Lagasafn.  Íslensk lög í janúar 2003.  Útgáfa 128a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um stjórn fiskveiða

1990 nr. 38 15. maí


Tóku gildi 18. maí 1990, komu til framkvæmda 1. janúar 1991. Breytt með l. 36/1992 (tóku gildi 10. júní 1992, komu til framkvæmda 1. sept. 1992), l. 87/1994 (tóku gildi 3. júní 1994, nema 7. gr. sem tók gildi 1. jan. 1996; ákvæði laganna komu til framkvæmda í samræmi við fyrirmæli 14. gr. þeirra), l. 83/1995 (tóku gildi 21. júní 1995; ákvæði laganna komu til framkvæmda í samræmi við fyrirmæli 6. gr. þeirra), l. 144/1995 (tóku gildi l. jan. 1996; ákvæði laganna komu til framkvæmda í samræmi við fyrirmæli 59. gr. þeirra), l. 16/1996 (tóku gildi 15. apríl 1996), l. 57/1996 (tóku gildi 11. júní 1996), 1. 105/1996 (tóku gildi 1. sept. 1996, nema 2. gr. sem tók gildi 27. júní 1996), l. 79/1997 (tóku gildi 6. júní 1997, komu til framkvæmda l. jan. 1998), 1. 133/1997 (tóku gildi 30. des. 1997), l. 144/1997 (tóku gildi 30. des. 1997), l. 12/1998 (tóku gildi l. sept. 1998), l. 27/1998 (tóku gildi 29. apríl 1998), l. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998), l. 1/1999 (tóku gildi 15. jan. 1999), l. 9/1999 (tóku gildi 17. mars 1999), 1. 34/2000 (tóku gildi 26. maí 2000), l. 93/2000 (tóku gildi 6. júní 2000), 1. 14/2001 (tóku gildi l. sept. 2001), l. 34/2001 (tóku gildi 1. júní 2001), l. 129/2001 (tóku gildi 21. des. 2001), l. 3/2002 (tóku gildi 31. jan. 2002), l. 85/2002 (tóku gildi í samræmi við fyrirmæli 17. gr. laganna) og l. 130/2002 (tóku gildi 20. des. 2002).


I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
2. gr. Til nytjastofna samkvæmt lögum þessum teljast sjávardýr, svo og sjávargróður, sem nytjuð eru og kunna að verða nytjuð í íslenskri fiskveiðilandhelgi og sérlög gilda ekki um.
Til fiskveiðilandhelgi Íslands telst hafsvæðið frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögu Íslands eins og hún er skilgreind í lögum nr. 41 1. júní 1979, um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn.
3. gr. Sjávarútvegsráðherra skal, að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar, ákveða með reglugerð þann heildarafla sem veiða má á ákveðnu tímabili eða vertíð úr þeim einstökum nytjastofnum við Ísland sem nauðsynlegt er talið að takmarka veiðar á. Heimildir til veiða samkvæmt lögum þessum skulu miðast við það magn. [Afli sem veiddur er í rannsóknarskyni á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar reiknast ekki til heildarafla. Þá er ráðherra heimilt að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunarinnar að ákveða að afli sem fenginn er við vísindalegar rannsóknir annarra aðila skuli ekki að hluta eða öllu leyti reiknast til heildarafla.] 1)
Leyfður heildarafli botnfisktegunda skal miðaður við veiðar á 12 mánaða tímabili, frá 1. september ár hvert til 31. ágúst á næsta ári, og nefnist það tímabil fiskveiðiár. Skal heildarafli fyrir komandi fiskveiðiár ákveðinn fyrir 1. ágúst ár hvert. Ráðherra er heimilt innan fiskveiðiársins að auka eða minnka leyfðan heildarafla einstakra botnfisktegunda, … 2) Heildarafli annarra tegunda sjávardýra skal ákveðinn með hæfilegum fyrirvara fyrir upphaf viðkomandi vertíðar eða veiðitímabils og er ráðherra heimilt að auka hann eða minnka á meðan vertíð eða veiðitímabil varir.
    1)L. 85/2002, 1. gr. 2)L. 105/1996, 1. gr.

II. kafli. Veiðileyfi og aflamark.
4. gr. Enginn má stunda veiðar í atvinnuskyni við Ísland nema hafa fengið til þess almennt veiðileyfi. Veiðileyfi skulu gefin út til árs í senn.
1)
    1)L. 79/1997, 21. gr.
5. gr. [Við veitingu leyfa til veiða í atvinnuskyni koma aðeins til greina þau fiskiskip sem hafa haffærisskírteini og skrásett eru á skipaskrá Siglingastofnunar Íslands eða sérstaka skrá stofnunarinnar fyrir báta undir 6 metrum. Skulu eigendur þeirra og útgerðir fullnægja skilyrðum til að stunda veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands sem kveðið er á um í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri og í lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands. [Á sama fiskveiðiári er aðeins heimilt að veita fiskiskipi eina gerð leyfis til veiða í atvinnuskyni, þ.e. veiðileyfi með almennu aflamarki, veiðileyfi með krókaaflamarki eða leyfi til handfæraveiða með dagatakmörkunum.] 1)] 2)
    1)L. 129/2001, 1. gr. 2)L. 1/1999, 1. gr.
6. gr. [Bátar sem fá leyfi til handfæraveiða með dagatakmörkunum skulu frá og með 1. september 2001 stunda veiðar samkvæmt ákvæðum þessarar greinar. Þessum bátum er einungis heimilt að stunda veiðar á tímabilinu 1. apríl til 31. október ár hvert. Þeim er einungis heimilt að stunda veiðar með handfærum. Þó er sjávarútvegsráðherra heimilt að veita þeim leyfi til veiða á botndýrum og háffiskum með sérhæfðum veiðarfærum og til hrognkelsaveiða í net.
Sameiginlegur viðmiðunarþorskafli báta sem stunda veiðar samkvæmt þessari grein skal á hverju fiskveiðiári vera 0,67% af leyfilegum heildarafla í þorski, að teknu tilliti til þeirrar aukningar sem leiðir af 5. mgr. a-liðar 7. gr. laga nr. 129 20. desember 2001. Leyfilegir sóknardagar í upphafi fiskveiðiársins 2001/2002 skulu vera 23. Fjöldi leyfilegra sóknardaga á fiskveiðiárunum þar á eftir skal ákveðinn fyrir hvert fiskveiðiár á grundvelli hlutfalls milli viðmiðunarþorskafla skv. 1. málsl. þessarar málsgreinar og raunafla sóknardagabáta í þorski á næstliðnu fiskveiðiári og skal sóknardögum fækka eða fjölga í sama hlutfalli. Sóknardögum hvers báts skal fækka eða fjölga um heila daga og sleppa broti. Sóknardögum skal þó aldrei fækka um meira en 10% milli fiskveiðiára.
Sókn hvers báts skal reiknuð í heilum klukkustundum frá því að bátur lætur úr höfn til þess tíma er bátur kemur til hafnar. Hver hafin klukkustund telst heil klukkustund í þessu sambandi. Fiskistofa skal í eftirlitsskyni hafa aðgang að sjálfvirku tilkynningarkerfi íslenskra skipa, sbr. lög nr. 40 13. maí 1977, um tilkynningarskyldu íslenskra skipa, með síðari breytingum, en ráðherra skal í reglugerð kveða nánar á um fyrirkomulag sóknardaga og eftirlit með þeim. Utan sóknardaga eru allar veiðar bannaðar. Ráðherra getur þó heimilað að veiðar samkvæmt lokamálslið 1. mgr. séu utan sóknardaga.
Heimilt er að flytja sóknardaga innan hvers fiskveiðiárs eða varanlega milli báta sem hafa leyfi til handfæraveiða með dagatakmörkunum. Sé sá bátur sem sóknardagar eru fluttir til stærri, í brúttótonnum talið, en sá sem sóknardagar eru fluttir frá skal skerða flutta sóknardaga í hlutfalli við stærðarmun bátanna og sleppa broti. Á sama hátt skal skerða sóknardagafjölda báts sem er stækkaður. Óheimilt er að flytja hlutfallslega fleiri sóknardaga frá báti, umfram þá daga sem fluttir hafa verið til báts, en nemur hlutfallslegri nýtingu bátsins á úthlutuðum sóknardögum á fiskveiðiárunum 1996/1997 og 1997/1998. Í því sambandi skal miðað við meðaltal af sóknardaganýtingu fiskveiðiáranna. Séu sóknardagar fluttir frá báti skulu þeir sóknardagar sem báturinn hefur eftir flutninginn vera mismunur þess fjölda sóknardaga sem heimilt er að flytja frá bátnum og þeirra sem fluttir hafa verið, að teknu tilliti til sóknardaga sem fluttir hafa verið til bátsins. Tilkynna skal Fiskistofu fyrir fram um flutning sóknardaga milli báta og öðlast flutningurinn ekki gildi fyrr en Fiskistofa hefur staðfest hann. Ráðherra setur nánari reglur um flutning sóknardaga vegna endurnýjunar eigin báts.
Óheimilt er að veita bátum 6 brúttótonn eða stærri, sem ekki hafa haft leyfi til handfæraveiða með dagatakmörkunum, leyfi til að stunda veiðar samkvæmt þessari grein. Þá er óheimilt að stækka bát sem hefur leyfi til handfæraveiða með dagatakmörkunum þannig að hann verði 6 brúttótonn eða stærri.] 1)
    1)L. 3/2002, 1. gr.
[6. gr. a. Heimilt er án sérstaks leyfis að stunda fiskveiðar í tómstundum til eigin neyslu. Slíkar veiðar er einungis heimilt að stunda með handfærum án sjálfvirknibúnaðar. Afla, sem veiddur er samkvæmt heimild í þessari málsgrein, er óheimilt að selja eða fénýta á annan hátt.
Ráðherra er heimilt að ákveða árlega að á tilteknum fjölda opinberra sjóstangaveiðimóta teljist afli ekki til aflamarks [eða krókaaflamarks] 1) og veiðidagar ekki til sóknardaga, enda sé aflinn einungis fénýttur til að standa straum af kostnaði við mótshaldið.] 2)
    1)L. 1/1999, 3. gr. 2)L. 105/1996, 4. gr.
[6. gr. b. Bátum sem veiðileyfi hafa með krókaaflamarki er heimilt að stunda veiðar úr þeim tegundum sem þeir hafa krókaaflamark í og enn fremur tegundum sem ekki sæta takmörkunum á leyfilegum heildarafla. Ráðherra skal þó setja reglur um leyfðan meðafla. Krókaaflamark er óheimilt að nýta á annan hátt en við línu- og handfæraveiðar.] 1)
    1)L. 129/2001, 2. gr.
7. gr. Veiðar á þeim tegundum sjávardýra, sem ekki sæta takmörkun á leyfilegum heildarafla skv. 3. gr., eru frjálsar öllum þeim skipum, sem leyfi fá til veiða í atvinnuskyni skv. 4. gr., með þeim takmörkunum sem leiðir af almennum reglum um veiðisvæði, veiðarfæri [og veiðitíma]. 1)
Veiðiheimildum á þeim tegundum, sem heildarafli er takmarkaður af, skal úthlutað til einstakra skipa. Skal hverju skipi úthlutað tiltekinni hlutdeild af leyfðum heildarafla tegundarinnar. Nefnist það aflahlutdeild skips og helst hún óbreytt milli ára … 1)
[Áður en leyfðum heildarafla er skipt á grundvelli aflahlutdeildar skal draga eftirtalinn afla frá:
    1. [Áætlaðan afla báta sem stunda veiðar með dagatakmörkunum.] 2)
    2.3)
    3. Aflaheimildir sem nota skal til jöfnunar, sbr. 9. gr.] 4)
Aflamark skips á hverju veiðitímabili eða vertíð ræðst af leyfðum heildarafla viðkomandi tegundar og hlutdeild skipsins í þeim heildarafla skv. 2. mgr., sbr. þó ákvæði 9. gr. Skal [Fiskistofa] 5) senda sérstaka tilkynningu vegna hvers skips um aflamark þess í upphafi veiðitímabils eða vertíðar.
[Ákvæði laganna um úthlutun, nýtingu og framsal aflahlutdeildar og aflamarks gilda einnig um krókaaflahlutdeild og krókaaflamark nema öðruvísi sé kveðið á um í þeim.] 6)
    1)L. 85/2002, 2. gr. 2)L. 1/1999, 4. gr. 3)L. 105/1996, 5. gr. 4)L. 87/1994, 3. gr. 5)L. 36/1992, 6. gr. 6)L. 129/2001, 3. gr.
8. gr. Verði veiðar takmarkaðar skv. 3. gr. á tegundum sjávardýra sem samfelld veiðireynsla er á, en ekki hafa áður verið bundnar ákvæðum um leyfðan heildarafla, skal aflahlutdeild úthlutað á grundvelli aflareynslu síðustu þriggja veiðitímabila. [Hafi skip sem aflareynsla er bundin við, sbr. 1. málsl., horfið úr rekstri þegar úthlutun á sér stað er síðasta eiganda skipsins áður en það hvarf úr rekstri heimilt að ákveða á hvaða skip sú hlutdeild skuli skráð.] 1)
Ef ekki er fyrir hendi samfelld veiðireynsla á viðkomandi tegund skal ráðherra ákveða aflahlutdeild einstakra skipa. Getur hann við þá ákvörðun tekið mið af fyrri veiðum, stærð eða gerð skips. Getur ráðherra bundið úthlutun samkvæmt þessari málsgrein því skilyrði að skip afsali sér heimildum til veiða á öðrum tegundum.
    1)L. 85/2002, 3. gr.
9. gr. [Á hverju fiskveiðiári skal ráðherra hafa til ráðstöfunar aflaheimildir er nema allt að 12.000 lestum af óslægðum botnfiski í þorskígildum talið til að mæta áföllum sem fyrirsjáanleg eru vegna verulegra breytinga í aflamarki einstakra tegunda. Af þeim 12.000 lestum sem ráðherra hefur til ráðstöfunar skv. 1. málsl. er ráðherra heimilt, að höfðu samráði við Byggðastofnun, að ráðstafa allt að 1.500 lestum af óslægðum botnfiski í þorskígildum talið til stuðnings byggðarlögum sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi.
Ráðherra skal í reglugerð kveða á um ráðstöfun aflaheimilda skv. 1. mgr. og kveða þar á um hvaða botnfisktegundir komi til úthlutunar.] 1)
[Á hverju fiskveiðiári er sjávarútvegsráðherra heimilt að úthluta til árs í senn samtals allt að 1.000 lestum af ýsu, 1.000 lestum af steinbít og 300 lestum af ufsa miðað við óslægðan fisk til krókaaflamarksbáta sem gerðir eru út frá sjávarbyggðum sem að verulegu leyti eru háðar veiðum krókaaflamarksbáta. Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis. Getur ráðherra þar á meðal ákveðið skilyrði fyrir framsali aflamarks sem úthlutað er á grundvelli þessa ákvæðis og um ráðstöfun afla sem svarar til þess sem úthlutað er samkvæmt því.] 2)
    1)L. 85/2002, 4. gr. 2)L. 129/2001, 4. gr.
[9. gr. a. Á hverju fiskveiðiári skal úthluta árlega 3.000 lestum af þorski. Þessum aflaheimildum skal úthlutað til báta sem höfðu aflahlutdeild 1. desember 1998 og voru þann dag minni en 200 brúttótonn, enda hafi þeir landað þorskafla á fiskveiðiárinu 1996/1997 eða 1997/1998. Aflaheimildir þessar miðast við óslægðan fisk og skulu þær dregnar frá leyfðum heildarafla þorsks áður en honum er skipt á grundvelli aflahlutdeildar. Úthlutun til einstakra báta skal miðast við heildaraflamark þeirra í þorskígildum talið. Við útreikning þennan skal miða við aflahlutdeildarstöðu þeirra 1. desember 1998, úthlutað heildaraflamark fiskveiðiársins 1998/1999 og verðmætastuðla á því fiskveiðiári, þó þannig að enginn bátur fái meira en 100% aukningu á þorskaflamarki og enginn hærri úthlutun en 10 lestir miðað við óslægðan fisk. Aldrei skal þó úthlutun samkvæmt þessari grein leiða til þess að heildaraflaheimildir einstakra skipa verði meiri en 450 þorskígildislestir samtals. Verði breytingar á skipakosti útgerðar er henni heimilt að flytja rétt til úthlutunar samkvæmt þessari grein yfir á annan bát í sinni eign. Jafnframt skal sjávarútvegsráðherra heimilt að úthluta samkvæmt reglum þessarar greinar viðbótaraflaheimildum til báta sem hafa komið í stað annarra á tímabilinu frá 1. september 1997 til 17. mars 1999, enda hafi allar aflaheimildir verið fluttar yfir á hinn nýja bát af þeim sem endurnýjaður var og skerðir slík úthlutun ekki rétt annarra samkvæmt greininni.] 1)
    1)L. 85/2002, 5. gr. Samsvarandi ákvæði var áður í 1. mgr. brbákv. XXV. Yfirfærsla þess til almenns ákvæðis í lögunum stofnar ekki nýjan rétt til úthlutunar eða hefur áhrif á gildi framsals slíks réttar sem staðfest hefur verið fyrir gildistöku ákvæðanna, sbr. 2. mgr. 17. gr. l. 85/2002.
10. gr. [Heimilt er að veiða umfram aflamark í einstökum botnfisktegundum, enda skerðist aflamark annarra botnfisktegunda hlutfallslega í samræmi við verðmætahlutföll einstakra tegunda samkvæmt lögum um veiðieftirlitsgjald. Heimild þessi takmarkast við 5% af heildarverðmæti botnfiskaflamarks en umframafli í hverri botnfisktegund má þó ekki vera meiri en sem nemur 2% af heildarverðmæti botnfiskaflamarks. Heimild þessarar málsgreinar nær þó ekki til veiða umfram aflamark í þorski.] 1)
Hafi aflamark verið flutt milli skipa skv. 12. gr. flyst heimild til breytinga skv. 1. mgr. frá skipi sem flutt er af til þess skips sem flutt er til.
[Heimilt er að flytja allt að 20% af aflamarki hverrar botnfisktegundar og aflamarki úthafsrækju, humars og síldar, [10% af aflamarki hörpudisks og 5% af aflamarki innfjarðarrækju] 2) frá einu fiskveiðiári yfir á það næsta.] 3)
[Þá er heimilt að veiða 5% umfram aflamark hverrar botnfisktegundar, síldar og úthafsrækju og 3% umfram aflamark innfjarðarrækju og hörpudisks, enda dregst sá umframafli frá við úthlutun aflamarks næsta fiskveiðiárs á eftir.] 4)
Beita skal skerðingarákvæðum 1. mgr. áður en heimild 3. mgr. er nýtt. Heimild 4. mgr. rýmkar ekki heimildir til breytinga milli fisktegunda skv. 1. mgr.
5) Ráðherra getur ákveðið með reglugerð að fiskur undir tiltekinni stærð teljist aðeins að hluta með í aflamarki.
Þá getur ráðherra ákveðið að afli á ákveðnum fisktegundum, sem fluttur er óunninn á erlendan markað, skuli reiknaður með álagi þegar metið er hversu miklu af aflamarki skips er náð hverju sinni. Skal álagið vera allt að 20% á þorsk og ýsu en allt að 15% á aðrar tegundir.
    1)L. 14/2001, 1. gr. 2)L. 16/1996, 1. gr. 3)L. 87/1994, 5. gr. 4)L. 16/1996, 2. gr. 5)L. 105/1996, 6. gr.
11. gr. Sé rekstri skips hætt, sbr. … 1) 5. gr., skal úthluta nýju eða nýkeyptu skipi í eigu sama aðila aflahlutdeild hins eldra skips, enda sé um sambærilegt skip að ræða. Farist skip skal útgerð þess halda aflamarki skipsins í 12 mánuði talið frá upphafi næsta mánaðar eftir að skip fórst enda þótt nýtt eða nýkeypt skip hafi ekki komið í þess stað innan þess tíma.
Við eigendaskipti að fiskiskipi fylgir aflahlutdeild þess, nema aðilar geri sín á milli skriflegt samkomulag um annað, enda sé fullnægt ákvæðum 3. og 4. mgr. þessarar greinar.
Eigi að selja fiskiskip, sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni, til útgerðar sem heimilisfesti hefur í öðru sveitarfélagi en seljandi á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipinu. Forkaupsréttur skal boðinn skriflega þeirri sveitarstjórn sem hlut á að máli og söluverð og aðrir skilmálar tilgreindir á tæmandi hátt. Sveitarstjórn skal svara forkaupsréttartilboði skriflega innan fjögurra vikna frá því henni berst tilboð og fellur forkaupsréttur niður í það sinn sé tilboði ekki svarað innan þess frests.
Neyti sveitarstjórn forkaupsréttar skv. 3. mgr. þessarar greinar skal hún þegar gefa útgerðaraðilum, sem heimilisfesti eiga í sveitarfélaginu, kost á að kaupa skipið og skal opinberlega leita tilboða í það.
Sé skipi ráðstafað andstætt ákvæðum þessarar greinar um forkaupsrétt getur forkaupsréttarhafi krafist þess að salan verði ógild enda sé málsókn hafin innan sex mánaða frá því að hann fékk vitneskju um söluna. Forkaupsréttur gildir ekki sé skip selt á opinberu uppboði. Ákvæði þessarar greinar um forkaupsrétt gilda ekki við sölu opinna báta.
Heimilt er að framselja aflahlutdeild skips að hluta eða öllu leyti og sameina hana aflahlutdeild annars skips, enda leiði flutningur aflahlutdeildar ekki til þess að veiðiheimildir þess skips, sem flutt er til, verði bersýnilega umfram veiðigetu þess. [Krókaaflahlutdeild verður aðeins flutt til báts sem er undir [15 brúttótonnum], 2) enda hafi hann veiðileyfi með krókaaflamarki.] 3) Tafarlaust skal leita staðfestingar [Fiskistofu] 4) á að flutningur aflaheimildar sé innan heimilaðra marka. Öðlast slíkur flutningur ekki gildi fyrr en staðfesting [Fiskistofu] 4) liggur fyrir. Ekki er heimilt að framselja þann hluta aflahlutdeildar skips, sem rekja má til uppbóta samkvæmt ákvæði I til bráðabirgða, fyrr en að liðnum fimm árum frá gildistöku laga þessara, enda hafi skipi, sem framselt er af, verið haldið til veiða allt það tímabil.
    1)L. 133/1997, 2. gr. 2)L. 85/2002, 6. gr. 3)L. 129/2001, 5. gr. 4)L. 36/1992, 8. gr.
[11. gr. a. [Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 7. gr. og 11. gr. má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila, aldrei nema hærra hlutfalli af heildaraflahlutdeild eftirtalinna tegunda en hér segir:
Tegund Hámarksaflahlutdeild
Þorskur 12%
Ýsa 20%
Ufsi 20%
Karfi 35%
Grálúða 20%
Síld 20%
Loðna 20%
Úthafsrækja 20%
Nemi heildarverðmæti aflamarks annarra tegunda en að framan greinir, sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla samkvæmt lögum þessum, við upphaf fiskveiðiárs hærra hlutfalli en 2% af heildarverðmæti aflamarks allra tegunda, sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla, má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila aldrei nema hærra hlutfalli af heildaraflahlutdeild viðkomandi tegunda en 20%. Skal ráðherra við upphaf fiskveiðiárs tilgreina í reglugerð þær tegundir sem um er að ræða. Við mat á heildarverðmæti aflamarks skal annars vegar miða við verðmætahlutföll einstakra tegunda á viðkomandi fiskveiðiári eða veiðitímabili samkvæmt lögum um veiðieftirlitsgjald og hins vegar úthlutað aflamark einstakra tegunda á tímabilinu.
Þá má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila ekki nema meira en 12% af heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla samkvæmt lögum þessum og 5. gr. laga nr. 151/1996. Við mat á heildarverðmæti aflahlutdeildar skal annars vegar miða við verðmætahlutföll einstakra tegunda á viðkomandi fiskveiðiári eða veiðitímabili samkvæmt lögum um veiðieftirlitsgjald og hins vegar úthlutað aflamark einstakra tegunda á tímabilinu.
Til aflahlutdeildar fiskiskipa í eigu einstakra aðila skv. 1. og 2. mgr. telst einnig aflahlutdeild fiskiskipa sem aðilar hafa á kaupleigu eða leigu til sex mánaða eða lengur.
Tengdir aðilar teljast:
    1. Aðilar, þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, á beint eða óbeint meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum aðilanum eða fer með meiri hluta atkvæðisréttar. Fyrrnefndi aðilinn telst móðurfyrirtæki en hinn síðarnefndi dótturfyrirtæki.
    2. Aðilar, þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, hefur með öðrum hætti en greinir í 1. tölul. raunveruleg yfirráð yfir hinum. Fyrrnefndi aðilinn telst móðurfyrirtæki en hinn síðarnefndi dótturfyrirtæki.
    3. Lögaðilar, þar sem svo háttar til að sami aðili eða sömu aðilar, einstaklingar eða lögaðilar, eða tengdir aðilar skv. 1. eða 2. tölul., eiga meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í báðum eða öllum lögaðilunum enda nemi eignarhlutur hvers þeirra um sig a.m.k. 10% af hlutafé, stofnfé eða atkvæðafjölda í viðkomandi lögaðilum. Sama á við ef aðili eða aðilar, einstaklingar eða lögaðilar eða tengdir aðilar skv. 1. eða 2. tölul., sem eiga meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í lögaðila og hver um sig á a.m.k. 10% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í lögaðilanum, eiga ásamt viðkomandi lögaðila meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í öðrum lögaðila. Til eignarhluta og atkvæðisréttar einstaklinga í lögaðilum samkvæmt þessum tölulið telst jafnframt eignarhluti og atkvæðisréttur maka og skyldmenna í beinan legg.] 1)] 2)
    1)L. 85/2002, 7. gr. 2)L. 27/1998, 1. gr.
[11. gr. b. Aðila ber, þegar fyrirsjáanlegt er að aflahlutdeild fiskiskipa aðila fari umfram þau mörk sem sett eru í [1. eða 2. mgr.] 1) 11. gr. a, að tilkynna Fiskistofu flutning aflahlutdeilda, samruna lögaðila sem eiga fiskiskip með aflahlutdeild, kaup á eignarhlut í slíkum lögaðilum og kaup, kaupleigu eða leigu á fiskiskipi með aflahlutdeild. Þegar um tengda aðila er að ræða skv. 1. og 2. tölul. 4. mgr. 11. gr. a hvílir tilkynningarskyldan á móðurfyrirtæki en annars á þeim aðila er að gerningnum stendur. Þá ber lögaðilum, sem eiga fiskiskip með aflahlutdeild, að láta Fiskistofu reglubundið í té upplýsingar um eignarhluta allra þeirra sem eiga 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti í viðkomandi lögaðila. Jafnframt skal veita upplýsingar um eignarhluta einstaklinga og maka þeirra og skyldmenna í beinan legg sé samanlagður eignarhluti eða atkvæðisréttur þeirra 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti í viðkomandi lögaðila. Lögaðilum, sem eiga fiskiskip með aflahlutdeild, ber enn fremur að upplýsa Fiskistofu um lögaðila sem þeir eiga eignarhlut eða atkvæðisrétt í og eiga fiskiskip með aflahlutdeild.
Fiskistofa skal meta þær upplýsingar sem aðili hefur látið í té og innan hæfilegs frests tilkynna aðila hver aflahlutdeild fiskiskipa hans er. Ef aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila eða tengdra aðila fer umfram framangreind mörk skal Fiskistofa tilkynna viðkomandi aðila að svo sé og hve há umframaflahlutdeild hans er. Aðila skal veittur sex mánaða frestur, frá því að honum sannanlega barst tilkynningin, til að gera ráðstafanir til að koma aflahlutdeildinni niður fyrir mörkin. Hafi aðili ekki veitt Fiskistofu upplýsingar um að fullnægjandi ráðstafanir hafi verið gerðar fyrir lok frestsins fellur umframaflahlutdeildin niður. Skerðist þá aflahlutdeild fiskiskipa í eigu viðkomandi hlutfallslega miðað við einstakar tegundir. Við úthlutun aflahlutdeildar í upphafi næsta fiskveiðiárs eftir lok frestsins skal skerðingin koma til hækkunar aflahlutdeildar fiskiskipa í eigu annarra. Hækkunin skal vera í réttu hlutfalli við aflahlutdeild fiskiskipanna af þeim tegundum sem um ræðir.] 2)
    1)L. 85/2002, 8. gr. 2)L. 27/1998, 2. gr.
12. gr. [[Þegar fiskiskipi hefur verið úthlutað aflamarki er heimilt að flytja aflamarkið milli skipa enda leiði flutningurinn ekki til þess að veiðiheimildir skipsins verði bersýnilega umfram veiðigetu þess. Tilkynning um flutning aflamarks skal hafa borist Fiskistofu eigi síðar en 15 dögum eftir að veiðitímabili lýkur.] 1)
[Tilkynna skal Fiskistofu … 1) um flutning aflamarks og öðlast hann ekki gildi fyrr en stofnunin hefur staðfest flutninginn. Í tilkynningu skulu m.a. koma fram upplýsingar um magn aflamarks sem flytja skal, auk upplýsinga um verð, nema þegar aflamark er flutt á milli skipa í eigu sama aðila, einstaklings eða lögaðila.
Áður en Fiskistofa staðfestir flutning aflamarks skal stofnunin skrá upplýsingar um flutning aflamarksins samkvæmt tilkynningu þar að lútandi. Ráðherra skal með reglugerð ákveða í hvaða formi tilkynningar til Fiskistofu um flutning aflamarks skuli vera. Sá sem tilkynnir um flutning aflamarks skal greiða Fiskistofu gjald að fjárhæð 2.000 kr. með hverri tilkynningu. Áður en Fiskistofa staðfestir flutning aflamarks skal stofnunin fá staðfestingu Verðlagsstofu skiptaverðs um að fyrir liggi samningur útgerðar og áhafnar um fiskverð til viðmiðunar hlutaskiptum. Hann skal uppfylla kröfur Verðlagsstofu skiptaverðs sem gerðar eru samkvæmt ákvæðum laga nr. 13/1998, um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna.
Fiskistofa skal daglega birta aðgengilegar upplýsingar um flutning aflamarks, þar á meðal um magn eftir tegundum, auk upplýsinga um verð, þar sem við á.] 2)
[Veiði fiskiskip minna en 50% af samanlögðu aflamarki sínu í þorskígildum talið tvö fiskveiðiár í röð fellur aflahlutdeild þess niður og skal aflahlutdeild annarra skipa í viðkomandi tegundum hækka sem því nemur.] 3) [Skal við mat á þessu hlutfalli miðað við verðmæti einstakra tegunda í aflamarki skips í samræmi við verðmætahlutföll þeirra samkvæmt lögum um veiðieftirlitsgjald.] 4) Viðmiðunarhlutfall, sem ákveðið er í þessari málsgrein, lækkar þó um 5% fyrir hverja fulla 30 daga sem skipi er haldið til veiða utan fiskveiðilandhelgi Íslands á fiskveiðiárinu á þeim tegundum sem ekki hefur verið samið um veiðistjórn á.
Tefjist skip frá veiðum í sex mánuði eða lengur innan fiskveiðiárs vegna tjóns eða meiri háttar bilana hefur afli þess fiskveiðiárs ekki áhrif til niðurfellingar aflahlutdeildar … 3) samkvæmt þessari grein.
[Á hverju fiskveiðiári er einungis heimilt að flytja af fiskiskipi aflamark, umfram aflamark sem flutt er til skips, sem nemur 50% af samanlögðu aflamarki sem fiskiskipi er úthlutað.] 1) [Í þessu sambandi skal aflamark metið í þorskígildum á grundvelli verðmætahlutfalla einstakra tegunda samkvæmt lögum um veiðieftirlitsgjald.] 4) [Heimilt er Fiskistofu að víkja frá þessari takmörkun á heimild til flutnings á aflamarki vegna breytinga á skipakosti útgerðar eða þegar skip hverfur úr rekstri um lengri tíma vegna alvarlegra bilana eða sjótjóns, samkvæmt nánari reglum sem ráðherra setur um skilyrði flutningsins.] 1)] 5)
[Krókaaflamark verður aðeins flutt til báts sem er undir [15 brúttótonnum], 1) enda hafi hann veiðileyfi með krókaaflamarki.] 6)
    1)L. 85/2002, 9. gr. 2)L. 34/2001, 6. gr. 3)L. 1/1999, 6. gr. 4)L. 34/2000, 4. gr. 5)L. 12/1998, 1. gr. 6)L. 129/2001, 6. gr.

III. kafli. Framkvæmd og eftirlit.
13. gr. Ráðherra getur sett nánari reglur varðandi framkvæmd laga þessara. 1)
    1)Rg. 481/1990 og 499/1990. Rg. 58/1996, sbr. 172/1997. Rg. 414/1994, sbr. 452/1994. Rg. 492/1993, sbr. 482/1994. Rg. 612/1994. Rg. 310/1995, rg. 522/1998, sbr. 749/1999, 214/2000 og 65/2002; rg. 447/1999, rg. 910/2001, rg. 278/2002, rg. 54/2003.
14. gr.1)
    1)L. 85/2002, 10. gr.
15. gr. Skipstjórnarmenn veiðiskipa, sem hljóta veiðileyfi í atvinnuskyni skv. 5. gr., skulu halda sérstakar afladagbækur sem [Fiskistofa] 1) leggur til. Skal með reglugerð 2) kveða nánar á um þær upplýsingar sem skrá skal í afladagbækur, form þeirra og skil til [Fiskistofu]. 1)
Útgerðarmönnum, skipstjórnarmönnum og kaupendum afla, svo og umboðsmönnum, útflytjendum, flutningsaðilum, bönkum, [lánastofnunum og opinberum stofnunum], 3) er skylt að láta ráðuneytinu eða [Fiskistofu] 1) ókeypis í té og í því formi, sem ráðherra ákveður, allar þær upplýsingar sem unnt er að láta í té og nauðsynlegar eru taldar vegna eftirlits með framkvæmd laga þessara.
[Eigendaskipti á fiskiskipi, eða aðra breytingu á útgerðaraðild fiskiskips, sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni, skal innan 15 daga frá undirritun samnings tilkynna til Fiskistofu. Bæði seljandi og kaupandi, eða leigusali og leigutaki þegar um leigu er að ræða, skulu sameiginlega undirrita tilkynningu um breytta útgerðaraðild á sérstöku eyðublaði sem Fiskistofa leggur til í þessu skyni. Afrit af kaupsamningi eða leigusamningi skal fylgja tilkynningu. Ábyrgð á tilkynningu til Fiskistofu hvílir á kaupanda skips eða leigutaka þess eftir atvikum. Ráðherra getur í reglugerð kveðið nánar á um framkvæmd tilkynningarskyldu. Vanefndir á tilkynningarskyldu varða viðurlögum skv. 25. gr.] 3)
    1)L. 36/1992, 10. gr. 2)Rg. 303/1999. 3)L. 85/2002, 11. gr.
16. gr.1)
    1)L. 57/1996, 31. gr.
17. gr. [Fiskistofa] 1) annast eftirlit með framkvæmd laga þessara og hefur í því skyni sérstaka eftirlitsmenn í sinni þjónustu.
Jafnframt því sem þessir eftirlitsmenn sinna verkefnum skv. 8. gr. laga nr. 81 31. maí 1976 2) og eftirliti með reglum settum samkvæmt heimild í þeim lögum skulu þeir fylgjast með löndun, vigtun og vinnslu afla, enn fremur útflutningi afla eða afurða eins og nánar er kveðið á í lögum þessum, reglugerðum settum samkvæmt þeim og í erindisbréfi. 3)
Eftirlitsmönnum er heimilt að fara í veiðiferðir með fiskiskipum og að fara um borð í skip til athugunar á farmi og veiðarfærum. Enn fremur skal þeim heimill aðgangur að öllum vinnslusölum fiskverkana og birgðageymslum.
[Ráðherra getur með reglugerð ákveðið að settur skuli, á kostnað útgerða, sjálfvirkur eftirlitsbúnaður til fjareftirlits um borð í fiskiskip.] 4)
    1)L. 36/1992, 12. gr. 2)l. 79/1997. 3)Erbr. 87/1995. 4)L. 83/1995, 5. gr.
18. gr.1)
    1)L. 34/2000, 5. gr.

[IV. kafli. Þorskígildi]1)
    1)L. 85/2002, 12. gr.
[19. gr. Sjávarútvegsráðuneytið skal reikna þorskígildi fyrir 15. júlí ár hvert fyrir hverja tegund sem sætir ákvörðun um stjórn veiða, sbr. 20. gr., og taka mið af tólf mánaða tímabili sem hefst 1. maí næstliðið ár og lýkur 30. apríl. Sé tekin ákvörðun um stjórn veiða á tegund sem ekki hefur áður sætt slíkri ákvörðun skal þegar reikna þorskígildi fyrir tegundina miðað við sama tímabil og greinir í 1. málsl. Þorskígildi skulu reiknuð sem hlutfall verðmætis einstakra tegunda sem sæta ákvörðun um stjórn veiða af verðmæti slægðs þorsks. Til grundvallar verðmætaútreikningi skal leggja heildaraflamagn og heildarverðmæti þessara tegunda samkvæmt upplýsingum Fiskistofu þar um. Þegar fiskur er seldur ferskur erlendis skal miða við 88% af söluverðmæti hans. Varðandi botnfisk, að undanskildum karfa, skal miða við slægðan fisk. Miða skal við slitinn humar.] 1)
    1)L. 85/2002, 12. gr. Greinin öðlast gildi 1. september 2004, sbr. 4. mgr. 17. gr. s.l.

[V. kafli. Veiðigjald.]1)
    1)L. 85/2002, 12. gr.
[20. gr. Leggja skal á veiðigjald fyrir veiðiheimildir sem veittar eru á grundvelli þessara laga, laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands eða annarra laga er kveða á um stjórn fiskveiða í samræmi við 22. gr.
Ráðherra er heimilt að mæla nánar fyrir um útreikning, álagningu og innheimtu veiðigjalds á grundvelli þessa kafla.] 1)
    1)L. 85/2002, 12. gr. Greinin öðlast gildi 1. september 2004, sbr. 4. mgr. 17. gr. s.l.
[21. gr. Ráðherra skal ákvarða veiðigjald komandi fiskveiðiárs samkvæmt þessari grein fyrir 15. júlí ár hvert. Til grundvallar veiðigjaldinu skal leggja aflaverðmæti miðað við tímabil sem hefst 1. maí næstliðið ár og lýkur 30. apríl. Frá aflaverðmætinu skal draga reiknaðan olíukostnað, reiknaðan annan rekstrarkostnað og reiknaðan launakostnað á sama tímabili.
Fiskistofa skal reikna aflaverðmæti fyrir tegundir sem sæta ákvörðun um stjórn veiða, sbr. 20. gr., og miða við tímabil 1. mgr.
Frá aflaverðmæti skv. 2. mgr. skal draga eftirfarandi liði:
    a. Reiknaðan olíukostnað að fjárhæð 6.218 millj. kr. sem taki breytingum miðað við meðaltal á skráðu verði á gasolíu á Rotterdammarkaði frá meðaltali ársins 2000 til meðaltals tímabils 1. mgr.
    b. Reiknaðan annan rekstrarkostnað að fjárhæð 17.568 millj. kr. sem taki breytingum miðað við vísitölu neysluverðs frá meðaltali ársins 2000 til meðaltals tímabils 1. mgr.
    c. Reiknaðan launakostnað sem miðast við 39,8% af aflaverðmæti, sbr. 1. mgr.
Aflaverðmæti skv. 2. mgr. að frádregnum liðum 3. mgr. skal skipt jafnt á aflamagn sama tímabils umreiknað til þorskígilda miðað við þorskígildisstuðla næsta fiskveiðiárs, sbr. 19. gr. Veiðigjald komandi fiskveiðiárs skal síðan reiknað sem 9,5% af niðurstöðutölu 1. málsl. í krónum á þorskígildiskílógramm.] 1)
    1)L. 85/2002, 12. gr. Greinin öðlast gildi 1. september 2004, sbr. 4. mgr. 17. gr. s.l. Þó skal miða við 6% í stað 9,5% árið 2004, 6,6% árið 2005, 7,3% árið 2006, 8,0% árið 2007, 8,7% árið 2008 og 9,5% árið 2009, sbr. 5. mgr. sömu greinar.
[22. gr. Fiskistofa leggur á veiðigjald. Eigendur skipa skulu greiða veiðigjald fyrir hvert þorskígildiskílógramm úthlutaðra veiðiheimilda eða landaðs afla einstakra tegunda eins og það er ákvarðað í 21. gr. Gjald á hvert skip skal þó aldrei vera lægra en 5.000 kr.
Þegar um er að ræða tegundir sem úthlutað er til einstakra skipa skal gjaldið miðast við úthlutaðar veiðiheimildir í kílógrömmum talið. Fari stjórn veiða fram með öðrum hætti en greinir í 1. málsl. skal gjaldið miðast við landaðan afla skips í viðkomandi tegund samkvæmt aflaupplýsingakerfi Fiskistofu á tólf mánaða tímabili sem lýkur einum mánuði fyrir upphaf fiskveiðiárs eða veiðitímabils. Miða skal við landaðan afla krókabáta í þeim tegundum sem þeir eru ekki bundnir aflatakmörkunum í en sæta ákvörðun um heildarafla.] 1)
    1)L. 85/2002, 12. gr. Greinin öðlast gildi 1. september 2004, sbr. 4. mgr. 17. gr. s.l.
[23. gr. Fiskistofa skal innheimta veiðigjald. Gjaldið fellur í gjalddaga með þremur jöfnum greiðslum ár hvert, 1. september, 1. janúar og 1. maí. Taki úthlutun veiðiheimilda gildi á tímabilinu 2. september til 31. ágúst fellur gjaldið þó í gjalddaga við útgáfu tilkynningar um úthlutaðar veiðiheimildir. Gjaldið er ekki afturkræft þótt veiðiheimildir séu ekki nýttar.
Eindagi er 15 dögum eftir gjalddaga. Hafi greiðsla ekki borist innan mánaðar frá gjalddaga fellur veiðileyfi skips niður. Lögveð er í skipi fyrir gjaldinu. Ef gjald er ekki greitt á eindaga reiknast dráttarvextir af fjárhæð gjalds frá gjalddaga til greiðsludags í samræmi við reglur laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.
Sé tekin ákvörðun um að lækka á tímabilinu 1. september til 31. ágúst áður leyfðan heildarafla einstakra tegunda skal Fiskistofa endurgreiða eiganda skips hluta gjaldsins sem nemur sömu grunnfjárhæð og innheimt var fyrir hvert þorskígildi sem aflaheimildir skips skerðast um.] 1)
    1)L. 85/2002, 12. gr. Greinin öðlast gildi 1. september 2004, sbr. 4. mgr. 17. gr. s.l.

[VI. kafli.]1) Viðurlög o.fl.
    1)L. 85/2002, 12. gr.
[24. gr.]1) [Fiskistofa skal svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni fyrir brot á lögum þessum eftir því sem nánar er fyrir mælt í lögum um umgengni um nytjastofna sjávar.] 2)
    1)L. 85/2002, 12. gr. 2)L. 57/1996, 26. gr.
[25. gr.]1) [Brot gegn ákvæðum laga þessara, reglum settum samkvæmt þeim og ákvæðum leyfisbréfa varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða … 2) fangelsi allt að sex árum.
Við fyrsta brot skal sekt eigi nema lægri fjárhæð en 400.000 kr. og eigi hærri fjárhæð en 4.000.000 kr. eftir eðli og umfangi brots. Við ítrekað brot skal sekt eigi nema lægri fjárhæð en 800.000 kr. og eigi hærri fjárhæð en 8.000.000 kr., sömuleiðis eftir eðli og umfangi brots.
Beita skal ákvæðum laga um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla vegna brota gegn lögum þessum eftir því sem við á.] 3)
    1)L. 85/2002, 12. gr. 2)L. 82/1998, 195. gr. 3)L. 57/1996, 27. gr.
[[25. gr. a.]1) Sektir má jafnt gera lögaðila sem einstaklingi. Þrátt fyrir [ákvæði 1. mgr. 25. gr.] 2) má ákvarða lögaðila sekt þótt sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa, enda hafi brotið orðið eða getað orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann. Með sama skilorði má einnig gera lögaðila sekt ef fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðrir einstaklingar sem í þágu hans starfa hafa gerst sekir um brot.
Tilraun og hlutdeild í brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.] 3)
    1)L. 85/2002, 12. gr. 2)L. 85/2002, 13. gr. 3)L. 57/1996, 28. gr.
[[25. gr. b.]1) Mál út af brotum gegn lögum þessum skulu sæta meðferð opinberra mála.] 2)
    1)L. 85/2002, 12. gr. 2)L. 57/1996, 29. gr.

[VII. kafli.]1) Ýmis ákvæði.
    1)L. 85/2002, 12. gr.
[26. gr.]1)2)
    1)L. 85/2002, 12. gr. 2)L. 79/1997, 21. gr.
[27. gr.]1)
    1)L. 85/2002, 12. gr.
[28. gr.]1) Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 1991. …
    1)L. 85/2002, 12. gr.

Ákvæði til bráðabirgða. …
I.–VIII.
[IX. …] 1)
    1)L. 87/1994, brbákv.
[X. Á fiskveiðiárunum 1995/1996 til og með 1998/1999 skal árlega ráðstafa 5.000 lestum af þorski til jöfnunar samkvæmt þessu ákvæði. Aflaheimildir þessar miðast við óslægðan fisk og skulu þær dregnar frá leyfðum heildarafla þorsks áður en honum er skipt á grundvelli aflahlutdeildar, sbr. 3. mgr. 7. gr.
Aflaheimildum skv. 1. mgr. skal árlega úthlutað til þeirra skipa sem orðið hafa fyrir mestri skerðingu við úthlutun aflamarks frá fiskveiðiárinu 1991/1992 til þess fiskveiðiárs er úthlutunin varðar. Skal úthlutunin framkvæmd eftir að ákvörðun hefur verið tekin um ráðstöfun aflaheimilda skv. 9. gr. og miðast við að skerðing umfram tiltekin mörk skuli að fullu bætt, þó þannig að ekkert skip fái meira en 10 lestir af þorski, miðað við slægðan fisk, í sinn hlut árlega. Skip, sem leyfi hafa til fullvinnslu botnfiskafla um borð, sbr. lög nr. 54/1992, skulu ekki njóta bóta samkvæmt þessu ákvæði.
Ráðherra skal með reglugerð 1) kveða nánar á um úthlutun samkvæmt þessari grein. Skal hann m.a. kveða á um við hvaða tíma skuli miða aflahlutdeild. Þá er ráðherra heimilt að ákveða að litið skuli í heild á veiðiheimildir skipa í eigu sömu útgerðar varðandi bótaútreikning ef ástæða er til að ætla að reynt verði að hafa áhrif á bótaútreikning með millifærslu aflahlutdeildar milli skipa.
Á fiskveiðiárinu 1994/1995 skal úthluta sérstaklega til jöfnunar þeim hluta aflahámarks vegna línutvöföldunar skv. 6. mgr. 10. gr. sem ekki nýttist við línuveiðar í nóvember til febrúar. Skal þessum aflaheimildum úthlutað í samræmi við reglur 2. og 3. mgr. þessa ákvæðis eftir því sem við á og skal í þeim efnum miða við aflahlutdeild einstakra skipa 1. maí 1995.
Við ráðstöfun aflaheimilda skv. 9. gr. á því tímabili sem um getur í 1. mgr. þessa ákvæðis er heimilt að taka mið af breytingum í aflamarki sem orðið hafa á lengra tímabili en milli fiskveiðiára.] 2)
    1)Rg. 446/1998. 2)L. 83/1995, brbákv. I.
[XI.1)] 2)
    1)L. 144/1997, 2. gr. 2)L. 83/1995, brbákv. II.
[XII. …] 1)
    1)L. 83/1995, brbákv. III.
[XIII. …] 1)
    1)L. 144/1995, 14. gr.
[XIV. Heimild til að framselja þorskaflahámark krókabáts til annars krókabáts eða báta, með því skilyrði að allt hámarkið sé flutt af viðkomandi bát, veiðileyfi falli niður og rétti til endurnýjunar sé afsalað, skal taka þegar gildi. Enn fremur skal heimild 2. mgr. 6. gr. a er varðar sjóstangaveiðimót þegar taka gildi.] 1)
    1)L. 105/1996, brbákv. I.
[XV. …] 1)
    1)L. 105/1996, brbákv. II.
[XVI. …] 1)
    1)L. 133/1997, brbákv.
[XVII. …] 1)
    1)L. 144/1997, brbákv. I.
[XVIII. …] 1)
    1)L. 144/1997, brbákv. II.
[XIX. Sjávarútvegsráðherra skal fyrir lok fiskveiðiársins 1998/1999 láta kanna hvaða áhrif lögin hafi haft á íslenskan sjávarútveg, sérstaklega stöðu og möguleika einstaklingsútgerðarinnar. Skal ráðherra fyrir árslok 1999 leggja fyrir Alþingi skýrslu þar sem niðurstöður könnunarinnar verði birtar.] 1)
    1)L. 12/1998, brbákv. I.
[XX. Ákvæði 1. tölul. 2. efnismgr. 1. gr. laga þessara gilda einnig um flutning aflamarks skipa innan sömu útgerðar ef skip hafa verið tekin á kaupleigu eða leigu og þeir samningar verið gerðir fyrir gildistöku laga þessara.] 1)
    1)L. 12/1998, brbákv. II.
[XXI. Sé aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila við gildistöku laga þessara yfir þeim mörkum sem sett eru í 1., 2. eða 5. mgr. 1. gr. skal viðkomandi aðili þegar í stað senda Fiskistofu tilkynningu í samræmi við 1. mgr. 2. gr. Fiskistofa skal í samræmi við 2. mgr. 2. gr. tilkynna aðila hver umframaflahlutdeild hans er og gildir 2. mgr. 2. gr. um frest aðila til að ráðstafa umframaflahlutdeildinni og áhrif þess að umframaflahlutdeildinni er ekki ráðstafað innan tilskilins frests.] 1)
    1)L. 27/1998, brbákv. I.
[XXII. Sjávarútvegsráðherra skal að liðnum fimm árum frá gildistöku laga þessara leggja fyrir Alþingi skýrslu þar sem gerð er grein fyrir áhrifum þeirra á íslenskan sjávarútveg.] 1)
    1)L. 27/1998, brbákv. II.
[XXIII. Bátar sem stundað hafa veiðar með línu og handfærum með dagatakmörkunum eða þorskaflahámarki, krókabátar, skulu á fiskveiðiárunum [1998/1999, 1999/2000 og 2000/2001] 1) stunda veiðar samkvæmt þessu ákvæði.
Krókabátum er einungis heimilt að stunda veiðar með línu og handfærum eða einungis með handfærum. Þó er sjávarútvegsráðherra heimilt að veita þeim leyfi til að stunda veiðar á botndýrum með þeim veiðarfærum sem til þarf, svo sem plógum og gildrum, svo og til hrognkelsaveiða í net.
Heildarþorskaflaviðmiðun krókabáta er 13,75% af ákvörðuðum heildarþorskafla. Þar af er samanlagt þorskaflahámark þeirra báta sem þann kost hafa valið 12,64%, heildarþorskaflaviðmiðun þeirra báta sem stunda veiðar með dagatakmörkunum og nota línu og handfæri 0,18% og heildarþorskaflaviðmiðun þeirra báta sem stunda veiðar með dagatakmörkunum og nota handfæri eingöngu 0,93%.
Heimilt er að framselja varanlega þorskaflahámark krókabáts til annars krókabáts eða báta sem stunda veiðar með þorskaflahámarki. Innan fiskveiðiárs er heimilt að flytja allt að 30% af úthlutuðu þorskaflahámarki krókabáts til annars krókabáts eða báta sem stunda veiðar með þorskaflahámarki. [Heimilt er að flytja allt að 20% af þorskaflahámarki frá einu fiskveiðiári yfir til þess næsta á eftir.] 1) Enn fremur er heimilt að flytja til krókabáts á þorskaflahámarki aflamark af þorski skv. 7. gr. Um þann flutning gilda almennar reglur um flutning aflamarks. Tilkynna skal Fiskistofu fyrir fram um flutning þorskaflahámarks milli báta og öðlast hann ekki gildi fyrr en Fiskistofa hefur staðfest flutninginn. Heimilt er að veita báti, sem stundað hefur veiðar með tilteknum fjölda sóknardaga síðastliðin tvö fiskveiðiár, leyfi til að stunda veiðar með þorskaflahámarki þess í stað, en reiknað þorskaflahámark bátsins verður þá áfram hluti sameiginlegs hámarksþorskafla báta sem stunda veiðar samkvæmt dagatakmörkunum.
Sóknardagur telst vera allt að 24 klukkustundir frá upphafi veiðiferðar. Sóknardegi telst lokið þegar bátur landar afla. Ráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um fyrirkomulag sóknardaga og eftirlit með þeim. Utan sóknardaga eru allar veiðar bannaðar. Ráðherra getur þó heimilað að veiðar í sérhæfð veiðarfæri samkvæmt síðari málslið 2. mgr. þessa ákvæðis, sem og veiðar með sérhæfðri línu til veiða á háffiskum, séu utan sóknardaga.
Fjöldi sóknardaga þeirra báta sem stunda veiðar með dagatakmörkunum og nota línu og handfæri skal vera 32 [á hverju fiskveiðiári]. 1) Ef bátur rær með línu skal margfalda fjölda nýttra daga með tölunni 1,9 á tímabilinu frá 1. maí til 1. september en með tölunni 1,35 á öðrum tíma. Þorskafli hvers báts má þó eigi vera meiri en 30 lestir á [hverju fiskveiðiári] 1) miðað við óslægðan fisk.
Sé einn maður í áhöfn krókabáts er óheimilt að róa með og eiga í sjó fleiri en 12 bala alls af línu fyrir hvern sóknardag en 20 bala séu tveir eða fleiri í áhöfn. Miðað er við að 500 krókar séu á línu í hverjum bala.
Fjöldi sóknardaga þeirra báta sem veiðar stunda með dagatakmörkunum og nota handfæri eingöngu skal vera 40 [á hverju fiskveiðiári]. 1) Þó skal þorskafli hvers báts eigi vera meiri en 30 lestir á [hverju fiskveiðiári] 1) miðað við óslægðan fisk.
Heimilt er að flytja veiðileyfi frá krókabáti sem leyfi hefur til að veiða samkvæmt þessu ákvæði til annars jafnstórs krókabáts miðað við rúmtölu. Óheimilt er að flytja veiðileyfi til krókabáts sem er stærri en sá krókabátur sem veiðileyfi lætur nema jafnframt sé flutt veiðileyfi af öðrum krókabáti sem er þrefalt stærri að rúmtölu en sem stækkuninni nemur. Slíkur bátur má þó ekki verða stærri en 6 brúttótonn. Óheimilt er að flytja veiðileyfi frá báti sem stundar veiðar með þorskaflahámarki til báts sem stundar veiðar með tilteknum fjölda sóknardaga.
Óheimilt er að stækka krókabát nema flutt sé veiðileyfi af öðrum báti sem er þrefalt stærri að rúmtölu en sem stækkuninni nemur. Óheimilt er að flytja veiðileyfi frá báti sem stundar veiðar með þorskaflahámarki til báts sem stundar veiðar með tilteknum fjölda sóknardaga. Slíkum báti má þó aldrei breyta svo að hann verði stærri en 6 brúttótonn.
Ráðherra getur ákveðið að afli teljist ekki til þorskaflahámarks og veiðidagar ekki til sóknardaga á tilteknum fjölda opinberra sjóstangaveiðimóta á fiskveiðiárunum [1998/1999, 1999/2000 og 2000/2001]. 1)
Áætlaðan afla krókabáta [á fiskveiðiárunum 1999/2000 og 2000/2001] 1) skal draga frá leyfðum heildarafla áður en honum er skipt á grundvelli aflahlutdeildar.
2)
Þrátt fyrir ákvæði þessa bráðabirgðaákvæðis skal þeim bátum sem stundað hafa veiðar með línu og handfærum eða handfærum eingöngu með dagatakmörkunum gefast kostur á að velja að stunda veiðar samkvæmt ákvæðum 6. gr. laganna, enda hafi þeir tilkynnt Fiskistofu um val sitt fyrir [15. apríl 1999]. 3) Á fiskveiðiárunum [1998/1999, 1999/2000 og 2000/2001] 1) skal þessum bátum heimilt að stunda veiðar í 23 sóknardaga án takmarkana á heildarafla. Að öðru leyti gildir bráðabirgðaákvæði þetta um veiðar þessara báta.] 4)
[Þrátt fyrir ákvæði þessa bráðabirgðaákvæðis er heimilt að veita báti sem stundað hefur veiðar með tilteknum fjölda sóknardaga og kýs að stunda veiðar með krókaaflamarki frá og með fiskveiðiárinu 2000/2001 leyfi til að stunda veiðar með þorskaflahámarki frá og með 15. apríl 1999 og [til 1. september 2001]. 1) Úthlutað þorskaflahámark báts þann tíma skal vera hið sama og reiknað krókaaflamark hans samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögum nr. 1/1999. Á tímabilinu skulu að öðru leyti gilda sömu reglur og takmarkanir um veiðar þessara báta og annarra báta sem stunda veiðar með þorskaflahámarki, þar með talið um framsal þorskaflahámarksins. Á fiskveiðiárinu 1998/1999 skal draga frá úthlutuðu þorskaflahámarki þann þorskafla sem bátar skv. 1. málsl. þessarar málsgreinar hafa aflað fram til 15. apríl 1999. Hafi bátur aflað meira á því tímabili en sem nemur úthlutuðu þorskaflahámarki er honum óheimilt að stunda veiðar fyrr en flutt hefur verið á hann þorskaflahámark sem samsvarar umframveiði. Tilkynna skal Fiskistofu fyrir 15. apríl 1999 hvort óskað er eftir því að nýta heimild skv. 1. málsl. Um ákvörðun aflahlutdeildar þeirra báta, sem kjósa að stunda veiðar með þorskaflahámarki samkvæmt þessari málsgrein, í ýsu, ufsa og steinbít skal fara samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun til báta sem stundað hafa veiðar með dagatakmörkunum, sbr. 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða II í lögum nr. 1/1999.] 3)
[Hafi krókaaflahlutdeild í þorski verið flutt á fiskveiðiárinu 1999/2000 af báti sem krókaleyfi hefur með takmörkun á þorski skv. 6. og 8. mgr. til báts sem krókaleyfi hefur með þorskaflahámarki, sbr. 4. mgr., skal úthluta þeim báti sem þorskaflahlutdeildin var flutt af veiðileyfi með þorskaflahámarki á fiskveiðiárinu 2000/2001 nema eigandi þess báts velji veiðileyfi með krókaaflamarki.] 1)
    1)L. 93/2000, 2. gr. 2)L. 34/2000, 6. gr. 3)L. 9/1999, 2. gr. 4)L. 1/1999, brbákv. I.
[XXIV. Fyrir upphaf fiskveiðiársins 1999/2000 skal krókabátum úthlutað aflahlutdeild sam kvæmt þessu ákvæði.
Bátar sem stundað hafa veiðar með þorskaflahámarki skulu fá úthlutað aflahlutdeild í þorski miðað við þá hlutdeild sem aflahámark bátsins er í þeim 12,64% af hámarksþorskafla sem í hlut þessa bátaflokks hefur komið.
Þeirri 0,18% hlutdeild í hámarksþorskafla sem komið hefur í hlut báta sem stunda veiðar með línu og handfærum með dagatakmörkunum, auk aflahlutdeildar í þorski sem nemur 95 lestum miðað við óslægðan fisk, skal skipt milli báta á grundvelli aflareynslu þannig að 80% séu miðuð við aflareynslu fiskveiðiárin 1996/1997 og 1997/1998 og 20% séu miðuð við reiknað þorskaflahámark skv. 2. gr. laga nr. 83/1995. Þó skal enginn bátur fá minni aflaheimild en 500 kg, miðað við óslægðan fisk.
Þeirri 0,93% hlutdeild í hámarksþorskafla sem komið hefur í hlut báta sem stunda veiðar með handfærum eingöngu með dagatakmörkunum, auk aflahlutdeildar í þorski sem nemur 506 lestum miðað við óslægðan fisk, skal skipt milli báta á grundvelli aflareynslu þannig að 80% séu miðuð við aflareynslu fiskveiðiárin 1996/1997 og 1997/1998 og 20% séu miðuð við reiknað þorskaflahámark skv. 2. gr. laga nr. 83/1995. Þó skal enginn bátur fá minni aflaheimild en 500 kg, miðað við óslægðan fisk.
Samanlögð hlutdeild krókabáta í hámarksafla af ýsu, ufsa og steinbít skal vera jöfn meðalhlutdeild þeirra í heildarafla af hverri þessara tegunda almanaksárin 1996, 1997 og 1998 og skal hún skiptast milli veiðikerfa þeirra í sömu innbyrðis hlutföllum og þorskur skv. 2.–4. mgr. Í flokki báta sem stundað hafa veiðar með þorskaflahámarki skal hlutdeild af ýsu, ufsa og steinbít skiptast í hlutfalli við veiðar hvers báts um sig á þessum árum og skal í þeim samanburði miðað við tvö bestu ár hvers báts af árunum 1996, 1997 og 1998. Við útreikning þennan skal afli árið 1998 margfaldaður með tveimur. Í flokkum báta sem stundað hafa veiðar með dagatakmörkunum skal hlutdeild af ýsu, ufsa og steinbít skiptast jafnt milli báta innan hvors flokks um sig.
1)] 2)
1)
[Þrátt fyrir ákvæði til bráðabirgða XXIII við lögin er Fiskistofu heimilt að veita bátum veiðileyfi með krókaaflamarki á fiskveiðiárinu 2000/2001 að uppfylltum skilyrðum skv. 5. gr. laganna. Eigendum báta sem stunda veiðar samkvæmt ákvæði til bráðabirgða XXIII við lögin er heimilt að velja veiðileyfi með krókaaflamarki á fiskveiðiárinu 2000/2001 sæki þeir um slíkt leyfi til Fiskistofu fyrir 15. júní 2000, en úthlutað krókaaflamark þeirra getur þó aldrei orðið hærra en sem leiðir af krókaaflahlutdeildum þeim sem bundnar voru á viðkomandi skipi 1. apríl 2000. Hafi aðili selt krókabát sinn án krókaaflahlutdeilda á tímabilinu frá 15. janúar 1999 til 1. apríl 2000 getur Fiskistofa heimilað flutning þeirra krókaaflahlutdeilda sem við bátinn voru bundnar til báts sem veiðileyfi fær með krókaaflamarki, enda leggi hann fram við Fiskistofu, eigi síðar en 15. júní 2000, samning um sölu bátsins, greinargerð um ráðstöfun krókaaflahlutdeilda og beiðni um flutning þeirra.] 3)
    1)L. 129/2001, 8. gr. 2)L. 1/1999, brbákv. II. 3)L. 93/2000, 3. gr.
[XXV.1)] 2)
    1)L. 85/2002, 14. gr. 2)L. 1/1999, brbákv. III.
[XXVI. Á fiskveiðiárunum 1999/2000 til og með fiskveiðiársins 2005/2006 hefur Byggðastofnun árlega til ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 1.500 þorskígildislestum, miðað við óslægðan fisk, til að styðja byggðarlög sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Skal þeim úthlutað í samráði við viðkomandi sveitarstjórnir. Aflaheimildir skulu vera í þorski, ýsu, steinbít og ufsa í hlutfalli við leyfðan heildarafla af þessum tegundum. Aflaheimildir þessar miðast við óslægðan fisk og skulu þær dregnar frá leyfðum heildarafla þessara tegunda áður en honum er skipt á grundvelli aflahlutdeildar.
[Í lok fiskveiðiársins 2005/2006 skulu 1.500 þorskígildislestir bætast við þær aflaheimildir sem ráðherra hefur til ráðstöfunar skv. 9. gr. og skulu þær bætast við þær aflaheimildir sem ráðherra er heimilt, að höfðu samráði við Byggðastofnun, að ráðstafa til stuðnings byggðarlögum sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi.] 1)] 2)
    1)L. 85/2002, 15. gr. 2)L. 1/1999, brbákv. IV.
[XXVII. Sjávarútvegsráðherra skal skipa nefnd til að endurskoða lög um stjórn fiskveiða. Skal þeirri endurskoðun lokið fyrir lok fiskveiðiársins 2000/2001.] 1)
    1)L. 1/1999, brbákv. V.
[XXVIII. Á fiskveiðiárinu 2001/2002 skal úthluta bátum með krókaaflamarksleyfi, sem slík leyfi fengu 1. september 2001, 1.800 lestum af ýsu, 1.500 lestum af steinbít og 300 lestum af ufsa, sem skal skipt milli þeirra á grundvelli veiðireynslu þeirra í þessum tegundum á fiskveiðiárinu 1999/2000 eða 2000/2001, að vali útgerðar. Þetta magn kemur til viðbótar við þá úthlutun í þessum tegundum sem ákveðin var í reglugerð nr. 631 16. ágúst 2001, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2001/2002. Hlutdeild einstakra krókaaflamarksbáta skal hækka til samræmis við úthlutað viðbótarmagn og hlutdeild aflamarksskipa skerðast sem því nemur. Hlutur krókaaflamarksbáta skal eftir endurreikning hlutdeildar vera 14,4858770% í ýsu, 6,0736640% í ufsa og 38,3989351% í steinbít.
Bátum sem krókaaflamarksleyfi fengu 1. september 2001 skal á fiskveiðiárinu 2001/ 2002 úthlutað aflahlutdeild í keilu, löngu og karfa á grundvelli veiðireynslu þeirra í þessum tegundum á tímabilinu 1. júní 1998 til 31. maí 2001. Að úthlutun lokinni skal endurreikna aflahlutdeild og aflamark allra fiskiskipa í keilu, löngu og karfa að teknu tilliti til þeirra breytinga sem stafa af þessari úthlutun.
Á fiskveiðiárinu 2001/2002 skal enn fremur úthluta bátum með krókaaflamarksleyfi, sem slík leyfi fengu 1. september 2001, 200 lestum af ýsu og 600 lestum af steinbít sem skiptist milli þeirra á grundvelli veiðireynslu þeirra í þessum tegundum á fiskveiðiárinu 1999/2000 eða 2000/2001, að vali útgerðar. Þetta aukna aflamark ýsu og steinbíts á fiskveiðiárinu 2001/2002 kemur til viðbótar því heildarmagni sem ákveðið er í 1. mgr. þessa ákvæðis.
Við ákvörðun veiðireynslu samkvæmt þessu ákvæði skal taka tillit til flutnings veiðileyfa milli krókabáta.
Útgerðum báta, sem á fiskveiðiárinu 2000/2001 stunduðu línu- eða handfæraveiðar í tiltekinn fjölda sóknardaga með föstu þorskaflahámarki, er heimilt að velja á milli veiðileyfis með krókaaflamarki og veiðileyfis til handfæraveiða með dagatakmörkunum, enda hafi ekki verið flutt af bátnum krókaaflahlutdeild eða krókaaflamark. Skulu útgerðir tilkynna Fiskistofu um val sitt fyrir 15. febrúar 2002. Tilkynni útgerðir ekki um val fyrir þau tímamörk skal bátum þeirra úthlutað veiðileyfi með krókaaflamarki. Velji útgerð veiðileyfi með dagatakmörkunum fyrir bát reiknast róðrardagar hans fyrir útgáfu veiðileyfisins til leyfilegra sóknardaga á fiskveiðiárinu 2001/2002.] 1)
    1)L. 129/2001, 7. gr.
[XXIX. Á tímabilinu 1. febrúar 2002 til 31. ágúst 2002 og á fiskveiðiárinu 2002/2003 er skipstjóra fiskiskips heimilt að ákveða að allt að 5% heildarafla hvors tímabils í botnfiski reiknist ekki til aflamarks skipsins, enda sé eftirfarandi skilyrðum fullnægt:
    1. Aflanum sé haldið aðskildum frá öðrum afla skipsins og hann veginn sérstaklega og skráður.
    2. Aflinn sé seldur á viðurkenndum uppboðsmarkaði fyrir sjávarafurðir og andvirði hans renni til Hafrannsóknastofnunarinnar.
Sé framangreind heimild nýtt skulu forráðamenn uppboðsmarkaðarins þar sem aflinn er seldur standa skil á andvirði hins selda afla til Hafrannsóknastofnunarinnar að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboðið. Þá skal útgerð skipsins fá 20% af andvirði selds afla sem skiptist milli útgerðar og áhafnar samkvæmt samningum þar um. Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.] 1)
    1)L. 129/2001, 7. gr.
[XXX. Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 10. gr. skal heimilt að flytja allt krókaaflamark í ýsu, steinbít og ufsa frá fiskveiðiárinu 2001/2002 til fiskveiðiársins 2002/2003.] 1)
    1)L. 85/2002, 16. gr.
[XXXI. Á fiskveiðiárunum 2001/2002 til og með 2005/2006 hefur ráðherra til sérstakrar ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 500 lestum af óslægðum þorski. Þessum aflaheimildum skal ráðstafað til tilrauna með áframeldi á þorski í samráði við Hafrannsóknastofnunina sem fylgist með tilrauninni og birtir niðurstöður um gang hennar. Ráðherra setur frekari reglur 1) um skilyrði fyrir úthlutun aflaheimilda samkvæmt þessari grein.] 2)
    1)Rg. 464/2002. 2)L. 85/2002, 16. gr.
[XXXII. Hafi aðili ekki náð að nýta sér að fullu eða hluta þær aflaheimildir sem var úthlutað á fiskveiðiárinu 2001/2002 til tilrauna með áframeldi á þorski á því fiskveiðiári, sbr. b-lið 16. gr. laga nr. 85 15. maí 2002, um breytingu á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, er ráðherra heimilt að samþykkja að ónýttar aflaheimildir verði nýttar í sama tilgangi á fiskveiðiárinu 2002/2003.
Þær 500 lestir af óslægðum botnfiski, sem ráðherra hafði til ráðstöfunar á fiskveiðiárinu 2001/2002 til stuðnings byggðarlögum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi, sbr. 3. mgr. 17. gr. laga 85 15. maí 2002, um breytingu á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, skulu bætast við þær aflaheimildir sem ráðherra hefur til ráðstöfunar í sama tilgangi á fiskveiðiárinu 2002/2003, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.] 1)
    1)L. 130/2002, 1. gr.