Heimastjórnarflokkurinn

Heimastjórnarflokkurinn var stofnaður fyrir kosningar árið 1900. Nafn flokksins vísaði til þeirra helsta stefnumáls, að krefjast ráðherra með aðsetur á Íslandi. Helsti leiðtogi heimastjórnarmanna var Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands. Heimastjórnarflokkurinn var lagður niður 1923 þegar Borgaraflokkurinn (eldri) var myndaður.


Æviágrip þingmanna: 54

 1. Ari Brynjólfsson fæddur 1849. Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1902 (Heimastjórnarflokkurinn).
 2. Arnljótur Ólafsson fæddur 1823. Alþingismaður Borgfirðinga 1858—1869, alþingismaður Norður-Múlasýslu 1877—1880, alþingismaður Eyfirðinga 1880—1885, konungkjörinn alþingismaður 1886—1893. Kosinn alþingismaður Norður-Þingeyinga 1900, en kom ekki til þings 1901.
 3. Ágúst Flygenring fæddur 1865. Konungkjörinn alþingismaður 1905—1913, alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1923—1925 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn).
 4. Árni Jónsson fæddur 1849. Alþingismaður Mýramanna 1886—1892, alþingismaður Norður-Þingeyinga 1902—1908 (Heimastjórnarflokkur).
 5. Árni Thorsteinson fæddur 1828. Konungkjörinn alþingismaður 1877—1905 (Heimastjórnarflokkurinn).
 6. Björn Bjarnarson fæddur 1853. Alþingismaður Dalamanna 1900—1908 (Heimastjórnarflokkurinn).
 7. Björn Bjarnarson fæddur 1856. Alþingismaður Borgfirðinga 1892—1893 og 1900—1901 (Heimastjórnarflokkurinn).
 8. Björn M. Ólsen fæddur 1850. Konungkjörinn alþingismaður 1905—1908 (Heimastjórnarflokkurinn).
 9. Björn R. Stefánsson fæddur 1880. Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1916—1919 (Heimastjórnarflokkurinn).
 10. Eggert Pálsson fæddur 1864. Alþingismaður Rangæinga 1902—1919 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn) og 1923—1926 (Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn).
 11. Einar Jónsson fæddur 1853. Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1892—1901 og 1911—1913 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn).
 12. Einar Jónsson fæddur 1868. Alþingismaður Rangæinga 1908—1919 og 1926—1931 (Heimastjórnarflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
 13. Eiríkur Briem fæddur 1846. Alþingismaður Húnvetninga 1880—1892, konungkjörinn alþingismaður 1901—1915 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn).
 14. Guðjón Guðlaugsson fæddur 1857. Alþingismaður Strandamanna 1892—1908 og 1911—1913, landskjörinn alþingismaður 1916—1922 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn).
 15. Guðlaugur Guðmundsson fæddur 1856. Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1892—1908, alþingismaður Akureyrar 1911—1913 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn).
 16. Guðmundur Björnsson fæddur 1864. Alþingismaður Reykvíkinga 1905—1908, konungkjörinn alþingismaður 1913—1915, landskjörinn alþingismaður 1916—1922 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn).
 17. Guðmundur Eggerz fæddur 1873. Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1913—1915 (Heimastjórnarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
 18. Guttormur Vigfússon fæddur 1850. Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1892—1908 (Heimastjórnarflokkurinn).
 19. Halldór Steinsson fæddur 1873. Alþingismaður Snæfellinga 1911—1913 og 1916—1933 (Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
 20. Hannes Hafstein fæddur 1861. Alþingismaður Ísfirðinga 1900—1901, alþingismaður Eyfirðinga 1903—1915, landskjörinn alþingismaður 1916—1922, sat síðast á þingi 1917 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn). Ráðherra Íslands 1904—1909 og 1912—1914.
 21. Hannes Þorsteinsson fæddur 1860. Alþingismaður Árnesinga 1900—1911 (Heimastjórnarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
 22. Hermann Jónasson fæddur 1858. Alþingismaður Húnvetninga 1900—1908 (Heimastjórnarflokkurinn).
 23. Jóhann Eyjólfsson fæddur 1862. Alþingismaður Mýramanna 1914—1915 (Heimastjórnarflokkurinn).
 24. Jóhannes Jóhannesson fæddur 1866. Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1900—1901 og 1903—1913, alþingismaður Seyðfirðinga 1916—1931 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
 25. Jóhannes Ólafsson fæddur 1859. Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1903—1908 (Heimastjórnarflokkurinn).
 26. Jón Auðunn Jónsson fæddur 1878. Alþingismaður Ísafjarðar 1919—1923, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1923—1933 og 1934—1937 (Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
 27. Jón J. Aðils fæddur 1869. Alþingismaður Reykvíkinga 1911—1913 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn).
 28. Jón Jacobson fæddur 1860. Alþingismaður Skagfirðinga 1892—1900, alþingismaður Húnvetninga 1903—1908 (Heimastjórnarflokkurinn).
 29. Jón Jónsson fæddur 1855. Alþingismaður Norður-Þingeyinga 1886—1892, alþingismaður Eyfirðinga 1892—1900, alþingismaður Seyðfirðinga 1904—1908, alþingismaður Suður-Múlasýslu 1908—1912 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn).
 30. Jón Magnússon fæddur 1859. Alþingismaður Vestmanneyinga 1902—1913, alþingismaður Reykvíkinga 1914—1919, landskjörinn alþingismaður 1922—1926 (utan flokka, Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Íhaldsflokkurinn). Forsætisráðherra 1917—1922 og 1924—1926.
 31. Jón Ólafsson fæddur 1850. Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1880—1885, 1886—1890 og 1908—1913, konungkjörinn alþingismaður 1905, en sagði svo af sér (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn).
 32. Jón Þorláksson fæddur 1877. Alþingismaður Reykvíkinga 1921—1926, landskjörinn alþingismaður 1926—1934 (Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Fjármálaráðherra 1924—1926, forsætis- og fjármálaráðherra 1926—1927.
 33. Jónas Jónassen fæddur 1840. Alþingismaður Reykvíkinga 1886—1892, konungkjörinn alþingismaður 1899—1905 (Heimastjórnarflokkurinn).
 34. Jósafat Jónatansson fæddur 1844. Alþingismaður Húnvetninga 1900—1902 (Heimastjórnarflokkurinn).
 35. Júlíus Havsteen fæddur 1839. Konungkjörinn alþingismaður 1887—1893 og 1899—1915 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn).
 36. Klemens Jónsson fæddur 1862. Alþingismaður Eyfirðinga 1892—1904 (sat ekki þing 1894), alþingismaður Rangæinga 1923—1927 (Heimastjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkur). Sat tímabundið á Alþingi 1907, 1909, 1913 og 1914 sem umboðsmaður ráðherra í forföllum hans. Atvinnumálaráðherra 1922—1924, jafnframt fjármálaráðherra 1923—1924.
 37. Lárus H. Bjarnason fæddur 1866. Alþingismaður Snæfellinga 1900—1908, konungkjörinn alþingismaður 1908—1911, alþingismaður Reykvíkinga 1911—1913 (Heimastjórnarflokkurinn).
 38. Magnús Kristjánsson fæddur 1862. Alþingismaður Akureyrar 1905—1908 og 1913—1923, landskjörinn alþingismaður 1926—1928 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkur). Fjármálaráherra 1927—1928.
 39. Magnús Stephensen fæddur 1836. Konungkjörinn alþingismaður 1877—1886. Alþingismaður Rangæinga 1903—1908 (Heimastjórnarflokkurinn). Landshöfðingi 1886—1904.
 40. Matthías Ólafsson fæddur 1857. Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1911—1919 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn).
 41. Ólafur F. Davíðsson fæddur 1858. Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1902 (Heimastjórnarflokkurinn).
 42. Pétur Jónsson fæddur 1858. Alþingismaður Suður-Þingeyinga 1894—1922 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn). Atvinnumálaráðherra 1920—1922.
 43. Sighvatur Árnason fæddur 1823. Alþingismaður Rangæinga 1864—1869, 1874—1899 og 1902 (Heimastjórnarflokkurinn).
 44. Sigurður H. Kvaran fæddur 1862. Alþingismaður Akureyrar 1908—1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), alþingismaður Suður-Múlasýslu 1919—1923 (Heimastjórnarflokkurinn, Borgaraflokkurinn eldri).
 45. Sigurður Sigurðsson fæddur 1864. Alþingismaður Árnesinga 1900—1901 og 1908—1919 (Framfaraflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn).
 46. Sigurður Stefánsson fæddur 1854. Alþingismaður Ísfirðinga 1886—1900 og 1902, alþingismaður Ísafjarðar 1904—1915, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1917—1923 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið).
 47. Sigurjón Friðjónsson fæddur 1867. Landskjörinn alþingismaður 1918— 1922 (varaþingmaður, Heimastjórnarflokkurinn, tók sæti Hannesar Hafsteins í veikindum hans).
 48. Stefán Stefánsson fæddur 1863. Alþingismaður Eyfirðinga 1900—1902 og 1904—1923 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkur).
 49. Stefán Stefánsson fæddur 1863. Alþingismaður Skagfirðinga 1900—1908, konungkjörinn alþingismaður 1908—1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn).
 50. Steingrímur Jónsson fæddur 1867. Konungkjörinn alþingismaður 1906—1915 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn).
 51. Sveinn Björnsson fæddur 1881. Alþingismaður Reykvíkinga 1914—1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri) og 1919—1920 (utan flokka, (Heimastjórnarflokkurinn), Utanflokkabandalagið).
 52. Tryggvi Gunnarsson fæddur 1835. Alþingismaður Norður-Þingeyinga 1869—1874 (sat ekki á þingi 1871 og 1873), alþingismaður Suður-Múlasýslu 1874—1885, alþingismaður Árnesinga 1894—1900, alþingismaður Reykvíkinga 1900—1908 (Heimastjórnarflokkurinn).
 53. Þórarinn Jónsson fæddur 1870. Konungkjörinn alþingismaður 1905—1908, alþingismaður Húnvetninga 1911—1913 og 1916—1923, alþingismaður Vestur-Húnvetninga 1923—1927 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn). Sagði af sér þingmennsku 1908.
 54. Þórhallur Bjarnarson fæddur 1855. Alþingismaður Borgfirðinga 1894—1900 og 1902—1908 (utan flokka, Heimastjórnarflokkurinn).