Lagasafn. Íslensk lög 15. apríl 2023. Útgáfa 153b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um umgengni um nytjastofna sjávar
1996 nr. 57 3. júní
Ferill málsins á Alþingi.
Frumvarp til laga.
Tóku gildi 11. júní 1996. Breytt með: L. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998). L. 161/2000 (tóku gildi 29. des. 2000). L. 162/2000 (tóku gildi 29. des. 2000). L. 24/2001 (tóku gildi 16. maí 2001). L. 13/2002 (tóku gildi 3. apríl 2002). L. 65/2004 (tóku gildi 18. júní 2004). L. 22/2005 (tóku gildi 25. maí 2005). L. 61/2005 (tóku gildi 30. maí 2005). L. 163/2006 (tóku gildi 30. des. 2006). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 144/2008 (tóku gildi 1. febr. 2009). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 9/2011 (tóku gildi 12. febr. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 157/2012 (tóku gildi 3. jan. 2013). L. 67/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016). L. 48/2017 (tóku gildi 20. júní 2017). L. 49/2017 (tóku gildi 1. jan. 2018). L. 88/2020 (tóku gildi 22. júlí 2020 nema 14. gr. sem tók gildi 1. jan. 2021). L. 85/2022 (tóku gildi 14. júlí 2022).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við
matvælaráðherra eða
matvælaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna
hér.
I. kafli.
Almenn ákvæði.
1. gr.

Markmið laga þessara er að bæta umgengni um nytjastofna sjávar og stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti er tryggi til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðina.
II. kafli.
Veiðar.
2. gr.

[Veiðum skal hagað þannig að afli skemmist ekki í veiðarfærum. Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða nánar á um notkun einstakra veiðarfæra.

Skylt er að hirða og landa öllum afla sem kemur í veiðarfæri fiskiskipa. Ráðherra getur með reglugerð ákveðið að sleppa skuli lifandi afla sem er undir tiltekinni lengd eða þyngd eða fæst í ákveðin veiðarfæri. Þá getur ráðherra með reglugerð
1) ákveðið að heimilt sé að varpa fyrir borð verðlausum fiski og innyflum, hausum og öðru því sem til fellur við verkun eða vinnslu um borð í veiðiskipum.

Komi afli í veiðarfæri fiskiskips sem er selbitinn eða skemmdur á annan hátt og ekki er unnt að komast hjá við tilteknar veiðar er ráðherra heimilt að ákveða að hann reiknist ekki til aflamarks skipsins. Þeim afla skal haldið aðgreindum frá öðrum afla skipsins, hann veginn og skráður sérstaklega. Ráðherra setur frekari reglur um framkvæmd þessarar málsgreinar, þar á meðal um leyfilega nýtingu þessa afla.]
2)
1)Rg. 468/2013, sbr. 237/2019, 1256/2020, 1201/2021, 1464/2021, 341/2022 og 306/2023. Rg. 474/2020, sbr. 945/2020, 1153/2021 og 304/2023. 2)L. 13/2002, 1. gr.
3. gr.

Fiskistofa skal fylgjast með aflasamsetningu fiskiskipaflotans þannig að jafnan liggi fyrir sem gleggstar upplýsingar um aflasamsetningu skipa eftir stærð og gerð skips, gerð og búnaði veiðarfæra, veiðislóð og veiðitíma. Skal Fiskistofa taka saman og birta árlega yfirlit yfir aflasamsetningu fiskiskipaflotans á liðnu fiskveiðiári.

Óheimilt er að hefja veiðiferð skips sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni nema skipið hafi aflaheimildir sem telja má líklegt að dugi fyrir afla í ferðinni með hliðsjón af þeim veiðarfærum sem notuð eru.
4. gr.

Net og önnur veiðarfæri, sem skilin eru eftir í sjó, skulu dregin með eðlilegum og reglubundnum hætti eftir því sem aðstæður leyfa.

Fiskistofu er heimilt að taka eða láta taka upp veiðarfæri sem ekki hefur verið vitjað með eðlilegum hætti. Sama á við um veiðarfæri sem liggja í sjó eftir að veiðitímabili lýkur, svo og veiðarfæri sem eru ólögleg eða eru á svæðum þar sem notkun þeirra er óheimil.

Fiskistofa skal krefja eigendur veiðarfæra, sem dregin eru úr sjó samkvæmt heimild í 2. mgr., um kostnað sem af því hlýst. Verði ekki upplýst hver er eigandi veiðarfæra er Fiskistofu heimilt að selja veiðarfærin og rennur andvirði þeirra að frádregnum kostnaði til [Hafrannsóknastofnunar].
1)
1)L. 157/2012, 7. gr.
III. kafli.
Vigtun sjávarafla.
5. gr.

[Öllum afla, sem íslensk skip veiða úr stofnum sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands, skal landað innan lands og hann veginn í innlendri höfn.

Ráðherra getur með reglugerð heimilað að ísfiski sé landað í erlendum höfnum eða hann fluttur úr landi án þess að hafa verið endanlega veginn, enda sé fiskurinn seldur á opinberum fiskmarkaði sem hlotið hefur leyfi Fiskistofu. Sé fyrirhugað að flytja út óunninn afla til sölu á fiskmarkaði erlendis sem ekki hefur verið endanlega vigtaður og skráður í aflaskráningarkerfi Fiskistofu skal útgerð og skipstjóri fiskiskips tryggja að Fiskistofu séu sendar upplýsingar um aflann eigi síðar en 24 klukkustundum áður en aflinn fer um borð í flutningsfar eða skip fer af miðum, sigli fiskiskip með eigin afla. Útgerð skal einnig upplýsa hvaða lágmarksverðs er krafist fyrir afla. Upplýsingar þessar skulu birtar á opnum uppboðsvef uppboðsmarkaðar fyrir sjávarafla þar sem aflinn skal boðinn upp. Ráðherra skal kveða á um uppboðsskilmála og framkvæmd uppboðs í reglugerð.

Þá getur ráðherra heimilað með reglugerð að afla sem veiddur er úr íslenskum deilistofnum sé landað erlendis, enda sé eftirlit með löndun afla og vigtun hans talið fullnægjandi.

Þegar sérstaklega stendur á, t.d. vegna alvarlegrar vélarbilunar, getur Fiskistofa heimilað að skip sem vinna afla um borð landi erlendis.

Fiskistofa skal innheimta af fiskmarkaði erlendis kostnað sem til fellur við upphaflega úttekt á fiskmarkaði í kjölfar umsóknar, vegna launa eftirlitsmanna erlendis og við sérstakar eftirlitsúttektir af hálfu Fiskistofu. Enn fremur er Fiskistofu heimilt að innheimta af útgerð skips sem landar afla sínum erlendis, sbr. 3. og 4. mgr., kostnað vegna ferðar eftirlitsmanns til að fylgjast með löndun úr skipinu erlendis. [Um fjárhæð gjalda vegna kostnaðar samkvæmt þessari grein vísast til gjaldskrár Fiskistofu, sbr.
5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.]
1)]
2)
1)L. 67/2015, 7. gr. 2)L. 144/2008, 1. gr.
6. gr.

Allur afli skal veginn á hafnarvog í löndunarhöfn þegar við löndun aflans. Skal við vigtunina nota löggilta vog. Vigtun skal framkvæmd af starfsmanni hafnar sem hlotið hefur til þess löggildingu. Sé hafnarvog ekki í verstöð eða ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi getur Fiskistofa tímabundið leyft vigtun með öðrum hætti.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur Fiskistofa veitt einstökum aðilum leyfi til vigtunar án þess að afli sé veginn á hafnarvog að fenginni umsögn hafnaryfirvalda á löndunarstað. Slíkt leyfi skal því aðeins veitt að veruleg vandkvæði séu á því að vega aflann á hafnarvog, eftirlit hafnar sé nægilegt og innra eftirlit þess aðila sem í hlut á sé traust, auk þess sem vigtunarbúnaður sé löggiltur og vigtun framkvæmd af löggiltum vigtarmanni. [Þá er Fiskistofu heimilt, að fenginni umsögn hafnaryfirvalda á löndunarstað, að veita einstökum aðilum leyfi til að vigta afla, enda hafi hann áður verið veginn á hafnarvog.]
1) [Umsækjandi um leyfi til vigtunar samkvæmt þessari málsgrein skal greiða gjald fyrir útgáfu leyfis og úttekt á vigtunaraðstöðu samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, sbr.
5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.]
2)

Hafnir skulu uppfylla kröfur um aðstöðu til vigtunar sjávarafla og eftirlit sem kveðið er á um í reglugerð. [Ráðuneytið]
3) getur bannað löndun sjávarafla í einstökum höfnum sem ekki fullnægja kröfum samkvæmt þessari málsgrein.

Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. getur [ráðuneytið]
3) við sérstakar aðstæður, svo sem vegna róðra frá afskekktum stöðum, veitt undanþágu frá löndun í viðurkenndri höfn. Skilyrði fyrir þessari undanþágu er að vigtun afla og skýrsluskil séu fullnægjandi.
1)L. 163/2006, 1. gr. 2)L. 67/2015, 8. gr. 3)L. 126/2011, 222. gr.
7. gr.

Löggiltir vigtarmenn, er vigta sjávarafla, skulu gæta þess að fara í hvívetna eftir reglum um framkvæmd vigtunar, skráningu upplýsinga og skil á þeim.
8. gr.

Eftirlitsmönnum Fiskistofu og starfsmönnum hafnaryfirvalda er heimill aðgangur að fiskiskipum, flutningstækjum, fiskverkunum og birgðageymslum sem nauðsynlegur er til að vigta sjávarafla eða hafa eftirlit með vigtun hans. Hafnaryfirvöld skulu senda Fiskistofu jafnharðan upplýsingar um landaðan afla í því formi sem ráðherra ákveður með reglugerð. [Eftirlitsmönnum Fiskistofu er heimill aðgangur að rafrænum vöktunarkerfum í löndunarhöfnum í þeim tilgangi að hafa eftirlit með löndun afla.]
1)

Ráðuneytið skal að höfðu samráði við [það ráðuneyti er fer með samgöngumál]
2) og Hafnasamband sveitarfélaga kveða nánar á um það í reglugerð hvernig afli skuli veginn og upplýsingum um landað aflamagn safnað.
1)L. 85/2022, 1. gr. 2)L. 126/2011, 222. gr.
9. gr.

Skipstjóra fiskiskips er skylt að halda afla um borð í skipi sínu aðgreindum eftir tegundum. Verði því ekki komið við vegna smæðar báts skal afli aðgreindur eftir tegundum við löndun. Skipstjóra fiskiskips er skylt að láta vigta hverja tegund sérstaklega. [Ákveði ráðherra á grundvelli laga um stjórn fiskveiða að fiskur undir tiltekinni stærð eða þyngd teljist aðeins að hluta með í aflamarki skal hann setja reglur um hvernig að frágangi hans um borð í veiðiskipi og vigtun skuli staðið.]
1) Skipstjóra ber að tryggja að réttar og fullnægjandi upplýsingar um aflann berist til vigtarmanns.

[Við veiðar á uppsjávarfiski er ekki skylt að skilja meðafla frá uppsjávarafla. Meðafli reiknast þó til aflamarks viðkomandi fiskiskips, en ráðherra setur reglur
2) um hvernig …
3) skuli standa að sýnatöku og útreikningi meðafla við löndun á uppsjávarfiski. Komi til gjaldtöku á grundvelli
laga nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, með síðari breytingum, vegna fisktegunda sem veiðast sem meðafli við veiðar á uppsjávarfiski skal gjaldið þó aldrei vera lægra en nemur 70% af meðalfiskverði sömu tegundar í næsta mánuði fyrir gjaldtöku.]
4)

[Við öflun sjávargróðurs er ekki skylt að skilja meðafla frá, en ráðherra er heimilt að setja fyrirmæli í reglugerð um hvernig skuli staðið að eftirliti með skráningu hans og skoðun afla.]
5)

[Skipstjórnarmenn veiðiskipa, sem hafa veiðileyfi í atvinnuskyni samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða, eða sérveiðileyfi, skulu senda aflaupplýsingar stafrænt til Fiskistofu áður en veiðiferð lýkur. Ráðherra skal með reglugerð
6) kveða nánar á um þær upplýsingar sem skal skrá, og form þeirra og skil til Fiskistofu. Þá er skipstjórum skipa sem vinna afla um borð skylt að skrá upplýsingar um vinnslu aflans á því formi sem Fiskistofa samþykkir.]
7)
1)L. 65/2004, 2. gr. 2)Rg. 659/2014, sbr. 862/2020. 3)L. 88/2020, 7. gr. 4)L. 61/2005, 1. gr. 5)L. 49/2017, 1. gr. 1)Rg. 307/2023. 7)L. 85/2022, 2. gr.
10. gr.

Ökumaður, sem flytur óveginn afla, skal aka rakleiðis frá skipshlið að hafnarvog, að undanteknum þeim tilvikum þegar Fiskistofa hefur veitt undanþágu frá vigtun á hafnarvog, sbr. 2. mgr. 6. gr. Ökumaðurinn skal kynna sér samsetningu farmsins eins og kostur er og gefa vigtarmanni upplýsingar um hann.

[Skipstjóri skips sem flytur sjávargróður frá skipum sem afla hans til löndunarhafnar skal halda aflanum sérgreindum þannig að færa megi aflann á rétt skip í aflaskráningarkerfi Fiskistofu.]
1)
1)L. 49/2017, 2. gr.
11. gr.

Starfsmenn hafnarvoga skulu sannreyna að uppgefin tegund vigtaðs afla sé rétt, m.a. með beinni skoðun úrtaks úr lönduðum afla eftir því sem við getur átt. Sama á við varðandi afla sem gefinn er upp sem undirmálsafli. Skulu þeir með reglubundnum hætti gefa Fiskistofu yfirlit yfir framkvæmdar úrtaksskoðanir og niðurstöður þeirra.
12. gr.

[Aðili sem stundar viðskipti með afla]
1) skal ganga úr skugga um að afli sem hann tekur við hafi verið veginn samkvæmt gildandi reglum um vigtun sjávarafla.

[Aðilar sem stunda viðskipti með afla og forsvarsmenn útgerða vegna viðskipta með afla eða afurðir vinnsluskipa skulu fylla út og skila [Fiskistofu]
2) skýrslum um ráðstöfun afla í því formi og með þeim hætti er [stofnunin]
2) ákveður.]
1)

[Fiskistofa skal skora á hvern þann sem vanrækir að veita upplýsingar skv. 2. mgr. að bæta úr. Um leið skal hlutaðeiganda gefinn kostur á að upplýsa um ástæður tafa við upplýsingaskil. Leiðbeina skal um að dagsektir verði lagðar á að sjö dögum liðnum hafi umræddar upplýsingar ekki borist, nema hlutaðeigandi upplýsi sannanlega um ástæður sem honum verður ekki um kennt og gerðu honum ókleift að veita upplýsingarnar. Jafnskjótt og slíkum tálmunum lýkur skal veita Fiskistofu upplýsingarnar.

Dagsektir geta numið frá 10 þús. kr. til 1 millj. kr. fyrir hvern byrjaðan dag og heimilt er að ákveða þær sem hlutfall af tilteknum stærðum í rekstri eftirlitsskylds aðila. Við ákvörðun um fjárhæð dagsekta er heimilt að taka tillit til eðlis vanrækslu og fjárhagslegs styrkleika viðkomandi aðila. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynna skriflega þeim sem hún beinist að. Ákvörðun um dagsektir felur í sér að sá aðili sem ákvörðunin beinist að skal greiða sekt fyrir hvern dag frá og með upphafi fyrsta virka dags eftir að honum var tilkynnt um ákvörðunina og er það tímamark jafnframt gjalddagi kröfunnar. Síðasti sektardagur skal vera sá dagur þegar upplýsingum hefur verið skilað. Dagsektir eru aðfararhæfar og greiðast í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtu. Heimilt er að fella óinnheimtar dagsektir niður veiti aðilar síðar upplýsingar.

Ákvörðun um dagsektir má kæra til ráðuneytisins innan fjórtán daga frá því að hún er tilkynnt þeim sem hún beinist að. Kæra til ráðuneytisins frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar. Sé mál höfðað til ógildingar ákvörðunar Fiskistofu um dagsektir er ekki heimilt að innheimta þær fyrr en dómur hefur fallið, enda hafi ekki verið haggað við gildi ákvörðunarinnar í honum. Þrátt fyrir kæru eða málshöfðun til ógildingar ákvörðunar um dagsektir leggjast dagsektir áfram á viðkomandi aðila.

Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um ákvörðun og innheimtu dagsekta í reglugerð.]
2)
1)L. 9/2011, 1. gr. 2)L. 85/2022, 3. gr.
IV. kafli.
Framkvæmd og viðurlög.
13. gr.

Fiskistofa og eftirlitsmenn í hennar þjónustu annast eftirlit með framkvæmd laga þessara. Getur Fiskistofa enn fremur leitað aðstoðar lögreglu og Landhelgisgæslunnar í því skyni.

[Telji Fiskistofa að afli tiltekins skips sé að stærðarsamsetningu, aflasamsetningu eða gæðum frábrugðinn afla annarra skipa sem stunda sambærilegar veiðar [eða að ekki sé farið að lögum og reglum um veiðarfæri]
1) skal Fiskistofa setja veiðieftirlitsmann um borð í skipið til að fylgjast sérstaklega með veiðum þess. Hafi veiðieftirlitsmaður í þessu skyni verið um borð í veiðiskipi [einn dag eða eina veiðiferð]
1) á sama fiskveiðiári skal Fiskistofa ákveða hvort ástæða sé til að fylgjast sérstaklega með veiðum skipsins áfram. Skal útgerð skipsins tilkynnt ákvörðun Fiskistofu. [Um fjárhæð kostnaðar útgerðar vegna eftirlits samkvæmt þessari grein vísast til gjaldskrár Fiskistofu, sbr.
5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.]
1) Hafi veiðieftirlitsmaður á sama fiskveiðiári verið fleiri en [einn dag eða eina veiðiferð]
1) um borð í veiðiskipi samkvæmt þessari grein skal útgerð skipsins greiða allan kostnað, þar með talinn launakostnað, af veru hans um borð frá og með [öðrum degi eða annarri]
1) [veiðiferð].
2)]
3)

[Komi í ljós við eftirlit Fiskistofu hjá vigtunarleyfishafa verulegt frávik á íshlutfalli í afla skips í tiltekinni fisktegund miðað við meðaltal íshlutfalls skipsins í fyrri löndunum skal Fiskistofa fylgjast með allri vigtun hlutaðeigandi vigtunarleyfishafa í allt að sex vikur. Skal vigtunarleyfishafa tilkynnt um ákvörðun Fiskistofu. Vigtunarleyfishafi greiðir allan kostnað vegna eftirlits samkvæmt þessari málsgrein. Um fjárhæð og kostnað eftirlitsmannsins fer eftir gjaldskrá Fiskistofu, sbr.
5. gr. laga um Fiskistofu, nr. 36/1992.]
4)

Heimildir Fiskistofu og eftirlitsmanna samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða gilda um eftirlit samkvæmt lögum þessum.
1)L. 67/2015, 9. gr. 2)L. 162/2000, 1. gr. 3)L. 161/2000, 1. gr. 4)L. 48/2017, 1. gr.
14. gr.

[[Útgerð og skipstjóra fiskiskips er skylt að fylgjast með stöðu aflaheimilda skipa sinna með hliðsjón af úthlutuðum aflaheimildum, flutningi aflaheimilda og lönduðum afla. Fiskistofa skal fylgjast með nýtingu fiskiskipa á aflaheimildum. Bendi upplýsingar Fiskistofu til að skip hafi veitt umfram aflaheimildir sínar í einhverri tegund skal Fiskistofa tilkynna það útgerð og skipstjóra viðkomandi skips með [tölvubréfi]
1) og jafnframt að skipið sé svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni frá og með fjórða virka degi hafi fullnægjandi aflaheimildir ekki verið fluttar til skipsins innan þess tíma. Telji móttakandi tilkynningar að upplýsingar Fiskistofu um afla skips séu rangar og að skipið hafi ekki veitt umfram aflaheimildir skal hann innan þriggja virkra daga koma athugasemdum á framfæri við Fiskistofu. Fiskistofa getur veitt lengri frest til athugasemda ef ástæða er til að ætla að skráning afla eða aflaheimilda sé röng. Óheimilt er að stunda veiðar í atvinnuskyni eftir að [tölvubréf hefur verið sent móttakanda þar til aflaheimildir fiskiskips hafa verið auknar þannig að það sé ekki í umframaflastöðu].
1) Séu aflaheimildir skips að liðnum fresti auknar þannig að afli skipsins á fiskveiðiárinu rúmist innan þeirra skal því veitt leyfi að nýju. [Útgerð viðkomandi skips skal bera kostnað af [tölvubréfum]
1) og öðrum tilkynningum samkvæmt ákvæðum þessarar greinar samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, sbr.
5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.]
2) [Útgerð viðkomandi skips skal skrá netfang móttakanda hjá Fiskistofu til að eiga rétt á tilkynningum samkvæmt þessari málsgrein.]
1) Heimilt er Fiskistofu að fallast á að tilkynningar samkvæmt þessari grein fari fram með öðrum sannanlegum hætti en [tölvubréfi],
1) enda hafi útgerðir lagt fram tillögur um slíka framkvæmd sem Fiskistofa metur fullnægjandi. Ráðherra getur sett nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.]
3)

Komi til leyfissviptingar í annað sinn á sama fiskveiðiári vegna veiða umfram aflaheimildir skal Fiskistofa svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni í tvær vikur til viðbótar þeim tíma sem leiðir af leyfissviptingu skv. 1. mgr., í sex vikur gerist það í þriðja sinn og í tólf vikur gerist það oftar. Úthlutun aflaheimilda í upphafi nýs fiskveiðiárs hefur ekki áhrif á lengd leyfissviptingar samkvæmt þessari málsgrein. Um framkvæmdina fer að öðru leyti skv. 1. mgr.]
4)
1)L. 88/2020, 8. gr. 2)L. 67/2015, 10. gr. 3)L. 61/2005, 2. gr. 4)L. 24/2001, 1. gr.
15. gr.

[Fiskistofa skal svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni ef útgerð eða áhöfn skips eða aðrir þeir sem í þágu útgerðar starfa hafa brotið gegn ákvæðum laga þessara eða reglum settum samkvæmt þeim.

Við fyrsta brot, sem varðar sviptingu veiðileyfis, skal leyfissvipting ekki standa skemur en eina viku og ekki lengur en tólf vikur eftir eðli og umfangi brots. Við ítrekuð brot skal svipting ekki standa skemur en fjórar vikur og ekki lengur en eitt ár.

Við fyrsta minni háttar brot skal Fiskistofa, þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr., veita hlutaðeigandi útgerð skriflega áminningu.]
1)
1)L. 163/2006, 2. gr.
16. gr.

Hafi skip ítrekað verið svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni skv. 14. og 15. gr. laga þessara getur Fiskistofa ákveðið að veiðieftirlitsmaður skuli vera um borð á kostnað útgerðar í tiltekinn tíma, allt að tveimur mánuðum. Skal útgerð skips þá greiða allan kostnað sem hlýst af veru eftirlitsmanns um borð, þar með talinn launakostnað. [Um fjárhæð kostnaðar útgerðar vegna eftirlits samkvæmt þessari grein fer samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, sbr.
5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.]
1)
1)L. 67/2015, 11. gr.
17. gr.

[Fiskistofa skal afturkalla leyfi aðila til vigtunar sjávarafla skv. 2. mgr. 6. gr. ef hann, fyrirsvarsmenn hans, starfsmenn eða aðrir þeir sem í þágu hans starfa hafa brotið gegn ákvæðum III. kafla laga þessara eða reglum settum samkvæmt þeim.

Hafi vigtunarleyfi aðila verið afturkallað skv. 1. mgr. skal ekki veita honum slíkt leyfi að nýju fyrr en átta vikur eru liðnar frá afturköllun leyfis. Hafi ítrekað komið til afturköllunar á vigtunarleyfi aðila skal honum ekki veitt slíkt leyfi að nýju fyrr en sextán vikur eru liðnar frá því að leyfi var síðast afturkallað.

Við fyrsta minni háttar brot skal Fiskistofa, þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr., veita hlutaðeigandi aðila skriflega áminningu.

Brjóti aðili sem hefur vigtunarleyfi eða þeir sem í þágu hans starfa gegn ákvæðum III. kafla laga þessara eða reglum settum samkvæmt þeim þannig að bersýnilega leiði til þess að afli verði ranglega skráður skal Fiskistofa afturkalla vigtunarleyfi hlutaðeigandi aðila. Hafi vigtunarleyfi aðila verið afturkallað samkvæmt þessari málsgrein skal honum ekki veitt slíkt leyfi að nýju fyrr en 26 vikur eru liðnar frá afturköllun, enda geri aðili þá í umsókn um leyfi fullnægjandi grein fyrir hvernig hann hyggst tryggja að framkvæmd vigtunar verði í samræmi við lög og reglur. Heimavigtunarleyfi, sbr. 1. málsl. 2. mgr. 6. gr., skal þó ekki veitt aðila fyrr en eitt ár er liðið frá afturköllun fyrra leyfis.

Hafi ítrekað komið til afturköllunar á vigtunarleyfi aðila skv. 4. mgr. skal ekki veita honum slíkt leyfi að nýju fyrr en tvö ár eru liðin frá því að leyfi var síðast afturkallað.]
1)

[Fiskistofa skal afturkalla leyfi erlends fiskmarkaðar til að móttaka afla íslenskra fiskiskipa sem ekki hefur verið endanlega veginn ef fyrirsvarsmenn fiskmarkaðar, starfsmenn eða aðrir þeir sem í þágu hans starfa hafa brotið gegn ákvæðum III. kafla eða reglum settum samkvæmt þeim. Hið sama á við standi erlendur fiskmarkaður ekki í skilum með greiðslu kostnaðar skv. 5. mgr. 5. gr.]
2)

[Ef ítrekað eru veruleg frávik á íshlutfalli í afla hjá skipum sem landa hjá vigtunarleyfishafa, sbr. 3. mgr. 13. gr., skal Fiskistofa afturkalla vigtunarleyfi hjá viðkomandi vigtunarleyfishafa í allt að eitt ár.]
3)
1)L. 163/2006, 3. gr. 2)L. 144/2008, 2. gr. 3)L. 48/2017, 2. gr.
18. gr.

Ákvörðunum Fiskistofu samkvæmt þessum kafla verður skotið til [ráðuneytisins],
1) enda sé það gert innan eins mánaðar frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun. Kæra samkvæmt þessari grein frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar.
1)L. 126/2011, 222. gr.
19. gr.

[Áminningar, sviptingar veiðileyfa og afturkallanir vigtunarleyfa, sem ákveðnar eru skv. 15. og 17. gr. laga þessara eða
24. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, skulu hafa ítrekunaráhrif í tvö ár.]
1)
1)L. 163/2006, 4. gr.
20. gr.

Ákvarðanir stjórnvalda samkvæmt þessum kafla má bera undir dómstóla. Slíkt málskot frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar.
21. gr.

Fiskistofa skal reglulega birta opinberlega upplýsingar um sviptingu veiðiheimilda samkvæmt þessum kafla. Skal þar tilgreina heiti skips, skipaskrárnúmer, útgerð skips, tilefni leyfissviptingar og til hvaða tímabils svipting nái. Þá skulu birtar opinberlega ákvarðanir um afturköllun heimilda [skv. 17. gr. laga þessara].
1)
1)L. 163/2006, 5. gr.
22. gr.

Upplýsingar um aflahlutdeild einstakra skipa, úthlutun aflamarks til þeirra, afla einstakra skipa og ráðstöfun aflaheimilda eru opinberar upplýsingar sem öllum er heimill aðgangur að. Fiskistofa skal reglulega birta upplýsingar um þau skip sem veitt hafa umfram aflaheimildir. Þá skal Fiskistofa árlega birta upplýsingar um álagningu gjalds vegna ólögmæts sjávarafla á liðnu fiskveiðiári.
23. gr.

Brot gegn ákvæðum laga þessara og reglum settum samkvæmt þeim varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða …
1) fangelsi allt að sex árum.

[Við fyrsta brot skal sekt eigi nema hærri fjárhæð en 4.000.000 kr. eftir eðli og umfangi brots. Við ítrekað brot skal sekt eigi nema lægri fjárhæð en 400.000 kr. og eigi hærri fjárhæð en 8.000.000 kr., sömuleiðis eftir eðli og umfangi brots.]
2)

Beita skal ákvæðum laga um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla vegna brota gegn lögum þessum eftir því sem við á.
1)L. 82/1998, 225. gr. 2)L. 22/2005, 1. gr.
24. gr.

Sektir má jafnt gera lögaðila sem einstaklingi. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 23. gr. má ákvarða lögaðila sekt þótt sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa, enda hafi brotið orðið eða getað orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann. Með sama skilorði má einnig gera lögaðila sekt ef fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðrir einstaklingar sem í þágu hans starfa hafa gerst sekir um brot.

Tilraun og hlutdeild í brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
25. gr. …
1)
1)L. 88/2008, 233. gr.
V. kafli.
…
VI. kafli.
Ýmis ákvæði.
30. gr.

Ráðherra getur með reglugerð
1) kveðið nánar á um framkvæmd laga þessara.
1)Rg. 409/1997. Rg. 601/1997. Rg. 303/1999, sbr. 463/2004. Rg. 54/2003, sbr. 1153/2021 og 809/2022. Rg. 559/2005, sbr. 588/2005. Rg. 431/2013, sbr. 339/2014. Rg. 433/2013, sbr. 341/2014 og 611/2014. Rg. 994/2013. Rg. 745/2016, sbr. 1011/2017, 91/2018, 617/2018, 436/2019, 325/2020, 861/2020, 990/2020, 358/2021, 399/2021, 709/2021 og 1153/2021. Rg. 90/2018, sbr. 1153/2021. Rg. 295/2018. Rg. 671/2018. Rg. 711/2018. Rg. 633/2019, sbr. 1153/2021. Rg. 741/2019, sbr. 986/2022. Rg. 962/2019, sbr. 1153/2021. Rg. 188/2020, sbr. 174/2021. Rg. 474/2020, sbr. 945/2020, 1153/2021 og 304/2023. Rg. 765/2020, sbr. 985/2022.
31. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi.
…