Framfaraflokkurinn

Valtýingar sem höfðu starfað undir heitinu Stjórnbótarflokkur buðu fram undir merkjum Framfaraflokks í kosningunum 1900. Í næstu kosningum, 1903, buðu þeir fram undir merkjum Framsóknarflokks (eldri).


Æviágrip þingmanna: 21

  1. Axel V. Tulinius fæddur 1865. Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1900—1901 (Framfaraflokkurinn).
  2. Björn Kristjánsson fæddur 1858. Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1900—1931 (Framfaraflokkur, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Fjármálaráðherra 1917.
  3. Eggert Benediktsson fæddur 1861. Alþingismaður Árnesinga 1902 (Framfaraflokkurinn).
  4. Guðlaugur Guðmundsson fæddur 1856. Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1892—1908, alþingismaður Akureyrar 1911—1913 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn).
  5. Hallgrímur Sveinsson fæddur 1841. Konungkjörinn alþingismaður 1885—1887 og 1893—1905 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri).
  6. Jóhannes Jóhannesson fæddur 1866. Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1900—1901 og 1903—1913, alþingismaður Seyðfirðinga 1916—1931 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
  7. Jón Jónsson fæddur 1852. Alþingsmaður Norður-Múlasýslu 1889—1900 og 1902 (Framfaraflokkurinn).
  8. Kristján Jónsson fæddur 1852. Konungkjörinn alþingismaður 1893—1905, alþingismaður Borgfirðinga 1908—1913 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka). Ráðherra Íslands 1911—1912.
  9. Magnús Andrésson fæddur 1845. Alþingismaður Árnesinga 1881—1885, alþingismaður Mýramanna 1900—1908 og 1911—1913 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn).
  10. Magnús Torfason fæddur 1868. Alþingismaður Rangæinga 1900—1901 (Framfaraflokkurinn), alþingismaður Ísafjarðar 1916—1919 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), alþingismaður Árnesinga 1923—1933 (utan flokka, Framsóknarflokkur), landskjörinn alþingismaður (Árnesinga) 1934—1937 (Bændaflokkurinn, utan flokka).
  11. Ólafur Briem fæddur 1851. Alþingismaður Skagfirðinga 1886—1919 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).
  12. Ólafur Ólafsson fæddur 1855. Alþingismaður Rangæinga 1891—1892, alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1900—1901, alþingismaður Árnesinga 1903—1908 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn).
  13. Sigurður Jensson fæddur 1853. Alþingismaður Barðstrendinga 1886—1908 (Framfaraflokkurinn, Landvarnarflokkurinn, Þjóðræðisflokkurinn).
  14. Sigurður Sigurðsson fæddur 1864. Alþingismaður Árnesinga 1900—1901 og 1908—1919 (Framfaraflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn).
  15. Sigurður Stefánsson fæddur 1854. Alþingismaður Ísfirðinga 1886—1900 og 1902, alþingismaður Ísafjarðar 1904—1915, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1917—1923 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið).
  16. Skúli Thoroddsen fæddur 1859. Alþingismaður Eyfirðinga 1890—1892, alþingismaður Ísfirðinga 1892—1902, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1903—1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  17. Stefán Stefánsson fæddur 1863. Alþingismaður Skagfirðinga 1900—1908, konungkjörinn alþingismaður 1908—1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn).
  18. Valtýr Guðmundsson fæddur 1860. Alþingismaður Vestmanneyinga 1894—1901, alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1903—1908, alþingismaður Seyðfirðinga 1911—1913 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, utan flokka, Sambandsflokkurinn, utan flokka). Kosinn alþingismaður Seyðfirðinga 1908, en kosningin kærð og kjörbréf ekki samþykkt.
  19. Þorgrímur Þórðarson fæddur 1859. Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1902—1908 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn).
  20. Þórður Guðmundsson fæddur 1844. Alþingismaður Rangæinga 1892—1901 (Framfaraflokkurinn).
  21. Þórður Thoroddsen fæddur 1856. Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1895—1902 (Framfaraflokkurinn).