Lagasafn. Íslensk lög 1. febrúar 2006. Útgáfa 132a. Prenta í tveimur dálkum.
Umferðarlög
1987 nr. 50 30. mars
Ferill málsins á Alþingi.
Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. mars 1988. Breytt með l. 62/1988 (tóku gildi 8. júní 1988), l. 55/1990 (tóku gildi 1. okt. 1990), l. 90/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992), l. 92/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 103. gr. sem tók gildi 9. jan. 1992), l. 12/1992 (tóku gildi 1. maí 1992), l. 115/1992 (tóku gildi 1. jan. 1993), l. 44/1993 (tóku gildi 1. júní 1993), l. 116/1993 (tóku gildi 1. jan. 1994; EES-samningurinn: IX. viðauki), l. 147/1995 (tóku gildi 1. jan. 1996), l. 37/1996 (tóku gildi 21. maí 1996), l. 90/1996 (tóku gildi 1. júlí 1997), l. 138/1996 (tóku gildi 30. des. 1996; EES-samningurinn: XIII. viðauki tilskipun 91/439/EBE og II. viðauki tilskipun 92/61/EBE), l. 48/1997 (tóku gildi 29. maí 1997), l. 57/1997 (tóku gildi 1. júlí 1997), l. 83/1997 (tóku gildi 6. júní 1997), l. 23/1998 (tóku gildi 29. apríl 1998), l. 32/1998 (tóku gildi 1. júlí 1998), l. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998), l. 84/1998 (tóku gildi 1. jan. 1999), l. 64/2000 (tóku gildi 26. maí 2000), l. 91/2001 (tóku gildi 1. nóv. 2001; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. gr.), l. 83/2002 (tóku gildi 1. okt. 2002 nema 1. og 2. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2003), l. 26/2003 (tóku gildi 3. apríl 2003; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 73/239/EBE), l. 72/2003 (tóku gildi 10. apríl 2003), l. 132/2003 (tóku gildi 1. jan. 2004), l. 84/2004 (tóku gildi 18. júní 2004 nema 9. gr. sem tók gildi 1. sept. 2004; EES-samningurinn: II. viðauki tilskipun 2002/24/EB, XIII. viðauki tilskipun 2003/20/EB) og l. 24/2005 (tóku gildi 1. sept. 2005).
I.
Gildissvið o.fl.
Gildissvið.
1. gr. Ákvæði laga þessara gilda, nema annað sé ákveðið, um umferð á vegum.

Þar sem vegur er fyrir sérstaka tegund umferðar, gilda ákvæði laganna, eftir því sem við á.

Ákvæði laganna gilda einnig, eftir því sem við á, um umferð ökutækja á lóðum, lendum, afréttum og almenningum.
Skilgreiningar.
2. gr.
Akbraut:
Sá hluti vegar, sem ætlaður er fyrir umferð ökutækja.
Akrein:
Hver og ein af samhliða reinum, sem akbraut er skipt í að endilöngu með merkjum eða er nægilega breið fyrir umferð bifreiða í einni röð.
[Ásþungi:
Þungi sem flyst á veg af hjólum á einum ás ökutækis.]
1)
Bifhjól:
Vélknúið ökutæki sem ekki telst torfærutæki og aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga og er á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, eða á þremur hjólum og innan við 400 kg að eigin þyngd.
Bifreið:
a. Vélknúið ökutæki sem ekki telst torfærutæki og aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga og er á fjórum hjólum eða fleiri eða á þremur hjólum og 400 kg að eigin þyngd eða meira og hannað er til hraðari aksturs en 30 km á klst. eða aka má svo hratt án verulegra breytinga.
b. Vélknúið ökutæki, sem aðallega er ætlað til að draga annað ökutæki og hannað er til hraðari aksturs en 30 km á klst.
c. Vélknúið ökutæki, sem aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga og/eða til að draga annað ökutæki og er búið beltum og eftir atvikum stýrimeiðum/stýrihjólum og er 400 kg að eigin þyngd eða meira.
Dráttarvél:
Vélknúið ökutæki, sem aðallega er hannað til að draga annað ökutæki og draga, ýta, flytja og knýja vinnutæki og er á hjólum og/eða beltum.
Eftirvagn:
Ökutæki, sem hannað er til að vera dregið af öðru ökutæki og aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga.
Eigin þyngd:
Þyngd ökutækis, sem tilbúið er til notkunar, að meðtöldum búnaði, sem því fylgir að jafnaði, eldsneyti, smurolíu, kælivatni, varahjóli, verkfærum o.þ.h.
Gangbraut:
Sérstaklega merktur hluti vegar, sem ætlaður er gangandi vegfarendum til að komast yfir akbraut.
Gangstétt:
Sá hluti vegar til hliðar við akbraut, sem aðallega er ætlaður gangandi vegfarendum.
Heildarþyngd:
Þyngd ökutækis með ökumanni, farþegum, farmi og viðfestum vinnutækjum. Leyfð heildarþyngd ökutækis er sú heildarþyngd, sem leyfð er við skráningu þess.
Hliðarvagn:
Ökutæki á einu hjóli, sem tengt er við hlið bifhjóls á tveimur hjólum og aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga.
Hópbifreið:
Bifreið, sem ætluð er til flutnings fleiri en átta farþega, einnig þótt bifreiðin sé jafnframt ætluð til annarra nota.
Lagning ökutækis:
Staða ökutækis, með eða án ökumanns, lengur en þarf til að hleypa farþegum inn eða út, lesta það eða losa.
Létt bifhjól:
[Bifhjól sem búið er brunahreyfli sem ekki er yfir 50 rúmsentimetrar að slagrúmmáli eða búið rafhreyfli og er eigi hannað til hraðari aksturs en 45 km á klst.]
2)
Reiðhjól:
[a. Ökutæki, sem knúið er áfram með stig- eða sveifarbúnaði og eigi er eingöngu ætlað til leiks.
b. Vélknúinn hjólastóll, sem eigi er hannaður til hraðari aksturs en 15 km á klst. og verður einungis ekið hraðar með verulegri breytingu.
c. Lítil vél- eða rafknúin ökutæki, sem hönnuð eru til aksturs á hraða frá 8 km og upp í 15 km á klst. Undir þessa skilgreiningu fellur m.a. vélknúið hlaupahjól sem búið er stigbretti, er á hjólum og með stöng að framan sem á er stýri. Slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut.]
3)
Tengitæki:
Ökutæki, sem hannað er til að vera dregið af öðru ökutæki og er ekki eftirvagn. Enn fremur hjólhýsi og tjaldvagn.
Torfærutæki:
a. Vélknúið ökutæki sem aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga og/eða til að draga annað ökutæki og er búið beltum og eftir atvikum stýrimeiðum/stýrihjólum og er innan við 400 kg að eigin þyngd.
b. Vélknúið ökutæki sem aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga utan vega og er á hjólum og innan við 400 kg að eigin þyngd.
[c. Vélknúið ökutæki sem aðallega er ætlað til vöruflutninga utan vega, er a.m.k. á fjórum hjólum og innan við 550 kg að eigin þyngd án rafgeyma sé það rafknúið.]
3)
Vegamót:
Þar sem vegir mætast eða skerast eða vegur greinist.
Vegfarandi:
Hver sem fer um veg eða er staddur á vegi eða í ökutæki á vegi.
Vegur:
Vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er til almennrar umferðar.
Vélknúið ökutæki:
Ökutæki búið aflvél til að knýja það áfram.
Vinnuvél:
a. Vélknúið ökutæki, sem aðallega er ætlað til sérstakra verka, er búið áfestum tækjum eða vélum og er á hjólum og/eða beltum.
b. Vélknúið ökutæki, sem aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga eða til að draga annað ökutæki og er á hjólum og eigi er hannað til hraðari aksturs en 30 km á klst., þó eigi bifhjól.
c. Vélknúið ökutæki, sem stjórnað er af gangandi manni.
Þéttbýli:
Svæði afmarkað með sérstökum merkjum, sem tákna þéttbýli.
Ökutæki:
Tæki á hjólum, beltum, völtum, meiðum eða öðru, sem ætlað er til aksturs á landi og eigi rennur á spori.
…
1)
1)L. 44/1993, 1. gr. 2)L. 138/1996, 1. gr. 3)L. 84/2004, 1. gr.
3. gr. Ákvæði um umferð ökutækja gilda, eftir því sem við á, einnig um reiðmenn [og þá sem teyma eða reka búfé].
1)

Ákvæði um gangandi vegfarendur gilda einnig um þann sem er á skíðum, hjólaskíðum, skautum eða svipuðum tækjum; enn fremur um þann sem rennir sér á sleða eða dregur með sér eða leiðir tæki eða hjól. Þau gilda og um fatlaðan mann sem sjálfur ekur hjólastól.
1)L. 44/1993, 2. gr.
II.
Reglur fyrir alla umferð.
Meginreglur.
4. gr. Vegfarandi skal sýna tillitssemi og varúð svo að eigi leiði til hættu eða valdi tjóni eða óþægindum, og þannig að eigi trufli eða tefji umferð að óþörfu. Hann skal og sýna þeim, sem búa eða staddir eru við veg, tillitssemi.

Sérstaka tillitssemi skal sýna börnum, öldruðum og þeim, sem bera auðkenni fatlaðra eða eru sýnilega sjón- eða heyrnarskertir, fatlaðir eða sjúkir, þannig að hái þeim í umferðinni. [Ráðherra]
1) setur reglur um auðkenni fatlaðra.
2)

Lögreglustjóri og veghaldari skulu í samráði við viðkomandi skólayfirvöld gera ráðstafanir til að vernda börn gegn hættu í umferðinni á leið þeirra til og frá skóla.
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 260/1970.
Leiðbeiningar fyrir umferð.
5. gr. Vegfarandi skal fara eftir leiðbeiningum um umferð, sem gefnar eru með umferðarmerkjum, umferðarljósum eða hljóðmerkjum eða öðrum merkjum á eða við veg, sbr. 84. gr. Leiðbeiningar þessar gilda framar almennum umferðarreglum.

Leiðbeiningar gefnar með umferðarljósum gilda framar leiðbeiningum um biðskyldu eða stöðvunarskyldu samkvæmt umferðarmerki.

Vegfarandi skal fara eftir leiðbeiningum um umferð, sem lögreglumaður eða sá annar, sem [ráðherra]
1) hefur heimilað að stjórna umferð, gefur. Þær leiðbeiningar gilda framar leiðbeiningum, sem gefnar eru á annan hátt.
1)L. 132/2003, 1. gr.
[Akstur utan vega.]1)
1)L. 44/1993, 3. gr.
[5. gr. a. Í þéttbýli má ekki í heimildarleysi aka, stöðva eða leggja vélknúnu ökutæki utan vega á svæði sem ekki er ætlað fyrir umferð vélknúinna ökutækja.

Ákvæði 1. mgr. gildir ekki um akstur vegna óhjákvæmilegrar þjónustu, sjúkraflutninga eða annarrar ámóta óhjákvæmilegrar umferðar sem upp kemur.]
1)
1)L. 44/1993, 3. gr.
Leikir o.fl.
6. gr. Eigi má stökkva af eða upp í ökutæki á ferð eða vera utan á ökutæki á ferð.

Eigi má draga vagn, sleða eða þess háttar aftan í ökutæki, sbr. þó 62. gr. Eigi má hanga í ökutæki á ferð eða draga með ökutæki á vegi þann, sem er á skíðum, hjólaskíðum, skautum eða svipuðum tækjum.

Eigi má vera að leik á vegi, þannig að til óþæginda verði fyrir umferð.
Vistgötur.
7. gr. Ákvæði greinar þessarar gilda um umferð á svæði, sem afmarkað er með sérstökum merkjum, sem tákna vistgötu.

Heimilt er að dveljast og vera að leik á vistgötu. Þar ber að aka mjög hægt, að jafnaði eigi hraðar en 15 km á klst. Ef gangandi vegfarandi er nærri má eigi aka hraðar en á venjulegum gönguhraða.

Ökumaður skal sýna gangandi vegfaranda sérstaka tillitssemi og víkja fyrir honum. Gangandi vegfarandi má eigi hindra för ökutækis að óþörfu.

Eigi má leggja ökutækjum nema á sérstaklega merktum stæðum. Ákvæði þetta gildir eigi um reiðhjól.
Neyðarakstur o.fl.
8. gr. [Ráðherra]
1) setur reglur
2) um neyðarakstur og getur undanþegið þann akstur frá ákvæðum laga þessara.

Nú notar ökumaður ökutækis, sem ætlað er til neyðaraksturs, sérstök hljóð- eða ljósmerki við akstur og skulu aðrir vegfarendur þá víkja úr vegi í tæka tíð. Ökumenn skulu nema staðar ef nauðsyn ber til. [Ráðherra]
1) ákveður hvernig merkjum þessum skuli háttað.
3) Þau má eingöngu nota þegar nauðsyn ber til og er stjórnanda ökutækisins skylt að taka tillit til annarra vegfarenda.

Vélknúið ökutæki, sem í einstakt skipti er notað til aksturs í þjónustu lögreglu, slökkviliðs eða í lífsnauðsyn, svo sem við flutning sjúks manns eða slasaðs, og er greinilega auðkennt að framan með hvítri veifu, er við þann akstur jafnsett ökutæki sem ætlað er til neyðaraksturs. Stjórnandi ökutækisins skal tilkynna lögreglunni um aksturinn svo fljótt sem auðið er að akstri loknum. Heimildarlaus notkun hvítrar veifu er bönnuð.

Óviðkomandi má eigi koma svo nærri slys- eða brunastað að hamli björgunar- eða slökkvistarfi, þar á meðal akstri að og frá staðnum.

Vegfarandi má eigi rjúfa eða á annan hátt hindra för líkfylgdar, hóps barna undir leiðsögn stjórnanda eða annarrar lögmætrar hópgöngu.
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)
Rgl. 643/2004. 3)Rg. 822/2004, sbr. 375/2005 og 647/2005.
Skemmdir á umferðarmerkjum.
9. gr. Án leyfis má eigi nema brott eða breyta umferðarmerki.

Sá, sem á hlut að því að skemma umferðarmerki, skal strax lagfæra það, ef kostur er. Annars ber honum að tilkynna lögreglunni þegar um atburðinn og gera nauðsynlegar ráðstafanir til viðvörunar öðrum vegfarendum.
Skyldur vegfarenda við umferðaróhapp.
10. gr. Vegfarandi, sem á hlut að umferðarslysi eða öðru umferðaróhappi, skal þegar nema staðar, hvort sem hann á sök á eða ekki. Hann skal veita slösuðum mönnum og dýrum hverja þá hjálp, sem honum er unnt, og taka að öðru leyti þátt í aðgerðum, sem óhappið gefur efni til. Hver sá, sem hlut á að umferðaróhappi eða hefur verið sjónarvottur að því, skal skýra frá nafni sínu og heimilisfangi, ef þess er óskað af öðrum þeim, sem hlut á að óhappinu eða hefur orðið fyrir tjóni.

Ef maður hefur látist eða slasast í umferðarslysi skal sá, sem átti hlut að því, tilkynna lögreglunni um slysið svo fljótt sem auðið er. Ef tjón hefur orðið á eignum og enginn er viðstaddur til að taka við upplýsingum, sem um ræðir í 1. mgr., skal tjónvaldur tilkynna það tjónþola eða lögreglunni svo fljótt sem auðið er.

Hafi maður látist eða slasast alvarlega í umferðarslysi, má eigi raska vettvangi eða fjarlægja ummerki, sem þýðingu geta haft fyrir rannsókn þess. Ef ökutæki veldur verulegri hættu fyrir umferðina skal þó færa það úr stað.
III.
Umferðarreglur fyrir gangandi vegfarendur.
11. gr. Gangandi vegfarandi skal nota gangstétt, gangstíg eða þann hluta vegar, sem liggur utan akbrautar (vegaröxl). Ef ekki er gangstétt, gangstígur eða vegaröxl meðfram vegi má nota akbraut. Skal þá að jafnaði gengið við vinstri vegarbrún í gönguátt og ekki fleiri en tveir samhliða. Ef gangandi vegfarandi leiðir reiðhjól eða létt bifhjól skal hann ganga við hægri vegarbrún. Gangandi vegfarandi má þó nota gagnstæða vegarbrún, ef hann væri annars í hættu eða sérstakar aðstæður mæla með því.

Á gangstétt, gangstíg eða vegaröxl má gangandi vegfarandi hvorki leiða reiðhjól eða létt bifhjól né flytja með sér fyrirferðarmikla hluti, ef það er til verulegra óþæginda fyrir aðra.
12. gr. Gangandi vegfarandi, sem ætlar yfir akbraut, skal hafa sérstaka aðgát gagnvart ökutækjum, sem nálgast. Hann skal fara yfir akbrautina án óþarfrar tafar.

Þegar farið er yfir akbraut skal nota gangbraut, ef hún er nálæg. Sama á við um göng og brú fyrir gangandi vegfarendur. Að öðrum kosti skal ganga þvert yfir akbraut og að jafnaði sem næst vegamótum.

Þar sem umferð er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum má einungis ganga yfir akbraut þegar grænt ljós er fyrir umferð gangandi vegfarenda eða lögreglan gefur til kynna með merkjagjöf að umferð gangandi sé heimil.
IV.
Umferðarreglur fyrir ökumenn.
Notkun akbrauta.
13. gr. Ökumaður skal nota akbraut. Bannað er að aka eftir gangstétt eða gangstíg.

Þar sem sérstakar reinar eru fyrir mismunandi tegundir ökutækja, skal ökumaður nota þá rein, sem ökutæki hans er ætluð.
Hvar aka skal á vegi.
14. gr. Ökumaður skal vera með ökutæki sitt eins langt til hægri og unnt er með tilliti til annarrar umferðar og aðstæðna að öðru leyti.

Nú er akbraut með þremur akreinum, og má þá eigi aka á þeirri akrein, sem er lengst til vinstri miðað við akstursstefnu, nema einstefnuakstur sé á akbrautinni.

Ökutæki, sem ekið er á eftir öðru ökutæki, skal vera svo langt frá því, að eigi sé hætta á árekstri, þótt ökutækið, sem er á undan, stöðvist eða dregið sé úr hraða þess. Utan þéttbýlis skal ökutæki, sem háð er sérstökum hraðareglum samkvæmt 38. gr., auk þess vera svo langt frá næsta ökutæki á undan, að þeir, sem fram úr aka, geti án hættu komist á milli þeirra.

Aka skal hægra megin við umferðareyju o.þ.h., sem komið er fyrir á akbraut. Þó má aka vinstra megin, ef það er gefið til kynna með merki eða ekið er á akbraut með einstefnuakstri.

Ökutæki í vegavinnu má aka eftir því sem þörf er á vegna vinnunnar, enda sé sýnd full aðgæsla.
Akstur á vegamótum og í beygjum.
15. gr. Ökumaður, sem nálgast vegamót á akbraut með tvær eða fleiri akreinar í akstursstefnu sína, skal í tæka tíð færa ökutæki sitt á þá akrein, sem lengst er til hægri, ef hann ætlar að beygja til hægri, en á þá akrein, sem lengst er til vinstri, ef hann ætlar að beygja til vinstri. Sá, sem ætlar beint áfram, getur notað þá akrein, sem er hentugust með tilliti til annarrar umferðar og fyrirhugaðrar akstursleiðar.

Ökumaður, sem ætlar að beygja á vegamótum, skal ganga úr skugga um að það sé unnt án hættu eða óþarfa óþæginda fyrir aðra, sem fara í sömu átt. Hann skal sérstaklega gefa gaum umferð, sem á eftir kemur.

Við hægri beygju ber að aka sem næst hægri brún akbrautar og skal beygjan tekin eins kröpp og unnt er. Við vinstri beygju skal aka sem næst miðju akbrautar og á akbraut með einstefnuakstri eins nálægt vinstri brún og unnt er. Beygjuna skal taka þannig, að þegar ökutækið kemur út af vegamótunum, sé það hægra megin á akbrautinni, sem beygt er inn á.

Nú er akbraut, sem beygt er inn á, með tvær eða fleiri akreinar fyrir umferð í sömu akstursstefnu, og skal þá beygjan, þrátt fyrir ákvæði 3. mgr., tekin svo sem hentugast er með tilliti til annarrar umferðar og fyrirhugaðrar akstursleiðar.

Nú koma tveir ökumenn úr gagnstæðum áttum á vegamót, og ætla báðir að beygja til vinstri. Mega þeir þá aka vinstra megin hvor fram hjá öðrum, þegar þeir mætast, ef það er unnt án hættu eða óþæginda.
16. gr. Ákvæði 1.–3. mgr. 15. gr. gilda einnig um akstur yfir akbraut eða af henni, þótt eigi sé um vegamót að ræða.

Ökutæki í vegavinnu má aka eftir því sem þörf er á vegna vinnunnar, enda sé sýnd full aðgæsla.
Að snúa ökutæki, aka aftur á bak og skipta um akrein.
17. gr. Ökumaður skal, áður en hann snýr ökutæki eða ekur því aftur á bak, ganga úr skugga um, að það sé unnt án hættu eða óþæginda fyrir aðra.

Ökumaður skal, áður en hann ekur af stað frá vegarbrún, skiptir um akrein eða ekur á annan hátt til hliðar, ganga úr skugga um, að það sé unnt án hættu eða óþarfa óþæginda fyrir aðra. Sama er, ef ökumaður ætlar að stöðva ökutæki eða draga snögglega úr hraða þess.

Ökumaður á aðrein skal aðlaga hraða ökutækis síns umferð á akrein þeirri, sem hann ætlar inn á, og fara af aðreininni strax og það er unnt án hættu eða óþarfa óþæginda. Ökumaður á akrein, sem umferð af aðrein ætlar inn á, skal auðvelda þeirri umferð akstur inn á akreinina.

[Frárein]
1) skal nota strax og hún byrjar.
1)L. 44/1993, 4. gr.
Akstur við biðstöð hópbifreiða o.fl.
18. gr. Ökumaður, sem í þéttbýli nálgast biðstöð þar sem hópbifreið hefur numið staðar, skal, ef ökumaður hennar hefur gefið merki um að hann ætli að aka af stað, draga úr hraða og, ef nauðsyn ber til, nema staðar þannig að hópbifreiðin geti ekið frá biðstöðinni. Ökumaður hópbifreiðarinnar skal eftir sem áður hafa sérstaka aðgát til að draga úr hættu.

Ökumaður, sem nálgast merkta skólabifreið sem numið hefur staðar til að hleypa farþegum inn eða út, skal hafa sérstaka aðgát. Sama á við þegar skólabifreið er ekið frá slíkum stað.
Þegar ökutæki mætast.
19. gr. Þegar ökutæki mætast skal þeim ekið hægra megin hvoru fram hjá öðru og þess gætt, að nægilegt hliðarbil sé milli þeirra. Aka ber varlega og sýna öðrum vegfarendum tillitssemi og nema staðar, ef nauðsyn ber til. Ef hindrun er á hluta vegar skal sá ökumaður nema staðar, sem er þeim megin á akbrautinni, sem hindrunin er. Ef ökutæki mætast þar sem vegur er svo mjór, að hvorugt kemst fram hjá hinu áhættulaust, skal sá ökumaður, sem betur fær því við komið, aka út af vegi eða aftur á bak.

Mæta má ökutæki í vegavinnu eins og best hentar, enda sé sýnd full aðgæsla.
Framúrakstur.
20. gr. Aka skal vinstra megin fram úr ökutæki. Þó skal aka hægra megin fram úr ökutæki, ef ökumaður þess beygir til vinstri eða undirbýr greinilega vinstri beygju. Hjólreiðamaður má fara hægra megin fram úr öðrum ökutækjum en reiðhjólum.

Ökumaður, sem ætlar fram úr ökutæki, skal ganga úr skugga um, að það sé unnt án hættu, og athuga sérstaklega:
a. að akrein sú, sem nota á til framúraksturs, sé án umferðar á móti á nægilega löngum kafla og að ekki sé annað, er hindri framúraksturinn,
b. að sá, sem á undan er, hafi ekki gefið merki um, að hann ætli að aka fram úr öðru ökutæki,
c. að enginn, sem á eftir ekur, hafi byrjað akstur fram úr honum, og
d. að hann geti komist inn í umferðarstrauminn á ný án óþæginda fyrir aðra, þegar framúrakstri lýkur. Þetta á þó eigi við um framúrakstur á akrein þar sem mótumferð er óheimil.

Sá, sem ekur fram úr, skal hafa nægilegt hliðarbil milli ökutækis síns og þess, sem ekið er fram úr. Sá, sem ekið hefur vinstra megin fram úr, skal aka til hægri á ný, svo fljótt sem unnt er án hættu eða óþæginda. Hann þarf þó ekki að aka til hægri, ef ætlunin er að aka þá þegar fram úr enn öðru ökutæki og skilyrði til framúraksturs eru að öðru leyti fyrir hendi.

Aka má fram úr ökutæki í vegavinnu á þann hátt sem hentugastur er, enda sé sýnd full aðgæsla.
21. gr. Þegar ökumaður verður þess var, að ökumaður, sem á eftir kemur, ætlar að aka fram úr vinstra megin, skal hann vera með ökutæki sitt eins langt til hægri og unnt er. Má hann ekki auka hraðann eða torvelda framúraksturinn á annan hátt.

Ef ökutæki er ekið hægt eða er fyrirferðarmikið og akbraut er mjó eða bugðótt eða umferð kemur á móti, skal ökumaður gæta sérstaklega að umferð, sem kemur á eftir. Ef það getur auðveldað framúrakstur skal hann aka til hliðar eins fljótt og unnt er, draga úr hraða og nema staðar, ef þörf krefur.
Bann við framúrakstri.
22. gr. [Eigi má aka fram úr öðru ökutæki rétt áður en komið er að vegamótum eða á þeim. Heimilt er þó að aka fram úr öðru ökutæki ef skilyrði til framúraksturs eru að öðru leyti fyrir hendi og
a. ökutækin eru á akbraut með tveimur eða fleiri akreinum í akstursstefnu þeirra,
b. aka skal hægra megin fram úr vegna ökutækis sem beygt er til vinstri,
c. umferð á vegamótum er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum, eða
d. umferð hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegi, sbr. 2. mgr. 25. gr.]
1)

Eigi má heldur aka fram úr öðru ökutæki, þegar vegsýn er skert vegna hæðar eða beygju á vegi, nema unnt sé að aka fram úr á akrein þar sem umferð á móti er óheimil.

Ákvæði greinarinnar á ekki við um akstur fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli.
1)L. 44/1993, 5. gr.
Framúrakstur og akreinaskipti í [þéttri umferð].1)
1)L. 62/1988, 1. gr.
23. gr. Í þéttri umferð ökutækja á tveimur eða fleiri akreinum í sömu akstursstefnu þar sem hraðinn ræðst af þeim, sem á undan fara, má aka hægra megin fram úr ökutæki á annarri akrein. Þegar þannig stendur á má ekki skipta um akrein, nema þess þurfi til að beygja á vegamótum, aka af akbraut, stöðva ökutæki eða leggja því.

Aka má fram úr ökutæki, ef öðru ökutækjanna er ekið á akrein, sem ætluð er sérstakri tegund umferðar.
Framúrakstur við gangbraut.
24. gr. Eigi má aka fram úr ökutæki rétt áður en komið er að gangbraut eða á henni. Ef umferð við gangbraut er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum, má þó aka fram úr ökutæki, ef það hindrar eigi útsýn yfir gangbrautina.
Skylda til að veita öðrum forgang.
25. gr. Ökumaður skal hafa sérstaka aðgát við vegamót.

Ökumaður, sem ætlar að aka inn á eða yfir veg, skal veita umferð ökutækja á þeim vegi úr báðum áttum forgang, ef það er gefið til kynna með umferðarmerki um biðskyldu eða stöðvunarskyldu.

Nú ætlar ökumaður að aka út á veg af bifreiðastæði, lóð, landareign, bensínstöð eða svipuðu svæði eða af götuslóða, stíg, göngugötu, vistgötu, heimreið eða svipuðum vegi eða af gangstétt eða vegaröxl og skal hann þá veita umferð í veg fyrir leið hans forgang.

Þegar ökumenn stefna svo, að leiðir þeirra skerast á vegamótum, opnum svæðum eða svipuðum stöðum, skal sá þeirra, sem hefur hinn sér á hægri hönd, veita honum forgang.

Ökumaður, sem á að veita öðrum forgang, skal gefa greinilega til kynna, að hann muni veita forgang með því að draga úr hraða í tæka tíð eða nema staðar. Hann má því aðeins aka áfram, að það sé unnt án hættu eða óþæginda fyrir önnur ökutæki miðað við, hvar þau eru á vegi, hver fjarlægð þeirra er og hraði.

Þegar ökumaður ætlar að beygja á vegamótum, ber honum að veita forgang þeirri umferð, sem á móti kemur, svo og gangandi vegfarendum [og hjólreiðamönnum],
1) sem fara þvert yfir akbraut þá, sem hann ætlar að fara á. Sama á við um akstur yfir eða af akbraut þar sem eigi eru vegamót.

Ökumaður, sem nálgast eða ekur inn á vegamót, skal haga akstri sínum þannig, að hann valdi ekki umferð á veginum, sem hann fer yfir, óþarfa óþægindum, ef hann neyðist til að nema þar staðar. Á vegamótum, þar sem umferð er stjórnað með umferðarljósum, má ökumaður eigi aka inn á vegamótin á grænu ljósi, ef honum má vera ljóst af aðstæðum í umferðinni, að hann muni eigi komast yfir vegamótin, áður en grænt ljós kviknar fyrir umferð úr þverstæðri átt.
1)L. 44/1993, 6. gr.
Sérstakar skyldur gagnvart gangandi vegfarendum.
26. gr. Ökumaður, sem mætir eða ekur fram hjá gangandi vegfaranda, skal gefa honum tíma til að víkja til hliðar og veita honum nægilegt rými á veginum.

Ökumaður, sem ætlar að aka yfir gangstétt eða gangstíg eða að aka út á akbraut frá lóð eða svæði við veginn, skal bíða meðan gangandi vegfarandi fer fram hjá. Sama á við um akstur inn á eða yfir göngugötu.

Við akstur á göngugötu skal ökumaður hafa sérstaka aðgát og tillitssemi gagnvart gangandi vegfaranda.

Við beygju á vegamótum má ökumaður ekki valda gangandi vegfaranda, sem fer yfir akbraut þá, sem beygt er inn á, hættu eða óþægindum. Sama á við um akstur yfir akbraut eða af henni, þar sem ekki eru vegamót.

Við gangbraut, þar sem umferð er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum, skal ökumaður bíða eftir gangandi vegfaranda, sem er á gangbrautinni á leið yfir akbrautina, þótt umferð sé að öðru leyti heimil í akstursstefnu ökumannsins. Ef gangbrautin er við vegamót og ökumaður kemur að henni úr beygju á vegamótunum, skal hann aka hægt og bíða meðan gangandi vegfarandi, sem er á gangbrautinni eða á leið út á hana, kemst fram hjá.

Ökumaður, sem nálgast gangbraut, þar sem umferð er ekki stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum, skal aka þannig að ekki valdi gangandi vegfaranda á gangbrautinni eða á leið út á hana hættu eða óþægindum. Skal ökumaður nema staðar, ef nauðsynlegt er, til að veita hinum gangandi færi á að komast yfir akbrautina.

Ökumaður skal forðast, svo sem unnt er, að stöðva ökutæki á gangbraut.
Stöðvun ökutækis og lagning þess.
27. gr. Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því á þeim stað eða þannig að valdið geti hættu eða óþarfa óþægindum fyrir umferðina.

Á vegi má einungis stöðva ökutæki eða leggja því hægra megin. Þar sem einstefnuakstur er, má þó setja aðrar reglur, sbr. 2. mgr. 81. gr. Utan þéttbýlis má stöðva ökutæki eða leggja því vinstra megin, ef nauðsyn krefur vegna sérstakra aðstæðna. Stöðva skal ökutæki eða leggja því við ystu brún akbrautar og samhliða henni eða utan hennar, ef unnt er.

Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því á gangstétt eða gangstíg, nema annað sé ákveðið, sbr. 2. mgr. 81. gr. Sama á við um umferðareyjar og svipaða staði.

Þegar ökumaður yfirgefur vélknúið ökutæki skal hann stöðva vél þess og búa svo um að það geti ekki runnið sjálfkrafa eða aðrir látið það fara af stað.

Opna skal dyr ökutækis þannig, að ekki valdi hættu eða óþarfa óþægindum. Sama á við, þegar farið er í eða úr ökutæki, svo og við fermingu og affermingu.
28. gr. Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því:
a. á gangbraut eða í minna en 5 metra fjarlægð áður en að henni er komið,
b. á vegamótum eða í minna en 5 metra fjarlægð frá næstu brún akbrautar á þvervegi,
c. þannig að skyggi á umferðarmerki eða umferðarljós,
d. í göngum eða undir brú,
e. í eða við blindhæð eða beygju eða annars staðar þar sem vegsýn er skert,
f. þar sem akbraut er skipt í akreinar með hindrunarlínu eða svo nálægt slíkri línu að torveldi akstur inn á rétta akrein,
g. á hringtorgi,
h. á merktu stæði fyrir leigubifreiðir til mannflutninga eða bifreiðir fatlaðra, og
i. í minna en 15 metra fjarlægð frá merki fyrir biðstöð hópbifreiða.

Eigi má leggja ökutæki:
a. á brú,
b. þar sem ekið er að eða frá húsi eða lóð eða þannig að torveldi akstur þangað eða þaðan,
c. við hlið ökutækis, sem stendur við brún akbrautar, annars en reiðhjóls, létts bifhjóls eða bifhjóls,
d. þannig að hindri aðgang að öðru ökutæki eða færslu þess af staðnum, og
e. við vatnshana slökkviliðs.
29. gr. Ákvæði 27. og 28. gr. gilda ekki um ökutæki í vegavinnu, enda sé nauðsynlegt að stöðva það eða leggja því vegna vinnunnar og fullnægjandi varúðarráðstafanir gerðar. Sama á við um ökutæki lögreglu, slökkviliðs eða sjúkraflutningaliðs.
Skyldur ökumanns, þegar ökutæki hefur stöðvast í sérstökum tilvikum.
30. gr. Nú stöðvast ökutæki vegna umferðaróhapps, vélarbilunar eða annarra orsaka á stað, þar sem bannað er að stöðva ökutæki eða leggja því. Skal þá flytja það á viðeigandi stað eins fljótt og unnt er, nema það sé óheimilt samkvæmt 10. gr. Hafi ökutækið stöðvast á þannig stað eða svo að hætta eða óþægindi stafi af fyrir umferðina, skal ökumaður gera ráðstafanir til að vara aðra vegfarendur við þar til það hefur verið flutt brott.

[Ráðherra]
1) setur reglur
2) um viðvörunarbúnað og notkun hans.
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 822/2004, sbr. 375/2005 og 647/2005.
Merki og merkjagjöf.
31. gr. Þegar nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir eða afstýra hættu skal ökumaður gefa hljóð- eða ljósmerki eða á annan hátt vekja athygli annarra vegfarenda á hættunni. Merki skal gefa þannig, að sem minnstum óþægindum valdi, og ekki að nauðsynjalausu. Hljóðmerki í tengslum við framúrakstur má einungis nota utan þéttbýlis. Hljóðmerki má eigi nota lengur en nauðsyn ber til. Þegar myrkur er skal ökumaður vélknúins ökutækis gefa ljósmerki í stað hljóðmerkis, nema um yfirvofandi hættu sé að ræða. Ljósmerki skal gefa með því að blikka háljósum eða lágljósum.

Ökumaður, sem ætlar að aka frá brún vegar, beygja, snúa eða skipta um akrein, skal gefa merki öðrum til leiðbeiningar. Sama á við um akstur til hliðar á vegi, nema um óverulega breytingu á akstursstefnu sé að ræða. Merkið skal gefa með stefnuljósi, þegar ökutækið skal búið slíku ljósi, en annars með því að rétta út hönd.

Ökumaður, sem ætlar að stöðva ökutæki eða draga snögglega úr hraða þess, skal gefa merki öðrum til leiðbeiningar. Merkið skal gefa með hemlaljósi, ef ökutækið skal búið slíku ljósi, en annars með því að rétta upp hönd.

Merki skv. 2. og 3. mgr. skal gefa tímanlega og á greinilegan og ótvíræðan hátt, áður en stefnu ökutækis er breytt, snögglega dregið úr hraða þess eða það er stöðvað. Merkjagjöf skal hætt, þegar hún á ekki lengur við.

Merkjagjöf leysir ökumann ekki undan varúðarskyldu.
Ljósanotkun.
32. gr. [Við akstur vélknúins ökutækis skulu lögboðin ljós eða önnur viðurkennd ökuljós jafnan vera tendruð.]
1)

[Við akstur ökutækis í rökkri, myrkri eða ljósaskiptum og þegar birta er vegna veðurs eða af öðrum ástæðum ófullnægjandi, hvort heldur er til að ökumaður sjái nægilega vel fram á veginn eða til að aðrir vegfarendur sjái ökutækið, skulu lögboðin ljós vera tendruð. Ökutæki, sem eigi skal búið ljósum, skal þá auðkennt samkvæmt reglum
2) sem [ráðherra]
3) setur.]
1)

Nota skal háan ljósgeisla þegar sjónsvið ökumanns nægir annars ekki til að aka örugglega miðað við ökuhraða.

Háan ljósgeisla má eigi nota:
a. þegar ekið er um nægilega vel lýstan veg,
b. þegar ekið er á móti öðru ökutæki, þannig að valdið geti ökumanni þess glýju, eða
c. þegar ekið er svo skammt á eftir öðru ökutæki, að valdið geti ökumanni þess óþægindum.

Nota skal lágan ljósgeisla, þegar ekki er skylt eða heimilt að nota háan ljósgeisla.

[Í þoku, þéttri úrkomu eða skafrenningi má nota þokuljós í stað eða ásamt lágum ljósgeisla. Hjálparljós má eigi nota til annars en þau eru ætluð.]
1)

Ljós má eigi nota þannig að valdið geti öðrum vegfarendum glýju.

Eigi má nota annan ljósabúnað eða glitmerki en boðið er eða heimilað í lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim.

[Ráðherra]
3) getur sett reglur um varúðarmerki fyrir reiðmenn og hesta.
1)L. 44/1993, 7. gr. 2)Rg. 822/2004, sbr. 375/2005 og 647/2005. 3)L. 132/2003, 1. gr.
33. gr. Stöðuljós skulu vera tendruð, ef ökutæki er stöðvað eða því er lagt á vegi í myrkri eða dimmviðri. Þetta á þó ekki við, ef vegur er svo vel lýstur, að ökutækið sést greinilega úr nægilegri fjarlægð, eða það hefur verið stöðvað eða því lagt utan akbrautar. Ef ökutækið er eigi búið slíkum ljósum, skulu önnur lögboðin ljós vera tendruð. Ökutæki, sem eigi skal búið ljósum, skal þá auðkennt samkvæmt reglum
1) sem [ráðherra]
2) setur.

Þegar svo stendur á sem í 1. mgr. segir mega önnur ljós en þar greinir eigi vera tendruð.

Ef vélknúnu ökutæki, sem ekki er meira en 6 m á lengd og 2 m á breidd, er lagt samhliða brún vegar í þéttbýli, þarf einungis að nota stöðuljós það …
3) sem nær er miðju vegar, nema ökutækið sé tengt öðru ökutæki. …
3)

Ljós þurfa eigi að vera tendruð á reiðhjóli eða bifhjóli án hliðarvagns, ef þeim er lagt samhliða ystu brún vegar.
1)Rg. 822/2004, sbr. 375/2005 og 647/2005. 2)L. 132/2003, 1. gr. 3)L. 44/1993, 8. gr.
[Akstursíþróttir og aksturskeppni.]1)
1)L. 44/1993, 9. gr.
34. gr. [[Ráðherra]
1) getur sett reglur
2) um akstursíþróttir á sérstökum afmörkuðum svæðum utan vega. Í þeim reglum er heimilt að víkja frá ákvæðum laganna um ökuskírteini og um lágmarksaldur ökumanns.]
3)

Eigi má efna til aksturskeppni, nema með leyfi lögreglustjóra. Eigi má án samþykkis vegamálastjóra heimila keppni á þjóðvegi …
4) og án samþykkis sveitarstjórnar utan vega.

[Ráðherra]
1) setur nánari reglur um aksturskeppni, þar á meðal um eftirlit, greiðslu kostnaðar o.fl. Í þeim reglum er heimilt að víkja frá ákvæðum laganna um fébótaábyrgð og vátryggingu, svo og ákvæðum um hámarkshraða, enda sé vegur þá lokaður annarri umferð eða keppni fari fram á afmörkuðu svæði utan vega.
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 257/2000, sbr. 252/2005. 3)L. 44/1993, 9. gr. 4)L. 138/1996, 2. gr.
Óþarfa hávaði o.fl.
35. gr. Ökumaður vélknúins ökutækis skal haga meðferð þess og akstri þannig, að frá því stafi eigi hávaði eða loftmengun að óþörfu.

Í námunda við íbúðarhús skal haga hraða og akstursháttum þannig að eigi valdi óþarfa ónæði.
V.
Ökuhraði.
Almennar reglur.
36. gr. Ökuhraða skal jafnan miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Ökumaður skal þannig miða hraðann við gerð og ástand vegar, veður, birtu, ástand ökutækis og hleðslu, svo og umferðaraðstæður að öðru leyti. Hraðinn má aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu og geti stöðvað það á þeim hluta vegar fram undan, sem hann sér yfir og áður en kemur að hindrun, sem gera má ráð fyrir. Þegar skipt er frá háum ljósgeisla í lágan skal aðlaga ökuhraða hinu breytta sjónsviði.

Sérstök skylda hvílir á ökumanni að aka nægilega hægt miðað við aðstæður:
a. í þéttbýli,
b. þegar útsýn er takmörkuð vegna birtu eða veðurs,
c. við vegamót og í beygjum,
d. áður en komið er að gangbraut,
e. við blindhæð eða annars staðar þar sem vegsýn er skert,
f. þegar hætta er á að ljós valdi glýju,
g. þegar ökutæki mætast á mjóum vegi,
h. þegar vegur er blautur eða háll,
i. þegar ökutæki nálgast hópbifreið eða merkta skólabifreið, sem numið hefur staðar til þess að hleypa farþegum inn eða út,
j. þegar ökutæki nálgast barn á eða við veg,
k. þegar ökutæki nálgast aldraðan eða fatlaðan vegfaranda eða vegfaranda, sem ber auðkenni sjónskertra,
l. þegar ökutæki nálgast búfé á eða við veg,
m. þar sem vegavinna fer fram, og
n. þar sem umferðaróhapp hefur orðið.

Ökumaður má eigi að óþörfu aka svo hægt eða hemla svo snögglega að tefji eðlilegan akstur annarra eða skapi hættu.

Þegar vegur er blautur skal ökumaður, eftir því sem unnt er, aka þannig að vegfarendur verði ekki fyrir aurslettum.
Almennar hraðatakmarkanir.
37. gr. Í þéttbýli má ökuhraði ekki vera meiri en 50 km á klst.

Utan þéttbýlis má ökuhraði ekki vera meiri en 80 km á klst., þó 90 km á klst. á vegum með bundnu slitlagi.

Ákveða má hærri hraðamörk á tilteknum vegum, þó eigi meira en 100 km á klst., ef aðstæður leyfa og æskilegt er til að greiða fyrir umferð, enda mæli veigamikil öryggissjónarmið eigi gegn því.

Ákveða má lægri hraðamörk þar sem æskilegt þykir til öryggis eða af öðrum ástæðum.
Ökuhraði sérstakra gerða ökutækja.
38. gr. Ökuhraði [hópbifreiðar],
1) sem er meira en 3500 kg að leyfðri heildarþyngd, má aldrei vera meiri en 90 km á klst.

Ökuhraði annarra bifreiða, sem eru meira en 3500 kg að leyfðri heildarþyngd, má aldrei vera meiri en 80 km á klst.

[Ökuhraði bifreiðar með eftirvagn eða skráð tengitæki má aldrei vera meiri en 80 km á klst.

Ökuhraði bifreiðar með eftirvagn, sem er án hemla og meira en 750 kg að heildarþyngd, eða óskráð tengitæki má aldrei vera meiri en 60 km á klst.]
2)

[[Ráðherra]
3) getur sett reglur um að ákveða megi sérstakan lægri hámarkshraða vélknúins ökutækis en segir í 37. gr. og 1.–4. mgr. þessarar greinar ef þess er þörf vegna hönnunar ökutækisins.]
1)
1)L. 44/1993, 10. gr. 2)L. 138/1996, 3. gr. 3)L. 132/2003, 1. gr.
VI.
Sérreglur fyrir reiðhjól, bifhjól og torfærutæki.
Reiðhjól.
39. gr. Hjólreiðamenn skulu hjóla í einfaldri röð. Þar sem nægilegt rými er mega tveir þó hjóla samhliða, ef það er unnt án hættu eða óþæginda. Ef gefið er merki um framúrakstur mega hjólreiðamenn eigi hjóla samhliða, nema aðstæður leyfi eða nauðsyn krefji.

Hjólreiðamaður skal hjóla hægra megin á akrein þeirri, sem lengst er til hægri. Akreinina við hlið hennar má þó nota til framúraksturs, ef eigi er unnt að fara fram úr hægra megin.

Hjólreiðamaður, sem nálgast vegamót og ætlar að fara beint áfram eða beygja til vinstri, má vera áfram hægra megin á vegi. Ætli hann til vinstri skal hann fara beint áfram yfir vegamótin og beygja þá fyrst, þegar það er unnt án óþæginda fyrir aðra umferð. Gildir þetta þrátt fyrir umferðarmerki eða önnur merki, nema þau séu sérstaklega ætluð hjólreiðamönnum.

Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum.

Hjólreiðamaður skal að jafnaði hafa fætur á fótstigum og a.m.k. aðra hönd á stýri.

Hjólreiðamaður má ekki hanga í öðru ökutæki á ferð eða halda sér í ökumann eða farþega annars ökutækis.

Læsa skal reiðhjóli, sem lagt er, nema því sé lagt um stutta stund, og ganga þannig frá því, að eigi stafi hætta eða truflun af.
40. gr. Barn yngra en 7 ára má eigi hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri.

Eigi má reiða farþega á reiðhjóli. Þó má vanur hjólreiðamaður, sem náð hefur 15 ára aldri, reiða barn yngra en 7 ára, enda sé barninu ætlað sérstakt sæti og þannig um búið að því stafi eigi hætta af hjólteinunum.

Eigi má flytja á reiðhjóli þyngri hluti eða fyrirferðarmeiri en svo að ökumaður geti haft fullkomna stjórn á reiðhjólinu og gefið viðeigandi merki. Eigi má heldur flytja á reiðhjóli hluti, sem valdið geta öðrum vegfarendum óþægindum.
Bifhjól.
41. gr. Bifhjóli má eigi aka samhliða öðru ökutæki.

Bifhjóli má eigi aka á gangstétt eða gangstíg, nema svo sem um ræðir í 2. mgr. 26. gr.

Á bifhjóli og hliðarvagni þess má eigi flytja fleiri farþega en ökutækið er ætlað til. Farþegi á bifhjóli skal sitja klofvega.
42. gr. Ökumaður létts bifhjóls skal hafa báða fætur á fótstigum eða fóthvílum og að jafnaði báðar hendur á stýri.

Ökumaður létts bifhjóls má eigi hanga í öðru ökutæki á ferð eða halda sér í ökumann eða farþega annars ökutækis.

Eigi má reiða farþega á léttu bifhjóli.

Að öðru leyti gilda ákvæði 41. gr. um létt bifhjól.
Torfærutæki.
43. gr. Eigi má aka torfærutæki á vegi, sem ekki er einkavegur, frekar en hér greinir.

Sá sem þarf að aka yfir veg, sem ekki er einkavegur, má aka eftir veginum skemmstu leið sem hentug er. Sama er ef aðstæður utan vegar gera það nauðsynlegt að aka eftir veginum.

Ökumaður torfærutækis skal nema staðar áður en ekið er inn á veg. Vegfarandi á veginum skal hafa forgang.

Eigi má flytja farþega á torfærutæki, sem er á hjólum, eða á ökutæki sem tengt er við torfærutæki þegar ekið er á vegi, sem ekki er einkavegur, eða á einkavegi þar sem umferð er almenn.

Á vegi, sem ekki er einkavegur, eða á einkavegi, þar sem umferð er almenn, má eigi aka torfærutæki hraðar en 40 km á klst.

Ákvæði 1., 4. og 5. mgr. gilda eigi um akstur í þágu öryggis- eða heilsugæslu.
VII.
Um ökumenn.
Veikindi, áfengisáhrif o.fl.
44. gr. Ökumaður skal vera líkamlega og andlega fær um að stjórna ökutæki því, sem hann fer með.

Enginn má stjórna eða reyna að stjórna ökutæki, ef hann vegna veikinda, hrörnunar, ofreynslu, svefnleysis, neyslu áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna eða annarra orsaka er þannig á sig kominn, að hann er ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega.

Eigi má fela manni í því ástandi, sem um ræðir í 2. mgr., stjórn ökutækis.

Enginn má neyta áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna við stjórn vélknúins ökutækis.

Tóbaksreykingar eru bannaðar við stjórn bifreiðar til farþegaflutninga í atvinnuskyni.

…
1)
1)L. 84/2004, 2. gr.
[44. gr. a. Ráðherra setur reglur
1) um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, þar á meðal um:
a. notkun ökurita, sem er búnaður ökutækis þar sem skráðar eru og geymdar upplýsingar um aksturs- og hvíldartíma ökumanns, hraða ökutækis og fleira,
b. skyldu til þess að varðveita í ökurita, á ökuritakorti eða með öðrum hætti upplýsingar um aksturs- og hvíldartíma ökumanns og veita eftirlitsmanni aðgang að þeim upplýsingum þegar þess er óskað,
c. útgáfu, efni og form ökuritakorts, sem er lykill að rafrænum ökurita og geymir jafnframt rafrænar upplýsingar um aksturs- og hvíldartíma ökumanns,
d. gjald fyrir ökuritakort.]
2)
1)Rg. 136/1995, sbr. 502/1997, 768/2000, 851/2000 og 853/2004. 2)L. 84/2004, 3. gr.
45. gr. Enginn má stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki, ef hann er undir áhrifum áfengis.

[Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 0,50‰, en er minna en 1,20‰, eða vínandamagn í lofti, sem hann andar frá sér, nemur 0,25 milligrömmum í lítra lofts, en er minna en 0,60 milligrömm, eða ökumaður er undir áhrifum áfengis þótt vínandamagn í blóði hans eða útöndun sé minna telst hann ekki geta stjórnað ökutæki örugglega.]
1)

[Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 1,20‰ eða meira eða vínandamagn í lofti, sem hann andar frá sér, nemur 0,60 milligrömmum í lítra lofts eða meira telst hann óhæfur til að stjórna ökutæki.]
1)

Nú hefur ökumaður neytt áfengis við akstur eða fyrir hann þannig að vínandamagn í blóði hækkar eftir að akstri lauk, og skal þá litið svo á sem hið aukna vínandamagn hafi verið í blóði hans við aksturinn.

Það leysir ökumann ekki undan sök, þótt hann ætli vínandamagn minna en um ræðir í 2. og 3. mgr.

Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti, ef hann er undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna, að hann geti eigi stjórnað hjólinu eða hestinum örugglega.

Eigi má fela manni í því ástandi, sem að framan greinir, stjórn ökutækis.
1)L. 48/1997, 1. gr.
46. gr. Þegar maður hefur neytt áfengis á veitingastað og veitingamaður eða þjónar hans vita eða hafa ástæðu til að ætla, að hann sé stjórnandi ökutækis og að hann sé vegna áfengisneyslu ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega, ber þeim að reyna að hindra hlutaðeigandi í því að aka ökutækinu, með því meðal annars að gera lögreglunni viðvart.

Eigi má selja eða afhenda ökumanni vélknúins ökutækis eldsneyti eða annað, sem þarf til aksturs, ef hann er augljóslega undir áhrifum áfengis. Skylt er bensínafgreiðslumönnum, ef þeir vita eða hafa ástæðu til að ætla, að ökumaður ætli að aka ökutækinu, að reyna að koma í veg fyrir brotið, með því meðal annars að gera lögreglunni viðvart.
[Öndunarpróf, öndunarsýni, blóðsýni o.fl.]1)
1)L. 48/1997, 2. gr.
47. gr. [Lögreglumaður getur framkvæmt öndunarpróf á ökumanni vélknúins ökutækis ef]
1)
a. ástæða er til að ætla, að hann hafi brotið gegn ákvæðum 45. gr.,
b. ástæða er til að ætla, að hann hafi brotið gegn öðrum ákvæðum þessara laga [eða reglna sem settar eru samkvæmt þeim],
2) enda hafi [ráðherra]
3) ákveðið að öndunarsýni megi taka í þeim tilvikum,
c. hann hefur átt hlut að umferðarslysi eða óhappi, hvort sem hann á sök á eða ekki, eða
d. [hann hefur verið stöðvaður við umferðareftirlit.]
2)

[Lögreglumaður getur fært ökumann til rannsóknar á öndunarsýni eða til blóð- og þvagrannsóknar ef ástæða er til að ætla að hann hafi brotið gegn ákvæðum 2. mgr. 44. gr. eða 45. gr. eða hann neitar að láta framkvæma öndunarpróf eða er ófær um það. Ef grunur er um önnur brot en akstur undir áhrifum áfengis getur lögreglumaður auk þess fært ökumann til læknisskoðunar. Sama á við þegar grunur er um akstur undir áhrifum áfengis og sérstakar ástæður mæla með því.]
1)

[Lögregla annast töku öndunarsýnis. Læknir, hjúkrunarfræðingur eða meinatæknir annast töku blóðsýnis. Ökumanni er skylt að hlíta þeirri meðferð sem talin er nauðsynleg við rannsókn skv. 2. mgr.]
1)

[Ráðherra]
3) setur nánari reglur um töku sýna og rannsókn skv. 1. og 2. mgr. [Vegna töku og rannsóknar öndunarsýnis skal sá sem sakfelldur er greiða 6.500 kr., sem teljast til sakarkostnaðar.]
4)
1)L. 48/1997, 2. gr. 2)L. 44/1993, 11. gr. 3)L. 132/2003, 1. gr. 4)L. 23/1998, 1. gr.
[Notkun farsíma og annars fjarskiptabúnaðar.]
1)L. 91/2001, 1. gr.
[47. gr. a. Ökumanni vélknúins ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsíma án handfrjáls búnaðar.

[Ráðherra]
1) getur sett nánari reglur um notkun annars fjarskiptabúnaðar og svipaðs búnaðar við akstur.]
2)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)L. 91/2001, 1. gr.
Ökupróf og ökuskírteini.
48. gr. Enginn má stjórna bifreið eða bifhjóli, nema hann hafi til þess gilt ökuskírteini, sem lögreglustjóri gefur út. Ökumaður skal hafa skírteinið meðferðis við akstur og sýna það, er löggæslumaður krefst þess.

Veita má ökuskírteini þeim, sem:
a. er fullra 17 ára,
b. sér og heyrir nægilega vel og er að öðru leyti nægilega hæfur andlega og líkamlega, og
c. hefur hlotið kennslu löggilts ökukennara og sannað með prófi að hann hafi næga aksturshæfni og nauðsynlega þekkingu á ökutækinu og meðferð þess og umferðarlöggjöf.

Neita má þeim um ökuskírteini, sem háður er notkun ávana- og fíkniefna eða annarra sljóvgandi efna eða er ekki nægilega reglusamur. Bera má ákvörðun um þetta undir dómstóla samkvæmt reglum 68. gr. a. almennra hegningarlaga.
49. gr. [Ráðherra]
1) getur leyft að gefin séu út til fatlaðra manna, sem eru fullra 15 ára, ökuskírteini til að mega stjórna hægfara vélknúnum ökutækjum fyrir fatlaða.
1)L. 132/2003, 1. gr.
50. gr. [[Ráðherra]
1) getur sett reglur
2) um frekari skilyrði, þar á meðal um aldur, kennslu og próf, til að mega stjórna:
a. [bifreið, þó ekki hópbifreið],
3) sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd,
b. hópbifreið,
c. bifreið sem dregur eftirvagn eða tengitæki sem gert er fyrir [meira en 750 kg]
3) heildarþyngd, þó ekki ef ökutækið, sem dregið er, er gert fyrir þá heildarþyngd og samanlögð leyfð heildarþyngd beggja ökutækjanna [fer ekki yfir 3.500 kg]
3) og
d. tilteknum bifhjólum.

Með sama hætti getur [ráðherra]
1) sett reglur um frekari skilyrði til að mega stjórna:
a. bifreið til farþegaflutninga í atvinnuskyni,
2)
b. bifreið sem flytur hættulegan farm
4) og
c. bifreið til fólks- eða vöruflutninga í alþjóðlegri umferð.
2)

Í reglum þessum má ákveða að við tilteknar aðstæður þurfi eigi aukin réttindi til að stjórna ökutæki sem fellur undir a–c-liði 1. mgr.

Heimilt er að synja manni um réttindi til að mega stjórna bifreið til farþegaflutninga í atvinnuskyni ef ákvæði 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga eiga við um hagi hans.]
5)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 501/1997, sbr. 773/2001 og 862/2003. 3)L. 138/1996, 4. gr. 4)Rg. 984/2000, sbr. 773/2001, 684/2002, 750/2003 og 1070/2005. 5)L. 44/1993, 12. gr.
51. gr. Ökuskírteini eru tvenns konar: Bráðabirgðaskírteini og fullnaðarskírteini.

Bráðabirgðaskírteini er gefið út til byrjanda og gildir í tvö ár.

Fullnaðarskírteini gildir þar til hlutaðeigandi er fullra 70 ára. [Ráðherra]
1) getur ákveðið, að ökuskírteini til að mega stjórna ökutækjum skv. 50. gr. skuli gilda skemur.
2)

[Ráðherra]
1) setur reglur um gildistíma ökuskírteina, sem gefin eru út til þeirra, sem eru fullra 70 ára. [Ráðherra]
1) getur enn fremur ákveðið, að ökuskírteini skuli, ef aðstæður mæla með því, gilda skemur en ákveðið er í 3. mgr.
2)

[Fullnaðarskírteini til þess sem hefur bráðabirgðaskírteini má gefa út, fullnægi hlutaðeigandi eftirtöldum skilyrðum:
a. hafi haft bráðabirgðaskírteini samfellt í eitt ár, farið í akstursmat og fengið að því loknu umsögn ökukennara um árangur þar sem mælt er með útgáfu fullnaðarskírteinis,
b. hafi ekki í eitt ár samfellt fengið punkta í punktakerfi vegna umferðarlagabrota eða á sama tíma verið án ökuréttar vegna sviptingar.

Nú fullnægir hlutaðeigandi skilyrðum a-liðar en ekki skilyrðum b-liðar 5. mgr. og skal þá gefa út bráðabirgðaskírteini á ný að loknum gildistíma þess.]
3)

Endurnýja má ökuskírteini að loknum gildistíma, enda fullnægi hlutaðeigandi enn skilyrðum til að fá ökuskírteini útgefið. Lögreglustjóri ákveður, hvort taka skuli próf að nýju. [Ráðherra]
1) getur sett reglur um að próf skuli tekið að nýju.
2)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 501/1997, sbr. 799/1998, 376/2000, 754/2001, 249/2002, 747/2002, 4/2003 og 862/2003. 3)L. 83/2002, 1. gr.
52. gr. [Ráðherra]
1) setur reglur
2) um:
a. [ökunám og ökukennslu],
3)
b. skilyrði fyrir útgáfu ökuskírteinis og endurnýjun, þar á meðal um ökupróf [og akstursmat],
4)
c. efni og form ökuskírteinis, og
d. gjald fyrir próf, [akstursmat]
4) og ökuskírteini.

Lögreglustjórar halda skrár um ökuskírteini og ökuferil samkvæmt reglum,
5) sem [ráðherra]
1) setur.
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 501/1997, sbr. 799/1998, 376/2000, 754/2001, 249/2002, 747/2002, 4/2003, 862/2003, 1054/2004 og 781/2005. 3)L. 138/1996, 5. gr. 4)L. 83/2002, 2. gr. 5)Rg. 431/1998.
Afturköllun ökuréttinda.
53. gr. Lögreglustjóri getur afturkallað ökuréttindi, ef hlutaðeigandi fullnægir ekki lengur skilyrðum til að öðlast ökuskírteini. Nú neitar hlutaðeigandi að taka þátt í rannsókn eða prófi, sem nauðsynlegt er til ákvörðunar þessarar, og getur lögreglustjóri þá afturkallað ökuréttindin þegar í stað. Varði skilyrðið það, hvort hlutaðeigandi er háður notkun ávana- og fíkniefna eða annarra sljóvgandi efna, eða er ekki nægilega reglusamur, má bera ákvörðunina undir dómstóla eftir reglum 68. gr. a. almennra hegningarlaga.

Sá, sem sviptur hefur verið ökuréttindum um lengri tíma en eitt ár, öðlast eigi ökuréttindi að nýju að loknum sviptingartíma, nema hann standist próf í umferðarlöggjöf, akstri og meðferð ökutækis. Ökupróf má ekki fara fram fyrr en einum mánuði áður en sviptingartímabil rennur út.

Sá, sem misst hefur ökuréttindi vegna sviptingar eða afturköllunar, skal afhenda lögreglunni ökuskírteini sitt.
Erlend ökuskírteini.
54. gr. [Ráðherra]
1) setur reglur
2) um með hvaða skilyrðum þeir, sem dveljast hér á landi og hafa eigi íslenskt ökuskírteini, mega stjórna vélknúnum ökutækjum hér. Hann getur og sett reglur um með hvaða skilyrðum þeir, sem hafa erlend ökuskírteini, geta fengið íslenskt ökuskírteini.

[[Ráðherra]
1) getur ákveðið að ökuskírteini útgefin í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, eða í öðru ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu [eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu],
3) gildi hér á landi, samkvæmt nánari reglum,
2) einnig eftir að skírteinishafi hefur sest hér að.]
4)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 501/1997, sbr. 862/2003. 3)L. 72/2003, 2. gr. 4)L. 138/1996, 6. gr.
Stjórnendur dráttarvéla, vinnuvéla, léttra bifhjóla og torfærutækja.
55. gr. Enginn má stjórna dráttarvél, nema hann hafi gilt ökuskírteini til þess eða til að mega stjórna bifreið. Ökuskírteini til að mega stjórna dráttarvél má ekki veita þeim, sem er yngri en 16 ára. Eigi þarf ökuskírteini til að stjórna dráttarvél við landbúnaðarstörf utan alfaravegar, enda sé ökumaður fullra 13 ára.

Enginn má stjórna vinnuvél, nema hann hafi gilt ökuskírteini til að mega stjórna bifreið. Eigi þarf ökuskírteini til að stjórna vinnuvél utan vegar, enda sé ökumaður fullra 17 ára.

Enginn má stjórna léttu bifhjóli, nema hann hafi gilt ökuskírteini til þess [eða til að mega stjórna bifreið eða bifhjóli].
1) Ökuskírteini til að mega stjórna léttu bifhjóli má eigi veita þeim, sem er yngri en 15 ára, enda hafi hann áður fengið tilskilda ökukennslu.

[Enginn má stjórna torfærutæki nema hann hafi gilt ökuskírteini til að mega stjórna bifreið eða bifhjóli.]
1)

Ákvæði 48. gr., [3.–7. mgr. 51. gr.],
2) 52. og 53. gr. gilda að öðru leyti, eftir því sem við á, um ökuskírteini samkvæmt grein þessari. [Ráðherra]
3) getur sett reglur um æfingaakstur sem skilyrði fyrir útgáfu þeirra.
4)
1)L. 138/1996, 7. gr. 2)L. 83/2002, 3. gr. 3)L. 132/2003, 1. gr. 4)Rg. 501/1997, sbr. 799/1998, 376/2000, 754/2001, 249/2002, 747/2002, 4/2003 og 862/2003.
[Ökukennarar og ökuskólar.]1)
1)L. 138/1996, 8. gr.
56. gr. Rétt til að hafa á hendi kennslu í akstri og meðferð bifreiða og bifhjóla hefur sá, sem hlotið hefur til þess löggildingu [ríkislögreglustjóra].
1)

Veita má slíka löggildingu þeim, sem:
a. er 21 árs eða eldri,
b. hefur ekið bifreið, eftir atvikum bifhjóli, að staðaldri síðustu þrjú árin, og
c. hefur staðist sérstakt próf fyrir ökukennara að afloknu ökukennaranámi.

Heimilt er að synja manni um löggildingu til ökukennslu, ef ákvæði 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga á við um hagi hans.

Löggilding gildir í fimm ár, þó eigi lengur en hlutaðeigandi hefur ökuréttindi. Endurnýja má löggildingu, enda fullnægi ökukennari enn þá framangreindum skilyrðum og hafi að jafnaði stundað ökukennslu á liðnu löggildingartímabili. Í reglugerð má kveða á um endurmenntun ökukennara sem skilyrði fyrir endurnýjun löggildingar.

[Ráðherra]
2) setur nánari reglur
3) um tilhögun ökukennaranáms og prófs, um löggildingu, endurnýjun hennar, starfsemi ökukennara og gjald fyrir ökukennaranám og próf og löggildingu.

[Ríkislögreglustjóri]
1) getur hvenær sem er svipt mann ökukennararéttindum, ef ástæða þykir til.

[[Ráðherra]
2) getur sett reglur
3) um stofnun og starfsemi ökuskóla.]
4)
1)L. 83/2002, 4. gr. 2)L. 132/2003, 1. gr. 3)Rg. 327/1999, sbr. 746/2002. 4)L. 138/1996, 8. gr.
Æfingaakstur.
57. gr. Æfingaakstur á bifreið má því aðeins fara fram, að við hlið nemanda sitji löggiltur ökukennari, sem þá telst stjórnandi bifreiðarinnar. Nemandi telst þó stjórnandi við prófakstur. Nú óskar maður, sem hefur ökuskírteini, að æfa sig í akstri á ný í viðurkenndri kennslubifreið hjá löggiltum ökukennara, og telst þá ökukennari stjórnandi bifreiðarinnar. Ákvæði 44.–47. gr. eiga þó ávallt einnig við um nemandann.

Æfingaakstur á bifhjóli má aðeins fara fram undir leiðsögn og eftirliti löggilts ökukennara.

Ökukennari ber ábyrgð á að æfingaakstur fari fram á þeim stöðum og þannig að eigi stafi hætta af. Hann skal og gæta þess, að eigi stafi óþörf eða veruleg truflun af æfingaakstrinum.

Æfingaakstur má eigi fara fram fyrr en [tólf]
1) mánuðum áður en nemandi hefur aldur til að fá ökuskírteini útgefið. Sá, sem sviptur hefur verið [ökurétti],
2) má eigi æfa sig í akstri fyrr en einum mánuði áður en sviptingartímabil rennur út.

[Ráðherra]
3) getur sett reglur um æfingaakstur á sérstökum lokuðum æfingasvæðum. [Má þar ákveða að sá æfingaakstur fari fram án þess að löggiltur ökukennari sitji við hlið nemanda.]
2)

[[Ráðherra]
3) getur sett reglur
4) um æfingaakstur án löggilts ökukennara, þar á meðal um lágmarksþjálfun nemanda, enda hafi leiðbeinandinn náð 24 ára aldri, hafi gild réttindi til að stjórna þeim flokki ökutækja og hafi a.m.k. fimm ára reynslu af að aka þannig ökutæki. Ákvæði 1.–5. mgr. eiga við um akstur þennan eftir því sem við á.]
2)
1)L. 138/1996, 9. gr. 2)L. 44/1993, 13. gr. 3)L. 132/2003, 1. gr. 4)Rg. 501/1997.
Upplýsingaskylda o.fl.
58. gr. Eiganda (umráðamanni) ökutækis er skylt, þegar lögreglan krefst þess, að gera grein fyrir, hver hafi stjórnað ökutækinu á tilteknum tíma.

Eigi má fela stjórn ökutækis þeim, sem hefur ekki réttindi til að stjórna þess konar ökutæki.
VIII.
Um ökutæki.
Gerð og búnaður.
59. gr. [Ökutæki skal svo gert og því haldið í þannig ástandi að nota megi án þess að af því leiði hættu eða óþægindi fyrir aðra eða skemmd á vegi.]
1)

Eigandi eða umráðamaður ber ábyrgð á, að ökutæki sé í lögmæltu ástandi.

Ökumaður skal gæta þess, að ökutæki sé í góðu [ástandi].
1) Sérstaklega skal þess gætt, að stýrisbúnaður, hemlar, merkjatæki og ljósabúnaður séu í lögmæltu ástandi og virki örugglega. Sama á við um eftirvagn og tengitæki, svo og tengingu þeirra og tengibúnað.
1)L. 44/1993, 14. gr.
60. gr. [Ráðherra]
1) setur reglur
2) um gerð ökutækja og búnað þeirra og öryggis- og verndarbúnað fyrir ökumann og farþega, svo og hvaða áletranir og merki skuli setja á ökutæki vegna skráningar eða eftirlits.

[Ráðherra]
1) getur sett reglur, sem banna viðskipti með tiltekna hluti eða búnað í ökutæki eða til verndar ökumanni eða farþegum, ef þeir uppfylla ekki skilyrði reglna, sem settar eru samkvæmt 1. mgr., eða notkun þeirra mundi leiða til hættu eða verulegra óþæginda fyrir ökumann eða aðra vegfarendur.
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 279/1989 (um merki á skólabifreiðum), sbr. 550/1991. Rg. 57/1994 (um gerð og búnað reiðhjóla). Rg. 136/1995 (um aksturs- og hvíldartíma ökumanna o.fl.), sbr. 502/1997, 658/1998, 768/2000, 851/2000 og 853/2004. Rg. 572/1995 (um prófun á ökuritum). Rg. 501/1997 (um ökuskírteini), sbr. 799/1998, 376/2000, 754/2001, 747//2002, 4/2003 og 862/2003. Rg. 71/1998 (um frágang á hraðatakmarkara í bifreið), sbr. 113/2000. Rg. 378/1998 (um skoðun ökutækja), sbr. 779/1998, 917/1999, 695/2000, 240/2001, 722/2001, 35/2002 og 680/2002. Rg. 984/2000 (um flutning á hættulegum farmi), sbr. 773/2001, 684/2002, 750/2003 og 1070/2005. Rg. 751/2003 (um skráningu ökutækja), sbr. 299/2004, 506/2005 og 656/2005. Rg. 822/2004 (um gerð og búnað ökutækja), sbr. 375/2005, 647/2005, 986/2005 og 1071/2005.
61. gr. Nú rís ágreiningur um það, til hvaða flokks skv. 2. gr. ökutæki skuli teljast, og sker þá [ráðherra]
1) úr.

[Ráðherra]
1) getur, ef sérstakar ástæður mæla með því, ákveðið, að ökutæki af tiltekinni gerð skuli falla undir annan flokk ökutækja en leiðir af skilgreiningu 2. gr.
1)L. 132/2003, 1. gr.
Tenging og dráttur ökutækja.
62. gr. Við bifreið, torfærutæki og reiðhjól má tengja einn eftirvagn eða tengitæki.

Við dráttarvél og vinnuvél má tengja tvo eftirvagna eða einn eftirvagn og eitt tengitæki.

Við bifhjól og létt bifhjól má eigi tengja eftirvagn eða tengitæki.

Við bifhjól og reiðhjól má tengja hliðarvagn, sem skal þá vera hægra megin við ökutækið. Eigi má tengja hliðarvagn við létt bifhjól.

[Ráðherra]
1) setur reglur
2) um tengingu eftirvagna, tengitækja og hliðarvagna. [Ráðherra]
1) getur enn fremur sett reglur um hvað flytja megi með ökutækjum þessum, svo og veitt undanþágu frá ákvæðum 2. mgr. við akstur á tilteknum svæðum.

[Ráðherra]
1) setur reglur
2) um drátt ökutækja.
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 394/1992.
Skráning.
63. gr. Áður en bifreið, bifhjól, torfærutæki eða dráttarvél er tekin í notkun skal ökutækið skráð og skráningarmerki sett á það. Sama á við um eftirvagn [bifreiðar eða dráttarvélar sem gerður er fyrir [meira en 750 kg]
1) heildarþyngd],
2) svo og hjólhýsi og tjaldvagn. [Eigi þarf þó að skrá eftirvagn bifreiðar á beltum eða dráttarvélar sem nær eingöngu er notaður utan opinberra vega.]
2) [Ráðherra]
3) getur fyrirskipað skráningu annarra tengitækja og vinnuvéla.

[[Ráðherra]
3) getur og ákveðið að eigi þurfi að skrá önnur skráningarskyld ökutæki sem nær eingöngu eru notuð utan opinberra vega.]
2) Skal þá kveða á um það svæði þar sem nota má ökutækið. Einnig má kveða nánar á um gerð, búnað og notkun ökutækisins.
1)L. 138/1996, 10. gr. 2)L. 44/1993, 15. gr. 3)L. 132/2003, 1. gr.
64. gr. [Ráðherra]
1) setur reglur
2) um:
a. skráningu ökutækja og eigenda þeirra,
3)
b. tilkynningu eigendaskipta,
c. skráningarmerki,
d. skráningarskírteini, sem ávallt skal fylgja ökutækinu,
e. tímabundinn akstur skráningarskyldra ökutækja án skráningar, …
4)
[f. gjald fyrir viðurkenningu á gerð ökutækja og búnaði þeirra, og]
4)
[g. ]
4) gjald fyrir skráningu og skráningarmerki.

…
5)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 269/1993. Rg. 79/1997, sbr. 542/1998. 3)
Augl. 77/1997. 4)L. 48/1997, 3. gr. 5)L. 62/1988, 2. gr.
[64. gr. a. [Ráðherra]
1) getur sett reglur
2) um heimild eiganda ökutækis til að velja tiltekna bókstafi og tölustafi á skráningarmerki ökutækisins (einkamerki).

Fyrir rétt til einkamerkis skal greiða 25.000 kr., auk gjalds fyrir skráningu og skráningarmerki. Fyrir skráningu á flutningi einkamerkis af einu ökutæki á annað í samræmi við reglur sem settar eru skv. 1. mgr. skal greiða sama gjald og fyrir skráningu eigendaskipta að ökutæki. …
3)]
4)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 751/2003, sbr. 299/2004, 506/2005 og 656/2005. 3)L. 83/2002, 5. gr. 4)L. 37/1996, 1. gr.
65. gr. …
1)
1)L. 83/2002, 6. gr.
Erlend ökutæki.
66. gr. [Ráðherra]
1) setur reglur
2) um notkun erlendra ökutækja hér á landi, þar á meðal hvenær beri að skrá þau hér.
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 267/1993 (um notkun erlendra ökutækja), sbr. 555/1993, 96/1996, 313/1999, 700/1999, 391/2003 og 269/2005.
Skoðun ökutækja og eftirlit.
67. gr. [[Ráðherra]
1) setur reglur
2) um skoðun skráningarskyldra ökutækja, þar á meðal um það hverjir annist skoðun þeirra, hve oft, hvar og hvenær almenn skoðun skuli fara fram og að öðru leyti um framkvæmd hennar.

…
3)]
4)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 136/1995 (um aksturs- og hvíldartíma ökumanna o.fl.), sbr. 502/1997, 658/1998, 768/2000, 851/2000 og 853/2004.
Augl. 77/1997 (um skráningu ökutækja). Rg. 71/1998 (um frágang á hraðatakmarkara í bifreið), sbr. 113/2000. Rg. 378/1998 (um skoðun ökutækja), sbr. 779/1998, 917/1999, 695/2000, 240/2001, 722/2001, 35/2002 og 680/2002. Rg. 751/2003 (um skráningu ökutækja), sbr. 299/2004, 506/2005 og 656/2005. 3)L. 48/1997, 5. gr. 4)L. 44/1993, 18. gr. Rg. 572/1995.
68. gr. Löggæslumönnum er heimilt hvenær sem er að stöðva ökutæki og skoða ástand þess og hleðslu. [Þeim er einnig heimilt að skoða upplýsingar sem varðveittar eru í ökurita ökutækis, á ökuritakorti eða með öðrum hætti.]
1) Reynist ökutæki ekki vera í lögmæltu ástandi má krefjast þess að það skuli fært til sérstakrar skoðunar.

Verði starfsmaður verkstæðis þess var, að öryggisbúnaði vélknúins ökutækis, sem þar er til viðgerðar eða breytinga, sé áfátt, skal hann skýra yfirmanni verkstæðisins frá því, en honum ber að gera eiganda ökutækisins viðvart og síðan tilkynna það hlutaðeigandi lögreglu, …
2) ef eigi verður úr bætt.

[Vegagerðin annast eftirlit með reglum um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Sérstökum eftirlitsmönnum hennar er heimilt að stöðva ökutæki til þess að skoða upplýsingar sem varðveittar eru í ökurita ökutækisins, á ökuritakorti eða með öðrum hætti. Ráðherra setur reglur um hæfi og starfsþjálfun eftirlitsmanna Vegagerðarinnar og setur þeim starfsreglur.]
1)
1)L. 84/2004, 4. gr. 2)L. 44/1993, 19. gr.
Bann við notkun ökutækis.
69. gr. Nú kemur í ljós, að skráningarskylt ökutæki er til hættu fyrir umferðaröryggi eða er eigi fært til skoðunar þegar krafist er, og getur þá löggæslumaður tekið af því skráningarmerki.
Leiga ökutækja.
70. gr. …
1)
1)L. 64/2000, 10. gr.
IX.
Um notkun öryggis- og verndarbúnaðar.
Öryggisbelti.
71. gr. [Hver sá sem situr í sæti bifreiðar sem búið er öryggisbelti skal nota beltið þegar bifreiðin er á ferð.

Ökumaður skal sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti noti barn viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum lægri en 150 sm á hæð. Ef slíkur búnaður er ekki í bifreið skal nota öryggisbelti fyrir barnið.

Barn sem er lægra en 150 sm á hæð má ekki vera farþegi í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið.

Barn yngra en þriggja ára má ekki vera farþegi í fólks-, sendi- eða vörubifreið nema hún sé með viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði ætluðum börnum, sbr. 2. mgr.

Eigi er skylt að nota öryggis- eða verndarbúnað þegar ekið er aftur á bak eða við akstur á bifreiðastæði, við bensínstöð, viðgerðarverkstæði eða svipaðar aðstæður.

Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað skv. 1.–4. mgr.

Ráðherra er heimilt að setja reglur
1) um notkun öryggis- eða verndarbúnaðar og um undanþágu frá skyldu til að nota slíkan búnað, m.a. við sérstakan akstur.]
2)
1)Rg. 105/1988, rg. 204/1993. 2)L. 84/2004, 5. gr.
Hlífðarhjálmar.
72. gr. [Hver sá sem er á bifhjóli eða torfærutæki sem er á ferð skal nota viðurkenndan hlífðarhjálm ætlaðan til slíkra nota.]
1) Sama er um þann sem er á hliðarvagni bifhjóls eða eftirvagni torfærutækis.

Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti hlífðarhjálm.

Eigi er skylt að nota hlífðarhjálm við akstur á bifreiðastæði, við bensínstöð, viðgerðarverkstæði eða svipaðar aðstæður.

[Ráðherra]
2) getur sett reglur
3) um undanþágu frá notkun hlífðarhjálms.]
4)
1)L. 84/2004, 6. gr. 2)L. 132/2003, 1. gr. 3)Rg. 598/1981 og 205/1993. 4)L. 44/1993, 21. gr.
[72. gr. a. [Ráðherra]
1) getur sett reglur
2) um notkun hlífðarhjálms við hjólreiðar.]
3)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 631/1999. 3)L. 44/1993, 22. gr.
X.
Flutningur, hleðsla, þyngd og stærð ökutækja.
Hleðsla ökutækja.
73. gr. Gæta skal þess, að farþegar eða farmur byrgi eigi útsýn ökumanns eða tálmi notkun stjórntækja ökutækis. Farmi skal þannig komið fyrir, að eigi byrgi lögboðinn ljósa- eða merkjabúnað ökutækis eða skráningarmerki þess.

Farþega má eigi flytja svo marga eða á þann hátt, að valdi þeim eða öðrum hættu.

Farm skal flytja þannig, að eigi hafi í för með sér hættu fyrir menn eða valdi munatjóni. Þess skal enn fremur gætt, að eigi sé hætta á að farmur dragist eftir akbraut eða falli á hana, valdi rykmekki eða svipuðum óþægindum, umferðartruflun eða óþarfa hávaða.

[Ráðherra]
1) getur sett reglur
2) um hleðslu og frágang farms, svo og hvernig auðkenna skuli sérstaklega fyrirferðarmikinn farm.

[Ráðherra]
1) getur sett reglur
3) um flutning hættulegra efna eða tækja, þar á meðal um skyldu til að kaupa vátryggingu, er bæti tjón vegna flutnings þeirra.
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 554/2003. 3)Rg. 984/2000, sbr. 773/2001, 684/2002, 750/2003 og 1070/2005; rg. 607/2001.
Flutningur á farþegum.
74. gr. [Ráðherra]
1) getur sett reglur um öryggisráðstafanir við flutning á farþegum.
1)L. 132/2003, 1. gr.
Breidd, lengd og hæð ökutækja.
75. gr. [Ráðherra]
1) setur reglur
2) um hámark breiddar, lengdar og hæðar ökutækja, með og án farms, þar á meðal um akstur sérstaklega breiðra, langra eða hárra ökutækja. Reglur þessar skulu einnig taka til samtengdra ökutækja.

Þrátt fyrir ákvæði í reglum, sem settar eru skv. 1. mgr., um hæð ökutækja, hvílir sú skylda á ökumanni við akstur undir brú, í göngum, undir rafmagns- eða símalínu eða við svipaðar aðstæður að ganga úr skugga um, að það sé unnt án hættu eða óþæginda.

[Ráðherra]
1) getur sett reglur um greiðslu fyrir lögregluaðstoð við flutning, sem eftir reglum, sem settar eru skv. 1. mgr., má aðeins fara fram að fengnu leyfi lögreglustjóra. Lögreglustjóri metur hverju sinni þörf á aðstoð.
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 528/1998, sbr. 834/2001, 858/2003 og 908/2004; rg. 688/2005
[Ásþungi]1) og þyngd.
1)L. 44/1993, 23. gr.
76. gr. [Ráðherra]
1) setur reglur
2) um hámark [ásþunga]
3) og heildarþyngdar ökutækja, með og án farms.

Þrátt fyrir ákvæði í reglum, sem settar eru skv. 1. mgr., getur veghaldari leyft meiri [ásþunga]
3) og heildarþyngd ökutækja á einstökum vegarköflum, svo og ákveðið minni [ásþunga]
3) eða heildarþyngd á öðrum, hvort tveggja miðað við burðarþol brúar eða vegar.

Veghaldari getur veitt undanþágu frá reglum, sem settar eru samkvæmt grein þessari, þegar brýn nauðsyn þykir vegna sérstakra flutninga. Leyfi veghaldara skal fylgja ökutækinu við flutninginn. [Ráðherra]
1) getur sett reglur um greiðslu fyrir lögregluaðstoð, sem þörf er á að mati lögreglustjóra við flutning, sem veghaldari heimilar.
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 528/1998, sbr. 834/2001, 858/2003 og 908/2004; rg. 688/2005. 3)L. 44/1993, 23. gr.
XI.
Hindrun á vegi.
Óhreinkun vegar o.fl.
77. gr. Eigi má fleygja eða skilja eftir á vegi neitt það sem getur haft í för með sér hættu eða óþægindi fyrir umferðina.

Ef eitthvað, sem getur haft í för með sér hættu eða óþægindi fyrir umferðina, fellur eða rennur af ökutæki á veg, skal það þegar fjarlægt. Ef það er eigi unnt skal vara aðra vegfarendur við með merkjum eða á annan hátt, þar til það, sem hættu eða óþægindum veldur, hefur verið fjarlægt.

Leyfi lögreglu þarf til að geyma á vegi muni, tæki eða vegagerðarefni, sem getur haft í för með sér óþægindi fyrir umferðina, nema sérstakar ástæður geri geymslu til bráðabirgða nauðsynlega. Ef eigi er unnt að setja slíka muni, tæki eða efni út fyrir akbraut, skal þeim komið fyrir eins utarlega á henni og unnt er og staðurinn auðkenndur viðvörunarmerkjum. [Ráðherra]
1) getur sett reglur um hvernig auðkenna skuli slíka staði.
1)L. 132/2003, 1. gr.
Rekstur búfjár.
78. gr. Eigi má án leyfis lögreglustjóra reka búfé á vegi í þéttbýli.

Utan þéttbýlis má reka búfé á vegi, en fylgja skulu rekstrinum nægilega margir gæslumenn. Ef vænta má umferðar ökutækja um veginn skal einn gæslumaður ætíð fara fyrir.

Búfénu skal vikið fljótt og greiðlega úr vegi, ef þess gerist þörf vegna annarrar umferðar.
[XI. a.
Séraðstæður hreyfihamlaðra.]1)
1)L. 48/1997, 6. gr.
[78. gr. a. [Ráðherra]
1) getur sett reglur
2) um undanþágu fyrir hreyfihamlaða frá reglum um stöðvun og lagningu ökutækja, þar á meðal reglum um notkun stöðureita og gjald fyrir hana.]
3)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 369/2000, sbr. 592/2002. 3)L. 48/1997, 6. gr.
XII.
Umferðarstjórn, umferðarmerki o.fl.
Umferðarstjórn o.fl.
79. gr. Lögreglan getur stjórnað umferð þar sem hún telur þess þörf.

[Ráðherra]
1) getur sett reglur um heimild annarra til að stjórna umferð.

[Ráðherra]
1) getur sett reglur
2) um merkjagjöf við umferðarstjórn.
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 289/1995, sbr. 348/1998, 427/2000, 458/2001, 999/2001, 230/2005 og 617/2005.
80. gr. Við vegavinnu og þar sem skemmd hefur orðið á vegi, þannig að hætta stafi af fyrir umferð, getur veghaldari eða sá, sem hefur með höndum vegavinnu, stjórnað umferð, eftir því sem nauðsynlegt er, þar á meðal beint henni fram hjá vinnusvæði.

[Ráðherra]
1) getur sett reglur um umferðarstjórn skv. 1. mgr.
1)L. 132/2003, 1. gr.
81. gr. [Ráðherra]
1) ákveður að fengnum tillögum vegamálastjóra hvaða þjóðvegir utan [þéttbýlis]
2) skuli teljast aðalbrautir þar sem umferð hefur forgang, sbr. 2. mgr. 25. gr.
3)

Lögreglustjóri getur, að fengnum tillögum sveitarstjórnar, svo og vegamálastjóra, ef um þjóðveg …
2) er að ræða, kveðið á um önnur varanleg sérákvæði um notkun vegar til umferðar,
3) svo sem:
a. stöðvun og lagningu ökutækja,
b. hvar umferð skuli hafa forgang, sbr. 2. mgr. 25. gr.,
c. einstefnuakstur,
d. gangbrautir,
e. bann við tiltekinni umferð og
f. aðrar takmarkanir á umferð um veg.

[Ráðherra]
1) ákveður hraðamörk skv. 3. og 4. mgr. 37. gr., að fengnum tillögum vegamálastjóra, ef um þjóðveg utan [þéttbýlis]
2) er að ræða. Á öðrum vegum ákveður lögreglustjóri hraðamörkin, að fengnum tillögum sveitarstjórnar.
3)

Ákvarðanir samkvæmt grein þessari skal gefa til kynna með umferðarmerkjum, nema lögreglan stjórni umferðinni. Ákvörðun varðandi stöðvun eða lagningu ökutækja, sem ekki er bundin við ákveðinn vegarkafla, má þó í stað þess birta með opinberri auglýsingu.
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)L. 138/1996, 11. gr. 3)Sjá
augl. 115/1988, 2. gr.
82. gr. Veghaldari getur takmarkað eða bannað umferð um stundarsakir, ef það er nauðsynlegt til hlífðar vegi; í kaupstað eða kauptúni að fengnu samþykki lögreglustjóra.
Stöðukort og stöðureitir.
83. gr. [Ráðherra]
1) getur ákveðið, að þar sem heimild til lagningar ökutækja er tímabundin, megi því aðeins leggja ökutæki að notuð skuli sérstök stöðukort. Ráðherra setur reglur um stöðukort og notkun þeirra.

Í kaupstað eða kauptúni er sveitarstjórn heimilt, að fengnu samþykki lögreglustjóra, að setja reglur um notkun stöðureita og gjald fyrir hana.
1)L. 132/2003, 1. gr.
Umferðarmerki o.fl.
84. gr. [Ráðherra]
1) setur reglur
2) um gerð og notkun umferðarmerkja, umferðarljósa og hljóðmerkja og annarra merkja á eða við veg til stjórnunar á eða leiðbeiningar fyrir umferð, svo og hvað þau tákna.

Víkja má frá almennum umferðarreglum með merkjum skv. 1. mgr.
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 289/1995, sbr. 348/1998, 427/2000, 458/2001, 999/2001, 230/2005 og 617/2005.
85. gr. Lögreglustjóri skal sjá um, að merki skv. 1. mgr. 84. gr. verði sett á eða við veg, þar sem sérreglur gilda um umferð eða þörf er á til stjórnunar eða leiðbeiningar. Vegamálastjóri skal þó sjá um, að slík merki verði sett á eða við þjóðveg utan [þéttbýlis].
1)

Eigi má án leyfis lögreglustjóra (vegamálastjóra) setja merki skv. 1. mgr. 84. gr. á eða við veg.

Kostnað vegna merkja skv. 1. mgr. 84. gr. skal veghaldari greiða.
1)L. 138/1996, 12. gr.
86. gr. Þar sem vegavinna fer fram eða vegi er raskað af öðrum ástæðum, þannig að hætta stafi af, er þeim, sem stjórnar verki, skylt að sjá um, að staðurinn verði merktur á fullnægjandi hátt.
87. gr. Spjöld, auglýsingar, ljósabúnað og þess háttar má eigi setja á eða í tengslum við merki skv. 1. mgr. 84. gr.

Hluti, sem um ræðir í 1. mgr. og sjást frá vegi, getur lögreglustjóri látið fjarlægja, ef þeir líkjast merkjum skv. 1. mgr. 84. gr. eða geta að öðru leyti verið villandi eða valdið óþægindum fyrir umferð.
XIII.
Um fébætur og vátryggingu.
Grundvöllur ábyrgðar o.fl.
88. gr. Sá sem ábyrgð ber á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki skal bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns. Ábyrgðarmaður dráttartækis er skaðabótaskyldur ef tjón hlýst af þegar skráningarskylt vélknúið ökutæki dregur annað ökutæki.

Bætur fyrir líkamstjón eða vegna missis framfæranda má lækka eða fella niður ef sá sem varð fyrir tjóni eða lést var meðvaldur að tjóninu af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi.

Bætur fyrir tjón á munum má lækka eða fella niður ef sá sem fyrir tjóni varð var meðvaldur að því af ásetningi eða gáleysi.
89. gr. Ef tjón hlýst af árekstri skráningarskyldra vélknúinna ökutækja skiptist tjónið á þau að tiltölu við sök þeirra sem hlut eiga að máli og með hliðsjón af atvikum öllum.
90. gr. Skráður eða skráningarskyldur eigandi [(umráðamaður)]
1) vélknúins ökutækis ber ábyrgð á því og er fébótaskyldur skv. 88. og 89. gr.

Fébótaskyldan færist þó yfir á þann sem ökutækið notar í algeru heimildarleysi.

Auk ábyrgðar skv. 1. og 2. mgr. fer um bótaábyrgð eftir almennum skaðabótareglum.
1)L. 44/1993, 24. gr.
Vátryggingarskylda.
91. gr. [Greiðsla á bótakröfu vegna tjóns, sem hlýst af notkun skráningarskylds vélknúins ökutækis, skal vera tryggð með ábyrgðartryggingu hjá:
a. vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi til að taka að sér ábyrgðartryggingu vélknúinna ökutækja,
b. erlendu vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) eða Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og sem Fjármálaeftirlitinu hefur verið tilkynnt á lögformlegan hátt að taki að sér ábyrgðartryggingu vélknúinna ökutækja hér á landi.

Öll vátryggingafélög sem taka að sér ábyrgðartryggingu skráningarskyldra vélknúinna ökutækja hér á landi skulu taka þátt í starfsemi tjónsuppgjörsmiðstöðvar skv. 94. gr. a og upplýsingamiðstöðvar skv. 94. gr. b. [Ráðherra]
1) getur kveðið nánar á um slíka þátttöku í reglugerð.

Öll vátryggingafélög sem hyggjast taka að sér ábyrgðartryggingu skráningarskyldra vélknúinna ökutækja hér á landi skulu auk þessa tilkynna það Umferðarstofu.]
2)

Vátryggingin skal tryggja bætur vegna líkamstjóns eða vegna missis framfæranda allt að [1.000 millj. kr.]
3) og vegna tjóns á munum allt að [175 millj. kr.]
3) sem hlýst af hverjum einstökum tjónsatburði.

[Ráðherra]
1) skal árlega, að fengnum tillögum [Fjármálaeftirlitsins],
4) breyta vátryggingarfjárhæðum þessum í samræmi við verðlagsbreytingar.

[Ráðherra]
1) getur sett reglur
5) um að hve miklu leyti vátryggingin skuli bæta tjón, sem hlýst erlendis.
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)L. 26/2003, 1. gr. 3)L. 32/1998, 1. gr. 4)L. 84/1998, 16. gr. 5)Rg. 392/2003.
92. gr. [Auk ábyrgðartryggingar skv. 91. gr. skal hver ökumaður sem ökutækinu stjórnar tryggður sérstakri slysatryggingu, enda hafi hann ekki notað ökutækið í algeru heimildarleysi, sbr. 2. mgr. 90. gr.

Vátryggingin skal tryggja bætur fyrir líkamstjón af völdum slyss, sem ökumaður verður fyrir við stjórn ökutækisins, enda verði slysið rakið til notkunar ökutækis í merkingu 88. gr.

Slasist vátryggingartaki sem farþegi í eigin ökutæki eða af völdum þess skal hann eiga rétt til bóta úr vátryggingu þessari, enda verði líkamstjónið rakið til notkunar ökutækis í merkingu 88. gr.

Vátryggingin skal tryggja hverjum tjónþola bætur allt að 75 millj. kr. vegna hvers einstaks tjónsatburðar. Vátryggingarfjárhæðin skal breytast í samræmi við reglu [5. mgr.]
1) 91. gr. Vátryggt skal hjá sama vátryggingafélagi og ábyrgðartryggir ökutækið.

Ef tjónþoli á rétt á skaðabótum vegna slyssins eftir lögum þessum eða öðrum skaðabótareglum lækka bætur úr þessari vátryggingu sem því nemur.]
2)
1)L. 26/2003, 2. gr. 2)L. 32/1998, 2. gr.
93. gr. Vátryggingarskylda skv. 91. og 92. gr. hvílir á eiganda ökutækisins eða þeim sem hefur varanlega umráð þess.

Eigi er skylt að kaupa vátryggingu vegna ökutækis í eigu ríkissjóðs.

[Ráðherra]
1) getur undanþegið ökutæki, sem eru í eigu erlendra ríkja eða alþjóðastofnana, vátryggingarskyldu.

[Nú er ökutæki ekki vátryggt skv. 2. og 3. mgr. og ber þá ríkissjóður ábyrgð með sama hætti og vátryggingafélag sem tekið hefur að sér vátryggingu skv. 91. og 92. gr.

[Ráðherra]
1) getur sett reglur um greiðslu bóta vegna tjóna er ökutæki, sem undanþegin eru vátryggingarskyldu skv. 2. og 3. mgr., valda erlendis.]
2)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)L. 26/2003, 3. gr.
94. gr. [[Ráðherra]
1) setur reglur
2) um framkvæmd vátryggingarskyldunnar, þar á meðal um skyldu vátryggingafélaga til að taka þátt í gagnkvæmu ábyrgðarkerfi vegna tjóna af völdum óvátryggðra og óþekktra ökutækja.]
3)

Vátryggingariðgjald nýtur lögtaksréttar, einnig þótt vátryggt sé fyrir hærri fjárhæð en lögboðið er.
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 267/1993, sbr. 555/1993, 96/1996, 313/1999, 700/1999, 391/2003 og 269/2005. Rg. 392/2003. 3)L. 26/2003, 4. gr.
[Tjónsuppgjörsmiðstöð.]1)
1)L. 26/2003, 5. gr.
[94. gr. a. [Ráðherra]
1) skal viðurkenna tjónsuppgjörsmiðstöð sem greitt getur bætur vegna tjóns af völdum vélknúins ökutækis, ef
a. tjónþoli er búsettur hér á landi,
b. ökutækið er vátryggt og að öllu jöfnu staðsett í öðru EES- eða EFTA-ríki, eða ef ökutækið er óþekkt, eða ef ekki er unnt að hafa upp á vátryggingafélagi því sem vátryggði ökutækið, og
c. tjónið varð í öðru EES- eða EFTA-ríki eða í öðru ríki sem er aðili að tilhöguninni um græna kortið.

Tjónsuppgjörsmiðstöð á enn fremur að geta greitt bætur vegna tjóns af völdum vélknúinna ökutækja sem vátryggð eru hér á landi, ef
a. tjónþoli er búsettur í öðru EES- eða EFTA-ríki,
b. ökutækið er að jafnaði staðsett í öðru EES- eða EFTA-ríki en því þar sem tjónþoli er búsettur, og
c. tjónið varð í öðru EES- eða EFTA-ríki en því þar sem tjónþoli er búsettur, eða öðru ríki sem er aðili að tilhöguninni um græna kortið.

[Ráðherra]
1) getur sett nánari reglur
2) um greiðslu bóta frá tjónsuppgjörsmiðstöð og um starfsemi hennar. Hann getur enn fremur sett nánari reglur um meðferð bótakrafna hjá vátryggingafélögum og tjónsuppgjörsfulltrúum vátryggingafélaga skv. 11. tölul. 2. mgr.
21. gr. laga um vátryggingastarfsemi, nr. 60/1994.]
3)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 392/2003. 3)L. 26/2003, 5. gr.
[Upplýsingamiðstöð.1)
1)L. 26/2003, 5. gr.
[94. gr. b. [Ráðherra]
1) skal viðurkenna upplýsingamiðstöð til að aðstoða við öflun upplýsinga um vélknúið ökutæki sem valdið hefur tjóni og vátryggingu þess ef tjónþoli er búsettur hérlendis, ökutækið er vátryggt eða að öllu jöfnu staðsett hér, eða tjónið varð hér á landi. Þetta gildir þó því aðeins að
a. tjónþoli sé búsettur í EES- eða EFTA-ríki,
b. ökutækið sé vátryggt og að öllu jöfnu staðsett í EES- eða EFTA-ríki,
c. tjónið hafi orðið í öðru EES- eða EFTA-ríki en því þar sem tjónþoli er búsettur, eða í öðru ríki sem er aðili að tilhöguninni um græna kortið.

[Ráðherra]
1) getur sett nánari reglur
2) um starfsemi upplýsingamiðstöðvarinnar og um skyldu vátryggingafélaga og tjónsuppgjörsfulltrúa skv. 3. mgr. 94. gr. a til að láta upplýsingamiðstöð skv. 1. mgr. og upplýsingaskrifstofum í öðrum EES- eða EFTA-ríkjum í té upplýsingar.]
3)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 392/2003. 3)L. 26/2003, 5. gr.
Greiðsluskylda og endurkröfuréttur vátryggingafélags.
95. gr. Vátryggingafélag er greiðsluskylt gagnvart tjónþola vegna bótakrafna skv. 1. mgr. 91. gr.

Nú hefur vátryggingafélag greitt bætur skv. 91. gr. og á þá félagið endurkröfurétt á hendur hverjum þeim sem valdið hefur tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Lækka má endurkröfu með hliðsjón af sök tjónvalds, efnahag hans, fjárhæð tjónsins eða öðrum atvikum.

Bannað er að kaupa vátryggingu gegn endurkröfu vátryggingafélags.
96. gr. [Ráðherra]
1) skipar nefnd þriggja manna til að kveða á um hvort beita skuli endurkröfurétti vegna gáleysis eða ásetnings þess sem ábyrgð ber á tjóni sem vátryggingafélag hefur bætt samkvæmt lögum þessum. Skal einn nefndarmaður skipaður eftir tilnefningu vátryggingafélaga þeirra sem viðurkenningu hafa skv. 91. gr., einn eftir tilnefningu landssamtaka bifreiðaeigenda, og einn án tilnefningar, og er hann formaður nefndarinnar. Ef ágreiningur verður milli vátryggingafélaganna eða landssamtakanna um tilnefningu sker [ráðherra]
1) úr. Skipunartími nefndarinnar skal vera þrjú ár.

[Ráðherra]
1) setur reglur
2) um starfsháttu nefndarinnar, þar á meðal um það hvernig vátryggingafélögin senda nefndinni þau gögn sem félögin hafa reist bótakröfur sínar á.

Kostnaður af störfum nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði, en vátryggingafélögin skulu endurgreiða þann kostnað eftir reglum sem [ráðherra]
1) setur.
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 392/2003.
Meðferð skaðabótamála.
97. gr. Nú er höfðað einkamál til heimtu bóta gegn þeim, sem bótaskyldur er skv. 90. gr., og skal þá höfða slíkt mál jafnframt gegn vátryggingafélagi því, sem ábyrgðartryggt hefur ökutækið.

Nú er bótakrafa samkvæmt ákvæðum 88. og 89. gr. höfð uppi í opinberu máli, og skal þá tilkynna vátryggingafélagi því, er ábyrgðartryggt hefur ökutækið, um kröfuna. Hefur félagið þá sama rétt og sökunautur sjálfur til að koma að vörnum í skaðabótamálinu, enda er þá áfellisdómur bindandi fyrir vátryggingafélagið og aðfararhæfur gagnvart því.
98. gr. Nú eru bætur vegna sama tjóns ákveðnar hærri samtals en vátryggingarfjárhæðinni nemur, og skal þá skipta henni að tiltölu á milli þeirra, sem kröfur eiga vegna tjónsins. Þetta ákvæði gildir einnig, þótt vátryggingarfjárhæðin sé hærri en lögboðið er.

Ef einhver þeirra, sem bótarétt eiga samkvæmt framangreindu, hefur eigi tilkynnt félaginu um kröfu sína innan sex mánaða frá tjónsatburði, má vátryggingafélagið vítalaust greiða vátryggingarféð að fullu öðrum þeim, er bótarétt eiga.
Fyrning bótakrafna.
99. gr. Allar bótakröfur samkvæmt þessum kafla, bæði á hendur þeim, sem ábyrgð ber, og vátryggingafélagi, svo og endurkröfur vátryggingafélags, fyrnast á fjórum árum frá lokum þess almanaksárs, sem kröfuhafi fékk vitneskju um kröfu sína og átti þess fyrst kost að leita fullnustu hennar. Kröfur þessar fyrnast þó í síðasta lagi á tíu árum frá tjónsatburði.
XIV.
Viðurlög.
Refsingar.
100. gr. Brot gegn lögum þessum eða reglum, sem settar eru samkvæmt þeim, varða sektum …
1) eða fangelsi allt að tveimur árum.

Eigi skal þó refsa fyrir brot, sem tilgreind eru í 1. mgr. 108. gr., nema stöðvun eða lagning ökutækis hafi haft í för með sér hættu fyrir aðra eða að óþörfu valdið óþægindum fyrir umferðina.

Ef brot gegn lögum þessum eða reglum, sem settar eru samkvæmt þeim, er framið eftir fyrirmælum eða með vitund og vilja eiganda ökutækis eða stjórnanda í starfi, skal honum einnig refsað fyrir brotið.

[Sektir allt að [300.000 kr.]
2) fyrir brot á lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim skulu ákveðnar í reglugerð
3) sem [ráðherra]
4) setur að fengnum tillögum ríkissaksóknara. Í reglugerðinni skal tilgreint hvaða tegunda brota hún tekur til og hvaða sekt og önnur viðurlög skuli koma fyrir hverja tegund brots. Heimilt er að víkja frá ákvæðum reglugerðarinnar ef veigamikil rök mæla með því.

Þegar ákvörðun er tekin um sekt vegna brota á tveimur eða fleiri ákvæðum laga þessara eða reglna settra samkvæmt þeim skal sektin vera samtala sekta vegna hvers brots um sig, enda rúmist refsingin innan sektarmarka almennra hegningarlaga.

Veita má sakborningi allt að 25% afslátt af sektarfjárhæð sem lögreglustjóri hefur ákvarðað ef sakborningur greiðir sektina ásamt sakarkostnaði að fullu innan 30 daga frá dagsetningu sektarboðs eða undirritun sektargerðar sem sakborningur hefur gengist skriflega undir.]
5)
1)L. 82/1998, 186. gr. 2)L. 84/2004, 7. gr. 3)Rg. 575/2001, sbr. 742/2002 og 966/2004. 4)L. 132/2003, 1. gr. 5)L. 57/1997, 3. gr.
[Svipting ökuréttar.]1)
1)L. 44/1993, 25. gr.
101. gr. [Svipta skal mann rétti til að stjórna vélknúnu ökutæki sem ökuskírteini þarf til ef hann hefur orðið sekur um mjög vítaverðan akstur slíks ökutækis eða ef telja verður, með hliðsjón af eðli brotsins eða annars framferðis hans sem ökumanns vélknúins ökutækis, varhugavert að hann stjórni vélknúnu ökutæki.

[Nú hefur maður á þriggja ára tímabili gerst sekur um þrjú eða fleiri brot á lögum þessum eða reglum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og náð tilteknum punktafjölda samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagabrota, og skal hann þá sviptur ökurétti í þrjá mánuði til viðbótar þeirri sviptingu ökuréttar sem við síðasta brotinu kann að liggja. [Ráðherra]
1) setur, að fenginni umsögn ríkissaksóknara, reglugerð
2) um punktakerfi vegna umferðarlagabrota, þar á meðal um hvaða vægi einstök brot skuli hafa í punktum talið við ákvörðun um beitingu sviptingar ökuréttar vegna uppsöfnunar punkta.]
3)

Svipting ökuréttar skal vera um ákveðinn tíma, eigi skemur en einn mánuð, eða ævilangt ef sakir eru miklar eða brot er ítrekað öðru sinni.

Svipting ökuréttar felur í sér sviptingu réttar samkvæmt ökuskírteini og réttar til að öðlast ökuskírteini.]
4)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 431/1998, sbr. 971/2004. 3)L. 57/1997, 4. gr. 4)L. 44/1993, 25. gr.
102. gr. [Nú hefur stjórnandi vélknúins ökutækis brotið gegn ákvæðum 1. mgr. 45. gr. eða neitað að veita atbeina sinn við rannsókn máls skv. 3. mgr. 47. gr. og skal hann þá sviptur ökurétti. Ef sérstakar málsbætur eru og ökumaður hefur ekki áður gerst sekur um sams konar brot eða annað verulegt brot gegn skyldum sínum sem ökumaður má sleppa sviptingu ökuréttar vegna brota á ákvæðum 1., sbr. 2., mgr. 45. gr.

Nú hefur stjórnandi ökutækis brotið gegn ákvæðum 1., sbr. 3., mgr. 45. gr. eða neitað að veita atbeina sinn við rannsókn máls skv. 3. mgr. 47. gr. og skal svipting ökuréttar þá eigi vera skemur en eitt ár.

[Nú hefur stjórnandi ökutækis brotið gegn 45. gr. og vínandamagn í blóði hans er yfir 2‰ og vínandamagn í lofti fer yfir 1,00 milligramm í lítra lofts og skal hann þá sviptur ökurétti eigi skemur en tvö ár.]
1)

[Nú hefur stjórnandi ökutækis áður brotið gegn ákvæðum 45. gr. eða neitað að veita atbeina sinn við rannsókn máls skv. 3. mgr. 47. gr. og hann gerist sekur um eitthvert þessara brota eða bæði brotin varða við ákvæði 2. mgr. 45. gr. og skal svipting ökuréttar þá eigi vara skemur en tvö ár. Ef einungis síðara brotið varðar við 3. mgr. 45. gr. skal svipting ökuréttar eigi vara skemur en þrjú ár.]
1)]
2)
1)L. 84/2004, 8. gr. 2)L. 23/1998, 2. gr.
Bráðabirgðasvipting.
103. gr. Nú telur lögreglustjóri skilyrði til sviptingar [ökuréttar]
1) vera fyrir hendi, og skal þá svipta ökumann [ökurétti]
1) til bráðabirgða svo fljótt sem unnt er. Ákvörðun þessa má bera undir dómstóla samkvæmt reglum um meðferð opinberra mála, og skal lögreglustjóri leiðbeina ökumanni um þann rétt, þegar ákvörðun er birt. Úrlausn héraðsdóms sætir kæru til Hæstaréttar.

Sviptingartími skv. 1. mgr. skal dragast frá endanlegum sviptingartíma.
1)L. 44/1993, 27. gr.
Áhrif áfrýjunar.
104. gr. Áfrýjun dóms, þar sem kveðið er á um sviptingu [ökuréttar],
1) frestar ekki verkun hans að því leyti. Þó getur dómari ákveðið með úrskurði, að áfrýjun fresti framkvæmd sviptingar, ef sérstaklega stendur á.
1)L. 44/1993, 28. gr.
Brot erlendis.
105. gr. Nú hefur íslenskur ríkisborgari eða maður búsettur hér á landi sætt sviptingu [ökuréttar]
1) eða refsingu erlendis fyrir verknað, sem samkvæmt lögum þessum hefði varðað sviptingu [ökuréttar]
1) og má þá svipta hann þeim [rétti]
1) í sérstöku opinberu máli, og koma þá að öðru leyti til framkvæmda ákvæði 101.–104. gr.
1)L. 44/1993, 29. gr.
[Endurveiting ökuréttar.]1)
1)L. 44/1993, 30. gr.
106. gr. [Nú hefur maður verið sviptur ökurétti um lengri tíma en þrjú ár og getur þá [ríkislögreglustjóri],
1) þegar svipting hefur staðið í þrjú ár, heimilað að honum skuli veittur ökuréttur að nýju. Hafi maður verið sviptur ökurétti ævilangt má þó eigi veita ökurétt að nýju fyrr en svipting hefur staðið í fimm ár.]
2)

Endurveitingu skal því aðeins heimila að sérstakar ástæður mæli með því …
1)

[Heimilt er að skjóta synjun ríkislögreglustjóra á endurveitingu ökuréttar til ráðherra með kæru. Um málsmeðferðina fer samkvæmt stjórnsýslulögum. Ráðherra getur í reglugerð
3) sett nánari reglur um endurveitingu ökuréttar.]
1)
1)L. 84/2004, 9. gr. 2)L. 44/1993, 30. gr. 3)Rg. 706/2004.
Haldsréttur í ökutækjum.
107. gr. Nú er ökumaður vélknúins ökutækis búsettur erlendis og ökutæki það sem brotið var framið með skráð erlendis, og getur þá lögreglan lagt hald á ökutækið þar til makleg sekt, málskostnaður, gjald vegna stöðvunarbrota, skaðabætur eða iðgjald fyrir lögboðna ábyrgðartryggingu hefur verið greitt eða trygging fyrir greiðslu sett. Ef greiðsla hefur eigi farið fram innan tveggja mánaða frá endanlegri niðurstöðu máls má leita fullnustu í ökutækinu.

Þegar hald er lagt á ökutæki skv. 1. mgr. gilda, eftir því sem við á, ákvæði laga um meðferð opinberra mála um hald á munum. Hald skal því aðeins lagt á að þess sé þörf til að tryggja framangreinda greiðslu. Hafi ökumaður notað ökutæki í algeru heimildarleysi má eigi leggja hald á það.

Ákvæði 1. mgr. verður ekki beitt gagnvart ökumönnum sem búsettir eru í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð nema að því er varðar gjald vegna stöðvunarbrota.
[Gjald vegna stöðvunarbrota o.fl.]1)
1)L. 84/2004, 10. gr.
108. gr. Leggja má gjald á vegna brota á:
a. [ákvæðum 4. mgr. 7. gr. og 3. mgr. 27. gr.,
b. ákvæðum a-, b-, h- og i-liða 1. mgr. 28. gr.],
1)
c. banni við stöðvun eða lagningu ökutækja, sem gefið er til kynna með umferðarmerki,
d. banni við stöðvun eða lagningu ökutækja, sem sett er skv. 81. gr., enda þótt bannið sé ekki gefið til kynna með umferðarmerki,
e. öðrum ákvæðum um stöðvun eða lagningu, sem sett eru skv. 81. gr. eða 1. mgr. 83. gr., og
f. reglum um notkun stöðureita skv. 2. mgr. 83. gr.
[g. ákvæðum um að færa ökutæki til skoðunar og á þeim reglum um skoðun ökutækja sem ráðherra setur með stoð í 67. gr.]
2)

Gjaldið skal lagt á með skriflegri tilkynningu, sem fest skal við ökutækið eða afhent ökumanni.

Lögreglan annast álagningu og innheimtu gjalds skv. 1. mgr. [Ráðherra]
3) getur ákveðið, að á tilteknum svæðum fari álagning [gjalds skv. a–f-lið 1. mgr.],
2) að öllu leyti eða að hluta, fram með aðstoð sérstakra stöðuvarða. [Hann getur og ákveðið, að ósk sveitarstjórnar, að álagning og innheimta [gjalds skv. a–f-lið 1. mgr.]
2) fari, að öllu leyti eða að hluta, fram á vegum sveitarfélagsins.
4) Rennur gjaldið þá í sveitarsjóð og skal því varið til að gera og reka bifreiðastæði og bifreiðageymslur til almenningsnota.]
1)

Ákvörðun um álagningu gjalds verður ekki borin undir æðra stjórnvald.

[[Ráðherra]
3) ákveður fjárhæð gjaldsins.
5) Fari álagning fram á vegum sveitarfélags getur sveitarstjórn þó ákveðið fjárhæðina í gjaldskrá sem ráðherra staðfestir.
6) Verði á lagt gjald ekki greitt innan tilskilins frests hækkar það um 50%.

[Ráðherra]
3) setur nánari reglur
7) um hvernig gjaldið skuli lagt á og innheimt, þar á meðal um greiðslu- og kærufrest. Má þar ákveða að á lagt gjald, sem eigi er greitt innan nánar tiltekins frests, hækki um 100%.]
1)
1)L. 62/1988, 4. gr. 2)L. 84/2004, 10. gr. 3)L. 132/2003, 1. gr. 4)
Augl. 100/1988,
augl. 316/1993. 5)
Augl. 317/1993, sbr.
13/1994. 6)
Augl. 13/1994, sbr.
381/2000;
gjaldskrá 381/2000, sbr.
84/2004. 7)Rg. 104/1988, sbr. 226/2004.
109. gr. Gjald, sem lagt hefur verið á [skv. a–f-lið 1. mgr. 108. gr.],
1) hvílir á þeim, sem ábyrgð ber á stöðvun ökutækis eða lagningu. Eigandi ökutækis eða umráðamaður ber einnig ábyrgð á greiðslu gjaldsins, ef það greiðist ekki innan tilskilins frests, nema sannað verði, að ökumaður hafi notað ökutækið í algeru heimildarleysi. [Gjald vegna vanrækslu á skoðun skv. g-lið 1. mgr. 108. gr. hvílir á eiganda eða umráðamanni ökutækis.]
1)

[Gjaldið nýtur lögtaksréttar og lögveðs í viðkomandi ökutæki. Lögveð þetta gengur fyrir öllum öðrum réttindum í ökutækinu, en fellur niður við eigendaskipti, hafi hinn nýi eigandi hvorki vitað né mátt vita um lögveðið. Lögveðið gengur þá á eftir kröfum um opinber gjöld, sem tryggð eru með veði í ökutækinu, hafi veðinu verið þinglýst áður en gjaldið var lagt á.]
1)

Verði álagt gjald ekki greitt innan tilskilins frests, skal senda eiganda ökutækisins eða umráðamanni, á sannanlegan hátt, tilkynningu um, að [krafist verði aðfarar eða nauðungarsölu að tilteknum tíma liðnum],
2) enda hafi greiðsla þá eigi verið innt af hendi. Einnig skal honum gefinn kostur á að koma að mótbárum eða vörnum innan sama tíma.

[Verði gjaldið ekki greitt innan frests skv. [3. mgr.]
1) og engar mótbárur eða varnir hafa verið hafðar uppi má krefjast nauðungarsölu á lögveðinu til lúkningar gjaldinu án undangengins fjárnáms. Einnig má krefjast fjárnáms hjá þeim sem ber ábyrgð á greiðslu gjaldsins skv. 1. mgr. án undangengins dóms eða sáttar.]
3)

…
4)
1)L. 84/2004, 11. gr. 2)L. 92/1991, 94. gr. 3)L. 90/1991, 91. gr. 4)L. 92/1991, 94. gr.
Brottflutningur ökutækja.
110. gr. Heimilt er lögreglu að flytja eða láta flytja brott ökutæki, sem stendur þannig að brjóti í bága við reglur um stöðvun eða lagningu ökutækja, eða að öðru leyti þannig að það valdi truflun á umferð, snjómokstri eða vinnu við veg. Sama á við um skráningarskylt ökutæki, sem skilið hefur verið eftir án skráningarmerkja, og ökutæki, sem telja verður að eigandi hafi yfirgefið að fullu. Enn fremur ökutæki, sem stendur á einkalóð eða opinberri lóð þannig að valdi eiganda eða umráðamanni hennar tjóni eða óþægindum eða gegn banni hans. Standi ökutækið á svæði, sem ekki er ætlað til almennrar umferðar, skal það því aðeins flutt á brott, að eigandi eða umráðamaður lóðar krefjist þess.

Ökutæki skal færa til geymslu á tryggan stað, sem lögreglan vísar á, nema ökumaður eða eigandi (umráðamaður) sé viðstaddur og flytji það þegar á brott eða vísi á annan geymslustað. Er geymsla ökutækisins á ábyrgð eiganda. Kostnað vegna flutnings og geymslu skal ökumaður greiða. Ef ökumaður er óþekktur eða greiðir ekki þrátt fyrir áskorun þar um, ber eigandi (umráðamaður) ökutækisins jafnframt ábyrgð á greiðslu kostnaðarins, nema ökumaður hafi notað ökutækið í algeru heimildarleysi. Heimilt er að halda ökutæki í geymslu til tryggingar greiðslu kostnaðar. Kostnað má innheimta með lögtaki.

Lögreglustjóri skal tilkynna eiganda ökutækis um flutning þess, hvenær hann fór fram og hvar ökutækið er í geymslu. Í tilkynningu skal jafnframt koma fram, að verði ökutækið eigi sótt innan tiltekins frests og áfallinn kostnaður greiddur, verði það selt. Ef eigandi er óþekktur, má selja ökutækið einum mánuði eftir að það var fjarlægt.

Að loknum fresti skv. 3. mgr. skal selja ökutækið [við nauðungarsölu]
1) eða til niðurrifs, ef ætla má að hærra verð fáist þannig. Söluandvirði rennur í ríkissjóð. Eigandi ökutækisins getur þó, innan árs frá því sala fór fram, krafist greiðslu á söluandvirðinu, að frádregnum kostnaði við flutning, geymslu og sölu ökutækisins.

Ákvæði 3. og 4. mgr. um geymslu og sölu ökutækja gilda, eftir því sem við á, um önnur ökutæki í vörslu lögreglu eða bifreiðaeftirlits.

[[Ráðherra]
2) getur ákveðið, að fenginni ósk sveitarstjórnar, að framkvæmd ákvæða í grein þessari fari, eftir því sem við á, að öllu leyti eða að hluta fram á vegum sveitarfélagsins. Hann getur og sett nánari reglur um framkvæmdina, þar á meðal um greiðslu geymslukostnaðar.]
3)
1)L. 90/1991, 91. gr. 2)L. 132/2003, 1. gr. 3)L. 62/1988, 5. gr.
XV.
[Umferðarstofa, umferðarráð, umferðarfræðsla o.fl.]1)
1)L. 83/2002, 14. gr.
111. gr. [Umferðarstofa annast stjórnsýslu á sviði umferðarmála, sbr. 112. gr. Umferðarstofa skal veita almenningi fræðslu um umferðarlöggjöf og annað það sem stuðlað getur að umferðaröryggi og bættri umferðarmenningu.

Umferðarstofa skal hafa samvinnu við þá aðila, félög, samtök og stofnanir sem tengjast starfsemi hennar.]
1)
1)L. 83/2002, 7. gr.
112. gr. [Hlutverk Umferðarstofu er að:
a. annast skráningu ökutækja og aðra umsýslu varðandi skráningu ökutækja, gerð þeirra og búnað,
b. annast ökupróf, veita leyfi til að starfrækja ökuskóla og hafa umsjón með ökunámi og eftirlit með ökukennslu,
c. veita leyfi til að annast skoðun ökutækja og hafa eftirlit með þeirri starfsemi í samvinnu við Löggildingarstofu,
d. annast fræðslu og upplýsingamiðlun um umferðarmál,
e. styðja aðgerðir sem stuðlað geta að bættu umferðaröryggi,
f. vera stjórnvöldum og öðrum til ráðuneytis um umferðarmál,
g. annast mótun reglna er varða ökutæki og umferð,
h. annast skráningu umferðarslysa og rannsóknir á orsökum umferðarslysa,
i. sinna þróunarverkefnum á starfssviði sínu,
j. annast rekstur á tölvu- og upplýsingakerfum og
k. annast önnur verkefni samkvæmt ákvörðun [ráðherra].
1)

Umferðarstofu er heimilt að fela öðrum framkvæmd verkefna sem henni tilheyra, samkvæmt reglum sem [ráðherra]
1) setur.

[Ráðherra]
1) setur nánari reglur um starf og hlutverk Umferðarstofu og staðfestir skipurit hennar og skiptingu í starfsdeildir.]
2)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)L. 83/2002, 8. gr.
113. gr. [[Ráðherra]
1) skipar framkvæmdastjóra Umferðarstofu til fimm ára í senn. Framkvæmdastjóri stjórnar rekstri Umferðarstofu og gætir þess að stofnunin starfi í samræmi við lög og reglugerðir á hverjum tíma. Framkvæmdastjóri ræður annað starfsfólk stofnunarinnar.]
2)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)L. 83/2002, 9. gr.
114. gr. [Til Umferðarstofu renna þessi gjöld:
a. gjöld fyrir skráningu ökutækja, sbr. 64. gr.,
b. gjöld fyrir skráningarmerki, sbr. 64. gr.,
c. gjöld fyrir viðurkenningu á gerð, sbr. 64. gr.,
d. gjöld fyrir einkamerki, sbr. 64. gr. a,
e. umferðaröryggisgjald, sbr. 2. mgr.,
f. önnur gjöld sem Umferðarstofa innheimtir samkvæmt gjaldskrá sem staðfest er af [ráðherra].
1)

Leggja skal á sérstakt umferðaröryggisgjald er renni til Umferðarstofu, að fjárhæð 200 kr., og greiðist það við almenna skoðun ökutækis, skráningu ökutækis og skráningu eigendaskipta að ökutæki. Ráðherra setur reglur
2) um innheimtu gjaldsins og um skil þess í ríkissjóð.

Sértekjur Umferðarstofu af þjónustu- og verksamningum, svo og af rannsóknastarfsemi og þróunarverkefnum, renna óskiptar til hennar.]
3)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 681/1995. 3)L. 83/2002, 10. gr.
115. gr. [[Ráðherra]
1) skipar umferðarráð til þriggja ára í senn. Meginhlutverk þess skal vera að beita sér fyrir auknu umferðaröryggi og bættum umferðarháttum. Umferðarráð skal vera ráðherra til ráðgjafar um gerð umferðaröryggisáætlunar og framkvæmd hennar, svo og um fræðslu og upplýsingamiðlun, og vera samráðsvettvangur þeirra sem fjalla um umferðarmál og láta sig umferðaröryggi varða.

[Ráðherra]
1) skipar tvo fulltrúa í umferðarráð án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður ráðsins en hinn varaformaður. Aðra fulltrúa ráðsins skipar ráðherra samkvæmt nánari ákvörðun í reglugerð.
2)

[Ráðherra]
1) skipar stjórn umferðarráðs. Skal stjórnin skipuð formanni ráðsins og varaformanni og einum aðila samkvæmt tilnefningu umferðarráðs. Stjórnin hefur með höndum yfirstjórn á starfsemi umferðarráðs, boðar fundi í ráðinu, undirbýr dagskrá funda þess og leggur fyrir það skýrslu um starfsemi ráðsins. [Ráðherra]
1) ákveður þóknun stjórnar umferðarráðs, en að öðru leyti eru störf fulltrúa í umferðarráði ólaunuð.

Umferðarstofa leggur umferðarráði til framkvæmdastjóra og starfsaðstöðu.

[Ráðherra]
1) getur í reglugerð sett nánari ákvæði um störf umferðarráðs.]
3)
1)L. 132/2003, 1. gr. 2)Rg. 86/1997, sbr. 181/1997, 93/2000 og 374/2004. 3)L. 83/2002, 11. gr.
[115. gr. a. …
1)]
2)
1)L. 24/2005, 17. gr. 2)L. 83/2002, 12. gr.
116. gr. Sveitarstjórnum ber að fræða almenning um umferðarmál, eftir því sem staðhættir gefa efni til, svo og þær sérreglur, er gilda á hverjum stað.

Sveitarstjórn getur skipað umferðarnefnd til þess að stuðla að umferðarfræðslu og vinna að bættu skipulagi umferðarmála í sveitarfélaginu. Slíka nefnd skal skipa í kaupstöðum og kauptúnahreppum. Sveitarstjórnum er heimilt að stofna sameiginlega umferðarnefnd, er hafi með höndum framangreind verkefni.

Sveitarstjórn eða sveitarstjórnir setja nánari reglur um skipun og starfssvið umferðarnefnda.
117. gr. Kennsla í umferðarreglum skal fara fram í grunnskólum. Menntamálaráðherra setur, að fenginni umsögn [Umferðarstofu],
1) reglugerð um tilhögun kennslunnar og prófkröfur.
2) Ráðherra getur og með sama hætti sett reglur um slíka kennslu í öðrum skólum.
1)L. 83/2002, 13. gr. 2)Rg. 534/1989.
XVI.
Ýmis ákvæði.
Gildistaka.
118. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. mars 1988.

…
Ákvæði til bráðabirgða.
I. Fullnaðarskírteini, sem gefin hafa verið út fyrir gildistöku laga þessara án sérstakrar tímatakmörkunar, skulu gilda áfram án áritunar þar til hlutaðeigandi er fullra 70 ára. Ákvæði þetta gildir ekki um ökuskírteini til að mega stjórna ökutækjum skv. 3. mgr.
27. gr. umferðarlaga, nr. 40 23. apríl 1968.

Hafi maður verið sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir gildistöku laga þessara má veita ökuréttindi að nýju þegar svipting hefur staðið í þrjú ár enda hafi hann eigi áður fengið slíkt leyfi.

…
1)
1)L. 44/1993, 32. gr.
[II. …
1)]
2)
1)L. 32/1998, 3. gr. 2)L. 48/1997, brbákv.