Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög 1. janúar 2012. Útgáfa 140a. Prenta í tveimur dálkum.
Almenn hegningarlög
1940 nr. 19 12. febrúar
Tóku gildi 12. ágúst 1940. Breytt með l. 47/1941 (tóku gildi 30. júní 1941), l. 36/1944 (tóku gildi 24. ágúst 1944), l. 101/1950 (tóku gildi 31. des. 1950), l. 100/1951 (tóku gildi 20. mars 1951), l. 22/1955 (tóku gildi 23. maí 1955), l. 20/1956 (tóku gildi 24. apríl 1956), l. 21/1957 (tóku gildi 3. sept. 1957), l. 31/1961 (tóku gildi 2. maí 1961), l. 8/1962 (tóku gildi 28. sept. 1962), l. 17/1962 (tóku gildi 4. maí 1962), l. 69/1964 (tóku gildi 15. jan. 1965), l. 41/1973 (tóku gildi 24. maí 1973), l. 96/1973 (tóku gildi 31. des. 1973), l. 64/1974 (tóku gildi 11. júní 1974), l. 16/1976 (tóku gildi 10. maí 1976), l. 24/1976 (tóku gildi 28. maí 1976), l. 101/1976 (tóku gildi 29. des. 1976), l. 34/1980 (tóku gildi 9. júní 1980), l. 52/1980 (tóku gildi 16. júní 1980), l. 20/1981 (tóku gildi 1. okt. 1981), l. 69/1981 (tóku gildi 18. júní 1981), l. 13/1984 (tóku gildi 1. júlí 1984), l. 42/1985 (tóku gildi 1. júlí 1985), l. 48/1988 (tóku gildi 1. jan. 1989), l. 16/1990 (tóku gildi 6. apríl 1990), l. 19/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 1. og 3. mgr. 29. gr. sem tóku gildi 17. apríl 1991), l. 21/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992), l. 92/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 103. gr. sem tók gildi 9. jan. 1992), l. 40/1992 (tóku gildi 10. júní 1992), l. 39/1993 (tóku gildi 7. maí 1993; EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 91/308/EBE), l. 50/1993 (tóku gildi 1. júlí 1993), l. 72/1993 (tóku gildi 27. maí 1993), l. 133/1993 (tóku gildi 1. jan. 1994; EES-samningurinn: V. viðauki tilskipun 64/221/EBE, VII. viðauki tilskipun 67/43/EBE, V. viðauki tilskipun 68/360/EBE og 72/194/EBE, VIII. viðauki tilskipun 73/148/EBE, 75/34/EBE og 75/35/EBE, VII. viðauki tilskipun 77/249/EBE og 89/48/EBE, VIII. viðauki tilskipun 90/364/EBE, 90/365/EBE og 90/366/EBE), l. 39/1995 (tóku gildi 1. jan. 1995),
l. 71/1995 (tóku gildi 13. mars 1995), l. 142/1995 (tóku gildi 29. des. 1995), l. 84/1996 (tóku gildi 1. júlí 1997), l. 90/1996 (tóku gildi 1. júlí 1997), l. 126/1996 (tóku gildi 1. jan. 1997), l. 135/1996 (tóku gildi 30. des. 1996), l. 10/1997 (tóku gildi 26. mars 1997), l. 57/1997 (tóku gildi 1. júlí 1997), l. 30/1998 (tóku gildi 29. apríl 1998), l. 63/1998 (tóku gildi 18. júní 1998), l. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998), l. 140/1998 (tóku gildi 30. des. 1998), l. 147/1998 (tóku gildi 30. des. 1998), l. 24/1999 (tóku gildi 30. mars 1999), l. 122/1999 (tóku gildi 30. des. 1999), l. 15/2000 (tóku gildi 28. apríl 2000), l. 39/2000 (tóku gildi 26. maí 2000), l. 94/2000 (tóku gildi 6. júní 2000), l. 25/2001 (tóku gildi 16. maí 2001), l. 32/2001 (tóku gildi 16. maí 2001), l. 44/2001 (tóku gildi 13. júní 2001), l. 14/2002 (tóku gildi 3. apríl 2002), l. 56/2002 (tóku gildi 14. maí 2002), l. 70/2002 (tóku gildi 17. maí 2002), l. 99/2002 (tóku gildi 31. maí 2002), l. 40/2003 (tóku gildi 3. apríl 2003), l. 54/2003 (tóku gildi 7. apríl 2003), l. 125/2003 (tóku gildi 30. des. 2003), l. 73/2004 (tóku gildi 18. júní 2004), l. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005), l. 21/2005 (tóku gildi 25. maí 2005), l. 49/2005 (tóku gildi 1. júlí 2005), l. 81/2005 (tóku gildi 9. júní 2005), l. 83/2005 (tóku gildi 9. júní 2005), l. 27/2006 (tóku gildi 3. maí 2006), l. 74/2006 (tóku gildi 30. júní 2006), l. 25/2007 (tóku gildi 29. mars 2007), l. 61/2007 (tóku gildi 4. apríl 2007), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008), l. 54/2009 (tóku gildi 1. maí 2009), l. 149/2009 (tóku gildi 1. jan. 2010), l. 143/2010 (tóku gildi 29. des. 2010), l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011), l. 72/2011 (tóku gildi 28. júní 2011), l. 85/2011 (tóku gildi 30. júní 2011) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).
I. kafli. Refsiheimildir, gildissvið refsilaga …1) o.fl.
1)L. 72/1993, 1. gr.
1. gr. Eigi skal refsa manni, nema hann hafi gerst sekur um háttsemi, sem refsing er lögð við í lögum, eða má öldungis jafna til hegðunar, sem þar er afbrot talin.
[Viðurlögum samkvæmt VII. kafla laga þessara verður ekki beitt, nema um þau sé mælt í heimildum þeim, sem greinir í 1. mgr.] 1)
1)L. 31/1961, 1. gr.
2. gr. Hafi refsilöggjöf breyst frá því að verknaður var framinn til þess er dómur gengur, skal dæma eftir nýrri lögunum, bæði um refsinæmi verknaðar og refsingu. Aldrei má þó dæma refsingu, nema heimild hafi verið til þess í lögum, þegar verk var framið, og ekki þyngri refsingu en orðið hefði eftir þeim lögum. Hafi refsiákvæði laga fallið úr gildi af ástæðum, sem ekki bera vitni um breytt mat löggjafans á refsinæmi verknaðar, skal dæma eftir lögum þeim, sem í gildi voru, þegar brot var framið.
Falli refsinæmi verknaðar niður af öðrum ástæðum en síðast var getið, fellur refsing niður, sem dæmd hefur verið fyrir þann verknað, að því leyti, sem hún hefur þá ekki þegar verið framkvæmd. Einnig falla þá niður aðrar afleiðingar verknaðar, sem refsinæmi hans að eldri lögum leiddi af sér, að undantekinni skyldu til greiðslu sakarkostnaðar. Bera má þá undir dómstól þann, sem dæmdi í því máli í héraði, eða dómstól á heimavarnarþingi aðilja, hvort refsing samkvæmt dóminum skuli niður falla eða lækka, ef dómurinn tekur jafnframt til fleiri brota. Niðurstöðu héraðsdóms má áfrýja.
[2. gr. a. Viðurlögum þeim við brotum, sem um getur í VII. kafla laga þessara, verður ekki beitt, nema um þau hafi verið mælt í heimildum þeim, er greinir í 1. gr., á þeim tíma, er brot var framið, og skal gæta meginreglna 2. gr. við ákvörðun þeirra.] 1)
1)L. 31/1961, 2. gr.
3. gr. Þegar refsilöggjöfin lætur ítrekun brots varða aukinni refsingu eða öðrum viðurlögum, skal refsiákvörðun samkvæmt eldri lögum hafa ítrekunaráhrif eftir orðan sinni, eins og hún hefði verið gerð eftir nýrri lögunum.
4. gr. Refsað skal eftir íslenskum hegningarlögum:
1. Fyrir brot, framin innan íslenska ríkisins. Sé brot framið af starfsmanni eða farþega erlends skips eða loftfars, sem hér er á ferð, gegn manni, sem með farinu fylgist, eða hagsmunum, sem við farið eru nátengdir, skal þó því aðeins refsa hér, að [ráðherra] 1) fyrirskipi rannsókn og málshöfðun.
2. Fyrir brot, framin á íslenskum skipum eða í íslenskum loftförum, hvar sem þau hafa þá verið stödd. Hafi brot verið framið á stað, þar sem refsivald annars ríkis nær til að þjóðarétti, og af manni, sem hvorki var fastur starfsmaður né farþegi á farinu, skal þó ekki refsað hér, nema heimild sé til þess eftir 5. eða 6. gr.
[3. Fyrir brot gegn 264. gr., framið innan íslenska ríkisins enda þótt frumbrotið sem ávinningur stafar frá hafi verið framið erlendis og án tillits til hver var að því valdur.] 2)
1)L. 126/2011, 16. gr. 2)L. 10/1997, 1. gr.
5. gr. Fyrir verknað, sem íslenskir ríkisborgarar eða menn, búsettir á Íslandi, hafa framið erlendis, skal refsað eftir íslenskum hegningarlögum:
1. Ef brot er framið á stað, sem refsivald annarra ríkja nær ekki til að þjóðarétti, og var þá jafnframt refsivert eftir lögum heimaríkis sakbornings.
2. Ef brot er framið á stað, sem refsivald annars ríkis nær til að þjóðarétti, og var þá jafnframt refsivert eftir lögum þess.
[Ákvæði 1. mgr. má beita um verknað manns, sem er ríkisborgari í eða búsettur í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð og dvelst hér á landi.] 1)
[Í þeim tilvikum sem greinir í 2. tölul. 1. mgr. skal refsað eftir íslenskum hegningarlögum fyrir brot manns, sem var íslenskur ríkisborgari eða búsettur hér á landi á verknaðarstundu, er fellur undir 218. gr. a og framið er erlendis þrátt fyrir að verknaðurinn teljist ekki refsiverður eftir lögum þess ríkis.] 2)
1)L. 101/1976, 2. gr. 2)L. 83/2005, 1. gr.
6. gr. Ennfremur skal refsað eftir íslenskum hegningarlögum fyrir brot, sem þannig er háttað, er hér á eftir segir, enda þótt það sé framið utan íslenska ríkisins og án tillits til þess, hver er að því valdur:
1. Gegn sjálfstæði íslenska ríkisins, öryggi þess, stjórnskipan og stjórnvöldum, á embættis- eða sýslunarskyldum við íslenska ríkið og gegn hagsmunum, sem njóta íslenskrar réttarverndar, vegna náins sambands við íslenska ríkið.
2. Á skyldum, sem þeim, er verkið vann, bar samkvæmt íslenskum lögum að rækja erlendis, svo og á skyldum samkvæmt ráðningu á íslenskt far.
3. Gegn hagsmunum íslenskra ríkisborgara eða manna, búsettra á Íslandi, ef brot er framið á stað, þar sem refsivald annarra ríkja nær ekki til að þjóðarétti. … 1)
[4. Fyrir brot gegn 2., 3. og 4. mgr. 165. gr., svo og fyrir manndráp, líkamsmeiðingar, frelsissviptingu og önnur ofbeldisverk, sem framin eru í tengslum við brot á þessum ákvæðum, og enn fremur fyrir háttsemi sem alþjóðasamningur frá 23. september 1971 um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi flugsamgangna og bókun við hann frá 24. febrúar 1988 taka til. Mál samkvæmt þessum tölulið skal þó aðeins höfða eftir fyrirskipun [ráðherra]. 2)] 3)
[5. Fyrir háttsemi, sem greinir í milliríkjasamningi frá 14. desember 1973 um varnarráðstafanir og refsingar vegna glæpa gegn einstaklingum, er njóta alþjóðlegrar verndar, þ. á m. sendierindrekum.] 4)
[6. Fyrir háttsemi, sem greinir í 1. gr. Evrópusamnings frá 27. janúar 1977 um varnir gegn hryðjuverkum. Mál samkvæmt þessum tölulið skal þó aðeins höfða eftir fyrirskipun [ráðherra]. 2)] 5)
[7. [Fyrir háttsemi sem greinir í alþjóðasamningi frá 18. desember 1979 um varnir gegn töku gísla.] 6) Mál samkvæmt þessum tölulið skal þó aðeins höfða eftir fyrirskipun [ráðherra]. 2)] 7)
[8. Fyrir rangan eiðfestan framburð fyrir EFTA-dómstólnum, enda krefjist dómstóllinn saksóknar.] 8)
[9. Fyrir háttsemi, sem greinir í samningi gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu frá 10. desember 1984. Mál samkvæmt þessum tölulið skal þó aðeins höfða eftir fyrirskipun [ráðherra]. 2)] 9)
[10. Fyrir háttsemi, sem greinir í samningi um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum frá 21. nóvember 1997.] 10)
[11. Fyrir háttsemi sem greinir í samningi um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn frá 10. september 1996.] 11)
[12. Fyrir háttsemi, sem greinir í samningi um öryggi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna frá 9. desember 1994.] 12)
[13. Fyrir háttsemi sem greinir í samningi um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi í siglingum á sjó frá 10. mars 1988.
14. Fyrir háttsemi sem greinir í bókun um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi botnfastra mannvirkja á landgrunninu frá 10. mars 1988.
15. Fyrir háttsemi sem greinir í samningi um vörslu kjarnakleyfra efna frá 3. mars 1980.] 13)
[[16. ] 14) Fyrir háttsemi sem greinir í alþjóðasamningi um að koma í veg fyrir hryðjuverkasprengingar frá 15. desember 1997.
[17. ] 14) Fyrir háttsemi sem greinir í alþjóðasamningi um að koma í veg fyrir fjármögnun hryðjuverkastarfsemi frá 9. desember 1999.] 15)
[18. Fyrir háttsemi sem greinir í samningi á sviði refsiréttar um spillingu frá 27. janúar 1999.] 16)
[19. Fyrir háttsemi sem greinir í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri brotastarfsemi frá 15. nóvember 2000 og í bókun við þann samning til að koma í veg fyrir, berjast gegn og refsa fyrir verslun með fólk, einkum konur og börn, frá 15. nóvember 2000.
20. Fyrir háttsemi sem greinir í Evrópuráðssamningi um aðgerðir gegn mansali frá 3. maí 2005.] 17)
[21. Fyrir háttsemi sem greinir í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu frá 31. október 2003.] 18)
1)L. 72/1993, 2. gr. 2)L. 162/2010, 88. gr. 3)L. 16/1990, 1. gr. 4)L. 24/1976, 1. gr. 5)L. 52/1980, 1. gr. 6)L. 72/1993, 3. gr. 7)L. 69/1981, 1. gr. 8)L. 133/1993, 3. gr. 9)L. 142/1995, 1. gr. 10)L. 147/1998, 1. gr. 11)L. 25/2001, 6. gr. 12)L. 44/2001, 1. gr. 13)L. 70/2002, 1. gr. 14)Í Stjtíð. fá þessir töluliðir númerin 13 og 14, en munu eiga að vera númer 16 og 17, sbr. breytingar á greininni með 1. gr. l. 70/2002. 15)L. 99/2002, 1. gr. 16)L. 125/2003, 1. gr. 17)L. 149/2009, 1. gr. 18)L. 143/2010, 1. gr.
7. gr. Nú er refsing að einhverju leyti bundin að lögum við afleiðingar verknaðar, og skal þá líta svo á, að verkið sé einnig unnið þar, sem þessar afleiðingar gerast eða er ætlað að koma fram.
8. gr. Þegar refsimál er höfðað fyrir íslenskum dómstóli, skal niðurstaða dóms um refsingu og aðrar afleiðingar verknaðar fara eftir íslenskum lögum.
Refsing fyrir brot, sem mál er höfðað út af hér á landi samkvæmt 5. gr., má ekki fara fram úr hámarki þeirrar refsingar, sem við brotinu lá í heimaríki sakbornings, sbr. 1. tölul., eða í því ríki, þar sem brot var framið, sbr. 2. tölul.
… 1)
1)L. 72/1993, 4. gr.
[8. gr. a. Nú hefur maður hlotið refsidóm í ríki þar sem brot var framið, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 5. gr., eða í ríki sem er aðili að samningi um alþjóðlegt gildi refsidóma frá 28. maí 1970 [eða alþjóðlegum samningum innan Schengen-samstarfsins] 1) og skal þá ekki höfða mál á hendur honum, dæma hann né fullnægja viðurlögum hér á landi fyrir sama brot og hann var dæmdur fyrir í því ríki ef:
1. hann var sýknaður,
2. dæmdum viðurlögum hefur þegar verið fullnægt, verið er að fullnægja þeim, þau eru fallin niður eða hafa verið gefin upp í samræmi við lög í því ríki þar sem dómur var kveðinn upp,
3. hann hefur verið sakfelldur án þess að refsing eða önnur viðurlög hafi verið ákvörðuð.
Ákvæði 1. mgr. eiga ekki við um brot sem falla undir 4. gr. og 1. tölul. 6. gr. nema refsimál hafi verið höfðað í hinu ríkinu að ósk íslenskra stjórnvalda.] 2)
1)L. 15/2000, 1. gr. 2)L. 72/1993, 5. gr.
[8. gr. b. Ef höfðað er mál á hendur manni hér á landi fyrir brot sem hann hefur þegar sætt viðurlögum fyrir í öðru ríki skal ákveða viðurlögin hér að sama skapi vægari eða láta þau eftir atvikum falla niður að því leyti sem viðurlögunum hefur þegar verið fullnægt í því ríki.] 1)
1)L. 72/1993, 6. gr.
9. gr. … 1)
1)L. 13/1984, 28. gr.
10. gr. Hafi íslenska ríkið fengið mann framseldan til refsingar frá öðru ríki, má ekki dæma hann fyrir aðra glæpi, drýgða fyrir framsalið, en þá, sem framselt er fyrir, hafi hið erlenda ríki sett slíkt skilyrði, og ekki í þyngri hegningu en það hefur áskilið.
11. gr. Ákvæðum 4.–6. … 1) gr. laga þessara skal beita með þeim takmörkunum, sem leiðir af reglum þjóðaréttarins.
1)L. 42/1985, 1. gr.
II. kafli. Almenn refsiskilyrði.
12. gr. Það verk er refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það, sem af henni mátti vænta, gaf ástæðu til.
Hafi maður farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar, og ástæðan til þess er sú, að hann hefur orðið svo skelfdur eða forviða, að hann gat ekki fullkomlega gætt sín, skal honum ekki refsað.
13. gr. Það verk er refsilaust, sem nauðsyn bar til að unnið væri í þeim tilgangi að vernda lögmæta hagsmuni fyrir yfirvofandi hættu, þótt með því séu skertir aðrir hagsmunir, sem telja verður að miklum mun minni.
14. gr. Eigi skal manni refsað fyrir verknað, er hann hefur framið áður en hann varð 15 ára gamall.
15. gr. Þeim mönnum skal eigi refsað, sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sínum.
16. gr. Nú var maður sá, sem verkið vann, andlega miður sín, svo sem vegna vanþroska, hrörnunar, kynferðilegs misþroska eða annarrar truflunar, en þetta ástand hans er ekki á eins háu stigi og 15. gr. getur, og skal honum þá refsað fyrir brotið, ef ætla má eftir atvikum og eftir að læknisumsagnar hefur verið leitað, að refsing geti borið árangur.
Verði til stofnun, ætluð slíkum mönnum, sem í þessari grein getur, má ákveða í refsidómi, að sakborningur skuli taka út [refsingu] 1) sína í stofnuninni.
1)L. 82/1998, 1. gr.
17. gr. Refsingu skal beita, þótt brot hafi verið framið í ölæði eða undir áhrifum annarra nautnalyfja. Hafi verið um fullkomið rænuleysi að ræða, skal þó ekki refsað, nema sakborningur hafi fyrirfram vitað um eða haft fullkomna ástæðu til að ætla, að hann myndi fremja brotið, meðan á áhrifunum stæði, eða að það myndi leiða af þessu ástandi hans.
18. gr. Verknaður, sem refsing er lögð við í lögum þessum, er ekki saknæmur, nema hann sé unninn af ásetningi eða gáleysi. Fyrir gáleysisbrot skal því aðeins refsa, að sérstök heimild sé til þess í lögunum.
19. gr. Sé refsinæmi verknaðar, eða aukin refsing við honum, bundið því skilyrði samkvæmt þessum lögum, að verkið hafi í för með sér tilteknar afleiðingar, telst því skilyrði ekki fullnægt, nema gáleysi sakbornings megi að minnsta kosti um afleiðingarnar kenna, eða því, að sakborningur hefur ekki gert sér far um að afstýra eftir mætti hættu þeirri, er verkið hafði í för með sér, þegar er hann varð hennar var.
[II. kafli A. Refsiábyrgð lögaðila.]1)
1)L. 140/1998, 1. gr.
[19. gr. a. Lögaðila verður gerð fésekt þegar lög mæla svo fyrir.] 1)
1)L. 140/1998, 1. gr.
[19. gr. b. Ákvæði í lögum um refsiábyrgð lögaðila gilda, nema annað sé þar tekið fram, um sérhvern ópersónulegan aðila sem getur átt réttindi og borið skyldur að íslenskum rétti, þar með talin hlutafélög, einkahlutafélög, samlagshlutafélög, evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög, sameignarfélög, samvinnufélög, almenn félög, sjálfseignarstofnanir, stjórnvöld, stofnanir og sveitarfélög.] 1)
1)L. 140/1998, 1. gr.
[19. gr. c. Refsiábyrgð lögaðila er bundin því skilyrði, nema annað sé tekið fram í lögum, að fyrirsvarsmaður lögaðilans, starfsmaður hans eða annar á hans vegum hafi með saknæmum hætti unnið refsinæman og ólögmætan verknað í starfsemi lögaðilans. Verður lögaðila gerð refsing þó að ekki verði staðreynt hver þessara aðila hafi átt í hlut. Refsiábyrgð stjórnvalda er bundin því skilyrði að unninn hafi verið refsinæmur og ólögmætur verknaður í starfsemi sem telst vera sambærileg starfsemi einkaaðila.] 1)
1)L. 140/1998, 1. gr.
[19. gr. d. Ef skilyrðum ákvæða þessa kafla er fullnægt er heimilt að láta lögaðila sæta refsiábyrgð fyrir brot á lögum þessum.] 1)
1)L. 74/2006, 1. gr.
III. kafli. Tilraun og hlutdeild.
20. gr. Hver sá, sem tekið hefur ákvörðun um að vinna verk, sem refsing er lögð við í lögum þessum, og ótvírætt sýnt þann ásetning í verki, sem miðar eða er ætlað að miða að framkvæmd brotsins, hefur, þegar brotið er ekki fullkomnað, gerst sekur um tilraun til þess.
Fyrir tilraun til brots má dæma lægri refsingu en mælt er um fullframin brot. Skal það einkum gert, þegar af tilrauninni má ráða, að brotamaðurinn sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má, að sé um menn, sem fullfremja slík brot.
Ef hagsmunum þeim, sem verknaður beinist að, eða verknaðinum sjálfum er svo háttað, að tilraunin hefði ekki getað leitt til fullframins brots, má ákveða, að refsing skuli falla niður.
21. gr. Hegning fyrir tilraun fellur niður, ef sá, sem sekur hefur gerst um hana, lætur af sjálfsdáðum af þeim ásetningi sínum að drýgja brotið, áður en það er fullkomnað, enda farist framkvæmd þess ekki fyrir eða tilætlaður árangur náist ekki vegna tálmana eða annarrar tilviljunar, og hann hefur þar að auki, ef hann hefur með verknaði sínum valdið eða talið sig hafa valdið hættu á því, að brotið fullkomnist, komið í veg fyrir það eða gert þær ráðstafanir, sem myndu hafa komið í veg fyrir það, ef fullkomnun brotsins hefði ekki, án vitundar hans, verið aftrað á annan hátt eða verið óframkvæmanleg.
22. gr. Hver sá maður, sem með liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatningum eða á annan hátt á þátt í því, að brot samkvæmt lögum þessum er framið, skal sæta þeirri refsingu, sem við brotinu er lögð.
Ef hlutdeild einhvers þátttakanda í brotinu er smávægileg, eða er í því fólgin að styrkja áform annars manns, sem áður er til orðið, svo og þegar brot er ekki fullframið eða fyrirhuguð þátttaka hefur misheppnast, má dæma hann í vægari refsingu en þá, sem lögmælt er við brotinu.
Þegar svo stendur á, sem í annarri málsgrein segir, og sömuleiðis, ef manni hefur orðið á af gáleysi að taka þátt í broti, má láta refsingu falla niður, ef brotið á undir hegningarákvæði, þar sem ekki er sett þyngri refsing en [fangelsi allt að 1 ári]. 1)
Nú er brot fullframið, og skal þá sá, sem veitir brotamanni sjálfum eða öðrum liðsinni til þess að halda við ólögmætu ástandi, er skapast hefur fyrir brotið, eða nýtur hagnaðar af því, sæta refsingu eftir ákvæðum þessarar greinar, enda taki önnur ákvæði laga ekki til verknaðar hans.
1)L. 82/1998, 2. gr.
23. gr. Hlutdeildarmanni skal ekki refsað, ef hann, á þann hátt, sem í 21. gr. getur, afstýrir brotinu eða gerir ráðstafanir, sem myndu hafa komið í veg fyrir það, ef framkvæmd þess hefði ekki, án vitundar hans, verið afstýrt á annan hátt, misheppnast eða verið óframkvæmanleg.
IV. kafli. [Einkarefsimál.]1)
1)L. 88/2008, 234. gr.
24. gr. … 1)
1)L. 88/2008, 234. gr.
25. gr. Beri ekki að höfða mál af hálfu … 1) ákæruvaldsins út af broti … 1) getur sá einn höfðað mál … 1) sem misgert var við.
Ef sá er ósjálfráða, sem misgert var við, kemur sá maður í hans stað, sem að lögum hefur forræði yfir honum. Ef þurfa þykir, má skipa sérstakan forráðamann í þessu skyni.
Sé sá dáinn, sem misgert var við, eða verknaður, sem beinist að dánum manni, er refsiverður, hafa eiginmaður eða eiginkona hins látna, foreldrar, börn, kjörbörn, [barnabörn] 2) og systkin rétt til að höfða mál … 1)
1)L. 88/2008, 234. gr. 2)L. 39/2000, 1. gr.
26. gr. … 1)
[Hafi fleiri en einum manni verið misboðið með sama verknaði getur hver um sig sótt hinn seka til refsingar í einkamáli, enda beri ákæruvaldinu ekki að höfða mál út af brotinu.] 1)
… 1)
1)L. 88/2008, 234. gr.
27. gr. … 1)
1)L. 88/2008, 234. gr.
28. gr. Beri ekki að dæma refsingu, nema refsikrafa sé borin fram í einkamáli, fellur refsiábyrgð niður, ef sá, sem misgert var við, hverfur frá málshöfðunarrétti sínum eða málssókn eða gefur refsingu upp á annan hátt, áður en málið er dæmt í héraði.
… 1)
… 2)
1)L. 19/1991, 194. gr. 2)L. 88/2008, 234. gr.
29. gr. [Heimild til þess að höfða einkamál til refsingar fellur niður sé mál ekki höfðað áður en 6 mánuðir eru liðnir frá því að sá, sem heimildina hefur, fékk vitneskju um hinn seka. Nú andast sá, sem misgert var við, áður en frestur er liðinn, og getur þá sá, sem í stað hans kemur, ávallt höfðað einkamál á næstu 3 mánuðum eftir andlátið, þótt frestur væri annars liðinn.] 1)
Hafi einkamál ekki leitt til dóms um refsikröfuna, má höfða mál að nýju, uns framangreindur 6 mánaða frestur er liðinn. Einnig má jafnan … 1) höfða einkamál næstu 3 mánuði frá því að mál ónýttist.
1)L. 88/2008, 234. gr.
30. gr. … 1)
1)L. 19/1991, 194. gr.
V. kafli. Um refsingarnar.
31. gr. [Hegningar samkvæmt lögum þessum eru fangelsi og fésektir.
Fangelsi skal tiltaka í dögum, mánuðum eða árum. Merkir dagur 24 klukkustundir, mánuður 30 dagar og ár 360 dagar.] 1)
1)L. 82/1998, 3. gr.
32. gr. … 1)
1)L. 82/1998, 4. gr.
33. gr. … 1)
1)L. 48/1988, 31. gr.
34. gr. Í fangelsi má dæma menn ævilangt eða um tiltekinn tíma, ekki skemur en 30 daga og ekki lengur en 16 ár.
Þegar lögin leggja fangelsi við afbroti, er átt við fangelsi um tiltekinn tíma, nema annað sé sérstaklega ákveðið.
35.–39. gr. … 1)
1)L. 48/1988, 31. gr.
40.–42. gr. … 1)
1)L. 49/2005, 82. gr.
43. gr. … 1)
1)L. 48/1988, 31. gr.
44. gr. … 1)
1)L. 82/1998, 7. gr.
45.–48. gr. … 1)
1)L. 48/1988, 31. gr.
49. gr. [Sektir renna í ríkissjóð, nema annað sé ákveðið í lögum.
Dæma má fésektir jafnframt [fangelsi], 1) sem við brotinu liggur, þegar ákærði hefur aflað sér eða öðrum fjárvinnings með brotinu eða það hefur vakað fyrir honum.] 2)
1)L. 82/1998, 8. gr. 2)L. 101/1976, 4. gr.
50. gr. … 1)
1)L. 39/2000, 2. gr.
51. gr. [[Þegar fjárhæð sektar er ákveðin skal eftir því sem við á höfð hliðsjón af tekjum og eignum sakbornings, afkomu, framfærsluskyldu, öðrum atriðum er orka á greiðslugetu hans og þeim fjárhagslega ávinningi eða sparnaði sem leiddi af brotinu eða stefnt var að með því.] 1)
Ákvörðun um vararefsingu í stað sektar, sbr. 54. gr., skal vera óháð því tilliti til greiðslugetu sakbornings, sem um ræðir í 1. mgr.] 2)
1)L. 140/1998, 2. gr. 2)L. 101/1976, 6. gr.
52. gr. Ákveða skal í dómi, sátt eða úrskurði frest til greiðslu sektar, þó ekki yfir 6 mánuði.
… 1)
1)L. 49/2005, 82. gr.
53. gr. [Nú greiðist sekt ekki, og kemur þá í stað hennar … 1) fangelsi, nema háttsemi sé manni ósaknæm og er vararefsing þá eigi ákveðin. [Nú er lögaðila gerð sekt og er vararefsing þá eigi ákveðin.] 2)] 3)
1)L. 82/1998, 9. gr. 2)L. 140/1998, 4. gr. 3)L. 101/1976, 7. gr.
54. gr. [Þegar sekt er tiltekin ákveður dómstóll í dómi, úrskurði eða sátt tímalengd vararefsingar, sem ekki skal vera styttri en 2 dagar og ekki lengri en 1 ár.] 1)
Hafi hluti sektar verið greiddur, ákveður [lögreglustjóri] 2) sá, sem annast fullnustu sektardóms, styttingu afplánunartíma að sama skapi, en þó þannig, að hann verði ekki undir framangreindu lágmarki, og að sektarfjárhæð, sem svarar til hluta úr degi, afplánist með heilum degi.
[… 1)
[Sekt allt að 300.000 krónum, sem ekki er ákveðin af dómstólum og sakborningur hefur skriflega gengist undir hjá lögreglustjóra [eða lögreglumanni], 3) afplánast með fangelsi samkvæmt eftirfarandi töflu:
Sekt | Vararefsing | |
0–29.999 kr. | 2 dagar | |
30.000–59.999 kr. | 4 dagar | |
60.000–89.999 kr. | 6 dagar | |
90.000–119.999 kr. | 8 dagar | |
120.000–149.999 kr. | 10 dagar | |
150.000–179.999 kr. | 12 dagar | |
180.000–209.999 kr. | 14 dagar | |
210.000–239.999 kr. | 16 dagar | |
240.000–269.999 kr. | 18 dagar | |
270.000–300.000 kr. | 20 dagar | ]4) |
1)L. 82/1998, 10. gr. 2)L. 92/1991, 23. gr. 3)L. 81/2005, 7. gr. 4)L. 21/2005, 1. gr. 5)L. 57/1997, 2. gr.
55. gr. [Sektir og aðrar skyldugreiðslur, sem afplána á að lögum og ákveðnar eru á annan hátt en í 54. gr. getur, afplánast í fangelsi.
Dagsektir skal afplána í fangelsi og ákveður sýslumaður tímalengd vistunar. Um heimild til að bera þá ákvörðun undir dómstóla fer eftir reglum aðfararlaga um heimildir til að bera ákvarðanir þær, sem sýslumaður tekur við framkvæmd aðfarar, undir héraðsdóm.
Afplánun sekta og greiðslna samkvæmt þessari grein skal ákvarðaður tími sem ekki er styttri en 2 dagar og ekki lengri en 1 ár. Hafi hluti skuldar verið greiddur skal stytta afplánunartíma að sama skapi, en þó þannig að hann verði ekki styttri en 2 dagar. Skuld, sem samsvarar hluta úr degi, afplánast með heilum degi.] 1)
1)L. 82/1998, 11. gr.
VI. kafli. [Um skilorðsbundna frestun ákæru og skilorðsbundna dóma.]1)
1)L. 22/1955, 2. gr.
56. gr. [Þegar aðili hefur játað brot sitt, er [ákæranda] 1) heimilt að fresta um tiltekinn tíma ákæru til refsingar út af því, eins og hér segir:
1. Út af brotum, sem unglingar á aldrinum 15–21 árs hafa framið.
2. Þegar högum sakbornings er þannig háttað, að umsjón eða aðrar ráðstafanir samkvæmt 3. mgr. 57. gr. má telja vænlegri til árangurs en refsingu, enda sé broti ekki svo varið, að almannahagsmunir krefjist saksóknar.
Skilorðstími má ekki vera skemmri en 1 ár og ekki lengri en 5 ár. Að jafnaði skal ákveða hann 2–3 ár. [Ákærandi] 1) tiltekur hverju sinni upphafstíma frestsins.
Þegar ákæru er frestað, má setja aðilja skilyrði, sem talin eru í 3. mgr. 57. gr., eftir því sem hæfa þykir. Breyta má skilyrðum á skilorðstímanum, þar á meðal lengja frestinn, en þó ekki fram yfir 5 ár alls.
[Mál aðila má taka upp að nýju ef rannsókn hefst hjá lögreglu gegn honum sem sakborningi áður en skilorðstíma lýkur út af nýju broti sem hann hefur framið á skilorðstímanum eða áður en máli var frestað, svo og ef hann rýfur ella í veigamiklum atriðum skilyrði þau sem honum voru sett.] 2)
Þegar [rannsóknari] 3) telur, að ákæru kunni að verða frestað samkvæmt þessari grein, skal hann bera málið undir [ákæranda] 1) og senda honum tillögur sínar.
Nú er kæru frestað samkvæmt ákvæðum þessarar greinar, og skal [ákærandi] 1) þá kynna aðilja rækilega skilyrðin og gera honum ljósar afleiðingar skilorðsrofa.] 4)
1)L. 84/1996, 12. gr. 2)L. 24/1999, 4. gr. 3)L. 19/1991, 195. gr. 4)L. 22/1955, 3. gr.
57. gr. [Ákveða má í dómi, að fresta skuli með skilyrðum um tiltekinn tíma:
a. Ákvörðun um refsingu.
b. Fullnustu refsingar.
Skilorðstími má ekki vera skemmri en 1 ár og ekki lengri en 5 ár. Að jafnaði skal ákveða hann 2–3 ár. Upphaf skilorðstíma skal ákveðið í dómi hverju sinni.
Frestun skal vera bundin því skilyrði, að aðili gerist ekki sekur um nýtt brot á skilorðstímanum, sbr. 60. gr. Frestun má einnig binda skilyrðum, eftir því sem hér segir:
1. Að aðili sæti á skilorðstímanum umsjón einstakra manna, félags eða stofnunar. Aðili skal jafnan sæta slíkri umsjón, ef honum eru sett skilyrði samkvæmt 2.–5. tölul. hér á eftir.
2. Að aðili hlíti fyrirmælum umsjónarmanns um dvalarstaði, menntun, vinnu, umgengni við aðra menn og notkun tómstunda.
3. Að aðili neyti ekki á skilorðstímanum áfengis né deyfilyfja.
4. Að aðili gangist undir dvöl á hæli tiltekinn tíma, ef nauðsyn þykir til bera, allt að 18 mánuðum, er venja þarf hann af notkun áfengis eða deyfilyfja, en ella allt að 1 ári.
5. Að aðili gangist undir að þola takmarkanir á umráðum yfir tekjum sínum eða öðru, er fjárhag hans varðar.
6. Að aðili greiði eftir getu fébætur fyrir tjón, sem hann hefur valdið með broti sínu.
… 1)
Dómari skal kynna dómfellda rækilega skilyrðin og gera honum ljósar afleiðingar skilorðsrofa. [Hafi dómfelldi ekki verið viðstaddur uppsögu héraðsdóms getur dómari falið lögreglu að kynna honum skilyrði og afleiðingar skilorðsrofa um leið og dómur er birtur.] 2)] 3)
1)L. 101/1976, 8. gr. 2)L. 39/2000, 3. gr. 3)L. 22/1955, 4. gr.
[57. gr. a. [Í dómi er heimilt að ákveða að allt að 3 mánuðir fangelsisrefsingar verði óskilorðsbundnir, en aðrir hlutar skilorðsbundnir.] 1)
Dæma má fésekt í tengslum við skilorðsdóm, þótt fésekt liggi ekki við broti, sem dæmt er út af.] 2)
1)L. 82/1998, 12. gr. 2)L. 101/1976, 9. gr.
58. gr. … 1)
1)L. 49/2005, 82. gr.
59. gr. [[Ef aðili rýfur í verulegum atriðum skilyrði þau eða fyrirmæli sem honum hafa verið sett skv. 1.–6. tölul. 3. mgr. 57. gr. getur ákærandi krafist þess að dómari taki málið fyrir að nýju, enda sé skilorðstími ekki liðinn þegar rannsókn á skilorðsrofi hefst hjá lögreglu gegn viðkomandi manni.] 1)
Nú viðurkennir aðili ekki skilorðsrof eða telur sig ekki hafa getað fullnægt skilyrðum af ástæðum, sem honum verði ekki gefin sök á, og getur hann þá krafist úrskurðar dómara um það efni. … 2)
Þó að skilyrði hafi verið rofin, getur dómari ákveðið með úrskurði, að frestun skuli haldast, eftir atvikum með breyttum skilyrðum, þar á meðal um lengd frestsins, þó svo, að gætt sé hámarkstíma samkvæmt 2. mgr. 57. gr. … 2)
Ef refsing hefur ekki áður verið ákveðin, getur dómari dæmt refsingu, með eða án skilorðs.
Nú hefur refsing áður verið tiltekin í dómi, og ákveður dómari þá fullnustu dóms, ef frestur er ekki veittur samkvæmt 3. mgr. þessarar greinar.] 3)
[Mál samkvæmt þessari grein sæta meðferð eftir lögum um meðferð sakamála.] 2)
1)L. 24/1999, 6. gr. 2)L. 88/2008, 234. gr. 3)L. 22/1955, 6. gr.
60. gr. [[Nú hefst rannsókn hjá lögreglu gegn manni sem sakborningi fyrir lok skilorðstíma, og er dómstólum þá heimilt að dæma refsingu fyrir það brot sér í lagi án skilorðs, en láta skilorðsdóm haldast.] 1) Kemur slíkt einkum til greina, er hið nýja brot hefur ekki verið framið af ásettu ráði eða varðar aðeins sektum. Ella tekur dómari bæði málin til meðferðar og dæmir þau í einu lagi. Heimilt er að hafa þann dóm skilorðsbundinn. Ef refsing er þá dæmd, skal tiltaka hana eftir reglum 77. gr., hafi hið nýja brot verið framið eftir uppsögu héraðsdóms í upphaflega málinu, en eftir reglum 78. gr., hafi hið nýja brot verið fyrr framið.] 2)
1)L. 24/1999, 7. gr. 2)L. 22/1955, 7. gr.
61. gr. [Þegar refsing verður ekki dæmd eða hún fellur niður vegna ákvæða þessa kafla, hefur dómurinn ekki ítrekunaráhrif.
… 1)] 2)
1)L. 17/1962, 5. gr. 2)L. 22/1955, 8. gr.
VII. kafli. Um öryggisráðstafanir, sviptingu borgararéttinda og upptöku eigna.
62. gr. Nú er maður sýknaður samkvæmt ákvæðum 15. gr., eða niðurstaða dóms verður sú, samkvæmt ákvæðum 16. gr., að refsing sé árangurslaus, og má þá ákveða í dómi, ef nauðsynlegt þykir vegna réttaröryggis, að gerðar skuli ráðstafanir til að varna því, að háski verði að manninum. Ef ætla má, að vægari ráðstafanir, svo sem trygging, bann við dvöl á ákveðnum stöðum eða svipting lögræðis, komi ekki að notum, má ákveða, að honum sé komið fyrir á viðeigandi hæli. Skal þá hæstiréttur skipa honum tilsjónarmann, sem eftirlit hefur með því, að dvöl hans á hælinu verði ekki lengri en nauðsyn ber til. Þegar ástæða þykir til, getur [ráðherra] 1) leitað úrlausnar héraðsdóms, þar sem hælið er, hvort téðar ráðstafanir skuli teljast lengur nauðsynlegar, enda hafi umsagnar læknis verið leitað. Svo getur og tilsjónarmaður krafist þess, þegar ár er liðið frá dómsuppsögn eða síðasta dómsúrskurði, eða fyrr, ef [ráðherra] 1) samþykkir, að málið skuli að nýju lagt undir úrskurð dómstóls þess, sem áður segir. [Mál samkvæmt þessari grein sæta meðferð eftir lögum um meðferð sakamála.] 2)
1)L. 162/2010, 88. gr. 2)L. 88/2008, 234. gr.
63. gr. Nú hefur orðið svo ástatt um mann til langframa, sem í 15. eða 16. gr. segir, eftir að hann hefur drýgt refsiverðan verknað, en áður en fullnaðardómur gengur í máli hans, og ákveður dómur þá, hvort refsing skuli dæmd eða hún eigi að falla niður. Ákveða má í dóminum, ef skilyrði samkvæmt 62. gr. þykja vera fyrir hendi, að ráðstöfunum samkvæmt þeirri grein skuli beitt í stað refsingar eða þangað til unnt þykir að framkvæma refsingu.
64. gr. … 1)
1)L. 31/1961, 4. gr.
65. gr. [Þyki það ljóst af málavöxtum, eftir að umsagnar læknis hefur verið leitað, að sakborningur, sem framið hefur brot undir áhrifum áfengis, geti ekki haft hemil á drykkjufýsn sinni, má ákveða í dómi, að hann skuli lagður inn á viðeigandi hæli til lækningar.] 1) Skal dómur þá hljóða um dvöl á hælinu allt að 18 mánuðum, eða, ef ítrekun á sér stað, allt að 3 árum. [Ráðherra] 2) ákveður, eftir tillögum stjórnar hælisins og hlutaðeigandi læknis, hvort leysa megi manninn af hælinu, áður en ofangreindur hámarkstími er liðinn, sökum þess að ætla megi, að hann hafi læknast.
1)L. 31/1961, 5. gr. 2)L. 162/2010, 88. gr.
66. gr. Ef nokkur heitist við annan mann eða hótar honum bana, brennu eða öðrum óförum, og refsingu verður annaðhvort ekki við komið eða hún þykir ekki veita næga tryggingu, getur ákæruvaldið hlutast til um, eftir kröfu þess, sem hlut á að máli, eða án kröfu hans, ef nauðsynlegt þykir vegna réttaröryggis, að dómsúrskurður gangi um það, hvort gera skuli ráðstafanir til varnar því, að hótunin sé framkvæmd, þar á meðal, hvort heitingamaður skuli setja tryggingu eða hvort setja skuli hann í gæslu. Dómstóll getur fellt ráðstafanirnar niður, ef þeirra þykir ekki lengur þörf vegna breyttra málavaxta.
Ef ákæruvaldið æskir þess, má jafnan leggja málið á ný undir úrskurð dómstóls. Hinn dómfelldi getur og jafnan krafist, þegar 6 mánuðir eru liðnir frá uppkvaðningu dóms eða síðasta úrskurði, og fyrr, ef ákæruvaldið samþykkir, að málið sé að opinberri tilhlutan lagt undir úrskurð dómstóls að nýju.
[Mál samkvæmt þessari grein sæta meðferð eftir lögum um meðferð sakamála.] 1)
1)L. 88/2008, 234. gr.
67. gr. Sé maður dæmdur í [fangelsi], 1) og mjög sennilegt má telja af því, hvernig glæp hans var háttað og andlegu ástandi hans er varið, svo og af undanfarandi breytni hans, að hann muni drýgja afbrot af vana eða í atvinnuskyni og sé því hættulegur umhverfi sínu, má ákveða í refsidómi eða síðar í sérstöku máli, sem höfðað er að tilhlutan ákæruvaldsins, að beitt skuli öryggisráðstöfunum samkvæmt 66. gr. að refsingu lokinni. Létta má slíkum ráðstöfunum af aftur eftir sömu reglum og um getur í 66. gr.
1)L. 82/1998, 13. gr.
68. gr. [Nú fremur opinber starfsmaður refsiverðan verknað og má þá í [sakamáli] 1) á hendur honum svipta hann heimild til að rækja starfann, ef hann telst ekki lengur verður eða hæfur til þess.
Nú er maður dæmdur sekur um brot, og má þá í dómi í [sakamáli] 1) á hendur honum svipta hann heimild, er hann hefur öðlast, til að stunda starfsemi, sem opinbert leyfi, löggildingu, skipun eða próf þarf til að gegna, enda gefi brotið til kynna, að veruleg hætta sé á því, að sakborningur muni fremja brot í stöðu sinni eða starfsemi. Þegar brot er stórfellt, má einnig svipta mann ofangreindum rétti, ef hann telst ekki framar verður til að rækja starfann eða njóta réttindanna.
Svipta má mann réttindum þeim, er greinir í 2. mgr., um tiltekinn tíma, allt að fimm árum, eða ævilangt.
Sérákvæði í lögum um sviptingu réttinda, er greinir í 1. og 2. mgr., skulu halda gildi sínu.
Svipting réttinda telst frá þeim tíma, sem ákveðinn er í dómi, og í síðasta lagi frá birtingu fullnaðardóms.
Nú er íslenskur ríkisborgari eða maður, sem búsettur er hér á landi, sviptur réttindum erlendis með dómi vegna refsiverðs verknaðar, og getur ákæruvald þá höfðað [sakamál] 1) á hendur honum til réttindasviptingar. Sama er, ef manni hefur verið dæmd refsing erlendis, þótt réttindasvipting hafi ekki verið dæmd. Ákvörðun um framangreinda réttindasviptingu hlítir íslenskum lögum.] 2)
1)L. 88/2008, 234. gr. 2)L. 31/1961, 6. gr.
[68. gr. a. Nú er manni synjað um opinbert starf eða opinbert leyfi til þess að stunda starf fyrir þá sök, að hann hafi framið refsiverðan verknað, og má þá bera synjun stjórnvalda undir dómstóla samkvæmt reglum um meðferð [sakamála]. 1) … 1)
Nú hefur maður verið sviptur réttindum ótímabundið með dómi í [sakamáli], 1) og er þá heimilt, þegar 5 ár eru liðin frá uppsögu dóms, að bera undir dómstóla samkvæmt reglum um meðferð [sakamála], 1) hvort fella skuli niður réttindasviptingu. … 1) Sérákvæði í lögum um brottfall réttindasviptingar skulu halda gildi sínu.] 2)
1)L. 88/2008, 234. gr. 2)L. 31/1961, 7. gr.
[VII. kafli A. Upptaka.]1)
1)L. 149/2009, 2. gr.
[69. gr. Gera má upptækan ávinning af broti eða fjárhæð sem svarar til hans í heild eða að hluta. Sama gildir um muni sem keyptir eru fyrir ávinninginn eða komið hafa í stað hans. Þegar ekki er unnt að færa fullar sönnur á fjárhæð ávinnings er heimilt að áætla fjárhæðina.
Kostnaður sem tengist framkvæmd brots dregst ekki frá fjárhæð ávinnings.] 1)
1)L. 149/2009, 2. gr.
[69. gr. a. Gera má upptæka með dómi:
1. Hluti sem hafa verið notaðir, ætlaðir eru til notkunar eða hætta þykir á að verði notaðir við framningu brots.
2. Hluti sem hafa orðið til við brot.
3. Hluti sem með öðrum hætti tengjast framningu brots.
Í stað upptöku á hlutum skv. 1. mgr. má gera upptæka fjárhæð sem svarar til andvirðis þeirra í heild eða að hluta.
Nú er félagi slitið með dómi og má þá gera fjármuni, bækur, skjöl og aðrar eignir þess upptækar.] 1)
1)L. 149/2009, 2. gr.
[69. gr. b. Gera má upptæk verðmæti, að hluta eða í heild, sem tilheyra einstaklingi sem gerst hefur sekur um brot þegar:
1. brotið er til þess fallið að hafa í för með sér verulegan ávinning og
2. það getur varðað að minnsta kosti 6 ára fangelsi.
Með sömu skilyrðum og greinir í 1. mgr. má gera upptæk verðmæti, að hluta eða í heild, sem núverandi eða fyrrverandi maki eða sambúðarmaki þess sem framið hefur brot hefur aflað nema:
1. verðmætanna hafi verið aflað meira en 5 árum áður en brotið var framið eða
2. viðkomandi hafi ekki verið í hjúskap eða sambúð á þeim tíma sem verðmætanna var aflað.
Með sömu skilyrðum og greinir í 1. mgr. má gera upptæk verðmæti, að hluta eða í heild, sem runnið hafa til lögaðila sem viðkomandi einstaklingur, einn eða með sínum nánustu, hefur ráðandi stöðu í. Sama gildir ef verulegur hluti af tekjum lögaðilans rennur til viðkomandi. Upptaka er þó ekki heimil ef verðmætin hafa runnið til lögaðilans meira en 5 árum áður en brotið var framið.
Nú sýnir viðkomandi fram á að verðmætanna hafi verið aflað á lögmætan hátt og skulu þau þá ekki gerð upptæk.
Í stað upptöku á tilgreindum verðmætum skv. 1.–3. mgr. má gera upptæka fjárhæð sem svarar til andvirðis þeirra í heild eða að hluta.] 1)
1)L. 149/2009, 2. gr.
[69. gr. c. Nú hefur ávinningi af broti verið blandað saman við eignir sem aflað hefur verið með lögmætum hætti og má þá gera þær eignir upptækar allt að matsvirði þess ávinnings sem blandað var við þær.] 1)
1)L. 149/2009, 2. gr.
[69. gr. d. Upptaka skv. 69. gr. má fara fram hjá þeim sem notið hefur ávinnings af broti.
Upptaka skv. 1. og 2. mgr. 69. gr. a má fara fram hjá þeim sem framið hefur brot og þeim sem hann hefur unnið fyrir.
Tryggingarréttindi yfir hlutum sem sæta upptöku geta aðeins fallið brott samkvæmt ákvörðun dómstóls þegar rétthafi er grandsamur.
Hafi einhver þeirra sem nefndur er í 1. og 2. mgr. gert ráðstafanir eftir að brot var framið sem varða eignarhald eða réttindi yfir ávinningi eða hlut sem gera á upptækan má gera ávinninginn eða hlutinn upptækan hjá þriðja manni hafi hann vitað um tengsl ávinningsins eða hlutarins við brot eða sýnt af sér stórfellt gáleysi í því sambandi. Sama gildir þegar um gjöf er að ræða.
Upptöku verður ekki komið við hafi viðkomandi látist, nema um sé að ræða upptöku skv. 69. gr.] 1)
1)L. 149/2009, 2. gr.
[69. gr. e. Hafi einhver beðið tjón við brot má í dómi ákveða að nýta andvirði upptækra verðmæta til greiðslu á skaðabótakröfu viðkomandi.
Hafi dómfelldi greitt skaðabætur til brotaþola í slíkum tilvikum, eftir uppkvaðningu dóms, skal lækka þá fjárhæð sem gerð er upptæk í sama hlutfalli.] 1)
1)L. 149/2009, 2. gr.
[69. gr. f. Nú er krafist upptöku á ávinningi, hlutum, munum, verðmætum eða eignum annarra en sakbornings og skal þá beina þeirri kröfu að eigandanum eða handhafa réttindanna.
Nú er ekki vitað hver er eigandi eða handhafi réttindanna eða hann hefur ekki þekktan dvalarstað hér á landi og má dómstóll þá beita upptöku í máli gegn sakborningi.
Nú er ekki vitað hver hefur gerst brotlegur eða er handhafi réttindanna og má þá beita upptöku með dómi án þess að nokkur sé ákærður.
Nú hefur verið lagt hald á verðmæti við rannsókn máls og ekki er vitað hver eigandi þeirra er og enginn gerir lögmætt tilkall til þeirra innan 5 ára og má þá gera þau upptæk.] 1)
1)L. 149/2009, 2. gr.
[69. gr. g. Það sem gert er upptækt er eign ríkissjóðs nema annað sé sérstaklega ákveðið í lögum. Það á þó ekki við þegar andvirðið er nýtt til að greiða skaðabótakröfu þess sem beðið hefur tjón við brot, sbr. 69. gr. e.
[Ráðuneytinu] 1) er heimilt að ákveða að því sem gert er upptækt sé skipt á milli íslenska ríkisins og annars ríkis eða ríkja. Við slíka ákvörðun skal m.a. leggja til grundvallar þau útgjöld sem málið hefur leitt af sér í ríkjunum, hvort þar hafi orðið tjón vegna málsins og hvaðan upptækt verðmæti er runnið. Skipting samkvæmt þessari málsgrein má ekki leiða til þess að bótagreiðslur til tjónþola séu takmarkaðar.] 2)
1)L. 162/2010, 88. gr. 2)L. 149/2009, 2. gr.
VIII. kafli. Atriði, er áhrif hafa á refsihæðina.
70. gr. Þegar hegning er tiltekin, á einkum að taka til greina eftirtalin atriði:
1. Hversu mikilvægt það er, sem brotið hefur beinst að.
2. Hversu yfirgripsmiklu tjóni það hefur valdið.
3. Hversu mikil hætta var búin af verkinu, einkum þegar til þess er litið, hvenær, hvar og hvernig það var framkvæmt.
4. Aldur þess, sem að verkinu er valdur.
5. Hegðun hans að undanförnu.
6. Hversu styrkur og einbeittur vilji hans hefur verið.
7. Hvað honum hefur gengið til verksins.
8. Hvernig framferði hans hefur verið, eftir að hann hafði unnið verkið.
[9. Hvort hann hefur upplýst um aðild annarra að brotinu.] 1)
Hafi fleiri menn en einn unnið verkið í sameiningu, skal að jafnaði taka það til greina til þyngingar refsingunni.
[Hafi verknaður beinst að karli, konu eða barni sem eru nákomin geranda, og tengsl þeirra þykja hafa aukið á grófleika verknaðarins, skal að jafnaði taka það til greina til þyngingar refsingunni.] 2)
1)L. 39/2000, 4. gr. 2)L. 27/2006, 1. gr.
71. gr. Þegar lög ákveða eða heimila aukna hegningu eða önnur viðurlög við ítrekun brots, skal ekki beita þeim ákvæðum, nema sökunautur hafi, áður en hann framdi síðara brotið, verið dæmdur sekur um brot eða gengist undir refsingu hér á landi fyrir brot, sem ítrekunaráhrif hefur á síðara brotið, eða tilraun til eða hlutdeild í slíku broti, og að hann hafi þar að auki verið fullra 18 ára, þegar hann framdi fyrra brotið.
Dómstólunum er heimilt að láta refsidóma, er kveðnir hafa verið upp erlendis, hafa ítrekunaráhrif, eins og þeir hefðu verið kveðnir upp hér á landi.
Ítrekunaráhrif falla niður, ef liðið hafa 5 ár frá því að sökunautur hefur tekið út fyrri refsinguna, eða frá því að hún hefur fallið niður eða verið gefin upp, þangað til hann fremur síðara brotið. Hafi fyrri refsingin verið sektir, telst fresturinn þó frá þeim degi, er fullnaðardómur var upp kveðinn eða gengist var undir sektargreiðslu.
72. gr. Hafi maður lagt það í vana sinn að fremja brot, einnar tegundar eða fleiri, eða hann gerir það í atvinnuskyni, má auka refsinguna svo, að bætt sé við hana allt að helmingi hennar. Eigi ítrekun á þessu sér stað, má refsingin tvöfaldast.
73. gr. Ef fangi, sem er að taka út refsingu eða er haldið í gæslu af öðrum ástæðum, gerist sekur um brot á ákvæðum 106., … 1) 126., 127., 164., 211., 217., 218., 225., 226., 233. eða 2. mgr. 257. gr., þá má, þegar refsing hans er tiltekin, fara út fyrir hæsta stig þeirrar refsingar, sem við broti hans liggur samkvæmt nefndum greinum, en þó ekki meira en svo, að refsing tvöfaldist. Þegar svo stendur á, má ekki dæma í vægari refsingu en [fangelsi]. 2) … 2)
Ákvæðum fyrsta málsliðs undanfarandi málsgreinar má einnig beita, þegar brot, sem þar er nefnt, er framið af fyrrverandi refsifanga gegn yfirmönnum eða starfsmönnum hegningarhúss þess, sem hann átti dvöl í, eða brotið beinist að hegningarhúsinu eða eignum þess, svo og ef fyrrverandi refsifangi gerist sekur um brot á ákvæðum 111. gr., að því er varðar fanga, sem taka út refsingu í hegningarhúsi því, er hann dvaldist áður í.
Ef maður, sem dæmdur hefur verið til ævilangrar fangelsisvistar og ekki hefur verið náðaður, fremur nýtt brot í fangelsinu eða utan þess, skal ákveða í dómi, hvaða refsingu hann ætti að sæta, ef fyrri refsingin hefði ekki verið ævilangt fangelsi. Má þá einnig dæma hann til að þola viðurlög samkvæmt 47. gr., þó svo, að refsitíma eftir 3. tölul. þeirrar greinar má tvöfalda.
1)L. 71/1995, 1. gr. 2)L. 82/1998, 14. gr.
74. gr. Refsingu þá, sem í lögum er lögð við broti, má færa niður úr lágmarki því, sem þar er ákveðið, þegar svo stendur á, sem hér á eftir segir:
1. Þegar maður hefur farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar eða neyðarréttar.
2. Þegar brot er drýgt af manni, sem þá er ekki fullra 18 ára að aldri, og álíta má vegna æsku hans, að full refsing sé ónauðsynleg eða skaðleg. Aldrei má dæma í þyngri hegningu fyrir brot, sem menn hafa framið á þessum aldri, en 8 ára fangelsi.
3. Hafi sá, sem verkið vann, álitið, að verknaður hans væri ekki réttarbrot, sökum afsakanlegrar vanþekkingar eða misskilnings á réttarreglum sem banna framkvæmd verknaðar.
4. Þegar maður hefur framið brot í mikilli reiði eða geðæsingu, sem sá, er fyrir brotinu verður, hefur vakið hjá honum með ólögmætri árás eða stórfelldri móðgun.
5. Ef maður lætur leiðast til að fremja brot sökum þess, að hann var öðrum háður.
6. Ef maður er beittur þvingun til að fremja brot, en þvinguninni er þó ekki þannig varið, að hún geri verknað hans að öllu leyti refsilausan.
7. Ef sá, sem verk vann, hefur af sjálfsdáðum, eftir að það var fullframið, afstýrt hættu þeirri, sem það hafði í för með sér.
8. Ef sá, sem verkið vann, hefur af sjálfsdáðum bætt að fullu tjón það, sem af verkinu leiddi, svo og þegar hann hefur gert sér mikið far um að koma í veg fyrir skaðlegar afleiðingar verksins eða reynt eftir mætti að bæta úr tjóninu.
9. Ef maður segir af sjálfsdáðum til brots síns og skýrir hreinskilningslega frá öllum atvikum að því.
Ákveða má, þegar svo stendur á, sem í 1.–8. tölul. segir, að refsing skuli falla niður að öllu leyti.
75. gr. Hafi maður framið brot í ákafri geðshræringu, vegna annars skammvinns ójafnvægis á geðsmunum eða svo er ástatt að öðru leyti, að verknaðurinn verður ekki talinn líkt því eins refsiverður og venjulegt er um samskonar brot, má færa refsingu niður og jafnvel, ef brot varðar ekki þyngri refsingu en [fangelsi allt að 1 ári], 1) láta hana falla niður. Hafi sá, sem verkið vann, sjálfur komið sér í umrætt ástand með neyslu áfengis, koma framangreind ákvæði því aðeins til greina, að málsbætur séu fyrir hendi og fremjandinn hafi ekki áður orðið sekur um sams konar eða svipað brot né um brot á 1. eða 2. mgr. 123. gr.
… 2)
1)L. 82/1998, 15. gr. 2)L. 22/1955, 9. gr.
76. gr. Hafi sakborningur verið hafður í gæsluvarðhaldi, og það er ekki því að kenna, hvernig hann hefur hagað sér meðan á málinu eða rannsókn þess stóð, skal ákveða í refsidómi, að gæsluvarðhaldsvistin skuli koma að einhverju leyti eða öllu í stað refsingar.
77. gr. Verði maður, meðan á sama málinu stendur, uppvís að því að hafa framið fleiri brot en eitt, skal tiltaka refsinguna fyrir þau í einu lagi, og svo, að þau séu öll tekin til greina, en liggi ævilangt fangelsi við mesta brotinu, er ekki um frekari hegningu að ræða fyrir hin brotin.
Refsingu skal að jafnaði tiltaka innan takmarka þess hegningarákvæðis, sem við brotunum liggur, og eigi þau ekki öll undir sama hegningarákvæði, þá innan takmarka þess hegningarákvæðis, sem þyngsta hegningu setur. Þó má eftir málavöxtum þyngja refsingu svo, að bætt sé við hana allt að helmingi hennar. Dómstólunum skal þó heimilt, þegar maður er dæmdur samtímis fyrir mikið brot og annað, sem að tiltölu er lítilræði eitt, að beita jafnvel lægsta stigi þeirrar refsingar, sem við meira brotinu liggur.
… 1)
Sé dæmt í einu lagi fyrir tvö eða fleiri brot, er annað eða sum varða [fangelsi], 1) en hin sektum, er dómstólunum heimilt að dæma sektir jafnframt [fangelsi]. 1)
1)L. 82/1998, 16. gr.
78. gr. Verði maður, sem búið er að dæma fyrir eitt brot eða fleiri, uppvís að því að hafa framið önnur brot, áður en hann var dæmdur, skal honum dæma hegningarauka, er samsvari þeirri þynging hegningarinnar, sem kynni að hafa orðið, ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu. [Má þá dæma í fangelsi í skemmri tíma en 30 daga.] 1)
… 2)
1)L. 82/1998, 17. gr. 2)L. 48/1988, 31. gr.
79. gr. [Nú heimila lög aukna refsingu við broti og skulu þá takmörk þau, sem sett eru í 34. gr., ekki vera því til fyrirstöðu að dæma megi í fangelsi allt að 20 árum.] 1)
1)L. 82/1998, 18. gr.
IX. kafli. [Fyrning sakar, brottfall viðurlaga og uppreist æru.]1)
1)L. 20/1981, 3. gr.
80. gr. [Sakir fyrnast samkvæmt ákvæðum 81. og 82. gr. Á það einnig við um brot samkvæmt sérrefsilögum, nema þar sé annan veg mælt.] 1)
1)L. 20/1981, 4. gr.
81. gr. [Sök fyrnist á þeim tíma, er hér segir:
1. Á 2 árum, þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en 1 árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum.
2. Á 5 árum, þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en 4 ára fangelsi.
3. Á 10 árum, þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en 10 ára fangelsi.
4. [Á 15 árum, þegar þyngsta refsing við broti er meira en 10 ára tímabundið fangelsi.] 1)
[Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. fyrnist sök vegna brota samkvæmt ákvæðum 194. gr., 1. mgr. 200. gr. og 1. mgr. 201. gr. ekki þegar brot er framið gagnvart barni undir 18 ára aldri.] 2)
[Fyrningarfrestur vegna brota, sem fólgin eru í því að komast undan greiðslu á tollum, sköttum eða öðrum gjöldum til hins opinbera, er aldrei skemmri en 5 ár.] 1)
Nú gerist maður sekur um háttsemi, sem varðar við fleiri en eitt refsiákvæði, og skal þá miða fyrningarfrest brotanna við það ákvæði, er geymir þyngst refsimörk.] 3)
[Fyrningarfrestur vegna refsiábyrgðar lögaðila er 5 ár.] 4)
1)L. 63/1998, 1. gr. 2)L. 61/2007, 1. gr. 3)L. 20/1981, 5. gr. 4)L. 39/2000, 5. gr.
82. gr. [Fyrningarfrestur telst frá þeim degi, er refsiverðum verknaði eða refsiverðu athafnaleysi lauk. [Fyrningarfrestur vegna brota samkvæmt ákvæðum 197. gr., 198. gr., 199. gr., 2.–3. mgr. 200. gr., 2. mgr. 201. gr., 202. gr. og 218. gr. a telst þó eigi fyrr en frá þeim degi er brotaþoli nær 18 ára aldri.] 1)
Nú er refsinæmi háð því að nokkru leyti eða öllu, að háttsemi hafi í för með sér tiltekna afleiðingu, og hefst fyrningarfrestur þá ekki fyrr en afleiðing þessi kemur fram. Hinu sama gegnir að sínu leyti, ef refsinæmi er háð því, að tiltekið atvik beri að höndum eftir að háttsemi er uppi höfð, og tekur sök þá ekki að fyrnast, fyrr en atvik þetta hefur gerst.
Nú er refsiverður verknaður framinn á íslensku skipi eða loftfari, utan [forráðasvæðis] 2) íslenska ríkisins, og tekur sök þá ekki að fyrnast, fyrr en skipið eða loftfarið er komið til íslenskrar hafnar. Fyrningarfrestur hefst þó ekki síðar en 1 ári frá því að brot var framið.
[Fyrningarfrestur rofnar þegar rannsókn [sakamáls] 3) hefst fyrir rannsóknara gegn manni sem sakborningi. Í málum, sem lögreglan má samkvæmt lögum ljúka með sátt, rofnar fyrningarfrestur þegar lögreglan sakar mann um brot og kynnir honum sáttaboð. Þegar lög heimila stjórnvaldi endranær að kveða á um refsingu fyrir brot rofnar fresturinn þegar stjórnvaldið sakar mann um slíkt brot. [Nú rofnar fyrningarfrestur gagnvart fyrirsvarsmanni lögaðila, starfsmanni hans eða öðrum á hans vegum og rofnar þá fyrningarfrestur jafnframt gagnvart lögaðilanum. Rof fyrningarfrests gagnvart lögaðila leiðir ekki til rofs á fyrningarfresti gagnvart fyrirsvarsmanni, starfsmanni eða öðrum á vegum lögaðilans.] 4)] 2)
[Rannsókn skv. 4. mgr. rýfur ekki fyrningarfrest ef rannsóknari hættir rannsókninni, ákærandi ákveður að höfða ekki [sakamál] 3) gegn sakborningi eða ákærandi afturkallar ákæru. Stöðvist rannsókn máls um óákveðinn tíma rýfur rannsóknin heldur ekki fyrningarfrest. Stöðvist rannsókn máls af því að sakborningur hefur komið sér undan rannsókn rýfur rannsóknin fyrningarfrest, en sá tími sem rannsóknin stóð yfir telst ekki til fyrningartímans. … 3)] 2)
Nú er sök fyrnd samkvæmt framansögðu og verður þá hvorki refsað fyrir háttsemina né dæmd viðurlög þau, sem mælt er um í 62.–67. gr. Hinu sama gegnir um eignarupptöku og réttindasviptingu og úrræði samkvæmt 2. mgr. 148. gr. og 2. mgr. 241. gr. Fyrningarfrestur um eignarupptöku er ekki skemmri en 5 ár, en 10 ár um eignarupptöku samkvæmt … 5) 1. mgr. 69. gr. og hliðstæðum ákvæðum í sérrefsilögum, nema þar sé öðruvísi kveðið á.] 6)
1)L. 61/2007, 2. gr. Ákvæðið gildir einnig um brot sem framin voru fyrir gildistöku l. 61/2007, enda hafi fyrningarfrestur þeirra ekki verið hafinn, sbr. 14. gr. s.l. 2)L. 63/1998, 2. gr. 3)L. 88/2008, 234. gr. 4)L. 140/1998, 5. gr. 5)L. 149/2009, 3. gr. 6)L. 20/1981, 6. gr.
83. gr. [[Fangelsi] 1) eða hælisvist, sem dæmd hefur verið, fellur niður, ef fullnusta dóms er eigi byrjuð áður en frestir þeir eru liðnir sem hér greinir:
1. 5 ár, ef refsing er … 1) fangelsi allt að 1 ári eða dæmd er hælisvist samkvæmt 65. gr.
2. 10 ár, ef refsing er fangelsi lengur en 1 ár og allt að 4 árum, og á þetta einnig við um dæmd viðurlög samkvæmt 62., 66. og 67. gr.
3. 15 ár, ef refsing er fangelsi lengur en 4 ár og 8 ár hið mesta.
4. 20 ár, ef tímabundin fangelsisrefsing er dæmd lengri en 8 ár.
Fyrning samkvæmt framansögðu hefst, þegar unnt er að fullnægja dómi samkvæmt almennum ákvæðum laga.
Frestun á fullnustu refsingar samkvæmt skilorðsdómi telst ekki til fyrningartíma né heldur sá tími sem aðili sætir [fangelsi] 1) eða hælisvist samkvæmt öðrum dómi. Hinu sama gegnir um skilyrta náðun, þó þannig að fyrningartími lengist ekki nema sem skilorðstíma svarar.
Fyrning er rofin, þegar fullnusta dóms er hafin.
Nú hefur fangi tekið út nokkurn hluta [fangelsis] 1) eða hælisvistar, en er veitt reynslulausn eða skilyrt náðun. Rjúfi hann síðan skilorð og ákvörðun er tekin um, að hann afpláni það, sem eftir stendur af [fangelsi] 1) eða hælisvist, og telst þá fyrning á fullnustu eftirstöðva refsingar og annarra dæmdra viðurlaga frá því, er slík ákvörðun var tekin. Ef fullnusta refsingar eða annarra viðurlaga samkvæmt 1. mgr. stöðvast af öðrum ástæðum en þeim, sem greinir í þessari málsgrein, telst fyrning frá því, að stöðvun varð.] 2)
1)L. 82/1998, 19. gr. 2)L. 20/1981, 7. gr.
[83. gr. a. [Fésekt, sem ákveðin er með dómi, úrskurði eða sátt, fyrnist þegar liðin eru 3 ár frá því að unnt var að fullnægja dómi, úrskurði eða sátt. Þegar fjárhæð fésektar er 60.000 krónur eða hærri er fyrningarfresturinn þó 5 ár.] 1)
[Hafi greiðsla fésektar verið tryggð með fjárnámi eða öðrum sambærilegum hætti innan fyrningarfresta skv. 1. mgr. lengjast þeir frestir um 2 ár.] 1)
Vararefsing við fésekt, sbr. 53. gr., fellur niður samkvæmt ákvæðum [1. og 2. mgr.], 1) nema fullnusta hennar sé hafin innan þar greindra tímamarka.
Eignarupptaka, sem ákveðin er með dómi, úrskurði eða sátt, fellur niður þegar liðin eru 5 ár frá því að unnt var að fullnægja ákvörðun um eignarupptöku. Í dómi er þó heimilt að ákveða að frestur sé allt að 10 árum. Ákvæði 2. mgr. gildir einnig um eignarupptöku.
Sá tími, sem fullnusta frestast vegna ákvæða skilorðsdóms eða skilyrtrar náðunar, telst ekki með fyrningarfresti.] 2)
1)L. 63/1998, 3. gr. 2)L. 20/1981, 8. gr.
[83. gr. b. Dómi, úrskurði eða sátt um refsingu eða önnur viðurlög samkvæmt VII. kafla verður eigi fullnægt eftir andlát sakfellds manns, sbr. þó 2. mgr., nema lagaheimild sé til annars.
Nú hefur dómi, úrskurði eða sátt um eignarupptöku eigi verið fullnægt að nokkru eða öllu, þegar sakfelldi andaðist, og getur ríkissaksóknari þá krafist þess, að héraðsdómari í síðasta varnarþingi sakfellda kveði svo á með úrskurði að fullnægja skuli ákvæðum um eignarupptöku, enda stafi hún af hagnaði sakfellda af broti eða varði hluti, sem til hafa orðið við misgerning. Dómari getur þá breytt eignarupptökuákvæði svo, að í stað upptöku á hlut komi tiltekin fjárhæð. [Mál samkvæmt þessari málsgrein sætir meðferð eftir lögum um meðferð sakamála.] 1)
Dómsákvæðum samkvæmt 2. mgr. 148. gr. og 2. mgr. 241. gr. er unnt að fullnægja eftir andlát dómfellda.] 2)
1)L. 88/2008, 234. gr. 2)L. 20/1981, 9. gr.
84. gr. … 1)
Nú hefur maður hlotið í fyrsta sinn refsidóm fyrir brot, sem hefur skerðing borgararéttinda í för með sér, og refsing fer ekki fram úr 1 árs [fangelsi], 2) þá nýtur hann að liðnum 5 árum frá því að refsing er að fullu úttekin, fyrnd eða uppgefin, allra réttinda, sem fást með uppreist á æru, enda hafi hann ekki sætt ákæru á þeim tíma fyrir brot, sem þyngri hegning liggur við en sektir.
1)L. 22/1955, 9. gr. 2)L. 82/1998, 20. gr.
85. gr. Þegar liðin eru 2 ár af fresti þeim, sem í síðari málsgrein 84. gr. getur, og að fullnægðum öðrum skilyrðum, sem þar eru sett, getur [forseti], 1) ef dómfelldi hefur hegðað sér vel á þessu tímabili, veitt honum uppreist æru.
[Forseti] 1) getur og veitt manni uppreist æru, þegar að minnsta kosti 5 ár eru liðin frá því að refsing hans er að fullu úttekin, fyrnd eða gefin upp, enda færi umsækjandi sönnur, sem gildar séu metnar, á það, að hegðun hans hafi verið góð umræddan tíma.
[Þegar sérstaklega stendur á, má veita uppreist æru, þó að refsitími sé svo langur sem í 2. mgr. segir, enda þótt ekki sé liðinn lengri tími en til er skilinn í 1. mgr.] 2)
1)L. 100/1951, 4. gr. 2)L. 36/1944, 1. gr.
X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta … 1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.] 2)
1)L. 82/1998, 21. gr. 2)L. 47/1941, 1. gr.
89. gr. Beri íslenskur ríkisborgari í ófriði vopn gegn íslenska ríkinu eða bandamönnum þess, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem í ófriði, eða þegar ófriður vofir yfir, veitir fjandmönnum íslenska ríkisins liðsinni í orði eða verki eða veikir viðnámsþrótt íslenska ríkisins eða bandamanna þess.
90. gr. Rjúfi maður, meðan á ófriði stendur eða þegar hann vofir yfir, samning eða skuldbindingu, sem varðar ráðstafanir, sem íslenska ríkið hefur gert vegna ófriðar eða ófriðarhættu, þá skal hann sæta … 1) fangelsi allt að 3 árum.
Hafi manni orðið slíkt á af stórfelldu gáleysi, skal honum refsað með sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1)
1)L. 82/1998, 22. gr.
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með … 1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
1)L. 82/1998, 23. gr.
92. gr. Hver, sem af ásetningi eða gáleysi kunngerir, lýsir eða skýrir óviðkomandi mönnum frá leynilegum hervarnarráðstöfunum, er íslenska ríkið hefur gert, skal sæta … 1) fangelsi allt að 10 árum, eða sektum, ef brot er lítilræði eitt.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem af ásetningi eða gáleysi stofnar hlutleysisstöðu íslenska ríkisins í hættu, aðstoðar erlent ríki við skerðingu á hlutleysi þess, eða brýtur bann, sem ríkið hefur sett til verndar hlutleysi sínu.
1)L. 82/1998, 24. gr.
93. gr. Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 5 árum.
1)L. 82/1998, 25. gr.
94. gr. Ef verknaði, sem refsing er lögð við í XXIII., XXIV. eða XXV. kafla laga þessara, er beint að þjóðhöfðingja erlends ríkis eða sendimönnum þess hér á landi, má auka refsingu þá, sem við brotinu liggur, þannig að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.
95. gr. [Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum. Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.] 1)] 2)
[Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem smánar opinberlega eða hefur annars í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum, eða ærumeiðandi aðdróttanir við aðra starfsmenn erlends ríkis, sem staddir eru hér á landi.] 3)
[Sömu refsingu skal hver sá sæta sem ógnar eða beitir valdi gagnvart sendierindreka erlends ríkis hér á landi eða ræðst inn á eða veldur skemmdum á sendiráðssvæði eða hótar slíku.] 4)
1)L. 82/1998, 26. gr. 2)L. 101/1976, 10. gr. 3)L. 47/1941, 2. gr. 4)L. 56/2002, 1. gr.
96. gr. … 1)
1)L. 82/1998, 27. gr.
97. gr. Mál út af brotum, sem í þessum kafla getur, skal því aðeins höfða, að [ráðherra] 1) hafi lagt svo fyrir, og sæta þau öll [meðferð sakamála]. 2)
1)L. 162/2010, 88. gr. 2)L. 88/2008, 234. gr.
XI. kafli. Brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess.
98. gr. Veki maður eða stýri uppreisn í þeim tilgangi að breyta stjórnskipun ríkisins, þá varðar það fangelsi, ekki skemur en 3 ár eða ævilangt.
Hver, sem tekur þátt í þess konar uppreisn, svo og hver sá, sem sekur gerist um verknað, er miðar að því að breyta stjórnskipuninni á ólögmætan hátt, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.
99. gr. Hafist maður nokkuð það að, sem miðar til þess að svipta [forsetann] 1) eða þann, sem fer með [forsetavald], 1) lífi, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 6 ár.
1)L. 100/1951, 1. gr.
100. gr. Hver, sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár, og getur refsingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru mjög miklar.
Sömu hegningu skal hver sá sæta, sem á sama hátt misbrýtur við [forsetann] 1) eða þann, sem [forsetavald] 1) hefur á hendi, ráðuneytin, landsdóminn eða hæstarétt.
1)L. 100/1951, 1. gr.
[100. gr. a. [Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar:] 1)
1. manndráp skv. 211. gr.,
2. líkamsárás skv. 218. gr.,
3. frelsissviptingu skv. 226. gr.,
4. raskar umferðaröryggi skv. 1. mgr. 168. gr., truflar rekstur almennra samgöngutækja o.fl. skv. 1. mgr. 176. gr. eða veldur stórfelldum eignaspjöllum skv. 2. mgr. 257. gr. og þessi brot eru framin á þann hátt að mannslífum sé stefnt í hættu eða valdið miklu fjárhagslegu tjóni,
5. flugrán skv. 2. mgr. 165. gr. eða veitist að mönnum sem staddir eru í flughöfn ætlaðri alþjóðlegri flugumferð skv. 3. mgr. 165. gr.,
6. brennu skv. 2. mgr. 164. gr., veldur sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda, vatnsflóði, skipreika, járnbrautar-, bifreiðar- eða loftfarsslysi eða óförum annarra slíkra farar- eða flutningatækja skv. 1. mgr. 165. gr., veldur almennum skorti á drykkjarvatni eða setur skaðleg efni í vatnsból eða vatnsleiðslur skv. 1. mgr. 170. gr. eða lætur eitruð eða önnur hættuleg efni í muni, sem ætlaðir eru til sölu eða almennrar notkunar, skv. 1. mgr. 171. gr.
Sömu refsingu skal sá sæta sem í sama tilgangi hótar að fremja þau brot sem talin eru í 1. mgr.] 2)
1)L. 149/2009, 4. gr. 2)L. 99/2002, 2. gr.
[100. gr. b. Hver sem beint eða óbeint styður mann, félag eða hóp, sem fremur eða hefur þann tilgang að fremja hryðjuverk skv. 100. gr. a, með því að leggja fram fé eða veita annan fjárhagslegan stuðning, útvega eða safna saman fjármagni eða með öðrum hætti að gera fjármagn aðgengilegt skal sæta fangelsi allt að 10 árum.] 1)
1)L. 99/2002, 2. gr.
[100. gr. c. Hver sem með liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatningum eða á annan hátt styður refsiverða starfsemi eða sameiginlegt markmið félags eða hóps, sem framið hefur eitt eða fleiri brot gegn 100. gr. a eða 100. gr. b, og starfsemin eða markmiðin fela í sér að eitt eða fleiri slík brot séu framin, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.] 1)
1)L. 99/2002, 2. gr.
101. gr. Ef verknaður, sem refsing er lögð við í XXIII., XXIV. eða XXV. kafla laga þessara, er hafður í frammi við [forsetann] 1) eða þann, sem [forsetavald] 1) hefur á hendi, enda eigi brotið ekki undir 99. eða 100. gr., eykst refsing sú, sem við broti er lögð, en þó ekki meira en svo, að hún tvöfaldist. … 2)
[Sé slíkum verknaði beint gegn nánustu vandamönnum forsetans, þannig að álíta megi, að broti sé stefnt að heimili hans, má auka refsingu svo, að við hana sé bætt allt að helmingi hennar.] 3)
1)L. 100/1951, 1. gr. 2)L. 82/1998, 28. gr. 3)L. 100/1951, 2. gr.
102. gr. Hver, sem leitast við að aftra því, [að fram fari kjör forseta], 1) að kosningar fari fram til Alþingis, bæjar- eða sveitarstjórna eða annarra opinberra starfa, svo og hver, sem rangfærir eða ónýtir niðurstöðu slíkrar kosningar, skal sæta fangelsi allt að 4 árum.
[Sömu refsingu] 2) varðar það, ef verknaður, slíkur sem að ofan greinir, beinist að lögheimiluðum atkvæðagreiðslum um opinber málefni.
1)L. 100/1951, 3. gr. 2)L. 82/1998, 29. gr.
103. gr. Sá maður skal sæta … 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef sök er smáfelld, sem sekur gerist um eftirgreindar athafnir, þegar kosningar, sem í fyrri málsgrein 102. gr. getur, fara fram:
1. Aflar sér eða öðrum ólöglega færis á að taka þátt í atkvæðagreiðslu.
2. Leitast við með ólögmætri nauðung, frelsisskerðingu eða misbeitingu aðstöðu yfirboðara að fá mann til þess að greiða atkvæði á ákveðinn hátt eða til þess að greiða ekki atkvæði.
3. Kemur því til leiðar með sviksamlegu atferli, að maður greiðir ekki atkvæði, þó að hann hafi ætlað sér það, eða að atkvæði hans ónýtist eða hefur önnur áhrif en kjósandinn ætlaðist til.
4. Greiðir, lofar að greiða eða býður manni fé eða annan hagnað í því skyni að koma honum til þess að greiða atkvæði á ákveðinn hátt eða til þess að greiða ekki atkvæði.
5. Tekur við, fer fram á að fá eða lætur lofa sér fé eða öðrum hagnaði til þess að greiða atkvæði á ákveðinn hátt eða til þess að greiða ekki atkvæði.
1)L. 82/1998, 30. gr.
104. gr. … 1)
1)L. 82/1998, 31. gr.
105. gr. Mál út af brotum, sem í 99. og 101. gr. getur, skal því aðeins höfða, að [ráðherra] 1) hafi lagt svo fyrir, og sæta þau öll [meðferð sakamála]. 2)
1)L. 162/2010, 88. gr. 2)L. 88/2008, 234. gr.
XII. kafli. Brot gegn valdstjórninni.
106. gr. Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta … 1) fangelsi allt að 6 árum. [Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, má beita fangelsi allt að 8 árum.] 2) [Beita má sektum, ef brot er smáfellt.] 3)
[Sá sem tálmar því á annan hátt að handhafi lögregluvalds eða tollgæsluvalds gegni skyldustörfum sínum skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Geri maður öðrum opinberum starfsmanni slíkar tálmanir þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.] 2)
[Nú hefur sá sem dæmdur er sekur um brot á þessari grein áður sætt refsingu samkvæmt greininni eða honum hefur verið refsað fyrir brot sem tengt er að öðru leyti við vísvitandi ofbeldi, og má þá hækka refsingu allt að helmingi.] 2)
[Jafnfætis þeim opinberu starfsmönnum, sem ekki hafa heimild að lögum til líkamlegrar valdbeitingar, standa þeir menn sem dómari eða yfirvald kveður sér til aðstoðar við rekstur opinbers starfs.] 2)
1)L. 82/1998, 32. gr. 2)L. 25/2007, 1. gr. 3)L. 101/1976, 11. gr.
107. gr. Hafi verknaður, sem í 106. gr. getur, verið hafður frammi af mannsöfnuði, skal forgöngumönnum og leiðtogum upphlaupsins refsað með þyngri refsingu að tiltölu, og má þá beita allt að 8 ára fangelsi. [Aðrir þátttakendur upphlaupsins, sem ofríki hafa haft í frammi eða ekki hafa hlýðnast skipun yfirvalds er skorað hefur á mannsöfnuðinn að sundrast, skulu sæta fangelsi allt að 6 árum eða sektum ef brot er smáfellt.] 1)
1)L. 25/2007, 2. gr.
108. gr. [Hver sem beitir annan mann eða nána vandamenn hans eða aðra honum tengda líkamlegu ofbeldi, ólögmætri nauðung eða hótun skv. 233. gr. vegna skýrslugjafar hans hjá lögreglu eða fyrir dómi skal sæta fangelsi allt að 6 árum eða sektum ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.] 1)
1)L. 39/2000, 6. gr.
109. gr. [Hver sem gefur, lofar eða býður opinberum starfsmanni gjöf eða annan ávinning, sem hann á ekki tilkall til, í þágu hans eða annarra, til að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem tengist opinberum skyldum hans skal sæta fangelsi allt að 3 árum eða sektum ef málsbætur eru fyrir hendi.
Sömu refsingu skal sá sæta sem beinir slíku að erlendum opinberum starfsmanni, starfsmanni alþjóðastofnunar, manni sem á sæti á þingi slíkrar stofnunar eða á opinberu löggjafarþingi í erlendu ríki, dómara sem á sæti í alþjóðlegum dómstóli eða starfsmanni við slíkan dómstól, í því skyni að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem tengist opinberum skyldum hans.
Sömu refsingu skal enn fremur sá sæta sem beinir slíku að manni, sem heldur því fram eða veitir vissu fyrir að hann geti haft óeðlileg áhrif á ákvarðanatöku manns sem fjallað er um í 1. og 2. mgr. þessarar greinar, í því skyni að fá hann til að beita þessum áhrifum.
Enn fremur skal sæta sömu refsingu sá maður sem heldur því fram eða veitir vissu fyrir að hann geti haft óeðlileg áhrif á ákvarðanatöku manns, sem fjallað er um í 1. og 2. mgr. þessarar greinar, og heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, án tillits til þess hvort áhrifunum er beitt eða hvort þau leiða til þess markmiðs sem stefnt var að.] 1)
1)L. 125/2003, 2. gr.
110. gr. Hafi fangar, sem eru í [fangelsi], 1) sammælst um að hjálpast að að strjúka, þá varðar það fangelsi … 2) allt að 3 árum.
1)L. 82/1998, 34. gr. 2)L. 42/1985, 9. gr.
111. gr. Hver, sem frelsar handtekinn mann, fanga eða mann, sem hafður er í opinberri gæslu, svo og hver sá, sem hvetur eða hjálpar slíkum manni til að losna úr haldi, skal sæta … 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Hver, sem ólöglega setur sig í samband við handtekinn mann, fanga eða mann, sem hafður er í opinberri gæslu, skal sæta sektum eða [fangelsi] 1) allt að 6 mánuðum.
1)L. 82/1998, 35. gr.
112. gr. Hver, sem aðstoðar mann, sem eftirför er veitt fyrir brot, til að komast undan handtöku eða refsingu, með því að fela hann, hjálpa honum til að flýja eða strjúka eða segja rangt til, hver hann sé, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári.
Sömu refsingu varðar það að tálma rannsókn brots með því að eyðileggja, breyta eða koma undan hlutum, sem fræðslu geta veitt við rannsóknina, eða með því að raska ummerkjum brots.
Hafi einhver framið verknað, sem lýst er í þessari grein, í því skyni að koma sjálfum sér eða nánum vandamönnum sínum undan eftirför eða refsingu, þá er það refsilaust.
1)L. 82/1998, 36. gr.
113. gr. Taki maður burt eða ónýti innsigli eða merki, sem sett hefur verið að opinberri ráðstöfun, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Hver, sem tekur burt eða skemmir auglýsingu, sem sett hefur verið upp af hálfu hins opinbera, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 3 mánuðum.
1)L. 82/1998, 36. gr.
114. gr. Hver, sem ræður menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu, skal sæta … 1) fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 37. gr.
115. gr. Hver, sem opinberlega skýrir heimildarlaust eða vísvitandi rangt frá því, sem fram hefur farið við kosningar þær og atkvæðagreiðslur, sem í 102. gr. getur, eða því, sem gerst hefur á fundum eða starfi opinberra samkomna, nefnda, stjórnvalda eða dómstóla, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
1)L. 82/1998, 38. gr.
116. gr. Hver, sem tekur sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hefur, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 1 ári] 1) eða, ef miklar sakir eru, fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 39. gr.
117. gr. Hver, sem vísvitandi eða af gáleysi notar opinberlega eða í ólögmætum tilgangi einkenni, merki eða einkennisbúning, sem áskilinn er íslenskum eða erlendum stjórnvöldum eða hermönnum, eða einkenni, merki eða búning, sem er svo áþekkur hinum ofannefndu, að hætta er á, að á verði villst, skal sæta sektum.
XIII. kafli. Brot á almannafriði og allsherjarreglu.
118. gr. Ef maður kemur af stað upphlaupi í því skyni að beita menn eða muni ofbeldi eða ógna með, að því verði beitt, þá varðar það fangelsi allt að 3 árum … 1)
Sömu refsingu skulu þeir menn sæta, sem gerst hafa leiðtogar slíks upphlaups, eftir að það var byrjað.
Aðrir þátttakendur upphlaupsins, sem ofríki hafa haft í frammi eða ekki hafa hlýðnast skipan yfirvalds, er skorað hefur á mannsöfnuðinn að sundrast, skulu sæta vægari refsingu að tiltölu, og má dæma þeim þátttakendum sektir, sem ekki hafa beitt ofríki.
Hafi eitthvert það brot verið framið, sem var markmið upphlaupsins, skal beita þyngri refsingum, miðað við þátttöku hvers eins, eftir því, sem að framan segir, og má þá dæma allt að 6 ára fangelsi, nema broti sé svo varið, að þyngri hegning liggi við.
1)L. 82/1998, 40. gr.
119. gr. Hafi upphlaup átt sér stað, án þess að ákvæði 118. gr. eigi við um það, og mannsöfnuðinum hefur verið skipað á löglegan hátt af yfirvaldi að sundrast, þá skal þeim þátttakendum, sem hlýðnast ekki skipuninni, enda þótt þeir viti um hana, refsað með sektum eða [fangelsi] 1) allt að 3 mánuðum.
1)L. 82/1998, 41. gr.
120. gr. Ef maður gabbar lögreglumenn, brunalið, björgunarlið eða annað hjálparlið, með því að kalla eftir hjálp að ástæðulausu eða með misnotkun brunaboða eða annarra hættumerkja, þá varðar það sektum eða [fangelsi] 1) allt að 3 mánuðum.
1)L. 82/1998, 42. gr.
[120. gr. a. [Nú veitir maður vísvitandi rangar upplýsingar eða lætur uppi vísvitandi rangar tilkynningar, sem eru fallnar til að vekja ótta um líf, heilbrigði eða velferð manna, um atriði sem varða loftferðaöryggi eða öryggi í flughöfn varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að þremur árum. Sömu refsingu varðar að útbreiða þess háttar orðróm gegn betri vitund.] 2)] 3)
1)L. 82/1998, 43. gr. 2)L. 16/1990, 2. gr. 3)L. 41/1973, 2. gr.
121. gr. Hver, sem opinberlega hvetur menn til refsiverðra verka, skal sæta … 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru, nema brot hans varði þyngri refsingu að lögum.
Hver, sem opinberlega og greinilega fellst á eitthvert þeirra brota, er í X. eða XI. kafla laga þessara getur, sæti sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 44. gr.
122. gr. Hver, sem hindrar það, að löglegur mannfundur sé haldinn, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 1 ári], 1) eða fangelsi allt að 2 árum, ef miklar sakir eru, einkum ef ofríki eða ógnun í framferði hefur verið viðhaft.
Raski nokkur fundarfriði á lögboðnum samkomum um opinber málefni með háreysti eða uppivöðslu, þá varðar það sektum eða [fangelsi] 1) allt að 3 mánuðum.
Sömu refsingu skal sá sæta, sem á sama hátt truflar opinbera guðsþjónustu eða aðrar kirkjuathafnir eða raskar útfararhelgi.
1)L. 82/1998, 45. gr.
123. gr. Hver, sem af ásettu ráði eða stórfelldu gáleysi gerist ölvaður og stofnar þannig á sig kominn í hættu öðrum mönnum eða talsverðum fjárverðmætum, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum, einkum ef brot er ítrekað eða miklar sakir að öðru leyti.
… 2)
1)L. 82/1998, 46. gr. 2)L. 101/1976, 1. gr.
124. gr. Ef nokkur raskar grafarhelgi eða gerist sekur um ósæmilega meðferð á líki, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að fara ósæmilega með hluti, sem teljast til kirkna og nota á við kirkjulegar athafnir.
1)L. 82/1998, 47. gr.
125. gr. Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum]. 1) Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.
1)L. 82/1998, 48. gr.
126. gr. Hafi maður fengið vitneskju um, að fyrirhugað er eða hafið eitthvert þeirra brota, sem 86., 87., 89., 91., 98., 99. eða 100. gr. laga þessara getur, eða annað brot, sem lífi eða velferð manna eða mikilvægum þjóðfélagsverðmætum er búin hætta af, og hann reynir ekki af fremsta megni að koma í veg fyrir brotið eða afleiðingar þess, þar á meðal, ef þörf krefur, með því að tilkynna yfirvöldum vitneskju sína, þá skal hann, ef brotið er eftir það framið eða reynt er að fremja það, sæta … 1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef miklar málsbætur eru fyrir hendi. En hafi hann látið þetta hjá líða sökum þess, að hann gat ekki gert það án þess að stofna lífi, heilbrigði eða velferð sjálfs sín eða nánustu vandamanna í hættu, þá skal honum ekki refsað.
1)L. 82/1998, 49. gr.
127. gr. Hver, sem ekki sinnir kvaðningu yfirvalds um aðstoð til þess að koma í veg fyrir brot eða annan ófarnað, sem lífi, heilbrigði eða velferð manna er búin hætta af, þótt hann hefði getað veitt aðstoðina án þess að stofna sér eða verulegum hagsmunum í hættu, skal sæta sektum eða [fangelsi] 1) allt að 3 mánuðum.
1)L. 82/1998, 50. gr.
XIV. kafli. Brot í opinberu starfi.
128. gr. Ef opinber starfsmaður heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns, þá skal hann sæta … 1) fangelsi allt að 6 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
[Sömu refsingu skal sæta erlendur opinber starfsmaður, starfsmaður alþjóðastofnunar, maður sem á sæti á þingi slíkrar stofnunar eða á opinberu löggjafarþingi í erlendu ríki, dómari sem á sæti í alþjóðlegum dómstóli eða starfsmaður við slíkan dómstól, sem heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns.] 2)
1)L. 82/1998, 51. gr. 2)L. 125/2003, 3. gr.
129. gr. Ef opinber starfsmaður heimtar eða tekur sér eða öðrum til ávinnings við sköttum eða gjöldum, [þar á meðal þjónustugjöldum], 1) sem gjaldandi skuldar ekki, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum, enda liggi ekki þyngri refsing við verknaðinum eftir öðrum ákvæðum laganna. Vægari refsingu að tiltölu skal beita, ef sökunautur hefur í upphafi tekið við gjaldinu í þeirri trú, að gjaldandinn skuldaði það, en heldur gjaldinu síðan í ávinningsskyni, eftir að hann komst að hinu rétta. … 2)
1)L. 54/2003, 1. gr. 2)L. 82/1998, 52. gr.
130. gr. Ef handhafi dómsvalds eða annars opinbers úrskurðarvalds um lögskipti gerist sekur um ranglæti við úrlausn máls eða meðferð þess í því skyni, að niðurstaðan verði ranglát, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.
Hafi verknaðurinn haft eða verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsingin vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.
131. gr. Ef dómari eða annar opinber starfsmaður, sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins, beitir ólöglegri aðferð til þess að koma manni til játningar eða sagna, framkvæmir ólöglega handtöku, fangelsan eða [leit] 1) eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni, þá varðar það sektum … 2) eða fangelsi allt að 3 árum.
1)L. 54/2003, 2. gr. 2)L. 82/1998, 53. gr.
132. gr. [Ef opinber starfsmaður, sem í 130. gr. eða 131. gr. getur, gætir ekki af ásetningi eða stórfelldu gáleysi lögmætra aðferða við meðferð máls eða úrlausn, handtöku, hald, leit, fangelsan eða framkvæmd refsingar, eða við beitingu annarra áþekkra úrræða, þá skal hann sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, nema brot hans varði þyngri refsingu að lögum.] 1)
1)L. 54/2003, 3. gr.
133. gr. [Ef opinber starfsmaður, sem á að gæta fanga, þ.m.t. sakbornings sem sviptur hefur verið frelsi sínu, eða annast framkvæmd refsidóma, lætur fanga eða sakborning komast undan, tálmar framkvæmd dóms, hlífir manni við að taka út hegningu eða kemur því til leiðar að refsing er framkvæmd með öðru og vægara móti en mælt er, þá varðar það fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef brot er smáfellt.] 1)
1)L. 54/2003, 4. gr.
134. gr. Misnoti opinber starfsmaður stöðu sína til þess að neyða mann til að gera eitthvað, þola eitthvað eða láta eitthvað ógert, þá skal hann sæta … 1) fangelsi allt að 3 árum.
1)L. 82/1998, 56. gr.
135. gr. Ef opinber starfsmaður tekur þátt í embættis- eða sýslunarbroti annars opinbers starfsmanns, sem undir hann er gefinn, eða leitast við að koma honum til að fremja slíkt brot, þá skal hann sæta þeirri refsingu, sem við því broti liggur, en þó svo aukinni, að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.
136. gr. Opinber starfsmaður, sem segir frá nokkru, er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða varðar embætti hans eða sýslan, skal sæta … 1) fangelsi allt að einu ári. Hafi hann gert það til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, eða noti hann slíka vitneskju í því skyni, má beita fangelsi allt að 3 árum.
Sömu refsingu skal sá sæta, sem látið hefur af opinberu starfi og eftir það segir frá eða misnotar á ofangreindan hátt vitneskju, sem hann hafði fengið í stöðu sinni og leynt á að fara.
1)L. 82/1998, 57. gr.
137. gr. Ef opinber starfsmaður, sem hefur [póst- eða fjarskiptaþjónustu] 1) á hendi, rífur heimildarlaust upp, ónýtir eða skýtur undan bréfum eða sendingum, sem afhent eru til flutnings með pósti, eða ónýtir, aflagar eða skýtur undan skeytum, sem veitt hefur verið viðtaka til fyrirgreiðslu, þá varðar það … 2) fangelsi allt að 3 árum. [Sama á við um starfsmann lögaðila sem fengið hefur opinbert leyfi til póstþjónustu eða til að annast fjarskipti á grundvelli slíks leyfis eða verktaka sem sinnir póst- eða fjarskiptaþjónustu á ábyrgð lögaðila.] 1)
1)L. 54/2003, 5. gr. 2)L. 82/1998, 58. gr.
138. gr. Nú hefur opinber starfsmaður gerst sekur um refsilagabrot með verknaði, sem telja verður misnotkun á stöðu hans, og við því broti er ekki lögð sérstök refsing sem broti í embætti eða sýslan, þá skal hann sæta þeirri refsingu, sem við því broti liggur, en þó svo aukinni, að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.
139. gr. Hafi opinber starfsmaður, í öðrum tilfellum en lýst er hér að framan, misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar réttindum einstakra manna eða hins opinbera, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 59. gr.
140. gr. Opinber starfsmaður, sem synjar eða af ásettu ráði lætur farast fyrir að gera það, sem honum er boðið á löglegan hátt, sæti sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1)
1)L. 82/1998, 60. gr.
141. gr. Opinber starfsmaður, sem sekur gerist um stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1)
1)L. 82/1998, 61. gr.
[141. gr. a. Opinber starfsmaður skv. 128., 129., 134., 135., 138., 139., 140. og 141. gr. þessara laga telst sá sem vegna stöðu sinnar eða heimildar í lögum getur tekið eða haft áhrif á ákvarðanir um réttindi og skyldur einstaklinga eða lögaðila eða ráðstafað eða haft áhrif á ráðstöfun opinberra hagsmuna.] 1)
1)L. 54/2003, 6. gr.
XV. kafli. Rangur framburður og rangar sakargiftir.
142. gr. [Hver, sem skýrir rangt frá einhverju fyrir rétti eða stjórnvaldi, sem hefur heimild til heitfestingar, skal sæta fangelsi allt að 4 árum. Hafi skýrsla verið heitfest skal virða það refsingu til þyngingar.
Sé skýrsla röng í atriðum, sem ekki varða málefni það, sem verið er að kanna, má beita sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1)] 2)
1)L. 82/1998, 62. gr. 2)L. 101/1976, 12. gr.
143. gr. Ekki varðar það sökunaut í opinberu refsimáli refsingu, þó að hann skýri rangt frá málavöxtum. Þeim manni skal ekki heldur refsað, sem rangt hefur skýrt frá atvikum vegna þess að réttar upplýsingar um þau hefðu getað bakað honum refsiábyrgð í slíku máli, eða hann hafði ástæðu til að halda, að svo væri.
[Hafi maður borið rangt fyrir rétti eða stjórnvaldi, sem í 1. mgr. 142. gr. getur, um atriði, sem honum var óheimilt að skýra frá eða heimilt að neita að gefa skýrslu um, má færa hegningu niður og jafnvel láta hana falla niður, ef málsbætur eru.] 1)
1)L. 101/1976, 13. gr.
144. gr. Hafi maður af stórfelldu gáleysi gerst sekur um verknað, sem refsiverður væri eftir 142. gr. eða 2. mgr. 143. gr., ef um ásetningsverk hefði verið að ræða, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 6 mánuðum]. 1)
1)L. 82/1998, 63. gr.
145. gr. [Hafi maður, án þess að brot hans varði við ákvæði 142. gr., gefið opinberu stjórnvaldi ranga yfirlýsingu að viðlögðum drengskap eða á annan samsvarandi hátt, þar sem slík aðferð er boðin eða heimiluð, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári], 1) en fangelsi allt að 2 árum, ef sök er stórfelld.] 2)
1)L. 82/1998, 64. gr. 2)L. 101/1976, 14. gr.
146. gr. Ef maður að öðru leyti gefur opinberu stjórnvaldi ranga yfirlýsingu um málefni, sem honum er skylt að gefa upplýsingar um, þá skal hann sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 4 mánuðum.
Ákvæði 1. mgr. 143. gr. koma hér til greina eftir því, sem við á.
1)L. 82/1998, 65. gr.
147. gr. Ef maður annars lætur uppi ranga skriflega yfirlýsingu eða gefur skriflegt vottorð um eitthvað, sem honum er ekki kunnugt um, og það er ætlað til notkunar í dómsmálum, öðrum málefnum, sem varða hið opinbera eða gerðardómsmálum, þá skal hann sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 4 mánuðum.
1)L. 82/1998, 66. gr.
148. gr. Hver, sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta … 1) fangelsi allt að 10 árum. Við ákvörðun refsingar skal hafa hliðsjón af því, hversu þung hegning er lögð við broti því, sem sagt er eða gefið til kynna, að viðkomandi hafi drýgt. … 2) Hafi brot haft eða verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsað með fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.
Ákveða má í dómi, eftir beiðni þess, sem fyrir óréttinum hefur orðið, að niðurstaða dóms og það af forsendum hans, sem dómur telur hæfilegt, skuli birt að opinberri tilhlutan í einu eða fleirum opinberum blöðum eða ritum.
1)L. 82/1998, 67. gr. 2)L. 101/1976, 15. gr.
149. gr. Hver, sem gerist sekur um rangan uppljóstur til yfirvalds um að refsiverður verknaður hafi verið framinn, svo og hver sá, sem ber fram rangar kærur við [forsetann], 1) Alþingi, dómstóla eða yfirvald, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 2)
1)L. 100/1951, 4. gr. 1)L. 82/1998, 68. gr.
XVI. kafli. Peningafals og önnur brot, er varða gjaldmiðil.
150. gr. Hver, sem falsar peninga í því skyni að koma þeim í umferð sem ósviknum gjaldeyri, svo og hver sá, sem í sama skyni aflar sér eða öðrum falsaðra peninga, skal sæta fangelsi allt að 12 árum.
Sé fölsun framkvæmd á þann hátt, að skert er efnisverð gjaldgengrar myntar, skal refsingin vera fangelsi allt að 4 árum.
151. gr. Hver, sem lætur úti peninga, sem hann veit að eru falsaðir, skal sæta sömu refsingu sem hefði hann sjálfur falsað þá. Hafi hann haldið, að peningarnir væru ósviknir, þegar hann fékk þá, má beita [fangelsi allt að 1 ári] 1) eða sektum.
1)L. 82/1998, 69. gr.
152. gr. Hver, sem lætur úti peninga, sem hann hefur grun um að séu falsaðir, skal sæta … 1) fangelsi allt að 2 árum. Hafi hann haldið, að peningarnir væru ósviknir, þegar hann fékk þá, má beita sektum, og jafnvel, ef málsbætur eru, láta refsingu falla niður.
1)L. 82/1998, 70. gr.
153. gr. Það varðar sektum að búa til, flytja inn eða dreifa út meðal manna hlutum, sem að gerð og frágangi líkjast mjög peningum eða verðbréfum, sem ætluð eru til þess að ganga manna á milli.
154. gr. Sektum eða [fangelsi] 1) allt að 3 mánuðum skal sá sæta, sem án heimildar í lögum býr til, flytur inn eða lætur úti handhafabréf, sem notuð kunna að verða til þess að ganga sem gjaldmiðill manna á milli, hvort heldur almennt eða innan sérstaks flokks manna, eða vænta má, að notuð verði á þann hátt. Ákvæði þessarar greinar taka ekki til erlendra peningaseðla.
1)L. 82/1998, 71. gr.
XVII. kafli. Skjalafals og önnur brot, er varða sýnileg sönnunargögn.
155. gr. Hver, sem notar falsað skjal til þess að blekkja með því í lögskiptum, skal sæta fangelsi allt að 8 árum. Skal það einkum metið refsingu til þyngingar, ef skjalið er notað sem opinbert skjal, viðskiptabréf eða erfðaskrá.
[Sömu refsingu varðar að nota fölsuð gögn, sem geymd eru á tölvutæku formi, til að blekkja með þeim í lögskiptum.] 1)
Hafi aðeins verið um lítilræði að tefla, eða miklar málsbætur eru að öðru leyti, einkum ef fremjandi hefur ekki ætlað að baka öðrum tjón, má beita [fangelsi allt að 1 ári] 2) eða sektum.
1)L. 30/1998, 1. gr. 2)L. 82/1998, 72. gr.
156. gr. Sömu refsingu, sem í 155. gr. getur, skal sá sæta, sem notar skjal með ófalsaðri undirritun, til þess að blekkja með því í lögskiptum, enda hafi útgefandi þess verið gabbaður til að undirrita skjalið í þeirri trú, að það væri annað skjal eða skjal með öðru efni.
157. gr. Noti maður ófalsað skjal svo sem það varðaði annan mann en þann, sem það á við, eða með öðrum hætti gagnstætt því, sem til var ætlast, og þetta er gert til þess að blekkja með því í lögskiptum, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
[Ákvæði 1. mgr. eiga einnig við um notkun ófalsaðra gagna sem geymd eru á tölvutæku formi.] 2)
1)L. 82/1998, 73. gr. 2)L. 30/1998, 2. gr.
158. gr. Ef maður tilgreinir eitthvað ranglega í opinberu skjali eða í bók eða í annars konar skjölum eða bókum, sem honum er skylt að gefa út eða rita, eða maður tilgreinir eitthvað ranglega í skjali eða bók, sem hann gefur út eða heldur í starfi, sem opinbera löggildingu þarf til að rækja, og það er gert til þess að blekkja með því í lögskiptum, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Sömu refsingu varðar það að nota þess háttar röng gögn í lögskiptum, sem væru þau rétt að efni til.
[Ákvæði 1. og 2. mgr. eiga einnig við um rangfærslu og notkun upplýsinga og gagna sem geymd eru á tölvutæku formi.] 2)
1)L. 82/1998, 74. gr. 2)L. 30/1998, 3. gr.
159. gr. Nú hefur opinber stimpill eða merki, er sönnun skal veita fyrir því, að hlutur sé ósvikinn, eða fyrir uppruna hans, gæðum, tegund eða magni, verið sett á hlut án heimildar eða með fölsun, og skal þá sá, sem notar hlutinn til þess að blekkja aðra með honum í viðskiptum, sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 3 árum.
Sömu refsingu skal sá sæta, sem í sama skyni kemur því til leiðar með svikum, að þess háttar opinber stimpill eða merki sé sett á hluti, sem ekki eru til þess fallnir, eða notar slíka hluti.
Noti maður í sama skyni hluti, sem einkastimpill eða einkamerki hefur ranglega verið sett á, eða annað merki, sem á að segja til einhvers atriðis um hlutinn, sem máli skiptir í viðskiptum manna, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári.
Refsingu eins og að ofan greinir skal ennfremur sá sæta, sem í því skyni að blekkja í viðskiptum notar hluti, eftir að stimpill, merki eða annað auðkenni, sem löglega hafði verið á hlutinn sett, hefur verið numið burtu eða rangfært.
1)L. 82/1998, 75. gr.
160. gr. Ef maður notar í atvinnuvegi sínum röng mælitæki eða vogaráhöld í því skyni að blekkja aðra í viðskiptum, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum … 1) Sé sökin stórfelld, og eins ef manni verður slíkt á oftar, má þyngja hegningu allt að 6 ára fangelsi.
1)L. 82/1998, 76. gr.
161. gr. Hver, sem notar fölsuð póstfrímerki, stimpilmerki eða önnur slík merki, sem notuð eru sem sönnun fyrir greiðslu opinberra gjalda, skal sæta fangelsi allt að 8 árum. Lægri refsingu að tiltölu skal sá sæta, sem notar stimpilmerki eða frímerki, sem áður hefur verið notað, eftir að merkið um notkunina hefur verið numið burtu.
Það varðar sektum að búa til, flytja inn eða dreifa út hlutum, sem að gerð og frágangi líkjast mjög stimpilmerkjum, póstfrímerkjum eða öðrum slíkum greiðslumerkjum.
162. gr. Hver, sem rangfærir sönnunargögn eða kemur fram með röng sönnunargögn í því skyni að hafa áhrif á úrslit dómsmáls, skal sæta fangelsi allt að 2 árum. [Ef málsbætur eru og brot varðar ekki þyngri refsingu að lögum má beita sektum eða fangelsi allt að 1 ári.] 1)
Hver, sem til þess að halla eða fyrirgera rétti annarra, eyðileggur sönnunargagn, kemur því undan eða gerir það ónothæft að öllu eða einhverju leyti, skal sæta fangelsi allt að 2 árum … 1)
Nú hefur maður framið verknað þann, sem í 1. eða 2. mgr. getur, á gögnum, sem kynnu að hafa orðið af atriði um sekt hans í [sakamáli], 2) og er þá það verk refsilaust.
1)L. 82/1998, 77. gr. 2)L. 88/2008, 234. gr.
163. gr. Hver, sem í blekkingarskyni setur ranglega niður, flytur til, nemur á brott, rangfærir eða eyðileggur marksteina eða önnur merki, sem sýna skulu takmörk fasteignaréttinda, þar á meðal vatnsréttinda, skal sæta fangelsi allt að 3 árum …, 1) eða sektum, ef brot er smáfellt.
1)L. 82/1998, 78. gr.
XVIII. kafli. Brot, sem hafa í för með sér almannahættu.
164. gr. Valdi maður eldsvoða, sem hefur í för með sér almannahættu, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 6 mánuði.
Refsing skal þó ekki vera lægri en 2 ára fangelsi, hafi sá, er verkið vann, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna.
165. gr. Fangelsi skal sá sæta, sem bakar öðrum tjón á lífi, líkama eða eignum, með því að valda sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda, vatnsflóði, skipreika, járnbrautar-, bifreiðar- eða loftfarsslysi eða óförum annarra slíkra farar- eða flutningatækja.
[Nú beitir maður, sem er í loftfari, ofbeldi eða hótun um ofbeldi eða annarri ólögmætri aðferð til að ná valdi á stjórn loftfars eða grípur á annan hátt ólöglega inn í stjórn þess og flug, og varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár. Ef alveg sérstaklega stendur á, getur refsing orðið lægri. … 1)] 2) [Sama gildir ef gripið er inn í stjórn skips eða botnfastra mannvirkja á landgrunninu.] 3)
[Sömu refsingu og í 2. mgr. þessarar greinar skal sá sæta sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi veitist að mönnum sem staddir eru í flughöfn ætlaðri alþjóðlegri flugumferð, enda valdi verknaður eða sé til þess fallinn að valda almannahættu.
Ákvæði 166., 167. og 169. gr. eiga einnig við um brot á 2. og 3. mgr.] 4)
1)L. 16/1990, 3. gr. 2)L. 41/1973, 3. gr. 3)L. 70/2002, 2. gr. 4)L. 16/1990, 4. gr.
166. gr. Hafi verknaður, sem lýst er í 164. eða 165. gr., verið framinn í þeim tilgangi að koma af stað uppreisn, fjöldaránum eða annarri slíkri röskun á þjóðskipulagi eða allsherjarreglu, þá skal beita fangelsisrefsingu, sem ekki sé skemmri en 4 ár.
167. gr. Ef brot, sem í 164. eða 165. gr. getur, er framið af gáleysi, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 3 árum.
1)L. 82/1998, 79. gr.
168. gr. Ef maður raskar öryggi járnbrautarvagna, skipa, loftfara, bifreiða eða annarra slíkra farar- eða flutningatækja, eða umferðaröryggi á alfaraleiðum, án þess að verknaður hans varði við 165. gr., þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum … 1) [Sama gildir ef raskað er öryggi botnfastra mannvirkja á landgrunninu.] 2)
Ef brot er framið af gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1)
1)L. 82/1998, 80. gr. 2)L. 70/2002, 3. gr.
169. gr. Sá maður skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að einu ári, sem lætur hjá líða að gera það, sem í hans valdi stendur, til þess að vara við eða afstýra eldsvoða, sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda, vatnsflóði, skipreika, öðrum umferðarslysum eða þess háttar óförum, sem mönnum eða miklum verðmætum er búinn háski af, enda hefði hann getað gert það án þess að stofna verulegum hagsmunum sínum eða annarra í hættu.
1)L. 82/1998, 81. gr.
[169. gr. a. Hver sá sem ólöglega tekur við, hefur í vörslum sínum, notar, flytur, breytir, losar eða dreifir kjarnakleyfum efnum og stofnar með því lífi manna, heilsu eða eignum í háska skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
Ef brot skv. 1. mgr. hefur í för með sér almannahættu varðar það fangelsi allt að 16 árum.] 1)
1)L. 70/2002, 4. gr.
170. gr. Hver, sem stofnar lífi manna eða heilsu í hættu með því að valda almennum skorti á drykkjarvatni eða setja skaðleg efni í vatnsból eða vatnsleiðslur, skal sæta fangelsi allt að 12 árum.
Sé brot framið af gáleysi, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að einu ári.
1)L. 82/1998, 82. gr.
171. gr. Hafi 1) maður eitruð eða önnur hættuleg efni í muni, sem ætlaðir eru til sölu eða almennrar notkunar, þannig að heilbrigði manna sé hætta búin af venjulegri notkun þeirra, þá varðar það fangelsi allt að 10 árum.
Sömu refsingu varðar það, ef slíkir munir, sem spilltir eru og skaðsamlegir heilsu manna í venjulegri notkun, eru látnir sæta meðferð, sem löguð er til að leyna skaðsemi þeirra.
Sömu refsingu varðar það enn fremur að hafa á boðstólum eða vinna á annan hátt að útbreiðslu muna, sem spilltir eru á framangreindan hátt, ef leynt er þessari skaðsemi þeirra.
Sé brot framið af gáleysi, þá varðar það sektum … 2) eða fangelsi allt að 1 ári.
1)Á væntanlega að vera „Láti“. 2)L. 82/1998, 83. gr.
172. gr. Ef maður, án þess að brot hans varði við 171. gr., hefur á boðstólum eða vinnur að því að útbreiða neysluvörur, sem vegna skemmda eða af öðrum ástæðum eru hættulegar heilbrigði manna, eða hluti, sem við venjulega notkun eru hættulegir á sama hátt, og hann leynir þessari skaðsemi þeirra, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum, [sektum eða fangelsi allt að 1 ári], 1) ef málsbætur eru.
Sé brot framið af gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1)
1)L. 82/1998, 84. gr.
173. gr. Hafi maður á boðstólum eða vinni að því að útbreiða sem læknislyf eða varnarmeðul við sjúkdómum muni, sem hann veit, að ekki eru til þess hæfir, og að notkun þeirra í þessu skyni er hættuleg lífi manna eða heilbrigði, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum … 1)
Sé brot framið af gáleysi, varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1)
1)L. 82/1998, 85. gr.
[173. gr. a. Hver, sem andstætt ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni lætur mörgum mönnum í té ávana- og fíkniefni eða afhendir þau gegn verulegu gjaldi eða á annan sérstaklega saknæman hátt, skal sæta fangelsi allt að [12 árum]. 1)
Sömu refsingu skal sá sæta, sem gegn ákvæðum nefndra laga framleiðir, býr til, flytur inn, flytur út, kaupir, lætur af hendi, tekur við eða hefur í vörslum sínum ávana- og fíkniefni í því skyni að afhenda þau á þann hátt, sem greint er í 1. mgr.] 2)
1)L. 32/2001, 1. gr. 2)L. 64/1974, 1. gr.
[173. gr. b. … 1)] 2)
1)L. 10/1997, 3. gr. 2)L. 39/1993, 1. gr.
174. gr. Ef lífi eða heilbrigði húsdýra er stofnað í hættu á þann hátt, sem í 170.–173. gr. getur, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
1)L. 82/1998, 86. gr.
175. gr. Hver, sem veldur hættu á því, að næmur sjúkdómur komi upp eða berist út meðal manna, með því að brjóta gegn lagafyrirmælum um varnir gegn næmum sjúkdómum eða varúðarreglum yfirvalda, sem þar að lúta, skal sæta … 1) fangelsi allt að 3 árum. Refsingin getur þó orðið fangelsi allt að 6 árum, ef um sjúkdóma er að ræða, sem hið opinbera hefur gert sérstakar ráðstafanir til að hefta eða afstýra, að berist hingað til lands.
Hver, sem á framangreindan hátt veldur hættu á því, að húsdýra- eða jurtasjúkdómar komi upp eða berist út, skal sæta … 1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Sé brot samkvæmt grein þessari framið af gáleysi, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
1)L. 82/1998, 87. gr.
[175. gr. a. Sá er sammælist við annan mann um að fremja verknað sem varðar að minnsta kosti 4 ára fangelsi og framkvæmd hans er liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum, nema brot hans varði þyngri refsingu samkvæmt öðrum ákvæðum laga þessara eða öðrum lögum.
Með skipulögðum brotasamtökum er átt við félagsskap þriggja eða fleiri manna sem hefur það að meginmarkmiði, beint eða óbeint í ávinningsskyni, að fremja með skipulegum hætti refsiverðan verknað sem varðar að minnsta kosti 4 ára fangelsi, eða þegar verulegur þáttur í starfseminni felst í því að fremja slíkan verknað.] 1)
1)L. 149/2009, 5. gr.
XIX. kafli. Ýmis brot á hagsmunum almennings.
176. gr. Ef maður veldur með ólögmætum verknaði verulegri truflun á rekstri almennra samgöngutækja, opinberum póst-, síma- eða útvarpsrekstri eða rekstri stöðva eða virkjana, sem almenningur fær frá vatn, gas, rafmagn, hita eða aðrar nauðsynjar, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Sé brot framið af gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi] 1) allt að 6 mánuðum.
1)L. 82/1998, 88. gr.
177. gr. Hver, sem tekur burtu, ónýtir eða skemmir opinber minnismerki eða hluti, sem ætlaðir eru til almennings nota eða skrauts, eða hluti, sem teljast til opinberra safna eða eru sérstaklega friðaðir, skal sæta … 1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
1)L. 82/1998, 89. gr.
178. gr. Hver, sem í því skyni að blekkja aðra í viðskiptum falsar eða líkir eftir vöru eða hefur slíka vöru á boðstólum, skal sæta fangelsi allt að 2 árum … 1) eða sektum.
1)L. 82/1998, 90. gr.
179. gr. [Fangelsi allt að 4 árum skal sá sæta sem gerist sekur um meiri háttar brot gegn lagaákvæðum um verndun umhverfis með eftirfarandi verknaði:
1. Mengar loft, jörð, haf eða vatnasvæði þannig að af hlýst verulegt tjón á umhverfi eða veldur yfirvofandi hættu á slíku tjóni.
2. Geymir eða losar úrgang eða skaðleg efni þannig að af hlýst verulegt tjón á umhverfi eða veldur yfirvofandi hættu á slíku tjóni.
3. Veldur verulegu jarðraski þannig að landið breytir varanlega um svip eða spillir merkum náttúruminjum.] 1)
1)L. 122/1999, 1. gr.
XX. kafli. Brot á reglum um framfærslu og atvinnuháttu.
180. gr. [Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar að neita manni um aðgang til jafns við aðra að opinberum samkomustað eða öðrum stöðum sem opnir eru almenningi.] 2)
1)L. 82/1998, 91. gr. 2)L. 135/1996, 1. gr.
181. gr. Nú þykir lögreglustjóra ástæða til að ætla, að maður hafi ekki ofan af fyrir sér á löglegan hátt, og er hann þá skyldur að skýra frá, af hverju hann hafi framfærslu sína og færa rök að. Ef hann gerir það ekki, eða hann aflar sér framfærslu með ólöglegu móti, svo sem með sölu á bannvöru, fjárhættuspili … 1) þá skal refsa honum með fangelsi allt að 2 árum, enda liggi ekki þyngri refsing við eftir öðrum lögum.
1)L. 40/1992, 16. gr.
182. gr. … 1)
1)L. 101/1976, 1. gr.
183. gr. Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru.
Ákveða skal með dómi, hvort vinningi af fjárhættuspili eða veðmáli skuli skilað aftur eða hvort hann skuli gerður upptækur.
1)L. 82/1998, 92. gr.
184. gr. Hver, sem aflar sér tekna beint eða óbeint með því að láta fjárhættuspil eða veðmál fara fram í húsnæði, er hann hefur umráð yfir, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 93. gr.
185. gr. Ef maður í atvinnuskyni beitir blekkingum eða svikum til þess að koma manni til að flytjast af landi brott, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 94. gr.
186. gr. Nú vinnur maður í heimildarleysi starf, sem opinbert leyfi eða viðurkenningu þarf til að gegna, og skal hann þá sæta sektum eða [fangelsi] 1) allt að 1 ári, ef ekki er ákveðin sérstök refsing við brotinu í öðrum lögum.
Nú hefur félagi verið slitið í bráð með yfirvaldsráðstöfun eða til fullnaðar með dómi, og skulu þá þeir, er halda félagsskapnum áfram eða ganga í hann eftir það, sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 95. gr.
187. gr. Hafi maður fengið opinbert leyfi til einhverrar einkastarfsemi eða atvinnurekstrar, sem ekki er heimilt að stunda án slíks leyfis, og hann brýtur síðan gegn skyldum gagnvart hinu opinbera, sem slíku leyfi eru samfara, þá skal hann sæta sektum eða [fangelsi allt að 6 mánuðum], 1) ef ekki er ákveðin sérstök refsing við brotinu í öðrum lögum.
1)L. 82/1998, 96. gr.
XXI. kafli. Sifskaparbrot.
188. gr. Ef kvæntur maður eða gift kona gengur að eiga aðra konu eða annan mann, þá varðar það fangelsi allt að 3 árum, eða, ef hinum aðiljanum var ókunnugt um fyrra hjónabandið, fangelsi allt að 6 árum.
Sé brot framið af stórfelldu gáleysi, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 1 ári.
Ókvæntur maður eða ógift kona, sem gengur að eiga gifta konu eða kvæntan mann, skal sæta … 1) fangelsi allt að 1 ári. Nú skal hjónaband ekki sæta ógildingu, og má þá dæma sektir … 1) eða jafnvel láta refsingu falla niður.
1)L. 82/1998, 97. gr.
189. gr. Hver, sem gengur í hjónaband, er ógilda skal vegna skyldleika aðiljanna, skal sæta … 1) fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 98. gr.
190. gr. … 1)
1)L. 40/1992, 16. gr.
191. gr. … 1)
1)L. 27/2006, 2. gr.
192. gr. Hver, sem rangfærir sönnun fyrir faðerni barns eða móðerni með rangri eða ófullnægjandi skýrslu til yfirvalds þess, sem tekur við tilkynningum um fæðingar, skal sæta [fangelsi allt að 1 ári] 1) eða sektum.
Láta má refsingu falla niður, þegar svo ber við, að barn, sem gift kona hefur getið utan hjónabands, hefur verið tilkynnt sem hjónabandsbarn og eiginmaður hennar hefur samþykkt það.
1)L. 82/1998, 100. gr.
193. gr. Hver, sem sviptir foreldra eða aðra rétta aðilja valdi eða umsjá yfir barni, sem ósjálfráða er fyrir æsku sakir, eða stuðlar að því, að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt.
1)L. 82/1998, 101. gr.
XXII. kafli. [Kynferðisbrot.]1)
1)L. 40/1992, 1. gr.
194. gr. [Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.
Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans.] 1)
1)L. 61/2007, 3. gr.
195. gr. [Þegar refsing fyrir brot gegn 194. gr. er ákveðin skal virða það til þyngingar:
a. ef þolandi er barn yngra en 18 ára,
b. ef ofbeldi geranda er stórfellt,
c. ef brotið er framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt.] 1)
1)L. 61/2007, 4. gr.
196. gr. … 1)
1)L. 61/2007, 5. gr.
197. gr. [Ef umsjónarmaður eða starfsmaður í fangelsi, annarri stofnun á vegum lögreglu, fangelsisyfirvalda eða barnaverndaryfirvalda, geðdeild sjúkrahúss, heimili fyrir andlega fatlað fólk eða annarri slíkri stofnun hefur samræði eða önnur kynferðismök við vistmann á stofnuninni varðar það fangelsi allt að 4 árum.] 1)
1)L. 61/2007, 6. gr.
198. gr. [Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann … 1) með því að misnota freklega þá aðstöðu sína að hann er honum háður fjárhagslega, í atvinnu sinni eða sem skjólstæðingur hans í trúnaðarsambandi skal sæta fangelsi allt að 3 árum eða, sé maðurinn yngri en 18 ára, allt að 6 árum. … 2)] 3)
… 1)
1)L. 61/2007, 7. gr. 2)L. 40/2003, 1. gr. 3)L. 40/1992, 6. gr.
199. gr. [Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.] 1)
1)L. 61/2007, 8. gr.
200. gr. [Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja skal sæta fangelsi allt að [8 árum] 1) og allt að [12 ára] 1) fangelsi sé barnið yngra en 16 ára.
Önnur kynferðisleg áreitni manns gagnvart barni sínu eða öðrum niðja en sú er greinir í 1. mgr. varðar allt að [4 ára] 2) fangelsi og allt að [6 ára] 2) fangelsi sé barnið yngra en 16 ára.
Samræði eða önnur kynferðismök milli systkina varða fangelsi allt að 4 árum. Hafi annað systkina eða bæði ekki náð 18 ára aldri þegar verknaður átti sér stað má ákveða að refsing falli niður að því er þau varðar.] 3)
1)L. 40/2003, 2. gr. 2)L. 61/2007, 9. gr. 3)L. 40/1992, 8. gr.
201. gr. [[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn yngra en 18 ára, sem er kjörbarn hans, stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða tengt honum þannig fjölskylduböndum í beinan legg eða barn, sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, skal sæta fangelsi allt að 8 árum og allt að 12 ára fangelsi sé barn yngra en 16 ára.] 1)
Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að [4 árum] 1) og allt að [6 ára] 1) fangelsi sé barnið yngra en 16 ára.] 2)
1)L. 61/2007, 10. gr. 2)L. 40/1992, 9. gr.
202. gr. [Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en [15 ára], 1) skal sæta fangelsi [ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum]. 1) … 2) [Lækka má refsingu eða láta hana falla niður, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi.] 1)
[Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að [6 árum]. 1)] 2)
Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir [barn] 1) [yngra en 18 ára] 2) til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum.] 3)
… 4)
1)L. 61/2007, 11. gr. 2)L. 40/2003, 4. gr. 3)L. 40/1992, 10. gr. 4)L. 54/2009, 1. gr.
203. gr. … 1)
1)L. 40/1992, 16. gr.
204. gr. [Hafi brot skv. 201. eða 202. gr. verið framið í gáleysi um aldur þess er fyrir broti varð skal beita vægari refsingu að tiltölu sem þó má ekki fara niður [fyrir lágmark fangelsis]. 1)] 2)
1)L. 82/1998, 102. gr. 2)L. 40/1992, 11. gr.
205. gr. [Nú hefur sá sem sæta skal refsingu fyrir eitthvert þeirra kynferðisbrota sem að framan greinir áður verið dæmdur sekur um slíkt brot og má þá hækka refsingu svo að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.] 1)
1)L. 61/2007, 12. gr.
206. gr. [Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi barns undir 18 ára aldri skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.] 1)
[Hver sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af vændi annarra skal sæta fangelsi allt að 4 árum.
Sömu refsingu varðar það að ginna, hvetja eða aðstoða barn yngra en 18 ára til vændis.
Sömu refsingu varðar það einnig að stuðla að því að nokkur maður flytji úr landi eða til landsins í því skyni að hann stundi vændi sér til viðurværis.
Hver sem stuðlar að því með ginningum, hvatningum eða milligöngu að aðrir hafi samræði eða önnur kynferðismök gegn greiðslu eða hefur tekjur af vændi annarra, svo sem með útleigu húsnæðis eða öðru, skal sæta fangelsi allt að 4 árum en sektum eða fangelsi allt að 1 ári ef málsbætur eru.
Hver sem í opinberri auglýsingu býður fram, miðlar eða óskar eftir kynmökum við annan mann gegn greiðslu skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.] 2)
1)L. 54/2009, 2. gr. 2)L. 61/2007, 13. gr.
207. gr. … 1)
1)L. 40/1992, 16. gr.
208. gr. [Nú hefur maður, sem sæta skal refsingu eftir 206. gr., áður verið dæmdur fyrir brot á þeirri grein, eða hann hefur áður verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir auðgunarbrot, má þyngja refsingu svo að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.] 1)
1)L. 40/1992, 14. gr.
209. gr. [Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en [fangelsi allt að 6 mánuðum] 1) eða sektum ef brot er smávægilegt.] 2)
1)L. 82/1998, 104. gr. 2)L. 40/1992, 15. gr.
210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum.] 2)
Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti.
[[Hver sem flytur inn, aflar sér eða öðrum, eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt.] 3) Sömu refsingu varðar að flytja inn eða hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn í kynferðisathöfnum með dýrum eða nota hluti á klámfenginn hátt.] 2)
1)L. 82/1998, 105. gr. 2)L. 39/2000, 7. gr. 3)L. 74/2006, 2. gr.
XXIII. kafli. Manndráp og líkamsmeiðingar.
211. gr. Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.
212. gr. Ef móðir deyðir barn sitt í fæðingunni eða undir eins og það er fætt, og ætla má, að hún hafi gert það vegna neyðar, ótta um hneisu eða sökum veiklaðs eða ruglaðs hugarástands, sem hún hefur komist í við fæðinguna, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum.
Ef aðeins er um tilraun að ræða, og barnið hefur ekki beðið neitt tjón, má láta refsingu falla niður.
213. gr. Hver, sem sviptir annan mann lífi fyrir brýna beiðni hans, skal sæta fangelsi allt að 3 árum … 1)
1)L. 82/1998, 106. gr.
214. gr. Ef maður stuðlar að því, að annar maður ræður sér sjálfur bana, þá skal hann sæta [fangelsi allt að 1 ári] 1) eða sektum. Sé það gert í eigingjörnum tilgangi, skal refsa með fangelsi allt að 3 árum.
1)L. 82/1998, 107. gr.
215. gr. Ef mannsbani hlýst af gáleysi annars manns, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 árum.
1)L. 82/1998, 108. gr.
216. gr. Kvenmaður, sem deyðir fóstur sitt, skal sæta … 1) fangelsi allt að 2 árum. Ef sérstaklega ríkar málsbætur eru fyrir hendi, má ákveða, að refsing falli niður. Mál skal ekki höfða, ef 2 ár eru liðin frá því að brot var framið. Ónothæf tilraun er refsilaus.
Hver, sem með samþykki móður deyðir fóstur hennar eða ljær henni lið sitt til fóstureyðingar, skal sæta fangelsi allt að 4 árum. Sé um mikla sök að ræða, einkum ef verknaðurinn er framinn í ávinningsskyni eða hann hefur haft í för með sér dauða eða stórfellt heilsutjón móður, skal beita allt að 8 ára fangelsi. Hafi verkið verið framið án samþykkis móður, skal refsing vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 12 árum.
1)L. 82/1998, 109. gr.
217. gr. [Hver, sem gerist sekur um líkamsárás, enda sé hún ekki svo mikil sem í 218. gr. segir, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 6 mánuðum], 1) en fangelsi allt að 1 ári, ef háttsemin er sérstaklega vítaverð.
[Ákæruvaldið höfðar mál út af broti skv. 1. mgr. og skal það ekki gert nema almenningshagsmunir krefjist þess.] 2)] 3)
1)L. 82/1998, 110. gr. 2)L. 88/2008, 234. gr. 3)L. 20/1981, 10. gr.
218. gr. [Hafi maður með vísvitandi líkamsárás valdið öðrum manni tjóni á líkama eða heilbrigði, og þessar afleiðingar árásarinnar verða taldar honum til sakar vegna ásetnings eða gáleysis, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru.
Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ. á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir líkamsárás, hlýtur bana af atlögu, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.] 2)
1)L. 82/1998, 111. gr. 2)L. 20/1981, 11. gr.
[218. gr. a. Hver sem með líkamsárás veldur tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Nú hefur árás í för með sér stórfellt líkams- eða heilsutjón eða bani hlýst af, eða hún telst sérstaklega vítaverð vegna þeirrar aðferðar sem notuð er, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.] 1)
1)L. 83/2005, 3. gr.
[[218. gr. b.]1) Nú hefur sá, sem dæmdur er sekur um brot á [217., 218. eða 218. gr. a], 1) áður sætt refsingu samkvæmt þeim greinum eða honum hefur verið refsað fyrir brot, sem tengt er að öðru leyti við vísvitandi ofbeldi, og má þá hækka refsingu allt að helmingi.
Samþykki til líkamsárásar veldur því, að refsingu, sem ella væri unnið til, má lækka. Nú varðar verknaður við 217. gr., og verður þá ekki refsað, þegar samþykki liggur fyrir.
Nú er líkamsárás unnin í áflogum eða átökum milli þess, sem henni veldur, og þess, sem misgert er við, og er þá heimilt að lækka refsingu eða jafnvel láta hana falla niður, þegar verknaður á undir 217. gr. Sama er, ef sá, sem verður fyrir tjóni, á upptök að átökum með árás, ertingum eða líku.] 2)
1)L. 83/2005, 4. gr. 2)L. 20/1981, 12. gr.
219. gr. [Ef tjón á líkama eða heilbrigði, slíkt sem í 218. gr. eða 218. gr. a getur, hlýst af gáleysi annars manns, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 4 árum.] 1)
1)L. 83/2005, 5. gr.
220. gr. Hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.
Hafi móðir yfirgefið barn sitt bjargarvana þegar eftir fæðingu þess, og ætla má, að það sé gert af sams konar ástæðum og í 212. gr. getur, má beita vægari refsingu að tiltölu og jafnvel láta refsingu falla niður, ef barnið hefur ekkert teljanlegt tjón beðið.
Refsingu, sem í 1. mgr. segir, skal sá sæta, sem úthýsir ferðamanni eða segir honum rangt til vegar, enda hefði hann átt að geta séð, að ferðamanninum myndi verða að því háski búinn.
[Fangelsi] 1) allt að 4 árum skal sá sæta, sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska.
1)L. 82/1998, 113. gr.
221. gr. Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Sömu hegningu skal sá sæta, sem ekki annast um, að neytt sé þeirra bjargarmeðala, sem fyrir hendi eru, til þess að lífga þá, sem líf kann að leynast með, en líta út eins og dauðir, eða viðhefur ekki þær aðferðir, sem boðnar eru þeim til umönnunar, sem lent hafa í skipreika eða öðrum svipuðum óförum.
1)L. 82/1998, 114. gr.
222. gr. Hver, sem vísvitandi eða af gáleysi fær barni, yngra en 15 ára, geðveikum manni, fávita eða ölvuðum manni hættulega muni eða efni í hendur, skal sæta sektum eða [fangelsi] 1) allt að 3 mánuðum.
1)L. 82/1998, 115. gr.
223. gr. Ef maður vanrækir að sjá barnshafandi kvenmanni, sem er á vegum hans, fyrir nauðsynlegri fæðingarhjálp, svo að lífi eða heilbrigði barns eða móður er af því hætta búin, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1)
1)L. 82/1998, 116. gr.
224. gr. … 1)
1)L. 101/1976, 1. gr.
XXIV. kafli. Brot gegn frjálsræði manna.
225. gr. Ef maður neyðir annan mann til þess að gera eitthvað, þola eitthvað eða láta hjá líða að gera eitthvað með því að beita líkamlegu ofbeldi eða hóta honum að beita hann eða nána vandamenn hans líkamlegu ofbeldi eða frelsissviptingu eða að hafa upp rangan sakburð um refsiverða eða vansæmandi háttsemi hans eða náinna vandamanna hans, eða annan slíkan sakburð, þótt sannur sé, ef nauðungin á ekki nægilegan rétt á sér sökum þess málefnis, sem hótunin beinist að, eða loks með því að hóta honum að valda verulegum skemmdum eða eyðileggingu á eignum hans, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 117. gr.
226. gr. Hver, sem sviptir annan mann frelsi sínu, skal sæta fangelsi allt að 4 árum … 1)
Hafi frelsissvipting verið framin í ávinningsskyni eða verið langvarandi, svo og ef maður hefur verið settur í heimildarleysi á geðveikrahæli, fluttur burt í önnur lönd eða fenginn mönnum á vald, sem ekki eiga neinn rétt á því, þá skal beita fangelsisrefsingu ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum eða ævilangt.
1)L. 82/1998, 118. gr.
227. gr. Hafi brot, sem í 2. mgr. 226. gr. getur, verið framið af stórfelldu gáleysi, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 119. gr.
[227. gr. a. [Hverjum þeim sem gerist sekur um eftirtalda verknaði, einn eða fleiri, í þeim tilgangi að misnota mann kynferðislega eða til nauðungarvinnu eða til að nema á brott líffæri hans skal refsa fyrir mansal með allt að [12 ára fangelsi]: 1)
1. Að útvega, flytja, afhenda, hýsa eða taka við einstaklingi og við það er beitt eða hefur verið beitt ólögmætri nauðung skv. 225. gr., eða frelsissviptingu [skv. 1. mgr. 226. gr.], 1) eða hótun skv. 233. gr., eða ólögmætum blekkingum með því að vekja, styrkja eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður eða með því að hagnýta sér bága stöðu viðkomandi.
2. Að útvega, flytja, afhenda, hýsa eða taka við einstaklingi yngri en 18 ára.
3. Að láta af hendi greiðslu eða annan ávinning til að afla samþykkis til misnotkunarinnar hjá manni sem ræður gerðum annars manns.
Sömu refsingu skal sá sæta sem tekur við greiðslu eða öðrum ávinningi skv. 3. tölul. 1. mgr.
Beinist brot skv. 1. mgr. gegn barni skal taka það til greina til þyngingar refsingunni.
Sömu refsingu skal hver sá sæta sem gerist sekur um eftirtalda verknaði, einn eða fleiri, í því skyni að greiða fyrir mansali:
1. Að falsa ferða- eða persónuskilríki.
2. Að annast milligöngu um slík skilríki eða útvega þau.
3. Að halda eftir, fjarlægja, skemma eða eyðileggja ferða- eða persónuskilríki annars einstaklings.] 2)] 3)
1)L. 72/2011, 1. gr. 2)L. 149/2009, 6. gr. 3)L. 40/2003, 5. gr.
XXV. kafli. Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs.
228. gr. Ef maður hnýsist í bréf, skjöl, dagbækur eða önnur slík gögn, sem hafa að geyma upplýsingar um einkamál annars manns, og hann hefur komist yfir gögnin með brögðum, opnað bréf, farið í læsta hirslu eða beitt annarri áþekkri aðferð, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári. [Sömu refsingu skal sá sæta sem á ólögmætan hátt verður sér úti um aðgang að gögnum eða forritum annarra sem geymd eru á tölvutæku formi.] 2)
Sömu refsingu varðar það að ónýta eða skjóta undan einkagögnum þeim, sem nefnd eru í 1. mgr.
Sektum eða [fangelsi] 1) allt að 3 mánuðum skal sá sæta, sem hnýsist í hirslur annars manns án nægilegra ástæðna.
1)L. 82/1998, 120. gr. 2)L. 30/1998, 4. gr.
229. gr. Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða [fangelsi] 1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 121. gr.
230. gr. Ef maður, sem hefur eða haft hefur með höndum starf, sem opinbera skipun, leyfi eða viðurkenningu þarf til að rækja, segir frá einhverjum einkamálefnum, sem leynt eiga að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1) Sömu refsingu varðar einnig sams konar verknaður þeirra manna, sem aðstoðað hafa ofangreinda menn í starfi þeirra.
1)L. 82/1998, 122. gr.
231. gr. Ef maður ryðst heimildarlaust inn í hús eða niður í skip annars manns, eða annan honum óheimilan stað, eða synjar að fara þaðan, þegar skorað er á hann að gera það, þá varðar það sektum eða [fangelsi] 1) allt að 6 mánuðum. Þó má beita … 1) fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru, svo sem ef sá, sem brot framdi, var vopnaður eða beitti ofbeldi eða hótun um ofbeldi eða brot er framið af fleirum saman.
1)L. 82/1998, 123. gr.
232. gr. [Ef maður brýtur gegn nálgunarbanni eða brottvísun af heimili samkvæmt lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Nú er brot ítrekað eða stórfellt og getur refsing þá orðið fangelsi allt að 2 árum.] 1)
Hver, sem opinberlega leggur annan mann í einelti með vísvitandi ósönnum skýrslum, sem lagaðar eru til þess að lækka hann í áliti almennings, sæti sektum eða [fangelsi] 2) allt að 1 ári.
1)L. 85/2011, 20. gr. 2)L. 82/1998, 124. gr.
233. gr. Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 125. gr.
[233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna] 1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar] 1) sæti sektum … 2) eða fangelsi allt að 2 árum.] 3)
1)L. 135/1996, 2. gr. 2)L. 82/1998, 126. gr. 3)L. 96/1973, 1. gr.
[233. gr. b. Sá sem móðgar eða smánar maka sinn eða fyrrverandi maka, barn sitt eða annan mann sem er nákominn geranda, og verknaður verður talinn fela í sér stórfelldar ærumeiðingar, skal sæta fangelsi allt að tveimur árum.] 1)
1)L. 27/2006, 3. gr.
234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi] 1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 127. gr.
235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða [fangelsi] 1) allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 128. gr.
236. gr. Sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum.
Sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 129. gr.
237. gr. Ef maður bregður manni brigslum án nokkurs tilefnis, þá varðar það sektum, þótt hann segi satt.
238. gr. Ekki er heimilt að færa fram í máli út af meiðyrðum sönnur fyrir refsiverðum verknaði, sem sá, er þeirri sök er borinn, hefur verið sýknaður af með fullnaðardómi í opinberu refsimáli hér á landi eða erlendis.
Hafi maður, er sætt hefur refsidómi fyrir einhvern verknað, síðar öðlast uppreist æru, er ekki heimilt að bera hann framar þeim sökum, og leysir sönnun því ekki undan refsingu, er svo stendur á.
239. gr. Heimilt er að láta refsingu samkvæmt 234. og 235. gr. falla niður, ef tilefni ærumeiðingar var ótilhlýðilegt hátterni þess manns, sem telur sér misboðið, eða hann hefur goldið líku líkt.
240. gr. Sé ærumeiðingum beint að dánum manni, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 1)
1)L. 82/1998, 130. gr.
241. gr. Í meiðyrðamáli má dæma óviðurkvæmileg ummæli ómerk, ef sá krefst þess, sem misgert var við.
Dæma má þann, sem sekur reynist um ærumeiðandi aðdróttun, til þess að greiða þeim, sem misgert var við, ef hann krefst þess, hæfilega fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms, atriðisorða hans eða forsendna jafnframt, eftir því sem ástæða þykir til, í opinberu blaði eða riti, einu eða fleirum.
242. gr. Brot þau, sem í þessum kafla getur, skulu sæta [saksókn] 1) svo sem hér segir:
1. [Brot gegn ákvæðum 233. gr., 233. gr. a og 233. gr. b sæta … 1) ákæru.] 2)
2. a. Brot gegn ákvæðum 230., 231. og 232. gr. sæta … 1) ákæru eftir kröfu þess manns, sem misgert var við.
b. [Hafi ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun verið beint að manni sem er eða verið hefur opinber starfsmaður, og móðgunin eða aðdróttunin varðar að einhverju leyti það starf hans, þá skal slíkt brot sæta … 1) ákæru eftir kröfu hans.] 3)
c. Hafi ærumeiðandi aðdróttun verið borin fram skriflega, en annaðhvort nafnlaust eða með rangri eða tilbúinni undirskrift, skal brotið sæta … 1) ákæru, ef sá krefst þess, sem misgert var við.
3. Mál út af öðrum brotum getur sá einn höfðað, sem misgert er við.
1)L. 88/2008, 234. gr. 2)L. 27/2006, 4. gr. 3)L. 71/1995, 3. gr.
XXVI. kafli. Auðgunarbrot.
243. gr. Fyrir brot þau, er í þessum kafla getur, skal því aðeins refsa, að þau hafi verið framin í auðgunarskyni.
244. gr. Þjófnaður á fjármunum eða orkuforða varðar fangelsi allt að 6 árum.
Ef þjófnaðarbrot er sérstaklega stórfellt, svo sem vegna verðmætis þess, sem stolið var, eða hvernig hinu stolna eða geymslu þess var háttað, vegna aðferðarinnar, sem höfð var við þjófnaðinn, eða hættu, sem honum var samfara, svo og þegar þjófnaður er framinn af mörgum í sameiningu eða sami maður hefur gerst sekur um marga þjófnaði, þá skal refsing að jafnaði ekki vera lægri en 3 mánaða fangelsi.
245. gr. Gripdeild varðar sömu refsingu sem þjófnaður.
246. gr. Ef maður kastar eign sinni á fundna muni eða muni, sem án aðgerða hans eru komnir í vörslur hans, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 3 árum.
1)L. 82/1998, 131. gr.
247. gr. Dragi maður sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi að, án þess þó að verknaðurinn varði við 246. gr., þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.
Hafi maður notað peninga annars manns heimildarlaust í sjálfs sín þarfir, þá skal honum refsað fyrir það samkvæmt 1. mgr., hvort sem honum hefur verið skylt að halda peningunum aðgreindum frá sínu fé eða ekki.
248. gr. Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitthvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum.
249. gr. Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.
[249. gr. a. Ef maður á ólögmætan hátt breytir, bætir við eða eyðileggur tölvuvélbúnað, eða gögn eða forrit sem geymd eru á tölvutæku formi, eða hefur með öðrum hætti gert ráðstafanir sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á niðurstöðu tölvuvinnslu, varðar það fangelsi allt að 6 árum.] 1)
1)L. 30/1998, 5. gr.
250. gr. Fyrir skilasvik skal refsa með allt að 6 ára fangelsi hverjum þeim, sem sekur gerist um eftirgreinda verknaði:
1. Synjar fyrir að hafa tekið við peningaláni eða öðru láni til eignar eða greiðslu, sem endurgjald á að koma fyrir, eða synjar efnda á skyldu með rangri notkun sönnunargagna.
2. Selur, veðsetur, tekur undir sig eða ráðstafar á annan hátt fjármunum sínum, sem annar maður hefur eignast þau réttindi yfir, að verknaðurinn verður ekki samrýmdur réttindum hans.
3. Hefst nokkuð það að, eftir að bú hans hefur verið tekið til skipta sem þrotabú, eða [meðan hann hefur heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings án undanfarandi gjaldþrotaskipta], 1) sem miðar að því, að eigur eða kröfur búsins komi ekki lánardrottnum þess að gagni.
4. Skerðir rétt einhvers lánardrottins síns til þess að öðlast fullnægju af eignum hans með því að gefa rangar upplýsingar, með undanskoti eigna, málamyndagerningum, ótilhlýðilega miklum gjöfum eða mikilli eyðslu, sölu eigna fyrir óhæfilega lágt verð, greiðslu eða tryggingu ógjaldkræfra krafna eða tiltölulega hárra gjaldkræfra krafna, stofnun nýrra skulda, sem að mun rýra efnahag hans, eða með öðrum svipuðum hætti.
Nú hefur verknaður, sem í 4. tölul. getur, verið framinn til þess að draga taum einhvers lánardrottins öðrum til tjóns, og skal þá því aðeins refsa lánardrottninum, að hann hafi komið skuldunaut til að framkvæma ívilnunina á þeim tíma, er lánardrottinn sá, að gjaldþrot eða greiðslustöðvun vofði yfir.
Nú hefur brot verið framið, sem lýst er í 4. tölul., án þess að nokkur sérstaklega tryggður réttur sé skertur eða án þess að árangurslaus aðfarargerð, gjaldþrot eða samningsráðstafanir um nauðasamninga án gjaldþrotameðferðar hafi á eftir fylgt, og skal þá því aðeins mál höfða, að sá krefjist þess, sem misgert var við.
1)L. 21/1991, 182. gr.
251. gr. Hver, sem hefur fé af öðrum með því að hóta manni að beita hann eða nána vandamenn hans líkamlegu ofbeldi, svipta hann eða þá frelsi, eða að hafa upp rangan sakburð um refsiverða eða vansæmandi háttsemi hans eða náinna vandamanna hans, eða annan slíkan sakburð, þótt sannur sé, ef nauðungin á ekki nægilegan rétt á sér vegna málefnis þess, er hótunin beinist að, eða loks með því að hóta honum að valda verulegum skemmdum eða eyðileggingu á eignum hans, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
252. gr. Hver, sem með líkamlegu ofbeldi eða hótun um að beita því þegar í stað tekur af manni eða neyðir út úr manni fjármuni eða önnur verðmæti, kemur undan hlut, sem verið er að stela, eða neyðir mann til þess að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert, sem hefur í för með sér fjárhagstjón fyrir þann mann eða aðra, skal sæta fangelsi ekki skemur en 6 mánuði og allt að 10 árum. Hafi mjög mikil hætta verið samfara ráninu, getur refsingin þó orðið allt að 16 ára fangelsi.
253. gr. Hafi maður notað sér bágindi annars manns, einfeldni hans, fákunnáttu eða það, að hann var honum háður, til þess að afla sér með löggerningi hagsmuna eða áskilja sér þá, þannig að bersýnilegur munur sé á hagsmunum þessum og endurgjaldi því, sem fyrir þá koma eða skyldi koma, eða hagsmunir þessir skyldu veittir án endurgjalds, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 132. gr.
254. gr. Ef maður heldur, án þess að verknaður hans varði við ákvæði 244., 245. eða 247.–252. gr., ólöglega fyrir eigandanum hlut eða öðru verðmæti, sem aflað hefur verið á þann hátt, er í þeim greinum segir, tekur þátt í ávinningnum af slíku broti, aðstoðar annan mann til þess að halda slíkum ávinningi eða stuðlar að því á annan hátt, að halda við ólöglegum afleiðingum brotsins, þá skal honum refsað með allt að 4 ára fangelsi. Refsing má þó vera [fangelsi allt að 1 ári] 1) eða sektir, ef sá, sem fyrir sök er hafður, hafði í upphafi komist ráðvandlega að verðmætum þeim, er aflað hafði verið með auðgunarbroti.
Nú standa brot þau, er í 1. mgr. segir, í sambandi við verknað, er varðar við 246. eða 253. gr., og skal þá refsað með sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum.
1)L. 82/1998, 133. gr.
255. gr. Nú hefur maður, sem til refsingar skal dæma fyrir eitthvert auðgunarbrota þeirra, sem hér að framan greinir, áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot, og má þá hækka refsinguna um allt að helmingi af þeirri refsingu, sem hann hefði annars hlotið. Hafi hann áður verið dæmdur oftar en einu sinni fyrir auðgunarbrot, þá má refsingin vera tvöfalt þyngri, og þegar svo stendur á, getur refsing fyrir rán orðið ævilangt fangelsi.
256. gr. Nú hefur eitthvert brot verið framið, sem varðar við 244.–250. gr., 253. eða 254. gr., en einungis er um smáræði að tefla, og má þá, ef sökunautur hefur ekki áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot, færa refsingu niður í … 1) sektir, eða jafnvel láta hana falla að öllu leyti niður.
… 2)
Nú hefur brot, sem í 244.–250. og 254. gr. getur, komið niður á nánum vandamanni, og má þá láta málssókn falla niður, ef vandamaðurinn æskir þess.
1)L. 82/1998, 134. gr. 2)L. 39/2000, 8. gr.
XXVII. kafli. Ýmis brot, er varða fjárréttindi.
257. gr. Hver, sem ónýtir eða skemmir eigur annars manns eða sviptir hann þeim, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum. [Sömu refsingu varðar að senda, breyta, bæta við, þurrka út eða eyðileggja með öðrum hætti án heimildar gögn eða forrit sem geymd eru á tölvutæku formi og ætluð eru til tölvuvinnslu.] 2)
Hafi mikil eignaspjöll verið gerð, eða brot er að öðru leyti sérstaklega stórfellt, eða hafi hinn seki verið áður dæmdur fyrir brot á ákvæðum þessarar greinar eða 164., 165., fyrri málsgrein 168., fyrri málsgrein 176. eða 177. gr., þá má beita fangelsi allt að 6 árum. [Sama er, ef eignaspjöll beinast að loftfari.] 3)
Ef verknaður, sem lýst er í 2. mgr. hér að ofan, hefur verið framinn af gáleysi, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Mál út af brotum, sem í 1. og 3. mgr. getur, skal því aðeins höfða, að sá krefjist þess, sem misgert var við.
1)L. 82/1998, 135. gr. 2)L. 74/2006, 3. gr. 3)L. 41/1973, 4. gr.
258. gr. Ef maður kemur í veg fyrir það með spjöllum á eignum sínum eða undanskoti þeirra, að lánardrottnar hans, einn eða fleiri, geti fengið greiðslu af þeim, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári.
Um málshöfðun út af brotum samkvæmt þessari grein fer eftir sömu reglum sem í síðustu málsgrein 250. gr. getur.
1)L. 82/1998, 136. gr.
259. gr. [Hver, sem heimildarlaust notar bifreið annars manns, flugfar, skip eða önnur vélknúin farartæki, skal sæta … 1) fangelsi allt að 4 árum eða sektum, ef brot er smávægilegt eða sérstakar málsbætur eru.
Ef maður notar ella hlut annars manns heimildarlaust og veldur honum með því tjóni eða verulegum óþægindum, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum.
Hver, sem aftrar öðrum manni að neyta réttar síns til umráða yfir hlut, sem hann hefur í vörslum sínum, eða til þess að halda honum, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Mál út af brotum, sem í 2. og 3. mgr. getur, skal því aðeins höfða, að sá krefjist þess, sem misgert var við.] 2)
1)L. 82/1998, 137. gr. 2)L. 20/1956, 1. gr.
260. gr. Hver, sem gerist sekur um gertæki, skal sæta sektum. Út af broti þessu skal ekki höfða opinbera málssókn.
261. gr. Hafi maður drýgt athafnir sams konar þeim, sem í 248.–250. gr. getur, án þess að auðgunartilgangur þyki sannaður, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 1 ári.
1)L. 82/1998, 138. gr.
262. gr. [Hver sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi gerist sekur um meiri háttar brot gegn 1., 2. eða 5. mgr. [ 109. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt], 1) sbr. og 2. mgr. 22. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, 1., 2. eða 7. mgr. 30. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. og 11. gr. laga um tryggingagjald, og gegn 1. eða 6. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt skal sæta … 2) fangelsi allt að 6 árum. Heimilt er að dæma fésekt að auki samkvæmt þeim ákvæðum skattalaga er fyrr greinir.
Sömu refsingu skal sá sæta sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi gerist sekur um meiri háttar brot gegn 3. mgr. 30. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, 2. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt, 37. og 38. gr., sbr. 36. gr., laga um bókhald eða 83.–85. gr., sbr. 82. gr., laga um ársreikninga, þar á meðal til þess að leyna auðgunarbroti sínu eða annarra.
Verknaður telst meiri háttar brot skv. 1. og 2. mgr. þessarar greinar ef brotið lýtur að verulegum fjárhæðum, ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög saknæmi brotsins, svo og ef maður, sem til refsingar skal dæma fyrir eitthvert þeirra brota sem getur í 1. eða 2. mgr., hefur áður verið dæmdur sekur fyrir sams konar brot eða eitthvert annað brot sem undir þau ákvæði fellur.] 3)
1)L. 129/2004, 33. gr. 2)L. 82/1998, 139. gr. 3)L. 39/1995, 1. gr.
263. gr. Ef maður kaupir eða tekur við hlutum, sem fengnir hafa verið með auðgunarglæp, og hann hefur við móttökuna eða kaupin sýnt af sér stórfellt gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum]. 1) Ef brot er ítrekað, eða hafi sökunautur áður gerst sekur um auðgunarbrot, þá má beita fangelsi allt að 6 mánuðum.
1)L. 82/1998, 140. gr.
264. gr. [Hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti á lögum þessum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum, eða meðal annars umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu eða ráðstöfun ávinnings skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
Sá sem framið hefur frumbrot og fremur jafnframt brot skv. 1. mgr. skal sæta sömu refsingu og þar greinir. Ákvæði 77. gr. gildir þá eftir því sem við á.
Refsing getur orðið fangelsi allt að 12 árum ef um ræðir ávinning af broti skv. 173. gr. a.
Sé brot skv. 1. mgr. framið af gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.] 1)
1)L. 149/2009, 7. gr.
[264. gr. a. Hver sem gefur, lofar eða býður manni, sem stjórnar fyrirtæki í atvinnurekstri eða innir af hendi störf á vegum þess, gjöf eða annan ávinning, sem hann á ekki tilkall til, í þágu hans eða annarra, til að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert í bága við starfsskyldur hans skal sæta fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Ef maður, sem stjórnar fyrirtæki í atvinnurekstri eða innir af hendi störf á vegum þess, heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, og gerir með því eitthvað eða lætur eitthvað ógert í bága við starfsskyldur sínar, skal sæta fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.] 1)
1)L. 125/2003, 4. gr.
XXVIII. kafli. Ákvæði um bætur, brottfall erfðaréttar o.fl.
265. gr. … 1)
1)L. 8/1962, 62. gr.
266. gr. Hafi fangi, sem ekki er að taka út refsingu, eða fangi, sem afplánar dagsektir eða meðlagsgreiðslur, gerst sekur um agabrot, má ákveða honum sömu viðurlög og mælt er í 47. gr. um varðhaldsfanga, eftir því, sem nánar skal ákveðið [með reglugerð]. 1) Þó mega þau viðurlög ekki hafa í för með sér lenging fangelsisvistarinnar.
Beita má ákvæðum 48. gr. um slíka fanga eftir því, sem við á.
1)L. 100/1951, 4. gr. Rg. 179/1992, sbr. 259/1995.
267. gr. … 1)
1)L. 82/1998, 142. gr.
XXIX. kafli. …1)
1)L. 82/1998, 143. gr.