Alþýðuflokkurinn

Alþýðuflokkurinn var stofnaður 1916 og var í skipulagstengslum við ASÍ til 1940. Þingmenn Alþýðuflokks og Þjóðvaka stofnuðu 1996 þingflokk jafnaðarmanna. Alþýðuflokkurinn tók þátt í kosningabandalaginu Samfylkingin í kosningum til Alþingis 1999.


Æviágrip þingmanna: 101

 1. Ágúst Einarsson fæddur 1952. Landskjörinn varaþingmaður (Suðurlands) 1978–1979, varaþingmaður Suðurlands nóvember-desember 1980 (Alþýðuflokkur).
 2. Áki Jakobsson fæddur 1911. Landskjörinn alþingismaður (Siglfirðinga) 1942, alþingismaður Siglfirðinga 1942—1953 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur) og 1956—1959 (Alþýðuflokkur). Sjávarútvegsmálaráðherra 1944—1947.
 3. Árni Gunnarsson fæddur 1940. Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands eystra) 1978—1979, alþingismaður Norðurlands eystra 1979—1983 og 1987—1991 (Alþýðuflokkur).
 4. Ásgeir Ásgeirsson fæddur 1894. Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1923—1934 (Framsóknarflokkur), 1934—1937 (utan flokka), 1937—1952 (Alþýðuflokkur). Fjármálaráðherra 1931—1932, forsætis- og fjármálaráðherra 1932—1934.
 5. Ásta B. Þorsteinsdóttir fædd 1945. Varaþingmaður Reykvíkinga október 1995, maí-júní 1996 (Alþýðuflokkur), nóvember-desember 1996, nóvember-desember 1997 (þingflokkur jafnaðarmanna).
 6. Barði Guðmundsson fæddur 1900. Landskjörinn alþingismaður (Norður-Ísafjarðar, Seyðfirðinga) 1942—1949 (Alþýðuflokkur).
 7. Benedikt Gröndal fæddur 1924. Landskjörinn alþingismaður (Borgfirðinga) 1956—1959, (Vesturlands) 1971—1978, alþingismaður Vesturlands 1959—1971, alþingismaður Reykvíkinga 1978—1982 (Alþýðuflokkur). Utanríkisráðherra 1978—1979, forsætis- og utanríkisráðherra 1979—1980.
 8. Birgir Dýrfjörð fæddur 1935. Varaþingmaður Norðurlands vestra október-nóvember 1987, apríl-maí 1988, apríl og nóvember 1990 (Alþýðuflokkur).
 9. Birgir Finnsson fæddur 1917. Alþingismaður Vestfirðinga 1959—1963 og 1967—1971, landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1963—1967 (Alþýðuflokkur).
 10. Bjarni Guðnason fæddur 1928. Landskjörinn varaþingmaður (Austurlands) apríl 1979, varaþingmaður Reykvíkinga maí 1984 og mars 1986 (Alþýðuflokkur).
 11. Björgvin Guðmundsson fæddur 1932. Varaþingmaður Reykvíkinga janúar 1991 (Alþýðuflokkur).
 12. Björn Gíslason fæddur 1946. Varaþingmaður Vestfirðinga mars og apríl-maí 1988, janúar-febrúar, mars-apríl og nóvember 1990 og febrúar-mars 1991 (Alþýðuflokkur).
 13. Björn Ingi Bjarnason fæddur 1953. Varaþingmaður Vestfirðinga maí 1992 og desember 1994 (Alþýðuflokkur).
 14. Björn Jónsson fæddur 1916. Landskjörinn alþingismaður (Akureyrar) 1956—1959, alþingismaður Norðurlands eystra 1959—1974 (Alþýðubandalag, utan flokka, Samtök frjálslyndra og vinstri manna), landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1978—1979 (Alþýðuflokkur). (Vegna veikinda sat hann ekki nema einn dag á þinginu 1978—1979.) Félagsmála- og samgönguráðherra 1973—1974.
 15. Bragi Jósepsson fæddur 1930. Varaþingmaður Reykvíkinga desember 1978 (Alþýðuflokkur).
 16. Bragi Níelsson fæddur 1926. Landskjörinn alþingismaður (Vesturlands) 1978—1979 (Alþýðuflokkur).
 17. Bragi Sigurjónsson fæddur 1910. Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands eystra) 1967—1971, alþingismaður Norðurlands eystra 1978—1979 (Alþýðuflokkur). Landbúnaðar- og iðnaðarráðherra 1979—1980.
 18. Eggert G. Þorsteinsson fæddur 1925. Landskjörinn alþingismaður (Seyðfirðinga) 1953—1956, (Reykvíkinga) 1959 og 1971—1978, alþingismaður Reykvíkinga 1957—1959 og 1959—1971 (Alþýðuflokkur). Sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra 1965—1970, sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1970—1971.
 19. Eiður Guðnason fæddur 1939. Alþingismaður Vesturlands 1978—1983 og 1987—1993, landskjörinn alþingismaður (Vesturlands) 1983—1987 (Alþýðuflokkur). Umhverfisráðherra 1991—1993. Ráðherra norrænna samstarfsmála 1991–1993.
 20. Elín S. Harðardóttir fædd 1958. Varaþingmaður Reyknesinga janúar 1991 (Alþýðuflokkur).
 21. Emil Jónsson fæddur 1902. Alþingismaður Hafnfirðinga 1934—1937, 1942—1953 og 1956—1959, landskjörinn alþingismaður (Hafnfirðinga) 1937—1942, 1953—1956 og 1959, alþingismaður Reyknesinga 1959—1971 (Alþýðuflokkur). Samgöngumálaráðherra 1944—1947, samgöngu- og viðskiptamálaráðherra 1947—1949, forsætis-, sjávarútvegs- og samgöngumálaráðherra 1958—1959, sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra 1959—1965, utanríkisráðherra 1965—1971.
 22. Erlendur Þorsteinsson fæddur 1906. Landskjörinn alþingismaður (Eyfirðinga) 1938—1942 (Alþýðuflokkur). Landskjörinn varaþingmaður (Eyfirðinga) febrúar—mars 1938, (Siglfirðinga) desember 1949 til janúar 1950 og nóvember 1950.
 23. Erlingur Friðjónsson fæddur 1877. Alþingismaður Akureyringa 1927—1931 (Alþýðuflokkur).
 24. Eyjólfur Sigurðsson fæddur 1938. Varaþingmaður Reykvíkinga september, desember 1974 og nóvember-desember 1976 (Alþýðuflokkur).
 25. Finnur Jónsson fæddur 1894. Alþingismaður Ísafjarðar 1933—1951 (Alþýðuflokkur). Félagsmála- og dómsmálaráðherra 1944—1947.
 26. Finnur Torfi Stefánsson fæddur 1947. Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1978—1979 (Alþýðuflokkur).
 27. Friðjón Skarphéðinsson fæddur 1909. Alþingismaður Akureyrar 1956—1959. Landskjörinn alþingismaður (Akureyrar) 1959, (Norðurlands eystra) 1959—1963 og 1965—1967 (Alþýðuflokkur). Dómsmála-, landbúnaðar- og félagsmálaráðherra 1958—1959.
 28. Gizur Gottskálksson fæddur 1950. Varaþingmaður Reyknesinga nóvember 1994 (Alþýðuflokkur).
 29. Gísli S. Einarsson fæddur 1945. Alþingismaður Vesturlands 1993–2003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin).
 30. Guðmundur Árni Stefánsson fæddur 1955. Alþingismaður Reyknesinga 1993–2003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2005 (Samfylkingin). Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1993–1994, félagsmálaráðherra 1994.
 31. Guðmundur Einarsson fæddur 1948. Landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1983—1987 (Bandalag jafnaðarmanna, Alþýðuflokkur).
 32. Guðmundur Í. Guðmundsson fæddur 1909. Landskjörinn alþingismaður (Gullbringu- og Kjósarsýslu, Reyknesinga) 1942—1949 og 1952—1965 (Alþýðuflokkur). Utanríkisráðherra 1956—1958 og 1959—1965, utanríkis- og fjármálaráðherra 1958—1959.
 33. Guðmundur Oddsson fæddur 1943. Varaþingmaður Reyknesinga nóvember 1989 (Alþýðuflokkur).
 34. Guðmundur Vésteinsson fæddur 1941. Varaþingmaður Vesturlands febrúar-mars 1982 (Alþýðuflokkur).
 35. Gunnar Már Kristófersson fæddur 1944. Varaþingmaður Vesturlands apríl 1979 og október-nóvember 1980 (Alþýðuflokkur).
 36. Gunnar R. Pétursson fæddur 1938. Varaþingmaður Vestfirðinga nóvember-desember 1980 og mars-apríl 1982 (Alþýðuflokkur).
 37. Gunnlaugur Stefánsson fæddur 1952. Landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1978—1979, alþingismaður Austurlands 1991—1995 (Alþýðuflokkur).
 38. Gunnlaugur Þórðarson fæddur 1919. Landskjörinn varaþingmaður (Ísafjarðar) apríl-maí 1957, febrúar-mars 1958 og febrúar-mars 1959 (Alþýðuflokkur).
 39. Gylfi Þ Gíslason fæddur 1917. Alþingismaður Reykvíkinga 1946—1949 og 1959—1978, landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1949—1959 (Alþýðuflokkur). Mennta- og iðnaðarmálaráðherra 1956—1958, mennta-, iðnaðar- og viðskiptamálaráðherra 1958—1959, mennta- og viðskiptamálaráðherra 1959—1971.
 40. Hannibal Valdimarsson fæddur 1903. Landskjörinn alþingismaður (Norður-Ísfirðinga) 1946—1952, (Ísafjarðar) 1953—1956 og (Reykvíkinga, Vestfirðinga) 1959—1963, alþingismaður Ísafjarðar 1952—1953, alþingismaður Reykvíkinga 1956—1959 og 1967—1971, alþingismaður Vestfirðinga 1963—1967 og 1971—1974 (Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, utan flokka, Samtök frjálslyndra og vinstri manna). Félags- og heilbrigðismálaráðherra 1956—1958, samgöngu- og félagsmálaráðherra 1971—1973.
 41. Haraldur Guðmundsson fæddur 1892. Alþingismaður Ísafjarðar 1927—1931, alþingismaður Seyðfirðinga 1931—1942, landskjörinn alþingismaður 1942—1946, alþingismaður Reykvíkinga 1949—1957 (Alþýðuflokkur). Atvinnu- og samgöngumálaráðherra 1934—1938.
 42. Hálfdán Sveinsson fæddur 1907. Varaþingmaður Vesturlands mars 1965 (Alþýðuflokkur).
 43. Helga Hannesdóttir fædd 1934. Varaþingmaður Norðurlands vestra febrúar 1991 (Alþýðuflokkur).
 44. Hermann Níelsson fæddur 1948. Varaþingmaður Austurlands október 1991, mars-apríl og nóvember 1992, janúar 1993, mars, maí 1994 og janúar-febrúar 1995 (Alþýðuflokkur).
 45. Héðinn Valdimarsson fæddur 1892. Alþingismaður Reykvíkinga 1926—1942 (Alþýðuflokkur, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur, utan flokka).
 46. Hilmar S. Hálfdánarson fæddur 1934. Landskjörinn varaþingmaður (Austurlands) maí og nóvember 1966 (Alþýðuflokkur).
 47. Hjörtur Hjálmarsson fæddur 1905. Varaþingmaður Vestfirðinga nóvember-desember 1960 og október-desember 1961 (Alþýðuflokkur).
 48. Hrafn Jökulsson fæddur 1965. Varaþingmaður Suðurlands október 1995 (Alþýðuflokkur).
 49. Jóhanna Egilsdóttir fædd 1881. Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember-desember 1957 (Alþýðuflokkur).
 50. Jóhanna Sigurðardóttir fædd 1942. Alþingismaður Reykvíkinga 1978–2003 (landskjörinn alþingismaður 1979–1987) (Alþýðuflokkur, utan flokka, Þjóðvaki - hreyfing fólksins, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2013 (Samfylkingin). Félagsmálaráðherra 1987–1994 og 2007–2008, félags- og tryggingamálaráðherra 2008–2009, forsætisráðherra 2009–2013.
 51. Jón Ármann Héðinsson fæddur 1927. Landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1967—1971 og 1974—1978, alþingismaður Reyknesinga 1971—1974 (Alþýðuflokkur).
 52. Jón Baldvin Hannibalsson fæddur 1939. Alþingismaður Reykvíkinga 1982—1998 (Alþýðuflokkur). Fjármálaráðherra 1987—1988, utanríkisráðherra 1988—1995.
 53. Jón Baldvinsson fæddur 1882. Alþingismaður Reykvíkinga 1920—1926, landskjörinn alþingismaður 1926—1934, landskjörinn alþingismaður (Snæfelldinga, Akureyrar) 1934—1938 (Alþýðuflokkurinn).
 54. Jón Bragi Bjarnason fæddur 1948. Varaþingmaður Reykvíkinga febrúar, mars og desember 1988 og mars og nóvember-desember 1989 (Alþýðuflokkur).
 55. Jón Gunnarsson fæddur 1959. Varaþingmaður Reyknesinga febrúar 1994 (Alþýðuflokkur).
 56. Jón Sigurðsson fæddur 1941. Alþingismaður Reykvíkinga 1987—1991, alþingismaður Reyknesinga 1991—1993 (Alþýðuflokkurinn). Dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra 1987—1988, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1988—1993.
 57. Jón Sæmundur Sigurjónsson fæddur 1941. Alþingismaður Norðurlands vestra 1987—1991 (Alþýðuflokkur).
 58. Jón Þorsteinsson fæddur 1924. Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1959—1971 (Alþýðuflokkur).
 59. Jónas Guðmundsson fæddur 1898. Landskjörinn alþingismaður (Suður-Múlasýslu) 1934—1937 (Alþýðuflokkur).
 60. Jörundur Brynjólfsson fæddur 1884. Alþingismaður Reykvíkinga 1916—1919 (Alþýðuflokkur), alþingismaður Árnesinga 1923—1956 (Framsóknarflokkur).
 61. Karl Steinar Guðnason fæddur 1939. Alþingismaður Reyknesinga 1978—1979 og 1987—1993, landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1979—1987 (Alþýðuflokkur).
 62. Karvel Pálmason fæddur 1936. Landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1971—1974, alþingismaður Vestfirðinga 1974—1978 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna), landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1979—1983, alþingismaður Vestfirðinga 1983—1991 (Alþýðuflokkur).
 63. Katrín J Smári fædd 1911. Varaþingmaður Reykvíkinga febrúar 1960, janúar 1964 og maí 1965 (Alþýðuflokkur).
 64. Kjartan Jóhannsson fæddur 1939. Alþingismaður Reyknesinga 1978—1989 (Alþýðuflokkur). Sjávarútvegsráðherra 1978—1979, sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra 1979—1980.
 65. Kolbrún Jónsdóttir fædd 1949. Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands eystra) 1983—1987 (Bandalag jafnaðarmanna, Alþýðuflokkur).
 66. Kristinn Gunnarsson fæddur 1922. Landskjörinn varaþingmaður (Norður-Ísfirðinga) mars—maí og október 1955 og janúar—febrúar 1956 (Alþýðuflokkur).
 67. Kristín H. Tryggvadóttir fædd 1936. Varaþingmaður Reyknesinga apríl 1984, maí og nóvember-desember 1985 og janúar-febrúar 1987 (Alþýðuflokkur).
 68. Lára V. Júlíusdóttir fædd 1951. Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember 1987, október 1988, október-nóvember 1989 og desember 1990 (Alþýðuflokkur).
 69. Lúðvík Bergvinsson fæddur 1964. Alþingismaður Suðurlands 1995–2003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2009 (Samfylkingin).
 70. Magnús H. Magnússon fæddur 1922. Alþingismaður Suðurlands 1978—1983 (Alþýðuflokkur). Félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1978—1980, jafnframt samgönguráðherra frá 1979.
 71. Magnús Jónsson fæddur 1948. Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember 1991, febrúar-mars 1992, mars-maí, október 1992 og desember 1994 (Alþýðuflokkur).
 72. Maríanna Friðjónsdóttir fædd 1953. Varaþingmaður Reykvíkinga mars-apríl 1985 (Alþýðuflokkur).
 73. Ólafur Björnsson fæddur 1924. Varaþingmaður Reyknesinga desember 1978, febrúar-mars 1979 og nóvember 1980 (Alþýðuflokkur).
 74. Páll Þorbjörnsson fæddur 1906. Landskjörinn alþingismaður (Vestmanneyinga) 1934—1937 (Alþýðuflokkur).
 75. Pálmi Ólason fæddur 1934. Varaþingmaður Norðurlands eystra janúar-febrúar 1994 (Alþýðuflokkur).
 76. Petrína Baldursdóttir fædd 1960. Alþingismaður Reyknesinga 1993—1995 (Alþýðuflokkur).
 77. Pétur Pétursson fæddur 1921. Landskjörinn alþingismaður (Snæfellinga) 1956—1959 og (Norðurlands vestra) 1971—1974 (Alþýðuflokkur).
 78. Pétur Sigurðsson fæddur 1931. Varaþingmaður Vestfirðinga nóvember 1991, mars og nóvember 1992, febrúar-mars 1993 og mars 1994 (Alþýðuflokkur).
 79. Ragnar Guðleifsson fæddur 1905. Varaþingmaður Reyknesinga október 1962, desember 1965, mars-apríl og desember 1966, apríl-maí 1969 og apríl-maí 1970 (Alþýðuflokkur).
 80. Rannveig Guðmundsdóttir fædd 1940. Alþingismaður Reyknesinga 1989–2003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2007 (Samfylkingin). Félagsmálaráðherra 1994–1995.
 81. Sigbjörn Gunnarsson fæddur 1951. Alþingismaður Norðurlands eystra 1991—1995 (Alþýðuflokkur).
 82. Sighvatur Björgvinsson fæddur 1942. Landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1974–1978, alþingismaður Vestfirðinga 1978–1983 og 1987–2001 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin). Fjármálaráðherra 1979–1980, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1991–1993, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 1993–1995 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1994–1995, formaður ráðherranefndar samstarfsráðherra Norðurlanda 1994–1995.
 83. Sigurður E. Arnórsson fæddur 1949. Varaþingmaður Norðurlands eystra nóvember 1991 og júní 1994 (Alþýðuflokkur).
 84. Sigurður E. Guðmundsson fæddur 1932. Varaþingmaður Reykvíkinga apríl-maí 1970 og október-desember 1971 (Alþýðuflokkur).
 85. Sigurður Einarsson fæddur 1898. Landskjörinn alþingismaður (Barðstrendinga) 1934—1937 (Alþýðuflokkur).
 86. Sigurður Ingimundarson fæddur 1913. Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1959—1971 (Alþýðuflokkur).
 87. Sigurjón Á. Ólafsson fæddur 1884. Alþingismaður Reykvíkinga 1927—1931 og 1934—1937, landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1937—1942 og 1946—1949 (Alþýðuflokkur).
 88. Soffía Ingvarsdóttir fædd 1903. Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember 1950 (Alþýðuflokkur).
 89. Stefán Benediktsson fæddur 1941. Alþingismaður Reykvíkinga 1983—1987 (Bandalag jafnaðarmanna, Alþýðuflokkur).
 90. Stefán Gunnlaugsson fæddur 1925. Landskjörinn alþingismaður 1971—1974 (Alþýðuflokkur).
 91. Stefán Jóh. Stefánsson fæddur 1894. Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1934—1937 og (Eyfirðinga) 1946—1953, alþingismaður Reykvíkinga 1942—1946 (Alþýðuflokkur). Félagsmálaráðherra 1939—1941, utanríkis- og félagsmálaráðherra 1941—1942, forsætis- og félagsmálaráðherra 1947—1949.
 92. Stefán Júlíusson fæddur 1915. Varaþingmaður Reyknesinga febrúar 1968 (Alþýðuflokkur).
 93. Steindór Steindórsson fæddur 1902. Landskjörinn alþingismaður (Ísafjarðar) 1959 (Alþýðuflokkur).
 94. Sveinn G. Hálfdánarson fæddur 1939. Varaþingmaður Vesturlands mars 1988, nóvember 1989 og maí 1990 (Alþýðuflokkur).
 95. Sveinn Þór Elinbergsson fæddur 1956. Varaþingmaður Vesturlands mars 1992 og nóvember 1993 (Alþýðuflokkur).
 96. Unnar Stefánsson fæddur 1934. Landskjörinn varaþingmaður (Suðurlands) mars-maí, maí-júní, nóvember og desember 1960, febrúar 1961, mars 1962, febrúar og desember 1963, febrúar, apríl og nóvember-desember 1964, maí 1965, apríl-maí 1966, apríl 1967, febrúar 1968, febrúar-mars og maí 1969 og apríl-maí og nóvember 1970 (Alþýðuflokkur).
 97. Unnur Hauksdóttir fædd 1958. Varaþingmaður Vestfirðinga október-nóvember 1990 (Alþýðuflokkur).
 98. Valgerður Gunnarsdóttir fædd 1950. Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember 1991, mars 1992, desember 1993 og mars, apríl og nóvember-desember 1994 (Alþýðuflokkur).
 99. Vilmundur Gylfason fæddur 1948. Alþingismaður Reykvíkinga 1978—1983 (Alþýðuflokkur, utan flokka). Kosinn 1983 alþingismaður Reykvíkinga (Bandalag jafnaðarmanna), dó áður en þing kom saman. Dóms- og kirkjumála- og menntamálaráðherra 1979—1980.
 100. Vilmundur Jónsson fæddur 1889. Alþingismaður Ísafjarðar 1931—1933, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1933—1934 og 1937—1941 (Alþýðuflokkur). Afsalaði sér þingmennsku 7. júlí 1941.
 101. Össur Skarphéðinsson fæddur 1953. Alþingismaður Reykvíkinga 1991–2003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2009, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2013, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2016 (Samfylkingin). Umhverfisráðherra 1993–1995, iðnaðarráðherra 2007–2009, samstarfsráðherra Norðurlanda 2007–2008, utanríkisráðherra 2009–2013.