Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Barnaverndarlög

2002 nr. 80 10. maí


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. júní 2002, sjá þó 101. gr. Breytt með: L. 62/2006 (tóku gildi 1. júlí 2006). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 52/2009 (tóku gildi 1. maí 2009). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 80/2011 (tóku gildi 29. júní 2011 nema a-liður 45. gr., 50.–52. gr., a-liður 53. gr. og 1., 3. og 4. málsl. b-liðar 53. gr. sem tóku ekki gildi, sbr. l. 134/2013, 4. gr.). L. 85/2011 (tóku gildi 30. júní 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 138/2011 (tóku gildi 1. jan. 2012). L. 58/2012 (tóku gildi 27. júní 2012). L. 134/2013 (tóku gildi 1. jan. 2014). L. 85/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016 nema 2. gr. og ákvæði til bráðabirgða I sem tóku gildi 24. júlí 2015). L. 80/2016 (tóku gildi 1. jan. 2017 nema 114. og 115. gr. sem tóku gildi 1. júlí 2016). L. 117/2016 (tóku gildi 1. jan. 2018, nema 52., 53., 75., 76. og 79.–81. gr. sem tóku gildi 28. okt. 2016). L. 71/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019). L. 76/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019). L. 28/2021 (tóku gildi 1. jan. 2022 nema b-liður 31. gr. sem tók gildi 30. apríl 2021). L. 87/2021 (tóku gildi 1. jan. 2022). L. 88/2021 (tóku gildi 1. jan. 2022). L. 107/2021 (tóku gildi 1. jan. 2022; koma til framkvæmda skv. fyrirmælum í 43. gr.). L. 20/2022 (tóku gildi 14. maí 2022).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við mennta- og barnamálaráðherra eða mennta- og barnamálaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Markmið barnaverndarlaga o.fl.
1. gr. Réttindi barna og skyldur foreldra.
Börn eiga rétt á vernd og umönnun. Þau skulu njóta réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska.
[Allir sem hafa uppeldi og umönnun barna með höndum skulu sýna þeim virðingu og umhyggju og óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Foreldrum ber að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldisskyldum við börn sín svo sem best hentar hag og þörfum þeirra. Þeim ber að búa börnum sínum viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna.] 1)
    1)L. 52/2009, 1. gr.
2. gr. Markmið og lögsaga.
Markmið laga þessara er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Leitast skal við að ná markmiðum laganna með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við.
Lögin taka til allra barna sem eru á yfirráðasvæði íslenska ríkisins.
3. gr. Skýring hugtaka.
Með börnum er í lögum þessum átt við einstaklinga yngri en 18 ára. Barnaverndaryfirvöld geta ákveðið, með samþykki ungmennis, að ráðstafanir sem gerðar eru á grundvelli laganna haldist eftir að þau eru orðin 18 ára, allt til 20 ára aldurs.
Með barnaverndaryfirvöldum er átt við [ráðuneytið], 1) [Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála], 2) [Barna- og fjölskyldustofu], 3) [úrskurðarnefnd velferðarmála], 4) [barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar]. 5)
[Með foreldrum er átt við foreldra skv. I. kafla barnalaga. Í lögum þessum er með foreldrum einnig að jafnaði átt við þá sem fara með forsjá barns.] 6) Um inntak forsjár fer samkvæmt ákvæðum barnalaga.
    1)L. 126/2011, 346. gr. 2)L. 88/2021, 25. gr. 3)L. 87/2021, 8. gr. 4)L. 85/2015, 13. gr. 5)L. 107/2021, 1. gr. 6)L. 80/2011, 1. gr.
4. gr. Meginreglur barnaverndarstarfs.
Í barnaverndarstarfi skal beita þeim ráðstöfunum sem ætla má að barni séu fyrir bestu. Hagsmunir barna skulu ávallt hafðir í fyrirrúmi í starfsemi barnaverndaryfirvalda.
[Barn á rétt til þátttöku í málum er það varða á grundvelli laga þessara. Veita skal barni upplýsingar um mál sitt á barnvænan hátt og að því marki sem aldur þess og þroski gefur tilefni til. Tryggja skal barni sem getur myndað sér eigin skoðanir rétt til að láta þær í ljós við meðferð máls. Þegar teknar eru ákvarðanir á grundvelli laga þessara skal taka réttmætt tillit til skoðana barns í samræmi við aldur þess og þroska.] 1)
Barnaverndarstarf skal stuðla að stöðugleika í uppvexti barna.
Barnaverndaryfirvöld skulu leitast við að eiga góða samvinnu við börn og foreldra sem þau hafa afskipti af og ávallt sýna þeim fyllstu nærgætni og virðingu.
Barnaverndaryfirvöld skulu í störfum sínum leitast við að hafa góða samvinnu sín á milli og við aðrar stofnanir sem fjalla um málefni barna. [Þau skulu jafnframt stuðla að samþættingu barnaverndarþjónustu við aðra þjónustu í þágu farsældar barna.] 1)
Barnaverndaryfirvöld skulu í störfum sínum og öllum ákvörðunum gæta samræmis og jafnræðis.
Barnaverndaryfirvöld skulu eftir föngum gæta þess að almenn úrræði til stuðnings fjölskyldu séu reynd áður en gripið er til annarra úrræða. Þau skulu jafnframt ávallt miða við að beitt sé vægustu ráðstöfunum til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Því aðeins skal gert ráð fyrir íþyngjandi ráðstöfunum að lögmæltum markmiðum verði ekki náð með öðru og vægara móti.
[Allir þeir sem vinna að barnavernd eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.] 2)
    1)L. 107/2021, 2. gr. 2)L. 71/2019, 5. gr.

II. kafli. Yfirstjórn barnaverndarmála.
5. gr. Hlutverk [ráðuneytisins].1)
Barnavernd samkvæmt lögum þessum heyrir undir [ráðuneytið]. 2)3)
[Ráðuneytið] 1) ber ábyrgð á stefnumótun í barnavernd.
Ráðherra leggur fyrir Alþingi framkvæmdaáætlun til fjögurra ára í senn að loknum sveitarstjórnarkosningum.
3)
    1)L. 162/2010, 24. gr. 2)L. 126/2011, 346. gr. 3)L. 87/2021, 8. gr.
6. gr. [Úrskurðarnefnd velferðarmála.
Heimilt er að skjóta úrskurðum og [öðrum stjórnvaldsákvörðunum barnaverndarþjónustu, umdæmisráða barnaverndar og Barna- og fjölskyldustofu], 1) eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum þessum, til úrskurðarnefndar velferðarmála, sbr. lög um úrskurðarnefnd velferðarmála. [Aðrar ákvarðanir stjórnvalda á grundvelli laga þessara eru ekki kæranlegar til æðra stjórnvalds.] 1)] 2)
    1)L. 107/2021, 3. gr. 2)L. 85/2015, 13. gr.
7. gr. [Barna- og fjölskyldustofa.
Barna- og fjölskyldustofa starfar samkvæmt þeim lögum sem um stofuna gilda og fer með verkefni ríkisins eins og nánar er mælt fyrir um í lögum.
Verkefni Barna- og fjölskyldustofu eru m.a. að:
    a. vinna að samhæfingu og eflingu barnaverndarstarfs í landinu, m.a. með því að stuðla að samþættingu barnaverndarstarfs og annarrar þjónustu í þágu barna,
    b. veita [barnaverndarþjónustum og umdæmisráðum barnaverndar] 1) leiðbeiningar og ráðgjöf um framkvæmd barnaverndarlaga og vinnslu einstakra mála,
    c. stuðla að því að vinnsla barnaverndarmála sé í samræmi við lög, reglugerðir og leiðbeiningar,
    d. veita [barnaverndarþjónustum] 1) liðsinni í fósturmálum skv. XII. kafla,
    e. fara með yfirstjórn heimila og stofnana sem ríkinu ber að sjá til að séu tiltæk skv. XIII. kafla og hlutast til um að slík heimili og stofnanir verði sett á fót,
    f. hafa yfirumsjón með vistun barna á heimilum og stofnunum, sbr. e-lið,
    g. fara með yfirstjórn barnahúsa og hlutast til um að þau verði sett á fót eftir því sem þörf krefur.
Barna- og fjölskyldustofu er jafnframt heimilt eftir atvikum að:
    a. reka sérstakar þjónustumiðstöðvar eða verkefni í því skyni að treysta þverfaglegt samstarf, eflingu og samhæfingu stofnana við meðferð mála á sviði barnaverndar eða þjónustu við börn,
    b. reka sérhæfð úrræði fyrir börn sem glíma við fjölþættan vanda í samstarfi við önnur yfirvöld, t.d. á sviði fötlunar- eða félags- eða heilbrigðisþjónustu,
    c. bjóða [barnaverndarþjónustum] 1) aðra sérhæfða þjónustu, svo sem úrræði utan stofnana á sviði meðferðar fyrir börn, sem hefur það að markmiði að auðvelda nefndunum að sinna lögbundnu hlutverki sínu.
Heimilt er að taka gjöld fyrir þau sérstöku verkefni sem Barna- og fjölskyldustofa sinnir skv. 3. mgr. eftir því sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Gjaldið skal aldrei vera hærra en nemur kostnaði við rekstur þjónustumiðstöðvar eða þeirrar sértæku þjónustu sem um ræðir, þ.m.t. er kostnaður vegna launa og þjálfunar starfsfólks svo og önnur útgjöld sem sannanlega hljótast af þjónustunni.] 2)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 87/2021, 8. gr.
8. gr. [Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála fer með eftirlit með gæðum þjónustu sem er veitt á grundvelli laga þessara eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum.] 1)
    1)L. 88/2021, 25. gr.
9. gr. Framkvæmdaáætlanir sveitarfélaga í barnaverndarmálum.
Sveitarstjórnir skulu marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins. Framkvæmdaáætlun sveitarfélags í barnaverndarmálum skal send [ráðuneytinu], 1) [Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála] 2) og [Barna- og fjölskyldustofu]. 3)
Ef sveitarfélög hafa með sér samvinnu um barnavernd, sbr. [11. gr.], 4) er þeim heimilt að gera sameiginlega áætlun.
    1)L. 162/2010, 24. gr. 2)L. 88/2021, 25. gr. 3)L. 87/2021, 8. gr. 4)L. 107/2021, 5. gr.

III. kafli. [Barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar.]1)
    1)L. 107/2021, 6. gr.
10. gr. [Hlutverk barnaverndarþjónustu.
Sveitarfélög bera ábyrgð á barnavernd samkvæmt lögum þessum.
Sveitarfélög skulu starfrækja barnaverndarþjónustu. Barnaverndarþjónusta ber ábyrgð á verkefnum og ákvörðunum samkvæmt lögum þessum sem ekki eru sérstaklega falin öðrum, þ.m.t. umdæmisráði barnaverndar, dómstólum eða öðrum stjórnvöldum.
Barnaverndarþjónusta skal hafa yfir að ráða nægri fagþekkingu til að hún geti sinnt verkefnum sínum samkvæmt lögum þessum. Barnaverndarþjónustu er heimilt að leita aðstoðar sérfræðinga við meðferð barnaverndarmála eftir því sem þörf krefur.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, um næga fagþekkingu skv. 3. mgr.] 1)
    1)L. 107/2021, 6. gr.
11. gr. [Umdæmi barnaverndarþjónustu.
Í umdæmi hverrar barnaverndarþjónustu skulu vera í það minnsta 6.000 íbúar.
Sveitarfélög hafa samvinnu um barnaverndarþjónustu í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga.
Heimilt er að víkja frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda, t.d. vegna landfræðilegra ástæðna, ef næg fagþekking er til staðar innan barnaverndarþjónustu og ef fyrir liggur samningur um umdæmisráð barnaverndar sem uppfyllir skilyrði 14. gr. Barnaverndarþjónusta skal þá í það minnsta hafa yfir að ráða sérhæfðu starfsfólki í tveimur stöðugildum og hafa aðgang að félagsráðgjafa, sálfræðingi, lögfræðingi og einum starfsmanni með annars konar uppeldismenntun.
Ráðherra staðfestir samninga um samvinnu sveitarfélaga skv. 2. mgr. og veitir undanþágur vegna lágmarksíbúafjölda skv. 3. mgr.] 1)
    1)L. 107/2021, 6. gr.
12. gr. [Yfirstjórn og sjálfstæði barnaverndarþjónustu.
Sveitarstjórn fer með yfirstjórn barnaverndarþjónustu en er heimilt að fela hana fastanefnd með sérstakri samþykkt.
Hvorki sveitarstjórn né fastanefnd er heimilt að gefa barnaverndarþjónustu fyrirmæli um meðferð einstakra mála. Sveitarstjórn og fastanefnd er eingöngu heimilt að afla upplýsinga frá barnaverndarþjónustu sem eru nauðsynlegar fyrir yfirstjórn hennar.
Sveitarstjórn setur samþykkt þar sem vald til fullnaðarafgreiðslu mála samkvæmt lögum þessum er falið einum eða fleiri úr hópi starfsfólks barnaverndarþjónustu eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum þessum.] 1)
    1)L. 107/2021, 6. gr.
13. gr. [Hlutverk og sjálfstæði umdæmisráðs barnaverndar.
Í umdæmi hverrar barnaverndarþjónustu skal starfrækja umdæmisráð barnaverndar.
Umdæmisráð eru sjálfstæð í störfum sínum og standa utan við almenna stjórnsýslu sveitarfélaga. Ráðsmenn umdæmisráðs barnaverndar taka ekki við fyrirmælum um meðferð einstakra mála.
Umdæmisráð tekur eftirfarandi ákvarðanir með úrskurði:
    1. Beiting úrræða án samþykkis foreldra, sbr. 26. gr.
    2. Vistun barns utan heimilis í allt að fjóra mánuði, sbr. 27. gr.
    3. Heimild til barnaverndarþjónustu um að gera kröfu fyrir dómi um vistun barns í allt að tólf mánuði, sbr. 28. gr.
    4. Heimild til barnaverndarþjónustu um að gera kröfu fyrir dómi um forsjársviptingu, sbr. 29. gr.
    5. Umgengni í fóstri og við vistun, sbr. 74. og 81. gr.] 1)
    1)L. 107/2021, 6. gr.
14. gr. [Skipan umdæmisráðs barnaverndar.
Sveitarstjórn ber ábyrgð á að skipa í umdæmisráð barnaverndar til fimm ára í senn.
Umdæmisráð skal skipað þremur ráðsmönnum. Einn skal vera félagsráðgjafi, einn sálfræðingur og einn lögfræðingur, sem jafnframt er formaður ráðsins. Ráðsmenn skulu í það minnsta hafa þriggja ára starfsreynslu í barnavernd. Þeir skulu að öðru leyti hafa næga þekkingu og færni til að geta sinnt starfi ráðsmanns. Ráðsmenn þurfa ekki að eiga lögheimili í umdæmi viðkomandi umdæmisráðs og getur sami einstaklingur setið í fleiri en einu umdæmisráði. Ekki er heimilt að skipa ráðsmann sem starfar við barnaverndarþjónustu í viðkomandi umdæmi. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
Ef ráðsmaður óskar lausnar eða er vikið úr ráðinu vegna framkomu hans eða skorts á almennu hæfi til setu í því skipar sveitarstjórn ráðsmann í hans stað til þess tíma sem eftir er af skipunartíma ráðsins.
Í umdæmi hvers umdæmisráðs skulu vera í það minnsta 6.000 íbúar. Sveitarfélög geta gert samning sín á milli um samstarf um umdæmisráð í samræmi við ákvæði þetta. Í samningi skal í það minnsta koma fram hvernig ráðið skuli skipað, hvernig kostnaður við ráðið skiptist milli sveitarfélaga, hvernig sé að öðru leyti búið að umdæmisráði og hvernig fara skuli um skipun nýs ráðsmanns skv. 3. mgr. Ef fullskipað umdæmisráð hefur ekki starfað á vegum sveitarfélags í einn mánuð tekur ráðherra ákvörðun um skipun umdæmisráðs viðkomandi sveitarfélags til næstu fimm ára. Í ákvörðun ráðherra samkvæmt þessari grein skal koma fram hvernig ráðið skuli skipað, hvernig kostnaður við ráðið skiptist milli sveitarfélaga, hvernig sé að öðru leyti búið að umdæmisráði og hvernig fara skuli um skipun nýs ráðsmanns skv. 3. mgr.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um ráðsmenn, þ.m.t. um nánari kröfur um almenn hæfisskilyrði skv. 2. mgr. og um skipan umdæmisráðs, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra er jafnframt heimilt að halda lista yfir einstaklinga sem hann telur uppfylla almenn hæfisskilyrði skv. 2. mgr.] 1)
    1)L. 107/2021, 6. gr.
15. gr. [Valdsvið og samstarf barnaverndarþjónustna.
Barnaverndarþjónusta í umdæmi þar sem barn á fasta búsetu á úrlausn um málefni þess, sbr. þó 3. og 4. mgr. Ef foreldrar hafa samið um skipta búsetu barns samkvæmt ákvæðum barnalaga á barnaverndarþjónusta í umdæmi þar sem barnið á lögheimili úrlausn um málefni þess, sbr. þó 3. og 4. mgr. Ef barn dvelur eða býr í umdæmi annarrar barnaverndarþjónustu skal hún veita þjónustunni, sem hefur mál barnsins til meðferðar, upplýsingar og skýringar ásamt því að veita henni liðsinni við framkvæmd barnaverndarráðstafana. Barnaverndarþjónusta í umdæmi þar sem barn á fasta búsetu á rétt til aðgangs að gögnum sem liggja fyrir hjá barnaverndarþjónustum í öðrum umdæmum sem hafa haft mál barnsins eða foreldra þess til meðferðar.
Ef barn flyst úr umdæmi barnaverndarþjónustu á meðan mál þess er til meðferðar skal hún tafarlaust tilkynna flutninginn til barnaverndarþjónustu í umdæminu sem barnið flytur í og upplýsa hana um stöðu málsins. Barnaverndarþjónustu í umdæminu sem barnið flytur í ber að taka strax við meðferð málsins og tryggja samfellu í vinnslu og meðferð þess. Barnaverndarþjónustunum er heimilt að hafa áframhaldandi samskipti um málið að því marki sem það er nauðsynlegt til að tryggja samfellu í meðferð þess.
Ef það er barni fyrir bestu að mál sé rekið í öðru umdæmi en því þar sem barn á fasta búsetu geta viðkomandi barnaverndarþjónustur samið um það sín í milli. Ef ekki næst samkomulag um hvaða þjónusta skuli fara með mál samkvæmt þessari grein getur Barna- og fjölskyldustofa ákveðið hvaða barnaverndarþjónusta fer með mál barnsins.
Ef barnaverndarþjónusta ráðstafar barni í fóstur eða vistun í annað umdæmi fer hún áfram með mál þess. Hún getur þó gert samkomulag við barnaverndarþjónustu í því umdæmi um að bera tilteknar skyldur.
Ef barn á ekki fasta búsetu hér á landi skal barnaverndarþjónusta í umdæminu þar sem barn dvelst eða er statt fara með mál þess. Barnaverndarþjónusta fer þá með umsjá barnsins eftir því sem þörf krefur og ber henni að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja hagsmuni þess. Ef uppi er ágreiningur um hver skuli fara með mál getur Barna- og fjölskyldustofa ákveðið að tiltekin barnaverndarþjónusta fari með málið. Ríkissjóður endurgreiðir sveitarstjórn útlagðan kostnað sem af máli hlýst.
Ef barni sem er hér á landi án forsjáraðila sinna er veitt alþjóðleg vernd eða dvalarleyfi á Íslandi ákveður Barna- og fjölskyldustofa hvaða barnaverndarþjónusta skuli taka við forsjá barnsins og fara með málið eftir að leyfi er veitt. Ríkissjóður greiðir allan kostnað viðkomandi barnaverndarþjónustu samkvæmt ákvæðum laga þessara vegna ráðstöfunar barnsins í fóstur eða aðra vistun samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur um slíkan kostnað og útlagðan kostnað skv. 5. mgr.] 1)
    1)L. 107/2021, 6. gr.

IV. kafli. Tilkynningarskylda og aðrar skyldur við barnaverndaryfirvöld.
16. gr. Tilkynningarskylda almennings.
[Öllum er skylt að tilkynna til [barnaverndarþjónustu] 1) ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn:
    a. búi við óviðunandi uppeldisaðstæður,
    b. verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða
    c. stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu.
[Þá er öllum skylt að tilkynna til barnaverndarþjónustu ef þeir hafa ástæðu til að ætla að lífi, heilsu eða þroska ófædds barns sé stefnt í alvarlega hættu vegna lífernis, háttsemi eða aðstæðna verðandi foreldra þess eða um hvert það tilvik sem telja má að barnaverndarþjónusta eigi að láta sig varða.] 2)] 3)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 107/2021, 7. gr. 3)L. 80/2011, 7. gr.
17. gr. Tilkynningarskylda þeirra sem afskipti hafa af börnum.
[Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málum barna eða [barnshafandi einstaklinga] 1) og verður var við aðstæður eins og lýst er í 16. gr. er skylt að tilkynna það [barnaverndarþjónustu]. 2)] 3)
Sérstaklega er leikskólastjórum, leikskólakennurum, dagmæðrum, skólastjórum, kennurum, prestum, læknum, tannlæknum, ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, þroskaþjálfum, [náms- og starfsráðgjöfum] 3) og þeim sem hafa með höndum félagslega þjónustu eða ráðgjöf skylt að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði barna eftir því sem við verður komið og gera [barnaverndarþjónustu] 2) viðvart ef ætla má að aðstæður barns séu með þeim hætti sem lýst er í 1. mgr.
Tilkynningarskylda samkvæmt þessari grein gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta.
    1)L. 107/2021, 8. gr. 2)L. 107/2021, 4. gr. 3)L. 80/2011, 8. gr.
18. gr. Tilkynningarskylda lögreglu og skýrslutaka af börnum.
[Ef lögregla verður þess vör að barn búi við aðstæður eins og lýst er í 16. gr. skal hún tilkynna [barnaverndarþjónustu] 1) um það. Þegar grunur leikur á að barn hafi framið eða framið hafi verið gegn barni brot gegn almennum hegningarlögum eða lögum þessum eða brot gegn öðrum lögum sem varðað getur þyngri refsingu en tveggja ára fangelsi skal lögregla, þegar hún fær slíkt mál til meðferðar, tilkynna það [barnaverndarþjónustu] 1) og gefa henni kost á að fylgjast með rannsókn málsins.] 2) [Barnaverndarþjónusta] 1) skal tilkynna foreldri barns um slíkt mál mæli hagsmunir barnsins ekki gegn því.
[Gefa skal fulltrúa [barnaverndarþjónustu] 1) kost á að vera viðstaddur skýrslutöku af barni sem sakborningi í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála, svo og skýrslutöku af barni sem brotaþola og sem vitni. Á þetta við hvort sem skýrslutaka fer fram hjá lögreglu eða fyrir dómi. Um skýrslutöku af barni gilda að öðru leyti ákvæði laga um meðferð sakamála og reglugerða sem settar hafa verið með stoð í þeim.] 3)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 80/2011, 9. gr. 3)L. 52/2009, 2. gr.
19. gr. Nafnleynd tilkynnanda.
Hver sá sem tilkynnir til [barnaverndarþjónustu] 1) skal segja á sér deili.
Ef tilkynnandi skv. 16. gr. óskar nafnleyndar gagnvart öðrum en [þjónustunni] 2) skal það virt nema sérstakar ástæður mæli gegn því. [Ákvörðun [barnaverndarþjónustu] 1) um nafnleynd og synjun um að aflétta nafnleynd er heimilt að skjóta til [úrskurðarnefndar velferðarmála]. 3) Leiðbeina skal tilkynnanda og foreldri um rétt til að kæra ákvörðun [barnaverndarþjónustu]. 1)] 4)
Ákvæði 2. mgr. um rétt til nafnleyndar á ekki við um tilkynnendur skv. 17. og 18. gr.
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 107/2021, 9. gr. 3)L. 85/2015, 13. gr. 4)L. 80/2011, 10. gr.
20. gr. Samstarf við barnaverndaryfirvöld.
Öllum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hafa afskipti af málefnum barna er skylt að hafa samstarf við barnaverndaryfirvöld. Barnaverndaryfirvöld skulu einnig leitast við að eiga gott samstarf við þessa sömu aðila.
Öllum sjúkrastofnunum, þar með töldum áfengismeðferðarstofnunum og geðdeildum, ber að taka tillit til hagsmuna barns þegar teknar eru ákvarðanir um meðferð og innlögn foreldra þess. Læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn á framangreindum stofnunum skulu hafa samráð við [barnaverndaryfirvöld] 1) svo unnt verði að haga nauðsynlegum barnaverndarúrræðum í samræmi við ákvarðanir um meðferð og innlögn foreldris.
Skylt er lögreglu og fangelsismálayfirvöldum að hafa samstarf við [barnaverndaryfirvöld] 1) og veita þeim eftir atvikum aðstoð við úrlausn barnaverndarmála.
[Ráðherra] 2) getur sett í reglugerð nánari reglur um samstarf [barnaverndaryfirvalda] 1) við aðrar stofnanir í samráði við þau ráðuneyti sem viðkomandi stofnanir heyra undir.
    1)L. 107/2021, 10. gr. 2)L. 162/2010, 24. gr.

V. kafli. Upphaf barnaverndarmáls.
21. gr. Málsmeðferð vegna tilkynninga.
Þegar [barnaverndarþjónusta] 1) fær tilkynningu eða berast upplýsingar með öðrum hætti um að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska geti verið hætta búin vegna vanrækslu, vanhæfni eða framferðis foreldra, [ofbeldis eða vanvirðandi háttsemi af hendi annarra] 2) eða eigin hegðunar þess [eða að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu eins og lýst er í 16. gr.], 2) skal hún taka afstöðu til þess án tafar, og eigi síðar en innan sjö daga frá því henni barst tilkynning eða upplýsingar, hvort ástæða sé til að hefja könnun á málinu.
[Barnaverndarþjónusta] 1) getur með sömu skilyrðum hafið könnun máls vegna upplýsinga sem hún hefur fengið með öðrum hætti.
2)
[Ákvörðun [barnaverndarþjónustu] 1) um að hefja könnun máls eða að hefja ekki könnun er hvorki kæranleg til [úrskurðarnefndar velferðarmála] 3) né annars stjórnvalds.] 2) [Barnaverndarþjónusta] 1) skal tilkynna foreldrum um að tilkynning hafi borist og um ákvörðun sína í tilefni af henni [innan viku frá því að ákvörðunin var tekin]. 2) Heimilt er að fresta tilkynningu til foreldra vegna ríkra rannsóknarhagsmuna. [[Barnaverndarþjónustu] 1) ber einnig að staðfesta við tilkynnanda að tilkynning hafi borist og gefa almennar upplýsingar um málsmeðferð vegna tilkynningar.] 2)
[Ef fyrir liggur beiðni um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns skal barnaverndarþjónusta upplýsa tengilið eða málstjóra um ákvarðanir samkvæmt þessari grein.] 4)
Ákvörðun um að hefja könnun skal ekki tekin nema rökstuddur grunur sé um að tilefni sé til. Mál telst barnaverndarmál þegar [barnaverndarþjónusta] 1) hefur tekið formlega ákvörðun um að hefja könnun.
Nánari ákvæði um málsmeðferð vegna tilkynninga, svo sem um skráningu þeirra, eyðublöð o.fl., skulu sett í reglugerð 5) sem [ráðherra] 6) setur … 7)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 80/2011, 11. gr. 3)L. 85/2015, 13. gr. 4)L. 107/2021, 11. gr. 5)Rg. 56/2004. 6)L. 162/2010, 24. gr. 7)L. 87/2021, 8. gr.
22. gr. Markmið könnunar máls.
Markmið könnunar máls er að afla nauðsynlegra upplýsinga um aðstæður barns og meta þörf fyrir úrræði samkvæmt ákvæðum laga þessara, allt í samræmi við hagsmuni og þarfir barns. Í þessu skyni skal [þjónustan] 1) kappkosta að afla sem gleggstra upplýsinga um hagi barns, svo sem andlegt og líkamlegt ásigkomulag, tengsl við foreldra eða aðra, hagi foreldra, aðbúnað barns á heimili, skólagöngu, hegðun og líðan þess. Leita skal aðstoðar sérfræðinga eftir því sem þörf krefur.
Um könnun máls, rannsóknarheimildir [barnaverndarþjónustna], 2) um skyldu til að láta [barnaverndarþjónustum] 2) í té upplýsingar og málsmeðferð … 3) almennt gilda ákvæði VIII. kafla laga þessara.
[Ef grunur leikur á að barn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi eða alvarlegu líkamlegu eða andlegu ofbeldi ber barnaverndarþjónustu að óska eftir þjónustu Barnahúss við könnun málsins.] 3)
    1)L. 107/2021, 9. gr. 2)L. 107/2021, 4. gr. Þar er kveðið á um að breytingin verði ekki í 2. mgr. 22. gr. en augljóst að aðeins er átt við síðasta tilvikið í þeirri málsgrein. 3)L. 107/2021, 12. gr.
[22. gr. a. Samþætting þjónustu í þágu farsældar barns við könnun máls.
Ef fyrir liggur beiðni um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns tekur barnaverndarþjónusta þátt í samþættingu þjónustunnar frá upphafi barnaverndarmáls. Að öðru leyti gilda lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna meðan á könnun stendur.
Ef ekki liggur fyrir beiðni um samþættingu þjónustu ber barnaverndarþjónustu við upphaf barnaverndarmáls, og eftir þörfum á meðan könnun vindur fram, að leiðbeina foreldrum og/eða barni um rétt samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.] 1)
    1)L. 107/2021, 13. gr.

VI. kafli. [Ráðstafanir barnaverndarþjónustu og umdæmisráðs barnaverndar.]1)
    1)L. 107/2021, 24. gr.
23. gr. Áætlun um meðferð máls.
Þegar mál hefur verið nægjanlega kannað að mati [barnaverndarþjónustu] 1) skal [þjónustan] 2) taka saman greinargerð þar sem lýst er niðurstöðum könnunar, tiltekið er hverra úrbóta sé þörf og settar eru fram tillögur að heppilegum úrræðum ef því er að skipta. [Í greinargerð skal sérstaklega tiltaka hvernig barni var gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hvernig tillit var tekið til skoðana barnsins, eftir því sem við á.] 3) [Ákvörðun [barnaverndarþjónustu] 1) um að loka máli á þessu stigi geta foreldrar skotið til [úrskurðarnefndar velferðarmála]. 4)] 5)
Ef könnun leiðir í ljós að þörf er á beitingu sérstakra úrræða samkvæmt lögum þessum skal [barnaverndarþjónusta], 1) í samvinnu við foreldra og eftir atvikum barn sem náð hefur 15 ára aldri, gera skriflega áætlun um frekari meðferð máls. Hafa skal samráð við yngri börn eftir því sem aldur þeirra og þroski gefur tilefni til. Áætlun skal gera til ákveðins tíma og endurskoða eftir þörfum. [Um samþættingu þjónustu fer skv. 23. gr. a.] 3) [Ákvörðun [barnaverndarþjónustu] 1) um að loka máli þegar áætlun rennur út geta foreldrar skotið til [úrskurðarnefndar velferðarmála]. 4)] 5)
[Ef barnaverndarþjónusta tekur ákvörðun um að loka máli, sbr. 1. eða 2. mgr., og fyrir liggur beiðni um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barnsins er tengilið og/eða málstjóra, og eftir atvikum þjónustuveitendum sem taka þátt í samþættingu þjónustunnar, heimilt að vinna með greinargerð um niðurstöðu könnunar og gögn sem niðurstaðan er byggð á. Ef beiðni um samþættingu liggur ekki fyrir skal veita foreldrum og/eða barni leiðbeiningar um samþættingu samhliða tilkynningu um lok máls. Ef málið hófst með tilkynningu skv. 17. gr. frá þjónustuveitanda í þágu farsældar barnsins skal jafnframt upplýsa þjónustuveitandann um lok málsins.] 3)
Náist ekki samkomulag við foreldra eða barn, þegar það á við, skal [barnaverndarþjónusta] 1) einhliða semja áætlun um framvindu máls og beitingu úrræða samkvæmt ákvæðum laga þessara. Áætlunina skal kynna fyrir foreldrum og barni.
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 107/2021, 9. gr. 3)L. 107/2021, 14. gr. 4)L. 85/2015, 13. gr. 5)L. 80/2011, 12. gr.
[23. gr. a. Samþætting þjónustu vegna úrræða samkvæmt lögum þessum.
Ef fyrir liggur beiðni um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns og niðurstaða barnaverndarþjónustu um að barn hafi þörf fyrir úrræði samkvæmt lögum þessum tekur barnaverndarþjónusta við hlutverki málstjóra. Um samþættingu fer að öðru leyti samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nema öðruvísi sé mælt fyrir um í lögum þessum. Í þeim tilvikum er heimilt að fjalla um stuðningsúrræði samkvæmt lögum þessum í stuðningsáætlun, sbr. 22. gr. laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Ef ekki liggur fyrir beiðni um samþættingu þjónustu við beitingu úrræða ber barnaverndarþjónustu að meta þörf barns á samstarfi við þjónustuveitendur og aðra sem veita þjónustu í þágu farsældar barns og afla samþykkis foreldra, og barns eftir atvikum, til að samstarfi verði komið á.] 1)
    1)L. 107/2021, 15. gr.
24. gr. [Úrræði með samþykki foreldra og barns.]1)
[Barnaverndarþjónusta] 2) skal, eftir því sem nánar er ákveðið í áætlun skv. 23. gr., með samþykki foreldra og eftir atvikum í samráði við barn veita aðstoð m.a. með því að:
    a. leiðbeina foreldrum um uppeldi og aðbúnað barns,
    b. stuðla að því í samvinnu við hlutaðeigandi stofnanir að beitt verði úrræðum samkvæmt öðrum lögum,
    c. útvega barni viðeigandi stuðning eða meðferð,
    d. útvega barni eða fjölskyldu tilsjónarmann, persónulegan ráðgjafa eða stuðningsfjölskyldu,
    e. aðstoða foreldra eða [verðandi foreldra] 1) við að leita sér meðferðar vegna veikinda, áfengis- eða vímuefnaneyslu eða annarra persónulegra vandamála.
[Barnaverndarþjónusta] 2) getur enn fremur með samþykki foreldra og án sérstaks úrskurðar beitt öðrum þeim úrræðum sem kveðið er á um í 26. gr. laga þessara.
[Ef úrræði samkvæmt þessari grein beinast að heimili þar sem barn býr nægir samþykki þess foreldris eða foreldra sem barnið býr hjá samkvæmt ákvæðum barnalaga. Ef úrræði beinast eingöngu að barni sem orðið er 15 ára nægir samþykki barnsins. Ef úrræði beinast að heimili foreldris eða annarra þar sem barn nýtur umgengni þarf samþykki lögheimilisforeldris og þess sem nýtur umgengninnar.] 1)
    1)L. 107/2021, 16. gr. 2)L. 107/2021, 4. gr.
25. gr. Úrræði utan heimilis með samþykki foreldra og barns.
[Barnaverndarþjónusta] 1) getur, eftir því sem nánar er ákveðið í áætlun skv. 23. gr., með samþykki foreldra og barns sem náð hefur 15 ára aldri:
    a. tekið við forsjá eða umsjá barns og ráðstafað barni í fóstur,
    b. tekið við forsjá eða umsjá barns og vistað barn utan heimilis á heimili eða stofnun eða leitað annarra úrræða skv. XIII. og XIV. kafla til umönnunar, rannsóknar, meðferðar eða stuðnings.
Fóstur eða vistun barns skv. 1. mgr. skal eigi standa lengur en þörf krefur. Ráðstafanir þessar skulu að jafnaði vera tímabundnar og sæta reglulegri endurskoðun eftir því sem nánar er kveðið á um í fóstur- eða vistunarsamningi. Með tilliti til hagsmuna barns getur fóstur eða vistun þó varað þar til barn verður lögráða [og tekur [barnaverndarþjónusta] 1) þá við forsjá þess]. 2) [Ef fóstur eða vistun varir þar til barn verður lögráða ber [barnaverndarþjónustu] 1) eigi síðar en þremur mánuðum áður en það verður 18 ára að meta þarfir barnsins fyrir frekari úrræði. [Barnaverndarþjónusta] 1) getur ákveðið með samþykki ungmennis að ráðstöfun haldist eftir að það verður 18 ára, allt til 20 ára aldurs. Ungmenni getur skotið synjun [barnaverndarþjónustu], 1) um að ráðstöfun í fóstur eða vistun haldist eftir að viðkomandi verður 18 ára, til [úrskurðarnefndar velferðarmála]. 3)] 2)
Ef ráðstöfun skv. a- eða b-lið 1. mgr. er gegn vilja barns sem ekki hefur náð 15 ára aldri skal það fá tækifæri til að tala máli sínu fyrir [þjónustunni] 4) með liðsinni sérstaks talsmanns ef því er að skipta.
Fari foreldrar sem búa ekki saman sameiginlega með forsjá samkvæmt ákvæðum barnalaga þarf samþykki beggja foreldra til ráðstöfunar. Ef barn sem orðið er 15 ára [og býr hjá öðru foreldra sinna] 5) samþykkir úrræði nægir samþykki þess foreldris sem barnið býr hjá en leita skal umsagnar hins foreldrisins.
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 80/2011, 13. gr. 3)L. 85/2015, 13. gr. 4)L. 107/2021, 9. gr. 5)L. 28/2021, 33. gr.
26. gr. Úrræði án samþykkis foreldra.
[Hafi úrræði skv. 24. og 25. gr. ekki skilað árangri að mati barnaverndarþjónustu, eða barnaverndarþjónusta hefur eftir atvikum komist að þeirri niðurstöðu að þau séu ófullnægjandi, getur barnaverndarþjónusta farið fram á það við umdæmisráð barnaverndar að ráðið með úrskurði gegn vilja foreldra:
    a. kveði á um eftirlit með heimili,
    b. gefi fyrirmæli um aðbúnað og umönnun barns, svo sem dagvistun þess, skólasókn, læknisþjónustu, rannsókn, meðferð eða þjálfun,
    c. kveði á um að heimilt sé að láta aðilum, sem vinna með mál viðkomandi barns og nefndir eru í 2. mgr. 17. gr. og 18. gr., í té upplýsingar um líðan barns eða meðferð máls ef það er talið nauðsynlegt vegna hagsmuna barnsins,
    d. kveði á um að samþætta skuli þjónustu í þágu farsældar barnsins,
    e. ákveði að ekki megi fara með barnið úr landi.] 1)
Ráðstafanir skv. 1. mgr. skulu ávallt vera tímabundnar og eigi standa lengur en þörf krefur hverju sinni og skulu endurskoðaðar eigi sjaldnar en á sex mánaða fresti.
[Foreldrar geta skotið úrskurði til [úrskurðarnefndar velferðarmála]. 2)] 3)
[Þegar kveðið hefur verið á um samþættingu þjónustu skv. d-lið 1. mgr. með úrskurði tekur barnaverndarþjónusta við hlutverki málstjóra samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Að öðru leyti fer um samþættingu þjónustunnar samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nema öðruvísi sé mælt fyrir um í lögum þessum.] 1)
    1)L. 107/2021, 17. gr. 2)L. 85/2015, 13. gr. 3)L. 80/2011, 14. gr.
27. gr. [Úrskurður umdæmisráðs barnaverndar um vistun barns utan heimilis.]1)
[Með sömu skilyrðum og fram koma í 26. gr. og ef brýnir hagsmunir barns mæla með því getur barnaverndarþjónusta farið fram á það við umdæmisráð barnaverndar að ráðið með úrskurði gegn vilja foreldra og/eða barns sem náð hefur 15 ára aldri:
    a. kveði á um að barn skuli vera kyrrt á þeim stað þar sem það dvelst í allt að fjóra mánuði,
    b. kveði á um töku barns af heimili í allt að fjóra mánuði og um nauðsynlegar ráðstafanir, svo sem ráðstöfun þess í fóstur eða vistun á heimili eða stofnun eða leiti annarra úrræða skv. XIII. og XIV. kafla til að tryggja öryggi þess eða til að unnt sé að gera viðeigandi rannsókn á barninu og veita því nauðsynlega meðferð og aðhlynningu.] 1)
Foreldrum eða barni sem náð hefur 15 ára aldri er heimilt að bera úrskurð [umdæmisráðs barnaverndar] 1) undir héraðsdómara. Krafa þess efnis skal berast dómara innan fjögurra vikna frá því að úrskurður var kveðinn upp. Málskot til dómstóla kemur ekki í veg fyrir að úrskurður [umdæmisráðs barnaverndar] 1) komi til framkvæmda.
Um málsmeðferð fyrir dómi fer skv. XI. kafla.
    1)L. 107/2021, 18. gr.
28. gr. Úrskurður dómstóls um vistun barns utan heimilis.
[Ef barnaverndarþjónusta telur nauðsynlegt að ráðstöfun skv. a- og b-lið 1. mgr. 27. gr. standi lengur en þar er kveðið á um skal hún, að fengnum úrskurði umdæmisráðs barnaverndar, gera kröfu um það fyrir héraðsdómi.] 1) [Heimilt er með úrskurði dómara að vista barn í allt að tólf mánuði í senn frá og með þeim degi þegar úrskurður dómara er kveðinn upp.] 2)
[[Ef fyrir liggur úrskurður umdæmisráðs barnaverndar sem heimilar barnaverndarþjónustu að krefjast] 1) framlengingar vistunar skv. 27. eða 28. gr. eða forsjársviptingar skv. 29. gr. áður en vistunartíma lýkur helst ráðstöfun þar til úrskurður eða dómur liggur fyrir.] 2)
Um málsmeðferð fyrir dómi fer skv. XI. kafla.
    1)L. 107/2021, 19. gr. 2)L. 80/2011, 15. gr.
29. gr. Forsjársvipting.
[Barnaverndarþjónustu, að fengnum úrskurði umdæmisráðs barnaverndar], 1) er heimilt að krefjast þess fyrir dómi að foreldrar, annar þeirra eða báðir, skuli sviptir forsjá ef hún telur:
    a. að daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum foreldra og barns sé alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri þess og þroska,
    b. að barni sem er sjúkt eða fatlað sé ekki tryggð viðeigandi meðferð, þjálfun eða kennsla,
    c. að barninu sé misþyrmt, misboðið kynferðislega eða megi þola alvarlega andlega eða líkamlega áreitni eða niðurlægingu á heimilinu,
    d. fullvíst að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess sé hætta búin sökum þess að foreldrar eru augljóslega vanhæfir til að fara með forsjána, svo sem vegna vímuefnaneyslu, geðrænna truflana, greindarskorts eða að breytni foreldra sé líkleg til að valda barni alvarlegum skaða.
Kröfu um sviptingu forsjár skal því aðeins gera að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs.
Um málsmeðferð fyrir dómi samkvæmt þessari grein fer eftir ákvæðum X. kafla.
    1)L. 107/2021, 20. gr.
30. gr. [Úrræði vegna ófæddra barna.
Ef könnun leiðir í ljós að lífi, heilsu eða þroska ófædds barns er stefnt í alvarlega hættu vegna lífernis, háttsemi eða aðstæðna verðandi foreldra þess skal barnaverndarþjónusta beita úrræðum laga þessara í samráði við hina verðandi foreldra.
Stefni barnshafandi einstaklingur heilsu og/eða lífi ófædds barns í hættu með líferni sínu eða háttsemi og brýn þörf stendur til, enda hafi vægari úrræði verið fullreynd, getur barnaverndarþjónusta sett fram kröfu fyrir dómi um sviptingu sjálfræðis hins barnshafandi einstaklings samkvæmt ákvæðum lögræðislaga.] 1)
    1)L. 107/2021, 21. gr.
31. gr. Neyðarráðstafanir.
[Ef vinda þarf bráðan bug að ráðstöfun getur starfsfólk barnaverndarþjónustu sem fer með vald til fullnaðarafgreiðslu mála samkvæmt lögum þessum, án undangenginnar málsmeðferðar skv. VIII. kafla, framkvæmt hana.] 1)
[Barnaverndarþjónusta skal án tafar taka málið til meðferðar. Innan 14 daga frá því að ákvörðun um neyðarráðstöfun var tekin skal taka ákvörðun eða kveða upp úrskurð, eftir atvikum með aðkomu umdæmisráðs barnaverndar, um áframhaldandi ráðstöfun, að öðrum kosti fellur ákvörðun skv. 1. mgr. úr gildi.] 1) Um málsmeðferð samkvæmt þessari málsgrein gilda ákvæði VIII. kafla.
Við aðstæður þær sem 1. mgr. tekur til er heimilt þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 43. gr. að fara inn á heimili, enda sé ástæða til að ætla að barn sé í bráðri hættu.
    1)L. 107/2021, 22. gr.
32. gr. Skipan lögráðamanns.
Hafi foreldrar afsalað sér eða verið sviptir forsjá barns hverfur forsjá þess til [barnaverndarþjónustu] 1) að svo stöddu. [Barnaverndarþjónusta] 1) skal fara með lögráð barnsins þar til hún ákveður annað. [Barnaverndarþjónusta] 1) getur óskað eftir því að barni verði skipaður lögráðamaður eða sérstakur fjárhaldsmaður, ef hún telur það þjóna hagsmunum barnsins.
[Barnaverndarþjónusta] 1) tekur forsjá barns í sínar hendur ef það verður forsjárlaust af öðrum ástæðum og hlutast á sama hátt til um að því verði skipaður lögráðamaður, sbr. 1. mgr.
    1)L. 107/2021, 4. gr.
33. gr. Umsjá barns sem vistast utan heimilis.
Þegar [barnaverndarþjónusta] 1) hefur tekið við umsjá eða forsjá barns með heimild í lögum þessum skal hún gera skriflega áætlun um trygga umsjá barnsins. Í áætlun skal tilgreina hvers konar vistun er fyrirhuguð og hversu lengi, markmið með vistun, stuðning við barnið og aðra, auk annars sem máli skiptir. [Jafnframt skal samþætta þjónustu í þágu farsældar barnsins óháð afstöðu foreldra. Barnaverndarþjónusta tekur þá við hlutverki málstjóra. Að öðru leyti fer um samþættingu samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.] 2)
Leitast skal við að finna systkinum sameiginlegar lausnir í samræmi við þarfir þeirra og hagsmuni.
Foreldrar sem hafa verið sviptir forsjá barns eiga ekki aðild að málum sem varða ákvarðanir um úrræði því til handa, að undanskildum málum er varða ákvörðun um umgengnisrétt.
[Val [barnaverndarþjónustu] 1) á þeim sem tekur að sér að annast barn sem vistað er utan heimilis skv. 25. og 27.–29. gr. er ekki kæranlegt til [úrskurðarnefndar velferðarmála] 3) eða annars stjórnvalds, sbr. þó 67. gr. b.] 4)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 107/2021, 23. gr. 3)L. 85/2015, 13. gr. 4)L. 80/2011, 18. gr.
34. gr. Endurskoðun ráðstafana.
Ef foreldri eða barn sem náð hefur 15 ára aldri afturkallar samþykki sitt fyrir tímabundnu úrræði skv. 25. gr. getur [barnaverndarþjónusta] 1) gripið til ráðstafana skv. 26., 27., 28. eða 29. gr. ef skilyrðum þeirra greina er að öðru leyti fullnægt.
Hafi foreldri eða barn sem náð hefur 15 ára aldri veitt samþykki fyrir úrræði skv. 25. gr. sem ætlað er að standa þar til barn verður lögráða eða hafi foreldri verið svipt forsjá skv. 29. gr. getur foreldri eða barn sem náð hefur 15 ára aldri gert [kröfu á hendur [barnaverndarþjónustu], 1) foreldri sem fer með forsjá skv. 67. gr. a eða 67. gr. b og fósturforeldrum], 2) ef það á við, fyrir dómi um að samningi verði hnekkt eða dómi um sviptingu breytt og að foreldri verði falin forsjá eða umsjá barns að nýju.
Krafa skv. 2. mgr. verður því aðeins tekin til greina að breyting þyki réttmæt vegna breyttra aðstæðna, raski ekki stöðugleika í uppeldi barns og taki mið af hag og þörfum þess. Ef foreldri hefur verið svipt forsjá er einungis unnt að gera kröfu ef liðnir eru tólf mánuðir hið skemmsta frá því að dómstóll leysti síðast úr máli með endanlegum dómi.
Ráðstöfun helst þar til dómur hefur fallið.
Um málsmeðferð fyrir dómi samkvæmt þessari grein fer samkvæmt ákvæðum X. kafla.
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 80/2011, 19. gr.

VII. kafli. [Aðrar ráðstafanir barnaverndaryfirvalda.]1)
    1)L. 107/2021, 27. gr.
35. gr.1)
    1)L. 107/2021, 25. gr.
36. gr. Upplýsingar úr sakaskrá.
[[Barna- og fjölskyldustofa] 1) á rétt til upplýsinga úr sakaskrá um menn sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot gegn ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga.] 2) Ríkissaksóknari skal láta stofunni í té afrit dóma ef hún óskar þess. [Barna- og fjölskyldustofa] 1) getur tilkynnt viðkomandi [barnaverndarþjónustu] 3) flytji maður sem veruleg hætta er talin stafa af í umdæmi hennar. Ef rík barnaverndarsjónarmið mæla með getur [barnaverndarþjónusta] 3) gert öðrum viðvart, að fengnu samþykki [Barna- og fjölskyldustofu]. 1)
[Við ráðningu til starfa hjá barnaverndaryfirvöldum eða á heimilum eða stofnunum samkvæmt lögum þessum, hvort sem þau eru rekin af einkaaðilum, ríki eða sveitarfélögum, skal ávallt liggja fyrir sakavottorð og upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Óheimilt er að ráða til starfa einstakling sem hlotið hefur refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Hafi umsækjandi verið dæmdur til refsingar fyrir önnur brot skal meta áhrif þess á hæfni viðkomandi til að gegna því starfi sem um ræðir, m.a. að teknu tilliti til eðlis starfsins og eðlis brotsins.] 2)
2)
    1)L. 87/2021, 8. gr. 2)L. 80/2011, 20. gr. 3)L. 107/2021, 4. gr.
37. gr. Brottvikning heimilismanns og nálgunarbann.
Ef [barnaverndarþjónustu] 1) þykir [heilsu eða lífi ófædds barns stefnt í hættu eða] 2) barni háski búinn af háttsemi eða framferði manns, svo sem vegna ofbeldis, ógnana eða hótana eða vegna vímuefnaneyslu eða annars athæfis, [skal barnaverndarþjónusta setja fram beiðni til lögreglu um] 3) að viðkomandi verði bannað að koma á tiltekinn stað eða svæði, veita eftirför, heimsækja eða setja sig með öðrum hætti í samband við barn [eða [barnshafandi einstakling] 3)]. 2) Enn fremur er með sama hætti [skylt að setja fram beiðni til lögreglu um] 3) að manni verði bönnuð dvöl á heimili ef [þjónustan] 4) telur það nauðsynlegt vegna hagsmuna barns [eða [barnshafandi einstaklings] 3)]. 2) Um málsmeðferð gilda að öðru leyti ákvæði laga … 5) um nálgunarbann [og brottvísun af heimili]. 6)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 80/2011, 21. gr. 3)L. 107/2021, 26. gr. 4)L. 107/2021, 9. gr. 5)L. 88/2008, 234. gr. 6)L. 85/2011, 20. gr.

VIII. kafli. [Málsmeðferð barnaverndarmála.]1)
    1)L. 107/2021, 34. gr.
38. gr. Gildissvið stjórnsýslulaga.
[Um meðferð barnaverndarmála gilda ákvæði stjórnsýslulaga með þeim frávikum sem greinir í lögum þessum. Ákvæði kaflans gilda þegar barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar taka ákvarðanir í barnaverndarmálum, þ.m.t. við undirbúning mála til úrskurðar skv. 13. gr.
Ráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði í reglugerð 1) um meðferð barnaverndarmála, svo sem um tilkynningar, könnun, samþættingu þjónustu, gerð áætlana, úrræði og stafræna vinnslu.] 2)
    1)Rg. 56/2004, sbr. 652/2004. 2)L. 107/2021, 28. gr.
39. gr. [Skráning mála, varðveisla upplýsinga og stafræn vinnsla barnaverndarmála.
Barnaverndarþjónusta heldur skrá yfir öll barnaverndarmál. Öll gögn er barnaverndarmál varða, þ.m.t. gögn sem verða til hjá umdæmisráði barnaverndar, skulu varðveitt hjá barnaverndarþjónustu í gagnagrunni og stafrænum lausnum sem eru starfrækt af Barna- og fjölskyldustofu. Umdæmisráð barnaverndar hefur aðgang að gögnum mála hjá viðkomandi barnaverndarþjónustu.
Barnaverndarþjónustur og umdæmisráð barnaverndar skulu vinna gögn barnaverndarmála í gagnagrunni og stafrænum lausnum sem eru starfrækt af Barna- og fjölskyldustofu í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur.
Barna- og fjölskyldustofa útbýr leiðbeiningar um varðveislu og vinnslu gagna skv. 1. mgr.] 1)
    1)L. 107/2021, 29. gr.
40. gr. Leiðbeiningarskylda.
[Barnaverndarþjónusta] 1) skal leiðbeina foreldrum, barni og öðrum eftir því sem við á um málsmeðferð barnaverndarmála og um réttindi þeirra og skyldur samkvæmt málsmeðferðarreglum þessum og stjórnsýslulögum, svo sem um rétt til aðstoðar lögmanns, kæruleiðir o.fl.
    1)L. 107/2021, 4. gr.
41. gr. Rannsóknarregla, málshraði o.fl.
[Barnaverndarþjónusta] 1) skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því.
Könnun barnaverndarmáls skal ekki vera umfangsmeiri en nauðsyn krefur og henni skal hraðað svo sem kostur er. Ákvörðun um beitingu viðeigandi úrræða skal að jafnaði liggja fyrir innan þriggja mánaða og eigi síðar en fjórum mánuðum eftir að ákvörðun var tekin um að hefja könnun.
    1)L. 107/2021, 4. gr.
42. gr. Skráning upplýsinga.
[Barnaverndarþjónustu] 1) ber að skrá upplýsingar um málsatvik sem henni eru veittar munnlega ef hún telur þær geta haft þýðingu fyrir úrlausn máls og þær er ekki að finna í öðrum gögnum þess.
    1)L. 107/2021, 4. gr.
43. gr. Rannsóknarheimildir.
Leitast skal við að könnun fari fram í samráði og samvinnu við foreldra.
Foreldrum eða þeim sem barnið dvelst hjá er skylt að veita liðsinni sitt til þess að könnun máls geti gengið greiðlega, enda skal [barnaverndarþjónusta] 1) sýna þeim er málið varðar ýtrustu nærgætni.
Við könnun á högum barns er [barnaverndarþjónustu] 1) heimilt að taka skýrslur af foreldrum eða forsjáraðilum barns og öðrum þeim er um kunna að bera.
[Starfsfólki barnaverndarþjónustu] 2) er því aðeins heimilt að fara inn á heimili barns, til könnunar á högum þess, að fyrir liggi samþykki foreldris eða forráðamanns eða á grundvelli dómsúrskurðar.
[Starfsfólki barnaverndarþjónustu] 2) er heimilt að fara á annan stað en heimili barns, svo sem í dagvistun, leikskóla, skóla, félagsmiðstöð eða neyðarathvarf, til að tala við barn, í einrúmi ef þörf er á, fylgjast með hegðun þess eða til athugunar á barni. Jafnan skal hafa samráð við foreldra ef tala á við barn yngra en 12 ára eða gera athuganir á því. Ef rannsóknarhagsmunir mæla sannanlega með því er heimilt að tala við barn yngra en 12 ára og fylgjast með hegðun þess án vitneskju eða samþykkis foreldra eða forráðamanna, en tilkynna skal þeim svo fljótt sem verða má að slík könnun hafi farið fram.
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 107/2021, 30. gr.
44. gr. Upplýsingaskylda gagnvart [barnaverndarþjónustu].1)
Öllum heilbrigðis- og sjúkrastofnunum, þar með töldum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum, sérfræðingum sem veita félagslega þjónustu, geðdeildum, meðferðardeildum og meðferðarstofnunum fyrir áfengissjúklinga og fíkniefnaneytendur, og stofnunum sem veita félagslega þjónustu eða aðstoð, er skylt eftir að [barnaverndarþjónusta] 1) hefur tekið ákvörðun um könnun máls að láta [þjónustunni] 2) endurgjaldslaust í té [upplýsingar og afrit af nauðsynlegum gögnum um heilsu barns, foreldra þess og annarra heimilismanna], 3) þar á meðal upplýsingar um ástand viðkomandi og batahorfur, auk annarra upplýsinga sem [þjónustan] 2) telur að skipt geti máli fyrir úrlausn málsins.
Með sama hætti er öllum stofnunum og öðrum aðilum þar sem barn hefur dvalist eða kemur reglulega, svo sem skólum, dagvistarheimilum og félagsmiðstöðvum fyrir börn og unglinga, skylt að láta [þjónustunni] 2) í té upplýsingar sem hún telur að skipt geti máli fyrir úrlausn málsins.
Þá skulu lögregla og sakaskrá ríkisins með sama hætti láta [þjónustunni] 2) í té [upplýsingar og afrit nauðsynlegra gagna sem þessar stofnanir búa yfir um barn, foreldra þess og aðra heimilismenn sem varðað geta málið]. 3)
Upplýsingar samkvæmt þessari grein skal veita svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en 14 dögum eftir að beiðni barst.
Upplýsingaskylda samkvæmt þessari grein gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu einstakra starfsstétta.
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 107/2021, 9. gr. 3)L. 80/2011, 22. gr.
45. gr. Upplýsingaréttur og aðgangur að gögnum máls.
[Barnaverndarþjónusta] 1) skal með nægilegum fyrirvara láta aðilum máls í té öll gögn sem málið varða og koma til álita við úrlausn þess, enda tryggi þeir trúnað.
[Barnaverndarþjónusta] 1) getur með rökstuddum úrskurði takmarkað aðgang aðila að tilteknum gögnum ef hún telur að það geti skaðað hagsmuni barns og samband þess við foreldra eða aðra. [Þjónustan] 2) getur einnig úrskurðað að aðilar og lögmenn þeirra geti kynnt sér skjöl og önnur gögn án þess að þau eða ljósrit af þeim séu afhent.
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 107/2021, 9. gr.
46. gr. Réttindi barns við málsmeðferð.
Barn sem náð hefur 15 ára aldri er aðili barnaverndarmáls samkvæmt ákvæðum 25., 27., 2. mgr. 34., 74. og 81. gr. Um aðild barns að barnaverndarmálum sem rekin eru fyrir dómi gilda ákvæði X. og XI. kafla.
Gefa skal barni kost á að tjá sig um mál sem það varðar í samræmi við aldur þess og þroska og taka skal réttmætt tillit til skoðana þess við úrlausn málsins. … 1)
Þegar [barnaverndarþjónusta] 2) hefur tekið ákvörðun um að hefja könnun máls [skal hún taka afstöðu til þess] 1) hvort þörf sé á að skipa barni talsmann. [Að jafnaði skal skipa barni talsmann áður en gripið er til ráðstafana skv. 25., 27. eða 28. gr. og áður en sett er fram krafa um sviptingu forsjár skv. 29. gr. nema barn njóti aðstoðar lögmanns, sbr. 2. mgr. 47. gr.] 1) Ráðherra skal kveða nánar á um hæfi og hlutverk talsmanna í barnaverndarmálum í reglugerð 3)4)
    1)L. 80/2011, 23. gr. 2)L. 107/2021, 4. gr. 3)Rg. 56/2004. 4)L. 87/2021, 8. gr.
47. gr. Andmælaregla.
Aðilar barnaverndarmáls skulu eiga þess kost að tjá sig munnlega eða skriflega, þar með talið með aðstoð lögmanns, um efni máls og annað sem lýtur að málsmeðferðinni áður en [úrskurður er kveðinn upp í barnaverndarmáli]. 1)
[Barnaverndarþjónusta] 2) skal veita foreldrum og barni sem er aðili máls fjárstyrk til að greiða fyrir lögmannsaðstoð skv. 1. mgr. og í tengslum við rekstur máls fyrir [úrskurðarnefnd velferðarmála] 3) eftir reglum sem [þjónustan] 4) setur. Í reglunum skal taka tillit til efnahags foreldra, eðlis og umfangs málsins.
    1)L. 107/2021, 31. gr. 2)L. 107/2021, 4. gr. 3)L. 85/2015, 13. gr. 4)L. 107/2021, 9. gr.
48. gr. Samþykki foreldra og barns.
Samþykki foreldra og barns skv. 25. gr. skal vera skriflegt og undirritað í viðurvist tveggja … 1) manna sem votta að foreldrum og barni hafi verið gerð full grein fyrir eðli og réttaráhrifum samþykkisins.
    1)L. 80/2011, 24. gr.
49. gr. [Meðferð barnaverndarmála fyrir umdæmisráði barnaverndar.
Ákvæði þessa kafla gilda um meðferð barnaverndarmála fyrir umdæmisráði barnaverndar eftir því sem við á.
Barnaverndarþjónusta undirbýr og fer fram á úrskurð umdæmisráðs barnaverndar vegna mála sem lúta úrskurðarvaldi ráðsins, sbr. 13. gr. Þegar farið hefur verið fram á úrskurð umdæmisráðs getur ráðið lagt fyrir barnaverndarþjónustu að afla frekari gagna sem ráðið telur nauðsynleg til að komast að niðurstöðu í málinu.
Um ályktunarhæfi og form úrskurða umdæmisráðs barnaverndar fer samkvæmt stjórnsýslulögum.
Þegar fyrir liggur úrskurður umdæmisráðs barnaverndar ber barnaverndarþjónustu án tafar að koma honum til framkvæmdar í samræmi við hagsmuni barnsins. Úrskurður skv. 3. og 4. tölul. 3. mgr. 13. gr. fellur úr gildi hafi hann ekki komið til framkvæmda innan sex vikna frá því að hann varð bindandi.] 1)
    1)L. 107/2021, 32. gr.
50. gr. Fullnusta ákvarðana.
[Barnaverndarþjónusta] 1) skal við fullnustu og framkvæmd ákvarðana sinna, [úrskurðarnefndar velferðarmála] 2) og dómstóla sýna aðilum fyllstu tillitssemi og nærgætni og gæta í hvívetna hagsmuna barns þess er í hlut á.
Ef aðilar neita að hlýðnast lögmætum ákvörðunum [barnaverndarþjónustu, umdæmisráðs barnaverndar], 3) [úrskurðarnefndar velferðarmála] 2) og dómstóla skal lögregla veita atbeina sinn við fullnustu ákvörðunar.
Fulltrúi [barnaverndarþjónustu] 1) skal þó ávallt vera viðstaddur ef grípa þarf til ráðstafana skv. 2. mgr.
[Barna- og fjölskyldustofa] 4) getur mælt svo fyrir að ákvörðun barnaverndaryfirvalda í öðru ríki skuli framfylgt hér á landi.
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 85/2015, 13. gr. 3)L. 107/2021, 33. gr. 4)L. 87/2021, 8. gr.

IX. kafli. [Málsmeðferð barnaverndarmála fyrir úrskurðarnefnd velferðarmála.]1)
    1)L. 85/2015, 13. gr.
51. gr. Málskot.
[Aðilar barnaverndarmáls geta skotið úrskurði eða ákvörðun skv. [6. gr.] 1) til [úrskurðarnefndar velferðarmála] 1) innan fjögurra vikna frá því að viðkomandi var tilkynnt um úrskurð eða ákvörðun.
[Úrskurðarnefndin] 1) getur ákveðið að formaður … 2) fari einn með mál og kveði upp úrskurð ef mál þykir ekki varða mikilsverða hagsmuni barns.
[Úrskurðarnefndin] 1) skal innan tveggja vikna frá því að henni berst kæra taka mál til meðferðar og úrlausnar. [Úrskurðarnefndin] 1) skal kveða upp úrskurð í máli svo fljótt sem kostur er og eigi síðar en innan þriggja mánaða frá því að úrskurður … 2) var kærður til hennar.
[Úrskurðarnefnd velferðarmála] 1) getur metið að nýju bæði lagahlið máls og sönnunargögn. [Úrskurðarnefndin] 2) getur ýmist staðfest úrskurðinn að niðurstöðu til eða hrundið honum að nokkru eða öllu leyti. Þá getur [úrskurðarnefndin] 1) einnig vísað málinu … 2) til meðferðar að nýju.] 3)
    1)L. 85/2015, 13. gr. 2)L. 107/2021, 35. gr. 3)L. 80/2011, 25. gr.
52. gr. [Málsmeðferð barnaverndarmála fyrir úrskurðarnefnd velferðarmála.]1)
Ákvæði VIII. kafla gilda um málsmeðferð fyrir [úrskurðarnefnd velferðarmála] 1) eftir því sem við á.
[Barnaverndarþjónusta] 2) er aðili máls fyrir [úrskurðarnefnd]. 1) Skal málflutningur að jafnaði vera skriflegur en [úrskurðarnefnd] 1) getur kvatt aðila til munnlegrar skýrslugjafar og ákveðið munnlegan málflutning fyrir nefndinni.
[Úrskurðarnefndin] 1) skal að jafnaði byggja úrskurð sinn á þeim gögnum sem fyrir eru í málinu. Nefndin getur þó, ef hún telur ríka ástæðu til, lagt fyrir aðila að afla nánar tilgreindra gagna, svo sem álitsgerða sérfræðinga. [Úrskurðarnefndin] 1) á rétt til skriflegra upplýsinga úr sakaskrá um aðila máls. [Úrskurðarnefndin] 1) kveður á um það hver skuli bera kostnað vegna öflunar gagna, þar með talinna álitsgerða sérfræðinga.
Málskot til [úrskurðarnefndar velferðarmála] 1) frestar ekki framkvæmd úrskurðar [sem kærður er til úrskurðarnefndarinnar]. 3) Þegar sérstaklega stendur á getur [úrskurðarnefndin] 1) þó ákveðið, að kröfu aðila, að framkvæmd úrskurðar skuli frestað þar til nefndin hefur kveðið upp úrskurð sinn.
    1)L. 85/2015, 13. gr. 2)L. 107/2021, 4. gr. 3)L. 107/2021, 36. gr.

X. kafli. Meðferð mála fyrir dómi skv. 29. gr. og 2. mgr. 34. gr.
53. gr. Gildissvið laga um meðferð einkamála.
Um meðferð mála fyrir dómi samkvæmt ákvæðum þessa kafla gilda ákvæði laga um meðferð einkamála, með þeim frávikum sem í lögum þessum greinir.
[53. gr. a. Lögsaga.
Dómsmál samkvæmt lögum þessum er unnt að höfða hér á landi ef:
    a. aðili er búsettur hér á landi,
    b. barn er búsett hér á landi eða
    c. barn dvelst eða er statt hér á landi og nauðsynlegt þykir að leita atbeina dómstóla til að tryggja öryggi þess.] 1)
    1)L. 80/2011, 26. gr.
[53. gr. b. Flýtimeðferð.
Mál samkvæmt ákvæðum þessa kafla skulu sæta flýtimeðferð í samræmi við ákvæði XIX. kafla laga um meðferð einkamála.] 1)
    1)L. 80/2011, 26. gr.
54. gr. [Um sérfróða meðdómsmenn og þinghöld.]1)
[Í málum samkvæmt ákvæðum þessa kafla skal kveðja til setu í dómi sérfróðan meðdómsmann eða meðdómsmenn nema útivist verði af hálfu aðila eða máli vísað frá vegna augljósra annmarka. Um fjölda þeirra og kvaðningu fer að öðru leyti eftir 2. gr. og 2. gr. a laga um meðferð einkamála.] 2)
Þinghöld skulu háð fyrir luktum dyrum.
1)
    1)L. 80/2011, 27. gr. 2)L. 76/2019, 39. gr.
55. gr. Aðild barns.
Barni sem náð hefur 15 ára aldri skal tilkynnt um málshöfðun og gefinn kostur á að gæta réttar síns. Er barninu heimilt að ganga inn í mál með meðalgöngustefnu.
Þegar barni hefur verið skipaður talsmaður skal gefa honum kost á að vera viðstaddur þinghöld í máli ef vörnum er haldið uppi. [Gefa skal barni kost á að tjá sig um mál í samræmi við aldur þess og þroska.] 1)
1)
    1)L. 80/2011, 28. gr.
56. gr. Sönnun og sönnunargögn.
Áður en [barnaverndarþjónusta] 1) höfðar mál til sviptingar forsjár skv. 29. gr. ber henni að sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst.
Dómari getur lagt fyrir [barnaverndarþjónustu] 1) að afla nánar tilgreindra gagna, svo sem matsgerðar um foreldra eða barn. Jafnframt getur dómari lagt fyrir foreldra eða fósturforeldra að afla nánar tilgreindra gagna. Heimilt er dómara að ákveða að kostnaður vegna gagnaöflunar skv. 2. málsl. greiðist úr ríkissjóði.
    1)L. 107/2021, 4. gr.
57. gr. Málsástæður.
Aðilar geta flutt fram nýjar málsástæður og ný andmæli allt þar til mál er dómtekið.
58. gr. Um nafnleynd o.fl.
Ekki má skýra á nokkurn hátt frá því sem komið hefur fram í máli án leyfis dómara. Brot gegn þessu ákvæði varðar sektum.
Áður en endurrit úr þingbókum og dómabókum eru afhent skal afmá nöfn málsaðila og aðrar upplýsingar sem bent geta til þess hverjir aðilar séu eða hvaða barn mál varði, svo og önnur atriði sem eðlilegt er að leynt fari með tilliti til almanna- eða einkahagsmuna.
59. gr. Áhrif málskots.
Málskot frestar ekki réttaráhrifum dóms nema héraðsdómari hafi mælt svo fyrir í dómi.
60. gr. Gjafsókn.
Foreldrar, fósturforeldrar og barn sem gengur inn í mál skv. 55. gr. skulu hafa gjafsókn fyrir héraðsdómi [og fyrir Landsrétti] 1) og Hæstarétti.
Ef mál er höfðað skv. 34. gr. til endurskoðunar á fyrri niðurstöðu dóms, sbr. 3. mgr. 34. gr., fer um rétt aðila til gjafsóknar samkvæmt almennum reglum.
    1)L. 117/2016, 85. gr.

XI. kafli. Meðferð mála fyrir dómi skv. 27. og 28. gr.
61. gr. Gildissvið laga um meðferð einkamála o.fl.
Um meðferð mála samkvæmt þessum kafla gilda ákvæði laga um meðferð einkamála og ákvæði X. kafla laga þessara eftir því sem við getur átt og að því marki sem ekki er mælt fyrir um frávik í ákvæðum þessa kafla. [Ákvæði 53. gr. b og ákvæði 1. mgr. 54. gr. gilda ekki um meðferð mála samkvæmt þessum kafla.] 1)
    1)L. 80/2011, 29. gr.
62. gr. Aðild og kröfugerð.
Í málum samkvæmt þessum kafla er [barnaverndarþjónusta] 1) sóknaraðili ef hún krefst úrlausnar héraðsdóms en varnaraðilar eru foreldrar og barn sem náð hefur 15 ára aldri. … 2)
[Þegar foreldrar eða barn leita úrlausnar teljast þau sóknaraðilar en [barnaverndarþjónusta] 1) varnaraðili. Þegar [barnaverndarþjónusta] 1) telst varnaraðili er [þjónustunni] 3) heimilt að gera í greinargerð sjálfstæða kröfu um úrskurð skv. 28. gr.
Dómari getur ákveðið að sameina mál sem rekin eru á sama tíma skv. X. og XI. kafla.] 2)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 80/2011, 30. gr. 3)L. 107/2021, 9. gr.
63. gr. Þinghöld, sönnunargögn o.fl.
Þegar héraðsdómara hefur borist mál skv. 62. gr. ákveður hann stað og stund til þinghalds [innan viku] 1) og tilkynnir aðilum um það með sannanlegum hætti.
Þegar mál er fyrst tekið fyrir á dómþingi skal [barnaverndarþjónusta] 2) leggja fram staðfest afrit allra gagna sem ákvörðun er byggð á … 3). Varnaraðila skal síðan veita [frest sem skal að jafnaði ekki vera lengri en tvær vikur] 1) til að leggja fram greinargerð og afla sönnunargagna. [Þegar sérstaklega stendur á er dómara heimilt að veita frekari fresti til gagnaöflunar en taka skal mál aftur fyrir svo fljótt sem unnt er.] 1)
Ef útivist verður af hálfu sóknaraðila skal mál fellt niður. Ef varnaraðili sækir ekki þing skal mál tekið til úrskurðar. Hafi varnaraðili lagt fram greinargerð áður en þingsókn féll niður skal sóknaraðila gefinn kostur á að leggja fram stutt skriflegt svar við röksemdum varnaraðila áður en málið verður tekið til úrskurðar.
Matsgerðar verður ekki aflað í málum samkvæmt þessum kafla.
Þegar öflun gagna er lokið í máli þar sem vörnum er haldið uppi skal það sótt og varið munnlega [að jafnaði innan tveggja vikna]. 1)
Dómari skal svo fljótt sem unnt er kveða upp úrskurð í máli og eigi síðar en innan viku frá því það var tekið til úrskurðar.
    1)L. 80/2011, 31. gr. 2)L. 107/2021, 4. gr. 3)L. 107/2021, 37. gr.
[63. gr. a. Réttindi barns við málsmeðferð.
Barn sem er aðili máls samkvæmt ákvæðum þessa kafla hefur öll þau réttindi sem aðild fylgja.
Gefa skal barni sem ekki er aðili kost á að tjá sig um mál í samræmi við aldur þess og þroska nema dómari telji að afstaða barns komi fram með nægilega skýrum hætti í gögnum máls.] 1)
    1)L. 80/2011, 32. gr.
64. gr. Málskot.
Úrskurður héraðsdómara samkvæmt þessum kafla sætir kæru til [Landsréttar]. 1) Um kærufrest, kæruna sjálfa og meðferð hennar í héraði og fyrir [Landsrétti] 1) gilda sömu reglur og um kæru í almennu einkamáli.
Kæra frestar ekki framkvæmd úrskurðar nema héraðsdómari hafi mælt svo fyrir.
[Úrskurðir Landsréttar um atriði sem talin eru upp í 1. mgr. 167. gr. laga um meðferð einkamála sæta kæru til Hæstaréttar.] 1)
    1)L. 117/2016, 86. gr.

XII. kafli. Um ráðstöfun barna í fóstur.
65. gr. Fóstur.
[Með fóstri er í lögum þessum átt við að [barnaverndarþjónusta] 1) feli sérstökum fósturforeldrum umsjá barns í a.m.k. þrjá mánuði þegar fyrir liggur að:
    a. foreldrar hafa afsalað sér forsjá eða umsjá og samþykkt fósturráðstöfun,
    b. kveðinn hefur verið upp úrskurður um heimild til að fóstra barn utan heimilis þegar samþykki foreldra og barns eftir atvikum liggur ekki fyrir,
    c. foreldrar hafa verið sviptir forsjá með dómi,
    d. barn er forsjárlaust vegna andláts forsjáraðila eða
    e. barn sem komið hefur til landsins án forsjáraðila sinna er í umsjá [barnaverndarþjónustu] 1) eða fær [alþjóðlega vernd] 2) eða dvalarleyfi á Íslandi.] 3)
Fóstur getur verið tvenns konar, varanlegt eða tímabundið. Með varanlegu fóstri er átt við að það haldist þar til forsjárskyldur falla niður samkvæmt lögum. Fara fósturforeldrar þá að jafnaði með forsjárskyldur nema annað þyki betur henta þörfum barns og hagsmunum að mati [barnaverndarþjónustu]. 1) Að jafnaði skal ekki gerður samningur um varanlegt fóstur fyrr en að liðnum reynslutíma sem skal ekki vera lengri en eitt ár. [Með tímabundnu fóstri er átt við að fóstur vari í afmarkaðan tíma þegar ætla má að unnt verði að bæta aðstæður þannig að barnið muni geta snúið aftur til foreldra sinna án verulegrar röskunar á högum þess eða þegar áætlað er að annað úrræði taki við innan afmarkaðs tíma. Tímabundið fóstur skal ekki vara samanlagt lengur en tvö ár nema í algerum undantekningartilvikum þegar það þjónar hagsmunum barns.] 3)
Markmið fósturs skv. 1. mgr. er að tryggja barni uppeldi og umönnun innan fjölskyldu svo sem best hentar þörfum þess. Barni skal tryggður góður aðbúnaður hjá fósturforeldrum og þeir skulu sýna fósturbarni umhyggju og nærfærni og leitast við að efla andlegan og líkamlegan þroska þess. Nánar skal kveðið á um réttindi og skyldur fósturforeldris í fóstursamningi.
Ef barn, sem ráðstafað er í fóstur, á við að stríða verulega hegðunarerfiðleika vegna geðrænna, tilfinningalegra og annarra vandamála af því tagi er enn fremur heimilt að mæla fyrir um sérstaka umönnun og þjálfun á fósturheimili í stað þess að vista það á stofnun.
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 80/2016, 123. gr. 3)L. 80/2011, 33. gr.
[65. gr. a. Almennar kröfur til fósturforeldra.
Fósturforeldrar skulu vera vel í stakk búnir til þess að veita barni trygga umönnun og öryggi.
Við mat skv. 1. mgr. skal m.a. líta til sakaferils og heilsufars fósturforeldra og fjárhags og félagslegra þátta, svo sem fjölskyldusamsetningar.
Barna- og fjölskyldustofa veitir fósturforeldrum fræðslu og faglegan stuðning.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um hæfi fólks til að taka börn í fóstur, þar á meðal um kröfur til fósturforeldra.] 1)
    1)L. 87/2021, 8. gr.
66. gr. [Málsmeðferð leyfisveitinga.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála veitir leyfi til að taka börn í fóstur að fenginni umsögn Barna- og fjölskyldustofu. Eftir að Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála berst umsókn skal stofnunin senda hana til umsagnar Barna- og fjölskyldustofu nema augljóst þyki að skilyrði fyrir útgáfu leyfis séu ekki uppfyllt.
Barna- og fjölskyldustofa hefur samvinnu við [barnaverndarþjónustu] 1) í heimilisumdæmi umsækjenda við gerð umsagnar. Barna- og fjölskyldustofa boðar umsækjendur jafnframt á námskeið. Markmið með námskeiði er annars vegar að leggja mat á hæfni umsækjenda og hins vegar að veita umsækjendum leiðbeiningar og fræðslu.
Að loknu námskeiði sendir Barna- og fjölskyldustofa Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála umsögn sína. Þegar sérstaklega stendur á getur Barna- og fjölskyldustofa gefið umsögn án þess að umsækjendur hafi sótt námskeið.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála tilkynnir umsækjanda og Barna- og fjölskyldustofu um niðurstöðu sína.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð 2) um leyfisveitingar, þar á meðal um umsögn Barna- og fjölskyldustofu og samvinnu við [barnaverndarþjónustu]. 1)] 3)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)Rg. 804/2004. 3)L. 87/2021, 8. gr.
67. gr. Val á fósturforeldrum.
[Barna- og fjölskyldustofa heldur skrá yfir þá sem hafa leyfi til að taka börn í fóstur.
[Barnaverndarþjónusta] 1) sem ráðstafar barni í fóstur sendir beiðni um fósturheimili til Barna- og fjölskyldustofu áður en barnið fer á fósturheimili og velur fósturforeldra úr hópi þeirra sem eru á skrá skv. 1. mgr. í samráði við stofuna. Velja ber fósturforeldra af kostgæfni og með tilliti til þarfa og hagsmuna barnsins sem í hlut á. Val á fósturforeldrum skal miða að því að tryggja stöðugleika í lífi barns og valda sem minnstri röskun á högum þess. Ávallt skal leitast við að finna systkinum sameiginlegt fósturheimili nema sérstakar ástæður hamli.
Telji [barnaverndarþjónusta] 1) þörf á að barn fái sérstaka umönnun og þjálfun skv. 4. mgr. 65. gr. skal kveðið á um það í fóstursamningi. Ef ríkið tekur þátt í kostnaði vegna slíkrar viðbótarþjónustu, sbr. 88. gr., eru ákvæði í fóstursamningi sem að þessu lúta háð samþykki Barna- og fjölskyldustofu, svo sem varðandi kostnaðarþátttöku ríkisins og forsendur fyrir slíkum greiðslum. Barna- og fjölskyldustofa velur enn fremur fósturforeldra við þessar aðstæður í samvinnu við [barnaverndarþjónustu]. 1)] 2)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 87/2021, 8. gr.
[67. gr. a. Réttarstaða foreldris sem ekki fer með forsjá barns.
Ef foreldri sem fer eitt með forsjá barns afsalar sér umsjá eða forsjá þess skv. 25. gr., eða kveðinn er upp úrskurður um tímabundna vistun barns utan heimilis skv. 27. eða 28. gr., eða forsjársvipting á sér stað skv. 29. gr. skal [barnaverndarþjónusta] 1) kanna grundvöll þess að ráðstafa barni til hins foreldrisins.
Sé talið barni fyrir bestu að hitt foreldrið taki við umsjá meðan tímabundin ráðstöfun varir gilda um það sömu reglur og um tímabundið fóstur eftir því sem við á.
[Barnaverndarþjónustu] 1) er heimilt, ef hún telur hagsmuni barns best tryggða með þeim hætti, að afsala forsjá þess til hins foreldrisins. Í þeim tilvikum metur [barnaverndarþjónustan] 1) hæfni foreldrisins og gerir skriflegan samning um breytta forsjá. Um réttindi barns fer skv. 70. gr.
Áður en barni er ráðstafað í fóstur skal [barnaverndarþjónusta] 1) ávallt leita umsagnar þess foreldris sem ekki fer með forsjá barns.] 2)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 80/2011, 36. gr.
[67. gr. b. Réttarstaða foreldris sem barn býr ekki hjá þegar um sameiginlega forsjá er að ræða.
Ef foreldri sem barn býr hjá þegar báðir fara sameiginlega með forsjána afsalar sér umsjá barns skv. 25. gr. eða kveðinn er upp úrskurður um tímabundna vistun barns utan heimilis skv. 27. eða 28. gr. skal [barnaverndarþjónusta] 1) kanna grundvöll þess að ráðstafa barni til hins foreldrisins.
Sé talið barni fyrir bestu að hitt foreldrið taki við umsjá meðan tímabundin ráðstöfun varir metur [barnaverndarþjónusta] 1) hæfi foreldrisins og gerir skriflegan samning um umsjána. Ef [barnaverndarþjónusta] 1) telur barni fyrir bestu að aðrir taki við umsjá getur hitt foreldrið sem óskað hefur eftir að fá umsjá barns skotið synjun til [úrskurðarnefndar velferðarmála]. 2)
Ef foreldri sem barn býr hjá þegar báðir fara sameiginlega með forsjána afsalar sér forsjá skv. 25. gr. eða er eitt svipt forsjá skv. 29. gr. þá fer hitt foreldrið eftir það eitt með forsjá barnsins. Um réttindi barns fer skv. 70. gr.] 3)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 85/2015, 13. gr. 3)L. 80/2011, 36. gr.
[67. gr. c. Réttarstaða þegar foreldrar hafa samið um skipta búsetu barns.
Ef foreldrar hafa samið um skipta búsetu barns samkvæmt ákvæðum barnalaga og annað foreldra afsalar sér umsjá barns skv. 25. gr. eða kveðinn er upp úrskurður um tímabundna vistun barns utan heimilis annars foreldris skv. 27. eða 28. gr. fer hitt foreldrið áfram með umsjá barnsins.
Ef annað foreldra afsalar sér forsjá skv. 25. gr. eða er eitt svipt forsjá skv. 29. gr. fer hitt foreldrið eftir það eitt með forsjá barnsins og fellur skipt búseta samkvæmt barnalögum varanlega niður. Um réttindi barnsins fer skv. 70. gr.] 1)
    1)L. 28/2021, 33. gr.
68. gr. Fóstursamningur.
Við ráðstöfun barns í fóstur skulu [barnaverndarþjónusta] 1) og fósturforeldrar gera með sér skriflegan fóstursamning þar sem m.a. skal kveðið á um:
    a. lögheimili barns og daglega umsjá,
    b. forsjárskyldur, þar með talin lögráð,
    c. áætlaðan fósturtíma, sbr. 2. mgr. 65. gr.,
    d. framfærslu barns og annan kostnað,
    e. umgengni barns við [foreldra] 2) eða aðra nákomna,
    f. stuðning [barnaverndarþjónustu] 1) við barn og fósturforeldra meðan fóstur varir,
    g. slit samnings vegna breyttra forsendna,
    h. sérstaka umönnun og þjálfun, sbr. 4. mgr. 65. gr., þegar það á við,
    i. annað sem málið kann að varða.
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 80/2011, 37. gr.
69. gr. Umsjá og forsjárskyldur fósturforeldra.
Við ákvörðun um það hvort og að hvaða marki fósturforeldrar skulu fara með forsjárskyldur vegna barns, þar með talin lögráð þess (sjálfræði og fjárræði), skal taka mið af því hversu lengi fóstri er ætlað að vara, þörfum og hagsmunum barns, aðstæðum fósturforeldra og öðrum atvikum.
Ef foreldrar samþykkja, afsala sér forsjá eða hafa verið sviptir forsjánni er heimilt að ákveða í fóstursamningi að fóstur skuli vara þar til barn verður lögráða.
70. gr. Réttindi barns í fóstri.
[Eftir að foreldri hefur afsalað sér umsjá eða forsjá eða verið svipt umsjá eða forsjá barns samkvæmt ákvæðum laga þessara á barn rétt á umgengni við foreldra eða aðra sem eru því nákomnir enda samrýmist það hagsmunum þess. Um umgengni fer í öllum tilvikum skv. 74. gr. óháð því hver tekur við umsjá eða forsjá barns.
[Barnaverndarþjónusta] 1) sem ráðstafar barni í fóstur skal veita barni nauðsynlegan stuðning samkvæmt fóstursamningi á meðan fóstur varir. Ef foreldri barns tekur við umsjá eða forsjá þess skv. [67. gr. a, 67. gr. b eða 67. gr. c] 2) skal [barnaverndarþjónusta] 1) sem farið hefur með málið kanna sérstaklega þörf barns fyrir áframhaldandi stuðning. Ef þörf krefur skal [barnaverndarþjónusta] 1) í þessum tilvikum gera áætlun um stuðningsúrræði í samvinnu við foreldri skv. 23. gr.] 3)
Barni skal tryggð vitneskja um hvers vegna því var komið í fóstur og hvaða áform [barnaverndarþjónusta] 1) hefur um framtíð þess, allt eftir því sem aldur og þroski barns gefur tilefni til.
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 28/2021, 33. gr. 3)L. 80/2011, 38. gr.
71. gr.1)
    1)L. 80/2011, 39. gr.
72. gr. Undirbúningur barns og fósturforeldra fyrir fóstur.
[Barnaverndarþjónustu] 1) ber að undirbúa barn undir viðskilnað frá [foreldrum] 2) og fyrir væntanlegt fóstur. [Barnaverndarþjónustu] 1) sem ráðstafar barni í fóstur ber á sama hátt, áður en fóstur hefst, að undirbúa fósturforeldra fyrir hlutverk þeirra, svo sem með upplýsingagjöf, viðtölum og öðru því sem að gagni má koma.
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 80/2011, 40. gr.
73. gr. Tilkynningar um gerð fóstursamnings.
[Barnaverndarþjónusta] 1) skal tilkynna [Barna- og fjölskyldustofu og Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála] 2) um gerð fóstursamnings og lok fósturs. [Barnaverndarþjónusta] 1) tilkynnir einnig um gerð fóstursamnings til annarra opinberra aðila eftir því sem við á.
[Barna- og fjölskyldustofa] 2) heldur skrá yfir börn í fóstri.
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 87/2021, 8. gr.
74. gr. Umgengni í fóstri.
Barn á rétt til umgengni við [foreldra] 1) og aðra sem því eru nákomnir. Með umgengni er átt við samveru og önnur samskipti.
[Foreldrar] 1) eiga rétt til umgengni við barn í fóstri nema umgengni sé bersýnilega andstæð hagsmunum og þörfum barnsins og ósamrýmanleg þeim markmiðum sem stefnt er að með ráðstöfun þess í fóstur. Við mat á þessu skal m.a. taka tillit til þess hversu lengi fóstri er ætlað að vara. Þeir sem telja sig nákomna barninu eiga með sama hætti rétt til umgengni við barnið, enda verði talið að það sé til hagsbóta fyrir barnið. Barn sem er 15 ára og eldra getur sjálft gert kröfu um umgengni.
Við ráðstöfun barns í fóstur skal taka afstöðu til umgengni barns við [foreldra] 1) og aðra nákomna og skal tekið mið af því hvað þjónar hagsmunum barnsins best. Náist samkomulag gerir [barnaverndarþjónusta] 2) skriflegan samning við þá sem umgengni eiga að rækja. … 1)
[Umdæmisráð barnaverndar] 3) hefur úrskurðarvald um ágreiningsefni er varða umgengni barns við [foreldra] 1) og aðra nákomna, hvort sem það varðar rétt til umgengni, umfang umgengnisréttarins eða framkvæmd. Ef sérstök atvik valda því, að mati [Umdæmisráðs barnaverndar], 3) að umgengni barns við foreldra sé andstæð hag þess og þörfum getur [ráðið] 3) úrskurðað að [foreldri] 1) skuli ekki njóta umgengnisréttar. [Umdæmisráð barnaverndar] 3) getur á sama hátt ákveðið að aðrir sem telja sig nákomna barninu njóti ekki umgengnisréttar ef [það] 3) telur að skilyrðum 2. mgr. sé ekki fullnægt.
Þeir sem umgengni eiga að rækja geta óskað breytinga á ákvæðum samnings um umgengnisrétt. Náist ekki samkomulag um slíka breytingu tekur [Umdæmisráð barnaverndar] 3) ákvörðun með úrskurði.
Þeir sem umgengni eiga að rækja geta krafist þess að [Umdæmisráð barnaverndar] 3) endurskoði fyrri úrskurð sinn um umgengnisrétt. [Umdæmisráði barnaverndar] 3) er ekki skylt að taka slíka kröfu til efnisúrlausnar nema liðnir séu tólf mánuðir hið skemmsta frá því úrskurður [Umdæmisráðs barnaverndar] 3) eða [úrskurðarnefndar velferðarmála] 4) var kveðinn upp.
[Umdæmisráð barnaverndar] 3) getur kveðið upp úrskurð um að halda dvalarstað barns leyndum, m.a. gagnvart [foreldrum], 1) ef hagsmunir barnsins krefjast þess.
[Þeir sem umgengni eiga að rækja geta skotið úrskurði samkvæmt þessari grein til [úrskurðarnefndar velferðarmála]. 4)] 1)
    1)L. 80/2011, 41. gr. 2)L. 107/2021, 4. gr. 3)L. 107/2021, 38. gr. 4)L. 85/2015, 13. gr.
[74. gr. a. Réttarstaða fósturforeldra við ákvörðun um umgengni.
Ávallt skal kanna viðhorf fósturforeldra til umgengni áður en gengið er frá samningi eða kveðinn upp úrskurður um umgengni.
Fósturforeldrar barns í varanlegu fóstri eru aðilar að máli um umgengni skv. 74. gr. Þessir fósturforeldrar taka þannig þátt í gerð samnings um umgengni, geta óskað breytinga á áður ákvarðaðri umgengni, eru aðilar að úrskurðarmáli og geta skotið úrskurði um umgengni til [úrskurðarnefndar velferðarmála]. 1)] 2)
    1)L. 85/2015, 13. gr. 2)L. 80/2011, 42. gr.
75. gr. Framfærsla og annar kostnaður vegna barns í fóstri.
[Sveitarfélag sem ráðstafar barni í fóstur ber ábyrgð á að greiða fósturforeldrum framfærslueyri, fósturlaun og eftir atvikum annan útlagðan kostnað vegna barnsins sem leiðir af ákvæðum laga þessara.
[Um skiptingu kostnaðar vegna fósturs á grundvelli 4. mgr. 65. gr. fer samkvæmt reglugerð 1) er ráðherra setur.] 2)
Fósturforeldrar og fósturbarn eiga rétt á allri almennri þjónustu samkvæmt lögum og fer almennt um kostnað vegna þeirrar þjónustu samkvæmt þeim lögum sem gilda á hverju sviði. Hverju sveitarfélagi er skylt að sjá til þess að skólaskyld börn, sem ráðstafað hefur verið í tímabundið fóstur til fósturforeldra sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, njóti skólavistar. Um greiðslu kostnaðar vegna skólagöngu barnsins fer samkvæmt grunnskólalögum.] 3)
    1)Rg. 804/2004. 2)L. 134/2013, 1. gr. 3)L. 80/2011, 43. gr.
76. gr.1)
    1)L. 80/2011, 44. gr.
77. gr. Endurskoðun fóstursamnings.
Ef aðstæður fósturforeldra breytast, svo sem vegna skilnaðar, andláts, búferlaflutninga eða heilsubrests, ber fósturforeldrum að tilkynna það [barnaverndarþjónustu] 1) og skal þá endurskoða fóstursamning ef ástæða þykir til.
Tilkynningar skv. 16., 17. og 18. gr. sem varða aðstæður barns hjá fósturforeldri, svo og upplýsingar um að fósturforeldri vanræki hlutverk sitt, skulu berast til [barnaverndarþjónustu] 1) sem ráðstafaði barni í fóstur. Er [þjónustunni] 2) skylt að kanna málið tafarlaust og grípa til viðeigandi ráðstafana.
Ef ekki næst samkomulag við fósturforeldra um breytingu á fóstursamningi getur [barnaverndarþjónusta] 1) með rökstuddum úrskurði breytt fóstursamningi eða fellt hann úr gildi. Úrskurður er kæranlegur til [úrskurðarnefndar velferðarmála]. 3)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 107/2021, 9. gr. 3)L. 85/2015, 13. gr.
78. gr. Reglugerð.
Ráðherra setur með reglugerð 1) nánari reglur um fóstur og framkvæmd ákvæða þessa kafla … 2)
    1)Rg. 804/2004. 2)L. 87/2021, 8. gr.

XIII. kafli. Heimili og stofnanir á ábyrgð ríkisins.
79. gr. Heimili og stofnanir sem ríkið skal sjá um að séu tiltæk.
[Ráðuneytið] 1) ber ábyrgð á að tiltæk séu heimili og stofnanir til að:
    a. veita börnum móttöku í bráðatilvikum til að tryggja öryggi þeirra vegna meintra afbrota eða alvarlegra hegðunarerfiðleika,
    b. greina vanda barna sem talin eru þurfa sérhæfða meðferð,
    c. veita börnum sérhæfða meðferð vegna alvarlegra hegðunarerfiðleika, vímuefnaneyslu og meintra afbrota.
[Barna- og fjölskyldustofa], 2) í umboði [ráðuneytisins], 1) annast uppbyggingu og rekstur heimila og stofnana skv. 1. mgr. Stofan getur falið öðrum rekstur þeirra á grundvelli þjónustusamnings. [Heimili og stofnanir skv. 1. mgr. lúta faglegri og fjárhagslegri yfirstjórn [Barna- og fjölskyldustofu] 2) og getur hún mælt fyrir um tiltekna sérhæfingu þeirra.] 3) [Barna- og fjölskyldustofa] 2) veitir þeim sem reka heimili og stofnanir fræðslu, leiðbeiningar og almennan faglegan stuðning. [Einkaaðili sem rekur heimili eða stofnun á grundvelli þjónustusamnings skal hafa rekstrarleyfi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.] 4)
[Um kvartanir notenda þjónustu á heimili eða stofnun skv. 1. mgr. fer samkvæmt ákvæðum laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.] 4)
Um stofnun og almennan rekstur heimila og stofnana fer að öðru leyti eftir reglugerð sem [ráðherra] 1) setur.
    1)L. 162/2010, 24. gr. 2)L. 87/2021, 8. gr. 3)L. 80/2011, 45. gr. 4)L. 88/2021, 25. gr.
80. gr. Framkvæmd vistunar barns á heimili eða stofnun skv. 79. gr.
Áður en barn er vistað á heimili eða stofnun skv. 79. gr. skal [barnaverndarþjónusta] 1) reyna önnur stuðningsúrræði nema ljóst þyki að þau komi ekki að gagni. Ef nauðsynlegt er að vista barn utan heimilis skal velja heimili og stofnun af kostgæfni og með tilliti til þarfa og hagsmuna barnsins sem í hlut á. [Heimili sem barn er tengt tilfinningalegum tengslum skal ganga fyrir um vistun uppfylli það skilyrði laganna að öðru leyti og ef talið er barni fyrir bestu að vistast þar.] 2)
[Barnaverndarþjónusta] 1) skal senda beiðni um vistun barns til [Barna- og fjölskyldustofu] 3) sem metur og tekur ákvörðun í samráði við [þjónustuna] 4) um vistun, þar á meðal hvaða heimili hentar barni best, hvenær vistun skuli hefjast og hvenær henni skuli ljúka. Í sérstökum tilvikum getur [barnaverndarþjónusta] 1) snúið sér beint til heimilis eða stofnunar um vistun barns eftir nánari reglum sem ráðherra setur að fengnum tillögum [Barna- og fjölskyldustofu]. 3)
[Barnaverndarþjónustu] 1) ber að undirbúa barn undir viðskilnað frá foreldrum sínum og væntanlega vistun. [Barnaverndarþjónusta] 1) sem vistar barn skal veita barni og foreldrum nauðsynlegan stuðning meðan á vistun stendur. … 2) Gera skal skriflegan samning um vistun hvers barns.
Ef foreldrar hafa afsalað sér eða verið sviptir forsjá barns sem vistað er á heimili eða stofnun skv. 79. gr. ber [barnaverndarþjónustu] 1) að finna barni stuðningsfjölskyldu ef vistun er ætlað að vara lengur en tvo mánuði.
Ráðherra [er heimilt að setja reglugerð] 5) um faglega starfsemi heimila skv. 79. gr. þar sem m.a. skal kveðið á um skilyrði fyrir rekstri heimilis, vistunartíma, skilyrði fyrir vistun, ákvörðun um val á úrræði, [samninga um vistun barns og skyldur [barnaverndarþjónustna] 1)]. 2)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 80/2011, 46. gr. 3)L. 87/2021, 8. gr. 4)L. 107/2021, 9. gr. 5)L. 88/2021, 25. gr.
81. gr. Réttur barns til umgengni.
Barn sem vistað er á heimili eða stofnun skv. 79. gr. á rétt til umgengni við [foreldra] 1) og aðra sem því eru nákomnir. Með umgengni er átt við samveru og önnur samskipti.
[Foreldrar] 1) eiga rétt til umgengni við barnið nema umgengni sé bersýnilega andstæð hagsmunum og þörfum barnsins og ósamrýmanleg þeim markmiðum sem stefnt er að með vistun. Þeir sem telja sig nákomna barninu skulu með sama hætti eiga rétt á umgengni við barn, enda verði talið að það sé til hagsbóta fyrir barnið. Barn sem er 15 ára og eldra getur sjálft gert kröfu um umgengni.
Við gerð vistunarsamnings skal [barnaverndarþjónusta] 2) leitast við að ná samkomulagi við þá sem umgengni eiga að rækja að teknu tilliti til þeirra reglna sem gilda á viðkomandi heimili eða stofnun.
[Umdæmisráð barnaverndar] 3) á úrskurðarvald um ágreiningsefni er varða umgengni [foreldra] 1) og annarra nákominna við barn, hvort sem það varðar rétt til umgengni, umfang umgengnisréttarins eða framkvæmd. Ef sérstök atvik valda því, að mati [Umdæmisráðs barnaverndar], 3) að umgengni barns við foreldra sé andstæð hag þess og þörfum getur [ráðið] 3) úrskurðað að [foreldri] 1) skuli ekki njóta umgengnisréttar. [Umdæmisráð barnaverndar] 3) getur á sama hátt ákveðið að aðrir sem telja sig nákomna barninu njóti ekki umgengnisréttar ef [það] 3) telur skilyrðum 2. mgr. ekki fullnægt.
Þeir sem umgengni eiga að rækja geta óskað breytinga á ákvæðum samnings um umgengnisrétt. Náist ekki samkomulag um slíka breytingu tekur [Umdæmisráð barnaverndar] 3) ákvörðun með úrskurði.
Þeir sem umgengni eiga að rækja geta krafist þess að [Umdæmisráð barnaverndar] 3) endurskoði fyrri úrskurð sinn um umgengnisrétt. [Umdæmisráði barnaverndar] 3) er ekki skylt að taka slíka kröfu til efnisúrlausnar nema liðnir séu tólf mánuðir hið skemmsta frá því úrskurður [Umdæmisráðs barnaverndar] 3) eða [úrskurðarnefndar velferðarmála] 4) var kveðinn upp.
[Leita skal] 3) umsagnar heimilis eða stofnunar þar sem barn er vistað áður en kveðinn er upp úrskurður um umgengni.
[Umdæmisráð barnaverndar] 3) getur kveðið upp úrskurð um að halda dvalarstað barns leyndum, m.a. gagnvart [foreldrum], 1) ef hagsmunir barnsins krefjast þess.
Úrskurðir samkvæmt þessari grein eru kæranlegir til [úrskurðarnefndar velferðarmála]. 4)
    1)L. 80/2011, 47. gr. 2)L. 107/2021, 4. gr. 3)L. 107/2021, 39. gr. 4)L. 85/2015, 13. gr.
82. gr. Réttindi barns og beiting þvingunar.
[Öll starfsemi heimila og stofnana skv. 79. gr. skal miða að því að tryggja börnum rétt til einkalífs, rétt til að ráða persónulegum högum sínum og rétt til að hafa samskipti við aðra, allt eftir því sem samræmist best aldri barnsins og þroska þess og að því marki sem það samræmist tilganginum með vistun þess á heimili eða stofnun og ábyrgð á starfseminni, velferð og öryggi barnsins og annarra.] 1)
Barn skal vera frjálst ferða sinna innan sem utan umráðasvæðis heimilis eða stofnunar, með þeim takmörkunum sem nauðsynlegt kann að vera að setja með tilliti til öryggis og velferðar barnsins og annarra. Barni sem er vistað á heimili skv. 79. gr. má banna að yfirgefa umráðasvæði heimilis eða stofnunar að því marki sem eðlilegt og nauðsynlegt er til að markmiðin með vistun náist.
Óheimilt er að:
    a. beita barn líkamlegum eða andlegum refsingum,
    [b. beita þvingunarráðstöfunum eða alvarlegum agaviðurlögum nema það teljist nauðsynlegt til að ná lögmætum markmiðum, til verndar lífi, heilsu og þroska viðkomandi barns eða annarra barna, lífi eða heilsu starfsmanna eða til verndar eignum,
    c. hafa eftirlit með póstsendingum, tölvusamskiptum og símtölum barns nema nauðsyn beri til, m.a. að teknu tilliti til markmiðs vistunar.] 1)
Ráðherra setur reglugerð …: 2)
    a. um framkvæmd ákvæða 3. mgr., þar með talið um þvingunarráðstafanir og málsmeðferð vegna beitingar þeirra,
    b. sem miðar að því að koma í veg fyrir að áfengi, fíkniefni og önnur hættuleg efni eða hættulegir munir berist inn á heimili,
    c. um meðferð á persónulegum fjármunum og eigum barns.
Heimilt er að fela einkaaðilum sem reka stofnun eða heimili á grundvelli þjónustusamnings að taka ákvarðanir um takmörkun réttinda og beitingu þvingunarráðstafana samkvæmt þessari grein.
Í reglugerð sem ráðherra setur samkvæmt þessari grein … 2) skal enn fremur mæla fyrir um rétt barns og foreldra þess til að skjóta ákvörðunum um takmarkanir á réttindum og þvingunarráðstafanir til [úrskurðarnefndar velferðarmála]. 3)
    1)L. 80/2011, 48. gr. 2)L. 87/2021, 8. gr. 3)L. 85/2015, 13. gr.
83. gr.1)
    1)L. 80/2011, 49. gr.

XIV. kafli. Heimili og önnur úrræði á ábyrgð sveitarfélaga.
84. gr. Heimili og önnur úrræði sem [barnaverndarþjónustur]1) skulu hafa tiltæk.
[Barnaverndarþjónustur], 1) ein eða fleiri saman, skulu hafa tiltæk úrræði, svo sem með rekstri vistheimila, sambýla eða á annan hátt til að:
    a. veita börnum móttöku, þar með talið í bráðatilvikum, til að tryggja öryggi þeirra, greina vanda eða til könnunar á aðstæðum þeirra, svo sem vegna vanrækslu, vanhæfni eða framferðis foreldra,
    b. veita börnum móttöku vegna ófullnægjandi heimilisaðstæðna eða sérstakra þarfa barna, svo sem í kjölfar meðferðar.
[Barnaverndarþjónusta] 1) getur falið öðrum aðilum rekstur heimila skv. 1. mgr. á grundvelli þjónustusamnings. [Einkaaðili sem rekur heimili skv. 1. mgr. skal hafa rekstrarleyfi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.] 2)
[Barna- og fjölskyldustofa] 3) skal hafa yfirlit yfir þörf á heimilum og öðrum úrræðum skv. 1. mgr. um land allt, hvetja sveitarfélög til að hafa tiltæk nauðsynleg úrræði og liðsinna þeim í því efni eftir því sem þörf er á. … 2)
Ákvæði 80., 81. og 82. gr. eiga við um dvöl barna á heimilum skv. 1. og 2. mgr. eftir því sem við á.
2)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 88/2021, 25. gr. 3)L. 87/2021, 8. gr.
85. gr. Stuðningsfjölskyldur.
[Barnaverndarþjónustur] 1) skulu hafa tiltækar stuðningsfjölskyldur. Þeir sem óska eftir að taka að sér hlutverk stuðningsfjölskyldu skulu sækja um leyfi [barnaverndarþjónustu] 1) í sínu heimilisumdæmi.
Ráðherra setur reglugerð 2)3) um stuðningsfjölskyldur þar sem m.a. skal kveðið á um hámarksvistunartíma, skilyrði fyrir leyfisveitingu og samninga við stuðningsfjölskyldur.
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)Rg. 652/2004. 3)L. 87/2021, 8. gr.
86. gr. Sumardvöl á vegum [barnaverndarþjónustna].1)
Þeir sem óska eftir að taka barn á vegum [barnaverndarþjónustu] 1) til dvalar á einkaheimili í allt að þrjá mánuði yfir sumartíma skulu [hafa rekstrarleyfi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála]. 2) [Barnaverndarþjónusta] 1) skal tilkynna [Barna- og fjölskyldustofu] 3) um þá sem fengið hafa leyfi.
2)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 88/2021, 25. gr. 3)L. 87/2021, 8. gr.

XV. kafli. Skipting kostnaðar af barnaverndarstarfi.
87. gr. Fjárhagsleg ábyrgð sveitarfélags.
Sveitarstjórn ber ábyrgð á kostnaði sem hlýst af [störfum barnaverndarþjónustu og umdæmisráðs barnaverndar], 1) svo sem vegna þjónustu sem [barnaverndarþjónusta] 1) veitir og vegna þeirra úrræða sem [þjónustan] 2) ber ábyrgð á samkvæmt lögum þessum.
    1)L. 107/2021, 40. gr. 2)L. 107/2021, 9. gr.
88. gr. Fjárhagsleg ábyrgð ríkis.
Ríkið ber kostnað sem hlýst af … 1) starfsemi á vegum [Barna- og fjölskyldustofu], 2) þar með talinn rekstur heimila og stofnana sem ríkinu ber að sjá um að séu tiltæk skv. 79. gr.
[Ríkið greiðir hluta kostnaðar vegna fósturs á grundvelli 4. mgr. 65. gr. samkvæmt ákvörðun [Barna- og fjölskyldustofu]. 2) Við ákvörðun á hlutdeild ríkisins skal [Barna- og fjölskyldustofa] 2) taka mið af kostnaði við að mæta sérþörfum þess barns sem ráðstafað er í fóstur á grundvelli ákvæðisins og kostnaði við þá sérstöku þjónustu, umönnun og þjálfun sem fósturforeldrum er ætlað að veita.] 3)
    1)L. 85/2015, 13. gr. 2)L. 87/2021, 8. gr. 3)L. 134/2013, 3. gr.
89. gr. Framfærsluskylda foreldra.
Foreldrar barns sem vistað er utan heimilis eru framfærsluskyldir gagnvart því.
[Barnaverndarþjónusta] 1) getur krafið foreldra um framfærslueyri með barni meðan á vistun stendur með hliðsjón af þörfum barnsins og fjárhagsstöðu og öðrum högum beggja foreldra. [Barnaverndarþjónusta] 1) úrskurðar um fjárhæð framfærslueyris. Úrskurðurinn er kæranlegur til [úrskurðarnefndar velferðarmála]. 2)
Foreldri sem hefur verið svipt forsjá barns síns með dómi er ekki skylt að framfæra það.
Um ákvörðun og innheimtu framfærslueyris fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum barnalaga.
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 85/2015, 13. gr.

[XV. kafli A. Mat og eftirlit með gæðum úrræða og vistun barna utan heimilis.]1)
    1)L. 80/2011, 54. gr.
[89. gr. a. Markmið.
Markmið mats og eftirlits með gæðum úrræða og vistun barna utan heimilis er að:
    a. tryggja að fyrirkomulag úrræða og framkvæmd vistunar barna utan heimilis sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða, staðla og reglna samkvæmt ákvæðum laga þessara,
    b. tryggja að ráðstöfun nái tilgangi sínum og að réttindi barna séu virt,
    c. auka gæði úrræða og stuðla að umbótum og
    d. safna upplýsingum um vistun barna utan heimilis, þörf fyrir úrræði, nýtingu, árangur og þróun.] 1)
    1)L. 80/2011, 54. gr.
[89. gr. b. Hlutverk [barnaverndarþjónustu].1)
Hver [barnaverndarþjónusta] 1) [fylgist með gæðum og árangri] 2) vistúrræða á vegum [barnaverndarþjónustu]. 1) [Barnaverndarþjónusta] 1) sem ráðstafar barni í vistun eða fóstur skal fylgjast náið með aðbúnaði og líðan barnsins og því að ráðstöfun nái tilgangi sínum. [Barnaverndarþjónusta] 1) aflar nauðsynlegra upplýsinga í þessu skyni eftir því sem ástæða þykir til. [Barnaverndarþjónusta] 1) skal leitast við að vera í reglubundnu sambandi við barn sem vistað er utan heimilis og gefa barni kost á að tjá sig um aðbúnað og líðan sína í samræmi við aldur og þroska.
[Barnaverndarþjónusta] 1) skal heimsækja með reglubundnum hætti börn sem vistuð eru á vegum [þjónustunnar] 3) á heimilum og stofnunum. [Barnaverndarþjónusta] 1) skal heimsækja fósturheimili eins oft og ástæða þykir til, þó eigi sjaldnar en tvisvar sinnum fyrsta árið sem ráðstöfun varir og einu sinni á ári eftir það.
[Barnaverndarþjónusta] 1) skal grípa til viðeigandi ráðstafana vegna barns, svo sem að rifta samningi um fóstur eða vistun, ef í ljós kemur að meðferð barnsins í fóstri, á heimili, stofnun eða í öðru vistúrræði er óviðunandi eða aðstæður hafa breyst þannig að ekki sé sýnt að aðbúnaður og öryggi barnsins sé tryggt.
[Ráðherra setur reglugerð um innra eftirlit [barnaverndarþjónustna], 1) m.a. um heimsóknir á fósturheimili.] 2)] 4)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 88/2021, 25. gr. 3)L. 107/2021, 9. gr. 4)L. 80/2011, 54. gr.
[89. gr. c. Hlutverk [Barna- og fjölskyldustofu].1)
[Barna- og fjölskyldustofa] 1) metur þörf fyrir úrræði fyrir börn sem vistast utan heimilis, safnar upplýsingum um ráðstafanir og metur árangur tiltekinna úrræða með það að markmiði að auka gæði og stuðla að umbótum.
[Barna- og fjölskyldustofa] 1) [hefur innra eftirlit með gæðum og árangri] 1) þeirra úrræða sem ríkið ber ábyrgð á að séu tiltæk skv. 79. gr. [og aflar nauðsynlegra upplýsinga í þessu skyni eftir því sem ástæða þykir til]. 1)
[Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um innra eftirlit Barna- og fjölskyldustofu samkvæmt þessu ákvæði.] 1)
1)] 2)
    1)L. 87/2021, 8. gr. 2)L. 80/2011, 54. gr.
[89. gr. d. [Hlutverk Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála fer með eftirlit með gæðum úrræða fyrir börn sem vistast utan heimilis samkvæmt ákvæðum þeirra laga sem um stofnunina gilda.] 1)] 2)
    1)L. 88/2021, 25. gr. 2)L. 80/2011, 54. gr.

XVI. kafli. [Vistun barna á vegum annarra en barnaverndarþjónustu.]1)
    1)L. 107/2021, 41. gr.
90. gr. Heimildir foreldra til að vista barn sitt sjálfir.
Foreldrar geta falið öðrum daglega umönnun og uppeldi barns síns, enda brjóti það ekki í bága við hagsmuni barnsins. Foreldrum ber að tilkynna [barnaverndarþjónustu] 1) þegar barni er komið fyrir hjá öðrum og dvöl er ætlað að standa lengur en sex mánuði. Dveljist barn hjá vandamönnum þarf þó ekki að tilkynna um ráðstöfun nema henni sé ætlað að vara tólf mánuði eða lengur.
Tilkynningarskylda skv. 1. mgr. gildir ekki þegar barn er vistað á opinberri stofnun eða heimili eða þegar barn er orðið 15 ára.
Þegar [barnaverndarþjónusta] 1) fær tilkynningu skv. 1. mgr. eða upplýsingar á annan hátt um vistun sem tilkynningarskyldan gildir um skal hún kanna hvort þörf er fyrir stuðning við foreldra sem gæti gert þeim kleift að hafa barnið hjá sér. Ef svo er ekki skal [barnaverndarþjónusta] 1) kanna sérstaklega hvort hagsmunum og þörfum barns sé fullnægt á nýjum dvalarstað þess.
Hafi barn verið í umsjá annarra í þrjá mánuði eða lengur samkvæmt þessari grein getur [barnaverndarþjónusta] 1) í heimilisumdæmi forsjárforeldra gripið til úrræða skv. 27., 28. eða 29. gr.
    1)L. 107/2021, 4. gr.
91. gr. Önnur vistun barns á heimili án atbeina barnaverndaryfirvalda.
Þeir sem óska eftir því að taka barn til sumardvalar á einkaheimili gegn gjaldi í allt að þrjá mánuði yfir sumartíma skulu [hafa rekstrarleyfi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála]. 1)
Heimilt er félagasamtökum eða öðrum aðilum að setja á stofn og reka heimili til að veita börnum viðtöku til umönnunar, stuðnings, afþreyingar eða hollra tómstunda að fengnu [rekstrarleyfi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála]. 1)
1)
[Sækja skal um leyfi samkvæmt ákvæði þessu fyrir heimili fyrir börn sem glíma við fjölþættan vanda þó svo að starfsemi slíkra heimila heyri jafnframt undir önnur lög, t.d. lög um málefni fatlaðs fólks.] 2)
    1)L. 88/2021, 25. gr. 2)L. 80/2011, 55. gr.

XVII. kafli. Almenn verndarákvæði.
92. gr. Útivistartími barna.
Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.
Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.
93. gr. Eftirlit með sýningum og skemmtunum.
[Barnaverndarþjónusta] 1) skal eftir því sem hún telur ástæðu til hafa eftirlit með leiksýningum hvers konar og opinberum sýningum eða skemmtunum ætluðum börnum. … 2) Ef [barnaverndarþjónusta] 1) telur að skemmtun sé með einhverjum hætti skaðleg börnum getur hún bannað að börn innan ákveðins aldurs fái aðgang að henni. Forstöðumenn skemmtunar skulu á sinn kostnað geta bannsins í auglýsingum og bera ábyrgð á að það sé haldið.
Þeim sem skipuleggja eða bera ábyrgð á fyrirsætu- og fegurðarkeppni, og annarri keppni af því tagi þar sem þátttakendur eru yngri en 18 ára, er skylt að tilkynna um keppnina til [þess sveitarfélags þar sem keppnin verður haldin]. 3) Ráðherra getur sett nánari reglur um þátttöku barna í slíkri keppni … 3)
Börnum yngri en 18 ára er óheimilt að taka þátt í nektarsýningum eða öðrum sýningum af kynferðislegum toga. … 4)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 62/2006, 7. gr. 3)L. 87/2021, 8. gr. 4)L. 58/2012, 8. gr.
94. gr. Skyldur foreldra og forráðamanna.
Foreldrar eða forráðamenn barna skulu sjá til þess að börn hlíti ákvæðum þessa kafla um útivistartíma, þátttöku í sýningum og skemmtunum og fyrirsætu- og fegurðarsamkeppni og virði aldursmörk og annað í því sambandi. Þeim ber jafnframt, eftir því sem í þeirra valdi er, að vernda börn gegn ofbeldis- og klámefni eða öðru slíku efni, m.a. með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að því.
95. gr. Almennt eftirlit [barnaverndarþjónustna].1)
[Barnaverndarþjónustur] 1) skulu eftir föngum fylgjast með almennum aðstæðum barna. Sjái [barnaverndarþjónusta] 1) ástæðu til að ætla að óæskilegir umhverfisþættir, svo sem framboð á vafasamri afþreyingu eða óheftur aðgangur að ofbeldisefni, hafi neikvæð áhrif á umhverfi barna skal [þjónustan] 2) koma ábendingum á framfæri við þá sem málið varðar eða hlutast sjálf til um úrbætur eftir atvikum.
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 107/2021, 9. gr.

XVIII. kafli. Refsiákvæði o.fl.
96. gr. Brot gegn tilkynningarskyldu o.fl.
Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að koma vísvitandi röngum eða villandi upplýsingum á framfæri við [barnaverndarþjónustu] 1) um atriði sem lög þessi taka til.
Ef maður lætur hjá líða að tilkynna [barnaverndarþjónustu] 1) um svo illa meðferð eða slæman aðbúnað barns að lífi þess eða heilsu sé hætta búin þá varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.
    1)L. 107/2021, 4. gr.
97. gr. Brottnám barns, brot gegn nálgunarbanni o.fl.
Ef maður hefur samband, heimsækir eða ónáðar barn gegn banni [barnaverndarþjónustu] 1) eða brýtur gegn lögmætum fyrirmælum um að víkja af heimili, sbr. 37. gr., varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
Hver sem nemur á brott barn sem [barnaverndarþjónusta] 1) hefur ráðstafað samkvæmt lögum þessum eða kemur því til leiðar að brotið er gegn slíkri ráðstöfun skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.
Brot gegn ákvæðum 2. mgr. 93. gr. varðar sektum.
2)
    1)L. 107/2021, 4. gr. 2)L. 58/2012, 8. gr.
98. gr. Brot umsjáraðila gagnvart barni.
Ef þeir sem hafa barn í sinni umsjá misþyrma því andlega eða líkamlega, misbjóða því kynferðislega eða á annan hátt, vanrækja það andlega eða líkamlega þannig að lífi eða heilsu þess er hætta búin þá varðar það fangelsi allt að fimm árum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
99. gr. Brot gagnvart börnum.
[Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum.] 1)
[Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum.] 2)
Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.
    1)L. 52/2009, 3. gr. 2)L. 80/2011, 56. gr.
100. gr. Lagaskil.
Ef málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd hefur hafist í tíð eldri laga gilda ákvæði laga þessara um meðferð máls eftir gildistöku þeirra. Gildir það þótt atvik þau sem mál er sprottið af hafi gerst að einhverju eða öllu leyti í tíð eldri laga.
Kærunefnd barnaverndarmála tekur við meðferð allra mála sem skotið hefur verið til barnaverndarráðs og eru þar til meðferðar þegar lög þessi taka gildi, enda eigi ágreiningsefnið undir kærunefnd samkvæmt lögum þessum. Rekstur málsins fyrir kærunefnd barnaverndarmála skal þó aldrei leiða til lakari réttarstöðu aðila en leiða mundi af eldri lögum.
Hafi barnaverndarnefnd kveðið upp úrskurð um sviptingu forsjár, en úrskurðinum hefur ekki verið skotið til barnaverndarráðs eða úrskurðinum hefur verið skotið þangað en meðferð málsins er ekki lokið, fer um meðferð þess samkvæmt eldri lögum.
101. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast gildi 1. júní 2002.

Ákvæði 4. mgr. 65. gr. og 2. mgr. 88. gr. laga þessara taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2003.

[Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Þrátt fyrir 39. gr. er barnaverndarþjónustu og umdæmisráði barnaverndar heimilt að varðveita gögn er barnaverndarmál varða í eigin skjalasöfnum þar til gagnagrunnur og stafrænar lausnir verða fullbúin.] 1)
    1)L. 107/2021, 42. gr.
[II.
Ákvæði 2. mgr. 10. gr., 11. gr., 12. gr., 1. og 2. mgr. 13. gr., 14. gr. og 49. gr., sem fjalla um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar, koma til framkvæmda 1. janúar 2023.
Barnaverndarnefndir sem eru starfandi við gildistöku laga þessara halda umboði sínu til 1. janúar 2023. Geti barnaverndarnefnd ekki starfað áfram eftir sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 skal sveitarstjórn kjósa nýja barnaverndarnefnd sem starfar tímabundið til 1. janúar 2023. Um svæðisbundið samstarf um barnaverndarnefndir og heimild sveitarstjórnar til að fela félagsmálanefnd störf barnaverndarnefndar gilda sömu reglur og giltu um barnaverndarnefndir fyrir gildistöku laga nr. 107/2021. Sama á við um ákvarðanir barnaverndarnefnda, starfsemi þeirra og skipan, þ.m.t. kjörgengi, sjálfstæði, starfslið, framsal ákvörðunarvalds frá nefndinni og málsmeðferð. Ákvæði 50. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, gilda ekki um barnaverndarnefndir samkvæmt þessu ákvæði.
Barnaverndarnefndir skv. 2. mgr. fara með verkefni sem barnaverndarþjónustu og umdæmisráðum barnaverndar eru falin í 2. mgr. 3. gr., 6. gr., b- og d-lið 2. mgr. og c-lið 3. mgr. 7. gr., 1. og 3. mgr. 10. gr., 3. mgr. 13. gr., 15. gr., 16. gr., 17. gr., 18. gr., 19. gr., 21. gr., 22. gr., 22. gr. a, 23. gr., 23. gr. a, 24. gr., 25. gr., 4. mgr. 26. gr., 30. gr., 31. gr., 32. gr., 33. gr., 34. gr., 36. gr., 37. gr., 38. gr., 39. gr., 40. gr., 41. gr., 42. gr., 43. gr., 44. gr., 45. gr., 46. gr., 47. gr., 50. gr., 52. gr., 56. gr., 62. gr., 63. gr., 65. gr., 66. gr., 67. gr., 67. gr. a, 67. gr. b, 68. gr., 70. gr., 72. gr., 73. gr., 74. gr., 77. gr., 80. gr., 81. gr., 84. gr., 85. gr., 86. gr., 87. gr., 88. gr., 89. gr., 89. gr. b, 90. gr., 93. gr., 95. gr., 96. gr., 97. gr. og ákvæði til bráðabirgða I til 1. janúar 2023.
Barnaverndarnefndir skv. 2. mgr. úrskurða um ráðstafanir skv. 1. mgr. 26. gr., 27. gr., 74. gr. og 81. gr. og taka ákvarðanir um málshöfðun skv. 28. og 29. gr. til 1. janúar 2023. Úrskurðir og ákvarðanir barnaverndarnefnda sem kveðnir eru upp fyrir 1. janúar 2023 samkvæmt þessum greinum koma í stað úrskurða umdæmisráðs barnaverndar.
Barnaverndarnefndir skv. 2. mgr. fara með verkefni sem eru falin barnaverndarþjónustu í lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, barnalögum, nr. 76/2003, lögum um fullnustu refsinga, nr. 15/2016, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 144/2020, lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, lögum um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019, lögum um lögheimili og aðsetur, nr. 80/2018, lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili, nr. 85/2011, lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, tollalögum, nr. 88/2005, lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, nr. 55/1996, lögum um útlendinga, nr. 80/2016, og lögum um ættleiðingar, nr. 130/1999, til 1. janúar 2023.] 1)
    1)L. 20/2022, 1. gr.