Alþýðubandalag

Sósíalistaflokkurinn og Málfundafélag jafnaðarmanna (vinstri armur Alþýðuflokksins) stofnuðu Alþýðubandalagið árið 1956. Fyrst í stað var um kosningabandalag að ræða, sem Þjóðvarnarflokkurinn gekk til liðs við árið 1963. Árið 1968 varð bandalagið formlegur stjórnmálaflokkur. Alþýðubandalagið tók þátt í kosningabandalaginu Samfylkingin í kosningum til Alþingis 1999.


Æviágrip þingmanna: 96

 1. Adda Bára Sigfúsdóttir fædd 1926. Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember 1957 (Alþýðubandalag).
 2. Alfreð Gíslason fæddur 1905. Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1956—1959, alþingismaður Reykvíkinga 1959—1967 (Alþýðubandalag).
 3. Anna Kristín Gunnarsdóttir fædd 1952. Varaþingmaður Norðurlands vestra mars 1992, janúar-febrúar 1994 (Alþýðubandalag) og apríl-maí 2002 (Samfylkingin).
 4. Anna Kristín Sigurðardóttir fædd 1957. Varaþingmaður Suðurlands október 1991, apríl og nóvember-desember 1992 (Alþýðubandalag).
 5. Arnór Sigurjónsson fæddur 1893. Varaþingmaður Norðurlands eystra október-nóvember 1964 (Alþýðubandalag).
 6. Auður Sveinsdóttir fædd 1947. Varaþingmaður Reykvíkinga mars og september 1992, apríl 1993 og febrúar-mars 1994 (Alþýðubandalag).
 7. Álfheiður Ingadóttir fædd 1951. Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis nóvember-desember 1987 (Alþýðubandalag), varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður nóvember-desember 2003, nóvember-desember 2004, nóvember 2006, október 2014 og maí 2017 og varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður nóvember 2018, apríl, maí og september 2019 (Vinstrihreyfingin - grænt framboð).
 8. Árni Steinar Jóhannsson fæddur 1953. Varaþingmaður Norðurlands eystra nóvember 1996 (Alþýðubandalag), október-nóvember 1998 (þingflokkur óháðra), október-nóvember 2003 og október 2006 (Vinstrihreyfingin - grænt framboð).
 9. Ásmundur Sigurðsson fæddur 1903. Landskjörinn varaþingmaður (Austur-Skaftfellinga) nóvember—desember 1944, nóvember—desember 1945, mars—apríl 1946, október 1953, apríl 1954 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur), varaþingmaður Austurlands mars—júní 1960 og október 1966 (Alþýðubandalag).
 10. Ásmundur Stefánsson fæddur 1945. Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember 1987 (Alþýðubandalag).
 11. Baldur Óskarsson fæddur 1940. Varaþingmaður Suðurlands október-nóvember 1981 og nóvember-desember 1982 (Alþýðubandalag).
 12. Bergur Sigurbjörnsson fæddur 1917. Varaþingmaður Reykvíkinga apríl 1964 og maí 1965 (Alþýðubandalag).
 13. Bergþór Finnbogason fæddur 1920. Varaþingmaður Suðurlands febrúar 1962 (Alþýðubandalag).
 14. Bjarnfríður Leósdóttir fædd 1924. Varaþingmaður Vesturlands nóvember 1971, febrúar-mars 1972, nóvember 1973, apríl-maí 1974, janúar-febrúar 1975 og apríl-maí 1979 (Alþýðubandalag).
 15. Björgvin Salómonsson fæddur 1934. Varaþingmaður Suðurlands desember 1968 og mars 1969 (Alþýðubandalag).
 16. Björn Grétar Sveinsson fæddur 1944. Varaþingmaður Austurlands febrúar 1989 og febrúar-mars 1991 (Alþýðubandalag).
 17. Björn Jónsson fæddur 1916. Landskjörinn alþingismaður (Akureyrar) 1956—1959, alþingismaður Norðurlands eystra 1959—1974 (Alþýðubandalag, utan flokka, Samtök frjálslyndra og vinstri manna), landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1978—1979 (Alþýðuflokkur). (Vegna veikinda sat hann ekki nema einn dag á þinginu 1978—1979.) Félagsmála- og samgönguráðherra 1973—1974.
 18. Björn Valur Gíslason fæddur 1959. Varaþingmaður Norðurlands eystra desember 1990 (Alþýðubandalagið), Norðausturkjördæmis október-nóvember 2007, apríl 2008, október-nóvember 2008, Reykjavíkurkjördæmis norður júní-júlí 2013, október 2014, janúar 2015 og október-nóvember og desember 2015, mars 2016 og mars 2017 (Vinstrihreyfingin - grænt framboð).
 19. Bryndís Friðgeirsdóttir fædd 1957. Varaþingmaður Vestfirðinga mars-apríl 1992 og nóvember 1993 (Alþýðubandalag).
 20. Bryndís Hlöðversdóttir fædd 1960. Alþingismaður Reykvíkinga 1995–2003 (Alþýðubandalag og óháðir, Samfylkingin), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2005 (Samfylkingin).
 21. Eðvarð Sigurðsson fæddur 1910. Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1959—1971, alþingismaður Reykvíkinga 1971—1979 (Alþýðubandalag).
 22. Einar Már Sigurðarson fæddur 1951. Varaþingmaður Austurlands október 1991, nóvember 1992, nóvember 1993, mars 1994 og nóvember-desember 1994 (Alþýðubandalag).
 23. Einar Olgeirsson fæddur 1902. Alþingismaður Reykvíkinga 1937—1967 (Kommúnistaflokkurinn, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur, Alþýðubandalag).
 24. Eiríkur Sigurðsson fæddur 1947. Varaþingmaður Austurlands febrúar-mars 1979 (Alþýðubandalag).
 25. Elsa Kristjánsdóttir fædd 1942. Varaþingmaður Reyknesinga maí 1984 (Alþýðubandalag).
 26. Finnbogi R. Valdimarsson fæddur 1906. Landskjörinn alþingismaður (Gullbringu- og Kjósarsýslu) 1949—1959, alþingismaður Reyknesinga 1959—1963 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur, Alþýðubandalag).
 27. Garðar Sigurðsson fæddur 1933. Alþingismaður Suðurlands 1971—1987 (Alþýðubandalag).
 28. Geir Gunnarsson fæddur 1930. Landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1959—1979, alþingismaður Reyknesinga 1979—1991 (Alþýðubandalag).
 29. Gils Guðmundsson fæddur 1914. Alþingismaður Reykvíkinga 1953—1956 (Þjóðvarnarflokkurinn), alþingismaður Reyknesinga 1963—1979 (Alþýðubandalag).
 30. Grétar Þorsteinsson fæddur 1940. Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember-desember 1985 (Alþýðubandalag).
 31. Guðmundur Beck fæddur 1950. Varaþingmaður Austurlands apríl-maí 1997 (Alþýðubandalag).
 32. Guðmundur J. Guðmundsson fæddur 1927. Alþingismaður Reykvíkinga 1979—1987 (Alþýðubandalag).
 33. Guðmundur Lárusson fæddur 1950. Varaþingmaður Suðurlands nóvember 1995, desember 1996 og nóvember 1997 (Alþýðubandalag).
 34. Guðmundur Þ Jónsson fæddur 1939. Varaþingmaður Reykvíkinga mars-apríl og nóvember 1992 (Alþýðubandalag).
 35. Guðmundur Þorsteinsson fæddur 1937. Varaþingmaður Vesturlands nóvember-desember 1973 (Alþýðubandalag).
 36. Guðrún Hallgrímsdóttir fædd 1941. Varaþingmaður Reykvíkinga apríl-maí og desember 1980 og janúar-maí 1982 (Alþýðubandalag).
 37. Guðrún Helgadóttir fædd 1935. Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1979–1987, alþingismaður Reykvíkinga 1987–1995 (Alþýðubandalag) og mars-maí 1999 (þingflokkur óháðra).
 38. Guðrún Sigurjónsdóttir fædd 1957. Varaþingmaður febrúar 1997 (Alþýðubandalag).
 39. Gunnar Jóhannsson fæddur 1895. Landskjörinn alþingismaður (Siglfirðinga, Norðurlands vestra) 1953—1963 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalag).
 40. Hannes Baldvinsson fæddur 1931. Varaþingmaður Norðurlands vestra janúar-febrúar 1973, febrúar 1975, október-nóvember 1978, febrúar-mars 1979, nóvember 1981 og mars og nóvember 1982 (Alþýðubandalag).
 41. Hannibal Valdimarsson fæddur 1903. Landskjörinn alþingismaður (Norður-Ísfirðinga) 1946—1952, (Ísafjarðar) 1953—1956 og (Reykvíkinga, Vestfirðinga) 1959—1963, alþingismaður Ísafjarðar 1952—1953, alþingismaður Reykvíkinga 1956—1959 og 1967—1971, alþingismaður Vestfirðinga 1963—1967 og 1971—1974 (Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, utan flokka, Samtök frjálslyndra og vinstri manna). Félags- og heilbrigðismálaráðherra 1956—1958, samgöngu- og félagsmálaráðherra 1971—1973.
 42. Haraldur Henrysson fæddur 1938. Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember-desember 1968 (utan flokkar) og mars 1971 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna).
 43. Haukur Hafstað fæddur 1920. Varaþingmaður Norðurlands vestra mars-apríl 1972 (Alþýðubandalag).
 44. Helgi Seljan fæddur 1934. Landskjörinn alþingismaður (Austurlands) 1971—1978, alþingismaður Austurlands 1978—1987 (Alþýðubandalag).
 45. Hjalti Haraldsson fæddur 1917. Varaþingmaður Norðurlands eystra apríl-maí 1966, janúar-febrúar 1968 og maí 1969. Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands eystra) nóvember-desember 1968 (Alþýðubandalag, utan flokka).
 46. Hjörleifur Guttormsson fæddur 1935. Landskjörinn alþingismaður (Austurlands) 1978–1979, alþingismaður Austurlands 1979–1999 (Alþýðubandalag, þingflokkur óháðra). Iðnaðarráðherra 1978–1979 og 1980–1983.
 47. Ingi R. Helgason fæddur 1924. Landskjörinn varaþingmaður (Vesturlands) nóvember 1961 og október-nóvember og desember 1965 (Alþýðubandalag).
 48. Ingibjörg Sigmundsdóttir fædd 1956. Varaþingmaður Suðurlands apríl og nóvember-desember 1996 (Alþýðubandalag).
 49. Jóhann Ársælsson fæddur 1943. Alþingismaður Vesturlands 1991–1995 (Alþýðubandalag) og 1999–2003 (Samfylkingin), alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2007.
 50. Jóhanna G Leopoldsdóttir fædd 1956. Varaþingmaður Vesturlands mars 1986 (Alþýðubandalag).
 51. Jón Snorri Þorleifsson fæddur 1929. Varaþingmaður Reykvíkinga febrúar 1968, mars 1970, nóvember-desember 1971, janúar-febrúar og febrúar-mars 1972, febrúar og apríl 1973 og febrúar-mars 1974 (Alþýðubandalag).
 52. Jónas Árnason fæddur 1923. Landskjörinn alþingismaður (Seyðfirðinga) 1949—1953 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn) og (Vesturlands) 1967—1971, alþingismaður Vesturlands 1971—1979 (Alþýðubandalag).
 53. Jónas Magnússon fæddur 1915. Varaþingmaður Suðurlands mars 1968 (Alþýðubandalag).
 54. Karl G. Sigurbergsson fæddur 1923. Varaþingmaður Reyknesinga janúar-febrúar 1968, október-nóvember 1970, febrúar-apríl 1972, mars-apríl 1973, júlí-september 1974, mars-apríl 1975, febrúar-mars og mars-apríl 1976 og apríl-maí 1978 (Alþýðubandalag).
 55. Karl Guðjónsson fæddur 1917. Landskjörinn alþingismaður (Vestmanneyinga) 1953—1959 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalag), alþingismaður Suðurlands 1959—1963 og 1967—1971 (Alþýðubandalag, utan flokka).
 56. Kjartan Ólafsson fæddur 1933. Alþingismaður Vestfirðinga 1978—1979 (Alþýðubandalag).
 57. Kristinn H. Gunnarsson fæddur 1952. Alþingismaður Vestfirðinga 1991–2003 (Alþýðubandalag, utan flokka, Framsóknarflokkur), alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2009 (Framsóknarflokkur, Frjálslyndi flokkurinn, utan flokka).
 58. Lilja Rafney Magnúsdóttir fædd 1957. Varaþingmaður mars-apríl 1993, nóvember 1998 (Alþýðubandalagið, utan flokka), janúar-febrúar 2007 (Vinstrihreyfingin - grænt framboð).
 59. Lúðvík Jósepsson fæddur 1914. Landskjörinn alþingismaður (Suður-Múlasýslu) 1942—1946, 1949—1956 og 1959, alþingismaður Suður-Múlasýslu 1946—1949 og 1956—1959, alþingismaður Austurlands 1959—1979 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalag). Sjávarútvegs- og viðskiptamálaráðherra 1956—1958, sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra 1971—1974.
 60. Magnús Kjartansson fæddur 1919. Alþingismaður Reykvíkinga 1967—1978 (Alþýðubandalag). Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og iðnaðarráðherra 1971—1974.
 61. Margrét Frímannsdóttir fædd 1954. Alþingismaður Suðurlands 1987–2003 (Alþýðubandalag, Samfylkingin), alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2007 (Samfylkingin).
 62. Margrét Sigurðardóttir fædd 1917. Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember 1960, febrúar 1961, mars 1962 og febrúar 1963 (Alþýðubandalag).
 63. Ólafur Ragnar Grímsson fæddur 1943. Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1978—1979, alþingismaður Reykvíkinga 1979—1983, alþingismaður Reyknesinga 1991—1996 (Alþýðubandalagið). Fjármálaráðherra 1988—1991.
 64. Ólöf Hildur Jónsdóttir fædd 1959. Varaþingmaður Vesturlands nóvember-desember 1988 (Alþýðubandalag).
 65. Páll Kristjánsson fæddur 1904. Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands eystra) desember 1959, maí-júní 1960 og nóvember 1961 (Alþýðubandalag).
 66. Ragnar Arnalds fæddur 1938. Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1963—1967, alþingismaður Norðurlands vestra 1971—1999 (Alþýðubandalagið, Samfylkingin). Menntamála- og samgönguráðherra 1978—1979, fjármálaráðherra 1980—1983.
 67. Ragnar Elbergsson fæddur 1946. Varaþingmaður Vesturlands nóvember-desember 1993 og október 1994 (Alþýðubandalag).
 68. Ragnar Óskarsson fæddur 1948. Varaþingmaður Suðurlands febrúar 1988, mars 1989 og janúar-febrúar 1995 (Alþýðubandalag).
 69. Ríkharð Brynjólfsson fæddur 1946. Varaþingmaður Vesturlands febrúar 1988 (Alþýðubandalag).
 70. Sigríður Jóhannesdóttir fædd 1943. Alþingismaður Reyknesinga 1996–2003 (Alþýðubandalag, Samfylkingin).
 71. Sigurður Björgvinsson fæddur 1924. Varaþingmaður Suðurlands október-nóvember 1975 (Alþýðubandalag).
 72. Sigurður Blöndal fæddur 1924. Varaþingmaður Austurlands mars-apríl, apríl-maí og nóvember-desember 1972, apríl-maí 1975 og apríl-maí 1976 (Alþýðubandalag).
 73. Sigurður Grétar Guðmundsson fæddur 1934. Varaþingmaður Reyknesinga desember 1968 og desember 1969 (Alþýðubandalag).
 74. Sigurður Hlöðvesson fæddur 1949. Varaþingmaður Norðurlands vestra desember 1991, maí 1992 og apríl og október 1994 (Alþýðubandalag).
 75. Sigurður Magnússon fæddur 1948. Varaþingmaður Reykvíkinga desember 1971, mars-maí 1972, febrúar 1973, febrúar 1974, janúar-maí 1977 og október-nóvember 1980 (Alþýðubandalag).
 76. Skúli Alexandersson fæddur 1926. Alþingismaður Vesturlands 1979—1991 (Alþýðubandalag).
 77. Soffía Guðmundsdóttir fædd 1927. Varaþingmaður Norðurlands eystra apríl-maí 1975, janúar-febrúar 1976, maí 1979, apríl-maí 1980, mars-apríl og nóvember 1982, landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands eystra) október-nóvember 1978 (Alþýðubandalag).
 78. Stefanía Traustadóttir fædd 1951. Varaþingmaður Norðurlands eystra október 1991 (Alþýðubandalag).
 79. Stefán Jónsson fæddur 1923. Alþingismaður Norðurlands eystra 1974—1983 (Alþýðubandalag).
 80. Steingrímur J. Sigfússon fæddur 1955. Alþingismaður Norðurlands eystra 1983–2003 (Alþýðubandalagið, þingflokkur óháðra, Vinstrihreyfingin - grænt framboð), alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2003 (Vinstrihreyfingin - grænt framboð). Landbúnaðar- og samgönguráðherra 1988–1991, fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2009, fjármálaráðherra 2009–2011, efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2011–2012, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 2012–2013.
 81. Steingrímur Pálsson fæddur 1918. Landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1967—1971 (Alþýðubandalag).
 82. Svanfríður Jónasdóttir fædd 1951. Varaþingmaður Norðurlands eystra apríl 1984, mars 1990 (Alþýðubandalag).
 83. Svanhildur Kaaber fædd 1944. Varaþingmaður Reykvíkinga febrúar-mars og nóvember 1997 (Alþýðubandalag).
 84. Svava Jakobsdóttir fædd 1930. Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1971—1978, alþingismaður Reykvíkinga 1978—1979 (Alþýðubandalag).
 85. Svavar Gestsson fæddur 1944. Alþingismaður Reykvíkinga 1978–1999 (Alþýðubandalagið, Samfylkingin). Viðskiptaráðherra 1978–1979, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1980–1983, menntamálaráðherra 1988–1991.
 86. Sveinn Jónsson fæddur 1948. Varaþingmaður Austurlands apríl-maí 1980, febrúar-mars og nóvember 1981, mars-apríl og nóvember-desember 1982, febrúar-mars og október-nóvember 1984, nóvember-desember 1985 og nóvember-desember 1986 (Alþýðubandalag).
 87. Unnar Þór Böðvarsson fæddur 1945. Varaþingmaður Suðurlands október-nóvember 1989 og október-nóvember 1990 (Alþýðubandalag).
 88. Unnur Kristjánsdóttir fædd 1955. Varaþingmaður Norðurlands vestra nóvember-desember 1988 (Alþýðubandalag).
 89. Unnur Sólrún Bragadóttir fædd 1951. Varaþingmaður Austurlands febrúar-mars 1988 (Alþýðubandalag).
 90. Vilborg Harðardóttir fædd 1935. Varaþingmaður Reykvíkinga febrúar-maí 1978 (Alþýðubandalag).
 91. Þorbjörg Arnórsdóttir fædd 1953. Varaþingmaður Austurlands apríl 1979 og október-nóvember 1980 (Alþýðubandalag).
 92. Þorsteinn Þorsteinsson fæddur 1929. Varaþingmaður Austurlands maí 1975 (Alþýðubandalag).
 93. Þór Vigfússon fæddur 1936. Varaþingmaður Suðurlands október-nóvember 1974 (Alþýðubandalag).
 94. Þórður Skúlason fæddur 1943. Varaþingmaður Norðurlands vestra mars 1981, nóvember-desember 1983, janúar-febrúar 1985, janúar-febrúar og nóvember-desember 1986, febrúar 1988, maí og desember 1989 og maí 1990 (Alþýðubandalag).
 95. Þuríður Backman fædd 1948. Varaþingmaður Austurlands mars 1992, október-nóvember 1993, nóvember 1994, nóvember 1995, október 1996, október-nóvember 1997 (Alþýðubandalag), nóvember 1998 (þingflokkur óháðra).
 96. Ögmundur Jónasson fæddur 1948. Alþingismaður Reykvíkinga 1995–2003 (Alþýðubandalagið og óháðir, þingflokkur óháðra, Vinstrihreyfingin - grænt framboð), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2007–2016 (Vinstrihreyfingin - grænt framboð). Heilbrigðisráðherra 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2010, innanríkisráðherra 2011–2013.