
117. FUNDUR
þriðjudaginn 24. maí,
kl. 1.30 miðdegis.
Frestun á skriflegum svörum.
Fundahöld. Fsp. BP, 697. mál. --- Þskj. 1137.
Áhrif búvörusamninga 2016. Fsp. SSv, 734. mál. --- Þskj. 1201.
[13:31]
Störf þingsins.
Umræðu lokið.
Sérstök umræða.
Staða fjölmiðla á Íslandi.
Málshefjandi var Birgitta Jónsdóttir.
Kosning tveggja manna og jafnmargra varamanna í fjármálaráð, til þriggja ára, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 13. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál.
Við kosninguna komu fram tveir listar með samtals jafn mörgum nöfnum og menn skyldi kjósa. Þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:
Aðalmenn:
Þóra Helgadóttir (A),
Ásgeir Brynjar Torfason (B).
Varamenn:
Arna Varðardóttir (A),
Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir (B).
Kosning eins aðalmanns í stað Elínar Blöndal í endurupptökunefnd skv. 2. gr. laga nr. 15/2013 um breyt. á l. um dómstóla, l. um meðferð sakamála og l. um meðferð einkamála.
Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosin væri án atkvæðagreiðslu:
Ásgerður Ragnarsdóttir.
Kosning eins varamanns í stað Ingva Hrafns Óskarssonar í bankaráð Seðlabanka Íslands til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, sbr. 26. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands.
Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosinn væri án atkvæðagreiðslu:
Þórlindur Kjartansson.
Kosning eins varamanns í stað Andra Teitssonar í stjórn Viðlagatryggingar Íslands til 15. maí 2019, skv. 2. gr. laga nr. 55/1992, um Viðlagatryggingu Íslands, með síðari breytingum.
Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosin væri án atkvæðagreiðslu:
Kristín Hálfdánsdóttir.
Afbrigði um dagskrármál.
Handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar, frh. 2. umr.
Stjfrv., 617. mál (heildarlög). --- Þskj. 1019, nál. 1290.
Frumvarpið gengur til 3. umræðu.
Ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga, frh. 2. umr.
Frv. forsætisn., 112. mál (heildarlög). --- Þskj. 112, nál. 1282.
Frumvarpið gengur til 3. umræðu.
Dómstólar, 2. umr.
Stjfrv., 615. mál (heildarlög, millidómstig, Landsréttur). --- Þskj. 1017, nál. 1315, brtt. 1316, 1326 og 1332.
og
Meðferð einkamála og meðferð sakamála, 2. umr.
Stjfrv., 616. mál (millidómstig, Landsréttur). --- Þskj. 1018, nál. 1315.
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Rannsóknarnefndir, 2. umr.
Frv. forsætisn., 653. mál. --- Þskj. 1081, nál. 1327.
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 293/2015 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn, síðari umr.
Stjtill., 682. mál (félagaréttur, EES-reglur). --- Þskj. 1110, nál. 1307.
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 252/2015 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn, síðari umr.
Stjtill., 683. mál (tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, EES-reglur). --- Þskj. 1111, nál. 1308.
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 230/2015 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn, síðari umr.
Stjtill., 684. mál (umhverfismál, EES-reglur). --- Þskj. 1112, nál. 1309.
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 229/2015 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn, síðari umr.
Stjtill., 685. mál (umhverfismál, EES-reglur). --- Þskj. 1113, nál. 1310.
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
Ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 197/2015 um breytingu á I. viðauka við EES-samninginn, síðari umr.
Stjtill., 686. mál (heilbrigði dýra og plantna, EES-reglur). --- Þskj. 1114, nál. 1321.
Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.
[17:23]
Fundi slitið kl. 17:24.
---------------