Tilkynningar (Síða 3)

25.4.2022 : Varaþingmenn taka sæti

Mánudaginn 25. apríl tekur Lilja Rafney Magnúsdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Bjarna Jónsson og Erna Bjarnadóttir tekur sæti sem varaþingmaður fyrir Birgi Þórarinsson.

Lesa meira

24.4.2022 : Fundur fjárlaganefndar mánudaginn 25. apríl lokaður og fundi með fulltrúum Bankasýslunnar frestað til miðvikudags

Fundur í fjárlaganefnd Alþingis mánudaginn 25. apríl verður lokaður en ekki opinn eins og áður hafði verið boðað. Gestir fundarins verða fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytisins og dagskrárefnið er fjármálaáætlun 2023–2027. Fundinum sem vera átti með fulltrúum Bankasýslu ríkisins um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka hefur verið frestað til miðvikudagsins 27. apríl að beiðni Bankasýslunnar og hefst hann kl. 9:00.

Lesa meira

22.4.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 25. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 25. apríl kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

22.4.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 28. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 28. apríl kl. 10:30. Þá verða til svara matvælaráðherra, utanríkisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra. 

Lesa meira

21.4.2022 : Gunnar Þór Bjarnason hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2022

Verdlaun-Jons-Sigurdssonar-2022-Gunnar-Thor-Bjarnason-og-Birgir-ArmannssonHátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 21. apríl, á sumardaginn fyrsta. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Gunnari Þór Bjarnasyni sagnfræðingi Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Aðalræðumaður að þessu sinni var Berglind Hallgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Norrænu ráðherranefndinni.

Lesa meira

20.4.2022 : Ný útgáfa lagasafnsins

Ný útgáfa lagasafnsins (152b) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 20. apríl 2022.

Lesa meira

11.4.2022 : Aðalmenn taka sæti

Mánudaginn 11. apríl taka Lilja Alfreðsdóttir og Svandís Svavarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Daníel E. Arnarsson, af þingi.

Lesa meira

8.4.2022 : (Fundi frestað til miðvikudagsins 27. apríl) Opinn fundur fjárlaganefndar mánudaginn 25. apríl um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka

Fjárlaganefnd Alþingis heldur opinn fund mánudaginn 25. apríl í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:30. Fundarefnið er sala ríkisins á hlutum í Íslandsbanka.

Lesa meira

8.4.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Föstudaginn 7. apríl tekur Ásthildur Lóa Þórsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Georg Eiður Arnarson, af þingi.

Lesa meira

7.4.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Fimmtudaginn 7. apríl tekur Helga Vala Helgadóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Dagbjört Hákonardóttir, af þingi.

Lesa meira

6.4.2022 : Sérstök umræða fimmtudaginn 7. apríl um almannatryggingar

GudmundurKr_GudmundurGudbrFimmtudaginn 7. apríl um kl. 16 verður sérstök umræða um almannatryggingar. Málshefjandi er Guðmundur Ingi Kristinsson og til andsvara verður félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Lesa meira

6.4.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Miðvikudaginn 6. apríl tekur Bryndís Haraldsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Arnar Þór Jónsson, af þingi.

Lesa meira

5.4.2022 : Fyrri umræða um fjármálaáætlun 2023–2027

Fyrri umræða um fjármálaáætlun 2023–2027 hefst um kl. 14 í dag, þriðjudaginn 5. apríl. Í upphafi mun fjármála- og efnahagsráðherra mæla fyrir áætluninni og síðan tala talsmenn allra þingflokka.

Lesa meira

4.4.2022 : Aðalmenn og varamenn taka sæti

Mánudaginn 4. apríl taka Ágúst Bjarni Garðarsson, Halldóra Mogensen, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Logi Einarsson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra Kristín Hermannsdóttir, Lenya Rún Taha Karim, Iða Marsibil Jónsdóttir og Hilda Jana Gísladóttir af þingi. Þá tekur Aðalsteinn Haukur Sverrisson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Lilju Alfreðsdóttur og Daníel E. Arnarson tekur sæti fyrir Svandísi Svavarsdóttur.

Lesa meira

1.4.2022 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 1. apríl

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfunda föstudaginn 1. apríl kl. 14:10:

Lesa meira

1.4.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 4. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 4. apríl kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Lesa meira

1.4.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 7. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 7. apríl kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

31.3.2022 : Útgáfu annars bindis Yfirréttarins á Íslandi fagnað

Forsetar-Is.Alth.Haest.SogufÚtgáfu annars bindis ritraðarinnar Yfirrétturinn á Íslandi var fagnað í móttöku sem forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, bauð til í Skála Alþingis í dag, 31. mars. Alþingi samþykkti með þingsályktun 18. nóvember 2019 að styrkja útgáfuna í tilefni af aldarafmæli Hæstaréttar Íslands 2020 og fela forseta þingsins að ganga til samstarfs við Þjóðskjalasafn Íslands og Sögufélag um útgáfuna. 

Lesa meira

31.3.2022 : Varamenn taka sæti

Fimmtudaginn 31. mars tekur Georg Eiður Arnarson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Ásthildi Lóu Þórsdóttur og Dagbjört Hákonardóttir tekur sæti sem varaþingmaður fyrir Helgu Völu Helgadóttur.

Lesa meira

30.3.2022 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd föstudaginn 1. apríl

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund föstudaginn 1. apríl í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 11:15. Fundarefnið er samskipti íslenskra stjórnvalda við samstarfsríki varðandi refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi og Hvíta-Rússlandi frá 2010. Gestur fundarins verður Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.

Lesa meira

29.3.2022 : Sérstök umræða miðvikudaginn 30. mars um umhverfi fjölmiðla

HannaKatrin_LiljaSérstök umræða um umhverfi fjölmiðla verður miðvikudaginn 30. mars um kl. 15:30. Málshefjandi er Hanna Katrín Friðriksson og til andsvara verður menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir.

Lesa meira

29.3.2022 : Varamaður tekur sæti

Miðvikudaginn 30. mars tekur Arnar Þór Jónsson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Bryndísi Haraldsdóttur. 

Lesa meira

29.3.2022 : Nefndadagar 31. mars og 1. apríl

Fimmtudagur 31. mars og föstudagur 1. apríl eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis.

Lesa meira

28.3.2022 : Ráðstefna evrópskra þingforseta í Slóveníu

Radstefna-evropskra-thingforseta-i-Sloveniu-28032022Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, sækir ráðstefnu evrópskra þingforseta 28.–29. mars í boði forseta þjóðþings Slóveníu. Til ráðstefnunnar er boðið forsetum þjóðþinga aðildar- og umsóknarríkja ESB, auk forseta þjóðþinga EFTA-ríkja. Á dagskrá eru m.a. umræður um hlutverk þjóðþinga á hættu- og neyðartímum, viðbrögð við heimsfaraldri, innrásina í Úkraínu og hvernig tryggja megi lýðræðislega stjórnarhætti. 

Lesa meira

28.3.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 28. mars tekur Hanna Katrín Friðriksson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, af þingi.

Lesa meira

28.3.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 30. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá miðvikudaginn 30. mars kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra. 

Lesa meira

28.3.2022 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 28. mars tekur Kristín Hermannsdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Ágúst Bjarna Garðarsson.

Lesa meira

25.3.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 28. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 28. mars kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, matvælaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

25.3.2022 : Aðalmenn og varamenn taka sæti

Mánudaginn 28. mars tekur Hilda Jana Gísladóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Loga Einarsson, Lenya Rún Taha Karim tekur sæti fyrir Halldóru Mogensen og Iða Marsibil Jónsdóttir fyrir Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur. Þá taka Guðmundur Ingi Kristinsson og Tómas A. Tómasson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Jónína Björk Óskarsdóttir og Kolbrún Baldursdóttir, af þingi.

Lesa meira

25.3.2022 : Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar þriðjudaginn 29. mars um skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2021

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 29. mars kl. 9:10 í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10. Fundarefni er skýrsla fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2021. Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.

Lesa meira

25.3.2022 : Aðalmenn taka sæti

Föstudaginn 25. mars taka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Jóhann Friðrik Friðriksson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Þorgrímur Sigmundsson og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, af þingi.

Lesa meira

25.3.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Föstudaginn 25. mars tekur Steinunn Þóra Árnadóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Eva Dögg Davíðsdóttir, af þingi.

Lesa meira

25.3.2022 : Sérstök umræða mánudaginn 28. mars um fæðuöryggi þjóðarinnar í ljósi stríðsins í Úkraínu

ThorarinnIngi_KatrinJakobsSérstök umræða um fæðuöryggi þjóðarinnar í ljósi stríðsins í Úkraínu verður mánudaginn 28. mars um kl. 15:45. Málshefjandi er Þórarinn Ingi Pétursson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

24.3.2022 : Minningarorð um Guðrúnu Helgadóttur, fyrrverandi forseta sameinaðs Alþingis

Gudrun-HelgadottirGuðrún Helgadóttir, fyrrverandi forseti sameinaðs Alþingis, lést aðfaranótt miðvikudagsins 23. mars sl. á hjúkrunarheimilinu Mörk eftir langvarandi veikindi, 86 ára að aldri. Hennar var minnst við upphaf þingfundar í dag.

Lesa meira

24.3.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Fimmtudaginn 24. mars tekur Oddný G. Harðardóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Viktor Stefán Pálsson af þingi.

Lesa meira

23.3.2022 : Norrænt samstarf í 70 ár

Flaggad-a-degi-Nordurlanda-23032022Dagur Norðurlandanna er í dag, 23. mars, og er fánum norrænu þjóðríkjanna og sjálfstjórnarsvæðanna flaggað fyrir framan Alþingi af því tilefni líkt og tíðkast hefur undanfarin ár. Norrænt samstarf fagnar 70 ára afmæli í ár, en á fundi norrænna utanríkisráðherra í Kaupmannahöfn í mars 1952 var ákveðið að stofna til formlegs norræns samtarfs þjóðþinga. Í dag eru jafnframt 60 ár frá undirritun Helsingforssamningsins, sem meðal annars hefur tryggt norrænum ríkisborgurum jafnt aðgengi til náms og vinnu hvar sem er á Norðurlöndunum.

Lesa meira

22.3.2022 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 22. mars tekur Helga Þórðardóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Ingu Sæland og víkur þá Wilhelm Wessman af þingi.

Lesa meira

21.3.2022 : Sérstök umræða þriðjudaginn 22. mars um þróunarsamvinnu og Covid-19

DiljaMist_ThordisKolbrunSérstök umræða um þróunarsamvinnu og Covid-19 verður þriðjudaginn 22. mars um kl. 14. Málshefjandi er Diljá Mist Einarsdóttir og til andsvara verður utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Lesa meira

21.3.2022 : Breyting á starfsáætlun

Forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum fyrr í dag að höfðu samráði við formenn þingflokka að á miðvikudag og fimmtudag verði þingfundir í stað nefndadaga, sem áður hafði verið gert ráð fyrir á starfsáætlun. 

Lesa meira

21.3.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 24. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 24. mars kl. 10:30. Þá verða til svara fjármálaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

21.3.2022 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 21. mars tekur Kolbrún Baldursdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Tómas A. Tómasson.

Lesa meira

18.3.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 21. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 21. mars kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, matvælaráðherra, utanríkisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

18.3.2022 : Aðalmenn og varamenn taka sæti

Mánudaginn 21. mars taka Hildur Sverrisdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Friðjón R. Friðjónsson og Eva Sjöfn Helgadóttir, af þingi. Þá taka Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, Jónína Björk Óskarsdóttir og Þorgrímur Sigmundsson sæti á Alþingi sem varaþingmenn fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson, Guðmund Inga Kristinsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Ágústa Ágústsdóttir varaþingmaður mun víkja af þingi.

Lesa meira

17.3.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Föstudaginn 18. mars tekur Bergþór Ólason sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Sigurður Páll Jónsson, af þingi.

Lesa meira

16.3.2022 : Áframhaldandi samstarf um Heimsþing kvenleiðtoga á Íslandi til 2025

Undirritun-samstarfsyfirlysingar-WPL-31082021Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Silvana Koch-Mehrin, forseti og stofnandi Women Political Leaders (WPL), undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi frá 2023 til 2025. Um er að ræða framhald af samstarfi á milli ríkisstjórnarinnar, Alþingis og alþjóðlegu þingkvennasamtakanna Women Political Leaders (WPL).

Lesa meira

15.3.2022 : Forseti norska Stórþingsins heimsækir Alþingi

Heimsokn-forseta-norska-Storthingsins_1Forseti norska Stórþingsins, Masud Gharahkhani, er í opinberri heimsókn á Íslandi 15.–17. mars í boði forseta Alþingis. Með stórþingsforseta í för eru þingmennirnir Morten Wold, 3. varaforseti Stórþingsins, og Kathy Lie, sem á sæti í Noregsdeild Norðurlandaráðs, auk starfsmanna skrifstofu norska þingsins og sendiherra Noregs, Aud Lise Norheim. Þess má geta að Masud er fyrsti Norðmaðurinn af erlendu bergi brotinn til að gegna þessu æðsta kjörna embætti þingsins, en hann er fæddur í Teheran í Íran.

Lesa meira

15.3.2022 : Sérstök umræða þriðjudaginn 15. mars um orkuskipti og loftslagsmál

Þriðjudaginn 15. mars um kl. 14 verður sérstök umræða um orkuskipti og loftslagsmál. Málshefjandi er Eva Dögg Davíðsdóttir og til andsvara verður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson.

Lesa meira

14.3.2022 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 14. mars taka Eva Sjöfn Helgadóttir og Ágústa Ágústsdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmenn fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Lesa meira

12.3.2022 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 12. mars

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfunda laugardaginn 12. mars klukkan 15:10:

Lesa meira

11.3.2022 : Auglýst eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2022–2023

Jónshús_FræðimannsíbúðÍbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota á tímabilinu 23. ágúst 2022 til 22. ágúst 2023. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 12. apríl næstkomandi.

Lesa meira

11.3.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 14. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 14. mars kl. 15:00. Þá verða til svara  matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

11.3.2022 : Sérstök umræða mánudaginn 14. mars um geðheilbrigðismál

HelgaVala_WillumThorMánudaginn 14. mars um kl. 15:45 verður sérstök umræða um geðheilbrigðismál. Málshefjandi er Helga Vala Helgadóttir og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson.

Lesa meira

11.3.2022 : Aðalmaður og varamenn taka sæti

Mánudaginn 14. mars tekur Halldóra Mogensen sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Lenya Rún Taha Karim, af þingi. Mánudaginn 14. mars taka Viktor Stefán Pálsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Friðjón R. Friðjónsson sæti á Alþingi sem varaþingmenn fyrir Oddnýju G. Harðardóttur, Jóhann Friðrik Friðriksson og Hildi Sverrisdóttur.

Lesa meira

10.3.2022 : Varamenn taka sæti

Fimmtudaginn 10. mars tekur Wilhelm Wessman sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Ingu Sæland. Þá tekur Sigurður Páll Jónsson sæti sem varaþingmaður fyrir Bergþór Ólason.

Lesa meira

9.3.2022 : Traust til Alþingis vex

Traust2022_dekkriTraust almennings til Alþingis fer vaxandi, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups sem mælir árlega traust til helstu stofnana samfélagsins. Traustið mælist nú 36% og hefur aukist um tvö prósentustig frá síðasta ári.

Lesa meira

8.3.2022 : Norrænn fundur Alþjóðaþingmannasambandsins haldinn á Íslandi

Norraenn-fundur-Althjodathingmannasambandsins-haldinn-a-Islandi-8.-mars-2022Norrænn fundur Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) fór fram í Grindavík í dag. Hildur Sverrisdóttir, formaður Íslandsdeildar IPU, stýrði fundinum en einnig tók Jóhann Friðrik Friðriksson þátt fyrir hönd Alþingis. 

Lesa meira

8.3.2022 : Sérstök umræða miðvikudaginn 9. mars um fjarheilbrigðisþjónustu

Bjarkey_WillumMiðvikudaginn 9. mars um kl. 15:30 verður sérstök umræða um fjarheilbrigðisþjónustu. Málshefjandi er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. 

Lesa meira

7.3.2022 : Nefndadagar 16. og 17. mars

Miðvikudaginn 16. mars og fimmtudaginn 17. mars eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis

Lesa meira

7.3.2022 : Sérstök umræða þriðjudaginn 8. mars um framtíð félagslegs húsnæðis

Logi_SigurdurIngiÞriðjudaginn 8. mars um kl. 14 verður sérstök umræða um framtíð félagslegs húsnæðis. Málshefjandi er Logi Einarsson og til andsvara verður innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson.

Lesa meira

7.3.2022 : Aðalmenn og varamaður taka sæti

Mánudaginn 7. mars taka Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Dagbjört Hákonardóttir, af þingi. Þá tekur Lenya Rún Taha Karim sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Halldóru Mogensen.

Lesa meira

4.3.2022 : Innihaldsríkar umræður á Barnaþingi

Barnathing_2Barnaþing fór fram í Hörpu 3.–4. mars. Þar tóku þátt yfir 120 þingbörn á aldrinum 11–15 ára, ásamt fullorðnum alþingismönnum, fulltrúum sveitarfélaga, stofnana, félagasamtaka og atvinnulífsins.

Lesa meira

4.3.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 7. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 7. mars kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

4.3.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 10. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 10. mars kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar­ráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra.

Lesa meira

2.3.2022 : Sérstök umræða um samspil verðbólgu og vaxta fimmtudaginn 3. mars

Gudbrandur_BjarniBenFimmtudaginn 3. mars um kl. 11:00 verður sérstök umræða um samspil verðbólgu og vaxta. Málshefjandi er Guðbrandur Einarsson og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Lesa meira

2.3.2022 : Sérstök umræða miðvikudaginn 2. mars um ástandið í Úkraínu

SigmundurDavid_ThordisKolbrunMiðvikudaginn 2. mars um kl. 15:30 verður sérstök umræða um ástandið í Úkraínu og áhrifin hér á landi. Málshefjandi er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og til andsvara verður utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Lesa meira

1.3.2022 : Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar fimmtudaginn 3. mars um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabankans

Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund fimmtudaginn 3. mars í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:10. Fundarefni er skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands fyrir síðari hluta árs 2021. Gestur fundarins verður Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og ásamt honum mætir Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu.

Lesa meira

1.3.2022 : Sendiherra Úkraínu hitti fulltrúa utanríkismálanefndar

Heimsokn-sendiherra-Ukrainu-01032022Sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi, Olga Dibrova, átti óformlegan fund með fulltrúum utanríkismálanefndar Alþingis í morgun. Til umræðu var hið alvarlega ástand sem skapast hefur í Úkraínu vegna innrásar Rússa.

Lesa meira

1.3.2022 : Heimsókn sendinefndar frá franska þjóðþinginu til Alþingis

Heimsokn-sendinefndar-franska-thingsins_01032022_1Forseti Alþingis, Birgir Ármannson, tók í morgun á móti sendinefnd frá franska þjóðþinginu sem verður á Íslandi næstu daga í opinberum erindum, í boði forseta Alþingis. Þá áttu frönsku þingmennirnir fund með fulltrúum í utanríkismálanefnd Alþingis. Ástandið í Úkraínu bar hátt á báðum fundum, ásamt því að rætt var um umhverfis- og orkumál, jafnréttismál og samskipti þjóðþinganna.

Lesa meira

1.3.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Þriðjudaginn 1. mars tekur Jakob Frímann Magnússon sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hans, Katrín Sif Árnadóttir, af þingi.

Lesa meira

28.2.2022 : Yfirlýsing forsætisráðherra um fordæmingu innrásar Rússa í Úkraínu

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, kvaddi sér hljóðs á Alþingi sl. fimmtudag og fordæmdi harðlega fyrir hönd íslenskra stjórnvalda innrás Rússa í Úkraínu. Málið var rætt áfram í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, 28. febrúar, og spurst nánar fyrir um viðbrögð íslenskra stjórnvalda.

Lesa meira

28.2.2022 : Sérstök umræða þriðjudaginn 1. mars um kosningar að hausti

BjornLevi_KatrinJakobsÞriðjudaginn 1. mars um kl. 16 verður sérstök umræða um kosningar að hausti. Málshefjandi er Björn Leví Gunnarsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

28.2.2022 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 28. febrúar tekur Dagbjört Hákonardóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Jóhann Pál Jóhannsson. Þá tekur Rósa Björk Brynjólfsdóttir sæti sem varaþingmaður fyrir Kristrúnu Frostadóttur.

Lesa meira

25.2.2022 : Aðalmenn taka sæti

Mánudaginn 28. febrúar taka Njáll Trausti Friðbertsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Tómas A. Tómasson og Andrés Ingi Jónsson sæti á ný á Alþingi. Víkja þá varaþingmenn þeirra, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Kolbrún Baldursdóttir og Lenya Rún Taha Karim af þingi.

Lesa meira

25.2.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 28. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 28. febrúar kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

25.2.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 3. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 3. mars kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Lesa meira

25.2.2022 : Fimmta græna skrefinu fagnað

FimmskrefForseti Alþingis og yfirstjórn skrifstofu Alþingis tóku í dag á móti viðurkenningu frá Umhverfisstofnun í tilefni þess að Alþingi hefur tekið 5. og síðasta Græna skrefið. Fimmta skrefið tekur á þeim aðgerðum sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi hjá viðkomandi stofnun og er nýsamþykkt umhverfis- og loftslagsstefna hluti af því verkefni.

Lesa meira

25.2.2022 : Aðalmaður tekur sæti

Föstudaginn 25. febrúar tekur Þórunn Sveinbjarnardóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Guðmundur Andri Thorsson, af þingi.

Lesa meira

23.2.2022 : Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skýrslu umboðsmanns Alþingis mánudaginn 28. febrúar

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund mánudaginn 28. febrúar í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:30. Fundarefni er skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2020. Gestur fundarins verður Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis.

Lesa meira

22.2.2022 : Sérstök umræða um blóðmerahald miðvikudaginn 23. febrúar

Sérstök umræða um blóðmerahald verður miðvikudaginn 23. febrúar um kl. 15:30. Málshefjandi er Inga Sæland og til andsvara verður matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir.

Lesa meira

22.2.2022 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 22. febrúar tekur Katrín Sif Árnadóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Jakob Frímann Magnússon.

Lesa meira

21.2.2022 : Aðalmenn og varamenn taka sæti

Mánudaginn 21. febrúar taka Guðmundur Ingi Kristinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Jónína Björk Óskarsdóttir og Anna Kolbrún Árnadóttir, af þingi. Þá tekur Berglind Harpa Svavarsdóttir sæti sem varaþingmaður fyrir Njál Trausta Friðbertsson, Lenya Rún Taha Karim tekur sæti fyrir Andrés Inga Jónsson, Kolbrún Baldursdóttir fyrir Tómas A. Tómasson og Friðrik Már Sigurðsson fyrir Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur.

Lesa meira

18.2.2022 : (Fundi frestað) Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar þriðjudaginn 22. febrúar um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabankans

ATH. Fundinum hefur verið frestað.
Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund þriðjudaginn 22. febrúar í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:10. Fundarefni er skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands fyrir síðari hluta árs 2021. Gestur fundarins verður Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og ásamt honum mætir Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu.

Lesa meira

18.2.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 21. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 21. febrúar kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, matvælaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

18.2.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 24. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 24. febrúar kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

18.2.2022 : Varamaður tekur sæti

Föstudaginn 18. febrúar tekur Guðmundur Andri Thorsson sæti sem varaþingmaður á Alþingi fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur.

Lesa meira

15.2.2022 : Ný útgáfa lagasafnsins

Ný útgáfa lagasafnsins (152a) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 1. febrúar 2022.

Lesa meira

14.2.2022 : Alþingismenn hitta kjósendur á kjördæmadögum

Kjördæmadagar eru vikuna 14.–18. febrúar og eru því engir þingfundir á Alþingi þessa vikuna. Kjördæmadagana nýta þingmenn til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri.

Lesa meira

11.2.2022 : Aðalmenn og varamenn taka sæti

Mánudaginn 14. febrúar taka Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmenn þeirra, Kári Gautason, Thomas Möller, Halldór Auðar Svansson og Kjartan Magnússon af þingi. Þá tekur Eva Dögg Davíðsdóttir sæti sem varaþingmaður fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur og Jónína Björk Óskarsdóttir tekur sæti fyrir Guðmund Inga Kristinsson.

Lesa meira

9.2.2022 : Sérstök umræða fimmtudaginn 10. febrúar um raforkumál

Bergthor_GudlaugurThorFimmtudaginn 10. febrúar um kl. 11 verður sérstök umræða um raforkumál. Málshefjandi er Bergþór Ólason og til andsvara verður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson.

Lesa meira

8.2.2022 : Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar fimmtudaginn 10. febrúar um íslenskan ríkisborgararétt

Allsherjar- og menntamálanefnd heldur opinn fund fimmtudaginn 10. febrúar í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:10. Fundarefni er íslenskur ríkisborgararéttur. Gestur fundarins verður Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

Lesa meira

8.2.2022 : Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar miðvikudaginn 9. febrúar um samskipti forsætisráðherra og Íslenskrar erfðagreiningar vegna skimana

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund miðvikudaginn 9. febrúar í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:10. Fundarefni er samskipti forsætisráðherra og Íslenskrar erfðagreiningar í tengslum við skimanir fyrirtækisins fyrir SARS-CoV-2 veirunni og mótefnum við henni sem fram fóru árið 2020. Gestur fundarins verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og ásamt henni mætir Sigurður Örn Guðleifsson lögfræðingur í forsætisráðuneytinu.

Lesa meira

8.2.2022 : Sérstök umræða miðvikudaginn 9. febrúar um innlenda matvælaframleiðslu

ThorarinnIngi_SvandisSérstök umræða um innlenda matvælaframleiðslu verður miðvikudaginn 9. febrúar um kl. 15:30. Málshefjandi er Þórarinn Ingi Pétursson og til andsvara verður matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir.

Lesa meira

8.2.2022 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 8. febrúar tekur Anna Kolbrún Árnadóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Lesa meira

7.2.2022 : Tilkynning um kosningu ríkisendurskoðanda

AlþingiForsætisnefnd Alþingis mun eigi síðar en í maí nk. gera tillögu til Alþingis um einstakling til að gegna embætti ríkisendurskoðanda og verður hann kjörinn á þingfundi, sbr. 2. gr. laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Alþingi kýs ríkisendurskoðanda til sex ára í senn, en heimilt er að endurkjósa sama einstakling einu sinni. Þeir sem áhuga kunna að hafa á að gegna embættinu, og uppfylla áðurgreind skilyrði, skulu senda forsætisnefnd Alþingis erindi þar um ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf. Einnig geta þeir sem vilja koma með ábendingar um einstaklinga í embættið komið slíku á framfæri við forsætisnefnd.

Lesa meira

7.2.2022 : Aðalmaður og varaþingmenn taka sæti

Mánudaginn 7. febrúar tekur Steinunn Þóra Árnadóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varaþingmaður hennar, Eva Dögg Davíðsdóttir, af þingi. Þá tekur Kári Gautason sæti sem varaþingmaður fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, Thomas Möller tekur sæti fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Halldór Auðar Svansson tekur sæti sem varaþingmaður fyrir Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Kjartan Magnússon fyrir Diljá Mist Einarsdóttur.

Lesa meira

4.2.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 7. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 7. febrúar kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

4.2.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 10. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 10. febrúar kl. 10:30. Þá verða til svara utanríkisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

2.2.2022 : Um flutning ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra

Forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, barst bréf frá ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, dags. 26. jan. sl., með ósk um að Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi yrði fluttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneyti frá 1. febrúar sl. með vísan til 36. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, (starfsmannalaga). Með bréfi, dags. 25. jan. sl., óskaði Skúli Eggert eftir því að heimilaður yrði flutningur hans í embætti ráðuneytisstjóra. Á 1004. fundi forsætinefndar, 27. jan. sl., kynnti forseti Alþingis framkomna ósk ráðherra og samþykki Skúla Eggerts og að hann hygðist verða við ósk ráðherra. Forseti tilkynnti í kjölfarið ráðherra um ákvörðun sína með bréfi, dags. 27. jan. sl., með samriti á fráfarandi ríkisendurskoðanda.

Lesa meira

2.2.2022 : Sérstök umræða fimmtudaginn 3. febrúar um áhrif takmarkana vegna Covid-19 á börn

DiljaMist_AsmundurEinarSérstök umræða um áhrif takmarkana vegna Covid-19 á börn verður fimmtudaginn 3. febrúar um kl. 11. Málshefjandi er Diljá Mist Einarsdóttir og til andsvara verður mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason.

Lesa meira

31.1.2022 : Sérstök umræða þriðjudaginn 1. febrúar um loftslagsmál

AndresIngi_GudlaugurThorÞriðjudaginn 1. febrúar um kl. 14 verður sérstök umræða um loftslagsmál. Málshefjandi er Andrés Ingi Jónsson og til andsvara verður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson.

Lesa meira

28.1.2022 : Hætt við opinn fjarfund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Hætt hefur verið við áður boðaðan opinn fjarfund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um samskipti forsætisráðherra og Íslenskrar erfðagreiningar í tengslum við skimanir.

Lesa meira

28.1.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 31. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 31. janúar kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og innanríkisráðherra.

Lesa meira

28.1.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 3. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 3. febrúar kl. 10:30. Þá verða til svara heilbrigðisráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Lesa meira

28.1.2022 : Nýbyggingu miðar vel

20220118_130213Framkvæmdir við nýja skrifstofubyggingu Alþingis á Tjarnargötu 9 ganga vel og má nú sjá bygginguna rísa hægt og bítandi upp fyrir framkvæmdagirðinguna og setja með því heilmikinn svip á götumyndina. 

Lesa meira

28.1.2022 : Aðalmenn og varamaður taka sæti

Mánudaginn 31. janúar taka Bjarni Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varaþingmennirnir Lilja Rafney Magnúsdóttir og Eva Sjöfn Helgadóttir af þingi. Sama dag tekur Eva Dögg Davíðsdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur í eina viku.

Lesa meira

27.1.2022 : Forseti Alþingis fellst á flutning ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, féllst í dag á beiðni Lilju Daggar Alfreðsdóttur, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, um að Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi verði fluttur skv. 36. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, til nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis.

Lesa meira

27.1.2022 : Opinn fjarfundur umhverfis- og samgöngunefndar þriðjudaginn 1. febrúar um málefni kísilvers í Helguvík

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fjarfund þriðjudaginn 1. febrúar kl. 9:00. Tilefnið er umfjöllun nefndarinnar um málefni Kísilsvers í Helguvík.

Lesa meira

26.1.2022 : Sérstök umræða um sóttvarnir og takmarkanir fimmtudaginn 27. janúar

Sigmar_WillumThor_1643629203814Sérstök umræða um sóttvarnir og takmarkanir á daglegt líf í bólusettu samfélagi verður fimmtudaginn 27. janúar um kl. 11.

Lesa meira

24.1.2022 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 24. janúar tekur Eva Sjöfn Helgadóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Lesa meira

21.1.2022 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 24. janúar tekur Lilja Rafney Magnúsdóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Bjarna Jónsson.

Lesa meira

21.1.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 25. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá þriðjudaginn 25. janúar kl. 13:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.

Lesa meira

21.1.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 27. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 27. janúar kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, vísinda,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og innanríkisráðherra.

Lesa meira

19.1.2022 : Starfsáætlun fyrir 152. löggjafarþing

Starfsáætlun fyrir 152. löggjafarþing hefur verið samþykkt af forsætisnefnd.

Lesa meira

19.1.2022 : Sérstök umræða miðvikudaginn 19. janúar um sölu Símans hf. á Mílu ehf.

AsthildurLoa_KatrinJakobs_1643629505293Miðvikudaginn 19. janúar um kl. 15:30 verður sérstök umræða um sölu Símans hf. á Mílu ehf. Málshefjandi er Ásthildur Lóa Þórsdóttir og til andsvara verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Lesa meira

18.1.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 20. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 20. janúar kl. 10:30. Þá verða til svara innviðaráðherra og vísinda,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

18.1.2022 : Sérstök umræða þriðjudaginn 18. janúar um stöðuna í heilbrigðiskerfinu

OddnyHardardottir_WillumThor_1643629333666Þriðjudaginn 18. janúar um kl. 14 verður sérstök umræða um stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Málshefjandi er Oddný G. Harðardóttir og til andsvara verður Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

17.1.2022 : Endurskoðuð þingmálaskrá á vetrar- og vorþingi 2022

Endurskoðuð áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi hefur verið afhent forseta Alþingis, í samræmi við 2. mgr. 47. gr. þingskapa.

Lesa meira

17.1.2022 : Þingfundir hefjast á ný

Þingfundir hefjast á ný í dag, mánudaginn 17. janúar, að loknu jólahléi.

Lesa meira

14.1.2022 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 17. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 17. janúar kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra og félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra.

Lesa meira

14.1.2022 : Þúsundasti fundur forsætisnefndar

Birgir Ármannsson stýrir þúsundasta fundi forsætisnefndar Alþingis.Forsætisnefnd Alþingis hélt í dag sinn þúsundasta fund. Vegna kórónuveirufaraldursins var fundurinn fjarfundur. Á fundinum var m.a. rætt um skipulag þingstarfanna, fjárhag og rekstur Alþingis, þátttöku í alþjóðlegu þingmannastarfi og stöðuna í kórónuveirufaraldrinum.

Lesa meira

10.1.2022 : Opinn fjarfundur efnahags- og viðskiptanefndar þriðjudaginn 11. janúar um áhrif sóttvarnaaðgerða á atvinnulífið og mótvægisaðgerðir

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fjarfund þriðjudaginn 11. janúar kl. 13:30. Tilefnið er áhrif sóttvarnaaðgerða á atvinnulífið og mótvægisaðgerðir.

Lesa meira

10.1.2022 : Aldarsaga Hæstaréttar afhent forseta Alþingis

Saga-Haestarettar-10012022_Benedikt_BirgirHæstiréttur í hundrað ár er nýútkomin aldarsaga Hæstaréttar Íslands. Forseti Hæstaréttar, Benedikt Bogason, afhenti Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, bókina í dag að viðstöddum höfundinum, Arnþóri Gunnarssyni sagnfræðingi, og Jóni Sigurðssyni, forseta Hins íslenska bókmenntafélags.

Lesa meira

7.1.2022 : Opinn fjarfundur velferðarnefndar þriðjudaginn 11. janúar um framkvæmd sóttvarnaaðgerða

Velferðarnefnd Alþingis heldur opinn fjarfund þriðjudaginn 11. janúar kl. 10:00. Tilefnið er umfjöllun nefndarinnar um framkvæmd sóttvarnaaðgerða.

Lesa meira

3.1.2022 : Tölfræðilegar upplýsingar um 152. löggjafarþing, fram að jólahléi

Þingfundum 152. löggjafarþings var frestað 28. desember 2021 en þingið var að störfum frá 23. nóvember. Þingfundir voru samtals 19 og stóðu í tæpar 112 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var 5 klukkustundir og 56 mínútur. Lengsti þingfundurinn stóð í 12 klukkustundir  og 36 mínútur. Lengsta umræðan var um fjárlög 2022 og stóð hún í 35 klukkustundir og 36 mínútur. Þingfundadagar voru alls 17.

Lesa meira

29.12.2021 : Aðalmenn taka sæti

Miðvikudaginn 29. desember hafa eftirtaldir þingmenn tekið sæti á ný á Alþingi: Andrés Ingi Jónsson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Björn Leví Gunnarsson, Guðbrandur Einarsson, Hanna Katrín Friðriksson, Oddný G. Harðardóttir, Óli Björn Kárason, Sigmar Guðmundsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

Lesa meira

29.12.2021 : Tafir á veitingu ríkisborgararéttar með lögum

Allsherjar- og menntamálanefnd skipar undirnefnd til að fara yfir  umsóknir um veitingu ríkisborgararéttar með lögum. Umsóknir, ásamt fylgigögnum, eru afhentar undirnefndinni að lokinni forvinnslu Útlendingastofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni hafa henni borist 178 umsóknir sem beint er til Alþingis en umrædd gögn hafa ekki borist Alþingi.

Lesa meira

28.12.2021 : Hlé á þingfundum

Fundum Alþingis hefur verið frestað til 17. janúar 2022.

Lesa meira

28.12.2021 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 28. desember tekur Anna Kolbrún Árnadóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Lesa meira

28.12.2021 : Opinn fjarfundur velferðarnefndar miðvikudaginn 29. desember um bólusetningu barna

Velferðarnefnd Alþingis heldur opinn fjarfund miðvikudaginn 29. desember kl. 10:00. Tilefnið er umfjöllun nefndarinnar um bólusetningu 5–11 ára barna gegn Covid-19.

Lesa meira

28.12.2021 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 28. desember tekur Sigþrúður Ármann sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Bjarna Benediktsson.

Lesa meira

28.12.2021 : Aðalmaður tekur sæti

Þriðjudaginn 28. desember tekur Bryndís Haraldsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Sigþrúður Ármann, af þingi.

Lesa meira

27.12.2021 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 27. desember tekur Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Björn Leví Gunnarsson og Lenya Rún Taha Karim tekur sæti sem varamaður fyrir Andrés Inga Jónsson.

Lesa meira

23.12.2021 : Gleðileg jól!

Jolakvedja2021Alþingi óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.

Lesa meira

22.12.2021 : Ávarp þingforseta við jólahlé á þingfundum 2021

2. varaforseti Alþingis, Líneik Anna Sævarsdóttir, ávarpaði þingheim við lok síðasta þingfundar fyrir jól, að lokinni 2. umræðu um frumvarp til fjárlaga ársins 2022, og óskaði þingmönnum, starfsfólki skrifstofunnar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Fundum Alþingis verður fram haldið mánudaginn 27. desember.

Lesa meira

22.12.2021 : Varamenn taka sæti

Miðvikudaginn 22. desember tekur Sigþrúður Ármann sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Bryndísi Haraldsdóttur. Ennfremur tekur Friðjón R. Friðjónsson sæti sem varamaður fyrir Birgi Ármannsson.

Lesa meira

21.12.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 20. desember

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfunda mánudaginn 20. desember:

Lesa meira

21.12.2021 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 21. desember tekur Arnar Þór Jónsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Óla Björn Kárason.

Lesa meira

20.12.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 21. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá þriðjudaginn 21. desember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

20.12.2021 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 20. desember tekur Þórunn Wolfram Pétursdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Guðbrand Einarsson, Elín Anna Gísladóttir tekur sæti fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Thomas Möller fyrir Sigmar Guðmundsson, Daði Már Kristóferssson fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson og Jón Steindór Valdimarsson fyrir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur. Þá tekur Viktor Stefán Pálsson sæti sem varamaður fyrir Oddnýju G. Harðardóttur.

Lesa meira

20.12.2021 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 20. desember tekur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá Eva Sjöfn Helgadóttir af þingi sem varaþingmaður fyrir hana.

Lesa meira

15.12.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 16. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 16. desember kl. 14:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og innanríkisráðherra.

Lesa meira

15.12.2021 : Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags og Andvari unga fólksins

Andvari-unga-folksinsAðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags var haldinn í Alþingishúsinu, fundarsal Alþingis, þriðjudaginn 14. desember 2021. Að aðalfundi loknum bauð forseti Alþingis til móttöku í tilefni 150 ára afmælis Hins íslenska þjóðvinafélags. Við það tækifæri voru afhent verðlaun og viðurkenningar í ljóða- og teiknisamkeppninni Andvari unga fólksins, sem skrifstofa Alþingis efndi til í haust fyrir nemendur í 5. bekk grunnskóla í tilefni af afmæli félagsins.

Lesa meira

13.12.2021 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 13. desember tekur Eva Sjöfn Helgadóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Lesa meira

10.12.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 10. desember

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfunda föstudaginn 10. desember klukkan 17:00:

Lesa meira

10.12.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 13. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 13. desember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Lesa meira

9.12.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 9. desember

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfunda fimmtudaginn 9. desember klukkan 11:45:

Lesa meira

6.12.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 7. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá þriðjudaginn 7. desember kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og innanríkisráðherra.

Lesa meira

6.12.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 9. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 9. desember kl. 13:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

2.12.2021 : Aðalmenn taka sæti

Fimmtudaginn 2. desember taka Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Kjartan Magnússon og Anna Kolbrún Árnadóttir, af þingi.

Lesa meira

1.12.2021 : Þingmálaskrá ríkisstjórnar

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir 152. löggjafarþing er á vef Stjórnarráðsins. 

Lesa meira

1.12.2021 : Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis

BirgirArmannssonBirgir Ármannsson var í dag, 1. desember 2021, kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum. Á sama fundi var ný forsætisnefnd kjörin. Birgir hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan 2003, fyrst sem alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2013 og síðan Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2013.

Lesa meira

1.12.2021 : Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana 1. desember 2021 – röð flokka og ræðumenn

Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað í kvöld, miðvikudaginn 1. desember, kl. 19:30. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Hver þingflokkur hefur 6 mínútur í fyrstu umferð, 5 mínútur í annarri umferð og 4 mínútur í þriðju umferð en forsætisráðherra hefur 12 mínútur til framsögu.

Lesa meira

30.11.2021 : Þriðji og síðasti hluti þingsetningarfundar miðvikudaginn 1. desember

Þriðji og síðasti hluti þingsetningarfundarins sem hófst þriðjudaginn 23. nóvember og var fram haldið fimmudaginn 25. nóvember hefst kl. 13 miðvikudaginn 1. desember.

Lesa meira

30.11.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 30. nóvember

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfunda þriðjudaginn 30. nóvember 2021 klukkan 14:00:

Lesa meira

30.11.2021 : Aðalmenn taka sæti

Þriðjudaginn 30. nóvember taka Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Kári Gautason, María Rut Kristinsdóttir og Indriði Ingi Stefánsson, af þingi.

Lesa meira

25.11.2021 : Álit og tillögur kjörbréfanefndar

Kjörbréfanefnd lauk störfum í morgun og hefur birt álit og tillögur nefndarmanna.

Lesa meira

25.11.2021 : Svipmyndir frá þingsetningu 23. nóvember 2021

Althingissetn2021-12Setning Alþingis, 152. löggjafarþings, var með óvenjulegra móti vegna kórónuveirufaraldursins. Kristján Maack ljósmyndari fylgdist með athöfninni og má sjá myndir frá henni á Flickr-síðu Alþingis.

Lesa meira

25.11.2021 : Þingsetningarfundi fram haldið kl. 13 í dag

Þingsetningarfundinum sem frestað var á þriðjudaginn verður fram haldið kl. 13 í dag. Á dagskrá fundarins er rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðslur.

Lesa meira

25.11.2021 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2022

Jónshús_FræðimannsíbúðÚthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð fyrir árið 2022. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 32 gildar umsóknir. 

Lesa meira

24.11.2021 : Varamaður tekur sæti

Fimmtudaginn 25. nóvember tekur Kjartan Magnússon sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Guðlaug Þór Þórðarson.

Lesa meira

23.11.2021 : Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa lýkur störfum

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa, sem falið var af starfandi forseta Alþingis að undirbúa þá rannsókn kjörbréfa sem fer fram á þingsetningarfundi, hefur lokið störfum með greinargerð.

Lesa meira

23.11.2021 : Minningarorð um Þórunni Egilsdóttur alþingismann og Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra

Starfsaldursforseti Alþingis, Þorgerður K. Gunnarsdóttur, flutti minningarorð um Þórunni Egilsdóttur alþingismann og Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og formann Framsóknarflokksins, á þingsetningarfundi þriðjudaginn 23. nóvember.

Lesa meira

22.11.2021 : Varamenn taka sæti

Þriðjudaginn 23. nóvember tekur Kári Gautason sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur. Einnig tekur Anna Kolbrún Árnadóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Þá tekur María Rut Kristinsdóttir sæti sem varamaður fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson. Loks tekur Indriði Ingi Stefánsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Lesa meira

19.11.2021 : Setning Alþingis þriðjudaginn 23. nóvember

Merki AlþingisNýtt löggjafarþing, 152. þing, verður sett þriðjudaginn 23. nóvember 2021 samkvæmt forsetabréfi um samkomudag Alþingis sem gefið var út þann 18. nóvember. Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Vegna kórónuveirufaraldursins verður aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningarinnar að þessu sinni.

Lesa meira

19.11.2021 : Úrslit í samkeppninni Andvari unga fólksins

Hafdis-Laufey-OmarsdottirÚrslit eru ráðin í ljóða- og teiknisamkeppninni Andvari unga fólksins, sem skrifstofa Alþingis efndi til fyrir nemendur í 5. bekk grunnskóla í tilefni af 150 ára afmæli Hins íslenska þjóðvinafélags.

Lesa meira

10.11.2021 : Jóhanna Sigurðardóttir hlýtur brautryðjendaverðlaun WPL

20211110_162058Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hlaut sérstök heiðursverðlaun stjórnar alþjóðlegu þingkvennasamtakanna Women Political Leaders fyrir störf sín í þágu jafnréttis. Verðlaunin, sem eru veitt kvenkyns þjóðarleiðtogum sem þykja hafa rutt brautina fyrir konur og komandi kynslóðir í jafnréttismálum, voru afhent við lok Heimsþings kvenleiðtoga í Hörpu í dag.

Lesa meira

8.11.2021 : Heimsþing kvenleiðtoga haldið í fjórða sinn 9.–10. nóvember

20211108_090309Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders, verður haldið í fjórða sinn dagana 9.–10. nóvember í Hörpu. Heimsþingið er að vanda haldið í samstarfi alþjóðlegu þingkvennasamtakanna Women Political Leaders, ríkisstjórnar Íslands og Alþingis, auk fjölda erlendra og innlendra samstarfsaðila. Yfirskrift þessa árs er „Power together for progress“ og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþingsins líkt og fyrri ár.

Lesa meira

3.11.2021 : Forsetar þjóðþinga Norðurlanda funda í Kaupmannahöfn

Fundur-norraenna-thingforseta_1Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis, sækir þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn og fund norræna þingforseta í boði Henrik Dam Kristensen, forseta danska þingsins, 2.–3. nóvember 2021.

Lesa meira

27.10.2021 : Ný útgáfa lagasafnsins

Ný útgáfa lagasafnsins (151c) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 15. október 2021.

Lesa meira

21.10.2021 : Ráðstefna forseta þjóðþinga Evrópuráðsríkja

WThTh_Athenu_Radstefna-forseta-thjodthinga-EvropuradsrikjaWillum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis, sækir ráðstefnu forseta þjóðþinga aðildarríkja Evrópuráðsins sem haldin er í Aþenu 21.–22. október. Á dagskrá ráðstefnunnar eru meðal annars umræður um áhrif heimsfaraldursins á þjóðþing og lýðræði, umhverfis- og loftslagsmál og framtíðaráskoranir í samstarfi Evrópuráðsríkja.

Lesa meira

20.10.2021 : Laust starf framtíðarfræðings á nefndasviði

AlþingiSkrifstofa Alþingis auglýsir nýtt og spennandi starf framtíðarfræðings á nefndasviði og leitar að jákvæðum, framsæknum og drífandi einstaklingi í starfið. Í því felst sérfræðiaðstoð við nýja framtíðarnefnd Alþingis, sbr. 35. gr. laga nr. 80/2021, en nefndinni er meðal annars ætlað að fjalla um áskoranir og tækifæri Íslands til framtíðar, til að mynda með tilliti til tæknibreytinga og sjálfvirknivæðingar, umgengni við náttúru Íslands og lýðfræðilegra breytinga. Umsóknarfrestur er til og með 15.11. 2021.

Lesa meira

15.10.2021 : Gögn undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa birt á vef

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hefur nú birt á vef Alþingis gögn í tengslum við umfjöllun sína og undirbúning rannsóknar kjörbréfa í samræmi við 5. gr. verklagsreglna nefndarinnar.

Lesa meira

14.10.2021 : Opinn fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa föstudaginn 15. október

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa heldur opinn fund föstudaginn 15. október kl. 10:45. Gestir fundarins verða Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Þau eru boðuð á fundinn til að fjalla um lögfræðileg álitaefni í tengslum við verkefni nefndarinnar um undirbúning rannsóknar fyrir kjörbréf.

Lesa meira

12.10.2021 : Nýkjörnir alþingismenn á kynningarfundi

IMG_9190Nýkjörnir alþingismenn sitja nú á kynningarfundi í Alþingishúsinu þar sem starfsfólk skrifstofunnar kynnir fyrir þeim þingstörfin, starfsaðstöðu þingmanna og þjónustu skrifstofunnar við þá.

Lesa meira

12.10.2021 : Verklagsreglur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa samþykkti á fundi sínum 8. október verklagsreglur. Í þeim eru m.a. ákvæði um hlutverk undirbúningsnefndar, gagna- og upplýsingaöflun, málsmeðferð kærumála, opna fundi og aðgengi að gögnum.

Lesa meira

8.10.2021 : Opinn fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa mánudaginn 11. október

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa heldur opinn fund  mánudaginn 11. október kl. 10:30. Fundarefnið er undirbúningur fyrir rannsókn kjörbréfa og gestur fundarins verður Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

Lesa meira

7.10.2021 : Fráfarandi forseti Alþingis kvaddur

Steingrimur-kvaddur-07102021_2
Starfsfólk skrifstofu Alþingis kvaddi Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi forseta Alþingis, í kveðjuhófi sem haldið var í Skála Alþingishússins í dag en hann lætur nú af þingmennsku eftir 38 ár.

Lesa meira

7.10.2021 : Fundur háskólaráðs í Alþingishúsinu

KRI_hi_althingi_211007_001Háskólaráð hélt fund í Alþingishúsinu í dag í tilefni þess að nú eru liðin 110 ár (og fimm dögum betur) síðan kennsla við Háskóla Íslands hófst í húsakynnum Alþingis. Háskólinn var til húsa við Austurvöll allt þar til starfsemi hans var flutt í nýja aðalbyggingu Háskóla Íslands á Melunum 1940.

Lesa meira

7.10.2021 : Þingsköp Alþingis uppfærð

Nokkrar breytingar voru samþykktar á lögum um þingsköpum Alþingis í maí og júní 2021. Uppfærsla á lagasafninu í heild sinni er í vinnslu og verður tilbúin í lok október 2021. Þangað til má sjá uppfærð þingsköp hér.

Lesa meira

4.10.2021 : Þingforsetar smáríkja Evrópu funda í Svartfjallalandi

Fundur-forseta-thjodthinga-evropskra-smarikja-Svartfjallalandi-04102021Árlegur fundur forseta þjóðþinga evrópskra smáríkja fór fram í Herceg Novi í Svartfjallalandi, mánudaginn 4. október 2021. Fundurinn er árlegur samráðsvettvangur þjóðþinga evrópskra smáríkja sem eiga aðild Evrópuráðinu með íbúafjölda undir 1 milljón. Fundinn sótti Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis, en að auki var boðið forsetum þjóðþinga Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborgar, Möltu, Mónakó og San Marínó.

Lesa meira

4.10.2021 : Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa

Í samræmi við 3. mgr. 1. gr. þingskapa hefur starfandi forseti Alþingis falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa þá rannsókn kjörbréfa sem fer fram á þingsetningarfundi. Nefndarmenn eru tilnefndir af þingflokkunum.

Lesa meira

1.10.2021 : Úthlutun þingsæta á fundi landskjörstjórnar

Landskjörstjórn kom saman til fundar í dag, föstudaginn 1. október, til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir almennar alþingiskosningar sem fram fóru 25. september sl. Úrslit og úthlutun þingsæta er birt á vef landskjörstjórnar.

Lesa meira

1.10.2021 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2022

Jónshús_FræðimannsíbúðÍbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota árið 2022. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 2. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

29.9.2021 : Málsmeðferð Alþingis við athugun kjörbréfa

Samkvæmt 46. gr. stjórnarskrárinnar og lögum um kosningar til Alþingis úrskurðar Alþingi um gildi alþingiskosninga. Kærufrestur er fjórar vikur frá því að landskjörstjórn hefur birt auglýsingu í Stjórnartíðindum um niðurstöður kosninganna og gefið út kjörbréf til þingmanna. Kærufresturinn er styttri hafi þing komið saman fyrir lok kærufrestsins. Kærum skal beint til dómsmálaráðuneytisins, sbr. 118. gr. laga um kosningar til Alþingis. Ráðuneytið sendir þinginu svo framkomnar kærur og gögn (gerðarbækur og skýrslur yfirkjörstjórna) sem borist hafa frá landskjörstjórn og yfirkjörstjórnum í þingbyrjun.

Lesa meira

27.9.2021 : Tölfræðilegar upplýsingar um 151. löggjafarþing

Þingfundum 151. löggjafarþings var frestað 6. júlí 2021. Þingið var að störfum frá 1. október til 18. desember 2020, frá 18. janúar til 13. júní 2021 og þann 6. júlí 2021. Þingfundir voru samtals 120 og stóðu í rúmar 688 klst. 

Lesa meira

22.9.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 22. september

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfunda miðvikudaginn 22. september 2021:

Lesa meira

17.9.2021 : Auður Hauksdóttir hlýtur verðlaun Jóns Sigurðssonar 2021

JS-5Auður Hauksdóttir, prófessor emerita, hlaut verðlaun Jóns Sigurðssonar 2021, sem afhent voru í Jónshúsi 11. september þegar haldið var upp á 50 ára afmæli menningar- og félagsstarfs í Jónshúsi. 

Lesa meira

14.9.2021 : Málverk af Guðbjarti Hannessyni í Alþingishúsinu

Afhjupun-portrettmalverks-af-GH_1Málverk af Guðbjarti Hannessyni, fyrrverandi forseta Alþingis, var afhjúpað í Skála Alþingishússins í dag að viðstöddum forseta Alþingis, fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki Guðbjarts úr Samfylkingunni, og fleiri gestum. Stephen Lárus Stephen listmálari málaði myndina og verður henni komið fyrir í efrideildarsal.

Lesa meira

11.9.2021 : Hálfrar aldar afmæli félagsstarfs í Jónshúsi

Gotustemmning2_Kbh_Jonshus_11092021Þann 12. september 2020 voru 50 ár frá upphafi félags- og menningarstarfs Íslendinga í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Vegna kringumstæðna í heimsfaraldri var ekki unnt að fagna þessum tímamótum fyrr en nú, tæpu ári síðar, laugardaginn 11. september 2021.

Lesa meira

8.9.2021 : Heimsráðstefna þingforseta haldin í Vínarborg

SJS-a-5.-heimsradstefnu-thingforseta-Vinarborg-7.-8.-september-2021Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, sækir 5. heimsráðstefnu þingforseta sem haldin er í Vínarborg 7.–8. september í samstarfi Alþjóðaþingmannasambandsins, Inter-Parliamentary Union, og þjóðþings Austurríkis.

Lesa meira

3.9.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 3. september

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 3. september:

Lesa meira

2.9.2021 : Ný fræðslusíða fyrir öll skólastig

DrekaforsetiNú þegar haustið nálgast óðfluga og skólar landsins eru aftur byrjaðir er vakin athygli á nýrri fræðslusíðu á vef Alþingis þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þær fræðsluleiðir sem í boði eru fyrir öll skólastig.

Lesa meira

31.8.2021 : Áframhaldandi samstarf um heimsþing kvenleiðtoga á Íslandi

Steingrimur-J.-Sigfusson-forseti-Althingis-Silvana-Koch-Mehrin-forseti-WPL-og-Katrin-Jakobsdottir-forsaetisradherraSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Silvana Koch-Mehrin, forseti og stofnandi Women Political Leaders (WPL), undirrituðu samstarfsyfirlýsingu í Stjórnarráðshúsinu í dag.

Lesa meira

25.8.2021 : Fundur þingmannanefndar EES í Reykjavík 25. ágúst

Fundur-thingmannanefndar-EES-i-Reykjavik-25082021Fundur þingmannanefndar EES fer fram í Hörpu í dag í boði Alþingis. Í nefndinni eiga sæti þingmenn frá Evrópuþinginu og þjóðþingum EES/EFTA-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein, auk áheyrnarfulltrúa frá svissneska þinginu. Þetta er fyrsti alþjóðlegi fundurinn hérlendis sem Alþingi stendur fyrir frá því í nóvember 2019.

Lesa meira

25.8.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 25. ágúst

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 25. ágúst:

Lesa meira

23.8.2021 : Opinn fjarfundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar mánudaginn 30. ágúst

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fjarfund mánudaginn 30. ágúst kl. 10–12. Fundarefnið er verklag nefndar um eftirlit með lögreglu.

Lesa meira

20.8.2021 : Forseti Alþingis heiðursgestur í Tallinn

Eistland_sjalfstaedisafmaeli2021_5Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sækir Eistland heim og verður við hátíðarviðburði í höfuðborginni Tallinn í dag, föstudaginn 20. ágúst, í tilefni þess að 30 ár eru frá endurreisn sjálfstæðis Eistlands. 

Lesa meira

19.8.2021 : Hið íslenska þjóðvinafélag 150 ára

Hið íslenska þjóðvinafélag var stofnað árið 1871 af 17 alþingismönnum og var markmið þess í upphafi að halda uppi réttindum Íslendinga, efla samheldni og stuðla að framförum lands og þjóðar á sem flestum sviðum. Fyrsti fundur félagsins var haldinn laugardaginn 19. ágúst 1871 þar sem Jón Sigurðsson var kjörinn fyrsti forseti þess, lög félagsins samþykkt og því valið heiti.

Lesa meira

17.8.2021 : Sumarfundur forsætisnefndar í Eyjafirði

Sumarfundur-forsaetisnefndar-17082021Forsætisnefnd Alþingis heldur sinn árlega sumarfund á Hótel Natur á Þórisstöðum í Eyjafirði 16.–17. ágúst. Sumarfundir forsætisnefndar eru haldnir í kjördæmum landsins til skiptis. Þetta eru að jafnaði tveggja daga fundir þar sem undirbúningur fyrir komandi þinghald er ræddur, auk þess sem ýmis mál er varða starfsemi og rekstur þingsins og stofnana þess eru til umfjöllunar.

Lesa meira

16.8.2021 : Laus störf þingvarða á dag- og næturvaktir

AlþingiSkrifstofa Alþingis leitar að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingum í stöður þingvarða á rekstrar- og þjónustusviði skrifstofunnar. Umsóknarfrestur er til og með 31.08. 2021.

Lesa meira

12.8.2021 : Þingrof og alþingiskosningar laugardaginn 25. september

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 25. september 2021. Þetta kemur fram í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag, 12. ágúst.

Lesa meira

12.8.2021 : Fundi frestað: Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

ATH. Fundinum hefur verið frestað. 

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fjarfund fimmtudaginn 19. ágúst kl. 10:00. Tilefnið er umfjöllun nefndarinnar um verklag nefndar um eftirlit með lögreglu. 

Lesa meira

10.8.2021 : Gólfplata 1. hæðar fullsteypt og um 60% af veggjum á 1. hæð

Nybygging_10082021Vinna við nýbyggingu Alþingis gengur ágætlega þótt hægt hafi á verkinu yfir sumarleyfistímann. Búið er að steypa gólfplötu 1. hæðar, um 60% af veggjum 1. hæðar og undirsláttur hafinn á gólfplötu 2. hæðar.

Lesa meira

11.7.2021 : Þórunn Egilsdóttir alþingismaður látin

ThorunnEgilsdottirÞórunn Egilsdóttir alþingismaður og formaður þingflokks Framsóknarflokksins lést 9. júlí. Hér á eftir fara kveðjuorð forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar.

Lesa meira

7.7.2021 : Steingrímur J. Sigfússon undirritar sín síðustu lög

Steingrimur-og-RagnaÍ gær urðu þau tímamót að forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, undirritaði í síðasta sinn lög samþykkt á Alþingi, en Steingrímur lætur af þingmennsku við lok þessa kjörtímabils. 

Lesa meira

6.7.2021 : Minningarorð um Braga Níelsson og Gunnar Birgisson, fyrrverandi þingmenn

Forseti Alþingis flutti minningarorð um Braga Níelsson og Gunnar Birgisson við upphaf þingfundar 6. júlí. 

Lesa meira

5.7.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 6. júlí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá þriðjudaginn 6. júlí kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis-og auðlindaráðherra, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

2.7.2021 : Heimsókn Svetlönu Tíkhanovskaja í Alþingi

Svetlana Tíkhanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, heimsótti Alþingi í dag.

Lesa meira

29.6.2021 : Alþingi kemur saman til framhaldsfunda þriðjudaginn 6. júlí

AlþingishúsKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá því í dag að hún hyggist leita atbeina forseta Íslands til að kalla Alþingi saman þriðjudaginn 6. júlí nk. þar sem lagt verður fram frumvarp til leiðréttingar á nýlega samþykktum lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Fyrirhugað er að þingfundur hefjist kl. 11 árdegis.

Lesa meira

26.6.2021 : Verðlaunaafhending í Jónshúsi

BodvarGudmundsson-og-SteingrimurJSigfusson-26062021Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, afhenti Böðvari Guðmundssyni, rithöfundi og ljóðskáldi, verðlaun Jóns Sigurðssonar árið 2020 í Jónshúsi í dag. Vegna kringumstæðna var ekki unnt að afhenda verðlaunin í fyrra því Hátíð Jóns Sigurðssonar, sem er árlegur viðburður í Jónshúsi, féll þá niður vegna stöðunnar í heimsfaraldri kórónuveiru. Verðlaunin hlýtur Böðvar fyrir mikilvægt framlag til félagsstarfa Íslendinga í Kaupmannahöfn og eflingu samskipta landanna.

Lesa meira

25.6.2021 : Forseti Alþingis í opinbera heimsókn til Rússlands

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, verður í opinberri heimsókn í Rússlandi dagana 27. júní til 1. júlí í boði Vyacheslav Volodin, forseta Dúmunnar. Skipulag heimsóknar og framkvæmd tekur mið af aðstæðum í kórónuveirufaraldrinum en auknar sóttvarnaráðstafanir eru í opinberum byggingum þar sem fundir eru haldnir. 

Lesa meira

24.6.2021 : Alþingi kynnt í Vísindaskóla unga fólksins á Akureyri

20210622_135104Lýðræðið og starfsemi Alþingis er á meðal þess sem er á dagskrá í Vísindaskóla unga fólksins sem nú stendur yfir í Háskólanum á Akureyri. Þar eru 80 nemendur á aldrinum 11–13 ára sem fá innsýn í störf þingsins undir leiðsögn fræðslustjóra og upplýsingafulltrúa á skrifstofu Alþingis.

Lesa meira

18.6.2021 : Ársfundur heimssamtaka kvenleiðtoga

Ársfundur samtakanna Women Political Leaders 2021 verður haldinn mánudaginn 21. júní og er að þessu sinni rafrænn. Þórunn Egilsdóttir flytur yfirlýsingu Alþingis fyrir hönd þingflokka. 

Lesa meira

18.6.2021 : Ársfundur heimssamtaka kvenleiðtoga

Ársfundur samtakanna Women Political Leaders 2021 verður haldinn mánudaginn 21. júní og er að þessu sinni rafrænn. Þórunn Egilsdóttir mun flytja yfirlýsingu Alþingis fyrir hönd þingflokka. 

Lesa meira

15.6.2021 : Tölfræðilegar upplýsingar um 151. löggjafarþing

Þingfundum 151. löggjafarþings var frestað 13. júní 2021. Þingið var að störfum frá 1. október til 18. desember 2020 og frá 18. janúar til 13. júní 2021. Þingfundir voru samtals 117 og stóðu í rúmar 684 klst.

Lesa meira

15.6.2021 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 14. júní tók Albertína Friðbjörg Elíasdóttir sæti á ný á Alþingi og vék þá varamaður hennar, María Hjálmarsdóttir, af þingi.

Lesa meira

13.6.2021 : Ávarp forseta Alþingis við þingfrestun 13. júní 2021

Fundum Alþingis var frestað 13. júní 2021. Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flutti ávarp við þingfrestun og fór yfir þingstörfin.

Lesa meira

9.6.2021 : Nýtt efni um kosningar og kosningaúrslit á vef Alþingis

Teknar hafa verið saman ýmsar upplýsingar um alþingiskosningar frá 1844 til nútímans og birtar á vef Alþingis. Þar er gerð grein fyrir kjördæmaskipulagi í þingkosningum og vikið að þróun kosningarréttar og kjörsóknar, kjördögum og ýmsu fleiru sem varðar framkvæmd þingkosninga.

Lesa meira

8.6.2021 : Starfsáætlun Alþingis gildir ekki lengur

Á fundi forsætisnefndar í dag, 8. júní 2021, var einróma samþykkt að starfsáætlun Alþingis gildi ekki lengur. Samkvæmt starfsáætlun átti að fresta störfum Alþingis nk. fimmtudag, 10. júní, en ólíklegt er að það gangi eftir. Nefndir þingsins eru enn að störfum og tilhögun þinghalds næstu daga verður því með öðrum hætti en ráðgert var í starfsáætlun.

Lesa meira

7.6.2021 : Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) 7. júní

Eldhusdagur2021_samklipptAlmennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður) fara fram á Alþingi í kvöld, mánudaginn 7. júní, og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar hefjast kl. 19:30, skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur átta mínútur í fyrstu umferð, fimm mínútur í annarri og fimm mínútur í síðustu umferð.

Lesa meira

4.6.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 8. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 8. júní kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

31.5.2021 : Ríkisendurskoðandi opnar starfsstöð á Akureyri

SJS-Rikisendurskodun-Akureyri-28052021Ríkisendurskoðun opnaði starfsstöð á Akureyri sl. föstudag. Verkefni hennar verða að annast fjárhagsendurskoðun á A-stofnunum, svo sem heilsugæslu, menntastofnunum, lögreglu, sýslumönnum og ýmsum stofnunum á Norður- og Austurlandi og annast stjórnsýsluúttektir og liðsinna við eftirlit með ríkistekjum.

Lesa meira

31.5.2021 : Sérstök umræða þriðjudaginn 1. júní um eignir Íslendinga á aflandssvæðum

Oddny_og_BjarniÞriðjudaginn 1. júní um kl. 13:30 verður sérstök umræða um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Málshefjandi er Oddný G. Harðardóttir og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Lesa meira

29.5.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 29. maí

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 29. maí:

Lesa meira

28.5.2021 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 31. maí tekur Þórarinn Ingi Pétursson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttur og víkur þá Hjálmar Bogi Hafliðason af þingi.

Lesa meira

28.5.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 31. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 31. maí kl. 13:00. Þá verða til svara samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

28.5.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 3. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 3. júní kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

26.5.2021 : Þingpallar opnaðir á ný

  • Thingpallar

ThingpallarVið upphaf þingfundar í dag greindi forseti Alþingis frá því að nýjar reglur um samkomutakmarkanir gera nú mögulegt að opna þingpalla Alþingis að nýju. Fyrst um sinn verður þó einungis hægt að taka á móti tíu manns í einu og verða allir að nota grímur. Þingpallarnir hafa verið lokaðir frá 12. mars á síðasta ári og á þeim tíma hafa gestir ekki mátt koma í Alþingishúsið vegna kórónuveirufaraldursins.

Lesa meira

25.5.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 25. maí

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 25. maí:

Lesa meira

21.5.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 21. maí

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 21. maí:

Lesa meira

21.5.2021 : Sérstök umræða þriðjudaginn 25. maí um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu

BjornLevi_KatrinJakobsdottirÞriðjudaginn 25. maí um kl. 13:45 verður sérstök umræða um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Málshefjandi er Björn Leví Gunnarsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

21.5.2021 : Aðalmaður tekur sæti

Þriðjudaginn 25. maí tekur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Olga Margrét Cilia, af þingi.

Lesa meira

21.5.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 25. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 25. maí kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

21.5.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 27. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 27. maí kl. 13:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

20.5.2021 : Þriðji áfangi í þróun talgreinis Alþingis hafinn

Skrifstofa Alþingis og hugbúnaðarfyrirtækið Tiro hafa gert með sér samning um áframhaldandi þróun og uppfærslur á hugbúnaði fyrir talgreini Alþingis, í þeim tilgangi að auka notagildi talgreinisins, sem var þróaður í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Talgreinirinn fer yfir upptökur af öllum ræðum þingmanna á þingfundum og skilar texta af þeim til útgáfudeildar Alþingis, sem gengur frá honum til birtingar á vef Alþingis.

Lesa meira

20.5.2021 : Nefndadagur föstudaginn 28. maí

Föstudaginn 28. maí er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla og er samkvæmt venju fundað bæði fyrir og eftir hádegi í nefndum.

Lesa meira

20.5.2021 : Nefndadagur föstudaginn 21. maí

Föstudaginn 21. maí er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla og er samkvæmt venju fundað bæði fyrir og eftir hádegi í nefndum. 

Lesa meira

19.5.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 19. maí

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 19. maí:

Lesa meira

19.5.2021 : Þingsályktunartillaga um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða samþykkt

Þingsályktunartillaga um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða var samþykkt á Alþingi í dag, á sama tíma og ráðherrafundur Norðurskautsráðsins fer fram í Hörpu og Ísland lætur af formennsku í ráðinu.

Lesa meira

18.5.2021 : Böðvari Guðmundssyni veitt verðlaun Jóns Sigurðssonar 2020

Bodvar-GudmundssonVerðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2020 féllu í hlut Böðvars Guðmundssonar, rithöfundar, ljóðskálds, leikskálds og fyrrverandi kennara. Böðvari voru veitt verðlaunin fyrir framlag hans til að stuðla að blómlegri menningar- og félagsstarfsemi í Jónshúsi. Heimsfaraldur kórónuveirunnar á síðasta ári kom í veg fyrir að hægt væri að afhenda Böðvari verðlaunaskjalið með athöfn í Jónshúsi eins og venja hefur verið á sumardaginn fyrsta. Þess í stað er nú birt myndband með samtali við Böðvar á vef og samfélagsmiðlum honum til heiðurs.

Lesa meira

17.5.2021 : Sérstök umræða þriðjudaginn 18. maí um skipulagða glæpastarfsemi

Sigmundur-David-og-Aslaug-ArnaÞriðjudaginn 18. maí um kl. 13:30 verður sérstök umræða um skipulagða glæpastarfsemi. Málshefjandi er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og til andsvara verður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.

Lesa meira

14.5.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 14. maí

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 14. maí:

Lesa meira

14.5.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 20. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 20. maí kl. 13:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra. 

Lesa meira

14.5.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 17. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 17. maí kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

12.5.2021 : Forsætisnefnd afgreiðir erindi um siðareglumál

Forsætisnefnd afgreiddi á fundi sínum 10. maí erindi sem henni barst 18. apríl sl. frá Birni Leví Gunnarssyni alþingismanni þar sem hann óskaði álits forsætisnefndar á því hvort ummæli hans í grein í Morgunblaðinu 3. apríl sl. stæðist siðareglur alþingismanna. Niðurstaða forsætisnefndar er birt í meðfylgjandi bréfi til Björn Levís Gunnarssonar. 

Lesa meira

11.5.2021 : Vinnu við Þingmannagátt miðar vel áfram

Skjaskot_minnispunktarHugbúnaðarfyrirtækið Prógramm vinnur nú að því að hanna Þingmannagátt fyrir Alþingi. Þingmannagáttin er hluti af þróun stafrænnar þjónustu fyrir þingmenn þar sem öll gögn sem tengjast þingstörfum þeirra eru á einum stað. Stefnt er að því að frumútgáfa kerfisins verði tilbúin að loknum kosningum í haust.

Lesa meira

11.5.2021 : Nefndadagar 12. og 14. maí

Miðvikudaginn 12. maí og föstudaginn 14. maí eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að nefndir fundi fyrir og eftir hádegi.

Lesa meira

10.5.2021 : Fjarfundur evrópskra þingforseta

Fjarfundur-evropskra-thingforsetaSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sótti í dag árlega ráðstefnu evrópskra þingforseta. Fyrirhugað var að halda ráðstefnuna í Berlín en vegna stöðunnar í heimsfaraldri ákvað Þýska sambandsþingið, sem er gestgjafi, að hún skyldi haldin í fjarfundaformi. 

Lesa meira

10.5.2021 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Jónshús_FræðimannsíbúðÚthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2021 til sama tíma að ári. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 27 gildar umsóknir.

Lesa meira

10.5.2021 : Sérstök umræða þriðjudaginn 11. maí um auknar rannsóknir á þremur nytjastofnum í sjó við landið

Ari-Trausti-og-Kristjan-ThorSérstök umræða um auknar rannsóknir á þremur nytjastofnum í sjó við landið verður þriðjudaginn 11. maí um kl. 13:30. Málshefjandi er Ari Trausti Guðmundsson og til andsvara verður Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Lesa meira

7.5.2021 : Upplýsingafulltrúi á skrifstofu Alþingis

AlþingiHefur þú áhuga á að starfa í fjölbreyttu og lifandi starfsumhverfi á skrifstofu Alþingis? Skrifstofan leitar að öflugum upplýsingafulltrúa til starfa í teymi á rannsókna- og upplýsingaskrifstofu Alþingis. Í starfinu felst móttaka, samræming og skipulagning þjónustu við skólafólk og aðra sem heimsækja vilja Alþingi eða fræðast um þingið með öðrum hætti.

Lesa meira

7.5.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 10. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 10. maí kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

6.5.2021 : Nefndadagur föstudaginn 7. maí

Föstudaginn 7. maí er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að nefndir fundi fyrir og eftir hádegi.

Lesa meira

6.5.2021 : Nýkjörinn umboðsmaður Alþingis boðinn velkominn

Steingrimur-Skuli-og-RagnaForseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, heimsóttu í dag Skúla Magnússon, nýkjörinn umboðsmann Alþingis, og buðu hann velkominn til starfa.

Lesa meira

3.5.2021 : Sérstök umræða um efnahagsmál þriðjudaginn 4. maí

Jon-Steindor-og-Bjarni-BenÞriðjudaginn 4. maí um kl. 13:30 verður sérstök umræða um efnahagsmál. Málshefjandi er Jón Steindór Valdimarsson og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Lesa meira

3.5.2021 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 3. maí tekur Hjálmar Bogi Hafliðason sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttur og víkur þá Þórarinn Ingi Pétursson af þingi.

Lesa meira

30.4.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 30. apríl

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 30. apríl:

Lesa meira

30.4.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 3. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 3. maí kl. 14:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

30.4.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 6. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 6. maí kl. 13:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

27.4.2021 : Nefndadagar 28.–29. apríl

Miðvikudagur og fimmtudagur 28.–29. apríl eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé fyrir og eftir hádegi. 

Lesa meira

27.4.2021 : Opinn fjarfundur efnahags- og viðskiptanefndar miðvikudaginn 28. apríl

Fjarfundur-efnahags-og-vidskiptanefndar-23-marsEfnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fjarfund miðvikudaginn 28. apríl kl. 13:00. Tilefnið er skýrsla fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis 2020. Gestir á fundinum verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.

Lesa meira

26.4.2021 : Skúli Magnússon dómstjóri kjörinn umboðsmaður Alþingis

Skuli-MagnussonAlþingi kaus í dag Skúla Magnússon, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur, umboðsmann Alþingis til næstu fjögurra ára. Skúli var kjörinn umboðsmaður með 49 atkvæðum. Hann tekur við embætti 1. maí nk.

Lesa meira

23.4.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 26. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 26. apríl kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

23.4.2021 : Sérstök umræða mánudaginn 26. apríl um breytingar á fyrirkomulagi skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameini

Lineik-Anna-og-SvandisMánudaginn 26. apríl um kl. 13:45 verður sérstök umræða um breytingar á fyrirkomulagi skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameini. Málshefjandi er Líneik Anna Sævarsdóttir og til andsvara verður Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

21.4.2021 : Útiþrautaleikur um Alþingi á Barnamenningarhátíð

Althingi_sumarFramlag skrifstofu Alþingis til Barnamenningarhátíðar í Reykjavík í ár er sumarlegur útiþrautaleikur. Í honum geta börn og fjölskyldur þeirra spreytt sig á ýmsum spurningum og þrautum sem tengjast Alþingishúsinu og umhverfi þess.

Lesa meira

21.4.2021 : Nýr ungmennavefur Alþingis

Nýr ungmennavefur Alþingis hefur verið opnaður. Vefurinn er ætlaður nemendum í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum – og auðvitað er öllum öðrum einnig velkomið að nýta sér hann til að afla upplýsinga um starfsemi Alþingis.

Lesa meira

20.4.2021 : Þingskjali útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 20. apríl

Eftirfarandi þingskjali var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 20. apríl:

Lesa meira

20.4.2021 : Forsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á fjarfundi

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, átti í morgun fjarfund með öðrum forsetum þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Gerði hann grein fyrir framvindu í starfi undirbúningshóps heimsráðstefnu þingforseta sem halda á í haust í Vínarborg, á vegum Alþjóðaþingmannasambandsins og þjóðþings Austurríkis.

Lesa meira

19.4.2021 : Sérstök umræða þriðjudaginn 20. apríl um skóla án aðgreiningar

Karl-Gauti-og-LiljaSérstök umræða um skóla án aðgreiningar verður þriðjudaginn 20. apríl um kl. 13:30. Málshefjandi er Karl Gauti Hjaltason og til andsvara verður mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir.

Lesa meira

19.4.2021 : Opinn fjarfundur efnahags- og viðskiptanefndar þriðjudaginn 20. apríl

Fjarfundur-efnahags-og-vidskiptanefndar-23-marsEfnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fjarfund þriðjudaginn 20. apríl kl. 9:00. Fundarefnið er kynning á skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar. Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits.

Lesa meira

16.4.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 19. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 19. apríl kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,  utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

16.4.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 21. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá miðvikudaginn 21. apríl kl. 13:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.

Lesa meira

16.4.2021 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 19. apríl tekur Olga Margrét Cilia sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Lesa meira

15.4.2021 : Ný útgáfa lagasafnsins

Ný útgáfa lagasafnsins (151b) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 13. apríl 2021.

Lesa meira

13.4.2021 : Breytt skipulag þingvikunnar á vorþingi

Samkomulag hefur náðst milli forseta Alþingis og formanna þingflokka um eftirfarandi skipulag þingvikunnar á vorþingi, frá og með 13. apríl, á grundvelli gildandi starfsáætlunar: Þingfundir samkvæmt starfsáætlun verða mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og hefjast þeir kl. 13.

Lesa meira

12.4.2021 : Sérstök umræða þriðjudaginn 13. apríl um fátækt á Íslandi

Inga Sæland og Bjarni BenediktssonÞriðjudaginn 13. apríl um kl. 13:30 verður sérstök umræða um fátækt á Íslandi. Málshefjandi er Inga Sæland og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Lesa meira

9.4.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 12. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 12. apríl kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

9.4.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 15. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 15. apríl. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkis- og þróunarmálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Lesa meira

9.4.2021 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 12. apríl tekur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Olga Margrét Cilia, af þingi.

Lesa meira

9.4.2021 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 12. apríl tekur María Hjálmarsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.

Lesa meira

8.4.2021 : Fjarfundur forseta Alþingis með forseta þjóðþings Eistlands

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, átti í morgun fjarfund með Jüri Ratas, nýkjörnum forseta Riigikogu, þjóðþings Eistlands. Ræddu þeir samskipti þinganna og ríkjanna en í ágúst næstkomandi verða 30 ár síðan Ísland var fyrst ríkja heims til að taka upp stjórnmálasamband við Eistland eftir endurreisn sjálfstæðis frá Sovétríkjunum.

Lesa meira

7.4.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 7. apríl

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 7. apríl:

Lesa meira

31.3.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 31. mars

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 31. mars:

Lesa meira

29.3.2021 : Fjórir gefa kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis

AlþingiFjórir einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis. Það eru: Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður, Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur og settur umboðsmaður, Skúli Magnússon, dómari (og frá 1. apríl dómstjóri) við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Lesa meira

23.3.2021 : Flaggað við Skála Alþingis á degi Norðurlanda

Dagur-Nordurlanda-1Þjóðfánar Norðurlandanna voru dregnir að hún við Skála Alþingis á degi Norðurlanda, 23. mars. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, minntist þess við upphaf þingfundar að á þessum degi árið 1962 var Helsingfors-sáttmálinn undirritaður.

Lesa meira

22.3.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 22. mars

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 22. mars:

Lesa meira

19.3.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 23. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 23. mars kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

19.3.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 25. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 25. mars kl. 13:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

19.3.2021 : Aðalmaður tekur sæti

Laugardaginn 20. mars tekur Halldóra Mogensen sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Sara Elísa Þórðardóttir, af þingi.

Lesa meira

17.3.2021 : Sérstök umræða fimmtudaginn 18. mars um aðgerðir til að styrkja stöðu íslensks landbúnaðar

SigurdurPall_KristjanThorSérstök umræða um aðgerðir til að styrkja stöðu íslensks landbúnaðar verður fimmtudaginn 18. mars um kl. 13:30. Málshefjandi er Sigurður Páll Jónsson og til andsvara verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson.

Lesa meira

15.3.2021 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 15. mars

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 15. mars:

Lesa meira

15.3.2021 : Sérstök umræða þriðjudaginn 16. mars um atvinnuleysi og stöðu atvinnuleitenda

Oddný G. Harðardóttir og Ásmundur Daði EinarssonÞriðjudaginn 16. mars um kl. 13:45 verður sérstök umræða um atvinnuleysi og stöðu atvinnuleitenda. Málshefjandi er Oddný G. Harðardóttir og til andsvara verður félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason.

Lesa meira

12.3.2021 : Varamaður tekur sæti

Laugardaginn 13. mars tekur Olga Margrét Cilia sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og víkur þá Katla Hólm Þórhildardóttir af þingi.

Lesa meira

12.3.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 16. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 16. mars kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

12.3.2021 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 18. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 18. mars kl. 13:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.

Lesa meira

12.3.2021 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2021–2022

Jónshús_FræðimannsíbúðÍbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota frá ágústlokum 2021 til sama tíma að ári. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 13. apríl næstkomandi.

Lesa meira

10.3.2021 : Sérstök umræða fimmtudaginn 11. mars um veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu

Kolbeinn-Proppe-og-Gudlaugur-ThorFimmtudaginn 11. mars um kl. 13:45 verður sérstök umræða um veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu. Málshefjandi er Kolbeinn Óttarsson Proppé og til andsvara verður utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson.

Lesa meira
Síða 3 af 16