Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn

Sameiningarflokkur alþýðu – Sósíalistaflokkurinn var myndaður 1938 af Kommúnistaflokki Íslands og klofningsbroti úr Alþýðuflokknum undir forystu Héðins Valdimarssonar. Sósíalistaflokkurinn tók þátt í kosningabandalaginu Alþýðubandalagið 1956.


Æviágrip þingmanna: 26

  1. Arnfinnur Jónsson fæddur 1896. Varaþingmaður Suður-Múlasýslu febrúar—apríl 1947 og október—nóvember 1948 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).
  2. Áki Jakobsson fæddur 1911. Landskjörinn alþingismaður (Siglfirðinga) 1942, alþingismaður Siglfirðinga 1942—1953 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur) og 1956—1959 (Alþýðuflokkur). Sjávarútvegsmálaráðherra 1944—1947.
  3. Ásmundur Sigurðsson fæddur 1903. Landskjörinn alþingismaður (Austur-Skaftfellinga) 1946—1953 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur).
  4. Brynjólfur Bjarnason fæddur 1898. Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1937—1942 og (Vestmanneyinga, Reykvíkinga) 1946—1956, alþingismaður Reykvíkinga 1942—1946 (Kommúnistaflokkurinn, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn). Menntamálaráðherra 1944—1947.
  5. Einar Olgeirsson fæddur 1902. Alþingismaður Reykvíkinga 1937—1967 (Kommúnistaflokkurinn, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur, Alþýðubandalag).
  6. Finnbogi R. Valdimarsson fæddur 1906. Landskjörinn alþingismaður (Gullbringu- og Kjósarsýslu) 1949—1959, alþingismaður Reyknesinga 1959—1963 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur, Alþýðubandalag).
  7. Gunnar Benediktsson fæddur 1892. Landskjörinn varaþingmaður (Árnesinga) desember 1945 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).
  8. Gunnar Jóhannsson fæddur 1895. Landskjörinn alþingismaður (Siglfirðinga, Norðurlands vestra) 1953—1963 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalag).
  9. Gunnar M. Magnúss fæddur 1898. Varaþingmaður Reykvíkinga febrúar-maí 1955 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).
  10. Hermann Guðmundsson fæddur 1914. Landskjörinn alþingismaður (Hafnfirðinga) 1946—1949 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).
  11. Héðinn Valdimarsson fæddur 1892. Alþingismaður Reykvíkinga 1926—1942 (Alþýðuflokkur, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur, utan flokka).
  12. Ísleifur Högnason fæddur 1895. Landskjörinn alþingismaður (Vestmanneyinga) 1937—1942 (Kommúnistaflokkurinn, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).
  13. Jóhannes Jónasson úr Kötlum fæddur 1899. Varaþingmaður Reykvíkinga apríl—júní, júlí og október—nóvember 1941.
  14. Jónas Árnason fæddur 1923. Landskjörinn alþingismaður (Seyðfirðinga) 1949—1953 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn) og (Vesturlands) 1967—1971, alþingismaður Vesturlands 1971—1979 (Alþýðubandalag).
  15. Karl Guðjónsson fæddur 1917. Landskjörinn alþingismaður (Vestmanneyinga) 1953—1959 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalag), alþingismaður Suðurlands 1959—1963 og 1967—1971 (Alþýðubandalag, utan flokka).
  16. Katrín Thoroddsen fædd 1896. Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1946—1949 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur).
  17. Kristinn E. Andrésson fæddur 1901. Landskjörinn alþingismaður (Suður-Þingeyinga) 1942—1946 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).
  18. Lúðvík Jósepsson fæddur 1914. Landskjörinn alþingismaður (Suður-Múlasýslu) 1942—1946, 1949—1956 og 1959, alþingismaður Suður-Múlasýslu 1946—1949 og 1956—1959, alþingismaður Austurlands 1959—1979 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalag). Sjávarútvegs- og viðskiptamálaráðherra 1956—1958, sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra 1971—1974.
  19. Magnús Kjartansson fæddur 1919. Landskjörinn varaþingmaður (Hafnfirðinga) janúar—febrúar, mars—maí, október og nóvember 1950, mars 1951, janúar og október—nóvember 1952 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn), varaþingmaður Reykvíkinga desember 1965 (Alþýðubandalag).
  20. Sigfús Sigurhjartarson fæddur 1902. Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1942, alþingismaður Reykvíkinga 1942—1949 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).
  21. Sigurður Guðnason fæddur 1888. Landskjörinn alþingismaður 1942—1946, alþingismaður Reykvíkinga 1946—1956 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur).
  22. Sigurður S. Thoroddsen fæddur 1902. Landskjörinn alþingismaður (Ísafjarðar) 1942—1946 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).
  23. Snorri Jónsson fæddur 1913. Varaþingmaður Reykvíkinga maí 1947 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur).
  24. Steingrímur Aðalsteinsson fæddur 1903. Landskjörinn alþingismaður (Akureyrar) 1942—1953 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).
  25. Þórður Benediktsson fæddur 1898. Landskjörinn alþingismaður (Vestmanneyinga) 1942—1946 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn). (Vegna veikinda sat hann ekki á þingi nema einn dag 1942 og þrjá mánuði 1946.)
  26. Þóroddur Guðmundsson fæddur 1903. Landskjörinn alþingismaður (Eyfirðinga) 1942—1945 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn). (Varaþingmaður, tók sæti á Alþingi 19. nóvember 1942 vegna forfalla Þórðar Benediktssonar og sat á þingi til 14. nóvember 1945.)