Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. janúar 2016.  Útgáfa 145a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um skógrækt

1955 nr. 3 6. mars


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. september 1955. Breytt með l. 10/1983 (tóku gildi 25. mars 1983), l. 76/1984 (tóku gildi 13. júní 1984), l. 58/1989 (tóku gildi 14. júní 1989), l. 90/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992), l. 92/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 103. gr. sem tók gildi 9. jan. 1992), l. 73/1996 (tóku gildi 19. júní 1996), l. 83/1997 (tóku gildi 6. júní 1997), l. 68/2005 (tóku gildi 9. júní 2005), l. 167/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við umhverfis- og auðlindaráðherra eða umhverfis- og auðlindaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Um markmið og stjórn Skógræktar ríkisins.
1. gr. Skógrækt ríkisins skal rekin með því markmiði:
    1. að vernda, friða og rækta skóga og skógarleifar, sem eru í landinu;
    2. að græða upp nýja skóga, þar sem henta þykir;
    3. að leiðbeina um meðferð skóga og kjarrs og annað það, sem að skógrækt og skóggræðslu lýtur.
2. gr. [[Ráðherra] 1) fer með yfirstjórn skógræktarmála samkvæmt lögum þessum, sbr. þó ákvæði IV. kafla.] 2) [Ráðherra skipar skógræktarstjóra til fimm ára er annast framkvæmd þessara mála.] 3) Skal hann hafa leyst af hendi próf við skógræktarháskóla á Norðurlöndum eða við annan skóla jafnstæðan.
    1)L. 126/2011, 28. gr. 2)L. 167/2007, 24. gr. 3)L. 83/1997, 76. gr.
3. gr. [Skógræktarstjóri ræður skógarverði.] 1) Skulu þeir eigi vera færri en einn í hverjum landsfjórðungi. Þeir skulu hafa aflað sér verklegrar kunnáttu í skógrækt og hafa staðist próf, sem stjórn skógræktarmála kveður á um.
    1)L. 83/1997, 77. gr.
4. gr. Skógarverðir skulu starfa samkvæmt fyrirmælum skógræktarstjóra og aðstoða hann í hvívetna við skógrækt og skóggræðslu í landinu. Þeir skulu settir yfir skógarjarðir ríkisins og annast framkvæmdir þar og enn fremur hafa eftirlit um meðferð skóga og kjarrs á þeim svæðum, sem þeim eru falin.
5. gr. Störf og starfssvið skógræktarstjóra og skógarvarða skal ákveða með reglugerð, sem ráðherra setur.
[5. gr. a. Aðalstöðvar Skógræktar ríkisins skulu vera á Fljótsdalshéraði.] 1)
    1)L. 58/1989, 1. gr.

II. kafli. Um meðferð skóga, kjarrs, lyngs o.fl.
6. gr. Í skógum eða kjarri má hvorki höggva tré né runna á annan hátt en þann, að höggvið sé innan úr, þannig, að skógurinn eða kjarrið sé grisjað, enda sé það gert í samráði við skógarvörð. Ekkert svæði má rjóðurfella nema með samþykki skógræktarstjóra, og þó því aðeins, að sá, sem heggur, skuldbindi sig til þess að breyta landinu í tún eða græða upp skóg að nýju á öðru jafnstóru svæði og hafa byrjað á því innan tveggja ára.
7. gr. Viðarrætur má ekki rífa upp eða skerða á neinn hátt. Ekki má rífa lyng, fjalldrapa, víði, mel eða annan hlífðargróður, heldur klippa eða skera. Skógræktarstjóra og skógarvörðum er heimilt að banna allt skógarhögg og hrístekju og að banna að skerða hvers konar gróður þar sem ætla má, að slíkt geti valdið uppblæstri eða landspjöllum. Bannað er að stinga upp og flytja á brott tré og hvers konar ungviði án leyfis skógræktarstjóra eða skógarvarða.
8. gr. Í skógum þeim og kjarrlöndum, sem í afréttum liggja eða fjarri búfjárhögum, er öll beit bönnuð frá 1. nóvember til 1. júní. Nú hagar svo til á einstökum landsvæðum, að skógarkjarr eða annar gróður skóglendis er í sýnilegri hættu sökum óhóflegrar beitar að dómi skógræktarstjóra, og er ráðherra þá heimilt að banna eða takmarka beit á skóginn eða kjarrið um lengri eða skemmri tíma, enda komi bætur fyrir slíka skerðingu á landsnytjum eftir mati dómkvaddra manna. Bætur þessar skal greiða úr ríkissjóði. Ráðherra getur bannað með öllu að beita geitfé á skóg eða kjarr, enda telji skógræktarstjóri, að skóginum stafi bersýnileg hætta af beitinni.
9. gr. Í þeim skógum og kjarri, sem er sameign fleiri manna eða jarða í óskiptu landi, mega einstaklingar ekki höggva án vitundar skógarvarðar eða eftirlitsmanns, sem segir fyrir um, hvar og hvernig grisja skuli.
10. gr. Óheimilt er öllum, sem eiga skóg eða kjarr eða hafa umráðarétt yfir slíku, að selja eða gefa óupphöggvinn við án þess að hafa fengið leyfi skógarvarðar til þess. Enn fremur er öllum, sem um skóglendi fara, óheimilt að skerða trjágróður eða skemma hann.
11. gr. Skógræktarstjóri og skógarverðir skulu fara eins oft og þörf krefur um sveitir þær, þar sem er skógur eða kjarr að nokkrum mun, og skulu þeir skipa fyrir um hvernig skógur eða kjarr skuli höggvið. Þeir skulu og leiðbeina nothafa skógar og kjarrs um framkvæmd alla á fyrirmælum sínum, enda getur nothafi ekki skorast undan að fylgja þeim í skóginn eða kjarrið.
12. gr. Ef skógræktarstjóri eða skógarverðir óska þess, skulu hreppstjórar fylgja þeim á eftirlitsferðum um hreppinn til þess að kynna sér fyrirmæli um meðferð skóga og kjarrs, sem þeim ber að hafa eftirlit með. Á ferðum þessum fá hreppstjórar dagpeninga, sem greiðast af skógræktarfé.
13. gr. Ráðherra setur nánari reglur um meðferð á skógum og kjarri, eftir tillögum skógræktarstjóra, og skal þeim útbýtt meðal almennings í þeim sveitum, þar sem skógur eða kjarr er. 1)
    1)Rg. 239/1940.

III. kafli. Um friðun og ræktun skóga.
14. gr. Á land það, sem Skógrækt ríkisins hefur til friðunar og skógræktar, má ekki beita búfé. Skógræktarstjóra og skógarvörðum er þó heimilt að veita undanþágu frá þessu, ef sérstakar ástæður mæla með.
15. gr. Liggi alfaravegur um friðuð skóglendi, skulu vegfarendur loka þeim hliðum, sem á girðingum eru, svo að öruggt sé, að þau opnist ekki af sjálfsdáðum. Týni vegfarendur búfé í skógargirðingum, skulu þeir skyldir til að koma því út úr girðingunni svo fljótt sem unnt er.
Komist fé inn í skógargirðingu í afréttum eða fjarri búfjárhögum svo að nokkru nemi, er ráðherra heimilt, ef sérstakar ástæður mæla með því, að dómi skógræktarstjóra, að fyrirskipa, að þau sveitarfélög, er fjárvon eiga innan skógargirðinga, annist smölun og fjallskil innan þeirra á sinn kostnað, enda hafi ekki þótt rétt að beita ákvæðum 17. gr. laganna.
16. gr. Til þess að girðing um skógræktarsvæði megi teljast löggirðing, þ.e. að hún veiti örugga vörn gegn ágangi búfjár, skal hún minnst vera 105 sentimetrar á hæð og gerð með 7 strengjum gaddavírs eða úr öðru því efni, sem sé ekki minni vörn, t.d. vírneti eða vírneti ásamt gaddavír og undirhleðslu, þar sem þörf krefur. Bil milli jarðfastra staura má lengst vera 12 metrar og komi þá þrjár styttur þar á milli, eða 10 metrar og komi þá tvær styttur á milli. Hornstaurar skulu standa minnst 1,25 metra í jörðu, nema unnt sé að festa þá í jarðfasta klöpp. Skulu þeir steyptir niður eða púkkaðir og styrktir með stögum. Hliðstaurar skulu festir á svipaðan hátt og hornstaurar.
Skógargirðingar, sem komið hefur verið upp fyrir gildistöku laganna, eru að minnsta kosti 1 metri að hæð með 6 strengjum gaddavírs eða jafngildar því, skulu skoðast sem löggirðingar, uns þær verða endurbyggðar.
17. gr. Komist sauðfé eða geitfé inn á skógræktarsvæði, sem girt er löggirðingu, má umsjónarmaður skógræktarsvæðisins taka féð í gæslu og láta merkja það. Skal hann tafarlaust tilkynna hreppstjóra, hverjir séu eigendur fjárins og hvernig féð sé merkt. Hreppstjóri skal tilkynna þetta eigendum eða umsjónarmönnum fjárins og gefa þeim kost á að vitja þess innan ákveðins tíma. Sé féð ekki hirt, ákveður hreppstjóri, hvar fénu skuli sleppt.
Komist sömu skepnur aftur inn á sama svæði, án þess að snjóalögum verði um kennt, getur umsjónarmaður afhent hreppstjóra fénaðinn og krafist þess, að hann verði tekinn í örugga vörslu. Skal þá hreppstjóri láta athuga girðinguna þegar í stað, og fullnægi hún kröfum 16. gr., eru fjáreigendur skyldir til að taka féð í vörslu, sem hreppstjóri telur örugga. Sleppi fénaður úr þeirri vörslu og komist enn inn á sama svæði, getur umsjónarmaður skógarins krafist þess, að honum verði afhent féð til ráðstöfunar. Hann greiðir eiganda fjárins verð fyrir eftir mati úttektarmanna.
Nú verða óvenjuleg snjóalög, svo að hætta er á, að löggirðingu fenni í kaf. Getur þá umsjónarmaður girðingarinnar tilkynnt fjáreigendum í nágrenni hennar, á hvaða svæði girðingin sé ótrygg vörn, og ber þá fjáreigendum að hafa gætur á fé sínu og halda því frá þessum svæðum, uns girðingin telst fjárheld á ný. Á sama hátt ber fjáreigendum að gera skógareiganda eða umboðsmanni hans aðvart, ef þeir verða þess varir, að skógargirðing sé ótrygg vörn.
Ef um stutt höft á girðingu er að ræða, sem reynslan sýnir að þráfaldlega fara í kaf vegna aðfennis, getur fjáreigandi krafist þess, að girðingareigandi láti gera höftin fjárheld, ef þess er kostur án óhæfilegs kostnaðar. Rísi ágreiningur um þetta, hafa úttektarmenn úrskurðarvald í þessum málum.
Geti fjáreigandi fært sönnur á, að varsla fjárins hafi valdið honum aukakostnaði, getur hann krafist þess, að skógareigandi taki þátt í honum allt að helmingi eftir mati dómkvaddra manna.
Sé hreppstjóri eða úttektarmenn eða nánustu vandamenn þeirra við málið riðnir (eigi t.d. eitthvað af fénu), kveður sýslumaður … 1) óvilhallan mann eða menn í þeirra stað.
    1)L. 92/1991, 32. gr.
18. gr. Heimilt er hreppsnefndum og bæjarstjórnum að ákveða, að ákvæði næstu greinar hér á undan skuli gilda um trjáræktarreiti og garðlönd einstakra manna innan umdæmisins, enda séu þau girt löggirðingu samkvæmt 16. gr.
19. gr. Taka skal fram í byggingarbréfi gagnvart ábúendum jarða þeirra, sem eru eign ríkisins, að þeim sé skylt að hlífa svo skógi og kjarri á jörðum þessum, að hvorugt rýrni eða eyðist af völdum þeirra á meðan ábúðartími þeirra stendur. Enn fremur það, að ráðherra sé heimilt að taka til friðunar einstök skóg- og kjarrlendi á jörðum þessum á meðan ábúð þeirra stendur, enda lækki þá afgjald jarðanna vegna afnotamissis ábúanda af hinu friðaða landi eftir mati dómkvaddra manna.
[20. gr.]1) Nú er skóglendi eða kjarr í bersýnilegri hættu af gróðureyðingu, sem ekki verður stöðvuð nema með fullri friðun skóglendisins, en friðunin svo kostnaðarsöm, að eigendur eða notendur landsins vilja eða treystast eigi til þess samkvæmt þeim skilyrðum um framlag, sem sett eru í 20. gr., 2) og er ráðherra þá heimilt, að fengnum tillögum skógræktarstjóra, að kosta slíka girðingu að öllu leyti, gegn því, að eigendur og nothafar ábyrgist viðhald girðingarinnar og friðun landsins fyrir ágangi. Gera skal um það samning, sbr. 20. gr., 2) enda taki ákvæði síðustu málsgreinar þeirrar greinar einnig til þess skóglendis.
Takist ekki samningar um friðun landsins samkvæmt framansögðu, getur Skógrækt ríkisins tekið skóglendið til fullrar umsjár og friðunar í 20 ár eða lengur, ef þörf krefur. Við afhendingu landsins aftur til landeiganda ber að meta til verðs friðunarárangur þann, sem orðið hefur, og ber landeiganda að greiða matsverðið til Skógræktar ríkisins. Skirrist landeigandi við því, er Skógrækt ríkisins heimilt að taka hluta af skóglendinu sem greiðslu, allt eftir mati dómkvaddra manna.
Alþingi heimilar fé í þessu skyni með sérstakri fjárveitingu, enda liggi fyrir Alþingi tillögur skógræktarstjóra um þessar girðingar ásamt kostnaðaráætlun.
    1)L. 76/1984, 4. gr. 2)Virðist nú eiga við IV. kafla þessara laga, sbr. l. 76/1984, 3. og 4. gr.
[21. gr.]1) Með samþykki ráðherra er skógræktarstjóra heimilt að leigja einstaklingum, félögum eða stofnunum lönd á erfðafestu innan girðinga Skógræktar ríkisins, gegn því að leigutakar gróðursetji barrskóg í landið samkvæmt fyrirmælum skógræktarstjóra og samningi þeim, sem gera skal við sérhvern leigutaka um gróðursetningu, hirðingu og meðferð lands.
Sá skógur, sem vex á landinu, verður eign leigutaka, en meðferð hans öll og grisjun skal háð fyrirmælum skógræktarstjóra.
Vanefndir á samningi um gróðursetningu og meðferð skógar, sem ekki stafa af ástæðum, sem leigutaka eru óviðráðanlegar, varða missi á erfðafesturéttindum, og fellur þá skógur leigutaka til Skógræktar ríkisins án endurgjalds.
    1)L. 76/1984, 4. gr.
[22. gr. Skógrækt ríkisins er heimilt að styrkja þá sem vilja koma upp trjálundum á landi sínu og ekki eiga kost á stuðningi samkvæmt öðrum greinum laganna, eftir því sem fé er veitt til á fjárlögum hverju sinni. Má slíkur styrkur nema allt að 30 hundraðshlutum af girðingarkostnaði á hvern lengdarmetra girðingar, enda séu eftirfarandi skilyrði uppfyllt:
    1. að land innan girðingar sé minnst einn hektari;
    2. að fyrir liggi yfirlýsing skógræktarstjóra um að landið sé vel fallið til skógræktar.] 1)
    1)L. 76/1984, 2. gr.
[23. gr.]1) Hreppstjórar og skógarverðir skulu, hver í sínu umdæmi, hafa eftirlit með því, hvort farið sé eftir ákvæðum og fyrirmælum um meðferð skóga og kjarrs og hvort brotið sé gegn friðunarákvæðum samkvæmt lögum þessum og þeim reglugerðum, sem settar kunna að verða samkvæmt 13. gr. laganna. Skulu þeir, jafnskjótt og þeir verða þess varir, senda skýrslu um þetta til skógræktarstjóra, sem ákveður, hvað frekar skuli gert í málinu.
    1)L. 76/1984, 4. gr.

[IV. kafli. Um ræktun nytjaskóga á bújörðum.]1)
    1)L. 76/1984, 3. gr.
[24. gr. Í þeim héruðum landsins, þar sem skógræktarskilyrði eru vænleg, styrkir ríkissjóður ræktun nytjaskóga á bújörðum, eftir því sem fé er veitt til á fjárlögum hverju sinni og nánar greinir í ákvæðum þessa kafla, enda verði skógræktin þáttur í búskap bænda eða jarðeiganda.
[Sá ráðherra sem fer með ræktun nytjaskóga á bújörðum fer með málefni sem fjallað er um í þessum kafla.] 1)] 2)
    1)L. 126/2011, 28. gr. 2)L. 76/1984, 3. gr.
[25. gr. Styrkur samkvæmt 24. gr. má nema allt að 80 af hundraði stofnkostnaðar við undirbúning skógræktarlandsins, þ.m.t. girðingar og vegagerð, plöntur og gróðursetning.
Styrk má því aðeins veita að fullnægt sé eftirtöldum atriðum:
    a. Skógrækt ríkisins hafi gert sérfræðilega athugun á skógræktarskilyrðum í viðkomandi sýslu, hluta hennar eða fleiri sýslum saman og skógræktarstjóri staðfest skógræktaráætlun fyrir þau lönd er til greina koma. Áður en skógræktarstjóri staðfestir áætlun skal afla umsagnar viðkomandi búnaðarsambands og samþykkis jarðanefndar, sveitarstjórnar og Skipulags ríkisins á ráðstöfun lands til ræktunar nytjaskóga samkvæmt skógræktaráætlun.
    b. Að fyrir liggi samningur milli Skógræktar ríkisins og viðkomandi bónda og landeiganda, ef hann er annar en ábúandi, staðfestur af [hlutaðeigandi ráðuneyti]. 1) Í þeim samningi skal m.a. kveðið á um stærð og mörk skógræktarlandsins, framkvæmdir, skiptingu stofnkostnaðar og meðferð landsins.
Samningi samkvæmt b-lið þessarar greinar skal þinglýsa sem kvöð á viðkomandi jörð áður en styrkur er greiddur.] 2)
    1)L. 126/2011, 28. gr. 2)L. 76/1984, 3. gr.
[26. gr. Um girðingar um nytjaskóga fer eftir ákvæðum girðingarlaga, nr. 10 25. mars 1965. Um meðferð nytjaskóga skal fara eftir ákvæðum II. kafla laga þessara.
Vanefni landeigandi eða umráðamaður landsins skyldur sínar samkvæmt samningi, sbr. b-lið 25. gr., er Skógrækt ríkisins heimilt að framkvæma nauðsynlegar aðgerðir á kostnað landeiganda. Greiði landeigandi ekki slíkan kostnað má taka hann lögtaki.
Komi til vanefnda á samningi skv. b-lið 25. gr. af hálfu Skógræktar ríkisins er landeiganda eða umráðamanni lands heimilt að framkvæma nauðsynlegar aðgerðir á kostnað Skógræktar ríkisins.] 1)
    1)L. 76/1984, 3. gr.
[27. gr. Óheimilt er landeiganda eða ábúanda, án samþykkis Skógræktar ríkisins, að leigja eða heimila öðrum afnot af landi sem ráðstafað hefur verið til skógræktar með samningi samkvæmt 25. gr., nema viðkomandi jörð sé leigð til ábúðar samkvæmt á búðarlögum, nr. 64 31. maí 1976.
Um mat á framkvæmdum sem ábúandi á leigujörð gerir vegna ræktunar nytjaskóga skal fara eftir 16. gr. ábúðarlaga, nr. 64 31. maí 1976, en styrkur samkvæmt þessum kafla skal þó jafnan koma til frádráttar ásamt verðbótum.
Telji landeigandi að ræktun nytjaskógar hafi mistekist getur hann óskað eftir að samningur skv. b-lið 25. gr. verði felldur úr gildi. Fallist Skógrækt ríkisins á að ræktunin hafi mistekist er henni heimilt, að fengnu samþykki [hlutaðeigandi ráðuneytis], 1) að fella samninginn úr gildi, enda endurgreiði landeigandi 4/ 5 af matsverði girðinga. Aðrar umbætur, sem orðið hafa á landinu, falli jörðinni til. Heimilt er að skjóta synjun Skógræktar ríkisins til [hlutaðeigandi ráðherra]. 1) Náist ekki samkomulag um endurkröfuna er hvorum aðila um sig heimilt að óska eftir mati tveggja dómkvaddra manna.] 2)
    1)L. 126/2011, 28. gr. 2)L. 76/1984, 3. gr.
[28. gr. Ef um ítrekaðar vanefndir landeiganda eða ábúanda á samningi skv. b-lið 25. gr. er að ræða eða brotið er gegn ákvæðum þessara laga um meðferð skógræktarlandsins er Skógrækt ríkisins heimilt annað tveggja:
    a. Að endurkrefja landeiganda um hinn upphaflega styrk ásamt verðbótum samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar. Skal hinn endurkrafni styrkur greiddur eins og bætur skv. b-lið.
    b. Að taka skógræktarlandið í sína vörslu tímabundið, þó ekki lengur en 8 ár, og halda framkvæmdum áfram eftir samningi skv. b-lið 25. gr. Á meðan landið er þannig í vörslu Skógræktar ríkisins fellur allur arður af skóginum til hennar án þess að leiga komi fyrir landið. Endurgreiði landeigandi eða ábúandi áfallinn kostnað vegna vanefndanna og geri full skil á sínum hlut eftir samningi, skv. b-lið 25. gr., tekur hann við landinu með þeim réttindum og skyldum sem kveðið er á um í samningi, skv. b-lið 25. gr. Líði 8 ár frá því að landið var tekið í vörslu Skógræktar ríkisins, án þess að landeigandi eða ábúandi hafi bætt úr vanefndum, er Skógrækt ríkisins heimilt að leysa til sín skógræktarlandið að fengnum meðmælum viðkomandi sveitarstjórnar, jarðanefndar, stjórnar [Bændasamtaka Íslands] 1) og samþykki [hlutaðeigandi ráðherra], 2) enda teljist það nauðsynlegt til að tryggja og viðhalda þeim árangri sem náðst hefur í ræktun nytjaskóga á landinu. Náist ekki samkomulag um verð á hinu innleysta landi skal um mat fara eftir 2. mgr. 29. gr., en bæturnar skulu greiddar með jöfnum, árlegum greiðslum á næstu 4 árum og skal fyrsta greiðsla innt af hendi innan þriggja mánaða frá því að innlausn er leyfð. [Greiða skal sömu vexti og verðbætur á bætur frá innlausnardegi til greiðsludags og Lífeyrissjóður bænda reiknar af lánum hverju sinni.] 3)] 4)
    1)L. 73/1996, 6. gr. 2)L. 126/2011, 28. gr. 3)L. 68/2005, 3. gr. 4)L. 76/1984, 3. gr.
[29. gr. Við aðilaskipti að réttindum yfir landi, sem hefur verið ráðstafað til skógræktar með samningi skv. 25. gr., fyrir kaup, gjöf, skipti, nauðungarsölu, … 1) búskipti, félags- og sameignaslit og fyrirframgreiðslu arfs, skal Skógrækt ríkisins eiga forkaupsrétt að landinu eða hluta þess næst á eftir lögboðnum forkaupsréttarhöfum skv. 21. gr. jarðalaga, nr. 65 31. maí 1976. Skógrækt ríkisins öðlast þó ekki forkaupsrétt þegar jarðareigandi ráðstafar jörðinni í heild, enda taki viðkomandi jörðina til ábúðar og fullra nytja.
Neyti Skógrækt ríkisins forkaupsréttar síns skal kaupverðið miðað við verð á sambærilegu landi án skógræktar, að viðbættum verðmætisauka vegna skógræktarinnar, en að frádregnum styrk samkvæmt þessum kafla, ásamt verðbótum miðað við byggingarvísitölu. Náist ekki samkomulag um kaupverðið er hvorum aðila um sig heimilt að óska eftir mati tveggja dómkvaddra manna og gildir það þá sem söluverð.
Skógrækt ríkisins er heimilt, að fengnu samþykki [hlutaðeigandi ráðherra], 2) að selja skógræktarland, sem hún hefur eignast skv. b-lið 28. gr. og 1. mgr. 29. gr., eiganda viðkomandi jarðar til ræktunar nytjaskóga.] 3)
    1)L. 90/1991, 90. gr. 2)L. 126/2011, 28. gr. 3)L. 76/1984, 3. gr.
[30. gr. Skógrækt ríkisins hefur yfirumsjón með ræktun nytjaskóga sem stofnað er til samkvæmt lögum þessum.
Nefnd þriggja manna skal vera Skógrækt ríkisins til aðstoðar við undirbúning og framkvæmd skógræktaráætlunar skv. a-lið 25. gr. Skal nefndin skipuð fulltrúum Skógræktar ríkisins, viðkomandi búnaðarsambands og skógræktarfélags, enda sé félagið aðili að Skógræktarfélagi Íslands. Fulltrúi Skógræktar ríkisins skal vera formaður nefndarinnar.
Starfi fleiri en eitt aðildarfélag Skógræktarfélags Íslands á því svæði sem skógræktaráætlunin tekur til skulu félögin sameiginlega tilnefna fulltrúa í nefndina. Sama gildir um búnaðarsamböndin.] 1)
    1)L. 76/1984, 3. gr.
[31. gr. Skógrækt ríkisins skal, að höfðu samráði við [hlutaðeigandi ráðuneyti], 1) gera tillögu til fjárveitingarvaldsins um framlög til skógræktaráætlana (skógarbúskapar) og lætur fylgja þeim tillögum rökstudda greinargerð ásamt framkvæmdaáætlun. Alþingi skiptir því fé, sem veitt er hverju sinni, til verkefna samkvæmt staðfestum áætlunum.] 2)
    1)L. 126/2011, 28. gr. 2)L. 76/1984, 3. gr.

[V. kafli.]1) Um Skógræktarfélag Íslands.
    1)L. 76/1984, 4. gr.
[32. gr.]1) Skógræktarfélag Íslands er viðurkennt sem samband skógræktarfélaga í landinu.
    1)L. 76/1984, 4. gr.
[33. gr.]1) Styrkur sá, sem veittur er í fjárlögum til skógræktarfélaga, er bundinn því skilyrði, að þau séu deildir í Skógræktarfélagi Íslands.
    1)L. 76/1984, 4. gr.
[34. gr.]1) [Ráðherra] 2) úthlutar styrknum, að fengnum tillögum skógræktarstjóra og formanns Skógræktarfélags Íslands.
    1)L. 76/1984, 4. gr. 2)L. 126/2011, 28. gr.

[VI. kafli.]1) Um skógarítök.2)
    1)L. 76/1984, 4. gr. 2) Augl. 44/1942.
[35. gr.]1)
    1)L. 76/1984, 4. gr.
[36. gr.]1) Eftir staðfestingu þessara laga er öllum óheimilt að selja, gefa eða láta af hendi ítök í skógum og kjarri, án þess að landið, skógartorfan, fylgi með afsalinu.
    1)L. 76/1984, 4. gr.

[VII. kafli.]1) Um sektir, málsmeðferð o.fl.
    1)L. 76/1984, 4. gr.
[37. gr.]1) Brot gegn lögum þessum varða sektum … 2) til ríkissjóðs … 3)
    1)L. 76/1984, 4. gr. 2)L. 10/1983, 39. gr. 3)L. 88/2008, 233. gr.