Þjóðvaki - hreyfing fólksins

Þjóðvaki var stofnaður árið 1994 af Jóhönnu Sigurðardóttur. Flokkurinn fékk fjóra þingmenn í kosningum árið 1995 en þrír þingmenn Þjóðvaka gengu til liðs við Alþýðuflokkinn á kjörtímabilinu. Þjóðvaki tók þátt í stofnun þingflokks jafnaðarmanna 1996. Árið 2000 gekk flokkurinn inn í Samfylkinguna.


Æviágrip þingmanna: 7

  1. Ágúst Einarsson fæddur 1952. Alþingismaður Reyknesinga 1995–1999 (Þjóðvaki - hreyfing fólksins, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin).
  2. Ásta R. Jóhannesdóttir fædd 1949. Alþingismaður Reykvíkinga 1995–2003 (Þjóðvaki - hreyfing fólksins, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2013 (Samfylkingin). Félags- og tryggingamálaráðherra 2009.
  3. Jóhanna Sigurðardóttir fædd 1942. Alþingismaður Reykvíkinga 1978–2003 (landskjörinn alþingismaður 1979–1987) (Alþýðuflokkur, utan flokka, Þjóðvaki - hreyfing fólksins, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2013 (Samfylkingin). Félagsmálaráðherra 1987–1994 og 2007–2008, félags- og tryggingamálaráðherra 2008–2009, forsætisráðherra 2009–2013.
  4. Lilja Guðmundsdóttir fædd 1948. Varaþingmaður Reyknesinga október 1995 (Þjóðvaki - hreyfing fólksins).
  5. Mörður Árnason fæddur 1953. Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember-desember 1995 (Þjóðvaki - hreyfing fólksins), febrúar 1997 (þingflokkur jafnaðarmanna), nóvember 1999, mars-apríl 2001, janúar-febrúar 2002 og Reykjavíkurkjördæmis suður janúar-febrúar, mars, apríl og október 2008, febrúar-mars og apríl 2009, janúar-febrúar 2014 og júní 2015 (Samfylkingin).
  6. Svanfríður Jónasdóttir fædd 1951. Alþingismaður Norðurlands eystra 1995–2003 (Þjóðvaki - hreyfing fólksins, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin).
  7. Vilhjálmur Ingi Árnason fæddur 1945. Varaþingmaður Norðurlands eystra október-nóvember 1995 (Þjóðvaki - hreyfing fólksins).