Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 15. apríl 2018.  Útgáfa 148b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um fjármálafyrirtæki

2002 nr. 161 20. desember


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. janúar 2003. EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 85/611/EBE, 86/635/EBE, 93/22/EBE, 95/26/EB, 2000/12/EB og 2000/43/EB. Breytt með l. 4/2004 (tóku gildi 6. febr. 2004), l. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005), l. 130/2004 (tóku gildi 1. jan. 2005, sjá nánar um lagaskil í 21. gr.; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2002/87/EB og 2001/24/EB), l. 67/2006 (tóku gildi 24. júní 2006), l. 108/2006 (tóku gildi 1. nóv. 2006 skv. augl. C 1/2006), l. 170/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007), l. 55/2007 (tóku gildi 3. apríl 2007), l. 111/2007 (tóku gildi 1. nóv. 2007; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2004/39/EB), l. 144/2007 (tóku gildi 29. des. 2007), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008), l. 96/2008 (tóku gildi 24. júní 2008), l. 125/2008 (tóku gildi 7. okt. 2008), l. 129/2008 (tóku gildi 15. nóv. 2008), l. 44/2009 (tóku gildi 22. apríl 2009), l. 61/2009 (tóku gildi 31. maí 2009), l. 74/2009 (tóku gildi 14. júlí 2009), l. 76/2009 (tóku gildi 16. júlí 2009), l. 98/2009 (tóku gildi 1. okt. 2009 nema 69. og 70. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2010), l. 125/2009 (tóku gildi 30. des. 2009), l. 65/2010 (tóku gildi 27. júní 2010), l. 75/2010 (tóku gildi 26. júní 2010 nema 2. mgr. 8. gr., 10. gr. og 13. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2011, 3. mgr. 39. gr. sem tók gildi 1. júlí 2011 og 4. mgr. 39. gr. sem tók gildi skv. fyrirmælum í 5. tölul. í brbákv. II), l. 127/2010 (tóku gildi 12. okt. 2010), l. 132/2010 (tóku gildi 17. nóv. 2010), l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011), l. 32/2011 (tóku gildi 14. apríl 2011), l. 78/2011 (tóku gildi 29. júní 2011), l. 119/2011 (tóku gildi 29. sept. 2011), l. 120/2011 (tóku gildi 1. des. 2011; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2007/64/EB), l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011), l. 146/2011 (tóku gildi 26. okt. 2011), l. 72/2012 (tóku gildi 4. júlí 2012 nema 7. gr. sem tók gildi 15. júlí 2012), l. 77/2012 (tóku gildi 5. júlí 2012), l. 17/2013 (tóku gildi 1. apríl 2013; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2009/110/EB), l. 47/2013 (tóku gildi 11. apríl 2013), l. 29/2014 (tóku gildi 8. apríl 2014), l. 57/2015 (tóku gildi 17. júlí 2015; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 44. gr.), l. 58/2015 (tóku gildi 17. júlí 2015), l. 59/2015 (tóku gildi 17. júlí 2015), l. 107/2015 (tóku gildi 6. nóv. 2015; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 6. gr.), l. 116/2015 (tóku gildi 19. des. 2015), l. 34/2016 (tóku gildi 19. maí 2016), l. 96/2016 (tóku gildi 21. sept. 2016), l. 23/2017 (tóku gildi 23. maí 2017), l. 61/2017 (tóku gildi 21. júní 2017) og l. 94/2017 (tóku gildi 31. des. 2017).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við fjármála- og efnahagsráðherra eða fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. [Gildissvið. Markmið. Orðskýringar.]1)
    1)L. 75/2010, 3. gr.
1. gr.
[Tilgangur laga þessara er að tryggja að fjármálafyrirtæki séu rekin á heilbrigðan og eðlilegan hátt með hagsmuni viðskiptavina, hluthafa, stofnfjáreigenda og alls þjóðarbúsins að leiðarljósi.] 1)
Lög þessi gilda um innlend fjármálafyrirtæki og um starfsemi erlendra fjármálafyrirtækja hér á landi. … 2)
    1)L. 75/2010, 1. gr. 2)L. 119/2011, 1. gr.
[1. gr. a. Orðskýringar.
[Í lögum þessum merkir:
    1. Fjármálafyrirtæki: Viðskiptabanki, sparisjóður, lánafyrirtæki, verðbréfafyrirtæki eða rekstrarfélag verðbréfasjóða sem fengið hefur starfsleyfi skv. 6. gr., sbr. 4. gr.
    2. Lánastofnun: Fyrirtæki sem tekur á móti innlánum eða öðrum endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi og veitir lán fyrir eigin reikning. Fjármálafyrirtæki sem hefur fengið starfsleyfi skv. 1.–3. tölul. 1. mgr. 4. gr. telst vera lánastofnun.
    3. Staðbundið fyrirtæki: Verðbréfafyrirtæki sem stundar viðskipti fyrir eigin reikning á mörkuðum fyrir staðlaða framvirka samninga, valrétti eða aðrar afleiður og á lausafjármörkuðum, eingöngu í þeim tilgangi að verja stöður á afleiðumörkuðum, eða það stundar viðskipti fyrir reikning annarra sem eiga aðild að sömu mörkuðum og þar sem gert er ráð fyrir að uppgjörsaðilar ábyrgist að staðið verði við samninga sem slíkt fyrirtæki gerir.
    4. Vátryggingafélag: Vátryggingafélag eins og það er skilgreint í lögum um vátryggingastarfsemi.
    5. [ Fjármálasamsteypa: Fjármálasamsteypa samkvæmt lögum um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.] 1)
    6. Framkvæmdastjóri: Einstaklingur sem stjórn fjármálafyrirtækis ræður til þess að standa fyrir rekstri þess í samræmi við ákvæði laga um hlutafélög eða laga þessara, burt séð frá starfsheiti að öðru leyti.
    7. Lykilstarfsmaður: Einstaklingur í stjórnunarstarfi, annar en framkvæmdastjóri, sem hefur umboð til að taka ákvarðanir sem geta haft áhrif á framtíðarþróun og afkomu fyrirtækisins.
    8. Kaupauki: Starfskjör starfsmanns fjármálafyrirtækis sem að jafnaði eru skilgreind með tilliti til árangurs og eru ekki þáttur í föstum starfskjörum starfsmanns þar sem endanleg fjárhæð eða umfang þeirra liggur ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrir fram.
    9. Móðurfélag: Fyrirtæki telst vera móðurfélag þegar það:
    a. ræður yfir meiri hluta atkvæða í öðru fyrirtæki,
    b. á eignarhluti í öðru fyrirtæki og hefur rétt til að tilnefna eða víkja frá meiri hluta stjórnarmanna eða stjórnenda,
    c. á eignarhluti í öðru fyrirtæki og hefur rétt til að hafa ráðandi áhrif á starfsemi þess á grundvelli samþykkta fyrirtækisins eða samnings við það,
    d. á eignarhluti í öðru fyrirtæki og ræður, á grundvelli samnings við aðra hluthafa eða eignaraðila, meiri hluta atkvæða í fyrirtækinu eða
    e. á eignarhluti í öðru fyrirtæki og hefur ráðandi stöðu í því.
   Við mat á atkvæðisrétti og réttindum til að tilnefna eða víkja frá stjórnarmönnum eða stjórnendum skal leggja saman réttindi sem móðurfélag og dótturfélag ráða yfir.
   Við mat á atkvæðisrétti í dótturfélagi skal ekki talinn með atkvæðisréttur sem fylgir eigin hlutum dótturfélagsins eða dótturfélögum þess.
    10. Dótturfélag: Fyrirtæki sem hafa þau tengsl við fjármálafyrirtæki eða eignarhaldsfélag á fjármálasviði sem lýst er í 9. tölul. teljast vera dótturfélög. Fyrirtæki sem er dótturfélag dótturfélags telst einnig vera dótturfélag móðurfélags.
    11. Samstæða: Móðurfélag og dótturfélög þess mynda samstæðu.
    12. Útibú: Starfsstöð sem lögum samkvæmt er háð fjármálafyrirtæki, sem hún er hluti af, og annast með beinum hætti öll eða hluta þeirra viðskipta sem fjármálafyrirtæki stundar.
    13. Félag í hliðarstarfsemi: Félag sem hefur að meginstarfsemi að sjá um þjónustu sem er til viðbótar við meginstarfsemi eins eða fleiri fjármálafyrirtækja, t.d. gagnavinnsluþjónustu, umsjón með fasteignum eða aðra þjónustu sem samrýmist starfsemi fjármálafyrirtækja.
    14. Eignarhaldsfélag á fjármálasviði: Fjármálastofnun sem ekki er blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi þar sem dótturfélögin eru annaðhvort eingöngu eða aðallega fjármálafyrirtæki eða fjármálastofnanir og a.m.k. eitt dótturfélagið er fjármálafyrirtæki.
    15. Blandað eignarhaldsfélag: Móðurfélag sem ekki er eignarhaldsfélag á fjármálasviði, fjármálafyrirtæki eða blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi þar sem a.m.k. eitt dótturfélag er fjármálafyrirtæki.
    16. Blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi: Móðurfélag sem ekki er eftirlitsskylt en það ásamt dótturfélögum sínum, þar sem a.m.k. eitt þeirra er eftirlitsskylt og er með höfuðstöðvar í aðildarríki, og öðrum aðilum myndar fjármálasamsteypu.
    17. Fjármálastofnun: Fyrirtæki, annað en fjármálafyrirtæki, sem hefur að meginstarfsemi að afla eignarhluta eða sinna einni eða fleiri tegundum starfsemi sem um getur í 2.–12. og 15. tölul. 1. mgr. 20. gr., þ.m.t. eignarhaldsfélög á fjármálasviði, blönduð eignarhaldsfélög og greiðslustofnanir í skilningi laga um greiðsluþjónustu, en að undanskildum eignarhaldsfélögum á vátryggingasviði og blönduðum eignarhaldsfélögum á vátryggingasviði eins og þau eru skilgreind í lögum um vátryggingastarfsemi.
    18. Aðili á fjármálamarkaði: Eftirtaldir aðilar teljast aðilar á fjármálamarkaði:
    a. Fjármálafyrirtæki.
    b. Fjármálastofnun.
    c. Félag í hliðarstarfsemi sem er hluti af samstæðustöðu fjármálafyrirtækis.
    d. Vátryggingafélag.
    e. Vátryggingafélag utan Evrópska efnahagssvæðisins.
    f. Endurtryggingafélag.
    g. Endurtryggingafélag utan Evrópska efnahagssvæðisins.
    h. Eignarhaldsfélag á vátryggingasviði.
    i. Blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi.
    j. Blandað eignarhaldsfélag á vátryggingasviði.
    k. Vátryggingafélag sem er undanskilið gildissviði tilskipunar 2009/138/EB skv. 4. gr. þeirrar tilskipunar.
    l. Fyrirtæki utan Evrópska efnahagssvæðisins með meginstarfsemi sambærilega við starfsemi skv. a–j-lið.
    19. Hlutdeildarfélag: Félag sem fjármálafyrirtæki hefur veruleg áhrif á eða þar sem beinn eða óbeinn eignarhluti nemur 20% eða meira af atkvæðisrétti eða hlutafé.
    20. Venslaðir aðilar: Til venslaðra aðila teljast tengdir aðilar samkvæmt settum reikningsskilareglum, sbr. lög um ársreikninga. Til venslaðra aðila geta einnig talist aðrir aðilar sem Fjármálaeftirlitið metur að eigi beinna og skyldra hagsmuna að gæta vegna starfsemi fjármálafyrirtækis.
    21. Virkur eignarhlutur: Bein eða óbein hlutdeild í félagi sem nemur 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags.
    22. Yfirráð: Tengsl milli móðurfélags og dótturfélags, eins og þau eru skilgreind í lögum um ársreikninga, eða sambærilegt samband milli einstaklings eða lögaðila og félags.
    23. Náin tengsl: Náin tengsl teljast vera til staðar þegar einstaklingar og/eða félög tengjast með einhverjum eftirfarandi hætti:
    a. með hlutdeild í formi beins eignarréttar eða yfirráðum sem nemur 20% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðavægi félags,
    b. með yfirráðum eða
    c. með varanlegum tengslum þeirra við sama þriðja aðila í gegnum yfirráðatengsl.
    24. Hópur tengdra viðskiptamanna: Það telst hópur tengdra viðskiptamanna ef öðru eftirtalinna skilyrða er fullnægt:
    a. tveir eða fleiri einstaklingar eða lögaðilar sem, nema sýnt sé fram á annað, mynda eina áhættu vegna þess að einn þeirra hefur bein eða óbein yfirráð yfir hinum eða
    b. tveir eða fleiri einstaklingar eða lögaðilar þar sem enginn einn hefur yfirráð yfir hinum, eins og skilgreint er í a-lið, en þeir teljast til sömu áhættu vegna þess að þeir eru svo fjárhagslega tengdir að líkur eru á að ef einn þeirra lendir í fjárhagserfiðleikum, einkum í tengslum við fjármögnun eða endurgreiðslu skulda, eigi hinn aðilinn eða allir í erfiðleikum með fjármögnun eða endurgreiðslu skulda.
    25. Samstarf: Samstarf skal m.a. vera talið á milli aðila ef þeir hafa gert með sér samkomulag um að einn eða fleiri saman nái virkum eignarhlut í félagi, hvort sem samkomulagið er formlegt eða óformlegt, skriflegt, munnlegt eða með öðrum hætti. Samstarf skal alltaf talið vera fyrir hendi þegar um eftirfarandi tengsl er að ræða, nema sýnt sé fram á hið gagnstæða:
    a. Hjón, aðilar í skráðri sambúð og börn hjóna eða aðila í skráðri sambúð. Foreldrar og börn teljast enn fremur aðilar í samstarfi.
    b. Tengsl milli aðila sem fela í sér bein eða óbein yfirráð annars aðilans yfir hinum eða ef tvö eða fleiri félög eru beint eða óbeint undir yfirráðum sama aðila. Taka skal tillit til tengsla aðila skv. a-, c- og d-lið.
    c. Félög sem aðili á með beinum eða óbeinum hætti verulegan eignarhlut í, þ.e. aðili á með beinum eða óbeinum hætti a.m.k. 20% hluta atkvæðisréttar í viðkomandi félagi. Félag, móðurfélag þess, dótturfélög og systurfélög teljast í samstarfi. Taka skal tillit til tengsla aðila skv. a-, b- og d-lið.
    d. Tengsl á milli félags og stjórnarmanna þess og félags og framkvæmdastjóra þess.
    26. Aðildarríki: Ríki sem er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, aðili að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjar.
    27. Fjármálagerningur: Fjármálagerningur eins og hann er skilgreindur samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti og aðrir gerningar sem kveðið er á um í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 2. mgr.
    28. Stofnframlag: Með stofnframlagi fjármálafyrirtækis er átt við fjárhæð og tegund þess eigin fjár sem fjármálafyrirtæki skal hafa til þess að hljóta starfsleyfi.
    29. Stór áhættuskuldbinding: Áhættuskuldbinding, þ.e. lánveitingar, verðbréfaeign, eignarhlutir og veittar ábyrgðir fjármálafyrirtækis, svo og aðrar skuldbindingar gagnvart fjármálafyrirtækinu, sem nemur 10% eða meira af eiginfjárgrunni þess.
    30. Verðbréfun: Viðskiptasamningur eða kerfisfyrirkomulag þar sem útlánaáhætta tengd ákveðinni áhættuskuldbindingu eða safni áhættuskuldbindinga er skipt í áhættulög eignasafns og hefur bæði eftirfarandi einkenna:
    a. greiðslur samkvæmt viðskiptasamningnum eða kerfisfyrirkomulaginu eru háðar afkomu og efndum af áhættuskuldbindingunni eða safni áhættuskuldbindinga og
    b. forgangsröðun áhættulaganna ákvarðar dreifingu taps á líftíma viðskiptasamningsins eða kerfisfyrirkomulagsins.
    31. Verðbréfuð staða: Áhættuskuldbinding vegna verðbréfunar.
    32. Endurverðbréfun: Verðbréfun þar sem áhætta tengd undirliggjandi safni áhættuskuldbindinga er lagskipt í hluta og að lágmarki ein undirliggjandi áhættuskuldbinding er verðbréfuð staða.
    33. Endurverðbréfuð staða: Áhættuskuldbinding vegna endurverðbréfunar.
    34. Hæft fjármagn: Samtala eiginfjárgrunnsgerninga þáttar 1 skv. 84. gr. a og 84. gr. b og eiginfjárgrunnsgerninga þáttar 2 skv. 84. gr. c sem að hámarki nema þriðjungi af eiginfjárgrunnsgerningum þáttar 1, ásamt frádráttarliðum skv. 85. gr.
    35. Stöður sem er haldið vegna veltuviðskipta: Einhver af eftirfarandi stöðum:
    a. stöður fyrir eigin reikning og stöður sem tengjast tiltekinni þjónustu fyrir viðskiptavin og viðskiptavakt,
    b. stöður sem ætlunin er að selja aftur innan skamms tíma eða
    c. stöður sem teknar eru til að hagnast á skammtímamismun á milli kaup- og söluverðs eða öðrum verð- og vaxtabreytingum.
    36. Veltubók: Allar stöður í fjármálagerningum og hrávörum sem fjármálafyrirtæki heldur, annaðhvort vegna veltuviðskipta eða til að verja stöður sem haldið er vegna veltuviðskipta.
    37. Óbeinn eignarhlutur: Áhættuskuldbinding gagnvart millilið sem ber áhættu vegna fjármagnsgernings útgefnum af aðila á fjármálamarkaði þar sem tap fjármálafyrirtækisins, ef til þess kæmi að slíkur fjármagnsgerningur yrði endanlega afskrifaður, yrði ekki verulega frábrugðið því tapi sem fjármálafyrirtækið yrði fyrir vegna beins eignarhlutar í sömu fjármagnsgerningum.
    38. Krosseignarhald: Eignarhlutur fjármálafyrirtækis í eiginfjárgrunnsgerningum eða öðrum fjármagnsgerningum útgefnum af aðila á fjármálamarkaði þar sem þessir aðilar eiga einnig eiginfjárgrunnsgerninga útgefna af fjármálafyrirtækinu.
    39. Tilbúinn eignarhlutur: Fjárfesting fjármálafyrirtækis í fjármálagerningi þar sem virði hans tengist með beinum hætti virði fjármagnsgernings útgefnum af aðila á fjármálamarkaði.
Ráðherra er heimilt í reglugerð að setja nánari ákvæði um skilgreiningu hugtakanna hópur tengdra viðskiptamanna og fjármálagerningur.] 2)] 3)
    1)L. 61/2017, 34. gr. 2)L. 96/2016, 1. gr. 3)L. 75/2010, 2. gr.

II. kafli. Starfsleyfi.
A. Veiting starfsleyfis.
2. gr. Starfsleyfisveitandi.
Fjármálaeftirlitið veitir starfsleyfi samkvæmt lögum þessum. Fjármálafyrirtæki er heimilt að hefja starfsemi þegar það hefur fengið starfsleyfi Fjármálaeftirlitsins.
[Fjármálaeftirlitið skal hafa samráð við lögbær yfirvöld í öðrum aðildarríkjum við mat á umsókn um starfsleyfi fjármálafyrirtækis sem er:
    a. dótturfélag fjármálafyrirtækis eða vátryggingafélags með starfsleyfi í öðru aðildarríki,
    b. dótturfélag móðurfélags fjármálafyrirtækis eða vátryggingafélags með starfsleyfi í öðru aðildarríki, eða
    c. undir yfirráðum aðila, einstaklings eða lögaðila, sem hefur ráðandi stöðu í fjármálafyrirtæki eða vátryggingafélagi í öðru aðildarríki.
Samráð skv. 2. mgr. skal m.a. taka til upplýsinga um hæfi hluthafa og stjórnenda, sbr. 42. og 52. gr.
Samráð skv. 2. mgr. gildir jafnframt um viðvarandi eftirlit með því að starfsskilyrði séu uppfyllt.
1)] 2)
    1)L. 75/2010, 4. gr. 2)L. 130/2004, 1. gr.
3. gr. Leyfisskyld starfsemi.
Eftirtalin starfsemi er starfsleyfisskyld samkvæmt lögum þessum:
    1. Móttaka endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi:
    a. Innlán.
    b. Skuldaviðurkenningar.
    2. Veiting útlána sem fjármögnuð eru með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi.
    3. Eignaleiga þegar fyrirtæki hefur slíka starfsemi að meginstarfsemi sinni. Með eignaleigu er átt við leigustarfsemi með lausafé eða fasteignir þar sem leigusali selur leigutaka hið leigða gegn umsömdu leigugjaldi í tiltekinn lágmarksleigutíma.
    4.1)
    5.2)
    6. [Viðskipti og þjónusta með fjármálagerninga samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti:
    a. Móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga.
    b. Framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina.
    c. Eignastýring.
    d. Fjárfestingarráðgjöf.
    e. Sölutrygging í tengslum við útgáfu fjármálagerninga og/eða útboð fjármálagerninga.
    f. [Umsjón með útboði fjármálagerninga án sölutryggingar og taka verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.] 3)
    g. Rekstur markaðstorgs fjármálagerninga (MTF).] 4)
    7. Rekstur verðbréfasjóða.
Um aðrar starfsheimildir fjármálafyrirtækja fer skv. IV. kafla.
[Aðilar þessir falla ekki undir gildissvið laganna:
    1. Seðlabankar ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins og aðrar opinberar stofnanir sem annast eða hafa afskipti af lánamálum ríkja.
    2. Vátryggingafélög.
    3. [Verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og lífeyrissjóðir sem og vörslufyrirtæki slíkra sjóða.] 5)
    4. Lögmenn og löggiltir endurskoðendur, enda sé um tilfallandi þjónustu að ræða og hún veitt sem eðlilegur þáttur í víðtækara viðfangsefni á starfssviði þeirra.
    5. Aðilar sem veita þjónustu fyrir móðurfélög sín, dótturfélög sín eða fyrir önnur dótturfélög móðurfélags síns.
    6. Aðilar sem veita aðeins þjónustu í tengslum við stjórnun á sjóðum starfsmanna um fjárfestingar.
    7. Aðilar sem hafa ekki leyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum þessum að meginstarfsemi sinni, metið á samstæðugrunni, og eiga í viðskiptum með fjármálagerninga fyrir eigin reikning eða veita viðskiptavinum meginstarfsemi sinnar þjónustu með hrávöruafleiður eða afleiðusamninga skv. d-lið 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um verðbréfaviðskipti.
    8. Aðilar sem veita fjárfestingarráðgjöf sem hluta af þjónustu sem fellur ekki undir lög þessi að öðru leyti svo framarlega sem ekki er greitt sérstaklega fyrir ráðgjöfina.
    9. Aðilar sem hafa að meginstarfsemi að eiga í viðskiptum fyrir eigin reikning með hrávöru eða hrávöruafleiður, svo framarlega sem þeir eru ekki hluti af samstæðu sem hefur að meginstarfsemi að stunda leyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum þessum.] 4)
[Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um undanþágur skv. 3. mgr.] 4)
    1)L. 120/2011, 81. gr. 2)L. 17/2013, 47. gr. 3)L. 75/2010, 5. gr. 4)L. 111/2007, 1. gr. 5)L. 144/2007, 1. gr.
4. gr. Tegundir starfsleyfa.
Fjármálafyrirtæki getur fengið starfsleyfi sem:
    1. Viðskiptabanki skv. 1.–6. tölul. 1. mgr. 3. gr. Viðskiptabanki skal þó ætíð hafa starfsleyfi og veita þjónustu skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.
    2. [Sparisjóður skv. 1.–6. tölul. 1. mgr. 3. gr. Sparisjóður sem starfar á afmörkuðu, staðbundnu starfssvæði skv. 3. mgr. 14. gr. getur fengið starfsleyfi skv. 1., 2. og 5. tölul. 1. mgr. 3. gr. Sparisjóður skal þó ætíð hafa starfsleyfi og veita þjónustu skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.] 1)
    3. Lánafyrirtæki skv. b-lið 1. tölul. og 2.–6. tölul. 1. mgr. 3. gr. Lánafyrirtæki skal ætíð hafa starfsleyfi skv. b-lið 1. tölul. og 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. Lánafyrirtæki hefur heimild til að kalla sig fjárfestingarbanka.
    4.2)
    5. Verðbréfafyrirtæki skv. 6. tölul. 1. mgr. 3. gr.
    6.3)
    7. [Rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. c- og d-lið 6. tölul. og 7. tölul. 1. mgr. 3. gr.] 3)
Fjármálafyrirtæki sem fengið hefur starfsleyfi skv. 1.–4. tölul. 1. mgr. telst vera lánastofnun í skilningi laga þessara.
[Fjármálafyrirtæki sem ekki er heimilt að eiga viðskipti fyrir eigin reikning er þrátt fyrir það heimilt að fjárfesta í fjármálagerningum utan veltubókar, í því skyni að ávaxta eigið fé sitt. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur samkvæmt þessu ákvæði.] 4)
    1)L. 47/2013, 2. gr. 2)L. 17/2013, 47. gr. 3)L. 96/2016, 2. gr. 4)L. 111/2007, 2. gr.
5. gr. Umsókn.
Umsókn um starfsleyfi skal vera skrifleg og henni skulu fylgja:
    1. Upplýsingar um tegund starfsleyfis sem sótt er um, sbr. 4. gr., leyfisskylda starfsemi, sbr. 1. mgr. 3. gr., og aðra starfsemi sem fyrirhuguð er, sbr. IV. kafla.
    2. Samþykktir félags.
    3. Upplýsingar um starfsskipulag þar sem m.a. komi fram upplýsingar um hvernig fyrirhugaðri starfsemi verði sinnt.
    4. Upplýsingar um innra skipulag fyrirtækisins, þ.m.t. eftirlits- og starfsreglur.
    5. Viðskipta- og rekstraráætlun þar sem m.a. komi fram fyrirhugaður vöxtur og uppbygging eigin fjár.
    6. Upplýsingar um stofnendur, hluthafa eða stofnfjáreigendur, sbr. VI. kafla, [og hlutfallslegt eignarhald hvers þeirra]. 1)
    7. Upplýsingar um stjórnarmenn, framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur.
    8. Staðfesting endurskoðanda á innborgun hlutafjár eða stofnfjár.
    9. Upplýsingar um náin tengsl fyrirtækisins við einstaklinga eða lögaðila, sbr. [23. tölul. 1. mgr. 1. gr. a og 3. mgr. 7. gr.] 2)
    10. Aðrar viðeigandi upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið ákveður.
    1)L. 57/2015, 2. gr. 2)L. 96/2016, 3. gr.
6. gr. Veiting starfsleyfis.
Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um veitingu starfsleyfis skal tilkynnt umsækjanda skriflega svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en þremur mánuðum eftir að fullbúin umsókn barst. Fjármálaeftirlitið skal tilkynna umsækjanda um það þegar umsókn telst fullnægjandi.
Í starfsleyfi skal koma fram til hvaða tegundar leyfið tekur, sbr. 4. gr., hvaða starfsleyfisskylda starfsemi heimilt er að stunda á grundvelli þess og hvaða aðra starfsemi fyrirhugað er að stunda skv. IV. kafla. [Ekki er heimilt að veita starfsleyfi sem tekur eingöngu til viðbótarþjónustu skv. 25. gr. Fjármálafyrirtæki, sem hyggst auka við starfsemi sína þannig að hún taki til annarrar starfsemi skv. IV. kafla sem fellur ekki undir starfsleyfi þess, skal sækja um leyfi til Fjármálaeftirlitsins til að stunda þá starfsemi.] 1)
Fjármálafyrirtæki er óheimilt að hefja starfsemi fyrr en hlutafé eða stofnfé hefur verið greitt að fullu í reiðufé.
Fjármálaeftirlitið skal birta tilkynningar um starfsleyfi fjármálafyrirtækja í Lögbirtingablaði.
    1)L. 111/2007, 3. gr.
7. gr. Synjun starfsleyfis.
Fullnægi umsókn ekki skilyrðum laga þessara að mati Fjármálaeftirlitsins skal það synja um starfsleyfi.
Synjun Fjármálaeftirlitsins á umsókn skal rökstudd og tilkynnt umsækjanda innan þriggja mánaða frá móttöku fullbúinnar umsóknar. Synjun skal þó alltaf hafa borist umsækjanda tólf mánuðum frá móttöku umsóknar. [Við mat á umsókn um veitingu starfsleyfis er óheimilt að byggja mat á umsókninni, eða synjun, á sjónarmiðum um þarfir á fjármálamarkaði hér á landi.] 1)
[Starfsleyfi skal ekki veitt ef náin tengsl umsækjanda, sbr. 23. tölul. 1. mgr. 1. gr. a, við einstaklinga eða lögaðila hindra eftirlit með fyrirtækinu af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Hið sama á við ef lög eða reglur sem gilda um slíka tengda aðila hindra eftirlit.] 2)
    1)L. 57/2015, 3. gr. 2)L. 96/2016, 4. gr.
8. gr. Skrá yfir fjármálafyrirtæki.
Fjármálaeftirlitið skal halda skrá yfir fjármálafyrirtæki og útibú þeirra þar sem fram koma allar helstu upplýsingar um hlutaðeigandi fyrirtæki. [Tilkynna skal Fjármálaeftirlitinu, fyrir fram ef við á, um allar breytingar á áður veittum upplýsingum, þar á meðal upplýsingum um stjórn eða framkvæmdastjóra, um fjölgun eða fækkun útibúa og ef fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki lengur skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis.] 1)
    1)L. 111/2007, 4. gr.
B. Afturköllun starfsleyfis.
9. gr. Ástæður afturköllunar.
Fjármálaeftirlitið getur afturkallað starfsleyfi fjármálafyrirtækis í heild eða að hluta:
    1. hafi fyrirtækið fengið starfsleyfið á grundvelli rangra upplýsinga eða á annan óeðlilegan hátt,
    2. [fullnægi fyrirtækið ekki ákvæðum laga þessara um stofnfé, hlutafé, eigið fé, stórar áhættuskuldbindingar eða laust fé], 1)
    3. nýti fyrirtækið ekki starfsleyfið innan tólf mánaða frá því að það var veitt, afsali sér ótvírætt leyfinu eða hætti starfsemi í meira en sex mánuði samfellt,
    4. fullnægi hluthafar, stjórnarmenn og stjórnendur fyrirtækis ekki þeim hæfisskilyrðum sem fram koma í 42. og 52. gr.,
    5. sé um að ræða náin tengsl fjármálafyrirtækis við einstaklinga eða lögaðila með þeim hætti sem um getur í [23. tölul. 1. mgr. 1. gr. a og 3. mgr. 7. gr.], 2)
    6. [hafi ráðstafanir sem gripið hefur verið til á grundvelli ákvæða um inngrip Fjármálaeftirlitsins í eignir, réttindi og skyldur fjármálafyrirtækis skv. 100. gr. a ekki náð árangri eða hafi verið kveðinn upp úrskurður um slit fyrirtækisins skv. XII. kafla], 3)
    7. brjóti fyrirtækið að öðru leyti alvarlega eða ítrekað gegn lögum þessum, reglum, samþykktum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim,
    [8. uppfylli fjármálafyrirtæki ekki lengur þau lögbundnu skilyrði sem það þurfti að uppfylla til þess að hljóta starfsleyfi,
    9. geti fjármálafyrirtæki ekki sýnt fram á að það geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart lánardrottnum og/eða innlánseigendum,
    10. brjóti fjármálafyrirtæki gegn skyldu til þess að viðhalda eiginfjárauka vegna kerfisáhættu skv. [86. gr. b] 2) og takmarkanir á grundvelli [6. mgr. 86. gr. a] 2) hafa ekki náð tilætluðum árangri.] 1)
Áður en til afturköllunar kemur skv. 1. mgr. skal fyrirtækinu veittur hæfilegur frestur til úrbóta sé unnt að koma úrbótum við að mati Fjármálaeftirlitsins.
[Þrátt fyrir afturköllun starfsleyfis skv. 6. tölul. 1. mgr. er [bráðabirgðastjórn, slitastjórn við slitameðferð fjármálafyrirtækis eða skiptastjóra við gjaldþrotaskipti á búi þess] 4) heimilt, með samþykki og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins, að annast áfram tiltekna leyfisbundna starfsemi að svo miklu leyti sem hún er nauðsynleg vegna bústjórnar og ráðstöfunar hagsmuna þrotabús.] 5)
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að banna fjármálafyrirtæki að stunda tiltekna starfsemi sem því er heimil skv. IV. kafla. Um slíkt bann gilda ákvæði 1. og 2. mgr.
    1)L. 57/2015, 4. gr. 2)L. 96/2016, 5. gr. 3)L. 125/2008, 3. gr. 4)L. 44/2009, 1. gr. 5)L. 129/2008, 1. gr.
10. gr. Tilkynning um afturköllun og slit fjármálafyrirtækis.
Afturköllun á starfsleyfi fjármálafyrirtækis skal tilkynnt stjórn þess og rökstudd skriflega. Fjármálaeftirlitið skal birta tilkynninguna í Lögbirtingablaði og auglýsa í fjölmiðlum. Starfræki fyrirtækið útibú eða þjónustustarfsemi í öðru ríki skal tilkynningin send lögbærum eftirlitsaðilum í því ríki.
Ef starfsleyfi fjármálafyrirtækis er afturkallað skal fyrirtækinu slitið og fer um slitin samkvæmt ákvæðum XII. kafla.
[10. gr. a. Takmörkun á starfsemi fjármálafyrirtækis.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að takmarka starfsemi einstakra starfsstöðva fjármálafyrirtækja telji það sérstaka ástæðu til. Því er enn fremur heimilt að setja einstaka starfsstöðvum fjármálafyrirtækis sérstök skilyrði fyrir áframhaldandi starfsemi. Þá er Fjármálaeftirlitinu heimilt að takmarka tímabundið starfsemi fjármálafyrirtækis sem því er heimilt að stunda, í heild eða hluta, hvort sem hún er starfsleyfisskyld eða ekki, telji stofnunin sérstaka ástæðu til.
Áður en gripið er til takmörkunar skv. 1. mgr. skal viðkomandi fjármálafyrirtæki gefinn kostur á að koma við úrbótum sé það unnt að mati Fjármálaeftirlitsins. Ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins samkvæmt þessari grein skulu rökstuddar skriflega. Veiti fjármálafyrirtækið þjónustu í öðru aðildarríki skal tilkynning um efni ákvörðunarinnar og rökstuðning send lögbærum eftirlitsaðila í því ríki.] 1)
    1)L. 75/2010, 6. gr.

III. kafli. Stofnun og starfsemi.
11. gr. Búsetuskilyrði stofnenda.
Einungis einstaklingar og lögaðilar búsettir hér á landi geta verið stofnendur fjármálafyrirtækja.
[Ríkisborgarar og lögaðilar annarra ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins og aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu svo og Færeyingar og lögaðilar í Færeyjum eru undanþegnir búsetuskilyrðum 1. mgr.] 1) [Ráðherra] 2) er heimilt að veita ríkisborgurum annarra ríkja sömu undanþágu.
    1)L. 108/2006, 75. gr. 2)L. 126/2011, 355. gr.
12. gr. Heiti.
Fjármálafyrirtækjum er einum heimilt að nota í firma sínu eða til nánari skýringar á starfsemi sinni orðin „banki“, „viðskiptabanki“, „fjárfestingarbanki“, „sparisjóður“, …, 1) „verðbréfafyrirtæki“ … 2) og „rekstrarfélag verðbréfasjóðs“, ein sér eða samtengd öðrum orðum, í samræmi við starfsleyfi sitt.
Sé hætta á að villst verði á nöfnum erlends og innlends fjármálafyrirtækis sem starfa hér á landi getur Fjármálaeftirlitið krafist þess að annað fyrirtækjanna verði auðkennt sérstaklega.
Fjármálafyrirtæki má ekki auðkenna starfsemi sína á þann hátt að unnt sé að líta svo á að um Seðlabanka Íslands geti verið að ræða.
    1)L. 17/2013, 47. gr. 2)L. 96/2016, 6. gr.
13. gr. Rekstrarform.
Fjármálafyrirtæki skal starfa sem hlutafélag. Um rekstrarform sparisjóða gilda ákvæði VIII. kafla.
14. gr. [Stofnframlag lánastofnunar.
Við veitingu starfsleyfis skal lágmark innborgaðs stofnframlags lánastofnunar vera jafnvirði 5 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum. Til stofnframlags skv. 1. málsl. telst einn eða fleiri af eftirfarandi eiginfjárliðum:
    1. Fjármagnsgerningar, þ.m.t. innborgað hlutafé og stofnfé, sem uppfylla skilyrði 84. gr. b.
    2. Yfirverðsreikningur vegna eiginfjárgerninga skv. 1. tölul., þ.m.t. yfirverðsreikningur hlutafjár og stofnfjár.
    3. Óráðstafað eigið fé.
    4. Varasjóður.
Þrátt fyrir 1. mgr. getur stofnframlag sparisjóðs sem starfar á afmörkuðu, staðbundnu starfssvæði og hefur starfsleyfi skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. og starfsheimildir skv. 1.–6., 10., 13. og 14. tölul. 1. mgr. 20. gr. að lágmarki numið jafnvirði 1 milljónar evra (EUR) í íslenskum krónum. Með afmörkuðu, staðbundnu starfssvæði er átt við að sparisjóður hafi ekki heimild til að stunda starfsemi skv. B-hluta V. kafla.
Sé hlutafé eða stofnfé skv. 1. eða 2. mgr. skráð í íslenskum krónum skal miða við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni.
Óski lánastofnun eftir nýju starfsleyfi skal bókfært eigið fé í stað hlutafjár eða stofnfjár ekki nema lægri fjárhæð en kveðið er á um í 1. eða 2. mgr. eða 14. gr. a.
Eiginfjárgrunnur lánastofnunar skv. 84. gr., 84. gr. a – 84. gr. f og 85. gr. má á hverjum tíma eigi nema lægri fjárhæð en kveðið er á um í 1. eða 2. mgr.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar.] 1)
    1)L. 96/2016, 7. gr.
[14. gr. a. Stofnframlag verðbréfafyrirtækja, staðbundinna fyrirtækja og rekstrarfélaga verðbréfasjóða.
Við veitingu starfsleyfis skal lágmark innborgaðs stofnframlags verðbréfafyrirtækis, staðbundins fyrirtækis og rekstrarfélags verðbréfasjóða vera eins og það er tilgreint í þessari grein. Til stofnframlags skv. 1. málsl. telst einn eða fleiri af eftirfarandi eiginfjárliðum:
    1. Fjármagnsgerningar, þ.m.t. innborgað hlutafé og innborgað stofnfé sem uppfylla skilyrði 84. gr. b.
    2. Yfirverðsreikningur vegna eiginfjárgerninga skv. 1. tölul., þ.m.t. yfirverðsreikningur hlutafjár og stofnfjár.
    3. Óráðstafað eigið fé.
    4. Varasjóður.
Hlutafé verðbréfafyrirtækis skal að lágmarki nema jafnvirði 730 þúsund evra (EUR) í íslenskum krónum.
Þrátt fyrir 2. mgr. getur hlutafé verðbréfafyrirtækis að lágmarki numið jafnvirði 125 þúsund evra (EUR) í íslenskum krónum ef verðbréfafyrirtækið uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
    1. Það hefur ekki starfsheimildir skv. c- og f-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr.
    2. Það hefur starfsheimild skv. a-lið 2. tölul. 1. mgr. 25. gr. og a.m.k. eina eða fleiri af þeim starfsheimildum sem getið eru um í a-, b- og d-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr.
Þrátt fyrir 2. og 3. mgr. getur hlutafé verðbréfafyrirtækis að lágmarki numið jafnvirði 50 þúsund evra (EUR) í íslenskum krónum ef verðbréfafyrirtæki hefur ekki starfsheimild skv. c- og f-lið 1. tölul. 1. mgr. og a-lið 2. tölul. 1. mgr. 25. gr.
Hlutafé staðbundins fyrirtækis skal að lágmarki nema jafnvirði 50 þúsund evra (EUR) í íslenskum krónum ef það veitir þjónustu í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu skv. 36. og/eða 37. gr.
Hlutafé rekstrarfélags verðbréfasjóða skal að lágmarki nema jafnvirði 125 þúsund evra (EUR) í íslenskum krónum. Hlutafé skal hækka um sem nemur 0,02% af eignum verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu sem eru í rekstri rekstrarfélagsins og eru umfram jafnvirði 250 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum. Hlutafé skv. 1. og 2. málsl. þarf þó ekki að fara yfir jafnvirði 10 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum. Með eignum rekstrarfélags samkvæmt þessari málsgrein skal telja eignir verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu.
Sé hlutafé skráð í íslenskum krónum skal miða við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni.
Óski fyrirtæki samkvæmt þessari grein eftir nýju starfsleyfi skal bókfært eigið fé í stað hlutafjár ekki nema lægri fjárhæð en kveðið er á um í þessari grein eða 14. gr.
Eiginfjárgrunnur fyrirtækis samkvæmt þessari grein má á hverjum tíma eigi nema lægri fjárhæð en kveðið er á um í 2.–5. mgr.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar.] 1)
    1)L. 96/2016, 8. gr.
15. gr. Höfuðstöðvar.
Fjármálafyrirtæki, sem fengið hefur starfsleyfi skv. 6. gr., skal hafa höfuðstöðvar sínar hér á landi.
16. gr. Endurskoðunardeild.
[Í fjármálafyrirtæki skal starfa endurskoðunardeild sem annast innri endurskoðun. Innri endurskoðunardeild skal starfa óháð öðrum deildum í skipulagi fjármálafyrirtækis og er hún hluti af skipulagi þess og þáttur í eftirlitskerfi þess. Starfsmenn innri endurskoðunardeildar skulu sameiginlega búa yfir nægjanlegri þekkingu og reynslu til þess að takast á við verkefni deildarinnar og skal starfsmannafjöldinn endurspegla stærð fjármálafyrirtækis og starfsemi þess. Starfsmenn innri endurskoðunardeildar mega ekki vera hluthafar í viðkomandi fjármálafyrirtæki. [Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur sem kveða nánar á um starfsemi innri endurskoðunardeildar.] 1)
Stjórn fjármálafyrirtækis skal ráða forstöðumann endurskoðunardeildar fyrirtækis sem fer með innri endurskoðun í umboði hennar. Hann skal hafa sérþekkingu á sviði innri endurskoðunar, hafa lokið háskólaprófi sem nýtist í starfi og búa yfir nægilegri reynslu til þess að geta sinnt starfi sínu. Hann má ekki hafa verið úrskurðaður gjaldþrota eða hafa í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. og ákvæðum laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, svo og sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi. Fjármálaeftirlitið getur hvenær sem er tekið hæfi forstöðumanns innri endurskoðunardeildar til sérstakrar skoðunar telji stofnunin tilefni til.
Innri endurskoðun skal reglulega gera stjórn og endurskoðunarnefnd grein fyrir starfsemi sinni. Skylt er að taka þær athugasemdir sem forstöðumaður innri endurskoðunar metur mikilvægar fyrir á stjórnarfundum og færa til bókar. Forstöðumaður innri endurskoðunardeildar hefur rétt til setu á stjórnarfundum þar sem athugasemdir hans eru á dagskrá.
Eigi sjaldnar en árlega skal innri endurskoðun gera Fjármálaeftirlitinu grein fyrir niðurstöðum kannana sinna. Auk þess skal innri endurskoðun tilkynna Fjármálaeftirlitinu sérstaklega og án tafar þær athugasemdir sem gerðar hafa verið og sendar stjórn.
Fjármálaeftirlitið getur, með hliðsjón af eðli og umfangi rekstrar einstakra fjármálafyrirtækja, veitt undanþágu frá starfrækslu innri endurskoðunardeildar eða frá einstökum þáttum starfsemi þeirra og sett þeim fyrirtækjum sérstök skilyrði sem slíka undanþágu fá.] 2)
    1)L. 96/2016, 9. gr. 2)L. 75/2010, 8. gr.
17. gr. Eftirlitskerfi með áhættu.
[Fjármálafyrirtæki skal á hverjum tíma hafa yfir að ráða tryggu eftirlitskerfi með áhættu í tengslum við alla starfsemi sína. Hjá fjármálafyrirtæki skulu vera til staðar fullnægjandi og skjalfestir innri ferlar til að meta nauðsynlega stærð, samsetningu og innri dreifingu eiginfjárgrunns með hliðsjón af þeim áhættum sem starfsemin felur í sér hverju sinni. Innri ferlarnir skulu endurmetnir reglulega til að tryggja að þeir séu fullnægjandi með hliðsjón af eðli, umfangi og margbreytileika starfseminnar.
[Fjármálafyrirtæki ber að framkvæma regluleg álagspróf og skjalfesta forsendur og niðurstöður þeirra. Niðurstöður álagsprófa skulu vera á dagskrá næsta stjórnarfundar eftir að niðurstaða þeirra liggur fyrir.
[Innri ferlar fjármálafyrirtækis skv. 1. mgr. skulu, eftir því sem við á, taka til áhættuþátta skv. 78. gr. a – 78. gr. i. Fjármálafyrirtæki skal hafa verkferla sem tryggja upplýsingaskipti á milli áhættustýringar og stjórnar vegna allra helstu áhættuþátta í starfsemi félagsins og breytinga á þeim.
Áhættustýring fjármálafyrirtækis skal fara fram í einingu sem er óháð öðrum starfseiningum þess. Fjármálafyrirtæki skal tryggja að áhættustýring hafi nægilegt vald, fjárveitingar og heimildir, m.a. til þess að afla gagna og upplýsinga sem nauðsynlegar eru í starfsemi áhættustýringar.
Áhættustýring skal sjá til þess að greining, mæling og skýrslugjöf um áhættu í starfsemi fjármálafyrirtækis fari fram og sé fullnægjandi, þ.m.t. skýrslur til stjórnenda og eftirlitsaðila. Áhættustýring skal taka virkan þátt í mótun áhættustefnu fjármálafyrirtækis og hafa aðkomu að viðameiri ákvörðunum um áhættustýringu. Áhættustýring skal hafa heildstæða yfirsýn yfir helstu áhættuþætti í starfsemi fjármálafyrirtækis.
Framkvæmdastjóri ræður yfirmann áhættustýringar. Yfirmaður áhættustýringar skal búa við sjálfstæði sem stjórnandi og hafa umsjón með og bera ábyrgð á þeirri einingu þar sem áhættustýring fjármálafyrirtækis fer fram. Tryggt skal að yfirmaður áhættustýringar hafi milliliðalausan aðgang að stjórn. Yfirmaður áhættustýringar skal leggja fyrir áhættunefnd stjórnar, eða stjórn fyrirtækisins sé áhættunefnd ekki til staðar, skýrslu um framkvæmd áhættustýringar svo oft sem þurfa þykir, þó eigi sjaldnar en árlega. Láti yfirmaður áhættustýringar af störfum skal það tilkynnt Fjármálaeftirlitinu. Yfirmanni áhættustýringar verður hvorki sagt upp störfum né hann færður til í starfi nema að fengnu samþykki stjórnar.
Ef starfsemi fjármálafyrirtækis réttlætir ekki sérstakt stöðugildi yfirmanns áhættustýringar getur Fjármálaeftirlitið heimilað að annar starfsmaður hafi umsjón með áhættustýringu fjármálafyrirtækisins, enda sé gætt að hagsmunaárekstrum. Við slíkt mat skal Fjármálaeftirlitið hafa hliðsjón af eðli og umfangi starfsemi fyrirtækisins og því hversu margþætt hún er. Fjármálaeftirlitinu er heimilt, í reglum settum skv. 8. mgr., að kveða á um hvenær starfsemi fjármálafyrirtækis réttlætir að ekki sé til staðar sérstakt stöðugildi yfirmanns áhættustýringar.] 1)
Fjármálaeftirlitið getur sett reglur um framkvæmd áhættustýringar, stöðu þeirra sem framkvæma áhættustýringu í skipuriti fjármálafyrirtækja og um eftirlitskerfi vegna áhættuþátta í starfsemi fjármálafyrirtækja og fjármálasamsteypa.] 2)] 3)
    1)L. 57/2015, 5. gr. 2)L. 75/2010, 9. gr. 3)L. 170/2006, 2. gr.
[17. gr. a. Uppfærð skuldbindingaskrá.
Fjármálafyrirtæki skal halda sérstaka skrá um alla þá sem njóta lánafyrirgreiðslu þess. Til lánafyrirgreiðslu samkvæmt þessari grein teljast beinar lánveitingar til viðkomandi, kaup á skuldabréfum útgefnum af viðkomandi, kaup á eignasafni annars lánveitanda þar sem er að finna kröfu á viðkomandi og hvers konar önnur fyrirgreiðsla sem jafna má til lánafyrirgreiðslu, enda nemi brúttóskuld viðkomandi við fjármálafyrirtækið að lágmarki 300 millj. kr.
Fjármálafyrirtæki skal senda Fjármálaeftirlitinu uppfærða skrá miðað við hver mánaðamót. Skal skráin greinast í nöfn og kennimerki lántakenda. Enn fremur skal senda sambærilega skrá um aðila í nánum tengslum, [venslaða aðila] 1) og hópa tengdra viðskiptamanna, að svo miklu leyti sem þeir aðilar eru ekki á fyrrnefndri skrá. Að öðru leyti gilda ákvæði laga þessara og ákvæði laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi um meðferð upplýsinga sem skráin hefur að geyma.
Fjármálaeftirlitið getur sett nánari reglur um innihald skrárinnar.] 2)
    1)L. 96/2016, 10. gr. 2)L. 75/2010, 10. gr.
[17. gr. b. Skylda lántaka til að veita upplýsingar.
Telji Fjármálaeftirlitið að lántökur einstaks aðila, sem er á skuldbindingaskrá skv. 17. gr. a og lýtur ekki opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi, geti haft kerfislæg áhrif er því heimilt að krefja viðkomandi um upplýsingar um skuldbindingar hans. Til skuldbindinga samkvæmt þessari grein teljast beinar lántökur, ádregnar lánalínur, útgáfa á skuldaskjölum viðkomandi, kaup á skuldatryggingu eða greiðsluvátryggingu vegna lántöku, kaup- og söluréttur og hvers konar önnur fyrirgreiðsla, innan eða utan efnahagsreiknings, sem viðkomandi hefur notið og jafna má til lánafyrirgreiðslu eða ábyrgðar.
Neiti aðili að láta Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar skv. 1. mgr. getur Fjármálaeftirlitið fyrirskipað eftirlitsskyldum aðilum að ekki verði um frekari fyrirgreiðslu af hálfu eftirlitsskyldra aðila við viðkomandi að ræða. Sama á við ef upplýsingagjöf viðkomandi er ófullnægjandi. Ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins samkvæmt þessari grein skulu rökstuddar skriflega.] 1)
    1)L. 75/2010, 10. gr.
18. gr. [Upplýsingaskylda fjármálafyrirtækis.
Fjármálafyrirtæki skal upplýsa opinberlega um áhættu, áhættustýringu og eiginfjárstöðu fyrirtækisins. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að ákveða tíðni slíkrar upplýsingagjafar, hvenær upplýsingarnar skuli birtar og að þær skuli birta í sérstökum miðli, öðrum en ársreikningum fjármálafyrirtækja. Fjármálaeftirlitið getur krafist þess að móðurfélag fjármálafyrirtækis birti árlega, annaðhvort að fullu eða með tilvísun, lýsingu á uppbyggingu samstæðu fyrirtækisins og upplýsingar um stjórnarhætti og skipurit þess. Upplýsingaskyldu fjármálafyrirtækis skal afmarka nánar með reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a.] 1)
    1)L. 96/2016, 11. gr.
19. gr. Góðir viðskiptahættir og venjur.
[Fjármálafyrirtæki skal starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði.
Fjármálaeftirlitið setur reglur 1) um hvað teljist eðlilegir og heilbrigðir viðskiptahættir fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum þessum. [Í reglunum skal m.a. kveðið á um almenn samskipti fjármálafyrirtækja við viðskiptavini sína, upplýsingagjöf til viðskiptavina og meðhöndlun kvartana.] 2)
2)
[Fjármálafyrirtæki skal tilgreina á vefsíðu nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár eða stofnfjár í fyrirtækinu á hverjum tíma. Fjármálafyrirtæki hefur fjóra daga til þess að uppfæra vefsíðuna frá því að eignarhald á hlut breytist. Sé lögaðili eigandi hlutafjár eða stofnfjár umfram 1% skal jafnframt koma fram hvaða einstaklingur eða einstaklingar séu raunverulegir eigendur viðkomandi lögaðila. Með raunverulegum eiganda samkvæmt ákvæði þessu er átt við einstakling eða einstaklinga sem eiga beina eða óbeina hlutdeild í félagi sem nemur 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti eða aðra hlutdeild sem gerir honum eða þeim kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags.] 3)] 4)
    1) Rgl. 672/2017. 2)L. 57/2015, 6. gr. 3)L. 47/2013, 3. gr. 4)L. 75/2010, 12. gr.
[19. gr. a. Úrskurðarnefnd.
Fjármálafyrirtæki skal hafa aðgengilegar upplýsingar um úrskurðar- og réttarúrræði viðskiptavina sinna ef ágreiningur rís milli viðskiptavinar og fjármálafyrirtækis, m.a. um málskot til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki.
Fjármálafyrirtækjum er skylt að eiga aðild að úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki starfar samkvæmt samningi milli [ráðherra], 1) Neytendasamtakanna og Samtaka fjármálafyrirtækja, svo og samkvæmt samþykktum er hún setur sér. Formaður nefndarinnar skal fullnægja skilyrðum til þess að vera héraðsdómari. Nefndin kveður upp rökstudda úrskurði og verður þeim ekki skotið til stjórnvalda, en heimilt er aðilum máls að leggja ágreining sinn fyrir dómstóla með venjubundnum hætti. Ráðherra annast birtingu samþykkta nefndarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.] 2)
    1)L. 126/2011, 355. gr. 2)L. 75/2010, 13. gr.
[19. gr. b. Upplýsingar um viðskiptamenn.
Fjármálafyrirtæki skulu setja sér reglur um hvernig haldið er utan um upplýsingar um einstaka viðskiptamenn. Í þeim skal koma fram hvaða starfsmenn hafi aðgengi að upplýsingunum starfs síns vegna, hvernig staðið skuli að miðlun upplýsinga til innra eftirlits, eftirlitsstjórnvalda og lögreglu og hvernig eftirliti með framkvæmd reglnanna er háttað. Reglurnar skulu vera aðgengilegar viðskiptavinum.] 1)
    1)L. 75/2010, 14. gr.

IV. kafli. Starfsheimildir.
A. Viðskiptabankar, sparisjóðir og lánafyrirtæki.
20. gr. Starfsheimildir viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja.
Starfsemi viðskiptabanka og sparisjóða getur tekið til eftirfarandi þátta:
    1. Móttöku innlána og annarra endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi.
    2. Útlánastarfsemi, m.a.:
    a. neytendalána,
    b. langtímaveðlána,
    c. kröfukaupa og kaupa skuldaskjala og
    d. viðskiptalána.
    3. Fjármögnunarleigu.
    [4. Greiðsluþjónustu samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu.
    5. Útgáfu og umsýslu greiðsluskjala, svo sem ferðatékka og víxla.] 1)
    6. Að veita ábyrgðir og tryggingar.
    7. Viðskipta fyrir eigin reikning eða fyrir viðskiptavini með:
    a. greiðsluskjöl á peningamarkaði (ávísanir, víxla, önnur sambærileg greiðsluskjöl o.s.frv.),
    b. erlendan gjaldeyri,
    c. framvirka samninga og skiptirétt (vilnanir),
    d. gengisbundin bréf og vaxtabréf og
    e. verðbréf.
    8. [Þátttöku í útboðum verðbréfa, þjónustuviðskipta sem tengjast slíkum útboðum og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.] 2)
    9. Ráðgjafar til fyrirtækja um uppbyggingu höfuðstóls, áætlanagerð og skyld mál og ráðgjafar og þjónustu varðandi samruna fyrirtækja og kaup á þeim.
    10. Peningamiðlunar.
    11. [Eignastýringar og ráðgjafar.] 3)
    12. Vörslu og [umsýslu] 3) verðbréfa.
    13. Upplýsinga um lánstraust (lánshæfi).
    14. Útleigu geymsluhólfa.
    [15. Útgáfu rafeyris.] 4)
[Starfsemi sparisjóða sem starfa á staðbundnum, afmörkuðum starfssvæðum skv. 3. mgr. 14. gr. getur tekið til 1., 2., 4.–6., 10., 13. og 14. tölul. 1. mgr.] 5)
Starfsemi lánafyrirtækja getur tekið til 1.–14. tölul. 1. mgr. að því undanskildu að lánafyrirtækjum er óheimilt að taka á móti innlánum.
Viðskiptabankar, sparisjóðir [sem uppfylla ákvæði 2. mgr. 14. gr.] 6) og lánafyrirtæki hafa heimildir til viðskipta með verðbréf skv. 25. gr.
    1)L. 120/2011, 81. gr. 2)L. 75/2010, 15. gr. 3)L. 96/2016, 12. gr. 4)L. 57/2015, 7. gr. 5)L. 47/2013, 4. gr. 6)L. 77/2012, 3. gr.
21. gr. Önnur þjónustustarfsemi og hliðarstarfsemi.
Viðskiptabönkum, sparisjóðum og lánafyrirtækjum er heimilt að sinna annarri þjónustustarfsemi sem er í eðlilegum tengslum við heimildir þeirra skv. 20. gr.
Auk þjónustu skv. 20. gr. er viðskiptabönkum, sparisjóðum og lánafyrirtækjum heimilt að stunda hliðarstarfsemi, enda sé hún í eðlilegu framhaldi af fjármálaþjónustu fyrirtækisins. Ákvæði 1. málsl. þessarar málsgreinar tekur einnig til þess þegar fjármálafyrirtæki á eignarhlut í eða er þátttakandi í annarri atvinnustarfsemi. Senda skal tilkynningu til Fjármálaeftirlitsins ef fyrirhugað er að stunda starfsemi samkvæmt þessari málsgrein. Með slíkri tilkynningu skulu fylgja upplýsingar um hina fyrirhuguðu starfsemi sem Fjármálaeftirlitið metur fullnægjandi. Hafi Fjármálaeftirlitið ekki gert athugasemd við hina fyrirhuguðu starfsemi innan eins mánaðar frá því að fullnægjandi tilkynning berst skal litið svo á að heimilt sé að hefja starfsemina. Fjármálaeftirlitið getur krafist þess að starfsemin sé stunduð í sérstöku félagi, en skal þá tilkynna viðkomandi aðila um þá ákvörðun sína innan fyrrgreinds frests. Sé vanrækt að senda tilkynningu samkvæmt þessari málsgrein getur Fjármálaeftirlitið bannað starfsemina eða krafist þess að hún sé stunduð í sérstöku félagi.
Viðskiptabönkum, sparisjóðum og lánafyrirtækjum er heimilt samkvæmt sérstökum samningi að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins að taka að sér að veita póstþjónustu fyrir hönd aðila sem leyfi hefur til að veita slíka þjónustu. [Þeim er enn fremur heimilt að veita þjónustu í umboði annarra, svo sem vátryggingafélaga, lífeyrissjóða og annarra fjármálafyrirtækja, enda telji Fjármálaeftirlitið þá starfsemi hvorki skerða möguleika þeirra til þess að veita þjónustu samkvæmt starfsleyfi sínu né skerða möguleika þess til að hafa eftirlit með starfseminni. Skal Fjármálaeftirlitinu tilkynnt fyrir fram um áform viðkomandi svo að mat þess geti legið fyrir áður en veiting þjónustunnar hefst.] 1)
    1)L. 76/2009, 1. gr.
22. gr. Tímabundin starfsemi og yfirtaka eigna.
Viðskiptabönkum, sparisjóðum og lánafyrirtækjum er því aðeins heimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem um getur í þessum kafla að það sé tímabundið og í þeim tilgangi að ljúka viðskiptum eða til að endurskipuleggja starfsemi viðskiptaaðila. [Tilkynning, ásamt rökstuðningi, hér að lútandi skal send Fjármálaeftirlitinu. Hafi viðskiptabanki, sparisjóður eða lánafyrirtæki, eða dótturfélag þeirra, þurft að grípa til aðgerða skv. 1. málsl. og tekið yfir a.m.k. 40% eignarhlut í viðskiptaaðila sínum skulu ákvæði VII. og VIII. kafla laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, gilda um viðskiptaaðilann eftir því sem við á. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita undanþágu frá ákvæði 3. málsl. enda sé fjárhagslegri endurskipulagningu lokið innan sex mánaða frá því að viðskiptabanki, sparisjóður eða lánafyrirtæki, eða dótturfélag þeirra, hóf starfsemina. Fjármálaeftirlitið metur hvort fjárhagsleg skilyrði 1. málsl. séu uppfyllt og skal endurskipulagningu lokið áður en 12 mánuðir eru liðnir frá því að starfsemi skv. 1. málsl. hófst. Fjármálaeftirlitið getur framlengt tímafrest skv. 5. málsl. og skal í umsókn rökstutt hvaða atvik hindra sölu.] 1)
Viðskiptabönkum, sparisjóðum og lánafyrirtækjum er heimilt að yfirtaka eignir til að tryggja fullnustu kröfu. Eignirnar skulu seldar jafnskjótt og hagkvæmt er.
    1)L. 75/2010, 16. gr.
23. gr. Heimildir til vátryggingastarfsemi.
Viðskiptabönkum, sparisjóðum [sem uppfylla ákvæði 2. mgr. 14. gr.] 1) og lánafyrirtækjum er heimilt að reka vátryggingafélag í sérstöku félagi.
    1)L. 77/2012, 4. gr.
B. Önnur fjármálafyrirtæki.
24. gr.1)
    1)L. 17/2013, 47. gr.
25. gr. Starfsheimildir verðbréfafyrirtækis.
[Starfsemi verðbréfafyrirtækis getur tekið til eftirfarandi þátta í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga:
    1. Þjónustu:
    a. Móttöku og miðlunar fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga.
    b. Framkvæmdar fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina.
    c. Viðskipta með fjármálagerninga fyrir eigin reikning.
    d. Eignastýringar.
    e. Fjárfestingarráðgjafar.
    f. Sölutryggingar í tengslum við útgáfu fjármálagerninga og/eða útboð fjármálagerninga.
    g. [Umsjónar með útboði fjármálagerninga án sölutryggingar og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.] 1)
    h. Rekstrar markaðstorgs fjármálagerninga (MTF).
    2. Viðbótarþjónustu:
    a. Vörslu og [umsýslu] 2) í tengslum við einn eða fleiri fjármálagerninga fyrir reikning viðskiptavinar, þ.m.t. vörslu fjármálagerninga og tengdrar þjónustu, svo sem vegna fjármuna eða trygginga.
    b. Veitingar lánsheimilda, ábyrgða eða lána til fjárfestis þannig að hann geti átt viðskipti með einn eða fleiri fjármálagerninga ef verðbréfafyrirtæki sem veitir lánsheimildina eða lánið annast viðskiptin.
    c. Ráðgjafar til fyrirtækja um uppbyggingu eigin fjár, stefnumótun og skyld mál og ráðgjafar og þjónustu varðandi samruna fyrirtækja og kaup á þeim.
    d. Þjónustu í tengslum við sölutryggingu.
    e. Gjaldeyrisþjónustu ef umrædd viðskipti eru liður í fjárfestingarþjónustu.
    f. Fjárfestingarrannsókna og greininga eða annarra forma af almennum ráðleggingum í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga.
    g. Þjónustu í tengslum við undirliggjandi eignir afleiðusamninga skv. e- og h-lið 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um verðbréfaviðskipti þegar þær tengjast þeirri þjónustu sem er veitt skv. 1. og 2. tölul.
Verðbréfafyrirtæki, sem fellur undir [6. mgr. 14. gr.], 3) með leyfi til að framkvæma fyrirmæli varðandi fjármálagerninga fyrir hönd viðskiptavina er heimilt að varðveita slíka fjármálagerninga fyrir eigin reikning séu eftirfarandi skilyrði uppfyllt:
    a. Slíkar stöður í fjármálagerningum megi einungis rekja til þess að ekki hafi tekist að mæta fyrirmælum viðskiptavina nákvæmlega.
    b. Heildarmarkaðsverðmæti fjármálagerninga samkvæmt þessari málsgrein fari ekki yfir 15% af hlutafé verðbréfafyrirtækisins.
    c. Ákvæði IV. kafla C og X. kafla séu uppfyllt.
    d. Um sé að ræða ráðstafanir til bráðabirgða sem takmarkast við það tímamark sem nauðsynlegt er til að framkvæma fyrirmælin.
[Verðbréfafyrirtæki sem uppfyllir öll eftirtalin skilyrði ber takmarkaðar starfsskyldur samkvæmt lögum þessum:
    a. Fyrirtækið hefur ekki heimild til að veita þjónustu skv. a-lið 2. tölul. 1. mgr.
    b. Fyrirtækið veitir einungis þjónustu skv. a-, b-, d- og/eða e-lið 1. tölul. 1. mgr.
    c. Fyrirtækið hefur ekki heimild til þess að varðveita reiðufé eða fjármálagerninga í eigu viðskiptavina og stofna til skuldbindinga við viðskiptavini sína.
Verðbréfafyrirtæki sem ber takmarkaðar starfsskyldur samkvæmt lögum þessum er undanþegið eftirfarandi skyldum og kröfum um:
    a. upplýsingaskyldu um áhættu, áhættustýringu og eiginfjárstöðu skv. 18. gr.,
    b. laust fé skv. 83. gr.,
    c. takmarkanir á stórum áhættuskuldbindingum skv. 30. gr.,
    d. að takmarka vogun og reikna út vogunarhlutfall skv. 30. gr. a,
    e. takmörkun á kaupaukum og kaupaukakerfi skv. 57. gr. a og
    f. samanlagða kröfu um eiginfjárauka skv. 86. gr. a.
Verðbréfafyrirtæki sem telst staðbundið fyrirtæki er undanþegið skyldum og kröfum skv. 4. mgr. og er ekki skylt að reikna út eiginfjárkröfur í samræmi við IX. og X. kafla.
Heimilt er að kveða á um að verðbréfafyrirtæki sem bera takmarkaðar starfsskyldur setji tryggingu fyrir tjóni sem þau kunna að valda viðskiptavinum sínum í starfsemi sinni. Nánari ákvæði um fjárhæð trygginga og lágmarksskilmála að öðru leyti skal setja í reglugerð.
Verðbréfafyrirtæki sem bera takmarkaðar starfsskyldur skulu setja tryggingu fyrir tjóni sem þau kunna að valda viðskiptavinum sínum í starfsemi sinni. Nánari ákvæði um fjárhæð trygginga og lágmarksskilmála að öðru leyti skal setja í reglugerð.] 2)] 4)
    1)L. 75/2010, 17. gr. 2)L. 96/2016, 13. gr. 3)L. 17/2013, 47. gr. 4)L. 111/2007, 6. gr.
26. gr.1)
    1)L. 96/2016, 14. gr.
27. gr. Starfsheimildir rekstrarfélags.
Starfsheimildir rekstrarfélags taka ávallt til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu. [Rekstrarfélagi er einnig heimilt að stunda þá starfsemi sem kveðið er á um í 1.–3. tölul. en heimild til þess að stunda starfsemi skv. 2. og 3. tölul. er þó bundin því skilyrði að rekstrarfélagið stundi starfsemi skv. 1. tölul.]: 1)
    1. Eignastýringu.
    2. Fjárfestingarráðgjöf.
    3. [Vörslu og umsýslu í tengslum við hluti og hlutdeildarskírteini sjóða um sameiginlega fjárfestingu.] 1)
Rekstrarfélag með heimildir til eignastýringar skal leita samþykkis viðskiptavinar áður en fjárfest er í verðbréfasjóðum og öðrum sjóðum um sameiginlega fjárfestingu.
[Rekstrarfélagi verðbréfasjóða er óheimilt, í tengslum við rekstur verðbréfa- og fjárfestingarsjóða sem það stýrir, að nýta sér sameiginlegan atkvæðisrétt í sjóðunum þannig að það geti haft veruleg áhrif á stjórnun útgefanda verðbréfa.] 1)
    1)L. 96/2016, 15. gr.
C. Eignarhlutir í fyrirtækjum og stórar áhættur.
28. gr. Hámark virkra eignarhluta.
[Fjármálafyrirtæki mega ekki eiga virka eignarhluti í einstökum fyrirtækjum, sem ekki eru fjármálafyrirtæki, aðilar á fjármálamarkaði eða fyrirtæki sem sinna annarri þjónustustarfsemi og hliðarstarfsemi, sbr. 21. gr., sem nema hærri fjárhæð en 15% af hæfu fjármagni hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis.] 1)
Samtala virkra eignarhluta skv. 1. mgr. má ekki nema hærri fjárhæð en 60% af [hæfu fjármagni] 1) fjármálafyrirtækis … 1) [Tímabundinn eignarhlutur fjármálafyrirtækis, þó ekki eignarhlutur í veltubók, í fyrirtæki í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu í þeim tilgangi að verja kröfur fjármálafyrirtækisins skal undanþeginn við útreikning skv. 1. mgr. og 1. … 1) málsl. þessarar málsgreinar.] 2) [Ráðherra skal kveða nánar á um undanþágu tímabundinna eignarhluta í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a.] 1)
[Við útreikning á eiginfjárkröfum skv. 84. gr. og 84. gr. e skal fjármálafyrirtæki beita 1250% áhættuvog á þá fjárhæð sem hærri er samkvæmt eftirfarandi tveimur stafliðum:
    a. þá fjárhæð virkra eignarhluta sem fer fram yfir 15% af hæfu fjármagni, sbr. 1. mgr., eða
    b. heildarfjárhæð samtölu virkra eignarhluta sem fer fram yfir 60% af hæfu fjármagni, sbr. 1. málsl. 2. mgr.] 1)
[Í stað þess að beita 1250% áhættuvog á fjárhæð skv. 3. mgr. er fjármálafyrirtæki heimilt að draga fjárhæðina frá eiginfjárgrunni. Kveðið skal nánar á um þá heimild í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a.] 1)
Fjármálafyrirtæki skulu gefa Fjármálaeftirlitinu sundurliðað yfirlit yfir eignarhluti í öðrum [fyrirtækjum] 1) sem þau hafa eignast eða tekið að veði … 3)
Við útreikning á hlutföllum skv. 1.–2. mgr. … 4) skal taka tillit til framvirkra kaup- og sölusamninga og annarra afleiðusamninga sem fjármálafyrirtæki hefur gert um eigin hlutabréf. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um þetta atriði.
2)
    1)L. 96/2016, 16. gr. 2)L. 170/2006, 3. gr. 3)L. 76/2009, 2. gr. 4)L. 75/2010, 18. gr.
29. gr. Eigin hlutir.
[Samanlagður eignarhlutur fjármálafyrirtækis og dótturfélaga þess má ekki nema hærri fjárhæð að nafnverði en 10% af nafnverði innborgaðs hlutafjár eða stofnfjár fyrirtækisins. Eignist viðkomandi meira af hlutafénu eða stofnfénu vegna lúkningar viðskipta, sbr. 22. gr., skal slíkt tilkynnt Fjármálaeftirlitinu án tafar. Fjármálaeftirlitið getur veitt allt að þriggja mánaða frest til að koma eignarhlutnum niður í lögmælt mark. Um heimildir fjármálafyrirtækis til að eignast eigin hluti gilda að öðru leyti ákvæði VIII. kafla [laga um hlutafélög]. 1)
Við útreikning skv. 1. málsl. 1. mgr. skal taka tillit til framvirkra kaup- og sölusamninga og annarra afleiðusamninga sem fjármálafyrirtæki hefur gert um eigin hlutabréf.] 2)
    1)L. 96/2016, 17. gr. 2)L. 75/2010, 19. gr.
[29. gr. a. [Lánveitingar, þar á meðal til venslaðra aðila.]1)
Fjármálafyrirtæki eða dótturfélögum þess er óheimilt að veita lán sem eru tryggð með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum útgefnum af því. Sama gildir um aðra samninga sé undirliggjandi áhætta á eigin bréf. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að gefa út reglur sem undanskilja tiltekna samninga banni skv. 2. málsl. enda auki þeir ekki útlánaáhættu fjármálafyrirtækis.
[Fjármálafyrirtæki er óheimilt að veita stjórnarmanni, framkvæmdastjóra, lykilstarfsmanni eða þeim sem á virkan eignarhlut í því, og [nánum fjölskyldumeðlimum þeirra eða aðila] 1) í nánum tengslum við framangreinda aðila, lán eða aðra fyrirgreiðslu nema gegn traustum tryggingum. Með fyrirgreiðslu er átt við lánveitingu, verðbréfaeign, eignarhluti, veittar ábyrgðir fjármálafyrirtækis, afleiðusamninga og aðrar skuldbindingar gagnvart fjármálafyrirtæki eða lánveitingu til þriðja aðila með tryggingu í fjármálagerningum útgefnum af einum eða fleiri aðilum sem eiga virkan eignarhlut í því eða [nánum fjölskyldumeðlimum þeirra eða aðila] 1) í nánum tengslum við þá. Samtala láns og annarrar fyrirgreiðslu sem heimilt er að veita hverjum og einum [aðila og nánum fjölskyldumeðlimum hans og aðila í nánum tengslum við þá] 1) skv. 1. málsl. má hæst vera 200 millj. kr. að teknu tilliti til takmarkana skv. 30. gr. Viðskipti fjármálafyrirtækis við eigendur virkra eignarhluta, [stjórnarmanna 2) og nána fjölskyldumeðlimi þeirra], 1) eða aðila í nánum tengslum við þá, skulu lúta sömu reglum og viðskipti við almenna viðskiptamenn í sambærilegum viðskiptum. Um viðskipti framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna við fjármálafyrirtækið fer skv. 2. mgr. 57. gr. Takmörkun 1. málsl. á lánum eða öðrum fyrirgreiðslum gildir ekki um lánveitingar til eigenda virkra eignarhluta ef eigandi virks eignarhlutar er ríki eða sveitarfélag. Lán eða fyrirgreiðsla skv. 1. málsl. tekur ekki til innláns í eigu annars fjármálafyrirtækis.
Fjármálaeftirlitið setur reglur 3) um útreikning láns eða annarrar fyrirgreiðslu skv. 2. mgr., um hvað teljist til traustrar tryggingar, um hámarksfjárhæðir lána eða annarra fyrirgreiðslna án trygginga … 1) og um tryggingar sem heimila að farið sé yfir fjárhæð skv. 2. mgr. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita undanþágur fyrir því að fara yfir fjárhæð skv. 3. málsl. 2. mgr. í sérstökum tilvikum og heimilt að kveða á um slík tilvik í reglum sem það setur skv. 1. málsl.] 4)
Fjármálaeftirlitið setur reglur um með hvaða hætti lán sem eru tryggð með hlutabréfum eða stofnfjárbréfum annars fjármálafyrirtækis koma til útreiknings á áhættu- og eiginfjárgrunni og í mati á eiginfjárþörf til að tryggja að ekki sé hætta á að lánveitingin skapi kerfislæga áhættu í fjármálakerfinu. Reglurnar taki einnig til þess með hvaða hætti meta skal lán sem eru tryggð með veði í eignasöfnum, svo sem vörslureikningum og verðbréfasjóðum, sem innihalda hlutabréf eða stofnfjárbréf, hvort sem þau eru útgefin af fjármálafyrirtækinu sjálfu eða öðrum fjármálafyrirtækjum, þannig að samræmist ákvæðum 1. mgr. og 1. málsl. þessarar málsgreinar.
Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda um lánveitingar dótturfélaga eftir því sem við á.
[Um lánveitingar til venslaðra aðila, annarra en þeirra sem fjallað er um í 2. og 3. mgr., fer skv. 5. mgr. 107. gr.] 1)] 5)
    1)L. 96/2016, 18. gr. 2)Svo í Stjtíð. en á væntanlega að vera: stjórnarmenn. 3) Rgl. 247/2017. 4)L. 57/2015, 9. gr. 5)L. 75/2010, 20. gr.
[29. gr. b. Færsla á útlánaáhættu.
Við útreikning á eiginfjárþörf bera viðskiptabanki, lánafyrirtæki, sparisjóður eða rafeyrisfyrirtæki, sem hvorki eru útgefandi (e. originator), umsýsluaðili (e. sponsor) né upphaflegur lánveitandi (e. original lender), ekki útlánaáhættu í formi verðbréfunar, nema verðbréfunin uppfylli [kröfur samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a]. 1)
Við útreikning á eiginfjárþörf geta útgefandi, umsýsluaðili eða upphaflegur lánveitandi ekki undanskilið verðbréfun sem seld hefur verið öðrum aðila, nema útgefandi, umsýsluaðili eða upphaflegur lánveitandi haldi eftir ákveðnum hluta áhættunnar í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins.] 2)
    1)L. 96/2016, 19. gr. 2)L. 119/2011, 3. gr.
[29. gr. c. Upplýsingaskylda varðandi verðbréfun.
Útgefandi eða umsýsluaðili skal greina fjárfestum frá skuldbindingu sinni varðandi verðbréfun skv. 29. gr. b. Hann skal tryggja að mögulegir framtíðarfjárfestar hafi aðgang að öllum viðeigandi upplýsingum varðandi gæði og vanskilastöðu undirliggjandi eigna, sjóðstreymi og tryggingar, auk upplýsinga sem talist geta nauðsynlegar í því skyni að framkvæma heildstæð og traust álagspróf á sjóðstreymi og virði þeirra trygginga sem liggja að baki eignunum. Í þeim tilgangi skulu viðeigandi upplýsingar miðast við þann dag sem stofnað er til verðbréfunar, og síðar ef við á í samræmi við eðli verðbréfunarinnar.] 1)
    1)L. 119/2011, 3. gr.
[29. gr. d. [Reglugerð um yfirfærða útlánaáhættu vegna verðbréfunar.
Ráðherra setur reglugerð um yfirfærða útlánaáhættu vegna verðbréfunar, sbr. 117. gr. a. Í reglugerðinni skal útfæra nánar ákvæði 29. gr. b og 29. gr. c og kveða m.a. á um hversu háu hlutfalli áhættu útgefandi, umsýsluaðili eða upphaflegur lánveitandi skal halda eftir og um viðbrögð við viðvarandi lausafjárþurrð á fjármálamarkaði.
Ef brotið er gegn ákvæðum reglugerðarinnar ber Fjármálaeftirlitinu að krefjast a.m.k. 250% hækkunar á áhættuvog við eiginfjárútreikning. Ef brot telst óverulegt að mati Fjármálaeftirlitsins er heimilt að falla frá auknum eiginfjárkröfum.] 1)] 2)
    1)L. 96/2016, 20. gr. 2)L. 119/2011, 3. gr.
[29. gr. e. Birting athugana Fjármálaeftirlitsins.
Einu sinni á ári skal Fjármálaeftirlitið birta niðurstöður athugana sinna á framfylgni [reglugerðar skv. 117. gr. a]. 1) Ef útgefandi, upphaflegur lánveitandi eða umsýsluaðili hefur brotið gegn skyldum sínum skv. 29. gr. b eða [reglugerð skv. 117. gr. a] 1) skal Fjármálaeftirlitið gefa út samantekt þar sem fram kemur til hvaða aðgerða hefur verið gripið.] 2)
    1)L. 96/2016, 21. gr. 2)L. 119/2011, 3. gr.
30. gr. [Takmarkanir á stórum áhættuskuldbindingum.
Áhættuskuldbinding vegna eins viðskiptamanns eða hóps tengdra viðskiptamanna, að teknu tilliti til áhættumildandi þátta samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins, má ekki fara yfir 25% af [hæfu fjármagni] 1) fjármálafyrirtækis, sbr. [84. gr., 84. gr. a – 84. gr. f og 85. gr.] 1)
Áhættuskuldbindingar vegna viðskiptamanns sem er fjármálafyrirtæki, eða vegna hóps tengdra viðskiptamanna þar sem einn, eða fleiri, er fjármálafyrirtæki, mega ekki nema meira en annaðhvort 25% af [hæfu fjármagni] 1) fjármálafyrirtækis eða 10 milljörðum kr., hvort sem nemur hærri fjárhæð. Ákvæði 1. málsl. er háð því að samtala áhættuskuldbindinga þeirra viðskiptamanna í hópnum sem ekki eru fjármálafyrirtæki fari ekki upp fyrir 25% af [hæfu fjármagni] 1) fyrirtækisins.
Þegar hlutfallið 25% af [hæfu fjármagni] 1) fjármálafyrirtækis nemur lægri fjárhæð en 10 milljörðum kr. mega áhættuskuldbindingar vegna viðskiptamanns eða hóps tengdra viðskiptamanna skv. 2. mgr. ekki vera hærri en 100% af [hæfu fjármagni]. 1)
Ákvæði 1.–3. mgr. eiga ekki við um verðbréfafyrirtæki sem ekki hafa starfsheimildir skv. c- og f-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. … 1) og rekstrarfélög verðbréfasjóða.
Leiki vafi á því hverjir teljast til hóps tengdra viðskiptamanna er fjármálafyrirtæki skylt að tengja aðila saman nema viðkomandi fjármálafyrirtæki geti sýnt fram á hið gagnstæða.
Fari áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækis yfir þau mörk sem kveðið er á um í 1.–3. mgr. skal það tilkynnt Fjármálaeftirlitinu án tafar. Fjármálaeftirlitið getur veitt fyrirtækinu frest til að koma skuldbindingum sínum í lögmætt horf. Fjármálaeftirlitið getur í einstökum tilvikum veitt fjármálafyrirtæki undanþágu frá takmörkunum 1.–3. mgr.
[Fjármálafyrirtæki skal veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar á grundvelli þessarar greinar og í samræmi við upplýsingar um stórar áhættuskuldbindingar sem kveðið er á um í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a.] 1)] 2)
    1)L. 96/2016, 22. gr. 2)L. 57/2015, 10. gr.
[30. gr. a. Vogunarhlutfall.
Fjármálafyrirtæki skal uppfylla kröfur um hlutfall vogunar hverju sinni. Vogunarhlutfallið skal reiknað sem þáttur 1 skv. 84. gr. a og 84. gr. b, sbr. 85. gr., deilt með heildaráhættuskuldbindingum, þ.e. eignum og liðum utan efnahags að teknu tilliti til viðeigandi breytistuðla. Eignaliðir og liðir utan efnahags sem dregnir eru frá við ákvörðun þáttar 1 eru undanskildir við útreikning heildaráhættuskuldbindinga. Vogunarhlutfall skal reiknað sem einföld staða í lok hvers ársfjórðungs. Vogunarhlutfall fjármálafyrirtækis skal ekki fara undir 3%. Fjármálaeftirlitið setur reglur um gagnaskil og gagnsæi vegna vogunarhlutfalls, sbr. 117. gr. b, svo og reglur til nánari afmörkunar á útreikningum varðandi vogunarhlutfall fjármálafyrirtækja, sbr. 117. gr. c.
Fjármálafyrirtæki skal veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar á grundvelli þessarar greinar og í samræmi við upplýsingaskyldu um vogunarhlutfall sem kveðið er á um í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a.] 1)
    1)L. 96/2016, 23. gr.

V. kafli. Starfsemi fjármálafyrirtækja á milli landa.
A. Starfsemi erlendra fjármálafyrirtækja hér á landi.
31. gr. Útibú fjármálafyrirtækja innan EES.
Erlent fjármálafyrirtæki, sem hefur staðfestu og starfsleyfi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, getur stofnsett útibú hér á landi tveimur mánuðum eftir að Fjármálaeftirlitið hefur fengið tilkynningu um fyrirhugaða starfsemi frá lögbæru yfirvaldi í heimaríki fyrirtækisins. Útibúinu er heimilt að stunda hverja þá starfsemi sem lög þessi taka til, enda sé hún fyrirtækinu heimil í heimaríki þess. [Svissnesk og færeysk fjármálafyrirtæki geta stofnað útibú með þeim hætti sem segir í þessari málsgrein enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og fjármálafyrirtækja með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra eða færeyskra yfirvalda.] 1)
2)
Fjármálaeftirlitið gengur úr skugga um eftirlit með hinu erlenda fyrirtæki í heimaríkinu, starfsheimildir þess og starfsemi.
Ákvæði [laga um hlutafélög] 2) varðandi útibú erlendra hlutafélaga eiga ekki við um útibú skv. 1. mgr.
    1)L. 108/2006, 76. gr. 2)L. 96/2016, 24. gr.
32. gr. Þjónusta fjármálafyrirtækis innan EES án stofnunar útibús.
Erlendu fjármálafyrirtæki, sem hefur staðfestu og starfsleyfi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, er heimilt að veita þjónustu samkvæmt lögum þessum hér á landi án stofnunar útibús. Ekki er heimilt að hefja slíka þjónustu fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur fengið tilkynningu þar að lútandi frá lögbærum yfirvöldum í heimaríki fyrirtækisins. Heimildir til að veita þjónustu hér á landi erlendis frá samkvæmt þessari grein verða þó aldrei víðtækari en starfsheimildir fyrirtækisins í heimaríki þess. [Svissnesk og færeysk fjármálafyrirtæki geta veitt þjónustu samkvæmt þessari grein enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og fjármálafyrirtækja með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra eða færeyskra yfirvalda.] 1)
    1)L. 108/2006, 77. gr.
33. gr. Þjónusta eða stofnun útibús hjá fjármálafyrirtæki utan EES.
Fjármálaeftirlitið getur heimilað fjármálafyrirtæki með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins að opna útibú hér á landi eða veita þjónustu hér á landi án stofnunar útibús. Skilyrði fyrir veitingu slíks leyfis er að fyrirtækið hafi leyfi til að stunda starfsemi í heimaríki sínu hliðstæða þeirri sem það hyggst stunda hér á landi og að sú starfsemi sé háð sambærilegu eftirliti í heimaríkinu.
34. gr. [Úrræði vegna starfsemi erlendra fjármálafyrirtækja.]1)
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að banna erlendu fjármálafyrirtæki að stunda starfsemi hér á landi hafi hlutaðeigandi fyrirtæki brotið gróflega eða ítrekað gegn ákvæðum laga þessara eða samþykktum og reglum settum samkvæmt þeim eða gegn ákvæðum annarra laga um fjármálafyrirtæki, enda hafi ekki tekist að binda enda á framangreind brot með úrræðum samkvæmt lögum þessum.
Áður en ákvörðun er tekin um bann skv. 1. mgr. er Fjármálaeftirlitinu heimilt að grípa til bráðabirgðaaðgerða ef brýna nauðsyn ber til í því skyni að vernda hagsmuni innlánseigenda, fjárfesta og viðskiptamanna fjármálafyrirtækis.
Málsmeðferð skv. 1. og 2. mgr. fer eftir ákvæðum samnings um Evrópska efnahagssvæðið eftir því sem við á.
[Fjármálaeftirlitinu er heimilt að krefja útibú erlendra fjármálafyrirtækja með heimild til verðbréfaviðskipta um allar nauðsynlegar upplýsingar til að meta hvort útibúið fylgi viðeigandi reglum um fjárfestavernd og gegnsæi viðskipta.
Ef Fjármálaeftirlitið hefur rökstudda ástæðu til að ætla að erlent fjármálafyrirtæki með starfsemi hérlendis, hvort sem er með eða án útibús, brjóti gegn ákvæðum laga þessara eða annarra laga skal Fjármálaeftirlitið gera lögbæru yfirvaldi í heimaríkinu aðvart, enda sé um að ræða brot gegn ákvæðum sem Fjármálaeftirlitinu er ekki falið eftirlit með sem gistiríki. Reynist ráðstafanir lögbærs yfirvalds í heimaríkinu ófullnægjandi til að stöðva ólögmæta háttsemi fyrirtækisins getur Fjármálaeftirlitið, eftir að hafa upplýst lögbært yfirvald heimaríkisins, gert nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda fjárfesta og heilbrigða starfsemi fjármálamarkaða hérlendis. Í þessu felst m.a. heimild til að koma í veg fyrir að hið brotlega fyrirtæki stundi frekari viðskipti hérlendis. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skal tilkynnt um slíkar ráðstafanir án tafar.
Ef Fjármálaeftirlitið staðreynir að útibú erlends fjármálafyrirtækis sem hefur starfsemi hérlendis hefur gerst brotlegt gegn ákvæðum þessara laga eða annarra laga sem Fjármálaeftirlitinu er falið eftirlit með sem gistiríki skal Fjármálaeftirlitið krefjast þess að umræddri háttsemi sé hætt þegar í stað. Verði útibúið ekki við þeim kröfum skal Fjármálaeftirlitið grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að koma í veg fyrir hina ólögmætu háttsemi. Fjármálaeftirlitið skal tilkynna lögbæru yfirvaldi heimaríkisins um þær ráðstafanir. Haldi útibúið engu síður áfram hinni ólögmætu háttsemi skal Fjármálaeftirlitið, eftir að hafa tilkynnt lögbæru yfirvaldi heimaríkis, grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að koma í veg fyrir umrædda háttsemi eða beita viðeigandi viðurlögum og, eftir því sem kann að reynast nauðsynlegt, koma í veg fyrir að hið brotlega fyrirtæki stundi frekari viðskipti hérlendis. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skal tilkynnt um slíkar ráðstafanir án tafar.] 1)
    1)L. 111/2007, 8. gr.
35. gr. Reglugerð.
Ráðherra skal setja reglugerð 1) um heimildir erlendra fjármálafyrirtækja til starfsemi hér á landi og innlendra fjármálafyrirtækja erlendis. Í reglugerðinni skal m.a. kveðið á um eftirlit með og nánari kröfur til útibúa og umboðsskrifstofa erlendra fjármálafyrirtækja, um heimildir [fjármálastofnana] 2) og dótturfélaga fjármálafyrirtækja til að stunda fjármálastarfsemi hér á landi og um heimildir innlendra [fjármálastofnana] 2) til að stunda fjármálastarfsemi erlendis.
    1)Rg. 307/1994. Rg. 308/1994, sbr. 497/2004. Rg. 244/2004. Rg. 925/2009. Rg. 942/2011. Rg. 1030/2014. 2)L. 96/2016, 25. gr.
B. Starfsemi innlendra fjármálafyrirtækja erlendis.
36. gr. Tilkynning um stofnun útibús.
[Innlend fjármálafyrirtæki sem hyggjast starfrækja útibú í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum skulu tilkynna það Fjármálaeftirlitinu fyrir fram.] 1)
Tilkynningu skv. 1. mgr. skulu fylgja upplýsingar um í hvaða ríki fyrirhugað sé að stofna útibú, lýsing á starfsemi útibúsins, skipulagi þess og fyrirhugaðri starfsemi og upplýsingar um heimilisfang útibúsins og nöfn stjórnenda þess.
Eigi síðar en þremur mánuðum frá því að Fjármálaeftirlitinu bárust upplýsingar skv. 2. mgr. skal það senda staðfestingu til lögbærra yfirvalda gistiríkis á að fyrirhuguð starfsemi sé í samræmi við starfsleyfi fyrirtækisins. Jafnframt skal Fjármálaeftirlitið senda lögbærum yfirvöldum gistiríkis upplýsingar um eigið fé fyrirtækisins, gjaldfærni, tryggingar innlána og bótakerfi sem verndar viðskiptavini útibúsins. Hlutaðeigandi fyrirtæki skal samtímis tilkynnt að framangreindar upplýsingar hafi verið sendar.
Fjármálaeftirlitið getur bannað stofnun útibús skv. 1. mgr. ef það hefur réttmæta ástæðu til að ætla að [stjórnun eða fjárhagsstaða] 2) hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis sé ekki nægilega traust. Fyrirtækinu skal tilkynnt afstaða Fjármálaeftirlitsins svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en þremur mánuðum frá móttöku fullnægjandi upplýsinga skv. 2. mgr.
Fjármálafyrirtæki skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu … 3) um hverjar þær breytingar sem kunna að verða á áður veittum upplýsingum skv. 2. mgr. eigi síðar en einum mánuði áður en fyrirhugaðar breytingar koma til framkvæmda. [Fjármálaeftirlitið skal tilkynna lögbærum yfirvöldum þess ríkis þar sem fjármálafyrirtæki starfrækir útibú um breytingar á áður veittum upplýsingum.] 3) [Jafnframt skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um fyrirhugaða lokun útibúsins innan framangreinds frests.] 2)
    1)L. 108/2006, 78. gr. 2)L. 75/2010, 22. gr. 3)L. 47/2013, 5. gr.
37. gr. Tilkynning um þjónustu án stofnunar útibús.
[Hyggist fjármálafyrirtæki veita þjónustu samkvæmt þessum lögum í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum, án stofnunar útibús, skal tilkynna það Fjármálaeftirlitinu fyrir fram.] 1) [Í tilkynningu skal koma fram hvaða ríki á í hlut og í hverju fyrirhuguð starfsemi sé fólgin, og þegar fjármálafyrirtæki hyggst veita þjónustu á grundvelli laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, skal tilkynna um það hvort fyrirtæki hyggst nota fasta umboðsmenn.] 2)
Eigi síðar en einum mánuði frá móttöku tilkynningar skv. 1. mgr. framsendir Fjármálaeftirlitið tilkynninguna til lögbærra eftirlitsaðila í viðkomandi ríki ásamt staðfestingu á því að starfsleyfi fjármálafyrirtækisins heimili fyrirhugaða starfsemi.
Fjármálaeftirlitið getur lagt bann við starfsemi samkvæmt þessari grein ef það hefur réttmæta ástæðu til að ætla að [stjórnun eða fjárhagsstaða] 3) hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis sé ekki nægilega traust. Fyrirtækinu skal tilkynnt afstaða Fjármálaeftirlitsins svo fljótt sem auðið er.
Breytingar á áður tilkynntum atriðum samkvæmt þessari grein skulu tilkynntar Fjármálaeftirlitinu … 4) eigi síðar en einum mánuði áður en þær koma til framkvæmda. [Fjármálaeftirlitið skal tilkynna lögbærum yfirvöldum þess ríkis þar sem fjármálafyrirtækið veitir þjónustu um breytingar á áður veittum upplýsingum.] 4)
    1)L. 108/2006, 79. gr. 2)L. 57/2015, 11. gr. 3)L. 75/2010, 23. gr. 4)L. 47/2013, 6. gr.
38. gr. Starfsemi utan EES.
Hyggist fjármálafyrirtæki hefja starfsemi í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins skal það tilkynnt Fjármálaeftirlitinu fyrir fram ásamt lýsingu á fyrirhugaðri starfsemi og öðrum upplýsingum sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegar þar að lútandi.
Fjármálaeftirlitið getur bannað starfsemi skv. 1. mgr. ef það hefur réttmæta ástæðu til að ætla að [stjórnun eða fjárhagsstaða] 1) hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis sé ekki nægilega traust. Fyrirtækinu skal tilkynnt afstaða Fjármálaeftirlitsins svo fljótt sem auðið er.
    1)L. 75/2010, 24. gr.
39. gr. Kaup á hlutum í erlendu fjármálafyrirtæki.
Hyggist fjármálafyrirtæki kaupa eða fara með virkan eignarhlut í erlendu fjármálafyrirtæki skal það tilkynnt Fjármálaeftirlitinu fyrir fram. Fjármálaeftirlitið getur lagt bann við slíku ef það hefur réttmæta ástæðu til að ætla að upplýsingagjöf með starfseminni eða samstæðunni verði ekki nægilega [traust eða eftirlit] 1) með henni torveldað. Fyrirtækinu skal tilkynnt afstaða Fjármálaeftirlitsins svo fljótt sem auðið er og skal hún rökstudd.
    1)L. 75/2010, 25. gr.

VI. kafli. Eignarhlutir og meðferð þeirra.
40. gr. [Tilkynning til Fjármálaeftirlitsins.
Aðili sem hyggst eignast, einn sér eða í samstarfi við aðra, virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu fyrir fram um áform sín. [Hið sama á við hyggist aðili, einn sér eða í samstarfi við aðra, auka svo við eignarhlut sinn að virkur eignarhlutur nái eða fari yfir 20%, 33% eða 50% eða nemi svo stórum hluta að fjármálafyrirtæki verði talið dótturfélag hans.] 1)
[Kaup á virkum eignarhlut geta ekki komið til framkvæmda fyrr en tímafrestur Fjármálaeftirlitsins skv. 2. málsl. 2. mgr. 43. gr., sbr. 42. gr., er liðinn eða Fjármálaeftirlitið hefur tilkynnt þeim sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut að hann sé hæfur til að fara með eignarhlutinn.] 1)] 2)
    1)L. 57/2015, 12. gr. 2)L. 75/2010, 26. gr.
[40. gr. a.1)] 2)
    1)L. 75/2010, 27. gr. 2)L. 67/2006, 12. gr.
41. gr. [Upplýsingar í tilkynningu.
Í tilkynningu til Fjármálaeftirlitsins skv. 40. gr. skulu fylgja upplýsingar um eftirfarandi:
    1. Nafn og heimili þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut.
    2. Nafn þess fjármálafyrirtækis sem fyrirhugað er að fjárfesta í.
    3. Stærð þess hlutar eða atkvæðisréttar sem fyrirhugað er að fjárfesta í.
    4. Áform um breytingar á verkefnum eða stjórnendum fjármálafyrirtækis.
    5. Fjármögnun fjárfestingarinnar.
    6. Fjárhagsstaða þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut.
    7. Núverandi og fyrirhuguð viðskiptatengsl þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut við hlutaðeigandi fjármálafyrirtæki.
    8. Reynsla þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut af fjármálastarfsemi.
    9. Eignarhald, stjórnarseta eða önnur þátttaka þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut í starfsemi annarra lögaðila.
    10. Refsingar sem sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut hefur verið dæmdur til að sæta og hvort viðkomandi sæti rannsókn.
    11. Náin tengsl þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut við aðra lögaðila.
    12. Aðrar upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegar og birtir opinberlega.
Sé sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut lögaðili skulu upplýsingar skv. 1. mgr. eiga við um lögaðilann sjálfan, stjórnarmenn hans, framkvæmdastjóra og þá einstaklinga og lögaðila sem eiga virkan eignarhlut í lögaðilanum. Skal þá enn fremur upplýst um endurskoðanda lögaðilans. Skulu upplýsingarnar studdar gögnum eftir því sem það á við. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita undanþágur frá skilum á upplýsingum þessum hafi lögaðili ekki tök á að afla þeirra eða ef sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut lýtur opinberu fjármálaeftirliti í öðru ríki og unnt er að afla sambærilegra upplýsinga frá eftirlitsstjórnvaldi þess ríkis. Sama á við ef aðilinn lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins.] 1)
    1)L. 75/2010, 28. gr.
42. gr. Mat á hæfi umsækjanda.
[[Eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir móttöku tilkynningar skv. 40. gr., sbr. 41. gr., skal Fjármálaeftirlitið staðfesta móttöku hennar. Í staðfestingu skal koma fram fyrir hvaða dag megi vænta niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins. Telji Fjármálaeftirlitið að afla þurfi ítarlegri upplýsinga en þeirra sem upp eru taldar í 1. mgr. 41. gr. frá þeim sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut getur það krafið viðkomandi um þær. Slík krafa skal sett fram eigi síðar en fimmtíu virkum dögum eftir staðfestingu tilkynningar. Fjármálaeftirlitið hefur sextíu virka daga frá staðfestingu tilkynningar skv. 1. málsl. til þess að meta hvort það telur þann sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut hæfan til að fara með eignarhlutinn. Sé óskað eftir viðbótarupplýsingum frá viðkomandi, sbr. 3. málsl., bætist bið eftir upplýsingum við dagafjölda skv. 5. málsl., þó ekki umfram tuttugu virka daga. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að óska aftur eftir frekari upplýsingum. Slík beiðni lengir ekki framangreinda tímafresti. Ef sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut er staðsettur í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, eða hann lýtur ekki opinberu fjármálaeftirliti innan Evrópska efnahagssvæðisins, bætist bið eftir upplýsingum við dagafjölda skv. 5. málsl. en þó ekki umfram þrjátíu virka daga.] 1)
Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut sé hæfur til að eiga eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs fjármálafyrirtækis. Skal mat Fjármálaeftirlitsins grundvallast á öllum eftirfarandi atriðum:
    1. Orðspori þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut.
    2. Orðspori og reynslu þess sem mun veita fjármálafyrirtækinu forstöðu komi til hinna fyrirhuguðu kaupa eða aukningar eignarhlutar.
    3. Fjárhagslegu heilbrigði (e. financial soundness) þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut í fjármálafyrirtækinu, einkum með tilliti til þess reksturs sem fjármálafyrirtækið hefur, eða mun hafa, með höndum.
    4. Hvort ætla megi að eignarhald þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut muni torvelda eftirlit með hlutaðeigandi fjármálafyrirtæki eða hafa áhrif á hvort það muni fylgja lögum og reglum sem um starfsemi þess gilda. Við mat á því skal m.a. horft til fyrri samskipta þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut við Fjármálaeftirlitið og/eða önnur stjórnvöld, til þess hvort staða fjármálafyrirtækisins [í samstæðu félaga] 1) sem það mun tilheyra kunni að mati Fjármálaeftirlitsins að hindra það í eðlilegum eftirlitsaðgerðum og hvort lög og reglur, sem gilda um þann sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut, hindri eðlilegt eftirlit.
    5. Hvort ætla megi að eignarhald þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut muni leiða til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka, eða geti aukið líkur á að slíkt athæfi verði látið viðgangast innan hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis.
Ef sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut er fjármálafyrirtæki eða vátryggingafélag með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða móðurfélag slíks aðila eða einstaklingur eða lögaðili sem hefur yfirráð yfir slíkum aðila, og ef félagið sem þessi aðili hyggst öðlast virkan eignarhlut í yrði dótturfélag hans eða lyti yfirráðum hans í kjölfar öflunar þessara eignarhluta, skal Fjármálaeftirlitið hafa samráð við viðeigandi eftirlitsstjórnvöld í samræmi við 3. mgr. 2. gr. við mat sitt.] 2)
    1)L. 57/2015, 13. gr. 2)L. 75/2010, 29. gr.
43. gr. [Tilkynning til aðila sem telst ekki hæfur.
Telji Fjármálaeftirlitið þann sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut ekki hæfan til þess að fara með eignarhlutinn skal það tilkynna viðkomandi um það. [Hafi Fjármálaeftirlitið óskað eftir upplýsingum skv. 42. gr. og þær ekki borist innan þeirra tímamarka sem tilgreind eru í ákvæðinu eða þær eru ófullnægjandi að mati Fjármálaeftirlitsins getur Fjármálaeftirlitið tekið ákvörðun á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga.] 1) Fjármálaeftirlitið skal rökstyðja niðurstöðu sína fyrir viðkomandi.
Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins skv. 1. mgr. skal vera skrifleg og tilkynnt þeim sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að niðurstaðan lá fyrir. Liggi niðurstaða Fjármálaeftirlitsins ekki fyrir innan þess tímafrests sem kveðið er á um í 42. gr. skal litið svo á að Fjármálaeftirlitið hafi ekki athugasemdir við fyrirætlanir þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut í hlutaðeigandi fjármálafyrirtæki.] 2)
    1)L. 57/2015, 14. gr. 2)L. 75/2010, 30. gr.
44. gr. [Dráttur. Endurnýjun tilkynningar.
Hafi sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut eigi ráðist í þær fjárfestingar sem hann hafði tilkynnt Fjármálaeftirlitinu innan sex mánaða frá því að niðurstaða þess lá fyrir skal hann tilkynna því að nýju um fyrirhugaða fjárfestingu sína. Ákvæði 40.–43. gr. gilda þá um þá tilkynningu og viðbrögð Fjármálaeftirlitsins við henni.] 1)
    1)L. 75/2010, 31. gr.
45. gr. [Tilkynning ekki send.
Nú tilkynnir aðili sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut Fjármálaeftirlitinu ekki um fyrirhuguð kaup sín eða aukningu á virkum eignarhlut, þrátt fyrir að honum sé það skylt skv. 40. gr., og fellur þá niður atkvæðisréttur sem fylgir þeim hlutum sem eru umfram það sem hann átti áður. Fjármálaeftirlitið tilkynnir viðkomandi fjármálafyrirtæki um brottfall atkvæðisréttarins fái stofnunin vitneskju um kaupin eða aukninguna. Skal Fjármálaeftirlitið krefjast þess að hlutaðeigandi sendi inn tilkynningu í samræmi við ákvæði 41. gr. Um málsmeðferð fer að öðru leyti skv. 41.–43. gr. Geri Fjármálaeftirlitið ekki athugasemdir við að viðkomandi aðili eignist eða auki við virkan eignarhlut öðlast hann atkvæðisrétt í samræmi við eignarhlut sinn. Berist tilkynning hlutaðeigandi ekki innan fjögurra vikna frá því að Fjármálaeftirlitið krafðist tilkynningar getur það krafist þess að hann selji þann hluta eignarhlutarins sem er umfram það sem hann átti áður. Fjármálaeftirlitið setur tímamörk í því skyni og skal fresturinn ekki vera skemmri en tveir mánuðir.] 1)
    1)L. 75/2010, 32. gr.
46. gr. [Óhæfur aðili eignast hlut.
Eignist aðili eða auki við virkan eignarhlut þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki hæfur til að eignast eða auka við hlut sinn fellur niður atkvæðisréttur aðila umfram lágmark þess hlutar sem telst virkur eignarhlutur. Viðkomandi aðila er skylt að selja þann hluta eignarhlutarins sem er umfram það sem hann átti áður og niðurstaða Fjármálaeftirlitsins tók til. Fjármálaeftirlitið setur tímamörk í því skyni og skal fresturinn ekki vera skemmri en tveir mánuðir. Aðili öðlast fyrri atkvæðisrétt að sölu lokinni.] 1)
    1)L. 75/2010, 33. gr.
[46. gr. a.1)] 2)
    1)L. 57/2015, 15. gr. 2)L. 75/2010, 34. gr.
47. gr. [Tilkynning eiganda um aðilaskipti.
Hyggist eigandi virks eignarhlutar draga svo úr hlutafjár- eða stofnfjáreign sinni eða atkvæðisrétti að hann eigi ekki virkan eignarhlut eftir það skal hann tilkynna það Fjármálaeftirlitinu fyrir fram og einnig hver eignarhlutur hans muni verða. Fari eignarhluturinn niður fyrir 20%, … 1) 33%, 50% eða svo mikið að fjármálafyrirtækið hættir að vera [dótturfélag] 1) hlutaðeigandi skal það einnig tilkynnt. Sama á við ef hlutfallslegur eignarhlutur eða atkvæðisréttur rýrnar vegna hlutafjár- eða stofnfjáraukningar.] 2)
    1)L. 57/2015, 16. gr. 2)L. 75/2010, 35. gr.
48. gr. [Tilkynning fjármálafyrirtækis um aðilaskipti.
Þegar hlutafjár- eða stofnfjáreign í fjármálafyrirtæki fer yfir eða undir þau mörk sem tilgreind eru í 40. gr. skal stjórn þess tilkynna Fjármálaeftirlitinu um það án ástæðulauss dráttar.
Eigi sjaldnar en einu sinni á ári skal fjármálafyrirtæki tilkynna Fjármálaeftirlitinu um þá hluthafa sem eiga virkan eignarhlut í því og um hlutafjáreign hvers þeirra. Sama á við um eigendur stofnfjár.] 1)
    1)L. 75/2010, 36. gr.
49. gr. [[Upplýsingaskylda og viðvarandi mat á hæfi eiganda virkra eignarhluta.]1)
Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem eiga eða fara með eignarhlut í fjármálafyrirtæki í því skyni að meta hvort þeir falli undir tilkynningarskyldu [skv. 40. gr. eða] 1) hvort þeir teljist hæfir til að fara með virkan eignarhlut samkvæmt þessum kafla. Fjármálaeftirlitið getur krafist sömu upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem hafa selt eignarhlut eða haft milligöngu um viðskipti með eignarhlut. Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til þess að veita upplýsingar og aðgang að gögnum.
[Teljist einstaklingur eða lögaðili ekki lengur hæfur til þess að fara með virkan eignarhlut er heimilt að veita hæfilegan frest til úrbóta sé það unnt að mati Fjármálaeftirlitsins. Verði úrbótum ekki við komið eða líði frestur sem Fjármálaeftirlitið hefur veitt skv. 1. málsl. skal Fjármálaeftirlitið grípa til þeirra úrræða sem getið er um í 46. gr. Við mat á hæfi samkvæmt ákvæði þessu skal m.a. horft til 2. mgr. 42. gr.] 1)] 2)
    1)L. 57/2015, 17. gr. 2)L. 75/2010, 37. gr.
[49. gr. a. Raunverulegur eigandi.
Leiki vafi á því, að mati Fjármálaeftirlitsins, hver sé eða verði raunverulegur eigandi virks eignarhlutar skal það tilkynna þeim sem sendi tilkynningu skv. 40. gr. eða fjármálafyrirtækinu sjálfu, ef ekki næst til þess sem tilkynnti, að eftirlitið telji viðkomandi ekki hæfan til þess að fara með eignarhlutinn.] 1)
    1)L. 75/2010, 38. gr.
[49. gr. b. Náin tengsl.
Ákvæði 40.–49. gr. gilda um náin tengsl eftir því sem við getur átt. Ekki má mynda náin tengsl nema sýnt sé að þau hindri ekki eftirlit með starfsemi félagsins.] 1)
    1)L. 75/2010, 38. gr.

VII. kafli. [Stjórn, stjórnarhættir og starfsmenn.]1)
    1)L. 57/2015, 26. gr.
50. gr. Almennt ákvæði.
Um stjórn fjármálafyrirtækis gilda ákvæði laga um hlutafélög, enda sé ekki á annan veg mælt í lögum þessum.
51. gr. Fjöldi stjórnarmanna.
Stjórn fjármálafyrirtækis skal skipuð eigi færri en þremur mönnum. Þó skulu stjórnir viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja skipaðar eigi færri en fimm mönnum.
[Skipa skal varamenn í stjórn fjármálafyrirtækis. Varamenn í stjórn fjármálafyrirtækis skulu vera tveir hið minnsta.] 1)
    1)L. 47/2013, 7. gr.
52. gr. Hæfisskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra.
[Stjórnarmenn skulu vera búsettir í aðildarríki eða ríki sem er aðili að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Framkvæmdastjóri skal vera búsettur í aðildarríki. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita undanþágu frá búsetuskilyrðum.
Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri skulu vera lögráða og hafa gott orðspor og mega ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota. Þeir mega ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm á síðustu tíu árum fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um gjaldeyrismál, svo og sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi.
Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skulu vera fjárhagslega sjálfstæðir og hafa yfir að ráða reynslu og þekkingu eða hafa lokið námi sem nýtist í starfi. Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skulu jafnframt hafa þekkingu á þeirri starfsemi sem viðkomandi fjármálafyrirtæki stundar, þ.m.t. áhættuþáttum.
Samsetning stjórnar fjármálafyrirtækis skal vera með þeim hætti að stjórnin búi sameiginlega yfir fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu til að skilja þá starfsemi sem viðkomandi fjármálafyrirtæki stundar, þ.m.t. helstu áhættuþætti.
Fjármálaeftirlitið setur reglur 1) um fjárhagslegt sjálfstæði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra og hvernig staðið skuli að hæfismati. Starfsmönnum fjármálafyrirtækis er ekki heimilt að sitja í stjórn viðkomandi fjármálafyrirtækis.
Fjármálafyrirtæki skal verja fullnægjandi fjármunum og mannafla til þess að kynna starfsemi fjármálafyrirtækisins fyrir stjórnarmanni og tryggja að hann hljóti viðeigandi þjálfun til stjórnarsetunnar.
Fjármálafyrirtæki skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um skipan og síðari breytingar á stjórn og framkvæmdastjóra og skulu tilkynningunni fylgja fullnægjandi upplýsingar til að hægt sé að meta hvort skilyrðum greinar þessarar og 52. gr. a sé fullnægt.
Framkvæmdastjórar og stjórnarmenn þurfa á hverjum tíma að uppfylla hæfisskilyrði þessarar greinar og 52. gr. a og reglna settra skv. 5. mgr. Fjármálaeftirlitið getur á hverjum tíma tekið hæfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna til sérstakrar skoðunar.] 2)
    1) Rgl. 150/2017. 2)L. 57/2015, 18. gr.
[52. gr. a. Önnur störf stjórnarmanna.
Stjórnarmaður skal verja fullnægjandi tíma í störf sín í þágu fjármálafyrirtækis. Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis mega hvorki eiga sæti í stjórn annars eftirlitsskylds aðila eða aðila sem er í nánum tengslum við hann né vera starfsmenn eða endurskoðendur annars eftirlitsskylds aðila eða aðila í nánum tengslum við hann. Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis mega einungis sinna þeim lögmannsstörfum fyrir annað fjármálafyrirtæki sem ekki geta valdið hættu á hagsmunaárekstrum á milli félaganna tveggja eða á fjármálamarkaði. Hyggist stjórnarmaður taka að sér lögmannsstörf fyrir annað fjármálafyrirtæki skal hann fá skriflegt samþykki stjórnar fjármálafyrirtækisins sem hann er stjórnarmaður í fyrir því að hann megi taka að sér umrætt starf, tilkynna Fjármálaeftirlitinu um starfið sem hann hyggst taka að sér og upplýsa Fjármálaeftirlitið um eðli starfsins og umfang þess. Stjórnarmaður ber sönnunarbyrði um að lögmannsstarf sem hann tekur að sér fyrir annað fjármálafyrirtæki brjóti ekki gegn ákvæði þessu. Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá stjórnarmanni í því skyni að meta hvort brotið hafi verið gegn ákvæðinu.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur stjórnarmaður eða starfsmaður fjármálafyrirtækis tekið sæti í stjórn annars fjármálafyrirtækis, vátryggingafélags eða fjármálasamsteypu eða aðila í nánum tengslum við framangreinda aðila ef um er að ræða félag sem er að hluta eða öllu leyti í eigu fjármálafyrirtækisins eða félag sem er að hluta eða öllu leyti í eigu félags með yfirráð í fjármálafyrirtækinu. Sama gildir um lögmann móðurfélags.
Stjórnarseta skv. 2. mgr. skal háð því að hún skapi ekki, að mati Fjármálaeftirlitsins, hættu á hagsmunaárekstrum á fjármálamarkaði. Í þessu sambandi skal m.a. horft til eignarhalds aðila og tengsla félagsins sem um ræðir við aðra aðila á fjármálamarkaði, svo og hvort tengslin geti skaðað heilbrigðan og traustan rekstur fjármálafyrirtækisins.] 1)
    1)L. 57/2015, 19. gr.
[[52. gr. b.]1) Stjórn fjármálafyrirtækis boðar til aðalfundar félagsins.
Stjórn fjármálafyrirtækis skal boða til aðalfundar í samræmi við lög, samþykktir eða ákvörðun aðalfundar. Nú boðar stjórn ekki til fundar í samræmi við 1. málsl. og skal þá Fjármálaeftirlitið boða til hans að kröfu stjórnarmanns, framkvæmdastjóra, endurskoðanda eða aðila sem er atkvæðisbær á aðalfundi. Fjármálaeftirlitið tilnefnir fundarstjóra í þeim tilvikum og skal stjórn afhenda honum skrá yfir þá sem eru atkvæðisbærir, gerðabók aðalfunda og endurskoðunarbók. Félagið greiðir kostnað við aðalfundinn.] 2)
    1)L. 57/2015, 19. gr. 2)L. 75/2010, 40. gr.
[[52. gr. c.]1)
Stjórn móðurfélags ber að tilkynna Fjármálaeftirlitinu þegar mynduð er félagasamstæða og fjármálafyrirtæki öðlast yfirráð í öðru félagi. Einnig skal tilkynna verulegar breytingar á skipulagi samstæðu þegar þær ganga í gildi.] 2)
    1)L. 57/2015, 19. gr. 2)L. 75/2010, 40. gr.
[[52. gr. d.]1)
Stjórn og framkvæmdastjóri skulu án tafar gera Fjármálaeftirlitinu viðvart hafi þeir vitneskju um málefni sem hafa úrslitaþýðingu fyrir áframhaldandi starfsemi félagsins.] 2)
    1)L. 57/2015, 19. gr. 2)L. 75/2010, 40. gr.
53. gr. Hæfisskilyrði starfsmanna í verðbréfaviðskiptum.
Starfsmenn fjármálafyrirtækis, sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga skv. 6. tölul. 1. mgr. 3. gr., skulu hafa staðist próf í verðbréfaviðskiptum. Í tengslum við veitingu starfsleyfis og jafnskjótt og breytingar verða ber fjármálafyrirtæki að tilkynna Fjármálaeftirlitinu um starfsmenn samkvæmt þessari málsgrein. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.
Prófnefnd verðbréfaviðskipta hefur umsjón með prófi í verðbréfaviðskiptum sem að jafnaði skal haldið einu sinni á ári. [Ráðherra] 1) skipar prófnefnd til fjögurra ára í senn. Til að standa straum af kostnaði við framkvæmd prófa skulu próftakar greiða gjald sem ráðherra ákveður. Ákvarðanir prófnefndar eru endanlegar á stjórnsýslustigi.
Prófnefnd verðbréfaviðskipta er heimilt að fela óháðum aðilum að gefa einkunn fyrir prófúrlausn. Þá getur prófnefnd verðbréfaviðskipta skipað prófdómara til að endurskoða úrlausn próftaka. Í reglugerð 2) skal kveða nánar á um framkvæmd prófs í verðbréfaviðskiptum, þar á meðal prófkröfur, og heimildir til að veita undanþágur frá einstökum hlutum slíks prófs eða prófi í heild.
    1)L. 126/2011, 355. gr. 2)Rg. 633/2003, sbr. 521/2007 og 749/2016.
54. gr. [Framkvæmd starfa stjórnar, ábyrgð hennar og verkaskipting stjórnar og framkvæmdastjóra.
Stjórn fjármálafyrirtækis ber ábyrgð á starfsemi og stefnumótun félagsins sem og áhættustefnu og að til staðar sé virkt kerfi innra eftirlits sem samræmist lögum þessum og reglum settum með stoð í þeim. Stjórn ber ábyrgð á að fullnægjandi eftirlit sé viðhaft með bókhaldi og að meðferð fjármuna félagsins sé í samræmi við lög og reglur sem um starfsemina gilda. Stjórn ber jafnframt ábyrgð á að stjórnarhættir og innra skipulag stuðli að skilvirkri og varfærinni stjórn fyrirtækisins, aðskilnaði starfa og að komið sé í veg fyrir hagsmunaárekstra. Stjórn skal árlega endurmeta stjórnarhætti sína með tilliti til viðurkenndra leiðbeininga um stjórnarhætti og bregðast við með viðeigandi hætti ef þörf er á.
Stjórnarmaður skal starfa af heiðarleika, heilindum og fagmennsku og vera sjálfstæður í hugsun til þess að geta með skilvirkum hætti metið, gagnrýnt og haft eftirlit með ákvarðanatöku framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækisins.
Í samþykktum fjármálafyrirtækis skal kveðið á um verkaskiptingu stjórnar og framkvæmdastjóra. Stjórn skal hafa skilvirkt eftirlit með að framkvæmdastjóri félagsins starfi eftir lögum og reglum.
Stjórn skal setja sér starfsreglur þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd starfa stjórnarinnar. Í reglum þessum skal fjallað sérstaklega um heimildir stjórnar til að taka ákvarðanir um einstök viðskipti, framkvæmd reglna um sérstakt hæfi stjórnarmanna, meðferð stjórnar á upplýsingum um einstaka viðskiptamenn, setu stjórnarmanna í stjórnum dótturfélaga og hlutdeildarfélaga og framkvæmd reglna um meðferð viðskiptaerinda stjórnarmanna. Stjórn fjármálafyrirtækis skal senda Fjármálaeftirlitinu afrit af reglunum innan 14 daga frá því að þær eru settar eða þeim er breytt.
Stjórnarformanni í fjármálafyrirtæki er óheimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem teljast eðlilegur hluti starfa hans sem stjórnarformanns, að undanskildum einstökum verkefnum sem félagsstjórnin felur honum að vinna fyrir sig.
Stjórn skal fylgjast með því og tryggja eftir bestu getu að tilkynningar og upplýsingar sem félaginu ber að veita samkvæmt lögum þessum séu réttar.
Fjármálafyrirtæki skal fylgja viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Í því skyni skal fjármálafyrirtækið m.a. birta árlega yfirlýsingu um stjórnarhætti fyrirtækisins í sérstökum kafla í ársreikningi eða ársskýrslu og gera grein fyrir stjórnarháttum sínum á vefsíðu fyrirtækisins og birta þar yfirlýsingu um stjórnarhætti sína. Þar skal koma fram á vefsíðu fjármálafyrirtækis eða í ársreikningi þess hvernig fjármálafyrirtæki uppfyllir kröfur um stjórnarhætti samkvæmt lögum þessum.
[Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um stjórnarhætti fjármálafyrirtækja.] 1)] 2)
    1)L. 96/2016, 26. gr. 2)L. 57/2015, 20. gr.
[54. gr. a. Hlutverk stjórnar vegna áhættustýringar.
Stjórn fjármálafyrirtækis skal samþykkja áhættustefnu, áhættuvilja og framkvæmd áhættustýringar, sbr. 17. gr., og tryggja að innri ferlar vegna áhættustýringar séu yfirfarnir eigi sjaldnar en árlega. Til slíkra ferla teljast m.a. ferlar er varða áhættutöku og takmörkun á þeirri áhættu sem hefur, eða kann að hafa, áhrif á starfsemi fyrirtækis.
Stjórn fjármálafyrirtækis skal við störf sín verja hæfilegum tíma í að fjalla um helstu áhættuþætti í starfsemi fyrirtækisins. Stjórn skal tryggja að nægjanlegum fjármunum og tíma sé varið í virka áhættustýringu og áhættumat þannig að innan fyrirtækisins sé yfirsýn yfir helstu áhættuþætti. Einnig skal stjórn, eftir atvikum, hafa eftirlit með mati á eignum félagsins, notkun innri líkana og notkun mats frá lánshæfismatsfyrirtækjum.] 1)
    1)L. 57/2015, 21. gr.
55. gr. Þátttaka stjórnarmanna í meðferð mála.
Stjórn fjármálafyrirtækis skal ekki taka þátt í ákvörðunum um einstök viðskipti, nema umfang þeirra sé verulegt miðað við stærð fyrirtækisins. Einstakir stjórnarmenn skulu ekki hafa afskipti af ákvörðunum um einstök viðskipti.
Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis skulu ekki taka þátt í meðferð máls ef mál varðar:
    1. viðskipti þeirra sjálfra eða fyrirtækja sem þeir sitja í stjórn hjá, eru fyrirsvarsmenn fyrir eða eiga að öðru leyti verulegra hagsmuna að gæta í; eða
    2. viðskipti samkeppnisaðila þeirra aðila sem ræðir um í 1. tölul.
Hið sama skal gilda um viðskipti aðila sem eru tengdir stjórnarmönnum persónulega eða fjárhagslega.
Viðskiptaerindi stjórnarmanna, sem og fyrirtækja sem þeir eru í fyrirsvari fyrir, skulu lögð fyrir stjórn fjármálafyrirtækis, eða stjórnarformann félags, til samþykktar eða synjunar. Stjórn fjármálafyrirtækis er þó heimilt að setja almennar reglur um afgreiðslu slíkra mála þar sem fyrir fram er ákveðið hvaða viðskiptaerindi þurfi, og þurfi ekki, sérstaka umfjöllun stjórnar áður en til afgreiðslu þeirra kemur, sbr. 54. gr.
56. gr. Þátttaka starfsmanna í atvinnurekstri.
Framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækis er óheimilt að sitja í stjórn atvinnufyrirtækis og taka þátt í atvinnurekstri að öðru leyti. [Stjórn fyrirtækis getur veitt heimild til slíks á grundvelli reglna sem fjármálafyrirtæki setur og sendir Fjármálaeftirlitinu afrit af.] 1) Eignarhlutur í fyrirtæki telst þátttaka í atvinnurekstri, nema um sé að ræða óverulegan hlut sem ekki veitir bein áhrif á stjórnun þess. Um stjórnarsetu framkvæmdastjóra í [dótturfélagi] 1) eða hlutdeildarfélagi fjármálafyrirtækisins, og um heimildir annarra starfsmanna til þátttöku í atvinnurekstri, fer samkvæmt reglum settum samkvæmt ákvæðum 54. gr.
    1)L. 57/2015, 22. gr.
57. gr. Viðskipti starfsmanna við fjármálafyrirtæki.
[[Fjármálafyrirtæki skal setja reglur um viðskipti sín við framkvæmdastjóra og lykilstarfsmenn og senda Fjármálaeftirlitinu afrit af reglunum innan 14 daga frá því að þær eru staðfestar af stjórn.] 1) Samningur fjármálafyrirtækis um lán, ábyrgðir, kauprétt eða sambærileg viðskipti við framkvæmdastjóra er háður samþykki stjórnar fyrirtækisins. Ákvörðun um slíkt skal bókuð og tilkynnt Fjármálaeftirlitinu. Ákvæði þessarar greinar gilda einnig um [nána fjölskyldumeðlimi framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækis]. 2)
[Um viðskipti fjármálafyrirtækis og starfsmanna þess, eða aðila í nánum tengslum við þá, fer samkvæmt reglum sem stjórn fjármálafyrirtækis setur og birtar skulu opinberlega.] 1) Skulu þau … 1) lúta sömu reglum og viðskipti við almenna viðskiptamenn í sambærilegum viðskiptum.] 3)
    1)L. 57/2015, 23. gr. 2)L. 96/2016, 27. gr. 3)L. 75/2010, 42. gr.
[57. gr. a. [Kaupaukakerfi.
Að teknu tilliti til heildarafkomu fjármálafyrirtækis yfir lengri tíma, undirliggjandi áhættu og fjármagnskostnaðar er fjármálafyrirtæki heimilt að ákvarða starfsmönnum kaupauka á grundvelli kaupaukakerfis. Samtala veitts kaupauka til starfsmanns, að meðtöldum þeim hluta greiðslu sem fresta skal samkvæmt reglum settum skv. 4. mgr., má á ársgrundvelli ekki nema hærri fjárhæð en 25% af árslaunum viðkomandi án kaupauka.
Þrátt fyrir 1. mgr. er óheimilt að veita stjórnarmönnum og starfsmönnum sem starfa við áhættustýringu, innri endurskoðun eða regluvörslu kaupauka.
Áunnin réttindi starfsmanna samkvæmt kaupaukakerfi skulu færð til gjalda á hverju ári eftir því sem reikningsskilareglur heimila og sérstaklega skal gerð grein fyrir þeim í skýringum með ársreikningi.
Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur 1) um kaupaukakerfi. Í reglunum skal m.a. kveðið á um skilgreiningu kaupauka, markmið kaupaukakerfis, árangurs- og áhættumat, innra eftirlit, jafnvægi á milli fastra launa og kaupauka, frestun kaupauka, ráðningarkaupauka, lækkun, afturköllun eða endurgreiðslu kaupauka, og upplýsingagjöf og gagnsæi.] 2)] 3)
    1) Rgl. 388/2016. 2)L. 57/2015, 24. gr. 3)L. 75/2010, 43. gr., sbr. einnig brbákv. III í s.l.
[57. gr. b. Starfslokasamningur.
Fjármálafyrirtæki er óheimilt að gera starfslokasamning við framkvæmdastjóra eða lykilstarfsmann nema hagnaður hafi verið af rekstri fyrirtækisins samfellt síðustu þrjú ár starfstíma hans. Með starfslokasamningi í grein þessari er átt við hvers konar samninga sem gerðir eru á milli framkvæmdastjóra eða lykilstarfsmanns annars vegar og fjármálafyrirtækis hins vegar og kunna að færa þeim sem lætur af störfum hlunnindi eða réttindi umfram hefðbundnar launagreiðslur í uppsagnarfresti.
Hafi hagnaður verið af rekstri fyrirtækisins samfellt síðustu þrjú ár er heimilt að gera starfslokasamninga við þá sem tilgreindir eru í 1. mgr. Slíkir samningar skulu vera í formi beinna launagreiðslna og ekki vara lengur en í 12 mánuði eftir starfslok. Um starfslokasamning sem gerður hefur verið fyrir gildistöku laga þessara en ekki komið til framkvæmda gilda ákvæði greinar þessarar.
Heimilt er í reglugerð að kveða nánar á um skilyrði og framkvæmd starfslokasamninga. Sérstaklega skal gera grein fyrir slíkum samningum í skýringum með ársreikningi.] 1)
    1)L. 75/2010, 43. gr.
58. gr. Þagnarskylda.
Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.
Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.
59. gr. Undanþága frá þagnarskyldu vegna áhættustýringar og eftirlits á samstæðugrunni.
Þrátt fyrir ákvæði 58. gr. er heimilt að miðla upplýsingum til móðurfélags fjármálafyrirtækis ef móðurfélagið er einnig fjármálafyrirtæki í skilningi laga þessara eða eignarhaldsfélag á fjármálasviði … 1) Slík upplýsingamiðlun má þó aðeins eiga sér stað að því marki sem nauðsynlegt er vegna áhættustýringar og má ekki ná til einkamálefna einstakra viðskiptamanna. Sama gildir um miðlun upplýsinga vegna eftirlits á samstæðugrunni.
Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur um heimila upplýsingamiðlun skv. 1. mgr.
    1)L. 57/2015, 25. gr.
60. gr. Samþykki viðskiptamanns til miðlunar trúnaðarupplýsinga.
Heimilt er að miðla til utanaðkomandi aðila þeim upplýsingum um viðskiptamenn sem um getur í 58. gr. að fengnu skriflegu samþykki þess er í hlut á. Í samþykki skal koma fram til hvaða upplýsinga það tekur, til hvaða aðila er heimilt að miðla upplýsingum á grundvelli þess og í hvaða tilgangi upplýsingunum er miðlað.
[60. gr. a. Tilkynningar starfsmanna um brot í starfsemi fjármálafyrirtækis.
Fjármálafyrirtæki skal hafa ferla til að taka við og fylgja eftir tilkynningum starfsmanna þess um brot, möguleg brot og tilraunir til brota á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem gilda um starfsemi fjármálafyrirtækisins. Ferlarnir skulu vera aðskildir frá öðrum ferlum innan fyrirtækisins.
Einstaklingur sem tekur við tilkynningum skv. 1. mgr. og sér um vinnslu þeirra skal búa við sjálfstæði í störfum og tryggt skal að hann hafi nægilegt vald, fjárveitingar og heimildir til að afla gagna og upplýsinga sem honum eru nauðsynlegar til að hann geti sinnt skyldum sínum.
Vinnsla og meðferð persónuupplýsinga skal vera í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd 1. og 2. mgr., þ.m.t. um viðtöku og vinnslu tilkynninga.] 1)
    1)L. 23/2017, 1. gr.
[60. gr. b. Vernd starfsmanns vegna tilkynningar um brot í starfsemi fjármálafyrirtækis.
Þeir sem falið hefur verið að taka við tilkynningum skv. 60. gr. a og sjá um vinnslu þeirra eru bundnir þagnarskyldu um persónugreinanlegar upplýsingar sem koma fram í tilkynningunum. Þagnarskyldan gildir gagnvart öðrum starfsmönnum fyrirtækisins og einnig utanaðkomandi aðilum. Þó er heimilt að miðla upplýsingum sem lúta þagnarskyldu til Fjármálaeftirlitsins og til lögreglu.
Fjármálafyrirtæki skal vernda starfsmann sem í góðri trú hefur tilkynnt um brot skv. 60. gr. a gegn því að hann sæti misrétti sem rekja má til tilkynningar hans. Sama gildir um tilkynningar til Fjármálaeftirlitsins skv. 13. gr. a laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Ef fjármálafyrirtæki brýtur gegn skyldu sinni skv. 2. mgr. skal það greiða starfsmanni skaðabætur samkvæmt almennum reglum. Þetta tekur bæði til beins fjártjóns og miska.
Skyldur og réttindi samkvæmt þessari grein eru ófrávíkjanleg og óheimilt er að takmarka þau í ráðningarsamningi á milli starfsmanns og fyrirtækis.] 1)
    1)L. 23/2017, 1. gr.

VIII. kafli. Sparisjóðir.
[A. Sparisjóðir – sameiginleg ákvæði.]1)
    1)L. 77/2012, 5. gr.
[61. gr. Sparisjóður.
Til þess að fá starfsleyfi sem sparisjóður og eiga samvinnu um sameiginlega markaðsstarfsemi skal fjármálafyrirtæki skilgreina í samþykktum sínum samfélagslegt hlutverk sitt og hlíta ákvæðum 63. gr. um ráðstöfun hagnaðar og arðgreiðslur. Sparisjóður skal afmarka samfélagslegt hlutverk sitt við tiltekið landsvæði, í lögum þessum nefnt starfssvæði.
Aðeins fjármálafyrirtæki sem hefur starfsleyfi sem sparisjóður er heimilt að nota orðið „sparisjóður“ í firma sínu eða til skýringar á starfsemi sinni.] 1)
    1)L. 77/2012, 5. gr.
[62. gr. Rekstrarform.
Sparisjóður getur verið sjálfseignarstofnun samkvæmt ákvæðum þessa kafla eða hlutafélag. Sparisjóður skal tilgreina rekstrarform í heiti sínu. Nægilegt er að tilgreining rekstrarforms sé gerð með skammstöfun, nota skal skammstöfunina „ses.“ fyrir sjálfseignarstofnun en ákvæði [laga um hlutafélög] 1) gilda um tilgreiningu á rekstrarformi hlutafélags.] 2)
    1)L. 96/2016, 28. gr. 2)L. 77/2012, 5. gr.
[63. gr. Ráðstöfun hagnaðar.
Sparisjóður skal ráðstafa að lágmarki 5% af hagnaði liðins árs fyrir skatt, [að undanskildum þeim hagnaði sem skapast við niðurfellingu skulda við fjárhagslega endurskipulagningu], 1) til samfélagslegra verkefna á starfssvæði sínu. Sundurliða skal þau verkefni sem sparisjóðurinn hefur stutt í skýringum með ársreikningi þess árs þegar ráðstöfun fer fram og tiltaka móttakendur framlaga.
Ráðherra sá sem fer með málefni fjármálamarkaðar getur gefið út reglugerð til nánari skýringa á því hvað teljast samfélagsleg verkefni samkvæmt þessari grein.] 2)
    1)L. 47/2013, 9. gr. 2)L. 77/2012, 5. gr.
[64. gr. Viðskipti með hluti í sparisjóði.
Sparisjóðir skulu setja sér reglur um viðskipti með hluti í sparisjóðnum, stofnfjárbréf eða hlutabréf, sem samþykktar skulu af Fjármálaeftirlitinu. Því er heimilt að gefa út leiðbeinandi tilmæli um slík viðskipti.] 1)
    1)L. 77/2012, 5. gr.
[65. gr. Samstarf sparisjóða.
Sparisjóðum er heimilt að hafa samstarf m.a. um eftirfarandi verkefni, enda sé slíkt gert á almennum viðskiptalegum forsendum:
    1. ráðgjöf um áhættustýringu,
    2. rekstur upplýsingakerfa,
    3. öryggiseftirlit,
    4. starfsemi innri endurskoðunardeilda,
    5. bakvinnslu, bókhald, greiningu og skýrslugerð til eftirlitsstofnana,
    6. lögfræðiráðgjöf, samninga og samskipti við birgja,
    7. vöruþróun og markaðssamstarf um sameiginleg vörumerki,
    8. fræðslu og upplýsingagjöf,
    9. innlenda og erlenda greiðslumiðlun og þjónustu við erlend viðskipti.
Í þeim tilfellum að fleiri en einn sparisjóður hafa falið einum og sama aðila verkefni skv. 1. mgr. skulu gerðir samningar á milli hvers einstaks sparisjóðs og þess sem veitir þjónustuna. Slíkir samningar víkja ekki til hliðar skyldum þeim sem hver einstakur sparisjóður ber gagnvart lögum og reglum, eftirlitsaðilum, stofnfjáreigendum, hluthöfum eða öðrum.
Rísi ágreiningur um hvort starfsemi falli undir 1. mgr. sker Samkeppniseftirlitið úr.] 1)
    1)L. 77/2012, 5. gr.
[B. Sjálfseignarstofnun sem sparisjóður.]1)
    1)L. 77/2012, 6. gr.
[66. gr. Sjálfseignarstofnun.
Um sjálfseignarstofnun sem er sparisjóður gilda ákvæði laga um hlutafélög, nr. 2/1995, að því leyti sem ekki eru settar sérstakar reglur í lögum þessum. Ákvæði laga um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur eiga ekki við um sjálfseignarstofnun sem er sparisjóður.] 1)
    1)L. 77/2012, 6. gr.
[67. gr. Samþykktir.
Í samþykktum sjálfseignarstofnunar sem er sparisjóður skulu vera ákvæði sem varða sérstaklega hlutaðeigandi sparisjóð, svo sem:
    1. heiti sparisjóðs,
    2. heimili sparisjóðs og varnarþing,
    3. tilgang,
    4. samfélagslegt hlutverk hans og starfssvæði,
    5. heildarupphæð stofnfjár og skiptingu í stofnfjárhluti,
    6. kosningu sparisjóðsstjórnar, störf hennar og kjörtímabil,
    7. hvernig boðað skuli til funda stofnfjáreigenda,
    8. hvaða mál skuli taka fyrir á aðalfundi,
    9. hvert skuli vera reikningsár sparisjóðsins,
    10. hvernig staðið skuli að breytingum á samþykktum,
    11. hvort stofnfjáreigendur skuli sæta innlausn á hlutum sínum að nokkru leyti eða öllu og eftir hvaða reglum,
    12. hvort stofnfjáreigendur njóti forgangsréttar til áskriftar við aukningu stofnfjár,
    13. slit á sparisjóði og ráðstöfun eigin fjár í því sambandi.
Ekki er heimilt að veita tilteknum stofnfjáreigendum sérréttindi.] 1)
    1)L. 77/2012, 6. gr.
[68. gr. Stjórnun og fjárhagsleg réttindi tengd stofnfé.
Fundur stofnfjáreigenda er æðsta vald í málefnum sjálfseignarstofnunar og kýs honum stjórn. Stofnfjáreigendur fara með atkvæði í samræmi við hlutdeild sína í útgefnu stofnfé að frádregnu stofnfé sem kann að vera í eigu sjálfseignarstofnunarinnar.
Stjórn ræður sparisjóðsstjóra sem er framkvæmdastjóri sparisjóðsins og ber ábyrgð á daglegum rekstri hans.
Stofnfjáreigendur bera ekki ábyrgð á skuldbindingum sparisjóðs umfram stofnfé sitt og eiga ekki hlutdeild í öðru eigin fé sparisjóðs en bókfærðu stofnfé eins og það er á hverjum tíma. Stofnfjáreigendum er óheimilt að ganga á óráðstafað eigið fé við ákvörðun arðs, sbr. 63. gr., eða ganga að óráðstöfuðu fé sjálfseignarstofnunarinnar með öðrum hætti, svo sem með innlausn eða kaupum sjálfseignarstofnunarinnar á eigin stofnfjárhlutum á hærra verði en nafnverði.] 1)
    1)L. 77/2012, 6. gr.
[69. gr. Stofnfé og stofnfjárbréf.
Stjórn sparisjóðs sem er sjálfseignarstofnun gefur út stofnfjárbréf til þeirra sem skráðir eru fyrir stofnfjárhlutum. Stofnfjárbréf má ekki afhenda fyrr en hlutur er að fullu greiddur.
Stofnfjárbréf skulu hljóða á nafn og tilgreina:
    1. heiti sparisjóðs og heimilisfang,
    2. númer og fjárhæð hlutar,
    3. nafn, heimilisfang og kennitölu stofnfjáreiganda,
    4. útgáfudag stofnfjárbréfs,
    5. sérstök atriði er varða réttindi og skyldur stofnfjáreigenda.
Stjórnin skal færa skrá yfir stofnfjáreigendur og skal hún aðgengileg öllum. Sparisjóðsstjórn skal uppfæra skrána þegar breytingar verða á eignarhaldi stofnfjárbréfa. Stofnfjáreigandi öðlast réttindi samkvæmt stofnfjárbréfi við skráningu í stofnfjáreigendaskrá.
Stofnfjárbréf er heimilt samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins að gefa út með rafrænum hætti í verðbréfamiðstöð í samræmi við lög um rafræna eignarskráningu verðbréfa.
Framsal og önnur ráðstöfun stofnfjárbréfa í sparisjóði er heimil án takmarkana, sbr. þó ákvæði VI. kafla.] 1)
    1)L. 77/2012, 6. gr.
[70. gr. Hækkun stofnfjár og endurmat.
Fundur stofnfjáreigenda getur samþykkt aukningu stofnfjár í viðkomandi sparisjóði með útgáfu nýrra stofnfjárhluta. Til þess að heimilt sé að fjalla um aukningu stofnfjár á aðalfundi eða sérstökum fundi stofnfjáreigenda skal hafa verið boðað til fundarins með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Í fundarboði skal gera grein fyrir tillögu stjórnar um útgáfu nýrra stofnfjárhluta, þ.m.t. um heildarfjölda hluta, nafnverð hluta og útboðsgengi, greiðslukjör, ef einhver eru, áskriftartíma og áskriftarrétt. Lágmarksverð nýrra stofnfjárhluta skal vera jafnhátt og nafnverð stofnfjárhluta í viðkomandi sparisjóði.
Aðalfundur stofnfjáreigenda getur samþykkt, að tillögu sparisjóðsstjórnar, að arði til stofnfjáreigenda skuli að hluta eða að öllu leyti varið til hækkunar á nafnverði stofnfjárhluta í sparisjóðnum. Ekki er þó heimilt að hækka nafnverð stofnfjárhluta umfram verðlagsbreytingar miðað við vísitölu neysluverðs frá útgáfu stofnfjárhlutanna.
Ef sparisjóður hefur gefið út nýtt stofnfé og hafi verið greitt meira en nafnverð fyrir útgáfuna skal fé það sem greitt var umfram nafnverð fært á yfirverðsreikning stofnfjár að frádregnum kostnaði sparisjóðsins af útgáfunni. Hann telst með óráðstöfuðu eigin fé sparisjóðs.] 1)
    1)L. 77/2012, 6. gr.
[71. gr. Lækkun stofnfjár.
Að tillögu stjórnar sparisjóðs getur fundur stofnfjáreigenda tekið ákvörðun um lækkun stofnfjár til jöfnunar taps sem ekki verður jafnað á annan hátt. Til þess að heimilt sé að fjalla um lækkun stofnfjár á fundi stofnfjáreigenda skal hafa verið boðað til fundarins með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Í fundarboði skal gera grein fyrir tillögu um lækkun stofnfjár. Fyrir slíkri ákvörðun þarf samþykki 2/ 3 hluta atkvæða sem mætt er fyrir á fundi stofnfjáreigenda. Í fundarboði skal greina frá ástæðum fyrir lækkuninni og hvernig hún á að fara fram. Fjármálaeftirlitinu skal tilkynnt fyrir fram um fyrirhugaða lækkun stofnfjár.
Ákvörðun fundar stofnfjáreigenda um lækkun skv. 1. mgr. tekur gildi þegar Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt hana.
Ekki þarf að innkalla kröfur vegna lækkunar stofnfjár samkvæmt þessari grein.] 1)
    1)L. 77/2012, 6. gr.
[72. gr. Samruni.
Heimilt er að sameina sparisjóð sem er sjálfseignarstofnun við annan sparisjóð eða fjármálafyrirtæki þannig að sjálfseignarstofnuninni verði slitið.
Ef sparisjóður sem er sjálfseignarstofnun er sameinaður annarri sjálfseignarstofnun skal endurgjald til stofnfjáreigenda hans vera í samræmi við hlutdeild stofnfjár í eigin fé sparisjóðsins eins og það var samkvæmt efnahagsreikningi við sameininguna. Ef fyrir hendi er eigið fé umfram stofnfé í sparisjóðnum, hér nefnt óráðstafað eigið fé, skal það leggjast óskert við óráðstafað eigið fé hins sameinaða sparisjóðs. Sé um neikvætt óráðstafað eigið fé að ræða í sparisjóði sem sameinast annarri sjálfseignarstofnun skal stofnfé lækkað til jöfnunar á því áður en til samruna kemur. Við samrunann má óráðstafað eigið fé sameinaðs sparisjóðs ekki verða lægra en samanlagt jákvætt óráðstafað eigið fé þeirra sparisjóða var fyrir samruna.
Ef sparisjóður sem er sjálfseignarstofnun er sameinaður hlutafélagi með yfirtöku, þannig að hlutafélagið er yfirtökufélag, skal sjálfseignarstofnuninni slitið. Skal endurgjald til stofnfjáreigenda í hinum yfirtekna sparisjóði vera í samræmi við hlutdeild stofnfjár í eigin fé sparisjóðsins. Ef í yfirteknum sparisjóði er jákvætt óráðstafað eigið fé skal endurgjald fyrir það lagt í sérstaka sjálfseignarstofnun. Endurgjaldi fyrir hinn yfirtekna sparisjóð skal þá skipt milli stofnfjáreigenda og sjálfseignarstofnunar miðað við hlutfall þeirra í heildar eigin fé sparisjóðsins. Skal endurgjald til sjálfseignarstofnunarinnar vera í formi peningagreiðslu eða með skuldabréfi til ekki lengri tíma en 10 ára. Óháður aðili skal leggja mat á verðmæti endurgjalds sem fara skal til sjálfseignarstofnunar, með tilliti til þess hvort það sé sanngjarnt, eðlilegt og í réttu hlutfalli miðað við verðmæti endurgjalds sem koma skal í hlut stofnfjáreigenda. Skal Fjármálaeftirlitið staðfesta matið. Stjórn yfirtekins sparisjóðs skal annast um að stofna sjálfseignarstofnun samkvæmt þessari grein og setja henni skipulagsskrá sem skal staðfest sameiginlega af ráðherra er fer með sveitarstjórnarmál og ráðherra er fer með fræðslumál. Sjálfseignarstofnun þessi skal hafa þann tilgang að rækja og stuðla að framgangi þeirra samfélagslegu verkefna sem samþykktir yfirtekins sparisjóðs kveða á um. Í stjórn sjálfseignarstofnunar samkvæmt þessari málsgrein skulu eiga sæti einn fulltrúi sveitarfélaga á starfssvæði sparisjóðsins, einn fulltrúi skipaður af ráðherra er fer með sveitarstjórnarmál, sem skal vera formaður stjórnar, og einn fulltrúi tilnefndur af ráðherra er fer með fræðslumál. Ráðherra sem fer með sveitarstjórnarmál getur skipað fulltrúa sveitarfélaga í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar berist ekki sameiginleg tilnefning frá þeim innan frests sem hann hefur sett þeim til að tilnefna sameiginlega stjórnarmann.
Stjórn yfirtekins sparisjóðs getur einnig, í stað þess að stofna sjálfseignarstofnun, gert tillögu um ráðstöfun á endurgjaldi fyrir óráðstafað eigið fé sparisjóðsins beint til samfélagslegra verkefna sparisjóðsins. Tillaga stjórnar um slíka ráðstöfun skal staðfest sameiginlega af ráðherra er fer með sveitarstjórnarmál og ráðherra er fer með fræðslumál.
Ekki er heimilt að samþykkja samruna og slíta yfirteknum sparisjóði fyrr en stjórn sjálfseignarstofnunar hefur verið skipuð eða tillaga um ráðstöfun á óráðstöfuðu eigin fé hefur verið staðfest.
Um samruna sparisjóða fer að öðru leyti eftir ákvæðum 106. gr., þ.m.t. ef sparisjóður sem er sjálfseignarstofnun yfirtekur fjármálafyrirtæki sem er hlutafélag.] 1)
    1)L. 77/2012, 6. gr.
[73. gr. Breyting sjálfseignarstofnunar í hlutafélag.
Að tillögu sparisjóðsstjórnar getur fundur stofnfjáreigenda ákveðið með 2/ 3 hlutum greiddra atkvæða, svo og samþykki stofnfjáreigenda sem ráða yfir minnst 2/ 3 hlutum þess stofnfjár sem farið er með atkvæði fyrir á fundinum, að breyta rekstrarformi sparisjóðs úr sjálfseignarstofnun í hlutafélag.
Skal breyting sjálfseignarstofnunar í hlutafélag framkvæmd þannig að sjálfseignarstofnunin sameinist hlutafélagi sem hún hefur áður stofnað í því skyni. Við samrunann tekur hlutafélagið við rekstri sparisjóðsins, öllum eignum hans og skuldum, réttindum og skuldbindingum og skal sjálfseignarstofnuninni slitið.
Hlutafélag sem sparisjóðurinn stofnar skv. 2. mgr. skal uppfylla ákvæði 61. gr. Ákvæði 1. málsl. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög, gilda ekki um fjölda stofnenda í hlutafélagi skv. 2. mgr. Ákvæði 1. mgr. 20. gr. sömu laga um lágmarksfjölda hluthafa gilda ekki um hlutafélag skv. 2. mgr. fram að því að breyting sparisjóðs í hlutafélag skv. 2. mgr. á sér stað.
Við breytingu sjálfseignarstofnunar í hlutafélag samkvæmt þessari grein heldur starfsleyfi sparisjóðsins gildi sínu.
Samruni vegna breytingar sjálfseignarstofnunar í hlutafélag skal að öðru leyti fara eftir ákvæðum 3. mgr. 72. gr. og 106. gr.] 1)
    1)L. 77/2012, 6. gr.
74.–76. gr.1)
    1)L. 76/2009, 12. gr.
77. gr.1)
    1)L. 75/2010, 44. gr.

IX. kafli. [Meðhöndlun áhættuþátta í starfsemi fjármálafyrirtækis.]1)
    1)L. 57/2015, 27. gr.
[78. gr. Áhættunefnd.
Fjármálafyrirtæki skal starfrækja áhættunefnd. Nefndin skal að lágmarki skipuð þremur mönnum, þar af tveimur stjórnarmönnum fjármálafyrirtækisins hið minnsta. Starfsmönnum fjármálafyrirtækisins er óheimilt að eiga sæti í nefndinni. Nefndarmenn skulu búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að móta áhættustefnu og áhættuvilja félagsins. Áhættunefnd skal sinna ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn fyrirtækisins, m.a. vegna mótunar áhættustefnu og áhættuvilja fyrirtækisins.
Áhættunefnd skal hafa aðgang að þeim upplýsingum og gögnum sem nefndin telur sig þurfa til starfa sinna.
Áhættunefnd skal m.a. kanna hvort hvatar sem falist geta í starfskjarastefnu fjármálafyrirtækis, þar á meðal [kaupaukum], 1) samræmist áhættustefnu fyrirtækisins og yfirfara hvort kjör á eignum og skuldbindingum, þar á meðal á innlánum og útlánum, sem boðin eru viðskiptavinum fjármálafyrirtækis taki að fullu mið af viðskiptalíkani og áhættustefnu fyrirtækisins. Ef kjör endurspegla ekki áhættuna samkvæmt viðskiptalíkani og áhættustefnu fyrirtækisins skal áhættunefnd leggja fram úrbótaáætlun til stjórnar.
Fjármálafyrirtæki er heimilt að sameina störf áhættunefndar og endurskoðunarnefndar skv. IX. kafla A í lögum um ársreikninga, nr. 3/2006. Nefndarmenn sameinaðrar nefndar skulu búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að sinna verkefnum sem annars hefðu verið falin hvorri nefnd fyrir sig. Fjármálaeftirlitið getur með hliðsjón af stærð, eðli og umfangi rekstrar fjármálafyrirtækis, og því hversu margþætt starfsemi fyrirtækisins er, krafist þess að fjármálafyrirtæki aðskilji störf áhættunefndar og endurskoðunarnefndar.
Fjármálaeftirlitið getur, með hliðsjón af stærð, eðli og umfangi rekstrar fjármálafyrirtækis, og því hversu margþætt starfsemi fyrirtækisins er, veitt undanþágu frá starfrækslu áhættunefndar eða frá einstökum þáttum í starfsemi áhættunefndar. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að skilyrða undanþágu til fjármálafyrirtækja. Starfsskyldur áhættunefndar skv. 2. og 3. mgr. skulu þá að breyttu breytanda hvíla á stjórn fjármálafyrirtækis.] 2)
    1)L. 96/2016, 29. gr. 2)L. 57/2015, 27. gr.
[78. gr. a. Útlána- og mótaðilaáhætta.
Fjármálafyrirtæki skal byggja lánveitingar sínar á traustum og vel skilgreindum viðmiðum og tryggja að ferlar vegna samþykktar, breytinga, endurnýjunar og endurfjármögnunar lánveitinga, eða hvers kyns skilmálabreytinga þeirra, séu til staðar.
Fjármálafyrirtæki skal beita eigin aðferðafræði sem gerir því kleift að meta útlánaáhættu af áhættuskuldbindingum einstakra lántakenda, verðbréfum, verðbréfuðum stöðum og útlánasafni í heild. Eigin aðferðafræði skal ekki eingöngu eða athugasemdalaust byggjast á mati lánshæfismatsfyrirtækja. Þegar fjármálafyrirtæki byggir eiginfjárútreikninga sína á einkunn matsfyrirtækis, eða eftir atvikum á því að áhættuskuldbinding hafi ekki hlotið einkunn, skal það ekki undanskilið því að nýta aðrar viðeigandi upplýsingar við mat á eiginfjárþörf.
Fjármálafyrirtæki skal nota skilvirk kerfi og aðferðir við stýringu útlánasafns og hafa eftirlit með áhættuskuldbindingum fjármálafyrirtækis, þ.m.t. greiningu á vanefndum, virðisbreytingum og varúðarniðurfærslum.
Dreifing útlánasafns fjármálafyrirtækis skal vera fullnægjandi með tilliti til þeirra markaða sem fyrirtækið starfar á og útlánastefnu þess.
[Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun útlána- og mótaðilaáhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.] 1)] 2)
    1)L. 96/2016, 30. gr. 2)L. 57/2015, 27. gr.
[78. gr. b. Eftirstæð áhætta.
Fjármálafyrirtæki skal, m.a. með skjalfestri stefnu og ferlum, meðhöndla og stýra þeirri áhættu sem verður eftir þegar viðurkenndar aðferðir þess við mildun útlánaáhættu reynast ekki jafnárangursríkar og vænst var.
[Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun eftirstæðrar áhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.] 1)] 2)
    1)L. 96/2016, 31. gr. 2)L. 57/2015, 27. gr.
[78. gr. c. Samþjöppunaráhætta.
Fjármálafyrirtæki skal, m.a. með skjalfestri stefnu og ferlum, meðhöndla og stýra samþjöppunaráhættu sem verður til vegna sérhvers mótaðila fyrirtækisins. Undir mótaðila falla m.a. hópar tengdra viðskiptamanna, miðlægir mótaðilar, mótaðilar í sömu grein innan sama geira hagkerfisins, á sama landsvæði eða í sömu atvinnugrein eða aðilar sem framleiða sömu hrávöru. Við mat og greiningu á samþjöppunaráhættu skal taka mið af aðferðum við mildun útlánaáhættu sem og áhættu sem tengist stórum, óbeinum áhættuskuldbindingum, m.a. vegna trygginga fyrir áhættuskuldbindingum frá einum útgefanda.
[Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun samþjöppunaráhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.] 1)] 2)
    1)L. 96/2016, 32. gr. 2)L. 57/2015, 27. gr.
[78. gr. d. Áhætta vegna verðbréfunar.
Fjármálafyrirtæki skal, m.a. með skjalfestri stefnu og ferlum, meta og meðhöndla áhættu, þ.m.t. orðsporsáhættu, vegna verðbréfunar, þar sem fyrirtækið er fjárfestir, útgefandi eða umsýsluaðili slíkra gerninga. Fjármálafyrirtæki skal jafnframt tryggja að efnahagslegt inntak viðskiptanna endurspeglist að fullu í áhættumati og ákvörðunum stjórnenda.
Fjármálafyrirtæki sem er útgefandi verðbréfunar á áhættuskuldbindingum vegna veltufjármögnunar með ákvæðum um heimild til greiðslu fyrir gjalddaga skal hafa til staðar lausafjáráætlun þar sem tekið er tillit til áætlaðra afborgana og afborgana fyrir gjalddaga.
[Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun áhættu vegna verðbréfunar og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.] 1)] 2)
    1)L. 96/2016, 33. gr. 2)L. 57/2015, 27. gr.
[78. gr. e. Markaðsáhætta.
Fjármálafyrirtæki skal hafa skjalfesta stefnu og ferla til að greina, mæla og stýra öllum verulegum þáttum sem orsaka markaðsáhættu og áhrifum af henni.
Í þeim tilvikum þegar skortstaða gjaldfellur á undan gnóttstöðu skal fjármálafyrirtæki gera ráðstafanir svo að tryggt sé að ekki skapist lausafjárskortur.
Fjármálafyrirtæki skal hafa yfir að ráða nægu eigin fé til þess að mæta öllum verulegum markaðsáhættuþáttum sem ekki eru meðhöndlaðir sérstaklega við útreikning á lögbundnum eiginfjárkröfum.
[Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun markaðsáhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.] 1)] 2)
    1)L. 96/2016, 34. gr. 2)L. 57/2015, 27. gr.
[78. gr. f. Vaxtaáhætta vegna viðskipta utan veltubókar.
Fjármálafyrirtæki skal greina, meta og stýra áhættu vegna mögulegra vaxtabreytinga sem hafa áhrif á viðskipti þess utan veltubókar.
[Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun vaxtaáhættu vegna viðskipta utan veltubókar og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.] 1)] 2)
    1)L. 96/2016, 35. gr. 2)L. 57/2015, 27. gr.
[78. gr. g. Rekstraráhætta.
Fjármálafyrirtæki skal hafa skjalfesta stefnu og ferla til að meta og stýra rekstraráhættu, þ.m.t. vegna áhættulíkana og fátíðra atburða sem geta haft alvarlegar afleiðingar. Fjármálafyrirtæki skal í þessum tilgangi tilgreina hvað telst til rekstraráhættu.
Fjármálafyrirtæki skal hafa viðbragðsáætlun og áætlun um samfelldan rekstur til að tryggja áframhaldandi starfsemi sína og takmörkun á tjóni ef alvarleg röskun verður á starfsemi fyrirtækisins.
[Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun rekstraráhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.] 1)] 2)
    1)L. 96/2016, 36. gr. 2)L. 57/2015, 27. gr.
[78. gr. h. Lausafjáráhætta.
Fjármálafyrirtæki skal hafa áætlanir, stefnu, skjalfesta verkferla, aðferðir og kerfi til að greina, meta, stýra og fylgjast með lausafjáráhættu sem nær yfir viðeigandi tíma, þ.m.t. innan dags, til að tryggja að fyrirtækið búi yfir nægu lausu fé. Slíkar áætlanir, stefnur, ferlar og kerfi skulu sniðin að starfsemi sviða, útibúa og lögaðila innan samstæðu fjármálafyrirtækis og þeim gjaldmiðlum sem þau eiga í viðskiptum með. Áætlanir, stefnur, ferlar og kerfi skulu einnig fela í sér fullnægjandi ráðstöfun fjármuna vegna kostnaðar, ávinnings og áhættu, og skulu taka mið af áhættusniði, umfangi og áhættuþoli. Þá skulu áætlanir, stefnur, ferlar og kerfi taka mið af því hversu margþætt starfsemi fjármálafyrirtækisins er og endurspegla mikilvægi fjármálafyrirtækisins í hverju aðildarríki sem það hefur starfsemi í. Fjármálafyrirtæki skal upplýsa allar viðeigandi starfseiningar fyrirtækisins um áhættuþol þess.
Fjármálafyrirtæki skal móta áhættusnið vegna lausafjáráhættu sem skal taka mið af eðli, umfangi og því hversu margþætt starfsemi fjármálafyrirtækisins er.
Fjármálafyrirtæki skal þróa aðferðafræði til að greina, mæla, stýra og fylgjast með fjármögnunarstöðum. Í aðferðafræðinni skal tekið tillit til mikilvægs fjárstreymis, núverandi og áætlaðs, sem stafar af eignum, skuldum og liðum utan efnahagsreiknings, þ.m.t. skilyrtum skuldbindingum og hugsanlegum áhrifum af orðsporsáhættu.
Fjármálafyrirtæki skal greina á milli veðsettra og kvaðalausra eigna sem eru tiltækar á hverjum tíma, einkum ef neyðarástand ríkir. Jafnframt skal taka mið af staðsetningu eignanna, bæði hvað varðar það ríki þar sem eignarréttindi eru skráð og það hvaða lögaðili fer með eignarhald á eignunum. Fjármálafyrirtæki skal fylgjast með hvort og hvernig eignir eru tiltækar.
Fjármálafyrirtæki skal taka mið af lögbundnum og rekstrarlegum takmörkunum á mögulegum millifærslum á lausu fé og kvaðalausum eignum milli lögaðila bæði hérlendis og erlendis.
Fjármálafyrirtæki skal kappkosta að nota fleiri en eina aðferð til að milda áhættu við lausafjárstýringu. Aðrar aðferðir skulu m.a. innihalda ýmis mörk og varaforða lauss fjár svo að fyrirtækið geti staðið af sér margvíslega álagsatburði. Jafnframt skal fjármálafyrirtæki kappkosta að fjármögnun, og aðgangur að henni, sé nægjanlega dreifð. Tilhögun lausafjárstýringar skal endurskoðuð reglulega.
Fjármálafyrirtæki skal kanna áhrif af ólíkum sviðsmyndum á lausafjárstöðu sína og mildun áhættu og skulu forsendur sem liggja til grundvallar ákvörðunum um fjármögnun fyrirtækisins endurskoðaðar a.m.k. árlega. Í því skyni skulu sviðsmyndirnar einkum taka tillit til liða utan efnahagsreiknings og annarra skuldbindinga, þ.m.t. eininga um sérverkefni á sviði verðbréfunar eða annarra eininga um sérverkefni sem fjármálafyrirtækið kemur að sem útgefandi eða veitir verulegan lausafjárstuðning.
Fjármálafyrirtæki skal í sviðsmyndunum kanna áhrif vegna einstakra fyrirtækja sem og vegna markaðarins í heild auk þess að kanna blandaðar sviðsmyndir. Við athugun skal tekið mið af ólíkum tímabilum og mismunandi álagsaðstæðum.
Fjármálafyrirtæki skal aðlaga áætlanir sínar, stefnur og mörk vegna lausafjáráhættu og þróa skilvirka viðbragðsáætlun með tilliti til niðurstaðna úr sviðsmyndum sem tilteknar eru í 7. mgr. til að bregðast við lausafjárvanda. Í áætluninni skal koma fram hvernig fjármálafyrirtæki hyggst mæta lausafjárskorti, þ.m.t. í útibúum í öðrum aðildarríkjum þar sem það hefur starfsemi. Fjármálafyrirtæki skal prófa áætlunina a.m.k. árlega og uppfæra hana með hliðsjón af niðurstöðum úr þeim sviðsmyndum sem tilteknar eru í 7. mgr. Framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækis skal samþykkja áætlunina og tryggja að innri ferlar séu í samræmi við kröfur ákvæðisins. Fjármálafyrirtæki skal gera ráðstafanir til að tryggja að viðbragðsáætlun geti komið til tafarlausrar framkvæmdar. Viðskiptabankar, sparisjóðir og aðrar lánastofnanir skulu í þeim tilgangi vera með fullnægjandi tryggingar vegna fjármögnunar frá seðlabanka. Í þessu felst m.a. að vera með tryggingar í sömu erlendu gjaldmiðlum og áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækisins sjálfs, sérstaklega þar sem slíkt kann að vera nauðsynlegt vegna starfsemi fyrirtækisins bæði hérlendis og erlendis.
[Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur í samræmi við 2. mgr. 79. gr. um meðhöndlun lausafjáráhættu og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.] 1)] 2)
    1)L. 96/2016, 37. gr. 2)L. 57/2015, 27. gr.
[78. gr. i. Áhætta vegna óhóflegrar vogunar.
Fjármálafyrirtæki skal hafa skjalfesta stefnu og ferla til að greina, stýra og vakta áhættu sem hlýst af óhóflegri vogun. Á meðal áhættuvísa um óhóflega vogun er útreikningur vogunarhlutfalls og misræmi á milli eigna og skuldbindinga fjármálafyrirtækis.
Fjármálafyrirtæki skal meðhöndla áhættu vegna óhóflegrar vogunar með varfærnum hætti og taka tillit til mögulegrar aukinnar áhættu vegna lækkunar á eigin fé vegna vænts eða innleysts taps í samræmi við gildandi reikningsskilareglur. Í því augnamiði skal fjármálafyrirtæki geta staðið af sér ólíka álagsatburði sem tengdir eru áhættu af óhóflegri vogun.
[Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um meðhöndlun áhættu vegna óhóflegrar vogunar og útfæra nánar skyldur fjármálafyrirtækis samkvæmt þessari grein.] 1)] 2)
    1)L. 96/2016, 38. gr. 2)L. 57/2015, 27. gr.
[79. gr. Eftirlit með meðhöndlun áhættuþátta.
Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með því að fjármálafyrirtæki fari eftir þeim kröfum og skyldum sem kveðið er á um í 78. gr. a – 78. gr. g og 78. gr. i og skal fylgjast með því að fyrirtæki meðhöndli sérhvern áhættuþátt sem þar greinir í samræmi við ákvæðin og komi skjalfestum innri ferlum fjármálafyrirtækis í framkvæmd. … 1)
Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands fara með eftirlit með því að fjármálafyrirtæki uppfylli kröfur og skyldur vegna lausafjáráhættu, sbr. 78. gr. h, eins og nánar greinir í þessari málsgrein. Seðlabankinn setur reglur um laust fé og stöðuga fjármögnun lánastofnana og hefur eftirlit með þeim samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands. Eftirlit með því að fjármálafyrirtæki, önnur en lánastofnanir, fari eftir kröfum og skyldum skv. 78. gr. h er í höndum Fjármálaeftirlitsins. Hið sama á við um annað eftirlit með lánastofnunum en það sem Seðlabankinn viðhefur á grundvelli reglna um laust fé og stöðuga fjármögnun. Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið skulu viðhafa reglubundna samvinnu vegna eftirlits með lausafjáráhættu fjármálafyrirtækja. Fjármálaeftirlitinu er heimilt, að undangengnu samráði við Seðlabanka Íslands, að setja reglur um framkvæmd lausafjárstýringar til að útfæra nánar skyldur skv. 78. gr. h.] 2)
    1)L. 96/2016, 39. gr. 2)L. 57/2015, 27. gr.
[80. gr. Könnunar- og matsferli og álagspróf Fjármálaeftirlitsins.
Stjórn og framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækis skulu reglulega leggja mat á tegund, dreifingu og fjárhæð eiginfjárþarfar fyrirtækisins með hliðsjón af áhættustigi þess, þ.m.t. áhættu sem felst í, eða getur hlotist af, starfsemi þess.
Fjármálaeftirlitið skal kanna og meta fyrirkomulag og aðferðir fjármálafyrirtækis við mat á áhættu til að uppfylla kröfur laga og stjórnvaldsfyrirmæla sem sett eru á grundvelli þeirra. Við athugunina skal Fjármálaeftirlitið m.a. kanna stefnur og innri ferla, sbr. 3. mgr. 17. gr., og framkvæmd þeirra hjá fjármálafyrirtækinu. Við könnun og mat ber Fjármálaeftirlitinu að horfa til þeirra viðmiða sem fram koma í 81. gr., eftir því sem við á.
Könnun og mat skv. 2. mgr. skal ná yfir allar skyldur og kröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækis samkvæmt lögum þessum og stjórnvaldsfyrirmælum sem sett eru með stoð í þeim. Fjármálaeftirlitið skal við matið leggja áherslu á eftirfarandi þætti:
    a. áhættu sem fjármálafyrirtæki stendur frammi fyrir eða gæti staðið frammi fyrir,
    b. áhættu í fjármálakerfinu sem rekja má til fjármálafyrirtækis, með hliðsjón af tilmælum fjármálastöðugleikaráðs varðandi kerfisáhættu, eftir því sem við á, og
    c. áhættu sem álagspróf leiða í ljós, með hliðsjón af eðli, umfangi og því hversu margþætt starfsemi fjármálafyrirtækisins er.
Á grundvelli könnunar og mats skv. 2. og 3. mgr. ákvarðar Fjármálaeftirlitið hvort fyrirkomulag, ráðstafanir og aðferðir fjármálafyrirtækis, ásamt innri ferlum og framkvæmd þeirra, séu fullnægjandi, hvort stjórnarhættir séu traustir og hvort eiginfjárgrunnur og framkvæmd lausafjárstýringar sé fullnægjandi með hliðsjón af þeirri áhættu sem felst í starfseminni. Fjármálaeftirlitið leitar álits Seðlabanka Íslands varðandi viðmið við mat á framkvæmd lausafjárstýringar lánastofnana í upphafi og við lok könnunar- og matsferlis.
Fjármálaeftirlitið ákveður tíðni og umfang könnunar og mats með tilliti til stærðar fjármálafyrirtækis, kerfislegs mikilvægis, eðlis, umfangs og þess hversu margþætt starfsemin er. Matið skal uppfært a.m.k. árlega hjá fjármálafyrirtækjum sem talin eru upp í 2. mgr. 82. gr.
Fjármálaeftirlitið skal framkvæma álagspróf á fjármálafyrirtækjum í tengslum við könnunar- og matsferli. Slík álagspróf skulu framkvæmd árlega og oftar ef Fjármálaeftirlitið telur slíkt nauðsynlegt, en þó með hliðsjón af tíðni og umfangi könnunar og mats skv. 5. mgr.] 1)
    1)L. 96/2016, 40. gr.
[81. gr. Tæknileg viðmið vegna könnunar- og matsferlis Fjármálaeftirlitsins.
Könnun og mat Fjármálaeftirlitsins skv. 80. gr. skal auk útlána-, markaðs- og rekstraráhættu m.a. ná til eftirfarandi þátta í starfsemi fjármálafyrirtækis:
    a. álagsprófa fjármálafyrirtækja sem beita innramatsaðferð til að meta útlánaáhættu samkvæmt ákvæðum reglugerðar sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a,
    b. samþjöppunaráhættu skv. 78. gr. c og hvort fjármálafyrirtækið fylgi ákvæðum 30. gr. um stórar áhættuskuldbindingar og stjórnvaldsheimildum settum á grundvelli þeirra,
    c. hvort aðferðir og innri ferlar, sem notuð eru til að stýra þeirri eftirstæðu áhættu sem mildun útlánaáhættu fjármálafyrirtækis nær ekki til, séu áreiðanleg og viðeigandi,
    d. athugunar á hvort eiginfjárframlag vegna eigna sem hafa verið verðbréfaðar sé nægjanlegt með tilliti til hagræns inntaks þeirra og þess áhættustigs sem hefur áunnist við yfirfærslu áhættu,
    e. áhættustýringar og áhættumælinga vegna lausafjáráhættu, þ.m.t.:
    1. mismunandi sviðsmyndagreiningar,
    2. stýringar þátta til mildunar lausafjáráhættu, einkum með hliðsjón af magni, samsetningu og gæðum varaforða lauss fjár og
    3. að virk viðlagaáætlun sé til staðar,
    f. áhrifa af áhættudreifingu og hvernig áhættudreifing er metin í áhættustýringarkerfum,
    g. niðurstaðna álagsprófa fjármálafyrirtækis sem notar innri líkön til að reikna eiginfjárkröfu vegna markaðsáhættu,
    h. landfræðilegrar staðsetningar áhættuskuldbindinga,
    i. viðskiptalíkans og
    j. mats á kerfisáhættu í samræmi við viðmið skv. 3. mgr. 80. gr.
Fjármálaeftirlitið skal reglulega meta framkvæmd lausafjárstýringar fjármálafyrirtækis og áhættu tengda henni og stuðla að því að fyrirtækið þrói trausta aðferðafræði fyrir lausafjárstýringu í samræmi við e-lið 1. mgr. Við framkvæmd matsins skal Fjármálaeftirlitið horfa til mikilvægis fjármálafyrirtækisins á fjármálamarkaði og leita álits Seðlabanka Íslands varði framkvæmdin lánastofnanir.
Fjármálaeftirlitið skal fylgjast með því hvort fjármálafyrirtæki veitir óbeinan stuðning við verðbréfun. Hafi fjármálafyrirtæki oftar en einu sinni veitt óbeinan stuðning við verðbréfun skal Fjármálaeftirlitið grípa til viðeigandi ráðstafana í samræmi við 86. gr. g.
Í tengslum við 4. mgr. 80. gr. skal Fjármálaeftirlitið meta hvort breytingar á virðismati staðna eða eignasafna í veltubók geri fjármálafyrirtæki kleift að selja eða verja eignir á skömmum tíma án þess að verða fyrir umtalsverðu tapi miðað við eðlilegar markaðsaðstæður.
Við könnun og mat skal Fjármálaeftirlitið athuga áhrif fastvaxtaáhættu vegna liða utan veltubókar. Fjármálafyrirtæki skal grípa til ráðstafana ef skyndileg breyting á vöxtum, sem nemur 200 punktum, eða önnur sambærileg breyting getur haft þau áhrif að hagrænt virði fyrirtækisins rýrnar um fjárhæð sem er hærri en 20% af eiginfjárgrunni þess.
Við könnun og mat skal Fjármálaeftirlitið meta áhættu vegna óhóflegrar vogunar fjármálafyrirtækis, m.a. með hliðsjón af vogunarhlutfalli þess. Við mat Fjármálaeftirlitsins á kerfum og ferlum fjármálafyrirtækis til að stýra áhættu vegna vogunar skal einnig taka mið af viðskiptalíkani fjármálafyrirtækisins.
Fjármálaeftirlitið skal kanna og meta stjórnarhætti fjármálafyrirtækis, fyrirtækjamenningu og gildi, getu og hæfni stjórnarmanna fjármálafyrirtækis til að sinna skyldum sínum. Fjármálaeftirlitið skal taka mið af nauðsynlegum gögnum til þess að framkvæma könnun og mat samkvæmt ákvæði þessu, þar á meðal fundargerðum, fundardagskrám og öðrum fundargögnum stjórnar og undirnefnda og niðurstöðum úr frammistöðumati stjórnar.] 1)
    1)L. 96/2016, 40. gr.
[82. gr. Eftirlitsáætlun.
Fjármálaeftirlitið skal a.m.k. árlega gera áætlun um eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Við gerð eftirlitsáætlunar skal horft til þess hvað könnunar- og matsferli skv. 80. og 81. gr. felur í sér. Í eftirlitsáætlun skal m.a. kveðið á um eftirtalin atriði:
    a. með hvaða hætti Fjármálaeftirlitið hyggst framfylgja lögbundnum verkefnum og nýta tilföng, þ.m.t. mannafla og fjármuni,
    b. hvaða fjármálafyrirtæki sæti auknu eftirliti, sbr. 3. mgr., og til hvaða ráðstafana hafi verið gripið til að sinna því eftirliti og
    c. tíma- og verkáætlun um vettvangsathuganir á starfsstöðvum fjármálafyrirtækis, þ.m.t. í útibúum og dótturfélögum innan og utan Evrópska efnahagssvæðisins.
Eftirlitsáætlun skal ná til eftirfarandi fjármálafyrirtækja:
    a. þeirra fjármálafyrirtækja þar sem könnun og mat skv. 80. gr. eða álagspróf skv. 6. mgr. 80. gr. og a- og g-lið 1. mgr. 81. gr. gefa til kynna að veruleg áhætta felist í starfseminni sem ógnað geti fjárhagsstöðu þeirra eða að fjármálafyrirtæki brjóti gegn eða uppfylli ekki skilyrði laga þessara eða stjórnvaldsfyrirmæla sem sett eru með stoð í þeim,
    b. fjármálafyrirtækja sem kerfisáhætta stafar af,
    c. fjármálafyrirtækja sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegt að undirgangist árlega skoðun.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að grípa til eftirtalinna aðgerða til að fylgja eftir niðurstöðum könnunar- og matsferlis skv. 80. gr.:
    a. fjölga vettvangsathugunum á starfsstöðvum fjármálafyrirtækis,
    b. koma á fastri viðveru stofnunarinnar á starfsstöðvum fjármálafyrirtækis,
    c. krefjast aukinnar og/eða tíðari upplýsingagjafar,
    d. taka viðskipta- og/eða rekstraráætlun fjármálafyrirtækis til nánari eða tíðari athugunar og
    e. gangast fyrir ítarlegri skoðun á mikilvægum áhættuþáttum í starfsemi fjármálafyrirtækis.
Eftirlitsáætlun skv. 1. mgr. kemur ekki í veg fyrir að Fjármálaeftirlitið geri vettvangsathugun í útibúi skv. 5. eða 6. mgr. 108. gr.] 1)
    1)L. 96/2016, 40. gr.

X. kafli. Laust fé og eigið fé.
83. gr. Laust fé.
Fjármálafyrirtæki skulu kappkosta að hafa ætíð yfir að ráða nægilegu lausu fé til að geta innt af hendi úttektir á innlánsfé og aðrar greiðslur sem starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækis fylgja.
[Við mat Fjármálaeftirlitsins á því hvort fjármálafyrirtæki uppfylli skyldur skv. 1. mgr. ber Fjármálaeftirlitinu að líta til stjórnvaldsfyrirmæla og viðmiða Seðlabanka Íslands og annarra eftirlitsstofnana á fjármálamarkaði.] 1)
    1)L. 96/2016, 41. gr.
84. gr. [Almennar kröfur vegna eiginfjárgrunns.
Eiginfjárgrunnur fjármálafyrirtækis skal samsettur af þætti 1, sbr. 84. gr. a og 84. gr. b, þætti 2, sbr. 84. gr. c, og frádráttarliðum skv. 85. gr. Þáttur 1 skiptist í almennt eigið fé og viðbótar eigið fé. Eftirfarandi skilyrði gilda um einstaka þætti:
    a. Almennt eigið fé þáttar 1 skal, eftir frádrátt skv. 85. gr., nema að lágmarki 4,5% af áhættugrunni.
    b. Þáttur 1 skal, eftir frádrátt skv. 85. gr., nema að lágmarki 6% af áhættugrunni.
    c. Eiginfjárgrunnur í heild skal á hverjum tíma nema að lágmarki 8% af áhættugrunni.
Fjármagnsgerningar, sem fjármálafyrirtæki getur ákveðið einhliða að greiða vexti eða arð af með öðru en reiðufé eða eiginfjárgrunnsgerningum, geta ekki talist til eiginfjárgrunnsgerninga nema með fyrirframsamþykki Fjármálaeftirlitsins.
Fjármálafyrirtæki þarf fyrirframsamþykki Fjármálaeftirlitsins til að gera annað eða hvort tveggja af eftirfarandi:
    a. Lækka, innleysa eða endurkaupa gerninga í almennu eigin fé þáttar 1 sem fjármálafyrirtæki hefur gefið út í samræmi við lög um hlutafélög.
    b. Innkalla, innleysa, endurgreiða eða endurkaupa gerninga viðbótar eigin fjár þáttar 1 eða þáttar 2, eftir því sem við á, fyrir samningsbundinn gjalddaga þeirra.
Fjármálaeftirlitið getur veitt fjármálafyrirtæki heimild til að telja hagnað samkvæmt ósamþykktu, en könnuðu, ársuppgjöri eða árshlutauppgjöri til þáttar 1. Kveðið skal nánar á um þá heimild í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a.
Við útreikning á hlutföllum skv. 1. mgr. skal taka tillit til hlutdeildar minni hluta í almennu eigin fé þáttar 1, viðbótar eigin fé þáttar 1 eða í þætti 2 hjá dótturfélögum. Í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a skal kveða nánar á um útreikning á hlutdeild minni hluta í eigin fé dótturfélaga samkvæmt samstæðureikningsskilum.
Fjármálaeftirlitið setur reglur 1) um útreikning á eiginfjárgrunni og áhættugrunni fyrir fjármálasamsteypur.
Fjármálafyrirtæki skal veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar á grundvelli þessarar greinar og í samræmi við upplýsingaskyldu sem kveðið er á um í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a.] 2)
    1) Rgl. 165/2014. 2)L. 96/2016, 42. gr.
[84. gr. a. Almennt eigið fé þáttar 1.
Til almenns eigin fjár þáttar 1 teljast:
    a. fjármagnsgerningar, þ.m.t. innborgað hlutafé og innborgað stofnfé, sem uppfylla skilyrði 2. mgr.,
    b. yfirverðsreikningur vegna fjármagnsgerninga skv. a-lið, þ.m.t. yfirverðsreikningur hlutafjár og stofnfjár,
    c. óráðstafað eigið fé og
    d. varasjóðir.
Til fjármagnsgerninga almenns eigin fjár skv. a-lið 1. mgr. teljast fjármagnsgerningar sem uppfylla öll eftirtalin skilyrði:
    a. þeir eru útgefnir beint af fjármálafyrirtækinu sjálfu með lögmætum hætti,
    b. þeir eru innborgaðir að fullu og ekki fjármagnaðir beint eða óbeint af fjármálafyrirtækinu,
    c. þeir teljast til eigin fjár samkvæmt þeim reikningsskilareglum sem eiga við,
    d. þeir eru varanlegir,
    e. þeir hafa jafnstæðan forgang til arðgreiðslna,
    f. í þeim felast engar kvaðir um að fjármálafyrirtæki sé skylt að greiða út arð,
    g. þeir mæta rekstrartapi fjármálafyrirtækis á undan öllum öðrum fjármagnsgerningum sem fjármálafyrirtækið gefur út,
    h. við gjaldþrot eða slit skal gera þá upp á eftir öllum öðrum kröfum,
    i. þeir eru ekki bundnir neins konar samningum sem færir kröfur sem þeim eru tengdar í hærri forgangsröð við slit eða gjaldþrot og
    j. þeir uppfylla önnur skilyrði varðandi eiginfjárgrunnsgerninga almenns eigin fjár sem koma fram í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a.] 1)
    1)L. 96/2016, 43. gr.
[84. gr. b. Viðbótar eigið fé þáttar 1.
Viðbótar eigið fé þáttar 1 telst vera:
    a. fjármagnsgerningar sem uppfylla skilyrði 2. mgr. og
    b. yfirverðsreikningur vegna fjármagnsgerninga skv. a-lið.
Til fjármagnsgerninga viðbótar eigin fjár skv. a-lið 1. mgr. teljast fjármagnsgerningar sem teljast ekki til almenns eigin fjár eða þáttar 2 og uppfylla öll eftirtalin skilyrði:
    a. þeir eru útgefnir og innborgaðir að fullu,
    b. þeir eru ekki keyptir af fjármálafyrirtækinu, dótturfélögum eða hlutdeildarfélögum þess,
    c. þeir eru ekki fjármagnaðir beint eða óbeint af fjármálafyrirtækinu,
    d. þeir eru flokkaðir í forgangsröð á eftir fjármagnsgerningum þáttar 2 við slit fjármálafyrirtækisins,
    e. þeir eru ekki bundnir neins konar samningum sem færir kröfur þeim tengdar í hærri forgangsröð við slit eða gjaldþrot,
    f. þeir eru varanlegir og skilmálar þeirra fela ekki í sér hvata fyrir fjármálafyrirtæki til að innleysa þá,
    g. þegar skilmálar gerninganna fela í sér einn eða fleiri kauprétti og eingöngu er heimilt að nýta þá með samþykki útgefanda,
    h. einungis er heimilt að innkalla, innleysa eða endurkaupa þá fimm árum eftir útgáfu þeirra, og að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins,
    i. skilmálar gerninganna fela í sér að ef til kveikjuviðburðar kemur verði höfuðstóll gerninganna færður niður, að hluta eða í heild, varanlega eða tímabundið, eða honum breytt í almennan eiginfjárgrunnsgerning þáttar 1,
    j. þeir uppfylla önnur skilyrði varðandi eiginfjárgrunnsgerninga viðbótar eigin fjár sem koma fram í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a. Vegna h-liðar þurfa fjármagnsgerningar að uppfylla skilyrði 3. mgr. 84. gr. sem verða útfærð í sértækum ákvæðum reglugerðarinnar.] 1)
    1)L. 96/2016, 43. gr.
[84. gr. c. Þáttur 2.
Til þáttar 2 teljast eftirtaldir eiginfjárliðir:
    a. fjármagnsgerningar og víkjandi lán sem uppfylla skilyrði 2. mgr.,
    b. yfirverðsreikningur vegna fjármagnsgerninga skv. a-lið,
    c. hjá fjármálafyrirtækjum sem nota staðalaðferð, almennar leiðréttingar vegna útlánaáhættu, að hámarki 1,25% af áhættuvegnum eignum reiknuðum samkvæmt staðalaðferð,
    d. hjá fjármálafyrirtækjum sem nota innramatsaðferð, jákvæð staða vegna útreikninga á væntu tapi, að hámarki 0,6% af áhættuvegnum eignum reiknuðum samkvæmt innramatsaðferð.
Eiginfjárliðir skv. a-lið 1. mgr. teljast fjármagnsgerningar, og eftir atvikum víkjandi lán, sem teljast ekki til almenns eigin fjár eða viðbótar eigin fjár þáttar 1 og uppfylla öll eftirtalin skilyrði:
    a. þeir eru útgefnir eða eftir atvikum þeirra aflað og þau innborguð að fullu,
    b. þeir eru ekki keyptir af eða eftir atvikum þau fengin að láni frá fjármálafyrirtækinu, dótturfélögum eða hlutdeildarfélögum þess,
    c. þeir eru ekki fjármagnaðir af eða eftir atvikum þau fengin að láni beint eða óbeint frá fjármálafyrirtækinu,
    d. krafa bundin við höfuðstól fjármagnsgernings eða víkjandi láns er við slit eða gjaldþrot fjármálafyrirtækis aftar í kröfuröð en allar kröfur sem ekki eru víkjandi,
    e. þeir eru ekki bundnir neins konar samningum sem færir kröfur þeim tengdar í hærri forgangsröð við slit eða gjaldþrot,
    f. upphaflegur lokagjalddagi fjármagnsgerninganna, og eftir atvikum víkjandi lána, er að lágmarki fimm árum eftir útgáfu,
    g. skilmálar þeirra fela ekki í sér hvata fyrir fjármálafyrirtæki til að innleysa þá, eða eftir atvikum endurgreiða þá, fyrir lokagjalddaga,
    h. þegar skilmálar gerninga eða víkjandi lána fela í sér einn eða fleiri kauprétti er eingöngu heimilt að nýta þá með samþykki útgefanda eða eftir atvikum lántaka,
    i. einungis er heimilt að innkalla, innleysa eða endurkaupa þá, eða eftir atvikum endurgreiða lánin, fimm árum eftir útgáfu þeirra að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins og
    j. þeir uppfylla önnur skilyrði varðandi eiginfjárgrunnsgerninga og víkjandi lán þáttar 2 sem koma fram í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a. Vegna i-liðar þessarar málsgreinar þurfa fjármagnsgerningar að uppfylla skilyrði 3. mgr. 84. gr. sem verða útfærð í sértækum ákvæðum reglugerðarinnar.
Þegar fimm ár eru eftir af lánstímanum skal sá hluti lánsins sem reiknast til eiginfjárgrunns færast niður um 20% af nafnvirði fyrir hvert ár eða hlutfallslega fyrir hluta úr ári sem líður af þessum fimm árum. Sé um að ræða lán sem greiðist niður með afborgunum á lánstímanum skal reikna eftirstöðvar hvers árs niður á sambærilegan hátt. Eingöngu er heimilt að telja með innborgaðar fjárhæðir.] 1)
    1)L. 96/2016, 43. gr.
[84. gr. d. Lágmarkskröfur hæfs fjármagns verðbréfafyrirtækis sem ber takmarkaðar starfsskyldur og rekstrarfélags verðbréfasjóða.
Þrátt fyrir 1. mgr. 84. gr. skal hæft fjármagn verðbréfafyrirtækis sem ber takmarkaðar starfsskyldur og rekstrarfélags verðbréfasjóða aldrei nema lægri fjárhæð en sem svarar til 25% af föstum rekstrarkostnaði síðasta reikningsárs. Fjármálaeftirlitið getur heimilað undanþágu frá þessari kröfu ef grundvallarbreyting hefur orðið á starfsemi fyrirtækisins á milli ára. Á fyrsta starfsári verðbréfafyrirtækis sem ber takmarkaðar starfsskyldur og rekstrarfélags verðbréfasjóða skal hæft fjármagn þess ekki nema lægri fjárhæð en sem svarar til 25% af föstum rekstrarkostnaði samkvæmt rekstraráætlun starfsársins. Fjármálaeftirlitið getur krafist þess að gerð sé breyting á rekstraráætluninni ef það telur að hún gefi ekki rétta mynd af þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er. Ráðherra getur, með setningu reglugerðar á grundvelli 117. gr. a, heimilað öðrum verðbréfafyrirtækjum en þeim sem bera takmarkaðar starfsskyldur, sbr. 25. gr., að reikna eiginfjárkröfur í samræmi við þetta ákvæði. Slík heimild skal veitt á grundvelli starfsheimilda verðbréfafyrirtækisins.] 1)
    1)L. 96/2016, 43. gr.
[84. gr. e. Skilgreining áhættugrunns.
Áhættugrunnur er samtala eftirfarandi áhættuþátta, sbr. einnig 3. mgr.:
    a. vegin útlánaáhætta og þynningaráhætta,
    b. eiginfjárkröfur vegna stöðuáhættu fjármálagerninga og umframáhættu vegna stórra áhættuskuldbindinga í veltubók,
    c. eiginfjárkröfur vegna gjaldmiðlaáhættu, uppgjörsáhættu og hrávöruáhættu,
    d. eiginfjárkröfur vegna áhættu sem tengist OTC-afleiðusamningum vegna aðlögunar á útlánavirði,
    e. eiginfjárkröfur vegna rekstraráhættu og
    f. vegin mótaðilaáhætta veltubókarviðskipta vegna afleiðusamninga og annarra flókinna fjármálagerninga sem starfsemi fjármálafyrirtækis felur í sér.
Við útreikning á c–e-lið 1. mgr. í áhættugrunni skal taka tillit til allrar starfsemi fjármálafyrirtækis. Enn fremur skal við útreikning á áhættugrunni margfalda eiginfjárkröfur vegna b–e-liðar 1. mgr. með stuðlinum 12,5.
Áhættugrunnur verðbréfafyrirtækis sem ekki hefur starfsheimildir skv. c- og f-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr., verðbréfafyrirtækis sem ber takmarkaðar starfsskyldur og hefur starfsheimildir skv. b- og d-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. og rekstrarfélags verðbréfasjóða skal reiknaður sem sú fjárhæð sem hærri er samkvæmt eftirfarandi tveimur stafliðum:
    a. áhættugrunnur skv. 1. mgr. að undanskildum áhættugrunni vegna rekstraráhættu eða
    b. fjárhæðin sem tilgreind er í 1. málsl. 84. gr. d margfölduð með stuðlinum 12,5.
Ef hlutafé verðbréfafyrirtækis skal nema jafnvirði 730 þúsund evra í íslenskum krónum skv. 14. gr. a skal áhættugrunnur þess reiknast sem samtala a- og b-liðar 3. mgr.
Fjármálafyrirtækjum er heimilt, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins, að beita innri aðferðum við mat á áhættuþáttum í útreikningi á áhættugrunni. Kveðið skal nánar á um skilyrði til að mega nota innri aðferðir við mat á áhættuþáttum vegna áhættugrunns í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a, þar með talið varðandi viðvarandi kröfur til fjármálafyrirtækja til að mega beita innri aðferðum. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um þær kröfur sem fjármálafyrirtæki þurfa að uppfylla til að fá leyfi til að beita innri aðferðum.
Áhættugrunnur skal afmarkaður nánar með reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a og skal hún m.a. taka til áhættuvoga og útreiknings á áhættuþáttum. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um breytilegar áhættuvogir vegna einstakra áhættuþátta og áhættuskuldbindinga. Í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a skal kveða á um heimildir Fjármálaeftirlitsins til að mæla fyrir um breytilegar áhættuvogir vegna einstakra áhættuþátta og einstakra áhættuskuldbindinga.] 1)
    1)L. 96/2016, 43. gr.
[84. gr. f. Kröfur vegna veltubókar.
Stöður í veltubók fjármálafyrirtækis skulu annaðhvort vera lausar við kvaðir varðandi seljanleika eða unnt að verja þær gegn áhættu.
Áform um veltubókarviðskipti skulu byggjast á áætlunum, stefnu og verklagsreglum sem fyrirtækið setur til að halda utan um stöðuna eða eignasafnið.
Fjármálafyrirtæki skal koma á fót og viðhalda kerfum og stjórntækjum til að halda utan um veltubókina.
Telja má innri vörn til veltubókar við útreikning á eiginfjárkröfum vegna stöðuáhættu.
Vegna veltubókar skal fjármálafyrirtæki uppfylla ákvæði reglugerðar sem sett er á grundvelli 117. gr. a, að því er varðar skilyrði og kröfur vegna útreikninga á stöðum í veltubók, áform um veltubókarviðskipti, kerfi og stjórntæki sem notuð eru til að halda utan um veltubókina og innri varnir við útreikning á eiginfjárkröfum.] 1)
    1)L. 96/2016, 43. gr.
85. gr. [Frádráttur frá eiginfjárgrunni.
Frá almennu eigin fé þáttar 1 skal draga eftirtalda liði:
    a. tap og samþykkta arðsúthlutun,
    b. fyrirsjáanlega arðsúthlutun, hafi fjármálafyrirtæki fengið heimild til að telja hagnað samkvæmt ósamþykktu, en könnuðu, ársuppgjöri eða árshlutauppgjöri til þáttar 1 á grundvelli 4. mgr. 84. gr.,
    c. viðskiptavild og aðrar óefnislegar eignir,
    d. reiknaða skattinneign samkvæmt efnahagsreikningi,
    e. neikvæðan mismun á reikningsskilalegri niðurstöðu og niðurstöðu samkvæmt innramatsaðferð á væntu tapi á eignum og skuldbindingum, hjá þeim fjármálafyrirtækjum sem beita innramatsaðferð,
    f. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga almenns eigin fjár, þ.m.t. hlutabréfa eða stofnfjárbréfa, sem fjármálafyrirtæki á beint, óbeint eða gegnum tilbúinn eignarhlut og eru gefnir út af fyrirtækinu sjálfu,
    g. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga almenns eigin fjár, sem fjármálafyrirtækið á beint, óbeint eða gegnum tilbúinn eignarhlut í öðrum aðilum á fjármálamarkaði, ef til staðar er krosseignarhald milli þeirra og fjármálafyrirtækisins sjálfs sem Fjármálaeftirlitið telur að hafi verið komið á til að magna upp eiginfjárgrunn fjármálafyrirtækisins,
    h. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga almenns eigin fjár, sem fjármálafyrirtækið á beint, óbeint eða gegnum tilbúinn eignarhlut í öðrum aðilum á fjármálamarkaði, hvort sem fjármálafyrirtækið á verulegan eignarhlut í þeim eður ei,
    i. þá umframfjárhæð sem fjármálafyrirtæki er skylt að draga frá viðbótar eigin fé þáttar 1, nemi frádráttarliðir skv. 2. mgr. hærri fjárhæð en viðbótar eigin fé fjármálafyrirtækisins,
    j. eftirtaldar áhættuskuldbindingar sem skylt er að meta með 1250% áhættuvægi en fjármálafyrirtæki velur að draga frá eiginfjárgrunni:
    1. eignarhlutir í félögum sem eru umfram þau mörk sem greinir í 1. mgr. og 1. málsl. 3. mgr. 28. gr.,
    2. verðbréfaðar stöður,
    3. aðrar áhættuskuldbindingar sem taldar eru upp í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a,
    k. fyrirsjáanlegar skattálögur, nema fjármálafyrirtæki hafi leiðrétt fjárhæð almenns eigin fjár vegna þeirra.
Ráðherra er heimilt að mæla fyrir um undanþágu frá frádrætti skv. d-, f-, g- og h-lið 1. mgr. með setningu reglugerðar á grundvelli 117. gr. a.
Leiði núvirðing skuldbindinga til myndunar eigin fjár skal draga það eigið fé frá almennu eigin fé þáttar 1.
Frá viðbótar eigin fé þáttar 1 skal draga eftirtalda liði:
    a. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga viðbótar eigin fjár þáttar 1, þ.m.t. hlutabréfa eða stofnfjárbréfa, sem fjármálafyrirtæki á beint, óbeint eða gegnum tilbúinn eignarhlut og eru gefnir út af fyrirtækinu sjálfu,
    b. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga viðbótar eigin fjár þáttar 1, sem fjármálafyrirtækið á beint, óbeint eða gegnum tilbúinn eignarhlut í öðrum aðilum á fjármálamarkaði, ef til staðar er krosseignarhald milli þeirra og fjármálafyrirtækisins sjálfs sem Fjármálaeftirlitið telur að hafi verið komið á til að magna upp eiginfjárgrunn fjármálafyrirtækisins,
    c. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga viðbótar eigin fjár þáttar 1, sem fjármálafyrirtækið á beint, óbeint eða gegnum tilbúinn eignarhlut í öðrum aðilum á fjármálamarkaði, hvort sem fjármálafyrirtækið á verulegan eignarhlut í þeim eður ei, að undanskildum stöðum vegna sölutrygginga sem haldið er í fimm virka daga eða skemur,
    d. þá umframfjárhæð sem fjármálafyrirtæki er skylt að draga frá þætti 2, nemi frádráttarliðir skv. 5. mgr. hærri fjárhæð en þáttur 2 og
    e. fyrirsjáanlegar skattálögur, nema fjármálafyrirtæki hafi leiðrétt fjárhæð viðbótar eigin fjár vegna þeirra.
Frá þætti 2 skal draga eftirtalda eiginfjárliði:
    a. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga þáttar 2 sem fjármálafyrirtæki á beint, óbeint eða í gegnum tilbúinn eignarhlut og eru gefnir út af fyrirtækinu sjálfu,
    b. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga þáttar 2, sem fjármálafyrirtækið á beint, óbeint eða í gegnum tilbúinn eignarhlut í öðrum aðilum á fjármálamarkaði, ef til staðar er krosseignarhald milli þeirra og fjármálafyrirtækisins sjálfs sem Fjármálaeftirlitið telur að hafi verið komið á til að magna upp eiginfjárgrunn fjármálafyrirtækisins og
    c. bókfært virði eiginfjárgrunnsgerninga þáttar 2, sem fjármálafyrirtækið á beint, óbeint eða í gegnum tilbúinn eignarhlut í öðrum aðilum á fjármálamarkaði, hvort sem fjármálafyrirtækið á verulegan eignarhlut í þeim eður ei, að undanskildum stöðum vegna sölutrygginga sem haldið er í fimm virka daga eða skemur.
Í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a skal kveðið nánar á um frádráttarliði skv. 1., 4. og 5. mgr.
Fjármálaeftirlitið getur veitt fjármálasamsteypum undanþágu frá kröfum 1. mgr. Kveðið skal nánar á um þá undanþáguheimild í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 117. gr. a.
Þegar fjárfesting fjármálafyrirtækis í hlutum í aðila á fjármálamarkaði, eða eftir atvikum veitt víkjandi lán til sömu aðila, er bráðabirgðaráðstöfun og ætluð sem fjárhagsaðstoð við endurskipulagningu eða til bjargar hlutaðeigandi fyrirtæki er Fjármálaeftirlitinu heimilt að veita undanþágu frá ákvæðum 4. og 5. mgr.] 1)
    1)L. 96/2016, 50. gr.
86. gr. Upphafsaðgerðir vegna ónógs eigin fjár.
Hafi stjórn eða framkvæmdastjórar fjármálafyrirtækis ástæðu til að ætla að [eiginfjárgrunnur] 1) þess sé undir lögbundnu lágmarki ber þeim þegar í stað að tilkynna það Fjármálaeftirlitinu. Sambærileg skylda hvílir á endurskoðanda hlutaðeigandi fyrirtækis hafi hann ástæðu til að ætla að stjórnendur þess hafi ekki rækt skyldu sína skv. 1. málsl. þessarar málsgreinar.
Er Fjármálaeftirlitinu berst tilkynning skv. 1. mgr. eða telur af öðru tilefni ástæðu til að ætla að [eiginfjárgrunnur] 1) fjármálafyrirtækis sé undir því lágmarki sem kveðið er á um í 84. gr. skal það krefja stjórn fyrirtækisins þegar í stað um reikningsuppgjör sem henni ber að afhenda innan hæfilegs frests. Fjármálaeftirlitið getur ákveðið að slíkt reikningsuppgjör sé áritað af endurskoðanda.
Komi fram í reikningsuppgjöri að hætti 2. mgr. að [eiginfjárgrunnur] 1) fjármálafyrirtækis fullnægi ekki ákvæðum 84. gr. skal stjórn þess án tafar boða til fundar hluthafa eða stofnfjáreigenda til ákvörðunar og afhenda síðan Fjármálaeftirlitinu greinargerð þar sem fram kemur til hverra ráðstafana hún hyggst grípa af þessu tilefni. Greinargerð þessi skal afhent innan frests sem Fjármálaeftirlitið tiltekur.
Þegar Fjármálaeftirlitinu hafa borist gögn skv. 3. mgr. er því heimilt að veita hlutaðeigandi fjármálafyrirtæki frest í allt að sex mánuði til þess að auka [eiginfjárgrunn] 1) að lágmarki skv. 84. gr. Séu til þess ríkar ástæður er Fjármálaeftirlitinu heimilt að framlengja þennan frest í allt að sex mánuði til viðbótar. Berist greinargerð skv. 3. mgr. ekki innan tilskilins frests, séu úrræði samkvæmt greinargerðinni ekki fullnægjandi að mati Fjármálaeftirlitsins eða líði frestur samkvæmt þessari málsgrein skal afturkalla starfsleyfi, sbr. 9. gr.
    1)L. 170/2006, 8. gr.
[[86. gr. a.]1) Eiginfjáraukar og samanlögð krafa um eiginfjárauka.
Til viðbótar við lágmark eiginfjárgrunns skv. 1. mgr. 84. gr. skal fjármálafyrirtæki hafa eiginfjárauka í samræmi við [86. gr. b] 1) – [86. gr. e]. 1) Til eiginfjárauka er einungis heimilt að telja eiginfjárliði sem teljast til [almenns eigin fjár þáttar 1 skv. 84. gr. a]. 1)
Óheimilt er að tvítelja eiginfjárliði með þeim hætti að nýta eigið fé skv. [86. gr. b] 1) – [86. gr. e] 1) til að mæta eiginfjárkröfu Fjármálaeftirlitsins á grundvelli [4. mgr. 86. gr. g]. 1)
Eiginfjáraukar bætast við lágmarkseiginfjárgrunn skv. [84. gr.] 1) og til viðbótar við eiginfjárkröfu skv. [4. mgr. 86. gr. g]. 1) Sé fjármálafyrirtæki skylt að viðhalda einum eða fleirum þeirra eiginfjárauka sem kveðið er á um í [86. gr. b] 1) – [86. gr. e] 1) myndar sú skylda samanlagða kröfu um eiginfjárauka. Eiginfjáraukar bætast þannig við kröfu skv. [84. gr.] 1) og [4. mgr. 86. gr. g] 1) svo að fyrst myndast skylda til þess að viðhalda eigin fé til þess að uppfylla eiginfjárkröfu vegna eiginfjárauka vegna kerfisáhættu, þá eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki, síðan sveiflujöfnunarauka og að lokum verndunarauka. Samanlagt gildi eiginfjáraukanna myndar þannig samanlagða kröfu um eiginfjárauka.
Þrátt fyrir 3. mgr., í þeim tilvikum þegar fjármálafyrirtæki ber bæði að viðhalda eiginfjárauka vegna kerfisáhættu, sbr. [86. gr. b], 1) og eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki, sbr. [86. gr. c], 1) skal sá eiginfjárauki sem hærri er gilda. Í þeim tilvikum þar sem eiginfjárauki vegna kerfisáhættu, sbr. [86. gr. b], 1) tekur til allra innlendra áhættuskuldbindinga fjármálafyrirtækis, en ekki til áhættuskuldbindinga í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, skal eiginfjárkrafa á grundvelli [86. gr. b] 1) leggjast saman við kröfu um eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki skv. [86. gr. c]. 1)
Ef ákvörðun er tekin um að fyrirtæki, sem ekki er kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki en tilheyrir samstæðu sem inniheldur kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki og því ber að viðhalda eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki vegna ákvörðunar á grundvelli 4. málsl. [86. gr. c], 1) skuli einnig viðhalda eiginfjárauka vegna kerfisáhættu á grundvelli 2. mgr. [86. gr. b] 1) skal samanlögð krafa um eiginfjárauka í tilfelli fyrirtækisins aldrei verða lægri en samanlögð krafa til þess að viðhalda eiginfjárauka skv. [86. gr. d] 1) og [86. gr. e] 1) og þeim eiginfjárauka sem hærri er skv. [86. gr. b] 1) eða [86. gr. c]. 1) Í þeim tilvikum þar sem eiginfjárauki vegna kerfisáhættu, sbr. [86. gr. b], 1) tekur til allra innlendra áhættuskuldbindinga samstæðunnar, en ekki til áhættuskuldbindinga í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, skal 4. mgr. gilda.
Fjármálafyrirtæki sem þegar viðheldur eiginfjáraukum skv. [86. gr. b] 1) – [86. gr. e] 1) er óheimilt að greiða út arð, breytileg starfskjör til starfsmanna eða aðrar þær útgreiðslur sem verða til þess að fyrirtækið uppfyllir ekki lengur lágmarkskröfur um hlutfall eiginfjárliða undir eiginfjárþætti A nema útgreiðslurnar séu í samræmi við heimildir reglna um hámarksútgreiðslufjárhæð sem settar eru á grundvelli 7. mgr. Ef fjármálafyrirtæki uppfyllir eiginfjárkröfur skv. [84. gr.] 1) en viðheldur ekki eiginfjáraukum skv. [86. gr. b] 1) – [86. gr. e] 1) er því óheimilt að greiða út arð eða [kaupauka] 1) til starfsmanna eða framkvæma aðrar þær greiðslur eða aðgerðir sem hafa áhrif til lækkunar á eiginfjárgrunni umfram hámarksútgreiðslufjárhæð samkvæmt reglum sem Fjármálaeftirlitið setur.
Fjármálaeftirlitið setur reglur 2) um hámarksútgreiðslufjárhæð og takmarkanir á útgreiðslum fjármálafyrirtækja á arði til hluthafa, [kaupaukum] 1) til starfsmanna og öðrum sambærilegum greiðslum þegar fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki að fullu kröfu til þess að viðhalda eiginfjárauka skv. [86. gr. b] 1) – [86. gr. e]. 1) Í reglunum skal kveðið á um hvernig heimildir til útgreiðslna skerðast og hámarkshlutfall þeirra.] 3)
    1)L. 96/2016, 44. gr. 2)Rg. 1270/2015. 3)L. 57/2015, 28. gr.
[[86. gr. b.]1) Eiginfjárauki vegna kerfisáhættu.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að kveða á um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og gildi hans að undangengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði. Tilmæli fjármálastöðugleikaráðs skulu einkum byggjast á tillögum og greiningu kerfisáhættunefndar, sbr. lög um fjármálastöðugleikaráð, nr. 66/2014. Ef eiginfjárauki vegna kerfisáhættu er settur á skal fjármálastöðugleikaráð endurskoða tilmæli sín innan tveggja ára frá því að þau komu til framkvæmda. Tilmæli fjármálastöðugleikaráðs og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kveða á um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu, lækkun eða hækkun hans, skal rökstudd og birt opinberlega, þó að teknu tilliti til 58. gr. laga þessara og 10. gr. laga nr. 66/2014, um fjármálastöðugleikaráð.
Heimilt er að kveða á um að eitt eða fleiri fjármálafyrirtæki viðhaldi eiginfjárauka vegna kerfisáhættu. Hægt er að kveða á um að eiginfjárauki vegna kerfisáhættu taki mið af samstæðugrunni eða einstaka fyrirtækjum innan samstæðu fjármálafyrirtækisins. Eiginfjárauki vegna kerfisáhættu skal taka mið af ósveiflutengdri áhættu í fjármálakerfinu, í heild eða að hluta, sem ógnað getur fjármálastöðugleika eða haft alvarlegar afleiðingar fyrir raunhagkerfið. Eiginfjárauka vegna kerfisáhættu má einnig ákveða vegna erlendra áhættuskuldbindinga fjármálafyrirtækis í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Hægt er að kveða á um mishátt gildi eiginfjárauka vegna kerfisáhættu gagnvart einstökum fjármálafyrirtækjum ef eiginfjárauki er ákveðinn til þess að mæta mismunandi áhættu í fjármálakerfinu.
Eiginfjárauka vegna kerfisáhættu má ákveða sem hlutfall af áhættugrunni fjármálafyrirtækis, sbr. [84. gr. e], 1) eða þeim áhættuskuldbindingum sem hann á að taka til. Gildi hans getur numið frá 1% af þeim hluta sem hann tekur til. Fjármálaeftirlitið getur viðurkennt eiginfjárauka vegna kerfisáhættu sem eftirlitsstjórnvald í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu hefur ákveðið vegna áhættuskuldbindinga í því ríki og lagt hann á fjármálafyrirtæki hér á landi ef fjármálafyrirtækið er með starfsemi í ríkinu og eiginfjárauki vegna kerfisáhættu þar í landi nær til þeirrar starfsemi.
Uppfylli fjármálafyrirtæki ekki kröfur þessarar greinar um að viðhalda nægjanlegu eigin fé vegna eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og takmarkanir á útgreiðslum skv. [6. mgr. 86. gr. a] 1) eru ekki taldar duga til þess að styrkja eiginfjárgrunn fyrirtækisins eins og kveðið er á um í ákvæðinu getur Fjármálaeftirlitið gripið til eftirfarandi aðgerða gagnvart fyrirtækinu:
    1. Afturkallað starfsleyfi fjármálafyrirtækis í heild eða að hluta skv. 10. tölul. 1. mgr. 9. gr.
    2. Mælt fyrir um kröfur skv. [4. mgr. 86. gr. g]. 1)
    3. Aukið kröfur til fjármálafyrirtækis, enda sé um að ræða annars konar fjármálafyrirtæki en þau sem hafa starfsleyfi skv. 1.–3. tölul. 1. mgr. 4. gr., sbr. 6. gr., um að viðhalda lausu fé og/eða auknu hlutfalli þess.
    4. Óskað eftir því við Seðlabanka Íslands, í þeim tilvikum þar sem um ræðir fyrirtæki með starfsleyfi skv. 1.–3. tölul. 1. mgr. 4. gr., sbr. 6. gr., að kröfur til fjármálafyrirtækisins um að viðhalda lausu fé og hlutfalli þess verði auknar.
Ráðherra setur reglugerð, eftir umsögn fjármálastöðugleikaráðs, um nánari framkvæmd þessarar greinar. Reglugerðin skal m.a. innihalda nánari reglur um málsmeðferð skv. 1. mgr., um aðkomu kerfisáhættunefndar og fjármálastöðugleikaráðs að tilmælum og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um eiginfjáraukann, um innihald og birtingu tilmæla og ákvörðunar um að kveða á um eiginfjáraukann og nánari reglur um rökstuðning tilmæla og ákvörðunar, gildi eiginfjáraukans og nánari málsmeðferð og samskipti við erlendar eftirlitsstofnanir ef hlutfall eiginfjárauka vegna kerfisáhættu er ákveðið hærra en 3% eða 5% af áhættugrunni fjármálafyrirtækis eða sem hlutfall af þeim áhættuskuldbindingum sem hann tekur til. Þá hefur ráðherra einnig heimild til þess að kveða nánar á um heimild til viðurkenningar á eiginfjárauka vegna kerfisáhættu í öðrum ríkjum í sömu reglugerð.] 2)
    1)L. 96/2016, 45. gr. 2)L. 57/2015, 28. gr.
[[86. gr. c.]1) Eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki.
Fjármálaeftirlitið skal árlega kveða á um eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fyrirtæki að undangengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði. Tilmæli fjármálastöðugleikaráðs skulu einkum byggjast á tillögum og greiningu kerfisáhættunefndar, sbr. lög um fjármálastöðugleikaráð, nr. 66/2014. Eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki getur numið allt að 2% af áhættugrunni, sbr. [84. gr. e]. 1) Ákvörðun um að setja eiginfjáraukann á og gildi hans skal endurskoða árlega og ber Fjármálaeftirlitinu að óska eftir tilmælum fjármálastöðugleikaráðs fyrir breytingu á ákvörðuninni. Við ákvörðun um hvaða fjármálafyrirtæki skulu viðhalda eiginfjárauka samkvæmt þessari grein skal byggt á skilgreiningu fjármálastöðugleikaráðs á kerfislega mikilvægum aðilum skv. d-lið 2. mgr. 4. gr. laga nr. 66/2014, um fjármálastöðugleikaráð. Hægt er að ákvarða að eiginfjáraukinn taki mið af samstæðugrunni fyrirtækisins eða tiltekinna félaga innan samstæðu. Tilmæli fjármálastöðugleikaráðs og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kveða á um eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki, lækkun eða hækkun hans, skulu rökstudd og birt opinberlega, þó að teknu tilliti til 58. gr. laga þessara og 10. gr. laga nr. 66/2014, um fjármálastöðugleikaráð. Ráðherra setur reglugerð, eftir umsögn fjármálastöðugleikaráðs, um nánari framkvæmd þessarar greinar. Reglugerðin skal m.a. innihalda nánari reglur um málsmeðferð og samskipti við erlendar eftirlitsstofnanir og innihald, rökstuðning og birtingu tillögu og ákvörðunar um að setja á eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki.] 2)
    1)L. 96/2016, 46. gr. 2)L. 57/2015, 28. gr.
[[86. gr. d.]1) Sveiflujöfnunarauki.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að kveða á um sveiflujöfnunarauka og gildi hans að undangengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði. Fjármálastöðugleikaráð skal ársfjórðungslega leggja fram tilmæli um gildi sveiflujöfnunarauka fyrir hvern ársfjórðung. Tilmæli fjármálastöðugleikaráðs skulu einkum byggjast á tillögum og greiningu kerfisáhættunefndar, sbr. lög um fjármálastöðugleikaráð, nr. 66/2014. Hækkun á sveiflujöfnunarauka skal taka gildi eigi síðar en 12 mánuðum eftir ákvörðun þess efnis. Heimilt er að kveða á um styttri tímafrest en skv. 4. málsl. ef óvenjulegar aðstæður skapast á fjármálamarkaði og skal það þá sérstaklega rökstutt. Tilmæli fjármálastöðugleikaráðs og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kveða á um sveiflujöfnunarauka, lækkun eða hækkun hans, skulu rökstudd og birt opinberlega, þó að teknu tilliti til 58. gr. laga þessara og 10. gr. laga nr. 66/2014, um fjármálastöðugleikaráð.
Gildi sveiflujöfnunarauka er hægt að ákveða sem 0–2,5% af áhættugrunni, sbr. [84. gr. e]. 1) Fjármálaeftirlitinu er heimilt að kveða á um sveiflujöfnunarauka sem er hærri en 2,5% af áhættugrunni að undangengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði ef áhættuþættir sem liggja til grundvallar mati fjármálastöðugleikaráðs á gildi sveiflujöfnunarauka gefa tilefni til.
Við útreikning eigin fjár sem viðhalda skal samkvæmt þessari grein skal líta til vegins meðaltals þeirra sveiflujöfnunarauka sem fjármálafyrirtæki er skylt að viðhalda vegna starfsemi sinnar erlendis … 1) Sveiflujöfnunarauka skal einnig viðhaldið á samstæðugrunni. Að undangenginni tillögu frá fjármálastöðugleikaráði er Fjármálaeftirlitinu heimilt að kveða á um gildi sveiflujöfnunarauka vegna áhættuskuldbindinga fjármálafyrirtækja í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Að undangenginni tillögu frá fjármálastöðugleikaráði er Fjármálaeftirlitinu heimilt að kveða á um gildi sveiflujöfnunarauka fyrir fjármálafyrirtæki sem koma frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins og hafa starfsemi hér á landi. Fjármálaeftirlitið birtir á heimasíðu sinni hlutfall sveiflujöfnunarauka í öðrum ríkjum. … 1)
Fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki … 1) eða rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. 5., 6. eða 7. tölul. 1. mgr. 4. gr., sbr. 6. gr., er undanskilið skyldu til þess að viðhalda sveiflujöfnunarauka skv. 1. mgr. ef það uppfyllir öll eftirtalin skilyrði:
    1. Ársverk fyrirtækisins eru færri en 250.
    2. Ársvelta fyrirtækisins samkvæmt ársreikningi fer ekki yfir jafnvirði 50 milljóna evra í íslenskum krónum.
    3. Eignir samkvæmt ársreikningi fara ekki yfir jafnvirði 43 milljóna evra í íslenskum krónum.
Ráðherra setur reglugerð, eftir umsögn fjármálastöðugleikaráðs, um nánari framkvæmd þessarar greinar. Í reglugerðinni skal sérstaklega kveðið á um aðkomu Seðlabanka Íslands, kerfisáhættunefndar og fjármálastöðugleikaráðs að ákvörðun um að kveða á um sveiflujöfnunarauka, gildi sveiflujöfnunarauka, opinbera birtingu og rökstuðning fyrir tillögu og ákvörðun, hvaða viðmið og áhættuþættir liggja til grundvallar ákvörðun um hlutfall sveiflujöfnunarauka.] 2)
    1)L. 96/2016, 47. gr. 2)L. 57/2015, 28. gr.
[[86. gr. e.]1) Verndunarauki.
Fjármálafyrirtæki skal viðhalda eiginfjárauka sem nefnist verndunarauki. Verndunaraukinn skal nema 2,5% af áhættugrunni, sbr. [84. gr. e], 1) og skal auk þess viðhalda honum á samstæðugrunni.
Fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki … 1) eða rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. 5., 6. eða 7. tölul. 1. mgr. 4. gr., sbr. 6. gr., er undanskilið skyldu til þess að viðhalda verndunarauka skv. 1. mgr. ef það uppfyllir öll eftirtalin skilyrði:
    1. Ársverk fyrirtækisins eru færri en 250.
    2. Ársvelta fyrirtækisins samkvæmt ársreikningi fer ekki yfir jafnvirði 50 milljóna evra í íslenskum krónum.
    3. Eignir samkvæmt ársreikningi fara ekki yfir jafnvirði 43 milljóna evra í íslenskum krónum.] 2)
    1)L. 96/2016, 48. gr. 2)L. 57/2015, 28. gr. Ákvæði greinarinnar komu til framkvæmda 1. jan. 2016 og getur gildi verndunaraukans þá hæst orðið 1% fram til 1. júní 2016 og 1,75% frá 1. júní 2016 fram að 1. jan. 2017 og 2,5% eftir það skv. 44. gr. s.l.
[[86. gr. f.]1) Áætlun um verndun eigin fjár.
Viðhaldi fjármálafyrirtæki ekki nægjanlegu eigin fé, til samræmis við kröfu um samanlagðan eiginfjárauka skv. [86. gr. a], 1) skal stjórn fjármálafyrirtækis útbúa og afhenda Fjármálaeftirlitinu áætlun um verndun eigin fjár í samræmi við fyrirmæli þessarar greinar.
Áætlun um verndun eigin fjár skal m.a. innihalda:
    1. Áætlun um tekjur og gjöld fyrirtækisins og spá um þróun efnahagsreiknings þess.
    2. Upplýsingar um til hvaða úrræða fyrirtækið muni grípa til þess að hækka eiginfjárhlutfall sitt.
    3. Tímasetta áætlun um það hvernig fyrirtækið ráðgerir að hækka eiginfjárhlutfall sitt þannig að það uppfylli á ný skilyrði 84. gr. a um að viðhalda eiginfjárauka.
    4. Aðrar upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegar til þess að leggja mat á áætlunina.
Áætlun um verndun eigin fjár skal afhent Fjármálaeftirlitinu innan fimm virkra daga frá því að ljóst er að eigið fé fór niður fyrir leyfileg mörk skv. 84. gr. a. Fjármálaeftirlitið getur veitt fimm daga viðbótarfrest til að afhenda áætlunina.
Fjármálaeftirlitið leggur mat á áætlunina í samræmi við fyrirmæli þessarar greinar. Áætlun um verndun eigin fjár skal samþykkt ef talið er líklegt að hún komi því til leiðar að fjármálafyrirtæki nái að uppfylla eiginfjárkröfu skv. 84. gr. a innan viðeigandi tímamarka.
Samþykki Fjármálaeftirlitið ekki áætlunina á grundvelli 4. mgr. getur það:
    1. Mælt fyrir um að fjármálafyrirtækið auki eiginfjárgrunn sinn um tilskilin mörk innan tímafrests sem Fjármálaeftirlitið ákveður.
    2. Takmarkað frekar útgreiðslur umfram það sem kveðið er á um í reglum sem Fjármálaeftirlitið setur skv. 7. mgr. 84. gr. a.] 2)
    1)L. 96/2016, 49. gr. 2)L. 57/2015, 28. gr.
[86. gr. g. Valdheimildir vegna eftirlits.
Fjármálaeftirlitið skal krefjast þess að fjármálafyrirtæki grípi tímanlega til nauðsynlegra ráðstafana til úrbóta ef fyrirtækið uppfyllir ekki ákvæði laga þessara auk reglugerða og reglna sem settar eru með stoð í þeim.
Telji Fjármálaeftirlitið líklegt, byggt á gögnum eða upplýsingum sem það býr yfir, að fjármálafyrirtæki geti ekki innan næstu 12 mánaða uppfyllt ákvæði laga þessara auk reglugerða og reglna sem settar eru með stoð í þeim, skal stofnunin krefjast þess að fjármálafyrirtæki grípi tímanlega til nauðsynlegra ráðstafana til úrbóta.
Telji Fjármálaeftirlitið að tveimur eða fleiri fjármálafyrirtækjum með sambærileg áhættusnið, t.d. sambærileg viðskiptalíkön, stafi hætta af sambærilegum áhættuþáttum eða feli í sér áhættu gagnvart fjármálakerfinu getur það krafist þess að þau gangist undir sambærilegt eða sama könnunar- og matsferli og gildir skv. 1. og 2. mgr. 80. gr. Hætta af sambærilegum áhættuþáttum eða áhættu gagnvart fjármálakerfinu varðar kerfisáhættu sérstaklega. Nýti Fjármálaeftirlitið þessa heimild er því einnig heimilt að beita umrædda aðila sams konar valdheimildum á grundvelli 4. mgr.
Til að framfylgja kröfum skv. 2.–4. mgr. 80. gr., 4. mgr. 81. gr. og 1.–3. mgr. þessarar greinar er Fjármálaeftirlitinu heimilt að mæla fyrir um:
    a. hærri eiginfjárgrunn en sem nemur 8% af áhættugrunni, sbr. einnig 86. gr. a – 86. gr. e,
    b. endurbætur á innri ferlum, sbr. 17. gr. og IX. kafla,
    c. að fjármálafyrirtæki setji fram sérstaka áætlun um það hvernig fyrirtækið mun uppfylla kröfur laga þessara auk reglugerða og reglna sem settar eru með stoð í þeim, auk þess að setja fjármálafyrirtækjum tímafresti varðandi framkvæmd áætlunarinnar, þ.m.t. vegna fresta eða endurbóta sem unnar eru á áætluninni,
    d. niðurfærslu á eignum við útreikning á eiginfjárgrunni,
    e. hömlur á eða takmörkun á starfsemi fjármálafyrirtækis eða, eftir því sem við á, með sölu eigna eða viðskiptaeininga sem skapa aukna áhættu,
    f. að dregið sé úr áhættu sem starfsemi, viðskiptaafurðir eða kerfi fjármálafyrirtækis felur í sér,
    g. að fjármálafyrirtæki takmarki kaupauka við hlutfall af hreinum hagnaði þar sem útgreiðsla þeirra leiðir til ófullnægjandi eiginfjárgrunns,
    h. að fjármálafyrirtæki noti hreinan hagnað til að styrkja eiginfjárgrunninn,
    i. að arð- og vaxtagreiðslur til hluthafa, stofnfjáreigenda og fjárfesta skuli takmarkaðar eða bannaðar,
    j. aukin gagnaskil og
    k. sértæka upplýsingagjöf til markaðar.
Fjármálaeftirlitið skal mæla fyrir um hærri eiginfjárgrunn skv. a-lið 4. mgr. ef:
    a. fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki skilyrði og kröfur skv. 17., 30. og 1. mgr. 80. gr. að því er varðar skipulag, mat á eiginfjárþörf og eftirlit með stórum áhættuskuldbindingum,
    b. áhættuþáttum er ekki mætt með eiginfjárkröfum og eiginfjáraukum samkvæmt lögum þessum og reglugerð á grundvelli 117. gr. a,
    c. ólíklegt er að önnur úrræði, ein og sér, leiði til tímanlegra úrbóta á innri ferlum og kerfum, sbr. 17. gr.,
    d. í ljós kemur við könnunar- og matsferli að fjármálafyrirtæki uppfyllir ekki 4. mgr. 81. gr. eða þær kröfur sem fjármálafyrirtæki þarf að uppfylla til að nota innri aðferðir við mat á áhættuþáttum,
    e. líkur eru á að áhætta sé vanmetin, þrátt fyrir að skilyrði laga þessara og stjórnvaldsfyrirmæla sem sett eru með stoð í þeim séu uppfyllt eða
    f. fjármálafyrirtæki sem beitir innri aðferð við mat á markaðsáhættu tilkynnir Fjármálaeftirlitinu að verulegur munur sé á niðurstöðum álagsprófs og eiginfjárkröfum samkvæmt líkani þess vegna fylgniviðskipta innan veltubókar.
Til að ákvarða viðhlítandi eiginfjárgrunn á grundvelli könnunar- og matsferlis skv. 80. og 81. gr. skal Fjármálaeftirlitið meta hvort álagning viðbótarkröfu umfram lágmarksfjárhæð vegna eiginfjárgrunns sé nauðsynleg til að ná yfir áhættu sem fjármálafyrirtæki er eða kann að verða óvarið fyrir. Við slíkt mat skal höfð hliðsjón af eftirtöldum þáttum:
    a. eigindlegum og megindlegum þáttum í mati fjármálafyrirtækis á eiginfjárþörf skv. 1. mgr. 80. gr.,
    b. fyrirkomulagi innri ferla og aðferða fjármálafyrirtækis skv. 17. gr. og IX. kafla,
    c. niðurstöðu úr könnunar- og matsferli skv. 2.–6. mgr. 80. gr. og
    d. mati á kerfisáhættu.
Eigið fé til að mæta kröfu um hærri eiginfjárgrunn skv. a-lið 4. mgr. skal samsett með eftirfarandi hætti:
    a. almennt eigið fé þáttar 1 skal að lágmarki nema 56,25% af viðbótarkröfunni og
    b. eigið fé þáttar 1 skal að lágmarki nema 75% af viðbótarkröfunni.] 1)
    1)L. 96/2016, 51. gr.

XI. kafli. Ársreikningur, endurskoðun og samstæðureikningsskil.
87. gr. Samning ársreiknings og undirritun.
Stjórn og framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækis skulu semja ársreikning fyrir hvert reikningsár. Ársreikningur skal hafa að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, fjárstreymisyfirlit og skýringar. Enn fremur skal semja skýrslu stjórnar sem ásamt ársreikningi mynda eina heild. Reikningsár fjármálafyrirtækja er almanaksárið.
Ársreikningur skal undirritaður af stjórn og framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja. Hafi stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækis mótbárur fram að færa gegn ársreikningi skal hann gera grein fyrir því í áritun sinni.
[Eftirfarandi upplýsingar skulu vera í ársreikningi:
    a. Launagreiðslur og hvers konar greiðslur eða hlunnindi félagsins til hvers og eins stjórnarmanns og framkvæmdastjóra,
    b. heildargreiðslur og hlunnindi lykilstarfsmanna auk upplýsinga um fjölda þeirra,
    c. nöfn og ríkisfang allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár eða stofnfjár í lok reikningsárs. Sé viðkomandi lögaðili skal jafnframt koma fram hver sé raunverulegur eigandi viðkomandi lögaðila, sbr. 4. mgr. 19. gr.,
    [d. nöfn dótturfélaga, starfsemi þeirra og hvar starfsemi fer fram; einnig skal birta yfirlit yfir staðsetningu útibúa og hvar félagið veitir þjónustustarfsemi án stofnunar útibús í öðrum ríkjum,
    e. yfirlit yfir hvers konar styrki eða niðurgreiðslur, og fjárhæð þeirra, sem félagið hefur þegið frá hinu opinbera á reikningsárinu,
    f. arðsemi eigna í lykiltölum ársreikningsins; með arðsemi eigna er átt við hagnað félagsins eftir skatta sem hlutfall af meðalstöðu eigna á tímabilinu samkvæmt efnahagsreikningi.] 1)] 2)
    1)L. 57/2015, 29. gr. 2)L. 47/2013, 10. gr.
88. gr. Góð reikningsskilavenja.
Ársreikningur skal gefa glögga mynd af fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu fjármálafyrirtækis. Hann skal gerður í samræmi við lög, reglur og góða reikningsskilavenju og innihalda m.a. rekstrarreikning, efnahagsreikning og skýringar og upplýsingar um liði utan efnahagsreiknings.
Fjármálaeftirlitið setur reglur 1) að höfðu samráði við reikningsskilaráð um uppsetningu ársreiknings, innihald einstakra liða rekstrar- og efnahagsreiknings og liða utan efnahagsreiknings og skýringar og mat á einstökum liðum.
Fjármálaeftirlitið skal sjá til þess í samráði við reikningsskilaráð að á hverjum tíma liggi fyrir skilgreining á góðri reikningsskilavenju við gerð ársreiknings og árshlutareiknings fjármálafyrirtækis.
    1) Rgl. 834/2003. Rgl. 97/2004, sbr. rgl. 1065/2009 og rgl. 1060/2015. Rgl. 102/2004. Rgl. 1060/2015.
89. gr. Skýrsla stjórnar.
Í skýrslu stjórnar skal koma fram yfirlit yfir starfsemi hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis á árinu, svo og upplýsingar um atriði sem mikilvæg eru við mat á fjárhagslegri stöðu hlutaðeigandi fyrirtækis og afkomu þess á reikningsárinu er ekki koma fram í ársreikningnum.
Í skýrslu stjórnar skal enn fremur upplýst um eftirfarandi:
    1. atburði eftir uppgjörsdag sem hafa verulega þýðingu,
    2. væntanlega þróun fyrirtækisins og
    3. aðgerðir sem hafa þýðingu fyrir framtíðarþróun þess.
Skýrsla stjórnar skal veita upplýsingar um fjölda starfsmanna að meðaltali á reikningsárinu og heildarfjárhæð launa, þóknana eða annarra greiðslna til starfsmanna, framkvæmdastjóra, stjórnar og annarra í þjónustu hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis. Sé um ágóðahlut að ræða til stjórnar eða framkvæmdastjóra skal hann sérgreindur. Í skýrslu stjórnar skal upplýst um fjölda hluthafa eða stofnfjáreigenda í lok reikningsárs. Að öðru leyti gilda ákvæði [laga um hlutafélög] 1) eftir því sem við á.
Stjórnir skulu í skýrslu sinni gera tillögu um ráðstöfun á hagnaði hlutaðeigandi fyrirtækis eða jöfnun taps.
    1)L. 96/2016, 52. gr.
90. gr. Endurskoðun.
Ársreikningur fjármálafyrirtækis skal endurskoðaður af endurskoðanda eða endurskoðunarfélagi. [Endurskoðandi eða endurskoðunarfyrirtæki skal ekki gegna öðrum störfum fyrir fjármálafyrirtækið.] 1)
[Endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki skv. 1. mgr. skal kjósa til fimm ára á aðalfundi fjármálafyrirtækis. Óheimilt er að kjósa sama endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki fyrr en að fimm árum liðnum frá því að starfstíma skv. 1. málsl. lauk. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. getur fjármálafyrirtæki vikið endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki frá áður en fimm ára kjörtímabili lýkur að fengnu áliti endurskoðendaráðs.] 1)
Kjósa skal sama aðila sem endurskoðanda í móður-, systur- og dótturfélagi ef þess er nokkur kostur. Í móðurfélagi skal endurskoðandi jafnframt endurskoða samstæðureikninginn.
[Endurskoðendur félags eiga rétt á að sitja stjórnar- og félagsfundi í fjármálafyrirtæki og er skylt að mæta á aðalfundi.] 1)
    1)L. 75/2010, 48. gr., sbr. einnig brbákv. I í s.l.
91. gr. Hæfi endurskoðanda.
Endurskoðandi má ekki eiga sæti í stjórn, vera starfsmaður fyrirtækisins eða starfa í þágu þess að öðru en endurskoðun.
Endurskoðandi má ekki vera skuldugur því fyrirtæki sem hann annast endurskoðun hjá, hvorki sem aðalskuldari né ábyrgðarmaður. Hið sama gildir um maka hans.
92. gr. Upplýsingaskylda endurskoðanda.
[Verði endurskoðandi var við verulega ágalla í rekstri eða atriði er varða innra eftirlit, greiðslutryggingar útlána, önnur atriði sem veikt geta fjárhagsstöðu hlutaðeigandi fyrirtækis eða atriði sem leiða til þess að hann mundi synja um áritun eða gera fyrirvara, svo og ef endurskoðandi hefur ástæðu til að ætla að lög, reglugerðir eða reglur sem gilda um fyrirtækið hafi verið brotnar, skal endurskoðandi gera stjórn þess og Fjármálaeftirlitinu viðvart. Þetta á einnig við um sambærileg atriði sem endurskoðandi fær vitneskju um við framkvæmd endurskoðunarstarfa hjá fyrirtæki sem er í nánum tengslum við hlutaðeigandi fjármálafyrirtæki … 1)
Tilkynning endurskoðanda skv. 1. mgr. felur ekki í sér brot gegn þagnarskyldu hvort sem hún er reist á lögum eða samningi. Skal tilkynnandi ekki sæta neins konar ábyrgð vegna tilkynningarinnar.] 2)
    1)L. 75/2010, 49. gr. 2)L. 111/2007, 11. gr.
93. gr. Góð endurskoðunarvenja.
Fjármálaeftirlitið skal sjá til þess í samráði við Félag löggiltra endurskoðenda og aðra hlutaðeigandi aðila að á hverjum tíma liggi fyrir skilgreining á góðri endurskoðunarvenju við endurskoðun hjá fjármálafyrirtækjum. Fjármálaeftirlitið setur reglur 1) um endurskoðun fjármálafyrirtækja.
Að öðru leyti en fram kemur í lögum þessum gilda um endurskoðun fjármálafyrirtækja ákvæði VII. kafla laga nr. 144/1994, um ársreikninga, með áorðnum breytingum.
Ákvæði 1. mgr. eiga einnig við um [dótturfélög] 2) fjármálafyrirtækis, svo og eignarhaldsfélag á fjármálasviði eða blandað eignarhaldsfélag … 2) og [dótturfélög] 2) slíkra félaga.
    1) Rgl. 532/2003. 2)L. 57/2015, 30. gr.
94. gr. Sérstök endurskoðun.
Fjármálaeftirlitið getur látið fara fram sérstaka endurskoðun hjá fjármálafyrirtæki telji eftirlitið ástæðu til að ætla að endurskoðað reikningsuppgjör gefi ekki glögga mynd af fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu fyrirtækisins. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að láta hlutaðeigandi fyrirtæki bera kostnaðinn af slíkri endurskoðun.
Ákvæði 1. mgr. eiga einnig við um [dótturfélög] 1) fjármálafyrirtækis, svo og eignarhaldsfélag á fjármálasviði eða blandað eignarhaldsfélag … 1) og [dótturfélög] 1) slíkra félaga.
    1)L. 57/2015, 31. gr.
95. gr. Skil og birting ársreiknings.
Endurskoðaður og undirritaður ársreikningur fjármálafyrirtækis ásamt skýrslu stjórnar skal sendur Fjármálaeftirlitinu innan tíu daga frá undirritun en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir lok reikningsárs.
Hafi á aðalfundi verið samþykktar breytingar á undirrituðum ársreikningi skal breyttur ársreikningur sendur Fjármálaeftirlitinu innan tíu daga frá aðalfundi og gerð grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið.
Ársreikningur fjármálafyrirtækis ásamt skýrslu stjórnar skal liggja frammi á afgreiðslustað hlutaðeigandi fyrirtækis og afhentur hverjum viðskiptaaðila sem þess óskar innan tveggja vikna frá samþykkt aðalfundar.
96. gr. Árshlutauppgjör.
Fjármálafyrirtæki skulu semja og birta árshlutauppgjör í samræmi við reglur 1) sem Fjármálaeftirlitið setur.
Fjármálaeftirlitið getur veitt undanþágu frá ákvæðum um gerð árshlutauppgjörs.
    1) Rgl. 834/2003.
97. gr. Samstæðureikningsskil.
1)
1)
1)
1)
1)
1)
1)
1)
Ákvæði 87.–92. gr. og 95.–96. gr. gilda eftir því sem við á bæði fyrir samstæðu, þar sem [móðurfélag] 1) er fjármálafyrirtæki eða eignarhaldsfélag á fjármálasviði, og fyrir einstök fyrirtæki samstæðunnar.
Fjármálaeftirlitið setur að höfðu samráði við reikningsskilaráð nánari reglur 2) um gerð samstæðureikningsskila fyrir samstæðu fyrirtækja þar sem [móðurfélagið] 1) er fjármálafyrirtæki eða eignarhaldsfélag á fjármálasviði.
Fjármálaeftirlitið getur sett reglur um samstæðuuppgjör fyrir samstæðu fyrirtækja þar sem [móðurfélagið] 1) er blandað eignarhaldsfélag.
    1)L. 57/2015, 32. gr. 2) Rgl. 834/2003.

XII. kafli. [Endurskipulagning fjárhags, slit og samruni fjármálafyrirtækja.]1)
    1)L. 130/2004, 12. gr.
[A. Endurskipulagning fjárhags lánastofnana.]1)
    1)L. 130/2004, 9. gr.
[98. gr. Endurskipulagning fjárhags.
Með endurskipulagningu fjárhags lánastofnana er átt við ráðstafanir sem ætlað er að viðhalda fjárhagslegri stöðu lánastofnunar eða koma henni í eðlilegt horf og gætu haft áhrif á áður fengin réttindi þriðja aðila, þ.m.t. ráðstafanir sem fela í sér hugsanlega greiðslustöðvun, frestun fullnusturáðstafana eða lækkun á kröfum. Sé lánastofnun með höfuðstöðvar á Íslandi er með endurskipulagningu fjárhags átt við heimild til greiðslustöðvunar og heimild til að leita nauðasamnings samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti o. fl., nr. 21/1991.
Lög um gjaldþrotaskipti o. fl., nr. 21/1991, gilda um heimild lánastofnunar til að leita greiðslustöðvunar og nauðasamnings og framkvæmd slíkra ráðstafana enda sé ekki á annan veg mælt í lögum þessum.
[Hafi fjármálafyrirtæki verið veitt heimild til greiðslustöðvunar er nægilegt að birta fundarboð skv. 2. mgr. 13. gr. og 5. mgr. 17. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. með auglýsingu sem birt er í að minnsta kosti tveimur dagblöðum hér á landi og í hverju þeirra ríkja þar sem útibú hafa verið rekin.] 1)
1)] 2)
    1)L. 44/2009, 3. gr. Þrátt fyrir ákvæði a-liðar þeirrar greinar skal 3. mgr. 98. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. gr. laga nr. 129/2008, gilda áfram í upphaflegri mynd gagnvart fjármálafyrirtækjum sem njóta heimildar til greiðslustöðvunar við gildistöku l. 44/2009, þar á meðal um framlengingu heimildar til greiðslustöðvunar, sbr. l. 44/2009, 10. gr. 2)L. 130/2004, 9. gr.
[99. gr. Fjárhagsleg endurskipulagning lánastofnunar með höfuðstöðvar á Íslandi og útibú í öðru EES-ríki.
[Nú veitir dómstóll hér á landi lánastofnun heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamninga og skal þá sú heimild ná sjálfkrafa til allra útibúa sem lánastofnunin starfrækir í öðru aðildarríki.] 1)
Um réttaráhrif, málsmeðferð og framkvæmd ákvörðunarinnar skal fara að íslenskum lögum, með eftirtöldum frávikum:
    a. Vinnusamningur skal fara eftir lögum þess ríkis sem um vinnusamninginn og vinnusambandið gilda.
    b. Samningur um notkun eða kaup fasteignar skal fara eftir lögum þess ríkis þar sem fasteignin er staðsett.
    c. Réttur lánastofnunar vegna fasteignar, skips eða flugvélar skal fara eftir lögum þess ríkis þar sem opinber skráning hefur farið fram.
    d. [Heimild til endurskipulagningar fjárhags fjármálafyrirtækis hefur ekki áhrif á eignarrétt, þar á meðal veðrétt, lánardrottna eða annarra yfir eignum sem staðsettar eru í öðru aðildarríki. Hið sama gildir um réttinn til að ráðstafa veðsettri eign, hvort heldur með framsali eða öðrum hætti, og réttinn til að taka við arði af eigninni. Skal litið svo á að réttindi sem skráð eru í opinbera skrá og njóta réttarverndar gagnvart þriðja manni teljist til eignarréttar í skilningi ákvæðisins.] 2)
    e. Hafi lánastofnun keypt eign með eignarréttarfyrirvara hefur heimild lánastofnunar til endurskipulagningar fjárhags ekki áhrif á réttindi seljanda sem byggist á fyrirvaranum, enda sé eignin í öðru aðildarríki.
    f. Hafi lánastofnun selt eign skal heimild til endurskipulagningar fjárhags ekki hafa áhrif á réttindi kaupanda, enda sé eignin í öðru aðildarríki og afhending hafi farið fram þegar heimild er veitt.
    g. Um lögmæti ráðstöfunar lánastofnunar á fasteign, skipi eða flugvél sem háð er opinberri skráningu, svo og framseljanlegum verðbréfum eða öðrum verðbréfum sem skráð eru í verðbréfamiðstöð, fer eftir lögum þess ríkis þar sem eign er eða þar sem hin opinbera skráning hefur farið fram.
    h. Um réttaráhrif úrskurðar um endurskipulagningu fjárhags á málshöfðun vegna eignar eða annarra réttinda sem lánastofnun hefur látið af hendi [sem hafin var fyrir uppkvaðningu úrskurðar um endurskipulagningu fjárhags] 3) fer eftir lögum þess aðildarríkis þar sem málið var höfðað.
    i. Um fullnustu eignarréttinda, þ.m.t. veðréttinda yfir fjármálagerningum, sem eru rafrænt skráð fer eftir lögum þess ríkis þar sem skráningin fer fram.
    j. Samningur um skuldajöfnuð fer eftir lögum þess ríkis sem um samninginn gilda.
    k. Endurkaupasamningur fer eftir lögum þess ríkis sem um samninginn gilda, sbr. þó ákvæði i-liðar.
    l. Viðskipti á skipulegum verðbréfamarkaði skulu fara eftir lögum þess ríkis sem gilda um samninginn um þau viðskipti, sbr. þó ákvæði i-liðar.
    m. Um greiðslu- og uppgjörsfyrirmæli í greiðslu- og uppgjörskerfum fer eftir lögum þess ríkis sem gilda um viðkomandi kerfi.
    n. Þrátt fyrir ákvæði d- og e-liðar er heimilt að beita ákvæðum III. kafla laga um samningsgerð, umboð og ógilda gerninga, nr. 7/1936, um ógilda löggerninga, nema lög gistiríkis heimili ekki slíkt. [Löggerningur verður þó ekki ógiltur ef sá sem hag hefur af því að slíkur löggerningur haldi gildi sínu leggur fram fullnægjandi sönnun um að um löggerninginn eigi að gilda lög annars ríkis og að þar sé ekki að finna ógildingarreglu sem tekur til þess tilviks sem um ræðir.] 2)
Dómstóll skal sjá til þess að Fjármálaeftirlitinu verði tilkynnt þegar í stað um framkomna beiðni lánastofnunar um heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings. Fjármálaeftirlitið skal koma upplýsingum um beiðnina og ákvörðun um hana til lögbærra yfirvalda og kröfuhafa lánastofnunarinnar í viðkomandi ríkjum í samræmi við reglur 4) sem ráðherra setur.
Lögboðnar tilkynningar til þekktra erlendra kröfuhafa lánastofnunar í tengslum við greiðslustöðvun eða nauðasamninga skulu vera í samræmi við reglur 4) sem ráðherra setur.] 5)
    1)L. 108/2006, 80. gr. 2)L. 78/2011, 1. gr. 3)L. 32/2011, 1. gr. 4)Rg. 872/2006, sbr. 747/2013. 5)L. 130/2004, 9. gr.
[100. gr. Fjárhagsleg endurskipulagning lánastofnunar með höfuðstöðvar erlendis en útibú á Íslandi.
[Útibúi sem starfrækt er hérlendis af lánastofnun með höfuðstöðvar í öðru aðildarríki verður ekki veitt sjálfkrafa heimild til endurskipulagningar fjárhags hér á landi. Nú tekur lögbært yfirvald í öðru aðildarríki ákvörðun um endurskipulagningu fjárhags lánastofnunar sem hefur starfsleyfi og staðfestu í því ríki og tekur þá ákvörðunin sjálfkrafa til útibúa sem lánastofnunin starfrækir hér á landi.] 1)
[Nú er talin þörf á endurskipulagningu fjárhags íslensks útibús lánastofnunar með staðfestu í öðru aðildarríki og skal þá tilkynna slíkt til Fjármálaeftirlitsins.] 1) Fjármálaeftirlitið skal koma tilkynningu á framfæri við eftirlitsstjórnvöld heimaríkis.
Um réttaráhrif, málsmeðferð og framkvæmd ákvörðunarinnar skal fara að lögum heimaríkisins með þeim takmörkunum er greinir í 2. mgr. 99. gr.
Nú er sett fram beiðni um heimild til greiðslustöðvunar eða um heimild til að leita nauðasamninga á grundvelli 2. mgr. 6. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. vegna útibús sem lánastofnun, með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, starfrækir hér á landi. Skal héraðsdómari þá gera Fjármálaeftirlitinu viðvart um beiðnina. Ef viðkomandi lánastofnun starfrækir útibú í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu skal Fjármálaeftirlitið tilkynna eftirlitsstjórnvöldum í þeim ríkjum um beiðnina. Dómstólar skulu leitast við að samræma aðgerðir með yfirvöldum annarra gistiríkja.] 2)
    1)L. 108/2006, 81. gr. 2)L. 130/2004, 9. gr.
[100. gr. a. [Afhending fjármálafyrirtækis til bráðabirgðastjórnar.
Eigi fjármálafyrirtæki í þeim fjárhags- eða rekstrarerfiðleikum að líkur séu til að það geti ekki staðið við skuldbindingar sínar eða uppfyllt kröfur um lágmark eigin fjár getur stjórn þess upp á sitt eindæmi leitað eftir því við Fjármálaeftirlitið að það taki við ráðum yfir fyrirtækinu. Fjármálaeftirlitið skal án tafar taka afstöðu til slíkrar beiðni. Taki Fjármálaeftirlitið beiðnina til greina fellur úr gildi umboð stjórnar fjármálafyrirtækisins og verður jafnframt óvirkur réttur hluthafa eða stofnfjáreigenda til að taka ákvarðanir um málefni þess á grundvelli eignarhluta sinna. Um leið skal Fjármálaeftirlitið skipa fjármálafyrirtækinu bráðabirgðastjórn þriggja eða fimm manna sem fer ein með sömu heimildir að lögum og eftir samþykktum þess og stjórn og hluthafafundur eða fundur stofnfjáreigenda hefði ella haft á hendi, sbr. þó 4. tölul. 2. mgr. 101. gr.
Bráðabirgðastjórn skal svo fljótt sem verða má gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fá yfirsýn yfir fjárhag fjármálafyrirtækisins. Á meðan hún ræður yfir fyrirtækinu gilda sömu takmarkanir á heimildum til að beita fullnustugerðum og öðrum þvingunarúrræðum gagnvart því og ef það hefði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Skal bráðabirgðastjórn því aðeins gera ráðstafanir um meiri háttar hagsmuni fyrirtækisins að brýna nauðsyn beri til.
Yfirráðum bráðabirgðastjórnar yfir fjármálafyrirtæki lýkur sjálfkrafa þegar liðnir eru þrír mánuðir frá skipun hennar nema:
    1. bráðabirgðastjórn hafi þegar lagt fyrir héraðsdóm kröfu um að fyrirtækið verði tekið til slita skv. 3. tölul. 2. mgr. 101. gr., en hafi það verið gert stendur umboð hennar þar til afstaða hefur endanlega verið tekin til kröfunnar,
    2. fyrirtækinu hafi verið veitt heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings, en umboð bráðabirgðastjórnar stendur þá þar til einn mánuður er liðinn frá því að þeirri heimild lýkur, eða
    3. bráðabirgðastjórn hafi áður með samþykki Fjármálaeftirlitsins haldið hluthafafund eða fund stofnfjáreigenda og fyrirtækinu þar verið kjörin ný stjórn til að leysa hana af hólmi.
Ljúki yfirráðum bráðabirgðastjórnar yfir fjármálafyrirtæki sjálfkrafa með því að starfstími hennar er á enda án þess að það hafi verið tekið til slita skal starfsleyfi þess afturkallað þá þegar hafi því ekki áður verið kjörin ný stjórn skv. 3. tölul. 3. mgr.] 1)] 2)
    1)L. 44/2009, 4. gr. Hafi Fjármálaeftirlitið fyrir gildistöku l. 44/2009 skipað fjármálafyrirtæki skilanefnd á grundvelli 5. gr. laga nr. 125/2008 og hún er enn að störfum, en fyrirtækið hefur ekki fengið heimild til greiðslustöðvunar, skal skilanefndin upp frá því sjálfkrafa verða bráðabirgðastjórn fyrirtækisins í skilningi 100. gr. a, sbr. l. 44/2009, brbákv. I. 2)L. 125/2008, 5. gr.
[B.]1) Slit.
    1)L. 130/2004, 9. gr.
[101. gr.]1) [Skilyrði og upphaf slitameðferðar.
Bú fjármálafyrirtækis verður ekki tekið til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum.
Fjármálafyrirtæki skal tekið til slita:
    1. eftir kröfu Fjármálaeftirlitsins hafi það afturkallað starfsleyfi fyrirtækisins eða synjað því um frest skv. 4. mgr. 86. gr. eða frestur samkvæmt því ákvæði er á enda án þess að fyrirtækið hafi aukið eigið fé sitt fram yfir það lágmark sem mælt er fyrir um í 84. gr.,
    2. eftir kröfu Fjármálaeftirlitsins, stjórnar fyrirtækisins eða bráðabirgðastjórnar ef skylt er að slíta því samkvæmt samþykktum þess,
    3. eftir kröfu stjórnar fyrirtækisins eða bráðabirgðastjórnar ef það getur ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikar þess muni líða hjá innan skamms tíma,
    4. eftir kröfu stjórnar fyrirtækisins og að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins ef ákveðið hefur verið að slíta því á hluthafafundi eða fundi stofnfjáreigenda, enda hafi tillaga um slit verið samþykkt þar með minnst 2/ 3 hlutum greiddra atkvæða og af hluthöfum eða stofnfjáreigendum sem ráða yfir minnst 2/ 3 hlutum þess hlutafjár eða stofnfjár sem farið var með atkvæði fyrir á fundi.
Kröfu um slit fjármálafyrirtækis skal beint til héraðsdóms í því umdæmi þar sem það yrði sótt í einkamáli á heimilisvarnarþingi sínu. Krafan skal gerð úr garði og með hana farið fyrir dómi eins og kröfu um gjaldþrotaskipti.
Þegar dómsúrlausn hefur gengið um að fjármálafyrirtæki sé tekið til slita skipar héraðsdómari því slitastjórn sem í skulu sitja allt að fimm menn. Við skipun hennar tekur hún við þeim réttindum og skyldum sem stjórn fyrirtækisins og hluthafafundur eða fundur stofnfjáreigenda höfðu á hendi, sbr. þó 3. mgr. 103. gr. Að því leyti sem ekki er mælt fyrir á annan veg í lögum þessum gilda reglur um skiptastjóra við gjaldþrotaskipti um slitastjórn, störf hennar og þá menn sem eiga sæti í henni. [Þeir menn sem eiga sæti í slitastjórn eða bráðabirgðastjórn skulu einnig uppfylla hæfisskilyrði [2. mgr. og 1. málsl. 5. mgr. 52. gr. og 52. gr. a]. 2)] 3)
Við slit fjármálafyrirtækis skal frestdagur ákveðinn eftir sömu reglum og gilda við gjaldþrotaskipti, en þó þannig að hann getur jafnframt ráðist af þeim degi sem Fjármálaeftirlitið hefur veitt fyrirtækinu frest skv. 4. mgr. 86. gr. eða skipað því bráðabirgðastjórn skv. 100. gr. a eða ella af því að héraðsdómi berst krafa um slit skv. 2. mgr. ef ekkert hefur áður gerst til að marka frestdag.] 4)
    1)L. 130/2004, 9. gr. 2)L. 57/2015, 33. gr. 3)L. 78/2011, 2. gr. 4)L. 44/2009, 5. gr. Þrátt fyrir 5. mgr. ákvæðisins skal frestdagur við slitameðferð á fjármálafyrirtæki ráðast af 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr. 129/2008 þegar það getur átt við, sbr. l. 44/2009, brbákv. III.
[101. gr. a. Sérstakt eftirlit Fjármálaeftirlitsins.
Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með rekstri fjármálafyrirtækis sem er stýrt af slitastjórn, óháð því hvort viðkomandi fyrirtæki hefur starfsleyfi eða takmarkað starfsleyfi eða hvort starfsleyfi þess hefur verið afturkallað. Dótturfélag fjármálafyrirtækis í slitameðferð sem heldur utan um eignir þess skal jafnframt heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins. Eftirlitið nær meðal annars til viðskiptahátta þess sem felur meðal annars í sér að framganga þess gagnvart viðskiptavinum skal vera í samræmi við það sem almennt tíðkast hjá fjármálafyrirtækjum með gilt starfsleyfi.
Viðskipti og ráðstöfun eigna fjármálafyrirtækis sem stýrt er af slitastjórn eða viðskipti slitastjórnar við einstaka aðila sem sitja í slitastjórn, eða aðila í nánum tengslum við slíkan aðila, skulu fara að reglum um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur. Fjármálaeftirlitið skal, að eigin frumkvæði eða á grundvelli ábendinga kröfuhafa, hafa eftirlit með slíkum viðskiptum.
Neitun á kröfu Fjármálaeftirlitsins um afhendingu gagna getur varðað brottrekstri úr slitastjórn. Hið sama á við fullnægi maður sem sæti á í slitastjórn ekki almennum hæfisskilyrðum sem um hann gilda. Fjármálaeftirlitið skal bera slíka kröfu undir héraðsdóm sem skal taka málið til úrskurðar þegar í stað.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að beina kröfu til héraðsdóms um að víkja skuli slitastjórn frá í heild eða að hluta í þeim tilvikum þegar viðkomandi slitastjórn telst ekki hafa unnið störf sín í samræmi við 1. og 2. mgr. þessarar greinar eða eftir atvikum samkvæmt öðrum lagaákvæðum. Héraðsdómur skal taka málið til úrskurðar þegar í stað.
Ákvæði greinar þessarar eiga við um rekstur fjármálafyrirtækis sem er stýrt af bráðabirgðastjórn eða skilanefnd eftir því sem við á.] 1)
    1)L. 78/2011, 3. gr.
[102. gr.]1) [Meðferð krafna o.fl.
Við slit fjármálafyrirtækis gilda sömu reglur og við gjaldþrotaskipti um gagnkvæma samninga þess og kröfur á hendur því að öðru leyti en því að dómsúrskurður um að það sé tekið til slita leiðir ekki sjálfkrafa til þess að kröfur á hendur því falli í gjalddaga. [Við slit fjármálafyrirtækis gilda reglur 74. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., meðal annars um að sá sem hvorki vissi né mátti vita um slitin getur unnið rétt á hendur fjármálafyrirtækinu vegna ráðstafana fram til þess að tilkynning er birt um slitin. Skal þá litið svo á að þeim sem í hlut á hafi ekki verið kunnugt um að slit hafi verið hafin, ef slík tilkynning hefur ekki farið fram, nema sýnt sé fram á annað. Skal jafnframt litið svo á að þeim sem í hlut á hafi verið kunnugt um að slit hafi verið hafin, hafi slík tilkynning farið fram, nema sýnt sé fram á annað.] 2)
Þegar fjármálafyrirtæki hefur verið skipuð slitastjórn skal hún tafarlaust gefa út og fá birta í Lögbirtingablaði innköllun vegna slitanna. Um efni innköllunar, kröfulýsingarfrest og tilkynningar eða auglýsingar vegna erlendra kröfuhafa skal beitt sömu reglum og við gjaldþrotaskipti.
Við slit fjármálafyrirtækis gilda sömu reglur og um rétthæð krafna á hendur þrotabúi, en þó skulu kröfur um innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta jafnframt teljast til krafna sem njóta rétthæðar skv. 1. og 2. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Að því leyti sem rétthæð krafna getur ráðist samkvæmt þeim lögum af þeim tíma sem úrskurður er kveðinn upp um að bú sé tekið til gjaldþrotaskipta skal miða á sama hátt við úrskurð um að fjármálafyrirtæki sé tekið til slita.
Ákvæði XVIII. kafla og 5. þáttar laga um gjaldþrotaskipti o.fl. gilda um meðferð krafna á hendur fjármálafyrirtæki við slit þess, þar á meðal um áhrif þess að kröfu sé ekki lýst, en fundir slitastjórnar til að fjalla um viðurkenningu lýstra krafna nefnast kröfuhafafundir. Telji slitastjórn við lok kröfulýsingarfrests að líkur séu til að eignir fyrirtækisins nægi að fullu fyrir skuldum þess er henni að svo stöddu ekki skylt að taka afstöðu til þess hvar einstakar kröfur kunni að standa í réttindaröð.
Þegar kröfulýsingarfrestur er á enda skal slitastjórn leggja mat á hvort horfur séu á að eignir fjármálafyrirtækis nægi til að standa við skuldbindingar þess. Skýrsla um þetta mat skal lögð fram og kynnt á fyrsta kröfuhafafundi eftir lok kröfulýsingarfrests.
Að loknum fyrsta kröfuhafafundi eftir lok kröfulýsingarfrests er slitastjórn heimilt í einu lagi eða mörgu að greiða viðurkenndar kröfur [skv. 109.–112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o. fl., nr. 21/1991], 2) að hluta eða að fullu að því marki sem tryggt er að eignir fjármálafyrirtækisins hrökkvi til að minnsta kosti jafnhárrar greiðslu allra annarra krafna sem standa eins í réttindaröð og ekki hefur endanlega verið hafnað við slitin. Þess skal þá gætt að allir kröfuhafar sem fara með viðurkenndar kröfur í sömu stöðu í réttindaröð fái greiðslu á sama tíma, en frá því má þó víkja með samþykki þeirra sem ekki fá greitt eða samkvæmt ákvörðun slitastjórnar ef kröfuhafi býðst til að gefa eftir kröfu sína gegn greiðslu hennar að hluta, sem víst má telja að sé lægri að tiltölu en aðrir jafnstæðir kröfuhafar munu fá á síðari stigum, þar á meðal að teknu tilliti til þess hvort kröfur þeirra beri vexti fram að greiðslu. [Nú neytir slitastjórn heimildar samkvæmt framansögðu til að greiða kröfur að hluta eða fullu en ekki hefur verið til lykta leiddur ágreiningur um viðurkenningu kröfu, sem þeim gæti staðið jafnfætis í réttindaröð, og skal þá slitastjórn leggja á sérstakan geymslureikning fjárhæð sem svarar til greiðslu á þeirri kröfu eða upp í hana eins og sú greiðsla gæti hæst orðið samkvæmt kröfugerð hlutaðeigandi kröfuhafa. [Þegar endanleg niðurstaða hefur fengist um ágreininginn skal hlutdeild þeirrar kröfu í innstæðu geymslureikningsins ásamt hlutdeild í áföllnum vöxtum greidd kröfuhafanum að því leyti sem krafan hefur verið viðurkennd, en fé sem eftir kann að standa skal renna aftur til fjármálafyrirtækisins. Fari hlutagreiðslur fram í fleiri en einum gjaldmiðli má stofna sérstakan geymslureikning fyrir hvern gjaldmiðil. Við hverja hlutagreiðslu sem fram fer með innborgun inn á sérstaka geymslureikninga skal senda kröfuhafa sem greiðslu fær tilkynningu, en með innborgun inn á slíkan reikning telst hlutagreiðsla til viðkomandi kröfuhafa hafa farið fram. Með sérstökum geymslureikningi í skilningi ákvæðisins er átt við fjárvörsluinnlánsreikning á nafni fjármálafyrirtækisins sem stofnaður er í því skyni að leggja hlutagreiðslur inn á.] 2)] 3)] 4)
    1)L. 130/2004, 9. gr. 2)L. 78/2011, 4. gr. 3)L. 75/2010, 50. gr. 4)L. 44/2009, 6. gr.
[103. gr.]1) [Ráðstöfun hagsmuna fjármálafyrirtækis o.fl.
Við slit fjármálafyrirtækis ráðstafar slitastjórn hagsmunum þess eftir sömu reglum og gilda um bústjórn skiptastjóra við gjaldþrotaskipti með þeim frávikum sem leiðir af ákvæðum þessarar greinar. Rísi ágreiningur um slíkar ráðstafanir skal leyst úr honum eftir fyrirmælum laga um gjaldþrotaskipti o.fl. [Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 77. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. er heimilt á kröfuhafafundi að taka ákvörðun um ábyrgðarleysi manna sem eiga sæti í slitastjórn fjármálafyrirtækis í slitum, sbr. 4. mgr. 101. gr., vegna ráðstafana skv. 4. málsl. 2. mgr. þessarar greinar. Kröfuhafi sem greiðir atkvæði gegn ráðstöfun skv. 4. málsl. 2. mgr. eða kemur afstöðu sinni á annan sannanlegan hátt á framfæri við slitastjórn áður en ákvörðun er tekin á kröfuhafafundi er óbundinn af slíkri ákvörðun um ábyrgðarleysi.] 2)
Slitastjórn skal hafa að markmiði að fá sem mest fyrir eignir fjármálafyrirtækis, þar á meðal með því að bíða eftir þörfum efndatíma á útistandandi kröfum þess fremur en að koma þeim fyrr í verð, nema sýnt megi telja að hagsmunir kröfuhafa og eftir atvikum hluthafa eða stofnfjáreigenda séu meiri af því að ráðstafa slíkum réttindum á fyrri stigum til að ljúka megi slitameðferð. [Í sama skyni er slitastjórn heimilt að ávaxta eignirnar með fjárfestingum í skuldaskjölum útgefnum af viðskiptabönkum eða sparisjóðum, verðbréfum og peningamarkaðsgerningum sem eitt eða fleiri ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins eða sveitarfélög þeirra, alþjóðlegar stofnanir, sem eitt eða fleiri þessara ríkja eru aðilar að, eða ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins gefa út eða ábyrgjast.] 2) Í þessum tilgangi er slitastjórn heimilt að virða að vettugi ályktun kröfuhafafundar sem hún telur andstæða þessu markmiði. [Þrátt fyrir ákvæði XIX. kafla laga um gjaldþrotaskipti o.fl. er slitastjórn heimilt að ráðstafa eignum og öðrum réttindum fjármálafyrirtækis með viðskiptum við Seðlabanka Íslands eða á annan hátt, sbr. ákvæði til bráðabirgða III í lögum um Seðlabanka Íslands, eftir atvikum án endurgjalds, til að ljúka megi slitameðferð ef telja má að það þjóni hagsmunum kröfuhafa og eftir atvikum hluthafa eða stofnfjáreigenda. Skal slitastjórn tilkynna fyrir fram um slíka ráðstöfun á fundi með kröfuhöfum í samræmi við 3. málsl. 3. mgr. Slitastjórn er einnig heimilt að láta fjármálafyrirtæki gangast undir frekari fjárskuldbindingar svo fremi sem það er til að ljúka megi slitameðferð með nauðasamningi og sýnt má telja að það sé í samræmi við hagsmuni kröfuhafa og eftir atvikum hluthafa eða stofnfjáreigenda.] 2)
Slitastjórn skal boða til kröfuhafafundar í sama skyni og skiptastjóri heldur skiptafundi um bústjórn við gjaldþrotaskipti. Hafi slitastjórn komist að þeirri niðurstöðu í skýrslu skv. 5. mgr. 102. gr. að horfur séu á að eignir fjármálafyrirtækis muni nægja fyrir skuldbindingum þess skal slitastjórn samhliða kröfuhafafundum efna til funda með hluthöfum eða stofnfjáreigendum til að kanna hug þeirra um ráðstöfun hagsmuna þess. [Slitastjórn eða skilanefnd er jafnframt skylt að kynna kröfuhöfum um allar umtalsverðar ráðstafanir sem varða sölu eða ráðstöfun eigna eða annarra réttinda fjármálafyrirtækis á fundum sem slitastjórn boðar til með almennum hætti.] 3)
[Ef ekki er sýnt að eignir fjármálafyrirtækis muni nægja til að efna skuldbindingar þess að fullu má krefjast riftunar eftir sömu reglum og gilda um riftun ráðstafana við gjaldþrotaskipti. Gilda þá öll ákvæði XX. kafla laga um gjaldþrotaskipti o. fl., nr. 21/1991, við slitameðferðina með sama hætti og við gjaldþrotaskipti en þó þannig að frestur til að höfða riftunarmál skv. 1. mgr. 148. gr. sömu laga skal vera [30 mánuðir] 4) í stað sex mánaða. [Mál sem slitastjórn höfðar á grundvelli þessa ákvæðis skulu þingfest fyrir þeim héraðsdómi þar sem fjármálafyrirtæki var tekið til slita skv. 3. og 4. mgr. 101. gr.] 4)] 5)] 6)
    1)L. 130/2004, 9. gr. 2)L. 59/2015, 1. gr. 3)L. 78/2011, 5. gr. 4)L. 146/2011, 1. gr. 5)L. 132/2010, 1. gr. 6)L. 44/2009, 7. gr.
[103. gr. a. Lok slitameðferðar.
Hafi slitastjórn lokið greiðslu allra viðurkenndra krafna á hendur fjármálafyrirtæki og eftir atvikum tekið frá fé til greiðslu krafna sem ágreiningur stendur um og komið eignum þess eftir þörfum í verð lýkur hún slitameðferð með því annaðhvort:
    1. að láta fyrirtækið aftur í hendur hluthafa eða stofnfjáreigenda ef fundur þeirra sem slitastjórn hefur boðað til hefur samþykkt með atkvæðum þeirra sem ráða yfir að minnsta kosti 2/ 3 hlutum hlutafjár eða stofnfjár að fyrirtækið taki upp starfsemi á ný og kjörin hefur verið ný stjórn til að taka við því úr höndum slitastjórnar, enda hafi Fjármálaeftirlitið veitt samþykki sitt til þess og fyrirtækið fullnægir öðrum skilyrðum laga til að hefja aftur starfsemi, eða
    2. að greiða hluthöfum eða stofnfjáreigendum út eignarhlut þeirra af eftirstöðvum eigna samkvæmt frumvarpi til úthlutunar sem gert skal eftir ákvæðum XXII. kafla og 5. þáttar laga um gjaldþrotaskipti o.fl., en sé um sparisjóð að ræða skal þó eignum, sem standa eftir að lokinni greiðslu stofnfjárhluta, varið eftir samþykktum hans og er óheimilt að ráðstafa þeim til stofnfjáreigenda … 1)
Ljúka má slitameðferð samkvæmt því sem segir í 1. tölul. 1. mgr. þótt ekki sé lokið greiðslu allra viðurkenndra krafna ef þeir kröfuhafar sem hafa ekki enn fengið fullnustu samþykkja það.
Nægi eignir fjármálafyrirtækis ekki til fullrar greiðslu krafna sem ekki hefur endanlega verið hafnað við slitameðferð getur slitastjórn þegar hún telur tímabært leitað nauðasamnings til að ljúka henni. Skal slitastjórn þá gera frumvarp að nauðasamningi eftir reglum 36. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. og boða til kröfuhafafundar til að bera það undir atkvæði. [Frumvarp að nauðasamningi skal taka til allra eigna fjármálafyrirtækis og hafa að geyma tímasetta áætlun um heildaruppgjör eigna þess. Slitastjórn er heimilt að víkja frá fyrirmælum 1. og 2. tölul. 1. mgr. 36. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. þannig að heimilt er að bjóða fram greiðslu sem háð verður fyrirvörum um innheimtu og innlausn eigna fjármálafyrirtækis, enda sé slíkra fyrirvara skýrt getið í frumvarpi að nauðasamningi. Slitastjórn er jafnframt heimilt skv. 2. mgr. 36. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. 3. mgr. 29. gr. sömu laga, að leggja til í frumvarpi að nauðasamningi að fjárhæð samningskrafna sem fást greiddar að fullu geti samtals numið allt að fjórðungi af heildargreiðslum sem boðnar eru fram í frumvarpi að nauðasamningi. Í frumvarpi að nauðasamningi má einnig kveða á um að gefnir verði út nýir hlutir [eða stofnfé] 2) í fjármálafyrirtækinu sem greiða megi með skuldajöfnun tiltekins hluta kröfu er samþykkt hefur verið við slitameðferðina og sem þáttur í efndum nauðasamnings. Ef sýnt er að eignir fjármálafyrirtækis nægja ekki til að standa við skuldbindingar þess að mati slitastjórnar skv. 5. mgr. 102. gr., sbr. 4. mgr. 103. gr., er heimilt í tengslum við slíka tillögu um hækkun hlutafjár að lækka að fullu eldra skráð hlutafé án endurgjalds til hluthafa og án þess að innköllun eða tilkynningar til hluthafa fari fram samkvæmt ákvæðum VII. kafla laga um hlutafélög.] 3) [Sama gildir að breyttu breytanda um fjármálafyrirtæki í slitameðferð sem starfaði áður sem sparisjóður í rekstrarformi sjálfseignarstofnunar. Séu heimildir 6.–8. málsl. nýttar til þess að gefa út nýja hluti eða stofnfé í fjármálafyrirtækinu í slitameðferð sem greiða á með skuldajöfnun tiltekins hluta kröfu, er samþykkt hefur verið við slitameðferðina og sem þáttur í efndum nauðasamnings, gildir 4. mgr. 101. gr. um störf slitastjórnar þangað til hluthafafundur eða fundur stofnfjáreigenda hefur farið fram í félaginu og kosið nýja stjórn í félaginu.] 2) [Eftir því sem átt getur við fara nauðasamningsumleitanir að öðru leyti eftir ákvæðum 2. mgr. 149. gr. og 151.– 153. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., þó með því fráviki að frestur skv. 1. mgr. 51. gr. sömu laga skal vera átta vikur, en slitastjórn gegnir þá því hlutverki sem skiptastjóri hefði annars á hendi og heldur kröfuhafafundi við þessar umleitanir.] 4) [Í frumvarpi að nauðasamningi fjármálafyrirtækis er slitastjórn einnig heimilt að víkja frá 4. mgr. 30. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. þannig að litið verði til stöðu krafna við lok kröfulýsingarfrests, án tillits til framsals þeirra fram að þeim tíma.] 3) [Slitastjórn er heimilt að gera tillögu að því á kröfuhafafundi að einungis þeir kröfuhafar sem skráðir eru í kröfuskrá á þeim degi sem frumvarp að nauðasamningi er lagt fram, eða við seinna tímamark og fram að því að atkvæðagreiðsla um frumvarp að nauðasamningi fer fram, hafi heimild til þess að greiða atkvæði um frumvarp að nauðasamningi. Verði aðilaskipti að kröfu í búið eftir það tímamark sem miðað er við hefur nýr kröfuhafi þó heimild til þess að greiða atkvæði um frumvarp að nauðasamningi ef hann tilkynnir slitastjórn um kröfuhafaskiptin og afhendir gögn sem sanna framsal kröfunnar. Hið sama gildir að breyttu breytanda um rétt til móttöku greiðslu samkvæmt ákvæðum frumvarps að nauðasamningi eftir að frumvarpið hefur verið staðfest.] 2) Fáist frumvarp að nauðasamningi samþykkt skal slitastjórn leita staðfestingar hans eftir reglum IX. kafla sömu laga. [Slitameðferð telst lokið í samræmi við ákvæði þessarar málsgreinar þegar nauðasamningur hefur verið staðfestur, nema 1. mgr. eigi við. Um efndir á skuldbindingum við kröfuhafa fer eftir efni nauðasamnings.] 2) [[Frumvarp að nauðasamningi fjármálafyrirtækis telst samþykkt ef því er greitt sama hlutfall atkvæða eftir fjárhæðum krafna atkvæðismanna, sem taka þátt í atkvæðagreiðslu, og eftirgjöf af samningskröfum á að nema samkvæmt frumvarpinu, þó að lágmarki 60 og að hámarki 85 hundraðshlutar þeirra atkvæða.] 2) Jafnframt er áskilið [samþykki 60 hundraðshluta] 3) atkvæða þeirra atkvæðismanna sem greiða atkvæði um nauðasamninginn. 2) Samningskröfuhafa sem fer með fyrirsvar vegna safns krafna á hendur skuldara er heimilt að veita einum eða fleiri aðilum umboð til þess að fara með atkvæði vegna kröfu sinnar. Heimilt er í þessu skyni að skipta atkvæði samningskröfuhafans samkvæmt yfirlýsingu hans þar um.] 3)] 5) [Við atkvæðagreiðslu um frumvarp að nauðasamningi fjármálafyrirtækis má víkja frá skilyrði 1. mgr. 50. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. um að atkvæði sé greitt skriflega á annan hátt en í kröfulýsingu, og dugir þá að atkvæði sé sent rafrænt og hafi sannanlega borist slitastjórn áður en fundur um atkvæðagreiðslu hefst. Skal slitastjórn bóka um slík atkvæði sem borist hafa í fundargerð skv. 4. mgr. 50. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.] 3)
[Með kröfu um staðfestingu nauðasamnings fjármálafyrirtækis skal, auk þeirra gagna sem getið er um í 2. mgr. 54. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., fylgja mat Seðlabanka Íslands á efnahagslegum áhrifum frumvarps að nauðasamningi og áhrifum þess á stöðugleika í gengis- og peningamálum og á fjármálastöðugleika. Héraðsdómari skal hafna kröfu fjármálafyrirtækis um staðfestingu nauðasamnings skv. 1. mgr. 57. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. ef í vottorði Seðlabanka Íslands kemur fram að frumvarpið teljist raska stöðugleika í gengis- og peningamálum og/eða fjármálastöðugleika.
Í frumvarpi að nauðasamningi fjármálafyrirtækis má kveða á um að kröfur skv. 109.–112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. verði fyrst greiddar af eignum fjármálafyrirtækis, þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 153. gr. þeirra laga, áður en til greiðslu samningskrafna kemur, án þess að fullnægjandi trygging sé sett fyrir greiðslu þeirra eða að hlutaðeigandi samþykki skriflega að nauðasamningur verði staðfestur án þess.
Hafi ágreiningur um kröfu, sem lýst hefur verið skv. 112.–113. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., ekki verið til lykta leiddur við staðfestingu nauðasamnings er slitastjórn heimilt að leggja nauðasamningsgreiðslu, eins og sú greiðsla gæti hæst orðið samkvæmt kröfugerð hlutaðeigandi kröfuhafa, inn á fjárvörsluinnlánsreikning og/eða vörslureikning á nafni fyrirtækisins sem stofnaður er í því skyni að leggja nauðasamningsgreiðslur inn á. Nýti slitastjórn sér slíka heimild skal senda kröfuhafa sem fær greiðslu tilkynningu og telst slitastjórn þá hafa innt nauðasamningsgreiðslu af hendi til viðkomandi kröfuhafa. Þegar endanleg niðurstaða hefur fengist um ágreininginn skal hlutdeild þeirrar kröfu í innstæðu fjárvörsluinnlánsreikningsins og/eða vörslureikningsins ásamt hlutdeild í áföllnum vöxtum greidd kröfuhafanum að því leyti sem krafan hefur verið viðurkennd, en fé og/eða verðbréf sem eftir kunna að standa skulu renna aftur til fyrirtækisins. Fari hlutagreiðslur fram í fleiri en einum gjaldmiðli má stofna sérstakan reikning fyrir hvern gjaldmiðil. Ef nauðasamningsgreiðslu verður að öðru leyti ekki komið til kröfuhafa í samræmi við ákvæði nauðasamnings vegna atvika er varða kröfuhafann getur slitastjórn efnt samninginn með greiðslu inn á fjárvörsluinnlánsreikning og/eða vörslureikning og að öðru leyti í samræmi við heimildir þessarar málsgreinar. [Sé vegna eðlis nauðasamningsgreiðslu ekki unnt að leggja hana inn á fjárvörslureikning og/eða vörslureikning er slitastjórn heimilt að grípa til annarra ráðstafana sem tryggja að nauðasamningsgreiðsla berist kröfuhöfum þegar ágreiningur hefur verið til lykta leiddur eða þegar kröfuhafi getur tekið við nauðasamningsgreiðslu. Gera skal grein fyrir slíkum ráðstöfunum í frumvarpi til nauðasamnings og þegar ráðstafanir hafa verið framkvæmdar telst nauðasamningsgreiðsla hafa verið innt af hendi til viðkomandi kröfuhafa.] 2)] 3)
Nú liggur fyrir að eignir fjármálafyrirtækis nægi ekki til að standa að fullu við skuldbindingar þess og slitastjórn telur sýnt að ekki verði forsendur til að leita nauðasamnings [skv. 3.–6. mgr.] 3) eða frumvarp að honum hefur ekki fengist samþykkt eða hafnað hefur verið kröfu um staðfestingu hans og skal þá slitastjórn krefjast þess fyrir héraðsdómi, þar sem hún var skipuð til starfa, að bú fyrirtækisins verði tekið til gjaldþrotaskipta. Það sama getur kröfuhafi gert ef krafa hans hefur verið viðurkennd við slitameðferð og annaðhvort hafa nauðasamningsumleitanir slitastjórnar ekki borið árangur eða hann sýnir fram á að ekki séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings eða sá fjöldi kröfuhafa sé andvígur honum að útilokað sé að tekist geti að koma honum fram miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um fjárhag fyrirtækisins. Til að hafa slíka kröfu uppi verður þó kröfuhafi að sýna fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að koma fram gjaldþrotaskiptum fremur en að fyrirtæki verði áfram í slitameðferð.
Sé bú fjármálafyrirtækis tekið til gjaldþrotaskipta skal það standa óraskað sem gert hefur verið við slitameðferð varðandi kröfur á hendur fyrirtækinu, þar á meðal innköllun til kröfuhafa og meðferð lýstra krafna, en skiptastjóri skal fá birta auglýsingu í Lögbirtingablaði um að búið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Um gjaldþrotaskiptin fer annars eftir almennum reglum að öðru leyti en því að ákvæði 2. mgr. 103. gr. gilda þar að breyttu breytanda, auk þess sem sá dagur sem dómsúrlausn gekk um að fjármálafyrirtækið væri tekið til slita skal við gjaldþrotaskiptin svara að því er varðar réttaráhrif til þess dags sem úrskurður gekk um þau.] 5)
    1)L. 76/2009, 14. gr. 2)L. 107/2015, 4. gr. 3)L. 59/2015, 2. gr. 4)L. 116/2015, 1. gr. 5)L. 44/2009, 8. gr.
[104. gr. Slit á lánastofnun með höfuðstöðvar á Íslandi og útibú í öðru EES-ríki.
[Nú tekur dómstóll hér á landi ákvörðun um slit lánastofnunar sem hefur staðfestu og starfsleyfi hér á landi og skal þá sú heimild ná sjálfkrafa til allra útibúa sem lánastofnunin starfrækir í öðrum aðildarríkjum.] 1) Um réttaráhrif, málsmeðferð og framkvæmd ákvörðunarinnar skal fara að íslenskum lögum með þeim takmörkunum er greinir í 2. mgr. 99. gr.
Dómstóll skal sjá til þess að Fjármálaeftirlitinu verði tilkynnt þegar í stað um ákvörðun um slit.
[Ef lánastofnun starfrækir útibú í öðrum aðildarríkjum skal Fjármálaeftirlitið koma upplýsingum um beiðnina til lögbærra yfirvalda í viðkomandi ríkjum í samræmi við reglur 2) er ráðherra setur.] 1)
[Nú er þekktur kröfuhafi lánastofnunar búsettur í öðru aðildarríki og skal þá skiptastjóri án tafar tilkynna honum um upphaf skiptanna.] 1) Í tilkynningunni skal greina frá kröfulýsingarfresti, hvert beina skuli kröfulýsingu og afleiðingum vanlýsingar í samræmi við reglur 2) sem ráðherra setur.] 3)
    1)L. 108/2006, 82. gr. 2)Rg. 872/2006. 3)L. 130/2004, 11. gr.
[105. gr. Slit á lánastofnun með höfuðstöðvar erlendis en útibú á Íslandi.
[Útibúi sem starfrækt er hérlendis af lánastofnun með höfuðstöðvar í öðru aðildarríki verður ekki veitt sjálfstæð heimild til slita hér á landi. Nú tekur lögbært yfirvald í öðru aðildarríki ákvörðun um slit lánastofnunar sem hefur aðsetur og staðfestu í því ríki og tekur þá ákvörðunin sjálfkrafa til útibúa sem lánastofnunin starfrækir hér á landi. Með slitum á lánastofnunum samkvæmt þessari grein er átt við sameiginlega málsmeðferð sem stjórnvöld eða dómsmálayfirvöld í öðru aðildarríki hefja og hafa eftirlit með og hefur að markmiði að selja eignir undir eftirliti þessara aðila.] 1)
Um réttaráhrif, málsmeðferð og framkvæmd ákvörðunarinnar skal fara að lögum heimaríkisins með þeim takmörkunum er greinir í 2. mgr. 99. gr.
Nú er sett fram krafa um gjaldþrotaskipti á grundvelli 2. mgr. 6. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. vegna útibús sem lánastofnun með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins starfrækir hér á landi og skal héraðsdómari þá gera Fjármálaeftirlitinu viðvart um kröfuna. Ef viðkomandi lánastofnun starfrækir útibú í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu skal Fjármálaeftirlitið tilkynna eftirlitsstjórnvöldum í þeim ríkjum um kröfuna.] 2)
    1)L. 108/2006, 83. gr. 2)L. 130/2004, 11. gr.
[C.]1) Samruni.
    1)L. 130/2004, 9. gr.
[106. gr.]1)
[Samruni fjármálafyrirtækis við annað fyrirtæki er aðeins heimill að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins. Yfirfærsla einstaka rekstrarhluta fjármálafyrirtækis til annars fyrirtækis með öðrum hætti, svo sem sölu, er einnig háð samþykki Fjármálaeftirlitsins. Með rekstrarhluta er í ákvæði þessu átt við starfhæfa einingu innan fjármálafyrirtækis, t.d. útibú.
Samruni fjármálafyrirtækis við annað fyrirtæki er aðeins heimill ef ákvörðun þar að lútandi hefur hlotið samþykki hluthafafundar eða fundar stofnfjáreigenda í yfirtekna fyrirtækinu með minnst 2/ 3 hlutum greiddra atkvæða og samþykki hluthafa eða stofnfjáreigenda í yfirtekna fyrirtækinu sem ráða yfir minnst 2/ 3 hlutum þess hlutafjár eða stofnfjár sem farið er með atkvæði fyrir á hluthafafundum eða fundum stofnfjáreigenda. Ef hið yfirtekna fyrirtæki er alfarið í eigu yfirtökufélags þarf ekki að koma til atkvæðagreiðslu skv. 1. málsl. þessarar málsgreinar í yfirtekna félaginu.] 2)
3)
Um samruna fjármálafyrirtækja gilda að öðru leyti ákvæði laga um hlutafélög eftir því sem við getur átt og samningar hlutaðeigandi aðila.
Fjármálafyrirtæki, sem er slitið vegna samruna, er ekki skylt að gefa út innköllun til lánardrottna eða halda eignum sínum aðgreindum. Breyting á eignaskráningu í veðmálabókum vegna samruna fjármálafyrirtækja er undanþegin stimpilgjöldum.
[Fjármálaeftirlitið skal auglýsa samruna og yfirfærslu rekstrarhluta fjármálafyrirtækja í Lögbirtingablaði. Í auglýsingu skal tilgreina hvenær samruninn eða yfirfærslan tekur gildi, nöfn hlutaðeigandi fyrirtækja, frest til að gera athugasemdir við yfirfærslu innlánsreikninga, hugsanlegar breytingar á greiðslustöðum skuldaskjala og annað sem kunngera þarf viðskiptamönnum sérstaklega.] 2)
Við samruna tveggja eða fleiri fjármálafyrirtækja skal eigið fé, sem verður til við samruna, ekki vera lægra en samanlagt eigið fé hlutaðeigandi fyrirtækja á þeim tíma sem samruni átti sér stað, enda hafi lágmarki skv. 14. gr. ekki verið náð. … 3)
    1)L. 130/2004, 11. gr. 2)L. 96/2008, 11. gr. 3)L. 77/2012, 7. gr.

XIII. kafli. Eftirlit.
A. Almennar eftirlitsheimildir.
[107. gr.]1) Fjármálaeftirlitið.
[Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja og [fjármálastofnana] 2) sem fellur undir ákvæði laga þessara, svo og starfsemi innlendra fjármálafyrirtækja erlendis, nema annað leiði af lögum eða alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að. Jafnframt fer Fjármálaeftirlitið með eftirlit með [dótturfélögum], 3) hlutdeildarfyrirtækjum og sjóðum sem stunda starfsemi þá sem talin er upp í IV. kafla að því marki sem nauðsynlegt er vegna eftirlitsskyldrar starfsemi, auk eftirlits með eigendum virkra eignarhluta skv. VI. kafla. Um eftirlitið fer samkvæmt ákvæðum laga þessara og laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
4)] 5)
Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá [dótturfélögum] 3) eða hlutdeildarfyrirtækjum eða öðrum aðilum sem teljast í nánum tengslum við fjármálafyrirtæki, enda telji Fjármálaeftirlitið upplýsingarnar nauðsynlegar í eftirliti sínu með viðkomandi fjármálafyrirtæki.
Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá eignarhaldsfélögum á fjármálasviði og blönduðum eignarhaldsfélögum, enda telji Fjármálaeftirlitið upplýsingarnar nauðsynlegar í eftirliti sínu með fjármálafyrirtækjum sem eru dótturfélög þessara eignarhaldsfélaga.
[Fjármálaeftirlitið fylgist með viðskiptum fjármálafyrirtækis við dóttur- og hlutdeildarfélög þess, félög sem hafa yfirráð yfir eða eiga hlutdeild í fjármálafyrirtækinu og við önnur dóttur- og hlutdeildarfélög þeirra félaga. Jafnframt skal Fjármálaeftirlitið fylgjast með viðskiptum fjármálafyrirtækis við einstaklinga sem eiga 20% hlut eða stærri í framangreindum félögum. [Viðskiptin skulu lúta sömu reglum og viðskipti við almenna viðskiptamenn í sambærilegum viðskiptum.] 2) Fjármálafyrirtæki skulu skila Fjármálaeftirlitinu skýrslu um slík viðskipti eftir nánari ákvörðun þess. Séu viðskiptin við fyrirtæki eða einstaklinga í öðrum ríkjum fer um samstarf eftirlitsstjórnvalda eftir alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að og samstarfssamningum sem Fjármálaeftirlitið gerir á grundvelli þeirra.
Fjármálaeftirlitið getur að ósk eftirlitsstjórnvalda í öðru ríki staðreynt upplýsingar frá aðilum hér á landi sem falla undir viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Viðkomandi eftirlitsstjórnvöldum er heimilt að taka þátt í vinnu við að staðreyna slíkar upplýsingar.] 6)
Telji Fjármálaeftirlitið að starfsemi samkvæmt lögum þessum sé stunduð án tilskilinna leyfa getur það krafist gagna og upplýsinga hjá viðkomandi aðilum eða hjá eftirlitsskyldum aðilum sem nauðsynleg eru til að ganga úr skugga um hvort svo sé. Getur það krafist þess að slíkri starfsemi sé hætt þegar í stað. Jafnframt er því heimilt að birta opinberlega nöfn aðila sem taldir eru bjóða þjónustu án tilskilinna leyfa.
Heimilt er að beita ákvæðum laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi um dagsektir og leit og hald á gögnum við upplýsingaöflun og eftirlit samkvæmt þessari grein.
    1)L. 130/2004, 11. gr. 2)L. 96/2016, 53. gr. 3)L. 57/2015, 34. gr. 4)L. 75/2010, 51. gr. 5)L. 67/2006, 14. gr. 6)L. 130/2004, 13. gr.
[108. gr.]1) Aðstoð við yfirvöld annarra EES-ríkja.
Eftirlitsaðilum í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins er heimilt að framkvæma athugun í útibúum þarlendra fyrirtækja hér á landi að undangenginni tilkynningu þess efnis til Fjármálaeftirlitsins.
Gerist fjármálafyrirtæki, sem hlotið hefur starfsleyfi hér á landi og stundar starfsemi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, brotlegt við lög þess ríkis, og lögbær yfirvöld þess ríkis grípa til ráðstafana sambærilegra þeim sem greinir í 34. gr., skal Fjármálaeftirlitið aðstoða þarlend lögbær yfirvöld við samskipti þeirra við stjórnendur hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis.
[Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda um svissneska og færeyska eftirlitsaðila eftir því sem við á, enda liggi fyrir samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra eða færeyskra yfirvalda.] 2)
[Fjármálaeftirlitið skal tilkynna viðeigandi erlendum yfirvöldum um greiðslustöðvun, nauðasamninga og gjaldþrot innlendra lánastofnana sem reka útibú í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins.] 3)
[Ef íslenskt fjármálafyrirtæki starfrækir útibú í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu geta lögbær yfirvöld þess ríkis lagt fram rökstudda beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að útibúið teljist sérstaklega mikilvægt fyrir það ríki. Til að útibúið teljist sérstaklega mikilvægt skal horfa til þess hvort innlán í útibúinu séu að minnsta kosti 2% af markaðshlutdeild heildarinnlána í ríkinu og hvort útibúið hafi mjög stóran hóp viðskiptavina og að tímabundin lokun eða stöðvun á starfsemi fjármálafyrirtækisins mundi hafa mjög alvarleg áhrif á greiðslukerfi í ríkinu. Ef Fjármálaeftirlitið telur að útibúið uppfylli ekki þau skilyrði sem fram koma í 2. málsl. skal Fjármálaeftirlitið synja beiðninni og senda lögbærum yfirvöldum í hinu ríkinu rökstuðning fyrir synjuninni. Ef Fjármálaeftirlitið fellst á beiðnina hefur það heimild til þess að veita lögbærum yfirvöldum í hinu ríkinu frekari upplýsingar um starfsemi útibúsins í því landi. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur sem mæla nánar fyrir um málsmeðferð slíkrar beiðni og hvaða upplýsingar Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita öðrum lögbærum yfirvöldum um starfsemi útibúsins.
Ákvæði 5. mgr. gildir einnig um verðbréfafyrirtæki að breyttu breytanda sem hefur starfsleyfi samkvæmt lögum þessum og starfrækir útibú í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu.] 4)
    1)L. 130/2004, 11. gr. 2)L. 108/2006, 84. gr. 3)L. 130/2004, 14. gr. 4)L. 47/2013, 11. gr.
B. Eftirlit á samstæðugrundvelli.
[109. gr.]1)
Ákvæði IV. kafla C og X. kafla skulu gilda um samstæðu þar sem [móðurfélagið] 2) er fjármálafyrirtæki, [blandað eignarhaldsfélag] 3) eða eignarhaldsfélag á fjármálasviði. [Móðurfélagið] 2) ber ábyrgð á framkvæmd þessa ákvæðis. [Ákvæði 52. gr. og 52. gr. a um hæfisskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra og önnur störf stjórnarmanna, ákvæði 57. gr. a um kaupaukakerfi, ákvæði 57. gr. b um starfslokasamning og ákvæði [84. gr., 84. gr. a – 84. gr. f og 85. gr.] 3) um eigið fé gilda einnig um eignarhaldsfélög á fjármálasviði.] 2) [Ákvæði 30. gr. og 84.–86. gr. skulu einnig gilda um fjármálasamsteypur skv. 3. mgr.] 4)
Eigi fjármálafyrirtæki eða eignarhaldsfélag á fjármálasviði, eitt og sér eða ásamt með öðrum fyrirtækjum í samstæðunni, hlutdeild í hlutdeildarfélagi sem er fjármálafyrirtæki eða [fjármálastofnun] 3) og það fyrirtæki er starfrækt í samstarfi við önnur fyrirtæki sem ekki eru hluti af samstæðunni skal við beitingu ákvæða 1. mgr. um eigin fé nota hlutfallslega samstæðuaðferð með hliðsjón af hlutdeild í viðkomandi fyrirtæki. Sé ábyrgð fjármálafyrirtækisins eða eignarhaldsfélagsins á viðkomandi hlutdeildarfélagi ekki takmörkuð við eignarhlutdeildina eða atkvæðisréttinn eiga ákvæði hefðbundinna samstæðureikningsskila við. Með hlutdeildarfélagi samkvæmt þessari málsgrein er átt við félag, þó ekki dótturfélag, sem annað félag og dótturfélög þess eiga eignarhluta í og hafa veruleg áhrif á eða beinn og óbeinn eignarhlutur nemur 20% eða meira af eigin fé eða atkvæðisrétti.
[Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með að fjármálasamsteypur fari að ákvæðum laga þessara. … 5) Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur 6) um skilgreiningu á fjármálasamsteypum og eftirlit með þeim.] 4)
Fjármálaeftirlitið getur ákveðið að ákvæði 1. mgr. þessarar greinar og [9. og 10. mgr. 97. gr.] 4) gildi einnig fyrir önnur tilvik þegar um er að ræða fjármálafyrirtæki sem eitt og sér eða í samstarfi við annan aðila er í þannig eignatengslum við fyrirtæki að nauðsynlegt teljist að beita þessum ákvæðum.
[Fjármálaeftirlitið getur ákveðið að félag skuli teljast hluti af samstæðu fjármálafyrirtækis þegar fjármálafyrirtækið hefur ráðandi áhrif á félagið.] 2)
Ákvæði 1. mgr. þessarar greinar og [9. og 10. mgr. 97. gr.] 4) gilda ekki um fyrirtæki sem fjármálafyrirtæki hefur eignast tímabundið hlut í, annaðhvort til að tryggja fullnustu kröfu eða vegna endurskipulagningar þess fyrirtækis, né heldur um fyrirtæki sem starfrækja vátryggingastarfsemi. Fjármálaeftirlitið getur þó ákveðið að umrædd ákvæði skuli gilda.
Fjármálaeftirlitið getur veitt undanþágu frá ákvæðum 1. og 2. mgr. þessarar greinar og [9. og 10. mgr. 97. gr.] 4)
[Fjármálaeftirlitið setur reglur um eftirlit með fjármálafyrirtækjum á samstæðugrunni.] 2)
    1)L. 130/2004, 11. gr. 2)L. 57/2015, 35. gr. 3)L. 96/2016, 54. gr. 4)L. 130/2004, 15. gr. 5)L. 61/2017, 34. gr. 6) Rgl. 165/2014.

XIV. kafli. Viðurlög.
[110. gr.]1) [Stjórnvaldssektir.
[Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn [eftirtöldum ákvæðum laga þessara og reglum settum á grundvelli þeirra]: 2)
    1. 3. gr. um að starfsleyfisskyld starfsemi skuli ekki stunduð án starfsleyfis,
    2. 8. gr. um tilkynningar um breytingar á áður skráðum upplýsingum um fjármálafyrirtæki,
    3. 1. mgr. 12. gr. um einkarétt fjármálafyrirtækja til að nota í firma sínu eða til nánari skýringar á starfsemi sinni heiti þeirrar tegundar fjármálafyrirtækja sem fyrirtækið hefur starfsleyfi fyrir,
    4. [17. gr. um framkvæmd áhættustýringar], 2)
    5. 17. gr. a um skyldu til að halda sérstaka skuldbindingaskrá og upplýsingagjöf til Fjármálaeftirlitsins,
    6. 2. mgr. 17. gr. b um að eftirlitsskyldur aðili skuli fara að fyrirmælum Fjármálaeftirlitsins,
    [7. 18. gr. um að upplýsa skuli um áhættur, áhættustýringu og eiginfjárstöðu fyrirtækisins], 3)
    [8. ] 3) 1. og 2. mgr. 19. gr. um að starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði … 2) og hafa aðgengilegar upplýsingar um úrskurðar- og réttarúrræði [og 4. mgr. 19. gr. um að birta ekki eða uppfæra upplýsingar á vefsvæði um nöfn og ríkisfang þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár eða stofnfjár í fyrirtækinu], 4)
    [9. ] 3) 2. mgr. 21. gr. um tilkynningarskyldu um hliðarstarfsemi,
    [10. ] 3) 22. gr. um tímabundna starfsemi og yfirtöku eigna,
    [11. ] 3) [3. mgr. 27. gr. um að óheimilt sé að nýta sér sameiginlegan atkvæðisrétt í sjóðum sem það stýrir til þess að hafa veruleg áhrif á stjórnun útgefanda verðbréfa], 3)
    [12. ] 3) 29. gr. um eignarhald og tilkynningarskyldu til Fjármálaeftirlitsins,
    [13. ] 3) 1. og 2. mgr. 29. gr. a um bann við lánveitingum eða öðrum fyrirgreiðslum,
    [[14. ] 3) 29. gr. b um færslu á útlánaáhættu,
    [15. ] 3) 29. gr. c um upplýsingaskyldu varðandi verðbréfun], 2)
    [16. ] 3)2) 30. gr. um takmarkanir á stórum [áhættuskuldbindingum], 5)
    [17. 30. gr. a um upplýsingar um vogunarhlutfall], 3)
    [18. ] 3) 1. mgr. 31. gr., 32. gr. og 33. gr. um starfsemi erlendra fjármálafyrirtækja hér á landi,
    [19. ] 3) 1. og 5. mgr. 36. gr., 1. og 4. mgr. 37. gr., 1. mgr. 38. gr. og 39. gr. um starfsemi innlendra fjármálafyrirtækja erlendis,
    [20. ] 3) 40. gr. um tilkynningu um virkan eignarhlut,
    [21. ] 3) …, 5)
    [22. ] 3) 47. gr. um tilkynningu eiganda,
    [23. ] 3) 48. gr. um tilkynningu fjármálafyrirtækis,
    [24. ] 3) 49. gr. [um upplýsingaskyldu og viðvarandi mat á hæfi eiganda virkra eignarhluta], 5)
    [25. ] 3) [2., 3. og 5. mgr. 52. gr. og 52. gr. a] 5) um hæfisskilyrði, setu stjórnarmanna í stjórn annars fjármálafyrirtækis og tilkynningarskyldu til Fjármálaeftirlitsins,
    [26. ] 3) [52. gr. c] 5) um tilkynningu stjórnar móðurfélags,
    [27. ] 3) [52. gr. d] 5) um tilkynningu stjórnar og framkvæmdastjóra til Fjármálaeftirlitsins,
    [28. ] 3) 1. og 2. málsl. 1. mgr. 53. gr. um hæfisskilyrði starfsmanna fjármálafyrirtækja sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga og tilkynningar um mannabreytingar,
    [29. ] 3) [4. og 5. mgr.] 5) 54. gr. um starfsreglur og bann við starfandi stjórnarformanni,
    [30. ] 3) [1.–3. mgr.] 5) 55. gr. um þátttöku stjórnarmanna fjármálafyrirtækja í meðferð mála,
    [31. ] 3) 56. gr. um þátttöku starfsmanna í atvinnurekstri,
    [32. ] 3) 57. gr. um starfsreglur,
    [33. ] 3) 57. gr. a um kaupaukakerfi,
    [34. ] 3) 57. gr. b um starfslokasamninga,
    [35. ] 3) 58. gr. um þagnarskyldu,
    [36. 60. gr. a um skyldu til að hafa ferla sem uppfylla skilyrði ákvæðisins.
    37. 1. mgr. 60. gr. b um þagnarskyldu vegna tilkynningar um brot í starfsemi fjármálafyrirtækis.] 6)
    [38. ] 6) [63. gr. um ráðstöfun arðs], 7)
    [39. ] 6) [64. gr. um að setja og fylgja reglum um viðskipti með hluti í sparisjóði], 7)
    [40. ] 6) [2. mgr. 65. gr. um skyldur sparisjóðs], 7)
    [41. ] 6) [3. mgr. 69. gr. um að halda og uppfæra skrá yfir stofnfjáreigendur], 7)
    [42. ] 6) [2. mgr. 84. gr. um fyrirframsamþykki Fjármálaeftirlitsins], 3)
    [43. ] 6) [3. mgr. 84. gr. um fyrirframsamþykki Fjármálaeftirlitsins], 3)
    [44. ] 6) 3. málsl. 7. mgr. 84. gr. um tilkynningarskyldu til Fjármálaeftirlitsins,
    [45. ] 6) 1. mgr. 86. gr. um upphafsaðgerðir vegna ónógs eigin fjár,
    [46. ] 6) 87. gr. um samningu og undirritun ársreiknings,
    [47. ] 6) 1. mgr. 88. gr. um góða reikningsskilavenju,
    [48. ] 6) 89. gr. um skýrslu stjórnar,
    [49. ] 6) 91. gr. um hæfi endurskoðanda,
    [50. ] 6) 92. gr. um upplýsingaskyldu endurskoðanda,
    [51. ] 6) 95. gr. um skil ársreiknings til Fjármálaeftirlitsins,
    [52. ] 6) 106. gr. um samruna fjármálafyrirtækis við annað fyrirtæki eða einstaka rekstrarhluta þess,
    [53. ] 6) 107. gr. um eftirlitsheimildir Fjármálaeftirlitsins,
    [54. ] 6) sátt milli Fjármálaeftirlitsins og aðila, sbr. 111. gr.,
    [[55. ] 6) 78. gr. a um meðhöndlun útlána- og mótaðilaáhættu,
    [56. ] 6) 78. gr. c um meðhöndlun samþjöppunaráhættu,
    [57. ] 6) 78. gr. e um meðhöndlun markaðsáhættu,
    [58. ] 6) 78. gr. g um meðhöndlun rekstraráhættu,
    [59. ] 6) 78. gr. h um meðhöndlun lausafjáráhættu,
    [60. ] 6) 7. mgr. 84. gr. um að veita Fjármálaeftirlitinu ekki upplýsingar eða veita ófullnægjandi upplýsingar um eigið fé og eiginfjárgrunn,
    [61. ] 6) 7. mgr. 30. gr. um að veita Fjármálaeftirlitinu ekki upplýsingar eða veita ófullnægjandi upplýsingar um stórar áhættuskuldbindingar,
    [62. ] 6) 2. mgr. 30. gr. a um að veita Fjármálaeftirlitinu ekki upplýsingar eða veita ófullnægjandi upplýsingar um vogunarhlutfall.] 3)
[Sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 100 þús. kr. til 65 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 500 þús. kr. til 800 millj. kr. en geta þó verið hærri eða allt að 10% af heildarveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi lögaðilans eða 10% af síðasta samþykkta samstæðureikningi ef lögaðili er hluti af samstæðu og brot er framið til hagsbóta fyrir annan lögaðila í samstæðunni eða annar lögaðili í samstæðunni hefur notið hagnaðar af brotinu.
Við ákvörðun sekta samkvæmt ákvæði þessu skal m.a. tekið tillit til allra atvika sem máli skipta, þ.m.t. eftirfarandi:
    a. alvarleika brots,
    b. hvað brotið hefur staðið lengi,
    c. ábyrgðar hins brotlega hjá lögaðilanum,
    d. fjárhagsstöðu hins brotlega,
    e. ávinnings af broti eða taps sem forðað er með broti,
    f. hvort brot hafi leitt til taps þriðja aðila,
    g. hvers konar mögulegra kerfislegra áhrifa brotsins,
    h. samstarfsvilja hins brotlega,
    i. fyrri brota og hvort um ítrekað brot er að ræða.
Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins og eru þær aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Ef einstaklingur eða lögaðili brýtur gegn lögum þessum eða reglum settum á grundvelli þeirra, og fyrir liggur að hann hafi hlotið fjárhagslegan ávinning af broti, er heimilt að ákvarða hinum brotlega sektarfjárhæð sem getur, þrátt fyrir 1. og 2. málsl. 2. mgr., orðið allt að tvöfaldri þeirri fjárhæð sem fjárhagslegur ávinningur hins brotlega nemur.] 8)] 9)] 10)
    1)L. 130/2004, 11. gr. 2)L. 119/2011, 7. gr. 3)L. 96/2016, 55. gr. 4)L. 47/2013, 13. gr. 5)L. 57/2015, 36. gr. 6)L. 23/2017, 2. gr. 7)L. 77/2012, 8. gr. 8)L. 58/2015, 7. gr. 9)L. 75/2010, 52. gr. 10)L. 55/2007, 7. gr.
[111. gr.]1)
[Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara eða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þeirra er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda sé ekki um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur 2) um framkvæmd ákvæðisins.] 3)
    1)L. 130/2004, 11. gr. 2) Rgl. 728/2014. 3)L. 55/2007, 8. gr.
[112. gr.]1)
[Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur maður, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fjármálaeftirlitið skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.] 2)
    1)L. 130/2004, 11. gr. 2)L. 55/2007, 9. gr.
[112. gr. a.
Heimild Fjármálaeftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.
Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar Fjármálaeftirlitið tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.] 1)
    1)L. 55/2007, 10. gr.
[112. gr. b. [Sektir og fangelsi allt að tveimur árum.]1)
[[Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn eftirtöldum ákvæðum laga þessara og reglum settum á grundvelli þeirra:] 2)
    1. 3. gr. um að starfsleyfisskyld starfsemi skuli ekki stunduð án starfsleyfis,
    2. 2. mgr. 17. gr. b um upplýsingar til Fjármálaeftirlitsins,
    3. 2. mgr. 19. gr. um að fara að reglum Fjármálaeftirlitsins,
    4. 2. mgr. 21. gr. um tilkynningarskyldu um hliðarstarfsemi,
    5. 22. gr. um tímabundna starfsemi og yfirtöku eigna,
    6. …, 3)
    7. 29. gr. um eignarhald og tilkynningarskyldu til Fjármálaeftirlitsins,
    8. 1. og 2. mgr. 29. gr. a um bann við lánveitingum eða öðrum fyrirgreiðslum,
    [9. 29. gr. b um færslu á útlánaáhættu,
    10. 29. gr. c um upplýsingaskyldu varðandi verðbréfun], 2)
    [11. ] 2) …, 1)
    [12. ] 2) 1. mgr. 31. gr., 32. gr. og 33. gr. um starfsemi erlendra fjármálafyrirtækja hér á landi,
    [13. ] 2) 40. gr. um tilkynningu um virkan eignarhlut,
    [14. ] 2) …, 4)
    [15. ] 2) 49. gr. [um upplýsingaskyldu og viðvarandi mat á hæfi eiganda virkra eignarhluta], 4)
    [16. ] 2) [4. og 5. mgr.] 4) 54. gr. um starfsreglur og bann við starfandi stjórnarformanni,
    [17. ] 2) 2. og 3. mgr. 55. gr. um þátttöku stjórnarmanna fjármálafyrirtækja í meðferð mála,
    [18. ] 2) 56. gr. um þátttöku starfsmanna í atvinnurekstri,
    [19. ] 2) 1. mgr. 57. gr. um viðskipti starfsmanna við fjármálafyrirtæki,
    [20. ] 2) 57. gr. a um kaupaukakerfi,
    [21. ] 2) 57. gr. b um starfslokasamninga,
    [22. ] 2) 58. gr. um þagnarskyldu,
    [23. ] 2) [63. gr. um ráðstöfun arðs], 5)
    [24. ] 2) …, 6)
    [25. ] 2) 1. mgr. 86. gr. um upphafsaðgerðir vegna ónógs eigin fjár,
    [26. ] 2) 87. gr. um samningu og undirritun ársreiknings,
    [27. ] 2) 1. mgr. 88. gr. um góða reikningsskilavenju,
    [28. ] 2) 89. gr. um skýrslu stjórnar,
    [29. ] 2) 91. og 92. gr. um hæfi endurskoðanda og skyldu hans til að tilkynna um ágalla í rekstri.
Þá varðar það sömu refsingu að gefa vísvitandi rangar eða villandi upplýsingar um hagi fjármálafyrirtækis eða annað er það varðar, opinberlega eða til Fjármálaeftirlitsins, annarra opinberra aðila eða viðskiptamanna sinna.] 7)] 8)
    1)L. 58/2015, 8. gr. 2)L. 119/2011, 8. gr. 3)L. 96/2016, 56. gr. 4)L. 57/2015, 37. gr. 5)L. 77/2012, 9. gr. 6)L. 17/2013, 47. gr. 7)L. 75/2010, 53. gr. 8)L. 55/2007, 10. gr.
[112. gr. c.
Brot gegn lögum þessum er varða sektum eða fangelsi varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur af broti gegn ákvæðum laga þessara er varða sektum eða fangelsi.
Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
[Gera má lögaðila sekt fyrir brot á lögum þessum og reglum settum á grundvelli þeirra óháð því hvort sök verði sönnuð á tiltekinn fyrirsvarsmann lögaðilans, starfsmann hans eða annan aðila sem starfar á hans vegum. Hafi fyrirsvarsmaður lögaðilans, starfsmaður hans eða annar á hans vegum með saknæmum hætti brotið gegn lögum þessum eða reglum settum á grundvelli þeirra í starfsemi lögaðilans má gera honum refsingu, auk þess að gera lögaðilanum sekt.] 1)] 2)
    1)L. 58/2015, 9. gr. 2)L. 55/2007, 10. gr.
[112. gr. d.
[Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins.] 1)
Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur Fjármálaeftirlitið hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot eru meiri háttar ber Fjármálaeftirlitinu að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef það lýtur að verulegum fjárhæðum, ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur Fjármálaeftirlitið á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum til [rannsóknar lögreglu]. 1) Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
Með kæru Fjármálaeftirlitsins skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot er studdur við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kæra mál til lögreglu.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnunin hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 2. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Fjármálaeftirlitsins sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 2. mgr.
Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum getur hann sent eða endursent málið til Fjármálaeftirlitsins til meðferðar og ákvörðunar.] 2)
    1)L. 88/2008, 234. gr. 2)L. 55/2007, 10. gr.
[112. gr. e. Sektir og fangelsi allt að sex árum.
Það varðar sektum eða fangelsi allt að sex árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn 30. gr. um takmarkanir á stórum áhættuskuldbindingum og reglum settum á grundvelli ákvæðisins.] 1)
    1)L. 58/2015, 10. gr.

XV. kafli. Ýmis ákvæði.
[113. gr.]1) Nafnskráning reikninga.
Innlánsreikningar, fjárvörslureikningar og geymsluhólf skulu skráð á nafn viðskiptamanns ásamt heimilisfangi hans og kennitölu.
    1)L. 130/2004, 11. gr.
[114. gr.]1) Glatað skilríki.
Glatist innlánsskilríki eða viðtökuskírteini er fjármálafyrirtæki hafa gefið út fyrir handveði eða geymslufé getur stjórn fjármálafyrirtækis stefnt til sín handhafa nefndra skjala með þriggja mánaða fyrirvara frá síðustu birtingu áskorunar sem birt skal þrisvar sinnum í Lögbirtingablaði.
Gefi enginn sig fram áður en fyrirvarinn er liðinn falla niður öll réttindi á hendur fjármálafyrirtækinu samkvæmt innlánsskilríkinu eða viðtökuskírteininu. Skal fjármálafyrirtæki þá, að ósk þess sem fengið hafði hið fyrra innlánsskilríki eða viðtökuskírteini afhent úr hlutaðeigandi fyrirtæki, gefa út nýtt honum til handa eða þeim sem sannar að hann leiði rétt sinn löglega frá þessum aðila og skal hið nýja skjal vera með sömu skilmálum og hið fyrra.
    1)L. 130/2004, 11. gr.
[115. gr.]1) Undanþága frá stimpilgjaldi.
Innlánsskilríki, ávísanir og hvers konar skuldbindingar sem gefnar eru út í nafni fjármálafyrirtækja, skuldbindingar sem veita þeim handveðsrétt, arðmiðar af skuldabréfum þeirra og framsöl skulu undanþegin stimpilgjaldi.
    1)L. 130/2004, 11. gr.
[116. gr.]1) Undanþegnir sjóðir og undanþága frá rekstrarformi.
Þrátt fyrir starfsheimildir Hafnabótasjóðs samkvæmt lögum nr. 23/1994, hafnalögum, Íbúðalánasjóðs samkvæmt lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál, og Ferðamálasjóðs samkvæmt lögum nr. 117/1994, um skipulag ferðamála, teljast þessir sjóðir ekki til fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum þessum.
Opinberir fjárfestingarlánasjóðir sem starfandi eru við gildistöku laga þessara eru undanþegnir skilyrði 13. gr. um að starfa sem hlutafélög.
    1)L. 130/2004, 11. gr.
[116. gr. a. Upplýsingaskylda vegna könnunar- og matsferlis.
Fjármálaeftirlitið skal birta opinberlega þau almennu viðmið og aðferðafræði sem stofnunin styðst við vegna könnunar- og matsferlis.] 1)
    1)L. 57/2015, 38. gr.

XVI. kafli. Gildistaka o.fl.
[117. gr.]1) Innleiðing.
Með lögum þessum eru tekin upp ákvæði tilskipana Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2000/12/EB um stofnun og rekstur lánastofnana, 93/6/EBE um eigið fé fjárfestingarfyrirtækja og lánastofnana, [2002/87/EB um viðbótareftirlit með lánastofnunum, vátryggingafélögum og verðbréfafyrirtækjum sem eru hluti af fjármálasamsteypu og um breytingu á tilskipunum ráðsins 73/239/EBE, 79/267/EBE, 92/49/EBE, 92/96/EBE, 93/6/EBE og 93/22/EBE og á tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/78/EB og 2000/12/EB], 2) [2004/39/EB um markaði fyrir fjármálagerninga], 3) 86/635/EBE um ársreikninga og samstæðureikninga banka og annarra fjármálastofnana, 107/2001/EB um breytingu á tilskipun 85/611/EBE um sameiginlega fjárfestingu í framseljanlegum verðbréfum, 95/26/EB um breytingar á ýmsum tilskipunum á sviði fjármálaþjónustu með það í huga að efla eftirlit, 2000/28 um breytingu á tilskipun 2000/12/EB er varðar skilgreiningu á lánastofnun og 2000/46 um stofnun og rekstur rafeyrisfyrirtækja, [tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2001/24/EB], 4) [tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2006/48/EB, tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2006/49/EB, [tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2007/44/EB, [tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/111/EB og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2010/76/ESB]. 5)] 6)] 7)
    1)L. 130/2004, 11. gr. 2)L. 57/2015, 39. gr. 3)L. 111/2007, 12. gr. 4)L. 78/2011, 7. gr. 5)L. 47/2013, 14. gr. 6)L. 119/2011, 9. gr. 7)L. 75/2010, 54. gr.
[117. gr. a. Innleiðing reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013.
Ráðherra skal setja reglugerð 1) sem innleiðir ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013, um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja. Í reglugerðinni skal kveðið á um hvernig farið verður með eftirlit samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 575/2013 og jafnframt skal koma fram hvernig valákvæðum hennar er beitt hér á landi.] 2)
    1)Rg. 233/2017. 2)L. 57/2015, 40. gr.
[117. gr. b. Innleiðing tæknilegra framkvæmdarstaðla og tæknilegra eftirlitsstaðla í íslenskan rétt.
Ráðherra skal setja reglugerð um nánari útfærslu á birtingu Fjármálaeftirlitsins á þeirri aðferðafræði og þeim almennu viðmiðum sem stofnunin styðst við vegna könnunar- og matsferlis, sbr. 116. gr. a. Reglugerðin skal byggjast á tæknilegum framkvæmdarstaðli Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar um samræmdar gagnsæisskyldur eftirlitsstofnana.
Fjármálaeftirlitið skal setja reglur sem byggjast á tæknilegum framkvæmdarstöðlum Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar. Reglurnar varða nánari útfærslu á einstökum greinum laga þessara eða efni reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013, um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja, sem innleidd er á grundvelli 117. gr. a. Reglurnar skulu ná til efnis sem varðar:
    a. gagnaskil vegna i) útreikninga á eiginfjárkröfum og stórum áhættuskuldbindingum, ii) fjárhagslegra upplýsinga, iii) fasteignaveðlána, iv) vogunarhlutfalls og v) veðsetningar á eignum, 1)
    b. gagnsæi vegna eiginfjárgrunns, [eiginfjárauka] 2) og vogunarhlutfalls, 3)
    c. tilkynningar um starfsemi á milli landa, sbr. 36. og 37. gr., og
    d. upplýsingagjöf á milli eftirlitsaðila í heimaríki og gistiríki, sbr. 34. gr.
Fjármálaeftirlitið skal setja reglur sem byggjast á tæknilegum eftirlitsstöðlum Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar. Reglurnar varða nánari útfærslu á einstökum greinum laga þessara eða efni reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013, um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja, sem innleidd er á grundvelli 117. gr. a. Reglurnar skulu ná til efnis sem varðar:
    a. útreikning á eiginfjárgrunni [og eiginfjáraukum 4)], 2)
    b. útreikning á útlánaáhættu, þ.m.t. vegna innramatsaðferðar og yfirfærðrar útlánaáhættu vegna verðbréfunar, 5)
    c. útreikning á markaðsáhættu, þ.m.t. vegna matsaðferðar vegna veltubókar, 6)
    [d. útreikning á eiginfjárkröfum byggðum á innri líkönum 7)], 2)
    [e. ] 2) útreikning á stórum áhættuskuldbindingum,
    [f. ] 2) tilkynningar um starfsemi á milli landa, sbr. 36. og 37. gr., og
    [g. ] 2) upplýsingagjöf á milli eftirlitsaðila í heimaríki og gistiríki, sbr. 34. gr.] 8)
    1) Rgl. 505/2017, sbr. rgl. 964/2017. 2)L. 96/2016, 57. gr. 3) Rgl. 506/2017, sbr. rgl. 965/2017. 4) Rgl. 507/2017. 5) Rgl. 508/2017. Rgl. 960/2017. Rgl. 962/2017. Rgl. 963/2017. 6) Rgl. 961/2017. 7) Rgl. 509/2017. Rgl. 962/2017. 8)L. 57/2015, 40. gr.
[117. gr. c. Innleiðing reglugerðar um vogunarhlutfall.
Fjármálaeftirlitið skal setja reglur 1) um útreikning á vogunarhlutfalli, sbr. 30. gr. a, og skulu reglurnar byggjast á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2015/62 um útreikning á vogunarhlutfalli. Í reglunum skal kveðið á um hvaða val- og heimildarákvæði reglugerðarinnar skuli beitt hér á landi.] 2)
    1) Rgl. 959/2017. 2)L. 96/2016, 58. gr.
[118. gr.]1) Gildistaka.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2003. 2)
    1)L. 130/2004, 11. gr. 2)L. 57/2015, 41. gr.
[119. gr.]1)
    1)L. 130/2004, 11. gr.
[120. gr.]1)
    1)L. 130/2004, 11. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.
[Við setningu reglugerðar skv. 117. gr. a er ráðherra heimilt að vísa til birtingar á reglugerð (ESB) nr. 575/2013, um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja, í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins á ensku. Nýti ráðherra þessa heimild skal gera enska útgáfu reglugerðarinnar aðgengilega á vef ráðuneytisins.] 1)
    1)L. 57/2015, 42. gr.
II.
[Við setningu reglugerðar skv. 1. mgr. 117. gr. b er ráðherra heimilt að vísa til birtingar á tæknilegum framkvæmdarstaðli Evrópska bankaeftirlitsins um samræmdar gagnsæisskyldur eftirlitsstofnana í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins á ensku. Nýti ráðherra þessa heimild skal gera enska útgáfu tæknilega framkvæmdarstaðalsins aðgengilega á vef ráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins.] 1)
    1)L. 57/2015, 42. gr.
III.
[Við setningu reglna skv. 2. og 3. mgr. 117. gr. b er Fjármálaeftirlitinu heimilt að vísa til birtingar á tæknilegum framkvæmdarstöðlum og eftirlitsstöðlum í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins á ensku. Nýti Fjármálaeftirlitið þessa heimild skal stofnunin gera enskar útgáfur tæknilegu framkvæmdarstaðlanna og eftirlitsstaðlanna aðgengilegar á vef sínum.] 1)
    1)L. 57/2015, 42. gr.
IV.1)
    1)L. 75/2010, 55. gr.
[V.
Um fjármálafyrirtæki sem njóta heimildar til greiðslustöðvunar við gildistöku þessara laga skulu eftirfarandi sérreglur gilda:
    1. Heimild til greiðslustöðvunar skal haldast þrátt fyrir gildistöku laga þessara og má framlengja hana samkvæmt þeim reglum sem um ræðir í [3. mgr. 98. gr.] 1)
    2. [Við greiðslustöðvunina skal beitt ákvæðum 1. mgr. 101. gr., 102. gr., 103. gr. og 103. gr. a laganna, eins og fyrirtækið hefði verið tekið til slita með dómsúrskurði á þeim degi sem lög nr. 44/2009 öðluðust gildi, en slitameðferðin skal þó allt að einu kennd við heimild til greiðslustöðvunar svo lengi sem sú heimild stendur, sbr. 1. tölul. Ákvæði IV. kafla laga um gjaldþrotaskipti o.fl. gilda ekki um slíka greiðslustöðvun sem hér um ræðir, en þó skal aðstoðarmaður hafa eftirlit með ráðstöfunum skilanefndar skv. 103. gr. laganna. Áður en heimild fyrirtækisins til greiðslustöðvunar rennur út geta skilanefnd og slitastjórn sameiginlega gert kröfu um að fyrirtækið verði tekið til slitameðferðar eftir almennum reglum, sbr. þó 3. og 4. tölul., með dómsúrskurði, enda séu uppfyllt efnisskilyrði 3. tölul. 2. mgr. 101. gr. laganna. Slík krafa skal í síðasta lagi lögð fram á þeim degi er heimild fyrirtækisins til greiðslustöðvunar rennur út. Um meðferð slíkrar kröfu fer að öðru leyti eftir 3. mgr. 101. gr. laganna. Fallist dómur á kröfuna skal það standa óraskað sem gert hefur verið í greiðslustöðvun fyrirtækisins eftir gildistöku laga nr. 44/2009. Að því leyti sem rétthæð krafna og önnur réttaráhrif ráðast almennt af þeim degi er úrskurður um slitameðferð gengur skal á sama hátt miða við gildistökudag þeirra laga. Frá því að beiðni um slitameðferð eftir almennum reglum berst dómara og þar til endanlegur úrskurður er kveðinn upp gilda reglur um slitameðferð til bráðabirgða um fyrirtækið. Heimild til greiðslustöðvunar lýkur sjálfkrafa þegar endanlegur úrskurður um að fyrirtækið sé tekið til slitameðferðar er kveðinn upp.] 2)
    3. Skilanefnd fjármálafyrirtækis, sem Fjármálaeftirlitið hefur skipað fyrir gildistöku laga þessara á grundvelli 5. gr. laga nr. 125/2008, skal með óbreyttu heiti halda áfram störfum og gegna því hlutverki sem slitastjórn er ætlað í 3. mgr. 9. gr., 2. málsl. 4. mgr. 101. gr., 1. málsl. 5. mgr. 102. gr. og 1.–3. mgr. 103. gr. laganna … 1) [Að því leyti sem ekki er mælt fyrir um á annan veg í lögum þessum gilda reglur um skiptastjóra við gjaldþrotaskipti um skilanefnd, störf hennar og þá menn sem eiga sæti í henni. Þeir menn sem eiga sæti í skilanefnd skulu einnig uppfylla hæfisskilyrði [2. mgr. og 1. málsl. 5. mgr. 52. gr. og 52. gr. a]. 3) Ákvæði þetta fellur úr gildi 1. janúar 2012 og skulu þá þau verk sem skilanefndir hafa sinnt falla til slitastjórna. Þegar slitastjórn hefur tekið við verkefnum skilanefndar getur héraðsdómari eftir beiðni slitastjórnar skipað fleiri menn í slitastjórn en þeir mega þó ekki vera fleiri en fimm.] 4)
    4. Til annarra verka slitastjórnar en um ræðir í 3. tölul. skal héraðsdómari eftir skriflegri beiðni skilanefndar skipa fyrirtækinu slíka stjórn samkvæmt fyrirmælum 1. og 3. málsl. 4. mgr. 101. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga þessara. Þar skal jafnframt sjálfkrafa taka sæti sá sem gegnir starfi aðstoðarmanns fyrirtækisins við greiðslustöðvun og skal hann halda því sæti þótt henni ljúki.
    [5. Eftirlitshlutverk Fjármálaeftirlitsins skv. 101. gr. a laganna nær einnig til starfa skilanefndar sem starfar samkvæmt ákvæði þessu og þeirra manna sem í henni eigi sæti.] 4)] 5)
    1)L. 75/2010, 55. gr. 2)L. 132/2010, 2. gr. 3)L. 57/2015, 43. gr. 4)L. 78/2011, 8. gr. 5)L. 44/2009, brbákv. II.
[VI.
[Í því skyni að takmarka tjón eða hættu á tjóni á fjármálamarkaði getur Fjármálaeftirlitið gripið til sérstakra ráðstafana í samræmi við fyrirmæli þessa ákvæðis telji það þörf á vegna sérstakra aðstæðna eða atvika. Með sérstökum aðstæðum eða atvikum er átt við sérstaka fjárhagserfiðleika og/eða rekstrarerfiðleika hjá fjármálafyrirtæki, þar á meðal ef líkur eru á að það geti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum eða kröfuhöfum, forsendur afturköllunar starfsleyfis eru líklega fyrir hendi eða líkur standa til að það geti ekki uppfyllt kröfur um lágmark eigin fjár og önnur úrræði Fjármálaeftirlitsins eru ekki líkleg til að bera árangur. Þá er með sérstökum aðstæðum einnig átt við að fjármálafyrirtæki hafi óskað eftir eða fengið heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings.
Við aðstæður eða atvik sem um ræðir í 1. mgr. getur Fjármálaeftirlitið boðað til hluthafafundar eða fundar stofnfjáreigenda. Fulltrúi Fjármálaeftirlitsins skal stýra fundi og hefur hann málfrelsi og tillögurétt. Fjármálaeftirlitið er við þessar aðstæður ekki bundið af ákvæðum hlutafélagalaga eða samþykkta fjármálafyrirtækis um fundarboðun eða fresti til fundarboðunar eða tillögugerðar til breytinga á samþykktum.
Séu aðstæður mjög knýjandi getur Fjármálaeftirlitið tekið yfir vald hluthafafundar eða fundar stofnfjáreigenda í því skyni að taka ákvarðanir um nauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal að takmarka ákvörðunarvald stjórnar, víkja stjórn frá að hluta til eða í heild sinni, taka yfir eignir, réttindi og skyldur fjármálafyrirtækis í heild eða að hluta eða ráðstafa slíku fyrirtæki í heild eða að hluta, m.a. með samruna þess við annað fyrirtæki. Við slíka ráðstöfun gilda hvorki ákvæði laga um verðbréfaviðskipti um tilboðsskyldu né ákvæði laga þessara um auglýsingu samruna fjármálafyrirtækja í Lögbirtingablaði. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að framselja öll réttindi að því marki sem nauðsynlegt er í slíkum tilfellum. Verði það niðurstaða Fjármálaeftirlitsins að samruni viðkomandi fjármálafyrirtækis við annað tryggi best þá hagsmuni sem í húfi eru gilda ákvæði samkeppnislaga og samrunaákvæði laga þessara ekki um þá ráðstöfun. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um yfirtöku á rekstri fjármálafyrirtækis skal tilkynnt stjórn þess og rökstudd skriflega. Fjármálaeftirlitið skal birta tilkynninguna opinberlega. Starfræki fyrirtækið útibú eða þjónustustarfsemi í öðru ríki skal tilkynningin send lögbærum eftirlitsaðilum í því ríki.
Víki Fjármálaeftirlitið stjórn fjármálafyrirtækis í heild frá störfum skal því þegar í stað skipuð bráðabirgðastjórn. Ákvæði 100. gr. a gilda að öðru leyti um slíka stjórn og störf hennar.
Ef nauðsyn krefur getur Fjármálaeftirlitið takmarkað eða bannað ráðstöfun fjármuna og eigna fjármálafyrirtækis. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka í sínar vörslur þær eignir sem mæta eiga skuldbindingum fjármálafyrirtækis og láta meta verðmæti eigna og ráðstafa þeim til greiðslu áfallinna krafna eftir því sem þörf krefur. Þá er Fjármálaeftirlitinu heimilt að rifta sölu eigna sem átt hefur sér stað allt að mánuði áður en það greip til sérstakra ráðstafana samkvæmt þessu ákvæði.
Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um málsmeðferð samkvæmt ákvæði þessu og ákvarðanatöku Fjármálaeftirlitsins.
Ríkissjóður ber ábyrgð á kostnaði af framkvæmd aðgerða Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þessa ákvæðis.
Ákvæði þetta fellur úr gildi 31. desember 2020.] 1)] 2)
    1)L. 94/2017, 1. gr. 2)L. 44/2009, brbákv. IV.
[VII.
Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. 102. gr. er skilanefnd fjármálafyrirtækis, sem naut heimildar til greiðslustöðvunar við gildistöku laga nr. 44/2009, um breyting á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. ákvæði til bráðabirgða II, heimilt, á tímabilinu frá gildistöku laga þessara og þar til skilyrði eru fyrir efndum krafna á grundvelli 6. mgr. 102. gr., að greiða skuldir vegna launa, þ.m.t. laun í uppsagnarfresti, og vegna innlána sem veittur var forgangsréttur með 6. gr. laga nr. 125/2008, sbr. 3. mgr. 102. gr. laga um fjármálafyrirtæki, ef víst er að nægilegt fé sé til að greiða að fullu eða í jöfnu hlutfalli kröfur sem gætu notið sömu eða hærri stöðu í skuldaröð. [Með sömu skilyrðum er slitastjórn fjármálafyrirtækis heimilt að greiða skuldir vegna launa, þ.m.t. laun í uppsagnarfresti, frá gildistöku laga þessara fram til [31. desember 2010]. 1)] 2)] 3)
    1)L. 127/2010, 1. gr. 2)L. 74/2009, 1. gr. 3)L. 61/2009, 1. gr.
[VIII.
Fjármálafyrirtæki hafa ráðrúm til næsta aðalfundar eftir samþykkt laga þessara til að uppfylla hæfisskilyrði um stjórnarmenn. Framkvæmdastjórar og forstöðumenn innri endurskoðunardeilda hafa ráðrúm til 31. desember 2010 til að uppfylla hæfisskilyrði samkvæmt lögum þessum.] 1)
    1)L. 75/2010, 55. gr.
[IX.
Ákvæði 29. gr. b tekur til verðbréfunar sem stofnað hefur verið til eftir gildistöku þessara laga, en eftir 31. desember 2014 skal ákvæðið einnig ná til allra verðbréfaðra staðna sem stofnað hefur verið til fyrir setningu þessara laga, enda hafi eignum verið skipt út eða eignum bætt við undirliggjandi eignasafn eftir þann tíma.
Fjármálaeftirlitið skal, fyrir 31. desember 2011, birta upplýsingar um almenn viðmið og aðferðir sem notaðar eru við mat á því hvort skilyrði 29. gr. b eða reglna Fjármálaeftirlitsins skv. 29. gr. d teljast vera uppfyllt.] 1)
    1)L. 119/2011, 10. gr.
[X.1)] 2)
    1)Ákvæðið gilti til loka árs 2013 skv. 3. mgr. 2)L. 72/2012, 8. gr.
[XI.
Við atkvæðagreiðslu á skiptafundi um frumvarp að nauðasamningi fjármálafyrirtækis verður nýjum kröfum ekki komið fram nema að því leyti sem þeim verður um leið komið að við slit fjármálafyrirtækis skv. 118. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., þó þannig að kröfur sem stofnuðust fyrir 1. september 2014 og lýst er á grundvelli 1. eða 5. tölul. þeirrar greinar verður að lýsa fyrir slitastjórn skv. 117. gr. sömu laga í síðasta lagi 15. ágúst 2015.] 1)
    1)L. 59/2015, 3. gr.
[XII.
Þau fjármálafyrirtæki sem hafa starfsleyfi á grundvelli 6. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna við gildistöku laga þessara skulu eftir gildistökuna teljast verðbréfafyrirtæki og hljóta starfsleyfi í samræmi við starfsheimildir sem þau höfðu fyrir á grundvelli 3. gr. laganna, sbr. 25. gr.] 1)
    1)L. 96/2016, 59. gr.
[XIII.
Hjá fjármálafyrirtækjum sem hafa færri ársverk en 30 og þar sem eignir eru ekki umfram 20 milljarða íslenskra króna í lok síðastliðins reikningsárs skal gildi verndunarauka skv. 86. gr. e hæst vera 1% til 31. desember 2016, 1,75% frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2017 og 2,5% frá 1. janúar 2018.] 1)
    1)L. 96/2016, 59. gr.