Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. febrúar 2011.  Útgáfa 139a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum

1993 nr. 99 8. september


Upphaflega l. 46/1985. Tóku gildi 1. júlí 1985. Endurútgefin, sbr. 22. gr. l. 112/1992, sem l. 99/1993. Breytt með l. 126/1993 (tóku gildi 30. des. 1993), l. 129/1993 (tóku gildi 30. des. 1993), l. 34/1994 (tóku gildi 2. maí 1994), l. 85/1994 (tóku gildi 3. júní 1994), l. 141/1994 (tóku gildi 31. des. 1994), l. 87/1995 (tóku gildi 1. júlí 1995), l. 99/1995 (tóku gildi 5. júlí 1995), l. 121/1995 (tóku gildi 30. nóv. 1995), l. 124/1995 (tóku gildi 6. des. 1995, sjá þó 21. gr.), l. 147/1995 (tóku gildi 1. jan. 1996), l. 77/1997 (tóku gildi 6. júní 1997), l. 84/1997 (tóku gildi 1. jan. 1998; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 7. gr.), l. 69/1998 (tóku gildi 24. júní 1998, sjá þó ákvæði til bráðabirgða), l. 130/1998 (tóku gildi 3. des. 1998, sjá þó ákvæði til bráðabirgða), l. 112/1999 (tóku gildi 1. jan. 2000), l. 88/2000 (tóku gildi 1. jan. 2001 nema 4. mgr. 7. gr. sem tók gildi 2. júní 2000), l. 84/2002 (tóku gildi 21. maí 2002), l. 101/2002 (tóku gildi 6. júní 2002 og gilda til 31. des. 2007), l. 82/2003 (tóku gildi 10. apríl 2003), l. 131/2003 (tóku gildi 1. jan. 2004), l. 61/2004 (tóku gildi 14. júní 2004 nema 3.–6. gr. sem tóku gildi 1. sept. 2005), l. 85/2004 (tóku gildi 18. júní 2004), l. 76/2005 (tóku gildi 1. jan. 2006), l. 119/2005 (tóku gildi 1. jan. 2006), l. 16/2007 (tóku gildi 3. mars 2007), l. 58/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 24. gr.), l. 167/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008), l. 173/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 20. gr.), l. 67/2009 (tóku gildi 25. júní 2009), l. 98/2009 (tóku gildi 1. okt. 2009 nema 69. og 70. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2010), l. 46/2010 (tóku gildi 29. maí 2010) og l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011).


I. kafli. Tilgangur laganna og orðaskýringar.
1. gr. Tilgangur þessara laga er:
    a. að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur,
    b. að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu,
    c. að nýttir verði sölumöguleikar fyrir búvörur erlendis eftir því sem hagkvæmt er talið,
    d. að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta,
    e. að innlend aðföng nýtist sem mest við framleiðslu búvara, bæði með hliðsjón af framleiðsluöryggi og atvinnu,
    f. að stuðla að jöfnuði á milli framleiðenda í hverri búgrein hvað varðar afurðaverð og markað.
2. gr. Merking orða í lögum þessum er sem hér segir:
   Afurðastöð er hver sú atvinnustarfsemi lögaðila eða einstaklings sem tekur við búvörum úr höndum framleiðenda til vinnslu, flokkunar, pökkunar, geymslu, heildsölu og/eða dreifingar.
   [Álagsgreiðsla er tiltekin fjárhæð sem greiðist á gæðastýrða framleiðslu, sbr. 41. gr.] 1)
   [Beingreiðslumark er tiltekin fjárhæð sem ákveðin er í 37. gr. og skiptist milli lögbýla eftir greiðslumarki þeirra.] 2)
   Búvörur teljast í lögum þessum afurðir búfjár, þar með taldar afurðir nautgripa, sauðfjár, hrossa, svína, alifugla og loðdýra, afurðir nytjajurta og afurðir hlunninda. Lög þessi taka ekki til afurða alifiska.
   Efri og neðri mörk greiðslumarks eru leyfileg fráviksmörk framleiðslu á lögbýli frá greiðslumarki býlisins án þess að frávikið valdi breytingu á beinum greiðslum úr ríkissjóði nema kveðið sé á um aðrar viðmiðanir í samningum [Bændasamtaka Íslands] 3) og [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 4) skv. a-lið 1. mgr. 30. gr. eða í reglugerðum við lög þessi.
   Fóður merkir í lögum þessum vöru sem notuð er til fóðrunar búfjár við búvöruframleiðslu.
   Framleiðandi er hver sá, sem á eigin vegum hefur með búvöruframleiðslu að gera, hvort sem er einstaklingur, lögaðili, aðili að félagsbúi eða ríkisbú.
   [Garðyrkjubýli, gróðrarstöð og garðyrkjustöð merkir í lögum þessum lögaðila eða býli, með virðisaukaskattsskylda veltu, sem framleiðir grænmeti (útirækt/ylrækt), skrautjurtir, garðplöntur eða tré og runna.] 5)
   [Greiðslumark lögbýlis er tiltekinn fjöldi ærgilda eða magn mjólkur mælt í lítrum sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli og veitir rétt til beingreiðslu úr ríkissjóði.] 6)
   [Gæðastýrð sauðfjárframleiðsla er dilkakjöt sem framleitt hefur verið samkvæmt kröfum um skilgreindan framleiðsluferil, hollustu og umhverfisvernd.] 1)
   [Heildargreiðslumark er tiltekið magn mjólkur mælt í lítrum sem ákveðið er samkvæmt búvörusamningi með tilliti til heildarneyslu innan lands og skiptist milli lögbýla eftir greiðslumarki þeirra.] 6)
   … 7)
   [Lögbýli eða jörð er í lögum þessum skilgreint skv. 2. gr. jarðalaga, nr. 81/2004.] 7)
   Sláturleyfishafi er hver sá aðili sem hefur löggildingu eða undanþáguleyfi til slátrunar búfjár samkvæmt lögum nr. 30 28. apríl 1966, 8) um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum, með síðari breytingum.
   [Útflutningsskylda merkir sameiginlega ábyrgð framleiðenda sauðfjárafurða á að tiltekinn hluti framleiðslu verði fluttur úr landi.] 1)
   Verðlagsár er tímabilið frá 1. september til 31. ágúst árið eftir. Þó getur [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 4) ákveðið, að fenginni umsögn [Bændasamtaka Íslands], 9) að verðlagsár fylgi almanaksári.
   [Vetrarfóðraðar kindur eru ær, hrútar, sauðir og lömb sem sett eru á vetur og talin eru fram á [haustskýrslu skv. 11. gr. laga nr. 103/2002, um búfjárhald o.fl.] 7)] 2)
Rísi ágreiningur um hvað falla skuli undir hugtök þessi sker [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 4) úr þeim ágreiningi.
    1)L. 88/2000, 1. gr. 2)L. 124/1995, 2. gr. 3)L. 124/1995, 19. gr. 4)L. 167/2007, 56. gr. 5)L. 84/2002, 1. gr. 6)L. 124/1995, 1. gr. 7)L. 58/2007, 1. gr. 8)l. 96/1997. 9)L. 112/1999, 4. gr.

II. kafli. Yfirstjórn og samtök framleiðenda.
3. gr. [[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 1) fer með yfirstjórn þeirra mála sem lög þessi taka til, þar með talinn útflutning landbúnaðarvara.] 2)
    1)L. 167/2007, 56. gr. 2)L. 85/1994, 1. gr.
4. gr. [Bændasamtök Íslands] 1) fara með fyrirsvar framleiðenda búvara við framkvæmd laga þessara nema öðruvísi sé kveðið á um í lögum þessum.
Ráðherra getur, að fengnu samþykki [Bændasamtaka Íslands], 1) viðurkennt einstök landssamtök framleiðenda búvara til að fara með fyrirsvar vegna framleiðenda í viðkomandi grein við gerð samninga skv. a-lið 1. mgr. 30. gr. og aðrar ákvarðanir samkvæmt lögum þessum.
[Bændasamtök Íslands] 1) eða landssamtök skv. 2. mgr. skulu velja sér samninganefnd sem fer með umboð þeirra til samningsgerðar. Samtökin skulu tilkynna [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) um nöfn formanns og varaformanns samninganefndar eigi síðar en 1. júní vegna samninga fyrir næstkomandi verðlagsár.
Framleiðandi búvöru, sem lög þessi taka til, á rétt til að vera félagsmaður í [Bændasamtökum Íslands] 1) eða viðurkenndum samtökum búvöruframleiðenda skv. 2. mgr. þessarar greinar eftir nánari reglum í samþykktum [Bændasamtaka Íslands]. 1)
Samningar, sem [Bændasamtök Íslands] 1) eða viðurkennd samtök skv. 2. mgr. gera skv. a-lið 1. mgr. 30. gr., skulu vera bindandi fyrir framleiðendur viðkomandi búvara hvort sem þeir eru félagar í [Bændasamtökum Íslands], 1) samtökum skv. 2. mgr. eða standa utan þessara félagssamtaka.
    1)L. 124/1995, 19. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr.

III. kafli. 1)
    1)L. 112/1999, 5. gr.

IV. kafli. Um verðskráningu á búvörum.
7. gr. [Verðlagsnefnd búvara, skipuð sex mönnum, ákveður afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð búvara í heildsölu.
Samtök launþega tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Skal annar þeirra tilnefndur af stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og hinn af stjórn Alþýðusambands Íslands. Noti annar aðilinn ekki tilnefningarrétt sinn færist réttur hans til hins.
Stjórn Bændasamtaka Íslands og stjórnir búgreinasamtaka, sem hlotið hafa viðurkenningu skv. 4. gr. og starfa fyrir búgreinafélög þeirra afurða sem verðlagðar eru hverju sinni, tilnefna tvo fulltrúa í nefndina sameiginlega. Skal annar þeirra tilnefndur til að fjalla eingöngu um verðmyndun til framleiðenda. Skal hann víkja úr nefndinni fyrir fulltrúa samtaka afurðastöðva í nefndinni þegar fjallað er um verðmyndun hjá afurðastöðvum.
Samtök afurðastöðva fyrir búvörur tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Skulu þeir tilnefndir þannig að í nefndinni starfi hverju sinni fulltrúar frá þeirri vinnslugrein sem um er rætt hverju sinni. Annar þessara fulltrúa skal tilnefndur til að starfa aðeins í nefndinni þegar nefndin fjallar um verðmyndun hjá afurðastöðvum og kemur í stað fulltrúa framleiðenda sem víkur sæti.
[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 1) tilnefnir einn fulltrúa í nefndina og er hann formaður hennar.
Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt og aðalmenn. Ákvarðanir í nefndinni skulu teknar með einföldum meiri hluta atkvæða. Komi upp jöfn staða atkvæða sker atkvæði formanns úr um niðurstöðu.
Tilnefningu fulltrúa í verðlagsnefnd skal lokið 15. júní ár hvert. Nú notar einhver aðili ekki rétt sinn til tilnefningar og skal [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 1) þá tilnefna mann í nefndina í stað samtaka framleiðenda og samtaka afurðastöðva en [velferðarráðherra] 2) á sama hátt í stað samtaka launþega. Nefndin skal fullskipuð 1. júlí ár hvert.
Hagstofustjóri og forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins skulu vera verðlagsnefnd til aðstoðar.] 3)
    1)L. 167/2007, 56. gr. 2)L. 162/2010, 12. gr. 3)L. 69/1998, 1. gr.
8. gr. [Verðlagsnefnd ákveður við upphaf hvers verðlagsárs, í fyrsta sinn 1. september 1998, lágmarksverð fyrir mjólk til framleiðenda sem miðast við 1. flokks mjólk með skilgreindu efnainnihaldi [nema annað sé tekið fram í samningi milli [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 1) f.h. ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands]. 2) Hverri afurðastöð er heimilt að greiða framleiðendum hærra verð en lágmarksverð. Verðlagsnefnd ákveður leyfileg afföll af verði mjólkur sem ekki stenst kröfur sem 1. flokks mjólk. Ákvörðun um lágmarksverð mjólkur skal byggjast á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum. Áætlað vinnuframlag skili endurgjaldi hliðstæðu og gerist hjá starfsstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hliðstæðum kröfum um viðveru og færni. Ákvörðun verðlagsnefndar um lágmarksverð skal tekin til endurskoðunar innan verðlagsársins komi fram um það ósk í nefndinni. Framleiðslukostnaður á nautgripakjöti til framleiðenda skal metinn og skráður af verðlagsnefnd samhliða ákvörðun á lágmarksverði mjólkur. Heimilt er verðlagsnefnd að ákveða að skráning á verði nautgripakjöts falli niður. Landssambandi kúabænda er þá heimilt að gefa út viðmiðunarverð til framleiðenda fyrir einstaka flokka nautgripakjöts.
Verðlagsnefnd metur við upphaf hvers verðlagsárs framleiðslukostnað sauðfjárafurða fyrir meðalbú, í fyrsta sinn 1. september 1998. Miða skal við kostnaðarútreikninga er sýni áætlaða vinnuþörf, fjármagnskostnað, rekstrargjöld, launakostnað og afurðir meðalbús sem er rekið við eðlilegar framleiðsluaðstæður. Tilgreina skal ársvinnu á sauðfjárbúi af stærð sem miðað er við og virða endurgjald fyrir vinnuframlag til samræmis við kjör þeirra sem vinna sambærileg störf og hafa svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi á almennum vinnumarkaði. Mat verðlagsnefndar skal taka til endurskoðunar innan verðlagsársins komi fram um það ósk í nefndinni. Landssamtökum sauðfjárbænda er heimilt að gefa út viðmiðunarverð til framleiðenda fyrir einstaka flokka sauðfjárafurða.
Til ákvörðunar á framleiðendaverði annarra búvara en afurða sauðfjár og nautgripa skal verðlagsnefnd semja um verðlagsgrundvöll er sýni áætlaða vinnuþörf, fjármagnskostnað, rekstrargjöld, launakostnað og afurðir bús sem næst meðalbúi að stærð, sem er rekið við eðlilegar framleiðsluaðstæður, komi fram um það óskir frá Bændasamtökum Íslands og viðurkenndum samtökum búvöruframleiðenda í viðkomandi grein skv. 2. mgr. 4. gr. Tilgreina skal ársvinnu á búinu og virða endurgjald fyrir vinnuframlag til samræmis við kjör þeirra sem vinna sambærileg störf og hafa svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi á almennum vinnumarkaði. Verðlagsgrundvöllurinn gildir fyrir tvö ár í senn frá byrjun verðlagsárs og skal hann vera tilbúinn fyrir þann tíma ár hvert nema annað sé ákveðið með samkomulagi í verðlagsnefnd. Nefndinni er hvenær sem er heimilt að taka mið af verðlagsbreytingum vegna fjármagns- og rekstrarkostnaðar, svo og launabreytingum á tímabilinu, komi fram um það óskir í nefndinni. Verðlagsgrundvöllur hvers tímabils framlengist sjálfkrafa um tvö ár í senn ef honum er ekki sagt upp af fulltrúum samningsaðila með minnst þriggja mánaða fyrirvara. Nefndin getur þó komið sér saman um annan frest.
Við kostnaðarútreikninga skulu beinar greiðslur ríkissjóðs til framleiðenda teljast til tekna og koma til lækkunar á verði þeirra afurða sem beinar greiðslur taka til.] 3)
    1)L. 167/2007, 56. gr. 2)L. 61/2004, 1. gr. 3)L. 69/1998, 2. gr.
9.–10. gr.1)
    1)L. 69/1998, 18. gr.
11. gr. [Hagstofa Íslands skal afla fullnægjandi gagna fyrir verðlagsnefnd um framleiðslukostnað búvara, tekjur annarra stétta og verð og verðbreytingar á einstökum kostnaðarliðum verðlagsgrundvallar. Verðlagsnefnd skal í samráði við Hagstofu Íslands setja reglur um öflun gagna.
Hagþjónusta landbúnaðarins skal árlega afla rekstrarreikninga frá bændum, nægilega margra að dómi Hagstofu Íslands, er sýni raunverulegan framleiðslukostnað hinna ýmsu búvara. Skulu þeir vera tilbúnir og uppgerðir fyrir 15. júní ár hvert fyrir næsta ár á undan. Reikningar þessir skulu vera til afnota fyrir Hagstofu Íslands og verðlagsnefnd. Stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins, ásamt Hagstofu Íslands, skipuleggur þetta starf hennar í samráði við verðlagsnefnd.
Verðlagsnefnd getur ákveðið að efna til sérstakra rannsókna í því skyni að fá betri upplýsingar um þau atriði er máli skipta fyrir verðlagningu búvara. Skylt er að stofna til slíkra rannsókna ef þrír nefndarmenn eða fleiri krefjast þess. Skal nefndin í því efni leita samstarfs við Hagstofu Íslands, Hagþjónustu landbúnaðarins og aðrar opinberar stofnanir, svo og [Bændasamtök Íslands], 1) að því leyti sem rannsóknirnar snerta starfssvið viðkomandi stofnana. Telji umræddar stofnanir sig ekki geta látið í té starfslið til þess að gera þær rannsóknir er verðlagsnefnd hefur ákveðið að fram skuli fara er nefndinni heimilt að ráða til þess nauðsynlegt starfslið, enda komi samþykki [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) til.
Skylt er einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum að láta þeim er rannsóknir gera í té nauðsynlegar upplýsingar að viðlögðum dagsektum sé upplýsingaskyldu ekki sinnt.] 3
    1)L. 112/1999, 4. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)L. 69/1998, 3. gr.
12. gr.1)
    1)L. 69/1998, 18. gr.
13. gr. [Verðlagsnefnd ákveður heildsöluverð búvara sem verðlagðar eru skv. 8. gr., að teknu tilliti til afurðaverðs til framleiðenda og rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara, nema annað sé tekið fram í samningi sem gerður er á grundvelli a-liðar 30. gr. laganna. [Verði samið um að falla frá ákvörðun um lágmarksverð á mjólk til framleiðenda samkvæmt heimild í 1. mgr. 8. gr. hefur slík ákvörðun ekki áhrif á heimild verðlagsnefndar til heildsöluverðlagningar á mjólkurafurðum.] 1) Nefndin getur ákveðið að efna til sérstakra rannsókna í því skyni að fá betri upplýsingar um þau atriði er máli skipta fyrir ákvörðun heildsöluverðs á búvörum með hliðstæðum hætti og segir í 11. gr.
Verðlagsnefnd er, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., heimilt í samkomulagi um heildsöluverð að gera tilteknar fyrir fram ákveðnar framleiðnikröfur til afurðastöðva, enda sé það samhljóða ákvörðun nefndarinnar.
[Þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga er afurðastöðvum í mjólkuriðnaði heimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða. Leggja skal slíka samninga fyrir verðlagsnefnd til upplýsingar.] 2)] 3)
    1)L. 61/2004, 2. gr. 2)L. 85/2004, 1. gr. 3)L. 69/1998, 4. gr.
14. gr.1)
    1)L. 69/1998, 18. gr.
15. gr. [Heimilt er verðlagsnefnd að breyta heildsöluverði á búvörum hafi orðið breytingar á afurðaverði til framleiðenda, sbr. 8. gr., eða rekstrarkostnaði og vinnulaunum við vinnslu búvara, komi fram um það ósk innan nefndarinnar.] 1)
    1)L. 69/1998, 5. gr.
16. gr. [Verðlagsnefnd getur ákveðið að undanskilja einstakar vörutegundir verðlagningarákvæðum skv. 13. gr. þegar samkeppni er að mati nefndarinnar næg til þess að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag.] 1)
    1)L. 112/1999, 6. gr.
17. gr. [Bændasamtök Íslands annast verðskráningu þeirra búvara sem tekin er verðákvörðun um samkvæmt kafla þessum og auglýsa verðákvarðanir og viðmiðunarverð sem ákveðin eru samkvæmt kafla þessum.] 1)
    1)L. 112/1999, 7. gr.
18. gr.1)
    1)L. 69/1998, 18. gr.

V. kafli. Um verðmiðlun.
19. gr. [Innheimta skal verðmiðlunargjald á heildsölustigi af afurðum nautgripa og sauðfjár og telst gjaldið til heildsölu- og dreifingarkostnaðar sé hann ákveðinn af [verðlagsnefnd búvöru]. 1) [Verðmiðlunargjaldið skal vera 0,65 kr. á lítra af mjólk sem lögð er inn í afurðastöð innan greiðslumarks.] 2)
Tekjum af verðmiðlunargjaldi skal m.a. varið þannig:
    a. til verðmiðlunar á milli afurðastöðva til þess að jafna flutningskostnað frá framleiðendum að afurðastöðvum í þeim tilgangi að auðvelda hagkvæman rekstur stöðvanna og til þess að greiða nauðsynlega flutninga á milli svæða þar sem vöntun kann að vera á einstökum afurðum, sbr. 60. gr., 3)
    b. til að koma á hentugri verkaskiptingu á milli afurðastöðva,
    c. til að jafna aðstöðu afurðastöðvanna til að koma framleiðsluvörum sínum á markað.
Við ráðstöfun tekna af verðmiðlunargjaldi er heimilt að taka tillit til stærðar og staðsetningar afurðastöðva svo að unnt sé að styrkja sérstaklega rekstur þeirra þar sem það þykir hagkvæmur kostur vegna landfræðilegrar einangrunar.
[Áður en ráðherra tekur ákvarðanir um ráðstöfun tekna af verðmiðlunargjöldum skal leita tillagna frá Bændasamtökum Íslands og samtökum þeirra afurðastöðva sem um ræðir.] 4)] 5)
    1)L. 69/1998, 16. gr. 2)L. 119/2005, 1. gr. 3)60. gr. var felld úr gildi með 18. gr. l. 69/1998, sjá nú greinarnúmer 72, sbr. l. 101/2002, 4. gr. 4)L. 112/1999, 8. gr. 5)L. 129/1993, 1. gr.
20. gr. [[Innheimta skal verðskerðingargjald af verði hrossakjöts til framleiðenda og skal gjaldið vera 2% af framleiðendaverði hrossakjöts. Innheimta skal verðskerðingargjald á heildsölustigi af kindakjöti sem ætlað er til sölu á innlendum markaði og skal gjaldið vera 2 kr. á kg.] 1)
Verðskerðingargjaldi skal varið til markaðsaðgerða innan lands eða utan og til að leiðrétta birgðastöðu kjöts.] 2)
    1)L. 119/2005, 2. gr. 2)L. 124/1995, 6. gr.
21. gr.1)
    1)L. 130/1998, 3. gr.
22. gr. [Frá og með 1. september 1998 skal innheimta verðtilfærslugjald hjá afurðastöðvum af hverjum innvegnum mjólkurlítra í afurðastöð innan greiðslumarks. Gjald þetta telst til heildsölu- og dreifingarkostnaðar sé hann ákveðinn af verðlagsnefnd. Verðtilfærslugjaldið skal vera 2,65 kr. á hvern lítra mjólkur. Gjald þetta greiðist út á tilteknar mjólkurafurðir við sölu innan lands eftir ákvörðun verðlagsnefndar.] 1)
    1)L. 69/1998, 8. gr.
23. gr.1)
    1)L. 124/1995, 21. gr.
24. gr. [Bændasamtök Íslands] 1) annast framkvæmd verðmiðlunar, þar með talið innheimtu, vörslu og reikningshald vegna verðmiðlunar og framleiðslugjalda samkvæmt kafla þessum. [Stjórn Bændasamtaka Íslands er heimilt að fela samtökum afurðastöðva verkefni samkvæmt þessum kafla. Skal það þá gert með sérstökum samningi sem skal staðfestur af ráðherra. Í slíkum samningi skal kveðið á um að samtök afurðastöðva lúti eftirliti Bændasamtaka Íslands við framkvæmd verkefnanna og að þau geri Bændasamtökum Íslands grein fyrir þeim ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli samningsins.] 2) Reikningum hvers verðmiðlunargjalds skal haldið sérgreindum. Kostnaður af starfi [Bændasamtaka Íslands] 1) að þessum verkefnum skal greiddur af innheimtum verðmiðlunar- og framleiðslugjöldum samkvæmt kafla þessum eftir reikningi sem ráðherra staðfestir.
Gögn um innheimtu og álagningu, svo og reikningar þeirra gjalda sem innheimt eru samkvæmt kafla þessum, skulu endurskoðuð af tveim löggiltum endurskoðendum og skal annar tilnefndur af [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 3) en hinn af [Bændasamtökum Íslands]. 1) Ársreikningar vegna þessara gjalda skulu birtir í Stjórnartíðindum.
Afurðastöðvar og heildsöluaðilar, sem versla með gjaldskyldar búvörur, skulu standa [Bændasamtökum Íslands] 1) skil á verðmiðlunar- og framleiðslugjöldum svo og þeim gjöldum sem á eru lögð skv. 25. gr. Selji framleiðandi búvörur sínar beint til neytanda ber honum að standa skil á gjöldum þessum til [Bændasamtaka Íslands]. 1)
[Afurðastöð er skylt að halda verðskerðingargjaldi skv. 20. gr. eftir við uppgjör við framleiðanda og standa Bændasamtökum Íslands skil á því.] 2)
    1)L. 112/1999, 4. gr. 2)L. 112/1999, 9. gr. 3)L. 167/2007, 56. gr.
25. gr.1)
    1)L. 84/1997, 7. gr.
26. gr. [Bændasamtök Íslands] 1) annast öflun þeirra gagna sem þörf er á til framkvæmdar verðmiðlunar samkvæmt kafla þessum og lætur [verðlagsnefnd búvöru] 2) í té slíkar upplýsingar. [Verðlagsnefnd búvöru] 2) getur óskað eftir því að [Bændasamtök Íslands] 1) afli tiltekinna gagna vegna þessa og leggi þau fyrir nefndina.
Aðilum, er annast vinnslu og sölu búvara, er skylt að veita [Bændasamtökum Íslands] 1) upplýsingar er að þessu lúta og þeir geta látið í té. Neiti aðili eða sinni því ekki að láta í té umbeðin gögn er heimilt að fresta greiðslu verðmiðlunargjalda eða framleiðslugjalda samkvæmt kafla þessum til viðkomandi þar til fullnægjandi skil hafa verið gerð auk þess sem heimilt er að beita dagsektum, sbr. [82. gr.] 3)
    1)L. 112/1999, 4. gr. 2)L. 69/1998, 16. gr. 3)L. 101/2002, 4. gr.
27. gr. [Verðmiðlunargjöld, verðskerðingargjöld og verðjöfnunargjöld samkvæmt kafla þessum eru aðfararhæf.] 1)
[Ráðherra setur í reglugerð 2) nánari ákvæði um innheimtu, gjalddaga, álagningu gjaldanna samkvæmt áætlun og annað sem lýtur að framkvæmd á innheimtu gjaldanna.
Þá setur ráðherra í reglugerð ákvæði um framkvæmd uppgjörs og greiðslu tekna af verðmiðlunargjöldum, verðskerðingargjöldum og verðjöfnunargjaldi samkvæmt kafla þessum til afurðastöðva og framleiðenda og um uppgjörstímabil.] 3)
    1)L. 112/1999, 10. gr. 2)Rg. 123/1994, sbr. 226/2007. Rg. 704/2005. 3)L. 124/1995, 9. gr.

VI. kafli. Um greiðslu afurðaverðs.
28. gr. Afurðastöð er skylt að haga greiðslum til framleiðanda fyrir innlagðar búvörur í samræmi við ákvæði þessara laga og þeirra samninga og ákvarðana sem teknar eru með heimild í þeim.
29. gr. [Nú er ákveðið það magn mjólkur sem framleiðendum eru tryggðar beingreiðslur fyrir samkvæmt heimild í 30. gr. og verð hennar til framleiðanda er ákveðið skv. 8. gr. og er þá afurðastöð skylt að greiða framleiðanda fullt verð innan greiðslumarks samkvæmt gildandi verðlagsgrundvelli á innleggsdegi, sbr. þó 22. gr. Ber að inna greiðslu af hendi eigi síðar en 10. dag næsta mánaðar eftir innleggsmánuð. Heimilt er að semja um annan hátt á greiðslum en að framan greinir.
Taki mjólkursamlag við mjólk umfram greiðslumark framleiðanda sem verður utan heildargreiðslumarks við lokauppgjör skal samsvarandi magn mjólkurafurða markaðsfært erlendis á ábyrgð mjólkursamlags og framleiðanda. [Framkvæmdanefnd búvörusamninga] 1) getur þó heimilað sölu þeirra innan lands ef gengið hefur á birgðir og skortur á mjólkurvörum er því fyrirsjáanlegur. Um greiðsluskyldu afurðastöðva fyrir innlegg umfram greiðslumark mjólkur, en innan efri marka þess, fer eftir gildandi samningum [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) og Bændasamtaka Íslands skv. a-lið 1. mgr. 30. gr. laganna.
3)
1)] 4)
    1)L. 112/1999, 11. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)L. 58/2007, 2. gr. 4)L. 124/1995, 10. gr.

VII. kafli. Um stjórn búvöruframleiðslunnar.
30. gr. Til þess að hafa stjórn á framleiðslu búvara þannig að hún verði í samræmi við tilgang laga þessara er [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra]: 1)
    a. rétt að leita eftir samningum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við [Bændasamtök Íslands] 2) um magn mjólkur- og sauðfjárafurða sem framleiðendum verður ábyrgst fullt verð fyrir á samningstímanum skv. 8. gr. Samningarnir skulu gerðir fyrir 1. ágúst ár hvert og gilda næsta verðlagsár. Heimilt er að semja til lengri tíma í einu og að binda samninga við einstakar búvörur. Á sama hátt er [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 1) heimilt í stað ofannefndra samninga að semja um beinar greiðslur ríkissjóðs til framleiðenda mjólkur- og sauðfjárafurða á lögbýlum.
    b. heimilt að ákveða skiptingu framleiðslu einstakra búvara, þar með taldra þeirra sem um er samið skv. a-lið, eftir héruðum. Skal sú skipting miðuð við félagssvæði búnaðarsambandanna en ráðherra er þó heimilt að ákveða aðra svæðaskiptingu að fengnu samþykki [Bændasamtaka Íslands] 3) og viðkomandi búnaðarsambanda.
   Heimilt er að skipta framleiðslu innan hvers svæðis eða fela stjórn viðkomandi búnaðarsambands eða samtaka framleiðenda, sem viðurkennd eru skv. 2. mgr. 4. gr., að skipta framleiðslunni milli einstakra framleiðenda samkvæmt reglugerð er ráðherra setur.
    c. –d. … 4)
4)
    1)L. 167/2007, 56. gr. 2)L. 124/1995, 19. gr. 3)L. 112/1999, 4. gr. 4)L. 87/1995, 14. gr.
31. gr. [Andvirði tolla af innfluttu fóðri og hráefnum í það í 10., 11., 12., 17. og 23. kafla tollskrár í viðauka I við tollalög, [nr. 88/2005], 1) skal renna í sérstakan sjóð, fóðursjóð, sem skal vera í vörslu [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra]. 2)
[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) er heimilt að greiða innflytjendum eða kaupendum fóðurs fé úr fóðursjóði sem samsvarar tollum þeim sem þeir hafa greitt við innflutning vörunnar eða fóðurkaup. Þá er enn fremur heimilt að greiða framleiðendum búvara fé úr fóðursjóði eftir afurðamagni. Ráðherra getur falið [Bændasamtökum Íslands] 3) að annast greiðslur samkvæmt þessari grein og skal þá Ríkisendurskoðun endurskoða reikninga sjóðsins.
Ráðherra setur reglugerð 4) um starfsemi fóðursjóðs og tilhögun greiðslna.] 5)
    1)L. 16/2007, 2. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)L. 112/1999, 4. gr. 4)Rg. 589/1995. Rg. 430/1996. Rg. 431/1996, sbr. 508/2006, 381/2008, 1220/2008, 1043/2009 og 5/2011. 5)L. 87/1995, 15. gr.
32. gr.1)
    1)L. 87/1995, 16. gr.
33. gr. [Eftirstöðvar tekna fóðursjóðs eftir greiðslur samkvæmt ákvæðum 31. gr. skulu renna í Framleiðnisjóð landbúnaðarins.
Framleiðnisjóður skal, að fenginni staðfestingu [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra], 1) ráðstafa umræddu fé sem lánum eða framlögum til eflingar nýjum viðfangsefnum í landbúnaði og til stuðnings við búgreinar og breytingar búskaparhátta á lögbýlum.] 2)
    1)L. 167/2007, 56. gr. 2)L. 87/1995, 17. gr.
34. gr. Ákvarðanir um beitingu heimilda, sem felast í ákvæðum þessa kafla, skulu teknar með reglugerð. Skal réttur framleiðenda þar ákveðinn með tilliti til framleiðslu þeirra á búvöru á tilteknu tímabili. Þá er heimilt í reglugerð að ákveða að réttur framleiðenda skuli vera mismunandi eftir bústærðum, búrekstraraðstöðu, fjármagnskostnaði vegna framkvæmda á ábýlisjörð, búskapartíma vegna frumbýlinga og ættliðaskipta á jörðum og þegar framleiðsla er dregin saman eða búskap hætt. Enn fremur má þar ákveða að réttur framleiðenda skuli skerðast vegna aðstoðar sem Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitir til nýrra búgreina eða búháttabreytinga.
[Áður en reglugerðir um beitingu ákvæða þessa kafla eru gefnar út skal leitað tillagna Bændasamtaka Íslands og samtaka framleiðenda í viðkomandi búgrein.] 1)
    1)L. 112/1999, 12. gr.

VIII. kafli. Um aðlögun búvöruframleiðslunnar.
35. gr. Ríkissjóður skal leggja fram fjármagn til þess að mæta áhrifum samdráttar í framleiðslu mjólkur- og sauðfjárafurða. Fjármagni þessu skal varið til eflingar nýrra búgreina, markaðsöflunar og til fjárhagslegrar endurskipulagningar búreksturs á lögbýlum. Fjármagnið skal renna í Framleiðnisjóð landbúnaðarins sem úthlutar því samkvæmt ákvæðum reglugerðar er [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 1) setur.
    1)L. 167/2007, 56. gr.

IX. kafli. [Um framleiðslu og greiðslumark sauðfjárafurða [2008–[2015]1)].2)]3)
    1)L. 67/2009, 3. gr. 2)L. 58/2007, 17. gr. 3)L. 88/2000, 4. gr.
36. gr. [Markmið með ákvæðum þessa kafla um framleiðslu sauðfjárafurða eru:
    a. að efla sauðfjárrækt sem atvinnugrein og bæta afkomu sauðfjárbænda,
    b. að stuðla að nýliðun í hópi sauðfjárbænda og styrkja búsetu í dreifbýli,
    c. að sauðfjárrækt sé stunduð í samræmi við umhverfisvernd, landkosti og sjálfbæra landnýtingu,
    d. að örva markaðsvitund bænda og afurðastöðva og halda jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar,
    e. að stuðla að framþróun í sauðfjárrækt.] 1)
    1)L. 58/2007, 3. gr.
37. gr. [Á tímabilinu frá 1. janúar 2008 – 31. desember [2015] 1) greiðir íslenska ríkið í samræmi við markmið 36. gr. framlög til gæðastýringar, til ullarnýtingar, til markaðsstarfs og birgðahalds, til svæðisbundins stuðnings og til nýliðunar- og átaksverkefna og framlög í formi beinna greiðslna til framleiðenda sauðfjárafurða í samræmi við samning um starfsskilyrði sauðfjárræktar frá 25. janúar 2007.
Frá og með 1. janúar 2008 verður heildargreiðslumark í sauðfé 368.457 ærgildi. Frá sama tíma verður heildarbeingreiðslumark sauðfjárafurða 1.716 millj. kr. á ári sem skiptast hlutfallslega eins milli lögbýla og beingreiðslur gerðu árið 2007 að teknu tilliti til 1. mgr.] 2)
    1)L. 67/2009, 1. gr. 2)L. 58/2007, 4. gr.
38. gr. [Greiðslumark skal bundið við lögbýli. [[Matvælastofnun] 1) skal] 2) halda skrá yfir rétthafa greiðslumarks lögbýla og handhafa beingreiðslna samkvæmt því. Á hverju lögbýli skal aðeins einn framleiðandi vera skráður handhafi beingreiðslna. Þegar um fleiri sjálfstæða rekstraraðila er að ræða með aðskilinn búrekstur getur hver og einn þeirra verið handhafi beingreiðslna.
[Heimilt er að flytja greiðslumark milli lögbýla. Aðilaskipti að greiðslumarki taka þó ekki gildi fyrr en staðfesting [Matvælastofnunar] 1) liggur fyrir. Framsal greiðslumarks skal taka gildi 1. janúar ár hvert og beingreiðslur greiðast framsalshafa frá sama tíma. Tilkynna skal [Matvælastofnun] 1) framsal fyrir 15. janúar ár hvert vegna beingreiðslna fyrir viðkomandi ár.] 3)
Sé ábúandi annar en eigandi lögbýlis þarf samþykki ábúanda og eiganda fyrir framsali greiðslumarks.
[Ábúanda eða leigutaka lögbýlis er heimilt að kaupa greiðslumark til skráningar á lögbýlið. Skal slíkt greiðslumark sérstaklega skráð á nafn leiguliða. Framsal á greiðslumarki samkvæmt þessari málsgrein er heimilt, án samþykkis jarðareiganda. Við lok ábúðar eða leigu á jarðareigandi þó forkaupsrétt að greiðslumarkinu við sölu þess. Skal slíkur forkaupsréttur boðinn jarðareiganda skriflega. Hafi jarðareigandi ekki tilkynnt um að hann hyggist nýta forkaupsrétt sinn innan tuttugu daga frá því honum barst slík tilkynning er sala á greiðslumarkinu heimil.] 4)] 5)
    1)L. 167/2007, 56. gr. 2)L. 76/2005, 34. gr. 3)L. 101/2002, 1. gr. 4)L. 58/2007, 5. gr. 5)L. 88/2000, 7. gr.
39. gr. [[Beingreiðslur greiðast úr ríkissjóði til handhafa í samræmi við greiðslumark hvers lögbýlis eins og það er skráð á hverjum tíma.] 1)
Réttur til beingreiðslna flyst milli aðila innan lögbýlis við ábúendaskipti og við breytingu skráningar ef um hjón eða sambúðarfólk er að ræða.
Til að fá fullar beingreiðslur þarf handhafi að eiga að lágmarki 0,6 vetrarfóðraðar kindur fyrir hvert ærgildi greiðslumarks árið [2008]. 1) Síðan skal [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) ákveða árlega ásetningshlutfall að fengnum tillögum framkvæmdanefndar búvörusamninga. Nái ásetningur ekki því lágmarki skerðast beingreiðslur hlutfallslega. [Ef greiðslumarki lögbýlisins er skipt á fleiri en einn rekstraraðila skal miðað við greiðslumark og ásetning hvers rekstraraðila fyrir sig.] 1) Á lögbýlum þar sem búfjárbeit kemur í veg fyrir eðlilega framkvæmd uppgræðslu eða veldur of miklu álagi á beitiland er ráðherra heimilt að ákveða lægra ásetningshlutfall að fenginni umsögn Landgræðslu ríkisins og/eða Skógræktar ríkisins. Þá getur ráðherra ákveðið að víkja frá framangreindu ásetningshlutfalli hjá framleiðendum sem hafa skorið niður fé til útrýmingar sjúkdómum.
Falli beingreiðslur niður án þess að gerður hafi verið samningur um búskaparlok heldur viðkomandi lögbýli greiðslumarki sínu. Tilkynna skal [Matvælastofnun] 2) um búskaparáform fyrir 15. janúar ár hvert ef handhafi óskar eftir að fá beingreiðslur aftur að loknu hléi. Beingreiðslur greiðast handhafa frá og með 1. janúar ár hvert eftir að hléi lýkur.
[[Matvælastofnun] 2) getur ákveðið að] 1) skerða eða fella niður beingreiðslur ef sauðfjárbóndi gefur rangar upplýsingar um ásettan fjölda sauðfjár eða stundar ólöglega sölu eða dreifingu á kjöti af heimaslátruðu sauðfé eða brýtur á annan hátt reglur eða samningsbundin ákvæði um afsetningu afurða.
Beingreiðslur sem lausar eru án samninga um búskaparlok getur framkvæmdanefnd búvörusamninga ákveðið að nota í önnur verkefni.] 3)
    1)L. 58/2007, 6. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)L. 88/2000, 8. gr.
40. gr.1)
    1)L. 58/2007, 7. gr.
41. gr. [Sauðfjárframleiðendur sem á tímabilinu frá 1. janúar 2008 – 31. desember [2015] 1) uppfylla skilyrði um gæðastýrða framleiðslu eiga rétt á sérstakri gæðastýringargreiðslu úr ríkissjóði. Gæðastýringargreiðslu skal greiða á tiltekna gæðaflokka dilkakjöts frá framleiðendum sem uppfylla nánari skilyrði reglugerðar 2) sem ráðherra setur um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.
Með gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu er átt við framleiðslu á dilkakjöti samkvæmt kröfum um velferð búfjár, sjálfbæra landnýtingu og hollustu afurða. Gæðastýrð sauðfjárframleiðsla skal m.a. ná til landnota, aðbúnaðar og umhverfis, sauðfjárskýrsluhalds, jarðræktar, fóðrunar, heilsufars og lyfjanotkunar. Framleiðsluaðferðir og framleiðsluaðstæður skulu skjalfestar.
Ráðherra er heimilt í reglugerð að fela búfjáreftirlitsmönnum sveitarfélaga að annast eftirlit með skráningu í sérstaka gæðahandbók þar sem m.a. þau atriði sem tilgreind eru í 2. mgr. koma fram. [Ráðherra er heimilt að gera samninga við ríkisstofnanir og/eða einkaaðila um að annast verkefni við úttekt og eftirlit á landi sem nýtt er við gæðastýrða framleiðslu.] 3) [Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 4) getur falið [Matvælastofnun] 4)3) stjórnsýsluverkefni vegna gæðastýringar eftir nánari ákvörðun í reglugerð. … 3)
Nánari fyrirmæli um framkvæmd og skilyrði gæðastýringargreiðslna skal ráðherra setja í reglugerð. Í reglugerðinni skal m.a. kveðið á um landnýtingarskilyrði, gæðakerfi, tilkynningar og fresti, kæruheimildir, eftirlits- og úttektaraðila og tilhögun álagsgreiðslna. Áður en reglugerð samkvæmt þessari grein tekur gildi skal aflað umsagnar Bændasamtaka Íslands um hana. Hafi umsögn ekki borist innan eins mánaðar frá því ósk um umsögn var send er ráðherra heimilt að birta reglugerðina án frekara samráðs.
Réttur framleiðenda til gæðastýringargreiðslna skv. 1. mgr. fellur niður uppfylli þeir ekki skilyrði um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu samkvæmt lögum þessum og reglugerð.] 5)
[Framleiðendur sem hafa skorið niður gemlinga og fullorðið sauðfé á býli sínu að kröfu stjórnvalda til að varna útbreiðslu sauðfjársjúkdóma eiga rétt til greiðslna vegna gæðastýrðrar sauðfjárframleiðslu við kaup á allt að jafnmörgum líflömbum til endurnýjunar fjárstofnsins. Þessi réttur fellur niður um fyrstu áramót eftir að liðin eru tvö ár síðan heimilt var að taka fé að nýju á býlið. Við ákvörðun greiðslna skal miða við 16 kg fallþunga. Óheimilt er að framselja þennan rétt. Ráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði um skilyrði þessa réttar í reglugerð.] 1)
    1)L. 67/2009, 2. gr. 2)Rg. 10/2008. 3)L. 167/2007, 27. gr. 4)L. 167/2007, 56. gr. 5)L. 58/2007, 8. gr.
42.–49. gr.1)
    1)L. 58/2007, 9.–16. gr.
[50. gr.]1) [Allir þeir sem hafa greiðslumark til ráðstöfunar eða hagnýtingar eða hafa með höndum framleiðslu sauðfjárafurða eru háðir þeim breytingum á réttarstöðu sem lög þessi hafa í för með sér.] 2)
[[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 3) setur með reglugerð 4) nánari ákvæði um greiðslumark lögbýla, beingreiðslur, framkvæmd og tilhögun þeirra, frávik frá ásetningshlutfalli, jöfnunargreiðslur, kaup ríkissjóðs á greiðslumarki, aðilaskipti að greiðslumarki o.fl.] 5)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 124/1995, 18. gr. 3)L. 167/2007, 56. gr. 4)Rg. 23/1996. Rg. 399/2000. Rg. 11/2008. 5)L. 88/2000, 11. gr.

X. kafli. [Um framleiðslu og greiðslumark mjólkur 2005–[2014]1).]2)
    1)L. 67/2009, 5. gr. 2)L. 61/2004, 6. gr.
[51. gr.]1) [Markmið ákvæða þessa kafla um framleiðslu mjólkur eru:
    a. að almenn starfsskilyrði í framleiðslu og vinnslu mjólkurafurða og stuðningur ríkisins við greinina stuðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og lægra vöruverði,
    b. að fjárhagslegur stuðningur ríkisins við greinina nýtist sem best til að lækka vöruverð til neytenda,
    c. að viðhaldið verði þeim stöðugleika sem náðst hefur á milli framleiðslu og eftirspurnar,
    d. að greinin fái svigrúm til að búa sig undir aukna erlenda samkeppni,
    e. að greinin geti þróast þannig að nauðsynleg kynslóðaskipti geti orðið í hópi mjólkurframleiðenda og unnt sé að nýta framleiðsluaðstöðu með eðlilegum hætti,
    f. að gætt sé sjónarmiða um velferð dýra og heilnæmi afurða.] 2)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 61/2004, 3. gr.
[52. gr.]1) [Heildargreiðslumark mjólkur er tiltekið magn mjólkur, mælt í lítrum, sem beingreiðslur ríkissjóðs miðast við. Heildargreiðslumark mjólkur skal ákveðið þremur mánuðum fyrir upphaf hvers verðlagsárs. Við ákvörðun þess skal byggt á neyslu innlendra mjólkurvara sem farið hafa um afurðastöðvar undanfarið tólf mánaða tímabil og áætlun [Bændasamtaka Íslands] 2) fyrir komandi verðlagsár, að teknu tilliti til birgða. [Bændasamtök Íslands skulu byggja áætlun fyrir komandi verðlagsár á upplýsingum frá afurðastöðvum.] 3) Við mat á neyslu og birgðum skal miða við gildandi stuðla um samsetningu mjólkurafurða samkvæmt ákvörðun Framkvæmdanefndar búvörusamninga. Verði sala mjólkurafurða undir heildargreiðslumarki ársins þannig að birgðir aukist kemur mismunur til lækkunar á heildargreiðslumarki næsta árs. Á sama hátt hækkar heildargreiðslumark ef sala eykst. Birgðir sem verða til vegna framleiðslu einstakra mjólkurframleiðenda umfram heildargreiðslumark, sbr. 3. mgr., teljast ekki til birgða við ákvörðun heildargreiðslumarks.
[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 4) skal, að fengnum tillögum [framkvæmdanefndar búvörusamninga], 3) ákveða heildargreiðslumark mjólkur fyrir hvert verðlagsár og setja í reglugerð nánari ákvæði um skiptingu þess í greiðslumark lögbýla.
Framleiðsla mjólkur umfram greiðslumark skal fara á erlendan markað á ábyrgð hvers framleiðanda og viðkomandi afurðastöðvar. Framkvæmdanefnd búvörusamninga getur þó heimilað sölu þessara vara innan lands ef heildarframleiðsla verður minni en sala og birgðastaða gefa tilefni til.] 5)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 112/1999, 4. gr. 3)L. 112/1999, 15. gr. 4)L. 167/2007, 56. gr. 5)L. 69/1998, 12. gr.
[53. gr.]1) [Greiðslumark skal bundið við lögbýli. [[[Matvælastofnun] 2) skal] 3) halda skrá yfir greiðslumark lögbýla og handhafa réttar til beingreiðslu samkvæmt því.] 4) Á hverju lögbýli skal aðeins einn framleiðandi vera skráður handhafi. Þó er heimilt, þegar um fleiri sjálfstæða aðila er að ræða sem standa að búinu, að skrá þá sérstaklega.
[Greiðslumark hvers lögbýlis verður við upphaf verðlagsárs 2005–2006 jafnt greiðslumarki þess eins og það verður skráð við lok verðlagsársins 2004–2005, að teknu tilliti til breytinga sem verða á heildargreiðslumarki vegna verðlagsársins 2005–2006, skv. 1. mgr. 52. gr. laganna og að teknu tilliti til aðilaskipta fyrir 20. ágúst 2005. Að þeim tíma liðnum breytist greiðslumark hvers lögbýlis í hlutfalli við breytingar á heildargreiðslumarki, við aðilaskipti með greiðslumark eða vegna tilfærslna á greiðslumarki milli lögbýla samkvæmt reglum sem [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) setur.
Sé greiðslumark ekki nýtt til framleiðslu að neinu leyti í full tvö ár fellur það niður, enda hafi [Matvælastofnun] 2) tilkynnt eiganda lögbýlis um rétt til sölu eða geymslu greiðslumarksins. Greiðslumark sem þannig er fellt niður bætist við greiðslumark annarra lögbýla í hlutfalli við skráð greiðslumark þeirra. Óski framleiðandi eftir að halda greiðslumarki á lögbýlinu án þess að nýta það til framleiðslu getur hann lagt það inn til geymslu hjá [Matvælastofnun], 2) lengst til [31. desember 2014]. 5) Greiðslumark sem þannig er geymt tekur breytingum til samræmis við breytingar á heildargreiðslumarki.] 6)] 7)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)L. 76/2005, 34. gr. 4)L. 112/1999, 16. gr. 5)L. 67/2009, 4. gr. 6)L. 61/2004, 4. gr. 7)L. 69/1998, 13. gr.
[54. gr.]1) [Heimil eru aðilaskipti greiðslumarks á milli lögbýla, enda séu uppfyllt skilyrði þau sem ráðherra setur í reglugerð.
Aðilaskipti með greiðslumark taka ekki gildi fyrr en staðfesting [Matvælastofnunar] 2) liggur fyrir. Sé ábúandi lögbýlis annar en eigandi þess þarf samþykki beggja fyrir flutningi greiðslumarks frá lögbýli, sbr. þó ákvæði 3. mgr. [Ákvörðun [Matvælastofnunar] 2) um staðfestingu eða synjun staðfestingar á aðilaskiptum með greiðslumark má skjóta til úrskurðarnefndar sem starfar skv. [49. gr.] 1)] 3)
[Ábúanda eða leigutaka lögbýlis er heimilt að kaupa greiðslumark til skráningar á lögbýlið. Skal slíkt greiðslumark sérstaklega skráð á nafn leiguliða. Framsal á greiðslumarki samkvæmt þessari málsgrein er heimilt, án samþykkis jarðareiganda. Við lok ábúðar eða leigu á jarðareigandi þó forkaupsrétt að greiðslumarkinu við sölu þess. Skal slíkur forkaupsréttur boðinn jarðareiganda skriflega. Hafi jarðareigandi ekki tilkynnt um að hann hyggist nýta forkaupsrétt sinn innan tuttugu daga frá því honum barst slík tilkynning er sala á greiðslumarkinu heimil.] 4)
[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) setur með reglugerð 5) nánari ákvæði um markaðsfyrirkomulag og aðilaskipti með greiðslumark og skráningu þess.] 6)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)L. 112/1999, 17. gr. 4)L. 58/2007, 18. gr. 5)Rg. 430/2010, sbr. 455/2010 og 561/2010. 6)L. 69/1998, 14. gr.
[55. gr.]1) [[Beingreiðsla er stuðningur við framleiðslu og markað fyrir mjólkurafurðir, greiddur úr ríkissjóði til greiðslumarkshafa. [Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) setur með reglugerð 3) nánari ákvæði um útfærslu beingreiðslna og annarra greiðslna til eigenda nautgripa samkvæmt samningi ríkisstjórnar Íslands við Bændasamtök Íslands, sbr. a-lið 30. gr., að fengnum tillögum framkvæmdanefndar búvörusamninga.] 4) Greiðslu til hvers lögbýlis samkvæmt greiðslumarki þess er heimilt að skipta á þann veg að hluti greiðslunnar verði óháður framleiðslu, að því tilskildu að framleiðsla lögbýlis sé ekki minni en tilskilið lágmark sem hlutfall eða heild af greiðslumarki, hluti greiðist eftir framleiðslu og hluti greiðist þannig að það stuðli að sem jafnastri dreifingu innleggs eftir mánuðum. Beingreiðsla skal greiðast mánaðarlega og skal framkvæmdanefnd búvörusamninga ákveða nánar greiðslutilhögun og fráviksmörk beingreiðslu fyrir upphaf hvers verðlagsárs, að fengnum tillögum Landssambands kúabænda.
4)] 5)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)Rg. 567/2006, sbr. 882/2006 og 208/2008. 4)L. 61/2005, 5. gr. 5)L. 69/1998, 15. gr.
[56. gr.]1)2)
Allir þeir sem hafa fullvirðisrétt/greiðslumark til ráðstöfunar eða hagnýtingar eða hafa með höndum framleiðslu mjólkur eru háðir þeim breytingum á réttarstöðu sem lög þessi hafa í för með sér.
[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 3) setur með reglugerð nánari ákvæði um aðlögun og stjórn framleiðslu mjólkur.
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 58/2007, 19. gr. 3)L. 167/2007, 56. gr.

[XI. kafli. Um framleiðslu og verðmyndun garð- og gróðurhúsaafurða 2002–2011.]1)
    1)L. 84/2002, 2. gr.
[[57. gr.]1) Markmið með ákvæðum þessa kafla um framleiðslu og verðmyndun gróðurhúsaafurða eru:
    a. að lækka verð til neytenda á innfluttum sem og innlendum garð- og gróðurhúsaafurðum,
    b. að auka hagkvæmni og samkeppnishæfni innlendrar grænmetisframleiðslu til hagsbóta fyrir grænmetisframleiðendur og neytendur,
    c. að treysta tekjugrundvöll grænmetisframleiðenda,
    d. að styðja framleiðslu- og markaðsmöguleika innlendrar framleiðslu þegar hún er nægjanleg að magni og gæðum.] 2)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 84/2002, 2. gr.
[[58. gr.]1) [Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) er heimilt að gera samning við Bændasamtök Íslands eða Samband garðyrkjubænda um verkefni til þess að ná settum markmiðum skv. [57. gr.] 1) Heimilt er að semja um beinar greiðslur til framleiðenda til lækkunar á verði einstakra tegunda afurða, framlög til rekstraraðfanga, framlög til fjárfestinga, framlög til úreldingar á gróðurhúsum og framlög til kynningar-, rannsóknar-, þróunar- og endurmenntunarverkefna.
Heimilt er [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) að fela öðrum stofnunum eða Bændasamtökum Íslands að annast faglega umsjón með verkefnum sem samið er um skv. 1. mgr. og framkvæmd þeirra, enda sé skipulag þeirra og starfsreglur í samræmi við ákvæði laga.
[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) setur reglugerð um framkvæmd verkefna skv. 1. mgr. Þar skal m.a. kveðið á um heildarfjárhæð beingreiðslna og skiptingu eftir tegundum, fjárhæð á kíló tegundar/afurðar og gæðaflokka eftir tímabilum og lækkun eða hækkun fjárhæðar á kíló tegundar/afurðar þegar frávik verða frá áætlun um selt magn. [Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) auglýsir áætlaðar beingreiðslur á kíló tegundar fyrir 15. desember og koma þær til greiðslu á næsta almanaksári.] 3)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)L. 84/2002, 2. gr.
[[59. gr.]1) Rétt til beingreiðslna eiga allir framleiðendur tegunda sem samið er um skv. [58. gr.] 1) en réttur til beingreiðslna takmarkast jafnframt við að um sé að ræða viðskipti milli bókhaldsskyldra einstaklinga eða lögaðila með virðisaukaskattsskylda veltu samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) er heimilt að fela öðrum stofnunum eða Bændasamtökum Íslands að halda skrá yfir rétthafa beingreiðslna samkvæmt þessum kafla. Á hverju lögbýli skal aðeins einn framleiðandi vera skráður handhafi beingreiðslna. Þegar um fleiri sjálfstæða rekstraraðila er að ræða með aðskilinn búrekstur getur hver og einn þeirra verið handhafi beingreiðslna.] 3)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)L. 84/2002, 2. gr.
[[60. gr.]1) [Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) setur reglugerð um uppgjör beingreiðslna, þar á meðal um skyldu umsækjenda til að taka fram upplýsingar um afurð, verð og viðskiptakjör og um frágang viðskiptaskjala.
Ef framleiðandi verður ekki við kröfum skv. 1. mgr. skal réttur til beingreiðslna felldur niður þar til framleiðandi hefur gert fullnægjandi úrbætur. Framleiðandi sem hefur tekið við beingreiðslum á grundvelli vísvitandi rangrar upplýsingagjafar skal endurgreiða ofteknar beingreiðslur með 50% álagi.] 3)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)L. 84/2002, 2. gr.
[[61. gr.]1)2)
Allir framleiðendur vörutegunda sem samningar skv. [58. gr.] 1) ná til eru háðir þeim breytingum á réttarstöðu sem lög þessi hafa í för með sér.
[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 3) setur með reglugerðum og öðrum stjórnvaldsreglum 4) nánari ákvæði um framkvæmd þessa kafla.] 5)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 58/2007, 20. gr. 3)L. 167/2007, 56. gr. 4) Rgl. 482/2002. 5)L. 84/2002, 2. gr.

[XII. kafli.]1) Um vinnslu og sölu búvara.
    1)L. 84/2002, 2. gr.
[62. gr.]1)2)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 112/1999, 18. gr.
[63. gr.]1) Byggingu og staðsetningu afurðastöðva skal haga á þann hátt sem hagkvæmastur er fyrir heildarskipulag viðkomandi búgreinar.
2)
Við löggildingu sláturhúsa samkvæmt [ lögum nr. 96 27. maí 1997, um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum], 3) skal gætt ákvæða 1. mgr. þessarar greinar.
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 112/1999, 19. gr. 3)L. 88/2000, 12. gr.
[64. gr.]1) [Innflutningur landbúnaðarvara frá ríkjum, sem staðfest hafa aðild sína að samningnum um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, skal vera óheftur nema önnur lög takmarki. Með þeim takmörkunum sem leiðir af ákvæðum fríverslunar- og annarra milliríkjasamninga sem Ísland er aðili að er [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) heimilt að takmarka innflutning landbúnaðarvara frá ríkjum utan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar á vörum þeim er greinir í viðaukum I og II með lögum þessum.
[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) er einnig heimilt að banna innflutning á afurðum dýra og plantna sem gefin hafa verið vaxtaraukandi efni á framleiðsluskeiðinu eða kunna að fela í sér leifar lyfja og annarra aðskotaefna umfram það sem leyft er við framleiðslu hér á landi og geta verið hættuleg heilsu manna. [Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) ákveður með reglugerð 3) á hvern hátt hagað skuli eftirliti með innflutningi afurðanna, sýnatöku og rannsóknum.] 4)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)Rg. 509/2004. 4)L. 87/1995, 18. gr.
[65. gr.]1) [[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) úthlutar tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur samkvæmt viðaukum IIIA og B við [ tollalög, nr. 88/2005], 3) á þeim tollum sem tilgreindir eru í [12. gr.] 3) í tollalögum.
Úthlutun tollkvóta skal, eftir því sem við getur átt, vera í samræmi við samninginn um málsmeðferð við veitingu innflutningsleyfa sem birtur er í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
3) Heimilt er að skipta tollkvótum upp í einingar. Tollkvótum skal úthlutað til ákveðins tíma, allt að einu ári í senn. Berist umsóknir um meiri innflutning en sem nemur tollkvóta vörunnar skal heimilt að láta hlutkesti ráða úthlutun eða leita tilboða í heimildir til innflutnings samkvæmt tollkvótum og skal andvirðið þá renna í ríkissjóð. Endurúthluta má tollkvótum sem ekki eru nýttir innan þess frests sem tilgreindur er við úthlutun kvótans. Heimilt er í stað úthlutunar á tollkvóta að veita almenna heimild til innflutnings á þeim tollum sem um tollkvótana gilda.
Um viðurlög við misnotkun tollkvóta í því skyni að fá ívilnun í tolli eða sköttum við innflutning á vörum sem ekki falla undir tollkvótann skal fara [skv. XXII. kafla tollalaga]. 3) Heimilt er að synja þeim um úthlutun tollkvóta sem gerst hefur sekur um misnotkun.
[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) birtir í reglugerð þær reglur sem gilda um úthlutun tollkvóta samkvæmt þessari grein þar sem m.a. komi fram úthlutunarkvóti, innflutningstímabil, tollataxtar, viðurlög við misnotkun og aðrir skilmálar sem um innflutninginn skulu gilda.] 4)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)L. 16/2007, 3. gr. 4)L. 87/1995, 19. gr.
[[65. gr. A.]1) [Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) er heimilt að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur samkvæmt viðaukum IVA og B við [ tollalög, nr. 88/2005], 3) á þeim tollum sem tilgreindir eru í [12. gr.] 3) í tollalögum. Getur hann ákveðið hverju sinni hvaða tolltöxtum 3. og 4. mgr. tilvitnaðs ákvæðis er beitt. Úthlutun tollkvóta skal eftir því sem við getur átt fara eftir ákvæðum [65. gr.] 1)
Ráðherra getur ákveðið að tollkvóti í viðauka IVB, sem við úthlutun ber lægri toll en kveðið er á um í 2. mgr. [12. gr.] 3) tollalaga, komi til frádráttar tollkvóta í viðauka IIIB. Skerðir þá kvótinn ekki úthlutunarheimildir samkvæmt þessari grein.
Við úthlutun tollkvóta hefur ráðherra hliðsjón af því hvort nægilegt framboð af viðkomandi vörum á hæfilegu verði er til staðar og hvort innflutningsmagn í tollkvótum IIIA og IIIB hafi náð þeim mörkum sem þar eru sett.
[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) birtir í reglugerð þær reglur sem gilda um úthlutun tollkvóta samkvæmt þessari grein þar sem m.a. komi fram úthlutunarkvóti, innflutningstímabil, tolltaxtar, viðurlög við misnotkun, sbr. 4. mgr. [65. gr.], 1) og aðrir skilmálar sem um innflutninginn skulu gilda.] 4)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)L. 16/2007, 4. gr. 4)L. 87/1995, 20. gr.
[65. gr. B. [Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 1) úthlutar tollkvótum sem tilgreindir eru í 4. mgr. 12. gr. tollalaga er varða aðrar skuldbindingar Íslands um innflutning á landbúnaðarvörum í fríverslunar- og milliríkjasamningum en þær sem greinir í 65. gr. og 65. gr. A enda sé tollur lagður á vöruna sem magntollur eftir því sem í tollskrá í viðauka I við tollalög, nr. 88/2005, greinir. Úthlutun tollkvóta skal fara eftir ákvæðum 65. gr.
[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 1) birtir í reglugerð þær reglur sem gilda um úthlutun tollkvóta samkvæmt þessari grein þar sem m.a. komi fram úthlutunarkvóti, innflutningstímabil, tolltaxtar, viðurlög við misnotkun, sbr. 4. mgr. 65. gr., og aðrir skilmálar sem um innflutninginn skulu gilda.] 2)
    1)L. 167/2007, 56. gr. 2)L. 16/2007, 5. gr.
[66. gr.]1) [Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) getur með reglugerð ákveðið að mjólk og mjólkurvörur, egg, kartöflur, garðávextir og grænmeti, sem selja á innan lands eða flytja skal á erlendan markað, skuli metið, flokkað og merkt eftir tegundum, gæðum og uppruna enda fullnægi varan reglum um heilbrigði og hollustuhætti sem settar eru á grundvelli … 2) [ laga nr. 93 28. júní 1995, um matvæli]. 3)
Til að standa straum af kostnaði við mat samkvæmt þessari grein er ráðherra heimilt að láta innheimta sérstakt matsgjald af þeirri vöru sem matið tekur til og má gjaldið vera tiltekin krónutala á hverja þyngdareiningu eða hlutfall af verði vörunnar til framleiðanda. Matsgjaldið má þó aldrei vera hærra en sem nemur 1,5% af verði vörunnar til framleiðanda. Framleiðandi þeirrar vöru, sem tekin er til mats, er ábyrgur fyrir greiðslu matsgjalds. Gjald þetta má taka lögtaki. Heimilt er að ákveða að það skuli innheimt með búnaðarmálasjóðsgjaldi samkvæmt lögum nr. 41 15. maí 1990. 4)
[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) ákveður yfirstjórn mats þeirra búvara sem ákveðið er að taka til mats samkvæmt þessari grein.
Um löggildingu matsmanna fer eftir ákvæðum í reglugerð og er þar heimilt að ákveða að afurðastöð og söluaðilar skuli á sinn kostnað hafa í þjónustu sinni matsmenn til að framkvæma mat samkvæmt þessari grein. Þá eina má skipa eða löggilda sem matsmenn sem hafa góða þekkingu á viðkomandi búvöru og reynslu í öllu er varðar meðferð varanna og mat á þeim.
Í reglugerð skulu sett ákvæði um matsreglur, gæðaflokkun, framkvæmd mats, yfirmat og annað sem lýtur að matinu.
Afurðastöðvum og öðrum, sem annast sölumeðferð þeirra búvara sem mat samkvæmt þessari grein tekur til, er skylt að sjá matsmönnum fyrir aðstöðu til að framkvæma matið samkvæmt nánari reglum sem settar skulu í reglugerð.
Við verðlagningu búvara skal verð þeirra ákveðið mismunandi eftir tegunda- og gæðaflokkum sem ákveðnir eru samkvæmt þessari grein, [ lögum nr. 96 27. maí 1997, um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum], 3) lögum nr. 57 16. maí 1990, um flokkun og mat á gærum og ull, og öðrum lögum og reglum um sama efni.
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)L. 88/2000, 13. gr. 4)l. 84/1997.
[67. gr.]1) Þeir sem versla með búvörur skulu fullnægja skilyrðum laga og annarra ákvarðana yfirvalda um slíka starfsemi og hafa fullnægjandi aðstöðu til meðferðar, flutnings og geymslu þeirrar vöru sem þeir taka til sölumeðferðar samkvæmt reglum heilbrigðisyfirvalda.
Nú selur framleiðandi eigin búvöruframleiðslu til smásöluverslunar eða neytenda og er honum þá skylt að fullnægja ákvæðum laga og annarra ákvarðana yfirvalda um flokkun, mat, flutning, geymslu og annað sem lýtur að meðferð vörunnar.
Skylt er seljanda og kaupanda að veita [Matvælastofnun] 2) allar umbeðnar upplýsingar um söluna, þar á meðal um uppruna vörunnar, svo að ganga megi úr skugga um að ofangreind skilyrði hafi verið uppfyllt.
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr.
[68.–70. gr.]1)2)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 69/1998, 18. gr.
[71. gr.]1) [Þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga er afurðastöðvum í mjólkuriðnaði heimilt að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða.] 2)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 85/2004, 2. gr.
[72.–73. gr.]1)2)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 69/1998, 18. gr.
[74. gr.]1)2)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 58/2007, 21. gr.
[75. gr.]1) [Styrktarsjóður sá sem varð til vegna tekna af sölu og leigu á eignum, ásamt sjóðum Grænmetisverslunar landbúnaðarins, skal sameinaður Framleiðnisjóði landbúnaðarins og lúta þeim lögum og reglum sem um hann gilda.] 2)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 58/2007, 22. gr.
[76. gr.]1) Þar sem afurðastöð búvara er í eigu aðila sem hefur með höndum annan rekstur er skylt að halda bókhaldi og fjárreiðum afurðastöðvarinnar aðgreindum frá öðrum rekstri viðkomandi aðila.
Þá getur [verðlagsnefnd búvöru] 2) ákveðið að afurðastöðvar skuli setja reikninga sína upp með samræmdum hætti.
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 69/1998, 16. gr.

[XIII. kafli.]1) Ýmis ákvæði.
    1)L. 84/2002, 2. gr.
[77. gr.]1) [Bændasamtök Íslands láta safna og gefa út ár hvert skýrslu um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu, markaðshorfur og afkomu landbúnaðarins á hverjum tíma. Þá skulu samtökin gera áætlanir um framleiðslu og sölu búvara.
Skylt er öllum þeim er hafa með höndum vinnslu eða sölu búvara að láta samtökunum í té allar upplýsingar er þeim geta að gagni komið við störf þeirra og þeir geta veitt, þar með talið upplýsingar um verð búvöru til framleiðenda.] 2)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 112/1999, 22. gr.
[78. gr.]1) Kostnaður við framkvæmd IV. kafla þessara laga greiðist úr ríkissjóði. Ráðherra ákveður þóknun nefndarmanna í verðlagsnefnd … 2)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 69/1998, 16. gr.
[79. gr.]1) [[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) skal setja reglugerð 3) um gæðastjórn í landbúnaðarframleiðslu. Í reglugerðinni skal lýst kröfum um gæðastjórn, vinnslu, geymslu og dreifingu íslenskra landbúnaðarafurða.] 4)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)Rg. 504/1998, sbr. 15/2000. 4)L. 124/1995, 20. gr.
[80. gr.]1)2)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 112/1999, 23. gr.
[81. gr.]1) [Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) setur með reglugerð 3) nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)Rg. 224/1994. Rg. 373/1993. Rg. 60/1994, sbr. 660/1994. Rg. 407/1997, sbr. 617/1997. Rg. 522/1997. Rg. 523/1997. Rg. 524/1998, sbr. 488/1999, 615/2001, 777/2001 og 792/2008. Rg. 651/2001, sbr. 726/2004 og 807/2006. Rg. 500/2010.
[82. gr.]1) [Brot gegn lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.] 2)
Ef aðili, sem samkvæmt lögum þessum er skylt að gefa [Matvælastofnun] 3) skýrslu eða upplýsingar, tregðast við að láta þær í té má beita dagsektum frá 100–5.000 kr., eftir því sem nánar er ákveðið í reglugerð.
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 88/2008, 234. gr. 3)L. 167/2007, 56. gr.
[83. gr.]1) Ákvæði laga þessara um greiðslumark og beinar greiðslur ríkissjóðs til framleiðenda mjólkur og sauðfjárafurða á lögbýlum falla úr gildi 31. ágúst 1998 nema samningur hafi verið gerður á grundvelli a-liðar 1. mgr. 30. gr.
    1)L. 101/2002, 4. gr.
[84. gr.]1) [[[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) er heimilt, til þess að jafna samkeppnisstöðu innlendra og innfluttra vara, að leggja verðjöfnunargjöld á innfluttar vörur úr viðaukum I og II 3) með lögum þessum, sem unnar eru úr landbúnaðarhráefnum, sem jafnframt eru framleiddar hér á landi og sem heimilt er að leggja verðjöfnunargjöld á samkvæmt ákvæðum í fríverslunar- og öðrum milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að.] 4)
Verðjöfnunargjöld samkvæmt þessari grein skulu innheimt við tollafgreiðslu og renna í ríkissjóð.
Fjárhæð verðjöfnunargjalds má að hámarki vera mismunur annars vegar á innlendu verði hráefnis sem ákveðið er skv. 1. tölul. og hins vegar erlendu viðmiðunarverði sem ákveðið er skv. 2. tölul.:
    1. Innlent verð skal ákveðið í eftirfarandi röð:
    1.1. Umsamið innlent viðmiðunarverð í fríverslunar- og milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að og bókunum við þá og tekur til hlutaðeigandi innflutnings.
    1.2. Samkvæmt IV. kafla laga þessara ef verð er ákveðið og birt í samræmi við þær reglur.
    1.3. Í samræmi við reglur 6. gr. laga nr. 97/1987, um vörugjald.
    2. Erlent viðmiðunarverð skal ákveðið þannig eftir því sem við á um hlutaðeigandi innflutning:
    2.1. Viðmiðunarverð sem lagt er til grundvallar samkvæmt verðjöfnunarákvæðum í bókun 3 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.
    2.2. Viðmiðunarverð sem lagt er til grundvallar samkvæmt bókun 2 við samning milli Íslands og Efnahagsbandalags Evrópu.
    2.3. Viðmiðunarverð sem lagt er til grundvallar í verðjöfnunarákvæðum í öðrum fríverslunarsamningum en skv. 2.1 og 2.2 sem Ísland er aðili að á hverjum tíma.
    2.4. Viðmiðunarverð sem birt er sem heimsmarkaðsverð einstakra landbúnaðarhráefna af hálfu Evrópusambandsins eða fríverslunarsamtaka, og skal ráðherra ákveða nánar í reglugerð við hvaða verð miðað er á hverri hráefnistegund. Komi í ljós að framleiðendur vöru eigi kost á að kaupa hráefni á lægra verði en birtu viðmiðunarverði samkvæmt framangreindu í að minnsta kosti þrjá mánuði er ráðherra heimilt að ákveða tímabundið að miða við það verð sem sérstaklega ákvarðað viðmiðunarverð. Sé viðmiðunarverð ekki birt með framangreindum hætti skal viðmiðunarverð ákvarðað í samræmi við það verð sem framleiðendur eiga kost á að kaupa hráefni á.
[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) skal jafnan við ákvörðun verðjöfnunargjalds birta í reglugerð það innlenda og erlenda viðmiðunarverð sem notað er við ákvörðun gjaldsins.
Jafnan skal miða við verð á sama sölustigi nema annað leiði af ákvæðum fríverslunar- og milliríkjasamninga. Verðjöfnunargjöld má leggja á sem krónutölu á magneiningu eða sem hlutfallslegt gjald.
Ráðherra ákveður álagningu gjalda samkvæmt þessari grein í reglugerð. Álagning verðjöfnunargjalds skal vera í samræmi við þá skilmála sem kveðið er á um í fríverslunar- og milliríkjasamningum og takmarkast hverju sinni af því að verðjöfunargjald að viðbættum innflutningsgjöldum sé innan þeirra marka sem skilgreind eru í fríverslunar- og milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að.
4)
Að því leyti sem eigi er ákveðið í lögum þessum eða reglugerð eða öðrum fyrirmælum settum samkvæmt lögum þessum um vöruflokkun, gjalddaga, innheimtu, lögvernd verðjöfnunargjalda, refsingar og aðra framkvæmd varðandi verðjöfnunargjöld skulu gilda eftir því sem við geta átt ákvæði tollalaga, [nr. 88/2005], 5) með síðari breytingum.
Heimild [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) samkvæmt þessari grein skal koma í stað heimildar fjármálaráðherra skv. [ 139. gr. tollalaga, nr. 88/2005], 5) með síðari breytingum, að því er varðar þær vörur sem grein þessi tekur til.] 6)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)Um viðauka þessa vísast til Stjtíð. A 1994, bls. 74–83. 4)L. 87/1995, 21. gr. 5)L. 16/2007, 6. gr. 6)L. 34/1994, 3. gr.
[[85. gr.]1) Heimilt er að endurgreiða verðjöfnunargjöld við útflutning á vörum sem innihalda landbúnaðarhráefni. Ráðherra ákveður með reglugerð þær vörur sem verðjöfnun tekur til og hver endurgreiðslan skuli vera.
2)] 3)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 87/1995, 22. gr. 3)L. 126/1993, 2. gr.
[85. gr. A. Til þess að jafna samkeppnisstöðu innlendra vara við útflutning er [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 1) heimilt að greiða verðjöfnun við útflutning fullunninna vara sem innihalda innlend landbúnaðarhráefni. Verðjöfnun skal vera jöfn mismun á innlendu viðmiðunarverði og erlendu viðmiðunarverði hverrar tegundar hráefnis sem notað er við framleiðslu vörunnar. Greiðslur miðast við heimildir fjárlaga hverju sinni.
[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 1) gefur út reglugerð 2) þar sem tilgreind skulu þau tollskrárnúmer sem heimilt er að greiða verðjöfnun fyrir, þær hráefnistegundir sem heimilt er að verðjafna, viðmiðunarverð innlendra landbúnaðarhráefna, erlend viðmiðunarverð sömu hráefna og nánari skilyrði verðjöfnunar. Í henni skal jafnframt kveðið á um tilhögun greiðslu og heimild ráðherra til að fresta greiðslum sem kunna að vera umfram fjárveitingar Alþingis hverju sinni.
Sækja skal um verðjöfnun til [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis]. 1) Tollstjórinn í Reykjavík annast greiðslu verðjöfnunar að uppfylltum skilyrðum reglugerðar skv. 2. mgr.] 3)
    1)L. 167/2007, 56. gr. 2)Rg. 535/2003, sbr. 422/2005. 3)L. 82/2003, 1. gr.
[[86. gr.]1) [Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) getur ákveðið að lagður verði á tollur samkvæmt ákvæðum [138. gr.] 3) tollalaga við innflutning á þeim vörum sem vísað er til í 1. mgr. 5. gr. samningsins um landbúnað í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar og merktar eru SSG í viðauka IIA í tollalögum. Ráðherra setur reglugerð þar sem m.a. skal kveðið á um þær vörur sem álagningin tekur til, viðmiðanir um verð og magn skv. a- og b-liðum 1. mgr. 5. gr. samningsins um landbúnað.] 4)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)L. 16/2007, 7. gr. 4)L. 87/1995, 23. gr.
[[87. gr.]1) [Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) skipar þriggja manna nefnd sem skal vera til ráðuneytis um ákvæði laga þessara um inn- og útflutning landbúnaðarvara. Einn skal skipaður án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar, annar skal tilnefndur af fjármálaráðherra og sá þriðji skal tilnefndur af [efnahags- og viðskiptaráðherra]. 3) Varamenn skal skipa með sama hætti.
Nefndin skal vera [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) til ráðuneytis um neðangreind atriði:
    a. Úthlutun tollkvóta skv. [65. gr. og 65. gr. A.] 1)
    b. Ákvörðun verðjöfnunargjalda við inn- og útflutning skv. [84. og 85. gr.] 1)
    c. Beitingu viðbótartolla skv. [86. gr.] 1)
Nefndin skal afla allra upplýsinga um verð á viðkomandi landbúnaðarvörum innan lands og utan, framleiðslumagn, innflutning og útflutning og annað sem nauðsynlegt er vegna starfa hennar og gera tillögur til [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 2) um þau verkefni sem henni eru falin með lögum þessum.] 4)
    1)L. 101/2002, 4. gr. 2)L. 167/2007, 56. gr. 3)L. 98/2009, 18. gr. 4)L. 87/1995, 24. gr.
Ákvæði til bráðabirgða.
    A. […] 1)
    B.
    C.2)
    D. –F. …
    [G. …] 3)
    [H. …] 4)
    [I. …] 5)
    [J. …] 6)
    [K. [Heimilt er [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra], 7) að fengnum tillögum verðlagsnefndar búvara, að verja til eftirfarandi verkefna eftirstöðvum af verðmiðlunargjöldum sem ekki hefur verið ráðstafað:
    1. Rannsóknar- og þróunarverkefna í framleiðslu og vinnslu mjólkur.
    2. Endurmenntunar er leiði til meiri gæða og hagræðingar í framleiðslu mjólkur.
    3. Hagrannsókna vegna verðlagningar og úttekta á stöðu framleiðslu og/eða vinnslu mjólkur.
    4. Lækkunar á tilteknum mjólkurafurðum.] 8)] 9)
    [L. …] 10)
    [M. …] 11)
    [N.12)] 13)
    [O. Verðmiðlunargjöld og verðskerðingargjöld, sem innheimt verða af verði til framleiðenda og af slátur- og heildsölukostnaði eftir 1. september 1998, skulu endurgreidd framleiðendum og sláturleyfishöfum í samræmi við ákvæði laga þessara.] 14)
    [P.15)] 16)
    [Q. Réttur til beingreiðslna skv. XI. kafla árin 2002 og 2003 skal takmarkaður við að hafin sé framleiðsla á viðkomandi vörutegund 1. mars 2002 í þeirri garðyrkjustöð sem sótt er um beingreiðslur vegna, eða vörutegundin hafi verið framleidd þar á árinu 2001. Þessi réttur er bundinn framleiðslustað en ekki framleiðanda.] 17)
    [R.15)] 18)
    [S.15)] 18)
    [T. [[Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] 7) er heimilt að gera samninga við sauðfjárbændur á lögbýlum með greiðslumark, sem hafa náð eða ná 64 ára aldri á tímabilinu 2008–2013, um að eiga hvorki né halda sauðfé til og með 31. desember 2013 en halda óskertum beingreiðslum á sama tíma á meðan greiðslumark sauðfjár er í eigu hlutaðeigandi bænda og áfram skráð á lögbýli. Þeim er þó heimilt að halda eftir allt að tíu vetrarfóðruðum kindum, enda séu afurðir þeirra til eigin nota. Ráðherra er jafnframt heimilt að kveða svo á í samningunum að þeir bændur sem hyggjast hefja sauðfjárrækt að nýju megi koma sér upp bústofni frá 1. september 2012. Samningunum skal þinglýst sem kvöðum á viðkomandi lögbýli sem gilda til 31. desember 2013. Verði eigendaskipti að greiðslumarki eða lögbýli fellur samningurinn niður og hin þinglýsta kvöð.] 14) [Ráðherra er heimilt að framlengja samninga þessa um tvö ár, verði eftir því leitað, svo að þeir gildi til 31. desember 2015. Þá er jafnhliða heimilt að kveða svo á, í hinum framlengdu samningum, að þeir bændur sem hyggjast hefja sauðfjárrækt að nýju megi koma sér upp bústofni frá 1. september 2014. Ráðherra er einnig heimilt að gera samninga sem þessa við bændur sem hafa náð eða ná 64 ára aldri á tímabilinu 2014–2015, enda öðlist samningarnir fyrst gildi á þeim tíma.] 19)] 20)
    [U. Frá og með 1. janúar 2008 skal undanþága framleiðenda sem hafa haft 0,7 vetrarfóðraðar kindur eða minna á hvert ærgildi greiðslumarks frá útflutningsskyldu skv. 6. mgr. 29. gr. laga nr. 99/1993 falla niður. Framleiðendur, er undanþegnir verða útflutningsskyldu haustið 2007, bera þó helming álagðrar útflutningsskyldu árið 2008.
   Frá og með 1. júní 2009 fellur útflutningsskylda kindakjöts skv. 29. gr. laga nr. 99/1993 brott. Fram til 1. júní 2009 gilda ákvæði 3.–6. mgr. 29. gr. og 74. gr. laga nr. 99/1993, eftir því sem við á.
    Ú. Réttur til jöfnunargreiðslna, eins og þær eru skilgreindar í 40. gr. laga nr. 99/1993, sbr. 9. gr. laga nr. 88/2000, sem úthlutað var frá og með 1. janúar 2001 fellur niður frá og með 1. janúar 2008. Í stað jöfnunargreiðslna skal úthluta greiðslumarki til þeirra sem áttu slíkan rétt þannig að greiðslur til hvers framleiðanda árin 2004, 2005 og 2006 séu reiknaðar til verðlags 1. janúar 2007. Að því loknu skal velja tvö bestu árin hjá hverjum framleiðanda og síðan meðaltal þeirra. Á grundvelli þess skal 17.600 ærgildum skipt hlutfallslega milli framleiðenda og bætt við heildargreiðslumark samkvæmt skráningu Landbúnaðarstofnunar 31. desember 2007. Réttur til úthlutunar fellur niður hafi framleiðslu verið hætt árið 2007.] 15)
    [V. Þrátt fyrir ákvæði a-liðar 1. mgr. 30. gr., IX. kafla, X. kafla og XI. kafla laga þessara, reglugerða sem settar eru með stoð í lögunum og búvörusamninga sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við Bændasamtök Íslands og einstök landssamtök framleiðenda búvöru, þar sem m.a. er kveðið á um að framlög ríkissjóðs samkvæmt samningunum taki mánaðarlegum breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs, þá skulu heildarframlög ríkissjóðs samkvæmt ofangreindum heimildum vegna almanaksársins 2009 nema þeirri fjárhæð sem hér greinir:
    a. Framlög samkvæmt samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar dags. 25. janúar 2007 skulu nema 4.137,0 m.kr.
    b. Framlög samkvæmt samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu dags. 10. maí 2004 skulu nema 5.634,0 m.kr.
    c. Framlög samkvæmt aðlögunarsamningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða dags. 12. mars 2002 skulu nema 413,0 m.kr.] 21)
    [W. Þrátt fyrir ákvæði 53.–55. gr. er Matvælastofnun heimilt að ákveða að beingreiðslur skv. X. kafla verði greiddar til lögbýlis samkvæmt greiðslumarki þess óháð framleiðslu á lögbýlinu, þó ekki lengur en til fardaga 2012, ef framleiðsluskilyrði á lögbýlinu hafa raskast tímabundið vegna náttúruhamfara, t.d. stórfellds öskufalls eða jökulflóða, enda sé a.m.k. annað þessara skilyrða einnig uppfyllt:
    a. Greiðslumark lögbýlis, að hámarki eins og það var við upphaf náttúruhamfara, er lagt inn til geymslu, sbr. 3. mgr. 53. gr. Beingreiðslur eru greiddar skráðum handhafa réttar til beingreiðslna með jöfnum framlögum þannig hann verði jafnsettur öðrum sem njóta greiðslnanna.
    b. Framleiðandi gerir samkomulag við framleiðanda á öðru lögbýli um tímabundna nýtingu á greiðslumarki lögbýlisins (en ekki aðilaskipti). Þar skal kveðið á um að mjólk verði lögð inn í afurðastöð í nafni þess lögbýlis þar sem framleiðsluskilyrði hafa raskast. Beingreiðslur skal greiða skráðum handhafa réttar til beingreiðslna á því býli. Skylt er að tilkynna þessa tilhögun fyrir fram til Matvælastofnunar.
   Ráðherra er heimilt að setja nánari fyrirmæli um framkvæmd þessa ákvæðis í reglugerð.
    X. Ráðherra er heimilt að víkja frá ásetningshlutfalli skv. 3. mgr. 39. gr. á framleiðsluárunum 2010, 2011 og 2012 á býlum þar sem framleiðsluskilyrði hafa raskast tímabundið vegna náttúruhamfara, t.d. stórfellds öskufalls eða jökulflóða.
   Matvælastofnun er heimilt að ákveða að sauðfjárframleiðendur sem búa á býlum þar sem svo hagar til sem að framan greinir, með þeim afleiðingum að búskapur hefur dregist saman eða fallið niður um tíma, geti haldið venjulegri gæðastýringargreiðslu úr ríkissjóði skv. 41. gr. á framleiðsluárunum 2010, 2011 og 2012. Við ákvörðun greiðslnanna er heimilt að taka mið af því framleiðsluári þegar afurðir voru mestar á árunum 2007–2009. Krafa framleiðanda um ákvörðun gæðastýringargreiðslna samkvæmt þessu ákvæði skal sett fram eigi síðar en í lok viðkomandi framleiðsluárs.
   Ráðherra er heimilt að setja nánari fyrirmæli um framkvæmd þessa ákvæðis í reglugerð, m.a. hvernig skuli staðið að úttekt á framleiðsluskilyrðum.] 22)
    1)L. 121/1995, 1. gr. 2)Ákvæðinu var breytt með l. 147/1995, 3. gr. 3)L. 85/1994, 3. gr. 4)L. 141/1994, 2. gr. 5)L. 87/1995, brbákv. I. 6)L. 87/1995, brbákv. II. 7)L. 167/2007, 56. gr. 8)L. 69/1998, 17. gr. 9)L. 99/1995, brbákv., sbr. l. 124/1995, 21. gr. 10)L. 124/1995, brbákv. I. 11)L. 124/1995, brbákv. II. 12)L. 77/1997, 3. gr. 13)L. 124/1995, brbákv. III. 14)L. 130/1998, brbákv. 15)L. 58/2007, 23. gr. 16)L. 88/2000, brbákv. 17)L. 84/2002, brbákv. 18)L. 101/2002, 5. gr. 19)L. 67/2009, 6. gr. 20)L. 131/2003, 1. gr. 21)L. 173/2008, 2. gr. 22)L. 46/2010, 2. gr.