Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd
Eftir breytingar á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum, sem samþykktar voru á Alþingi 11. júní 2011, þar sem fastanefndum þingsins var fækkað úr 12 í 8, sbr. lög nr. 84/2011, heyra málefni sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar nú að mestu leyti undir atvinnuveganefnd.
Málaflokkar
Til sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar var m.a. vísað málum er varða sjávarútveg, friðun og nýtingu fiskimiða, fiskveiðar innan og utan fiskveiðilandhelgi, stjórn fiskveiða, meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, Hafrannsóknastofnunina og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins auk mála er varða sjómenn og útgerðarmenn. Þá var vísað til nefndarinnar málum er varða landbúnað, búfjárhald og búnaðarfræðslu, dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, matvæli, matvælaeftirlit og matvælarannsóknir.