Utanflokkabandalagið

Utanflokkabandalagið var lauslegur þingflokkur stjórnarandstæðinga sem var myndaður af tíu þingmönnum þegar þing kom saman eftir áramót árið 1920. Þar á meðal höfðu 5 þingmenn tilheyrt Sjálfstæðisflokknum langsum, sem var frá því ekki lengur til sem sérstakt stjórnmálaafl.


Æviágrip þingmanna: 13

 1. Björn Kristjánsson fæddur 1858. Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1900—1931 (Framfaraflokkur, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Fjármálaráðherra 1917.
 2. Einar Þorgilsson fæddur 1865. Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1919—1923 (utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið).
 3. Gísli Sveinsson fæddur 1880. Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1916—1921, 1933—1942 og 1946—1947, landskjörinn alþingismaður (Vestur-Skaftfellinga) 1942—1946 (Sjálfstæðisflokkurinn langsum, Utanflokkabandalagið, Sjálfstæðisflokkur). (Sagði af sér þingmennsku 1921 vegna veikinda.)
 4. Halldór Steinsson fæddur 1873. Alþingismaður Snæfellinga 1911—1913 og 1916—1933 (Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
 5. Jón Auðunn Jónsson fæddur 1878. Alþingismaður Ísafjarðar 1919—1923, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1923—1933 og 1934—1937 (Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
 6. Jón Þorláksson fæddur 1877. Alþingismaður Reykvíkinga 1921—1926, landskjörinn alþingismaður 1926—1934 (Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Fjármálaráðherra 1924—1926, forsætis- og fjármálaráðherra 1926—1927.
 7. Magnús Guðmundsson fæddur 1879. Alþingismaður Skagfirðinga 1916—1937, landskjörinn alþingismaður (Skagfirðinga) 1937 (utan flokka, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Fjármálaráðherra 1920—1922, atvinnumálaráðherra 1924—1927, dómsmálaráðherra 1932—1934.
 8. Magnús Jónsson fæddur 1887. Alþingismaður Reykvíkinga 1921—1946 (utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Utanflokkabandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Atvinnumálaráðherra 1942.
 9. Magnús Pétursson fæddur 1881. Alþingismaður Strandamanna 1914—1923 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn langsum, Utanflokkabandalagið, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
 10. Ólafur Proppé fæddur 1886. Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1919—1923 (utan flokka, (Heimastjórnarflokkurinn), Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið).
 11. Sigurður Stefánsson fæddur 1854. Alþingismaður Ísfirðinga 1886—1900 og 1902, alþingismaður Ísafjarðar 1904—1915, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1917—1923 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið).
 12. Sveinn Björnsson fæddur 1881. Alþingismaður Reykvíkinga 1914—1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri) og 1919—1920 (utan flokka, (Heimastjórnarflokkurinn), Utanflokkabandalagið).
 13. Þórarinn Jónsson fæddur 1870. Konungkjörinn alþingismaður 1905—1908, alþingismaður Húnvetninga 1911—1913 og 1916—1923, alþingismaður Vestur-Húnvetninga 1923—1927 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn). Sagði af sér þingmennsku 1908.