Bændaflokkurinn eldri

Bændaflokkurinn eldri var myndaður 1913 með þingmönnum úr Sambandsflokknum. Flokkurinn klofnaði og varð flokkurinn Óháðir bændur til í kjölfarið. Þingmenn Bændaflokksins tóku þátt í stofnun Framsóknarflokksins 1916.


Æviágrip þingmanna: 16

 1. Björn Hallsson fæddur 1875. Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1914—1915 og 1919—1923 (utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Bændaflokkurinn eldri, utan flokka (Heimastjórnarflokkurinn), Framsóknarflokkur, Sparnaðarbandalagið).
 2. Einar Árnason fæddur 1875. Alþingismaður Eyfirðinga 1916—1942 (Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur). Fjármálaráðherra 1929—1931.
 3. Einar Jónsson fæddur 1868. Alþingismaður Rangæinga 1908—1919 og 1926—1931 (Heimastjórnarflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
 4. Guðjón Guðlaugsson fæddur 1857. Alþingismaður Strandamanna 1892—1908 og 1911—1913, landskjörinn alþingismaður 1916—1922 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn).
 5. Guðmundur Ólafsson fæddur 1867. Alþingismaður Húnvetninga 1914—1923, alþingismaður Austur-Húnvetninga 1923—1933 (Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).
 6. Hákon Kristófersson fæddur 1877. Alþingismaður Barðstrendinga 1913—1931 (Bændaflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
 7. Jón Jónatansson fæddur 1874. Alþingismaður Árnesinga 1911—1913 (utan flokka, Bændaflokkurinn eldri).
 8. Jón Jónsson fæddur 1871. Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1908—1911 og 1914—1919 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
 9. Jósef J. Björnsson fæddur 1858. Alþingismaður Skagfirðinga 1908—1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkur eldri).
 10. Ólafur Briem fæddur 1851. Alþingismaður Skagfirðinga 1886—1919 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).
 11. Pétur Jónsson fæddur 1858. Alþingismaður Suður-Þingeyinga 1894—1922 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn). Atvinnumálaráðherra 1920—1922.
 12. Sigurður Sigurðsson fæddur 1864. Alþingismaður Árnesinga 1900—1901 og 1908—1919 (Framfaraflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn).
 13. Stefán Stefánsson fæddur 1863. Alþingismaður Eyfirðinga 1900—1902 og 1904—1923 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkur).
 14. Tryggvi Bjarnason fæddur 1869. Alþingismaður Húnvetninga 1911—1913 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri).
 15. Þorleifur Jónsson fæddur 1864. Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1908—1934 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).
 16. Þórarinn Jónsson fæddur 1870. Konungkjörinn alþingismaður 1905—1908, alþingismaður Húnvetninga 1911—1913 og 1916—1923, alþingismaður Vestur-Húnvetninga 1923—1927 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn). Sagði af sér þingmennsku 1908.