Hreyfingin

Hreyfingin var stofnuð haustið 2009 af hópi fólks sem sagði sig frá Borgarahreyfingunni í kjölfar ágreinings um eðli Borgarahreyfingarinnar sem stjórnmálaafls. Meðal stofnenda voru þrír þingmenn sem kosnir höfðu verið á þing vorið 2009 fyrir Borgarahreyfinguna.


Æviágrip þingmanna: 6

  1. Baldvin Jónsson fæddur 1970. Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður október 2010, mars 2012 og júní 2012 (Hreyfingin).
  2. Birgitta Jónsdóttir fædd 1967. Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2013 (Borgarahreyfingin, Hreyfingin), alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2013–2016, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2016–2017 (Píratar).
  3. Jón Kr. Arnarson fæddur 1962. Varaþingmaður Suðurkjördæmis mars 2012 og október 2012 (Hreyfingin).
  4. Margrét Tryggvadóttir fædd 1972. Alþingismaður Suðurkjördæmis 2009–2013 (Borgarahreyfingin, Hreyfingin).
  5. Valgeir Skagfjörð fæddur 1956. Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis júní-júlí 2009 (Borgarahreyfingin), mars 2012 og janúar-febrúar 2013 (Hreyfingin).
  6. Þór Saari fæddur 1960. Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2009–2013 (Borgarahreyfingin, Hreyfingin).