Borgaraflokkur

Borgaraflokkurinn var stofnaður 1987 að frumkvæði Alberts Guðmundssonar. Flokkurinn fékk 7 þingsæti í kosningum 1987 en fékk ekki mann kjörinn í kosningum til Alþingis 1991. 


Æviágrip þingmanna: 13

 1. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir fædd 1921. Alþingismaður Reykvíkinga 1987—1991 (Borgaraflokkur).
 2. Albert Guðmundsson fæddur 1923. Alþingismaður Reykvíkinga 1974—1987 (Sjálfstæðisflokkur), 1987—1989 (Borgaraflokkur). Fjármálaráðherra 1983—1985, iðnaðarráðherra 1985—1987.
 3. Ásgeir Hannes Eiríksson fæddur 1947. Alþingismaður Reykvíkinga 1989—1991 (Borgaraflokkur).
 4. Benedikt Bogason fæddur 1933. Alþingismaður Reykvíkinga 1989 (Borgaraflokkur).
 5. Guðmundur Ágústsson fæddur 1958. Alþingismaður Reykvíkinga 1987—1991 (Borgaraflokkur).
 6. Guttormur Einarsson fæddur 1938. Varaþingmaður Reykvíkinga október-nóvember 1990 og febrúar 1991 (Borgaraflokkur).
 7. Hreggviður Jónsson fæddur 1943. Alþingismaður Reyknesinga 1987—1991 (Borgaraflokkur, Frjálslyndi hægri flokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
 8. Hulda Jensdóttir fædd 1925. Varaþingmaður Reykvíkinga október 1990 og febrúar-mars 1991 (Borgaraflokkur).
 9. Ingi Björn Albertsson fæddur 1952. Alþingismaður Vesturlands 1987—1991 (Borgaraflokkur, Frjálslyndi hægri flokkurinn, Sjálfstæðisflokkur), alþingismaður Reykvíkinga 1991—1995 (Sjálfstæðisflokkur).
 10. Júlíus Sólnes fæddur 1937. Alþingismaður Reyknesinga 1987—1991 (Borgaraflokkur). Ráðherra Hagstofu Íslands 1989— 1990 og samstarfsráðherra Norðurlanda 1989—1991, umhverfisráðherra 1990—1991.
 11. Kolbrún Jónsdóttir fædd 1945. Varaþingmaður Reyknesinga febrúar-mars og mars 1988, maí 1989, janúar-febrúar 1990 (Borgaraflokkur) og febrúar-mars 1991 (Sjálfstæðisflokkur).
 12. Ólafur Gränz fæddur 1941. Varaþingmaður Suðurlands mars 1988 (Borgaraflokkur).
 13. Óli Þ. Guðbjartsson fæddur 1935. Alþingismaður Suðurlands 1987—1991 (Borgaraflokkur). Dóms- og kirkjumálaráðherra 1989—1991.