Tilkynningar

22.3.2019 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019–2020

Jónshús_FræðimannsíbúðÍbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 28. ágúst 2019 til 25. ágúst 2020. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 23. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Jónshúss.

Lesa meira

22.3.2019 : Bein útsending frá þingfundum á RÚV 2

Samkomulag hefur verið gert við RÚV um að útsendingum frá þingfundum og opnum nefndarfundum verði sjónvarpað beint á RÚV 2 til viðbótar við útsendingu á RÚV. Breytingin gengur í gildi mánudaginn 25. mars.

Lesa meira

22.3.2019 : Sérstök umræða um starfsmannaleigur mánudaginn 25. mars

ThorsteinnViglundsson_AsmundurEinarMánudaginn 25. mars um kl. 15:45 verður sérstök umræða um starfsmannaleigur og eftirlit með starfsemi þeirra. Málshefjandi er Þorsteinn Víglundsson og til andsvara verður Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

22.3.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 25. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 25. mars kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

22.3.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 25. mars tekur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Sigríður María Egilsdóttir, af þingi.

Lesa meira

21.3.2019 : Fundur velferðarnefndar mánudaginn 25. mars opinn fjölmiðlum

Opinn fundur hjá velferðarnefnd um barnaverndarmálFundur velferðarnefndar Alþingis mánudaginn 25. mars kl. 9:30 verður opinn fjölmiðlum. Fundarefnið er ábending umboðsmanns Alþingis um meinbugi á lögum um almannatryggingar og útreikningur á búsetutíma varðandi örorkulífeyri. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra mun koma á fund nefndarinnar.

Lesa meira

20.3.2019 : Fundur allsherjar- og menntamálanefndar fimmtudaginn 21. mars opinn fjölmiðlum

Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefndFundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis fimmtudaginn 21. mars kl. 8:30 verður opinn fjölmiðlum. Fundarefnið er aðgerðir lögreglu vegna mótmæla og réttinda útlendinga.

Lesa meira

20.3.2019 : Sérstök umræða um loftslagsmál fimmtudaginn 21. mars

SmariMcCarthy_GudmundurIngi_editedFimmtudaginn 21. mars um kl. 15 verður sérstök umræða um loftslagsmál. Málshefjandi er Smári McCarthy og til andsvara verður umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Lesa meira

20.3.2019 : Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar fimmtudaginn 21. mars

Fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis fimmtudaginn 21. mars kl. 8:30 verður opinn fjölmiðlum. Fundarefnið er aðgerðir lögreglu vegna mótmæla og réttinda útlendinga.

Lesa meira

18.3.2019 : Sérstök umræða um stöðu Íslands í neytendamálum

Willum-Thor-og-Thordis-KolbrunÞriðjudaginn 19. mars um kl. 14:15 verður sérstök umræða um stöðu Íslands í neytendamálum. Málshefjandi er Willum Þór Þórsson og til andsvara verður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Lesa meira