Tilkynningar

18.9.2019 : Nefndadagur 18. september

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis verður nefndadagur miðvikudaginn 18. september.

Lesa meira

18.9.2019 : Sérstök umræða um loftslagsmál og skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi

Logi_KatrinFimmtudaginn 19. september um kl. 12:30 verður sérstök umræða um loftslagsmál og skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi. Málshefjandi er Logi Einarsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

16.9.2019 : Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd um skýrslu peningastefnunefndar

Efnahags- og viðskiptanefnd í mars 2018Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fimmtudaginn 19. september kl. 9:00–10:00. Efni fundarins er skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis fyrir fyrri hluta ársins 2019. Gestir verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gylfi Zoega prófessor.

Lesa meira

13.9.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 16. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 16. september kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

13.9.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 19. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 19. september kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

11.9.2019 : Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana 11. september 2019 – röð flokka og ræðumenn

Stefnuraeda_rod_11092019Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað miðvikudaginn 11. september 2019 kl. 19:30. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir, hver þingflokkur hefur 8 mínútur í fyrstu umferð, 5 mínútur í annarri umferð og 4 mínútur í þriðju umferð en forsætisráðherra hefur 16 mínútur til framsögu.

Lesa meira

10.9.2019 : Ávarp forseta Alþingis við setningu 150. löggjafarþings

Forseti Alþingis flutti ávarp við setningu 150. löggjafarþings þriðjudaginn 10. september 2019.

Lesa meira

9.9.2019 : Fundum 149. löggjafarþings frestað – yfirlit um þingstörfin

Þingfundum 149. löggjafarþings var frestað 2. september 2019. Þingið var að störfum frá 11. september til 14. desember 2018, frá 21. janúar til 20. júní 2019 og frá 28. ágúst til 2. september 2019. Þingfundir voru samtals 133 og stóðu í rúmar 886 klst. Meðallengd þingfunda var 6 klst. og 39 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 24 klst. og 16 mín. Lengsta umræðan var um þriðja orkupakkann sem stóð samtals í um 147 klst. Þingfundadagar voru alls 116.

Lesa meira

9.9.2019 : Setning Alþingis þriðjudaginn 10. september 2019

Alþingi verður sett þriðjudaginn 10. september og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Að henni lokinni setur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, 150. löggjafarþing.

Lesa meira

6.9.2019 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 6. september

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 6. september:

Lesa meira