Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 15. apríl 2018.  Útgáfa 148b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um tilkynningar aðsetursskipta

1952 nr. 73 25. nóvember


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 30. desember 1952. Breytt með l. 15/1956 (tóku gildi 24. apríl 1956), l. 16/1963 (tóku gildi 15. maí 1963), l. 87/1973 (tóku gildi 2. nóv. 1973), l. 46/1975 (tóku gildi 11. júní 1975), l. 10/1983 (tóku gildi 25. mars 1983), l. 152/1998 (tóku gildi 1. jan. 1999), l. 96/2002 (tóku gildi 1. jan. 2003), l. 50/2006 (tóku gildi 1. júlí 2006), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008), l. 65/2010 (tóku gildi 27. júní 2010), l. 77/2010 (tóku gildi 1. júlí 2010), l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra eða samgöngu- og sveitarstjórnarsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
Í kaupstöðum skulu bæjarstjórar (í Reykjavík Manntalsskrifstofan) og í hreppum oddvitar veita viðtöku tilkynningum um aðsetursskipti samkvæmt lögum þessum, og er átt við þessa aðila alls staðar þar, sem lögin kveða svo á, að slíkar tilkynningar skuli sendar sveitarstjórnum.
2. gr.
Hver sá, sem skiptir um aðsetur innan sveitarfélags, skal tilkynna það hlutaðeigandi sveitarstjórn áður en 7 dagar eru liðnir frá því, að aðsetursskiptin áttu sér stað.
Einstaklingur, sem dvelst í öðru sveitarfélagi en þar, sem hann á heimilisfang, er tilkynningarskyldur samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar, ef hann á sínum tíma var skyldur til að tilkynna komu sína í umdæmið, samkvæmt ákvæðum 3. eða 5. gr., eða hefði verið skyldur til þess, ef þessi ákvæði hefðu verið í gildi á þeim tíma.
3. gr.
[Hver sá, sem flytur heimilisfang sitt í annað sveitarfélag, skal tilkynna það innan 7 daga sveitarstjórn þess umdæmis, sem hann flytur til.] 1)
[Nú kemur maður í aðra sveit en heimilissveit til dvalar í tvo mánuði eða lengur, og skal hann þá innan 7 daga tilkynna sveitarstjórn dvalarsveitar aðsetur sitt. Nú hefur maður verið staddur tvo mánuði í annarri sveit en heimilissveit, þó að hann hafi í fyrstu ekki ætlað sér að dvelja þar svo lengi, og skal hann þá innan 7 daga tilkynna sveitarstjórn dvalarsveitar aðsetur sitt.] 1) Ákvæði þetta tekur til vistmanna á hælum, sjúklinga í sjúkrahúsum, gesta í gistihúsum og fanga í fangelsum jafnt og til þeirra, sem hafa aðsetur í venjulegu húsnæði utan heimilissveitar sinnar.
Frá ákvæði 2. mgr. um tilkynningarskyldu gilda eftirfarandi undantekningar:
    1. Alþingismenn og opinberir starfsmenn, sem dvelja lengri eða skemmri tíma við skyldustörf í öðru sveitarfélagi en þar, sem þeir teljast eiga heimilisfang.
    2. Barn, sem dvelur sumarlangt eða annað takmarkað tímabil á barnaheimili, í sveit eða annars staðar utan heimilissveitar sinnar. Hins vegar skal, samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar, tilkynna aðsetursskipti fyrir barn, sem fyrirsjáanlega mun dvelja lengri tíma á barnahæli eða þ.u.l. stofnun í öðru sveitarfélagi en þar, sem það á heimilisfang.
    3. [Skólafólk við nám utan heimilissveitar, enda sé dvölin í viðkomandi sveitarfélagi eingöngu eða að mestu vegna námsins.] 1) Þó skulu iðnnemar við nám í öðru sveitarfélagi en þar, sem þeir teljast eiga heimilisfang, vera tilkynningarskyldir samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar.
    4. Þeir, sem dvelja í öðru sveitarfélagi en þar, sem þeir teljast eiga heimilisfang, við störf, sem samkvæmt venju eru árstíðarbundin, svo sem við fiskveiðar á vertíð með tilheyrandi vinnslu afurða o.fl. Enn fremur við heyskap eða önnur sveitastörf að sumarlagi, við vegagerð utan kaupstaða, og þ.u.l.
    5. [Aðkomumenn í þjónustu varnarliðsins, verktaka þess og hliðstæðra aðila, enda hafist þeir við í húsnæði vinnuveitanda á vinnustað eða í grennd. Hins vegar eru slíkir starfsmenn við varnarliðsstörf skyldir til að upplýsa vinnuveitanda sinn um heimilisfang sitt og annað það, sem hann þarf á að halda til þess að geta látið í té nákvæmar skrár um starfsfólk sitt. — Ákvæði þessa töluliðs breytir engu um skyldur venslaliðs aðkomins starfsmanns við varnarliðsstörf til að tilkynna aðsetursskipti.] 1)
[Undantekningar þær frá tilkynningarskyldu, sem taldar eru í 3. mgr. þessarar greinar, gilda aðeins meðan umgetin atvik eru fyrir hendi. Ef maður dvelst í sveitarfélagi eftir brottfall þess atviks, er gerði hann undanþeginn tilkynningarskyldu, skal hann tilkynna dvalarsveit aðsetur sitt samkvæmt ákvæðum 2. mgr. þessarar greinar.] 1)
    1)L. 15/1956, 1. gr.
4. gr.
[Hver sá, sem samkvæmt ákvæðum 3. gr. hefur orðið tilkynningarskyldur í öðru sveitarfélagi en þar, sem hann telst eiga heimilisfang, skal tilkynna sveitarstjórn dvalarsveitarinnar brottför sína úr henni innan 7 daga. Þó skal ekki tilkynna brottförina, ef dvöl hlutaðeiganda í sveitarfélaginu, sem hann fer til, er undanþegin tilkynningarskyldu samkvæmt 3. mgr. 3. gr. og hann hyggst setjast að í sama húsnæði að dvölinni lokinni.] 1)
[Hver sá, sem hefur í hyggju að skipta um aðsetur á tímabilinu 16. nóvember til 1. desember á ári hverju, skal tilkynna það hlutaðeigandi sveitarstjórn eigi síðar en 15. nóvember, enda liggi þá fyrir, hvert hann flytur. Sama tilkynningarskylda hvílir á þeim, sem áformar að taka sér nýtt heimilisfang á fyrr greindu tímabili, án þess að hann flytji þangað aðsetur sitt að svo stöddu.] 2)
    1)L. 15/1956, 2. gr. 2)L. 46/1975, 1. gr.
5. gr.
[Maður, sem kemur erlendis frá til búsetu eða dvalar hér á landi, skal tilkynna viðkomandi sveitarstjórn aðsetur sitt innan 7 daga frá komu til landsins. Undanþegnir þessari skyldu eru þeir, sem dveljast hér skemmri tíma en þrjá mánuði og halda lögheimili í öðru landi, meðan þeir eru hér, enda stundi þeir ekki atvinnu í landinu.
Hver sá, sem fer til útlanda og hættir að eiga lögheimili hér á landi, skal tilkynna það viðkomandi sveitarstjórn, áður en hann fer, og meðal annars upplýsa fullt aðsetur sitt erlendis. Þeir, sem hafa tilkynnt komu til landsins samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar eða verið skyldir til að gera það, skulu tilkynna brottför sína frá því á sama hátt, nema hlutaðeigandi hyggi á endurkomu til landsins eftir dvöl um stundarsakir erlendis.
Heimilt er að ákveða, að fyrirmæli 1. mgr. þessarar greinar skuli ekki taka til námsmanna frá tilteknum löndum eða til erlendra sjómanna á íslenskum fiskiskipum, enda hafi hinir síðarnefndu ekki aðsetur í landi.] 1)
[Maður, sem dvalist hefur hér á landi án þess að vera tilkynningarskyldur samkvæmt ákvæðum þessara laga, skal tilkynna aðsetur sitt innan 7 daga, ef hann dvelst áfram í landinu eftir brottfall þeirra atvika, sem gerðu hann undanþeginn tilkynningarskyldu.] 2)
    1)L. 16/1963, 1. gr. 2)L. 87/1973, 1. gr.
6. gr.
[[Ráðherra] 1) er heimilt að ákveða með auglýsingu að um flutning manns á lögheimili sínu hingað til lands frá einhverju Norðurlandanna eða flutning manns á lögheimili sínu héðan til einhvers Norðurlandanna skuli gilda Norðurlandasamningur um almannaskráningu eins og hann er á hverjum tíma.] 2)
    1)L. 126/2011, 25. gr. 2)L. 50/2006, 1. gr.
7. gr.
Hver sá, sem tilkynnt hefur aðsetur í einhverju sveitarfélagi samkvæmt fyrirmælum laga þessara, eða hefði verið skyldur til að gera það, ef lög þessi hefðu verið í gildi á viðkomandi tíma, er samkvæmt 2. gr. skyldur til að tilkynna breytingar, sem verða kunna á aðsetri hans innan sama umdæmis. Fari hann í annað sveitarfélag, skal hann, ef ákvæði 3. gr. taka til dvalar hans þar, tilkynna aðsetur sitt sveitarstjórn umdæmisins, hvort sem hann á þar heimilisfang eða ekki.
8. gr.
Tilkynningarskylda sú, sem lög þessi mæla fyrir um, gildir án tillits til fjölskyldutengsla. [Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. skal t.d. einstaklingur í hjúskap, sem dvelur a.m.k. tvo mánuði í öðru sveitarfélagi en þar, sem hann telst eiga heimilisfang, án þess að um sé að ræða undantekningu frá tilkynningarskyldu skv. 3. mgr. 3. gr., tilkynna aðsetur sitt, hvort sem um er að ræða slit á samvistum við maka hans eða ekki.] 1)
    1)L. 65/2010, 6. gr.
9. gr.
Tilkynningarskylda sú, sem mælt er fyrir um í lögum þessum, hvílir á hverjum einstaklingi, sem fyllt hefur [18 ára] 1) aldur. Forráðamenn einstaklinga innan [18 ára] 1) aldurs og þeirra, sem sviptir hafa verið sjálfræði, skulu sjá um, að fullnægt sé tilkynningarskyldu fyrir skjólstæðinga þeirra.
[Hver húsráðandi er skyldur til að tilkynna aðsetursskipti einstaklinga, sem taka sér aðsetur í húsnæði á hans vegum eða hverfa úr því, eftir sömu reglum og þeir sjálfir eru tilkynningarskyldir. Sama skylda hvílir á forstöðumönnum hæla, sjúkrahúsa, skóla, gistihúsa, fangelsa og annarra slíkra stofnana. Enn fremur ber hverjum húseiganda að fullnægja tilkynningarskyldu fyrir einstaklinga í húsnæði hans …, 2) en hann er ekki ábyrgur fyrir því, að tilkynningarskyldu sé fullnægt fyrir framleigutaka í húsi hans.] 3)
Bæjarstjórar og oddvitar skulu kvitta skriflega fyrir móttöku tilkynninga um aðsetursskipti.
[Skylda húsráðanda (húseiganda) til að tilkynna aðsetursskipti samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar fellur niður, ef hlutaðeigandi sýnir honum, áður en tilkynningarfresti lýkur, kvittun viðkomandi sveitarstjórnar fyrir því, að tilkynningarskyldu hafi verið fullnægt.] 3)
2)
    1)L. 152/1998, 1. gr. 2)L. 50/2006, 2. gr. 3)L. 15/1956, 3. gr.
10. gr.
[Tilkynningar þær um aðsetur, sem lög þessi mæla fyrir um, skulu vera á prentuðum eða rafrænum eyðublöðum sem [Þjóðskrá Íslands] 1) lætur gera.] 2) Skal þar getið nafns þess eða þeirra, sem skipta um aðsetur, ásamt nákvæmum upplýsingum um það, hvar aðsetrið er, svo og um annað, sem greina þarf vegna spjaldskrár þeirrar yfir alla landsmenn, sem fyrirhugað er að koma á fót.
    1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 50/2006, 3. gr.
11. gr.
Tilkynningar þær um aðsetursskipti, sem bæjarstjórar og oddvitar fá í hendur, skulu sendar [Þjóðskrá Íslands], 1) eftir að hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa haft tækifæri til að skrá úr tilkynningunum það, sem þær þarfnast vitneskju um.
[[Þjóðskrá Íslands] 1) ákveður tilhögun á sendingu aðseturstilkynninga og hvaða tímafrestir skulu gilda í því sambandi.] 2)
    1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 50/2006, 4. gr.
12. gr.
Bæjarstjórum og oddvitum er heimilt að krefjast þess af skólastjórum og forstöðumönnum námsmannabústaða í sveitarfélaginu, að þeir láti hinum fyrr nefndu í té skrár, í tilteknu formi, yfir námsmenn, sem eiga heimilisfang utan viðkomandi sveitarfélags.
[[Þjóðskrá Íslands] 1) er heimilt að krefjast þess af forstöðumönnum einstakra hæla, sjúkrahúsa, skóla, gistihúsa, fangelsa og annarra slíkra stofnana, að þeir tilkynni á venjulegan hátt aðsetursskipti allra einstaklinga, sem hverfa úr húsnæði á vegum stofnunarinnar, hvort sem ber að tilkynna þá samkvæmt 9. gr. þessara laga eða ekki. [Þjóðskrá Íslands] 1) er enn fremur heimilt að krefjast þess af umræddum aðilum, að þeir afli handa henni upplýsinga um aðsetursskipti starfsmanna stofnunarinnar, sem hafast ekki við í húsnæði á hennar vegum. Þetta tekur þó aðeins til aðsetursskipta í sambandi við það, að starfsmenn hefja störf eða hætta störfum hjá viðkomandi stofnun.] 2)
    1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 15/1956, 4. gr.
13. gr.
Bæjarstjórnir og hreppsnefndir skulu, hver í sínu umdæmi, stuðla að því með virkum aðgerðum, að menn fullnægi sem best ákvæðum laga þessara um tilkynningarskyldu. M.a. skulu þær, einkum í fámennari sveitarfélögum, ef svo ber undir, gangast fyrir því, að tilkynningarskyldu sé fullnægt fyrir einstaklinga, sem láta undir höfuð leggjast að sinna þessari skyldu, eða eiga þess ekki kost einhverra hluta vegna.
[Sveitarstjórnir skulu gefa út og senda [Þjóðskrá Íslands] 1) tilkynningar um aðsetursskipti innansveitar, sem þeim er kunnugt um, að hafi ekki verið tilkynnt. Þær skulu enn fremur gefa út og senda [Þjóðskrá Íslands] 1) tilkynningar um einstaklinga, sem talið er að hafi flutt heimilisfang sitt úr sveitarfélaginu, ef ástæða er til að ætla, að það hafi ekki verið tilkynnt sveitarstjórn viðkomandi umdæmis. Þó er sveitarstjórn óheimilt að tilkynna brott úr sveitarfélaginu einstakling, sem dvelst í öðru sveitarfélagi vegna veikinda, ef hann nýtur framfærslustyrks frá heimilissveit sinni eða telja má líklegt, að hann verði styrkþegi hennar.
Sveitarstjórnir skulu, ef [Þjóðskrá Íslands] 1) telur þess þörf, gera ráðstafanir til öflunar upplýsinga um aðsetursskipti, sem vanrækt hefur verið að tilkynna, sbr. 2. mgr. þessarar greinar.
Aðseturstilkynningar útgefnar af sveitarstjórnum samkvæmt 2. og 3. mgr. þessarar greinar eru fullgild heimild til staðfestingar manna í [þjóðskrá], 2) að svo miklu leyti sem öruggari vitneskja samkvæmt tilkynningum hlutaðeigenda sjálfra er ekki fyrir hendi.
Tilkynningum samkvæmt 2. og 3. mgr. þessarar greinar skal hagað í samræmi við nánari fyrirmæli [Þjóðskrár Íslands] 1) þar að lútandi.] 3)
    1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 50/2006, 6. gr. 3)L. 15/1956, 5. gr.
14. gr.
[Lögreglustjórar skulu, hver í sínu umdæmi, hafa eftirlit með framkvæmd á fyrirmælum laga þessara og aðstoða [Þjóðskrá Íslands] 1) og hlutaðeigandi sveitarstjórnir eftir föngum við hana.] 2)
[Útlendingastofnun] 3) skal aðstoða við framkvæmd laga þessara eftir föngum, einkum í sambandi við eftirlit með því, að þeir, sem koma til landsins og fara frá landinu, fullnægi tilkynningarskyldu samkvæmt ákvæðum laganna.
    1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 50/2006, 7. gr. 3)L. 96/2002, 59. gr.
15. gr.
Ákvæði laga þessara snerta á engan hátt reglur gildandi löggjafar um heimilisfang og réttindi og skyldur manna í því sambandi.
16. gr.
Ríkissjóður ber kostnað af prentun eyðublaða og sendingu þeirra til sveitarstjórna, en þær bera allan annan kostnað, sem leiðir af framkvæmd laga þessara.
17. gr.
[Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. … 1)] 2)
    1)L. 88/2008, 233. gr. 2)L. 10/1983, 6. gr.
18. gr.