Sparnaðarbandalagið

Sparnaðarbandalagið var stofnað af 12 þingmönnum í neðri deild Alþingis árið 1922, Jón Þorláksson var einn helsti forystumaður. Stjórnarandstaðan starfaði saman undir nafni Sparnaðarbandalagsins, arftaka Utanflokkabandalagsins. Þar komu saman þingmenn frá Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og fyrrum Heimastjórnarmenn. Sparnaðarbandalagið bauð fram undir merkjum Borgaraflokks í kosningunum 1923.


Æviágrip þingmanna: 15

 1. Björn Hallsson fæddur 1875. Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1914—1915 og 1919—1923 (utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Bændaflokkurinn eldri, utan flokka (Heimastjórnarflokkurinn), Framsóknarflokkur, Sparnaðarbandalagið).
 2. Björn Kristjánsson fæddur 1858. Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1900—1931 (Framfaraflokkur, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Fjármálaráðherra 1917.
 3. Einar Þorgilsson fæddur 1865. Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1919—1923 (utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið).
 4. Hákon Kristófersson fæddur 1877. Alþingismaður Barðstrendinga 1913—1931 (Bændaflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
 5. Jón Auðunn Jónsson fæddur 1878. Alþingismaður Ísafjarðar 1919—1923, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1923—1933 og 1934—1937 (Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
 6. Jón Sigurðsson fæddur 1888. Alþingismaður Skagfirðinga 1919—1931 (Framsóknarflokkur, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur), 1933—1934 og 1942—1959, landskjörinn alþingismaður (Skagfirðinga) 1934—1937 (Sjálfstæðisflokkur).
 7. Jón Þorláksson fæddur 1877. Alþingismaður Reykvíkinga 1921—1926, landskjörinn alþingismaður 1926—1934 (Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Fjármálaráðherra 1924—1926, forsætis- og fjármálaráðherra 1926—1927.
 8. Magnús Guðmundsson fæddur 1879. Alþingismaður Skagfirðinga 1916—1937, landskjörinn alþingismaður (Skagfirðinga) 1937 (utan flokka, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Fjármálaráðherra 1920—1922, atvinnumálaráðherra 1924—1927, dómsmálaráðherra 1932—1934.
 9. Magnús Jónsson fæddur 1887. Alþingismaður Reykvíkinga 1921—1946 (utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Utanflokkabandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Atvinnumálaráðherra 1942.
 10. Ólafur Proppé fæddur 1886. Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1919—1923 (utan flokka, (Heimastjórnarflokkurinn), Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið).
 11. Pétur Ottesen fæddur 1888. Alþingismaður Borgfirðinga 1916—1959 (Sjálfstæðisflokkurinn þversum, utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
 12. Pétur Þórðarson fæddur 1864. Alþingismaður Mýramanna 1916—1927 (Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sparnaðarbandalagið, Framsóknarflokkur).
 13. Sigurður Stefánsson fæddur 1854. Alþingismaður Ísfirðinga 1886—1900 og 1902, alþingismaður Ísafjarðar 1904—1915, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1917—1923 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið).
 14. Þorleifur Guðmundsson fæddur 1882. Alþingismaður Árnesinga 1919—1923 (utan flokka, Framsóknarflokkur, Sparnaðarbandalagið).
 15. Þórarinn Jónsson fæddur 1870. Konungkjörinn alþingismaður 1905—1908, alþingismaður Húnvetninga 1911—1913 og 1916—1923, alþingismaður Vestur-Húnvetninga 1923—1927 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn). Sagði af sér þingmennsku 1908.