Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög 15. apríl 2018. Útgáfa 148b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um virðisaukaskatt
1988 nr. 50 24. maí
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 8. júní 1988; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 48. gr. Breytt með l. 110/1988 (tóku gildi 30. des. 1988), l. 78/1989 (tóku gildi 14. júní 1989), l. 119/1989 (tóku gildi 1. jan. 1990 nema d-liður 6. gr. sem tók gildi 16. nóv. 1990), l. 106/1990 (tóku gildi 31. des. 1990; endurgreiðsla skv. 7. gr. heimil frá 1. jan. 1990), l. 109/1990 (tóku gildi 31. des. 1990 nema 1. gr. sem tók gildi 1. sept. 1990 og 2. gr. sem tók gildi 1. jan. 1990), l. 19/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 1. og 3. mgr. 29. gr. sem tóku gildi 17. apríl 1991), l. 20/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992), l. 92/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 103. gr. sem tók gildi 9. jan. 1992), l. 30/1992 (tóku gildi 1. okt. 1992), l. 111/1992 (tóku gildi 1. jan. 1993 nema 46. gr. og 1., 2. og 3. tölul. 50. gr. sem tóku gildi 1. jan. 1994 og c- og d-liður 48. gr. og 4., 5. og 6. tölul. 50. gr. sem tóku gildi 1. júlí 1993), l. 122/1993 (tóku gildi 1. jan. 1994), l. 37/1995 (tóku gildi 9. mars 1995), l. 40/1995 (tóku gildi 9. mars 1995), l. 42/1995 (tóku gildi 9. mars 1995), l. 46/1995 (tóku gildi 1. maí 1995), l. 86/1996 (tóku gildi 1. júlí 1996), l. 90/1996 (tóku gildi 1. júlí 1997), l. 149/1996 (tóku gildi 1. jan. 1997), l. 55/1997 (tóku gildi 1. júlí 1997), l. 115/1997 (tóku gildi 18. des. 1997 nema fyrri efnisliður 1. gr. sem tók gildi 1. júlí 1997), l. 80/1998 (tóku gildi 24. júní 1998), l. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998), l. 104/2000 (tóku gildi 1. júlí 2000), l. 105/2000 (tóku gildi 1. júlí 2000 nema 1. gr. sem tók gildi 6. júní 2000), l. 155/2000 (tóku gildi 1. jan. 2001), l. 57/2001 (tóku gildi 13. júní 2001), l. 34/2002 (tóku gildi 7. maí 2002), l. 51/2002 (tóku gildi 1. júlí 2002), l. 64/2002 (tóku gildi 1. júlí 2002), l. 77/2003 (tóku gildi 10. apríl 2003), l. 145/2003 (tóku gildi 1. jan. 2004), l. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005), l. 20/2005 (tóku gildi 25. maí 2005; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 2. gr.), l. 72/2005 (tóku gildi 1. júlí 2005), l. 134/2005 (tóku gildi 30. des. 2005), l. 45/2006 (tóku gildi 1. júlí 2006), l. 175/2006 (tóku gildi 1. mars 2007 nema 2. og 6. gr. sem tóku gildi 30. des. 2006), l. 14/2007 (tóku gildi 1. mars 2007), l. 38/2008 (tóku gildi 29. maí 2008 nema 8. gr. sem tók gildi 1. jan. 2008; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 9. gr.), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008), l. 140/2008 (tóku gildi 16. des. 2008), l. 157/2008 (tóku gildi 31. des. 2008), l. 167/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009), l. 175/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009), l. 10/2009 (tóku gildi 1. mars 2009, birt í Stjtíð. 13. mars 2009), l. 17/2009 (tóku gildi 15. mars 2009, birt í Stjtíð. 19. mars 2009), l. 19/2009 (tóku gildi 27. mars 2009), l. 64/2009 (tóku gildi 1. mars 2009, birt í Stjtíð. 18. júní 2009), l. 130/2009 (tóku gildi 30. des. 2009 nema 7.–9. gr. og 13.–42. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2010), l. 136/2009 (tóku gildi 1. jan. 2010), l. 14/2010 (tóku gildi 13. mars 2010), l. 25/2010 (tóku gildi 1. apríl 2010), l. 163/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011 nema b-liður 4. gr. og 12. gr. sem tóku gildi 31. des. 2010 en komu til framkvæmda 1. maí 2011), l. 165/2010 (tóku gildi og komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 69. gr.), l. 22/2011 (tóku gildi 15. mars 2011), l. 24/2011 (tóku gildi 23. mars 2011), l. 46/2011 (tóku gildi 18. maí 2011), l. 82/2011 (tóku gildi 1. sept. 2011 nema brbákv. sem tók gildi 30. júní 2011), l. 110/2011 (tóku gildi 20. sept. 2011), l. 121/2011 (tóku gildi 1. nóv. 2011), l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011), l. 165/2011 (tóku gildi 30. des. 2011 nema 1. tölul. og a-liður 2. tölul. 18. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2012; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 17. gr.), l. 183/2011 (tóku gildi 1. jan. 2012), l. 18/2012 (tóku gildi 15. mars 2012), l. 69/2012 (tóku gildi 3. júlí 2012), l. 146/2012 (tóku gildi 1. jan. 2013 nema a- og d-liður 2. gr. sem tóku ekki gildi, sbr. l. 79/2013, 1. gr., og c-liður 2. gr. og 34. gr. sem tóku gildi 1. júlí 2013; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 35. gr.), l. 21/2013 (tóku gildi 16. mars 2013), l. 24/2013 (tóku gildi 22. mars 2013), l. 42/2013 (tóku gildi 10. apríl 2013), l. 139/2013 (tóku gildi 31. des. 2013 nema 1.–2., 9., 13.–14., 16.–17., 22. og 27.–29. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2014; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 30. gr.), l. 141/2013 (tóku gildi 1. jan. 2014), l. 68/2014 (tóku gildi 6. júní 2014; falla úr gildi að liðnum fimm árum frá gildistöku), l. 123/2014 (tóku gildi 1. jan. 2015), l. 124/2014 (tóku gildi 1. jan. 2015 nema 3. gr. sem tók gildi 31. des. 2014 og a–d-, f–h- og j–l-liðir 1. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2016; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 11. gr.), l. 125/2014 (tóku gildi 31. des. 2014 nema 6., 8., 13.–18., 21.–25. og 29. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2015; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 30. gr.), l. 33/2015 (tóku gildi 1. júlí 2015; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 22. gr.), l. 47/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016 nema brbákv. og 22. og 23. gr. sem tóku gildi 15. júlí 2015), l. 124/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016 nema 12. og 34. gr. sem tóku gildi 31. des. 2015; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 35. gr.), l. 125/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016 nema 2., 4.–5., 8., 24., 31., 37., 45., 48.–52., 54.–55. og 57.–58. gr. sem tóku gildi 31. des. 2015 og a–d-liður 1. gr., 6.–7., 13. og 15. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 59. gr.), l. 33/2016 (tóku gildi 13. maí 2016), l. 54/2016 (tóku gildi 17. júní 2016 nema 1. gr. sem tók gildi 1. júlí 2016; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 10. gr.), l. 57/2016 (tóku gildi 1. jan. 2017), l. 112/2016 (tóku gildi 25. okt. 2016 nema 1.–5., 8., 13.–15. og 18.–19. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 21. gr.), l. 126/2016 (tóku gildi 1. jan. 2017 nema 1., 2., c-liður 8., 9., 18., r-liður 19., 20., 22.–24., 28., 29., 41., 58., 60. og 61. gr. sem tóku gildi 31. des. 2016, s-liður 19. gr. sem tók gildi 1. apríl 2017 og 10. gr. sem tók gildi 1. sept. 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 62. gr.), l. 59/2017 (tóku gildi 21. júní 2017 nema 4., 9.–11., 16. og 18.–25. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2017, b- og c-liður 2. gr. og 6. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2018 og 3. gr. sem tekur gildi 1. jan. 2019 skv. l. 96/2017, 48. gr.; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 26. gr.) og l. 96/2017 (tóku gildi 31. des. 2017 nema 1., 11., 13., 14., 17.–27., 31.–35. og 38.–46. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2018; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 49. gr.).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við fjármála- og efnahagsráðherra eða fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
Upphafsákvæði.
1. gr.
Greiða skal í ríkissjóð virðisaukaskatt af viðskiptum innan lands á öllum stigum, svo og af innflutningi vöru og þjónustu, eins og nánar er ákveðið í lögum þessum.
I. kafli. Skattskyldusvið.
2. gr.
[Skattskyldan nær til allra vara og verðmæta, nýrra og notaðra.] 1) Með vörum í þessu sambandi teljast ekki fasteignir, en hins vegar rafmagn, varmi og önnur orka. Hlutabréf, skuldabréf, eyðublöð og aðrir slíkir hlutir eru vörur þegar þeir eru látnir í té sem prentvarningur. Peningaseðlar, mynt og frímerki eru vörur þegar þeir hlutir eru seldir sem söfnunargripir.
Skattskyldan nær til allrar vinnu og þjónustu, hverju nafni sem nefnist, sbr. þó 3. mgr.
[Eftirtalin vinna og þjónusta er undanþegin virðisaukaskatti:] 1)
1. Þjónusta sjúkrahúsa, fæðingarstofnana, heilsuhæla og annarra hliðstæðra stofnana, svo og lækningar, [tannlækningar, önnur eiginleg heilbrigðisþjónusta og sjúkraflutningar]. 2)
2. Félagsleg þjónusta, svo sem rekstur leikskóla, barnaheimila, skóladagheimila og upptökuheimila og önnur hliðstæð þjónusta.
3. [Rekstur skóla og menntastofnana, svo og ökukennsla, flugkennsla og danskennsla.] 1)
4. [Starfsemi safna, svo sem bókasafna, listasafna og náttúrugripasafna, og hliðstæð menningarstarfsemi. Sama gildir um aðgangseyri að tónleikum, … 3) listdanssýningum, leiksýningum og leikhúsum, enda tengist samkomur þessar ekki á neinn hátt öðru samkomuhaldi eða veitingastarfsemi.] 1)
5. [Íþróttastarfsemi. Aðgangseyrir að íþróttamótum, íþróttakappleikjum og íþróttasýningum. Jafnframt aðgangseyrir og aðrar þóknanir fyrir afnot af íþróttamannvirkjum til íþróttaiðkunar, svo sem íþróttasölum, íþróttavöllum, sundlaugum og skíðalyftum ásamt íþróttabúnaði mannvirkjanna. Enn fremur aðgangseyrir að líkamsræktarstöðvum.] 2)
6. [Almenningssamgöngur, þ.e. fastar ferðir á ákveðinni leið innan lands samkvæmt fyrirframbirtri áætlun, jafnt á landi, í lofti og á legi. Undanþágan nær einnig til skipulagðrar ferðaþjónustu fatlaðs fólks, [skipulagðrar ferðaþjónustu aldraðra] 4) og skipulagðs flutnings skólabarna. Sama gildir um akstur leigubifreiða. Að því leyti sem fólksflutningar eru undanþegnir samkvæmt ákvæði þessu nær undanþágan til farangurs farþega og flutnings ökutækja sem er í beinum tengslum við flutning farþega.] 2)
7. [Póstþjónusta [sem íslenska ríkið hefur einkarétt á samkvæmt lögum um póstþjónustu, nr. 19/2002]. 5) Undanþágan nær einnig til viðtöku og dreifingar á öðrum árituðum bréfapóstsendingum, þar með talin póstkort, blöð og tímarit, og til almennra dreifisendinga og opinna bréfa.] 6)
8. [[Fasteignaleiga og útleiga bifreiðastæða. Útleiga hótel- og gistiherbergja og útleiga tjaldstæða er þó skattskyld, svo og önnur gistiþjónusta þegar leigt er til skemmri tíma en eins mánaðar.] 7) Sama gildir um sölu á aðstöðu fyrir veitingar og samkomur þegar leigt er til skemmri tíma en eins mánaðar.] 8)
9. Vátryggingarstarfsemi.
10. Þjónusta banka, sparisjóða og annarra lánastofnana, svo og verðbréfamiðlun.
11. Happdrætti og getraunastarfsemi.
12. Starfsemi rithöfunda og tónskálda við samningu hugverka og sambærileg liststarfsemi.
13. … 2)
14. Útfararþjónusta og prestsþjónusta hvers konar.
15. … 1)
Undanþágur skv. 3. mgr. ná aðeins til sölu eða afhendingar vinnu og þjónustu sem þar getur, en ekki til virðisaukaskatts (innskatts) af aðföngum til hinnar undanþegnu starfsemi, sbr. 3. og 4. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 16. gr.
[Góðgerðarstarfsemi er undanþegin skattskyldu, 9) enda renni hagnaður af henni að öllu leyti til líknarmála. Skilyrði fyrir undanþágu er að starfsemin sé á ábyrgð og [fjárhagslegri áhættu] 5) aðila og hann hafi fengið staðfestingu [ríkisskattstjóra] 10) um að framangreind skilyrði séu uppfyllt. Eftirtalin starfsemi telst góðgerðarstarfsemi samkvæmt ákvæðinu:
1. basarsala, merkjasala og önnur hliðstæð sala góðgerðarfélaga, enda vari starfsemin ekki lengur en í þrjá daga í hverjum mánuði eða í fimmtán daga sé um árlegan atburð að ræða,
2. söfnun og sala verðlítilla notaðra muna, enda sé einungis selt til skattskyldra aðila,
3. sala nytjamarkaða á notuðum munum sem söluaðili hefur fengið afhenta án endurgjalds.] 11)
[Frumsala tilefnismyntar sem gefin er út af Seðlabanka Íslands er undanþegin skattskyldu, enda þótt söluverð sé hærra en ákvæðisverði nemur.] 12)
[[Ráðherra] 13) er heimilt að setja í reglugerð nánari skilyrði fyrir undanþágum samkvæmt þessari grein.] 1)
1)L. 119/1989, 1. gr. Með l. 26/1991, 35. gr., er mælt fyrir um heimild fjármálaráðherra til að fella niður eða endurgreiða vsk. af gjöfum til björgunarsveita, mannúðarmála, líknarmála og vísindarannsókna, en sú heimild var þó ekki felld inn í þessa grein l. 50/1988. 2)L. 124/2014, 1. gr. 3)L. 146/2012, 1. gr. 4)L. 125/2015, 56. gr. 5)L. 69/2012, 1. gr. 6)L. 46/1995, 1. gr. 7)L. 122/1993, 16. gr. 8)L. 111/1992, 46. gr. 9)Rg. 564/1989, sbr. 612/1995. 10)L. 136/2009, 51. gr. 11)L. 55/1997, 1. gr. 12)L. 105/2000, 1. gr. 13)L. 126/2011, 127. gr.
II. kafli. Skattskyldir aðilar, aðilar undanþegnir skatti og tilkynningarskylda.
3. gr.
Skylda til að innheimta virðisaukaskatt og standa skil á honum í ríkissjóð hvílir á þessum aðilum:
1. Þeim sem í atvinnuskyni eða með sjálfstæðri starfsemi sinni selja eða afhenda vörur eða verðmæti ellegar inna af hendi skattskylda vinnu eða þjónustu.
2. [Samvinnufélögum, svo og öðrum félögum og stofnunum, enda þótt þau séu undanþegin skattskyldu samkvæmt [ lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt], 1) eða sérstökum lögum, að því leyti sem þessir aðilar selja vörur eða skattskylda þjónustu í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Skattskyldan tekur einnig til þess þegar einungis er selt félagsmönnum eða eingöngu eru seldar skattskyldar vörur og þjónusta félagsmanna.] 2)
3. Opinberum orku- og veitufyrirtækjum að því leyti sem þau selja skattskyldar vörur og þjónustu. [Sama á við um hafnir með hafnarstjórn í eigu sveitarfélags.] 3)
4. Ríki, bæjar- og sveitarfélögum og stofnunum eða fyrirtækjum þeirra að því leyti sem þeir aðilar selja vörur eða skattskylda þjónustu í samkeppni við atvinnufyrirtæki.
5. Uppboðshöldurum.
6. Umboðsmönnum og öðrum sem eru í fyrirsvari fyrir erlenda aðila sem reka hér á landi skattskyld viðskipti.
[Aðilar, sem hafa með höndum starfsemi sem fellur undir 3. og 5. mgr. 2. gr., skulu greiða virðisaukaskatt af skattskyldum vörum og þjónustu þegar vara er framleidd eða þjónusta innt af hendi eingöngu til eigin nota og í samkeppni við skattskylda aðila skv. 1. mgr. Jafnframt skulu aðilar sem stunda byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð á eigin kostnað, þar með talið viðhald og endurbætur, greiða virðisaukaskatt af eigin vinnu, vinnu starfsmanna og … 4) tækjanotkun, hvort sem byggt er til sölu, leigu eða til eigin nota. Eigin vinna byggingaraðila er þó ekki skattskyld þegar aðili byggir eingöngu til eigin nota, enda noti hann ekki vinnuafl launþega við hönnun eða framkvæmdir og vinnan er ekki í iðn- eða sérfræðigrein hans eða sambærilegri grein. Þá skulu ríki, sveitarfélög og stofnanir þeirra greiða virðisaukaskatt af skattskyldum vörum og þjónustu vegna eigin nota, enda sé ekki um að ræða vinnu eða þjónustu skv. 3. mgr. 42. gr. sem innt er af hendi utan sérstaks fyrirtækis eða þjónustudeildar. [Jafnframt skulu ríki, sveitarfélög, stofnanir þeirra og fyrirtæki greiða virðisaukaskatt af framleiðsluverði á mat sem tilreiddur er í mötuneytum þeirra og seldur er starfsmönnum eða öðrum á verði undir framleiðsluverði.] 5) [Ráðherra] 6) er heimilt að setja nánari reglur 7) um framkvæmd ákvæðisins, þar með talið um það hvenær starfsemi geti verið í samkeppni við atvinnufyrirtæki, skattverð, bókhald o.fl. [Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. skulu aðilar sem falla undir 9. og 10. tölul. 3. mgr. 2. gr. ekki greiða virðisaukaskatt af skattskyldum vörum og þjónustu þegar vara er framleidd eða þjónusta innt af hendi eingöngu til eigin nota og í samkeppni við skattskylda aðila skv. 1. mgr.] 8)] 9)
1)L. 129/2004, 74. gr. 2)L. 111/1992, 47. gr. 3)L. 77/2003, 1. gr. 4)L. 45/2006, 1. gr. 5)L. 105/2000, 2. gr. 6)L. 126/2011, 127. gr. 7)Rg. 562/1989, sbr. 143/1991 og 298/2003. Rg. 576/1989. Rg. 248/1990, sbr. 548/1993, 146/1995, 601/1995, 256/1996, 695/1996, 901/2000, 554/2002, 287/2003 og 438/2003. 8)L. 165/2011, 18. gr. 9)L. 55/1997, 2. gr.
4. gr.
Undanþegnir skattskyldu skv. 3. gr. eru:
1. Aðilar sem eingöngu selja vöru eða þjónustu sem undanþegin er virðisaukaskatti.
2. [Listamenn, að því er varðar sölu þeirra á eigin listaverkum, enda falli listaverkin undir tollskrárnúmer 9701.1000–9703.0000, svo og uppboðshaldarar að því er varðar sölu þessara verka á listmunauppboðum, sbr. lög nr. 36/1987. 1)] 2)
3. [Þeir sem selja skattskylda vöru eða þjónustu fyrir [2.000.000 kr.] 3) eða minna á hverju 12 mánaða tímabili frá því að starfsemi hefst.] 4)
4. [Skólamötuneyti.] 2)
1)Nú l. 28/1998. 2)L. 119/1989, 2. gr. 3)L. 57/2016, 1. gr. 4)L. 163/2010, 1. gr.
5. gr.
Hver sá, sem skattskyldur er skv. 3. gr., sbr. 4. gr., skal ótilkvaddur og eigi síðar en átta dögum áður en starfsemi hefst tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi til skráningar hjá [ríkisskattstjóra]. 1) Breytingar, sem verða á starfsemi eftir að skráning hefur farið fram, skal tilkynna eigi síðar en átta dögum eftir að breyting á sér stað.
[Ríkisskattstjóri] 1) gefur út staðfestingu til skráningarskylds aðila um að skráning hafi átt sér stað.
Tilkynningar skv. 1. mgr. skal senda á þar til gerðum eyðublöðum sem ríkisskattstjóri lætur gera. Ríkisskattstjóri ákveður hvaða upplýsingar skuli gefa á þessum eyðublöðum.
[Nú hefur aðili, sem að mati [ríkisskattstjóra] 1) bar að tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi skv. 1. mgr., eigi sinnt umræddri tilkynningarskyldu og skal þá [ríkisskattstjóri] 1) úrskurða hann sem skattskyldan aðila samkvæmt ákvæðum 3. gr. og tilkynna aðilanum þar um.] 2)
[Eigi skal skrá aðila samkvæmt þessari grein ef samanlagðar tekjur hans af sölu skattskyldrar vöru og þjónustu eru að jafnaði lægri en kostnaður við aðföng sem keypt eru með virðisaukaskatti til starfseminnar, þar með talið vegna kaupa varanlegra rekstrarfjármuna. Þó á aðili rétt á skráningu ef hann sýnir fram á að kaup á fjárfestingarvörum standa í beinu sambandi við [sölu á skattskyldri vöru eða þjónustu í atvinnuskyni á síðari rekstrartímabilum]. 3)
[Ríkisskattstjóra er heimilt að synja aðila um skráningu á virðisaukaskattsskrá liggi fyrir að opinber gjöld hans séu áætluð á einhverju ári af næstliðnum þremur tekjuárum á undan því ári sem sótt er um skráningu á virðisaukaskattsskrá.] 4)
[Ráðherra] 5) er heimilt að setja í reglugerð 6) nánari ákvæði um skráningu, þar með talið um afturvirka skráningu til allt að sex ára og um tryggingu vegna skráningar skv. 2. málsl. 5. mgr.] 7)
1)L. 136/2009, 52. gr. 2)L. 119/1989, 3. gr. 3)L. 55/1997, 4. gr. 4)L. 163/2010, 2. gr. 5)L. 126/2011, 127. gr. 6)Rg. 515/1996, sbr. 378/1997 og 215/2006. 7)L. 40/1995, 1. gr.
[5. gr. A.
[Ríkisskattstjóri] 1) getur heimilað að tvö eða fleiri hlutafélög og einkahlutafélög verði samskráð. Skilyrði samskráningar eru að eigi minna en 90% hlutafjár í dótturfélögum sé í eigu móðurfélagsins sem óskar samskráningar eða annarra dótturfélaga sem einnig taka þátt í samskráningunni. Jafnframt hafi öll félögin sama reikningsár. Samskráning skal vera í nafni móðurfélagsins og skal að lágmarki standa í fimm ár. Ef samskráningu er slitið er ekki heimilt að fallast á slíka skráningu að nýju fyrr en að liðnum fimm árum frá því að fyrri samskráningu var slitið.
Umsókn um samskráningu skal beint til [ríkisskattstjóra] 1) eigi síðar en átta dögum fyrir upphaf fyrsta reikningsárs sem samskráningu er ætlað að taka til. Breytingar á forsendum samskráningar, svo sem breytt eignarhald, skal tilkynna eigi síðar en átta dögum eftir að breyting á sér stað.
Með samskráningu falla á móðurfélagið allar skyldur varðandi uppgjör, skil og álagningu virðisaukaskatts skv. VII. og IX. kafla laga þessara vegna allra þeirra félaga sem samskráð eru. Öll bera félögin þó óskipta ábyrgð á greiðslu virðisaukaskatts á grundvelli samskráningarinnar.
Við uppgjör virðisaukaskatts samskráðra félaga skal litið á þau sem eina lögpersónu. Viðskipti milli samskráðra félaga hafa þannig ekki í för með sér skyldu til að greiða virðisaukaskatt nema velta sé skattskyld, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 11. gr.
[Nú er dótturfélag í eigu sparisjóðs og gilda þá ákvæði þessarar greinar, enda sé skilyrðum hennar fullnægt.] 2)] 3)
1)L. 136/2009, 53. gr. 2)L. 175/2006, 2. gr. 3)L. 20/2005, 1. gr.
6. gr.
[Ráðherra] 1) getur sett reglur 2) um að fyrirtæki, sem selja aðra þjónustu en þá sem skattskyld er skv. 2. gr., geti farið fram á skráningu (frjáls skráning).
Fyrirtæki, sem skráð eru samkvæmt heimild í 1. mgr., skulu greiða virðisaukaskatt af sölu þeirrar þjónustu sem hin frjálsa skráning nær til.
Skráning skv. 1. mgr. getur aldrei verið til skemmri tíma en tveggja ára.
Þeim, sem stunda byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð á eigin kostnað í þeim tilgangi að selja fasteignir skráðum aðilum samkvæmt lögum þessum, er heimilt að sækja um sérstaka skráningu til [ríkisskattstjóra]. 3) Heimili [ríkisskattstjóri] 3) slíka skráningu er aðila heimilt að færa til frádráttar sem innskatt virðisaukaskatt af öllum aðföngum er varða sölu hans á fasteign til hins skráða kaupanda, sbr. 1. mgr. 16. gr. Ráðherra setur nánari reglur um skilyrði sem uppfylla þarf til að öðlast skráningu samkvæmt þessari málsgrein, svo og um reikningshald og uppgjör til virðisaukaskatts samkvæmt henni.
1)L. 126/2011, 127. gr. 2)Rg. 577/1989, sbr. 180/1993, 697/1997, 903/2000 og 1056/2005. Rg. 487/1992. Rg. 170/1993. Rg. 63/1994, sbr. 85/2004. Rg. 125/1994. 3)L. 136/2009, 54. gr.
III. kafli. Skattverð.
7. gr.
Skattverð er það verð sem virðisaukaskattur er reiknaður af við sölu á vörum og verðmætum, skattskyldri vinnu og þjónustu. Skattverð miðast við heildarendurgjald eða heildarandvirði hins selda án virðisaukaskatts.
Til skattverðs telst m.a.:
1. Skattar og gjöld samkvæmt öðrum lögum sem á hafa verið lögð á fyrri viðskiptastigum eða greidd hafa verið við innflutning til landsins eða virðisaukaskattsskyldur aðili á að standa skil á vegna sölu.
2. Umbúðakostnaður, sendingarkostnaður, vátryggingar og slíkur kostnaður sem er innifalinn í verði eða seljandi krefur kaupanda sérstaklega um.
3. Tengingar- og stofngjöld og aðrar fjárhæðir sem seljandi krefur kaupanda um sem skilyrði fyrir afhendingu skattskyldrar vöru og þjónustu.
4. Umboðs- og sölulaun og uppboðsþóknun.
5. Afslættir sem háðir eru skilyrðum sem ekki eru uppfyllt við afhendingu (reikningsútgáfu). Hins vegar skal óskilyrtur afsláttur, sem veittur er við afhendingu á hinni seldu vöru, vinnu eða þjónustu, dreginn frá söluverði við ákvörðun á skattverði. [Afsláttur sem þeir aðilar, er skrá sölu í sjóðvél, veita gegn greiðslu með kreditkorti og tekjufærður er að fullu við afhendingu en dregst frá söluverði við uppgjör greiðslukortafyrirtækis telst ekki háður skilyrðum sem greinir í 1. málsl. þessa töluliðar. Gefi seljandi út reikning samhliða skráningu í sjóðvél skal fjárhæð afsláttar tilgreind á honum.] 1)
6. Verðbætur sem falla til fram að afhendingu vöru eða þjónustu. Hins vegar teljast vextir og verðbætur, sem hvort tveggja er reiknað við sölu með afborgunarskilmálum, ekki með í skattverði enda sé sérstaklega tilgreint í kaupsamningi hver vaxta- og verðbótagreiðsla sé hverju sinni.
7. Þjónustugjald sem ekki er innifalið í vöruverði.
1)L. 105/2000, 3. gr.
8. gr.
Þegar eigandi tekur út úr eigin fyrirtæki vörur eða skattskylda þjónustu til eigin nota skal skattverð miðast við almennt gangverð án virðisaukaskatts. Sama gildir um vörur og þjónustu sem fyrirtækið notar í öðrum tilgangi en varðar sölu þess á skattskyldum vörum og þjónustu eða í tilgangi er varðar atriði sem rakin eru í 3. mgr. 16. gr.
Við skipti á vörum eða þjónustu eða við afhendingu vöru án endurgjalds skal miða skattverð við almennt gangverð í sams konar viðskiptum. Liggi slíkt almennt gangverð ekki fyrir skal miða skattverð við reiknað útsöluverð þar sem tekið er tillit til alls kostnaðar að viðbættri þeirri álagningu sem almennt er notuð á vörur eða þjónustu af sama tagi.
[Ákvæði 2. mgr. þessarar greinar skulu einnig gilda um skattskylda byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð skv. 2. mgr. 3. gr.] 1)
[[Ráðherra] 2) getur sett nánari reglur 3) í reglugerð um mat til verðs samkvæmt þessari grein eða falið það ríkisskattstjóra.] 1)
1)L. 45/2006, 3. gr. 2)L. 126/2011, 127. gr. 3) Augl. B 8/1994, sbr. 405/1997.
9. gr.
Við viðskipti milli skyldra eða tengdra aðila skal miða skattverð við almennt gangverð í sams konar viðskiptum milli ótengdra aðila.
10. gr.
[Við sölu notaðra [skráningarskyldra] 1) ökutækja, sem seljandi hefur keypt til endursölu í atvinnuskyni, er honum heimilt að miða skattverð við [80,65%] 2) af mismun innkaupsverðs og söluverðs ökutækis að meðtöldum virðisaukaskatti. Sé söluverð lægra en kaupverð reiknast enginn skattur.
[Bílaleigum og tryggingafélögum, sem vegna starfsemi sinnar hafa keypt notuð ökutæki, er heimilt að ákvarða skattverð skv. 1. mgr. við endursölu þeirra.] 3)
Sé skattverð notaðra ökutækja ákvarðað með þeim hætti, sem lýst er í 1. og 2. mgr., má ekki tilgreina fjárhæð virðisaukaskatts á reikningi eða á annan hátt þannig að hægt sé að reikna út fjárhæð virðisaukaskattsins, hvorki vegna sölunnar til endurseljandans né vegna endursölunnar sjálfrar.] 4)
1)L. 163/2010, 3. gr. 2)L. 124/2014, 1. gr. 3)L. 40/1995, 2. gr. 4)L. 122/1993, 17. gr.
IV. kafli. Skattskyld velta.
11. gr.
Til skattskyldrar veltu skráðs aðila telst öll sala eða afhending vöru og verðmæta gegn greiðslu, svo og seld vinna og þjónusta. Hér með telst andvirði vöru eða skattskyldrar þjónustu sem fyrirtæki selur eða framleiðir og eigandi tekur út til eigin nota. Til skattskyldrar veltu telst einnig andvirði skattskyldrar vöru og þjónustu sem fyrirtæki notar í öðrum tilgangi en varðar sölu þess á skattskyldum vörum og þjónustu eða í tilgangi er varðar atriði sem rakin eru í 3. mgr. 16. gr.
Til skattskyldrar veltu telst sala eða afhending á vöru sem seld er í umsýslu- eða umboðssölu.
Til skattskyldrar veltu telst sala eða afhending á vélum, tækjum og öðrum rekstrarfjármunum. Sama gildir um vörubirgðir, vélar, tæki og aðra rekstrarfjármuni þegar fyrirtæki tilkynnir sig út af skrá, sbr. 1. mgr. 5. gr.
… 1)
1)L. 126/2016, 6. gr.
12. gr.
Til skattskyldrar veltu telst ekki:
1. Vara sem seld er úr landi, svo og vinna og þjónusta sem veitt er erlendis. [Fjarskiptaþjónusta telst ekki vera veitt erlendis ef kaupandi hefur annaðhvort búsetu eða starfsstöð hér á landi.] 1) [Þjónusta ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda telst veitt utan Íslands samkvæmt þessum tölulið að því leyti sem hún varðar fólksflutninga milli landa og vöru eða þjónustu sem ferðamaður nýtir utan Íslands.] 2)
2. Vöruflutningar [og fólksflutningar] 2) milli landa og vöruflutningar innan lands þegar flutt er beint til eða frá landinu.
3. Vinna við vöru á kostnað erlends aðila þegar fyrirtækið, sem annast vinnuna, flytur vöruna út að vinnu lokinni, svo og gerð og mótun vöru á kostnað erlends aðila þegar framleiða á vöruna erlendis.
4. Hönnun, skipulagning, áætlanagerð og önnur sambærileg vinna er varðar byggingar og aðrar fasteignir á erlendri grund.
5. Vistir, eldsneyti, tæki og annar búnaður sem afhentur er til nota um borð í millilandaförum, svo og sú þjónusta sem veitt er slíkum förum. Undanþága þessi nær þó ekki til skemmtibáta og einkaloftfara.
6. [Sala og útleiga loftfara og skipa. Undanþága þessi nær þó ekki til skipa sem eru undir 6 metrum að lengd, skemmtibáta eða einkaloftfara.] 3)
7. [Skipasmíði og] 4) viðgerðar- og viðhaldsvinna við skip og loftför og fastan útbúnað þeirra, svo og efni og vörur sem það fyrirtæki, sem annast viðgerðina, notar og lætur af hendi við þá vinnu. [Undanþága þessi nær þó ekki til skipa sem eru undir 6 metrum að lengd, skemmtibáta eða einkaloftfara.] 3)
8. [Samningsbundnar greiðslur úr ríkissjóði vegna mjólkurframleiðslu og sauðfjárframleiðslu.] 5)
[9. Þjónusta sem veitt er erlendum fiskiskipum vegna löndunar eða sölu afla hér á landi.
10. [Sala á þjónustu til aðila sem hvorki hafa búsetu né starfsstöð hér á landi, enda sé þjónustan nýtt að öllu leyti erlendis. Skattskyld þjónusta, sem veitt er í tengslum við menningarstarfsemi, listastarfsemi, íþróttastarfsemi, kennslustarfsemi og aðra hliðstæða starfsemi sem fram fer hér á landi og er undanþegin skattskyldu skv. 3. mgr. 2. gr. laganna, telst ávallt nýtt hér. Jafnframt er sala á þjónustu til aðila sem hvorki hafa búsetu né starfsstöð hér á landi undanþegin skattskyldri veltu þó að þjónustan sé ekki nýtt að öllu leyti erlendis ef kaupandi gæti, væri starfsemi hans skráningarskyld hér á landi, talið virðisaukaskatt vegna kaupa þjónustunnar til innskatts, sbr. 15. og 16. gr. Eftirtalin þjónusta fellur undir þennan tölulið:
a. framsal á höfundarrétti, rétti til einkaleyfis, vörumerkis og hönnunar, svo og framsal annarra sambærilegra réttinda,
b. auglýsingaþjónusta,
c. ráðgjafarþjónusta, verkfræðiþjónusta, lögfræðiþjónusta, þjónusta endurskoðenda og önnur sambærileg sérfræðiþjónusta, [sem og gagnavinnsla og upplýsingamiðlun], 6) þó ekki vinna við eða þjónusta sem varðar lausafjármuni eða fasteignir hér á landi,
d. [rafrænt afhent þjónusta; þjónusta þessi telst ávallt nýtt þar sem kaupandi þjónustunnar hefur búsetu eða starfsstöð; … 7)], 6)
e. kvaðir og skyldur varðandi atvinnu- eða framleiðslustarfsemi eða hagnýtingu réttinda sem kveðið er á um í þessum tölulið,
f. atvinnumiðlun,
g. leiga lausafjármuna, þó ekki neins konar flutningatækja,
h. þjónusta milligöngumanna sem fram koma í nafni annars og fyrir reikning annars að því er varðar sölu eða afhendingu þjónustu sem um ræðir í þessum tölulið,
i. fjarskiptaþjónusta.] 8)] 1)
11. [Þjónusta sem felst í endurgreiðslu á virðisaukaskatti til aðila búsettra erlendis.] 8)
[Ráðherra] 9) getur í reglugerð 10) sett nánari skilyrði fyrir undanþágum skv. 1. mgr. … 1)
Til skattskyldrar veltu telst ekki sala á vörum sem keyptar hafa verið eða notaðar í þeim tilgangi eingöngu er um ræðir í 3. mgr. 16. gr.
Eignayfirfærslu vörubirgða, véla og annarra rekstrarfjármuna má ekki telja til skattskyldrar veltu þegar yfirfærslan á sér stað í sambandi við eigendaskipti á fyrirtæki eða hluta þess og hinn nýi eigandi hefur með höndum skráðan eða skráningarskyldan rekstur samkvæmt lögum þessum. Við slíka sölu skal seljandi tilkynna [ríkisskattstjóra] 11) um eigendaskipti og söluandvirði eigi síðar en átta dögum eftir að eignayfirfærsla fór fram.
1)L. 55/1997, 5. gr. 2)L. 124/2014, 1. gr. 3)L. 111/1992, 48. gr. 4)L. 119/1989, 6. gr. 5)L. 122/1993, 18. gr. 6)L. 163/2010, 4. gr. 7)L. 24/2013, 1. gr. 8)L. 115/1997, 1. gr. 9)L. 126/2011, 127. gr. 10)Rg. 500/1989, sbr. 549/1993. Rg. 563/1989. Rg. 194/1990, sbr. 151/1993, 179/1993, 86/1994, 346/1995, 275/1996 og 480/2002. 11)L. 136/2009, 54. gr.
[12. gr. A.
Til skattskyldrar veltu telst ekki:
1. Sala og útleiga á olíuborpöllum og fljótandi hafstöðvum til notkunar við kolvetnisvinnslu. Undanþágan tekur einnig til rekstrarbúnaðar sem er afhentur með slíkum mannvirkjum.
2. Sala á þjónustu á síðasta stigi viðskipta sem stendur í beinum tengslum við byggingu, endurbyggingu, viðgerðir og viðhald á mannvirkjum og búnaði skv. 1. tölul. Undanþágan tekur einnig til vöru sem er afhent í tengslum við afhendingu á slíkri þjónustu.
3. Björgunarþjónusta í tengslum við mannvirki skv. 1. tölul.
4. Sala á vöru og þjónustu á síðasta stigi viðskipta til nota í beinum tengslum við byggingu, endurbyggingu, viðgerðir og viðhald á leiðslum frá hafsvæði utan gildissviðs laga þessara til lands.
5. Sala á vöru og þjónustu til nota á hafsvæði utan landhelgi í tengslum við rannsóknir og nýtingu á auðlindum á hafsbotni svo fremi sala sé til aðila sem hafa fengið leyfi til rannsókna og/eða vinnslu kolvetnis, svo og annarra aðila sem taka með beinum hætti þátt í rannsóknum, vinnslu og dreifingu kolvetnisafurða.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um vöru og þjónustu sem fellur undir undanþágur skv. 4. og 5. tölul. 1. mgr.] 1)
1)L. 110/2011, 1. gr.
V. kafli. Uppgjör skattskyldrar veltu.
13. gr.
Skattskyld velta á hverju uppgjörstímabili, sbr. 24. gr., telst heildarskattverð allra vara sem afhentar hafa verið, svo og heildarskattverð allrar skattskyldrar vinnu og þjónustu sem innt hefur verið af hendi á tímabilinu.
[Ef gefinn er út reikningur vegna afhendingar telst hún hafa farið fram á útgáfudegi reiknings, enda sé reikningur gefinn út fyrir eða samtímis afhendingu.] 1)
Þegar greiðsla fer fram að fullu eða að hluta áður en afhending á sér stað teljast [80,65%] 2) af hinni mótteknu fjárhæð til skattskyldrar veltu á því tímabili sem greiðsla fer fram, [eða [90,09%] 2) þegar um er að ræða sölu skv. 2. mgr. 14. gr.] 1) … 3)
Vörur, sem afhentar eru til umsýslu- eða umboðssölu, má annaðhvort telja til skattskyldrar veltu á því uppgjörstímabili þegar afhending fer fram eða til veltu þess tímabils þegar gert er upp við umsýslu- eða umboðsmann. Sé síðarnefnda aðferðin valin má ekki gefa út reikning skv. 20. gr. fyrr en uppgjörið fer fram.
Við uppgjör á skattskyldri veltu er seljanda heimilt að draga frá sem hér segir:
1. [80,65%] 2) þeirrar fjárhæðar sem hann endurgreiðir viðskiptavinum sínum vegna endursendra vara, [eða [90,09%] 2) þegar um er að ræða sölu skv. 2. mgr. 14. gr.] 1)
2. [80,65%] 2) af töpuðum útistandandi viðskiptaskuldum, enda hafi hin tapaða fjárhæð áður verið talin til skattskyldrar veltu, [eða [90,09%] 2) þegar um er að ræða sölu skv. 2. mgr. 14. gr.] 1) Fáist fjárhæðin síðar greidd skulu [80,65%] 2) hennar talin með skattskyldri veltu á því tímabili þegar hún fæst greidd, [eða [90,09%] 2) þegar um er að ræða sölu skv. 2. mgr. 14. gr.] 1)
3. Afslátt sem veittur er eftir að afhending hefur átt sér stað ef hann er veittur aðila sem getur dregið virðisaukaskattinn frá sem innskatt í uppgjöri sínu, sbr. 3. og 4. mgr. 15. gr., og skilyrði til að veita afslátt voru ekki fyrir hendi við afhendingu. Afsláttur af þessu tagi til annarra er ekki frádráttarbær. Frádráttur samkvæmt þessum tölulið er háður því að gefinn sé út innleggsreikningur (kreditreikningur) fyrir afslættinum og fjárhæð skattsins komi þar einnig fram, sbr. 1. og 3. mgr. 20. gr.
Skattskyld vara og þjónusta, sem eigandi tekur út úr eigin fyrirtæki, telst til skattskyldrar veltu á því uppgjörstímabili þegar úttektin á sér stað. Sama gildir um skattskylda vöru og þjónustu sem fyrirtæki notar í öðrum tilgangi en varðar sölu þess á skattskyldum vörum og þjónustu eða í tilgangi er varðar atriði sem rakin eru í 3. mgr. 16. gr.
1)L. 111/1992, 49. gr. 2)L. 124/2014, 1. gr. 3)L. 119/1989, 7. gr.
VI. kafli. Skatthlutfall.
14. gr.
[Virðisaukaskattur skal vera [24%] 1) og rennur hann í ríkissjóð.] 2)
[Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal virðisaukaskattur af sölu á eftirtalinni vöru og þjónustu vera [11%]: 1)
1. [Fólksflutningar sem falla ekki undir ákvæði 6. tölul. 3. mgr. 2. gr. Hér undir falla afnot af búnaði sem skipuleggjandi ferðar leggur farþegum til vegna ferðarinnar.] 1)
2. Útleiga hótel- og gistiherbergja og önnur gistiþjónusta.
3. [Þjónusta ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjenda og ferðafélaga við milligöngu um sölu eða afhendingu á þjónustu sem fellur undir aðra töluliði þessarar málsgreinar eða undir ákvæði 3. mgr. 2. gr.] 1)
4. Afnotagjöld útvarpsstöðva.
5. Sala tímarita, dagblaða og landsmála- og héraðsfréttablaða.
6. [Sala bóka, jafnt frumsaminna sem þýddra, þ.m.t. nótnabóka með og án texta, sem og hljóðupptökur af lestri slíkra bóka. Sama gildir um sölu á geisladiskum og öðrum sambærilegum miðlum með bókartexta, sem og sölu á rafrænum útgáfum slíkra bóka.] 3)
7. Sala á heitu vatni, rafmagni og olíu til hitunar húsa og laugarvatns.] 4)
[8. Sala á matvörum og öðrum vörum til manneldis eins og skilgreint er í viðauka við lög þessi, [þ.m.t.] 5) sala á áfengi.] 6)
[9. Aðgangur að vegamannvirkjum.] 7)
[10. Geisladiskar, hljómplötur, segulbönd og aðrir sambærilegir miðlar með tónlist en ekki með mynd. [Sama gildir um sölu á rafrænni útgáfu á tónlist án myndar.] 3)] 6)
[11. Smokkar.] 8)
[12. Margnota bleiur og bleiufóður sem falla undir tollskrárnúmer 9619.0091. [Sama gildir um barnableiur og laust bleiufóður sem falla undir tollskrárnúmer 9619.0011.] 9)] 8)
[13. Aðgangseyrir að baðhúsum, baðstöðum, gufubaðsstofum og heilsulindum sem falla ekki undir ákvæði 5. tölul. 3. mgr. 2. gr.] 1)
[14. Ferðaleiðsögn.] 5)
1)L. 124/2014, 1. gr. 2)L. 119/1989, 8. gr. 3)L. 121/2011, 1. gr. 4)L. 111/1992, 50. gr. 5)L. 125/2015, 20. gr. 6)L. 175/2006, 3. gr. 7)L. 80/1998, 1. gr. 8)L. 146/2012, 2. gr. 9)L. 139/2013, 9. gr.
VII. kafli. Uppgjör á virðisaukaskatti.
15. gr.
Skattskyldir aðilar skv. 3. gr. skulu greiða í ríkissjóð mismun útskatts og innskatts hvers uppgjörstímabils, sbr. 24. gr. Sé innskattur á uppgjörstímabili hærri en útskattur skal ríkissjóður endurgreiða mismuninn, [sbr. 25. gr.] 1)
Útskattur merkir í lögum þessum þann virðisaukaskatt sem fellur á skattskylda sölu eða afhendingu skattaðila á tímabilinu, sbr. V. kafla.
Innskattur merkir í lögum þessum þann virðisaukaskatt sem á tímabilinu fellur á kaup skattaðila á skattskyldum vörum og þjónustu til nota í rekstrinum, sbr. þó 16. gr.
Innskattur á uppgjörstímabili er sá virðisaukaskattur sem fram kemur á reikningum þeirra sem selt hafa hinum skattskylda aðila á tímabilinu, svo og virðisaukaskattur af innflutningi hans á tímabilinu, sbr. XI. kafla.
1)L. 163/2010, 5. gr.
16. gr.
Til innskatts á hverju uppgjörstímabili, sbr. 24. gr., skal telja virðisaukaskatt af aðkeyptum rekstrarfjármunum, vörum, vinnu, þjónustu og öðrum aðföngum sem eingöngu varða sölu skattaðila á vörum og skattskyldri þjónustu. [Skilyrði innskattsfrádráttar er að seljandi vöru og þjónustu sé skráður á virðisaukaskattsskrá á því tímamarki þegar viðskipti eiga sér stað.] 1)
[Ráðherra] 2) er heimilt að setja reglur 3) um að til innskatts megi telja ákveðinn hluta af virðisaukaskatti innkaupa sem ekki varða eingöngu sölu skattaðila á vörum og skattskyldri þjónustu. [Jafnframt er ráðherra heimilt að kveða á um í reglugerð að aðilar, sem kaupa notuð ökutæki til niðurrifs í atvinnuskyni, geti reiknað sér innskatt sem skráður er á sérstakan reikning og nemur [19,35%] 4) af kaupverði vörunnar.] 5) Ráðherra getur einnig sett reglur um leiðréttingu á frádrætti vegna innskatts þegar breyting verður á notkun varanlegra rekstrarfjármuna, þar á meðal fasteigna, sem hefur í för með sér breytingu á frádráttarrétti. Leiðréttingin getur tekið til allt að fimm ára frá því að fjármunanna var aflað. Varðandi fasteignir getur leiðréttingin þó tekið til allt að [tuttugu] 6) ára. Í reglum um slíkar leiðréttingar getur ráðherra haft hliðsjón af þeim verðbreytingum sem orðið hafa frá því að fjármunanna var aflað.
Til innskatts er ekki heimilt að telja virðisaukaskatt af aðföngum er varða eftirfarandi:
1. Kaffistofu eða mötuneyti skattaðila og hvers konar fæðiskaup hans.
2. Öflun eða rekstur íbúðarhúsnæðis fyrir eiganda eða starfsmenn.
3. Hlunnindi til eiganda eða starfsmanna.
4. Öflun og rekstur orlofsheimila, sumarbústaða, barnaheimila og þess háttar fyrir eiganda eða starfsmenn.
5. Risnu og gjafir.
6. [Öflun, rekstur og leigu fólksbifreiða … 7) Sama á við um [sendi-, vöru- og torfærubifreiðar] 7) með leyfða heildarþyngd 5.000 kg eða minna sem ekki uppfylla skilyrði um burðargetu og lengd farmrýmis er [ráðherra] 2) setur í reglugerð.] 8)
[Þeir sem skattskyldir eru á grundvelli 2. mgr. 3. gr. mega einungis telja til innskatts virðisaukaskatt af þeim aðföngum sem eingöngu varða hina skattskyldu þætti í starfsemi þeirra.] 8)
Þegar vörur, sem notaðar eru af eiganda fyrirtækis, teljast til skattskyldrar veltu fyrirtækisins skv. 1. mgr. 11. gr. má telja virðisaukaskatt af innkaupunum til innskatts. Hið sama gildir um skattskyldar vörur og þjónustu sem fyrirtæki notar í öðrum tilgangi en varðar sölu þess á skattskyldum vörum og þjónustu eða í tilgangi er varðar atriði er rakin eru í 3. mgr. þessarar greinar.
Þrátt fyrir ákvæði 6. tölul. 3. mgr. þessarar greinar er skattskyldum aðilum, sem hafa með höndum sölu eða leigu bifreiða, heimilt að telja skatt af aðföngum vegna þeirra viðskipta sem innskatt.
[Skattskyldum aðilum er skylt, eftir nánari reglum sem [ráðherra] 2) setur með reglugerð, að auðkenna ökutæki sín þegar virðisaukaskattur af öflun þeirra eða leigu telst til innskatts.] 9) [Hafi aðili talið til innskatts virðisaukaskatt af öflun eða leigu ökutækis en ökutækið er síðar tekið til annarrar notkunar þar sem honum er heimill minni eða enginn frádráttarréttur ber honum að tilkynna það til [ríkisskattstjóra] 10) áður en notkun er breytt og fjarlægja auðkenni sem sett hafa verið á ökutækið samkvæmt þessari grein.] 11)
[Þeir aðilar, sem um ræðir í 1. mgr. 10. gr., geta við skil á virðisaukaskatti dregið frá reiknuðum útskatti á hverju uppgjörstímabili [19,35%] 4) af neikvæðum mismun á söluverði og innkaupsverði seldra ökutækja á viðkomandi uppgjörstímabili, enda eigi formskilyrði 3. mgr. 10. gr. við um söluna að öðru leyti.] 12)
1)L. 163/2010, 6. gr. 2)L. 126/2011, 127. gr. 3)Rg. 192/1993, sbr. 532/1993, 306/1994, 18/2001, 1044/2006, 863/2009, 1069/2009, 1143/2014, 1237/2015 og 251/2016. 4)L. 124/2014, 1. gr. 5)L. 122/1993, 20. gr. 6)L. 45/2006, 4. gr. 7)L. 125/2015, 21. gr. 8)L. 105/2000, 4. gr. 9)L. 111/1992, 51. gr. 10)L. 136/2009, 54. gr. 11)L. 149/1996, 2. gr. 12)L. 40/1995, 3. gr.
VIII. kafli. Tilhögun bókhalds.
17. gr.
Allir, sem skattskyldir eru samkvæmt lögum þessum, skulu auk þess sem fyrir er mælt í lögum nr. [145/1994], 1) um bókhald, haga bókhaldi sínu og uppgjöri til virðisaukaskatts þannig að skattyfirvöld geti jafnan gengið úr skugga um réttmæti virðisaukaskattsskila, og á það einnig við um þá sem ekki eru taldir bókhaldsskyldir samkvæmt bókhaldslögum.
[Allar bækur, uppgjör og gögn, er varða virðisaukaskattsskil, skal varðveita í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. Þeim sem nota sjóðvélar er þó ekki skylt að varðveita innri strimla lengur en þrjú ár frá lokum viðkomandi reikningsárs enda liggi fyrir fullfrágengið bókhald og undirritaður ársreikningur.] 1)
1)L. 40/1995, 4. gr.
18. gr.
Skattskyldir aðilar skulu annaðhvort hafa í aðalbókhaldi sínu sérstaka reikninga fyrir þær fjárhæðir er færa skal á virðisaukaskattsskýrslu eða færa þær í sérstakar undirbækur eða yfirlit sem byggð eru á aðalbókhaldinu. Færslum skal þannig hagað að rekja megi einstakar fjárhæðir á virðisaukaskattsskýrslu til þeirra gagna sem á er byggt.
Reki aðili, sem er skattskyldur samkvæmt lögum þessum, margþætta starfsemi, þannig að sumir þættir hennar séu skattskyldir en aðrir undanþegnir skattskyldu, skulu hin skattskyldu og undanþegnu viðskipti greinilega aðgreind bæði í bókhaldi hans og á virðisaukaskattsskýrslu.
Virðisaukaskattsskyldum innkaupum og þeim sem undanþegin eru virðisaukaskatti skal halda aðgreindum í bókhaldi.
Í bókhaldi skal og færa sérstaka reikninga yfir innskatt annars vegar og útskatt hins vegar. Reikninga þessa má færa í lok hvers uppgjörstímabils, enda sé hægt að reikna skattfjárhæðirnar beint á grundvelli reikninga bókhaldsins yfir kaup og sölu skattskyldrar vöru og þjónustu.
[Skattskyldir aðilar, sem ekki færa bókhald samkvæmt lögum nr. 145/1994, um bókhald, skulu færa sérstakt bókhald yfir hin skattskyldu viðskipti. [Ráðherra] 1) setur nánari reglur 2) um tilhögun slíks bókhalds.] 3)
1)L. 126/2011, 127. gr. 2)Rg. 50/1993, sbr. 176/2008, 1071/2009 og 1144/2014. 3)L. 40/1995, 5. gr.
19. gr.
Sala skattskyldra aðila samkvæmt lögum þessum skal teljast skattskyld að því marki sem aðilar þessir geta ekki sýnt fram á með bókhaldi og gögnum sem þeim er skylt að halda að salan sé undanþegin virðisaukaskatti. Vanræki aðili að taka virðisaukaskatt af vöru eða þjónustu sem skattskyld er samkvæmt lögum þessum ber honum eigi að síður að standa skil á skattinum.
20. gr.
Við sérhverja sölu eða afhendingu á vöru eða skattskyldri þjónustu skal seljandi gefa út reikning, sbr. þó 21. gr. Á reikningi skal koma fram útgáfudagur, nafn og kennitala kaupanda og seljanda, skráningarnúmer seljanda, tegund sölu, magn, einingarverð og heildarverð. Reikningseyðublöð skulu vera fyrir fram tölusett í samfelldri töluröð. Reikningur skal bera greinilega með sér hvort virðisaukaskattur er innifalinn í heildarfjárhæð hans eða ekki. Enn fremur skal sérstaklega koma fram hver fjárhæð virðisaukaskatts er, ellegar að virðisaukaskattur sé [19,35%] 1) af heildarverði, [eða [9,91%] 1) þegar um er að ræða sölu skv. 2. mgr. 14. gr.] 2) Við sölu til skattskylds aðila skal fjárhæð virðisaukaskatts ætíð koma fram.
Sé greitt að fullu eða að hluta áður en afhending fer fram, sbr. 3. mgr. 13. gr., skal móttakandi greiðslu gefa út kvittun til greiðanda í samræmi við ákvæði 1. mgr. þessarar greinar eftir því sem við á.
Þegar seldum verðmætum er skilað til seljanda skal ætíð gefa út innleggsreikning (kreditreikning) fyrir hinum mótteknu verðmætum með tilvísun til fyrri reiknings. Sama gildir um afslátt sem veittur er eftir að reikningur hefur verið gefinn út, svo og leiðréttingar á fyrri reikningum.
[Við sölu, sem er að hluta til skattskyld og að hluta til undanþegin skatti, skal halda viðskiptum, sem eru skattskyld, greinilega aðgreindum á reikningi frá öðrum viðskiptum. Jafnframt skal á reikningi aðgreina skattskylda sölu eftir skatthlutföllum, þannig að heildarverð vöru og þjónustu ásamt virðisaukaskatti komi sérstaklega fram vegna hvors skatthlutfalls.] 2)
Seljandi skal varðveita samrit af reikningum og kvittunum samkvæmt þessari grein.
Skattskyldur aðili samkvæmt lögum þessum skal haga bókhaldi sínu og vörslu bókhaldsgagna þannig að hann geti að kröfu skattyfirvalda gefið upplýsingar um innkaup sín á skattskyldum vörum og þjónustu frá einstökum skattskyldum aðilum og um sölu sína á skattskyldum vörum og þjónustu til einstakra skattskyldra aðila samkvæmt lögum þessum.
Til sönnunar á innskatti skal skattskyldur aðili geta lagt fram reikninga eða önnur gögn í samræmi við ákvæði þessarar greinar. Sömuleiðis skal aðili, sem flytur inn vörur erlendis frá, geta lagt fram greiðsluskjöl frá tollyfirvöldum fyrir virðisaukaskatti sem lagður er á vörur þær er hann flytur inn. Reikningur, að fjárhæð [6.000 kr.] 3) eða minna, frá smásöluverslun eða aðila, sem nær eingöngu selur til endanlegs neytanda, telst fullnægjandi í þessu sambandi enda þótt ekki komi fram nafn og kennitala kaupanda.
1)L. 124/2014, 1. gr. 2)L. 111/1992, 52. gr. 3)L. 55/1997, 6. gr.
21. gr.
Við staðgreiðslusölu smásöluverslana og hliðstæðra aðila er ekki skylt að gefa út reikning skv. 1. mgr. 20. gr. nema salan sé til aðila sem skattskyldur er samkvæmt ákvæðum þessara laga. Sé reikningur gefinn út í slíkum viðskiptum má víkja frá kröfum 20. gr. um auðkenni á reikningum eftir nánari reglum sem [ráðherra] 1) setur.
[[Ráðherra] 1) er heimilt að mæla fyrir um í reglugerð, 2) þegar sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, að taka megi upp aðrar aðferðir við tekjuskráningu en kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr., enda sé í stað reiknings notað annað öruggt skráningar- og eftirlitskerfi.] 3)
Þeir sem taka framleiðslu annarra til vinnslu eða endursölu skulu gefa út innleggsnótur (afreikninga) eða móttökukvittanir sem geta komið í stað reikninga skv. 20. gr., og gilda sömu reglur um þær og rakið er í 20. gr. eftir því sem við á. Ákvæði þessarar málsgreinar gilda meðal annars um kaup eða móttöku samlaga, samvinnufélaga og annarra á framleiðsluvörum bænda, sjávarafla og hvers konar iðnaðarvörum, fullunnum og hálfunnum.
1)L. 126/2011, 127. gr. 2)Rg. 50/1993, sbr. 539/1993, 136/1997, 599/1999, 16/2001, 176/2008, 1071/2009 og 1144/2014. 3)L. 122/1993, 21. gr.
22. gr.
Þeir sem undanþegnir eru skattskyldu mega hvorki tilgreina á reikningum sínum né gefa á annan hátt til kynna á þeim að virðisaukaskattur sé innifalinn í reikningsfjárhæð.
Nú tekur aðili, sem undanþeginn er skattskyldu, við innleggsnótu (afreikningi) þar sem virðisaukaskattur er tilgreindur eða þar sem tilgreint er að virðisaukaskattur sé innifalinn í heildarfjárhæð og skal hann þá vekja athygli útgefanda innleggsnótu á því og endurgreiða honum skatt sem hann kann að hafa tekið við.
Þeir sem tilgreina á einhvern hátt á reikningum sínum, þrátt fyrir 1. mgr., að virðisaukaskattur sé innifalinn í heildarfjárhæð skulu skila skattinum í ríkissjóð. Sama gildir um skattskylda aðila sem tilgreina á reikningum sínum of háan virðisaukaskatt eða virðisaukaskatt af viðskiptum sem ekki eru skattskyld. Verði leiðréttingu komið við gagnvart kaupanda fellur skilaskylda samkvæmt þessari málsgrein niður.
Í upplýsingum um verð á vöru eða skattskyldri þjónustu skal koma greinilega fram ef upp gefið verð er ekki með virðisaukaskatti.
23. gr.
[Ráðherra] 1) getur með reglugerð 2) sett nánari fyrirmæli um sérstakt bókhald, fylgiskjöl þess og færslu, þar með talið birgðabókhald, fyrir alla virðisaukaskattsskylda aðila og birgðatalningu, notkun sjóðvéla og annarra gagna til sönnunar færslum, löggildingu bóka og gagna, svo og geymslu þeirra.
Í reglugerð samkvæmt fyrri málsgrein má mæla fyrir um framtalsgögn og skjöl sem þeim skuli fylgja.
1)L. 126/2011, 127. gr. 2)Rg. 50/1993, sbr. 539/1993, 136/1997, 599/1999, 16/2001, 176/2008, 1071/2009, 615/2013 og 1144/2014. Rg. 562/1989, sbr. 298/2003. Rg. 576/1989, sbr. 376/1997. Rg. 248/1990, sbr. 548/1993, 146/1995, 601/1995, 256/1996, 695/1996, 901/2000, 554/2002, 287/2003 og 438/2003.
IX. kafli. Uppgjörstímabil, gjalddagar, álag, kærur o.fl.
24. gr.
Hvert uppgjörstímabil er tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skráningarskyldir aðilar skulu eftir lok hvers uppgjörstímabils greiða ótilkvaddir virðisaukaskatt þann sem þeim ber að standa skil á samkvæmt lögum þessum. [[Ráðherra] 1) ákveður í reglugerð 2) um greiðslustaði, greiðslufyrirkomulag og efni skýrslu, þar á meðal um rafræn skil á skýrslu og greiðslu.] 3) [Ef virðisaukaskattsskyld velta skráningarskyldra aðila er minni en [4.000.000 kr.] 4) á ári er ráðherra heimilt að kveða í reglugerð á um lengra uppgjörstímabil og annað greiðslufyrirkomulag en að framan getur.] 5)
Virðisaukaskatti ásamt virðisaukaskattsskýrslu skal skila eigi síðar en á fimmta degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils vegna viðskipta á því tímabili. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist gjalddagi á næsta virkan dag á eftir. [Virðisaukaskattsskýrslu skal skila rafrænt til ríkisskattstjóra á því formi sem hann ákveður. Ríkisskattstjóri getur veitt heimild til eins árs í senn til þess að skila virðisaukaskattsskýrslu á pappír ef gildar ástæður eru fyrir hendi og metur hann í hverju tilviki fyrir sig hvað telja skuli gildar ástæður í þessu sambandi.] 6)
Sé innskattur á einhverju uppgjörstímabili hærri en útskattur skal skráningarskyldur aðili senda [ríkisskattstjóra] 7) innan sömu tímamarka skýrslu í því formi er um getur í 1. mgr.
Fyrirtæki geta fengið heimild hjá [ríkisskattstjóra] 7) til þess að nota hvern almanaksmánuð sem uppgjörstímabil ef útskattur er að jafnaði lægri en innskattur vegna þess að verulegur hluti veltunnar er undanþeginn skv. 1. mgr. 12. gr. … 8) [Sama gildir um fyrirtæki sem selja vöru og þjónustu sem fellur undir 2. mgr. 14. gr. en meiri hluti aðfanga þeirra vegna framleiðslu eða aðvinnslu ber virðisaukaskatt skv. 1. mgr. 14. gr.] 9) Uppgjörstímabili má einungis breyta þannig að það sé miðað við upphaf tveggja mánaða tímabils skv. 1. mgr. Beiðni um slíka breytingu verður að hafa borist [ríkisskattstjóra] 7) a.m.k. einum mánuði fyrir gildistöku væntanlegrar breytingar. Fái aðili heimild til að breyta uppgjörstímabili skal sú breyting gilda í a.m.k. tvö ár.
Sérhver aðili, sem rekur starfsemi í fleiri en einni starfsgrein, skal láta í té sérstaka virðisaukaskattsskýrslu fyrir hverja þeirra eftir nánari ákvörðun [ríkisskattstjóra]. 7)
[Ríkisskattstjóra] 7) er heimilt að fallast á umsókn aðila, sem hefur með höndum margþættan atvinnurekstur, um að skila sérstakri skýrslu fyrir hverja sjálfstæða rekstrareiningu.
[Virðisaukaskattsskýrslur félaga sem fengið hafa heimild til að færa bókhald og semja ársreikning í erlendum gjaldmiðli skv. 11. gr. A laga um ársreikninga skulu byggjast á upprunalegum fjárhæðum í íslenskum krónum.] 10)
1)L. 126/2011, 127. gr. 2)Rg. 667/1995, sbr. 588/1996, 375/1997, 134/1999, 741/2001, 69/2004, 1149/2006, 590/2008, 103/2012 og 1232/2016. 3)L. 105/2000, 5. gr. 4)L. 57/2016, 2. gr. 5)L. 122/1993, 22. gr. 6)L. 163/2010, 7. gr. 7)L. 136/2009, 54. gr. 8)L. 14/2007, 3. gr. Þeir aðilar sem hafa heimild til að nota skemmra uppgjörstímabil en einn mánuð í samræmi við 2. málsl. 4. mgr. 24. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, skulu frá 1. mars 2007 nota uppgjörstímabil í samræmi við 1. mgr. eða 1. málsl. 4. mgr. sömu greinar skv. l. 14/2007, 4. gr. 9)L. 157/2008, 1. gr. 10)L. 34/2002, 1. gr.
25. gr.
[[Ríkisskattstjóri] 1) skal ákvarða virðisaukaskatt skráðs aðila á hverju uppgjörstímabili.
Hann skal rannsaka virðisaukaskattsskýrslur og leiðrétta þær ef þær eða einstakir liðir þeirra eru í ósamræmi við lög þessi eða fyrirmæli sem sett verða samkvæmt þeim. Þá skal [ríkisskattstjóri] 1) áætla skatt af viðskiptum þeirra aðila sem ekki senda skýrslur innan tilskilins tíma, senda enga skýrslu eða ef skýrslu eða fylgigögnum er ábótavant. Áætlun skal vera svo rífleg að eigi sé hætt við að skattfjárhæð sé áætluð lægri en hún er í raun og veru. [Ríkisskattstjóri] 1) skal tilkynna innheimtumanni og skattgreiðanda um áætlanir og leiðréttingar sem gerðar hafa verið. Þó skal [ríkisskattstjóri] 1) ávallt leiðrétta augljósar reikningsskekkjur án sérstakrar tilkynningar til skattgreiðanda.
Sé innskattur á einhverju uppgjörstímabili hærri en útskattur skal [ríkisskattstjóri] 1) rannsaka skýrslu sérstaklega. Fallist [ríkisskattstjóri] 1) á skýrsluna tilkynnir hann aðila og innheimtumanni ríkissjóðs um samþykki sitt til endurgreiðslu. Innheimtumaður ríkissjóðs skal endurgreiða aðila mismuninn. Kröfu um vangoldin opinber gjöld og skatta til ríkissjóðs ásamt verðbótum, álagi og dráttarvöxtum skal skuldajafna á móti endurgreiðslum samkvæmt lögum þessum.
Hafi skýrslu verið skilað á tilskildum tíma skal endurgreiðsla fara fram innan [tuttugu og eins dags] 2) frá lokum skilafrests. Endurgreiðsla má þó aðeins fara fram að skattákvörðun liggi fyrir vegna fyrri tímabila. [Með skattákvörðun í þessu sambandi er ekki átt við áætlanir á grundvelli 2. málsl. 2. mgr. þessarar greinar og 1. og 2. mgr. 26. gr.] 2) Berist skýrsla eftir lok skilafrests skal endurgreiðsla fara fram innan [tuttugu og eins dags] 2) frá því að [ríkisskattstjóri] 1) kveður upp úrskurð skv. 29. gr. Geti [ríkisskattstjóri] 1) ekki vegna aðstæðna aðila gert nauðsynlegar athuganir á gögnum þeim er skýrslugjöfin byggist á, þar með talið að aðili hafi lagt fram röng eða villandi gögn [eða tilkynnt skattrannsóknarstjóra ríkisins grun um skattsvik eða refsiverð brot á lögum um bókhald og ársreikninga skv. 6. mgr. 26. gr.], 3) framlengist framangreindur frestur um þann tíma sem slíkar aðstæður ríkja.
Komi í ljós að endurgreiðsla samkvæmt þessari grein hafi verið of há skal [ríkisskattstjóri] 1) þegar í stað tilkynna aðila og innheimtumanni ríkissjóðs þar um. Aðila ber eigi síðar en sjö dögum eftir tilkynningu [ríkisskattstjóra] 1) um of háa endurgreiðslu að greiða innheimtumanni það sem ofgreitt var.] 4)
1)L. 136/2009, 54. gr. 2)L. 163/2010, 8. gr. 3)L. 55/1997, 8. gr. 4)L. 149/1996, 3. gr.
26. gr.
[Komi í ljós annmarkar á virðisaukaskattsskýrslu, fyrir eða eftir ákvörðun skv. 25. gr., eða telji [ríkisskattstjóri] 1) frekari skýringa þörf á einhverju atriði varðandi virðisaukaskattsskil aðila skal hann skriflega skora á aðila að bæta úr því innan ákveðins tíma og láta í té skriflegar skýringar og þau gögn sem [ríkisskattstjóri] 1) telur þörf á að fá. Fái [ríkisskattstjóri] 1) fullnægjandi skýringar og gögn innan frests ákvarðar hann eða endurákvarðar virðisaukaskatt samkvæmt virðisaukaskattsskýrslu og fengnum skýringum og gögnum. Ef eigi er bætt úr annmörkum á virðisaukaskattsskýrslu, svar aðila berst ekki innan tiltekins tíma, skýringar hans eru ófullnægjandi eða eigi eru send þau gögn sem óskað er eftir er [ríkisskattstjóra] 1) heimilt að áætla virðisaukaskatt aðila.
Þá er [ríkisskattstjóra] 1) heimilt að áætla virðisaukaskatt ef í ljós kemur að virðisaukaskattsskýrsla styðst ekki við tilskilið bókhald samkvæmt lögum nr. 145/1994, um bókhald, samkvæmt ákvæðum laga þessara eða ákvæðum reglugerða settra samkvæmt þeim. Jafnframt er [ríkisskattstjóra] 1) heimilt að áætla virðisaukaskatt aðila ef í ljós kemur að færsla á innskatti eða útskatti, eða öðrum þáttum sem virðisaukaskattsskýrsla byggist á, styðst ekki við lögmæt gögn. Sama gildir ef bókhald og þau gögn, sem liggja fyrir um fjárhæðir virðisaukaskattsskýrslu, verða ekki talin nægilega örugg eða ef tekjuskráning, þar með talin notkun sjóðvélar eða útbúnaður hennar eða notkun og form reikninga, er ekki í samræmi við ákvæði laga þessara eða reglugerða settra samkvæmt þeim. Enn fremur er heimilt að áætla virðisaukaskatt aðila ef ekki er lagt fram bókhald eða þau gögn sem skattyfirvöld kunna að biðja um til að sannprófa virðisaukaskattsskýrslu. Áætlun skal vera svo rífleg að eigi sé hætt við að skattfjárhæð sé áætluð lægri en hún er í raun og veru. Ákvæði 27. gr. á við um áætlun samkvæmt þessari grein.
Við ákvörðun eða endurákvörðun, sbr. 1. og 2. mgr., skal [ríkisskattstjóri] 1) tilkynna aðila skriflega um fyrirhugaðar breytingar og af hvaða ástæðum þær eru gerðar til að aðili geti tjáð sig skriflega um efni máls og lagt fram viðbótargögn. Við endurákvörðun skal [ríkisskattstjóri] 1) þó veita aðila a.m.k. 15 daga frest frá póstlagningu tilkynningar um fyrirhugaðar breytingar. Sé ekki kunnugt um dvalarstað aðila er [ríkisskattstjóra] 1) heimilt að gera breytingar án þess að tilkynna um þær.
[Ríkisskattstjóri] 1) skal að jafnaði innan tveggja mánaða frá lokum þess frests sem [ríkisskattstjóri] 1) hefur veitt aðila til að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar kveða upp rökstuddan úrskurð um endurákvörðun skv. 3. mgr. og tilkynna hann í ábyrgðarbréfi, [almennri póstsendingu eða rafrænt]. 2) Tilkynning um skattbreytingu skal send viðkomandi innheimtumanni ríkissjóðs við uppkvaðningu úrskurðar. … 2) Heimilt er aðila að kæra úrskurð [ríkisskattstjóra] 1) til yfirskattanefndar samkvæmt ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.
Heimild til endurákvörðunar virðisaukaskatts samkvæmt þessari grein nær til skatts síðustu sex ára sem næst eru á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram. Sama gildir um endurákvörðun á áður ofendurgreiddum skatti. Fari fram rannsókn við embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins eða hjá [héraðssaksóknara] 3) á skattskilum aðila reiknast heimild til endurákvörðunar frá byrjun þess árs þegar rannsókn hófst. [Heimild til endurákvörðunar skatts samkvæmt þessari grein skal þó taka til síðustu tíu ára á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram vegna tekna og eigna skattaðila í lágskattaríkjum, hvort heldur sem tekjur þessar eða eignir eru gefnar upp af sjálfsdáðum eða uppgötvast við skatteftirlit eða á annan hátt.] 4)
Hafi … 2) ríkisskattstjóri grun um að skattsvik eða refsiverð brot á lögum um bókhald og ársreikninga hafi verið framin skal hann tilkynna það skattrannsóknarstjóra ríkisins sem ákveður um framhald málsins.] 5)
1)L. 136/2009, 54. gr. 2)L. 136/2009, 55. gr. 3)L. 47/2015, 30. gr. 4)L. 112/2016, 11. gr. 5)L. 149/1996, 4. gr.
27. gr.
Sé virðisaukaskattur ekki greiddur á tilskildum tíma skal aðili sæta álagi til viðbótar skatti samkvæmt virðisaukaskattsskýrslu eða til viðbótar þeim skatti sem honum bar að standa skil á, sbr. 19. gr. Sama gildir ef virðisaukaskattsskýrslu hefur ekki verið skilað eða verið ábótavant og virðisaukaskattur því áætlaður eða endurgreiðsla skv. [25. gr.] 1) hefur verið of há. [Þá skal aðili sæta álagi ef endurgreiðsla [skv. 3. og 4. mgr.] 2) 42. gr. og 3. mgr. 43. gr. hefur verið of há.] 3)
Álag skv. 1. mgr. skal vera [1%] 4) af þeirri fjárhæð, sem vangreidd er, fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en [10%]. 4)
Við útreikning á álagi á áætlaðan virðisaukaskatt telst gjalddagi sá sami og gjalddagi virðisaukaskatts þess uppgjörstímabils sem áætlað er fyrir. Sama gildir um álag á vangreiddan, ógreiddan eða ofendurgreiddan virðisaukaskatt eldri tímabila.
Sendi aðili fullnægjandi virðisaukaskattsskýrslu innan kærufrests, sbr. 29. gr., skal hann greiða virðisaukaskatt samkvæmt skýrslunni auk álags skv. 2. mgr. Kæri aðili áætlaðan virðisaukaskatt skal hann greiða virðisaukaskatt samkvæmt kæruúrskurði auk álags skv. 2. mgr.
Komi í ljós að aðila, sem greiða átti virðisaukaskatt, hafi ekki verið áætlaður skattur eða áætlun verið lægri en sá skattur sem honum bar að greiða skal hann greiða þann skatt sem honum bar, auk álags skv. 2. mgr.
Fella má niður álag skv. 2. mgr. ef aðili færir gildar ástæður sér til málsbóta og geta skattyfirvöld metið það í hverju tilviki hvað telja skuli gildar ástæður í þessu sambandi. Breyta má fyrri áætlun eftir lok kærufrests ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi og fær aðili þá kærufrest að nýju nema um lækkun á fyrri áætlun hafi verið að ræða.
… 1)
1)L. 149/1996, 5. gr. 2)L. 175/2006, 4. gr. 3)L. 55/1997, 9. gr. 4)L. 40/1995, 6. gr.
[27. gr. A.
Hafi skattaðili sætt áætlun virðisaukaskatts skv. 25. eða 26. gr. samfellt í [tvö uppgjörstímabil] 1) eða lengur er ríkisskattstjóra heimilt að fella hann af virðisaukaskattsskrá.
Skattaðili sem hefur verið felldur af virðisaukaskattsskrá skv. 1. mgr. getur ekki skráð sig aftur nema hann hafi gert fullnægjandi skil á virðisaukaskattsskýrslum og virðisaukaskatti. Í stað fullnægjandi skila á virðisaukaskatti getur ríkisskattstjóri heimilað skattaðila að leggja fram tryggingu í formi skilyrðislausrar sjálfskuldarábyrgðar banka fyrir endurákvörðuðum virðisaukaskatti skv. 1. málsl. þessarar málsgreinar, að viðbættu álagi, vöxtum og öðrum innheimtukostnaði.
Skattaðili sem hefur verið skráður að nýju á virðisaukaskattsskrá skv. 2. mgr. skal nota hvern almanaksmánuð sem uppgjörstímabil í að minnsta kosti tvö ár frá og með því tímabili sem skráning á sér stað að nýju og skal gjalddagi vera 15 dögum eftir að uppgjörstímabili lýkur. Hafi skattaðili gert fullnægjandi skil á þessu tímabili skal hann að því loknu standa skil á virðisaukaskatti samkvæmt almennum reglum 24. gr.
Ákvæði 3. mgr. gilda einnig um nýskráningu á virðisaukaskattsskrá skv. 5. gr. og endurskráningu skv. 2. mgr. þessarar greinar ef skattaðili sjálfur, eigandi, framkvæmdastjóri eða stjórnarmaður, sé um félag að ræða, hefur orðið gjaldþrota á næstliðnum fimm árum fyrir skráningu á virðisaukaskattsskrá.
[Ráðherra] 2) er heimilt í reglugerð 3) að kveða nánar á um framkvæmd þessarar greinar.] 4)
1)L. 42/2013, 1. gr. 2)L. 126/2011, 127. gr. 3)Rg. 667/1995, sbr. 103/2012. 4)L. 163/2010, 9. gr.
[27. gr. B.
Berist virðisaukaskattsskýrsla eftir að skattaðili hefur sætt áætlun skal ríkisskattstjóri leggja á hann gjald að fjárhæð 5.000 kr. fyrir hverja virðisaukaskattsskýrslu sem hefur ekki verið skilað á réttum tíma skv. 2. mgr. 24. gr.
Fella má niður gjald skv. 1. mgr. ef skattaðili færir gildar ástæður sér til málsbóta og metur ríkisskattstjóri það í hverju tilviki hvað skuli telja gildar ástæður í þessu sambandi.
Innheimtumaður ríkissjóðs annast innheimtu gjaldsins sem rennur í ríkissjóð.] 1)
1)L. 163/2010, 9. gr.
28. gr.
Sé virðisaukaskattur ekki greiddur innan mánaðar frá gjalddaga, sbr. 24. gr., skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Sama gildir ef endurgreiðsla hefur verið of há. … 1)
Virðisaukaskattur, álag, dráttarvextir og kröfur um endurheimtu of hárra endurgreiðslna njóta lögtaksréttar. … 2) Óheimilt er að slíta félagi fyrr en kröfur þessar hafa verið greiddar að fullu fyrir allan starfstíma þess. Hafi félagi verið slitið án þess að kröfur þessar hafi verið greiddar bera skilanefndarmenn … 3) ábyrgð á greiðslu þeirra. Stjórnarmenn félaga, sjóða og stofnana, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. og 4. tölul. 3. gr. [ laga nr. 90/2003, um tekjuskatt], 4) bera óskipta ábyrgð á kröfum samkvæmt þessari málsgrein.
Innheimtumaður getur látið lögreglu stöðva atvinnurekstur þeirra aðila sem ekki gera fullnægjandi skil á skattinum, álagi skv. 27. gr. eða dráttarvöxtum skv. 1. mgr. þessarar greinar á tilskildum tíma með því m.a. að setja starfsstöðvar, skrifstofur, útsölur, tæki og vörur undir innsigli þar til full skil eru gerð.
Nú á aðili rétt á endurgreiðslu skv. [25. gr.] 5) og hún er ekki innt af hendi innan mánaðar frá lokum frests samkvæmt sömu grein og skal þá ríkissjóður greiða aðila dráttarvexti, sbr. 1. mgr., af þeirri fjárhæð sem endurgreiða skal.
[Vanræki skattskyldur aðili að færa tilskilið bókhald samkvæmt ákvæðum VIII. kafla laga þessara eða nota tilskilið söluskráningarkerfi samkvæmt lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim eða ef söluskráningarkerfi er verulega áfátt skal ríkisskattstjóri eða skattrannsóknarstjóri ríkisins með ábyrgðarbréfi eða á annan sannanlegan hátt beina til hans fyrirmælum um úrbætur. Ef fyrirmælum þessum er ekki sinnt innan 15 daga getur skattrannsóknarstjóri ríkisins eða ríkisskattstjóri látið lögreglu stöðva atvinnurekstur viðkomandi á sama hátt og greinir í 3. mgr. þessarar greinar og þar til fullnægjandi úrbætur hafa verið gerðar. Sama gildir hafi skattaðili vanrækt tilkynningarskyldu skv. 5. gr., skilaskyldu skv. 24. gr. eða sætt áætlun virðisaukaskatts skv. 25. eða 26. gr. í tvö uppgjörstímabil eða fleiri á næstliðnum tveimur árum frá yfirstandandi uppgjörstímabili skv. 24. gr.] 6)
1)L. 122/1993, 25. gr. 2)L. 78/1989, 2. gr. 3)L. 20/1991, 135. gr. 4)L. 129/2004, 75. gr. 5)L. 149/1996, 6. gr. 6)L. 124/2014, 1. gr.
29. gr.
[Ákvörðun [ríkisskattstjóra] 1) á virðisaukaskatti skv. 25. gr. er kæranleg til hans innan 30 daga frá því er skatturinn var ákveðinn. Kærufrestur reiknast frá póstlagningu tilkynningar um skattákvörðun. Við ákvörðun virðisaukaskatts án sérstakrar tilkynningar til kæranda reiknast kærufrestur þó frá gjalddaga uppgjörstímabilsins, sbr. 24. gr. Kærur skulu vera skriflegar og rökstuddar. Innsend fullnægjandi virðisaukaskattsskýrsla skal tekin sem kæra þegar um er að ræða áætlanir skv. 25. gr.
Ef virðisaukaskattur er endurákvarðaður samtímis ákvörðun, sbr. 26. gr., er endurákvörðunin jafnframt kæranleg til [ríkisskattstjóra] 1) innan 30 daga frá því er skatturinn var ákveðinn, enda liggi ekki fyrir álagning skv. 98. gr. [ laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]. 2)
[Ríkisskattstjóri] 1) skal að jafnaði innan tveggja mánaða frá lokum kærufrests kveða upp rökstuddan úrskurð um kæruna og tilkynna hann í ábyrgðarbréfi, [almennri póstsendingu eða rafrænt]. 3)
Úrskurði [ríkisskattstjóra] 1) má skjóta til yfirskattanefndar samkvæmt ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.
[Ágreining um skattskyldu og skatthæð má bera undir dómstóla.] 4)
Áfrýjun eða deila um skattskyldu frestar ekki gjalddaga skattsins né leysir undan neinum þeim viðurlögum sem lögð eru við vangreiðslu hans, en verði skattur lækkaður eftir úrskurði eða dómi skal endurgreiða það sem lækkuninni nemur.] 5)
1)L. 136/2009, 54. gr. 2)L. 129/2004, 76. gr. 3)L. 136/2009, 56. gr. 4)L. 123/2014, 9. gr. 5)L. 149/1996, 7. gr.
X. kafli. Sérstök ákvæði um landbúnað.
30. gr.
Skráningarskyldir aðilar, sem stunda landbúnað, skulu færðir á sérstaka skrá, landbúnaðarskrá, og skal um virðisaukaskattsskil þeirra fara eftir þessum kafla.
Starfsemi, sem fellur undir [flokk 1] 1) í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands, önnur en þjónusta við búrekstur, telst landbúnaður í skilningi 1. mgr.
1)L. 40/1995, 7. gr.
31. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 24. gr. skulu þeir sem um ræðir í 30. gr. skila innheimtumanni ríkissjóðs virðisaukaskatti ásamt virðisaukaskattsskýrslu tvisvar á ári. Skýrslu vegna fyrri hluta árs skal skilað ásamt virðisaukaskatti í síðasta lagi 1. september ár hvert og vegna síðari hluta árs 1. mars ár hvert. Að öðru leyti skulu ákvæði IX. kafla gilda um virðisaukaskattsskil þeirra sem stunda landbúnað eftir því sem við getur átt, sbr. þó 32. og 33. gr.
32. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 31. gr. skulu þeir, sem um ræðir í 30. gr. og hafa 60% eða meira af heildaratvinnurekstrartekjum af annars konar starfsemi en landbúnaði, skila virðisaukaskatti ásamt skýrslum á reglulegum skiladögum skv. 24. gr.
33. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 31. gr. er [ríkisskattstjóra] 1) heimilt að fallast á beiðni þeirra sem stunda landbúnað um aukauppgjör á virðisaukaskatti ef í ljós kemur að þeir eiga kröfu á verulegri endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á fjárfestingar- og rekstrarvörum. [Ráðherra] 2) getur í reglugerð 3) sett nánari skilyrði fyrir því hvenær fallast beri á beiðni um aukauppgjör virðisaukaskatts samkvæmt þessari grein.
Ef nauðsyn ber til er [ráðherra] 2) heimilt að setja í reglugerð 3) aðrar reglur en kveðið er á um í þessum kafla og IX. kafla um uppgjörstímabil og skil þeirra bænda sem fá söluverð afurða sinna ekki gert upp með reglubundnum hætti a.m.k. sex sinnum á ári. Heimilt er að láta reglur þessar á sama hátt taka til viðskiptaaðila þeirra bænda sem hér um ræðir. Reglugerð þessi skal sett að höfðu samráði við [ráðherra er fer með málefni landbúnaðar]. 2)
1)L. 136/2009, 54. gr. 2)L. 126/2011, 127. gr. 3)Rg. 667/1995, sbr. 588/1996, 375/1997, 134/1999 og 741/2001.
XI. kafli. Sérstök ákvæði um innflutning.
34. gr.
Við innflutning á vöru skal virðisaukaskattur innheimtur af tollverði skattskyldrar vöru að viðbættum tolli og öðrum gjöldum sem á eru lögð við tollmeðferð.
Um ákvörðun tollverðs skulu gilda ákvæði þar að lútandi í tollalögum, [nr. 88/2005], 1) með síðari breytingum.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur [ráðherra] 2) ákveðið að ákvæði [XV. kafla tollalaga, nr. 88/2005], 1) um greiðslufrest aðflutningsgjalda af innfluttum vörum, skuli gilda með sama hætti um greiðslu virðisaukaskatts við innflutning. 3) Gjalddagi skal eigi vera síðar en á gjalddaga virðisaukaskatts þess tímabils þegar tollafgreiðsla fer fram.
1)L. 69/2012, 2. gr. 2)L. 126/2011, 127. gr. 3)Rg. 640/1989, sbr. 48/1990, 352/1990 og 19/1992. Rg. 309/1992, sbr. 446/1997. Rg. 336/1993.
35. gr.
[Aðili, sem kaupir [þjónustu sem talin er upp í 10. tölul. 1. mgr. 12. gr.] 1) erlendis frá til nota að hluta eða öllu leyti hér á landi, skal greiða virðisaukaskatt af andvirði hennar. Sama gildir um þjónustu erlends aðila sem veitt er hér á landi, enda hafi hinn erlendi aðili hvorki starfsstöð né umboðsmann hér á landi. [Þó skal aðili með heimilisfesti eða fasta starfsstöð erlendis sem selur rafrænt afhenta þjónustu skv. d-lið 10. tölul. 1. mgr. 12. gr. til aðila sem er ekki skráður skv. 5. gr. og er heimilisfastur eða með fasta starfsstöð hér á landi innheimta og skila virðisaukaskatti af þeirri þjónustu hér á landi. Þjónusta þessi telst ávallt nýtt þar sem kaupandi þjónustunnar hefur búsetu eða starfsstöð. Seljandi skal ótilkvaddur tilkynna starfsemi sína rafrænt á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Aðilar sem selja rafrænt afhenta þjónustu fyrir [sem nemur fjárhæð skv. 3. tölul. 4. gr.] 2) eða minna á hverju 12 mánaða tímabili skulu undanþegnir skattskyldu.] 3) 4)
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er aðili sem skráður er skv. 5. gr. undanþeginn skyldu til greiðslu virðisaukaskatts skv. 1. mgr. ef hann gæti að fullu talið virðisaukaskatt vegna kaupanna til innskatts, sbr. 3. og 4. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 16. gr. Þetta gildir þó ekki þegar þjónusta er veitt eða hennar notið í tengslum við innflutning á vöru.] 5)
[[Aðili], 3) sem skyldugur er til að greiða virðisaukaskatt skv. 1. mgr., skal ótilkvaddur gera [ríkisskattstjóra] 6) grein fyrir kaupum á þjónustu í sérstakri skýrslu í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Gjalddagi er fimmti dagur annars mánaðar frá lokum þess almenna uppgjörstímabils sem viðskiptin falla undir. Greiðslu ásamt skýrslu skal skila til innheimtumanns ríkissjóðs eigi síðar en á gjalddaga. Um skattverð, uppgjör, álagningu, áætlun, endurákvörðun, álag, dráttarvexti og kærur skal, eftir því sem við getur átt, fara með eins og í viðskiptum innan lands. Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.] 7)
1)L. 115/1997, 2. gr. 2)L. 126/2016, 7. gr. 3)L. 121/2011, 2. gr. 4)Rg. 194/1990, sbr. 151/1993, 179/1993, 86/1994, 346/1995, 275/1996 og 480/2002. 5)L. 55/1997, 11. gr. 6)L. 136/2009, 54. gr. 7)L. 64/2002, 2. gr.
36. gr.
[Eftirfarandi vörur skulu undanþegnar virðisaukaskatti við innflutning:
1. [Vörur sem eru tollfrjálsar eða undanþegnar tolli skv. 4. og 6. gr. tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum.] 1)
2. [Vörur á grundvelli alþjóðasamninga og tvíhliða samninga sem Ísland er aðili að, frá þeim tíma er viðkomandi samningur hefur öðlast gildi að því er Ísland varðar. Sama á við um innflutning á vörum erlends liðsafla og borgaralegra deilda hans, þ.m.t. Atlantshafsbandalagsins, Samstarfs í þágu friðar, herliðs Bandaríkjanna og annarra aðila sem skulu vera undanþegnir skyldu til greiðslu virðisaukaskatts samkvæmt alþjóðasamningum, tvíhliða samningum eða sérstökum lögum þar um.] 2)
3. Vörur sem undanþegnar eru skattskyldri veltu, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 12. gr.
4. Listaverk sem falla undir tollskrárnúmer 9701.1000–9703.0000 og listamaðurinn sjálfur flytur inn.
5. Ritað mál sem sent er til vísindastofnana, bókasafna og annarra opinberra stofnana án endurgjalds án tillits til í hvaða formi efnið er, enda sé innflutningurinn ekki í viðskiptaskyni. 3)
6. Vörur, þó ekki áfengi eða tóbak, sem fluttar eru til landsins af aðilum sem skráðir eru skv. 5. gr., ef fob-verð sendingar nemur ekki hærri fjárhæð en 1.500 kr.
7. … 4)
[8. Áfengi og tóbak skv. 5., 6. og 7. tölul. 1. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 10. gr. laga nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.] 5)
[Fella skal niður, lækka eða endurgreiða virðisaukaskatt í þeim tilvikum sem talin eru upp í 2.–12. tölul. 1. mgr. 7. gr. tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum, að uppfylltum þeim skilyrðum sem þar eru tilgreind.] 1)
[Úrskurður tollstjóra um niðurfellingu, lækkun eða endurgreiðslu virðisaukaskatts skv. 1.–6. tölul. 1. mgr. og 2. mgr. sætir kæru til [yfirskattanefndar] 6) í samræmi við 118. gr. tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum.] 1)] 7)
1)L. 69/2012, 3. gr. 2)L. 59/2017, 9. gr. 3)Rg. 71/1993, sbr. 302/1993 og 178/1996. 4)L. 64/2002, 3. gr. 5)L. 167/2008, 8. gr. 6)L. 123/2014, 10. gr. 7)L. 104/2000, 21. gr.
37. gr.
Virðisaukaskattur af innflutningi skal innheimtur með aðflutningsgjöldum.
Að því leyti sem eigi er ákveðið í lögum þessum eða reglugerð eða öðrum fyrirmælum settum samkvæmt þeim um skattskyldu, úrskurð um skattskyldu, álagningu, innheimtu, lækkun eða endurgreiðslu vegna rýrnunar, skemmda eða endursendingar, lögvernd, sektir, viðurlög, refsingar og aðra framkvæmd varðandi virðisaukaskatt af innfluttum vörum og þjónustu, skulu gilda ákvæði tollalaga, [nr. 88/2005], 1) með síðari breytingum, svo og reglugerða 2) og annarra fyrirmæla settra samkvæmt þeim lögum.
1)L. 69/2012, 4. gr. 2)Rg. 390/1999, sbr. 898/1999.
XII. kafli. Um eftirlit, upplýsingaskyldu og refsiákvæði.
38. gr.
Öllum aðilum, bæði virðisaukaskattsskyldum og öðrum, er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi sem óskað er allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. [Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða gjald- og skilaskyldu þeirra aðila eða eftirlit með eða rannsókn á henni. Með skattyfirvöldum í þessari grein er átt við [ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins]. 1)] 2)
Skattyfirvöld hafa þannig m.a. rétt til þess að krefjast upplýsinga af þeim er hafa keypt af skattskyldum aðila eða selt honum vörur eða haft við hann önnur viðskipti, þar með að krefja húseigendur um upplýsingar um atvinnurekendur og aðra sem hafa verslun, verkstæði, skrifstofur eða aðra starfsstöð í húsum þeirra. Einnig skulu félög og félagasamtök atvinnurekenda, iðnaðarmanna og annarra viðkomandi aðila skyld að gefa upplýsingar um félaga sína og atvinnu þeirra og rekstur.
Vegna skatteftirlits samkvæmt lögum þessum getur [ríkisskattstjóri og menn, sem hann felur] 1) skatteftirlitsstörf, krafist þess að virðisaukaskattsskyldir aðilar leggi fram til könnunar bókhald sitt og bókhaldsgögn, svo og önnur gögn er varða reksturinn, þar með talin bréf og samningar. Enn fremur hafa þessir aðilar aðgang að framangreindum gögnum og aðgang að starfsstöðvum virðisaukaskattsskyldra aðila og birgðageymslum og heimild til að taka skýrslur af hverjum þeim sem ætla má að geti gefið upplýsingar er máli skipta. Sömu heimildir hefur [skattrannsóknarstjóri ríkisins] 2) vegna rannsókna skv. 39. gr. [Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur í þágu rannsóknar máls leitað úrskurðar héraðsdóms um leit og haldlagningu gagna á heimilum og öðrum stöðum sem 2. málsl. tekur ekki til.] 3)
[Skattyfirvöld hafa enn fremur þær heimildir sem um getur í 3. mgr. gagnvart þeim aðilum sem ekki eru virðisaukaskattsskyldir.] 2)
Nú verður ágreiningur um skyldu aðila samkvæmt þessari grein og getur ríkisskattstjóri [eða skattrannsóknarstjóri ríkisins] 2) þá leitað um hann úrskurðar [héraðsdóms, en farið skal þá eftir reglum laga um meðferð [sakamála] 4) eftir því sem á við]. 5) Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni má vísa máli til [rannsóknar lögreglu]. 4)
1)L. 136/2009, 57. gr. 2)L. 111/1992, 56. gr. 3)L. 165/2010, 35. gr. 4)L. 88/2008, 234. gr. 5)L. 92/1991, 99. gr.
39. gr.
… 1)
[Skattrannsóknarstjóri ríkisins] 2) getur hafið rannsókn á hverju því atriði er varðar skattskil samkvæmt lögum þessum. [Hann skal annast rannsóknir í málum sem … 1) ríkisskattstjóri vísar til hans, sbr. [6. mgr. 26. gr.] 3)] 4) Hann getur einnig falið [ríkisskattstjóra] 1) athugun eða rannsókn á hverju því atriði sem um getur í þessari grein.
Þegar aðgerðir [skattrannsóknarstjóra ríkisins] 2) gefa tilefni til ákvörðunar eða endurákvörðunar á skatti samkvæmt lögum þessum skal ríkisskattstjóri annast ákvörðunina eða endurákvörðunina … 1)
1)L. 136/2009, 58. gr. 2)L. 111/1992, 57. gr. 3)L. 149/1996, 8. gr. 4)L. 122/1993, 28. gr.
40. gr.
[Skýri skattskyldur maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt eða villandi frá einhverju því er máli skiptir um virðisaukaskatt sinn eða afhendi hann eigi á lögmæltum tíma virðisaukaskattsskýrslu eða virðisaukaskatt sem hann hefur innheimt eða honum bar að innheimta skal hann greiða fésekt allt að tífaldri þeirri skattfjárhæð sem undan var dregin, vanrækt var greiðsla á eða endurgreidd var um of og aldrei lægri fésekt en nemur tvöfaldri þessari skattfjárhæð. [Fésektarlágmark samkvæmt þessari málsgrein á ekki við hafi brot einskorðast við að standa ekki skil á réttilega tilgreindum virðisaukaskatti samkvæmt virðisaukaskattsskýrslu, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar.] 1) Álag skv. 27. gr. dregst frá sektarfjárhæð. Stórfellt brot gegn ákvæði þessu varðar við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga.
Ef maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi vanrækir skyldu sína að halda tilskilið bókhald samkvæmt lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim, þar með talið að hann vanrækir að skrá sölu sína í sjóðvél með fullnægjandi útbúnaði, skal hann sæta sektum samkvæmt ákvæðum laga um bókhald nema þyngri refsing liggi við brotinu skv. 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga.
Vanræki maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi tilkynningarskyldu sína skv. 5. gr., upplýsingaskyldu skv. 38. gr. eða vanræki hann að veita upplýsingar eða láta í té aðstoð, skýrslur eða gögn svo sem ákveðið er í lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim skal hann sæta sektum eða [fangelsi allt að 2 árum]. 2)
Hver sá sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi skýrir rangt eða villandi frá einhverju er varðar virðisaukaskattsskýrslur hans skal sæta sektum þótt upplýsingarnar geti ekki haft áhrif á skattskyldu hans eða skattgreiðslur.
Verði brot skv. 1. mgr. ákvæðisins uppvíst við skipti dánarbús skal greiða úr búinu sekt allt að fjórfaldri þeirri skattfjárhæð sem undan var dregin eða vanrækt var að greiða og aldrei lægri fésekt en nemur þessari skattfjárhæð að viðbættum helmingi hennar. Álag skv. 27. gr. dregst frá sektarfjárhæð. Sé svo ástatt sem í 4. mgr. segir má gera búinu sekt.
Hver sá sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi lætur skattyfirvöldum í té rangar eða villandi upplýsingar eða gögn varðandi virðisaukaskattsskýrslur annarra aðila eða aðstoðar við ranga eða villandi skýrslugjöf til skattyfirvalda skal sæta þeirri refsingu er segir í 1. mgr. þessarar greinar.
Tilraun til brota eða hlutdeild í brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga og varðar fésektum allt að hámarki því sem ákveðið er í öðrum ákvæðum þessarar greinar.
Gera má lögaðila fésekt fyrir brot á lögum þessum óháð því hvort brotið megi rekja til saknæms verknaðar fyrirsvarsmanns eða starfsmanns lögaðilans. Hafi fyrirsvarsmaður hans eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum má auk refsingar, sem hann sætir, gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu.] 3)
1)L. 134/2005, 3. gr. 2)L. 82/1998, 191. gr. 3)L. 42/1995, 3. gr.
41. gr.
[Yfirskattanefnd] 1) úrskurðar sektir skv. 40. gr. nema máli sé vísað til … 2) rannsóknar og dómsmeðferðar skv. [4. mgr.] 3) Við meðferð mála hjá nefndinni skal gæta ákvæða 100. gr. [ laga nr. 90/2003, um tekjuskatt], 4) eftir því sem við á, og veita sakborningi færi á að taka til varna. [Skattrannsóknarstjóri ríkisins] 5) kemur fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni þegar hún úrskurðar sektir. Úrskurður [yfirskattanefndar] 1) um sektir er fullnaðarúrskurður. Vararefsing fylgir ekki sektarúrskurðum nefndarinnar.
[Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er skattrannsóknarstjóra ríkisins eða löglærðum fulltrúa hans heimilt að gefa aðila kost á að ljúka refsimeðferð máls með því að greiða sekt til ríkissjóðs, enda sé talið að brot sé skýlaust sannað, og verður máli þá hvorki vísað til [rannsóknar lögreglu] 2) né sektarmeðferðar hjá yfirskattanefnd. Við ákvörðun sektar skal hafa hliðsjón af eðli og umfangi brota. Sektir geta numið frá 100 þús. kr. til 6 millj. kr. Aðila skulu veittar upplýsingar um fyrirhugaða sektarfjárhæð áður en hann fellst á að ljúka máli með þessum hætti. Sektarákvörðun samkvæmt ákvæði þessu skal lokið innan sex mánaða frá því að rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk.
Vararefsing fylgir ekki ákvörðun skattrannsóknarstjóra ríkisins. Um innheimtu sekta sem ákveðnar eru af skattrannsóknarstjóra gilda sömu reglur og um innheimtu vanskilafjár og álags samkvæmt lögum þessum. Einnig má beita 3. mgr. 28. gr. eftir því sem við á. Senda skal ríkissaksóknara skrá yfir mál sem lokið er samkvæmt þessu ákvæði. Telji ríkissaksóknari að saklaus maður hafi verið látinn gangast undir sektarákvörðun skv. 2. mgr. eða málalok hafi verið fjarstæð að öðru leyti getur hann borið málið undir dómara til ónýtingar ákvörðun skattrannsóknarstjóra.] 3)
… 6) [Skattrannsóknarstjóri ríkisins] 5) getur vísað máli til [rannsóknar lögreglu] 2) af sjálfsdáðum, svo og eftir ósk sökunautar ef hann vill eigi hlíta því að mál hans verði afgreitt af [yfirskattanefnd]. 1)
[Skattakröfu má hafa uppi og dæma í sakamáli vegna brota á lögunum.] 2)
Sektir fyrir brot gegn lögum þessum renna í ríkissjóð. Um innheimtu sekta, er [yfirskattanefnd] 1) úrskurðar, gilda sömu reglur og um innheimtu skatts eftir lögunum, þar á meðal um lögtaksrétt.
Sök skv. 40. gr. fyrnist á sex árum miðað við upphaf rannsóknar á vegum [skattrannsóknarstjóra ríkisins] 5) eða [héraðssaksóknara] 7) eða hjá löglærðum fulltrúum þeirra gegn skattaðila sem sökunaut, enda verði ekki óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar. [Þó fyrnist sök skv. 40. gr. vegna tekna og eigna í lágskattaríkjum á tíu árum.] 8)
1)L. 30/1992, 23. gr. 2)L. 88/2008, 234. gr. 3)L. 134/2005, 4. gr. 4)L. 129/2004, 77. gr. 5)L. 111/1992, 58. gr. 6)L. 90/1996, 43. gr. 7)L. 47/2015, 30. gr. 8)L. 112/2016, 12. gr.
[41. gr. a.
Til tryggingar greiðslu væntanlegrar kröfu um virðisaukaskatt, fésektar og sakarkostnaðar í málum er sæta rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins er heimilt að krefjast kyrrsetningar hjá skattaðila og öðrum þeim sem rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi skv. 40. gr. beinist að ef hætta þykir á að eignum verði ella skotið undan eða þær glatist eða rýrni að mun, enda megi ætla að meint refsiverð háttsemi varði við 262. gr. almennra hegningarlaga.
Tollstjóri annast rekstur mála skv. 1. mgr. Skattrannsóknarstjóri ríkisins skal tilkynna tollstjóra um mál þar sem hann telur að rannsókn hans muni leiða til þess að virðisaukaskattur skattaðila verði hækkaður eða honum eða öðrum þeim sem grunur um refsiverða háttsemi skv. 40. gr. beinist að verði gerð fésekt. Tollstjóra er heimill aðgangur að öllum nauðsynlegum upplýsingum og gögnum sem skattyfirvöld, fjármálastofnanir og aðrir aðilar búa yfir, sbr. 38. gr., og snerta ráðstafanir samkvæmt þessari grein. Um framkvæmd og gildi kyrrsetningar fer sem um kyrrsetningu fjármuna almennt sé að ræða, með þeim undantekningum að tryggingu þarf ekki að setja, mál þarf ekki að höfða til staðfestingar kyrrsetningu og gjöld skal ekki greiða fyrir ráðstafanirnar.
Kyrrsetning fellur niður ef rannsókn leiðir ekki til þess að virðisaukaskattur skattaðila verði hækkaður eða honum eða öðrum þeim sem rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi skv. 40. gr. beinist að verði gerð fésekt hvort sem er af skattyfirvöldum eða fyrir dómi. Sá er kyrrsetning beinist að á þá heimtingu á að felldar verði úr gildi þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið til tryggingar kyrrsetningunni. Kyrrsetning fellur á sama hátt niður ef inntar eru af hendi þær greiðslur sem kyrrsetning á að tryggja.
Leggja má fyrir héraðsdóm ágreining um lögmæti kyrrsetningargerðar með sama hætti og greinir í 2. mgr. 102. gr. laga um meðferð sakamála.] 1)
1)L. 24/2011, 2. gr.
[XIII. kafli. Um endurgreiðslu virðisaukaskatts.]1)
1)L. 119/1989, 13. gr.
[42. gr.
… 1)
Endurgreiða skal byggjendum íbúðarhúsnæðis [60% þess virðisaukaskatts] 2) sem þeir hafa greitt af vinnu manna á byggingarstað. Endurgreiðslan skal gerð á grundvelli framlagðra reikninga, eigi sjaldnar en á tveggja mánaða fresti … 3) [Jafnframt skal endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis [60% þess virðisaukaskatts] 4) sem þeir hafa greitt af vinnu manna við endurbætur eða viðhald þess.] 5) [Endurgreiðsla vegna vinnu manna við endurbætur eða viðhald skal gerð á grundvelli framlagðra reikninga eins fljótt og auðið er, þó aldrei síðar en [30 dögum] 6) eftir að [ríkisskattstjóra] 7) barst erindið.] 3) [Endurgreiðsla til byggingaraðila sem byggir íbúðarhúsnæði til sölu eða leigu og er skattskyldur skv. 2. mgr. 3. gr. má því aðeins fara fram að hann hafi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslu fyrir sama tímabil og endurgreiðslubeiðni hans tekur til og skal endurgreiðslu samkvæmt þessum málslið skuldajafnað á móti álögðum virðisaukaskatti sama tímabils.] 6) [Ráðherra] 8) setur með reglugerð 9) nánari ákvæði um framkvæmd þessara endurgreiðslna. Á sama hátt skal í reglugerð kveðið á um endurgreiðslu ákveðins hlutfalls virðisaukaskatts af verksmiðjuframleiddum íbúðarhúsum [og húseiningum]. 10)
[Endurgreiða skal ríki, sveitarfélögum og stofnunum þeirra virðisaukaskatt sem þau hafa greitt [af innflutningi eða kaupum] 11) á eftirtalinni þjónustu eða vöru: 12)
1. Sorphreinsun, þ.e. söfnun, flutningi, urðun og eyðingu sorps og annars úrgangs, þar með talið brotamálma. Ákvæði þetta tekur einnig til leigu eða kaupa á sorpgámum vegna staðbundinnar sorphirðu.
2. Ræstingu.
3. Snjómokstri og snjó- og hálkueyðingu með salti eða sandi.
4. Björgunarstörfum og öryggisgæslu vegna náttúruhamfara og almannavarna.
5. Þjónustu verkfræðinga, tæknifræðinga, arkitekta, lögfræðinga, löggiltra endurskoðenda og annarra sérfræðinga er almennt þjóna atvinnulífinu og lokið hafa háskólanámi, sambærilegu langskólanámi eða starfa sannanlega á sviði fyrrgreindra aðila og veita sambærilega þjónustu.
6. Þjónustu vaktstöðva vegna samræmdrar neyðarsímsvörunar.] 13)] 14)
[Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd endurgreiðslu samkvæmt þessari málsgrein.] 3)
… 6)
[Endurgreiða skal virðisaukaskatt af rannsóknartækjum sem óskattskyldir rannsóknaraðilar kaupa fyrir styrkfé eða fá að gjöf.] 15)
[Endurgreiða skal rekstraraðilum hópbifreiða, sem undanþegnir eru virðisaukaskatti skv. 6. tölul. 3. mgr. 2. gr., 19,35% af söluverði hópbifreiða sem þeir sannanlega selja úr landi. Hafi hópbifreiðin verið nýtt í blandaðri starfsemi og virðisaukaskattur af kaupverði hennar að hluta til verið færður til innskatts lækkar endurgreiðslan sem því hlutfalli nemur.] 16) [Ráðherra] 8) setur nánari reglur 17) um framkvæmd endurgreiðslunnar.] 18)
[Endurgreiða skal virðisaukaskatt af tækjum og búnaði sem mannúðar- og líknarstofnanir fá að gjöf eða kaupa fyrir styrkfé, enda sé um að ræða vöru sem nýtt er beint til viðkomandi starfsemi. Endurgreiðsluheimild samkvæmt þessari málsgrein er bundin sömu skilyrðum og gilda um gjafir til mannúðar- og líknarstarfsemi og koma fram í [b-lið 8. tölul. 1. mgr. 6. gr. tollalaga, nr. 88/2005, sbr. 33. gr. reglugerðar nr. 630/2008, um ýmis tollfríðindi]. 11)
Endurgreiða skal virðisaukaskatt af innflutningi eða kaupum á ökutækjum sem ætluð eru fyrir starfsemi björgunarsveita, enda liggi fyrir staðfesting landssamtaka björgunarsveita á því að viðkomandi ökutæki verði einungis notuð í þágu björgunarsveita. [Ráðherra] 8) er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd endurgreiðslu skv. 7. og 8. mgr.] 3)
[Endurgreiða skal sveitarfélögum og stofnunum eða félögum alfarið í þeirra eigu sem sinna lögbundnu hlutverki sveitarfélags á sviði brunavarna, brunamála eða mengunarvarna virðisaukaskatt af innflutningi eða kaupum á eftirfarandi ökutækjum og tækjabúnaði:
1. Dælubifreiðum, tækjabifreiðum, vatnsflutningabifreiðum, björgunarbifreiðum, þ.e. mannflutningabifreiðum og stiga- og ranabifreiðum.
2. Slökkvidælum, reykblásurum, rafstöðvum, slöngum, börkum, tækjum og öðrum tilheyrandi búnaði.
3. Klippum, glennum, tjökkum, dælum og öðrum tilheyrandi sérhæfðum björgunarbúnaði sem er notaður við björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum.
4. Ytri hlífðarfatnaði vegna slökkvistarfa og mengunaróhappa sem og reykköfunartækjum og tækjabúnaði þeim tengdum.
5. Tækjabúnaði sem notaður er vegna mengunaróhappa og fjarskiptabúnaði fyrir slökkvilið svo sem boðtækjum, talstöðvum og farsímum.
[Endurgreiða skal virðisaukaskatt vegna kaupa á vörum og þjónustu hér á landi á grundvelli alþjóðasamninga og tvíhliða samninga sem Ísland er aðili að, frá þeim tíma er viðkomandi samningur hefur öðlast gildi að því er Ísland varðar. Með sama hætti skal endurgreiða virðisaukaskatt til erlends liðsafla og borgaralegra deilda hans, þ.m.t. Atlantshafsbandalagsins, Samstarfs í þágu friðar, herliðs Bandaríkjanna og annarra aðila sem undanþegnir skulu virðisaukaskatti vegna kaupa á vörum og þjónustu hér á landi samkvæmt alþjóðasamningum, tvíhliða samningum eða sérstökum lögum þar um.] 19)
Skilyrði endurgreiðslu samkvæmt grein þessari er að seljandi vöru og þjónustu sé skráður á virðisaukaskattsskrá á því tímamarki þegar viðskipti eiga sér stað.] 11)
1)L. 175/2006, 5. gr. 2)L. 86/1996, 1. gr. 3)L. 64/2002, 4. gr. 4)L. 149/1996, 9. gr. 5)L. 109/1990, 2. gr. 6)L. 163/2010, 11. gr. 7)L. 136/2009, 54. gr. 8)L. 126/2011, 127. gr. 9)Rg. 449/1990, sbr. 489/1992, 30/1993, 110/1995, 357/1995, 347/1996, 421/1996, 697/1996, 574/1999, 561/2002, 439/2009, 639/2012 og 1183/2014. 10)L. 10/2009, 1. gr. 11)L. 69/2012, 5. gr., sbr. einnig 12. gr. í s.l. 12)Rg. 248/1990, sbr. 548/1993, 146/1995, 601/1995, 256/1996, 695/1996, 901/2000, 554/2002, 287/2003 og 438/2003. 13)L. 55/1997, 13. gr. 14)L. 119/1989, 13. gr. 15)L. 104/2000, 22. gr. 16)L. 125/2015, 22. gr. 17)Rg. 541/2001, sbr. 556/2002, 1070/2009, 1142/2014 og 1236/2015. 18)L. 105/2000, 6. gr. 19)L. 59/2017, 10. gr.
[42. gr. A. … 1)] 2)
1)L. 24/2013, 2. gr. 2)L. 163/2010, 12. gr.
[43. gr.
[Ráðherra] 1) getur kveðið svo á með reglugerð 2) að endurgreiða megi virðisaukaskatt af vörum sem [aðilar búsettir erlendis] 3) kaupa hérlendis og hafa með sér er þeir hverfa úr landi, enda séu uppfyllt þau skilyrði sem hann telur nauðsynleg.
[Ráðherra] 1) getur ákveðið með reglugerð 4) að hvaða marki skuli endurgreiða sendimönnum erlendra ríkja virðisaukaskatt af kaupum á vörum og þjónustu hér á landi.
[[Ráðherra] 1) er heimilt með reglugerð 5) að setja reglur um endurgreiðslu virðisaukaskatts sem erlend fyrirtæki hafa greitt hérlendis við kaup á vörum eða þjónustu [eða innflutning á vörum]. 6) Endurgreiðsla samkvæmt þessari málsgrein getur eingöngu tekið til virðisaukaskatts af þeim aðföngum sem virðisaukaskattsskyldir aðilar geta talið til innskatts, sbr. 15. og 16. gr. [Fyrirtæki telst erlent í skilningi þessarar málsgreinar þegar aðili hefur hvorki búsetu né starfsstöð hér á landi.] 6)] 7)
[Skilyrði endurgreiðslu samkvæmt grein þessari er að seljandi vöru og þjónustu sé skráður á virðisaukaskattsskrá á því tímamarki þegar viðskipti eiga sér stað.] 8)] 9)
1)L. 126/2011, 127. gr. 2)Rg. 1188/2014, sbr. 78/2015. 3)L. 115/1997, 3. gr. 4)Rg. 957/2017. 5)Rg. 288/1995, sbr. 558/2002. 6)L. 24/2013, 3. gr. 7)L. 40/1995, 8. gr. 8)L. 69/2012, 6. gr. 9)L. 119/1989, 13. gr.
[43. gr. A.
Réttur til sérstakra endurgreiðslna skv. XIII. kafla og ákvæðum til bráðabirgða í lögum þessum fellur niður ef umsókn um endurgreiðslu berst viðkomandi stjórnvaldi eftir að sex ár eru liðin frá því að réttur til endurgreiðslu stofnaðist.
[Ákvörðun ríkisskattstjóra um sérstaka endurgreiðslu á virðisaukaskatti skv. XIII. kafla og ákvæðum til bráðabirgða í lögum þessum má skjóta til yfirskattanefndar samkvæmt ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.] 1)] 2)
1)L. 125/2015, 23. gr. 2)L. 64/2002, 5. gr.
[XIV. kafli.]1) Ýmis ákvæði.
1)L. 119/1989, 13. gr.
[44. gr.]1)
Skatt- og tollyfirvöldum, starfsmönnum þeirra og erindrekum er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn, að skýra óviðkomandi mönnum frá því er þeir komast að í starfi sínu um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Þagnarskyldan helst þó að starfsmenn þessir láti af starfi sínu.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu skatt- og tollyfirvöld veita Hagstofu Íslands … 2) upplýsingar er varða skýrslugerð [hennar]. 2)
1)L. 119/1989, 13. gr. 2)L. 51/2002, 2. gr.
[45. gr.]1) … 2)
1)L. 119/1989, 13. gr. 2)L. 136/2009, 59. gr.
[46. gr.]1)
[Ríkisskattstjóri skal] 2) árlega semja og leggja fram virðisaukaskattsskrá fyrir hvert sveitarfélag í …, 2) en í henni skal tilgreina ákvarðaðan virðisaukaskatt eða endurgreiddan virðisaukaskatt hvers skattskylds aðila. Virðisaukaskattsskrá skal liggja frammi til sýnis á hentugum stað í tvær vikur í hverju sveitarfélagi. [Ríkisskattstjóri] 2) auglýsir í tæka tíð hvar skráin liggur frammi.
1)L. 119/1989, 13. gr. 2)L. 136/2009, 60. gr.
[47. gr.]1)
[Ráðherra] 2) hefur eftirlit með því að [ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri ríkisins], 3) [yfirskattanefnd] 4) og innheimtumenn ríkissjóðs ræki skyldur sínar samkvæmt lögum þessum. Hann hefur rétt til þess að fá til athugunar virðisaukaskattsskýrslur og gögn er þær varða og krefja framangreinda aðila skýringa á öllu því er framkvæmd laga þessara varðar.
1)L. 119/1989, 13. gr. 2)L. 126/2011, 127. gr. 3)L. 136/2009, 61. gr. 4)L. 30/1992, 23. gr.
[48. gr.]1)
[Sala í tollfrjálsum verslunum, sbr. XIII. kafla tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum, telst sala úr landi í skilningi laga þessara.] 2)
1)L. 119/1989, 13. gr. 2)L. 69/2012, 7. gr.
[49. gr.]1)
[[Ráðherra] 2) getur með reglugerð 3) sett nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.
… 4)] 5)
[[Ráðherra] 2) er heimilt að kveða á um í reglugerð 3) að skattskyldur aðili geti, á grundvelli skriflegs samnings, tekið að sér að sjá um framtal, skil og uppgjör virðisaukaskatts af skattskyldri sölu á vöru eða þjónustu annars aðila.] 6)
Jafnframt er [ráðherra] 2) heimilt að setja sérstakar reglur um uppgjör, uppgjörstímabil og skil virðisaukaskatts af hráefni til fiskvinnslu í því skyni að jafna aðstöðu fyrirtækja á þessu sviði.
Um þau atriði, sem ekki eru sérstök ákvæði um í lögum þessum, fer samkvæmt [ lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt], 7) eftir því sem við á.
1)L. 119/1989, 13. gr. 2)L. 126/2011, 127. gr. 3)Rg. 530/1989 (um frádrátt virðisaukaskatts), sbr. 108/1990. Rg. 563/1989 (uppgjör fiskvinnslufyrirtækja). Rg. 577/1989 (um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign), sbr. 180/1993, 697/1997, 903/2000 og 1056/2005. Rg. 194/1990 (þjónusta fyrir erlenda aðila o.fl.), sbr. 151/1993, 179/1993, 86/1994, 346/1995 og 275/1996. Rg. 248/1990 (skattskyld starfsemi opinberra aðila), sbr. 548/1993, 146/1995, 601/1995, 256/1996, 695/1996, 901/2000, 554/2002 og 287/2003. Rg. 449/1990 (um endurgreiðslu vsk. af vinnu manna við íbúðarhúsnæði), sbr. 489/1992, 30/1993, 357/1995, 347/1996, 421/1996, 697/1996, 574/1999, 561/2002 og 1183/2014. Rg. 50/1993 (um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila), sbr. 539/1993, 136/1997, 599/1999, 16/2001, 176/2008, 1071/2009, 615/2013 og 1144/2014. Rg. 192/1993 (um innskatt), sbr. 532/1993, 306/1994, 18/2001, 1044/2006, 863/2009, 1069/2009, 1143/2014, 1237/2015 og 251/2016. Rg. 336/1993 (erlend blöð og tímarit í áskrift). Rg. 288/1995 (erlend fyrirtæki), sbr. 558/2002. Rg. 667/1995 (um framtal og skil á virðisaukaskatti), sbr. 588/1996, 375/1997, 134/1999, 741/2001, 1149/2006, 103/2012, 638/2012 og 1232/2016. Rg. 515/1996 (um skráningu virðisaukaskattsskyldra aðila), sbr. 378/1997. Rg. 373/2001 (um framkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna), sbr. 334/2006. Rg. 540/2001 (um tímabundna endurgreiðslu 2/3 hluta vsk. vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða), sbr. 555/2002, 868/2003 og 914/2003. Rg. 541/2001 (um endurgreiðslu vsk. vegna sölu hópferðabifreiða úr landi), sbr. 556/2002, 1070/2009, 1142/2014 og 1236/2015. Rg. 630/2008 (um ýmis tollfríðindi), sbr. 634/2008. Rg. 845/2016 (um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á varmadælu til upphitunar íbúðarhúsnæðis). Rg. 925/2017 (um endurgreiðslu virðisaukaskatts til alþjóðastofnana o.fl.). Rg. 957/2017 (um endurgreiðslu virðisaukaskatts og áfengisgjalds til sendimanna erlendra ríkja). 4)L. 69/2012, 8. gr. 5)L. 119/1989, 15. gr. 6)L. 122/1993, 31. gr. 7)L. 129/2004, 78. gr.
[50. gr.]1)
[Lög þessi öðlast þegar gildi, en skattheimta samkvæmt þeim kemur eigi til framkvæmda fyrr en 1. janúar 1990. …] 2)
1)L. 119/1989, 13. gr. 2)L. 110/1988, 1. gr.
Ákvæði til bráðabirgða.
I.
[Fari afhending skattskyldrar vöru og þjónustu fram 1. janúar 1990 eða síðar skal hún teljast til virðisaukaskattsskyldrar veltu samkvæmt lögum þessum. Þetta gildir án tillits til þess hvort samningur um sölu skattskyldrar vöru og þjónustu hefur verið gerður fyrir 1. janúar 1990 eða greiðsla farið fram að hluta eða fullu.
Hafi samningur, sbr. 1. mgr. þessa ákvæðis, verið gerður skal kaupandi greiða viðbót við samningsgreiðsluna sem svarar virðisaukaskatti samkvæmt lögum þessum sé um að ræða sölu á vöru og þjónustu sem ekki var skattskyld samkvæmt söluskattslögum, nema sannað sé að virðisaukaskattur hafi verið talinn með í kaupverðinu við ákvörðun þess. Hafi slík vara eða þjónusta verið skattskyld samkvæmt söluskattslögum skal seljandi endurgreiða kaupanda mismun á söluskatti og virðisaukaskatti, nema sannað sé að kaupverð samkvæmt samningnum hafi verið miðað við virðisaukaskatt samkvæmt lögum þessum.
Um greiðslu virðisaukaskatts af innflutningi skattskyldrar vöru og þjónustu fer eftir þeim reglum sem gilda þegar tollmeðferð fer fram.
Heimilt er að endurgreiða virðisaukaskattsskyldum aðilum, sem hafa húsbyggingar eða aðra mannvirkjagerð með höndum í atvinnuskyni, söluskatt sem hvílir á birgðum þeirra af óseldu byggingarefni 31. desember 1989. [Ráðherra] 1) setur nánari reglur 2) um þessar endurgreiðslur, þar á meðal hvaða gögn þurfi að liggja til grundvallar endurgreiðslubeiðni.
Ákvæði 1. og 2. tölul. 5. mgr. 13. gr. laga þessara skulu gilda eftir því sem við á um frádrátt frá skattskyldri veltu vegna viðskipta sem skattskyld voru samkvæmt söluskattslögum og ekki var unnt að leiðrétta með síðustu söluskattsskilum ársins 1989.
Hafi verið gerður fjármögnunarsamningur fyrir 1. janúar 1990 þar sem kveðið er á um eignarrétt leigusala án kaupskyldu leigutaka í lok leigutíma skulu leigugreiðslur samkvæmt slíkum samningum vera undanþegnar virðisaukaskatti.
[Ráðherra] 1) getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd þessa ákvæðis.] 3)
1)L. 126/2011, 127. gr. 2)Rg. 100/1990. 3)L. 119/1989, 16. gr.
II.–IV. …
[V.
Fari afhending skattskyldrar vöru eða þjónustu fram eftir 31. desember 1993 skal hún teljast til virðisaukaskattsskyldrar veltu samkvæmt lögum þessum. Þetta gildir án tillits til þess hvort samningur um sölu skattskyldrar vöru eða þjónustu hefur verið gerður fyrir 1. janúar 1994 eða greiðsla farið fram þá að hluta eða fullu.] 1)
1)L. 122/1993, 33. gr.
[VI. …] 1)
1)L. 122/1993, 33. gr.
[VII. …] 1)
1)L. 122/1993, 33. gr., sbr. l. 40/1995, 9. gr.
[VIII. …] 1)
1)L. 149/1996, brbákv. I.
[IX.
Fari afhending á vinnu manna við endurbætur eða viðhald íbúðarhúsnæðis sannanlega fram fyrir 1. janúar 1997 er heimilt að endurgreiða virðisaukaskatt af henni að fullu, enda sé dagsetning sölureiknings fyrir þann tíma.
Hafi verksamningur vegna afhendingar á þjónustu skv. 1. mgr. verið gerður fyrir 1. janúar 1997 og afhending farið fram bæði fyrir og eftir þann tíma skal einungis endurgreiða virðisaukaskatt að fullu af þeirri vinnu sem unnin var fyrir 1. janúar 1997.] 1)
1)L. 149/1996, brbákv. II.
[X.
[Heimilt er að endurgreiða þeim sem leyfi hafa til fólksflutninga í atvinnuskyni samkvæmt lögum nr. 73/2001, um fólksflutninga og farmflutninga á landi, 2/ 3 hluta þess virðisaukaskatts sem greiddur er vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða og almenningsvagna á tímabilinu frá 1. janúar 2011 til og með [31. desember 2014]. 1) Endurgreiðsluheimildin vegna hópferðabifreiða er bundin við ökutæki sem aðallega eru ætluð til fólksflutninga, eru skráð fyrir 18 manns eða fleiri að meðtöldum ökumanni og eru nýskráð á tímabilinu og búin aflvélum samkvæmt EURO 5 staðli ESB. [Ráðherra] 2) setur nánari reglur 3) um framkvæmd endurgreiðslunnar.] 4)] 5)
1)L. 139/2013, 10. gr. 2)L. 126/2011, 127. gr. 3)Rg. 686/2005, sbr. 86/2007, 1072/2010, 1257/2011 og 1283/2013. 4)L. 163/2010, 13. gr. 5)L. 57/2001, 1. gr.
[XI. … 1)] 2)
1)L. 69/2012, 9. gr. 2)L. 72/2005, 2. gr.
[XII.
Endurgreiða skal veitingahúsum, mötuneytum og öðrum hliðstæðum aðilum, sem selja tilreiddan mat, fjárhæð er nemur 112,5% af innskatti uppgjörstímabilsins janúar–febrúar 2007 vegna matvælaaðfanga sem bera 14% virðisaukaskatt. Endurgreiðsla þessi skal þó ekki vera hærri en svo að útskattur vegna sölu á tilreiddum mat að frádreginni endurgreiðslu samsvari að minnsta kosti 14% af hráefnisverði að viðbættum 19,25% af mismun söluverðs á tilreiddum mat og hráefnisverðs matvælaaðfanga.] 1)
1)L. 175/2006, 7. gr.
[XIII.
Heimilt er að endurgreiða virðisaukaskatt af áður skráðu vélknúnu ökutæki sem hefur verið afskráð og flutt úr landi enda sé ástand ökutækisins í samræmi við eðlilega notkun og aldur að mati tollstjóra. Fjárhæð endurgreiðslu skal miða við þann virðisaukaskatt sem greiddur var við innflutning ökutækisins. Sú fjárhæð skal lækka um 2% fyrir hvern byrjaðan mánuð fyrstu 12 mánuðina eftir nýskráningu ökutækisins og 1,5% fyrir hvern byrjaðan mánuð eftir það þar til 100% fyrningu er náð. Hafi eigandi hins útflutta ökutækis fengið virðisaukaskatt af því endurgreiddan í formi innskatts skapast ekki réttur til endurgreiðslu. Samanlögð endurgreiðsla virðisaukaskatts samkvæmt ákvæði þessu og vörugjalds samkvæmt bráðabirgðaákvæði XI í lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. skal ekki vera hærri en 2.000.000 kr. fyrir hvert ökutæki.
Tollstjóra er heimilt að innheimta skoðunargjald vegna skoðunar á notuðum ökutækjum sem flytja á úr landi skv. 1. mgr. Gjald þetta skal standa straum af launakostnaði tollstarfsmanna og aksturskostnaði vegna framkvæmdar skoðunarinnar.
Heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts skv. 1. mgr. gildir til og með 31. desember 2009. Tollstjórinn í Reykjavík annast endurgreiðslu.
Ráðherra skal í reglugerð 1) setja nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis, svo sem nánari skilyrði fyrir endurgreiðslu, um ástand ökutækja, um gögn sem leggja þarf fram með umsókn um endurgreiðslu og um eftirlit og kæruheimildir.] 2)
1)Rg. 1144/2008. 2)L. 140/2008, 2. gr.
[XIV.
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins september og október 2008, hinn 5. desember 2008, heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna uppgjörstímabilsins, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. lög nr. 130/2008, um breyting á tollalögum.] 1)
1)L. 157/2008, 2. gr.
[XV.
Þrátt fyrir ákvæði [2. mgr. 42. gr.] 1) skal á tímabilinu 1. mars 2009 til [1. janúar 2015] 2) endurgreiða byggjendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna á byggingarstað. Jafnframt skal á sama tímabili endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna við endurbætur eða viðhald þess. Að öðru leyti gilda ákvæði [2. mgr. 42. gr.] 1) á umræddu tímabili.
Á tímabilinu 1. mars 2009 til [1. janúar 2015] 2) skal endurgreiða byggjendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af þjónustu … 3) vegna hönnunar eða eftirlits með byggingu þess háttar húsnæðis. Jafnframt skal á sama tímabili endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt [af þjónustu … 3)] 4) vegna hönnunar eða eftirlits við endurbætur eða viðhald þess háttar húsnæðis. [Ráðherra] 5) er heimilt að setja reglugerð 6) um framkvæmd þessarar endurgreiðslu.
Ákvæði 1. mgr. nær á viðkomandi tímabili jafnframt til annars húsnæðis sem er alfarið í eigu sveitarfélaga eða stofnana og félaga sem alfarið eru í eigu sveitarfélaga.] 7)
1)L. 163/2010, 15. gr. 2)L. 139/2013, 11. gr. 3)L. 64/2009, 1. gr. 4)L. 19/2009, 1. gr. 5)L. 126/2011, 127. gr. 6)Rg. 440/2009, sbr. 605/2009, 1071/2010, 1256/2011 og 1282/2013. 7)L. 10/2009, 2. gr.
[XVI.
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna reglubundinna uppgjörstímabila á árinu 2009, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða III í tollalögum, nr. 88/2005.] 1)
1)L. 17/2009, 3. gr.
[XVII.
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilanna janúar og febrúar annars vegar og mars og apríl hins vegar, á árinu 2010, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða V í tollalögum, nr. 88/2005.] 1)
1)L. 14/2010, 3. gr.
[XVIII.
Skattskyldum aðilum sem við gildistöku ákvæðis þessa hafa leyfi til að reka bílaleigu samkvæmt lögum nr. 64/2000, um bílaleigur, er heimilt við kaup á notuðum fólksbifreiðum að reikna innskatt af kaupverði bifreiða sem verða til útleigu, þó svo að virðisaukaskattur hafi ekki verið lagður á við sölu á viðkomandi bifreiðum til bílaleigunnar. Innskatturinn skal nema 20,32% af kaupverði bifreiðar.
Fjöldi keyptra bifreiða samkvæmt heimild 1. mgr. má ekki vera meiri en 15% af heildarfjölda fólksbifreiða sem eru í eigu bílaleigunnar 1. júlí 2010.
Endursala bifreiða sem um ræðir í 1. mgr. telst til skattskyldrar veltu skv. 11. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Sundurliða skal í bókhaldi upplýsingar um kaup og sölu bifreiðanna í samræmi við 9. gr. a reglugerðar nr. 192/1993, um innskatt.
Heimild skv. 1. og 2. mgr. gildir til 31. desember 2010.] 1)
1)L. 25/2010, 1. gr.
[XIX.
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins nóvember og desember á árinu 2010, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða VI í tollalögum, nr. 88/2005.] 1)
1)L. 165/2010, 36. gr.
[XX.
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins janúar og febrúar á árinu 2011, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða VII í tollalögum, nr. 88/2005.] 1)
1)L. 22/2011, 3. gr.
[XXI.
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna upp gjörstímabilanna mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október og nóvember og desember á árinu 2011, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða VIII í tollalögum, nr. 88/2005.] 1)
1)L. 46/2011, 3. gr.
[XXII.
Þrátt fyrir ákvæði laga þessara skal um leiðréttingu virðisaukaskatts, sem innheimtur var á grundvelli samninga sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í máli nr. 282/2011 og dómum eða úrskurðum með sambærilegri niðurstöðu um réttaráhrif lánssamninga sem kveðnir eru upp eftir 20. október 2011, fara sem hér segir:
1. Í þeim tilvikum sem viðskiptavinur fjármálafyrirtækis færði virðisaukaskatt af viðskiptum sem þessum til innskatts að fullu samkvæmt ákvæðum 16. gr. skal ekki fara fram leiðrétting á sölureikningum sem fjármálafyrirtæki hefur þegar gefið út, sem og virðisaukaskattsskilum fjármálafyrirtækis og viðskiptavinar vegna þessara viðskipta umfram það sem almennar leiðréttingarheimildir 26. gr. gera kröfu um.
2. Í þeim tilvikum sem viðskiptavinur fjármálafyrirtækis hafði ekki heimild til að færa virðisaukaskatt af viðskiptunum til innskatts, eða hafði einungis heimild til að færa hluta af honum til innskatts, skulu fjármálafyrirtæki og viðskiptavinur sem hafði hlutfallslegan innskattsrétt leiðrétta virðisaukaskattsskilin í einu lagi, þ.e. mismun þegar greidds virðisaukaskatts og þess virðisaukaskatts sem borið hefði að innheimta við sölu. Leiðréttingu á virðisaukaskattsskilum skal miða við uppgjörstímabilið þegar endurútreikningur fjármálafyrirtækis gagnvart viðskiptavini liggur fyrir og skal jafnframt viðeigandi leiðrétting gerð á skattframtali viðkomandi árs. Komi upp ágreiningur um útreikning skal leiðrétting fara fram á því uppgjörstímabili þegar úr honum er leyst. Við leiðréttingu samkvæmt þessum tölulið skal ekki beita álagi og dráttarvöxtum samkvæmt lögum þessum. Þá skal endurgreiðsla úr ríkissjóði vegna leiðréttingarinnar ekki bera vexti.
Verði gerðar breytingar á inntaki samningssambands fjármálafyrirtækis og viðskiptavinar þess í kjölfar dómsniðurstöðu fer um virðisaukaskattsframkvæmd vegna breyttra samninga eftir almennum reglum laga þessara.
Fjármálaráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessa ákvæðis.] 1)
1)L. 183/2011, 4. gr.
[XXIII.
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabila á árinu 2012, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða IX í tollalögum, nr. 88/2005.] 1)
1)L. 18/2012, 3. gr.
[XXIV.
Við innflutning og skattskylda sölu nýrrar rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðar er heimilt að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki eins og nánar er kveðið á um í ákvæði þessu. Ákvæði þetta skal jafnframt gilda um niðurfellingu virðisaukaskatts við innflutning og fyrstu sölu notaðrar rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðar enda sé ökutækið þriggja ára eða yngra á innflutningsdegi og söludegi miðað við fyrstu skráningu.
Tollstjóra er heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt af rafmagns- eða vetnisbifreið að hámarki [1.440.000 kr.] 1) og af tengiltvinnbifreið að hámarki [960.000 kr.] 1)
Við skattskylda sölu bifreiðar er skattaðila heimilt að undanþiggja frá skattskyldri veltu fjárhæð að hámarki 6.000.000 kr. vegna rafmagns- eða vetnisbifreiðar og að hámarki 4.000.000 kr. vegna tengiltvinnbifreiðar. Nýti skattaðili sér þessa heimild ber honum samhliða skilum á virðisaukaskattsskýrslu að tilkynna ríkisskattstjóra á hverju uppgjörstímabili um að slík sala hafi átt sér stað á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
Skilyrði undanþágu samkvæmt ákvæði þessu eru eftirfarandi:
1. Ökutækið sé skilgreint í ökutækjaflokka L6e, L7e, M1, [M1g, M2 og/eða M3, undirflokka I, II og/eða III, og N1] 1) samkvæmt reglugerð nr. 822/2004, um gerð og búnað ökutækja.
2. Við innflutning og skattskylda sölu tengiltvinnbifreiðar skal skráð losun slíkrar bifreiðar á koltvísýringi vera 50 g eða minna á hvern ekinn kílómetra.
Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd og skilyrði undanþágunnar.
Ákvæði þetta gildir til og með [31. desember 2020]. 2)
[Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. er óheimilt að fella niður virðisaukaskatt eða telja fjárhæð til undanþeginnar veltu samkvæmt ákvæði þessu:
1. Af rafmagnsbifreið frá og með sjötta virka degi næsta almanaksmánaðar eftir að samtals 10.000 slíkar bifreiðar hafa verið skráðar á ökutækjaskrá.
2. Af vetnisbifreið frá og með sjötta virka degi næsta almanaksmánaðar eftir að samtals 10.000 slíkar bifreiðar hafa verið skráðar á ökutækjaskrá.
3. Af tengiltvinnbifreið frá og með sjötta virka degi næsta almanaksmánaðar eftir að samtals 10.000 slíkar bifreiðar hafa verið skráðar á ökutækjaskrá.] 2)] 3)
1)L. 126/2016, 8. gr. 2)L. 96/2017, 42. gr. 3)L. 69/2012, 10. gr.
[XXV.
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabila á árinu 2013, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða X í tollalögum, nr. 88/2005.] 1)
1)L. 21/2013, 3. gr.
[XXVI.
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabila á árinu 2014, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða XI í tollalögum, nr. 88/2005.] 1)
1)L. 141/2013, 6. gr.
[XXVII.
Heimilt er að endurgreiða virðisaukaskatt vegna kaupa á varmadælu til upphitunar íbúðarhúsnæðis.] 1)
1)L. 68/2014, 1. gr. Ákvæðið fellur úr gildi að liðnum fimm árum frá gildistöku skv. 2. gr. s.l.
[XXVIII.
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabila á árinu 2015, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða XII í tollalögum, nr. 88/2005.] 1)
1)L. 125/2014, 28. gr.
[XXIX.
Heimilt er að fella niður virðisaukaskatt við innflutning á lyfjum sem gefin eru ríkinu eða stofnunum þess til nota við meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum. Skilyrði undanþágu samkvæmt ákvæði þessu eru eftirfarandi:
a. að fyrir liggi skrifleg yfirlýsing gefanda, og eftir atvikum innflytjanda, um gjöfina og af henni megi ráða að lyfin verði afhent án endurgjalds,
b. að fyrir liggi skrifleg staðfesting gjafþega á því að um gjöf sé að ræða sem afhent verði án endurgjalds og að lyfin verði notuð við meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum.
Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd og skilyrði undanþágunnar.
Ákvæði þetta gildir til og með 31. desember 2018.] 1)
1)L. 124/2015, 34. gr.
[XXX.
Fari afhending skattskyldrar vöru eða þjónustu fram eftir 31. desember 2015 skal hún teljast til virðisaukaskattsskyldrar veltu samkvæmt lögum þessum. Þetta gildir án tillits til þess hvort samningur um sölu skattskyldrar vöru eða þjónustu hefur verið gerður fyrir 1. janúar 2016 … 1)] 2)
1)L. 54/2016, 5. gr. 2)L. 125/2015, 25. gr.
[XXXI.
Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilanna mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október og nóvember og desember á árinu 2016, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða XIV í tollalögum, nr. 88/2005.] 1)
1)L. 33/2016, 2. gr.
[Viðauki …]1)
1)L. 175/2006, 8. gr. Um texta viðaukans vísast til Stjtíð. A 2006, bls. 783–784, sbr. l. 38/2008, 8. gr., l. 33/2015, 20. gr., l. 125/2015, 26. gr. og l. 54/2016, 6. gr.