Alþingiskosningar 1919
Alþingi samþykkti frumvarp til stjórnarskrár konungsríkisins Íslands á 31. löggjafarþingi árið 1919. Var þing rofið í lok september það ár og alþingiskosningar fóru fram 15. nóvember. Frumvarp að hinni nýju stjórnarskrá var lagt fram á aukaþingi árið 1920, samþykkt í lok febrúar og stjórnarskráin tók gildi 18. maí 1920.
Enn var flokkakerfi ekki fullmótað og talsverður hluti frambjóðenda var utan flokka en fjórir stjórnmálaflokkar voru í boði: Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Heimastjórnarflokkur og Sjálfstæðisflokkur.
| Um kosningarnar | ||
| Kjördagur |
15. nóvember 1919 | |
| Mannfjöldi | 92.915 | |
| Kjósendur á kjörskrá | 31.870 | |
| Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda | 34,3% | |
| Greidd atkvæði | 14.463 | |
| Kosningaþátttaka | 58,7% | |
| Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda | 15,6% | |
| Kosningaþátttaka karla | 74,1% | |
| Kosningaþátttaka kvenna | 39,1% | |
| Kjördæmakjörnir þingmenn | 34 | |
| Landskjörnir þingmenn | 6 | |
| Heildarfjöldi þingmanna | 40 | |
| Kosningaúrslit – kjördæmakjörnir þingmenn | ||
| Gild atkvæði | 14.035 | |
| Heimastjórnarflokkur | 29,4% | 9 þingmenn |
| Framsóknarflokkur | 13,3% | 6 þingmenn |
| Sjálfstæðisflokkur | 11,1% | 7 þingmenn |
| Alþýðuflokkur | 6,8% | |
| Utan flokka | 39,4% | 12 þingmenn |
| Kjördæmi og þingmenn 1919 | |
| Reykjavík | 2 |
| Gullbringu- og Kjósarsýsla | 2 |
| Árnessýsla | 2 |
| Rangárvallasýsla | 2 |
| Vestmannaeyjar | 1 |
| Vestur-Skaftafellssýsla | 1 |
| Austur-Skaftafellssýsla | 1 |
| Suður-Múlasýsla | 2 |
| Seyðisfjarðarkaupstaður | 1 |
| Norður-Múlasýsla | 2 |
| Norður-Þingeyjarsýsla | 1 |
| Suður-Þingeyjarsýsla | 1 |
| Eyjafjarðarsýsla | 2 |
| Akureyri | 1 |
| Skagafjarðarsýsla | 2 |
| Húnavatnssýsla | 2 |
| Strandasýsla | 1 |
| Norður-Ísafjarðarsýsla | 1 |
| Ísafjarðarkaupstaður | 1 |
| Vestur-Ísafjarðarsýsla | 1 |
| Barðastrandarsýsla | 1 |
| Dalasýsla | 1 |
| Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla | 1 |
| Mýrasýsla | 1 |
| Borgarfjarðarsýsla | 1 |

