Lagasafn. Íslensk lög 13. apríl 2021. Útgáfa 151b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um gjaldeyrismál
1992 nr. 87 17. nóvember
Ferill málsins á Alþingi.
Frumvarp til laga.
Tóku gildi 23. nóvember 1992. EES-samningurinn: XII. viðauki tilskipun 88/361/EBE. Breytt með: L. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998). L. 128/1999 (tóku gildi 1. febr. 2000; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 97/5/EB). L. 134/2008 (tóku gildi 28. nóv. 2008). L. 27/2009 (tóku gildi 1. apríl 2009). L. 73/2009 (tóku gildi 14. júlí 2009). L. 98/2009 (tóku gildi 1. okt. 2009 nema 69. og 70. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2010). L. 78/2010 (tóku gildi 30. júní 2010). L. 81/2011 (tóku gildi 29. júní 2011). L. 120/2011 (tóku gildi 1. des. 2011; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2007/64/EB). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 127/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 17/2012 (tóku gildi 13. mars 2012). L. 21/2012 (tóku gildi 16. mars 2012). L. 16/2013 (tóku gildi 11. mars 2013). L. 35/2013 (tóku gildi 5. apríl 2013). L. 67/2014 (tóku gildi 6. júní 2014). L. 27/2015 (tóku gildi 8. júní 2015). L. 58/2015 (tóku gildi 17. júlí 2015). L. 60/2015 (tóku gildi 17. júlí 2015). L. 37/2016 (tóku gildi 23. maí 2016). L. 42/2016 (tóku gildi 3. júní 2016). L. 105/2016 (tóku gildi 21. okt. 2016). L. 80/2018 (tóku gildi 1. jan. 2019 nema 3. mgr. 2. gr. og 7. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2020 og brbákv. I sem tók gildi 28. júní 2018). L. 14/2019 (tóku gildi 5. mars 2019). L. 71/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019). L. 91/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020 nema 133. gr. sem tók gildi 16. júlí 2019). L. 45/2020 (tóku gildi 4. júní 2020; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2011/61/ESB, 2013/14/ESB).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við
fjármála- og efnahagsráðherra eða
fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna
hér.
1. gr.

Í lögum þessum hafa eftirfarandi orð merkingu sem hér segir:
Innlendur aðili merkir:
1. sérhvern mann sem hefur fasta búsetu hér á landi samkvæmt lögum um lögheimili [og aðsetur]
1) án tillits til ríkisfangs; sama á við um íslenskan ríkisborgara og skyldulið hans sem hefur búsetu erlendis en gegnir störfum þar á vegum íslenska ríkisins við sendiráð, fastanefnd eða ræðismannsskrifstofu og tekur laun úr ríkissjóði eða er starfsmaður alþjóðastofnunar sem Ísland er aðili að;
2. sérhvern lögaðila sem skráður er til heimilis hér á landi á lögmæltan hátt, telur heimili sitt hér á landi samkvæmt samþykktum sínum eða ef raunveruleg framkvæmdastjórn hans er hér á landi; hérlend útibú lögaðila, sem heimili eiga erlendis, teljast til innlendra aðila.
Erlendur aðili merkir alla aðra aðila en innlenda.
Innlendur gjaldeyrir merkir íslenska peningaseðla, slegna peninga, tékka og aðrar ávísanir, víxla og önnur greiðslufyrirmæli sem hljóða upp á greiðslu í íslenskum krónum, minnispeninga, gull, silfur og aðra dýra málma ef þeir eru notaðir sem gjaldmiðill í viðskiptum hér á landi.
Erlendur gjaldeyrir merkir erlenda peningaseðla, slegna peninga, tékka og aðrar ávísanir, víxla og önnur greiðslufyrirmæli sem hljóða upp á greiðslu í erlendri mynt, minnispeninga, gull, silfur og aðra dýra málma ef þeir eru notaðir sem gjaldmiðill í viðskiptum erlendis.
Gjaldeyrisviðskipti merkja það að skipta innlendum gjaldeyri fyrir erlendan, erlendum gjaldeyri fyrir innlendan eða einum erlendum gjaldeyri fyrir annan eða reikningsviðskipti sem eru ígildi þess að erlendur gjaldeyrir sé látinn af hendi eða móttekinn.
[
Fjármagnshreyfingar á milli landa merkja yfirfærslu eða flutning á fjármunum milli landa og yfirfærslu eða flutning á fjármunum milli innlendra og erlendra aðila sem tengjast:]
2)
1. beinum fjárfestingum,
2. útgáfu á og viðskiptum með hlutabréf, skuldabréf, víxla, hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða og önnur langtíma- eða skammtímaverðbréf,
3. lánveitingum, lántökum og greiðslu eða móttöku afborgana af lánum,
4. veitingu ábyrgða og hvers konar greiðslutrygginga,
5. opnun bankareikninga og notkun þeirra,
6. framvirkum viðskiptum, viðskiptum með valrétt (valkvæðum viðskiptum) og gjaldmiðla- og vaxtaskiptum,
7. yfirfærslu á fjármunum einstaklinga og fjölskyldna.
Skammtímahreyfingar fjármagns merkja fjármagnshreyfingar milli landa sem tengjast:
1. útgáfu á og viðskiptum með skuldabréf og víxla með lokagjalddaga allt að einu ári frá útgáfudegi og önnur slík skammtímaverðbréf,
2. útgáfu á og viðskiptum með hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða sem fjárfesta í skammtímaverðbréfum,
3. lánveitingum og lántökum til skemmri tíma en eins árs,
4. innleggi á og úttekt af reikningum í innlánsstofnunum.
Jafnframt teljast til skammtímahreyfinga fjármagns inn- og útflutningur skammtímaverðbréfa og önnur hliðstæð viðskipti.
Langtímahreyfingar fjármagns merkja allar aðrar fjármagnshreyfingar en skammtímahreyfingar fjármagns.
Bein fjárfesting merkir fjárframlag eða annað framlag til eigin fjár atvinnufyrirtækis eða kaup á eignarhlut til að öðlast virk áhrif á stjórn þess. Langtímalán frá eigendum fyrirtækis til fyrirtækisins teljast einnig bein fjárfesting.
Óbein fjárfesting merkir alla aðra fjárfestingu en beina fjárfestingu, einkum fjárfestingu í verðbréfum sem er fyrst og fremst til þess ætluð að ávaxta fé en ekki til að öðlast virk áhrif á stjórn fyrirtækis.
Innlend verðbréf merkja hvers konar framseljanleg kröfuréttindi sem innlendur aðili gefur út, svo sem hlutabréf, arðmiða, skuldabréf, vaxtamiða, hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóði, svo og framseljanleg skilríki fyrir eignarréttindum að öðrum eignum en fasteignum eða einstökum lausafjármunum.
Erlend verðbréf merkja hvers konar framseljanleg kröfuréttindi sem erlendur aðili gefur út, svo sem hlutabréf, arðmiða, skuldabréf, vaxtamiða, hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóði, svo og framseljanleg skilríki fyrir eignarréttindum að öðrum eignum en fasteignum eða einstökum lausafjármunum.
1)L. 80/2018, 20. gr. 2)L. 127/2011, 1. gr.
2. gr.

Gjaldeyrisviðskipti vegna inn- og útflutnings vöru og þjónustu skulu vera óheft, svo og fjármagnshreyfingar og gjaldeyrisviðskipti vegna þeirra, nema annað sé ákveðið í lögum.
3. gr.

Seðlabanka Íslands er heimilt, þrátt fyrir ákvæði 2. gr., að ákveða að höfðu samráði við [ráðuneytið]
1) að takmarka eða stöðva í allt að sex mánuði einhverja eða alla eftirtalda flokka fjármagnshreyfinga ef skammtímahreyfingar fjármagns til og frá landinu valda að mati bankans óstöðugleika í gengis- og peningamálum:
1. Viðskipti með skammtímaverðbréf.
2. Innlegg á og úttektir af reikningum í innlánsstofnunum.
3. Viðskipti með hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða sem fjárfesta í skammtímaverðbréfum.
4. Lánveitingar og lántökur til skemmri tíma en eins árs sem ekki tengjast milliríkjaviðskiptum með vöru og þjónustu.
5. Inn- og útflutningur skammtímaverðbréfa og innlends og erlends gjaldeyris.
6. Aðrar skammtímahreyfingar fjármagns hliðstæðar þeim sem taldar eru upp í 1.–5. tölul.
1)L. 126/2011, 169. gr.
4. gr.

[Ráðherra]
1) er heimilt, þrátt fyrir ákvæði 2. gr., að ákveða í reglugerð að takmarkanir gildi um gjaldeyrisviðskipti vegna einhverra eða allra eftirtalinna flokka fjármagnshreyfinga, enda sé gætt ákvæða laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og alþjóðlegra samninga sem Ísland er aðili að:
1. Beinar fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri hér á landi.
2. Viðskipti erlendra aðila með hlutabréf í innlendum fyrirtækjum.
3. Fasteignakaup erlendra aðila hér á landi.

Slíkar takmarkanir mega þó ekki ná til flutnings fjár í eigu erlends aðila frá landinu við sölu á eignarhlut eða slit atvinnufyrirtækis eða sölu fasteignar hér á landi.
1)L. 126/2011, 169. gr.
[4. gr. a.
Útlán tengd erlendum gjaldmiðlum.

Seðlabanka Íslands er heimilt, að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar, að setja lánastofnunum reglur um útlán tengd erlendum gjaldmiðlum til aðila sem ekki eru varðir fyrir gjaldeyrisáhættu.

Í reglum skv. 1. mgr. getur Seðlabankinn ákveðið lánstíma, tegundir tryggingar og hámarkshlutfall lána sem eru tengd erlendum gjaldmiðlum af heildarútlánasafni lánastofnunar. Hámarkshlutfallið getur hvort heldur sem er verið hlutfall af heildarútlánum viðkomandi stofnunar eða sérstakt hlutfall vegna einstakra flokka óvarinna lántaka. Einnig er í reglunum heimilt að kveða á um skýrsluskil lánastofnana til Seðlabankans.]
1)
1)L. 91/2019, 63. gr.
5. gr.

Ráðherra er heimilt, þrátt fyrir ákvæði 2. gr., að ákveða í reglugerð að til og með 31. desember 1994 gildi takmarkanir um einhverja eða alla af eftirtöldum flokkum fjármagnshreyfinga:
1. Viðskipti innlendra aðila með skuldabréf og víxla í erlendri mynt með gjalddaga allt að einu ári frá útgáfudegi og útgáfu þessara aðila á slíkum verðbréfum erlendis.
2. Viðskipti erlendra aðila með innlend skuldabréf og víxla í íslenskum krónum með gjalddaga allt að einu ári frá útgáfudegi og útgáfu þessara aðila á slíkum verðbréfum hér á landi.
3. Útgáfu á skuldabréfum og víxlum í íslenskum krónum erlendis með gjalddaga allt að einu ári frá útgáfudegi.
4. Viðskipti með hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða sem fjárfesta í skammtímaverðbréfum.
5. Lánveitingar og lántökur til skemmri tíma en eins árs sem ekki tengjast milliríkjaviðskiptum með vöru eða þjónustu.
6. Innlegg á og úttektir af reikningum í innlánsstofnunum.
7. Inn- og útflutning skammtímaverðbréfa, peningaseðla og sleginna peninga.
8. Aðrar skammtímahreyfingar fjármagns hliðstæðar þeim sem taldar eru upp í 1.–7. tölul.
9. Framvirk viðskipti, viðskipti með valrétt, gjaldmiðla- og vaxtaskipti og önnur skyld gjaldeyrisviðskipti þar sem krónan er annar eða einn gjaldmiðlanna.

Ráðherra er jafnframt heimilt að ákveða í reglugerð reglur um sölu- og skilaskyldu erlends gjaldeyris sem innlendir aðilar eignast fyrir seldar vörur og þjónustu eða á annan hátt. Þessi heimild fellur niður frá og með 1. janúar 1995.
6. gr.

Erlendu ríki, sveitarfélagi eða öðru erlendu stjórnvaldi er óheimilt að gefa út skuldabréf á markaði hérlendis nema með leyfi Seðlabankans.
7. gr.

Nú gilda ákveðnar takmarkanir á fjármagnshreyfingum skv. 4. gr., 5. gr., [13. gr. a – 13. gr. n]
1) eða ákvæðum til bráðabirgða og er þá Seðlabankanum heimilt að veita undanþágur frá þeim samkvæmt umsókn þar að lútandi. Innheimt skal sérstakt 1% leyfisgjald af þeirri fjárhæð sem um ræðir hverju sinni þegar undanþága er veitt. Fjármagnshreyfingar á vegum ríkissjóðs og fjármagnshreyfingar vegna gjaldeyrisviðskipta þeirra aðila, sem leyfi hafa til gjaldeyrisviðskipta, eru ávallt undanþegnar gjaldinu. Gjaldið skal greitt til þess innlends aðila sem milligöngu hefur um gjaldeyrisviðskiptin eða Seðlabankans. Tekjur af gjaldinu renna í ríkissjóð.

[Við mat á beiðni um undanþágu skal Seðlabankinn horfa til þess hvaða afleiðingar takmarkanir á fjármagnshreyfingum hafa fyrir umsækjanda, hvaða markmið eru að baki takmörkunum og hvaða áhrif undanþága hefur á stöðugleika í gengis- og peningamálum. …
2)]
3)
1)L. 127/2011, 2. gr. 2)L. 78/2010, 1. gr. 3)L. 27/2009, 2. gr.
8. gr.

Seðlabankinn hefur heimild til að hafa milligöngu um gjaldeyrisviðskipti og versla með erlendan gjaldeyri. Öðrum aðilum er óheimilt að hafa milligöngu um gjaldeyrisviðskipti hér á landi nema hafa til þess heimild í lögum eða samkvæmt ákvæðum í alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að eða fengið til þess leyfi frá Seðlabankanum.

Seðlabankinn setur nánari reglur
1) [og leiðbeinandi tilmæli]
2) um skilyrði til gjaldeyrisviðskipta sem gilda fyrir þá aðila sem nefndir eru í 2. málsl. 1. mgr. Í þeim skal m.a. kveðið á um umfang og mörk gjaldeyrisviðskipta hverrar stofnunar, reglulega upplýsingagjöf til Seðlabankans, fullnægjandi innra eftirlits- og upplýsingakerfi og hæfisskilyrði starfsfólks. Í þeim skal enn fremur kveðið á um afturköllun heimilda til gjaldeyrisviðskipta að því er varðar þá aðila sem ekki hafa heimild til slíkra viðskipta í lögum eða samkvæmt ákvæðum í alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að.

[Komi í ljós að aðili sem nefndur er í 2. málsl. 1. mgr. fylgir ekki reglum og leiðbeinandi tilmælum sem Seðlabanki Íslands setur um skilyrði til gjaldeyrisviðskipta skv. 2. mgr. skal Seðlabankinn krefjast þess að úr sé bætt innan hæfilegs frests, að viðlögðum dagsektum skv. 15. gr. h.]
2)
1)
Rgl. 387/2002.
Rgl. 1098/2008.
Rgl. 784/2018. 2)L. 78/2010, 2. gr.
9. gr.

Ákveða má í reglugerð að viðskipti innlendra aðila við erlenda aðila með verðbréf skuli fara fram fyrir milligöngu þeirra aðila sem hafa heimild til verðbréfamiðlunar hér á landi samkvæmt lögum eða ákvæðum í alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að. Þar má jafnframt kveða á um að einstakir flokkar lögaðila séu undanþegnir kröfu þessari og að Seðlabankinn geti veitt einstökum aðilum leyfi til að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti við erlenda aðila.
10.–13. gr. …
1)
1)L. 120/2011, 81. gr.
[13. gr. a.

Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laga þessara og
9. gr. laga nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, skulu fjármagnshreyfingar og gjaldeyrisviðskipti sem tilgreind eru í ákvæðum 13. gr. b – 13. gr. n vera óheimil …
1)]
2)
1)L. 16/2013, 1. gr. 2)L. 127/2011, 3. gr.
[13. gr. b.

Eftirfarandi fjármagnshreyfingar milli landa eru óheimilar:
1. Viðskipti og útgáfa verðbréfa, hlutdeildarskírteina í [verðbréfasjóðum og hlutdeildarsjóðum],
1) peningamarkaðsskjala og annarra framseljanlegra fjármálagerninga.
2. Innlegg á og úttektir af reikningum í lánastofnunum.
3. Lánveitingar, lántökur og útgáfa ábyrgða sem ekki tengjast milliríkjaviðskiptum með vöru og þjónustu.
4. Inn- og útflutningur verðbréfa og innlends og erlends gjaldeyris.
5. Framvirk viðskipti, afleiðuviðskipti, viðskipti með valrétti, gjaldmiðla- og vaxtaskipti og önnur skyld gjaldeyrisviðskipti þar sem íslenska krónan er annar eða einn gjaldmiðlanna.
6. Gjafir og styrkir og aðrar hreyfingar fjármagns hliðstæðar þeim sem taldar eru upp í 1.–5. tölul. og eru til þess fallnar að valda alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum.

[Allar fjármagnshreyfingar á milli landa í erlendum gjaldeyri skv. 1. mgr. eru óheimilar að undanskildum fjármagnshreyfingum sem sýnt er fram á að séu vegna:
1. Vöru- eða þjónustuviðskipta.
2. Launa sem erlendur aðili eða innlendur aðili búsettur erlendis, svo sem vegna starfs eða náms, hefur aflað hérlendis síðastliðna sex mánuði. Launatengd gjöld, námslán, atvinnuleysisbætur, lífeyrisgreiðslur, þ.m.t. elli- og örorkulífeyrir og greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar og aðrar sambærilegar greiðslur, teljast laun í skilningi þessa töluliðar.
3. Gjafa og styrkja til erlendra aðila, svo sem einstaklinga, góðgerðasamtaka eða hliðstæðra aðila, fyrir allt að 6.000.000 kr. á almanaksári. Fjármagnshreyfingar vegna gjafa og styrkja skulu lagðar inn á reikning í eigu móttakanda og skal gefandi eða styrkveitandi vera raunverulegur eigandi þeirra fjármuna sem um ræðir.
4. Vaxta, verðbóta, samningsbundinna afborgana og arðs skv. 13. gr. j.
5. Leigutekna af fasteignum sem erlendur aðili aflar hérlendis.
6. Fyrirframgreiðslu og uppgreiðslu lána eða fjárfestinga í verðbréfum, hlutdeildarskírteinum [verðbréfasjóða og hlutdeildarsjóða],
1) peningamarkaðsskjölum, öðrum framseljanlegum fjármálagerningum, peningakröfum og öðrum sambærilegum kröfuréttindum í erlendum gjaldeyri, inn- og útflutnings verðbréfa eða innleggs á og úttektar af reikningum hjá fjármálafyrirtæki, þ.m.t. með úttekt í reiðufé, að samanlögðu jafnvirði allt að 100.000.000 kr. fyrir hvern aðila. Fjármagnshreyfingar eða reiðufjárúttektir á grundvelli ákvæðisins eru háðar eftirfarandi skilyrðum:
a. Aðili sem nýtir heimildina sé raunverulegur eigandi fjármunanna.
b. Einstaklingur sem nýtir heimildina hafi náð 18 ára aldri.
c. Eignastaða lögaðila sem nýtir heimildina hafi 1. ágúst 2016 numið a.m.k. fjárhæð fyrirhugaðrar fjármagnshreyfingar eða reiðufjárúttektar. Með eignastöðu er átt við heildareignir, án frádráttar skulda.
d. Fjármálafyrirtæki sem framkvæmir fjármagnshreyfingu eða afgreiðir reiðufjárúttekt tilkynni hana til Seðlabanka Íslands, innan fimm virkra daga, þar sem tilefni hennar er tilgreint sérstaklega. Þó skulu tilkynningar vegna fyrirframgreiðslu og uppgreiðslu lána berast Seðlabankanum áður en greiðslurnar eru framkvæmdar.
7. Beinnar fjárfestingar innlends aðila. Fjármagnshreyfingar á grundvelli þessa töluliðar eru háðar því skilyrði að fjárfestir sé raunverulegur eigandi fjármunanna, að um sé að ræða kaup á 10% eignarhlut hlutafjár hið minnsta og að Seðlabankinn hafi staðfest að um beina fjárfestingu sé að ræða.
8. Innflutnings á erlendum gjaldeyri á innlánsreikning hjá innlendu fjármálafyrirtæki, þó ekki þegar greiðandi er innlendur aðili og viðtakandi erlendur aðili.
9. Framfærslu einstaklinga erlendis.
10. Greiðslu skatta og opinberra gjalda, málskostnaðar samkvæmt dómsorði, slysa- og skaðabóta til erlends aðila eða arfs sem erlendum aðila hefur hlotnast samkvæmt erfðafjárskýrslu staðfestri af sýslumanni.
11. Kaupa einstaklings á einni fasteign erlendis á almanaksári, að undangenginni staðfestingu Seðlabanka Íslands. Einstaklingi er heimilt að greiða staðfestingargjald vegna fasteignaviðskipta sem nemur allt að 15% af kaupverði fasteignar án undangenginnar staðfestingar. Ef einstaklingur selur eða móttekur tjónabætur vegna fasteignar erlendis er honum heimilt að nýta söluandvirðið eða tjónabæturnar til endurfjárfestingar í annarri fasteign erlendis innan sex mánaða.
12. Annarra fjármagnshreyfinga sem eru sérstaklega undanþegnar samkvæmt öðrum ákvæðum laga þessara.]
2)

Allar fjármagnshreyfingar skv. 1. mgr. á milli landa í innlendum gjaldeyri, eru óheimilar. Undanþegnar banni 1. málsl. eru:
1. Fjármagnshreyfingar sem eru sérstaklega undanþegnar í lögum þessum, [aðrar en vegna vöru- og þjónustuviðskipta],
3) og greiðsla fer fram með úttektum af reikningi í eigu greiðanda hjá fjármálafyrirtæki hér á landi.
2. Fjármagnshreyfingar vegna vöru- og þjónustuviðskipta, sem ekki [eiga að]
3) fara fram í erlendum [gjaldeyri, sbr. ákvæði til bráðabirgða II],
3) þar sem greiðslan fer fram með úttektum af reikningi í eigu kaupanda hjá fjármálafyrirtæki hér á landi.
3. …
3)
[4. [Fjármagnshreyfingar vegna greiðslu málskostnaðar samkvæmt dómsorði, andvirðis slysa- og skaðabóta eða arfs sem aðila hefur hlotnast samkvæmt erfðafjárskýrslu staðfestri af sýslumanni þar sem greiðslan fer fram með úttektum af reikningi í eigu greiðanda hjá fjármálafyrirtæki hér á landi.]
2)]
3)
[5.]
3) …
4)
[6. Fjármagnshreyfingar vegna fasteignaviðskipta hér á landi og viðskipta með fjármálagerninga útgefna í innlendum gjaldeyri samkvæmt reglum sem Seðlabanki Íslands setur þegar greiðsla fer fram með úttektum af reikningi í innlendum gjaldeyri í eigu kaupanda hjá fjármálafyrirtæki hér á landi. Heimild 1. málsl. á þó ekki við þegar greiðsla á sér stað með úttekt af reikningi sem háður er sérstökum takmörkunum í skilningi laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum. Fjárfestingar lögaðila á grundvelli ákvæðis þessa eru háðar því skilyrði að kaupandi sé raunverulegur eigandi fjármunanna við gildistöku þessa ákvæðis. Fjármunir sem losna við sölu fjárfestinganna skulu greiddir inn á reikning í eigu seljanda í innlendum gjaldeyri hjá fjármálafyrirtæki hér á landi. Seðlabanki Íslands getur sett reglur um frekari skilyrði fjármagnshreyfinga samkvæmt ákvæðinu.]
2)

[Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur
5) um undanþágur frá takmörkunum 1.–3. mgr. Seðlabankinn getur bundið undanþágur í reglunum skilyrðum sem m.a. lúta að uppruna fjármuna, eignarhaldi fjármuna, tilgangi einstakra fjármagnshreyfinga, fjárhæðum einstakra fjármagnshreyfinga og eftirliti og upplýsingagjöf til Seðlabankans. Áður en reglur um undanþágur skv. 1. málsl., sem varða einstaka aðila með efnahagsreikninga yfir 400 milljörðum kr. og geta haft umtalsverð áhrif á skuldastöðu þjóðarbúsins og eignarhald viðskiptabanka, eru settar skal haft samráð við ráðherra, og auk þess þann ráðherra sem fer með málefni fjármálamarkaðar, og skulu reglurnar staðfestar af ráðherra.]
6)

[Reikningar erlendra fjármálafyrirtækja í innlendum gjaldeyri (Vostro-reikningar) teljast ekki til reikninga hjá fjármálafyrirtæki hér á landi, sbr. skilyrði [1.–6. tölul.]
2) 3. mgr.]
3)

[Seðlabanki Íslands skal birta leiðbeiningar um hvernig sýna skal fram á að fjármagnshreyfingar milli landa séu vegna þeirra viðskipta sem talin eru upp í 1.–12. tölul. 2. mgr.]
2)]
7)
1)L. 45/2020, 120. gr. 2)L. 105/2016, 1. gr. 3)L. 35/2013, 1. gr. 4)L. 17/2012, 1. gr. 5)
Rgl. 200/2017, sbr.
rgl. 568/2017 og
rgl. 311/2019. 6)L. 16/2013, 2. gr. 7)L. 127/2011, 3. gr.
[13. gr. c.

Gjaldeyrisviðskipti milli innlendra og erlendra aðila þar sem innlendur gjaldeyrir er hluti af viðskiptunum eru óheimil.

[Óheimilt er að kaupa erlendan gjaldeyri hjá fjármálafyrirtæki hér á landi, þegar greiðsla fer fram með innlendum gjaldeyri, nema sýnt sé fram á að gjaldeyriskaupin séu vegna fjármagnshreyfinga á milli landa sem undanþegnar eru samkvæmt ákvæðum 1.–7. og 9.–11. tölul. 2. mgr. 13. gr. b. Gjaldeyriskaup skv. 1. málsl. vegna fjármagnshreyfinga á milli landa skv. 1., 3.–7. og 10.–11. tölul. 2. mgr. 13. gr. b eru háð því skilyrði að greiðslan sé til erlends aðila. Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. málsl. eru gjaldeyriskaup erlendra aðila á grundvelli 4. tölul. 2. mgr. 13. gr. b, sbr. 13. gr. j, háð því skilyrði að gjaldeyriskaupin séu vegna slíkra greiðslna frá innlendum aðila hér á landi. Óheimilt er að kaupa erlendan gjaldeyri í reiðufé eða taka út erlendan gjaldeyri í reiðufé af gjaldeyrisreikningum hjá fjármálafyrirtækjum hér á landi. Þó eru kaup eða úttekt skv. 4. málsl. heimil enda eigi aðili ónýtta heimild skv. 6. tölul. 2. mgr. 13. gr. b sem nemur sömu eða hærri fjárhæð og skilyrði a–d-liðar sama töluliðar eru uppfyllt. Einnig er heimilt að kaupa eða taka út erlendan gjaldeyri hjá fjármálafyrirtæki hér á landi til fyrirframgreiðslu og uppgreiðslu lána í erlendum gjaldeyri sem veitt hafa verið af innlendu fjármálafyrirtæki enda eigi aðili ónýtta heimild skv. 6. tölul. 2. mgr. 13. gr. b sem nemur sömu eða hærri fjárhæð og skilyrði a–d-liðar sama töluliðar eru uppfyllt. Kaup eða úttekt skv. 5. og 6. málsl. dregst frá heimild skv. 6. tölul. 2. mgr. 13. gr. b.]
1) Gjaldeyrisviðskipti vegna vöru- og þjónustuviðskipta milli tveggja innlendra aðila, [þar sem innlendur gjaldeyrir er hluti af viðskiptunum],
2) eru óheimil. [Þá er lögaðilum sem sæta slitameðferð skv. 101. gr. laga um fjármálafyrirtæki, lögaðilum sem lokið hafa slitameðferð skv. 103. gr. a sömu laga og lögaðilum sem stofnaðir hafa verið í tengslum við efndir nauðasamnings framangreindra lögaðila óheimilt að eiga gjaldeyrisviðskipti, þar sem innlendur gjaldeyrir er hluti af viðskiptunum, við aðra aðila en viðskiptabanka eða sparisjóði hér á landi. Takmörkun [9. málsl.]
1) þessarar málsgreinar nær ekki til gjaldeyrisviðskipta sem felast í því að aðili samkvæmt þeim málslið nýtir erlendan gjaldeyri í sinni eigu við úthlutun til kröfuhafa sem eiga kröfur í innlendum gjaldeyri í tengslum við gjaldþrotaskipti eða efndir nauðasamnings.]
3)

…
1)

Jafnframt er erlendum aðilum heimilt að kaupa innlendan gjaldeyri hjá fjármálafyrirtæki hér á landi.

[Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur
4) um undanþágur frá takmörkunum [1. og 2. mgr.]
1) Seðlabankinn getur bundið undanþágur í reglunum skilyrðum sem m.a. lúta að uppruna fjármuna, eignarhaldi fjármuna, tilgangi einstakra fjármagnshreyfinga, fjárhæðum einstakra fjármagnshreyfinga og eftirliti og upplýsingagjöf til Seðlabankans. Áður en reglur um undanþágur skv. 1. málsl., sem varða einstaka aðila með efnahagsreikninga yfir 400 milljörðum kr. og geta haft umtalsverð áhrif á skuldastöðu þjóðarbúsins og eignarhald viðskiptabanka, eru settar skal haft samráð við ráðherra, og auk þess þann ráðherra sem fer með málefni fjármálamarkaðar, og skulu reglurnar staðfestar af ráðherra.]
5)]
6)
1)L. 105/2016, 2. gr. 2)L. 35/2013, 2. gr. 3)L. 27/2015, 1. gr. 4)
Rgl. 200/2017, sbr.
rgl. 568/2017 og
rgl. 311/2019. 5)L. 16/2013, 3. gr. 6)L. 127/2011, 3. gr.
[13. gr. d. …
1)]
2)
1)L. 105/2016, 3. gr. 2)L. 127/2011, 3. gr.
[13. gr. e.

Fjárfesting í verðbréfum, hlutdeildarskírteinum [verðbréfasjóða og hlutdeildarsjóða],
1) peningamarkaðsskjölum eða öðrum framseljanlegum fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri er óheimil. Þó er aðilum sem fjárfest hafa í slíkum fjármálagerningum …
2) heimilt að endurfjárfesta. Nú eru fjármunir sem losna við sölu eða uppgreiðslu, eða falla til vegna [arðgreiðslna og afborgana vaxta og höfuðstóls],
3) nýttir í heild eða að hluta til að fjárfesta aftur í hvers konar erlendri fjárfestingu innan [sex mánaða]
3) og telst það þá endurfjárfesting í skilningi 2. málsl. [Meðan frestur til að endurfjárfesta er að líða skulu fjármunir skv. 3. málsl. undanþegnir ákvæði 13. gr. l.]
3) [Söluandvirði beinnar fjárfestingar skv. 7. tölul. 2. mgr. 13. gr. b er ekki endurfjárfestanlegt samkvæmt ákvæði þessu.]
2)

Söluandvirði vegna viðskipta með fjármálagerning skv. 1. mgr., útgefinn í innlendum gjaldeyri, milli innlendra og erlendra aðila sem gerð eru upp hérlendis skal leggja inn á reikning viðkomandi seljanda í fjármálafyrirtæki hér á landi. [Þá skal söluandvirði fjármálagerninga sem falla undir skilgreiningu á aflandskrónueign samkvæmt lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum lagt inn á reikning háðan sérstökum takmörkunum eða reikning hjá Seðlabankanum sem sætir sömu takmörkunum samkvæmt sömu lögum.]
4)

Uppgjör viðskipta í erlendum gjaldeyri með fjármálagerninga skv. 1. mgr., útgefna í innlendum gjaldeyri, er óheimilt.

Óheimilt er að gefa út og/eða selja fjármálagerninga skv. 1. mgr. þar sem uppgjör fer fram í öðrum gjaldeyri en útgáfan og innlendur gjaldeyrir er einn af gjaldmiðlum uppgjörs. Hafi útgáfa farið fram í innlendum gjaldeyri er skylt að leggja andvirði sölu inn á reikning í innlendum gjaldeyri á nafni útgefanda í fjármálafyrirtæki hér á landi.

Fjármagnshreyfingar á milli landa vegna fyrirframgreiðslu af fjármálagerningum skv. 1. mgr. eru óheimilar.]
5)
1)L. 45/2020, 120. gr. 2)L. 105/2016, 4. gr. 3)L. 35/2013, 4. gr. 4)L. 37/2016, 27. gr. 5)L. 127/2011, 3. gr.
[13. gr. f. …
1)]
2)
1)L. 105/2016, 5. gr. 2)L. 127/2011, 3. gr.
[13. gr. g.

Lántökur og lánveitingar milli innlendra og erlendra aðila í öðrum tilvikum en vegna viðskipta á milli landa með vöru og þjónustu eru óheimilar, nema slíkar lántökur og lánveitingar séu milli félaga innan sömu samstæðu [í erlendum gjaldeyri].
1) [Lögaðilar sem sæta slitameðferð skv. 101. gr. laga um fjármálafyrirtæki, lögaðilar sem lokið hafa slitameðferð skv. 103. gr. a sömu laga og lögaðilar sem stofnaðir hafa verið í tengslum við efndir nauðasamnings framangreindra lögaðila falla ekki undir undanþágu 1. málsl. vegna lántöku og lánveitinga milli félaga innan sömu samstæðu.]
2)

Þrátt fyrir 1. mgr. skulu …
3) lánveitingar [innlendra aðila til erlendra aðila]
3) sem uppfylla eftirfarandi skilyrði vera heimilar:
1. Lán hvers aðila sé eigi hærra en sem nemur 10.000.000 kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í gjaldeyri á almanaksárinu.
2. Lánstími sé eigi skemmri en eitt ár.
3. Gjaldeyrisyfirfærslur vegna lánsins séu í samræmi við ákvæði 13. gr. l.
4. Lánasamningar, þ.m.t. allir viðaukar og fylgiskjöl, séu sendir til þess fjármálafyrirtækis sem annast fjármagnshreyfingar, innan viku frá undirskrift slíkra samninga.

[Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu lántökur innlendra aðila hjá erlendum aðilum í erlendum gjaldeyri sem uppfylla eftirfarandi skilyrði vera heimilar:
1. [Lánstími sé eigi skemmri en tvö ár og greiðslur af lánasamningum séu ekki á grundvelli ákvæða sem leitt geta til þess að lántaka beri skylda til eða sé heimilt að hraða endurgreiðsluferli láns umfram fyrir fram skilgreindar afborganir eða uppgreiðslu fyrir lokagjalddaga lánsins.]
2)
2. Gjaldeyrisyfirfærslur vegna lánsins séu í samræmi við ákvæði 13. gr. l.
3. Lánasamningar, þ.m.t. allir viðaukar og fylgiskjöl, séu sendir til þess fjármálafyrirtækis sem annast fjármagnshreyfingar, innan viku frá undirskrift slíkra samninga.]
3)

Óheimilt er að fyrirframgreiða …
3) lántökur innlendra aðila [hjá erlendum aðilum].
3)

Óheimilt er að endurgreiða lán milli innlendra og erlendra aðila með innlendum gjaldeyri ef lánveitingin fór fram í erlendum gjaldeyri. Óheimilt er að endurgreiða lán milli innlendra og erlendra aðila með erlendum gjaldeyri ef lánveitingin fór fram í innlendum gjaldeyri.

Ákvæði þessarar greinar koma ekki í veg fyrir að lántökur og lánveitingar milli innlendra og erlendra aðila séu framlengdar, að því gefnu að aðrir skilmálar gildi að sama leyti og áður. [Allar skilmálabreytingar sem gerðar eru á lántökum og lánveitingum milli innlendra aðila og erlendra aðila, m.a. breytingar á greiðslu afborgana höfuðstóls og vaxta, breytingar á gjalddögum og/eða breytingar vegna aðilaskipta að slíkum kröfuréttindum, teljast ný lántaka og lánveiting í skilningi 1. mgr.]
3)]
4)
1)L. 37/2016, 27. gr. 2)L. 27/2015, 2. gr. 3)L. 35/2013, 6. gr. 4)L. 127/2011, 3. gr.
[13. gr. h.

Óheimilt er að ganga í eða takast á hendur ábyrgð á greiðslum [til]
1) erlendra aðila.

Ákvæði þessarar greinar gilda hvorki um ábyrgðir vegna vöru- og þjónustuviðskipta né um ábyrgðir milli félaga innan samstæðu [eða um ábyrgðir sem veittar eru í tengslum við lántökur innlendra aðila hjá erlendum aðilum, sem ekki teljast til tengdra aðila, og uppfylla skilyrði 3. mgr. 13. gr. g].
1) [Lögaðilar sem sæta slitameðferð skv. 101. gr. laga um fjármálafyrirtæki, lögaðilar sem lokið hafa slitameðferð skv. 103. gr. a sömu laga og lögaðilar sem stofnaðir hafa verið í tengslum við efndir nauðasamnings framangreindra lögaðila falla ekki undir undanþágu 1. málsl. vegna ábyrgða milli félaga innan sömu samstæðu, nema slíkar ábyrgðir séu veittar vegna vöru- og þjónustuviðskipta eða ef lán sem ábyrgð er veitt vegna uppfyllir skilyrði 3. mgr. 13. gr. g.]
2)]
3)
1)L. 35/2013, 7. gr. 2)L. 27/2015, 3. gr. 3)L. 127/2011, 3. gr.
[13. gr. i.

Óheimilt er að eiga afleiðuviðskipti þar sem innlendur gjaldeyrir er í samningi gagnvart erlendum gjaldeyri, hvort sem um er að ræða gjaldeyris- eða verðbréfasamning eða sambland gjaldeyris- og verðbréfasamnings eða sambærilega fjármálagerninga.

Afleiðuviðskipti sem eingöngu eru vegna vöru- og þjónustuviðskipta falla ekki undir þetta ákvæði.

[Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur sem kveða á um undanþágur frá banni 1. mgr. sem m.a. fela í sér heimild til afleiðuviðskipta á sérstökum markaði. Seðlabankinn getur bundið undanþágur í reglunum skilyrðum sem m.a. lúta að uppruna fjármuna, eignarhaldi fjármuna, tilgangi einstakra fjármagnshreyfinga og eftirliti og upplýsingagjöf til Seðlabankans.]
1)]
2)
1)L. 35/2013, 8. gr. 2)L. 127/2011, 3. gr.
[13. gr. j.

Fjármagnshreyfingar á milli landa [og gjaldeyrisviðskipti vegna þeirra]
1) vegna greiðslu á vöxtum, verðbótum, arði og samningsbundnum afborgunum eru undanþegnar [lögum]
1) þessum, sbr. [2. mgr.]
1) og 1. tölul. 3. mgr. 13. gr. b og [2. mgr.]
2) 13. gr. c. Innlendum aðilum er heimilt að kaupa erlendan gjaldeyri til greiðslu samningsbundinna afborgana lána í erlendum gjaldeyri, hjá því innlenda fjármálafyrirtæki sem veitti viðkomandi lán, [að því gefnu að lánstími sé eigi skemmri en tvö ár eða lán hafi verið veitt vegna greiðslu til erlends aðila vegna vöru- og þjónustuviðskipta].
3)

[Með vöxtum skv. 1. mgr. er aðeins átt við vexti af innstæðum í innlendum fjármálafyrirtækjum, áfallna vexti af skuldabréfum sem útgefin eru af innlendum aðilum og vexti af lánssamningum þar sem erlendur aðili er lánveitandi og innlendur aðili lántaki.]
1)

…
2)

Með verðbótum í skilningi 1. mgr. er átt við verðbætur á vöxtum og höfuðstólsgreiðslum.

[Þrátt fyrir 1. mgr. skulu …
2) [afborganir af lánum og greiðslur til erlendra aðila vegna áfallinna ábyrgða, innan samstæðu, ekki undanþegnar bannákvæði [2. mgr.]
2) 13. gr. c, nema slík lán eða ábyrgðir hafi verið veittar í tengslum við vöru- og þjónustuviðskipti eða uppfylli skilyrði 3. mgr. 13. gr. g. Afborganir af lánum og greiðslur til erlendra aðila vegna áfallinna ábyrgða, þ.m.t. innan samstæðu, þar sem lántaki og/eða ábyrgðaraðili er lögaðili sem sætir slitameðferð skv. 101. gr. laga um fjármálafyrirtæki, lögaðili sem lokið hefur slitameðferð skv. 103. gr. a sömu laga eða lögaðili sem stofnaður hefur verið í tengslum við efndir nauðasamnings framangreindra lögaðila skulu ekki undanþegnar bannákvæði [2. mgr.]
2) 13. gr. c, nema slík lán eða ábyrgðir hafi verið veittar í tengslum við vöru- og þjónustuviðskipti.]
3)]
4)

[Með arði skv. 1. mgr. er átt við arðgreiðslu á grundvelli hagnaðar af reglubundinni starfsemi félags en þó ekki af tekjum sem myndast við sölu eigna umfram söluhagnað, af hagnaði vegna afskrifta skulda, virðismatshækkana eigna, lækkunar hlutafjár eða vegna sambærilegra þátta. Arðgreiðslur skulu fjármagnaðar með handbæru fé frá rekstri í frjálsum sjóðum en ekki með sölu eigna, lántöku, hlutafjáraukningu eða sambærilegum þáttum. Ef ráðstöfun sú sem liggur að baki greiðslu arðs er verulega frábrugðin því sem almennt gerist í slíkum skiptum og megintilgangur virðist vera að sniðganga takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum á milli landa getur Seðlabankinn synjað staðfestingar.]
5)

Gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á milli landa vegna greiðslna samkvæmt ákvæði þessu verða að hafa átt sér stað innan sex mánaða frá því að þær komust eða gátu komist í umráð eiganda eða umboðsmanns hans.

[[Fyrirframgreiðslur, greiðslur vegna gjaldfellinga eða gjaldþrotaskipta og greiðslur af lánasamningum sem uppfylla ekki skilyrði 13. gr. g teljast ekki til samningsbundinna afborgana í skilningi 1. mgr. Enn fremur teljast greiðslur og önnur úthlutun samkvæmt ákvæðum nauðasamnings, greiðslur samkvæmt skuldagerningum útgefnum í tengslum við nauðasamning eða greiðslur sem framkvæmdar eru á annan hátt, þegar framangreindar greiðslur eru gerðar í þeim tilgangi að úthluta eignum aðila sem sætir slitameðferð eða sem hefur lokið slitameðferð með nauðasamningi, ekki til samningsbundinna afborgana í skilningi 1. mgr.]
3)

Gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á milli landa vegna greiðslna samkvæmt ákvæði þessu skulu hafa hlotið staðfestingu Seðlabanka Íslands áður en þær eru framkvæmdar. Seðlabanki Íslands setur reglur
6) um framkvæmd þessa ákvæðis.]
1)]
7)
1)L. 35/2013, 9. gr. 2)L. 105/2016, 6. gr. 3)L. 27/2015, 4. gr. 4)L. 17/2012, 2. gr. 5)L. 37/2016, 27. gr. 6)
Rgl. 200/2017, sbr.
rgl. 568/2017. 7)L. 127/2011, 3. gr.
[13. gr. k. …
1)]
2)
1)L. 105/2016, 7. gr. 2)L. 127/2011, 3. gr.
[13. gr. l.

Öllum erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar eignast, svo sem fyrir seldar vörur og þjónustu, eða með öðrum hætti, skal skilað [á innlánsreikning í eigu þess innlenda aðila hjá fjármálafyrirtæki]
1) hér á landi innan þriggja vikna frá því að gjaldeyririnn komst eða gat komist í umráð eiganda eða umboðsmanns hans. Skilaskylda skv. 1. málsl. er uppfyllt þegar erlendur gjaldeyrir er varðveittur á gjaldeyrisreikningi hjá fjármálafyrirtæki hér á landi.

[Skilaskylda skv. 1. mgr. nær ekki til eftirfarandi:
1. Einstaklings sem er innlendur aðili en hefur búsetu erlendis, t.d. tímabundið vegna starfs eða náms.
2. Fjármuna vegna lántöku einstaklings hjá erlendum aðilum til kaupa hans á fasteign skv. 11. tölul. 2. mgr. 13. gr. b eða farartæki erlendis.
3. Fjármuna vegna lántöku aðila sem nýtt er til fjárfestinga hans skv. 6. og 7. tölul. 2. mgr. 13. gr. b.
4. Fjármuna skv. 2. málsl. 1. mgr. 13. gr. e, enda séu þeir nýttir til endurfjárfestingar innan sex mánaða.
5. Fjármuna sem losna við sölu eða greiðslu tjónabóta fasteignar erlendis í eigu einstaklings, enda séu þeir nýttir til að fjárfesta í annarri fasteign innan sex mánaða.
6. Leigutekna sem innlendur aðili fær af fasteign sinni erlendis, enda séu þær nýttar til að greiða fyrir rekstrarkostnað af þeirri fasteign. Með rekstrarkostnaði er m.a. átt við greiðslur afborgana af láni sem hvílir á og/eða tekið var vegna kaupa á fasteigninni.
7. Fjármuna sem losna við sölu eða greiðslu tjónabóta farartækis erlendis í eigu einstaklings, enda séu þeir nýttir til að kaupa annað farartæki innan sex mánaða.]
2)]
3)
1)L. 35/2013, 11. gr. 2)L. 105/2016, 8. gr. 3)L. 127/2011, 3. gr.
[13. gr. m.

Innlend nýfjárfesting skal vera ótakmörkuð.

Nýfjárfesting í skilningi þessa ákvæðis er fjárfesting sem gerð er eftir 31. október 2009 fyrir nýtt innstreymi erlends gjaldeyris, sem skipt er í innlendan gjaldeyri hjá fjármálafyrirtæki hér á landi. [Beinar eða óbeinar fjárfestingar í afleiðusamningum og kröfum á hendur aðilum sem sæta slita- eða gjaldþrotaskiptameðferð, eða sem lokið hafa slita- eða gjaldþrotaskiptameðferð með nauðasamningi sem felur í sér úthlutun eigna til kröfuhafa, teljast ekki til nýfjárfestingar.]
1) Innstæður á erlendum gjaldeyrisreikningum í innlendum fjármálafyrirtækjum, sem urðu til fyrir 31. október 2009, [tekjur vegna útflutningsviðskipta og annar skilaskyldur erlendur gjaldeyrir, sbr. 13. gr. l, teljast ekki til nýs innstreymis erlends gjaldeyris].
1)

Gjaldeyrisviðskipti, þar sem nýju innstreymi erlends gjaldeyris er skipt í innlendan gjaldeyri í samræmi við 2. mgr., falla ekki undir 1. mgr. 13. gr. c.

Fjárfestir skal, með aðstoð fjármálafyrirtækis hér á landi, tilkynna um nýfjárfestingu til Seðlabanka Íslands innan [þriggja vikna]
2) frá því að nýju innstreymi erlends gjaldeyris er skipt í innlendan gjaldeyri. Slíkri tilkynningu skulu fylgja gögn sem sýna fram á að um nýfjárfestingu í skilningi þessa ákvæðis sé að ræða.

Að fenginni staðfestingu Seðlabankans um að fjármunir hafi losnað við sölu á nýfjárfestingu skulu slíkir fjármunir ekki falla undir takmarkanir skv. 13. gr. b og 13. gr. c.

[Heimilt er að endurfjárfesta fjármuni sem losna við sölu eða uppgreiðslu nýfjárfestingar sem uppfyllir skilyrði 2., 3. og 4. mgr.

Fjárfestir skal, með aðstoð fjármálafyrirtækis hér á landi, tilkynna um endurfjárfestingu til Seðlabanka Íslands skv. 6. mgr. innan viku frá því að hún var gerð. Tilkynningu skulu fylgja gögn sem staðfesta að fjárfesting uppfylli ákvæði 6. mgr.]
3)

[Söluandvirði og aðrar greiðslur vegna fjárfestinga skv. 6. og 7. tölul. 2. mgr. 13. gr. b teljast ekki nýtt innstreymi erlends gjaldeyris í skilningi 2. mgr.]
2)]
4)
1)L. 27/2015, 5. gr. 2)L. 105/2016, 9. gr. 3)L. 42/2016, 1. gr. 4)L. 127/2011, 3. gr.
[13. gr. n.

Seðlabanki Íslands og ríkissjóður eru undanþegnir 13. gr. b – [13. gr. l]
1) laga þessara.

Eftirfarandi aðilar skulu undanþegnir 13. gr. b – [13. gr. l]
1) laga þessara að undanskildum 3. mgr. 13. gr. b, 13. gr. c og 13. gr. i:
1. Innlendir aðilar sem eru aðilar að fjárfestingarsamningi við íslenska ríkið.
2. Innlendir aðilar sem starfa samkvæmt leyfi [þess ráðherra er fer með málefni jarðrænna auðlinda]
2) til olíuleitar samkvæmt
lögum nr. 13/2001.

Eftirfarandi aðilar eru undanþegnir 1. mgr. 13. gr. e [og fjárhæðarmarki í 6. tölul. 2. mgr. 13. gr. b, en þó ekki 2. mgr. 13. gr. c],
3) og ákvæðum 13. gr. g og 13. gr. h:
1. Fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkissjóðs, sem starfa samkvæmt sérlögum.
2. Sveitarfélög og fyrirtæki í meirihlutaeigu sveitarfélaga, sem starfa samkvæmt sérlögum.

…
3)

…
3)

Fyrirtæki, sem hafa yfir 80% af tekjum og 80% af gjöldum erlendis, geta fengið undanþágu frá 1. mgr. 13. gr. e [og fjárhæðarmarki í 6. tölul. 2. mgr. 13. gr. b, en þó ekki 2. mgr. 13. gr. c, og ákvæðum]
3) 13. gr. g, 13. gr. h og 13. gr. l. Þau fyrirtæki sem telja sig uppfylla skilyrði 1. málsl. skulu senda umsókn til Seðlabanka Íslands og sýna fram á að þau uppfylli skilyrðin ásamt staðfestingu löggilts endurskoðanda. Seðlabanki Íslands birtir lista yfir þá aðila sem fá undanþágu á þessum grundvelli. Fyrirtæki sem fá undanþágu samkvæmt þessari málsgrein skulu þegar 12 mánuðir eru liðnir frá staðfestingu Seðlabankans um undanþágu sýna fram á að þau uppfylli enn þá skilyrði þessarar málsgreinar og senda gögn því til staðfestingar til Seðlabanka Íslands ásamt staðfestingu löggilts endurskoðanda þar um. Skal slík staðfesting berast Seðlabankanum á 12 mánaða fresti eftir það. Komi í ljós að fyrirtæki uppfylli ekki lengur skilyrði þessarar málsgreinar verður undanþágan felld úr gildi.

Viðskiptabankar, sparisjóðir og lánafyrirtæki, sem starfa undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins, …
3) hafa heimild til að eiga gjaldeyrisviðskipti sín á milli með beinum viðskiptum, framvirkum samningum og skiptasamningum. Einnig eru viðskiptabankar, sparisjóðir og lánafyrirtæki undanþegin ákvæðum 13. gr. g, 13. gr. h og 13. gr. l. Viðskiptabönkum, sparisjóðum og lánafyrirtækjum er heimilt að taka á móti peningamarkaðsinnlánum í innlendum gjaldeyri frá erlendum aðilum, í samræmi við heimildir þeirra samkvæmt
lögum nr. 161/2002.

…
3)

…
3)

[Fjármagnshreyfingar á milli landa vegna flutninga aflandskrónueigna á reikninga háða sérstökum takmörkunum eða reikninga hjá Seðlabanka Íslands sem sæta sömu takmörkunum samkvæmt lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum skulu undanþegnar banni 2. og 3. mgr. 13. gr. b.

Sala aflandskrónueigna skv. c–g-lið 1. tölul. 2. gr. laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum skulu undanþegnar banni 3. mgr. 13. gr. b vegna þátttöku eigenda þeirra í gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands eða ef uppgjör fer fram með flutningi á reikninga háða sérstökum takmörkunum eða reikninga hjá Seðlabanka Íslands sem háðir eru sömu takmörkunum í samræmi við ákvæði laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum.

Fjármagnshreyfingar á milli landa vegna fjárfestinga í innstæðubréfum skv. 1. mgr. 10. gr. laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, og uppgjör þeirra skv. 4. mgr. sama ákvæðis, skulu undanþegnar banni 3. mgr. 13. gr. b.

Gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á milli landa vegna viðskipta við Seðlabanka Íslands skv. 9. gr. laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum skulu undanþegnar banni 3. mgr. 13. gr. b og 1. mgr.13. gr. c.

Eignir sem fengið hafa staðfestingu skv. 4. mgr. 9. gr. laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum skulu undanþegnar banni 2. og 3. mgr. 13. gr. b og 1. mgr. 13. gr. c.]
4)

[Aðilar geta framselt heimildir sínar skv. 6. tölul. 2. mgr. 13. gr. b og 2. mgr. 13. gr. c til sjóða, sem starfa samkvæmt [lögum um verðbréfasjóði eða lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða],
5) með kaupum á hlutdeildarskírteinum í slíkum sjóðum, að því marki sem viðkomandi sjóður nýtir heimildirnar til fjárfestinga í erlendum gjaldeyri. Á sama hátt geta einstaklingar framselt heimildirnar til vátryggingafélaga og fjármálafyrirtækja á grundvelli samninga um greiðslu iðgjalda til söfnunar lífeyrissparnaðar í séreign eða viðbótartryggingarverndar, og samkvæmt samningum um söfnunartryggingar, eingreiðslutryggingar og reglubundinn sparnað, í erlendum gjaldeyri. Framsal skv. 1.–2. málsl. skal vera skriflegt. Framsalshafar skv. 1. og 2. málsl. skulu tilkynna Seðlabanka Íslands um framsal samkvæmt ákvæðinu.]
3)]
6)
1)L. 35/2013, 12. gr. 2)L. 21/2012, 3. gr. 3)L. 105/2016, 10. gr. 4)L. 37/2016, 27. gr. 5)L. 45/2020, 120. gr. 6)L. 127/2011, 3. gr.
[13. gr. o.

Ákvæði 7. gr. gilda um heimildir Seðlabanka Íslands til að veita undanþágur frá ákvæðum 13. gr. b – 13. gr. n. Þó skal ekki innheimta leyfisgjald þegar undanþágur eru veittar. Seðlabankinn getur sett skilyrði fyrir undanþágu. Þrátt fyrir orðalag 7. gr. getur Seðlabankinn veitt almennar undanþágur án undangenginnar umsóknar þar að lútandi. Umsóknir um undanþágur skulu berast Seðlabankanum bréflega ásamt gögnum er málið varða.

[Undanþágur skv. 1. mgr. skulu aðeins veittar að höfðu samráði við ráðherra, og auk þess þann ráðherra sem fer með málefni fjármálamarkaðar, og að undangenginni kynningu ráðherra á efnahagslegum áhrifum þeirra fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis falli þær undir eftirfarandi skilyrði:
a. undanþága varðar fjármálafyrirtæki eða lögaðila sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið við yfirráðum yfir með því að skipa honum skilanefnd eða bráðabirgðastjórn eða lögaðila sem héraðsdómari hefur skipað slitastjórn samkvæmt
lögum nr. 161/2002 og hún felur í sér heimild til gjaldeyrisviðskipta og fjármagnshreyfinga milli landa fyrir hærri fjárhæð en nemur 25 milljörðum kr. á einu ári, eða
b. undanþága varðar lögaðila með efnahagsreikning yfir 400 milljörðum kr. og hún getur haft umtalsverð áhrif á skuldastöðu þjóðarbúsins og varðað eignarhald viðskiptabanka.

Við útreikning fjárhæða skv. 2. mgr. skal taka mið af opinberu viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands á þeim degi er ákvörðun bankans liggur fyrir.]
1)

Seðlabankinn getur sett nánari reglur
2) um framkvæmd ákvæða 13. gr. b – 13. gr. n.

[Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur um undanþágur frá takmörkunum 13. gr. e – 13. gr. n. Seðlabankinn getur bundið undanþágur í reglunum skilyrðum sem m.a. lúta að uppruna og eignarhaldi fjármuna, tilgangi einstakra fjármagnshreyfinga og gjaldeyrisviðskipta, fjárhæðum einstakra fjármagnshreyfinga og gjaldeyrisviðskipta og eftirliti og upplýsingagjöf til Seðlabankans.]
3)]
4)
1)L. 16/2013, 5. gr. 2)
Rgl. 200/2017, sbr.
rgl. 568/2017 og
rgl. 311/2019. 3)L. 105/2016, 11. gr. 4)L. 127/2011, 3. gr.
[13. gr. p.

[Skylt er, að viðlögum dagsektum skv. 15. gr. h, að veita Seðlabanka Íslands allar þær upplýsingar er varða gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar sem hann telur nauðsynlegar svo hann geti fylgst með því að starfsemi aðila sé í samræmi við ákvæði 13. gr. a – 13. gr. o, ákvæði til bráðabirgða II, ákvæði 1. mgr. 8. gr. og önnur ákvæði sem standa í tengslum við takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann sem hann getur veitt upplýsingar um og varða athuganir og eftirlit Seðlabankans. Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til að veita upplýsingar og aðgang að gögnum. [Í tengslum við eftirlit sitt samkvæmt lögum þessum getur Seðlabankinn gert vettvangskannanir eða óskað upplýsinga á þann hátt svo oft sem hann telur þörf á. Ákvörðun um vettvangskönnun má fullnægja með aðfarargerð.]
1)

Þegar takmarkanir samkvæmt ákvæði 13. gr. a – 13. gr. o, ákvæði til bráðabirgða II, ákvæði 1. mgr. 8. gr. og öðrum ákvæðum sem standa í tengslum við takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum eru ekki lengur til staðar skal Seðlabanki Íslands eyða þeim upplýsingum sem aflað er á grundvelli 1. mgr. þessarar greinar. Það á þó ekki við um gögn er varða meint brot gegn lögum um gjaldeyrismál og upplýsingar sem liggja til grundvallar niðurstöðum rannsókna á meintum brotum.

Seðlabanka Íslands er heimilt að setja nánari reglur
2) um framkvæmd 1. og 2. mgr., svo sem um skráningar- og tilkynningarskyldu vegna reikninga innlendra aðila í erlendum innlánsstofnunum, framlagningu gagna, almenna upplýsingagjöf og gerð eyðublaða.]
3)]
4)
1)L. 37/2016, 27. gr. 2)
Rgl. 200/2017, sbr.
rgl. 568/2017 og
rgl. 311/2019. 3)L. 35/2013, 13. gr. 4)L. 127/2011, 3. gr.
[13. gr. q. …
1)]
2)
1)L. 16/2013, 6. gr. 2)L. 127/2011, 3. gr.
[14. gr.]1)

[[Skylt er, að viðlögðum dagsektum skv. 15. gr. h, að veita Seðlabanka Íslands allar þær upplýsingar og gögn er varða gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á milli landa sem hann óskar eftir til að sinna nauðsynlegu eftirliti á grundvelli laga þessara.]
2) Að sama skapi ber að veita bankanum allar nauðsynlegar upplýsingar til hagskýrslugerðar, sbr. ákvæði laga um Seðlabanka Íslands.]
3) Bankanum er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd gjaldeyrisviðskipta, svo sem um skráningar- og tilkynningarskyldu vegna reikninga innlendra aðila í erlendum innlánsstofnunum, framlagningu gagna, almenna upplýsingagjöf og gerð eyðublaða. [Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu annarra stjórnvalda, fjármálafyrirtækja, greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja til að veita upplýsingar og aðgang að gögnum á grundvelli þessa ákvæðis.]
2)

[Innlendum lögaðilum er skylt að tilkynna Seðlabanka Íslands um eftirfarandi gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á milli landa sem eiga sér stað án milligöngu innlendra fjármálafyrirtækja, innan þriggja vikna frá stofnun skuldbindingar:
1. Lántökur og lánveitingar milli þeirra og erlendra aðila sem nema a.m.k. jafnvirði 100.000.000 kr.
2. Skilmálabreytingar á lánum milli þeirra og erlendra aðila, nemi höfuðstóll lánsins a.m.k. jafnvirði 100.000.000 kr.
3. Ábyrgðarskuldbindingar á milli þeirra og erlendra aðila, nemi höfuðstóll ábyrgðarinnar a.m.k. jafnvirði 100.000.000 kr.
4. Afleiðuviðskipti milli þeirra og erlendra aðila.
5. Útgáfu skuldabréfa og annarra skuldagerninga, nemi höfuðstóll skuldagerninganna a.m.k. jafnvirði 100.000.000 kr.

Seðlabankanum er heimilt að setja reglur
4) um framkvæmd tilkynningarskyldu skv. 2. mgr. og undanþágur frá henni.]
2)
1)L. 128/1999, 2. gr. 2)L. 105/2016, 12. gr. 3)L. 78/2010, 3. gr. 4)
Rgl. 200/2017, sbr.
rgl. 568/2017 og
rgl. 311/2019.
[15. gr.]1)

[Þeir sem annast framkvæmd laga þessara eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.]
2)
1)L. 128/1999, 2. gr. 2)L. 91/2019, 64. gr.
[15. gr. a.

…
1)

[Seðlabanka Íslands]
1) er heimilt að leggja stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn:
1. Reglum settum á grundvelli 3. gr. um takmarkanir eða stöðvun tiltekinna skammtímahreyfinga fjármagns í allt að sex mánuði.
2. 4. gr. um takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum vegna fjármagnshreyfinga vegna beinna fjárfestinga erlendra aðila í atvinnurekstri, viðskipta erlendra aðila með hlutabréf í innlendum fyrirtækjum og fasteignakaupa erlendra aðila hér á landi.
[3. 8. gr. um milligöngu um gjaldeyrisviðskipti og verslun með erlendan gjaldeyri [eða reglum sem settar eru á grundvelli hennar].
2)]
3)
[4.]
3) 10. gr. um skyldu aðila sem annast gjaldeyrisviðskipti til að hafa til reiðu upplýsingar um slíka þjónustu.
[5.]
3) 11. gr. um skyldu aðila til að verða við ósk viðskiptamanns um að ljúka tiltekinni yfirfærslu.
[6.]
3) 12. gr. um tímamörk til að ljúka yfirfærslu.
[7. 13. gr. a – 13. gr. n um bann við fjármagnshreyfingum og gjaldeyrisviðskiptum [eða reglum sem settar eru á grundvelli þeirra].
1)]
4)
[8. 2. mgr. 14. gr. um tilkynningarskyldu um tiltekin gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar.]
5)
[9.]
5) 15. gr. um þagnarskyldu.

Sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 10 þús. kr. til [65 millj. kr.]
2) Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 50 þús. kr. til [250 millj. kr.]
2) [Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. geta sektir vegna brota lögaðila á 13. gr. b og 13. gr. c numið allt að fimmfaldri fjárhæð fjármagnshreyfingarinnar eða gjaldeyrisviðskiptanna.]
6) Við ákvörðun sekta skal m.a. tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. [Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.]
1) Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun [Seðlabanka Íslands]
1) skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.

Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.]
7)
1)L. 78/2010, 4. gr., sbr. einnig brbákv. í s.l. 2)L. 35/2013, 14. gr. 3)L. 73/2009, 1. gr. 4)L. 127/2011, 4. gr. 5)L. 105/2016, 13. gr. 6)L. 60/2015, 12. gr. 7)L. 134/2008, 1. gr.
[15. gr. b.

Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara eða reglur settar á grundvelli þeirra er [Seðlabanka Íslands]
1) heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda sé ekki um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. [Seðlabanki Íslands]
1) setur nánari reglur um framkvæmd ákvæðisins.]
2)
1)L. 78/2010, 5. gr. 2)L. 134/2008, 1. gr.
[15. gr. c.

Í máli sem beinist að einstaklingi, sem lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu, hefur maður, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. [Seðlabanki Íslands]
1) skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.]
2)
1)L. 78/2010, 6. gr. 2)L. 134/2008, 1. gr.
[15. gr. d.

Heimild [Seðlabanka Íslands]
1) til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum eða reglum settum á grundvelli þeirra fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.

Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar [Seðlabanki Íslands]
1) tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.]
2)
1)L. 78/2010, 7. gr. 2)L. 134/2008, 1. gr.
[15. gr. e.

[Í tengslum við rannsókn mála er Seðlabanka Íslands heimilt að krefja einstaklinga og lögaðila um allar upplýsingar og gögn sem hann telur nauðsynleg. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða athuganir og eftirlit Seðlabankans. Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarkar ekki skyldu til þess að veita upplýsingar og aðgang að gögnum. Þetta gildir þó ekki um upplýsingar sem lögmaður öðlast við athugun á lagalegri stöðu skjólstæðings í tengslum við dómsmál, þ.m.t. þegar hann veitir ráðgjöf um hvort höfða eigi mál eða komast hjá máli, eða upplýsingar sem hann öðlast fyrir, á meðan eða eftir lok dómsmáls, ef upplýsingarnar hafa bein tengsl við málið. Seðlabankinn getur kallað til skýrslugjafar einstaklinga sem hann telur búa yfir upplýsingum er varða rannsókn málsins.]
1)

[Telji Seðlabanki Íslands að starfsemi samkvæmt lögum þessum og reglum settum á grundvelli þeirra sé stunduð án tilskilinna leyfa getur hann krafist gagna og upplýsinga sem eru nauðsynlegar til að ganga úr skugga um hvort svo sé. Getur hann krafist þess að slíkri starfsemi sé hætt þegar í stað. Jafnframt er honum heimilt að birta opinberlega nöfn aðila sem eru taldir bjóða þjónustu án tilskilinna leyfa.]
1)

[Seðlabanki Íslands]
1) getur krafist kyrrsetningar eigna einstaklings eða lögaðila þegar fyrir liggur rökstuddur grunur um að háttsemi hans fari í bága við ákvæði laga þessara. Um skilyrði og meðferð slíkrar kröfu fer eftir 88. gr. laga um meðferð sakamála, eftir því sem við getur átt.

[Seðlabanka Íslands er heimilt að gera sérstakar athuganir og leggja hald á gögn í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála, enda séu ríkar ástæður til að ætla að einstaklingar og lögaðilar hafi brotið gegn lögum þessum eða reglum sem eru settar á grundvelli þeirra eða ástæða er til að ætla að athuganir eða aðgerðir Seðlabankans nái að öðrum kosti ekki tilætluðum árangri. Skal ákvæðum laga um meðferð sakamála beitt við framkvæmd slíkra aðgerða.]
1)]
2)
1)L. 78/2010, 8. gr. 2)L. 73/2009, 2. gr.
[15. gr. f.

Í tengslum við athuganir tiltekinna mála er Seðlabanka Íslands heimilt að afla upplýsinga og gagna frá öðrum stjórnvöldum óháð þagnarskyldu þeirra.

…
1)

Seðlabankanum er heimilt að eiga gagnkvæm upplýsingaskipti við opinbera aðila erlendis um atriði sem lög þessi taka til að því tilskildu að þær upplýsingar lúti samsvarandi þagnarskyldu í hlutaðeigandi ríki.]
2)
1)L. 91/2019, 65. gr. 2)L. 78/2010, 9. gr.
[15. gr. g.

Seðlabanki Íslands skal athuga svo oft sem þurfa þykir hvort starfsemi aðila sem hafa leyfi til milligöngu um gjaldeyrisviðskipti skv. 1. mgr. 8. gr. sé í samræmi við ákvæði laga þessara og reglur sem eru settar á grundvelli þeirra. Aðilum skv. 1. málsl. er skylt að veita Seðlabanka Íslands aðgang að öllum gögnum í vörslu þeirra er varða starfsemina og Seðlabankinn telur nauðsynleg. Í tengslum við eftirlit sitt samkvæmt lögum þessum getur Seðlabankinn gert vettvangskannanir eða óskað upplýsinga á þann hátt svo oft sem hann telur þörf á.

Aðilum sem hafa leyfi til milligöngu um gjaldeyrisviðskipti skv. 1. mgr. 8. gr. er skylt að láta athuga gaumgæfilega öll viðskipti og fyrirhuguð viðskipti þar sem grunur leikur á að viðskiptin brjóti gegn ákvæðum laga þessara og reglum settum á grundvelli þeirra og tilkynna Seðlabanka Íslands þegar í stað um slík viðskipti. Kanna skal bakgrunn og tilgang slíkra viðskipta að því marki sem unnt er. Aðilar skv. 1. málsl. skulu láta í té allar upplýsingar sem eru taldar nauðsynlegar vegna tilkynningarinnar.

Aðilum sem hafa leyfi til milligöngu um gjaldeyrisviðskipti skv. 1. mgr. 8. gr., stjórnendum, starfsmönnum og öðrum sem vinna í þágu þeirra er skylt að sjá til þess að viðskiptamaður eða annar utanaðkomandi aðili fái ekki vitneskju um að Seðlabanka Íslands hafi verið tilkynnt um grun skv. 2. mgr. Upplýsingagjöf aðila skv. 2. mgr. eða starfsmanna hans sem er veitt í góðri trú samkvæmt ákvæði þessu telst ekki brot á þagnarskyldu sem viðkomandi er bundinn af samkvæmt lögum eða með öðrum hætti. Slík upplýsingagjöf leggur hvorki refsi- né skaðabótaábyrgð á herðar hlutaðeigandi aðilum.]
1)
1)L. 78/2010, 9. gr.
[15. gr. h.

Seðlabanki Íslands getur lagt dagsektir á aðila veiti hann ekki umbeðnar upplýsingar eða sinni ekki kröfum um úrbætur innan hæfilegs frests. Ákvæði þetta tekur jafnt til lögaðila sem einstaklinga. Sama gildir um aðila sem veitt geta upplýsingar í þágu athugana samkvæmt ákvæðum þessara laga. Greiðast dagsektirnar þangað til farið hefur verið að kröfum Seðlabankans. Dagsektir leggjast á frá þeim degi sem skila bar upplýsingunum í síðasta lagi og fram að þeim degi sem skyldunni er fullnægt. Dagsektirnar geta numið frá 10.000 kr. til 1 millj. kr. á dag [í öðrum tilvikum en þegar þeim er beitt á grundvelli 15. gr. i].
1) Við ákvörðun um fjárhæð dagsekta er heimilt að taka tillit til eðlis vanrækslu eða brots og fjárhagslegs styrkleika viðkomandi aðila.

Sé mál höfðað til ógildingar ákvörðunar skv. 1. mgr. innan 14 daga frá því að viðkomandi aðila er tilkynnt um hana og óski hann jafnframt eftir að málið hljóti flýtimeðferð er ekki heimilt að innheimta dagsektir fyrr en dómur hefur fallið. Þrátt fyrir málshöfðun til ógildingar ákvörðunar skv. 1. mgr. leggjast dagsektir áfram á viðkomandi aðila.

Óinnheimtar dagsektir falla ekki niður þótt aðilar verði síðar við kröfum Seðlabanka Íslands nema Seðlabankinn ákveði það sérstaklega.

Ákvarðanir um dagsektir samkvæmt þessari grein eru aðfararhæfar.

Innheimtar dagsektir renna til ríkissjóðs að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Heimilt er að kveða nánar á um ákvörðun og innheimtu dagsekta í reglugerð.]
2)
1)L. 60/2015, 12. gr. 2)L. 78/2010, 9. gr.
[15. gr. i.

Telji Seðlabanki Íslands háttsemi andstæða ákvæðum laga þessara getur bankinn krafist þess að látið verði af ólögmætri háttsemi þegar í stað. Seðlabankinn getur jafnframt krafist úrbóta eða leiðréttinga á þeim ráðstöfunum sem teljast andstæðar ákvæðum laga þessara. Seðlabankanum er heimilt að beita dagsektum skv. 15. gr. h þar til farið hefur verið að kröfum bankans.]
1)
1)L. 60/2015, 12. gr.
[16. gr.]1)

[Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn:
1. Reglum settum á grundvelli 3. gr. um takmarkanir eða stöðvun tiltekinna skammtímahreyfinga fjármagns í allt að sex mánuði.
2. 4. gr. um takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum vegna fjármagnshreyfinga vegna beinna fjárfestinga erlendra aðila í atvinnurekstri, viðskipta erlendra aðila með hlutabréf í innlendum fyrirtækjum og fasteignakaupa erlendra aðila hér á landi.
[3. 8. gr. um milligöngu um gjaldeyrisviðskipti og verslun með erlendan gjaldeyri [eða reglum sem settar eru á grundvelli hennar].
2)]
3)
[4. 13. gr. a – 13. gr. n um bann við fjármagnshreyfingum og gjaldeyrisviðskiptum [eða reglum sem settar eru á grundvelli þeirra].
2)]
4)
[5.]
4) 15. gr. um þagnarskyldu.]
5)
1)L. 128/1999, 2. gr. 2)L. 35/2013, 15. gr. 3)L. 73/2009, 3. gr. 4)L. 127/2011, 5. gr. 5)L. 134/2008, 2. gr.
[16. gr. a.

Brot gegn lögum þessum og reglum settum á grundvelli þeirra er varða sektum eða fangelsi varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.

Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur af broti gegn ákvæðum laga þessara er varðar sektum eða fangelsi.

Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum og reglum settum á grundvelli þeirra er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.

[[Gera má lögaðila sekt fyrir brot á lögum þessum og reglum settum á grundvelli þeirra óháð því hvort sök er sönnuð á tiltekinn fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðilans eða annan aðila sem starfar á hans vegum.]
1) Hafi fyrirsvarsmaður hans eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum eða reglum settum á grundvelli þeirra má auk refsingar, sem hann sætir, gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu.]
2)]
3)
1)L. 58/2015, 1. gr. 2)L. 67/2014, 2. gr. 3)L. 134/2008, 3. gr.
[16. gr. b.

Brot gegn lögum þessum og reglum settum á grundvelli þeirra sæta aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru [Seðlabanka Íslands]
1) til lögreglu.

Varði meint brot á lögum þessum og reglum settum á grundvelli þeirra bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur [Seðlabanki Íslands]
1) hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá [Seðlabankanum].
1) Ef brot eru meiri háttar ber [Seðlabanka Íslands]
1) að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef það lýtur að verulegum fjárhæðum, ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur [Seðlabanki Íslands]
1) á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum til opinberrar rannsóknar. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.

Með kæru [Seðlabanka Íslands]
1) skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot er studdur við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun [Seðlabanka Íslands]
1) um að kæra mál til lögreglu.

[Seðlabanka Íslands]
1) er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem [Seðlabankinn]
1) hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. [Seðlabanka Íslands]
1) er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.

Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta [Seðlabanka Íslands]
1) í té upplýsingar og gögn sem [aflað hefur verið]
1) og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum [Seðlabanka Íslands]
1) sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.

Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum getur hann sent eða endursent málið til [Seðlabanka Íslands]
1) til meðferðar og ákvörðunar.]
2)

…
3)
1)L. 78/2010, 10. gr. 2)L. 134/2008, 3. gr. 3)L. 91/2019, 66. gr.
[16. gr. c.

Nú vill aðili ekki una ákvörðun Seðlabanka Íslands og getur hann þá höfðað mál til ógildingar hennar fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan þriggja mánaða frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðunina. Málshöfðun frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunarinnar né heimild til aðfarar samkvæmt henni, sbr. þó 2. mgr. 15. gr. h.]
1)
1)L. 78/2010, 11. gr.
[16. gr. d.

Seðlabanka Íslands er heimilt að birta opinberlega niðurstöður í málum og athugunum er byggjast á lögum þessum, nema ef slík birting verður talin stefna hagsmunum gjaldeyrismarkaðarins í hættu, varðar ekki hagsmuni hans sem slíks eða veldur hlutaðeigandi aðilum tjóni sem er ekki í eðlilegu samræmi við það brot sem um ræðir. Seðlabankinn skal birta opinberlega þá stefnu sem hann fylgir við framkvæmd slíkrar birtingar.]
1)
1)L. 78/2010, 11. gr.
[17. gr.]1)

[[Ráðherra]
2) fer með framkvæmd laga þessara. Hann setur reglugerð
3) um framkvæmd þeirra.]
4) [Seðlabanki Íslands skal fylgjast með að starfsemi aðila sé í samræmi við lög þessi. …
5)]
6)
1)L. 128/1999, 2. gr. 2)L. 126/2011, 169. gr. 3)Rg. 679/1994 (um gjaldeyrismál). Rg. 13/1995. Rg. 56/2000. 4)L. 128/1999, 3. gr. 5)L. 78/2010, 12. gr. 6)L. 134/2008, 4. gr.
[18. gr.]1)

Lög þessi öðlast þegar gildi.
…
1)L. 128/1999, 2. gr.
Ákvæði til bráðabirgða. …
I.

[[Seðlabankinn getur]
1) bundið gjaldeyrisviðskipti sín skilyrðum hvað varðar innra skipulag og fjárfestingarstefnu viðskiptamanna, eignarhald og fjármögnun þeirra, lágmarkstíma á eignarhaldi hluta eða hlutabréfa útgefinna af viðskiptamönnum, ráðstöfun þeirra á gjaldeyri til nánar tilgreindra fjárfestinga og lágmarkstíma á fjárfestingu þeirra.

[Ráðherra skal birta opinberlega greinargerð um framgang áætlunar um losun takmarkana á fjármagnshreyfingum milli landa og gjaldeyrisviðskiptum á sex mánaða fresti þar til slíkum takmörkunum verður endanlega aflétt. Greinargerð skv. 1. málsl. skal birta í fyrsta sinn innan sex mánaða frá gildistöku laga þessara.]
1)]
2)
1)L. 16/2013, 7. gr. 2)L. 127/2011, 6. gr.
[II.

Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. skulu greiðslur vegna útflutnings vöru og þjónustu …
1) fara fram í erlendum gjaldmiðli.

Fari útflutningsviðskipti fram á milli tengdra aðila skulu þau gerð á grundvelli almennra kjara og venju í viðskiptum óskyldra aðila.

Ráðherra getur í reglugerð
2) sett nánari ákvæði um framkvæmd ákvæðis þessa, m.a. um viðskipti milli tengdra aðila. Þá er ráðherra heimilt að mæla fyrir um skyldu aðila til að skila, með reglubundnum hætti, skýrslu um útflutningsviðskipti, um ráðstöfun söluandvirðis og um önnur atriði er lúta að útflutningi.

Brot gegn ákvæði þessu varðar stjórnvaldssektum og refsingu skv. 15. gr. a – 15. gr. d, 16. gr., 16. gr. a og 16. gr. b.]
3)
1)L. 16/2013, 8. gr. 2)Rg. 543/2009, sbr. 803/2010. 3)L. 27/2009, 3. gr.
[III.

Seðlabanka Íslands er heimilt, að fengnu samþykki ráðherra, að setja reglur
1) sem kveða á um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris í tengslum við:
1. Nýfjárfestingar og endurfjárfestingar þeirra skv. 13. gr. m í skuldabréfum eða víxlum útgefnum í innlendum gjaldeyri eða sem ráðstafað er í innstæður í innlendum gjaldeyri.
2. Innstæður í innlendum gjaldeyri hjá innlánsstofnunum hér á landi aðrar en þær sem eru tilkomnar vegna fjármuna sem eru endurfjárfestanlegir skv. 13. gr. e …
2) eða sem falla undir 13. gr. l eða 13. gr. m, þó ekki ef þær eru til komnar vegna 5. tölul. þessarar málsgreinar.
3. Nýfjárfestingar og endurfjárfestingar þeirra skv. 13. gr. m í hlutdeildarskírteinum sjóða sem fjárfesta í skuldabréfum eða víxlum útgefnum í innlendum gjaldeyri eða eiga innstæður í innlendum gjaldeyri.
4. Nýfjárfestingar og endurfjárfestingar þeirra skv. 13. gr. m í eigin fé fyrirtækis sem eru gerðar í þeim tilgangi að fjárfesta, beint eða óbeint, í skuldabréfum eða víxlum útgefnum í innlendum gjaldeyri eða sem ráðstafað er í innstæður í innlendum gjaldeyri.
5. Lánveitingar til innlends aðila sem nýttar eru til fjárfestinga í innlendum gjaldeyri í þágu lánveitanda í skuldabréfum eða víxlum útgefnum í innlendum gjaldeyri eða ráðstafað er í innstæður í innlendum gjaldeyri. Hið sama á við um slíkar lánveitingar sem nýttar eru til fjárfestinga í hlutdeildarskírteinum sjóða eða í eigin fé fyrirtækis sem fjárfest eða ráðstafað er, beint eða óbeint, með þeim hætti sem lýst er í 1. málsl.

[Bindingarhlutfall af bindingargrunni ákvarðar bindingarfjárhæð. Bindingarfjárhæð helst óbreytt út upphaflegan bindingartíma. Skyldu til bindingar reiðufjár skal uppfylla:
1. með kaupum fjármálafyrirtækis, sem er aðili að stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands, á sérstöku innstæðubréfi Seðlabankans fyrir bindingarfjárhæð, að frumkvæði fjárfestis, og sölu á innstæðubréfinu samhliða til Seðlabankans með afhendingu að bindingartíma liðnum á verði sem ákvarðast af vöxtum á innstæðubréfinu. Samningi um framvirka sölu verður ekki breytt á bindingartíma. Fjármálafyrirtæki miðlar kjörum og bindingartíma til fjárfestis, svo sem beint með framsali innstæðubréfs eða óbeint með afleiðuviðskiptum eða bindingu á reikningi, eða
2. með ráðstöfun fjárfestis á bindingarfjárhæð inn á bundinn reikning hjá innlánsstofnun hér á landi. Innlánsstofnun skal leggja fjárhæð sem samsvarar allri bindingarfjárhæðinni á bundinn reikning hjá Seðlabanka Íslands innan sama viðskiptadags. Bindingu reiðufjár lýkur þegar bindingartími er liðinn, óháð því hvort nýtt innstreymi erlends gjaldeyris sem myndar bindingargrunn hefur verið losað með sölu eða endurgreiðslu. Úttektir af bundnum reikningum eru óheimilar á bindingartíma. Innlegg á bundna reikninga innlánsstofnana hjá Seðlabanka Íslands skulu háð sama bindingartíma og samsvarandi bindingarfjárhæð. Óheimilt er að veðsetja bindingarfjárhæð og innlán innlánsstofnana á bundnum reikningum hjá Seðlabanka Íslands.]
3)

Í reglum skv. 1. mgr. skal kveða nánar á um framkvæmd bindingar reiðufjár, þar á meðal um:
1. bindingartíma, bindingarhlutfall og vexti á bundnum reikningum innlánsstofnana hjá Seðlabanka Íslands, sbr. [2. tölul.]
3) 2. mgr.,
2. uppgjörsmynt bindingarfjárhæðar og samsvarandi fjárhæðar á bundnum reikningum innlánsstofnana hjá Seðlabanka Íslands,
[3. skilmála og kjör innstæðubréfa og endurhverfra viðskipta með innstæðubréf skv. 1. tölul. 2. mgr.]
3)

Bindingarhlutfall má nema allt að 75% og bindingartími má vera allt að fimm ár. Ákvarðanir Seðlabanka Íslands um bindingarhlutfall, bindingartíma og vexti skulu grundvallast á lögbundnum markmiðum bankans og vönduðu mati á ástandi og horfum í efnahags- og peningamálum og fjármálastöðugleika.

Í reglum skv. 1. mgr. er heimilt að kveða á um mismunandi bindingartíma, bindingarhlutfall, uppgjörsmynt og vexti eftir tegund fjármuna sem mynda bindingargrunn.

Brot gegn ákvæði þessu og reglum settum á grundvelli þess varðar stjórnvaldssektum og refsingu skv. 15. gr. a – 15. gr. d, 16. gr., 16. gr. a og 16. gr. b.]
4)
1)
Rgl. 223/2019. 2)L. 105/2016, 14. gr. 3)L. 14/2019, 2. gr. 4)L. 42/2016, 2. gr.
[IV.

Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 6. tölul. 2. mgr. 13. gr. b skulu fjármagnshreyfingar hvers aðila samkvæmt ákvæðinu aðeins heimilar að samanlögðu jafnvirði 30.000.000 kr. fram til 1. janúar 2017.

Seðlabanki Íslands skal endurskoða fjárhæðarmark 1. málsl. 6. tölul. 2. mgr. 13. gr. b fyrir 1. júlí 2017, sbr. reglusetningarheimild skv. 4. mgr. 13. gr. b.

Þrátt fyrir heimild 6. tölul. 2. mgr. 13. gr. b til fjárfestinga skulu vörslur verðbréfa vera hjá innlendum vörsluaðila fram til 1. janúar 2017. Þá skulu fjármagnshreyfingar á milli landa í erlendum gjaldeyri sem fela í sér inn- og útflutning verðbréfa eða innlegg á og úttekt af reikningum í innlánsstofnunum fram til sama tíma vera óheimilar. Sama gildir um úttektir í reiðufé eða kaup á erlendum gjaldeyri í reiðufé skv. 5. málsl. 2. mgr. 13. gr. c.

Brot gegn ákvæði þessu varðar stjórnvaldssektum og refsingu skv. 15. gr. a – 15. gr. d, 16. gr., 16. gr. a og 16. gr. b.]
1)
1)L. 105/2016, 15. gr.
[V.

Fram til 1. janúar 2017 er einstaklingi heimilt að kaupa eða taka út erlendan gjaldeyri í reiðufé hjá fjármálafyrirtæki hér á landi að eftirtöldum skilyrðum uppfylltum:
1. Að erlendi gjaldeyririnn sé ætlaður til notkunar vegna ferðalaga erlendis. Við kaup eða úttekt skal einstaklingur sýna fram á fyrirhugaða ferð með framvísun farmiða eða kvittunar fyrir greiðslu á ferð sinni sem fyrirhuguð er innan fjögurra vikna. Þegar um er að ræða áhafnarmeðlimi sem ekki hafa farseðil skal sýnt fram á ferðalag með framvísun vaktaskipulags eða öðrum sannanlegum hætti.
2. Að ekki sé keyptur eða tekinn út erlendur gjaldeyrir í reiðufé fyrir hærri fjárhæð en sem nemur jafnvirði 700.000 kr. fyrir hvern einstakling skv. 1. tölul. vegna hverrar ferðar, nema sýnt sé fram á sérstaka þörf fyrir aukna reiðufjárúttekt.
3. Að einstaklingur sem er innlendur aðili kaupi eða taki út erlendan gjaldeyri í reiðufé hjá fjármálafyrirtæki hér á landi þar sem hann er með viðskipti sín.
4. Að sýnt sé fram á að einstaklingur, eða forráðamaður hans ef um ólögráða einstakling er að ræða, sé eigandi fjármunanna sem greiddir eru fyrir erlenda gjaldeyrinn eða gjaldeyrisreikningsins sem tekið er út af. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. er einstaklingi þó heimilt að kaupa gjaldeyri fyrir maka.
5. Að einstaklingurinn sem tilgreindur var við kaup eða úttekt erlenda gjaldeyrisins fari sjálfur með féð úr landi.

Fjármálafyrirtæki hér á landi getur sótt um undanþágu frá 1. mgr. sem heimilar útibúi fjármálafyrirtækis að selja einstaklingi, sem er innlendur aðili en ekki með viðskipti sín hjá viðkomandi fjármálafyrirtæki, erlendan gjaldeyri fyrir allt 700.000 kr. í reiðufé vegna hverrar ferðar, ef sýnt er fram á að féð sé til notkunar á ferðalögum erlendis. Seðlabanki Íslands skal birta opinberlega upplýsingar um þá aðila sem fá undanþágu á grundvelli ákvæðisins.

Brot gegn ákvæði þessu varðar stjórnvaldssektum og refsingu skv. 15. gr. a – 15. gr. d, 16. gr., 16. gr. a og 16. gr. b.]
1)
1)L. 105/2016, 15. gr.