Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins

1997 nr. 61 26. maí


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 30. maí 1997. Breytt með: L. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998). L. 84/1998 (tóku gildi 1. jan. 1999). L. 32/1999 (tóku gildi 30. mars 1999). L. 35/2000 (tóku gildi 26. maí 2000). L. 143/2002 (tóku gildi 30. des. 2002). L. 92/2004 (tóku gildi 2. júlí 2004). L. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005). L. 53/2007 (tóku gildi 3. apríl 2007). L. 167/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008). L. 87/2009 (tóku gildi 20. ágúst 2009). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 130/2016 (tóku gildi 1. júlí 2017). L. 71/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019). L. 83/2020 (tóku gildi 21. júlí 2020). L. 27/2021 (tóku gildi 30. apríl 2021).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eða háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Yfirumsjón með sjóðnum er í höndum [ráðherra]. 1)
Ríkissjóður ber ekki ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins … 2)
    1)L. 126/2011, 241. gr. 2)L. 27/2021, 3. gr.
2. gr.
[Hlutverk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Þá er sjóðnum heimilt að veita lán og ábyrgðir, eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Í starfsemi sinni skal Nýsköpunarsjóður taka mið af stefnu Vísinda- og nýsköpunarráðs. … 1)] 2)
Í starfsemi sinni er sjóðnum heimilt að leita samstarfs við aðra aðila á sviði áhættufjármögnunar.
    1)L. 27/2021, 4. gr. 2)L. 53/2007, 1. gr.
3. gr.
1)
[Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins] 1) er heimilt að nýta sér afl atkvæða sinna í samræmi við hlutafjáreign sína.
    1)L. 53/2007, 2. gr.
4. gr.
[Halda skal ársfund Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins fyrir 31. maí ár hvert. Nánar skal kveðið á um ársfund í reglugerð.
[Ráðherra] 1) skipar á ársfundi fimm menn í stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins til eins árs í senn. [Engan skal þó skipa oftar en fimm sinnum í stjórnina.] 2) [Stjórnin skal þannig skipuð: einn án tilnefningar, einn samkvæmt ábendingum samtaka atvinnufyrirtækja í iðnaði, einn eftir tilnefningu þess ráðherra er fer með málefni nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi, einn eftir tilnefningu sama ráðherra samkvæmt ábendingum samtaka atvinnufyrirtækja í sjávarútvegi og einn samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands.] 1) Stjórnin skiptir með sér verkum.
Ráðherra ákveður þóknun stjórnarmanna.] 3)
    1)L. 126/2011, 241. gr. 2)L. 53/2007, 3. gr. 3)L. 35/2000, 1. gr.
5. gr.
Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hefur yfirumsjón með starfsemi hans í samræmi við lög þessi og reglugerðir. Verkefni stjórnar eru m.a. þessi:
    1. Stefnumótun og gerð starfsreglna sem staðfestar skulu af ráðherra.
    2. Ráðning framkvæmdastjóra.
    3. Samþykkt rekstraráætlunar sem gerð skal fyrir fram, eitt ár í senn.
    4. Ákvarðanir um lántöku og aðra fjáröflun til starfsemi sjóðsins.
    5. [Ákvarðanir um þátttöku sjóðsins í fjárfestingum, veitingu lána og ábyrgða, auk ákvarðana um tryggingar og kjör.] 1)
    6. Ávöxtun fjár.
[Um laun og önnur launakjör framkvæmdastjóra fer skv. 39. gr. a laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.] 2)
[Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins skal setja sér reglur um mat á fjárfestingartækifærum, auk umsókna um lán og ábyrgðir, sem ráðherra staðfestir.
Ákvarðanir Nýsköpunarsjóðs eru endanlegar á stjórnsýslustigi.] 1)
    1)L. 53/2007, 4. gr. 2)L. 130/2016, 8. gr.
6. gr.
Framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs fer með daglegan rekstur sjóðsins samkvæmt umboði sjóðstjórnar. [Stjórn sjóðsins getur veitt framkvæmdastjóra heimild til að taka ákvarðanir um fjárfestingar og veitingu lána og ábyrgða.] 1)
[Nýsköpunarsjóði er heimilt að semja við aðra aðila um tiltekna þjónustu honum til handa.] 1)
    1)L. 53/2007, 5. gr.
7. gr.
[Eigið fé Nýsköpunarsjóðs skal að lágmarki vera 3.000 millj. kr. Lágmarksfjárhæð þessi skal taka breytingum í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2007. Eigið fé, sem ekki er bundið í verkefnum skv. 1. mgr. 2. gr., skal ávaxtað samkvæmt fjárfestingarstefnu sem mælt er fyrir um í reglugerð. Nýsköpunarsjóður skal semja við aðila, sem hefur leyfi til fjárvörslu lögum samkvæmt, um vörslu og ávöxtun eigin fjár sem ekki er bundið í verkefnum skv. 1. mgr. 2. gr. Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins setur nánari reglur um fjárfestingarstefnu, sem ráðherra staðfestir.
Nú nær eigið fé ekki lágmarksfjárhæð skv. 1. mgr. og skal þá ávaxta eigið fé samkvæmt fjárfestingarstefnu þar til lágmarksfjárhæð skv. 1. mgr. er náð.] 1)
    1)L. 53/2007, 6. gr. Eigið fé vöruþróunar- og markaðsdeildar Nýsköpunarsjóðs skal teljast hluti af eigin fé Nýsköpunarsjóðs skv. l. 53/2007, brbákv.
8. gr.
Ráðstöfunarfé Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins er:
    1. Arður af eigin fé sjóðsins.
    2. Afborganir og vextir af útlánum sjóðsins.
    3. Hlutafjáreign sjóðsins.
    4. Aðrar tekjur.
[Nýsköpunarsjóði er heimilt að taka þátt í samlagssjóðum og samlagshlutafélögum sem stunda fjárfestingar í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, enda nemi eignarhlutur Nýsköpunarsjóðs minna en 50%. Leita skal samþykkis … 1) [þess ráðherra er fer með málefni nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi] 2) fyrir þátttöku Nýsköpunarsjóðs í samlagssjóðum eða samlagshlutafélögum, sé hluta af söluandvirði Landssíma Íslands, sbr. lög nr. 133/2005, ráðstafað til að standa undir hlutdeild Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í slíkum sjóðum.
Þegar ekki er talið mögulegt að mati stjórnar Nýsköpunarsjóðs að taka þátt í verkefni með hlutafjárkaupum er sjóðnum heimilt að veita lán til nýsköpunar- og sprotafyrirtækja með breytirétti í hlutafé eða með kauprétti hlutafjár. Þá er Nýsköpunarsjóði heimilt að veita ábyrgðir til þeirra fyrirtækja sem sjóðurinn hefur þegar fjárfest í eða veitt lán, enda sé slík ábyrgðarveiting liður í sameiginlegri ákvörðun meðfjárfesta um slíka fjármögnun.] 3)
    1)L. 167/2007, 85. gr. 1)L. 126/2011, 241. gr. 3)L. 53/2007, 7. gr.
9. gr.
Nýsköpunarsjóður skal halda afskriftareikning samkvæmt góðri reikningsskilavenju og eftir mati á áhættu þannig að efnahagsreikningurinn gefi á hverjum tíma sem raunhæfasta mynd af fjárhagsstöðunni. [Samhliða ákvörðunum um fjárfestingar, lán eða ábyrgðir skal ákveða framlög á afskriftareikninginn.] 1) Fjárhæðirnar, sem bætt er við afskriftareikninginn, skulu í hverju tilviki samsvara þeirri áhættu sem tekin er og vera í samræmi við reglur sem ráðherra staðfestir.
Til verkefna sjóðsins skv. 2. gr. má ekki verja hærri upphæð en svo að afskriftir vegna verkefnanna rúmist innan ramma rekstraráætlunar. Rekstraráætlun sjóðsins skal miðast við að ekki sé gengið á [lágmarks eigið fé, sbr. 7. gr.] 1)
    1)L. 53/2007, 8. gr.
10. gr.
Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins er einungis heimilt að taka skammtímalán til að jafna sveiflur í greiðslustreymi sínu. Lán má ekki taka með útgáfu og sölu á skuldabréfum og öðrum endurgreiðanlegum skuldaviðurkenningum til almennings. [Nýsköpunarsjóði er heimilt að gera afleiðusamninga til að verjast gengisáhættu.] 1)
1)
    1)L. 53/2007, 9. gr.

II. kafli. 1)
    1)L. 27/2021, 5. gr.

III. kafli. Endurskoðun, eftirlit, gildistaka o.fl.
14. gr.
Stjórn Nýsköpunarsjóðs skal semja ársreikning fyrir hvert reikningsár í samræmi við ákvæði laga nr. 144/1994, um ársreikninga. [Ársreikningi skal fylgja skrá yfir hlutafjárkaup Nýsköpunarsjóðs, þátttöku í samlagssjóðum og samlagshlutafélögum, lán og ábyrgðir.] 1)
Ársreikningur Nýsköpunarsjóðs skal endurskoðaður af Ríkisendurskoðun.
    1)L. 53/2007, 10. gr.
[15. gr.]1)
[Á stjórnendum Nýsköpunarsjóðs og öðrum sem vinna fyrir sjóðinn hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.] 2)
    1)L. 53/2007, 11. gr. 2)L. 71/2019, 5. gr.
[16. gr.]1)
Nýsköpunarsjóður er undanþeginn tekjuskatti … 2). Lán sem sjóðurinn tekur eða veitir eru undanþegin stimpilgjaldi.
    1)L. 53/2007, 11. gr. 2)L. 129/2004, 121. gr.
[17. gr.]1)
Ráðherra setur í reglugerð 2) nánari ákvæði um framkvæmd laganna.
    1)L. 53/2007, 11. gr. 2)Rg. 451/2009, sbr. 393/2013.
[18. gr.]1)
Lög þessi öðlast þegar gildi. Nýsköpunarsjóður skal taka til starfa 1. janúar 1998.
Allur kostnaður af stofnun Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins greiðist af honum.
    1)L. 53/2007, 12. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.


Nú tekur maður, sem áður gegndi starfi hjá Fiskveiðasjóði Íslands, Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði, við starfi hjá Nýsköpunarsjóði og skal hann þá njóta sömu réttinda og hann hafði samkvæmt kjarasamningum og/eða ráðningarsamningum. Réttur hans til launa hjá Fiskveiðasjóði Íslands, Iðnlánasjóði eða Iðnþróunarsjóði fellur niður er hann tekur við starfinu.
Nýsköpunarsjóður yfirtekur lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna Fiskveiðasjóðs, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs sem taka við starfi í sjóðnum.
1)
    1)L. 32/1999, 3. gr.
[II.
Ráðherra er heimilt að semja við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins um framkvæmd mótframlagslána til sprota- og nýsköpunarfyrirtækja, gegn framlagi fjárfesta til viðkomandi fyrirtækja, sem veitt verða til rekstrarfjármögnunar á árinu 2020. Í slíkum samningi skal m.a. kveðið á um skilyrði, kjör, afgreiðslu og meðferð mótframlagslána.
Ráðherra skipar nefnd sem skal taka ákvarðanir um hvort skilyrði fyrir veitingu mótframlagslána frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins séu uppfyllt og um veitingu þeirra, sbr. 1. mgr. Ákvæði 5. gr. um hlutverk, ákvarðanatöku og ábyrgð stjórnar Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins skulu því ekki gilda um þær ákvarðanir. Ráðherra sem fer með ríkisfjármál tilnefnir einn nefndarmann og stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins einn en einn skal skipaður án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Jafnmargir varamenn skulu tilnefndir á sama hátt. Ákvarðanir nefndarinnar eru endanlegar á stjórnsýslustigi.] 1)
    1)L. 83/2020, 1. gr.