Samskiptasáttmáli

Við sem vinnum á skrifstofu Alþingis höfum gert með okkur samskiptasáttmála. Tilgangurinn er að stuðla að skýrum, jákvæðum og hlýjum samskiptum milli allra, óháð því hvaða störfum við gegnum á skrifstofunni.

Samskiptasáttmáli  

  • Umhyggja Við styðjum hvert annað og sýnum nærgætni.
  • Liðsheild Við vinnum sem heild og treystum fagþekkingu hvers annars.
  • Heiðarleiki Við erum heiðarleg í störfum okkar og samskiptum.
  • Jákvæðni Við erum jákvæð í viðmóti og hrósum fyrir það sem vel er gert.
  • Mörk Við virðum mörk hvers annars og ólík sjónarmið.