [ Raf- og rafeindatækjaúrgangur: raf- og rafeindatæki sem fleygt er, í heild eða að hluta, þar á meðal íhlutir, undireiningar og aukahlutir.] 4)
   … 2)] 5)
   [ Rafhlaða eða rafgeymir: uppspretta raforku sem myndast við beina umbreytingu efnaorku og samanstendur af einu einhlaði eða fleiri eða einu endurhlaði eða fleiri:
    [i. Færanleg rafhlaða eða rafgeymir er rafhlaða, hnapparafhlaða, rafhlöðupakki eða rafgeymir sem er innsiglaður, unnt er að bera í hendi og er hvorki iðnaðarrafhlaða né iðnaðarrafgeymir né rafhlaða eða rafgeymir fyrir vélknúin ökutæki.
    ii. Rafhlaða eða rafgeymir fyrir vélknúin ökutæki er rafhlaða eða rafgeymir sem notaður er til að ræsa vél, til lýsingar eða sem kveikjubúnaður.
    iii. Iðnaðarrafhlaða eða iðnaðarrafgeymir er rafhlaða eða rafgeymir sem er eingöngu ætlaður til notkunar í iðnaði eða til faglegrar notkunar eða sem notaður er í allar tegundir rafknúinna ökutækja.] 1)] 4)
   [ Rafhlöðupakki: samstæða af rafhlöðum eða rafgeymum sem eru tengdir saman og/eða lokaðir inni í ytra byrði og mynda fullbúna einingu sem notandanum er ekki ætlað að skipta eða opna.] 1)
    Rekstraraðili: einstaklingur eða lögaðili sem ber ábyrgð á meðhöndlun úrgangs í samræmi við ákvæði starfsleyfis.
    Rekstrarúrgangur: [úrgangur frá framleiðslu, þjónustu, verslun og öðrum rekstri, annar en heimilisúrgangur]. 3)
    Samþættar mengunarvarnir: aðferð þar sem samþættum aðgerðum er beitt til að draga sem mest úr losun mengunarefna út í andrúmsloft, vatn eða jarðveg og stuðla að víðtækri umhverfisvernd með því að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið ef mengun færist á milli lofts, láðs og lagar.
   [ Seljandi úrgangs: hvert það fyrirtæki sem á eigin ábyrgð kaupir úrgang og selur hann síðan aftur, þ.m.t. þeir seljendur sem taka ekki úrganginn í vörslu sína.] 3)
   [ Sérstök söfnun: söfnun þar sem úrgangsflokkum er haldið aðskildum eftir tegund og eðli til að auðvelda tiltekna meðhöndlun, svo sem undirbúning fyrir endurnotkun eða endurvinnslu.] 1)
   [ Sigvatn: vökvi sem seytlar í gegnum urðunarstað og er veitt frá eða geymist í honum.] 2)
   … 2)
    Spilliefni: úrgangur sem inniheldur efni sem haft geta mengandi eða óæskileg áhrif á umhverfið hvort sem þau eru óblönduð eða hluti af öðrum efnum, vörum eða umbúðum sem komist hafa í snertingu við spilliefni og skráð eru á lista í reglugerð um úrgang, [sbr. 43. gr.] 2)
   [ Söfnun: það að safna úrgangi saman, þ.m.t. forflokkun og bráðabirgðageymsla úrgangs fyrir flutning á móttökustöð.] 2)
    Söfnunarstöð (gámastöð): staður og aðstaða þar sem tekið er við úrgangi frá almenningi og/eða smærri fyrirtækjum. Þaðan fer hann til endurnotkunar og endurnýtingar eða er fluttur til móttökustöðva.
   [ Tilkynnandi: hver sá sem hyggst flytja út úrgang eða láta flytja út úrgang og er skylt að tilkynna um það samkvæmt lögum þessum. Tilkynnandi er einn af eftirfarandi aðilum sem forgangsraðast svo: framleiðandi úrgangs, sá sem meðhöndlar úrgang, flytjandi úrgangs. Ef enginn af framangreindum aðilum er þekktur er tilkynnandi sá sem hefur úrgang í vörslu sinni.] 6)
   [ Umflutningur: flutningur úrgangs í höfn eða á flugvöll og þaðan aftur án tollafgreiðslu.] 6)
   [ Undirbúningur fyrir endurnotkun: hvers kyns aðgerðir, sem felast í skoðun, hreinsun eða viðgerð, þar sem vörur eða íhlutir þeirra, sem eru orðin að úrgangi, eru útbúin þannig að þau megi endurnota án annarrar forvinnslu.] 2)
    Urðun: varsla úrgangs á eða í landi sem ekki felur í sér frekari vinnslu hans eða nýtingu um fyrirsjáanlega framtíð.
    Urðunarstaður: staður þar sem tekið er við úrgangi til förgunar á eða í landi, þar á meðal urðunarstaður fyrir eigin úrgang og varanlegur staður þar sem úrgangur er geymdur til lengri tíma.
   [ Úrgangsforvarnir: ráðstafanir sem gerðar eru áður en efni, efniviður eða vara er orðin að úrgangi og draga úr:
    i. magni úrgangs, þ.m.t. með endurnotkun vara eða framlengingu á notkunartíma vara,
    ii. neikvæðum áhrifum á umhverfið og heilbrigði manna vegna úrgangs sem hefur myndast, eða
    iii. innihaldi skaðlegra efna.] 2)
   [ Úrgangur: hvers kyns efni eða hlutir sem handhafi úrgangs ákveður að losa sig við, ætlar að losa sig við eða er gert að losa sig við.] 2)
    Vatn: grunnvatn og yfirborðsvatn.
    Vöktun: kerfisbundin og síendurtekin skráning einstakra breytilegra þátta í umhverfinu.
    Yfirborðsvatn: kyrrstætt eða rennandi vatn á yfirborði jarðar, straumvötn, stöðuvötn og jöklar, svo og strandsjór.
    1)L. 103/2021, 6. gr. 2)L. 63/2014, 3. gr. 3)L. 65/2017, 1. gr. 4)L. 58/2011, 1. gr. 5)L. 73/2008, 1. gr. 6)L. 93/2009, 1. gr.

II. kafli. Almenn ákvæði.
4. gr. Stjórnvöld.
[Ráðherra] 1) fer með yfirstjórn mála samkvæmt lögum þessum. Á varnarsvæðum fer [ráðherra er fer með málefni varnarsvæða] 1) með lögsögu samkvæmt lögum um yfirstjórn mála á varnarsvæðum.
[Heilbrigðisnefndir annast eftirlit með meðhöndlun á úrgangi, sbr. 9. gr., og eftirlit með atvinnurekstri sem heilbrigðisnefndir gefa út starfsleyfi fyrir, sbr. 2. mgr. 14. gr. Umhverfisstofnun annast eftirlit með atvinnurekstri sem stofnunin gefur út starfsleyfi fyrir, sbr. 2. mgr. 14. gr. Umhverfisstofnun fer með eftirlit með framkvæmd laga þessara að öðru leyti.] 2)
2)
    1)L. 126/2011, 366. gr. 2)L. 63/2014, 4. gr.
[5. gr. Stefna um meðhöndlun úrgangs.
Ráðherra gefur út almenna stefnu um meðhöndlun úrgangs til tólf ára í senn sem gildir fyrir landið allt. Í stefnunni skulu m.a. koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála í landinu, hlutverk stjórnvalda og einkaaðila við meðhöndlun úrgangs og stefnu til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun.
Ráðherra gefur út almenna stefnu um úrgangsforvarnir til tólf ára í senn sem gildir fyrir landið allt. Heimilt er að hafa stefnuna sem aðgreindan hluta af stefnu um meðhöndlun úrgangs, sbr. 1. mgr. Stefnan skal taka mið af lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hafa að markmiði að draga markvisst úr myndun úrgangs. Í stefnunni skulu m.a. koma fram markmið um úrgangsforvarnir, lýsing á þeim ráðstöfunum sem þegar eru fyrir hendi til að minnka úrgang og mat á gagnsemi tiltekinna ráðstafana, [eftir atvikum ráðstafana sem kveðið er á um í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og lúta að plastvörum]. 1)
Umhverfisstofnun vinnur tillögu að stefnu um meðhöndlun úrgangs og úrgangsforvarnir og leggur fyrir ráðherra. Umhverfisstofnun skal við gerð tillögunnar hafa samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga, hlutaðeigandi haghafa og fleiri aðila eftir því sem við á. Ráðherra skal auglýsa drög að stefnu í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við þau. Ráðherra gefur stefnu út að loknu umsagnarferli og skal hún vera aðgengileg almenningi. Ráðherra skal á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf er á að endurskoða stefnuna. Í þeim tilvikum þegar stefna þarfnast endurskoðunar skal hún unnin í samræmi við þessa grein. Ráðherra er þó heimilt að uppfæra stefnu án þess að auglýsa slíkar uppfærslur sérstaklega.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um stefnu um meðhöndlun úrgangs og úrgangsforvarnir, sbr. 43. gr.] 2)
    1)L. 90/2020, 11. gr. 2)L. 63/2014, 5. gr., sbr. einnig brbákv. í s.l.
[6. gr. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, skal semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir, sbr. 5. gr. Áætlunin skal taka mið af lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hafa að markmiði að draga markvisst úr myndun úrgangs og auka endurnotkun og endurnýtingu. Í áætluninni skulu m.a. koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála á svæðinu, aðgerðir til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun og hvernig sveitarstjórn hyggst ná markmiðum stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir. Í áætluninni skal jafnframt fjalla um úrgangsforvarnir [og, eftir atvikum, ráðstafanir sem kveðið er á um í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og lúta að plastvörum]. 1) Við gerð áætlunarinnar skal sveitarstjórn auglýsa hana í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Kynna skal áætlunina í samræmi við lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana. Sveitarstjórn skal að því loknu staðfesta áætlunina og skal hún vera aðgengileg almenningi. Sveitarstjórn skal á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf er á að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Í þeim tilvikum þegar áætlunin þarfnast endurskoðunar skal hún unnin í samræmi við þessa grein. Sveitarstjórn er þó heimilt að uppfæra áætlunina án þess að auglýsa slíkar uppfærslur sérstaklega.
[Sveitarstjórn skal senda Umhverfisstofnun upplýsingar um útgáfu og veigamiklar endurskoðanir á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á því formi sem stofnunin leggur til.] 2)
[Umhverfisstofnun skal útbúa leiðbeiningar um gerð svæðisáætlana.] 3)
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, sbr. 43. gr.] 4)
    1)L. 90/2020, 11. gr. 2)L. 65/2017, 2. gr. 3)L. 103/2021, 7. gr. 4)L. 63/2014, 5. gr.
[6. gr. a. Eftirlit með svæðisáætlunum sveitarfélaga.
Umhverfisstofnun hefur eftirlit með því að sveitarstjórnir gefi út svæðisáætlanir skv. 6. gr. og leggur jafnframt faglegt mat á efni þeirra og hvort þær samræmist lögum og reglum þar um.
Ef sveitarstjórn gefur ekki út svæðisáætlun eða svæðisáætlun er ekki í samræmi við lög og reglur sendir Umhverfisstofnun ráðuneytinu ábendingu þar um.
Ráðherra getur að fenginni ábendingu frá Umhverfisstofnun gefið út:
    a. leiðbeiningar um túlkun laga þessara og stjórnsýslu sveitarfélagsins á þessu sviði,
    b. álit um lögmæti athafna eða athafnaleysis sveitarfélagsins,
    c. fyrirmæli til sveitarfélags um að það komi viðkomandi málum í lögmætt horf.] 1)
    1)L. 103/2021, 8. gr.
[7. gr. Forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs.
Við meðhöndlun úrgangs og setningu reglna um stjórnun og stefnu í úrgangsmálum skal eftirfarandi forgangsröðun lögð til grundvallar:
    a. úrgangsforvarnir,
    b. undirbúningur fyrir endurnotkun,
    c. endurvinnsla,
    d. önnur endurnýting, t.d. orkuvinnsla, og
    e. förgun.
Við forgangsröðun í meðhöndlun úrgangs skal leitast við að velja þá kosti sem skila bestri heildarniðurstöðu fyrir umhverfið. Heimilt er að tilteknir straumar úrgangs víki frá forgangsröðuninni þegar slíkt er réttlætanlegt út frá sjónarmiðum um áhrif alls vistferilsins á myndun og stjórnun slíks úrgangs.
Við nánari útfærslu í stefnu, svæðisáætlunum og ákvörðunum um fyrirkomulag við meðhöndlun úrgangs skal hafa að leiðarljósi sjónarmið um að gætt sé varúðar til að umhverfið verði ekki fyrir skaða að teknu tilliti til tæknilegs framkvæmanleika og hagkvæmni.
[Við gerð stefna og svæðisáætlana og töku ákvarðana um fyrirkomulag við meðhöndlun úrgangs skal nota efnahagsleg stjórntæki og aðrar ráðstafanir til að hvetja til forgangsröðunar við meðhöndlun úrgangs skv. 1. mgr.] 1)] 2)
    1)L. 103/2021, 9. gr. 2)L. 63/2014, 5. gr.
[8. gr. Fyrirkomulag við söfnun og meðhöndlun úrgangs.
Sveitarstjórn skal ákveða fyrirkomulag söfnunar á heimilis- og rekstrarúrgangi í sveitarfélaginu. [Fyrirkomulag söfnunarinnar skal stuðla að því að markmiðum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra verði náð í sveitarfélaginu, þ.m.t. töluleg markmið um endurvinnslu og endurnýtingu.] 1) Sveitarstjórn ber ábyrgð á flutningi heimilisúrgangs og skal sjá um að starfræktar séu móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir úrgang sem fellur til í sveitarfélaginu, eftir atvikum í samstarfi við aðrar sveitarstjórnir.
Sveitarstjórn setur sérstaka samþykkt um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu þar sem tilgreind eru atriði um meðhöndlun úrgangs umfram það sem greinir í lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Heimilt er að samþykkt taki til tveggja eða fleiri sveitarfélaga. Í slíkri samþykkt er heimilt að kveða á um fyrirkomulag sorphirðu, skyldu einstaklinga og lögaðila til að flokka úrgang, stærð, gerð, staðsetningu og merkingu sorpíláta og sambærileg atriði. Um gerð og staðfestingu samþykktarinnar fer skv. 25. gr. 2) laga um hollustuhætti og mengunarvarnir.] 3)
    1)L. 103/2021, 10. gr. 2)59. gr. þeirra laga. 3)L. 63/2014, 5. gr.
[9. gr. Söfnun og meðhöndlun úrgangs.
Allur úrgangur skal færður til viðeigandi meðhöndlunar, annaðhvort beint til endurnýtingar eða í söfnunar- eða móttökustöð, og þaðan til endurnýtingar eða förgunar, eftir því sem nánar er kveðið á um í reglugerð 1) eða samþykktum sveitarfélaga. Að því marki sem ekki er kveðið á um annað í lögum þessum eða reglugerðum á grundvelli þeirra skal beita bestu [aðgengilegu] 2) tækni við meðhöndlun úrgangs, þar sem slíkt hefur verið skilgreint, til að draga úr álagi á umhverfið. Kveða skal á um slíkar kröfur í starfsleyfi fyrir viðkomandi rekstur.
[Skyldur framleiðanda úrgangs eða handhafa úrgangs til að endurnýta eða farga úrgangi falla að jafnaði ekki niður þó að úrgangur hafi verið fluttur til opinberra aðila eða einkaaðila.] 3)
Almennt skal við meðhöndlun úrgangs stuðlað að endurnotkun á vörum í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs, sbr. 7. gr., og með hliðsjón af markmiðum laga þessara, sbr. 1. gr., að eins miklu leyti og unnt er.
Óheimilt er að losa úrgang annars staðar en á móttökustöð eða í sorpílát, þ.m.t. grenndargáma. Opin brennsla úrgangs er óheimil. Þetta á þó ekki við um skipulagðar brennur, svo sem áramótabrennur, sem hefur verið veitt starfsleyfi fyrir samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að losa [lífúrgang] 2) í heimajarðgerð. Við flutning og geymslu úrgangs skal handhafi úrgangs gæta þess að ekki hljótist af mengun eða annar skaði fyrir umhverfi.] 4)
    1)Rg. 640/2022. 2)L. 103/2021, 11. gr. 3)L. 65/2017, 3. gr. 4)L. 63/2014, 5. gr.
[10. gr. [Sérstök söfnun og flokkun úrgangs.
Koma skal upp sérstakri söfnun á heimilisúrgangi þar sem það er nauðsynlegt til að uppfylla ákvæði 1. mgr. 11. gr. og koma í veg fyrir að úrgangur blandist öðrum úrgangi eða öðrum efniviði með aðra eiginleika. Sérstök söfnun skal vera á a.m.k. eftirfarandi úrgangstegundum: pappír og pappa, málmum, plasti, gleri, lífúrgangi, textíl og spilliefnum. Heimajarðgerð er þó heimil sem og söfnun lífúrgangs með öðrum úrgangi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, sbr. 4. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 57. gr. Sérstök söfnun á pappír og pappa, plasti og lífúrgangi skal fara fram á sem aðgengilegastan hátt við íbúðarhús og hjá lögaðilum í þéttbýli. Söfnunin skal fara fram innan lóðar viðkomandi íbúðarhúss eða lögaðila. Þó er heimilt að hafa sameiginlega söfnun úrgangs fyrir aðliggjandi lóðir að því tilskildu að öll söfnun úrgangs færist af viðkomandi lóðum. Enn fremur er heimilt að víkja frá ákvæði um söfnun innan lóðar þegar um er að ræða rúmfrekan úrgang, svo sem garðaúrgang, sem safnað er á söfnunar- eða móttökustöð. Sveitarfélögum er heimilt að uppfylla skyldu til sérstakrar söfnunar á gleri, málmum og textíl með söfnun í grenndargáma, að því tilskildu að það fyrirkomulag söfnunar stuðli að því að markmiðum laga þessara og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim verði náð, sbr. 1. mgr. 8. gr. Sérstök söfnun á spilliefnum skal fara fram í nærumhverfi íbúa. Sveitarfélög skulu útfæra nánara fyrirkomulag sérstakrar söfnunar í samþykkt um meðhöndlun úrgangs.
Ráðherra er heimilt, að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar, að veita undanþágu frá ákvæðum um sérstaka söfnun, sbr. 1. mgr., að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum, ásamt nánari skilyrðum sem ráðherra er heimilt að setja í reglugerð, sbr. 43. gr.:
    a. blönduð söfnun tiltekinna tegunda úrgangs hafi ekki áhrif á möguleika til endurnýtingar þeirra úrgangstegunda og slík söfnun tryggi sambærileg gæði úrgangsins og fæst með sérstakri söfnun,
    b. sérstök söfnun skili ekki bestri heildarniðurstöðu fyrir umhverfið,
    c. sérstök söfnun sé ekki tæknilega möguleg, eða
    d. sérstök söfnun hafi í för með sér óhóflegan kostnað.
Einstaklingum og lögaðilum er skylt að flokka heimilisúrgang í samræmi við ákvæði 1. mgr.
Við meðhöndlun úrgangs skal nota samræmdar merkingar fyrir a.m.k. eftirfarandi úrgangstegundir: pappír og pappa, málma, plast, gler, lífúrgang, textíl og spilliefni, sbr. nánari ákvæði í reglugerð sem ráðherra er heimilt að setja, sbr. 43. gr.
Rekstraraðilum er skylt að flokka rekstrarúrgang í samræmi við 1. mgr. 11. gr. Byggingar- og niðurrifsúrgangur skal flokkaður í a.m.k. eftirfarandi flokka: spilliefni, timbur, steinefni, málm, gler, plast og gifs.
Hvorki er heimilt að urða né senda til brennslu þær úrgangstegundir sem tilgreindar eru í 1. mgr. og hefur verið safnað sérstaklega, nema þann úrgang sem eftir verður og hentar hvorki til endurnotkunar né endurvinnslu og brennsla eða eftir atvikum urðun er sá kostur sem skilar bestri heildarniðurstöðu fyrir umhverfið, sbr. 7. gr.] 1)] 2)
    1)L. 103/2021, 12. gr. 2)L. 63/2014, 5. gr.
[11. gr. Endurnýting.
Úrgangur skal endurnýttur í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs, sbr. 7. gr., og með hliðsjón af markmiðum laga þessara, sbr. 1. gr., að eins miklu leyti og unnt er. [Í því skyni skal stuðla að undirbúningi fyrir endurnotkun og endurvinnslu.] 1)
1)
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð 2) nánari ákvæði um endurnýtingu úrgangs og aðgerðir við endurnýtingu hans, sbr. 43. gr.] 3)
    1)L. 103/2021, 13. gr. 2)Rg. 1078/2015. 3)L. 63/2014, 5. gr.
[12. gr. Förgun.
Úrgangi, sem ekki er endurnýttur skv. 11. gr., skal fargað með hliðsjón af markmiðum laga þessara, sbr. 1. gr., sem og í samræmi við önnur ákvæði laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð 1) nánari ákvæði um förgun úrgangs og aðgerðir við förgun hans, sbr. 43. gr.] 2)
    1)Rg. 640/2022. 2)L. 63/2014, 5. gr.
[13. gr. Töluleg markmið og viðmiðanir.
Við meðhöndlun úrgangs skal ná tilteknum tölulegum markmiðum eða viðmiðunum um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu og förgun.
[Sveitarstjórnir bera ábyrgð á að tölulegum markmiðum sem sett eru um heimilisúrgang og lífrænan úrgang sé náð á þeirra svæði.] 1)
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð 2) nánari ákvæði um töluleg markmið og viðmiðanir um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu og förgun, sbr. 43. gr. Við setningu tölulegra markmiða og viðmiða skal m.a. höfð hliðsjón af kröfum í löggjöf Evrópusambandsins, stefnu um meðhöndlun úrgangs og svæðisáætlunum sveitarfélaga.] 3)
    1)L. 103/2021, 14. gr. 2) Rg. 303/2008, sbr. 1269/2023. 3)L. 63/2014, 5. gr.
[14. gr.]1) Útgáfa starfsleyfis.
Móttökustöð fyrir úrgang skal hafa gilt starfsleyfi. Ráðherra er heimilt ef ríkar ástæður mæla með og að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og eftir atvikum heilbrigðisnefndar að veita tímabundna undanþágu frá starfsleyfi. Áður en starfsleyfi er gefið út skal [útgefandi] 2) kanna hvort fyrirhuguð móttökustöð fullnægi ákvæðum laga þessara og reglugerða sem varða móttökustöðvar.
[Umhverfisstofnun veitir starfsleyfi fyrir förgunarstaði úrgangs. Heilbrigðisnefndir veita starfsleyfi fyrir aðrar móttökustöðvar og aðra meðferð úrgangs samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. þó 3. og 4. málsl. Umhverfisstofnun veitir starfsleyfi fyrir söfnunar- og móttökustöðvar ef þær eru reknar í nánum landfræðilegum tengslum við förgunarstaði. Umhverfisstofnun veitir starfsleyfi fyrir meðhöndlun spilliefna, aðra en flutning, en söfnunar- og móttökustöðvum sem heilbrigðisnefndir veita starfsleyfi er þó heimilt að taka á móti tilteknum spilliefnum frá almenningi og/eða smærri fyrirtækjum enda verði ekki um aðra meðhöndlun að ræða en söfnun og geymslu til skamms tíma.] 2)
Umhverfisstofnun er heimilt að setja ákvæði í starfsleyfi fyrir annan atvinnurekstur sem hún veitir starfsleyfi sem heimilar starfsleyfishafa förgun á eigin úrgangi á framleiðslustað. Skulu þá þau ákvæði starfsleyfisins er varða förgun úrgangs vera í samræmi við lög þessi.
Ef rekstraraðili móttökustöðvar hyggst gera breytingar á rekstrinum sem varðað geta starfsleyfið eða flytja reksturinn ber honum að tilkynna [útgefanda starfsleyfis] 2) um það með hæfilegum fyrirvara. … 3)
Ef forsendur breytast er [útgefanda starfsleyfis] 2) heimilt að endurskoða starfsleyfi áður en gildistími þess er liðinn, svo sem ef mengun af völdum atvinnurekstrar er meiri en gert var ráð fyrir þegar leyfið var gefið út, breytingar verða á rekstrinum, vegna tækniþróunar eða breytinga á reglum um mengunarvarnir.
Ef fyrirhuguð móttökustöð er háð mati á umhverfisáhrifum skal ekki [auglýsa tillögu að starfsleyfi fyrr en niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir]. 2)
[Ef endurskoðun eða breyting á starfsleyfi leiðir til breytinga á starfsleyfisskilyrðum skal stofnunin auglýsa drög að slíkri breytingu að lágmarki í fjórar vikur.
Starfsleyfi skal veitt starfsemi uppfylli hún þær kröfur sem til hennar eru gerðar samkvæmt lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim að teknu tilliti til annarrar löggjafar.
Útgefandi starfsleyfis skal vinna tillögur að starfsleyfi og auglýsa opinberlega hvers efnis þær eru og hvar megi nálgast þær. Heimilt er að gera skriflegar athugasemdir við tillögur útgefanda starfsleyfis innan fjögurra vikna frá auglýsingu.
Útgefandi starfsleyfis skal innan fjögurra vikna frá því að frestur til að gera athugasemdir við tillögur að starfsleyfi rann út taka ákvörðun um útgáfu starfsleyfis. Skal umsækjanda um starfsleyfi og þeim sem athugasemdir hafa gert tilkynnt um afgreiðsluna.
Útgefandi starfsleyfis skal hafa upplýsingar um umsóknir um starfsleyfi skv. 1. mgr., umsóknir um breytingu á starfsleyfi, starfsleyfi í endurskoðun, útgáfu starfsleyfa, endurskoðuð starfsleyfi, breytt starfsleyfi, kæruheimildir sem og aðrar viðeigandi upplýsingar á vefsvæði sínu.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar, sbr. 43. gr.] 3)
    1)L. 63/2014, 5. gr. 2)L. 58/2011, 3. gr. 2)L. 66/2017, 48. gr.
[15. gr.]1) Umsókn um starfsleyfi.
Í umsókn um starfsleyfi skal lýsa staðsetningu fyrirhugaðrar móttökustöðvar. Tilgreina skal umsækjanda, tegund og magn þess úrgangs sem fyrirhugað er að meðhöndla, móttökugetu stöðvarinnar og áætlaðan rekstrartíma. Gera skal grein fyrir þeim aðferðum sem rekstraraðili hyggst beita í því skyni að fyrirbyggja mengun og minnka hana, þ.m.t. tilhögun innra eftirlits, áætlun um vöktun, lokun og aðgerðir í kjölfar lokunar.
Umsókn um starfsleyfi skulu fylgja upplýsingar um stöðu skipulags á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Ef fyrirhuguð móttökustöð er háð mati á umhverfisáhrifum skulu jafnframt fylgja upplýsingar um stöðu matsins.
    1)L. 63/2014, 5. gr.
[16. gr.]1) Gildissvið starfsleyfis.
Í starfsleyfinu skal tilgreina rekstraraðila og staðsetningu móttökustöðvar, tegund hennar, magn og tegund úrgangs sem heimilt er að taka við til meðhöndlunar, gildistíma og endurskoðun starfsleyfis.
[Gefa skal út starfsleyfi til tiltekins tíma. Útgefandi starfsleyfis skal endurskoða starfsleyfi reglulega, a.m.k. á 16 ára fresti.] 2)
    1)L. 63/2014, 5. gr. 2)L. 66/2017, 48. gr.
[17. gr.]1) Skilyrði starfsleyfis.
Í starfsleyfi móttökustöðvar skulu vera ákvæði:
    a. um undirbúning móttökustöðvarinnar,
    b. sem tryggja að viðeigandi samþættar mengunarvarnir séu viðhafðar og til þess sé beitt bestu [aðgengilegu] 2) tækni eins og hún er skilgreind á hverjum tíma,
    c. sem tryggja að gerðar séu nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir mengunaróhöpp og til þess að draga úr afleiðingum þeirra,
    d. sem tryggja að gerðar séu nauðsynlegar ráðstafanir til að fyrirbyggja mengun þegar rekstur er stöðvaður tímabundið og viðeigandi aðgerðir á rekstrarsvæði þegar móttökustöð er lokað og í kjölfar lokunar,
    e. um losunarmörk,
    f. um tilkynningarskyldu vegna óhappa eða slysa sem gætu haft mengun eða önnur óæskileg áhrif á umhverfið,
    g. um innra eftirlit og eftirlit eftirlitsaðila,
    h. um að stjórnandi móttökustöðvarinnar hafi nægilega tæknilega færni til að stjórna henni og starfslið hennar hljóti þá fræðslu og þjálfun sem til þarf,
    i. sem tryggja að meðhöndlun úrgangsins samræmist viðeigandi áætlunum og viðmiðum um móttöku og meðhöndlun úrgangs sem kveðið er á um í lögum þessum og reglum sem settar eru samkvæmt þeim,
    j. um skýrslugjöf [skv. 19. gr.], 3)
    k. um önnur þau atriði sem samræmast ákvæðum laga þessara.
    1)L. 63/2014, 5. gr. 2)L. 103/2021, 15. gr. 3)L. 63/2014, 6. gr.
[18. gr. Lágmarkskröfur.
Ráðherra er heimilt að setja ákvæði í reglugerð um lágmarkstæknikröfur fyrir meðhöndlun úrgangs sem starfsleyfisskyldum fyrirtækjum samkvæmt lögum þessum og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er gert að uppfylla, sbr. 43. gr.] 1)
    1)L. 63/2014, 7. gr.
[19. gr.]1) Skýrslugjöf.
[Rekstraraðilar skulu fyrir 1. maí ár hvert skila til Umhverfisstofnunar skýrslu um þann úrgang sem meðhöndlaður var á undangengnu almanaksári. Skal skýrslan innihalda upplýsingar um tegundir úrgangsins og magn, uppruna [eftir atvinnugreinaflokkum og sveitarfélögum] 2) og ráðstöfun hverrar tegundar. Skýrslan skal vera á því formi sem Umhverfisstofnun leggur til. Framleiðendur úrgangs sem farga eigin úrgangi á framleiðslustað eða flytja utan eigin úrgang til meðhöndlunar skulu fyrir 1. maí ár hvert skila til Umhverfisstofnunar sambærilegri skýrslu með upplýsingum um tegundir úrgangsins og magn og ráðstöfun hverrar tegundar. Afrit skýrslunnar skal senda heilbrigðisnefnd á starfssvæði rekstraraðila. [Umhverfisstofnun skal tryggja að birtar séu á vefnum tölulegar upplýsingar fyrir landið í heild sem byggjast á skýrslum rekstraraðila til að uppfylla alþjóðlega samninga. Jafnframt skal Umhverfisstofnun annast öflun og miðlun upplýsinga um tegundir úrgangs og magn, uppruna og ráðstöfun úrgangs eftir sveitarfélögum. Umhverfisstofnun er heimilt að innheimta gjald fyrir vinnslu tölulegra upplýsinga sem byggjast á skýrslum rekstraraðila fyrir einstök sveitarfélög.] 2)
Rekstraraðilar skulu fyrir 1. maí ár hvert skila skýrslu fyrir undangengið almanaksár til útgefanda starfsleyfis skv. 2. mgr. 14. gr. um eftirlit með umhverfi og rekstrarþáttum sem geta valdið mengun eða losun út í umhverfið, eftir því sem nánar greinir í starfsleyfi og 61. gr. að því er varðar urðunarstaði.
Varðandi framangreinda upplýsingagjöf er heimilt að vísa til skýrslu um grænt bókhald samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir eða til ársskýrslu ef þar er að finna sömu upplýsingar.
Umhverfisstofnun getur óskað eftir upplýsingum um magn, tegund og uppruna úrgangs frá rekstraraðila. Gögn sem vísað er til í ársskýrslu eða skýrslu um grænt bókhald skulu vera á því formi sem Umhverfisstofnun leggur til.] 3)
    1)L. 63/2014, 7. gr. 2)L. 65/2017, 4. gr. 3)L. 63/2014, 8. gr.
[20. gr.]1) [Aukaafurðir.
Efni eða hlutur, sem verður til í framleiðsluferli þar sem frumtilgangurinn er ekki framleiðsla þess efnis eða hlutar, telst vera aukaafurð en ekki úrgangur að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
    a. öruggt er að efnið eða hluturinn verða notuð áfram,
    b. nota má efnið eða hlutinn beint án frekari vinnslu, í stað þeirrar sem er viðtekin venja í iðnaði,
    c. efnið eða hluturinn eru framleidd sem óaðskiljanlegur hluti í framleiðsluferli, og
    d. frekari notkun er lögmæt, þ.e. efnið eða hluturinn uppfyllir allar sértækar vöru-, umhverfis- og heilsuverndarkröfur vegna viðkomandi notkunar og mun ekki hafa í för með sér neikvæð áhrif á umhverfið eða heilbrigði manna þegar til heildarinnar er litið.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um aukaafurðir, sbr. 43. gr.] 2)
    1)L. 63/2014, 7. gr. 2)L. 63/2014, 9. gr.
[21. gr. Lok úrgangsfasa.
[Úrgangur sem hefur verið endurunninn eða farið í gegnum aðra endurnýtingaraðgerð hættir að vera úrgangur þegar hann uppfyllir þær sértæku viðmiðanir sem ráðherra setur í reglugerð um lok úrgangsfasa, sbr. 43. gr., í samræmi við eftirfarandi skilyrði]: 1)
    a. efnið eða hluturinn eru [ætluð til notkunar] 1) í sérstökum tilgangi,
    b. markaður eða eftirspurn er eftir slíku efni eða hlut,
    c. efnið eða hluturinn uppfyllir tæknilegu kröfurnar fyrir þennan sérstaka tilgang og samræmist þeirri löggjöf og þeim stöðlum sem gilda um vörur, og
    d. notkun á efninu eða hlutnum hefur ekki neikvæð áhrif fyrir umhverfið eða heilbrigði manna þegar til heildarinnar er litið.
[Einstaklingur eða lögaðili sem tekur í notkun efni eða hlut í fyrsta skipti eftir að hann hættir að vera úrgangur skv. 1. mgr. eða setur slíkt efni eða hlut á markað í fyrsta skipti skal tryggja að efnið eða hluturinn uppfylli kröfur efnalaga og viðeigandi reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim.] 1)
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð ákvæði um sérstakar viðmiðanir um lok úrgangsfasa, sbr. 43. gr.] 2)
    1)L. 103/2021, 16. gr. 2)L. 63/2014, 10. gr.
[22. gr. Skrá yfir úrgang.
Ráðherra skal setja í reglugerð 1) skrá yfir úrgang, sbr. 43. gr. Skráin skal m.a. taka til spilliefna og taka tillit til uppruna og samsetningar úrgangsins og, ef nauðsyn krefur, viðmiðunarmarka fyrir styrk hættulegra efna. Skráin skal tilgreina með skýrum hætti hvort úrgangur sé spilliefni eður ei og er sú tilgreining bindandi.] 2)
    1)Rg. 640/2022. 2)L. 63/2014, 10. gr.
[23. gr.]1) Gjald fyrir meðhöndlun úrgangs.
Rekstraraðili förgunarstaðar, hvort sem um er að ræða sveitarfélag, byggðasamlag eða einkaaðila, skal innheimta gjald fyrir förgun úrgangs. Gjaldið skal nægja fyrir öllum kostnaði við förgun úrgangsins, þ.m.t. uppsetningu og rekstur viðkomandi förgunarstaðar. Þar sem úrgangur er urðaður skal gjaldið einnig að svo miklu leyti sem unnt er standa undir kostnaði sem fylgir því að setja fjárhagslega tryggingu eða jafngildi hennar, [sbr. 45. gr.], 2) áætluðum kostnaði við lokun staðarins og nauðsynlegu eftirliti í kjölfar lokunar í 30 ár. Ákvæði þetta gildir þó ekki um rekstraraðila sem aðeins annast förgun á eigin úrgangi á framleiðslustað, [sbr. 3. mgr. 14. gr.] 2)
[Sveitarfélög skulu innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs. Jafnframt er sveitarfélögum heimilt að innheimta gjald fyrir tengda starfsemi sem samræmist markmiðum laga þessara, svo sem þróun nýrrar tækni við meðhöndlun úrgangs, rannsóknir, fræðslu og kynningarmál [og vegna uppsetningar og reksturs nauðsynlegra innviða]. 3)] 2) [Skylt er að innheimta gjald sem næst raunkostnaði við viðkomandi þjónustu, svo sem með því að miða gjaldið við magn úrgangs, gerð úrgangs, losunartíðni, frágang úrgangs og aðra þætti sem áhrif hafa á kostnað við meðhöndlun úrgangs viðkomandi aðila. Sveitarfélagi og byggðasamlagi er þó heimilt að færa innheimtu gjalda á milli úrgangsflokka í því skyni að stuðla að markmiðum laga þessara og ákvæðum 7. gr., að teknu tilliti til 3. mgr. Jafnframt er sveitarfélagi heimilt að ákveða gjaldið sem fast gjald á hverja fasteignareiningu til þess að innheimta allt að 25% af heildarkostnaði sveitarfélagsins, sbr. 3. mgr.] 3)
Gjald sem sveitarfélag eða byggðasamlag innheimtir skal þó aldrei vera hærra en nemur þeim kostnaði sem fellur til í sveitarfélaginu við meðhöndlun úrgangs og tengda starfsemi sem samræmist markmiðum laga þessara. [Sveitarfélag eða byggðasamlag skal árlega birta upplýsingar um innheimt gjöld og sundurliðun á raunkostnaði á vef sínum.] 3)
Sveitarfélögum er heimilt að fela stjórn byggðasamlags að ákvarða framangreint gjald. Sveitarfélag eða viðkomandi byggðasamlag skal láta birta gjaldskrá í B-deild Stjórnartíðinda. Gjaldið má innheimta með aðför.
    1)L. 63/2014, 10. gr. 2)L. 63/2014, 11. gr. 3)L. 103/2021, 17. gr.
[24. gr. [Fræðsla til almennings og lögaðila.]1)
Umhverfisstofnun skal sjá um gerð almenns fræðsluefnis og upplýsa og fræða almenning [og lögaðila] 1) um [úrgangsforvarnir og] 2) meðhöndlun úrgangs í samvinnu við sveitarfélög, Úrvinnslusjóð, þá sem bera framleiðendaábyrgð, rekstraraðila og aðra eftir því sem við á. [Sérstaklega skal huga að upplýsingagjöf og fræðslu um plastvörur, sbr. ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir er lúta að plastvörum, svo sem um möguleika neytenda á að nota fjölnota vörur í stað einnota, um söfnunarkerfi fyrir plastvörur, um áhrif þess á umhverfið að fleygja rusli á víðavangi og áhrif annarrar ófullnægjandi meðhöndlunar plastvara eftir notkun og um áhrif þess að losa plastúrgang í fráveitu.] 3)
Sveitarstjórnir skulu annast gerð upplýsingaefnis um [úrgangsforvarnir og] 2) meðferð úrgangs í sveitarfélaginu og fræða almenning, rekstraraðila og handhafa úrgangs um úrgangsmál í samvinnu við hlutaðeigandi heilbrigðisnefndir.] 4)
    1)L. 103/2021, 18. gr. 2)L. 65/2017, 5. gr. 3)L. 90/2020, 11. gr. 4)L. 63/2014, 12. gr.
[24. gr. a. Lágmarkskröfur varðandi framlengda framleiðendaábyrgð.
Úrvinnslusjóður, sbr. lög um úrvinnslugjald, og Endurvinnslan hf., sbr. lög um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, skulu fyrir hönd framleiðenda og innflytjenda uppfylla lágmarkskröfur varðandi framlengda framleiðendaábyrgð samkvæmt þessari grein.
Framleiðendur og innflytjendur vara, sbr. lög um úrvinnslugjald og lög um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun vöru sem er orðin að úrgangi. Fjármögnunin skal þ.m.t. standa straum af kostnaði við sérstaka söfnun, sbr. 10. gr., sem og aðra söfnun úrgangsins eftir atvikum og meðhöndlun hans og kostnaði við upplýsingasöfnun, upplýsingaskil og upplýsingagjöf.
Úrvinnslusjóður og Endurvinnslan skulu:
    a. ná á landsvísu tölulegum markmiðum um söfnun, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu og endurnýtingu viðkomandi úrgangs,
    b. safna upplýsingum um magn vara sem settar eru á markað og um magn vara sem safnað er þegar þær eru orðnar að úrgangi og ráðstöfun þeirra og skila upplýsingunum til Umhverfisstofnunar fyrir 1. apríl ár hvert fyrir undangengið almanaksár,
    c. tryggja almenna fræðslu til almennings og lögaðila, þ.m.t. um úrgangsforvarnir og rétta meðhöndlun vara þegar þær eru orðnar að úrgangi, þ.m.t. um þau söfnunarkerfi sem til staðar eru, og áhrif þess að dreifa úrgangi á víðavangi,
    d. tryggja á vef sínum birtingu upplýsinga um:
    1. stöðu gagnvart tölulegum markmiðum sem í gildi eru um söfnun, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu og endurnýtingu viðkomandi úrgangs,
    2. fjárframlag sem framleiðendur eða innflytjendur hafa greitt á hverja einingu eða á hvert tonn af vöru sem sett er á markað,
    3. samninga við aðila um meðhöndlun úrgangs,
    e. tryggja þjónustu um allt land og að söfnunarkerfi sé fullnægjandi,
    f. tryggja að fjárframlög framleiðenda og innflytjenda standi í raun undir þeim kostnaði sem af viðkomandi vöru hlýst.
Fjárframlög sem framleiðandi eða innflytjandi vöru greiðir til að uppfylla skuldbindingar sínar skulu:
    a. aðlöguð fyrir einstakar vörur eða hópa svipaðra vara eftir því sem unnt er, einkum með því að taka tillit til endingar þeirra, möguleika á viðgerðum, endurnotkun og endurvinnslu og hvort um spilliefni er að ræða, og
    b. ekki vera hærri en sem nemur raunkostnaði við viðkomandi þjónustu við söfnun og aðra meðhöndlun vörunnar þegar hún er orðin að úrgangi.] 1)
    1)L. 103/2021, 19. gr.

[III. kafli. Flutningur úrgangs á milli landa.]1)
    1)L. 93/2009, 4. gr.
[[25. gr.]1) Skráning og tilkynningarskylda.
Framleiðandi úrgangs eða sá sem hefur úrgang í vörslu sinni skal halda skrá m.a. yfir magn og uppruna úrgangs, áfangastað og hver sé viðtakandi hans, samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð sem ráðherra setur. Framleiðandi úrgangs eða sá sem hefur úrgang í vörslu sinni skal hafa skrána aðgengilega fyrir eftirlitsaðila.
Sá aðili sem meðhöndlar úrgang, sem er nánar tilgreindur í reglugerð sem ráðherra setur, skal jafnframt tilkynna Umhverfisstofnun um magn og uppruna úrgangsins, áfangastað og hver sé viðtakandi hans.] 2)
    1)L. 63/2014, 12. gr. 2)L. 93/2009, 4. gr.
[[26. gr.]1) Takmörkun á flutningi úrgangs.
Óheimilt er að flytja tilteknar tegundir úrgangs milli tiltekinna landa, annars vegar til förgunar og hins vegar til endurnýtingar, hvort sem um er að ræða útflutning, innflutning eða umflutning. Tilgreina skal í reglugerð 2) sem ráðherra setur tegundir úrgangs sem óheimilt er að flytja og þau lönd sem óheimilt er að flytja slíkan úrgang til, sbr. 1. málsl.
Óheimilt er að þynna eða blanda úrgang við undirbúning flutnings og á meðan á flutningi stendur.
Umhverfisstofnun sker úr ágreiningi um hvort um vöru eða úrgang er að ræða. Kæra til [úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála] 3) frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar Umhverfisstofnunar.] 4)
    1)L. 63/2014, 12. gr. 2)Rg. 739/2009. Rg. 954/2013. 3)L. 65/2017, 6. gr. 4)L. 93/2009, 4. gr.
[[27. gr.]1) Samþykki.
Umhverfisstofnun samþykkir tilkynningar fyrir innflutning, útflutning og umflutning úrgangs sem tilgreindur er nánar í reglugerð sem ráðherra setur. Ráðherra kveður í reglugerð á um skilyrði fyrir samþykki stofnunarinnar fyrir flutningi úrgangs.] 2)
    1)L. 63/2014, 12. gr. 2)L. 93/2009, 4. gr.
[[28. gr.]1) Eftirlit og sýnataka.
Umhverfisstofnun fer með eftirlit með flutningi úrgangs milli landa. Stofnuninni skal heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits að einstökum förmum úrgangs sem fluttur er milli landa, þar á meðal til töku sýna og myndatöku. Heimild þessi nær einnig til úrgangs sem er undirbúinn til flutnings. … 2)
[Til að tryggja yfirsýn og framkvæmd laga þessara og reglugerða um flutning úrgangs milli landa skal Umhverfisstofnun útbúa eftirlitsáætlun til þriggja ára í senn. Ákvæði upplýsingalaga … 3) taka ekki til eftirlitsáætlunarinnar fyrr en að loknum gildistíma hennar.
Um eftirlit, sýnatöku, skilgreiningu eftirlitsferða og skoðana og eftirlitsáætlanir skal kveða nánar á í reglugerð.] 2)] 4)
    1)L. 63/2014, 12. gr. 2)L. 65/2017, 7. gr. 3)L. 72/2019, 21. gr. 4)L. 93/2009, 4. gr.
[[29. gr.]1) Gjaldtaka.
Umhverfisstofnun er heimilt að innheimta gjald vegna umsýslu við tilkynningar, [sbr. 27. gr.] 2) Þá er stofnuninni heimilt að innheimta gjald vegna sýnatöku og eftirlits, [sbr. 28. gr.] 2) Ráðherra setur, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, gjaldskrá fyrir veitta þjónustu og verkefni stofnunarinnar vegna flutnings á úrgangi milli landa. Upphæð gjalda skal taka mið af kostnaði við veitta þjónustu og verkefni samkvæmt þessum kafla.] 3)
    1)L. 63/2014, 12. gr. 2)L. 63/2014, 13. gr. 3)L. 93/2009, 4. gr.
[[30. gr.]1) Trygging um fjárhagslega ábyrgð vegna flutnings úrgangs.
Umhverfisstofnun er heimilt að setja sem skilyrði fyrir samþykki stofnunarinnar fyrir útflutningi, innflutningi og umflutningi úrgangs að framleiðandi úrgangs eða sá sem hefur úrgang í vörslu sinni framvísi tryggingu um fjárhagslega ábyrgð fyrir kostnaði við meðhöndlun úrgangsins. Trygging um fjárhagslega ábyrgð getur verið bankaábyrgð, vátrygging eða önnur trygging sem Umhverfisstofnun metur fullnægjandi. Upphæð tryggingar um fjárhagslega ábyrgð skal ná yfir kostnað við meðhöndlun úrgangsins, þ.m.t. geymslu úrgangsins í 90 daga, kostnað við að flytja úrganginn á annan endurnýtingar- eða förgunarstað og að flytja úrganginn til baka til upprunalands.] 2)
    1)L. 63/2014, 12. gr. 2)L. 93/2009, 4. gr.
[[31. gr.]1) Ólöglegur flutningur.
Nú uppgötvar Umhverfisstofnun flutning sem stofnunin telur vera ólöglegan og skal hún þá þegar tilkynna það öðrum hlutaðeigandi lögbærum stjórnvöldum. Jafnframt skal Umhverfisstofnun taka til baka úrgang sem hefur verið fluttur ólöglega út eða láta endurvinna eða farga úrganginum í samráði við önnur lögbær stjórnvöld sem hlut eiga að máli. [Umhverfisstofnun er heimilt að stöðva flutning úrgangs milli landa þegar í stað þegar grunur leikur á að flutningur úrgangs uppfylli ekki skilyrði laga þessara eða reglugerða settra samkvæmt þeim. Umhverfisstofnun er heimilt að taka ákvörðun til bráðabirgða um stöðvun flutnings úrgangs í þessum tilvikum án þess að veita aðila andmælarétt, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga, en skal í stað þess veita honum færi á að koma sjónarmiðum sínum að um leið og ákvörðun til bráðabirgða hefur verið tekin. Umhverfisstofnun metur í kjölfarið hvort um ólöglegan flutning úrgangs er að ræða í samræmi við ákvæði þetta þegar allar upplýsingar í málinu liggja fyrir. Leita skal aðstoðar lögreglu ef með þarf við framkvæmd úrræðisins.] 2) Ráðherra setur nánari ákvæði í reglugerð um framkvæmd aðgerða vegna ólöglegs flutnings úrgangs.
Sá kostnaður sem hlýst af ólöglegum flutningi úrgangs skv. 1. mgr. skal greiddur í eftirfarandi röð af:
    a. tilkynnanda í reynd, eða ef engin tilkynning hefur verið lögð fram,
    b. tilkynnanda að lögum, eða,
    c. öðrum aðila sem tengist úrganginum, eða ef því verður ekki komið við,
    d. lögbæru sendingarstjórnvaldi.
Kostnaður sem leggst á Umhverfisstofnun skv. 2. mgr. greiðist úr ríkissjóði.] 3)
    1)L. 63/2014, 12. gr. 2)L. 65/2017, 8. gr. 3)L. 93/2009, 4. gr.
[[32. gr.]1) Skylda að taka úrgang til baka.
Umhverfisstofnun skal taka til baka úrgang þegar flutningur hans er ekki í samræmi við skilyrði samþykkis fyrir flutningnum. Umhverfisstofnun er þó ekki skylt að taka til baka úrgang ef:
    a. hlutaðeigandi lögbær stjórnvöld sem hlut eiga að máli telja fullnægjandi að úrgangurinn sé meðhöndlaður með öðrum hætti þar sem hann er staðsettur eða annars staðar; skal það gert af tilkynnanda, lögbæru stjórnvaldi þar sem úrgangurinn er staðsettur eða af aðila á vegum þess,
    b. úrgangurinn hefur blandast öðrum úrgangi áður en Umhverfisstofnun var gert viðvart um að úrgangurinn uppfyllti ekki skilyrði samþykkis fyrir flutningnum.
Umhverfisstofnun skal tilkynna hlutaðeigandi lögbærum stjórnvöldum um að flutningur úrgangs sé ekki í samræmi við samþykki fyrir honum um leið og stofnuninni verður það ljóst.
Sá kostnaður sem hlýst af móttöku úrgangs skv. 1. mgr. skal greiddur í eftirfarandi röð af:
    a. tilkynnanda, eða ef því verður ekki komið við,
    b. öðrum aðila sem tengist úrganginum, eða ef því verður ekki komið við,
    c. Umhverfisstofnun, eða ef því verður ekki komið við,
    d. samkvæmt samkomulagi milli hlutaðeigandi lögbærra stjórnvalda sem hlut eiga að máli.
Kostnaður sem leggst á Umhverfisstofnun skv. 2. mgr. greiðist úr ríkissjóði.] 2)
    1)L. 63/2014, 12. gr. 2)L. 93/2009, 4. gr.

[IV. kafli. Rafhlöður og rafgeymar.]1)
    1)L. 58/2011, 6. gr.
[[33. gr.]1) Skyldur sveitarfélaga og söluaðila.
Söfnunarstöðvar sem sveitarstjórnir sjá um að starfræktar séu í sveitarfélagi, sbr. ákvæði [8. gr.], 2) skulu hafa aðstöðu fyrir móttöku á rafhlöðum og rafgeymum frá heimilum, [nema drifrafhlöðum úr skráningarskyldum ökutækjum], 3) eins og nánar er kveðið á um í reglugerð. Ber söfnunarstöðvum að taka við slíkum úrgangi gjaldfrjálst.
Sveitarfélög skulu veita leiðbeiningar um hvernig beri að flokka rafhlöður og rafgeyma og skila þeim til söfnunarstöðva sveitarfélaga og upplýsa um að rafhlöður og rafgeymar mega ekki fara með öðrum úrgangi.
Þeim sem selja [færanlegar] 3) rafhlöður og rafgeyma og dreifa þeim ber að taka við notuðum [færanlegum] 3) rafhlöðum og rafgeymum á sölu- eða dreifingarstað gjaldfrjálst og tryggja viðeigandi ráðstöfun. [Sama á við um þá sem selja og dreifa rafhlöðum og rafgeymum fyrir vélknúin ökutæki og drifrafhlöðum og drifrafgeymum fyrir ökutæki sem ekki eru skráningarskyld.] 3)] 4)
    1)L. 63/2014, 12. gr. 2)L. 63/2014, 14. gr. 3)L. 103/2021, 20. gr. 4)L. 58/2011, 6. gr.
[[34. gr.]1) Ábyrgð framleiðenda og innflytjenda á rafhlöðum og rafgeymum.
Framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma bera ábyrgð á þeim rafhlöðum og rafgeymum sem framleidd eru hér á landi eða flutt inn. [Rafhlöður og rafgeymar sem falla undir þessi lög, tollskrárnúmer þeirra og flokkun eru tilgreind í viðaukum X og XI við lög um úrvinnslugjald.] 2)
[Framleiðendum og innflytjendum iðnaðarrafhlaðna og iðnaðarrafgeyma, eða þriðju aðilum fyrir þeirra hönd, ber að taka við notuðum iðnaðarrafhlöðum og iðnaðarrafgeymum frá notendum óháð efnasamsetningu og uppruna þeirra, þ.m.t. drifrafhlöðum og drifrafgeymum fyrir skráningarskyld ökutæki.] 3)
[Í ábyrgð framleiðenda og innflytjenda felst að þeir skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun á rafhlöðum og rafgeymum, að frátalinni söfnun [skv. 33. gr.], 3) og fjármagna upplýsingagjöf samkvæmt ákvæðum 35. gr. sem og fjármagna rekstur skráningarkerfis samkvæmt ákvæðum 36. gr.] 2)
Seljandi rafhlaðna og rafgeyma sem falla undir lög þessi og seld eru í tollfrjálsri verslun hér á landi og ætluð til innlendra nota ber ábyrgð framleiðanda og innflytjanda samkvæmt lögum þessum.
[Óheimilt er að setja á markað, selja hér á landi eða taka til eigin nota í atvinnuskyni rafhlöður og rafgeyma sem falla undir þessi lög nema framleiðandi og innflytjandi þeirra greiði úrvinnslugjald, sbr. lög um úrvinnslugjald.
Úrvinnslusjóður skal:
    a. safna upplýsingum um magn rafhlaðna og rafgeyma sem sett eru á markað, um magn rafhlaðna og rafgeyma sem safnað er og ráðstöfun þeirra og skila þeim til Umhverfisstofnunar fyrir 1. apríl ár hvert fyrir undangengið ár og
    b. ná tölulegum markmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun rafhlaðna og rafgeyma.] 2)] 4)
    1)L. 63/2014, 12. gr. 2)L. 63/2014, 15. gr. 3)L. 103/2021, 21. gr. 4)L. 58/2011, 6. gr.
[[35. gr.]1) Upplýsingaskylda framleiðenda og innflytjenda.
Framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma skulu í upplýsingum sem ætlaðar eru kaupanda upplýsa um hvar sé heimilt að skila rafhlöðum og rafgeymum, að rafhlöður og rafgeymar megi ekki fara með öðrum úrgangi, að hægt sé að skila rafhlöðum og rafgeymum án greiðslu og að ábyrgst sé að úrgangurinn verði meðhöndlaður í samræmi við gildandi reglur. Jafnframt skal upplýsa um áhrif rafhlaðna og rafgeyma á heilsu manna og umhverfi. Loks skulu notendur upplýstir um merkingu á rafhlöðum og rafgeymum og hvað þær þýða.] 2)
    1)L. 63/2014, 12. gr. 2)L. 58/2011, 6. gr.
[[36. gr.]1) [Skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma.
Framleiðanda og innflytjanda rafhlaðna og rafgeyma ber að skrá sig hjá Umhverfisstofnun a.m.k. 15 dögum áður en vara sem fellur undir lög þessi er sett á markað, seld eða tekin til eigin nota hér á landi. Umhverfisstofnun er heimilt að notast við upplýsingar frá toll- og skattyfirvöldum um greiðendur úrvinnslugjalds samkvæmt lögum um úrvinnslugjald við skráningu framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma.
Umhverfisstofnun skal halda skrá yfir framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma hér á landi.
Ráðherra er heimilt að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar að setja reglugerð um skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma. Í reglugerðinni skal fjallað um skyldu framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma til að skrá sig og skila upplýsingum um innflutning eða framleiðslu á rafhlöðum og rafgeymum til Umhverfisstofnunar og á hvaða hátt það skuli gert.
Ráðherra setur, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, gjaldskrá fyrir veitta þjónustu, eftirlit og verkefni stofnunarinnar vegna rafhlaðna og rafgeyma. Upphæð gjalda skal nema kostnaði við veitta þjónustu og verkefni samkvæmt þessum kafla. Úrvinnslusjóður skal, fyrir hönd framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma, standa skil á gjöldum sem þeir bera vegna reksturs skráningarkerfis og eftirlits Umhverfisstofnunar til stofnunarinnar.] 2)] 3)
    1)L. 63/2014, 12. gr. 2)L. 63/2014, 16. gr. 3)L. 58/2011, 6. gr.
[37. gr. Eftirlit með framleiðendum og innflytjendum rafhlaðna og rafgeyma.
Umhverfisstofnun hefur eftirlit með framleiðendum og innflytjendum rafhlaðna og rafgeyma [og að þeir séu skráðir í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda]. 1) [Jafnframt skal Umhverfisstofnun hafa eftirlit með að seljendur rafhlaðna og rafgeyma taki við notuðum rafhlöðum á sölu- eða dreifingarstað, sbr. 33. gr.] 1)
Umhverfisstofnun er heimilt að óska eftir upplýsingum frá toll- og skattyfirvöldum um heildarmagn, magn í einstökum flokkum, sbr. 34. gr., og magn frá einstökum framleiðendum og innflytjendum rafhlaðna og rafgeyma vegna framleiðslu og innflutnings á rafhlöðum og rafgeymum sem falla undir lögin. Ákvæði 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, skulu ekki vera því til fyrirstöðu að starfsmenn toll- og skattyfirvalda veiti Umhverfisstofnun upplýsingar samkvæmt þessari grein.
Til að sannreyna framleiðslu-, innflutnings- og sölumagn rafhlaðna og rafgeyma er Umhverfisstofnun heimilt að óska eftir gögnum um sölu rafhlaðna og rafgeyma úr bókhaldi framleiðanda og innflytjanda. Löggiltur endurskoðandi skal staðfesta með undirskrift sinni að gögn og upplýsingar skv. 1. málsl. séu réttar. Skylt er að veita aðgang að umbeðnum gögnum innan 14 daga frá því að þeirra er óskað.
[Starfsmenn Umhverfisstofnunar eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.] 2)] 3)
    1)L. 103/2021, 22. gr. 2)L. 71/2019, 5. gr. 3)L. 63/2014, 17. gr.

[V. kafli. Sérákvæði um meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði.]1)
    1)L. 58/2011, 7. gr.
[[38. gr.]1) Útgáfa starfsleyfis.
Námuúrgangsstaður er förgunarstaður og skal hafa gilt starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitir. 2)
Ef rekstraraðili námuúrgangsstaðar hyggst gera breytingar á rekstrinum sem varðað geta starfsleyfið eða flytja reksturinn ber honum að tilkynna Umhverfisstofnun um það með hæfilegum fyrirvara. Umhverfisstofnun metur innan fjögurra vikna frá móttöku tilkynningar hvort nauðsynlegt er að gefa út nýtt starfsleyfi vegna þeirra breytinga sem rekstraraðili hefur tilkynnt um.
Ef forsendur breytast er Umhverfisstofnun heimilt að endurskoða starfsleyfi áður en gildistími þess er liðinn, svo sem ef mengun af völdum atvinnurekstrar er meiri en gert var ráð fyrir þegar leyfið var gefið út, breytingar verða á rekstrinum vegna tækniþróunar eða breytingar á reglum um mengunarvarnir.
Ef fyrirhugaður námuúrgangsstaður er háður mati á umhverfisáhrifum skal ekki auglýsa tillögu að starfsleyfi fyrr en mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram.] 3)
    1)L. 63/2014, 17. gr. 2)Fyrir námuúrgangsstað sem nýttur var við gildistöku l. 58/2011 skal sótt um starfsleyfi eigi síðar en 1. janúar 2012. Að öðrum kosti skal honum lokað, sbr. brbákv. II í s.l. 3)L. 58/2011, 7. gr.
[[39. gr.]1) Umsókn um starfsleyfi.
Umsókn um starfsleyfi fyrir námuúrgangsstað skal auk þess sem fram kemur í [15. gr.] 2) fylgja úrgangsáætlun, [sbr. 40. gr.], 2) og starfsleyfistrygging, [sbr. 42. gr.] 2)] 3)
    1)L. 63/2014, 17. gr. 2)L. 63/2014, 18. gr. 3)L. 58/2011, 7. gr.
[[40. gr.]1) Úrgangsáætlun.
Rekstraraðili námuúrgangsstaðar skal gera úrgangsáætlun sem miðar að því að lágmarka úrgang og kveður á um meðhöndlun og þá sérstaklega endurnýtingu eða förgun á námuúrgangi. Við áætlunargerð skal hafa sjálfbærni í huga.
Úrgangsáætlun skal hið minnsta innihalda upplýsingar um flokkun námuúrgangsstaðarins, þar sem það á við, og röksemdir fyrir henni, tegund og magn úrgangs sem áætlað er að falli til, einnig upplýsingar um áhrif úrgangsins á umhverfi og heilsu manna, greinargerð um aðgerðir til að draga úr áhættu ef einhver er, áætlun um eftirlit og vöktun, upplýsingar um lokun, um aðgerðir í kjölfar lokunar, um aðgerðir til að draga úr hættu á mengun vatns, lofts og jarðvegs, sem og niðurstöður könnunar á áhrifasvæði námuúrgangsstaðarins.] 2)
    1)L. 63/2014, 17. gr. 2)L. 58/2011, 7. gr.
[[41. gr.]1) Viðbragðsáætlun.
Fyrir námuúrgang sem flokkast sem hættulegur skal rekstraraðili staðarins gera viðbragðsáætlun vegna hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna og setja fram aðgengilegar upplýsingar um þá hættu.
Námuúrgangsstaður skal flokkaður sem hættulegur ef:
    1. líkur eru á að hrun haugs eða stíflubrestur á námuúrgangsstaðnum geti valdið stórslysi samkvæmt áhættumati sem gert er fyrir staðinn, en í því skal m.a. tekið tillit til umfangs námuúrgangsstaðarins, einnig fyrirhugaðs framtíðarumfangs, staðsetningar hans og umhverfisáhrifa frá honum, eða
    2. á staðnum er úrgangur sem yfir ákveðnum mörkum flokkast sem spilliefni, eða
    3. á staðnum eru efni eða efnablöndur sem yfir ákveðnum mörkum flokkast sem hættuleg.
Viðbragðsáætlun skal liggja fyrir áður en starfsleyfi er gefið út.] 2)
    1)L. 63/2014, 17. gr. 2)L. 58/2011, 7. gr.
[[42. gr.]1) Starfsleyfistrygging.
Auk almennra skilyrða sem tilgreind eru í [17., 40. og 41. gr.] 2) er það skilyrði starfsleyfis fyrir námuúrgangsstað að rekstraraðili leggi fram fullnægjandi fjárhagslega tryggingu eða ábyrgð fyrir því að uppfylltar verði þær skyldur sem starfsleyfinu fylgja, þar á meðal um lokunar- og eftirlitsaðgerðir eftir lokun námuúrgangsstaðarins.
Starfsleyfistrygging skal gilda í 30 ár eftir að námuúrgangsstað er lokað. Fjárhæð tryggingar skal tiltekin í starfsleyfi. Fjárhæð tryggingar skal vera í samræmi við umhverfisáhrif sem líklegt er að verði af starfseminni og þann kostnað sem fylgir því að byggja upp svæðið eftir lokun. Einnig skal taka mið af þeim kostnaði sem hlýst af vöktun og sýnatöku.
Aðför má ekki gera í tryggingunni nema til fullnustu skyldu rekstraraðila til aðgerða í samræmi við starfsleyfi samkvæmt lögum þessum.] 3)
    1)L. 63/2014, 17. gr. 2)L. 63/2014, 19. gr. 3)L. 58/2011, 7. gr.

[[VI. kafli.]1) Reglugerðir.]2)
    1)L. 58/2011, 7. gr. 2)L. 93/2009, 5. gr.
[43. gr.]1) Reglugerðir um úrgang og móttökustöðvar fyrir úrgang.
[Ráðherra] 2) setur, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar og að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga [og hlutaðeigandi haghafa], 3) reglugerð 4) um eftirtalin atriði varðandi framkvæmd laga þessara:
    a. nánari skilgreiningar á spilliefnum og öðrum úrgangi, svo og [skrá] 3) yfir úrgang, 5)
    b. að hvaða leyti blöndun, móttaka og förgun einstakra tegunda úrgangs eða úrgangsflokka er takmörkuð eða bönnuð,
    c. aðferðir við móttöku og meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. förgunarleiðir,
    d. hvaða úrgang heimilt er að meðhöndla í hverjum flokki móttökustöðva,
    [e. [töluleg markmið um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu og förgun úrgangs, reikniaðferðir og hlutverk Umhverfisstofnunar við að hafa eftirlit með því að sett markmið náist, sbr. 13. gr.], 3)
    [f. skrá yfir endurnýtingaraðgerðir, sbr. 11. gr., og skrá yfir förgunaraðgerðir, sbr. 12. gr.,
    g. viðmiðanir fyrir úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu og förgun, sbr. 13 gr.,
    h. aukaafurðir og viðmiðanir sem tiltekin efni eða hlutir þurfa að uppfylla til að teljast vera aukaafurðir, sbr. 20. gr.,
    i. lok úrgangsfasa, sbr. 21. gr., 6)
    j. lágmarkstæknikröfur fyrir meðhöndlun úrgangs sem starfsleyfisskyldum fyrirtækjum samkvæmt lögum þessum og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er gert að uppfylla, sbr. 18. gr.,
    k. spilliefni, umbúðir og merkingar spilliefna, blöndun spilliefna, auðkennisskírteini og gögn sem þar koma fram og skráningu spilliefna, sbr. 54.–56. gr.,
    l. lífrænan úrgang, svo sem meðhöndlun úrgangsins og takmörkun eða bann við urðun hans, sbr. 57. gr.], 3)
    [m.] 3) hvaða úrgang heimilt er að meðhöndla á námuúrgangsstað, flokkun, hönnun og stjórnun námuúrgangsstaðar, kröfur um úrgangsáætlanir frá rekstraraðilum námuúrgangsstaðar og kröfur um starfsleyfistryggingu 7)], 8)
    [n.] 3) [nánari atriði um innihald stefnu um meðhöndlun úrgangs og úrgangsforvarnir, sbr. 5. gr., sem og svæðisáætlana sveitarstjórna, sbr. 6. gr.], 3)
    [o.] 3) starfsleyfistryggingu [skv. 59. gr.], 3)
    [p.] 3) nánari atriði sem varða skilyrði starfsleyfis, þ.m.t. meðhöndlun á hauggasi og sigvatni frá urðunarstöðum, 7)
    [q.] 3) tíðni mælinga og sýnatöku vegna vöktunar og annars eftirlits, þar á meðal í kjölfar lokunar [skv. 60. og 61. gr.], 3)
    [r.] 3) kröfur um mælingar, losun og styrk mengandi efna í útblásturslofti, svifösku, ösku, botnleðju og fráveituvatni,
    [s.] 3) hvernig staðið skal að lokun móttökustöðvar, 7)
    [[t.] 3) eftirlit með flutningi úrgangs milli landa og tilkynningarskyldu þeirra sem meðhöndla og flytja slíkan úrgang, fjárhagslega ábyrgð og tryggingu [skv. 30. gr.], 3)
    [u.] 3) bann eða takmörkun á flutningi úrgangs til og frá tilteknum löndum, annars vegar til förgunar og hins vegar til endurnýtingar,
    [v.] 3) nánari atriði er varða ólöglegan útflutning, innflutning og umflutning á úrgangi og skyldur aðila til að taka úrgang til baka,
    [w.] 3) skrá sem framleiðandi úrgangs eða sá sem hefur úrgang í vörslu sinni skal halda, m.a. yfir magn og uppruna úrgangs, áfangastað og viðtakanda hans, 7)
    [x.] 3) samþykki Umhverfisstofnunar, hvaða úrgangur er háður slíku samþykki og eyðublöð fyrir tilkynningu um flutning úrgangs, ásamt sértækum leiðbeiningum og hvaða upplýsingar og skjöl þurfa að fylgja tilkynningunni,
    [y. viðmiðunarmörk, mælibúnað og eftirlit með honum, sbr. 64. gr.,
    z. upplýsingar sem útgefandi starfsleyfis á að hafa aðgengilegar á vefsvæði sínu, sbr. 14. gr.,
    þ. samræmi við viðmiðunarmörk, sbr. 63. gr. b,
    æ. hönnun, útbúnað, byggingu og starfrækslu brennslustöðva, sbr. 63. gr. c,
    ö. afhendingu og móttöku úrgangs, sbr. 63. gr. d], 9)
    [[aa.] 9) umbúðir og umbúðaúrgang, þ.m.t. um merkingar og auðkenningarkerfi umbúðaefna, kröfur um samsetningu umbúða og möguleika á endurnotkun, endurvinnslu og endurnýtingu þeirra, töluleg markmið um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu og endurnýtingu umbúða og umbúðaúrgangs og töluleg markmið fyrir notkun burðarplastpoka], 10)
    [bb. undanþágur frá sérstakri söfnun úrgangs, sbr. 10. gr. og 2. mgr. 57. gr.,
    cc. samræmdar merkingar úrgangstegunda, sbr. 10. gr.], 11)
    [dd.] 11) önnur atriði sem samræmast lögum þessum]. 12)
    1)L. 63/2014, 17. gr. 2)L. 126/2011, 366. gr. 3)L. 63/2014, 20. gr. 4)Rg. 609/1996 (um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs), sbr. 682/1999, 562/2005, 380/2014 og 1064/2018. Rg. 738/2003 (um urðun úrgangs), sbr. 294/2014 og 1063/2018. Rg. 303/2008 (um úrvinnslu ökutækja), sbr. 1269/2023. Rg. 822/2010 (um flutning úrgangs á milli landa), sbr. 389/2012, 894/2012, 345/2013, 379/2014, 123/2015, 1041/2015, 682/2016, 649/2017, 614/2021 og 515/2023. Rg. 1020/2011 (um rafhlöður og rafgeyma), sbr. 899/2012, 392/2013, 1090/2015 og 518/2023. Rg. 954/2013 (um þrávirk lífræn efni), sbr. 594/2015, 341/2016, 1005/2019, 635/2022, 1128/2023 og 1293/2023. Rg. 970/2013 (um efni sem valda rýrnun ósonlagsins). Rg. 1078/2015 (um endurnýtingu úrgangs). Rg. 1061/2018 (um raf- og rafeindatækjaúrgang), sbr. 521/2023. Rg. 803/2023 (um meðhöndlun úrgangs). 5)Rg. 1040/2016, sbr. 189/2018. 6)Rg. 564/2014, sbr. 895/2014. 7)Rg. 1000/2011 (um námuúrgangsstaði), sbr. 1014/2014. 8)L. 58/2011, 8. gr. 9)L. 66/2017, 48. gr. 10)L. 65/2017, 9. gr. 11)L. 103/2021, 23. gr. 12)L. 93/2009, 6. gr.

[[VII. kafli.]1) Raf- og rafeindatækjaúrgangur.]2)
    1)L. 58/2011, 7. gr. 2)L. 73/2008, 2. gr.
[[44. gr.]1) Skyldur sveitarfélaga varðandi raf- og rafeindatækjaúrgang.
[Söfnunarstöðvar sem sveitarstjórnir sjá um að starfræktar séu í sveitarfélagi, sbr. ákvæði 8. gr., skulu hafa aðstöðu fyrir móttöku á raf- og rafeindatækjaúrgangi eins og nánar er kveðið á um í reglugerð. Ber söfnunarstöðvum að taka við slíkum úrgangi gjaldfrjálst.
Sveitarfélög skulu veita leiðbeiningar um hvernig beri að flokka raf- og rafeindatækjaúrgang og skila honum til söfnunarstöðva sveitarfélaga og upplýsa um að raf- og rafeindatækjaúrgangur megi ekki fara með öðrum úrgangi.] 2)] 3)
    1)L. 63/2014, 17. gr. 2)L. 63/2014, 21. gr. 3)L. 73/2008, 2. gr.
[44. gr. a. Móttaka lítilla raf- og rafeindatækja í verslunum.
Í verslunum þar sem sölusvæði raf- og rafeindatækja er a.m.k. 400 m 2 skal tekið á móti litlum raf- og rafeindatækjum, með ekkert ytra mál yfir 25 cm, án endurgjalds og skilyrða.] 1)
    1)L. 65/2017, 10. gr.
[44. gr. b. Óheimil förgun án viðeigandi meðhöndlunar.
Allur raf- og rafeindatækjaúrgangur sem er safnað skal meðhöndlaður á viðeigandi hátt í samræmi við gildandi reglur. Óheimilt er að farga söfnuðum raf- og rafeindatækjaúrgangi án viðeigandi meðhöndlunar.] 1)
    1)L. 65/2017, 10. gr.
[[45. gr.]1) Ábyrgð framleiðanda og innflytjanda á raf- og rafeindatækjaúrgangi.
[Framleiðandi og innflytjandi raf- og rafeindatækja bera ábyrgð á raf- og rafeindatækjum sem framleidd eru hér á landi eða flutt inn. [Raf- og rafeindatæki sem falla undir þessi lög og tollskrárnúmer þeirra eru tilgreind í viðauka XIX við lög um úrvinnslugjald.] 2) Í ábyrgð framleiðanda og innflytjanda felst að þeir skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs, að frátalinni söfnun til söfnunarstöðva, og fjármagna upplýsingagjöf samkvæmt ákvæðum 46. gr. sem og rekstur skráningarkerfis skv. 50. gr. Seljandi raf- og rafeindatækja sem falla undir lög þessi og seld eru í tollfrjálsri verslun hér á landi og ætluð til innlendra nota ber ábyrgð framleiðanda og innflytjanda samkvæmt lögum þessum.
Óheimilt er að setja á markað, selja hér á landi eða taka til eigin nota í atvinnuskyni raf- og rafeindatæki sem falla undir þessi lög nema framleiðandi og innflytjandi þeirra greiði úrvinnslugjald, sbr. lög um úrvinnslugjald.] 3)] 4)
    1)L. 63/2014, 17. gr. 2)L. 125/2014, 25. gr. 3)L. 63/2014, 22. gr. 4)L. 73/2008, 2. gr.
[[46. gr.]1) Upplýsingaskylda framleiðenda og innflytjenda.
Framleiðandi og innflytjandi skulu í upplýsingum sem ætlaðar eru til dreifingar til kaupanda upplýsa um hvar sé heimilt að skila raf- og rafeindatækjaúrgangi, að hægt sé að skila raf- og rafeindatækjaúrgangi … 2) án greiðslu og að ábyrgst sé að hann verði meðhöndlaður í samræmi við gildandi reglur.] 3)
    1)L. 63/2014, 17. gr. 2)L. 63/2014, 23. gr. 3)L. 73/2008, 2. gr.
[[47. gr.]1) Upplýsingar til þeirra er meðhöndla úrgang.
Framleiðendur og innflytjendur skulu veita upplýsingar um rétta meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs til þeirra sem hafa starfsleyfi til að meðhöndla raf- og rafeindatækjaúrgang. Slíkar upplýsingar skulu veittar eigi síðar en ári frá því að raf- og rafeindatæki var markaðssett.] 2)
    1)L. 63/2014, 17. gr. 2)L. 73/2008, 2. gr.
[[48. gr.]1) [Hlutverk framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja.
Framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja skulu:
    a. kosta geymslu raf- og rafeindatækjaúrgangs á söfnunarstöðvum sveitarfélaga,
    b. tryggja söfnun og móttöku raf- og rafeindatækjaúrgangs alls staðar á landinu, svo sem frá söfnunarstöðvum sveitarfélaga,
    c. tryggja að raf- og rafeindatækjaúrgangur sé meðhöndlaður af atvinnurekstri sem hefur gilt starfsleyfi og
    d. upplýsa Umhverfisstofnun fyrir 1. apríl ár hvert um heildarmagn raf- og rafeindatækja í kílóum sem þeir hafa sett á markað eða tekið til eigin nota fyrir undangengið ár óski stofnunin eftir því.] 2)] 3)
    1)L. 63/2014, 17. gr. 2)L. 63/2014, 24. gr. 3)L. 73/2008, 2. gr.
[[49. gr.]1) [Hlutverk Úrvinnslusjóðs.
Úrvinnslusjóður skal:
    a. safna upplýsingum um magn raf- og rafeindatækja sem sett eru á markað, um magn raf- og rafeindatækjaúrgangs sem safnað er og ráðstöfun hans og skila þeim til Umhverfisstofnunar fyrir 1. apríl ár hvert fyrir undangengið ár og
    b. ná tölulegum markmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs.] 2)] 3)
    1)L. 63/2014, 17. gr. 2)L. 63/2014, 25. gr. 3)L. 73/2008, 2. gr.
[[50. gr.]1) Skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda.
[Framleiðanda og innflytjanda raf- og rafeindatækja ber að skrá sig hjá Umhverfisstofnun a.m.k. 15 dögum áður en vara sem fellur undir lög þessi er sett á markað, seld eða tekin til eigin nota hér á landi. [Umhverfisstofnun er heimilt að notast við upplýsingar frá toll- og skattyfirvöldum um greiðendur úrvinnslugjalds samkvæmt lögum um úrvinnslugjald við skráningu framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda.] 2)
Umhverfisstofnun skal halda skrá með upplýsingum um alla framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja.
[Erlendum framleiðanda raf- og rafeindatækja, sbr. i.–iii. lið skilgreiningar á framleiðanda og innflytjanda raf- og rafeindatækja í 3. gr., er heimilt að tilnefna viðurkenndan fulltrúa sinn hér á landi með skriflegu umboði sem skal vera ábyrgur fyrir því að uppfylla skyldur framleiðandans samkvæmt lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
Framleiðandi raf- og rafeindatækja sem selur raf- og rafeindatæki með fjarsamskiptamiðlum beint til notenda í öðru EES-ríki skal tilnefna viðurkenndan fulltrúa í því ríki með skriflegu umboði sem skal vera ábyrgur fyrir því að uppfylla skyldur framleiðandans samkvæmt tilskipun 2012/19/ESB.] 3)
Ráðherra er heimilt að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar að setja reglugerð 4) um skráningu framleiðenda og innflytjenda. Í reglugerðinni skal fjallað um skyldu framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja til að skrá sig og skila upplýsingum um innflutning eða framleiðslu á raf- og rafeindatækjum til Umhverfisstofnunar og á hvaða hátt það skuli gert. … 2)] 5)] 6)
    1)L. 63/2014, 17. gr. 2)L. 63/2014, 26. gr. 3)L. 65/2017, 11. gr. 4)Rg. 1061/2018. 5)L. 58/2011, 13. gr. 6)L. 73/2008, 2. gr.
[[51. gr.]1) Eftirlit með framleiðendum og innflytjendum.
[Umhverfisstofnun hefur eftirlit með framleiðendum og innflytjendum raf- og rafeindatækja. Eftirlit Umhverfisstofnunar felst m.a. í að framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja séu skráðir í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda.] 2)
[Umhverfisstofnun … 2)] 3) er heimilt að óska eftir upplýsingum frá toll- og skattyfirvöldum um heildarmagn, magn í einstökum flokkum, [sbr. 45. gr.], 2) og magn frá einstökum framleiðendum og innflytjendum vegna framleiðslu og innflutnings á raf- og rafeindatækjum sem falla undir lögin. Ákvæði 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum, skulu ekki vera því til fyrirstöðu að starfsmenn toll- og skattyfirvalda veiti [Umhverfisstofnun … 2)] 3) upplýsingar samkvæmt þessari grein.
[Til að sannreyna framleiðslu-, innflutnings- og sölumagn raf- og rafeindatækja er Umhverfisstofnun … 2) heimilt að óska eftir gögnum um sölu raf- og rafeindatækja úr bókhaldi … 4) framleiðanda og innflytjanda. Löggiltur endurskoðandi skal staðfesta með undirskrift sinni að gögn og upplýsingar skv. 1. málsl. séu réttar. Skylt er að veita aðgang að umbeðnum gögnum innan 14 daga frá því að þeirra er óskað.] 3)
[Umhverfisstofnun … 2)] 3) er bundin þagnarskyldu um atriði er varða framleiðslu- og verslunarleynd. Sama gildir um atriði sem [hún fær] 3) vitneskju um og leynt skulu fara samkvæmt lögum og eðli máls.] 5)
    1)L. 63/2014, 17. gr. 2)L. 63/2014, 27. gr. 3)L. 58/2011, 14. gr. 4)L. 65/2017, 12. gr. 5)L. 73/2008, 2. gr.
[[52. gr.]1) Gjaldtaka.
Ráðherra setur, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, gjaldskrá fyrir veitta þjónustu, eftirlit og verkefni stofnunarinnar vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs. Upphæð gjalda skal nema kostnaði við veitta þjónustu og verkefni samkvæmt þessum kafla. [Úrvinnslusjóður skal, fyrir hönd framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja, standa skil á gjöldum til Umhverfisstofnunar sem framleiðendur og innflytjendur bera vegna reksturs skráningarkerfis og eftirlits Umhverfisstofnunar.] 2)
2)] 3)
    1)L. 63/2014, 17. gr. 2)L. 63/2014, 28. gr. 3)L. 58/2011, 15. gr.
[[53. gr.]1) Reglugerðir um raf- og rafeindatæki.
Ráðherra er heimilt, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar sem leita skal umsagnar um tillögurnar hjá [Samtökum atvinnulífsins og] 2) Sambandi íslenskra sveitarfélaga, að setja reglugerð 3) um eftirtalin atriði:
    a.2)
    b. bann við sölu á raf- og rafeindatækjum sem ekki er unnt eða erfitt er að endurnota eða endurnýta,
    c. takmörkun eða bann á sölu á raf- og rafeindatækjum til annarra landa á Evrópska efnahagssvæðinu og utan þess, svo og reglur um söluna,
    d. lágmarkskröfur um meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs,
    e. nánari ákvæði um skyldu framleiðenda, innflytjenda, sveitarfélaga og seljenda til að upplýsa kaupendur raf- og rafeindatækja, [sbr. ákvæði 46., 47. og 49. gr.], 2)
    f. skyldu framleiðanda og innflytjanda til að merkja raf- og rafeindatæki …, 4)
    g. skyldur innflytjanda sem selur raf- og rafeindatæki í atvinnuskyni í póstverslun, netverslun eða á sambærilegan hátt beint til heimila hér á landi,
    h. [þau tölulegu markmið sem Úrvinnslusjóði, og/eða framleiðanda og innflytjanda, ber að ná árlega um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs og hlutverk Umhverfisstofnunar við að hafa eftirlit með því að þau markmið náist], 2)
    [i. þau raf- og rafeindatæki sem undanþegin eru ákvæðum laga þessara vegna sérstakra aðstæðna,
    j. þær lágmarkskröfur sem gilda við aðgreiningu notaðra raf- og rafeindatækja og raf- og rafeindatækjaúrgangs við flutning úr landi]. 5)
2)] 6)
    1)L. 63/2014, 17. gr. 2)L. 63/2014, 29. gr. 3)Rg. 1061/2018. 4)L. 58/2011, 16. gr. 5)L. 65/2017, 13. gr. 6)L. 73/2008, 2. gr.

[VIII. kafli. Spilliefni.]1)
    1)L. 63/2014, 30. gr.
[54. gr. Spilliefni.
Framleiðsla, söfnun og flutningur spilliefna, sem og geymsla þeirra og önnur meðhöndlun, skal vera í samræmi við markmið laganna skv. 1. gr. [Sérstök söfnun skal vera á spilliefnum í samræmi við 1. mgr. 10. gr.] 1)
Spilliefnum og umbúðum þeirra má hvorki blanda saman við önnur spilliefni né annan úrgang, efni eða efnivið. Þynning spilliefna telst vera blöndun.
Þrátt fyrir 2. mgr. er fyrirtæki, sem hefur starfsleyfi skv. 14. gr., heimilt að annast blöndun spilliefna að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
    a. að höfð sé hliðsjón af markmiðum laga þessara, sbr. 1. gr., og neikvæðar afleiðingar af meðhöndlun spilliefna aukist ekki og
    b. að bestu [aðgengilegu] 2) tækni sé beitt við blöndunina.
[Hafi blöndun spilliefna orðið án þess að fullnægt hafi verið skilyrðum a- og b-liðar 3. mgr. skal aðskilja spilliefnin, svo fremi að það sé tæknilega gerlegt. Sé slíkt ekki mögulegt skal tryggt að viðkomandi blanda verði færð til viðeigandi meðhöndlunar, sbr. 9. gr.] 1)
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um meðhöndlun spilliefna, sbr. 43. gr.] 3)
    1)L. 103/2021, 24. gr. 2)L. 103/2021, 15. gr. 3)L. 63/2014, 30. gr.
[55. gr. Merking spilliefna.
Við söfnun, flutning og tímabundna geymslu spilliefna skal setja þau í viðeigandi umbúðir og þau merkt á viðeigandi hátt.
Við flutning spilliefna á milli staða skal fylgja þeim auðkennisskírteini þar sem fram koma m.a. helstu upplýsingar um spilliefnin.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um merkingu spilliefna og auðkennisskírteini, sbr. 43. gr.] 1)
    1)L. 63/2014, 30. gr.
[56. gr. Skráning spilliefna.
[Handhafar spilliefna, og ef við á seljendur og miðlarar spilliefna, skulu skrá í rafræna skrá Umhverfisstofnunar upplýsingar um magn, eðli og uppruna spilliefna sem falla til hjá þeim eða þeir safna, flytja eða meðhöndla á annan hátt.] 1)
Allar færslur skulu varðveittar í a.m.k. þrjú ár og skulu eftirlitsaðilar hafa aðgang að þeim.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um skráningu spilliefna, sbr. 43. gr.] 2)
    1)L. 103/2021, 25. gr. 2)L. 63/2014, 30. gr.

[IX. kafli. Lífrænn úrgangur.]1)
    1)L. 63/2014, 30. gr.
[57. gr. Lífrænn úrgangur.
Lífrænn úrgangur skal meðhöndlaður með hliðsjón af markmiðum laga þessara, sbr. 1. gr., og í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs, sbr. 7. gr., að eins miklu leyti og unnt er, einkum með því að:
    a. nota hann í [jarðgerð] 1) og/eða gasvinnslu,
    b. vinna úr honum áburð, eða
    c. nota efni sem eru framleidd úr honum.
[Lífúrgangi skal safnað sérstaklega, sbr. einnig 1. mgr. 10. gr., og hann meðhöndlaður í samræmi við 1. mgr. Einnig er heimilt að aðskilja lífúrgang og endurvinna á upprunastað, sbr. 4. málsl. 4. mgr. 9. gr. Heimilt er að víkja frá skyldu til sérstakrar söfnunar lífúrgangs og safna með honum umbúðaúrgangi sem hefur svipaða eiginleika til lífræns niðurbrots og jarðgerðar og uppfyllir viðeigandi evrópska eða íslenska staðla þar um.] 1)
Sveitarstjórnir bera ábyrgð á að markmiðum sem sett eru um lífrænan úrgang skv. 13. gr. sé náð á þeirra svæði.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um nýtingu og aðra meðhöndlun lífræns úrgangs, sbr. 43. gr.] 2)
    1)L. 103/2021, 26. gr. 2)L. 63/2014, 30. gr.

[X. kafli.]1) Sérákvæði um urðunarstaði.
    1)L. 63/2014, 30. gr.
[58. gr.]1) Umsókn um starfsleyfi fyrir urðunarstað.
Í umsókn um starfsleyfi fyrir urðunarstað skal auk þess sem fram kemur í [15. gr.] 2) lýsa fyrirhuguðum urðunarstað sérstaklega með tilliti til vatnafars og jarðfræði. Í slíkri umsókn skal einnig gera grein fyrir sérstakri fjárhagslegri tryggingu eða ábyrgð umsækjanda fyrir því að fylgt verði ákvæðum starfsleyfisins, þar á meðal ákvæðum um vöktun og umsjón eftir að urðunarstað hefur verið lokað. Ekki þarf þó að leggja fram slíka tryggingu ef eingöngu er urðaður óvirkur úrgangur á viðkomandi urðunarstað.
    1)L. 63/2014, 30. gr. 2)L. 63/2014, 31. gr.
[59. gr.]1) Starfsleyfistrygging.
Auk almennra skilyrða sem tilgreind eru í [17. gr.] 2) er það skilyrði starfsleyfis fyrir urðunarstað að rekstraraðili hafi lagt fram fullnægjandi fjárhagslega tryggingu eða ábyrgð fyrir því að uppfylltar verði þær skyldur sem starfsleyfinu fylgja, þar á meðal um lokunar- og eftirlitsaðgerðir í kjölfar lokunar urðunarstaðarins. Ákvæði þetta gildir þó ekki um urðunarstaði fyrir óvirkan úrgang.
Starfsleyfistrygging skal gilda í 30 ár eftir að urðunarstað er lokað. Fjárhæð tryggingar skal tiltekin í starfsleyfi. Fjárhæð tryggingar skal samræmast kostnaði við lokun urðunarstaðarins og þá tíðni vöktunar og sýnatöku, [skv. 61. gr.], 2) sem Umhverfisstofnun telur fullnægjandi og miðast við 30 ára vöktunartímabil.
Aðför má ekki gera í tryggingunni nema til fullnustu skyldu rekstraraðila til aðgerða í samræmi við starfsleyfi samkvæmt lögum þessum. Tryggingin skal jafnframt undanskilin þrotabúi rekstraraðila verði bú hans tekið til gjaldþrotaskipta innan 30 ára frá lokun urðunarstaðarins.
    1)L. 63/2014, 30. gr. 2)L. 63/2014, 32. gr.
[60. gr.]1) Vöktun og aðgerðir.
Rekstraraðili skal fylgja áætlun um eftirlit og vöktun með urðunarstaðnum, sbr. ákvæði laga þessara, reglugerða sem um reksturinn gilda og starfsleyfi. Rekstraraðili skal tilkynna Umhverfisstofnun eða viðkomandi eftirlitsaðila um hvers konar skaðleg áhrif á umhverfið sem teljast veruleg og koma í ljós við eftirlit og vöktun. Hann skal einnig hlíta ákvörðun Umhverfisstofnunar eða viðkomandi eftirlitsaðila um eðli og tímasetningu aðgerða til úrbóta sem grípa ber til.
    1)L. 63/2014, 30. gr.
[61. gr.]1) Lokun urðunarstaðar.
Urðunarstað telst ekki endanlega lokað fyrr en eftirlitsaðili hefur skoðað vettvang og metið upplýsingar rekstraraðila varðandi lokun og Umhverfisstofnun hefur veitt samþykki fyrir lokun.
Rekstraraðili urðunarstaðar ber ábyrgð á viðhaldi urðunarstaðarins, vöktun og greiningu á hauggasi og sigvatni sem berst frá urðunarstaðnum og greiningu grunnvatns í nágrenni staðarins, eftir því sem nánar greinir í starfsleyfi, svo lengi sem telja má að mengunarhætta stafi af urðunarstaðnum, að jafnaði í 30 ár frá lokun hans. Umhverfisstofnun er heimilt að veita rekstraraðila undanþágu frá sýnatöku, eftir því sem aðstæður á viðkomandi urðunarstað mæla með, vegna vöktunar á sigvatni, grunnvatni og mælingum á breytingum á umfangi úrgangs sem urðaður hefur verið, hafi eingöngu verið tekið við heimilis- og rekstrarúrgangi eða óvirkum úrgangi á viðkomandi urðunarstað og um er að ræða urðunarstað í afskekktri byggð sem tekur eingöngu til urðunar úrgang sem fellur til í þeirri afskekktu byggð. Áður en starfsleyfi er gefið út skal afmarkað það svæði þar sem sýnataka fer fram samkvæmt ákvæði þessu.
Umhverfisstofnun skal endurskoða fyrirkomulag vöktunar á þriggja ára fresti frá lokun urðunarstaðar.
Fari rekstraraðili ekki að fyrirmælum Umhverfisstofnunar um vöktun skal Umhverfisstofnun láta vinna verkið á kostnað rekstraraðila. Starfsleyfistrygging rekstraraðila [skv. 59. gr.] 2) skal þá leyst út til greiðslu verksins.
Rekstraraðili skal tilkynna Umhverfisstofnun um hvers konar skaðleg áhrif á umhverfið sem teljast veruleg og koma í ljós við vöktunina og hlíta ákvörðun stofnunarinnar um nauðsynlegar aðgerðir til úrbóta.
Heimilt er Umhverfisstofnun eða viðkomandi eftirlitsaðila að gefa rekstraraðila fyrirmæli um lokunaraðgerðir, vöktun og umsjón með því svæði þar sem rekinn hefur verið urðunarstaður þótt rekstraraðili hafi ekki umráð viðkomandi landsvæðis. Eigandi eða umráðamaður lands þar sem eftirlit fer fram skal hlíta því að rekstraraðili framkvæmi lokunar-, vöktunar- og eftir atvikum hreinsunaraðgerðir eftir lokun urðunarstaðar samkvæmt lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim. Veiti eigandi eða umráðamaður lands ekki aðgang að landi sínu til að unnt sé að framkvæma nauðsynlegar aðgerðir samkvæmt fyrirmælum Umhverfisstofnunar er heimilt að leita aðstoðar lögreglu ef með þarf svo að aðgerðirnar nái fram að ganga.
Verði eigandi eða umráðamaður lands sannanlega fyrir tjóni við framkvæmd þessa ákvæðis, svo sem vegna jarðrasks og átroðnings, skal rekstraraðili bæta það tjón. Náist ekki samkomulag um bætur skal ákveða þær með eignarnámsmati samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms.
Umhverfisstofnun skal láta þinglýsa fyrirmælum um vöktun og umsjón með urðunarstað og nágrenni hans eftir lokun hans og láta aflýsa henni þegar vöktunartímabili telst lokið. Rekstraraðili skal bera kostnað af þinglýsingu og aflýsingu.
    1)L. 63/2014, 30. gr. 2)L. 63/2014, 33. gr.

[XI. kafli.]1) Sérákvæði um brennslustöðvar.
    1)L. 63/2014, 30. gr.
[62. gr.]1) Umsókn um starfsleyfi fyrir brennslustöð.
[Í umsókn um starfsleyfi fyrir brennslustöð skal auk þess sem fram kemur í 15. gr. gera grein fyrir ráðstöfunum sem eru fyrirhugaðar til að tryggja að:
    a. brennslustöðin sé hönnuð, búin og verði haldið við og rekin með þeim hætti að kröfurnar sem til hennar eru gerðar verði uppfylltar,
    b. varminn, sem myndast við brennslu- og sambrennsluferlið, sé endurheimtur eftir því sem við verður komið til framleiðslu varma, gufu eða orku,
    c. dregið verði úr magni og skaðsemi ösku og hún endurunnin eftir því sem við á, og
    d. förgun ösku verði í samræmi við lög þessi.] 2)
    1)L. 63/2014, 30. gr. 2)L. 66/2017, 48. gr.
[63. gr.]1) Skilyrði starfsleyfis fyrir brennslustöð.
Í starfsleyfi fyrir brennslustöð skulu auk almennra skilyrða sem tilgreind eru í II. kafla vera ákvæði um losunarmörk fyrir mengunarefni eftir því sem við á með tilliti til samsetningar þess úrgangs sem brenna á og gerðar brennslustöðvarinnar, [kröfur um pH-gildi, hitastig og rennsli að því er varðar frárennsli frá brennslustöð, sýnatöku- og mælingaaðferðir og leyfilegan hámarkstíma fyrir hvers konar tæknilega óumflýjanlegar stöðvanir, raskanir eða bilanir]. 2) Þegar sett eru útblástursmörk skal taka tillit til hugsanlegra skaðlegra áhrifa þeirra mengunarefna sem um ræðir á umhverfi og heilsu manna.
[Umhverfisstofnun skal reglulega endurskoða starfsleyfi brennslustöðva og uppfæra ef nauðsyn krefur, sbr. einnig 14. gr.] 2)
    1)L. 63/2014, 30. gr. 2)L. 66/2017, 48. gr.
[63. gr. a. Bilun.
Ef um bilun er að ræða skal rekstraraðili brennslustöðvar draga úr eða hætta starfsemi eins fljótt og auðið er þar til brennslustöðin getur hafið eðlilega starfsemi á ný.] 1)
    1)L. 66/2017, 48. gr.
[63. gr. b. Samræmi við viðmiðunarmörk.
Líta skal svo á að farið sé að viðmiðunarmörkunum fyrir losun í andrúmsloft og vatn ef skilyrðin sem ráðherra kveður á um í reglugerð, sbr. 43. gr., eru uppfyllt.] 1)
    1)L. 66/2017, 48. gr.
[63. gr. c. Rekstrarskilyrði.
Brennslustöðvar skulu hannaðar, útbúnar, byggðar og starfræktar með þeim hætti að þær uppfylli kröfur laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim.
Ráðherra er heimilt í reglugerð, sbr. 43. gr., að setja nánari ákvæði um hönnun, útbúnað, byggingu og starfrækslu brennslustöðva.] 1)
    1)L. 66/2017, 48. gr.
[63. gr. d. Afhending og móttaka úrgangs.
Rekstraraðili brennslustöðvar skal haga afhendingu og móttöku úrgangs eftir því sem nánar er kveðið á um í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 43. gr.] 1)
    1)L. 66/2017, 48. gr.
[63. gr. e. Umtalsverð breyting.
Breyting á starfsemi brennslustöðvar sem meðhöndlar aðeins hættulausan úrgang í brennslustöð sem felur í sér brennslu eða sambrennslu á hættulegum úrgangi telst umtalsverð breyting.] 1)
    1)L. 66/2017, 48. gr.
[64. gr.]1) Losunarmörk.
[Stýra skal losun úrgangslofts frá brennslustöðvum með reykháf en hæð hans er reiknuð með það í huga að vernda heilsufar manna og umhverfið.
Losun út í andrúmsloftið frá brennslustöðvum skal ekki fara yfir viðmiðunarmörk í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 13. mgr.
Takmarka skal, eftir því sem við verður komið, losun skólps, sem fellur til við hreinsun úrgangslofts, í vatnsumhverfi og styrkur mengunarefna skal ekki fara yfir viðmiðunarmörk í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 13. mgr.
Ekki má þynna skólp til að viðmiðunarmörk skv. 3. mgr. séu virt.
Svæði brennslustöðva skulu hönnuð og starfrækt þannig að komið verði í veg fyrir óheimila losun og losun sem verður fyrir slysni á hvers kyns mengandi efnum í jarðveg, yfirborðsvatn og grunnvatn.
Geymslurými skal vera til staðar fyrir mengað afrennsli regnvatns frá svæði brennslustöðvar eða fyrir mengað vatn sem á rætur að rekja til leka eða slökkvistarfa.
Brennslustöð skal ekki halda áfram að brenna úrgang lengur en í fjórar klukkustundir óslitið þegar farið er yfir viðmiðunarmörk fyrir losun.] 2)
Mæla skal styrk mengandi efna í útblásturslofti frá brennslu og brennsluaðstæður eftir því sem nánar er mælt fyrir um í reglugerð og starfsleyfi stöðvarinnar.
Sýni mælingar að farið hafi verið yfir losunarmörk sem tilgreind eru í starfsleyfi skal rekstraraðili gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að brennslustöðin fullnægi kröfum um losunarmörk, ella skal starfsemi stöðvarinnar hætt.
[Í brennslustöðvum skal vera sjálfvirkur mælibúnaður sem er háður eftirliti í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 13. mgr.
Umhverfisstofnun ákveður staðsetningu sýnatöku- eða mælipunkta sem nota skal fyrir vöktun losunar.
Rekstraraðili brennslustöðvar skal skrá allar niðurstöður vöktunar, vinna úr og setja fram með þeim hætti að Umhverfisstofnun geti sannreynt að farið sé að rekstrarskilyrðum og viðmiðunarmörkum fyrir losun sem eru í starfsleyfinu.
Ráðherra er heimilt að kveða nánar í reglugerð á um framkvæmd þessarar greinar, sbr. 43. gr.] 2)
    1)L. 63/2014, 30. gr. 2)L. 66/2017, 48. gr.

[XII. kafli. Endurvinnsla skipa.]1)
    1)L. 65/2017, 15. gr.
[64. gr. a. Útgáfa starfsleyfis.
Starfsemi þar sem fram fer endurvinnsla skipa skal hafa gilt starfsleyfi.
Umhverfisstofnun veitir starfsleyfi fyrir starfsemi þar sem fram fer endurvinnsla skipa yfir 500 brúttótonnum. Skal starfsleyfið vera til fimm ára í senn, en að öðru leyti gilda ákvæði 14.–17. gr. um útgáfu starfsleyfa eftir því sem við á.
Umhverfisstofnun samþykkir endurvinnsluáætlanir skipa áður en endurvinnsla hefst.
Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga veita starfsleyfi fyrir starfsemi þar sem fram fer endurvinnsla skipa undir 500 brúttótonnum samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.] 1)
    1)L. 65/2017, 15. gr.
[64. gr. b. Reglugerð og gjaldskrá um endurvinnslu skipa.
Ráðherra skal, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, setja reglugerð 1) um endurvinnslu skipa og veitingu starfsleyfis. Í reglugerðinni skal m.a. fjallað um til hvaða skipa reglur um endurvinnslu ná, kröfur til eigenda þeirra skipa, endurvinnsluáætlanir skipa, skipaendurvinnslustöðvar og aðrar kröfur og skilyrði sem útgefandi telur nauðsynlegar og samrýmast markmiðum reglugerðarinnar, svo sem kröfur um bestu aðgengilegu tækni.
Ráðherra setur, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, gjaldskrá fyrir veitta þjónustu og verkefni stofnunarinnar vegna endurvinnslu skipa. Upphæð gjalda skal taka mið af kostnaði við veitta þjónustu og verkefni.] 2)
    1)Rg. 777/2019, sbr. 1172/2020. 2)L. 65/2017, 15. gr.

[XIII. kafli.]1) Eftirlit, þvingunarúrræði, málsmeðferð og viðurlög.
    1)L. 65/2017, 15. gr.
[65. gr.]1) Eftirlit.
Umhverfisstofnun annast eftirlit með því að starfsleyfishafi sem hún veitir starfsleyfi fari að ákvæðum starfsleyfis samkvæmt lögum þessum. Heimilt er stofnuninni að fela heilbrigðisnefnd eftirlit og framkvæmd þvingunarúrræða samkvæmt lögum þessum í umboði stofnunarinnar. Umhverfisstofnun er einnig heimilt að fela tiltekna þætti heilbrigðiseftirlitsins faggiltum skoðunaraðilum. Skal í slíkum tilvikum gerður sérstakur samningur við hinn faggilta skoðunaraðila, sbr. 30. gr. laga um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997.
Starfsmönnum Umhverfisstofnunar og öðrum eftirlitsaðilum samkvæmt lögum þessum skal heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku, að öllum þeim stöðum sem lög þessi, reglugerðir og samþykktir settar samkvæmt þeim ná yfir.
Eftirlitsskyldum aðilum er skylt að veita allar upplýsingar sem eru nauðsynlegar til eftirlits með framkvæmd laganna og ber þeim að afhenda nauðsynleg sýni endurgjaldslaust.
Ráðherra setur, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, gjaldskrá fyrir veitta þjónustu, eftirlit og verkefni sem stofnuninni er falið að annast eða stofnunin tekur að sér samkvæmt lögum þessum. Upphæð gjalds skal taka mið af kostnaði við þjónustu og framkvæmd einstakra verkefna og skal byggð á rekstraráætlun þar sem rökstudd eru þau atriði sem ákvörðun gjalds byggist á. Gjaldið má ekki vera hærra en sá kostnaður. Gjaldskrá skal birt í B-deild Stjórnartíðinda. Gjöld má innheimta með fjárnámi. Heimilt er [ráðherra er fer með málefni varnarsvæða] 2) að setja gjaldskrá og innheimta gjald á varnarsvæðum.
Heimilt er sveitarfélögum að setja gjaldskrá og innheimta gjald fyrir eftirlitsskylda starfsemi, svo sem fyrir eftirlit, sé eftirlitið á vegum sveitarfélaga. Leita skal umsagnar hlutaðeigandi heilbrigðisnefndar … 3) áður en gjaldskrá er sett. Upphæð gjaldsins skal byggð á rekstraráætlun þar sem rökstudd eru þau atriði sem ákvörðun gjalds við viðkomandi eftirlit byggist á og má gjaldið ekki vera hærra en sá kostnaður. Hvert eftirlitssvæði skal hafa sameiginlega gjaldskrá og skal hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd láta birta hana í B-deild Stjórnartíðinda. Gjöld má innheimta með fjárnámi. Gjöld skulu tryggð með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign tvö ár eftir gjalddaga þegar leyfi eða þjónusta er tengd notkun fasteignar. [Ráðherra] 2) skal gefa út leiðbeinandi reglur um uppbyggingu gjaldskráa sveitarfélaga.
    1)L. 63/2014, 30. gr. 2)L. 126/2011, 366. gr. 3)L. 150/2004, 3. gr.
[66. gr.]1) Þvingunarúrræði.
Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefnd þar sem hún fer með eftirlit er heimilt að beita úrræðum samkvæmt grein þessari.
Til að knýja á um framkvæmd ráðstöfunar samkvæmt lögum þessum er heimilt að veita viðkomandi aðila áminningu. Jafnframt skal veita hæfilegan frest til úrbóta ef þeirra er þörf.
Ef aðili verður ekki við tilmælum um úrbætur innan tiltekins frests er heimilt að ákveða aðila dagsektir þar til úr er bætt. Dagsektir renna til ríkissjóðs og skal hámark þeirra vera 500.000 kr. á dag.
Heimilt er að láta vinna verk á kostnað hins vinnuskylda ef tilmæli um framkvæmd eru vanrækt og skal sá kostnaður þá greiddur til bráðabirgða af Umhverfisstofnun eða heilbrigðisnefnd þar sem hún fer með eftirlit en innheimtast síðar hjá hlutaðeigandi. Kostnað við verkið sem og dagsektir skv. 3. mgr. má innheimta með fjárnámi.
Ef svo alvarleg hætta stafar af tiltekinni starfrækslu eða notkun að aðgerð þoli enga bið er henni heimilt til bráðabirgða að stöðva starfsemi eða notkun þegar í stað.
Sinni rekstraraðili ekki úrbótum og um alvarlegt eða ítrekað tilvik er að ræða getur Umhverfisstofnun svipt rekstraraðila starfsleyfi.
2)
Leita skal aðstoðar lögreglu ef með þarf við framkvæmd þvingunarúrræða.
    1)L. 63/2014, 30. gr. 2)L. 65/2017, 16. gr.
[67. gr.]1) Málsmeðferð og úrskurðir.
[Stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laga þessara, reglugerða settra samkvæmt þeim eða samþykkta sveitarfélaga sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.] 2)
3) Rísi ágreiningur milli Umhverfisstofnunar og heilbrigðisnefnda um framkvæmd laga þessara skal vísa málinu til fullnaðarúrskurðar ráðherra. Sama gildir um ágreining milli heilbrigðisnefndar og sveitarstjórna um framkvæmd laganna.
2)
    1)L. 63/2014, 30. gr. 2)L. 65/2017, 17. gr. 3)L. 131/2011, 16. gr.
[67. gr. a. Stjórnvaldssektir.
Umhverfisstofnun getur lagt stjórnvaldssektir á einstakling eða lögaðila sem brýtur gegn:
    1. Banni við losun úrgangs annars staðar en á móttökustöð eða í sorpílát og opinni brennslu hans, sbr. 4. mgr. 9. gr.
    2. Ákvæðum um að starfsemi hafi gilt starfsleyfi, sbr. 14., 38., 58., 62. og 64. gr. a.
    3. Ákvæðum um skil á skýrslu, sbr. 19. gr.
    4. Skráningar- eða tilkynningarskyldu, sbr. 25. gr.
    5. Ákvæðum um takmarkanir á flutningi úrgangs, sbr. 26. gr.
    6. Ákvæðum um skyldur söluaðila rafhlaðna og rafgeyma, sbr. 3. mgr. 33. gr.
    7. Banni við markaðssetningu rafhlaðna, rafgeyma, raf- og rafeindatækja án greiðslu úrvinnslugjalds, sbr. 4. mgr. 34. gr. og 2. mgr. 45. gr.
    8. Ákvæðum um upplýsingaskyldu framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna, rafgeyma, raf- og rafeindatækja, sbr. 35. og 46. gr.
    9. Banni við förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs án viðeigandi meðhöndlunar, sbr. 44. gr. b.
    10. Ákvæðum um skráningarskyldu framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna, rafgeyma, raf- og rafeindatækja, sbr. 36. og 50. gr.
    11. Banni við blöndun spilliefna, sbr. 2. mgr. 54. gr.
    12. Ákvæðum um merkingu spilliefna, sbr. 55. gr.
    13. Ákvæðum um skráningu spilliefna, sbr. 56. gr.
    14. Ákvæðum um eftirlit og vöktun með urðunarstöðum, sbr. 60. gr.
    15. Ákvæðum um lokun urðunarstaðar, sbr. 61. gr.
    16. Ákvæðum um losunarmörk brennslustöðva, sbr. 64. gr.
Ráðherra er heimilt í reglugerð að ákveða fjárhæð stjórnvaldssekta fyrir brot á einstökum ákvæðum laga þessara og reglugerðum settum samkvæmt þeim innan þess ramma sem ákveðinn er í 4. mgr.
Hafi fjárhæð sekta ekki verið ákveðin í reglugerð skal við ákvörðun sekta m.a. taka tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Jafnframt skal líta til þess hvort ætla megi að brotið hafi verið framið í þágu hagsmuna fyrirtækisins. Umhverfisstofnun er heimilt að ákveða hærri sektir hafi aðili hagnast á broti. Skal upphæð stjórnvaldssektar þá ákveðin sem allt að tvöfalt margfeldi af hagnaði aðila.
Sektir sem eru lagðar á einstaklinga geta numið frá 10.000 kr. til 10.000.000 kr. Sektir sem eru lagðar á lögaðila geta numið frá 25.000 kr. til 25.000.000 kr.
Gjalddagi stjórnvaldssektar er 30 dögum eftir að ákvörðun um sektina var tekin. Hafi stjórnvaldssekt ekki verið greidd innan 15 daga frá gjalddaga skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar frá gjalddaga. Ákvörðun Umhverfisstofnunar um stjórnvaldssekt er aðfararhæf og renna sektir í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við álagningu og innheimtu. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
Stjórnvaldssektum skal beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Ákvörðun Umhverfisstofnunar er endanleg á stjórnsýslustigi. Aðili máls getur skotið ákvörðun um stjórnvaldssekt til dómstóla og er málshöfðunarfrestur þrír mánuðir frá því að ákvörðun var tekin. Málskot frestar aðför.] 1)
    1)L. 58/2019, 22. gr.
[67. gr. b. Réttur manna til að fella ekki á sig sök.
Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur sá sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Umhverfisstofnun skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.] 1)
    1)L. 58/2019, 22. gr.
[67. gr. c. Fyrning.
Heimild Umhverfisstofnunar til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk. Fyrningarfrestur rofnar þegar Umhverfisstofnun tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.] 1)
    1)L. 58/2019, 22. gr.
[67. gr. d. Kæra til lögreglu.
Umhverfisstofnun er heimilt að kæra brot á lögum þessum og reglugerðum sem settar eru á grundvelli þeirra til lögreglu.
Varði meint brot á lögum þessum og reglugerðum sem settar eru á grundvelli þeirra bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur Umhverfisstofnun hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot eru meiri háttar ber Umhverfisstofnun að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur Umhverfisstofnun á hvaða stigi málsins sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum eða reglugerðum sem settar eru á grundvelli þeirra til opinberrar rannsóknar. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
Með kæru Umhverfisstofnunar skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot er studdur við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun Umhverfisstofnunar um að kæra mál til lögreglu.
Umhverfisstofnun er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnunin hefur aflað og tengjast brotum sem til rannsóknar eru hjá lögreglu og ákæruvaldi og taka þátt í aðgerðum lögreglu að öðru leyti.
Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Umhverfisstofnun í té upplýsingar og gögn sem þau hafa aflað og tengjast brotum sem til meðferðar eru hjá stofnuninni og taka þátt í aðgerðum hennar að öðru leyti.
Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum getur hann sent eða endursent málið til Umhverfisstofnunar til meðferðar og ákvörðunar.] 1)
    1)L. 58/2019, 22. gr.
[68. gr.]1) Viðurlög.
Brot gegn ákvæðum laga þessara, reglugerðum settum samkvæmt þeim og samþykktum sveitarfélaga varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða varða brot á lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim fangelsi allt að fjórum árum. Tilraun til brota gegn lögum þessum, reglugerðum og samþykktum sem settar eru á grundvelli þeirra varðar refsingu sem fullframið brot, sbr. III. kafla almennra hegningarlaga. Sama gildir um hlutdeild í brotum.
Sektir má ákvarða lögaðila þó að sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa, enda hafi brotið orðið eða getað orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann. Einnig má, með sama skilorði, gera lögaðila sekt ef fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðrir einstaklingar sem í þágu hans starfa gerast sekir um brot.
    1)L. 63/2014, 30. gr.

[XIV. kafli.]1) [Innleiðing og gildistaka.]2)
    1)L. 65/2017, 15. gr. 2)L. 63/2014, 36. gr.
[69. gr. Innleiðing.
Lög þessi eru sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:
    1. Tilskipun 2008/98/EB um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana sem vísað er til í lið 32ff í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2011.
    2. Tilskipun 1999/31/EB um urðun úrgangs sem vísað er til í lið 32d í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2001.
    3. Tilskipun 2000/53/EB um úr sér gengin ökutæki sem vísað er til í lið 32e í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2003.
    4. Tilskipun 2000/76/EB um brennslu úrgangs sem vísað er til í lið 20 í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 57/2003.
    5. [Tilskipun 2012/19/ESB um raf- og rafeindabúnaðarúrgang sem vísað er til í lið 32fa í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 195/2015.] 1)
    6.1)
    7. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs sem vísað er til í lið 32c í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 73/2008.
    8. Tilskipun 2006/21/EB um meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði og breytingu á tilskipun 2004/35/EB sem vísað er til í lið 1i í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2009.
    9. Tilskipun 2006/66/EB um rafhlöður og rafgeyma og notaðar rafhlöður og rafgeyma og um niðurfellingu tilskipunar 91/157/EBE sem vísað er til í lið 12x í II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 141/2007.
    [10. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1257/2013 um endurvinnslu skipa og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1013/2006 og tilskipun 2009/16/EB.] 1)] 2)
    1)L. 65/2017, 18. gr. 2)L. 63/2014, 35. gr.
[70. gr.]1)
Lög þessi öðlast þegar gildi. Reglugerðir sem settar hafa verið á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og eiturefni og hættuleg efni og varða úrgang halda gildi sínu að svo miklu leyti sem þær samræmast lögum þessum.
    1)L. 63/2014, 35. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Rekstraraðilar urðunarstaða sem eru í rekstri við gildistöku laga þessara skulu fyrir 31. desember 2003 senda Umhverfisstofnun áætlun um hvernig unnt sé að laga rekstur urðunarstaðarins að ákvæðum laga þessara.
Þeir urðunarstaðir sem eru í rekstri við gildistöku laga þessara skulu uppfylla kröfur laganna fyrir 16. júlí 2009, ella skal þeim lokað.
Ef urðunarstaður er í rekstri í eyju hér við land við gildistöku laga þessara og er lokað eftir gildistöku laganna getur Umhverfisstofnun veitt undanþágu frá sýnatöku eftir því sem aðstæður á viðkomandi urðunarstað mæla með vegna vöktunar á sigvatni, grunnvatni og mælingum á breytingum á umfangi þess úrgangs sem urðaður hefur verið. Slík undanþága er þó einungis heimil hafi eingöngu verið tekið við heimilis- og rekstrarúrgangi eða óvirkum úrgangi á viðkomandi urðunarstað og um er að ræða urðunarstað sem getur að hámarki tekið við 15.000 tonnum af úrgangi eða að hámarki 1.000 tonnum á ári og er eini urðunarstaðurinn í eyjunni og þjónar henni einni.
Í reglugerð skal kveðið nánar á um aðlögun starfandi urðunarstaða.
II.
Frá gildistöku laga þessara til ársins 2010 skal starfa samráðsnefnd umhverfisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um framkvæmd laganna. Nefndin skal skipuð sex mönnum, þremur samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og þremur samkvæmt tilnefningu umhverfisráðherra. Nefndin skal fylgjast með þróun meðhöndlunar úrgangs hérlendis og á Evrópska efnahagssvæðinu. Sérstaklega skal nefndin fylgjast með hvernig markmiðum laganna er náð og meta þann kostnað sem hlýst af því. Nefndin skal skila árlegri skýrslu til umhverfisráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga og setja fram eftir því sem þörf krefur tillögur um hvernig kostnaðinum verði mætt. Tilnefningaraðilar skulu bera kostnað vegna fulltrúa sinna í nefndinni.
[III.
Þrátt fyrir ákvæði 5. málsl. 2. mgr. 23. gr. er sveitarfélagi heimilt að innheimta allt að 50% af heildarkostnaði sveitarfélagsins til 1. janúar 2025.] 1)
    1)L. 103/2021, 27. gr.

[Viðauki I. 1)]2)
    1)L. 58/2011, 21. gr. 2)L. 73/2008, 4. gr.