Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög 20. apríl 2022. Útgáfa 152b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um fæðingar- og foreldraorlof1)
2000 nr. 95 22. maí
1)Felld úr gildi skv. l. 144/2020, 58. gr., en halda gildi sínu um rétt foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur fyrir 1. janúar 2021.
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 6. júní 2000. EES-samningurinn: XVIII. viðauki tilskipun 92/85/EBE og 96/36/EB. Breytt með: L. 72/2003 (tóku gildi 10. apríl 2003). L. 90/2004 (tóku gildi 1. jan. 2005, sjá enn fremur 14. gr. laganna). L. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005). L. 22/2006 (tóku gildi 1. júlí 2006). L. 65/2006 (tóku gildi 27. júní 2006). L. 155/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007). L. 167/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007). L. 74/2008 (tóku gildi 1. júní 2008, birt í Stjtíð. 16. júní 2008). L. 112/2008 (tóku gildi 1. okt. 2008 nema 12. tölul. 59. gr. sem tók gildi 25. sept. 2008; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. mgr. 56. gr.). L. 173/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 20. gr.). L. 70/2009 (tóku gildi 30. júní 2009 nema 1.–3. gr., 12.–26. gr. og brbákv. V og VI sem tóku gildi 1. júlí 2009, 4. gr. sem tók gildi 1. sept. 2009 og brbákv. IV sem tók gildi 16. júní 2009; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 29. gr., sbr. og l. 97/2009 (tóku gildi 3. sept. 2009)). L. 120/2009 (tóku gildi 1. jan. 2010). L. 134/2009 (tóku gildi 1. jan. 2010 nema 8. gr. og a- og b-liður 9. gr. sem tóku gildi 1. maí 2010). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 136/2011 (tóku gildi 1. okt. 2011; EES-samningurinn: XVIII. viðauki tilskipun 2010/18/ESB). L. 143/2012 (tóku gildi 1. jan. 2013). L. 140/2013 (tóku gildi 31. des. 2013 nema 1.–2., 4.–12., 16.–18., 23.–29., 31.–32., 34.–38. og 40.–48. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2014 og 21. gr. sem tók gildi 1. jan. 2016; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 49. gr.). L. 85/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016 nema 2. gr. og ákvæði til bráðabirgða I sem tóku gildi 24. júlí 2015). L. 88/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016). L. 18/2016 (tóku gildi 2. apríl 2016). L. 128/2018 (tóku gildi 1. jan. 2019). L. 48/2019 (tóku gildi 26. júní 2019). L. 149/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020). L. 150/2019 (tóku gildi 31. des. 2019). L. 153/2020 (tóku gildi 6. jan. 2021). L. 49/2021 (tóku gildi 8. júní 2021).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við félags- og vinnumarkaðsráðherra eða félags- og vinnumarkaðsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
I. kafli. Markmið og gildissvið.
1. gr. Gildissvið.
Lög þessi taka til réttinda foreldra á innlendum vinnumarkaði til fæðingar- og foreldraorlofs. Þau eiga við um foreldra sem eru starfsmenn eða sjálfstætt starfandi.
Lög þessi taka einnig til réttinda foreldra utan vinnumarkaðar og í námi til fæðingarstyrks.
2. gr. Markmið.
Markmið laga þessara er að tryggja barni samvistir [við báða foreldra]. 1)
Þá er lögum þessum ætlað að gera [foreldrum] 2) kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.
1)L. 65/2006, 32. gr. 2)L. 153/2020, 19. gr.
II. kafli. Stjórnsýsla.
3. gr. Yfirstjórn.
[Ráðherra] 1) fer með yfirstjórn fæðingar- og foreldraorlofsmála samkvæmt lögum þessum.
1)L. 126/2011, 310. gr.
4. gr. Fæðingarorlofssjóður.
[Fæðingarorlofssjóður skal annast greiðslur til foreldra sem réttinda njóta til greiðslu í fæðingarorlofi skv. 13. gr. Fæðingarstyrkir til foreldra skv. VI. kafla greiðast úr ríkissjóði.] 1)
Fæðingarorlofssjóður skal vera í vörslu [Vinnumálastofnunar] 2) sem sér um reikningshald og daglega afgreiðslu sjóðsins í umboði [ráðherra]. 3) [Ráðherra er þó heimilt að ákveða annað fyrirkomulag.] 4)
Fæðingarorlofssjóður skal fjármagnaður með tryggingagjaldi, sbr. lög um tryggingagjald, auk vaxta af innstæðufé sjóðsins.
[Ráðherra] 3) skal gæta þess að sjóðurinn hafi nægilegt laust fé til að standa við skuldbindingar sínar. Skal sjóðurinn árlega gera fjárhagsáætlun sem [ráðherra] 3) leggur fyrir [þann ráðherra er fer með fjárreiður ríkisins] 5) við undirbúning fjárlaga.
Reikningar Fæðingarorlofssjóðs skulu endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun og birtir ár hvert í Lögbirtingablaðinu.
Kostnaður af rekstri sjóðsins greiðist af tekjum hans.
1)L. 74/2008, 2. gr. 2)L. 155/2006, 1. gr. 3)L. 162/2010, 22. gr. 4)L. 90/2004, 1. gr. 5)L. 126/2011, 310. gr.
5. gr. [Málskot.]1)
… 1)
[Úrskurðarnefnd velferðarmála skal] 1) kveða upp úrskurði um ágreiningsefni sem kunna að rísa á grundvelli laga þessara.
[Úrskurðir nefndarinnar um endurkröfu ofgreiddra greiðslna samkvæmt lögum þessum eru aðfararhæfir.] 2)
… 1)
Kostnaður við starfsemi nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.
1)L. 85/2015, 13. gr. 2)L. 134/2009, 28. gr.
6. gr. [Málsmeðferð fyrir úrskurðarnefnd velferðarmála.]1)
… 1)
… 1)
… 1)
… 1)
[Vinnumálastofnun] 2) skal láta [úrskurðarnefnd velferðarmála] 1) í té öll gögn máls, svo og þær upplýsingar og skýringar sem nefndin telur þörf á að afla frá stofnuninni.
… 1)
… 1)
[Stjórnsýslukæra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar. Stjórnsýslukæra frestar þó aðför á grundvelli ákvörðunar Vinnumálastofnunar um endurkröfu ofgreiddra greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði, sbr. 6. mgr. 15. gr. a laganna.] 3)
1)L. 85/2015, 13. gr. 2)L. 155/2006, 2. gr. 3)L. 134/2009, 29. gr.
III. kafli. Orðskýringar.
7. gr.
Fæðingar- og foreldraorlof samkvæmt lögum þessum er leyfi frá launuðum störfum sem stofnast til við:
a. fæðingu,
b. frumættleiðingu barns yngra en átta ára eða
c. töku barns yngra en átta ára í varanlegt fóstur.
Starfsmaður er í lögum þessum hver sá sem vinnur launuð störf í annarra þjónustu í a.m.k. 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði. Þó á hugtakið starfsmaður í VII. kafla við um alla sem vinna launuð störf í annarra þjónustu.
Sjálfstætt starfandi einstaklingur er sá sem starfar við eigin rekstur, án tillits til félagsforms, í því umfangi að honum er gert að standa mánaðarlega, eða með öðrum reglulegum hætti samkvæmt ákvörðun skattyfirvalda, skil á tryggingagjaldi.
[Fullt nám samkvæmt lögum þessum er 75–100% samfellt nám, verklegt eða bóklegt, í viðurkenndri menntastofnun innan hins almenna menntakerfis á Íslandi sem stendur yfir í a.m.k. sex mánuði. Enn fremur er átt við 75–100% nám á háskólastigi og annað nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms.] 1)
Í lögum þessum telst kona nýlega hafa alið barn þegar barnið er 14 vikna eða yngra.
[Það sem í lögum þessum segir um móður á við móður sem elur barn.] 2)
1)L. 74/2008, 4. gr. 2)L. 49/2021, 19. gr.
IV. kafli. Fæðingarorlof.
8. gr. Réttur foreldra á vinnumarkaði.
Foreldrar, sbr. 1. mgr. 1. gr., eiga sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að [fjóra] 1) mánuði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur. Þessi réttur er ekki framseljanlegur. Auk þessa eiga foreldrar sameiginlegan rétt á [tveimur] 1) mánuðum til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið í heild eða foreldrar skipt með sér. … 2)
Réttur til fæðingarorlofs stofnast við fæðingu barns. Þó er [foreldri] 3) heimilt að hefja töku fæðingarorlofs allt að einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag sem staðfestur skal með læknisvottorði. [Réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður er barnið nær [24 mánaða aldri]. 4)] 2)
[Móðir] 5) skal vera í fæðingarorlofi að minnsta kosti fyrstu tvær vikurnar eftir fæðingu barns.
[Þrátt fyrir 1. mgr. skal foreldri, sbr. 1. mgr. 1. gr., öðlast rétt til fæðingarorlofs í allt að [tíu] 1) mánuði hafi hitt foreldrið andast á meðgöngu barns og barnið fæðist lifandi.] 3) [Hið sama gildir um einhleypa móður sem hefur gengist undir tæknifrjóvgun eða einhleypt foreldri sem hefur ættleitt barn eða tekið barn í varanlegt fóstur.] 4)
Við ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur er miðað við þann tíma þegar barnið kemur inn á heimilið, enda staðfesti barnaverndarnefnd eða aðrir til þess bærir aðilar ráðstöfunina. [Í þeim tilvikum þegar barnið kemur inn á heimilið og um er að ræða reynslutíma áður en til ættleiðingar eða varanlegs fósturs getur komið er heimilt að miða við upphaf þess tíma enda staðfesti barnaverndarnefnd eða aðrir til þess bærir aðilar ráðstöfunina.] 6) Ef foreldrar þurfa að sækja barnið til annarra landa getur fæðingarorlof hafist við upphaf ferðar, enda hafi viðkomandi yfirvöld eða stofnun staðfest að barn fáist ættleitt. [Réttur til fæðingarorlofs vegna ættleiðingar eða varanlegs fósturs fellur niður [24 mánuðum eftir að barnið kom inn á heimilið]. 4)] 2)
Réttur foreldris til fæðingarorlofs er bundinn því að það fari sjálft með forsjá barnsins eða hafi sameiginlega forsjá ásamt hinu foreldri þess þegar taka fæðingarorlofs hefst, sbr. þó [7. mgr.] 6)
Forsjárlaust foreldri á rétt til fæðingarorlofs liggi fyrir samþykki þess foreldris sem fer með forsjána um að forsjárlausa foreldrið hafi umgengni við barnið þann tíma sem fæðingarorlof stendur yfir.
Ef annað foreldrið andast áður en barn nær [[24] 4) mánaða aldri] 6) færist sá réttur til fæðingarorlofs sem hinn látni hefur ekki þegar nýtt sér yfir til eftirlifandi foreldris. [Þegar um ættleiðingu eða varanlegt fóstur er að ræða skal miða við [[24] 4) mánuði eftir að barn kom inn á heimilið]. 6) Við tilfærsluna verður réttur hins látna foreldris að þeim réttindum er hið eftirlifandi foreldri hefur áunnið sér samkvæmt lögum þessum.] 2)
[Foreldri sem er ófært vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss eða afplánunar refsivistar um að annast barn sitt á fyrstu [[24] 4) mánuðunum] 6) eftir fæðingu þess er heimilt að framselja rétt sinn til fæðingarorlofs sem það hefur ekki þegar nýtt sér til hins foreldrisins að hluta eða öllu leyti. Hið sama gildir þegar foreldri er ófært um að annast barn sitt af sömu ástæðum á fyrstu [[24] 4) mánuðunum] 6) eftir að barn kemur inn á heimili við frumættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur. Á þetta við hvort sem foreldrar fara sameiginlega með forsjá barnsins eða ekki. Heimilt er að veita undanþágu frá samþykki foreldris um framsal réttinda þegar foreldri er ófært um að veita samþykki sitt vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss og skal þá Vinnumálastofnun meta hvort skilyrðum um framsal réttindanna sé fullnægt. Ástand foreldris vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss sem leiðir til þess að foreldrið er ófært um að annast barnið á fyrrgreindu tímabili eða veita samþykki sitt um framsal réttinda sinna skal staðfest með læknisvottorði þess sérfræðilæknis sem annast foreldrið. Fangelsismálayfirvöld skulu staðfesta að foreldrið muni afplána refsivist á fyrrgreindu tímabili. Við tilfærsluna verður réttur þess foreldris sem framselur rétt sinn að þeim réttindum er hitt foreldrið hefur áunnið sér samkvæmt lögum þessum.] 3)
1)L. 149/2019, 1. gr. 2)L. 90/2004, 2. gr. 3)L. 74/2008, 5. gr. 4)L. 143/2012, 1. gr. 5)L. 65/2006, 33. gr. 6)L. 136/2011, 1. gr.
9. gr. Tilkynning um fæðingarorlof.
Þegar starfsmaður hyggst nýta sér rétt til fæðingarorlofs skal hann tilkynna það vinnuveitanda eins fljótt og kostur er og í síðasta lagi átta vikum fyrir fyrirhugaðan fæðingardag barns. Vilji [foreldri] 1) breyta áður tilkynntum upphafsdegi fæðingarorlofs, sbr. 2. mgr. 8. gr., ber [því] 1) að tilkynna það vinnuveitanda þremur vikum fyrir hinn nýja fyrirhugaða upphafsdag fæðingarorlofs.
Tilkynning um töku fæðingarorlofs skal vera skrifleg og skal þar tilgreina fyrirhugaðan upphafsdag orlofsins, lengd og tilhögun. … 1) Þá skal vinnuveitandi árita tilkynninguna um móttökudagsetningu og afhenda starfsmanninum afrit hennar. Vinnuveitandi getur krafist sönnunar á að foreldri fari með forsjá barnsins eða að fyrir liggi samþykki þess foreldris sem fer með forsjána telji hann þess þörf.
1)L. 74/2008, 6. gr.
10. gr. Tilhögun fæðingarorlofs.
Starfsmaður skal eiga rétt á að taka fæðingarorlof í einu lagi.
Með samkomulagi við vinnuveitanda er starfsmanni þó heimilt að haga fæðingarorlofi á þann veg að það skiptist niður á fleiri tímabil og/eða það verði tekið samhliða minnkuðu starfshlutfalli, sbr. þó 3. mgr. 8. gr. Þó má aldrei taka fæðingarorlof skemur en [tvær vikur] 1) í senn. Vinnuveitandi skal leitast við að koma til móts við óskir starfsmanns um tilhögun fæðingarorlofs samkvæmt þessu ákvæði.
Óski starfsmaður eftir að haga fæðingarorlofi skv. 2. mgr. en vinnuveitandi getur ekki fallist á óskir hans skal vinnuveitandi að höfðu samráði við starfsmann leggja til aðra tilhögun innan viku frá móttökudagsetningu tilkynningar, sbr. 2. mgr. 9. gr. Skal það gert skriflega og ástæður tilgreindar fyrir breyttri tilhögun.
Ef samkomulag næst ekki milli starfsmanns og vinnuveitanda um töku fæðingarorlofs starfsmanns á starfsmaður ávallt rétt á að taka fæðingarorlof sitt í einu lagi frá þeim upphafsdegi sem starfsmaður ákveður.
1)L. 90/2004, 3. gr.
11. gr. Öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.
Ef öryggi og heilbrigði þungaðrar konu, konu sem hefur nýlega alið barn eða konu sem er með barn á brjósti er í hættu samkvæmt sérstöku mati skal vinnuveitandi gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja öryggi konunnar með því að breyta tímabundið vinnuskilyrðum og/eða vinnutíma hennar. Ef því verður ekki við komið af tæknilegum eða öðrum gildum ástæðum skal vinnuveitandi fela konunni önnur verkefni en að öðrum kosti veita henni leyfi frá störfum í svo langan tíma sem nauðsynlegt er til að vernda öryggi hennar og heilbrigði. Um framkvæmd þessa ákvæðis skal fara eftir nánari reglum 1) sem [ráðherra] 2) setur.
Þær breytingar, sem teljast nauðsynlegar á vinnuskilyrðum og/eða vinnutíma konu, sbr. 1. mgr., skulu ekki hafa áhrif á launakjör hennar til lækkunar eða önnur starfstengd réttindi.
Ef veita þarf þungaðri konu leyfi frá störfum samkvæmt ákvæði þessu á hún rétt á greiðslum, sbr. 13. gr.
1)Rg. 931/2000. 2)L. 162/2010, 22. gr.
12. gr. Réttur til fæðingarorlofs vegna andvanafæðingar og fósturláts.
Foreldrar eiga [sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að þrjá mánuði hvort um sig] 1) [frá þeim degi er andvanafæðing á sér stað] 2) eftir 22 vikna meðgöngu. Sé um að ræða fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu eiga foreldrar sameiginlegan rétt á fæðingarorlofi í allt að tvo mánuði [frá þeim degi er fósturlátið á sér stað]. 2)
[Um greiðslur fer skv. 13. gr.] 2)
1)L. 18/2016, 1. gr. 2)L. 136/2011, 2. gr.
13. gr. Réttur foreldra til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði.
[Foreldri, sbr. 1. mgr. 1. gr., öðlast rétt til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði eftir að hafa verið samfellt í sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir fæðingardag barns eða þann tíma þegar barn kemur inn á heimili við ættleiðingu eða varanlegt fóstur, sbr. [2. og 5. mgr. 8. gr.] 1) Til að finna vinnuframlag sjálfstætt starfandi foreldris skal miðað við skil á tryggingagjaldi af reiknuðu endurgjaldi fyrir sama tímabil. [Þegar foreldri hefur töku fæðingarorlofs fyrir fæðingardag barns, sbr. 2. mgr. 8. gr., 11. gr. og 4. mgr. 17. gr., skal þó miða við þann dag er foreldrið hefur fæðingarorlof að því er það foreldri varðar.] 1)
[Mánaðarleg greiðsla Fæðingarorlofssjóðs til starfsmanns, sbr. 2. mgr. 7. gr., í fæðingarorlofi skal nema 80% af meðaltali heildarlauna … 2) og skal miða við tólf mánaða samfellt tímabil sem lýkur sex mánuðum fyrir [fæðingarmánuð barns eða þann mánuð] 2) sem barn kemur inn á heimili við frumættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur. Til launa teljast hvers konar laun og aðrar þóknanir samkvæmt lögum um tryggingagjald sem og greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði, [greiðslur skv. a- og b-lið 5. gr. laga um Ábyrgðasjóð launa], 2) sjúkra- og slysadagpeningar, greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga, bætur frá tryggingafélagi vegna tímabundins atvinnutjóns eða tekjutengdar greiðslur skv. III. kafla laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, sbr. a–e-liði 2. mgr. 13. gr. a. [Þegar um er að ræða 100% greiðslur á viðmiðunartímabili úr Fæðingarorlofssjóði, Atvinnuleysistryggingasjóði eða sjúkrasjóði stéttarfélags, bætur frá tryggingafélagi vegna tímabundins atvinnutjóns eða tekjutengdar greiðslur skv. III. kafla laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna sem foreldri átti rétt á skal taka mið af þeim viðmiðunartekjum sem þær greiðslur miðuðust við. Hafi foreldri hins vegar kosið að dreifa greiðslum skv. 3. málsl. hlutfallslega á lengri tíma samhliða hlutastarfi eða leyfi, launuðu eða ólaunuðu, skal taka mið af þeim viðmiðunartekjum sem þær greiðslur miðuðust við í sama hlutfalli og greiðslurnar voru inntar af hendi á því viðmiðunartímabili sem um ræðir. Sama á við hafi foreldri kosið að dreifa greiðslum skv. 3. málsl. hlutfallslega á lengri tíma enda þótt foreldri hafi ekki verið í ráðningarsambandi á sama tíma. Skal aldrei taka mið af hærri fjárhæð en sem nemur viðmiðunartekjum sem miða skal við samkvæmt framangreindu enda þótt foreldri hafi fengið mismuninn milli greiðslna skv. 3. málsl. og meðaltals heildarlauna bættan samhliða greiðslunum. [Þegar greiðslur skv. a- og b-lið 5. gr. laga um Ábyrgðasjóð launa koma til á viðmiðunartímabili skal taka mið af þeim viðmiðunartekjum sem þær greiðslur miðuðust við.] 2) Einungis skal miða við meðaltal heildarlauna fyrir þá mánuði á viðmiðunartímabili sem foreldri hefur verið á innlendum vinnumarkaði, sbr. einnig 2. mgr. 13. gr. a, án tillits til þess hvort laun skv. 2. málsl. eða reiknað endurgjald skv. 5. mgr. hafi komið til. Aldrei skal þó miða við færri mánuði en fjóra við útreikning á meðaltali heildarlauna.] 3)] 1)
Þrátt fyrir 2. mgr. skal mánaðarleg greiðsla Fæðingarorlofssjóðs til starfsmanns í fæðingarorlofi aldrei nema hærri fjárhæð en [370.000 kr.] 4)
Þegar starfsmaður uppfyllir skilyrði 1. mgr. en hefur ekki starfað á innlendum vinnumarkaði á viðmiðunartímabili skv. 2. mgr. skal hann öðlast rétt til lágmarksgreiðslna skv. [7. mgr.] 3) í samræmi við starfshlutfall hans.
[Mánaðarleg greiðsla Fæðingarorlofssjóðs til sjálfstætt starfandi einstaklings, sbr. 3. mgr. 7. gr., skal nema 80% af meðaltali reiknaðs endurgjalds sem greitt hefur verið tryggingagjald af … 2) og skal miða við tekjuárið á undan fæðingarári barns eða því ári er barn kemur inn á heimili við frumættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur. Að öðru leyti gilda ákvæði 2.–4. mgr. eins og við getur átt.] 1)
[Mánaðarleg greiðsla Fæðingarorlofssjóðs til foreldris sem er bæði starfsmaður og sjálfstætt starfandi einstaklingur, sbr. 2. og 3. mgr. 7. gr., skal nema 80% af meðaltali heildarlauna og reiknaðs endurgjalds sem greitt hefur verið tryggingagjald af … 2). Starfi viðkomandi foreldri sem starfsmaður skv. 2. mgr. 7. gr. í 50% eða hærra starfshlutfalli skal miða við viðmiðunartímabil skv. 2. mgr. Að öðrum kosti skal miða við viðmiðunartímabil skv. 5. mgr. Að öðru leyti gilda ákvæði 2.–5. mgr. eins og við getur átt.] 3)
Greiðsla í fæðingarorlofi til foreldris í 25–49% starfi í hverjum mánuði skal þó aldrei vera lægri en sem nemur [97.786 kr.] 4) á mánuði og greiðsla til foreldris í 50–100% starfi í hverjum mánuði skal aldrei vera lægri en sem nemur [135.525 kr.] 4) á mánuði.
Fjárhæð hámarksgreiðslu skv. 3. mgr. og lágmarksgreiðslu skv. [7. mgr.] 3) kemur til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála. Þó er [ráðherra] 5) heimilt, að fengnu samþykki ríkisstjórnar, að breyta greiðslufjárhæðinni til hækkunar ef verulegar breytingar verða á launaþróun og þjóðhagsforsendum frá afgreiðslu fjárlaga. Þegar áðurgreind skilyrði leiða til hækkunar á fjárhæð hámarks- eða lágmarksgreiðslna skal [ráðherra] 5) breyta fjárhæðinni í reglugerð. 6)
Greiðslur í fæðingarorlofi skulu inntar af hendi eftir á, fyrir undanfarandi mánuð eða hluta úr mánuði, fyrsta virkan dag hvers mánaðar.
Réttur foreldris til greiðslna í fæðingarorlofi er bundinn því að foreldri uppfylli skilyrði um rétt til fæðingarorlofs skv. 8. gr. Greiðslur frá vinnuveitanda til foreldris í fæðingarorlofi sem eru hærri en nemur mismun greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði og meðaltals heildarlauna foreldris skv. 2. eða 5. mgr. skulu koma til frádráttar greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. [Eingöngu skulu greiðslur frá vinnuveitanda sem ætlaðar eru fyrir það tímabil sem foreldri er í fæðingarorlofi koma til frádráttar greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði.] 1) Þó er heimilt að taka tillit til kjarasamningsbundinna launahækkana, annarra kjarasamningsbundinna greiðslna og launabreytinga sem rekja má til breytinga á störfum foreldris.
Foreldri á innlendum vinnumarkaði sem á rétt til fæðingarorlofs skv. 8. gr. en uppfyllir ekki skilyrði 1. mgr. á rétt á fæðingarstyrk skv. 18. gr., sbr. þó [12. mgr. 19. gr.] 1) Greiðslur frá vinnuveitanda til foreldris í fæðingarorlofi sem eru hærri en nemur mismun fjárhæðar fæðingarstyrks og meðaltals heildarlauna foreldris skulu koma til frádráttar styrknum. Við útreikning á meðaltali heildarlauna samkvæmt þessari málsgrein skal miða við tvo mánuði fyrir [fæðingarmánuð barns eða þann mánuð] 2) þegar barn kemur inn á heimili við ættleiðingu eða varanlegt fóstur.
[Þegar foreldri hefur starfað á innlendum vinnumarkaði a.m.k. síðasta mánuðinn á ávinnslutímabili skv. 1. mgr. skal Vinnumálastofnun, að því marki sem nauðsynlegt er, taka tillit til starfstímabila þess sem starfsmanns eða sjálfstætt starfandi einstaklings í öðru aðildarríki að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, Norðurlandasamningnum um almannatryggingar, stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða samningi milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar á ávinnslutímabilinu enda hafi störf foreldris veitt foreldrinu rétt samkvæmt lögum þess ríkis um fæðingarorlof. [Hafi foreldri hins vegar starfað á innlendum vinnumarkaði skemur en síðasta mánuðinn á ávinnslutímabili skv. 1. mgr. skal Vinnumálastofnun meta hvort viðkomandi foreldri teljist hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í skilningi laganna þannig að taka skuli, að því marki sem nauðsynlegt er, tillit til starfstímabila foreldris sem starfsmanns eða sjálfstætt starfandi einstaklings í öðru aðildarríki að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, Norðurlandasamningnum um almannatryggingar, stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða samningi milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar á ávinnslutímabilinu enda hafi störf foreldris veitt foreldrinu rétt samkvæmt lögum þess ríkis um fæðingarorlof.] 3) Skilyrði er að foreldri hafi hafið störf á innlendum vinnumarkaði innan tíu virkra daga frá því að það hætti störfum á vinnumarkaði í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, í öðru Norðurlandaríki, í öðru EFTA-ríki eða í Færeyjum. Foreldri skal láta tilskilin vottorð um áunnin starfstímabil og tryggingatímabil í öðru ríki í samræmi við ákvæði samninganna fylgja með umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði skv. 15. gr.
[Ráðherra] 5) er heimilt að kveða í reglugerð 6) nánar á um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, svo sem um mat á starfshlutfalli sjálfstætt starfandi einstaklinga, rétt þeirra sem gegna störfum á innlendum vinnumarkaði sem eru undanskilin greiðslu tryggingagjalds lögum samkvæmt, rétt þeirra sem hafa starfað í öðrum aðildarríkjum að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. einnig gerðir sem felldar hafa verið undir VI. viðauka samningsins, aðildarríkjum að Norðurlandasamningnum um almannatryggingar, stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða samningi milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar og hvaða greiðslna frá vinnuveitendum heimilt sé að taka tillit til við útreikninga skv. [10. mgr.] 3)] 1)] 7)
1)L. 74/2008, 8. gr. 2)L. 143/2012, 2. gr. 3)L. 136/2011, 3. gr. 4)L. 140/2013, 26. gr. 5)L. 162/2010, 22. gr. 6)Rg. 1218/2008, sbr. 632/2009, 573/2011, 1188/2017, 1207/2018 og 1238/2019. 7)L. 90/2004, 4. gr.
[13. gr. a. Þátttaka á vinnumarkaði.
[Þátttaka á innlendum vinnumarkaði í skilningi IV. kafla felur í sér að starfa sem starfsmaður, sbr. 2. mgr. 7. gr., eða sjálfstætt starfandi einstaklingur, sbr. 3. mgr. 7. gr. Fullt starf starfsmanns miðast við 172 vinnustundir á mánuði, en þó skal jafnan tekið tillit til fjölda vinnustunda sem samkvæmt kjarasamningi teljast fullt starf. Fullt starf sjálfstætt starfandi einstaklings miðast við að viðkomandi hafi greitt mánaðarlega staðgreiðsluskatt af reiknuðu endurgjaldi er nemur að lágmarki viðmiðunarfjárhæð ríkisskattstjóra í viðkomandi starfsgrein.] 1)
Til þátttöku á [innlendum] 1) vinnumarkaði telst enn fremur:
a. orlof eða leyfi samkvæmt lögum, kjarasamningi eða ráðningarsamningi þótt ólaunað sé að hluta eða öllu leyti,
b. sá tími sem foreldri fær greiddar atvinnuleysisbætur, er á biðtíma eftir slíkum bótum eða hefði átt rétt á þeim hefði foreldrið skráð sig án atvinnu samkvæmt gildandi lögum um atvinnuleysistryggingar,
c. sá tími sem foreldri fær greidda sjúkra- eða slysadagpeninga, er á biðtíma eftir dagpeningum eða hefði átt rétt á þeim hefði foreldri sótt um þá til [sjúkratryggingastofnunarinnar samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og lögum um slysatryggingar almannatrygginga], 2) eða fær greiðslur úr sjúkrasjóði stéttarfélags enda hafi foreldri látið af launuðum störfum af heilsufarsástæðum,
d. sá tími sem foreldri nýtur bóta frá tryggingafélagi sem koma í stað launa vegna tímabundins atvinnutjóns af völdum slysa,
e. sá tími er foreldri fær tekjutengdar greiðslur skv. III. kafla laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna eða hefði átt rétt á slíkum greiðslum hefði foreldri sótt um þær til Tryggingastofnunar ríkisins.
Vinnumálastofnun metur á grundvelli laga um atvinnuleysistryggingar hvort foreldri hefði átt rétt á atvinnuleysisbótum hefði það skráð sig án atvinnu á þeim tíma sem um er að ræða, sbr. b-lið 2. mgr.
[Sjúkratryggingastofnunin metur á grundvelli laga um sjúkratryggingar og laga um slysatryggingar almannatrygginga] 2) hvort foreldri hefði átt rétt á sjúkra- eða slysadagpeningum hefði það sótt um þá fyrir þann tíma sem um er að ræða, sbr. c-lið 2. mgr.
Tryggingastofnun ríkisins metur á grundvelli laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna hvort foreldri hefði átt rétt á tekjutengdum greiðslum skv. III. kafla laganna hefði það sótt um slíkar greiðslur [fyrir þann tíma sem um er að ræða, sbr. e-lið 2. mgr.] 1)] 3)
1)L. 136/2011, 4. gr. 2)L. 88/2015, 25. gr. 3)L. 74/2008, 9. gr.
14. gr. Uppsöfnun og vernd réttinda.
Meðan á fæðingarorlofi stendur greiðir foreldri að lágmarki 4% af fæðingarorlofsgreiðslu í lífeyrissjóð og Fæðingarorlofssjóður að lágmarki [11,5% mótframlag]. 1) Foreldri er að auki heimilt að greiða í séreignarsjóð … 2)
Fæðingarorlof reiknast til starfstíma við mat á starfstengdum réttindum, svo sem rétti til orlofstöku og lengingar orlofs samkvæmt kjarasamningum, starfsaldurshækkana, veikindaréttar, uppsagnarfrests og réttar til atvinnuleysisbóta.
Ákvæði 1. og 2. mgr. skulu jafnframt gilda um leyfi sem veitt er þungaðri konu skv. 11. gr.
1)L. 128/2018, 3. gr. 2)L. 74/2008, 10. gr.
15. gr. Umsókn til [Vinnumálastofnunar].1)
Foreldri, sbr. 1. mgr. 1. gr., skal sækja um greiðslu í fæðingarorlofi til [Vinnumálastofnunar] 1) sex vikum fyrir áætlaðan fæðingardag barns. [Vilji foreldri hefja fæðingarorlof fyrir áætlaðan fæðingardag, sbr. 2. mgr. 8. gr., ber því að tilkynna það Vinnumálastofnun þremur vikum fyrir fyrirhugaðan upphafsdag fæðingarorlofs.] 2)
[Umsóknin skal vera skrifleg á þar til gerðu eyðublaði og skal fylgja henni afrit af tilkynningum um fæðingarorlof skv. 9. gr. sem foreldrar hafa fengið samþykktar hjá vinnuveitendum sínum þar sem fram kemur fyrirhugaður upphafsdagur, lengd og tilhögun fæðingarorlofs hvors foreldris fyrir sig. Þegar foreldri er sjálfstætt starfandi einstaklingur skal það tekið fram í umsókninni og tilgreint um fyrirhugaðan upphafsdag, lengd og tilhögun fæðingarorlofs. Umsóknin skal undirrituð af foreldrum, enda fari þeir báðir með forsjá barnsins. Skal forsjárlaust foreldri undirrita umsókn uppfylli það skilyrði 7. mgr. 8. gr. Gildir hið sama þótt annað foreldrið sé utan vinnumarkaðar eða í námi, sbr. 2. mgr. 1. gr., en skal þess getið í umsókn sé jafnframt sótt um fæðingarstyrk fyrir það foreldri skv. VI. kafla.] 2)
[Útreikningur á greiðslum til foreldris í fæðingarorlofi skal byggjast á upplýsingum sem [Vinnumálastofnun] 1) aflar um tekjur foreldra úr skattframtölum, staðgreiðsluskrá og tryggingagjaldsskrá skattyfirvalda. [Vinnumálastofnun] 1) skal leita staðfestingar hjá skattyfirvöldum á því að upplýsingar úr staðgreiðsluskrá og tryggingagjaldsskrá hafi verið í samræmi við álagningu skattyfirvalda [vegna viðmiðunartímabila] 2) skv. [2., 5. og 6. mgr.] 3) 13. gr. [Vinnumálastofnun ber að upplýsa umsækjanda um fyrirhugaða upplýsingaöflun í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679.] 4)
Skattyfirvöld skulu láta [Vinnumálastofnun] 1) í té upplýsingar sem nauðsynlegar eru við framkvæmd laga þessara.
[Þegar foreldri getur ekki tekið fæðingarorlof á þeim tíma er það tilkynnti Vinnumálastofnun um skv. 2. mgr. vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna ber foreldri að tilkynna Vinnumálastofnun skriflega um breytinguna á þar til gerðu eyðublaði. Vinnuveitandi foreldris skal staðfesta samþykki sitt um breytingu á tilhögun fæðingarorlofs foreldris með undirritun sinni.] 2)] 5)
Ráðherra er heimilt að kveða í reglugerð 6) nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis.
1)L. 155/2006, 3. gr. 2)L. 74/2008, 11. gr. 3)L. 136/2011, 5. gr. 4)L. 48/2019, 5. gr. 5)L. 90/2004, 5. gr. 6)Rg. 1218/2008.
[15. gr. a. Leiðrétting á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði.
Hafi breytingar orðið á tekjuskattsálagningu foreldris vegna tekna sem greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði eru byggðar á, sbr. 3. mgr. 15. gr., skal [Vinnumálastofnun] 1) leiðrétta greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til samræmis við álagningu skattyfirvalda.
Hafi foreldri fengið hærri greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði en því bar samkvæmt álagningu skattyfirvalda eða af öðrum ástæðum ber foreldri að endurgreiða þá fjárhæð sem ofgreidd var að viðbættu 15% álagi. Fella skal niður álagið samkvæmt þessari málsgrein færi foreldri rök fyrir því að því verði eigi kennt um þá annmarka er leiddu til ákvörðunar [Vinnumálastofnunar]. 1)
Heimilt er að skuldajafna ofgreiddum greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði á móti inneign foreldris vegna ofgreiddra skatta, barnabóta og vaxtabóta samkvæmt lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt … 2). [Ráðherra er fer með tekjuöflun ríkisins] 3) skal setja í reglugerð 4) nánari reglur um skuldajöfnun og forgangsröð.
Um innheimtu ofgreidds fjár úr Fæðingarorlofssjóði fer skv. [3. gr. laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda] 5) … 2). [Ráðherra] 6) getur þó falið sérstökum innheimtuaðila að annast innheimtu.
Hafi foreldri fengið lægri greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði en því bar samkvæmt álagningu skattyfirvalda ber [Vinnumálastofnun] 1) að greiða þá fjárhæð sem vangreidd var til foreldris ásamt vöxtum fyrir það tímabil sem féð var í vörslu Fæðingarorlofssjóðs. Skulu vextir þessir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir á hverjum tíma skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Sama á við þegar niðurstaða úrskurðarnefndar [velferðarmála] 7) leiðir til þess að foreldri hafi átt rétt á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði en hafi áður verið synjað um greiðslur eða reiknaðar lægri greiðslur. Þegar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði eru vangreiddar vegna skorts á upplýsingum falla vextir niður.
[Ákvarðanir Vinnumálastofnunar um endurkröfu ofgreiddra greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði skv. 2. mgr. eru aðfararhæfar.] 8)] 9)
1)L. 155/2006, 4. gr. 2)L. 129/2004, 139. gr. 3)L. 126/2011, 310. gr. 4)Rg. 990/2001, sbr. 347/2006. Rg. 555/2004, sbr. 346/2006. Rg. 1218/2008. 5)L. 150/2019, 22. gr. 6)L. 162/2010, 22. gr. 7)L. 85/2015, 13. gr. 8)L. 134/2009, 30. gr. 9)L. 90/2004, 6. gr.
[15. gr. b. Eftirlit.
[Vinnumálastofnun skal annast eftirlit með framkvæmd laganna. [Ráðherra] 1) er þó heimilt að ákveða annað fyrirkomulag í reglugerð.] 2)
[Skattyfirvöld skulu láta Vinnumálastofnun í té upplýsingar sem nauðsynlegar eru eftirliti með framkvæmd laganna enda hafi umsækjandi verið upplýstur um það.] 2)
[Ráðherra] 1) setur nánari reglur í reglugerð 3) um framkvæmd eftirlitsins.] 4)
1)L. 162/2010, 22. gr. 2)L. 74/2008, 13. gr. 3)Rg. 1218/2008. 4)L. 90/2004, 6. gr.
V. kafli. Undanþágutilvik.
16. gr. Fjölburafæðingar.
Foreldrar eiga sameiginlegan rétt á lengingu fæðingarorlofs um þrjá mánuði fyrir hvert barn umfram eitt [sem fæðist á lífi] 1) [eða fæðist andvana eftir 22 vikna meðgöngu]. 2)
[Foreldrar sem ættleiða eða taka í varanlegt fóstur fleiri börn en eitt á sama tíma eiga sameiginlegan rétt á lengingu fæðingarorlofs um þrjá mánuði fyrir hvert barn umfram eitt.
Um greiðslur fer skv. 13. gr.] 1)
1)L. 90/2004, 7. gr. 2)L. 18/2016, 2. gr.
17. gr. Veikindi barns eða móður.
[Heimilt er að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til fæðingarorlofs um allt að sjö mánuði ef um er að ræða alvarlegan sjúkleika barns eða alvarlega fötlun sem krefst nánari umönnunar foreldris. Rökstyðja skal þörf fyrir lengingu á fæðingarorlofi með vottorði sérfræðilæknis. Vinnumálastofnun skal meta hvort lenging fæðingarorlofs sé nauðsynleg og er stofnuninni heimilt að óska eftir umsögn frá öðrum sérfræðilækni við matið.] 1)
… 1)
Heimilt er að framlengja fæðingarorlof móður um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda hennar í tengslum við fæðingu [enda hafi hún í fæðingarorlofi sínu verið ófær um að annast barn sitt vegna veikindanna að mati sérfræðilæknis]. 2)
Sé þungaðri konu nauðsynlegt af heilsufarsástæðum [að mati sérfræðilæknis að leggja niður launuð störf eða hætta þátttöku á vinnumarkaði skv. b-lið 2. mgr. 13. gr. a] 2) meira en mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag barns skal hún eiga rétt á greiðslum í fæðingarorlofi þann tíma en þó aldrei lengur en tvo mánuði. Beri fæðingu að fyrir áætlaðan fæðingardag barns fellur heimild til lengingar samkvæmt þessu ákvæði niður frá þeim tíma. Ráðherra skal setja í reglugerð 3) nánari skilyrði um framkvæmd þessa ákvæðis.
Rökstyðja skal þörf fyrir lengingu á fæðingarorlofi skv. 1.–4. mgr. með vottorði [sérfræðilæknis]. 4) [Vinnumálastofnun er heimilt að óska eftir umsögn frá öðrum [sérfræðilækni] 4) um hvort lenging fæðingarorlofs sé nauðsynleg samkvæmt ákvæði þessu. Synjun Vinnumálastofnunar um lengingu fæðingarorlofs er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar [velferðarmála], 5) sbr. 5. gr.] 6)
Umsókn um lengingu fæðingarorlofs skv. 4. mgr. skal fylgja staðfesting vinnuveitanda [og/eða Vinnumálastofnunar eftir því sem við á]. 2) Í þeirri staðfestingu skal koma fram hvenær [greiðslur] 2) féllu niður.
Um greiðslur fer skv. 13. gr.
1)L. 143/2012, 3. gr. 2)L. 136/2011, 6. gr. 3)Rg. 1218/2008. 4)L. 74/2008, 14. gr. 5)L. 85/2015, 13. gr. 6)L. 155/2006, 5. gr.
VI. kafli. Foreldrar utan vinnumarkaðar og í námi.
18. gr. Fæðingarstyrkur til foreldris utan vinnumarkaðar.
Foreldrar utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi eiga sjálfstæðan rétt til fæðingarstyrks í allt að [fjóra] 1) mánuði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar barns eða töku barns í varanlegt fóstur. Þessi réttur er ekki framseljanlegur. Auk þessa eiga foreldrar sameiginlegan rétt á fæðingarstyrk í [tvo] 1) mánuði til viðbótar sem annað foreldri getur fengið í heild eða foreldrar skipt honum með sér. Réttur til fæðingarstyrks [vegna fæðingar] 2) fellur niður er barnið nær [24 mánaða aldri]. 3)
[Þrátt fyrir 1. mgr. skal foreldri sem er utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði öðlast rétt til fæðingarstyrks í allt að [tíu] 1) mánuði hafi hitt foreldrið andast á meðgöngu barns og barnið fæðist lifandi.] 4) [Hið sama gildir um einhleypa móður sem hefur gengist undir tæknifrjóvgun eða einhleypt foreldri sem hefur ættleitt barn eða tekið barn í varanlegt fóstur.] 3)
[Fæðingarstyrkur skal vera [59.137 kr.] 5) á mánuði. Foreldri skal eiga lögheimili hér á landi við fæðingu barns, ættleiðingu eða varanlegt fóstur og hafa átt lögheimili hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir þann tíma.
[Hafi foreldri haft lögheimili hér á landi [í a.m.k. einhvern tíma í síðasta mánuði fyrir fæðingardag barns eða þann dag er barn kemur inn á heimili vegna frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur] 6) skal Vinnumálastofnun, að því marki sem nauðsynlegt er, taka tillit til búsetutímabila foreldris í öðru aðildarríki að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, Norðurlandasamningnum um almannatryggingar, stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða samningi milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar … 6) þegar metið er hvort foreldri fullnægi lögheimilisskilyrði skv. 3. mgr. enda hafi foreldri verið tryggt á sama tíma í því ríki og ekki hefur liðið meira en mánuður frá því að tryggingatímabili samkvæmt lögum þess ríkis var lokið. Foreldri skal láta tilskilin vottorð um búsetutímabil og tryggingatímabil í öðru ríki í samræmi við ákvæði samninganna fylgja með umsókn um greiðslur … 6) skv. 23. gr.] 4)
Fjárhæð fæðingarstyrks kemur til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála. Þó er [ráðherra] 7) heimilt, að fengnu samþykki ríkisstjórnar, að breyta styrkfjárhæðinni til hækkunar ef verulegar breytingar verða á launaþróun og þjóðhagsforsendum frá afgreiðslu fjárlaga. Þegar áðurgreind skilyrði leiða til hækkunar á fjárhæð fæðingarstyrks skal [ráðherra] 7) breyta fjárhæðinni í reglugerð. 8)] 2)
Vegna ættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur skal greiðsla fæðingarstyrks til foreldra miðast við þann tíma þegar barnið kemur inn á heimilið, enda staðfesti barnaverndarnefnd eða aðrir til þess bærir aðilar ráðstöfunina. [Í þeim tilvikum þegar barnið kemur inn á heimilið og um er að ræða reynslutíma áður en til ættleiðingar eða varanlegs fósturs getur komið er heimilt að miða við upphaf þess tíma enda staðfesti barnaverndarnefnd eða aðrir til þess bærir aðilar ráðstöfunina.] 6) Ef foreldrar þurfa að sækja barnið til annarra landa getur greiðsla fæðingarstyrks til foreldra miðast við upphaf ferðar, enda hafi viðkomandi yfirvöld eða stofnun staðfest að barn fáist ættleitt. [Réttur til fæðingarstyrks vegna ættleiðingar eða varanlegs fósturs fellur niður [24 mánuðum] 3) eftir að barnið kom inn á heimilið.] 2)
Réttur foreldris til fæðingarstyrks er bundinn því að það fari sjálft með forsjá barnsins eða hafi sameiginlega forsjá ásamt hinu foreldri þess þegar greiðsla fæðingarstyrks hefst, [sbr. þó 8. mgr.] 4)
[Forsjárlaust foreldri á rétt til fæðingarstyrks liggi fyrir samþykki þess foreldris sem fer með forsjána um að forsjárlausa foreldrið hafi umgengni við barnið þann tíma sem greiðsla fæðingarstyrks stendur yfir.] 4)
Greiðslur fæðingarstyrks til foreldris skulu inntar af hendi eftir á, fyrir undanfarandi mánuð, fyrsta virkan dag hvers mánaðar.
Ef annað foreldrið notar hluta af sameiginlegum rétti foreldra til fæðingarorlofs og nýtur greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði skv. 13. gr. styttist greiðslutímabil fæðingarstyrks sem því nemur.
[Ef annað foreldrið andast áður en barn nær 18 mánaða aldri færist sá réttur til fæðingarstyrks sem hinn látni hefur ekki þegar nýtt sér yfir til eftirlifandi foreldris. Þegar um ættleiðingu eða varanlegt fóstur er að ræða skal miða við tímamark [6. mgr.] 4) um brottfall réttinda. Við tilfærsluna verður réttur hins látna foreldris að þeim réttindum er hið eftirlifandi foreldri hefur áunnið sér samkvæmt lögum þessum.] 2)
[Foreldri sem er ófært vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss eða afplánunar refsivistar um að annast barn sitt á fyrstu 18 mánuðunum eftir fæðingu þess er heimilt að framselja rétt sinn til fæðingarstyrks sem það hefur ekki þegar nýtt sér til hins foreldrisins að hluta eða öllu leyti. Hið sama gildir þegar foreldri er ófært um að annast barn sitt af sömu ástæðum á fyrstu 18 mánuðunum eftir að barn kemur inn á heimili við frumættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur. Á þetta við hvort sem foreldrar fara sameiginlega með forsjá barnsins eða ekki. Heimilt er að veita undanþágu frá samþykki foreldris um framsal réttinda þegar foreldri er ófært um að veita samþykki sitt vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss og skal þá Vinnumálastofnun meta hvort skilyrðum um framsal réttindanna sé fullnægt. Ástand foreldris vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss sem leiðir til þess að foreldrið er ófært um að annast barnið á fyrrgreindu tímabili eða veita samþykki sitt um framsal réttinda sinna skal staðfest með læknisvottorði þess sérfræðilæknis sem annast foreldrið. Fangelsismálayfirvöld skulu staðfesta að foreldrið muni afplána refsivist á fyrrgreindu tímabili. Við tilfærsluna verður réttur þess foreldris sem framselur rétt sinn að þeim réttindum er hitt foreldrið hefur áunnið sér samkvæmt lögum þessum.
Ráðherra er heimilt að kveða í reglugerð nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis.] 4)
1)L. 149/2019, 2. gr. 2)L. 90/2004, 8. gr. 3)L. 143/2012, 4. gr. 4)L. 74/2008, 15. gr. 5)L. 140/2013, 27. gr. 6)L. 136/2011, 7. gr. 7)L. 162/2010, 22. gr. 8)Rg. 1218/2008, sbr. 573/2011, 1188/2017, 1207/2018 og 1238/2019.
19. gr. Fæðingarstyrkur til foreldra í fullu námi.
[Foreldrar sem hafa verið í fullu námi í a.m.k. sex mánuði á síðustu tólf mánuðum fyrir fæðingu barns, frumættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur [og staðist kröfur um námsframvindu á þeim tíma] 1) eiga sjálfstæðan rétt til fæðingarstyrks í allt að [fjóra] 2) mánuði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur. Þessi réttur er ekki framseljanlegur. Auk þess eiga foreldrar sameiginlegan rétt á fæðingarstyrk í [tvo] 2) mánuði til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið í heild eða foreldrar skipt með sér. Foreldri skal leggja fram staðfestingu frá viðkomandi skóla um að það hafi verið skráð í fullt nám [og hafi staðist kröfur um námsframvindu á þeim tíma]. 1) Heimilt er að taka tillit til ástundunar náms í stað námsárangurs á þeirri skólaönn sem barn fæðist. Réttur til fæðingarstyrks vegna fæðingar fellur niður er barnið nær [24] 3) mánaða aldri.] 4)
[Þrátt fyrir 1. mgr. skal foreldri sem hefur verið í fullu námi í a.m.k. sex mánuði á síðustu tólf mánuðum fyrir fæðingu barns, frumættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur [og staðist kröfur um námsframvindu á þeim tíma] 1) öðlast rétt til fæðingarstyrks í [allt að [tíu] 2)] 5) mánuði hafi hitt foreldrið andast á meðgöngu barns og barnið fæðist lifandi.] 4) [Hið sama gildir um einhleypa móður sem hefur gengist undir tæknifrjóvgun eða einhleypt foreldri sem hefur ættleitt barn eða tekið barn í varanlegt fóstur.] 3)
[Fæðingarstyrkur til foreldris í fullu námi skal vera [135.525 kr.] 5) á mánuði. Að jafnaði skal foreldri eiga lögheimili hér á landi við fæðingu barns, ættleiðingu eða varanlegt fóstur og hafa átt lögheimili hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir þann tíma. Heimilt er þó að veita undanþágu frá lögheimilisskilyrði hafi foreldri flutt lögheimili sitt tímabundið vegna náms erlendis enda hafi foreldri átt lögheimili hér á landi samfellt í a.m.k. fimm ár fyrir flutning. [Hið sama gildir þegar foreldri hefur flutt lögheimili sitt tímabundið og stundar fjarnám við íslenskan skóla á þeim tíma enda hafi foreldri átt lögheimili hér á landi samfellt í a.m.k. fimm ár fyrir flutning og fullnægir öðrum skilyrðum um fæðingarstyrk til foreldra í fullu námi.] 4) Njóti foreldri greiðslu vegna sömu fæðingar, ættleiðingar eða varanlegs fósturs í búsetulandinu kemur hún til frádráttar fæðingarstyrknum, sbr. [5. mgr.] 1) 33. gr.
[Hafi foreldri haft lögheimili hér á landi [í a.m.k. einhvern tíma í síðasta mánuði fyrir fæðingardag barns eða þann dag sem barn kemur inn á heimili vegna frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur] 1) skal Vinnumálastofnun, að því marki sem nauðsynlegt er, taka tillit til búsetutímabila foreldris í öðru aðildarríki að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, Norðurlandasamningnum um almannatryggingar, stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða samningi milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar … 1) þegar metið er hvort foreldri fullnægi lögheimilisskilyrði skv. 3. mgr. enda hafi foreldri verið tryggt á sama tíma í því ríki og ekki hefur liðið meira en mánuður frá því að tryggingatímabili samkvæmt lögum þess ríkis var lokið. Foreldri skal láta tilskilin vottorð um búsetutímabil og tryggingatímabil í öðru ríki í samræmi við ákvæði samninganna fylgja með umsókn um greiðslur … 1) skv. 23. gr.] 4)
Fjárhæð fæðingarstyrks kemur til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála. Þó er [ráðherra] 6) heimilt, að fengnu samþykki ríkisstjórnar, að breyta styrkfjárhæðinni til hækkunar ef verulegar breytingar verða á launaþróun og þjóðhagsforsendum frá afgreiðslu fjárlaga. Þegar áðurgreind skilyrði leiða til hækkunar á fjárhæð fæðingarstyrks skal [ráðherra] 6) breyta fjárhæðinni í reglugerð. 7)] 8)
Vegna ættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur skal greiðsla fæðingarstyrks til foreldra miðast við þann tíma þegar barnið kemur inn á heimilið, enda staðfesti barnaverndarnefnd eða aðrir til þess bærir aðilar ráðstöfunina. [Í þeim tilvikum þegar barnið kemur inn á heimilið og um er að ræða reynslutíma áður en til ættleiðingar eða varanlegs fósturs getur komið er heimilt að miða við upphaf þess tíma enda staðfesti barnaverndarnefnd eða aðrir til þess bærir aðilar ráðstöfunina.] 1) Ef foreldrar þurfa að sækja barnið til annarra landa getur greiðsla fæðingarstyrks til foreldra miðast við upphaf ferðar, enda hafi viðkomandi yfirvöld eða stofnun staðfest að barn fáist ættleitt. [Réttur til fæðingarstyrks vegna ættleiðingar eða varanlegs fósturs fellur niður [24] 3) mánuðum eftir að barnið kom inn á heimilið.] 4)
Réttur foreldris til fæðingarstyrks er bundinn því að það fari sjálft með forsjá barnsins eða hafi sameiginlega forsjá ásamt hinu foreldri þess þegar greiðsla fæðingarstyrks hefst, [sbr. þó 8. mgr.] 4)
[Forsjárlaust foreldri á rétt til fæðingarstyrks liggi fyrir samþykki þess foreldris sem fer með forsjána um að forsjárlausa foreldrið hafi umgengni við barnið þann tíma sem greiðsla fæðingarstyrks stendur yfir.] 4)
Greiðslur fæðingarstyrks til foreldris skulu inntar af hendi eftir á, fyrir undanfarandi mánuð, fyrsta virkan dag hvers mánaðar.
Ef annað foreldrið tekur hluta af sameiginlegum rétti foreldra til fæðingarorlofs og nýtur greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði skv. 13. gr. styttist greiðslutímabil fæðingarstyrks sem því nemur.
[Heimilt er að greiða foreldri fæðingarstyrk skv. 1. mgr. þrátt fyrir að skilyrði um [fullt] 1) nám í a.m.k. sex mánuði á síðustu 12 mánuðum fyrir fæðingu barns, ættleiðingu eða varanlegt fóstur sé ekki uppfyllt hafi foreldri verið [samfellt] 1) í a.m.k. sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fram til þess að námið hófst.
Enn fremur er heimilt að greiða foreldri fæðingarstyrk sem námsmanni þegar foreldri hefur lokið a.m.k. einnar annar námi skv. 1. mgr. og hefur síðan verið samfellt á [innlendum] 1) vinnumarkaði. Skilyrði er að nám og starf hafi verið samfellt í a.m.k. sex mánuði.
[Heimilt er að greiða móður fæðingarstyrk skv. 1. mgr. þó að hún uppfylli ekki skilyrði um [að hafa staðist kröfur um námsframvindu] 1) og/eða ástundun enda hafi hún ekki getað stundað nám á meðgöngu vegna heilsufarsástæðna. Móðir skal leggja fram vottorð sérfræðilæknis sem annast hefur hana á meðgöngu því til staðfestingar ásamt staðfestingu frá skóla um að hún hafi verið skráð í fullt nám. Vinnumálastofnun er heimilt að óska eftir umsögn frá öðrum sérfræðilækni.] 4)
Ef annað foreldrið andast áður en barn nær 18 mánaða aldri færist sá réttur til fæðingarstyrks sem hinn látni hefur ekki þegar nýtt sér yfir til eftirlifandi foreldris. Þegar um ættleiðingu eða varanlegt fóstur er að ræða skal miða við tímamark [6. mgr.] 4) um brottfall réttinda. Við tilfærsluna verður réttur hins látna foreldris að þeim réttindum er hið eftirlifandi foreldri hefur áunnið sér samkvæmt lögum þessum.
[Foreldri sem er ófært vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss eða afplánunar refsivistar um að annast barn sitt á fyrstu 18 mánuðunum eftir fæðingu þess er heimilt að framselja rétt sinn til fæðingarstyrks sem það hefur ekki þegar nýtt sér til hins foreldrisins að hluta eða öllu leyti. Hið sama gildir þegar foreldri er ófært um að annast barn sitt af sömu ástæðum á fyrstu 18 mánuðunum eftir að barn kemur inn á heimili við frumættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur. Á þetta við hvort sem foreldrar fara sameiginlega með forsjá barnsins eða ekki. Heimilt er að veita undanþágu frá samþykki foreldris um framsal réttinda þegar foreldri er ófært um að veita samþykki sitt vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss og skal þá Vinnumálastofnun meta hvort skilyrðum um framsal réttindanna sé fullnægt. Ástand foreldris vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss sem leiðir til þess að foreldrið er ófært um að annast barnið á fyrrgreindu tímabili eða veita samþykki sitt um framsal réttinda sinna skal staðfest með læknisvottorði þess sérfræðilæknis sem annast foreldrið. Fangelsismálayfirvöld skulu staðfesta að foreldrið muni afplána refsivist á fyrrgreindu tímabili. Við tilfærsluna verður réttur þess foreldris sem framselur rétt sinn að þeim réttindum er hitt foreldrið hefur áunnið sér samkvæmt lögum þessum.] 4)
Ráðherra er heimilt að kveða í reglugerð 7) nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis.] 8)
1)L. 136/2011, 8. gr. 2)L. 149/2019, 3. gr. 3)L. 143/2012, 5. gr. 4)L. 74/2008, 16. gr. 5)L. 140/2013, 28. gr. 6)L. 162/2010, 22. gr. 7)Rg. 1218/2008, sbr. 573/2011, 1188/2017, 1207/2018 og 1238/2019. 8)L. 90/2004, 9. gr.
20. gr. Réttur til greiðslu fæðingarstyrks vegna andvanafæðingar og fósturláts.
Foreldrar eiga [sjálfstæðan rétt til fæðingarstyrks í allt að þrjá mánuði hvort um sig] 1) [frá þeim degi er andvanafæðing á sér stað] 2) eftir 22 vikna meðgöngu. Sé um að ræða fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu eiga foreldrar sameiginlegan rétt til fæðingarstyrks í allt að tvo mánuði [frá þeim degi er fósturlátið á sér stað]. 2)
Ef annað foreldrið tekur fæðingarorlof skv. 12. gr. og nýtur greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði skv. 13. gr. styttist greiðslutímabil fæðingarstyrks sem því nemur.
1)L. 18/2016, 3. gr. 2)L. 136/2011, 9. gr.
21. gr. Fjölburafæðingar.
[Foreldrar eiga sameiginlegan rétt til fæðingarstyrks í þrjá mánuði til viðbótar fyrir hvert barn umfram eitt sem fæðist á lífi [eða fæðist andvana eftir 22 vikna meðgöngu]. 1)
Foreldrar sem ættleiða eða taka í varanlegt fóstur fleiri börn en eitt á sama tíma eiga sameiginlegan rétt til fæðingarstyrks í þrjá mánuði til viðbótar fyrir hvert barn umfram eitt.] 2)
Ef annað foreldrið tekur fæðingarorlof skv. 16. gr. og nýtur greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði skv. 13. gr. styttist greiðslutímabil fæðingarstyrks sem því nemur.
1)L. 18/2016, 2. gr. 2)L. 74/2008, 17. gr.
22. gr. Veikindi barns eða móður.
[Heimilt er að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til fæðingarstyrks um allt að sjö mánuði ef um er að ræða alvarlegan sjúkleika barns eða alvarlega fötlun sem krefst nánari umönnunar foreldris. Rökstyðja skal þörf fyrir lengingu á fæðingarstyrk með vottorði sérfræðilæknis. Vinnumálastofnun skal meta hvort lenging fæðingarstyrks sé nauðsynleg og er stofnuninni heimilt að óska eftir umsögn frá öðrum sérfræðilækni við matið.] 1)
Heimilt er að framlengja rétt til fæðingarstyrks til móður um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda hennar í tengslum við fæðingu [enda hafi hún þann tíma sem fæðingarstyrkur var greiddur verið ófær um að annast barn sitt vegna veikindanna að mati sérfræðilæknis]. 2)
Rökstyðja skal þörf fyrir framlengingu á rétti til fæðingarstyrks skv. 1.–3. mgr. 3) með vottorði [sérfræðilæknis]. 4) [Vinnumálastofnun er heimilt að óska eftir umsögn frá öðrum [sérfræðilækni] 4) um hvort lenging á rétti til fæðingarstyrks sé nauðsynleg samkvæmt ákvæði þessu. Synjun Vinnumálastofnunar um lengingu á rétti til fæðingarstyrks er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar [velferðarmála], 5) sbr. 5. gr.] 6)
Ef annað foreldrið tekur fæðingarorlof skv. 17. gr. og nýtur greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði skv. 13. gr. styttist greiðslutímabil fæðingarstyrks [skv. 1.–3. mgr. 3)] 2) sem því nemur.
1)L. 143/2012, 6. gr. 2)L. 136/2011, 10. gr. 3)Nú 1.–2. mgr. 4)L. 74/2008, 18. gr. 5)L. 85/2015, 13. gr. 6)L. 155/2006, 6. gr.
23. gr. Umsókn til [Vinnumálastofnunar].1)
Foreldri, sbr. 2. mgr. 1. gr., skal sækja um fæðingarstyrk til [Vinnumálastofnunar] 1) þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag barns, sbr. þó 15. gr.
Umsóknin skal vera skrifleg og skal þar tilgreina fyrirhugaðan upphafsdag greiðslu fæðingarstyrks til foreldris og lengd greiðslutímabils. Skal jafnframt tilgreina fyrirhugaða skiptingu [á sameiginlegum rétti til fæðingarstyrks] 2) milli foreldra barns. [Umsóknin skal undirrituð af tilvonandi foreldrum, enda fari þeir báðir með forsjá barnsins.] 3) Gildir hið sama þótt annað foreldrið sé á vinnumarkaði, sbr. 1. mgr. 1. gr.
Ráðherra er heimilt að kveða í reglugerð 4) nánar á um tilhögun á afgreiðslu [Vinnumálastofnunar]. 1)
1)L. 155/2006, 7. gr. 2)L. 136/2011, 11. gr. 3)L. 65/2006, 35. gr. 4)Rg. 1218/2008.
VII. kafli. Foreldraorlof.
24. gr. Réttur foreldra til töku foreldraorlofs.
Foreldri, sbr. 1. mgr. 1. gr., skal eiga rétt á foreldraorlofi í [fjóra mánuði] 1) til að annast barn sitt.
Réttur til foreldraorlofs stofnast við fæðingu barns. Við ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur er miðað við þann tíma þegar barnið kemur inn á heimilið, enda staðfesti barnaverndarnefnd eða aðrir til þess bærir aðilar ráðstöfunina. Ef foreldri þarf að sækja barnið til annarra landa getur foreldraorlof hafist við upphaf ferðar, enda hafi viðkomandi yfirvöld eða stofnun staðfest að barn fáist ættleitt.
Réttur til foreldraorlofs fellur niður er barnið nær átta ára aldri. [Hafi réttur til foreldraorlofs fallið niður ónýttur að hluta eða öllu leyti við átta ára aldur barns verður sá réttur virkur aftur komi til þess að barn greinist síðar með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun, en áður en það verður fullra átján ára.] 2)
Hvort foreldri um sig á sjálfstæðan rétt til foreldraorlofs sem er ekki framseljanlegur.
Foreldraorlofi fylgir ekki réttur til greiðslu launa úr Fæðingarorlofssjóði.
1)L. 136/2011, 12. gr., sbr. einnig 16. gr. s.l. 2)L. 22/2006, 20. gr.
25. gr. Skipulag foreldraorlofs.
Foreldri skal eiga rétt á að taka foreldraorlof í einu lagi.
Með samkomulagi við vinnuveitanda er starfsmanni þó heimilt að haga foreldraorlofi með öðrum hætti, t.d. þannig að orlofið skiptist niður á fleiri tímabil og/eða það verði tekið samhliða minnkuðu starfshlutfalli.
Vinnuveitandi skal leitast við að koma til móts við óskir starfsmanns um tilhögun foreldraorlofs.
Starfsmanni er óheimilt nema með sérstöku samþykki vinnuveitanda að taka lengra foreldraorlof en [fjóra mánuði] 1) á hverju 12 mánaða tímabili.
1)L. 136/2011, 12. gr., sbr. einnig 16. gr. s.l.
26. gr. Tilkynning um foreldraorlof.
Starfsmaður öðlast rétt til foreldraorlofs eftir að hafa starfað samfellt í sex mánuði hjá sama vinnuveitanda. [Á það við hvort sem starfsmaðurinn hefur verið ráðinn tímabundið eða ótímabundið.] 1)
Starfsmaður sem hyggst nýta sér rétt til foreldraorlofs skal tilkynna það vinnuveitanda eins fljótt og kostur er og í síðasta lagi sex vikum fyrir fyrirhugaðan upphafsdag orlofs. Tilkynning um töku foreldraorlofs skal vera skrifleg og skal þar tilgreina fyrirhugaðan upphafsdag orlofsins, lengd og tilhögun. Skal vinnuveitandi árita tilkynninguna um móttökudagsetningu og afhenda starfsmanninum afrit hennar.
Vinnuveitandi skal skrá töku foreldraorlofs þannig að starfsmaður geti fengið vottorð um fjölda tekinna foreldraorlofsdaga óski hann þess.
1)L. 136/2011, 13. gr.
27. gr. Frestun eða aðrar breytingar á tilhögunforeldraorlofs.
Geti vinnuveitandi ekki fallist á óskir starfsmanns um tilhögun foreldraorlofs skal hann að höfðu samráði við starfsmann tilkynna um aðra tilhögun innan viku frá móttökudagsetningu tilkynningar, sbr. 2. mgr. 26. gr. Skal það gert skriflega, ástæður tilgreindar og ef um frestun er að ræða skal tekið fram hve lengi frestunin varir.
Frestun er eingöngu heimil þegar fyrir hendi eru sérstakar aðstæður í rekstri fyrirtækis/stofnunar sem gera slíkt nauðsynlegt. Svo er t.d. ef um er að ræða árstíðabundin störf, ef ekki tekst að finna hæfan staðgengil, ef umtalsverður hluti starfsmanna sækir um foreldraorlof á sama tíma eða viðkomandi starfsmaður gegnir lykilhlutverki í æðstu stjórn fyrirtækis eða stofnunar.
Vinnuveitanda er aldrei heimilt að fresta foreldraorlofi lengur en í sex mánuði frá þeim tíma sem foreldraorlof átti að hefjast samkvæmt óskum starfsmanns nema með samþykki hans.
Óheimilt er að fresta foreldraorlofi sem er í beinu framhaldi af fæðingarorlofi eða ef barn veikist svo að nærvera foreldris er nauðsynleg. Einnig er frestun óheimil hafi vinnuveitandi fallist á orlofstökuna eða liðinn er frestur skv. 1. mgr. án svars frá vinnuveitanda.
Verði ákvörðun vinnuveitanda um frestun foreldraorlofs til þess að starfsmaður nær ekki að ljúka foreldraorlofi áður en barn hans nær átta ára aldri framlengist sá tími sem heimilt er að taka foreldraorlof á til þess dags er barn nær níu ára aldri.
28. gr. Vernd uppsafnaðra réttinda.
Þau réttindi sem starfsmaður hefur þegar áunnið sér eða er að ávinna sér á upphafsdegi foreldraorlofs skulu haldast óbreytt til loka orlofsins. Við lok orlofsins skulu þessi réttindi gilda, sem og breytingar sem kunna að hafa orðið á grundvelli laga eða kjarasamninga.
VIII. kafli. Sameiginleg ákvæði.
29. gr. Réttur til starfs.
Ráðningarsamband milli starfsmanns og vinnuveitanda helst óbreytt í fæðingar- og foreldraorlofi.
Starfsmaður skal eiga rétt á að hverfa aftur að starfi sínu að loknu fæðingar- eða foreldraorlofi. Sé þess ekki kostur skal hann eiga rétt á sambærilegu starfi hjá vinnuveitanda í samræmi við ráðningarsamning.
30. gr. Vernd gegn uppsögnum.
Óheimilt er að segja starfsmanni upp störfum vegna þess að hann hefur tilkynnt um fyrirhugaða töku fæðingar- eða foreldraorlofs skv. 9. eða 26. gr. eða er í fæðingar- eða foreldraorlofi nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sama gildir um uppsagnir þungaðrar konu og konu sem nýlega hefur alið barn.
31. gr. Skaðabótaskylda.
Brjóti vinnuveitandi gegn ákvæðum laga þessara varðar það skaðabótaskyldu samkvæmt almennum reglum.
[31. gr. a. Sektir.
Brot gegn lögum þessum geta varðað sektum sem renna í ríkissjóð.] 1)
1)L. 90/2004, 10. gr.
32. gr. Brottfall réttinda foreldra.
Réttur foreldra, sbr. 1. mgr. 1. gr., til fæðingar- og foreldraorlofs fellur niður frá þeim degi er foreldri lætur frá sér barn vegna ættleiðingar, uppeldis eða fósturs. Sama gildir um rétt foreldra, sbr. 2. mgr. 1. gr., til greiðslu fæðingarstyrks.
Í tilvikum skv. 1. mgr. skulu kynforeldrar, sbr. 1. mgr. 1. gr., eiga sameiginlegan rétt á tveggja mánaða fæðingarorlofi eftir fæðingu barns. Þá eiga foreldrar, sbr. 2. mgr. 1. gr., sameiginlega rétt á greiðslu fæðingarstyrks í tvo mánuði eftir fæðingu barns.
Ef annað foreldrið tekur hluta af sameiginlegum rétti foreldra til fæðingarorlofs skv. 2. mgr. og nýtur greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði skv. 13. gr. styttist greiðslutímabil fæðingarstyrks sem því nemur.
33. gr. Ósamrýmanleg réttindi.
[Foreldri sem nýtur greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar getur ekki á sama tímabili nýtt sér rétt sinn til fæðingarstyrks, greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði eða foreldraorlofs samkvæmt lögum þessum.
Foreldri sem nýtur slysadagpeninga samkvæmt lögum um [slysatryggingar almannatrygginga], 1) sjúkradagpeninga samkvæmt lögum um sjúkratryggingar eða endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð getur ekki á sama tímabili nýtt sér rétt sinn til fæðingarstyrks eða greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði samkvæmt lögum þessum.
Foreldri sem nýtur greiðslna samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna getur ekki á sama tímabili nýtt sér rétt sinn til fæðingarstyrks eða greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði samkvæmt lögum þessum.
Foreldri sem nýtur orlofslauna eða greiðslna vegna starfsloka getur ekki nýtt sér rétt sinn til fæðingarstyrks eða greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði samkvæmt lögum þessum á sama tímabili og þær greiðslur eiga við um.] 2)
Greiðslur frá öðrum ríkjum vegna sömu fæðingar og fyrir sama tímabil koma til frádráttar við greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði skv. 13. gr. og greiðslu fæðingarstyrks skv. 18. og 19. gr.
1)L. 88/2015, 25. gr. 2)L. 136/2011, 14. gr.
[33. gr. a. Fjárnám óheimilt.
Óheimilt er að gera fjárnám í greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði eða fæðingarstyrk samkvæmt lögum þessum sem ekki hafa verið greiddar til foreldris. Þá er jafnframt óheimilt að taka greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði eða fæðingarstyrk til greiðslu opinberra gjalda annarra en staðgreiðslu opinberra gjalda.] 1)
1)L. 74/2008, 20. gr.
34. gr. Milliríkjasamningar.
Við framkvæmd laga þessara skal tekið tillit til milliríkjasamninga á sviði almannatrygginga og félagsmála sem Ísland er aðili að.
35. gr. Reglugerðarheimild.
[Ráðherra] 1) er heimilt að setja reglugerð 2) um nánari framkvæmd laga þessara.
1)L. 162/2010, 22. gr. 2)Rg. 1218/2008, sbr. 632/2009, 573/2011, 1188/2017, 1207/2018 og 1238/2019. Rg. 442/2012. Rg. 860/2012. Rg. 617/2013. Rg. 1098/2013. Rg. 960/2015. Rg. 286/2019.
IX. kafli. Gildistaka.
36. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði um fæðingarorlof koma til framkvæmda 1. janúar 2001 … Ákvæði um fæðingarorlof taka til barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2001 eða síðar.
Þrátt fyrir orðalag 8. gr. skal sjálfstæður réttur föður til fæðingarorlofs vera einn mánuður frá og með 1. janúar 2001, tveir mánuðir frá og með 1. janúar 2002 og þrír mánuðir frá og með 1. janúar 2003.
Ákvæði um foreldraorlof veita foreldrum barna sem fædd eru, ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 1998 eða síðar rétt til töku foreldraorlofs.
X. kafli. Breytingar á öðrum lögum.
37.–38. gr. …
[Ákvæði til bráðabirgða.
Ráðherra skal í október 2020 leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga þar sem kveðið verði á um að foreldrar barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar skuli eiga rétt á tólf mánaða samanlögðu fæðingarorlofi og um skiptingu þess milli foreldra sem og um lengingu á rétti til fæðingarstyrks í tólf mánuði. Í því sambandi verði miðað við að hvort foreldri um sig eigi sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks að lágmarki í fjóra mánuði og að foreldrar eigi sameiginlegan rétt til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks að lágmarki í tvo mánuði.
Verði frumvarp skv. 1. mgr. ekki samþykkt skal samanlagður réttur til fæðingarorlofs eigi að síður verða 12 mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá og með 1. janúar 2021. Hið sama skal gilda um fæðingarstyrk. Skal ráðherra þá mæla fyrir um skiptingu þeirra tveggja mánaða sem við bætast með reglugerð. Skal sú reglugerð gilda þar til lög, sem samþykkt hafa verið á Alþingi, hafa tekið gildi þar sem kveðið verður á um skiptingu á tólf mánaða rétti foreldra til fæðingarorlofs.] 1)
1)L. 149/2019, 4. gr.