Bændaflokkurinn

Bændaflokkurinn var stofnaður 1933 eftir klofning í Framsóknarflokknum. Flokkurinn var lagður niður 1942.

Æviágrip þingmanna: 7

  1. Halldór Stefánsson fæddur 1877. Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1923—1934 (Framsóknarflokkur, Bændaflokkurinn).
  2. Hannes Jónsson fæddur 1893. Alþingismaður Vestur-Húnvetninga 1927—1937 (Framsóknarflokkur, Bændaflokkurinn).
  3. Jón Jónsson fæddur 1886. Landskjörinn alþingismaður 1928—1934 (Framsóknarflokkur, Bændaflokkurinn).
  4. Magnús Torfason fæddur 1868. Alþingismaður Rangæinga 1900—1901 (Framfaraflokkurinn), alþingismaður Ísafjarðar 1916—1919 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), alþingismaður Árnesinga 1923—1933 (utan flokka, Framsóknarflokkur), landskjörinn alþingismaður (Árnesinga) 1934—1937 (Bændaflokkurinn, utan flokka).
  5. Stefán Stefánsson fæddur 1896. Landskjörinn alþingismaður (Eyfirðinga) 1937—1942 (Bændaflokkurinn), alþingismaður Eyfirðinga 1947—1953 (Sjálfstæðisflokkur).
  6. Tryggvi Þórhallsson fæddur 1889. Alþingismaður Strandamanna 1923—1934 (Framsóknarflokkur, Bændaflokkurinn). Forsætisráðherra 1927—1932.
  7. Þorsteinn Briem fæddur 1885. Landskjörinn alþingismaður (Dalamanna) 1934—1937, alþingismaður Dalamanna 1937—1942 (Bændaflokkurinn). Atvinnumálaráðherra 1932—1934.