Tilkynningar

27.1.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 31. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá þriðjudaginn 31. janúar kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, matvælaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

27.1.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 2. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 2. febrúar kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

27.1.2023 : Varaþingmaður og aðalmenn taka sæti mánudaginn 30. janúar

Mánudaginn 30. janúar taka Björn Leví Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Halldór Auðar Svansson og Indriði Ingi Stefánsson, af þingi. Þá tekur Rósa Björk Brynjólfsdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Kristrúnu Frostadóttur.

Lesa meira

25.1.2023 : Sérstök umræða um ferðaþjónustuna á Íslandi í kjölfar Covid-19 fimmtudaginn 26. janúar

OrriPall_LiljaAlfredsSérstök umræða um ferðaþjónustuna á Íslandi í kjölfar Covid-19 verður fimmtudaginn 26. janúar um kl. 11:00. Málshefjandi er Orri Páll Jóhannsson og til andsvara verður menningar og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir.

Lesa meira

23.1.2023 : Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd þriðjudaginn 24. janúar kl. 8:30

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 24. janúar í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10. Fundurinn hefst kl. 8:30 og stendur til 9:30. Fundarefnið er heimild lögreglu til að bera rafvarnarvopn.

Lesa meira

23.1.2023 : Endurskoðuð þingmálaskrá á vetrar- og vorþingi 2023

Endurskoðuð áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi hefur verið afhent forseta Alþingis, í samræmi við 2. mgr. 47. gr. þingskapa. 

Lesa meira

23.1.2023 : Sérstök umræða um niðurstöður COP27 þriðjudaginn 24. janúar

ThorunnSveinbjarnar_GudlaugurThorSérstök umræða um niðurstöður COP27 verður á Alþingi þriðjudaginn 24. janúar um kl. 14:00. Málshefjandi er Þórunn Sveinbjarnardóttir og til andsvara verður umhverfis,- orku og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson.

Lesa meira

23.1.2023 : Þingfundir hefjast á ný

Þingfundir hefjast á ný í dag, mánudaginn 23. janúar, að loknu jólahléi.

Lesa meira

20.1.2023 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 23. janúar tekur Indriði Ingi Stefánsson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Halldór Auðar Svansson tekur sæti fyrir Björn Leví Gunnarsson og Lilja Rafney Magnúsdóttir fyrir Bjarna Jónsson.

Lesa meira

19.1.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 23. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 23. janúar kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkisráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

19.1.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 26. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 26.janúar kl. 10:30. Þá verða til svara matvælaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Lesa meira

18.1.2023 : Fulltrúi Íslands í nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT-nefnd)

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins auglýsir laust til umsóknar sæti í nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT-nefndinni). Meginhlutverk nefndarinnar er að meta aðstæður í fangelsum, búðum fyrir flóttamenn, á lögreglustöðvum, vistunarheimilum, geðsjúkrahúsum o.s.frv. í aðildarríkjum CPT-sáttmálans með tilliti til 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um bann við pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. 

Lesa meira

17.1.2023 : Fræðsluferð umhverfis- og samgöngunefndar til Bretlands

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis heimsækir Bretland dagana 17.–20. janúar til að kynna sér málefni vindorku, þjóðgarða og friðlanda og almenningssamgöngur.

Lesa meira

16.1.2023 : Þingskjölum útbýtt utan þingfunda mánudaginn 16. janúar

Útbýtt var utan þingfunda mánudaginn 16. janúar kl. 13:00:

Lesa meira

16.1.2023 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 16. janúar taka Dagbjört Hákonardóttir og Eva Sjöfn Helgadóttir sæti á Alþingi sem varaþingmenn fyrir Jóhann Pál Jóhannsson og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir.

Lesa meira

11.1.2023 : Nefndadagar 16.–19. janúar

Umhverfis- og samgöngunefnd AlþingisNefndadagar verða samkvæmt starfsáætlun Alþingis dagana 16.–19. janúar og funda nefndir þingsins þá allan daginn. Fundartíma er úthlutað til nefnda en endanlegar tímasetningar funda og dagskrár birtast á vef þingsins.

Lesa meira

19.12.2022 : Aðalmenn taka sæti

Laugardaginn 17. desember tóku Bryndís Haraldsdóttir, Jódís Skúladóttir, Halldóra Mogensen, Bjarni Jónsson og Steinunn Þóra Árnadóttir sæti á ný á Alþingi og viku þá varaþingmenn þeirra, Arnar Þór Jónsson, Kári Gautason, Lenya Rún Taha Karim, Lilja Rafney Magnúsdóttir og René Biasone af þingi.

Lesa meira

16.12.2022 : Tölfræði 153. löggjafarþings, fram að jólahléi

Þingfundum 153. löggjafarþings var frestað 16. desember 2022. Þingið var að störfum frá 13. september til 16. desember 2022. Þingfundir voru samtals 52 og stóðu í tæpar 296 klst. Meðallengd þingfunda var 5 klst. og 35 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 14 klst. og 35 mín. Lengsta umræðan var um fjárlög 2023 en hún stóð samtals í 62 klst. og 9 mínútur. Þingfundadagar voru alls 46.

Lesa meira

16.12.2022 : Ávarp þingforseta við jólahlé á þingfundum 2022

Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, ávarpaði þingheim við lok síðasta þingfundar fyrir jól, föstudaginn 16. desember, og óskaði þingmönnum, starfsfólki skrifstofunnar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Fundum Alþingis verður fram haldið mánudaginn 23. janúar 2023. 

Lesa meira

16.12.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Föstudaginn 16. desember tekur Hanna Katrín Friðriksson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Daði Már Kristófersson, af þingi.

Lesa meira

15.12.2022 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2023

Jónshús_FræðimannsíbúðÚthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð fyrir árið 2023.

Lesa meira

14.12.2022 : Starfsáætlun tekin úr sambandi

Forseti tilkynnti við upphaf þingfundar sl. mánudag að starfsáætlun yrði tekin úr sambandi frá og með miðvikudegi, deginum í dag. Í því felst að reglulegir þingfundatímar raskast, sem og fundatími nefnda, auk þess sem þingfundadögum getur fjölgað ef þörf er á til að ljúka afgreiðslu mála fyrir frestun þingfunda og jólahlé.

Lesa meira

14.12.2022 : Varamenn taka sæti

Miðvikudaginn 14. desember taka Kári Gautason og Arnar Þór Jónsson sæti á Alþingi sem varaþingmenn fyrir Jódísi Skúladóttur og Bryndísi Haraldsdóttur.

Lesa meira

12.12.2022 : Aðalmaður og varamaður taka sæti

Mánudaginn 12. desember tekur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Teitur Björn Einarsson, af þingi. Á mánudaginn tekur einnig René Biasone sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur og víkur þá Andrés Skúlason af þingi.

Lesa meira

11.12.2022 : Sérstök umræða mánudaginn 12. desember um pólitíska ábyrgð á Íslandi

ThorhildurSunna_KatrinJakSérstök umræða um pólitíska ábyrgð á Íslandi verður á Alþingi mánudaginn 12. desember um kl. 15:45. Málshefjandi er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

9.12.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 12. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 12. desember kl. 15:00. Þá verða til svara matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

9.12.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 15. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 15. desember kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

8.12.2022 : Heiðurslaun listamanna

Allsherjar- og menntamálanefnd hefur til umfjöllunar veitingu heiðurslauna listamanna á grundvelli laga, nr. 66/2012, um heiðurslaun listamanna. Þeir einir geta notið heiðurslauna sem hafa varið starfsævi sinni eða verulegum hluta hennar til liststarfa eða skarað fram úr við listsköpun sína eða ef störf þeirra að listum hafa skilað miklum árangri á Íslandi eða á alþjóðavettvangi. Nefndin tekur tillit til skiptingar í hópi heiðurslaunamanna eftir listgreinum og kyni. Unnt er að koma að tilnefningu til nefndarinnar á póstfangið heidurslaun@althingi.is fyrir kl. 12:00 á hádegi sunnudaginn 11. desember nk.

Lesa meira

8.12.2022 : Sérstakri umræðu um ferðaþjónustuna í kjölfar Covid-19 frestað

Forseti Alþingis hefur í samráði við málshefjanda og menningar- og viðskiptaráðherra ákveðið að fresta sérstöku umræðunni sem fyrirhuguð var í dag um ferðaþjónustuna á Íslandi í kjölfar Covid-19.

Lesa meira

8.12.2022 : Varamenn taka sæti

Fimmtudaginn 8. desember tekur Daði Már Kristófersson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson og Lilja Rafney Magnúsdóttir tekur sæti sem varaþingmaður fyrir Bjarna Jónsson.

Lesa meira

7.12.2022 : Afgreiðsla forsætisnefndar á erindi um meint brot Daníels E. Arnarssonar á siðareglum fyrir alþingismenn

Forsætisnefnd Alþingis hefur lokið afgreiðslu á erindi, dags. 16. nóvember sl., um meint brot Daníels E. Arnarssonar varaþingmanns á siðareglum fyrir alþingismenn. Bréf forseta Alþingis til sendanda erindisins, dags. 29. nóvember sl., er nú birt á vef Alþingis. Niðurstaða málsins var að erindinu var vísað frá með vísan til 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.

Lesa meira

7.12.2022 : FRESTAÐ: Sérstök umræða fimmtudaginn 8. desember um ferðaþjónustuna á Íslandi í kjölfar Covid-19

OrriPall_LiljaAlfreds

ATH. Sérstakri umræðu hefur verið frestað.
Sérstök umræða um ferðaþjónustuna á Íslandi í kjölfar Covid-19 verður fimmtudaginn 8. desember um kl. 11:00. Málshefjandi er Orri Páll Jóhannsson og til andsvara verður menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir.

Lesa meira

5.12.2022 : Breyting á starfsáætlun

Á þingfundi fyrr í dag tilkynnti forseti Alþingis um breytingar á starfsáætlun. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis var föstudagurinn 9. desember nefndadagur. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að hafa þingfund þann dag. 

Lesa meira

2.12.2022 : Sérstök umræða mánudaginn 5. desember um málefni öryrkja

GudmundurKr_GudmundurGudbrSérstök umræða um málefni öryrkja verður mánudaginn 5. desember um kl. 15:45. Málshefjandi er Guðmundur Ingi Kristinsson og til andsvara verður félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Lesa meira

2.12.2022 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mánudaginn 5. desember

SEN_adalmynd_Stjornskipunar-og-eftirlitsnefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_3Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund mánudaginn 5. desember í húsnæðis nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10. Fundurinn hefst kl. 9:30 og stendur til 11:00. Fundarefnið er skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Lesa meira

2.12.2022 : Þingskjölum útbýtt utan þingfunda föstudaginn 2. desember

Útbýtt var utan þingfunda föstudaginn 2. desember kl. 13:

Lesa meira

2.12.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 5. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 5. desember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, matvælaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

2.12.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 8. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 8. desember kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra.

Lesa meira

2.12.2022 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 5. desember tekur Andrés Skúlason sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur og víkur þá René Biasone af þingi.

Lesa meira

30.11.2022 : Útgáfu fullveldisbóka fagnað

Utgafu-fullveldisboka-fagnad_1_1669828559114Alþingi samþykkti einróma þann 17. júlí 2018 ályktun um samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Tillagan til þingsályktunar var flutt af þáverandi forseta Alþingis, Steingrími J. Sigfússyni, og forsætisnefnd. Verkefnið fólst í útgáfu tveggja rita, annars vegar um Þingvelli í íslenskri myndlist og hins vegar nýs yfirlitsverks um sögu íslenskra bókmennta frá landnámi til 21. aldar.

Lesa meira

30.11.2022 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd föstudaginn 2. desember

SEN_adalmynd_Stjornskipunar-og-eftirlitsnefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_3Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund föstudaginn 2. desember í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10. Fundurinn hefst kl. 10:30 og stendur til 12:00. Fundarefnið er skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Lesa meira

30.11.2022 : Forsætisnefnd skoðar nýbyggingu Alþingis

Nefndarherbergi2Forsætisnefnd Alþingis fór í skoðunarferð um nýbygginguna á Tjarnargötu 9 sl. föstudag ásamt verkefnisstjóra FSRE og hönnuðum hússins. Framkvæmdir eru í fullum gangi úti jafnt sem inni en taka á húsið í notkun á nýju löggjafarþingi næsta haust.

Lesa meira

28.11.2022 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 30. nóvember

SEN_adalmynd_Stjornskipunar-og-eftirlitsnefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_3Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund miðvikudaginn 30. nóvember í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10. Fundurinn hefst kl. 9:00 og stendur til 10:30. Fundarefnið er skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Gestir fundarins verða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Lesa meira

28.11.2022 : Sérstök umræða um fangelsismál þriðjudaginn 29. nóvember

HelgaVala_JonGunnarssonSérstök umræða um fangelsismál verður þriðjudaginn 29. nóvember um kl. 14:00. Málshefjandi er Helga Vala Helgadóttir og til andsvara verður dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson.

Lesa meira

28.11.2022 : Nefndadagar miðvikudaginn 30. nóvember og föstudaginn 2. desember

Umhverfis- og samgöngunefnd AlþingisSamkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar miðvikudaginn 30. nóvember og föstudaginn 2. desember.

Lesa meira

28.11.2022 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 28. nóvember tekur Lenya Rún Taha Karim sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Halldóru Mogensen. Einnig tekur Teitur Björn Einarsson sæti sem varaþingmaður fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.

Lesa meira

27.11.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 28. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 28. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara innviðaráðherra, matvælaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

25.11.2022 : Sérstök umræða mánudaginn 28. nóvember um stöðu leikskólamála

DiljaMist_AsmundurEinar_1647878028541Sérstök umræða um stöðu leikskólamála verður mánudaginn 28. nóvember um kl. 16:30. Málshefjandi er Diljá Mist Einarsdóttir og til andsvara verður mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason.

Lesa meira

25.11.2022 : Sérstök umræða mánudaginn 28. nóvember um stöðu íslensks sjávarútvegs í alþjóðlegri samkeppni og tækifæri í markaðssetningu

ThorbjorgSigridur_SvandisSvavarsSérstök umræða um stöðu íslensks sjávarútvegs í alþjóðlegri samkeppni og tækifæri í markaðssetningu verður mánudaginn 28. nóvember um kl. 15:45. Málshefjandi er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og til andsvara verður matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir.

Lesa meira

24.11.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Föstudaginn 25. nóvember tekur Gísli Rafn Ólafsson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Eva Sjöfn Helgadóttir, af þingi.

Lesa meira

22.11.2022 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 23. nóvember

SEN_adalmynd_Stjornskipunar-og-eftirlitsnefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_3Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund miðvikudaginn 23. nóvember í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10. Fundurinn hefst kl. 9:45 og stendur til 11:00. Fundarefnið er skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Lesa meira

22.11.2022 : Nýir talsmenn barna á Alþingi

20221122_115719Undirritun yfirlýsingar talsmanna barna á Alþingi fór fram í Alþingishúsinu í dag. Þingmenn léku sér saman og hétu því að tala fyrir hagsmunum barna.

Lesa meira

22.11.2022 : Fundur stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins í Reykjavík 25. nóvember

Stjórnarnefnd Evrópuráðsþingsins fundar í Hörpu í Reykjavík föstudaginn 25. nóvember. Í stjórnarnefnd sitja varaforsetar þingsins, formenn landsdeilda, formenn flokkahópa og formenn málefnanefnda þingsins, alls um 60 þingmenn frá 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins.

Lesa meira

21.11.2022 : Nefndadagur föstudaginn 25. nóvember

VEL_adalmynd_Velferdarnefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_1Föstudagurinn 25. nóvember er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá funda nefndir fyrir og eftir hádegi.

Lesa meira

18.11.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 21. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 21. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

18.11.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 24. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 24. nóvember kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

18.11.2022 : Aðalmenn og varamaður taka sæti

Laugardaginn 19. nóvember tekur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Friðjón R. Friðjónsson af þingi. Mánudaginn 21. nóvember taka Bergþór Ólason, Bryndís Haraldsdóttir, Logi Einarsson, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Árnason sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Högni Elfar Gylfason, Arnar Þór Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Daníel E. Arnarsson og Björgvin Jóhannesson af þingi. Mánudaginn 21. nóvember tekur René Biasone sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur.

Lesa meira

17.11.2022 : Varamaður tekur sæti

Fimmtudaginn 17. nóvember tekur Eva Sjöfn Helgadóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Gísla Rafn Ólafsson.

Lesa meira

15.11.2022 : Sérstök umræða um fjölþáttaógnir og netöryggismál miðvikudaginn 16. nóvember

JohannFridrik_KatrinJakobsSérstök umræða um fjölþáttaógnir og netöryggismál verður á Alþingi miðvikudaginn 16. nóvember um kl. 15:30. Málshefjandi er Jóhann Friðrik Friðriksson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

15.11.2022 : Nefndadagur föstudaginn 18. nóvember

Efnahags-og-vidskiptanefnd_des2021_BThJFöstudagurinn 18. nóvember er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá funda nefndir fyrir og eftir hádegi.

Lesa meira

14.11.2022 : Nýjustu ræður aðgengilegar á forsíðu vefsins

Þingsalurinn, ræðustóll og borð forseta.Vakin er athygli á að nú er unnt að nálgast nýjustu ræður á forsíðu vefsins, undir Ræður.

Lesa meira

14.11.2022 : Breyting á starfsáætlun

Á þingfundi fyrr í dag tilkynnti forseti Alþingis um breytingu á starfsáætlun. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti fimmtudagurinn 17. nóvember að vera nefndadagur. Nú hefur verið ákveðið að hafa þingfund þann dag og hefst hann klukkan 10:30. Nefndir geta fundað fyrir hádegi eða þar til þingfundur hefst.

Lesa meira

11.11.2022 : Aðalmaður og varamenn taka sæti

Mánudaginn 14. nóvember tekur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar Elín Anna Gísladóttir af þingi. Sama dag tekur Eydís Ásbjörnsdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Loga Einarsson, Arnar Þór Jónsson tekur sæti fyrir Bryndísi Haraldsdóttur, Daníel E. Arnarsson fyrir Svandísi Svavarsdóttur, Högni Elfar Gylfason fyrir Bergþór Ólason og Björgvin Jóhannesson fyrir Vilhjálm Árnason.

Lesa meira

11.11.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 14. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 14. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

11.11.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 16. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá miðvikudaginn 16. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara innviðaráðherra, dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra.

Lesa meira

10.11.2022 : Svetlana Tíkhanovskaja heimsækir Alþingi

20221110_142012Svetlana Tíkhanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús, heimsótti Alþingi í dag. Hún átti fund með forseta Alþingis, formanni og varaformanni utanríkismálanefndar og formanni og varaformanni Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.

Lesa meira

9.11.2022 : Sérstök umræða miðvikudaginn 9. nóvember um geðheilbrigðismál

IngaSaeland_WillumThorSérstök umræða um geðheilbrigðismál verður miðvikudaginn 9. nóvember um kl. 15:30. Málshefjandi er Inga Sæland og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson.

Lesa meira

8.11.2022 : Heimsþing kvenleiðtoga haldið í fimmta sinn á Íslandi 8.–9. nóvember

20221107_113938Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders, verður haldið í fimmta sinn á Íslandi, 8.–9. nóvember í Hörpu. Heimsþingið er haldið í samstarfi alþjóðlegu þingkvennasamtakanna Women Political Leaders, ríkisstjórnar Íslands og Alþingis, auk fjölda erlendra og innlendra samstarfsaðila. Gestir Heimsþingsins áttu þess kost að heimsækja Alþingi í gærmorgun og fengu leiðsögn um húsið.

Lesa meira

4.11.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 7. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 7. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara utanríkisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

4.11.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 10. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 10. nóvember kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra, matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Lesa meira

4.11.2022 : Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir bókara

Hurd-2Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir bókara í fullt starf á fjármálaskrifstofu. Hlutverk fjármálaskrifstofu er umsjón með fjárhagsbókhaldi og fjárreiðum Alþingis og minni stofnana á vegum þingsins, launabókhaldi þingmanna og öðrum kostnaði, ferðabókunum, uppgjöri á ferðakostnaði innan lands og utan, ásamt umsjón með eignaskrá. Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember nk.

Lesa meira

4.11.2022 : Sérstök umræða mánudaginn 7. nóvember um reynsluna af einu leyfisbréfi kennara

Bjarkey_AsmundurEinarSérstök umræða um reynsluna af einu leyfisbréfi kennara og ólík áhrif á skólastig verður mánudaginn 7. nóvember um kl. 15:45. Málshefjandi er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og til andsvara verður mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason.

Lesa meira

4.11.2022 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 7. nóvember tekur Elín Anna Gísladóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Einnig tekur Friðjón R. Friðjónsson sæti fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.

Lesa meira

1.11.2022 : Norðurlandaráðsþing í Helsinki

Fulltruar-Islands-a-Nordurlandaradsthingi-2022Þing Norðurlandaráðs stendur nú yfir í Helsinki. Frá Íslandi taka þátt alþingismennirnir Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Oddný G. Harðardóttir og Orri Páll Jóhannsson.

Lesa meira

1.11.2022 : Nefndadagur fimmtudaginn 3. nóvember

EVN_adalmynd_Efnahags-og-vidskiptanefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_4Fimmtudagurinn 3. nóvember er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá funda nefndir fyrir og eftir hádegi.

Lesa meira

31.10.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 31. október tekur Þórarinn Ingi Pétursson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Helgi Héðinsson, af þingi.

Lesa meira

27.10.2022 : Forseti Alþingis sækir Lettland heim

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sækir Ríga í Lettlandi heim í dag, 27. október, í boði Ināra Mūrniece þingforseta. Seimas, þjóðþing Lettlands, fagnar 100 ára afmæli í ár og eru Lettar jafnframt gestgjafar Eystrasaltsþingsins sem forseti Alþingis mun ávarpa við setningarathöfn á morgun, föstudag.

Lesa meira

26.10.2022 : Sérstök umræða fimmtudaginn 27. október um rannsókn á Samherjamálinu og orðspor Íslands

ThorhildurSunna_JonGunnarssonSérstök umræða um rannsókn á Samherjamálinu og orðspor Íslands verður um kl. 11:00 fimmtudaginn 27. október (að loknum óundirbúnum fyrirspurnum). Málshefjandi er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og til andsvara verður dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson.

Lesa meira

26.10.2022 : Sérstök umræða fimmtudaginn 27. október um stöðuna í Íran

ThorbjorgSigridur_ThordisKolbrunSérstök umræða um stöðuna í Íran verður um kl. 13:30 fimmtudaginn 27. október. Málshefjandi er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og til andsvara verður utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Lesa meira

25.10.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 26. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá miðvikudaginn 26. október kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, dómsmálaráðherra, matvælaráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra.

Lesa meira

24.10.2022 : Aðalmenn og varamaður taka sæti

Mánudaginn 24. október taka Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Jón Steindór Valdimarsson og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, af þingi. Þá tekur Helgi Héðinsson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Þórarin Inga Pétursson.

Lesa meira

21.10.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 27. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 27. október kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira

20.10.2022 : Aðalmenn taka sæti

Föstudaginn 21. október tekur Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Elsa Lára Arnardóttir, af þingi. Laugardaginn 22. október taka Halla Signý Kristjánsdóttir, Jódís Skúladóttir, Haraldur Benediktsson og Inga Sæland sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Iða Marsibil Jónsdóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Teitur Björn Einarsson og Wilhelm Wessman af þingi.

Lesa meira

19.10.2022 : Forseti Finnlands heimsækir Alþingi

Heimsokn-Finnlandsforseta-20221019_3Forseti Finnlands, hr. Sauli Niinistö, heimsótti í dag Alþingi ásamt föruneyti og átti fund með Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, og varaforsetunum Oddnýju G. Harðardóttur og Líneik Önnu Sævarsdóttur. Var m.a. rætt um samskipti landanna, einkum þjóðþinganna, sem eru töluverð, jafnt tvíhliða sem á vettvangi alþjóðlegs þingmannasamstarfs.

Lesa meira

18.10.2022 : Sérstök umræða miðvikudaginn 19. október um störf án staðsetningar

LineikAnna_BjarniBenMiðvikudaginn 19. október um kl. 15:30 verður sérstök umræða um störf án staðsetningar. Málshefjandi er Líneik Anna Sævarsdóttir og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Lesa meira

18.10.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Þriðjudaginn 18. október tekur Bjarni Jónsson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Lilja Rafney Magnúsdóttir, af þingi.

Lesa meira

17.10.2022 : Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þriðjudaginn 18. október kl. 9:10

EVN_adalmynd_Efnahags-og-vidskiptanefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_4Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 18. október í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:10. Fundarefnið er kynning Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á skýrslu sinni. Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri.

Lesa meira

17.10.2022 : Heimsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til Noregs

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heimsækir Ósló dagana 17.–19. október 2022. Nefndin mun kynna sér störf systurnefndar sinnar hjá Stórþinginu, eftirlits- og stjórnskipunarnefndarinnar (n. kontroll- og konstitusjonskomiteen). 

Lesa meira

15.10.2022 : Þingskjölum útbýtt utan þingfunda föstudaginn 14. október

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfunda föstudaginn 14. október kl. 16:45:

Lesa meira

14.10.2022 : Aðalmenn og varamenn taka sæti

Mánudaginn 17. október taka Jóhann Friðrik Friðriksson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra,  Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Eva Sjöfn Helgadóttir og Anna Kolbrún Árnadóttir af þingi. Þá tekur Jón Steindór Valdimarsson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir tekur sæti fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur.

Lesa meira

14.10.2022 : Sérstök umræða mánudaginn 17. október um stöðu mála á landamærunum með tilliti til aukins fjölda hælisleitenda

Bergthor_JonGunnarssonSérstök umræða um stöðu mála á landamærunum með tilliti til aukins fjölda hælisleitenda og afleidd áhrif verður á Alþingi mánudaginn 17. október um kl. 15:45. Málshefjandi er Bergþór Ólason og til andsvara verður dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson.

Lesa meira

14.10.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 17. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 17. október kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, matvælaráðherra, utanríkisráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

14.10.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 20. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 20. október kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra.

Lesa meira

12.10.2022 : Sérstök umræða fimmtudaginn 13. október um fjármögnun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu

HildurSverris_WillumThorSérstök umræða um fjármögnun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu verður á Alþingi fimmtudaginn 13. október um kl. 11. Málshefjandi er Hildur Sverrisdóttir og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson.

Lesa meira

12.10.2022 : Sendinefnd frá Skotlandsþingi heimsækir Alþingi

Sendinefnd-fra-Skotlandsthingi-2022-10-12Þingmenn af skoska þinginu, undir forystu Liam McArthur, varaforseta þess, sækja Hringborð norðurslóða í Hörpu. Í dag sótti sendinefndin Alþingi heim og átti fund með Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, ásamt formanni og 1. varaformanni umhverfis- og samgöngunefndar.

Lesa meira

12.10.2022 : Opinn fundur í umhverfis- og samgöngunefnd fimmtudaginn 13. október kl. 8:30

  • Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

Umhverfis- og samgöngunefnd AlþingisUmhverfis- og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund fimmtudaginn 13. október í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 8:30. Fundarefnið er markmið í loftslagsmálum.

Lesa meira

10.10.2022 : Sérstök umræða fellur niður

Áður boðuð sérstök umræða um stöðu mála á landamærunum með tilliti til aukins fjölda hælisleitenda og afleidd áhrif fellur niður.

Lesa meira

7.10.2022 : Þingskjölum útbýtt utan þingfunda 7. október 2022

Úbýtt var utan þingfunda föstudaginn 7. október kl. 17:20:

Lesa meira

7.10.2022 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 10. október tekur Iða Marsibil Jónsdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir tekur sæti fyrir Jódísi Skúladóttur, Lilja Rafney Magnúsdóttir tekur sæti fyrir Bjarna Jónsson, Elsa Lára Arnardóttir fyrir Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur, Wilhelm Wessman fyrir Ingu Sæland og Eva Sjöfn Helgadóttir fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur. Einnig taka sæti Teitur Björn Einarsson fyrir Harald Benediktsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir fyrir Jóhann Friðrik Friðriksson og Anna Kolbrún Árnadóttir fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Lesa meira

7.10.2022 : (Umræðan fellur niður) Sérstök umræða mánudaginn 10. október um stöðu mála á landamærunum með tilliti til aukins fjölda hælisleitenda

Bergthor_JonGunnarssonUppfært 10. október: Áður boðuð sérstök umræða um stöðu mála á landamærunum með tilliti til aukins fjölda hælisleitenda og afleidd áhrif fellur niður.
Sérstök umræða um stöðu mála á landamærunum með tilliti til aukins fjölda hælisleitenda og afleidd áhrif verður á Alþingi mánudaginn 10. október um kl. 15:45. Málshefjandi er Bergþór Ólason og til andsvara verður dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson.

Lesa meira

7.10.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 10. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 10. október kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

7.10.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 13. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 13. október kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

6.10.2022 : Ræstitæknir óskast á skrifstofu Alþingis

AlþingiVið leitum að jákvæðum einstaklingi til starfa í frábæru teymi ræstitækna á rekstrar- og þjónustusviði skrifstofu Alþingis. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir framúrskarandi þjónustu- og samskiptahæfni. Um er að ræða fullt starf og er vinnutíminn kl. 7–15 auk tilfallandi yfirvinnu.

Lesa meira

3.10.2022 : Skönnun Alþingismála lokið

Althingismal_1867_I-1310-SpineSkönnun á Alþingismálum (dagbókum Alþingis) er nú lokið en síðastliðið ár hefur staðið yfir skráning og myndun á bókunum, í samstarfi skrifstofu Alþingis og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Bækurnar hafa að geyma gríðarmiklar og fjölbreyttar heimildir um starfsemi Alþingis og þau erindi er því bárust, allt frá endurreisn þess árið 1845 og til og með 1913. 

Lesa meira

3.10.2022 : Kjördæmadagar 3.–6. október 2022

Mynd15.2003-min_1664790283304Kjördæmadagar eru 3.–6. október og verða því engir þingfundir á Alþingi þessa vikuna. Kjördæmadagana nýta þingmenn til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri.

Lesa meira

3.10.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 3. október tekur Sigurður Ingi Jóhannsson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, af þingi.

Lesa meira

29.9.2022 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2023

Jónshús_FræðimannsíbúðÍbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar er laus til afnota árið 2023. Allar nánari upplýsingar og sérstök eyðublöð er að finna á vef Jónshúss. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 1. nóvember nk.

Lesa meira

28.9.2022 : Sérstök umræða um öryggis- og varnarmál fimmtudaginn 29. september

ThorgerdurKatrin_KatrinJakSérstök umræða um öryggis- og varnarmál verður á Alþingi fimmtudaginn 29. september um kl. 11:00. Málshefjandi er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

27.9.2022 : Fræðsluferð allsherjar- og menntamálanefndar til Noregs og Danmerkur

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heimsækir Ósló og Kaupmannahöfn dagana 27.-30. september 2022 til að kynna sér málefni útlendinga og fjölmiðla í Noregi og Danmörku. Nefndin heimsækir þing, ráðuneyti og stofnanir auk félagasamtaka.

Lesa meira

27.9.2022 : Sérstök umræða þriðjudaginn 27. september um verðbólgu, vexti og stöðu heimilanna

AsthildurLoa_BjarniBenÞriðjudaginn 27. september um kl. 15:00 verður sérstök umræða um verðbólgu, vexti og stöðu heimilanna. Málshefjandi er Ásthildur Lóa Þórsdóttir og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson. 

Lesa meira

26.9.2022 : Varamaður og aðalmenn taka sæti

Mánudaginn 26. september tekur Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Sigurð Inga Jóhannsson. Njáll Trausti Friðbertsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir taka sæti á Alþingi á ný og víkja þá varaþingmenn þeirra, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Eva Sjöfn Helgadóttir, af þingi.

Lesa meira

24.9.2022 : Þingskjölum útbýtt utan þingfunda 24. september 2022

Úbýtt var utan þingfunda laugardaginn 24. september kl. 16:30:

Lesa meira

23.9.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 27. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá þriðjudaginn 27. september kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, matvælaráðherra, utanríkisráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, dómsmálaráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra.

Lesa meira

23.9.2022 : Ný útgáfa lagasafns

Ný útgáfa lagasafnsins (152c) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 13. september 2022.

Lesa meira

23.9.2022 : Afgreiðsla forsætisnefndar á erindi um meint brot Sigurðar Inga Jóhannssonar á siðareglum fyrir alþingismenn

Forsætisnefnd Alþingis hefur lokið afgreiðslu á erindi um meint brot Sigurðar Inga Jóhannssonar á siðareglum fyrir alþingismenn. Bréf forseta Alþingis til sendanda erindisins er nú birt á vef Alþingis ásamt bréfi forseta til þingmannsins.

Lesa meira

23.9.2022 : Nefndadagur miðvikudaginn 28. september

SEN_adalmynd_Stjornskipunar-og-eftirlitsnefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_3Miðvikudagur 28. september er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá funda nefndir allan daginn. Við ákvörðun um fundartíma nefnda er m.a. litið til verkefnastöðu en jafnframt er reynt að tryggja nefndum sem sambærilegastan fundartíma.

Lesa meira

23.9.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Föstudaginn 23. september tekur Ásmundur Einar Daðason sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hans, Brynja Dan Gunnarsdóttir, af þingi.

Lesa meira

22.9.2022 : Heimsókn aðstoðarutanríkisráðherra Póllands

Heimsokn-Szymon-Szynkowski-vel-S-k-adstodarutanrikisradherra-Pollands_2022_09-22_1Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tók í dag á móti Szymon Szynkowski vel Sęk, aðstoðarutanríkisráðherra Póllands sem m.a. fer með málefni Pólverja búsettra erlendis. Að loknum fundi með forseta Alþingis hitti aðstoðarráðherrann að máli formann og fulltrúa í utanríkismálanefnd. Rætt var m.a. um samskipti Íslands og Póllands, málefni Pólverja búsettra á Íslandi, mikilvægi móðurmálskennslu og stöðuna í Úkraínu.

Lesa meira

21.9.2022 : Sérstök umræða um virðismat kvennastarfa fimmtudaginn 22. september

ThorunnSveinbj_KatrinJakSérstök umræða um virðismat kvennastarfa verður á Alþingi fimmtudaginn 22. september um kl. 11:00.

Lesa meira

20.9.2022 : Fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB

Fjórtándi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB fer fram miðvikudaginn 21. september í Hörpu og hefst hann kl. 9:00. Á fundinum verður m.a. fjallað um samskipti Íslands og ESB, orkumál og loftslagsbreytingar og innrásina í Úkraínu. Fundurinn er opinn fjölmiðlum.

Lesa meira

20.9.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Þriðjudaginn 20. september tekur Andrés Ingi Jónsson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Valgerður Árnadóttir, af þingi.

Lesa meira

19.9.2022 : Minningarorð um Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþingismann

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, flutti minningarorð um Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþingismann, á þingfundi mánudaginn 19. september 2022. Ragnar lést 15. september sl.

Lesa meira

19.9.2022 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 19. september tekur Berglind Harpa Svavarsdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Njál Trausta Friðbertsson og Eva Sjöfn Helgadóttir tekur sæti sem varaþingmaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Lesa meira

16.9.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 19. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 19. september kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, matvælaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

16.9.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 22. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 22. september kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

15.9.2022 : Varamaður tekur sæti

Föstudaginn 16. september tekur Brynja Dan Gunnarsdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Ásmund Einar Daðason.

Lesa meira

15.9.2022 : Þingmálaskrá ríkisstjórnar

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir 153. löggjafarþing er á vef Stjórnarráðsins.

Lesa meira

13.9.2022 : Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana 14. september 2022 – röð flokka og ræðumenn

Ræðumenn í stefnuræðu forsætisráðherra 2022Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað miðvikudagskvöldið 14. september kl. 19:35. Umræðurnar skiptast í tvær umferðir. Hver þingflokkur hefur 6 mínútur í hvorri umferð en forsætisráðherra hefur 12 mínútur til framsögu.

Lesa meira

13.9.2022 : Ávarp forseta Alþingis við setningu 153. löggjafarþings

Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, flutti ávarp við setningu 153. löggjafarþings.

Lesa meira

13.9.2022 : Minningarorð um Ingvar Gíslason, fyrrverandi alþingismann

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, flutti minningarorð um Ingvar Gíslason, fyrrverandi alþingismann, á þingsetningarfundi þriðjudaginn 13. september 2022. Ingvar lést 17. ágúst sl. 

Lesa meira

13.9.2022 : Minningarorð um Árna Gunnarsson, fyrrverandi alþingismann

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, flutti minningarorð um Árna Gunnarsson, fyrrverandi alþingismann, á þingsetningarfundi þriðjudaginn 13. september 2022. Árni lést 1. júlí 2022.

Lesa meira

13.9.2022 : Setning Alþingis þriðjudaginn 13. september 2022

Althingissetn2021-71Alþingi verður sett í dag, þriðjudaginn 13. september, og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hljóðútsending verður úr kirkjunni og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi á RÚV. Útvarpsútsending verður á Rás 1 frá messu og þingsetningu. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða svo miðvikudagskvöldið 14. september kl. 19:35. Þá mælir fjármálaráðherra fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2023 fimmtudaginn 15. september. 

Lesa meira

12.9.2022 : Laust starf í alþjóðadeild skrifstofu Alþingis

AlþingiErtu ferðalangur með áhuga á alþjóðamálum? Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir öflugum sérfræðingi til starfa í alþjóðadeild þingsins. Umsóknarfrestur er til og með 26. september nk.

Lesa meira

12.9.2022 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 13. september tekur Valgerður Árnadóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Andrés Inga Jónsson.

Lesa meira

9.9.2022 : Síðsumarsfundur forsætisnefndar í Reykholti

2022-09-09-Sumarfundur-forsaetisnefndar-ReykholtiForsætisnefnd Alþingis kom saman til árlegs tveggja daga vinnufundar í Reykholti í Borgarfirði dagana 8.–9. september, þar sem starfsáætlun var sett fyrir 153. löggjafarþing ásamt því að ýmis stærri mál er varða starfsemi og rekstur þingsins og stofnana þess voru til umfjöllunar.

Lesa meira

9.9.2022 : Þingskjölum útbýtt utan þingfunda 9. september 2022

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfunda föstudaginn 9. september kl. 13:00:

Lesa meira

8.9.2022 : Setning Alþingis þriðjudaginn 13. september 2022

Alþingi verður sett þriðjudaginn 13. september og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hljóðútsending verður frá messu og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi á RÚV. Útvarpsútsending verður á Rás 1 frá messu og þingsetningu.

Lesa meira

8.9.2022 : Starfsáætlun 153. löggjafarþings

Forsætisnefnd Alþingis kom saman til árlegs vinnufundar, svo nefnds sumarfundar, í Reykholti í dag. Þar samþykkti forsætisnefnd starfsáætlun fyrir 153. löggjafarþing Alþingis, sem verður sett þriðjudaginn 13. september, í samræmi við 5. mgr. 1. gr. laga um þingsköp Alþingis.

Lesa meira

6.9.2022 : Alþjóðlegur leiðtogafundur Norðurlandaráðs um Úkraínu

Althjodlegur-leidtogafundur-Nordurlandarads-um-Ukrainu-06092022Stríð Rússa í Úkraínu er í brennidepli á fundum Norðurlandaráðs í Reykjavík dagana 5.–7. september, m.a. á alþjóðlegum leiðtogafundi með þingmönnum frá Eystrasaltsríkjunum ásamt fulltrúum frá Úkraínu og stjórnarandstöðunni í Rússlandi og Belarús.

Lesa meira

29.8.2022 : Laust starf deildarstjóra nefndadeildar á skrifstofu Alþingis

Merki AlþingisErt þú öflugur lögfræðingur með brennandi áhuga á stjórnun? Skrifstofa Alþingis leitar að öflugum og jákvæðum stjórnanda til að leiða starf nefndadeildar og veita starfsfólki hennar faglega forystu. Nefndadeild er hluti nefndasviðs. Hlutverk þess er að veita nefndum og þingmönnum sérfræðiaðstoð og ráðgjöf og tryggja þannig vandaða lagasetningu og fagleg vinnubrögð í starfi þingnefnda.

Lesa meira

25.8.2022 : Forsetar Eistlands og Lettlands heimsækja Alþingi

BALT-1Egils Levits, forseti Lettlands, og Alar Karis, forseti Eistlands, heimsóttu Alþingi í dag, ásamt fylgdarliði. Forsetar Eystrasaltsríkjanna eru á Íslandi í boði Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í tilefni þess að 26. ágúst 2021 voru 30 ár liðin frá því að Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna endurreist sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og taka upp formlegt stjórnmálasamband að nýju. Fresta varð fyrirhugaðri heimsókn í fyrra vegna heimsfaraldurs af völdum kórónuveiru. Gitanas Nausėda, forseti Litáens, kemur til Íslands síðar í dag.

Lesa meira

22.8.2022 : Forsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja funda í Litáen 22. og 23. ágúst

Fundur-thingforseta-Nordurlanda-og-Eystrasaltsrikja-i-Litaen-22.-23.-agust-2022Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sækir árlegan fund þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem haldinn er í Kaunas í Litáen, dagana 22. og 23. ágúst. Á fundinum munu þingforsetar m.a. ræða samstarf þjóðþinganna og tækifæri til að efla frekara pólitískt samstarf landanna svo sem á sviði öryggis- og efnahagsmála í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa í norðanverðri Evrópu.

Lesa meira

30.6.2022 : Þingskjölum útbýtt utan þingfunda fimmtudaginn 30. júní 2022

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfunda kl. 15:00:

Lesa meira

22.6.2022 : Tilkynning um vinnslu umsókna um ríkisborgararétt

Á tímabilinu frá 2. október 2021 til 1. maí 2022 bárust Útlendingastofnun 71 umsókn um ríkisborgararétt sem lagðar voru fyrir Alþingi. Allsherjar- og menntamálanefnd bárust nauðsynleg gögn vegna hluta þeirra umsókna. Sá hluti lá til grundvallar umfjöllun undirnefndar allsherjar- og menntamálanefndar og frumvarpi nefndarinnar um veitingu ríkisborgararéttar, sbr. þingskjal 1331. Umfjöllun nefndarinnar um aðrar umsóknir frestast þar til nauðsynleg gögn hafa borist. Vakin er athygli á því að nefndin hefur fengið staðfest að þótt umfjöllun um hluta umsókna seinki verður það ekki til þess að staða umsækjenda breytist á meðan umsókn um ríkisborgararétt er í vinnslu.

Lesa meira

20.6.2022 : Tölfræðilegar upplýsingar um 152. löggjafarþing

Þingfundum 152. löggjafarþings var frestað 16. júní 2022. Þingið var að störfum frá 23. nóvember til 28. desember 2021 og frá 17. janúar til 16. júní 2022. Þingfundir voru samtals 94 og stóðu í rúmar 550 klst. Meðallengd þingfunda var 5 klst. og 47 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 13 klst. og 40 mín. Lengsta umræðan var um fjárlög 2022 en hún stóð samtals í 35 klst. og 36 mínútur. Þingfundadagar voru alls 80.

Lesa meira

16.6.2022 : Ávarp forseta Alþingis við þingfrestun 16. júní 2022

Fundum Alþingis var frestað 16. júní 2022 til 13. september 2022. Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, flutti ávarp við þingfrestun og fór yfir þingstörfin. Hann bað þingmenn jafnframt að vera undir það búna að Alþingi verði kallað saman til framhaldsfunda þegar þinginu hefur borist áður boðuð skýrsla ríkisendurskoðanda um sölu á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka.

Lesa meira

16.6.2022 : Aðalmenn taka sæti

Fimmtudaginn 16. júní víkja allir varaþingmenn af þingi og aðalmenn þeirra taka sæti á ný.

Lesa meira

14.6.2022 : Aðalmaður og varamenn taka sæti

Þriðjudaginn 14. júní tekur Guðmundur Ingi Guðbrandsson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans Ólafur Þór Gunnarsson af þingi. Þá tekur Jón Steindór Valdimarsson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, Rósa Björk Brynjólfsdóttir tekur sæti fyrir Kristrúnu Frostadóttur og Björgvin Jóhannesson tekur sæti fyrir Ásmund Friðriksson.

Lesa meira

13.6.2022 : Fundur þingforseta evrópskra smáríkja í Mónakó

Fundur-thingforseta-evropskra-smarikja-i-Monako_13.06.2022Líneik Anna Sævarsdóttir, 2. varaforseti Alþingis, sækir árlegan fund forseta þjóðþinga evrópskra smáríkja sem haldinn er í Mónakó 13.–14. júní 2022. Á dagskrá fundar eru m.a. umræður um mikilvægi aukinnar forystu kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi, áhrif heimsfaraldursins á störf þjóðþinga og hlutverk ferðaþjónustu í efnahag minni ríkja.

Lesa meira

10.6.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 13. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 13. júní kl. 11:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

10.6.2022 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 13. júní tekur Hilda Jana Gísladóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Loga Einarsson. Þá tekur Sigríður Elín Sigurðardóttir sæti sem varaþingmaður fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.

Lesa meira

10.6.2022 : Alþingismál mynduð á Handrit.is

Althingismal_1867_I-1310-SpineSíðustu mánuði hefur staðið yfir skráning og myndun á Alþingismálum (dagbókum Alþingis) inn á handrit.is, í samstarfi skrifstofu Alþingis og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Bækurnar hafa að geyma gríðarmiklar og fjölbreyttar heimildir um starfsemi þingsins og þau erindi er því bárust, allt frá endurreisn þess árið 1845 og fram á fyrstu áratugi 20. aldar. 

Lesa meira

10.6.2022 : Varamaður tekur sæti

Laugardaginn 11. júní tekur Daði Már Kristófersson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson.

Lesa meira

9.6.2022 : Guðmundur Björgvin Helgason kjörinn ríkisendurskoðandi

GBHGuðmundur Björgvin Helgason var kjörinn ríkisendurskoðandi á Alþingi í dag. Ríkisendurskoðandi er kjörinn af Alþingi til sex ára í senn. Hann tekur við af Skúla Eggerti Þórðarsyni sem hvarf til annarra starfa snemma á þessu ári.

Lesa meira

9.6.2022 : Álandseyjaþing 100 ára

Alandseyjathing-100-ara-2022-06-09_5Oddný G. Harðardóttir, 1. varaforseti Alþingis, sækir Álandseyjar heim í boði Bert Häggblom, forseta lögþings Álandseyja í dag, 9. júní. Þann dag árið 1922 var lögþingið stofnað og fagna Álendingar sjálfstjórnardeginum 9. júní ár hvert. Til viðburðarins er boðið forsetum norrænu þjóðþinganna auk forseta Finnlands og sænsku konungshjónanna.

Lesa meira

8.6.2022 : Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) 8. júní 2022

Eldhusdagur-2022-rod-raedumannaAlmennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður) fara fram á Alþingi í kvöld, miðvikudaginn 8. júní, og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar hefjast kl. 19:35, skiptast í tvær umferðir og hefur hver þingflokkur átta mínútur í fyrri umferð og fimm mínútur í seinni umferð.

Lesa meira

8.6.2022 : Varamenn taka sæti

Miðvikudaginn 8. júní tekur Guðný Birna Guðmundsdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Oddnýju G. Harðardóttur. Þá tekur Svanberg Hreinsson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Ingu Sæland og víkur þá Helga Þórðardóttir af þingi.

Lesa meira

7.6.2022 : Nýtt fyrirkomulag á eldhúsdagsumræðum

Forseti Alþingis og formenn þingflokka hafa orðið ásáttir um að stytta eldhúsdagsumræðurnar (almennar stjórnmálaumræður), sem verða á morgun, miðvikudaginn 8. júní, og hefjast í beinni sjónvarpsútsendingu kl. 19:35.

Lesa meira

7.6.2022 : Varamenn taka sæti

Þriðjudaginn 7. júní tekur Teitur Björn Einarsson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Harald Benediktsson. Einnig tekur Ólafur Þór Gunnarsson sæti sem varaþingmaður fyrir Guðmund Inga Guðbrandsson. 

Lesa meira

3.6.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 7. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá þriðjudaginn 7. júní kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra, matvælaráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

3.6.2022 : Aðalmenn taka sæti

Laugardaginn 4. júní taka Andrés Ingi Jónsson og Bergþór Ólason sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Lenya Rún Taha Karim og Sigurður Páll Jónsson, af þingi.

Lesa meira

1.6.2022 : Utanríkisráðherra mælir fyrir tillögu til þingsályktunar um staðfestingu viðbótarsamninga við NATO-samninginn um aðild Finnlands og Svíþjóðar

Utanríkisráðherra mun mæla fyrir tillögu til þingsályktunar um staðfestingu viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Lýðveldisins Finnlands og Konungsríkisins Svíþjóðar á þingfundi sem hefst kl. 15 í dag.

Lesa meira

30.5.2022 : Nefndadagur föstudaginn 3. júní

USN_adalmynd_Umhverfis-og-samgongunefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_8Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er nefndadagur föstudaginn 3. júní. Að venju verður fundað bæði fyrir og eftir hádegi í nefndum.

Lesa meira

30.5.2022 : Þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja heimsækja Moldóvu

Fundur-forseta-thjodthinga-Nordurlanda-og-Eysrasaltsrikja-29.-mai-1.-juni-2022Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sækir Moldóvu heim ásamt öðrum forsetum þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 29. maí til 1. júní. Á dagskrá heimsóknar eru m.a. fundir með Grosu Igor, forseta þjóðþings Moldóvu, Nataliu Gavrilița forsætisráðherra og formönnum þingflokka á Moldóvuþingi. 

Lesa meira

30.5.2022 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 30. maí tekur Kári Gautason sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Jódísi Skúladóttur.

Lesa meira

30.5.2022 : Aðalmenn taka sæti

Mánudaginn 30. maí taka Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Sara Elísa Þórðardóttir og Helgi Héðinsson, af þingi.

Lesa meira

27.5.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 30. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 30. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, matvælaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

27.5.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 2. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 2. júní kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

27.5.2022 : Varamaður tekur sæti

Föstudaginn 27. maí tekur Lenya Rún Taha Karim sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Andrés Inga Jónsson.

Lesa meira

25.5.2022 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Jónshús_FræðimannsíbúðÚthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2022 til sama tíma að ári. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 33 gildar umsóknir.

Lesa meira

23.5.2022 : Nefndadagar miðvikudaginn 25. maí og föstudaginn 27. maí

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar miðvikudaginn 25. maí og föstudaginn 27. maí. Samkvæmt venju verður fundað bæði fyrir og eftir hádegi í nefndum.

Lesa meira

23.5.2022 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 23. maí tekur Sara Elísa Þórðardóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.

Lesa meira

20.5.2022 : Skrifstofa Alþingis leitar að sérfræðingi til starfa á þingfundasviði

AlþingiSkrifstofa Alþingis leitar að íslenskufræðingi með góða tæknikunnáttu til starfa á þingfundasviði. Meginverkefnin eru yfirlestur á ræðum þingmanna og þingskjölum, uppsetning, umbrot og frágangur skjala fyrir útgáfu á vef og í prentuðu formi. Jafnframt önnur verkefni tengd þingfundum, m.a. upptaka þeirra og útsending. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í lifandi starfsumhverfi.

Lesa meira

20.5.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 23. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 23. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, matvælaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

20.5.2022 : Aðalmenn taka sæti

Mánudaginn 23. maí taka Björn Leví Gunnarsson, Gísli Rafn Ólafsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra Halldór Auðar Svansson, Eva Sjöfn Helgadóttir og Þorgrímur Sigmundsson af þingi.

Lesa meira

18.5.2022 : Utanríkismálanefnd heimsækir Eistland og Finnland 16.–19. maí

20220518_133628_resized_1Utanríkismálanefnd Alþingis átti í dag fundi með utanríkismálanefnd finnska þingsins og Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, í Helsinki. Á fundunum var einkum fjallað um umsókn Finna um aðild að NATO og breytt öryggisumhverfi í Evrópu í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu.

Lesa meira

17.5.2022 : Nefndadagar fimmtudaginn 19. og föstudaginn 20. maí

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar fimmtudaginn 19. maí og föstudaginn 20. maí. Samkvæmt venju verður fundað bæði fyrir og eftir hádegi í nefndum. Fundatafla er birt með fyrirvara um óbreytta starfsáætlun.

Lesa meira

16.5.2022 : Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd þriðjudaginn 17. maí um fræðslu og menntun lögreglumanna

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 17. maí í húsnæðis nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og hefst hann kl. 9:10. Fundarefnið er fræðsla og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma. Gestir fundarins verða Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar.

Lesa meira

16.5.2022 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 16. maí tekur Sigurður Páll Jónsson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Bergþór Ólason og Þorgrímur Sigmundsson tekur sæti sem varaþingmaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Lesa meira

13.5.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 16. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 16. maí kl. 15:00. Þá verða til svara matvælaráðherra, utanríkisráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, dómsmálaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

13.5.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 18. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá miðvikudaginn 18. maí kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

13.5.2022 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 16. maí tekur Halldór Auðar Svansson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Björn Leví Gunnarsson, Helgi Héðinsson tekur sæti fyrir Þórarin Inga Pétursson og Eva Sjöfn Helgadóttir fyrir Gísla Rafn Ólafsson.

Lesa meira

11.5.2022 : Bætt þjónusta skrifstofunnar við notendur lagasafns

Nýlega voru gerðar tvær þýðingarmiklar breytingar á lagasafni sem ætlað er að bæta þjónustu við notendur þess.

Lesa meira

6.5.2022 : Ávarp forseta Úkraínu á íslensku

Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði alþingismenn og íslensku þjóðina við sérstaka athöfn í þingsal í dag. Ávarpið hefur verið þýtt yfir á íslensku og hægt er að lesa það hér.

Lesa meira

6.5.2022 : Ávarp forseta Úkraínu í þingsal Alþingis

HusidVolodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði alþingismenn og íslensku þjóðina við sérstaka athöfn í þingsal í dag. Ávarp Zelenskís er sögulegt því að þetta er í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis.

Lesa meira

5.5.2022 : Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina

Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina föstudaginn 6. maí kl. 14.00 í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í sjónvarpi, á vef Alþingis og öðrum vefmiðlum. Ávarp Zelenskís er einstakur viðburður því þetta verður í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis.

Lesa meira

3.5.2022 : Sendinefnd frá Georgíu heimsækir Alþingi

Sendinefnd-fra-Georgiu-asamt-utanrikismalanefnd-03052022Sendinefnd frá þjóðþingi Georgíu, ásamt sendiherra landsins, heimsótti Alþingishúsið sl. laugardag, 30. apríl, og átti fund með Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis. Í dag, þriðjudaginn 3. maí, hittu Georgíumenn svo formann og nefndarmenn í utanríkismálanefnd Alþingis að máli. Á báðum fundum var rætt um samskipti Alþingis og Georgíuþings og stöðuna í Úkraínustríðinu.

Lesa meira

29.4.2022 : Aðalmenn taka sæti

Mánudaginn 2. maí taka Bjarni Jónsson, Birgir Þórarinsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Erna Bjarnadóttir og Eva Sjöfn Helgadóttir, af þingi.

Lesa meira

29.4.2022 : Hlé á störfum Alþingis í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga

Bjalla-og-hamarÍ dag var síðasti þingfundadagur fyrir sveitarstjórnarkosningar og verður nú gert hlé á störfum Alþingis í tvær vikur fyrir kosningar til sveitarstjórna, sem að þessu sinni verða laugardaginn 14. maí. Þing kemur saman að nýju að kosningum loknum, mánudaginn 16. maí.

Lesa meira

28.4.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir föstudaginn 29. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá föstudaginn 29. apríl kl. 10:30. Þá verða til svara innviðaráðherra, utanríkisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Lesa meira

28.4.2022 : Sérstök umræða fimmtudaginn 28. apríl um sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka

Oddny_LiljaDoggSérstök umræða um sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka verður um kl. 13:30 í dag. Málshefjandi er Oddný G. Harðardóttir og til andsvara verður menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir.

Lesa meira

27.4.2022 : Opinn fundur fjárlaganefndar föstudaginn 29. apríl um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka

Fjárlaganefnd Alþingis heldur opinn fund föstudaginn 29. apríl í  húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 kl. 8:30 til 9:30. Fundarefnið er sala ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Gestir fundarins verða Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra,  Sigurður H. Helgason skrifstofustjóri og Haraldur Steinþórsson lögfræðingur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Lesa meira

26.4.2022 : Opinn fundur fjárlaganefndar miðvikudaginn 27. apríl um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka

Fjárlaganefnd Alþingis heldur opinn fund miðvikudaginn 27. apríl í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 kl. 9 til 11. Fundarefnið er sala ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Til fundarins koma fulltrúar Bankasýslunnar, þeir Jón Gunnar Jónsson forstjóri og Lárus Blöndal stjórnarformaður.

Lesa meira

26.4.2022 : Sérstök umræða þriðjudaginn 26. apríl um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka

HalldoraMogensen_KatrinJakobsdottirSérstök umræða um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka verður um kl. 16 í dag. Málshefjandi er Halldóra Mogensen og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir. 

Lesa meira

25.4.2022 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 25. apríl tekur Eva Sjöfn Helgadóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Lesa meira

25.4.2022 : Tólf gefa kost á sér í embætti ríkisendurskoðanda

Tólf einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti ríkisendurskoðanda. Undirnefnd forsætisnefndar hefur gengið frá skipan ráðgjafarnefndar. Ráðgjafarnefndin verður undirnefndinni til aðstoðar við að gera tillögu til forsætisnefndar um einstakling sem forsætisnefnd tilnefnir við kosningu í embættið, en ríkisendurskoðandi er kjörinn á þingfundi.

Lesa meira

25.4.2022 : Varaþingmenn taka sæti

Mánudaginn 25. apríl tekur Lilja Rafney Magnúsdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Bjarna Jónsson og Erna Bjarnadóttir tekur sæti sem varaþingmaður fyrir Birgi Þórarinsson.

Lesa meira

24.4.2022 : Fundur fjárlaganefndar mánudaginn 25. apríl lokaður og fundi með fulltrúum Bankasýslunnar frestað til miðvikudags

Fundur í fjárlaganefnd Alþingis mánudaginn 25. apríl verður lokaður en ekki opinn eins og áður hafði verið boðað. Gestir fundarins verða fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytisins og dagskrárefnið er fjármálaáætlun 2023–2027. Fundinum sem vera átti með fulltrúum Bankasýslu ríkisins um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka hefur verið frestað til miðvikudagsins 27. apríl að beiðni Bankasýslunnar og hefst hann kl. 9:00.

Lesa meira

22.4.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 25. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 25. apríl kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

22.4.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 28. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 28. apríl kl. 10:30. Þá verða til svara matvælaráðherra, utanríkisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra. 

Lesa meira

21.4.2022 : Gunnar Þór Bjarnason hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2022

Verdlaun-Jons-Sigurdssonar-2022-Gunnar-Thor-Bjarnason-og-Birgir-ArmannssonHátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 21. apríl, á sumardaginn fyrsta. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Gunnari Þór Bjarnasyni sagnfræðingi Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Aðalræðumaður að þessu sinni var Berglind Hallgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Norrænu ráðherranefndinni.

Lesa meira

20.4.2022 : Ný útgáfa lagasafnsins

Ný útgáfa lagasafnsins (152b) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 20. apríl 2022.

Lesa meira

11.4.2022 : Aðalmenn taka sæti

Mánudaginn 11. apríl taka Lilja Alfreðsdóttir og Svandís Svavarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Daníel E. Arnarsson, af þingi.

Lesa meira

8.4.2022 : (Fundi frestað til miðvikudagsins 27. apríl) Opinn fundur fjárlaganefndar mánudaginn 25. apríl um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka

Fjárlaganefnd Alþingis heldur opinn fund mánudaginn 25. apríl í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:30. Fundarefnið er sala ríkisins á hlutum í Íslandsbanka.

Lesa meira

8.4.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Föstudaginn 7. apríl tekur Ásthildur Lóa Þórsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Georg Eiður Arnarson, af þingi.

Lesa meira

7.4.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Fimmtudaginn 7. apríl tekur Helga Vala Helgadóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Dagbjört Hákonardóttir, af þingi.

Lesa meira

6.4.2022 : Sérstök umræða fimmtudaginn 7. apríl um almannatryggingar

GudmundurKr_GudmundurGudbrFimmtudaginn 7. apríl um kl. 16 verður sérstök umræða um almannatryggingar. Málshefjandi er Guðmundur Ingi Kristinsson og til andsvara verður félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Lesa meira

6.4.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Miðvikudaginn 6. apríl tekur Bryndís Haraldsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Arnar Þór Jónsson, af þingi.

Lesa meira

5.4.2022 : Fyrri umræða um fjármálaáætlun 2023–2027

Fyrri umræða um fjármálaáætlun 2023–2027 hefst um kl. 14 í dag, þriðjudaginn 5. apríl. Í upphafi mun fjármála- og efnahagsráðherra mæla fyrir áætluninni og síðan tala talsmenn allra þingflokka.

Lesa meira

4.4.2022 : Aðalmenn og varamenn taka sæti

Mánudaginn 4. apríl taka Ágúst Bjarni Garðarsson, Halldóra Mogensen, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Logi Einarsson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra Kristín Hermannsdóttir, Lenya Rún Taha Karim, Iða Marsibil Jónsdóttir og Hilda Jana Gísladóttir af þingi. Þá tekur Aðalsteinn Haukur Sverrisson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Lilju Alfreðsdóttur og Daníel E. Arnarson tekur sæti fyrir Svandísi Svavarsdóttur.

Lesa meira

1.4.2022 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 1. apríl

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfunda föstudaginn 1. apríl kl. 14:10:

Lesa meira

1.4.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 4. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 4. apríl kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Lesa meira

1.4.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 7. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 7. apríl kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

31.3.2022 : Útgáfu annars bindis Yfirréttarins á Íslandi fagnað

Forsetar-Is.Alth.Haest.SogufÚtgáfu annars bindis ritraðarinnar Yfirrétturinn á Íslandi var fagnað í móttöku sem forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, bauð til í Skála Alþingis í dag, 31. mars. Alþingi samþykkti með þingsályktun 18. nóvember 2019 að styrkja útgáfuna í tilefni af aldarafmæli Hæstaréttar Íslands 2020 og fela forseta þingsins að ganga til samstarfs við Þjóðskjalasafn Íslands og Sögufélag um útgáfuna. 

Lesa meira

31.3.2022 : Varamenn taka sæti

Fimmtudaginn 31. mars tekur Georg Eiður Arnarson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Ásthildi Lóu Þórsdóttur og Dagbjört Hákonardóttir tekur sæti sem varaþingmaður fyrir Helgu Völu Helgadóttur.

Lesa meira

30.3.2022 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd föstudaginn 1. apríl

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund föstudaginn 1. apríl í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 11:15. Fundarefnið er samskipti íslenskra stjórnvalda við samstarfsríki varðandi refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi og Hvíta-Rússlandi frá 2010. Gestur fundarins verður Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.

Lesa meira

29.3.2022 : Sérstök umræða miðvikudaginn 30. mars um umhverfi fjölmiðla

HannaKatrin_LiljaSérstök umræða um umhverfi fjölmiðla verður miðvikudaginn 30. mars um kl. 15:30. Málshefjandi er Hanna Katrín Friðriksson og til andsvara verður menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir.

Lesa meira

29.3.2022 : Varamaður tekur sæti

Miðvikudaginn 30. mars tekur Arnar Þór Jónsson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Bryndísi Haraldsdóttur. 

Lesa meira

29.3.2022 : Nefndadagar 31. mars og 1. apríl

Fimmtudagur 31. mars og föstudagur 1. apríl eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis.

Lesa meira

28.3.2022 : Ráðstefna evrópskra þingforseta í Slóveníu

Radstefna-evropskra-thingforseta-i-Sloveniu-28032022Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, sækir ráðstefnu evrópskra þingforseta 28.–29. mars í boði forseta þjóðþings Slóveníu. Til ráðstefnunnar er boðið forsetum þjóðþinga aðildar- og umsóknarríkja ESB, auk forseta þjóðþinga EFTA-ríkja. Á dagskrá eru m.a. umræður um hlutverk þjóðþinga á hættu- og neyðartímum, viðbrögð við heimsfaraldri, innrásina í Úkraínu og hvernig tryggja megi lýðræðislega stjórnarhætti. 

Lesa meira

28.3.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 28. mars tekur Hanna Katrín Friðriksson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, af þingi.

Lesa meira

28.3.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 30. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá miðvikudaginn 30. mars kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra. 

Lesa meira

28.3.2022 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 28. mars tekur Kristín Hermannsdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Ágúst Bjarna Garðarsson.

Lesa meira

25.3.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 28. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 28. mars kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, matvælaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

25.3.2022 : Aðalmenn og varamenn taka sæti

Mánudaginn 28. mars tekur Hilda Jana Gísladóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Loga Einarsson, Lenya Rún Taha Karim tekur sæti fyrir Halldóru Mogensen og Iða Marsibil Jónsdóttir fyrir Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur. Þá taka Guðmundur Ingi Kristinsson og Tómas A. Tómasson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Jónína Björk Óskarsdóttir og Kolbrún Baldursdóttir, af þingi.

Lesa meira

25.3.2022 : Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar þriðjudaginn 29. mars um skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2021

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 29. mars kl. 9:10 í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10. Fundarefni er skýrsla fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2021. Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.

Lesa meira

25.3.2022 : Aðalmenn taka sæti

Föstudaginn 25. mars taka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Jóhann Friðrik Friðriksson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Þorgrímur Sigmundsson og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, af þingi.

Lesa meira

25.3.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Föstudaginn 25. mars tekur Steinunn Þóra Árnadóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Eva Dögg Davíðsdóttir, af þingi.

Lesa meira

25.3.2022 : Sérstök umræða mánudaginn 28. mars um fæðuöryggi þjóðarinnar í ljósi stríðsins í Úkraínu

ThorarinnIngi_KatrinJakobsSérstök umræða um fæðuöryggi þjóðarinnar í ljósi stríðsins í Úkraínu verður mánudaginn 28. mars um kl. 15:45. Málshefjandi er Þórarinn Ingi Pétursson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

24.3.2022 : Minningarorð um Guðrúnu Helgadóttur, fyrrverandi forseta sameinaðs Alþingis

Gudrun-HelgadottirGuðrún Helgadóttir, fyrrverandi forseti sameinaðs Alþingis, lést aðfaranótt miðvikudagsins 23. mars sl. á hjúkrunarheimilinu Mörk eftir langvarandi veikindi, 86 ára að aldri. Hennar var minnst við upphaf þingfundar í dag.

Lesa meira

24.3.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Fimmtudaginn 24. mars tekur Oddný G. Harðardóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Viktor Stefán Pálsson af þingi.

Lesa meira

23.3.2022 : Norrænt samstarf í 70 ár

Flaggad-a-degi-Nordurlanda-23032022Dagur Norðurlandanna er í dag, 23. mars, og er fánum norrænu þjóðríkjanna og sjálfstjórnarsvæðanna flaggað fyrir framan Alþingi af því tilefni líkt og tíðkast hefur undanfarin ár. Norrænt samstarf fagnar 70 ára afmæli í ár, en á fundi norrænna utanríkisráðherra í Kaupmannahöfn í mars 1952 var ákveðið að stofna til formlegs norræns samtarfs þjóðþinga. Í dag eru jafnframt 60 ár frá undirritun Helsingforssamningsins, sem meðal annars hefur tryggt norrænum ríkisborgurum jafnt aðgengi til náms og vinnu hvar sem er á Norðurlöndunum.

Lesa meira

22.3.2022 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 22. mars tekur Helga Þórðardóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Ingu Sæland og víkur þá Wilhelm Wessman af þingi.

Lesa meira

21.3.2022 : Sérstök umræða þriðjudaginn 22. mars um þróunarsamvinnu og Covid-19

DiljaMist_ThordisKolbrunSérstök umræða um þróunarsamvinnu og Covid-19 verður þriðjudaginn 22. mars um kl. 14. Málshefjandi er Diljá Mist Einarsdóttir og til andsvara verður utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Lesa meira

21.3.2022 : Breyting á starfsáætlun

Forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum fyrr í dag að höfðu samráði við formenn þingflokka að á miðvikudag og fimmtudag verði þingfundir í stað nefndadaga, sem áður hafði verið gert ráð fyrir á starfsáætlun. 

Lesa meira

21.3.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 24. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 24. mars kl. 10:30. Þá verða til svara fjármálaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

21.3.2022 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 21. mars tekur Kolbrún Baldursdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Tómas A. Tómasson.

Lesa meira

18.3.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 21. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 21. mars kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, matvælaráðherra, utanríkisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

18.3.2022 : Aðalmenn og varamenn taka sæti

Mánudaginn 21. mars taka Hildur Sverrisdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Friðjón R. Friðjónsson og Eva Sjöfn Helgadóttir, af þingi. Þá taka Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, Jónína Björk Óskarsdóttir og Þorgrímur Sigmundsson sæti á Alþingi sem varaþingmenn fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson, Guðmund Inga Kristinsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Ágústa Ágústsdóttir varaþingmaður mun víkja af þingi.

Lesa meira

17.3.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Föstudaginn 18. mars tekur Bergþór Ólason sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Sigurður Páll Jónsson, af þingi.

Lesa meira

16.3.2022 : Áframhaldandi samstarf um Heimsþing kvenleiðtoga á Íslandi til 2025

Undirritun-samstarfsyfirlysingar-WPL-31082021Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Silvana Koch-Mehrin, forseti og stofnandi Women Political Leaders (WPL), undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi frá 2023 til 2025. Um er að ræða framhald af samstarfi á milli ríkisstjórnarinnar, Alþingis og alþjóðlegu þingkvennasamtakanna Women Political Leaders (WPL).

Lesa meira

15.3.2022 : Forseti norska Stórþingsins heimsækir Alþingi

Heimsokn-forseta-norska-Storthingsins_1Forseti norska Stórþingsins, Masud Gharahkhani, er í opinberri heimsókn á Íslandi 15.–17. mars í boði forseta Alþingis. Með stórþingsforseta í för eru þingmennirnir Morten Wold, 3. varaforseti Stórþingsins, og Kathy Lie, sem á sæti í Noregsdeild Norðurlandaráðs, auk starfsmanna skrifstofu norska þingsins og sendiherra Noregs, Aud Lise Norheim. Þess má geta að Masud er fyrsti Norðmaðurinn af erlendu bergi brotinn til að gegna þessu æðsta kjörna embætti þingsins, en hann er fæddur í Teheran í Íran.

Lesa meira

15.3.2022 : Sérstök umræða þriðjudaginn 15. mars um orkuskipti og loftslagsmál

Þriðjudaginn 15. mars um kl. 14 verður sérstök umræða um orkuskipti og loftslagsmál. Málshefjandi er Eva Dögg Davíðsdóttir og til andsvara verður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson.

Lesa meira

14.3.2022 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 14. mars taka Eva Sjöfn Helgadóttir og Ágústa Ágústsdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmenn fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Lesa meira

12.3.2022 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 12. mars

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfunda laugardaginn 12. mars klukkan 15:10:

Lesa meira

11.3.2022 : Auglýst eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2022–2023

Jónshús_FræðimannsíbúðÍbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota á tímabilinu 23. ágúst 2022 til 22. ágúst 2023. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 12. apríl næstkomandi.

Lesa meira

11.3.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 14. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 14. mars kl. 15:00. Þá verða til svara  matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

11.3.2022 : Sérstök umræða mánudaginn 14. mars um geðheilbrigðismál

HelgaVala_WillumThorMánudaginn 14. mars um kl. 15:45 verður sérstök umræða um geðheilbrigðismál. Málshefjandi er Helga Vala Helgadóttir og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson.

Lesa meira

11.3.2022 : Aðalmaður og varamenn taka sæti

Mánudaginn 14. mars tekur Halldóra Mogensen sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Lenya Rún Taha Karim, af þingi. Mánudaginn 14. mars taka Viktor Stefán Pálsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Friðjón R. Friðjónsson sæti á Alþingi sem varaþingmenn fyrir Oddnýju G. Harðardóttur, Jóhann Friðrik Friðriksson og Hildi Sverrisdóttur.

Lesa meira

10.3.2022 : Varamenn taka sæti

Fimmtudaginn 10. mars tekur Wilhelm Wessman sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Ingu Sæland. Þá tekur Sigurður Páll Jónsson sæti sem varaþingmaður fyrir Bergþór Ólason.

Lesa meira

9.3.2022 : Traust til Alþingis vex

Traust2022_dekkriTraust almennings til Alþingis fer vaxandi, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups sem mælir árlega traust til helstu stofnana samfélagsins. Traustið mælist nú 36% og hefur aukist um tvö prósentustig frá síðasta ári.

Lesa meira

8.3.2022 : Norrænn fundur Alþjóðaþingmannasambandsins haldinn á Íslandi

Norraenn-fundur-Althjodathingmannasambandsins-haldinn-a-Islandi-8.-mars-2022Norrænn fundur Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) fór fram í Grindavík í dag. Hildur Sverrisdóttir, formaður Íslandsdeildar IPU, stýrði fundinum en einnig tók Jóhann Friðrik Friðriksson þátt fyrir hönd Alþingis. 

Lesa meira

8.3.2022 : Sérstök umræða miðvikudaginn 9. mars um fjarheilbrigðisþjónustu

Bjarkey_WillumMiðvikudaginn 9. mars um kl. 15:30 verður sérstök umræða um fjarheilbrigðisþjónustu. Málshefjandi er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. 

Lesa meira

7.3.2022 : Nefndadagar 16. og 17. mars

Miðvikudaginn 16. mars og fimmtudaginn 17. mars eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis

Lesa meira

7.3.2022 : Sérstök umræða þriðjudaginn 8. mars um framtíð félagslegs húsnæðis

Logi_SigurdurIngiÞriðjudaginn 8. mars um kl. 14 verður sérstök umræða um framtíð félagslegs húsnæðis. Málshefjandi er Logi Einarsson og til andsvara verður innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson.

Lesa meira

7.3.2022 : Aðalmenn og varamaður taka sæti

Mánudaginn 7. mars taka Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Dagbjört Hákonardóttir, af þingi. Þá tekur Lenya Rún Taha Karim sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Halldóru Mogensen.

Lesa meira

4.3.2022 : Innihaldsríkar umræður á Barnaþingi

Barnathing_2Barnaþing fór fram í Hörpu 3.–4. mars. Þar tóku þátt yfir 120 þingbörn á aldrinum 11–15 ára, ásamt fullorðnum alþingismönnum, fulltrúum sveitarfélaga, stofnana, félagasamtaka og atvinnulífsins.

Lesa meira

4.3.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 7. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 7. mars kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

4.3.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 10. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 10. mars kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar­ráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra.

Lesa meira

2.3.2022 : Sérstök umræða um samspil verðbólgu og vaxta fimmtudaginn 3. mars

Gudbrandur_BjarniBenFimmtudaginn 3. mars um kl. 11:00 verður sérstök umræða um samspil verðbólgu og vaxta. Málshefjandi er Guðbrandur Einarsson og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Lesa meira

2.3.2022 : Sérstök umræða miðvikudaginn 2. mars um ástandið í Úkraínu

SigmundurDavid_ThordisKolbrunMiðvikudaginn 2. mars um kl. 15:30 verður sérstök umræða um ástandið í Úkraínu og áhrifin hér á landi. Málshefjandi er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og til andsvara verður utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Lesa meira

1.3.2022 : Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar fimmtudaginn 3. mars um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabankans

Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund fimmtudaginn 3. mars í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:10. Fundarefni er skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands fyrir síðari hluta árs 2021. Gestur fundarins verður Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og ásamt honum mætir Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu.

Lesa meira

1.3.2022 : Sendiherra Úkraínu hitti fulltrúa utanríkismálanefndar

Heimsokn-sendiherra-Ukrainu-01032022Sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi, Olga Dibrova, átti óformlegan fund með fulltrúum utanríkismálanefndar Alþingis í morgun. Til umræðu var hið alvarlega ástand sem skapast hefur í Úkraínu vegna innrásar Rússa.

Lesa meira

1.3.2022 : Heimsókn sendinefndar frá franska þjóðþinginu til Alþingis

Heimsokn-sendinefndar-franska-thingsins_01032022_1Forseti Alþingis, Birgir Ármannson, tók í morgun á móti sendinefnd frá franska þjóðþinginu sem verður á Íslandi næstu daga í opinberum erindum, í boði forseta Alþingis. Þá áttu frönsku þingmennirnir fund með fulltrúum í utanríkismálanefnd Alþingis. Ástandið í Úkraínu bar hátt á báðum fundum, ásamt því að rætt var um umhverfis- og orkumál, jafnréttismál og samskipti þjóðþinganna.

Lesa meira

1.3.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Þriðjudaginn 1. mars tekur Jakob Frímann Magnússon sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hans, Katrín Sif Árnadóttir, af þingi.

Lesa meira

28.2.2022 : Yfirlýsing forsætisráðherra um fordæmingu innrásar Rússa í Úkraínu

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, kvaddi sér hljóðs á Alþingi sl. fimmtudag og fordæmdi harðlega fyrir hönd íslenskra stjórnvalda innrás Rússa í Úkraínu. Málið var rætt áfram í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, 28. febrúar, og spurst nánar fyrir um viðbrögð íslenskra stjórnvalda.

Lesa meira

28.2.2022 : Sérstök umræða þriðjudaginn 1. mars um kosningar að hausti

BjornLevi_KatrinJakobsÞriðjudaginn 1. mars um kl. 16 verður sérstök umræða um kosningar að hausti. Málshefjandi er Björn Leví Gunnarsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

28.2.2022 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 28. febrúar tekur Dagbjört Hákonardóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Jóhann Pál Jóhannsson. Þá tekur Rósa Björk Brynjólfsdóttir sæti sem varaþingmaður fyrir Kristrúnu Frostadóttur.

Lesa meira

25.2.2022 : Aðalmenn taka sæti

Mánudaginn 28. febrúar taka Njáll Trausti Friðbertsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Tómas A. Tómasson og Andrés Ingi Jónsson sæti á ný á Alþingi. Víkja þá varaþingmenn þeirra, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Kolbrún Baldursdóttir og Lenya Rún Taha Karim af þingi.

Lesa meira

25.2.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 28. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 28. febrúar kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

25.2.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 3. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 3. mars kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Lesa meira

25.2.2022 : Fimmta græna skrefinu fagnað

FimmskrefForseti Alþingis og yfirstjórn skrifstofu Alþingis tóku í dag á móti viðurkenningu frá Umhverfisstofnun í tilefni þess að Alþingi hefur tekið 5. og síðasta Græna skrefið. Fimmta skrefið tekur á þeim aðgerðum sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi hjá viðkomandi stofnun og er nýsamþykkt umhverfis- og loftslagsstefna hluti af því verkefni.

Lesa meira

25.2.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Föstudaginn 25. febrúar tekur Þórunn Sveinbjarnardóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Guðmundur Andri Thorsson, af þingi.

Lesa meira

23.2.2022 : Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skýrslu umboðsmanns Alþingis mánudaginn 28. febrúar

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund mánudaginn 28. febrúar í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:30. Fundarefni er skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2020. Gestur fundarins verður Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis.

Lesa meira

22.2.2022 : Sérstök umræða um blóðmerahald miðvikudaginn 23. febrúar

Sérstök umræða um blóðmerahald verður miðvikudaginn 23. febrúar um kl. 15:30. Málshefjandi er Inga Sæland og til andsvara verður matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir.

Lesa meira

22.2.2022 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 22. febrúar tekur Katrín Sif Árnadóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Jakob Frímann Magnússon.

Lesa meira

21.2.2022 : Aðalmenn og varamenn taka sæti

Mánudaginn 21. febrúar taka Guðmundur Ingi Kristinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Jónína Björk Óskarsdóttir og Anna Kolbrún Árnadóttir, af þingi. Þá tekur Berglind Harpa Svavarsdóttir sæti sem varaþingmaður fyrir Njál Trausta Friðbertsson, Lenya Rún Taha Karim tekur sæti fyrir Andrés Inga Jónsson, Kolbrún Baldursdóttir fyrir Tómas A. Tómasson og Friðrik Már Sigurðsson fyrir Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur.

Lesa meira

18.2.2022 : (Fundi frestað) Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar þriðjudaginn 22. febrúar um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabankans

ATH. Fundinum hefur verið frestað.
Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund þriðjudaginn 22. febrúar í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:10. Fundarefni er skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands fyrir síðari hluta árs 2021. Gestur fundarins verður Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og ásamt honum mætir Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu.

Lesa meira

18.2.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 21. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 21. febrúar kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, matvælaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

18.2.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 24. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 24. febrúar kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

18.2.2022 : Varamaður tekur sæti

Föstudaginn 18. febrúar tekur Guðmundur Andri Thorsson sæti sem varaþingmaður á Alþingi fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur.

Lesa meira

15.2.2022 : Ný útgáfa lagasafnsins

Ný útgáfa lagasafnsins (152a) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 1. febrúar 2022.

Lesa meira

14.2.2022 : Alþingismenn hitta kjósendur á kjördæmadögum

Kjördæmadagar eru vikuna 14.–18. febrúar og eru því engir þingfundir á Alþingi þessa vikuna. Kjördæmadagana nýta þingmenn til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri.

Lesa meira

11.2.2022 : Aðalmenn og varamenn taka sæti

Mánudaginn 14. febrúar taka Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Kári Gautason, Thomas Möller, Halldór Auðar Svansson og Kjartan Magnússon af þingi. Þá tekur Eva Dögg Davíðsdóttir sæti sem varaþingmaður fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur og Jónína Björk Óskarsdóttir tekur sæti fyrir Guðmund Inga Kristinsson.

Lesa meira

9.2.2022 : Sérstök umræða fimmtudaginn 10. febrúar um raforkumál

Bergthor_GudlaugurThorFimmtudaginn 10. febrúar um kl. 11 verður sérstök umræða um raforkumál. Málshefjandi er Bergþór Ólason og til andsvara verður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson.

Lesa meira

8.2.2022 : Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar fimmtudaginn 10. febrúar um íslenskan ríkisborgararétt

Allsherjar- og menntamálanefnd heldur opinn fund fimmtudaginn 10. febrúar í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:10. Fundarefni er íslenskur ríkisborgararéttur. Gestur fundarins verður Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

Lesa meira

8.2.2022 : Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar miðvikudaginn 9. febrúar um samskipti forsætisráðherra og Íslenskrar erfðagreiningar vegna skimana

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund miðvikudaginn 9. febrúar í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:10. Fundarefni er samskipti forsætisráðherra og Íslenskrar erfðagreiningar í tengslum við skimanir fyrirtækisins fyrir SARS-CoV-2 veirunni og mótefnum við henni sem fram fóru árið 2020. Gestur fundarins verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og ásamt henni mætir Sigurður Örn Guðleifsson lögfræðingur í forsætisráðuneytinu.

Lesa meira

8.2.2022 : Sérstök umræða miðvikudaginn 9. febrúar um innlenda matvælaframleiðslu

ThorarinnIngi_SvandisSérstök umræða um innlenda matvælaframleiðslu verður miðvikudaginn 9. febrúar um kl. 15:30. Málshefjandi er Þórarinn Ingi Pétursson og til andsvara verður matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir.

Lesa meira

8.2.2022 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 8. febrúar tekur Anna Kolbrún Árnadóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Lesa meira

7.2.2022 : Tilkynning um kosningu ríkisendurskoðanda

AlþingiForsætisnefnd Alþingis mun eigi síðar en í maí nk. gera tillögu til Alþingis um einstakling til að gegna embætti ríkisendurskoðanda og verður hann kjörinn á þingfundi, sbr. 2. gr. laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Alþingi kýs ríkisendurskoðanda til sex ára í senn, en heimilt er að endurkjósa sama einstakling einu sinni. Þeir sem áhuga kunna að hafa á að gegna embættinu, og uppfylla áðurgreind skilyrði, skulu senda forsætisnefnd Alþingis erindi þar um ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf. Einnig geta þeir sem vilja koma með ábendingar um einstaklinga í embættið komið slíku á framfæri við forsætisnefnd.

Lesa meira

7.2.2022 : Aðalmaður og varaþingmenn taka sæti

Mánudaginn 7. febrúar tekur Steinunn Þóra Árnadóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Eva Dögg Davíðsdóttir, af þingi. Þá tekur Kári Gautason sæti sem varaþingmaður fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, Thomas Möller tekur sæti fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Halldór Auðar Svansson tekur sæti sem varaþingmaður fyrir Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Kjartan Magnússon fyrir Diljá Mist Einarsdóttur.

Lesa meira

4.2.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 7. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 7. febrúar kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

4.2.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 10. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 10. febrúar kl. 10:30. Þá verða til svara utanríkisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

2.2.2022 : Um flutning ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra

Forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, barst bréf frá ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, dags. 26. jan. sl., með ósk um að Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi yrði fluttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneyti frá 1. febrúar sl. með vísan til 36. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, (starfsmannalaga). Með bréfi, dags. 25. jan. sl., óskaði Skúli Eggert eftir því að heimilaður yrði flutningur hans í embætti ráðuneytisstjóra. Á 1004. fundi forsætinefndar, 27. jan. sl., kynnti forseti Alþingis framkomna ósk ráðherra og samþykki Skúla Eggerts og að hann hygðist verða við ósk ráðherra. Forseti tilkynnti í kjölfarið ráðherra um ákvörðun sína með bréfi, dags. 27. jan. sl., með samriti á fráfarandi ríkisendurskoðanda.

Lesa meira

2.2.2022 : Sérstök umræða fimmtudaginn 3. febrúar um áhrif takmarkana vegna Covid-19 á börn

DiljaMist_AsmundurEinarSérstök umræða um áhrif takmarkana vegna Covid-19 á börn verður fimmtudaginn 3. febrúar um kl. 11. Málshefjandi er Diljá Mist Einarsdóttir og til andsvara verður mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason.

Lesa meira
Síða 1 af 15