Frjálslyndi flokkurinn eldri

Frjálsyndi flokkurinn var stofnaður 1926 af þingmönnum úr Sjálfstæðisflokknum (eldri). Frjálslyndi flokkurinn sameinaðist Íhaldsflokknum 1929 undir merkjum Sjálfstæðisflokksins.

Æviágrip þingmanna: 2

  1. Jakob Möller fæddur 1880. Alþingismaður Reykvíkinga 1919—1927 (utan flokka, (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Borgaraflokkurinn eldri, Frjálslyndi flokkurinn) og 1931—1945 (Sjálfstæðisflokkur). Fjármálaráðherra 1939—1942, fjármála- og dómsmálaráðherra 1942.
  2. Sigurður Eggerz fæddur 1875. Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1911—1915, landskjörinn alþingismaður 1916—1926, alþingismaður Dalamanna 1927—1931 (utan flokka, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Frjálslyndi flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn). Ráðherra Íslands 1914—1915, fjármálaráðherra 1917—1920, forsætisráðherra 1922—1924.