Menntamálanefnd

Eftir breytingar á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum, sem samþykktar voru á Alþingi 11. júní 2011, þar sem fastanefndum þingsins var fækkað úr 12 í 8, sbr. lög nr. 84/2011, heyra málefni menntamálanefndar að mestu leyti undir allsherjar- og menntamálanefnd.

Málaflokkar

Til menntamálanefndar var m.a. vísað málum er varða kennslu, skóla og almenna fræðslustarfsemi, söfn, listir, Ríkisútvarpið (hljóðvarp og sjónvarp), höfundarrétt, manna- og bæjanöfn, íþróttir og æskulýðsstarfsemi. Þá gerði nefndin árlega tillögu til Alþingis um skiptingu heiðurslauna listamanna.